Nóttin nærist á deginum

36
Nóttin nærist á deginum 1

description

Hjón á fimmtugsaldri standa allslaus og ein eftir hrunið. Þau búa í hálfkláruðu einbýlishúsi með kjallaraíbúð sem var ætluð dóttur þeirra þegar hún kæmi heim úr sérnáminu. En hún er ekki á leiðinni heim. Eiginmaðurinn ákveður að gera allt sem í hans valdi stendur til að halda í drauminn um það sem átti að verða. En það hafa ekki allir kjarkinn til þess að byrja upp á nýtt.

Transcript of Nóttin nærist á deginum

Page 1: Nóttin nærist á deginum

Nóttin nærist á deginum1

Page 2: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 2

Page 3: Nóttin nærist á deginum

Jón Atli Jónasson

Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012 / 2013

Page 4: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 4

Leikstjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Páll Eyjólfsson

Leikmynd og búningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ilmur Stefánsdóttir

Lýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Hallur Ingólfsson

Hljóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ólafur Örn Thoroddsen

Þórir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hilmar Jónsson

Vera . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Elva Ósk Ólafsdóttir

Stúlkan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Birta Huga Selmudóttir

Persónur og leikendur

Page 5: Nóttin nærist á deginum

Nóttin nærist á deginum5

Leikskrá:Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði ArngrímssonÚtgefandi : Leikfélag ReykjavíkurLeikhússtjóri : Magnús Geir ÞórðarsonLjósmyndun : Jorri / Stephan StephensenÚtlit : FítonUmbrot : JorriPrentun : Oddi

SýningarstjórnÞorbjörn Þorgeirsson

Aðstoð við leikmynd og búningaAnna Kolfinna Kuran LeikgerviÁrdís BjarnþórsdóttirSigurborg Íris Hólmgeirsdóttir

LeikmyndagerðRagnar Páll SteinssonVictor Cilia

Leikmunir Móeiður HelgadóttirAðalheiður JóhannesdóttirNína Rún BergsdóttirLárus GuðjónssonÍsold Ingvadóttir

Hljóðdeild Ólafur Örn ThoroddsenThorbjørn KnudsenGunnar SigurbjörnssonBaldvin Magnússon

Ljósadeild Þórður Orri PéturssonBjörn Bergsteinn GuðmundssonMagnús Helgi KristjánssonGarðar Borgþórsson

LeiksviðKjartan ÞórissonFriðþjófur SigurðssonÞorbjörn ÞorgeirssonRichard H . SævarssonÖgmundur JónssonHaraldur Unnar Guðmundsson Magnús Rafn Hafliðason KerjúlfBergur Ólafsson

Sérstakar þakkirOddur Pétursson

Nóttin nærist á deginum er 566. viðfangsefni Leikfélags ReykjavíkurFrumsýning 1 . febrúar 2013 á Stóra sviði BorgarleikhússinsSýningartími er u .þ .b . ein klukkustund og þrjátíu mínúturEkkert hlé .Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna .

Nóttin nærist á deginum er samvinnuverkefni Borgarleikhússins, Spark Films og Leikhúsmógúlsins .

Page 6: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 6

Hann hefur stundað ýmis störf meðal annars pizzugerð og sjómennsku . Fyrsta leikrit hans er Draugalest sem hlaut verðlaun í leikritasamkeppni Borgarleikhússins árið 2003 og frumsýnt ári síðar . Árið 2005 var Brim frumsýnt í Vestmannaeyjum á vegum Vesturports . Fyrir það fékk Jón Atli Grímuverðlaunin fyrir besta leikritið . Brim var sýnt víða um land en einnig á ýmsum leiklistarhátíðum meðal annars í Þýskalandi, Finnlandi og í Rússlandi þar sem það hlaut verðlaun sem besta sýningin á Golden Mask leiklistarhátíðinni . Krádplíser fyrir Reykvíska Listaleikhúsið árið 2004, Rambó 7 í Þjóðleikhúsinu árið 2005, Mindcamp hjá Sokkabandinu og 100 ára hús hjá Frú Emilíu árið 2006, Partýland í Þjóðleikhúsinu árið 2007, Democrazy ásamt Agli Heiðari Antoni Pálssyni fyrir CampX leikhúsið í Kaupmannahöfn árið 2008, Djúpið í Borgarleikhúsinu árið 2009, Mojíto í Tjarnarbíói árið 2010, Þú ert hér árið 2009, Góðir Íslendingar, 2010 og Zombíljóðin 2011 öll í Borgarleikhúsinu með Mindgroup . Jón Atli er einn af stofnendum Mindgroup ásamt þeim Jóni Páli Eyjólfssyni og Halli Ingólfssyni en Mindgroup eru evrópsk regnhlífasamtök leikhúsfólks sem vinnur að tilraunakenndri leiklist . Hann sendi frá sér smásagnasafnið Brotinn taktur árið 2001 og fyrsta skáldsaga hans Í frostinu kom út árið 2005 . Jón skráði auk þess ævisögu Bubba Morthens, Ballaðan um Bubba, sem kom út árið 2011 . Tvö leikrita Jóns Atla hafa verið kvikmynduð, Brim af Árna Ólafi Ásgeirssyni árið 2010 og Djúpið af Baltasar Kormáki árið 2012 . Auk þessa hefur Jón Atli þýtt fjölda leikrita og starfar nú sem leikskáld Borgarleikhússins .

Jón Atli Jónassoner fæddur í Reykjavík árið 1972.

Page 7: Nóttin nærist á deginum

Nóttin nærist á deginum7

Page 8: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 8

Í kjallaranumÞetta var grín . Svona í byrjun . Algjörlega hugsað sem slíkt . Kannski leikur . Sem fór úr böndunum . Auðvitað fór þetta úr böndunum . Ég neita því ekki . Sökin er mín . Ég kýs heldur að segja að ég hafi gert þetta . Án þess að taka afstöðu til sektar . En vissulega er hún líka til staðar . Sektin . Nánar um hana síðar . Sektina . Við búum í einu af þessum hverfum sem eru til fyrir ofan Reykjavík . Fyrir ofan Breiðholtið og Grafarvoginn . Í einni af þessum götum sem hefur svo framandi nafn að enginn man eiginlega hvar hún er . Hverfið okkar er grátt á litinn . Mörg húsin standa fokheld og auð . Brunnu inni í hruninu . Það er búið að negla fyrir gluggana í flestum húsunum í götunni okkar . Það var aldrei flutt inn í þau . VIð erum neðst í botnlanga . Reyndar er hægt að aka framhjá húsinu okkar og að hringtorgi . En það liggja engar aðrar götur út frá hringtorginu . Landakortið nær ekki lengra . Húsið okkar er á tveimur hæðum og með kjallara . Við, Kata konan mín, urðum fokheld og náðum að flytja inn áður en forsætisráðherrann bað Guð að blessa Ísland . Þá stóðum við inni í stofu og vorum að velja náttúruflísar á baðherbergið . Með naktar ljósaperur hangandi í stofunni stóðum við í málningargöllum og fylgdumst með á flatskjánum sem ég hafði hengt upp fyrr um morguninn . Ég man að við stóðum þarna og ég leit á naktar ljósaperurnar í loftinu og á þetta rándýra sjónvarp sem ég var búinn að festa á vegginn og mér leið eins og við hefðum verið rænd . Að þjófar hefðu komið og hreinsað allt úr húsinu og bara skilið eftir þetta sjónvarp á veggnum . Það tók mig mest allan daginn að hrista af mér þessa hugsun .

Nú erum við föst hérna . Við vorum búin að selja ofan af okkur og sitjum föst hérna núna . Í auðu hverfi í auðri götu sem enginn man hvað heitir . Peningarnir kláruðust . Það er það sem við segjum fólki . Þess vegna eru engin gólfefni á gólfunum . Engar hurðir . Bara byggingarplastið sem ég límdi niður . Við göngum um á svona plastklossum sem komust í tísku fyrir nokkrum árum . Ég er á svörtum klossum en Kata mín er á svona bleiksanseruðum . Dótið okkar, sem við erum búin að vera safna að okkur síðan við byrjuðum að búa saman, fyllir húsið . Það er samt eitthvað svo undarlega tómt . Í fyrstu vorum tókum við þá ákvörðun að láta þetta ekkert slá okkur út af laginu . Hrunið . Halda bara okkar striki og Kata mín saumaði gardínur fyrir gluggana og við sátum yfir litaspjöldum, staðráðin í því að mála húsið bæði að innan og að utan . Parketið og flísarnar gætu beðið . Við bara komumst aldrei það langt . Gardínurnar fóru að vísu upp en húsið okkar stendur ómálað . Bæði að innan og að utan . Svo fengum við lánafrystingu og misstum vinnuna . Fyrst hún Kata mín og svo ég . Ég er svo sem ekkert að kvarta yfir því . Ekki svoleiðis . Það voru margir sem misstu vinnuna og fengu frystingu . Það varð ekkert við það ráðið . En það sem gerðist var að okkur tók að skorta erindi til að fara út úr húsi . Vissulega fórum við að versla í matinn og kannski í sund en það var allt og sumt . Dóttir okkar er í sérnámi erlendis og ekkert væntanleg heim á næstunni . Henni býðst ágæt staða í spítala í Gautaborg þegar hún klárar og við höfum hvatt hana til að taka við henni . Hér heima á Íslandi bíður hennar engin vinna . Hún og Gauti maðurinn hennar kunna vel við sig í Svíþjóð . Finnst landið að mörgu leyti betur heppnað en Ísland, eins og hann orðar það . Kannski er eitthvað til í því . Að eitt land geti verið betur heppnað en önnur .

Ég horfi dálítið á sjónvarpið . Það hef ég aldrei gert . Ekki að neinu ráði . Maður var alltaf að vinna . Oft frameftir . Sá í mesta lagi kvöldfréttir eða einhvern svona þátt sem allir voru að tala um . Eftir að okkur var sagt upp fór ég að horfa meira á sjónvarpið .

Hékk yfir því . Lærði á stillingarnar . Litina og skerpuna og hljóðið . Við erum með allar stöðvarnar . Kata mín hefur enga eirð í sér til að sitja fyrir framan sjónvarpið . Hún á sín eigin áhugamál . Hún er í bókaklúbbi með vinkonum sínum og les mikið . Þær lásu Flugdrekahlauparann . Og einhverja vampírubók sem ég man ekki hvað heitir . Ég horfi mest á Discovery . Sérstaklega þætti um seinni heimsstyrjöldina . Mér finnst alveg magnað að sjá viðtöl við fólk sem upplifði hörmungarnar . Aldraða hermenn og þá sem lifðu af dvölina í útrýmingarbúðum nasista . Það vekur furðu mína hvað fólk man þetta greinilega . Svona mörgum árum seinna . Hvar það var statt og hvað það var að gera . Ég man hrunið okkar ekki í svona miklum smáatriðum . Ég man sumt en annað er í hálfgerðri móðu . Það eina sem mér finnst ég stundum muna er bara þegar forsætisráðherrann biður Guð að blessa Ísland og svo er ég allt í einu staddur í þessu hálfkláraða húsi með henni Kötu minni á plastklossum sem voru í tísku fyrir nokkrum árum . Auðvitað man ég eftir því að við urðum reið . Svona þegar þetta var allt að gerast . Ég man að hún Kata mín hringdi í dóttur okkar í Svíþjóð og grét mikið í símann . Drakk svo heila hvítvínsflösku og kreppti hnefann út í loftið . Svo sofnaði hún í sófanum frammi í stofu . Sem er mjög ólíkt henni . Mjög ólíkt okkur . Við drekkum ekki mikið . Við erum ekki þannig fólk . Svo var eins og ástandið breyttist . Það féll einhver værð yfir gráa hverfið okkar . Götuna okkar sem hefur svo framandi nafn að enginn man eiginlega hvar hún er . Af og til komu nágrannar okkar, sem náðu aldrei að flytja inn í húsin sín, að skoða þau . Tryggja byggingarplastið og flekana sem þeir höfðu nelgt fyrir gluggana . En eftir því sem á leið fór heimsóknum þeirra fækkandi . Það var eins og skömmin hefði hrakið þá á flótta . Hvert, nákvæmlega, hef ég enga hugmynd um . En það er mín reynsla að fólk almennt vilji ekki dvelja of lengi við þá hluti sem það fær ekki að eiga . Værðin sótti líka að okkur . Ég hætti að klæða mig . Sá ekki tilganginn með því að fara úr náttötunum og sloppnum . Nema rétt þegar ég fór að versla í matinn . Ég fór varla úr plastklossunum sem voru í tísku fyrir nokkrum árum . Þeir urðu hluti af fótunum á mér . Ég hætti að ganga í sokkum .

Það er eitt sem ég hef tekið eftir í öllum þessum þáttum sem ég hef horft á um seinni heimsstyrjöldina og það er að þeir sem lifðu hörmungarnar af, þeir vissu að einhver væri á leiðinni að bjarga þeim . VIð það eitt að hlusta á sprengjur falla varð þeim ljóst að það var einhver þarna úti sem var á leiðinni að bjarga þeim . Að klippa á gaddavírinn og koma höndum yfir kvalarana . Það er kannski ósanngjarnt gagnvart öllum hlutaðeigandi að bera hrunið okkar saman við hörmungar seinni heimstyrjaldar- innar . En í værðinni sem féll yfir og sótti að mér og henni Kötu minni kom þessi hugsun yfir mig . Að öllum væri sama . Þá

Page 9: Nóttin nærist á deginum

Í kjallaranum

Nóttin nærist á deginum9

Page 10: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 10

fannst mér ég vera farinn að búa í kirkjugarði . Það bara gat ég ekki sætt mig við . Ég vildi heyra sprengjur . Eitthvað sem gæfi til kynna að einhver væri á leiðinni til að bjarga mér og Kötu minni . En auðvitað heyrðum við ekki í neinum sprengjum . Pottaglamrið í búsáhaldabyltingunni barst eiginlega aldrei alla leið hingað upp í úthverfin . Ég veit heldur ekki hvort það hefði skipt neinu máli . Ég get ekki sagt fyrir víst að það hefði fengið mig til að fara í sturtu og raka mig . Ég er með alskegg núna . Á eyjunni minni . Þá vitið þið leyndarmálið mitt . Ég fór að líta á húsið okkar sem eyju í gráu eyjahafi . Ég held að það hafi byrjað þegar ég var í Krónunni og stóð mig að því að kaupa nánast eingöngu mat í niðursuðudósum . Ég fór svo að gramsa í kössum inni í bílskúr og fann gamla pípu sem ég reykti þegar ég var í menntaskóla . Nú sit ég á kvöldin fyrir framan kamínuna sem við settum upp í stofunni og brenni mótatimbri sem ég hirði í hverfinu . Það liggur um allt eins og hráviði . Ég brenni líka ýmsum pappírum sem mig langar ekki að eiga . Langar ekki að lesa . Bréf frá bönkum og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum . Hótunum, eiginlega . Það er það sem við gerum á eyjunni minni . Brennum hótunum .

Hún Kata mín hefur áhyggjur af mér . En ég hughreysti hana . Við verðum að halda dampi hér á eyjunni . Passa upp á stemmninguna . Ég segist leita að vinnu . Fletti í gegnum atvinnuauglýsingarnar . En hæfileikar mínir mega sín lítils í kreppu . Það er engin þörf fyrir mig . Nei, takk . Ekki núna . Í værðinni þá er eins og hún hafi sæst á það að það er ekkert sem ég get gert til að breyta stöðunni . Hrunið er stærra en við hjónin . Það er ekki á okkar valdi að breyta neinu . Ekki eins og er . Það er sameiginlegur skilningur okkar . Hún Kata mín væri bara að eyða púðrinu sínu með því að fetta fingur út í náttsloppinn og alskeggið og pípuna . Ég held að hún skilji að ég þarf að dálítið að finna mig . Finna mig upp . Svona upp á nýtt . Oft kemur að mér sú hugsun að ég sé hættur að vinna . Kominn á eftirlaun . En ég er auðvitað allt of ungur til þess . Ég hef séð menn í vinnunni hjá mér fara á eftirlaun . Þeir duglegu drepast fyrst . Þeir hafa lagt öll eggin sín í sömu körfuna . Fyrirtækið . Hafa ekki að neinu að hverfa þegar þeir fara á eftirlaun . Ég gef duglegum manni í mesta lagi fimm til sex ár eftir að hann fer á eftirlaun . Þá er hann annað hvort dauður eða orðinn alvarlega veikur . Sem er vinna í sjálfu sér . Að vera alvarlega veikur . Það þarf að hitta alls kyns sérfræðinga og fara í rannsóknir og aðgerðir auk þess sem að það hvílir á manni ákveðin upplýsingaskylda hvað fjölskyldu og vini varðar . Maður sem ég þekkti hann lenti í þessu . Að verða alvarlega veikur þegar hann hætti að vinna . Þegar hann var ekki á spítalanum þá var hann stanlaust í símanum eða á netinu að segja fjölskyldu og vinum frá því hvernig baráttan við sjúkdóminn gengi . Hann var líka í stóru viðtali í dagblaði og kom í sjónvarpinu . Það drap hann á endanum . Held ég . Allt þetta kynningarstarf .

Ég vakna snemma á morgnana . Helli upp á kaffi og treð mér í pípu . Stundum kemur það fyrir að ég sofna í stólnum fyrir framan kamínuna . Þegar ég vakna kaldur og stífur þá virði ég fyrir mér öskuna sem ég er farinn að dreifa af svölunum . Hún er eins á litinn á grá steinsteypan sem er ríkjandi litur í hverfinu . Mig dreymir stundum um að sæðið úr mér sé svona . Að við Kata mín ríðum og þegar ég fæ úr honum þá blæs typpið á mér bara út svona grárri ösku . Það er kannski þess vegna sem ég er farinn að forðast það að sofa hjá henni . Vil frekar horfa í glóðina í kamínunni þar til ég dett út af . Það er mynd af íkorna á hliðinni á henni . Ég veit ekki hvort það skiptir nokkur máli . En þarna er hann samt . Svona skreyting . Svartur íkorni með hnetu í kjaftinum . Ég hef bara gaman af honum . Þegar ég er búinn að troða í pípuna og kveikja í henni þá fer ég út á svalir ef það er veður til þess og drekk kaffið mitt . Ég á ágætis kíki frá Bausch og Lomb . Ég nota hann til þess að fylgjast með hverfinu sem er hinum megin við lágina . Þar hefðum við auðvitað átt að byggja . Í hverfi sem var komið betur af stað . Þar eru húsin nánast fullkláruð, þar eru garðar og heitir pottar og börn sem leika sér . Í hverfinu okkar er ekkert svoleiðis . Þegar ég set upp kíkinn og skima yfir hverfið þá líður mér eins og skipstjóra sem sér til lands en organdi brimið er bara svo mikið að hann nær ekki að sigla til hafnar . En hann grætur ekki örlög sín . Hann veit að hann á ekki afturkvæmt . En það var svo sem alltaf ófrávíkjanlegt samningsatriði . Möguleikinn á því að drukkna eða steyta á skeri .

Ég kíki inn um glugga og sé fjölskyldur á náttfötunum að borða morgunmat . Grátandi börn sem vilja ekki fara í skólann og fólk stíga inn í bíla og aka af stað í vinnuna . Af og til kemur það fyrir að einhver snýr vanganum í átt að mér . Kannski er það glampinn frá kíkinum sem fær fólk til að snúa vanganum . Ég veit það ekki . En þá hlýnar mér aðeins um hjartaræturnar . Ég er ekki að hnýsast . Ég lít ekki þannig á málið . Ég er að fylgjast með . Ég hef fjárfest í lífi þessa fólks af áhuga . Það er engin öfund í mér . Það er bara svo hughreystandi að sjá þau við leik og störf . Ég er enginn pervert . Ef ég sé fólk nakið eða að ríða þá læt ég kíkinn síga . Það verður auðvitað að ríkja trúnaður .

Ég ætti að minnast aðeins á kjallarann í húsinu okkar . Hann varð aldrei að neinu . Ekki að því sem hann átti að verða . Hug- myndin var að þar yrði lítil íbúð handa dóttur okkar og manninum hennar og auðvitað væntanlegum barnabörnum . Íbúð sem þau gætu búið í á meðan þau væru að koma undir sig fótunum hérna heima eftir sérnámið . Það er nelgt fyrir gluggana í kjallaríbúðinni . Þar er klósett en enginn vaskur ennþá, ekkert bað og engin sturta . Við förum aldrei niður í kjallara . Kannski er það bara of sárt . Að horfa upp á eitthvað sem aldrei verður . Vitandi það að dóttir okkar og maðurinn hennar eru ekkert á leiðinni heim eftir sérnámið . Það er auðvitað aldrei rætt öðruvísi en í tengslum við gengið og hrunið og atvinnuleysið . Það er aldrei rætt á tilfinningalegum grunni . Það er algjörlega í undirtextanum . Í þögninni á línunni þegar við hringjum út í dóttur okkar og manninn hennar . Þau eru ekki á leiðinni heim . Hún Kata mín stakk upp á því að ég myndi þrífa kjallarann sem stendur auður vegna þess að allt geymsludótið okkar er inni í bílskúrnum sem er tvöfaldur . En þar sem við eigum ekki lengur tvo bíla er nóg pláss þar . Hún Kata mín stakk upp á því að ég myndi þrífa kjallarann vegna þess að hana langaði að kaupa vefstól og koma honum upp niðri í kjallara . Mér leist ekkert illa á það . Ég þurfti bara að sópa steypurykið og þurrka dálítð af og setja skerm á ljósaperurnar sem hanga þar og leggja nokkra teppabúta á steingólfið þar sem vefstóllinn átti að standa . Ég var enga stund að þessu . Þetta var verkefni sem ég gat vel tekið að mér . Ég var búinn að fylgjast með fólkinu mínu fara á fætur og bursta tennurnar og fá sér morgunmat og fara í skólann og vinnuna . Ég var búinn að drekka kaffið mitt og reykja pípuna mína . Ég smeygði mér því í plastklossana mína sem voru í tísku fyrir nokkrum árum og vatt mér niður í kjallara . Það er ekki gengt úr húsinu beint niður í kjallara . Það var með ráðum gert . Þegar dóttir okkar og maðurinn hennar og

Page 11: Nóttin nærist á deginum

Nóttin nærist á deginum11

Page 12: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 12

Page 13: Nóttin nærist á deginum

Nóttin nærist á deginum13

væntanleg barnabörn myndu búa í kjallaranum vildum við ekki vera að hnýsast . Þess vegna er sérinngangur á bak við húsið inn í kjallarann . Ég byrjaði á því að fara inn í bílskúr og ná í kúst og gekk svo eftir viðarfjölunum sem lágu í stíg bak við húsið að innganginum í kjallarann . Ég fann lyklana að kjallarahurðinni á stóru kippunni með varalyklunum sem við notum aldrei og hangir venjulega inni í ryksuguskápnum í þvottahúsinu . Þetta er þykk og voldug eikarhurð með lítilli kattalúgu neðst . Dóttir okkar er svo hrifin af köttum og við vildum einhvern veginn gera henni ljóst að þessi kjallaraíbúð væri hennar yfirráðasvæði . Ef hana langaði í kött þá myndum við ekki standa í vegi fyrir því . Ég fann lykilinn og opnaði hurðina . Það var þungt loft fyrir innan og ég hóstaði eilítið þegar ég var kominn inn . Það gekk vel að hreinsa til . Ég var enga stund að sópa upp stein- steypurykinu og þegar það var búið þá fór ég aftur inn í bílskúr og fann til nokkur teppi sem lágu upprúlluð á hillu við hliðina á veiðidótinu okkar . Ég fann líka gamla hríslampaskerma úr Ikea sem höfðu hangið í herbergi dóttur okkar þegar hún var unglingur . Þegar ég var búinn að leggja teppin og hengja upp skermana í kjallarnum var rýmið bara orðið

þokkalega vistlegt . Ég fann líka til nokkra stóla og gamlan hermannabedda sem mér hafði einhvern tíma áskotnast . Mér fannst tilvalið að koma honum líka fyrir í kjallaranum . Ef hún Kata mín myndi nú þreytast við vefnaðinn þá gæti hún fengið sér dálitla kríu á beddanum . Ég fann líka lítið sófaborð sem ég stillti upp og setti gamlan vasa sem við erum hætt að nota á borðið og dúk sem ég held að hún Kata mín hafi fengið í afmælisgjöf fyrir löngu síðan . Svo tróð ég mér í pípu og virti fyrir mér kjallar-ann . Allir þessir gömlu munir sem höfðu fylgt okkur í gegnum lífið og við vorum hætt að nota voru svo undarlega kunnug- legir en um leið framandi . Ég fékk það á tilfinninguna að ég væri staddur í fyrstu íbúðinni sem við tókum á leigu í Breiðholtinu . Þegar við vorum að byrja að búa saman . Þessi samtíningur virkaði þannig á mig .

Hún Kata mín hló svolítið fyrst . En bara eins og fyrir kurteisissakir . Henni fannst þetta ekkert fyndið . Svo fór hún að öskra . Lamdi í hurðina og heimtaði að ég hleypti henni út . Hurðin í kjallaranum er nefnilega þannig að þegar henni er læst þá verður að opna hana með lykli . Bæði að innan og utanverðu . Þetta var svo sem ekkert sem við hugsuðum út í þegar hurðin var keypt . Kannski eru kjallarahurðir í dag bara hannaðar svona . Undir kvöldið fór hún Kata mín að gráta . Ég stóð fyrir utan hurðina og reykti pípuna mína . Hlustaði á hana gráta . Svo þóttist ég ganga í burtu . Steig fast til jarðar og tók nokkur skref en læddist svo til baka að hurðinni og lá á hleri . Hlustaði á ekkasogin í henni þar til mér var orðið kalt . Þá fór ég aftur inn í húsið . Ég fór inn í eldhús og smurði nokkrar samlokur og hellti mjólk í glas . Ég fann lítinn bakka sem ég var viss um að ég gæti smeygt inn um kattalúguna á hurðinni og svo fór ég inn í svefnherbergi og náði í bókina sem bókaklúbburinn hennar Kötu minnar er að lesa . Svo fögur bein eftir Alice Sebold . Ég sá frétt um það á CNN að leikstjórinn sem gerði þríleikinn upp úr Hringadróttins-sögu ætlar að kvikmynda hana . Ég lagði bókina á bakkann og fór svo út og að kjallarahurðinni og renndi bakkanum inn um kattalúguna . Hún Kata mín sárbað mig um að opna fyrir sér og var nú farin að vola eins og dóttir okkar var vön að gera þegar hún var lítil . Þó að það sé langt síðan það var þá man ég að volið var oftast merki um það að hún væri orðin dauðþreytt, litla skinnið, og kominn tími til að fara að hátta . Ég sagði henni Kötu minni því að vera dugleg að borða matinn sinn, lesa dálítið í bókinni sinni og fara svo að hátta . Hún svaraði engu heldur heyrði ég bara brothljóð þegar hún kastaði bakkanum með smurða brauðinu og mjólkurglasinu og Svo fögrum beinum eftir Alice Sebold í vegginn . Svo fór hún aftur að öskra . Ég gekk frá kjallarahurðinni og að húsinu framanverðu . Stóð úti á götu og hlustaði eftir öskrunum . Ég heyrði einungis lágan óm berast frá húsinu . Ég leit upp og niður eftir götunni okkar og þá tók að hvessa svo undir tók í flaksandi byggingarplasti . Það drekkti algjörlega ópunum í henni Kötu minni . Svo fór ég inn í húsið og settist við kamínuna . Ég hafði fundið koníakspela í bílskúrnum og kveikti upp í kamínunni og pípunni minni og dreypti á gylltum vökvanum . Og mér var hlýtt að innan . Ég bætti mótatimbri á eldinn og setti tærnar eins nálægt logunum og ég gat til að hlýja mér . Ég kláraði úr pelanum og hlustaði á snarkið í eldinum . Ég heyrði lága dynki úr kjallaranum af og til . Hún Kata mín var að berja með hnefunum í timbrið sem var nelgt fyrir glugga- opin í kjallaranum . En það var ekki til neins . Það var kyrfilega neglt fyrir þau . Við vorum heppin með iðnaðarmenn á meðan við höfðum ennþá efni á þeim . Stuttu eftir að mér var sagt upp þá bauðst mér að fara á hugleiðslunámskeið fyrir atvinnu- lausa . Eða atvinnuleitandi eins og einhver sálfræðingur sagði að við ættum að kalla okkur . Hann var nýútskrifaður og afskaplega indæll ungur maður . Hann sagði okkur að reyna að sjá fyrir okkur í huganum daginn sem okkur hafði verið sagt upp . Leyfa okkur að endurupplifa tilfinningarnar sem fylgdu uppsögninni . Sjá fyrir okkur aðstæðurnar . Fötin sem við vorum í og hvað var sagt og hvað var gert . Svo áttum við að renna aftur í gegnum atburðinn en setja skemmtilega tónlist við hann og setja trúðahatta á alla í huganum . Það myndi hjálpa okkur við að sætta okkur við uppsagnirnar . Ég gerði það . Ég veit ekki hvort það hjálpaði nokkuð til . Margir á námskeiðinu urðu reiðir þegar hann bað okkur um að gera þetta en mér fannst allt í lagi að reyna . Það sakaði ekki neitt . Ég hafði gott af þessu . Hugleiðslunni . VIð lærðum hugleiðslutækni sem er kölluð fljótandi ský . Þá á maður að liggja eða sitja kyrr og leyfa hugsunum sínum fljóta í gegnum sig . Eins og ský á himni . Og ég gerði það . Leyfði hugsunum mínum fljóta áreynslulaust um stofuna og út um gluggana og fram af svölunum . Ég hugsaði um niðursuðudósirnar og sódavatnið og hinar vistirnar sem ég hafði keypt . Ég hugsaði líka um litlu stúlkuna sem ég hafði komið auga á í hverfinu hinum megin við lágina . Hún minnir mig á dóttur mína þegar hún var á sama aldri . Ég hugsaði um litla, bláa vasaljósið sem myndi lýsa mér veginn þegar ég læddist að húsinu hennar og inn um svefnherbergisgluggann hennar . Hvað hún Kata mín yrði ánægð að verða aftur móðir svona seint á lífsleiðinni . Í litlu, sætu kjallaraíbúðinni sem ég hafði innréttað handa okkur og ég hugsaði um það hvað það eru fáir, sorglega fáir, sem hafa kjark til að byrja upp á nýtt .

Page 14: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 14

Page 15: Nóttin nærist á deginum

Nóttin nærist á deginum15

Page 16: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 16

Page 17: Nóttin nærist á deginum

Nóttin nærist á deginum17

Page 18: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 18

Page 19: Nóttin nærist á deginum

Nóttin nærist á deginum19

Page 20: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 20

Page 21: Nóttin nærist á deginum

Nóttin nærist á deginum21

Page 22: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 22

Page 23: Nóttin nærist á deginum

Nóttin nærist á deginum23

Page 24: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 24

Hilmar Jónssonútskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1990 og starfaði næstu sjö ár sem leikari við Þjóðleikhúsið áður en hann stofnaði, ásamt fleirum, Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóð og Háðvöru og hóf þá um leið leikstjórnarferil sinn . Hermóður og Háðvör er einn öflugasta leikhópur landsins og hefur starfað í yfir sautján ár þar af fimmtán ár samfellt í Hafnarfirði en hefur nú flutt sig um set . Leikhópurinn setur sér sem megin markmið að sviðsetja ný íslensk samtímaleikrit . Hilmar hefur leikstýrt yfir fjörutíu leiksýningum m .a . í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og hefur einnig starfað sem leikstjóri í Svíþjóð og í Finnlandi . Um þessar mundir eru tvö verk á fjölunum í Svíþjóð í leikstjórn Hilmars annars vegar Pelikaninn eftir August Strindberg í Östgötateatern í Norrköping og Vial, nýtt verk eftir Henrik Stahl í Profilteatern sem er einn stærsti sjálfstæði leikhópurinn í Svíþjóð . Hilmar hefur að auki leikið í fjölda kvikmynda á undanförnum árum .

Elva Ósk Ólafsdóttirlauk námi við Leiklistarskóla Íslands 1989 . Hún hefur farið með fjölda burðarhlutverka við Þjóðleikhúsið, meðal annars í Gauragangi, Snædrottningunni, Oleönnu, Stakkaskiptum, Þreki og tárum, Don Juan, Sem yður þóknast, Grandavegi 7, Óskastjörnunni, Komdu nær, Brúðuheimilinu, Horfðu reiður um öxl, Vilja Emmu, Veislunni, Rauða spjaldinu, Jóni Gabríel Borkmann, Þetta er allt að koma, Edith Piaf, Öxinni og jörðinni, Dínamíti og Hjónabandsglæpum . Hún lék veigamikil hlutverk í Húsi Bernörðu Alba og Íslandsklukkunni hjá Leikfélagi Akureyrar og í Ég er meistarinn, Kjöti, Heima hjá ömmu og Englum í Ameríku hjá Leikfélagi Reykjavíkur . Síðast liðið sumar lék Elva í leikriti Hlínar Agnarsdóttur, Gestaboð Hallgerðar, í Njálusetrinu á Hvolsvelli . Elva Ósk hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars í Stuttum frakka, Benjamín dúfu, Ikingut, Hafinu og Kaldri slóð . Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Hafinu . Hún lék einnig í framhaldsþáttunum Erninum hjá Danmarks Radio . Elva Ósk hlaut Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir túlkun sína á hlutverki Nóru í Brúðuheimili og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í Veislunni og Hjónabandsglæpum . Elva Ósk Ólafsdóttir hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 2007 .

Sýningar Elvu Óskar á leikárinu: Bastarðar og Nóttin nærist á deginum.

Page 25: Nóttin nærist á deginum

Birta Huga Selmudóttirer nemandi í 10 . bekk Austurbæjarskóla . Árið 2009 var hún fulltrúi Austurbæjarskóla í Stóru Upplestrarkeppnini og sigraði hana . Birta hefur leikið og sungið í þó nokkrum skólaleikritum, en síðasta hlutverk hennar var Blúsí Brown í Bugsý Malone, nemendasýningu í Austurbæjarskóla árið 2011 . Birta tók þátt í Skrekk árin 2010, 2011 og 2012 . Hún hefur mjög mikinn áhuga á leiklist og hefur leikið í nokkrum stuttmyndum og auglýsingum . Birta býr einnig til myndbönd ásamt vinum sínum og deilir þeim með almenningi á youtube . (www .youtube .com/alfsi97) . Hópurinn hefur unnið margar myndbandakeppnir . Áhugamál Birtu eru tónlist, leiklist, kvikmyndir og myndlist .

Nóttin nærist á deginum25

Page 26: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 26

Ilmur Stefánsdóttir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995 og lauk síðar Mastersnámi í myndlist frá Goldsmiths College í London árið 2000 . Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og lagt stund á gjörningalist hérlendis og erlendis . Ilmur hefur hannað ýmsar leikmyndir í Þjóðleikhúsi, Borgarleikhúsi og víðar . Meðal verkefna eru þríleikur Hugleiks Dagssonar sem samanstóð af Forðist okkur hjá Nemendaleikhúsi LHÍ og CommonNonsense í Borgarleikhúsinu og söngleiknum Legi og leikritinu Baðstofunni í Þjóðleikhúsinu . Hún gerði einnig leikmynd fyrir Hreinsun, Brennuvargana, Finnska hestinn og Dýrin í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu og Af ástum manns og hrærivélar á vegum CommonNonsense sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu . Af leikmyndum Ilmar í Borgarleikhúsinu má nefna Vestrið eina, Lík í óskilum, Heima er best, Dúfurnar, Elsku barn, Eldhaf og Mýs og menn . Meðal annarra sýninga sem Ilmur hefur unnið að eru Húsmóðirin hjá Vesturporti, Hvít kanína og Gangverkið hjá Nemendaleikhúsi LHÍ, Hinn útvaldi í Loftkastalanum og CommonNonsense og CommonCouple á vegum CommonNonsense . Hún starfar í leikhópnum CommonNonsense sem hefur staðið fyrir ýmsum sýningum og setti upp heimildaleikverkið Tengdó á síðasta leikári, en þar var Ilmur höfundur leikmyndar . Ilmur var tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir leikmynd í Forðist okkur, Legi og Elsku barni og hlaut verðlaunin fyrir leikmynd sína í Hreinsun . Stökkbreyting hluta er henni einstaklega hugleikið viðfangsefni .

Björn Bergsteinn Guðmundssonhefur lýst fjölda sýninga í atvinnuleikhúsum landsins auk þess sem hann starfaði eitt ár við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn . Meðal sýninga sem Björn hefur lýst eru Brúðuheimilið, Krítarhringurinn í Kákasus, Hægan Elektra, Kirsuberjagarðurinn, Blái hnötturinn, Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Cyrano frá Bergerac, Veislan, Rauða spjaldið, Jón Gabríel Borkmann, Þetta er allt að koma, Edith Piaf, Nítjánhundruð, Öxin og jörðin og Leg í Þjóðleikhúsinu . Hann hefur unnið lýsingu margra sýninga Hafnarfjarðarleikhússins, Íslensku óperunnar og ýmissa leikhópa . Hjá LA lýsti Björn m .a . Eldað með Elvis, Maríubjölluna, Herra Kolbert og Ökutíma . Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu eru Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskyldan, Fólkið í kjallaranum, Ofviðrið, Strýhærði Pétur, Kirsuberjagarðurinn, Svar við bréfi Helgu og Mýs og menn . Björn hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m .a . hefur hann hlotið Grímuna fyrir vinnu sína . Björn er nú yfirljósahönnuður í Borgarleikhúsinu .

Hallur Ingólfssonhefur samið tónlist fyrir fjölda sviðsverka og kvikmynda . Hallur hefur einnig samið og sett upp þrjú leikverk í samstarfi við Jón Pál Eyjólfsson og Jón Atla Jónasson, nú síðast Zombíljóðin sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu haustið 2011 þar sem Halldóra Geirharðsdóttir slóst í lið með þeim félögum . Meðal nýlegra tónlistarverkefna Halls má nefna Eldhaf sem sýnt var í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári .

Jón Páll Eyjólfssonútskrifaðist árið 2000 frá East 15 Acting School í London og lék í uppfærslu Young Vic Theatre Company á The Three Musketeers sama ár . Hann hefur leikið í flestum leikhúsa landsins auk þess að vinna með sjálfstæðum leikhópum . Þar má nefna Syngjandi í Rigningunni, Cyrano, Grettisögu, Gaggalagú, Grís, Meistarann og Margarítu, Rauðu Skóna, Úlfhamsögu og Íslandsklukkuna . Jón Páll fékk tilnefningu til Grímuverðlauna fyrir síðastnefnda hlutverkið . Á síðari árum hefur Jón Páll snúið sér æ meira að leikstjórn . Hann leikstýrði Herra Kolbert og Maríubjöllunni hjá LA og Hér og nú Sokkabandsins í Borgarleikhúsinu . Jón Páll var fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið leikárið 2008 til 2009 og leikstýrði þar sýningunum Vestrið eina og Óskar og bleikklædda konan . Jón Páll hefur einnig leikstýrt sýningunum Heima er best, Elsku barni, Strýhærða Pétri, Eldhafi og Mýs og menn hjá Borgarleikhúsinu . Hann gerði einnig sýningarnar Þú ert hér, Góða Íslendinga og Zombíljóðin á árunum 2009 - 2011 í Borgarleikhúsinu ásamt þeim Jóni Atla Jónassyni og Halli Ingólfssyni en þeir félagar deildu með sér leik, leikstjórn og handritsgerð . Þú ert hér var tilnefnd til fimm Grímuverðlauna, m .a . sem sýning ársins 2009 . Síðastliðinn vetur leikstýrði hann Tengdó með leikhópnum CommonNonsense . Sýningin hlaut fjölda Grímuverðlauna árið 2012 .

Ólafur Örn Thoroddsenlauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1976 og lék hjá Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur áður en hann gerðist tæknistjóri Leiklistarskóla Íslands árið 198 . Þar var hann hljóð- og ljósahönnuður og hefur auk þess lýst áhugamannasýningar . Hann var tæknistjóri leikflokksins Bandamenn á leikferð um heiminn og lýsti m .a . Bandamannasögu . Ólafur hefur verið fastráðinn hljóðhönnuður við Borgarleikhúsið frá opnun þess og unnið við fjölda sýninga, m .a . Einhver í dyrunum, Öndvegiskonur, Boðorðin 9, Híbýli vindanna, Woyzeck, Ófagra veröld, Amadeus, Dauðasyndirnar og Harry og Heimir . Ólafur var tilnefndur til Grímunnar fyrir hljóðhönnun fyrir síðastnefnda verkið .

Page 27: Nóttin nærist á deginum

Nóttin nærist á deginum27

Þorbjörn Þorgeirssonlauk sveinsprófi í ljósmyndun árið 2010 . Hann hefur unnið í Borgarleikhúsinu frá árinu 2005 en fastráðinn starfsmaður frá árinu 2011 . Þorbjörn hefur unnið við fjölda sýninga í húsinu, sem sviðsmaður og sýningarstjóri . Meðal sýninga má nefna Faust, Ást, Söngvaseið, Ronju Ræningjadóttur, Vestrið eina og Ræðismannaskrifstofuna .

Page 28: Nóttin nærist á deginum

Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11 . janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag . Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina . Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854 . Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur .

Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980• Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Sigurður Hróarsson 1991 - 1996• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 –

Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur

Stjórn BorgarleikhússinsNýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11 . janúar árið 2001 . Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins . Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu . Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss . Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins .

Í dag sitja stjórn þau Inga Jóna Þórðardóttir, formaður . Edda Þórarinsdóttir, ritari, Þórólfur Árnason, Ingibjörg E . Guðmundsdóttir og Theódór Júlíusson . Varamenn eru Bessý Jóhannsdóttir og Finnur Oddsson .

Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Baldvin Tryggvason• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steindór Hjörleifsson• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Sveinn Einarsson• . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Vigdís Finnbogadóttir

Borgarleikhúsið 2012–2013 28

Page 29: Nóttin nærist á deginum

Stjórn Borgarleikhússins

Hljóð- og tölvudeildÓlafur Örn Thoroddsen, forstöðumaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Gunnar Sigurbjörnsson, hljóðmaðurStefán Þórarinsson, tölvuumsjón

BúningadeildStefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg EmilsdóttirElma Bjarney Guðmundsdóttir

Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir, leikgervahönnuðurMargrét Benediktsdóttir, leikgervahönnuður

LeikmunadeildMóeiður Helgadóttir, forstöðumaður Aðalheiður Jóhannesdóttir, yfirleikmunavörður Nína BergsdóttirLárus GuðjónssonÍsold Ingvadóttir

SmíðaverkstæðiGunnlaugur Einarsson, forstöðumaður Ingvar Einarsson, smiður Haraldur Björn Haraldsson, smiðurKarl Jóhann Baldursson, smiður

Miðasala og framhúsGuðrún Stefánsdóttir, miðasölu- og framhússtjóri Vigdís Theodórsdóttir, vaktstjóri Ingibjörg Magnúsdóttir, ræstitæknir

EldhúsSigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna ÓskarsdóttirStefanía Þórarinsdóttir

RæstingElín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir

Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari

Umsjón hússÖgmundur Þór Jóhannesson

BorgarleikhúsiðListabraut 3, 107 ReykjavíkMiðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500Netfang: [email protected]

Fastráðnir starfsmenn

Nóttin nærist á deginum29

Yfirstjórn og skrifstofaMagnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S . Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ . Kristjánsson, (Jorri) hönnuður / markaðsfulltrúiHelga Pálmadóttir, gjaldkeri Kári Gíslason, skipulagsstjóri

Leikarar Álfrún Helga ÖrnólfsdóttirBergur Þór Ingólfsson Brynhildur GuðjónsdóttirGuðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María KarlsdóttirHilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Lára Jóhanna JónsdóttirNína Dögg Filippusdóttir Ólafur Darri ÓlafssonSigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór ÓskarssonTheodór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson

Listrænir stjórnendurKristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Snorri Freyr Hilmarsson, leikmyndahönnuður

SýningarstjóradeildAnna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið

LeiksviðKjartan Þórisson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaðurÞorbjörn Þorgeirsson, sviðsmaður

LjósadeildÞórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Magnús Helgi Kristjánsson, ljósamaður Garðar Borgþórsson, ljósamaður

Page 30: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 30

GullregnFrumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsiMannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré

Indíana Jónsdóttir býr í blokk í Fellahverfinu umkringd fólki af erlendum uppruna sem hún fyrirlítur . Indíana lifir á bótum en er fullkomlega heilbrigð . Hún kann á kerfið – er svokallaður kerfisfræðingur .Í litla garðskikanum fyrir aftan íbúðina hefur hún ræktað tré sem er hennar stolt og yndi – Gullregn . Þegar fulltrúi Umhverfisráðuneytisins bankar upp á og tilkynnir að uppræta skuli allar gróðurtegundir sem ekki voru til staðar á Íslandi fyrir árið 1900 snýst heimur Indíönu á hvolf með baráttu upp á líf og dauða . Gullregn Ragnars Bragasonar er mannlegt og broslegt en um leið harmrænt verk um fólk sem við þekkjum öll . Hér birtast Íslendingar nútímans með öllum sínum kostum og göllum . Hrár og ómengaður samtími . Ragnar Bragason er í fremsta flokki íslenskra kvikmyndagerðarmanna en meðal verka hans eru Börn, Foreldrar, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin og Bjarnfreðarson . Gullregn hefur hlotið frábærar viðtökur, jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda . Löngu er orðið uppselt á allar sýningar verksins á Nýja sviðinu og einnig á aukasýningar sem bætt hefur verið við . Til að mæta hinni miklu eftirspurn hefur sýningin verið flutt upp á Stóra svið frá og með lokum janúar .

Höfundur og leikstjórn: Ragnar BragasonLeikmynd: Hálfdán PedersenBúningar: Helga Rós V . Hannam Lýsing: Björn Bergsteinn GuðmundssonTónlist: Mugison

Leikarar: Sigrún Edda BjörnsdóttirHallgrímur ÓlafssonHalldóra GeirharðsdóttirBrynhildur Guðjónsdóttir Halldór GylfasonHanna María KarlsdóttirJóhanna Axelsdóttir

Page 31: Nóttin nærist á deginum

Nóttin nærist á deginum31

Núna!Ung og öflug leikskáld sameina krafta sína„Komdu þér úr mussunni, krútt!“

Í fyrravetur fékk Borgarleikhúsið sex ung leikskáld til að skrifa stutt verk um íslenskan samtíma . Þrjú þessara verka voru valin til sviðsetningar . Raddirnar í verkunum eru ólíkar en þau eiga það sameiginlegt að vera fersk og djörf og bregða upp áhugaverðri mynd af lífi Íslendinga í dag .

SkrídduHverjir hafa þörf fyrir sterkan leiðtoga? Vegna fjölda áskorana um að gera ekkert, að slyttast áfram þegnskyldulega og freðið, er einnig tekist á við: a) bekkpressur, b) skoðanakann- anir, c) ráðleysi, d) yfirvald, e) undirlægjur og hið sárþjáða slytti í kjallaranum . Skríddu er sálfræðidrama um slyttið og fasistann innra með okkur öllum . Um eyrun sem vísa inn á við, augun sem spanna heilann, munninn sem þráir að þóknast og andlitið sem berar sig umheiminum .

Kristín Eiríksdóttir (1981) stundaði nám í myndlist við Listaháskóla Íslands og einnig í Kanada . Hún hefur gefið út ljóðabækurnar Kjötbæinn 2004, Húðlitu auðnina 2006 og Annarskonar sælu 2008 . Einnig hafa ljóð og sögur eftir hana birst í ýmsum tímaritum hér heima og erlendis . Smásagnasafn Kristínar, Doris deyr, kom út árið 2010 og hlaut mikið lof .

Svona er það þá að vera þögnin í kórnumFésbókar-kynslóð nútímans birtist hér ljóslifandi á sviðinu . Innihaldslítið læk, eða dislæk, join eða share, hlæjandi kallar eða dúllan- mússímússí upphrópanir . Mikilvægt og nærgöngult leikrit þar sem velt er upp grundvallarspurningum um manninn í síbreytilegum heimi . Hver erum við og hvert stefnum við?

Salka Guðmundsdóttir (1981) lauk námi í þýðingarfræðum frá Háskóla Íslands, leik- list frá University of Wales, Aberyswyth og í skapandi skrifum frá University of Glasgow . Salka hefur þýtt leikrit, skáldsögur og fleira og hefur starfað undanfarin ár sem leiklistargagnrýnandi menningarþáttar Ríkisútvarpsins Víðsjár . Hún samdi leikritið Súldarsker árið 2011 og var tilnefnd til Grímuverðlauna sem leikskáld ársins .

Skúrinn á sléttunniSögusviðið er teppalagður bílskúr í smábæ í námunda við Las Vegas . Á veggnum er stór mynd af George W . Bush yngri og önnur af Ólafi Ragnari Grímssyni . Hér birtast Íslendingar í Bandaríkjunum sem eiga ættir að rekja til Grindavíkur . Sonur drykkfelldrar og grófyrtrar húsmóður er á leið í kynskiptaaðgerð .

Tyrfingur Tyrfingsson (1987) útskrifaðist úr námsbrautinni Fræði og framkvæmd við Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010og leggur stund á meistaranám í leikritun við Goldsmiths, University College of London . Leikrit hans Byrgið verður frumsýnt næsta haust .

Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Magnús Helgi Kristjánsson

Leikarar: Unnur Ösp StefánsdóttirValur Freyr EinarssonHanna María KarlsdóttirÞröstur Leó GunnarssonLára Jóhanna Jónsdóttir Sigurður Þór Óskarsson

Page 32: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 32

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við

Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra

öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram

að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

Fyrir það erum við afar þakklát.

Page 33: Nóttin nærist á deginum

Nóttin nærist á deginum33

Page 34: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 34

Page 35: Nóttin nærist á deginum

Nóttin nærist á deginum35

Page 36: Nóttin nærist á deginum

Borgarleikhúsið 2012–2013 36