Murexin múrkerfi

4
Orkusparandi múrkerfið sparar tíma sparar orku sparar peninga

description

Bæklingur um Murexin orkusparandi múrkerfið. Murexin múrkerfið nýtir hitann betur Fyrir nýbyggingar og endurklæðningu eldri húsa Góð vörn gegn raka og veðrun Frábært útlit Sangjarnt verð Traustur söluaðili Möguleikar á að halda upprunalegu útliti húsa

Transcript of Murexin múrkerfi

Page 1: Murexin múrkerfi

Orkusparandi múrkerfið

• sparar tíma• sparar orku• sparar peninga

Page 2: Murexin múrkerfi

Reiknaðu dæmið til enda!

Með hækkandi orkuverði og aukinni umræðu um orkusparnað hafa kröfur um bætta nýtingu orku aukist til muna. Murexin orkusparandi múr kerfið er frábær aðferð til að draga úr orkukostnaði, lækka byggingarkostnað og auka verðgildi fasteignar þinnar.

Lækkaðu orkureikninginn

Megnið af hitanum sem við kyndum húsin okkar með tapast gegnum útveggina. Murexin orkusparandi múrkerfið klæðir byggingar í hlýja verndarkápu að utan sem gerir það að verkum að dýrmæt orka tapast síður. Varmanýtingin verður mun meiri en ella sem skilar sér fljótt í lægri orkureikningum.

Minna efni – styttri verktími

Verðið á Murexin múrkerfinu er afar hagstætt jafnframt því sem nú þarf enn minna efni en áður hefur verið notað í mörgum múrkerfum. Á sama tíma minnkar hættan á ofþornun og sprungumyndun í kerfinu. Kerfið er fljótunnið, einfalt og tilbúið þegar sílíkon múr hefur verið borin á. Það þarf því ekki að standa í langan tíma áður en lokaáferð er unnin. Samanburður á kostnaði við þetta kerfi við aðrar klæðningar s.s ál, bárujárn, flísar, o.s.frv., sýnir glögglega að Murexin múrkerfið er hagkvæm lausn. Evrópusambandið hefur birt opinberar rannsóknir sem sýna að utanhúsmúrkerfi auka verðgildi nýrra sem notaðra fasteigna um 20 %. (Heimild: The European energy pass study)

Vörn gegn veðrun

Íslandi er þekkt fyrir snöggar veðrabreytingar með slagveðursrigningu sem þekkist ekki annars staðar. Við þessar aðstæður hentar vel að nota Murexin múrkerfið með Energy Furioso sílíkon múr sem lokaáferð. Sílíkon múrinn kemur tilbúinn í hvítum lit af lager og er einnig fáanlegur í ótal litum í Murexin litakortinu. Energy Furioso múrinn er afar veðrunarþolinn og jafnframt vatnsheldur, með góða teygju. Hann er fáanlegur í 3 kornastærðum sem gefur möguleika á mismunandi grófri áferð og útliti.

Kostir Murexin orkusparandi múrkerfis eru því margir• Lækkar hitakostnað og eykur vellíðan í húsum• Styttir verulega tíma á byggingarstigi og auðveldar viðhald• Eykur verðgildi fasteigna• Meiri vörn gegn raka

• Murexin múrkerfið nýtir hitann betur• Fyrir nýbyggingar og endurklæðningu eldri húsa• Góð vörn gegn raka og veðrun• Frábært útlit• Sangjarnt verð• Traustur söluaðili• Möguleikar á að halda upprunalegu útliti húsa

Á veturna sparast orku­kostnaður og hitinn helst inni.

Á sumrin helst hitinn úti og hitastigið verður svalara inni.

Framleitt samkv. ETAG-004

Einbýlishús á Akureyri

Þrír grófleikar í boði og ótal litir.

Vottað skv.:ISO 14001:2004ISO 9001:2008

Page 3: Murexin múrkerfi

Dyfflur

Plastdyfflur (festingar) með stálpinna til að festa upp EPS einangrun eða stein-ullarplötur fyrir Murexin múrkerfið. Borað er fyrir dyfflunum að lágmarki 25 mm inn í steinsteypu en 65 mm fyrir opnara eða lausara undirlag s.s holstein eða lélega steypu. Ath. Almenna reglan er að nota 5 dyfflur pr. m2, en fer einnig eftir stærð platna sem notaðar eru. Leitið upplýsinga hjá sérfræðingum Múrbúðarinnar.Stærðir 110 mm , 150 mm og 170 mm.

Tryggja góða festu á einangrun

Murexin orkusparandi múrkerfiðEfni og fylgihlutir – allt á einum stað

Einangrunarplötur

EPS UtanhússeinangrunPlasteinangrun með rúmþyngd 24 kg / m3. Mikil rakamótstaða og hátt einangrunargildi.

Steinull Steinullareinangrun ætluð undir netstyrkta múrhúðun. Rakavarinn og viðurkennd gegn bruna og hljóði

Athugið að afla upplýsinga um einangrunar­gildi og brunaþol einangrunar hjá við­komandi fram leiðanda.

Energy grunnur (Primer)

Eykur viðloðun, þéttir undirlagið og gerir það vatnsþétt en raka gufuopið. Auðveldar ásetningu sílíkon bundinna yfirborðsefna, hindrar mislitun og misþornun.

Hentar á steypu og múr.

Alkaliþolið glertrefjanet 155 g/m2

Alkaliþolið glertrefjanet til styrkingar á múrkápu utan á einagrun með Energy Star límmúrnum. Styrkir og hindrar sprungumyndun og þenslu.Efnisnotkun 1,1 m per / m2 vegna 10 cm skörunar og auka styrkinga við glugga og hurðir.

Hornanet

Hornalistar úr glertrefjaneti með PVC styrkingu í horni sem styrkja öll horn og auðvelda fallegan frágang.Alkaliþolið. 2,5 m langt.

Botnlistar

Botnlistar úr áli eða ryðfríu stáli til að lyfta einangrun frá jarðvegi og auðvelda uppsetningu og frágang plast- eða ullar-einangrunar. Með droparauf. 2,5 m langir.

Energy Furioso sílíkonmúr

Tilbúinn Sílíkonmúr fyrir lokaáferð í Murexin múrkerfinu. Fæst í hvítum lit eða sérpöntuðum lit eftir litakorti. Vatnsþéttur, spennuþolinn og með góða vörn gegn óhreinindum.Kornastærðir 1,5 mm, 2 mm og 3 mmEfnisnotkun 1,5 mm 2,8 kg / m2

2 mm 3,2 kg / m2

3 mm 4,2 kg / m2

Góð vörn gegn raka og veðrun

Energy Furioso Colour (valkostur)

Sílikonbundin hágæða málning sem fæst í sömu litum og Furioso sílíkonmúrinn. Notuð til að mála yfir Furioso sílíkon-múrinn til að tryggja hámarksendingu og vörn gegn óhreinindum. Einnig til að fríska upp á eldri múrkerfi sem hafa veðrast, upplitast eða skemmt af veggjakroti . Efnisnotkun 0,3 – 0,5 kg / m2

Eykur endingu og skerpir liti

Energy Star límmúr

Hágæða sementsbundin límmúr til að líma upp einangrun og sem grunnmúr í net í Murexin múrkerfinu. Gott teygjuþol, einstök viðloðun og þolir vel raka. Unninn úr þurrkuðum kvartssandi og sérvöldu sementi.Efnisnotkun: Sem límmúr fyrir einangrun 4 - 5 kg /m2 (fer eftir undirlagi)Sem grunnmúr í múrkerfi 3,5 - 4,5 kg /m2 (fer eftir undirlagi). Auðvelt og þægilegt efni í vinnslu

Ath. Farið vandlega yfir tækni lýsingarblaðið varðandi verk lýsingu og með ferð efnisins.

Ath. Farið vandlega yfir tækni lýsingarblaðið varðandi verk lýsingu og með ferð efnisins.

Ath. Farið vandlega yfir tækni lýsingarblaðið varðandi verk lýsingu og með ferð efnisins.

Ath. Farið vandlega yfir tækni lýsingarblaðið varðandi verk lýsingu og með ferð efnisins.

Page 4: Murexin múrkerfi

Stílhreint og fallegt útlit

Kletthálsi 7, 112 ReykjavíkSími 412-2500, Fax [email protected]

Fuglavík 18, 230 ReykjanesbæSími 412-2500, Fax [email protected]

Furuvöllum 15, 600 AkureyriSími 412-2500, Fax [email protected]

Garðarsbraut 50, 640 HúsavíkSími 464-4100, Fax [email protected]

Flötum 29, 900 VestmannaeyjumSími [email protected]

Einfalt og þægilegt í vinnslu

Einbýlishús í Hafnarfirði

Skóli á Akureyri

Einbýlishús í Kópavogi

Til að tryggja endanlega gæði í múrkerfinu er nauð­synlegt að verja flötinn gegn sól, rigningu og vindi.