Plúsferðir - Sumarsól 2013

16
Almería • Tenerife • Benidorm Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu

description

Ferðabæklingur Plúsferða sumarið 2013

Transcript of Plúsferðir - Sumarsól 2013

Page 1: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Almería • Tenerife • Benidorm

Ferðaskrifstofa

LeyfishafiFerðamálastofu

Page 2: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Sólríkar strendur, hvítkölkuð hús, nautaat og seiðandi flamenco-tónlist. Öll þessi sérkenni spænskrar menningar tilheyra næststærsta héraði Spánar, Andalúsíu.

Almería– falda perlan við Miðjarðarhafið!

Um Almería:

Hagkvæmt verðlag

Ekta spænsk menning

Úrvals gistingar

Fjölbreytt afþreying

Tilvalið fyrir stórfjölskyldur

Stutt til Granada

Almería

95.316 krverð frá

m.v 2 fullorðna og 2 börn í

stúdíóíbúð á Arena Center.

9.- 16. júlí

Page 3: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Hagkvæmt verðlag

Algengt er að Spánverjar fara sjálfir í frí til Almería, sem hefur hefur m.a. þann kost að verðlagið hækkar ekki jafn mikið eins og á mörgum ferðamannastöðum, enda eru Spánverjarnir mun meðvitaðari um hvað hlutirnir eiga að kosta.

Ekta spænsk menning

Borgin á sögu allt aftur til ársins 955 en í dag búa þar 200 þúsund manns. Allt í kringum Almeria er fjöldi lítilla þorpa, hvert með sitt einkenni og sjarma. Svæðið allt í kringum Almería er þekkt fyrir hina dæmigerðu tapas-rétti og frábær veitingahús.

Fjölbreytt afþreying Mikil og fjölbreytt afþreying er í boði í og við Roquetas de Mar. Þar er m.a. vatnsrennibrautagarður, sædýrasafn, go-kart, línuskautasvæði, falleg smábátahöfn og lítill barnaskemmtigarður.

Tilvalið fyrir stórfjölskyldur Almeria hefur uppá að bjóða fjölbreytta gistimöguleika fyrir allar stærðir af fjölskyldum á ótrúlega hagstæðum kjörum. Nú komast allir í fjölskyldunni með í sólina í sumar.

Stutt til Granada Fyrir þá sem vilja fara í lengri ferðalög er ógleymanlegt að heimsækja Granada, ein þekktasta og mest heimsótta borg Spánar. Um tveggja tíma akstur er til Granada og einnig er boðið uppá spennandi skoðunarferð þangað.

Úrvals gistingar

Fjölbreytt úrval af gistimöguleikum er í Almería. Hægt er að velja um þriggja, fjögurra eða fimm stjörnu hótel og hversu mikið fæði á að vera innifalið.

Almería | Upplýsingar

Page 4: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Almería | Hótel

Hotel Mediterraneo Park Hotel er 4 stjörnu vel staðsett á ströndinni í Roquetas de mar. Á hótelinu er 1.100 fermetra sundlaug með barnalaug og nuddpotti. Fallegur garður og góð aðstaða til sólbaða. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, heilsurækt með sauna og nuddpottum. Þar er einnig leiktækjasalur, barnaklúbbur og hárgreiðslu- og snyrtistofa. Skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna.

Hotel Mediterraneo Park

Allt innifalið

Hotel Arena Center er mjög gott 4 stjörnu íbúðahótel staðsett við hliðina á Neptuno. Hlýlegt og fallegt hótel. Val um studioíbúðir eða íbúðir með einu svefnherbergi. Á hótelinu er skemmtidagskrá frá 24. júní fyrir alla aldurshópa og starfandi barnaklúbbur. Mjög góð sameiginleg aðstaða og fallegur garður með stórri sundlaug, barnalaug og sundlaugarbar. Innisundlaug og lítil líkamsræktaraðstaða.

Arena Center

Hálft fæðiÁn fæðis

Page 5: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Pierre Vacances eru glænýtt íbúðahótel í Roquetas de Mar. Hótelið er staðsett í rólegu umhverfi og er u.þ.b. 600-700 metra gangur að næsta veitingahúsa, verslana- og þjónustusvæði. Íbúðahótelið stendur við golfvöll og stutt frá ströndinni (ca 500 m). Tvær sundlaugar eru í garðinum þar af önnur barnalaug og leiksvæði.

Pierre Vacances

Almería | Hótel

Án fæðis

Hotel Neptuno er mjög gott 4 stjörnu hótel staðsett 300 metra frá ströndinni í Roquetas de Mar við hliðina á Arena Center. Í næsta nágrenni er fjölbreytt úrval verslana og margir góðir veitingastaðir. Mjög góð sameiginleg aðstaða. Flottur bar og huggulegur matsalur. Fallegur garður með stórri sundlaug og barnalaug með tveimur rennibrautum

Hotel Neptuno

Hálft fæði

Án fæðisÁn fæðis

Page 6: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Tenerife er fögur og heillandi þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi ungir sem aldnir. Eyjan er ein af Kanaríeyjum, sú stærsta og sker sig úr fyrir einstakt náttúrufar og veðursæld, hreinleika og góðan aðbúnað.

Tenerife- fegurst allra á Kanarí

Um Tenerife:

Heillandi og fögur

Fjölbreytt afþreying

Iðandi næturlíf

Góðir verslunarmöguleikar

Milt loftslag allan ársins hring

Tenerife

89.900 krverð frá

m.v 2 fullorðna í Club Alexander

herbergi með hálfu fæði! 96.543 krverð frá

m.v 2 fullorðna og 2 börn í íbúð

með 1 svefnherbergi á Parque de

Las Americas. 17.- 24. júlí

Page 7: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Heillandi og fögur Í suðurhlutanum þar sem við erum með okkar gististaði skín sólin nánast alla daga ársins og þar er vinsælast að vera. Frábærar skoðunarferðir eru í boði t.d á eldfjallið Teide ásamt hringferð um eyjuna. Hvalaskoðun er einnig í boði.

Milt loftslag

Veðurfar er jafnt allan ársins hring. Meðalhiti er 22-24 gráður, á svalari dögum fer hitinn vart undir 15 stig og fer sjaldan yfir 30 gráður.

Fjölbreytt afþreying Skemmtileg afþreying er í boði á Tenerife. Loro Park dýragarðurinn, sem hýsir eitt stærsta safn heims af páfagaukum og mörgæsum. Stærsta go-kart braut í Evrópu er á eyjunni, vatnagarðuinn Aqualand með sundlaugarennibrautir fyrir alla fjölskylduna og stórskemmtilega höfrungasýningu. Við ströndina er sjósport, sjóskíði, bananabátar siglingar og köfun.

Iðandi næturlíf Á kvöldin tekur við iðandi næturlíf. Fjöldinn allur af fyrsta flokks veitingastöðum gefur fólki tækifæri á að borða góðan mat á sanngjörnu verði og þegar líða tekur á kvöldið er hægt að skoða hina miklu flóru af börum og næturklúbbum sem eru opnir fram undir morgun og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Verslunarmöguleikar Hægt er að gera góð kaup í verslanamiðstöðvunum, þar sem fjöldi verslana er með fínar merkjavörur. Meðfram Las Americas göngugötunni er fjöldinn allur af veitingastöðum, börum og verslunum.

Santa Cruz

Borgin skartar miklum gróðri og iðar af lífi. Kaffihús, veitingastaðir, göngugötur og fjölmargar verslanamiðstöðvar gera heimsókn til borgarinnar notalega og umfram allt skemmtilega.

Tenerife | Upplýsingar

Page 8: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Parque de las Americas er vel staðsett íbúðahótel á jaðri Costa Adeje hlutans og steinsnar frá iðandi mannlífi Playa de las Americas. Stutt er í alla þjónustu og aðeins 100 metrar á Bobo ströndina.

Parque De Las Americas

Gott 3ja stjörnu íbúðarhótel á Las Americas ströndinni. Hótelið er staðsett í rólegum hluta Troya hverfisins og er stutt í búðir og aðeins um 450 m á ströndina. Góður sundlaugargarður með sérstakri barnalaug og eru laugarnar upphitaðar yfir vetrarmánuðina. Góð sólbaðsaðstaða og í garðinum er billjarð.

Tropical Playa

Tenerife | Hótel

Án fæðis

Án fæðis Allt innifalið

Page 9: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Frábær íbúðagisting rétt við ströndina. Þetta íbúðarhótel er örugglega eitt eftirsóttasta hótel á Tenerife. Hótelið er byggt í skemmtilegum spönskum stíl og staðsetningin á Playa De Las Americas stöndinni er frábær, aðeins 80 m frá glæsilegri strönd og staðsett á "Laugaveginum" í Playa de las Americas hlutanum. Tilvalið fyrir fjölskyldufólk.

Parque Santiago

Gott 4 stjörnu hótel, frábærlega vel staðsett í hjarta Playa de las Americas þar sem örstutt er í verslanir og þjónustu . Nýtískuleg bygging sem stendur í fallegum gróðursælum sundlaugagarði. Gott hótel fyrir alla fjölskylduna. Aðeins 300 m á ströndina (stígur frá hótelinu) fjöldi verslana, kaffihúsa, veitinga- og skemmtistaða er í næsta nágrenni.

Best Tenerife

Tenerife | Hótel

Án fæðis

Morgunmatur Hálft fæði Allt innifalið

Page 10: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Hesperia Troya er 4 stjörnu hótel á Americas ströndinni. Á hótelinu eru 2 veitingastaðir, góð sundlaug, barnasundlaug, líkamsrækt, sauna, tennisvellir snyrti- og hárgreiðslustofu. Góð aðstaða í garðinum en einnig er mjög stutt á ströndina. Leiksvæði fyrir börn. Bar með a la carte matseðli. Val er um hálft fæði eða allt innifalið. Fjölbreytt skemmtidagskrá.

Hesperia Troya

Compostela Beach Club Aparthotel er notalegt íbúðahótel staðsett skammt frá golfvelli á Playa de las Américas. Hótelið býður upp á fallegan sundlaugagarð og þægilegar og rúmgóðar íbúðir. Aðeins 15 mínútur gangur er í miðbæ Playa de las Americas. Tilvalið fyrir fjölskyldufólk og fyrir þá sem vilja vera nálægt miðbænum.

Compostela Beach Golf Club

Tenerife | Hótel

Hálft fæði Allt innifalið

Án fæðis Morgunverður Allt innifalið

Page 11: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Hótel Fanabe er gott 4 stjörnu hótel á Costa Adeje strandhlutanum, vel staðsett, þar sem útimarkaðurinn á svæðinu er við hliðina á hótelinu og stutt er í verslanir þ.m.t glæsilega verslunartorgið Plaza del Duque. 250-350 m eru niður á Fanabé og Duque strendurnar, þar sem er fjöldi veitingastaða. Hótelið kemur fólki skemmtilega á óvart, fjölbreytt sameiginleg aðstaða, góð þjónusta og þægilegt viðmót.

Fanabe Costa Sur

La Siesta er fjögurra stjörnu hótel staðsett fyrir miðju á Playa de las Americas ströndinni, aðeins 300 m frá sjónum. Þetta er U-laga, þriggja hæða bygging með garði og sundlaugum. Mjög stutt er í alla þjónustu, veitingastaði og skemmtistaði.

La Siesta

Tenerife | Hótel

Morgunveður

Morgunveður

Fullt fæði

Fullt fæði Allt Innifalið

Hálft fæði

Hálft fæðiÁn fæðis

Page 12: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Á Benidorm er hægt að sameina óendanlega fjörugt strandlíf og óviðjafnanlegt næturlíf - þangað flykkist fólk til að njóta tilverunnar, hvílast og skemmta sér.

Benidorm- Vinsælasti sólarstaður Evrópu!

89.900 krverð frá

m.v 2 fullorðna í Club Alexander

herbergi með hálfu fæði!

Um Benidorm:

Hvítar strendur

Staður sóldýrkenda

Þorpið hvíta Altea

Iðandi næturlíf

Úrvals gistingar

Fjölbreytt afþreying

Benidorm

80.543 krverð frá

m.v 2 fullorðna og 2 börn í

í́buð með 1 svefnherfbergi á

Buenavista. 11.- 18 júlí

Page 13: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Hvíta ströndin

Hvítar strendur með fagurbláu hafinu á sólríkum sumardögum eiga engan sinn líka.Fjallgarðurinn fyrir ofan ströndina gerir það að verkum að sjaldan rignir og á fáum stöðum á Spáni er jafn sólríkt.

Iðandi næturlíf Umhverfis Benidorm eru óþrjótandi möguleikar á ferðalögum um héruð og sveitir sem eru umvafin einstakri náttúrufegurð. Á Benidorm er hægt að sameina óendanlega fjörugt strandlíf og óviðjafnanlegt næturlíf.

Staður sóldýrkenda Benidorm er öllum sóldýrkendum vel kunn enda einn vinsælasti áfangastaður sóldýrkandi Evrópubúa. Benidorm sameinar fjörugt strandlíf og víðfrægt næturlíf og þangað flykkist fólk til að njóta tilverunnar, hvílast og skemmta sér.

Fjölbreytt afþreying Terra Mitica er glæsilegur fjölskyldu- og skemmtigarður. Aqualandia er fallegur og tilkomumikill vatnsskemmtigarður fyrir alla fjölskylduna og Mundomar er sædýragarður með höfrunga- og sæljónasýningum.

Stutt til Albir Öll fjölskyldan tekur ástfóstri við Albir. Aðdráttarafl bæjarins er einstakt og fegurð staðarins og sólbakað andrúmsloftið heilla þá sem vilja friðsæla daga. Í vinalegum bænum er auðvelt að njóta lífsins þar sem í boði eru góð kaffihús, girnilegur matur, líflegar krár og verslanir. Það er alltaf nóg við að vera.

Hvíta þorpið Altea Listamenn hafa hreiðrað um sig í Altea í auknum mæli á undan-förnum árum með sínar vinnu-stofur, enda umhverfið undur-fagurt. Selja þeir verk sín ýmist á torgi bæjarins eða í litlum versl-unum sem opnar eru fram eftir kvöldi. Um 20 mínútna akstur er frá Benidrom til Altea.

Benidorm | Upplýsingar

Page 14: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Buenavista er gott og skemmtilegt íbúðahótel á Levante ströndinni. Mikil sameiginleg aðstaða er á hótelinu. Stór og góður sundlaugargarður, minigolf, innilaug, gufubað, þvottahús og fleira er í boði þessum gististað sem hentar bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga.

Buenavista

Paraiso Centro er snyrtilegt og mjög vel staðsett íbúðahótel stutt frá gamla bænum í Benidorm. Einfaldar, snyrtilegar og rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, baði, stofu og svölum sem snúa út í garð. Stutt er í alla þjónustu, t.d. matvörumarkaðinn Mercadona, banka og verslanir. Mjög góðir veitingastaðir eru í næsta nágrenni.

Paraiso Centro

Benidorm | Hótel

Án fæðis

Án fæðis

Page 15: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Einföld og látlaus gisting á góðum stað, stutt frá strönd. Hótelið er 17 hæðir og eru 4 íbúðir á hverri hæð, 2 lyftur. Garður er fyrir framan húsið með sundlaug og sólbekkjum, hann er opin frá 08:00-20:00. Ýmist 1 eða 2 svefnherbergi.

Halley

Nýlegar íbúðir með frábærri staðsetningu nálægt Levante ströndinni (Rincón de Loix). Hentar öllum vel. Stór og góður sundlaugagarður. Íbúðirnar eru með einu eða tveimur svefnherbergjum og eru mjög vel útbúnar. Allar íbúðir eru með loftkælingu og stórum og góðum svölum, eldhúsið er vel búið og er þvottavél inni í þvottaherberginu. Sjónvarp er í öllum íbúðum.

Gemelos XXII

Benidorm | Hótel

Án fæðis

Án fæðis

Page 16: Plúsferðir - Sumarsól 2013

Plúsferðir eiga rætur sínar að rekja til frumkvöðla ferðaþjónustu á Íslandi sem hafa áralanga reynslu af ferðaþjónustu.

Okkar fólk leggst í sólbað undir sömu sólinni, við sama hafið og fólkið sem ferðast með hinum ferðaskrifstofunum.

Bara fyrir mun lægri upphæð.

Plúsferðir | Lágmúla 4 - 108 Reykjavík | sími: 535 2100 | [email protected]