Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

52

description

Hér má sjá Mjölni, skólablað VMA, sem kom út þriðjudaginn 3.mars 2015

Transcript of Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

Page 1: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri
Page 2: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri
Page 3: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

3

Ég setti þessa spurningu fram vegna þess að maður kemst ekki hjá því að heyra þetta stanslaust. Þetta virðist vera það sem allir hafa út á VMA að setja. Hvernig getur þetta verið satt í svo stórum skóla? Fjölbreytnin er svo gríðarlega mikil og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Af hverju eru þá ekki allir á fullu að halda uppi félagsstarfi innan skólans? Spurningin er: Hvar liggur vandamálið? Svarið við þeirri spurningu er: Vandamálið liggur hjá okkur nemendum. Við getum skoðað söngkeppnina sem dæmi, flottasta söngkeppni norðan heiða þetta árið með þvílíkt flottum kynni og glæsilegri umgjörð en samt fylltum við ekki salinn, af hverju? Það eru allskonar félög í skólanum, t.d. leikfélag, málfundafélag, stuttbuxnafélagið, parkour og tölvuklúbburinn ásamt mörgum mörgum fleiri. Þessi félög, og fleiri, eru í boði fyrir nemendur og er fjölbreytnin mikil og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mætum, fögnum fjölbreytninni. Ekki vera hrædd um að einhver dæmi ykkur, sá aðili veit ekkert um hvað hann er að tala. Ekki dæma hlutina sjálf og alls ekki vera með fordóma. Endurskoðum hugsun okkar um ekkert félagslíf og eflum það sjálf. Við erum líka með Pétur Guðjónsson og hann er ótrúlega duglegur við að hjálpa þeim nemendum sem hafa áhuga á að koma hugmyndum sínum af stað og á hann miklar þakkir fyrir að þetta blað er nú að koma út. Einnig vil ég þakka þeim Hilmari, Ásbjörgu, Snorra, Kristjáni Blæ og Völu ásamt Stefaníu formanni Þórdunu. Ekki vera hrædd, verið þið sjálf og fögnum fjölbreytninni.

Er ekkert félagslíf í VMA?

Stefán Jón Pétursson

Baldur Sverrisson Ritstjóri

Haukur Smári Gíslason

María Katrín Helgadóttir

Þórdís Alda Ólafsdóttir

Aðrir í ritnefnd eru:

Page 4: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

4

Page 5: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

5

Félagslífið í Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur ekki alltaf verið upp á tíu, en það er eitthvað sem ég setti mér að markmiði að breyta.Ég sótti á sínum tíma um formannsstöðuna einungis upp á gamanið, nokkrum dögum síðar þegar ég er kölluð í viðtal hélt ég að ég að ég vissi nákvæmlega hvað ég væri búin að koma mér út í, þar sem ég væri búin að sitja í stjórn áður. Það kom svo sannarlega eitthvað allt annað á daginn. Ég gerði mér gjörsamlega enga grein fyrir öllu því umstangi, brasi og veseni sem þetta hlutverk hefur í för með sér. Ég áttaði mig heldur aldrei á öllum blessuðu símtölunum sem ég átti eftir að fá frá ýmsum misgáfulegum aðilum sem ég kannaðist algjörlega ekkert við. Þetta er gaman, en óstjórnanlega mikil vinna.Ég, sem nemandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri, get ekki annað sagt en að ég sé stoltur fylgjandi áfangakerfis og fjölbreytninni sem því fylgir. Ég hef rosalega gaman að því að vera í mismunandi fögum með mörgu mismunandi fólki. Hef ég líka rosalega margt gott að segja um skólann minn og stend og fell með þeirri skoðun minni að þessi skóli væri ekkert, EKKERT, ef ekki væri fyrir frábært starfsfólk og kennara hans. Svo ótrúlega einfalt er það.Ég, sem formaður nemendafélags Verkmenntaskólans á Akureyri, Þórdunu, hef rosalega margt að segja um félagslífið og skólann í heild sinni, sem kæmist einfaldlega aldrei fyrir í þessu blaði. En það er tvennt sem vert er að minnast á: áhuginn og viljinn. Það er nefnilega leiðinlega algengur misskilningur að það sé hvorki áhugi né vilji til þess að í skólanum sé virkt félagslíf. Þvert á móti. Hér er margt mjög hæfileikaríkt fólk sem vill stuðla að frábæru félagslífi og gerir það með frumkvæðið og ákveðnina að vopni. Stóru hindranirnar eru hinsvegar þær að skólinn okkar eru svo ótrúlega fjölmennur og fjölbreyttur, þar spilar aldursmunur nemanda í skólanum risastórt hlutverk.Ég hef ákveðið að láta þá umræðu kyrrt liggja vegna þess að í upphafi setti ég mér stórt markmið og sagði einfaldlega við sjálfa mig að hér væru margarmisstórar hindranir, en að ég þyrfti bara að leita leiða til lausna. Sú er einmitt stærsta ástæðan fyrir því að ég og nemendafélagið getum sagt með stolti að við séum að öllum líkindum að fara að halda stærstuárshátíð skólans til þessa. Stefnum á aðsóknarmet og ekkert minna en það.

Áhugi, vilji og frumkvæði.

Stefanía Tara Þrastardóttir

Formaður Þórdunu

Page 6: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

6

Page 7: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

7

Þá eruð þið komin með í hendurnar fyrsta skólablaðið í VMA eftir margra ára hlé. Til hamingju með það kæru nemendur. Þetta blað varð ekki til að sjálfu sér og hafa nemendur setið sveittir við að koma þessu blaði í það form sem birtist ykkur hér og nú. Mikil vinna hefur farið í að finna efni fyrir blaðið, taka viðtöl og myndir ásamt því að finna einhverja eins og mig til að skrifa í blaðið. Ég reyndi að humma þennan pistil frá mér í nokkurn tíma svona svipað eins og nemandi sem geymir fram á síðustu stundu að skrifa verkefni eða ritgerð. Hver kannast ekki við það? En ritstjón blaðsins hélt mér alveg við efnið og hvatti mig áfram fram á síðustu stundu svona eins og umhyggjusamur kennari gerir við nemendur sína – nema ég fékk engan frest. Ég reyndi að finna ýmsar afsakanir fyrir því að komast undan þessu en ekkert gekk. Það eru t.d. allir á heimilinu búnir að fá flensuna nema ég og ég veit þið trúið því ekki að ég var næstum því búin að skrifa þennan pistil þegar bara skjalið hvarf, óvistað og ég þurfti að byrja allt upp á nýtt. Hvað á svo að skrifa um í svona pistli? Maður þarf auðvitað að hæla nemendum fyrir framtakið, segja eitthvað fyndið en vera samt formlegur og mæra sinn góða skóla (núna vistaði ég skjalið, treysti ekki þessu auto-save og taldi orðin, búin með helminginn af orðunum sem mér var úthlutað). Já, og svo veður maður líka að horfa með björtum augum til framtíðar. Nemendur VMA! Þið eruð frábærir, þið auðgið líf samnemenda, kennara og starfsmanna á hverjum degi, þið eruð framtíðin og ef þið gerið ykkar besta þá blasir lífið við ykkur. Það að vera stjórnandi í þessum góða skóla hefur sannfært mig um það að ungt fólk er að gera svo ótrúlega marga góða hluti og tækifærin sem þið hafið eru ótrúlega mörg. Ég hafði ekki öll þessi tækifæri sem þið hafið svo farið vel þau og nýtið ykkur þau. En gleymið því ekki heldur að það eru ljón á veginum, mis grimm en það eru líka oftast einhverjir sem leiða ykkur framhjá ljónunum og þið lærið að róa þau niður. Ég vona að þið eigið eftir að hugsa til einhverja okkar hér í VMA í framtíðinni með þakklæti fyrir eitthvað sem við höfum kennt ykkur – þið sjáið það kannski ekki núna en sem gamall nemandi við VMA þá veit ég að það mótaði mig á sínum tíma að hafa setið í kennslustundum hjá ýmsum kennurum VMA – og sumir eru hér enn.

Gjört á Eyrarlandsholti 18. febrúar 2015

Ávarp aðstoðarskólameistara

Sigríður Huld Jónsdóttir

Aðstoðar skólameistari

Page 8: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

8

,,Mér brá og ég varð hræddur”, sagði karlkyns nemandi á öðru ári við VMA í samtali við blaðamann Mjölnis en hann vildi ekki koma fram undir nafni. Hann var á leið heim til sín eftir að hafa verið í næringarfræði þegar hann sá gervimús í anddyri norðurinngangs VMA. Þetta er í annað sinn sem þetta gerist í skólanum, svo vitað sé, en þar áður gerðist þetta í nóvembermánuði, á síðustu haustönn, þegar annar nemandi við skólann, stúlka, kom auga á gervimús á kvennaklósettinu á B-ganginum Hún hefur þurft mikla sálfræðihjálp til að ná sér eftir áfallið og hefur nú tekið sér pásu frá skóla um óákveðinn tíma en er samt á batavegi. Talið er að einhver sem tengist skólanum á einhvern hátt komi músunum fyrir, í von um að fólk verði hrætt. Hjalti Jónsson sálfræðingur skólans segir að strákurinn hafi tekið þessu öllu betur en stúlkan sem varð fyrir þessu í haust. Hann telur að strákurinn fari samt sem áður í nokkurra vikna frí frá námi en hann gengst nú undir sálfræðimeðferð. Hjalta Jóni Sveinssyni, skólameistara VMA, þykir mjög fyrir þessu og biður fólk um að passa sig. Einnig biður hann fólk leita til sín ef það telur sig búa yfir upplýsingum sem gætu leitt til þess að sökudólgurinn fyndist en hans er enn leitað þrátt fyrir að margar ábendingar hafi borist.

Áfall í VMA

Kristján Blær SigurðssonRannsóknar-blaðamaður

Page 9: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

9

Page 10: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

10

Við VMA er bifvélavirkjunin kennd í svokölluðu lotukerfi, sem felur það í sér að í hverri viku tökum við eitthvað nýtt fyrir og lærum um það í tímunum, sem eru an-naðhvort allir tímar fyrir eða allir tímar eftir hádegi út þá viku, og endum á lokaprófi úr því sem við lærðum þá vikuna. Þetta er því mjög fjölbreytt og síbreytilegt nám! Bifvélavirkjunin getur verið ansi flókin nú til dags með tilkomu rafstýringa og tölvustý-ringa á flestöllu í bílum nútímans. Það þarf virkilega að hugsa ef maður ætlar sér að fá eitthvað vit í það sem maður gerir. Mjög auðvelt er að klúðra einhverri viðgerð þannig að mikið tjón verði... ekkert endilega bara á bílnum heldur einnig farþegum hans. Því er eins gott að taka vel eftir í tímum til að flest allt komist til skila! Flestir sem ég er með núna á 5. önninni tóku 3. og 4. önnina með mér líka. Áður höfðu allir höfðu lokið tveimur önnum í grunndeild málm- og véltæknigreina. Við erum all-taf saman í þessum tímum og jú höfum mikið kynnst og mikið gengið á. Fyrstu annir-nar okkar í BIF var hún kennd í iðnaðarbili úti í Þorpi með smákennslustofu, bílalyftu og allt til alls. Svolítið öðruvisi að koma þangað út úr skolanum en vera samt i skóla-num. Nú í haust var öllu komið fyrir í skólahúsnæðinu og notalegt að vera aftur innan um samnemendur og taka meira þátt í því sem er í gangi þvi oft urðum við svolítið út úr þarna úti í Þorpi. Margir hafa kynnst mjög vel en við höfum ekki verið að gera neitt skipulagt saman sem hópur en erum að byrja að undirbúa dimmiteringuna núna og verður hún að öllum líkindum stórkostleg! Flestir útskrifast í vor eða næstu jól.Fyrst og fremst finnst mér þetta skemmtilegt og krefjandi nám og ekki skemmir að áhuginn var alinn upp í manni frá því maður var smákrakki.

Ég var á starfsbraut í tvö og hálft ár. Mér fannst kennararnir þar æðislegir og stuðningstíminn gagnaðist mér vel, t.d. við að skilja hlutina betur. Félagslífið á starfsbraut var líka fínt og B 07 er alltaf skemmtileg stofa þegar manni leiðist. Núna er ég á matvælabrautinni og ég hefði aldrei komist svona langt í náminu ef ég hefði ekki byrjað á starfsbraut. Ég hefði örugglega hætt. Ég sakna samt Guðrúnar Ástu sem kennara. ;)

Lífið á bifvélavirkjanum

Lífið á starfsbraut

Snæþór Ingi JósepssonNemandi á

Bifvélavirkjun

Amanda Liv Zachariassen

Fyrrverandi nemandi á starfsbraut

Page 11: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri
Page 12: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

12

Gunni og Felix munu sjá um að halda uppi fjörinu á árshátíðinni enda eru þeir veislustjórar. Gunni fékk nokkrar laufléttar spurningar frá okkur hér á blaðinu og svona voru svör hans við þeim Við hverju getum við búist við frá ykkur á árshátíðinni? Það má búast við rökkursögum og ró, bíbí og blaka álftirnar kvaka ég læt sem ég sofi en samt er ég á árshátíð. Eruð þið með eitthvað nýtt efni?Við erum með glænýtt diskólag sem mun vekja alla af værum blundi og verða hápunktur lífs ykkar. Hvernig er tilfinningin að fara skemmta unglingum sem horfðu á ykkur í æsku?Það er rosa gaman að skemmta unglingum sem einu sinni voru börn sem einu sinni horfðu á Gunna og Felix. Nú eru þau miklu gáfaðri, massaðri og betur máluð.

Eins og margir vita gegnir matvælabrautin veigamiklu hlutverki á árshátíðinni. Við settumst niður með Ara Hallgrímssyni brautarstjóra á matvælabraut og ræddi þetta hlutverk við hann.Hvert er hlutverk matvælabrautarinnar á árshátíðinni?Hlutverk okkar er þríþætt: Það er að sjá um að leggja á borðin, Edda sem kennir framreiðslu stjórnar því. Það er um morguninn. Svo um kvöldið er það uppsetning,

Fáum við að heyra eitthvað úr gamla barnaefninu? Við erum að spá í að flytja í heild sinni þátt númer 20 af Stundinni okkar frá árinu 1995 en fyrir þá sem eru ekki með sagnfræðina á hreinu þá er það páskaþátturinn þar sem Gunni breytti Felix í páskaegg. Felix hentar einstaklega vel til eggjagerðar. Hefur eitthvað með húðina að gera.

eldun og keyrsla á matnum. Við leggjum til mannskap sem sér um að elda matinn með Bautanum og bera hann fram. Svo berum við fram matinn og desertinn, með hjálp nemendafélagsins.Eru nemendur almennt til í að gera þetta?Já, þeir eru til í það.Hvað fá nemendurnir að launum fyrir þessa vinnu?Þeir þurfa ekki að borga sig inn á árshátíðina. Svo er þetta góð reynsla og upplifun.

Viðtal við veislustjóra

Hlutverk matvælabrautar

Page 13: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

13

Page 14: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

14

Árshátíðargreiðslurnar

Page 15: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

15

Greiðslurnar í ár svipa til hártískunnar sem var við lýði á stríðsárunum þegar ástandið stóð sem hæst. Ætli við lendum í nýju ástandi á árshátíðinni?

Page 16: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

16

Page 17: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

17

Page 18: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

18

Við settumst niður með þeim Agli Bjarna, Eiði Smára og Sindra Snæ en þeir eru leikstjórar kennaragrínsins sem sýnt verður á árshátíðinni föstudaginn 6. mars næstkomandi. Við ræddum grínið í ár og spurðum þá meðal annars um þá tilfinningu að stjórna svona umdeildu skemmtiatriði. Það má með sanni segja að þeir félagar hafi mjög gaman af þessu og oft var erfitt að koma í veg fyrir að viðtalið leystist upp í fíflalæti.Hvernig er stemmingin í hópnum?SS: Stemmingin er gjegguð.EB: Það má alveg deila um það hugtak.SS: Stemmingin er góð, allavegana hjá okkur þrem.EB: Þegar við erum að taka upp þá eru allir hressir og hafa gaman af þessu.Hvernig hafa tökur gengið?EB: Tökurnar hafa bara gengið vel, reyndar kannski pínu svona fljótfærir í sumu.SS: Ja, samt ekki. Sumir sketsar mega ekki vera of vel æfðir.EB: Svo í eftirvinnslunni bætum við helling af hlutum inn í þetta.ES: Ekki vera að lofa einhverju upp í ermina á mér.SS: Klipparinn okkar hann sér um það.Hvað er þetta stór hópur sem tekur þátt í þessu?SS: Við erum að fá til okkar alveg allskonar fólk, við erum 3, svo er það allt fólkið sem leikur kennara, það eru bara sjö til átta . Tíu til fimmtán manns í heildina. Þetta er ekki stór hópur en þetta er góður hópur.

Kennaragrín 2015Hvernig er tilfinningin fyrir því að vera að gera kennarargrínið og vita það að það eru alltaf einhverjir sem munu gagnrýna það?EB: Pínu óþægilegt.SS: Ég, í sjálfu sér, er ekkert stressaður, þetta er pínu svona eins og að gera áramótaskaupið. Það horfa allir á þetta og það er alveg garanterað að 50% segja að þetta sé alveg ömurlegt, nema í ár, þá var það 99% sem sögðu að skaupið væri ömurlegt. Kennaragrínið í ár verður samt gott ég lofa því.SJP: Nú hefur aldrei neinn kennari af vélstjórn verið tekinn fyrir. Hvernig er staðan á því?EB: Það er í ár. Það er í stærsta sketsinum En hefur aldrei neinn nemandi komið upp að ykkur og annað hvort skammað ykkur eða hrósað ykkur fyrir grínið?EB: Ég hef fengið á mig að þetta hafi verið gottSS: Það þorir enginn að segja neitt annað, enginn hefur „dissað“ það. Ég er svo ógnandi gaur.Eru einhverjir kennarar sem koma öðruvísi fram við ykkur þegar þið eruð að gera grínið til að halda sér úr því, eða jafnvel til að koma sér í það?EB: Ég held að Ómari líki mjög illa við mig eftir síðasta grín.SS: Það er líka einn kennari, Malla matreiðslukennari, sem er í leyfi núna, hún gerði í því að reyna að komast í grínið. Svo fór hún bara í leyfi, en hún er hluti af þessu í ár.Eru engir kennarar sem reyna einfaldlega að fella ykkur ef þeir koma illa út úr gríninu?SS: það kæmi mér ekkert á óvart þó Ómar myndi gera það.Þið eruð með einhvern sérstakan áhuga á Ómari.SS: Hann er yndislegur. Við erum með okkar eigin Ómar.EB: Ég held ég sé orðinn þekktur innan skólans sem Ómar.SS: Ómar er ekki í ár, það er bara þannig.

Page 19: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

19

Plus one

Hannes Ívar, sem er betur þekktur undir nafninu Plus one, mun koma fram á árshátíð VMA 6. mars næstkomandi. Hann hefur mikla ástríðu fyrir tónlist og er óhræddur við að koma fram. Við báðum hann að svara nokkrum laufléttum spurningum.Hver ertu og hvaðan ertu?Ég heiti Hannes Ívar Eyþórsson. Ég er fæddur fyrir austan, á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, bjó

EB: Hann fær frí þetta árið, fyrst hann fékk svona mikinn skell seinast.Eru einhverjir kennarar sem ættu að undirbúa sig undir að horfa á grínið, sem eru sérstaklega teknir fyrir í því?EB: Leibbi smíðakennari, honum langar svo mikið að vera í grínin., Hann sagði það við mig sérstaklega. Hann er einmitt í þessu núna. Hann verður kannski ekki ánægður með að sjá þetta.SS: Svo eins og Guðjón sálfræðikennari, hann er mjög fyndinn.Hafið þið ekki lent í því sama og Egill að vera kallaðir nöfnum þeirra kennara sem þið leikið?SS: Ég hef tekið að mér að leika Boggu Blö. Það er enginn að kalla

það eftir mér. Það er bara Egill, hann er náttúrulega bara Ómar.EB: Ég þarf bara að fara að safna skeggi.Getið þið sagt fólki af hverju það ætti ekki að missa af kennaragríninu og mæta á árshátíðina?SS: Þetta er magnað kennaragrín. Þetta er öðruvísi.EB: Áhrifin á einn sketsinn koma frá 1920.SS: Þetta er í fyrsta skipti sem kennaragrínið er ekki undir leikfélaginu.ES: Svo er þetta bara ógeðslega skemmtilegt.EB: Árshátíðin er bara snilld.SS: Mæta bara og sjá kennaragrínið.

í Skriðdal þar til ég var 5 ára, þá flutti ég norður til fósturpabba míns og gekk í HrafnagilsskólaHversu lengi hefurðu verið í tónlist og hvernig myndirðu lýsa þinni tónlist? Ég hef verið í tónlist frá barnsaldri, byrjaði að syngja með systrum mínum þegar ég var smábarn og síðan fór ég að æfa á gítar í 4. bekk, var í skólahljómsveitinni. Síðan þegar ég var eldri fór ég að spila undir hjá t.d. systur minni og síðan tók ég þátt í Ísland Got Talent núna í ár með Sunnu Líf og einnig Söngkeppni VMA þar sem við lentum í 2. sæti. Ég hef DJ-að frá því í 7. bekk, spilaði fyrst í Sjallanum í 8.bekk og síðan þá hef ég DJ-að um allt land. Ég spila mest klúbbatónlist blandaða við það sem þú heyrir daglega í útvarpinu.Hver er framtíðardraumurinn?Framtíðardraumurinn er að fara í tónlistarskóla úti í heimi, vonandi Hollandi, og síðan opna mitt eigið stúdíó þar.

Page 20: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

20

Af hverju ætti ég að mæta?

Tekla Sól

Stemmingin er

svakaleg og er líka

drulluspennt fyrir

GusGus

Sindri Snær Góð stemming, góður matur, flott umgjörð og góðir skemmtikraftar ár hvert.

Björgvin Steinþórsson Til að bjóða fallegustu

prinsessunni upp í dans.

Elísa Dröfn

Hljómar skemmtilega, hef heyrt

margt gott um árshátíðir VMA.

Rannveig Atladóttir

Það sleppir enginn

árshátíð í VMA!

Guðrun Vaka Það hefur verið mjög gaman seinustu ár,

gaman að klæða sig fínt upp líka

Aldis Þyrí Skemmtilegt að dansa og vera með vinum sínum.

Ingiríður Þetta er bara einu sinni á ári og maður væri bara asnalegur að mæta ekki þegar allir mæta,svo er líka focking Gus Gus!!!

Jóhanna María Útaf það er alltaf skemtileg tilfinning að vera að fara á árshátíð, vera fínn

og hafa gaman með vinum sínum.

Örn Ævarsson Gusgus 100%

Lilja Björg

Ég hlakka til að sjá

kennarargrínið og

veislustjórarnir eru

snillingar.

Bryndís Harpa Það var mjög skemmtilegt síðast.

Guðmundur Orri

Gusgus ætlar að mæta.

Page 21: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

21

Gus Gus er hljómsveit sem stofnuð var árið 1995. Ef maður skoðar hvaða tónlistastefnu Gus Gus tilheyrir er hægt að finna mörg mismunandi svör, ætlum við að halda okkur við það sem við sá skrifað á einni síðu, semsagt að þau séu leiðandi í techno/soul tónlist á Íslandi. Mikil meðlimavelta hefur verið í hljómsveitinni og er Stephan Stephensen sá eini sem hefur verið þar frá upphafi en þeir sem eru með honum í hljómsveitinni eru þeir Birgir Þórarinsson, Högni Egilsson og Daníel Ágúst Haraldsson sem var einn af upphaflegu meðlimunum árið 1995 en hefur þó ekki, ólíkt Stephani, verið í hljómsveitinni frá upphafi. Fyrsta plata sveitarinnar kom út árið 1995 og var hún samnefnd hljómsveitinni, síðan þá hefur sveitin bara stækkað og stækkað og nýtur hún einnig vinsælda utan landsteinana. Alls eru breiðskífur sveitarinnar 9 og heitir sú nýja Mexico og hefur hún notið mikilla vinsælda. Eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt um mun Gus Gus spila á ballinu á árshátíðinni okkar þann 6.mars næstkomandi. Við hjá blaðinu mælum eindregið með að þið látið ekki þetta tækifræri til að sjá þessa stórkostlegu sveit ganga úr greipum ykkar. Fjölmennum á árshátíð VMA!

GusGus

Page 22: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

22 landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Njóttu þess að vera í námi

Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

Betri kjör Þjónusta Fríðindi

Námufélögum bjóðast betri vextir, fríar kortafærslur, námsstyrkir og hagstæð tölvu- og námslokalán.

Þú færð persónulega þjónustu, námslánaráðgjöf og í net-bankanum þarftu engan auðkennislykil.

Náman býður 2 fyrir 1 í bíó, afslætti af vörum og þjónustu, Aukakrónur og tilboð og viðburði í netklúbbnum.

Page 23: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

23

Lífið á hárgreiðslubraut

Lífið á íþróttabraut

Ég hef alltaf haft áhuga á hárgreiðslu en ætlaði mér ekkert endilega að læra það fag. Upphaflega ætlaði ég mér að fara í snyrtifræði en þar sem það fag er ekki kennt fyrir norðan ákvað ég bara að láta vaða á hárgreiðslubrautina og sé ég ekki eftir því. Ég lauk stúdentsprófi í maí 2014 og þarf því ekki að taka mikið af bóklegum fögum, nema fögum sem eru tengd hárgreiðslubrautinni. Námstíminn er fjögur ár og skiptist í fimm anna nám í skóla og 72 vikna starfsþjálfun á hárgreiðslustofu undir leiðsögn hársnyrtimeistara. Nú er ég á annarri önninni minni og erum við ellefu stelpur saman í bekk. Við náum allar mjög vel saman og finnst mér það skipta miklu máli þar sem við erum saman á hverjum einasta degi. Við erum með tvo kennara sem skipta með sér fögunum sem eru mjög fjölbreytileg og farið er ítarlega í hvert einasta skref í hverju fagi fyrir sig. Hildur kennir okkur iðnfræði þar sem við lærum litafræði og almennt um hárgreiðslustarfið. Einnig kennir hún okkur klippingu, litun og þess háttar. Harpa kennir okkur permanent þar sem við lærum mismunandi aðferðir við upprúll og hárgreiðslu þar sem við lærum að gera ýmsar greiðslur fyrir allskonar tilefni. Það sem er erfiðast við þessa iðngrein er hversu erfitt það er að komast á námssamning, en það er nauðsynlegt til þess að fá að klára námið og geta tekið sveinspróf. Mér finnst að skólinn ætti að aðstoða okkur við að fá samning hjá meistara svo að við getum klárað námið og farið út á vinnumarkaðinn. Ég hvet alla sem hafa áhuga á hárgreiðslu að kynna sér hárgreiðslubrautina í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Þeir munu svo sannarlega ekki sjá eftir þessu námi.

Jakob heiti ég og er nemandi á íþróttabraut við Verkmenntaskólann á Akureyri. Íþróttabraut er frábær grunnur ef maður ætlar að verða eitthvað tengt íþrót-tum í framtíðinni. Það er líka fínt fyrir þá, sem vita ekkert hvað þá langar að verða, að fara á hana. Ef þeir hafa áhuga á íþróttum yfirhöfuð er þetta góð leið til að kynnast íþróttum frá öðrum sjónarhornum, líka vegna þess að hún víkkar sjóndeildarhringinn á íþróttum. Maður lærir heilmargt sem tengist líkamsþ-jálfun og hvernig maður getur hugsað betur um sinn eigin líkama. Hún er ekki endilega bara fyrir þá sem ætla að verða þjálfarar eða eitthvað tengt þjálfun. Ef maður ætlar hins vegar að verða þjálfari í einstaklings eða hópíþróttum mæli ég með þessari braut. Það er farið vel í það af hverju sumir eru sneggri en aðrir og af hverju sumir hafa meira náttúrulegt úthald en aðrir, svo dæmi séu nefnd. Félagslegi þátturinn á þessari braut er ágætur. Maður kynnist hópi fólks sem er að stefna að sama markmiði og getur lært helling af því. Hóparnir eru misjafnir eins og þeir eru margir en hópurinn sem ég lenti í er mjög skemmtilegur og ég held nokkru sambandi við þá sem ég er með þar. Kennararnir eru líka æðislegir og góðar persónur. Annars mæli ég með íþróttabraut fyrir alla og vona að þeir njóti hennar.

Valdís Jósefsdóttir

Jakob Þór Þórðarson

Nemandi á hárgreiðslubraut

Nemandi á Íþróttabraut

Page 24: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

24

Ég útskrifaðist af vélstjórnarbraut VMA vorið 2014. Í kjölfarið fórum við, vélstjórarnir, í tveggja vikna útskriftarferð til Mexíkó, ásamt félögum okkar sem útskrifuðust um jól 2013. Í allt vorum við 11 strákar sem fórum í ferðina. Við mættum eldsnemma einn bjartan sumarmorgun til Keflavíkur og reyndum að finna út úr þessum nýju innritunartölvum. Flestir voru nokkuð þreyttir en aðrir voru enn vel hressir frá

kvöldinu áður og þurftu því að leita aðstoðar við innritunina. Eftir það gekk allt greiðlega og við vorum fyrr en varði komnir út í vél á leið til New York, þar sem við áttum að millilenda. Í New York ætluðum við að gista eina nótt en þegar komið var á hótelið kárnað gamanið. Við vorum bara ekkert bókaðir þar og mönnum var ekkert sérstaklega skemmt. Það liðu a.m.k. tveir tímar áður en það kom í ljós að þetta voru mistök af hálfu hótelsins þar sem pöntunin hafði óvart farið á annað hótel keðjunnar. Eftir að leyst hafði verið úr þessu fengum við herbergislyklana og gátum loksins losað okkur við töskurnar okkar og farið og séð með eigin augum þessa borg sem fólk er alltaf að dásama. Eftir að hafa fengið fullt af misvísandi upplýsingum villtumst við af leið, á leið til Times Square og enduðum, guð má vita hvar. Við töldum okkur nú geta labbað á áfangastað og spurðum til vegar. Þá var bara hlegið að okkur og okkur bent á að það tæki margar klukkustundir. Sú hugmynd var því kæfð í fæðingu og við tókum lestina. Við fórum úr lestinni nokkrum húsaröðum frá Times Square og gengum restina. Þegar við komum að stórum gatnamótum þar sem allt iðaði af mannlífi ákvað nú einn úr hópnum að spyrja staðkunnuga hve langt við þyrftum að labba í viðbót til að komast að Times Square. Vakti það mikla kátínu og hlátur Kanans sem var spurður. Hann benti okkur góðfúslega á að við stæðum nú reyndar einmitt á því miðju. Það þarf greinilega meira til að vekja áhuga litlu Íslendinganna. Morguninn eftir var svo flugið okkar til Mexíkó. Ferðinni var heitið til smábæjar sem heitir Playa Del Carmen sem er staðsettur rétt hjá Cancun á Yucatan-skaganum. Þar í kring eru margar Maya rústir og saga svæðisins er afskaplega áhugaverð. Hótelið sem við gistum á heitir Viva Wyndham Maya og er inni á hótelsvæðinu Playacar sem er afgirt. Þegar þangað var komið biðu okkar „all inclusive“ armbönd sem voru svo sannarlega nýtt til fullnustu. Hótelið var frábært. Það var alltaf eitthvað að gera; hægt var að skella sér á jet-ski, fara út á litlum seglbátum eða kanóum eða bara fara í strandblak. Starfsfólkið hafði líka alltaf einhverja leiki á takteinum til að plata menn í. Næturlífið í Playa Del Carmen var stórskemmtilegt og alltaf stöðugt stuð. Einn klúbburinn í bænum hét Coco Bongo og þar var alltaf mikið „show“. Þetta var eiginlega bara leiksýning og heyrðum við stöðugt frá öðrum hótelgestum að þetta væri

Útskriftarferð til Mexíkó

Hópurinn á toppi tilverunnar

Synt með höfrungum

Page 25: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

25

svakalegt og ómissandi. Við létum því slag standa og pöntuðum okkur miða og ég get eiginlega ekki komið því í orð hvernig þetta var. Það var mikil stemming þarna og þegar sýningin byrjaði ætlaði allt að vera vitlaust. Því miður náðu ekki allir að klára sýninguna og vil ég meina að þeir sem „féllu frá“ hafi ekki þolað klakana vel sem settir voru í glösin þarna.Ferðirnar sem var hægt að bóka þarna virtust vera óteljandi og þurftum við að setjast niður og ræða hvað við hefðum nú tíma og fé í að gera. Við fórum í ýmsar ferðir. Við fórum t.d. að skoða Maya rústir og þar á meðal voru nokkrir pýramídar. Sá stærsti af þeim, sem við skoðuðum, heitir Cobá og mátti ganga upp hann. Þrepin upp voru þónokkur og ansi slitin sum hver. Þegar upp var komið gátum við séð yfir öll trén, allan sjóndeildarhringinn, sem var ansi magnað, Yucatan-skagi er að mestu leyti flatlendi og útsýnið því gott. Við fórum líka í sædýragarð og fengum að synda með höfrungum sem var ansi skondið. Sumir fóru líka í fjórhjólaferðir, köfunarferðir og ýmislegt annað.Ég held að flestum finnist eftirminnilegast þegar við fórum að synda með hvalháfunum. Við sigldum út í nokkra klukkutíma til að finna þá og stungum okkur síðan út í, í tveggja manna hópum og reyndum svo að halda í við hvalháfana. Það var svakalegt að synda með svona stóra skepnu í u.þ.b. eins metra fjarlægð. Einn hvalháfurinn sýndi Austfirðingi í hópnum örlítið meiri athygli en öðrum en sú aðdáun var því miður ekki endurgoldin. Austfirðingnum lá svo mikið á að víkja úr vegi fyrir háfnum að hann sparkaði í trýnið á greyinu. Maður getur nú ekki álasað honum fyrir það. Það var ansi ógnvænlegt að

stara upp í gapandi munninn á honum. Eftir sundsprettinn með hvalháfunum fórum við og snorkluðum við kóralrif og enduðum svo daginn á ströndinni við Isla Mujeres eða „Eyju kvennanna“ sem er á topp tíu lista yfir flottustu strendur heims og sú allra fallegasta sem ég hef séð. Þegar á allt er litið var þetta æðisleg ferð sem styrkti vinabönd hjá hópi sem var þá þegar mjög þéttur eftir að hafa gengið í gegnum langt nám saman. Þarna urðu til minningar sem við munum alltaf halda

upp á og seint gleyma. Ég þakka ferðafélögum mínum og vinum, enn og aftur, fyrir frábæra ferð.

Greinarhöfundur með Viktori og Lárusi fyrir framan Cobá pýramídann

Þorlákur og Austfirðingurinn með aðdáandanum

Page 26: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

26

Page 27: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

27

Við mættum manni á förnum vegi sem reyndist vera framkvæmdastjóri KEA. Höfðum við heyrt á göngum skólans að hann væri fyrrverandi nemandi VMA og fengum við hann því í viðtal.Hvað heitir þú?Ég heiti Halldór Jóhannsson.Á hvaða braut varst þú?Ég var á viðskipta og hagfræðibraut eins og hún hefur heitið þá, held ég.Hvaða ár útskrifaðist þú?Ég útskrifaðist árið 1992.Hvernig var félagslífið?Félagslífið var frábært á þessum tíma, alveg meiriháttar, og ég tók virkan þátt í því. Ég var meðal annars formaður FÁT(Félag áhugamanna um tónlist) sem var sem sagt klúbbur þá sem ég veitti forstöðu og svo var ég líka í nemendaráði í einn vetur. Félagslífið var bara alveg frábært.Voru gefin út skólablöð á þessum tíma?Já, það voru gefin út blöð að mig minnir, Jón krukkur [innskot blaðamanns: fréttarit Þórdunu] og ég man nú eftir þeim blöðum. Það var þarna rekin sjoppa og það var staðið fyrir tónleikahaldi með frambærilegum hljómsveitum í Gryfjunni. Það var mikið líf í félagslífinu á þessum tíma.Mættir þú á árshátíðirnar?Já já, allar árshátíðir.Hvað gerðir þú eftir skóla?Ég fór beint suður í Háskóla Íslands í viðskiptafræði og útskrifast þaðan ‘96 af endurskoðunarsviði.Hvað tókstu þér fyrir hendur eftir það?Með skóla síðasta árið var ég að vinna hjá Íslenska útvarpsfélaginu eða Stöð 2. Síðan bauðst mér vinna hérna fyrir norðan hjá Landsbankanum, að leiða hér fyrirtækjaviðskiptin í útibúinu sem var mjög stórt á þeim tíma. Ég tók því og flutti heim aftur, einn af fáum sem fór suður í háskóla

og flutti heim aftur. Síðan vann ég þar í nokkur ár og kem síðan hingað til KEA í framhaldinu.Við hvað starfar þú núna?Í dag er ég framkvæmdastjóri KEA og er búinn að vera það síðan 2005.Hvað felst í því starfi?Þegar ég kem inn í félagið þá er það á miklum umbrotatímum og fyrirtækið er að breytast mjög mikið. Það er að breytast úr því að vera samstaða margra félaga í rekstri yfir í það að verða fjárfestingarfélag. KEA seldi í raun og veru allar sínar gömlu eignir eins og fólk man eftir þeim: verslunina, afurðastöðvarnar, þjónustufyrirtæki og fleira. Þetta var í rauninni allt selt og félagið svona núllstillt verkefnalega séð. Á þessum árum sem ég kem inn í félagið er svo verið að byggja upp félagið aftur, fjárfesta það upp og félagið er í sjálfu sér ennþá í þeim fasa, að fjárfesta sig upp.Nýttist menntunin úr VMA þér?Já, hún gerði það að vissu leyti. Þegar ég kláraði grunnskóla sótti ég um báða skólana, VMA og MA en ég taldi mig snemma vera svona viðskiptahneigðan og það að viðskiptafræði var kennd í VMA réði því að ég valdi þann skóla. Það var þessi áhersla á bókhald, reikningshald og hagfræði sem heillaði mig og það, þegar ég kem í Háskólann, nýttist mér alveg klárlega, sérstaklega fyrstu tvö árin þar sem þetta var fínn grunnur fyrir þyngra nám. Ég var með fólki í skóla sem vissi ekkert hvað bókhald, reikningshald eða hagfræði var og hafði aldrei snert á neinu sem tengist þessu. Það, auðvitað, þurfti kannski að hafa aðeins meira fyrir hlutunum, svona til að byrja með.

Viðtal við fyrrverandi nemanda

Halldór Jóhannsson

Framkvæmdastjóri KEA

Page 28: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

28

HeittSleikur í gryfjunni Ekkert yndislegra en að fylgjast með ástinni blómstra í þessum sexy leðursófum.

Smíðastrákarnir Maður segir nú ekki nei

við þeim.

Bindin hans Hjalta Maður veit aldrei hvaða bindi hann kemur með næst, en eitt er víst, hann mun alltaf vera sexy með bindi þessi kauði.

Enginn brjóstarhöld Sést hefur óvenju

mikið af grjóthörðum geirvörtum á göngum skólans. Við erum al-laveganna að fíla þetta í botn og mælum með því að fólk njóti þess á meðan það stendur

yfir!

Kynlíf í skólanum Viðurkennið það

bara okkur höfum öll dreymt það

oftar en einu sinni, samt ekki gera

það!

Adidasgallar Það eru allir flottir í adi-dasgöllum!

Kúrþjónusta Heimis Það er ekkert meira sem konurnar þrá en smá bangsakúr á vistinni.

GusGus ég veit ekki með ykkur, en það verður POTTÞÉTT grillaður stemmari fyrir þeim!

Page 29: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

29

KaltOstalausar ostaslaufur Það er ekkert jafn niðurdrepandi en að kau-pa sér ostaslaufu og það er enginn ostur í henni...

Hjalti með slaufu Hvar eru bindin?!

Djamm-dress í skólann Þið eruð ekki að fara að

veiða í stærðfræði og auk þess er kynlíf innan veggja skólans ekki vel

séð.

C-strengir Þú átt ekki að geta ruglast á pringles og nærbuxunum

þínum.

Walk of shame í skólann Þú ert í sömu fötum og í gær og ert greinilega ekki buin að fara i sturtu, slep-pið fyrsta tíma frekar.

Föndur Nei, ég er ekki að föndra í þér.

Tinder Það brýtur hjörtu í hvert skipti sem þú match-ar ekki.

Page 30: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

30

Myndir frá söngkeppninni

Við hittum Eyþór Inga þegar hann var að undirbúa sig undir að kynna söngkeppni skólans sem haldin var fimmtudaginn 12. febrúar. Eyþór er fyrrverandi nemandi skólans og vann hann einmitt söngkeppni framhaldskólanna fyrir hönd VMA árið 2007. Síðan þá hefur hann slegið í gegn og meðal annars unnið keppnina Bandið hans Bubba og tekið þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands með lagið Ég á líf.Hvernig líður þér fyrir keppnina?Bara rosalega vel, ég bara hlakka til.Er þetta meira eða minna stress en þegar þú syngur sjálfur?Miklu meira stress að vera kynnir, þá þarf maður að segja eitthvað af viti.Hvernig var að taka þátt í söngkeppninni fyrir hönd VMA?Það var ótrúlega skemmtilegt. Ég man að þetta var örugglega eitt af fyrstu skiptunum sem maður kom fram á stóru sviði með ljós og svaka sound og

Viðtal við kynni söngkeppninnarallt í gangi. Það er gaman að fá að prófa þetta.Hvernig var að vera í VMA?Það var bara fínt.Líður þér ekki vel?Tókstu mikinn þátt í félagslífinu?Já, ég tók aðeins þátt í leikfélaginu líka. Við settum upp Jesus Christ Superstar.Þú passar alveg í hlutverk Jesú Krists.Ég byrjaði að safna hári þá. Ég var svona stuttklipptur í þeirri uppfærslu, rétt byrjaði að safna smá lubba og hef ekki klippt það stutt síðan.Hverju getum við búist við frá þér á næstunni?Það er hellingur í gangi. Ég er að fara að gera meira efni með Atómskáldunum. Svo vorum við að klára plötu með Todmobile og maður veit aldrei hvort að það er að koma meira þar og bara fullt, fullt spennandi og skemmtilegt.

Page 31: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

31

Söngkeppni VMA var haldin þann 12. febrúar síðastliðinn. Eins og flestum ætti að vera kunnugt stóð Lilla Steinke uppi sem sigurvegari og verður þar með fulltrúi okkar í söngkeppni framhaldsskólanna í vor. Lilla söng hið lítt þekkta lag Nothing eftir Gretu Karen og má með sanni segja að hún hafi gert það að sínu eigin. Við hittum hana á meðan á keppninni stóð og síðan aftur eftir keppni og eins og gefur að skilja átti hún ekki mikið af orðum fyrir okkur þá vegna þess í hve mikilli sigurvímu hún var. Þetta er það sem hún hafði að segja við okkur eftir að hún kom af sviðinu.Hvernig fannst þér ganga?Alveg ljómandi, þar til ég klúðraði þessu. En svo gekk þetta ljómandi aftur.Hvar klúðraðir þú þessu?Ég klúðraði þessu bara.Var eitthvað sérstakt sem þú varst stressuð fyrir áður en þú fórst á svið?Nei, ég er að drepast úr koffínoverdosi. Ég er búin að vera hoppandi um síðasta hálftímann.

Svo hittum við hana aftur þegar að hún hafði tekið við verðlaununum.Til hamingjuTakk!Þú virkar alveg frekar ánægð.Frekar? Dópamínmagnið og adrenalínmagnið er sennilega hærra heldur en blóðprósentan.Ertu ekkert orðinn spennt fyrir að taka þátt í lokakeppninni?Hvað sýnist þér?Langar þig að þakka einhverjum fyrir?Já, mig langar að þakka mömmu minni fyrir að hlusta á mig gaula inni í herbergi í marga mánuði, áður en ég tók þátt í keppninni.Þú vilt meina að hún sé búin að ganga í gegnum dálítið mikið?Já, aumingja konan!Þú getur kannski deilt einhverjum af þessum verðlaunum með henni.Gleymdu því, ég á þessa töflu sko. Hún má eiga blómið. Já, mamma fær blómið mitt.

Við hjá Mjölni viljum benda ykkur á það að öll viðtöl sem tekin voru á söngkeppninni koma inn á netið á næstu dögum og þið getið fylgst með okkur á Facebook síðunni Mjölnir VMA.

Sigurvegarar í söngkeppni VMA

Lilla Steinke1.sæti í

söngkeppni VMA

Sunna Líf og Hannes Ívar2.sæti í söngkeppni VMA

Fríða Kristín3.sæti í

söngkeppni VMA

Jón StefánBrotni gítarinn í söngkeppni

VMA

Page 32: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

32

Framhaldsskólanemar á AkureyriÞegar þessi könnun fór á netið olli hún miklu fjaðrafoki og vonum við með birtingu á niðurstöðunum að fólk átti sig á að könnun þessi er einungis til þess að skemmta lesendum og vonum við að þetta móðgi engan. Ef einhver hefur eitthvað út á könnunina að setja, vinsamlegast látið vita með tölvupósti á netfangið [email protected].

Eins og sjá má á fyrstu kökunum þá er mun algengara að nemendum VMA sofi hjá nemendur í MA en öfugt. Þetta er frekar sérstakt.

Svo virðist sem hundastellingin sé langvinsælust en hún er uppáhaldsstelling meira en 40% nemenda af hvoru kyni fyrir sig. Eftir mikla rannsóknarvinnu og útreikninga hefur ritnefnd Mjölnis komist að því að 12,9% drengja hafa ekki fengið að prófa neina aðra stellingu en Trúboðann. Við veltum því líka fyrir okkur hvort nemendur séu hrifnir af því að liggja bara kyrrir meðan bólfélaginn vinnur alla vinnuna þar sem strákar eru mun líklegri til þess að kjósa cowgirl en stelpur trúboðann. Eru framhaldsskólanemendur virkilega svona latir?

Stelpur eru mun líklegri til þess að taka í vörina á djamminu undir áhrifum á meðan strákar eru mun líklegri til þess að stunda þetta dags daglega.

Page 33: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

33

Þegar kom að því að skrá mig í framhaldsskólanám var ég alltaf ákveðin í að velja VMA. Ég bý á litlum stað úti á landi og mig langaði að breyta til og komast á stærri stað og í fjölmennari skóla, en þegar ég þurfti síðan að fara að velja braut innan skólans varð valið erfiðara. Ég var ákveðin að fara í bóknám og fór að skoða hvað væri í boði. Eftir að ég hafði kynnt mér brautirnar vel ákvað ég að fara á félagsfræðibraut, sem er braut til stúdentsprófs. Ég var og er enn rosalega óákveðin í því hvað ég ætla að gera í framtíðinni, og þess vegna fannst mér félagsfæðibraut tilvalin. Mér finnst hún vera frekar opin braut sem býður upp á margt. Félagsfræðibraut er ætluð til þess að veita nemendum góða og almenna þekkingu í bóklegu námi þar sem áhersla er lögð á samfélagsgreinar. Ég hef alltaf haft meiri áhuga á samfélagsgreinum, svo sem sálfræði og uppeldisgreinum en öðru. Námið á félagsfræðibraut er skipulagt sem átta anna nám, en mér finnst einn af stóru kostunum við áfangakerfið að hægt er að stjórna náminu meira sjálfur. Ég stefni t.d. á að klára á sex eða sjö önnum.Í dag er ég á öðru ári í VMA og er mjög ánægð með ákvörðunina sem ég tók um að velja þessa braut. Ég hef kynnst mörgum skemmtilegum krökkum, bæði á þessari braut sem og öðrum. Kennararnir eru eins misjafnir og þeir eru margir en ég held að ég geti sagt að í heildina hafi ég verið nokkuð heppin með kennarana mína. Kjörsviðið á brautinni felst helst í samfélagsgreinum eins og áður kom fram, en einnig er hægt að velja meiri stærðfræði eða viðskiptagreinar auk þess sem nemendur þurfa að taka 12 einingar í vali, og þar er hægt að velja um hvað sem þeir hafa áhuga á. Námsráðgjafarnir hafa hjálpað mér mikið með að skipuleggja námið mitt, og án þeirra efast ég um að ég hefði haft trú á að ég gæti tekið skólann á styttri tíma. Ég hef fulla trú á að námið á félagsfræðibraut búi mig vel undir áframhaldandi nám, hvað sem það nú verður.

Lífið á félagsfræðibraut

Lífið á smíðadeildinniÉg útskrifaðist sem stúdent árið 2012 en hafði engan áhuga á því svo að ég ákvað að prófa húsasmíði í staðinn. Nemendurnir hér eru eins mismunandi og þeir eru margir en flestir eru svona allt í lagi. Haha! Kennararnir eru frábærir og til í að hjálpa manni með flest allt. Lífið á brautinni er annars svona upp og niður. Skólinn er alveg til 17:40 suma daga sem er svolítið langt en það eru verklegir tímar svo að það er allt í góðu. Teiknitímarnir í skólanum eru verstir þótt kennarinn sé fínn, tölvurnar eru hægvirkar. Hvað félagslífið varðar, þá er minn árgangur með grúbbu á Facebook og ég hef a.m.k. einu sinni séð planaðan hitting, annars er það þetta vanalega smiðatal um konur. Haha! Ég hef lítinn tíma til að taka þátt í félagslífinu. Ég er svo upptekinn við vinnu og æfingar en ég tek stundum þátt í umræðunni í kaffinu.

Eva Berglind Ómarsdóttir

Stefán Þór Jósefsson

Nemandi á félagsfræðibraut

Nemandi á smíðabraut

Vissir þú að?Á hverju ári slasast um 8.000 manns af völdum tannstönglanotkunar.

Page 34: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

34

Úr niðurstöðum könnunarinnar kom í ljós að nokkuð fleiri drengir VMA eru hreinir en drengir MA. Á móti kemur að mun fleiri stelpur í ma eru hreinar en í VMA (hlutfallslega). Af hverju skyldi þetta vera? Um 15% drengja í skólunum tveimur hafa einungis sofið hjá 1 manneskju, þessi tala er hins vegar allt önnur hjá stelpunum. Fjöldi stúlkna í VMA sem einungis hafa sofið hjá 1 aðila er 9,5% en 18% í MA!

Ritnefnd Mjölnis var rosalega sniðug og ætlaði með þessarri spurningu að koma upp um iPhone-eigendur og sjá hver raunverulegur tilgangur símanna væri en í ljós kom að 9,86% nemenda í VMA sem eiga ekki iPhone nota símann sinn í kynlífsathöfnum í margvíslegum tilgangi. eingunis 3,7% nemendur sama skóla eiga iPhone og nota hann í kynlífi!

Svo virðist sem stelpur séu duglegari við að veita munnmök. Eru drengir ekki að standa sig eða eru kröfurnar minni?

Svo koma niðurstöður sem komu okkur svakalega á óvart. Fleiri kvenkyns nemendur hafa þegið munnmök en karlkyns. Þessi niðurstaða er önnur en við áttum von á eftir fyrri spurningar og svör við þeim.

Flestir sem veitt hafa munnmök segjast líka það ágætlega. Hins vegar eru ekki allir hrifnir af því að þiggja sem kom fólki mismikið á óvart í ritnefndinni.

Page 35: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

35

Lífið á viðskipta-og hagfræðibrautÞegar maður hugsar um viðskipta-og hagfræðibraut hljómar þessi braut e.t.v. ekki eins og allra skemmtilegasta og flippaðasta brautin í skólanum, en mín upplifun er að hún sé það. Ókey, ég ætla ekki að ljúga að ykkur, námsefnið getur stundum verið grútleiðinlegt en vegna smæðar brautarinnar og þess hvað við erum í sérhæfðu kjörsviði myndast mjög fljótt góður andi í hópnum. Maður er alltaf að lenda í tímum með sama fólkinu, hvort það er gott eða slæmt er mjög persónubundið. Ef maður fer í áfanga á þessari braut og ert ekki kominn með a.m.k. einn einkabrandara eftir önnina þá kann maður ekki að skemmta sér.Kennararnir eru alveg jafn skrýtnir og nemendurnir og eru alltaf í einhverju spjalli sem tengist varla námsefninu. Dæmi sem er mér efst í huga er kortersumræða um hvernig ætti að skattleggja rabbarbara. Þið munuð alltaf vera svöng í hagfræðitímum hjá Hálfdáni því næstum öll dæmi hans fjalla um kleinuhringjaverksmiðjur eða pylsuvagna. Hilmar Friðjónsson er kennari á þessari baut og maður finnur nú ekki meiri snilling en hann í skólanum.Tímarnir eru samt ekki allir bara bækur og glærusýningar. Það eru nokkrir áfangar þar sem maður færð að æfa sig í að nota allt þetta drasl sem maður er búinn að læra í eitthvað „gáfulegt“ eins og kynningarverkefni sem endaði með því að það var komið með nokkrar sauðkindur í skólann og framleiddur drykkur sem bragðbætir líkamsvessa þess sem neytir. Það er ekki hvar sem er sem maður heyrir Kristrúnu Ösp spyrja samnemanda sinn af hverju hann sé með pepperónístykki í hettunni sinni.Í mínum huga er þetta langmesta verklega bókbrautin og þótt sumt námsefni hljómi eins og góð vögguvísa er þetta allt mjög áhugavert og krefjandi. Ég hefði ekki getað valið mér betri braut.

Ingiríður Halldórsdóttir

Nemandi á Viðskipta-og

hagfræðibraut

Page 36: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

36

ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA

Það er eins og ég sé sestur á skólabekk. Aftur. Ég þarf að skila inn verkefni og skiladagurinn er að detta inn. Ég hef oft áður verið seinn til og dregið fram allar tegundir afsakana en amma getur bara ekki dáið þrisvar, ég á ekki hund sem étur skólaverkefni og Hjalti sálfræðingur þekkir mig ekki (nema sem starfsfélaga), svo enga af þessum afsökunum get ég notað, aftur. Auðvitað get ég sagt að ég hafi haft mikið að gera, en á það er ekki hlustað. Krafan um skil eru skýr og deginum verður ekki hnikað. Undanþágur eru ekki til í orðabókum þeirra sem krefjast þess að ég skili þessu verkefni.Það kemur stundum fyrir að heiminum er snúið á hvolf og eggið fer þá að kenna hænunni. Þeir sem eru með þessa skýlausu kröfur eru nefnilega útgefendur þessa blaðs og eru þeir skráðir sem nemendur í VMA. Ég er hinsvegar skráður sem kennari og ætti að vera í hlutverki hænunnar.Ég verð því að velja mér verkefni og hafna sumum svo ég geti skilað einhverju rithæfu af mér.

Að falla á tíma!

Sambands-litÉg veit ekki með þig en ég hugsa skýrast þegar ég geng um – slít parketinu heima ef ég fæ mikilvægt símtal. Eins og margur annar get ég verið utan við mig líka – sérstaklega þegar ég er djúpt sokkinn í eina hugsun eða aðra – gleymt stund og stað og þeim sem eru í kringum mig, ekki sinnt kveðjum eða köllum.

Oft fer ég um ganga skólans í þungum þönkum, hugsa um leyndardóma lífsins (eða bara í hvaða stofu ég á að vera að kenna næst – dýptin er misjöfn) og gleymi að líta upp, sýna samferðamönnum mínum um gangana athygli. Þegar ég er minna upptekinn sé ég að þannig er þessu farið með marga. Þungir þankar í samfloti við beljandi bassatakt; höfuðið nánast undir hendinni – enga kveðju að hafa á dimmum janúarmorgni. Hver sinnir sínu.

Það er eins og við höfum misst sambandið hvert við annað og kannski er það áhyggjuefni að við skulum ekki bregðast jafn harkalega við þeirri þróun eins og við gerum þegar við missum internetsambandið eða náum ekki sambandi við þráðlausa netið; sambandið við umheiminn horfið. Við tjáum okkur við nöfn á vegg; myndir notaðar í stað orða. Brosin eru gular gervisólir. Einhvern veginn minni hlýju og birtu að hafa af þeim sólum.

Þetta er samt ekki alltaf eins og lýst er hér að ofan, langt því frá og sem betur fer, og fátt sem lyftir andanum meira en þegar birtir yfir. Þar á ég ekki eingöngu við hækkandi sól (með tilheyrandi áminningu um vorþrifin), heldur einnig hækkandi munnvik, hýrri brár. Því langar mig að þakka þér sem leist upp, brostir til mín og bauðst mér góðan daginn á ganginum núna um daginn. Þú gerðir daginn minn talsvert bjartari.

Hilmar Friðjónsson

Kennari

Ómar Kristinsson

Kennari

Page 37: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

37

ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA

Page 38: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

38

Lífið á sjúkraliðabrautMín upplifun af sjúkraliðabrautinni er mjög góð. Þetta er mjög skemmtilegt nám ef maður hefur áhuga á því námi sem tengist henni. Á námstímabilinu fer maður þrisvar sinnum í verknám, fyrst á öldrunardeild og síðan í næstu tvö skiptin á hand - eða lyfjadeild og svo á sérdeild og þar gefst manni tækifæri til að sjá og fylgjast með rannsóknum og aðgerðum. Nemendum gefst einnig tækifæri ti að fara til Danmerkur eða Finnlands í verknáminu sem er frábær kostur. Minn hópur er mjög fjölbreyttur og þar er fólk á öllum aldri en af því að við erum ekki það mörg (15- 20 manns) þá erum við mjög samheldin og meira svona eins og bekkur.Það er mjög jákvætt við brautina að þetta er ekki bara braut fyrir kvenfólk heldur eru líka karlmenn á brautinni. Þeir mættu auðvitað vera fleiri af því að það vantar fleiri karlmenn sem sjúkraliða, að mínu mati. Við reynum að gera stundum eitthvað skemmtilegt utan skólatíma og höfum t.d farið saman á kaffihús, út að borða og eða hittst í heimahúsi. Fjölbreytnin í hópnum er mjög skemmtileg og lífgar bara upp á, því að hér eru dætur, synir, mæður, ömmur, og sveitafólk svo að fátt eitt sé nefnt. Þó að við séum svona fjölbreytt höfum við alltaf eitthvað til að spjalla um annað en það sem tengist náminu.

Berglind Heiða GuðmundsdóttirÚtskriftarnemi á sjúkraliðabraut

Page 39: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

39

SlúðurFía Formaður enn í leit að prinsinumStefanía Tara, formaður Þórdunu er enn á lausu eftir 20 ára leit að prinsinum. Þessi skvísa gefst svo san-narlega ekki upp, en hennar besti “vinur” hengdi upp þessa fínu auglýsingu á vel valda staði í bænum. Ætli þetta uppátæki hans mundi skila henni draumaprinsi-num?

Knutsen kjellinnFrést hefur að heitasti og els-ti piparsveinn VMA sé á fullu í busaveiðunum og sé nú þegar búin að næla sér í tvær nýbakaðar og glóðvolgar! Passið

ykkur á honum stelpur, árshátíðin er hunting season!

Gjaldkerinn og sturtuslysiðOrðið á göngunum segir að Sölvi Fannar, fyrrum gjaldkeri Þórdunu hafi lent í sturtuslysi og endaði uppá slysó þegar hann datt við að stunda óhefðbundnar athafnir með unnustu sinni. Spurningin er, er litli Sölvi ennþá á lífi?

Börkur komin á fast? Útsvarshetja Akureyrar-bæjar og piparsveinninn Börkur líffræðikennari er kominn á fast. Nú verða stúlkur Verkmen-ntaskólans að finna sér nýjan kennara til að dreyma fantasíur um í tíma. Er Palli Hlö á lausu?

Heimir Páll BirgissonEins og margir vita hefur Heimir vel og lengi boðið uppá kúrþjónustu á vistinni, leitt er að segja frá því að nú uppá síðkastið hefur

viðskiptavinum fækkað og orðið á gön-gunum segir að Kúrþjónusta Heimis EHF sé nú hætt störfum. Við vitum að þessar fréttir munu hryggja ungu kvenþjóðina, það sem verra þykir er að Heimir er ekki lengur á lausu! Spurningin sem liggur nú á vörum allra: Hver mun taka við öllum þessum kynhungruðu ungu konum sem fá ekki lengur neitt Heimis kúr?

Klamedíufaraldurinn kominn aftur á vistinaGreddupöddur vistarinnar kunna svo sannarlega ekki að skammast sín og hafa nú enn og aftur breytt út kynsjúkdó-mum eins og þeim sé borgað fyrir það! Heimavistarráðið ekki að standa sig í smok-kadreyfingunum?

María orðin slæmSagan segir að kennarinn María Albína sé orðin aðal grúppía Hvanndalsbræðra og sé að stinga saman nefjum með einum þeirra.

Page 40: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

40

Í janúar síðastliðnum fór sá sem þetta skrifar, til Litháen með hóp nemenda af viðskipta -og hagfræðibraut. Þar sem við sátum í flugvélinni frá Ryanair, sem merkilegt nokk er írskt flugfélag, rann það upp fyrir mér að við vorum greinilega á leið austur á bóginn. Flugþjónarnir voru allir karlmenn, ýmist frá Litháen, Rúmeníu eða Úkraínu, og var greinilegt að stefna flugfélagsins var að maka krókinn eins mikið og hægt var. „My friend,

my friend!“ ómaði um alla vél þar sem þeir trilluðu vögnum fullum af sprútti, ilmvötnum og skafmiðum.„Would you like some scratcher, my friend. It is to raise money for children in need, also you might become a millionaire, my friend!“„Jú, jú, ég skal fá einn.“„If you buy 10, you get 40% off, my friend!“Eftir að hafa skrönglast í þessari partývél í góða þrjá tíma lentum við loksins á flugvellinum í Kaunas. Eftir töluvert brölt í leit að leigubíl fundum við einn á lausu og við tók enn meiri ævintýramennska. Þá kom í ljós að engilsaxneska er helst ekki töluð og var leigubílstjórinn eins og eitt stórt spurningarmerki, þegar ég reyndi að tjá honum hvert við værum að fara. Hafandi lært stutta frasa í rússnesku á lífsleiðinni, var þeim snarað fram og þá virtist kvikna eitthvert ljós í kvistherberginu. Leigubílstjórinn teygði sig þá í hanskahólfið og opnaði það. Út úr því valt slíkt magn af sígarettum, að telja mátti að þarna væri sannkallað syndaflóð á ferðum. Leigubílstjórinn veiddi blað úr hrúgunni og skrifaði á það 20 evrur. Ég svaraði einfaldlega: „Dobra“ og sýndi honum þumalinn. Leigubílstjórinn svaraði þá að bragði: „No problem my friend!“ Bíllinn var svo keyrður í rauðabotni til Mynska Str þar sem við skyldum gista í skóla og vinna verkefni í samvinnu við Finna, Eista, Letta og Litháa. Við vorum vissulega framlagið frá Íslandi. Þegar þangað var komið varð maður fljótlega minntur á það hversu lánsamir við Íslendingar erum að hafa aðgang að tiltölulega ódýru rafmagni, því að það var gjörsamlega niðamyrkur á áfangastað. Nemendur byrjuðu þá sumir að efast um að farið hefði verið með okkur á réttan stað og væri þetta því sennilega staður þar sem dagar okkar yrðu nú gjörsamlega taldir. En að gefnu tilefni, Litháar eru sómafólk og yndislegir og að sjálfsögðu vorum við komin á réttan stað. Eftir að hafa fálmað í myrkrinu í dágóða stund, fundum við hurð sem lykillinn, sem við fengum í hendurnar, gekk að. Annað hvort það eða sílendirinn var bara orðinn svo slitinn að hann hleypti öllu inn. Um morguninn fór ég svo á fætur og leyfði nemendum, sem voru þreyttir eftir ferðina, að sofa áfram á meðan ég gekk um og myndaði götur og minnisvarða. Ég gekk síðan inn í verslunarmiðstöð þar sem „cover“ lag af Save a Prayer með Duran Duran glumdi yfir gesti og gangandi. Ætlunin var að kaupa handklæði. Fyrir múltítalent, eins og mig, sem telur að tungumál séu ekki vandamál, reyndist það áfram vera töluvert púsluspil að gera sig skiljanlegan. Enska, eins og áður, var gjörsamlega engin, og kom það einnig í ljós að hatrið gagnvart Rússnesku og Þýsku hérna var slíkt að ég reyndi ekki lengur að slá um mig á

Ferðasögubútur úr skólaferð til Litháen

Fannar Benedikt GuðmundssonÚtskriftarnemandi af vélstjórnarbraut

Fallegu Litháen fararnir komnir til London (vantar þó þann fallegasta inn á).

Page 41: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

41

þeim. Þess í stað fletti ég upp orðum eins og takk: atsjú, gott: gerei, halló: labas, já: taip og nei: ne og reyndi að bjarga mér með þessum þunna orðaforða.Eftir að hafa tekið Útsvarið á þetta og leikið handklæði í fimm búðum bar það loksins árangur og færði búðareigandi mér búðingsbleikt handklæði, svo nú var mér óhætt að skríða í sturtuna. Það kom svo reyndar í ljós síðar að einhver ljúflingur frá skólanum hafði komið með handklæði handa mér og nemendum í fjarveru minni, þannig að þetta verkefni mitt fór gjörsamlega í vaskinn.Í þessum leiðangri ákvað ég einnig að faxið á mér væri orðið fullsítt, svo að þegar ég sá stað þar sem leit út fyrir að einhvers konar hárskurður færi fram, fór ég þar inn og fékk mér sæti. Huggulegur kvenmaður sá um að setja skærin í hárið á mér og fóru lengdarmælingar fram með handapati og notaði ég aðeins orðin taip, ne og gerei. Endaði svo á því að borga henni tvær evrur og þakkaði fyrir mig með því að hnerra. Á meðan á verkefnavinnu stóð þessa viku sem við vorum þar, stóð ég á hliðarlínunni með myndavélina hans Hilmars og tók myndir af öllu og engu. Kennarar við skólann fengu það á tilfinninguna að ég væri með einhverja myndavélabakteríu, en í sannleika sagt hafði ég aldrei haldið á myndavél fyrr en í þessari ferð. Fyrir þá sem ekki hafa haft reynslu af mér í kennslu þá vill það svo til að síðan ég byrjaði að vinna hér við skólann í september hefur verið ruglast á mér og nemanda níu eða tíu sinnum. Þessi ferð var engin undantekning. Oft og mörgum sinnum þurfti ég að útskýra það fyrir leiðbeinendum í ferðinni að ég væri reyndar að skríða í tuttugasta og níunda árið mitt og væri auk þess fararstjóri í þessari ferð. Eftir þessa útlistun fékk ég svo að sitja í dómnefnd, með kennurunum frá hinum löndunum sem tóku þátt, og varð mér þá ljóst af hverju ég hafði aldrei verið tekinn trúanlegur. Allir hinir kennararnir voru nefnilega rígfullorðnar konur, í rósóttum kjólum. Ég, aftur á móti, var órakaður drengstauli í hettupeysu.Þessi ferð gekk stórslysalaust fyrir sig, og verð ég að enda þetta á væmnum nótum með því að þrátt fyrir allt skilningsleysið, og það að á engum tímapunkti var komið fram við mig eins og fullorðinn mann, þá var þetta yndislegur tími þarna úti með mjög svo yndislegu fólki.Þessi pistill verður ekki lengri en einhvern veginn verður að slá botninn í hann, svo að ég enda hérna með brandara sem ég setti í vélstjórnarskýrslu þegar ég var nemandi hér við skólann:

Hvað er brúnt og flýgur?

Svar: Fjarstýrð kjötbolla.

Yndislegi hópurinn sem var með í þessu verkefni (þarna fékk sæti ég að vera með á myndinni)

Page 42: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

42

Lífið á vélstjórnarbrautAð velja vélstjórnarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri er ein af bestu ákvörðununum sem ég hef tekið á lífsleiðinni. Ævintýrið byrjaði í janúar 2014 en þá dreif ég mig í dagskóla og sagði upp vinnunni minni. Á þessum stutta tíma er ég búin að læra rosalega margt bæði í verklegu og bóklegu námi og einnig um mig sjálfa.Vélstjórnarnámið er miklu persónulegra en margt annað nám í skólanum. Þar eru kennararnir meðvitaðir um námssögu hvers nemanda og hvar við stöndum í náminu, einnig okkar sterku og veiku hliðar. Þetta er gríðarlegur kostur. Síðan er auðvitað alltaf gaman að fá að heyra skemmtilegar reynslusögur frá kennurunum.Að fá að vera með strákum allan daginn eru algjör forréttindi, en það er alls ekki sjálfgefið að lenda í svona góðum og samheldnum hópi. Það er alveg sama hvert aldursbilið er á milli okkar, við erum öll félagar. Kaffistofan okkar Dimma er miðpunktur alls. Þar fylla menn á kaffikönnur, ræða heimsmálin, djamm helgarinnar, námið og áhugamálin, svo að ekki sé minnst á allar team 23 ferðirnar.Að vera stelpa á „strákabraut“ er snilld en maður kynnist mjög ólíkum týpum af vélstjórum. Flóran á kaffistofunni okkar er sú allra breiðasta sem ég hef séð en það er alltaf gaman að kynnast ólíku fólki. Strákarnir geta auðvitað verið alveg rosalega stríðnir en sem betur fer erum við þrjár stelpurnar og getum því hópað okkur saman ef illa fer. En það hefur sem betur fer aldrei komið til þess og ég sé ekki fram á það. Við stefnum öll að sama markmiðinu og hjálpumst að með það. Við styrkjumst og þroskumst dag frá degi og samheldnin eykst. Það er það sem gerir þetta nám svo ólíkt öllu öðru.

Íris Arngrímsdóttir

Nemandi á vélstjórnarbraut

Vissir þú að?Flest innbrot í hótelherbergi eru framin á annari til sautjándu hæð.

Page 43: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

43

Lífið á stálsmíðabrautTil þess að öðlast þann rétt að verða stálsmiður þarf fyrst að ljúka þeim grunni sem kallast grunndeild málm og véltæknigreina. Þeir sem fara í vélstjórn, blikksmíði, vélvirkja o.s.frv. þurfa líka að klára þennan grunn. Þar sem það er lítið bóklegt í grunndeild málm og vél. þá er mjög miklum tíma eytt inni í smíðastofu t.d. við að sjóða, smíða eða gera aðra hluti sem tengjast náminu. Námið snýst að mestu leyti um að hugsa áður en að maður framkvæmir, vera nákvæmur og hafa mikla þolinmæði. Ef við ætlum að fara nánar út í nákvæmnisvinnuna þá þarf maður að smíða einstaka hluti upp á þúsundasta af millimeter, sem sýnir að nákvæmnin þarf að vera gífurleg. Þrátt fyrir að skóladagarnir geti verið erfiðir og langir bæta frábærir kennarar alltaf upp fyrir það með því að vera gífurlega skemmtilegir og góðir. Samkvæmt minni reynslu mynda kennararnir sterk tengsl við nemendur og ekki má gleyma því að nemendur mynda skemmtileg og sterk tengsl sín á milli. Þar má nefna sem dæmi að nemendur í stál og blikksmíði stunda það oft að koma saman á skólatíma og elda sér góðan og girnilegan mat á þessu fyrirtaksgrilli sem þeir smíðuðu. Nemendur fá fjölbreytt og flott verkefni í gegnum námsárin og má þar nefna nokkur dæmi t.d. á fyrstu önninni á grunndeild málm er smíðaður hamar sem er notaður sem bókastandur. Á annarri önninni smíðum við lítinn bíl sem er bara til skrauts og á þriðju önninni er svo gerður pínulítill mótor sem gengur fyrir lofti. Þegar það fer að líða á seinni hluta námsins fáum við spennandi verkefni sem eru til dæmis grill, kerra, og fleiri skemmtileg verkefni, og ekki má gleyma öllum suðuáföngunum sem þarf að fara í gegnum.

Andre Sandö

Nemandi á stálsmíðabraut

Lífið á rafiðnaðardeildinniÉg heiti Rósberg Snær Rögnuson og er á grunndeild rafiðna. Mér hefur alltaf þótt gaman af því að fikta með smátæki og þess vegna finnst mér gaman í náminu. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta í því. Nemendurnir hér eru ólíkir en allir sem ég veit um, eru duglegir. Kennararnir eru líka bestu kennarar sem ég hef haft. Allir eru glaðir og kátir og útskýra hlutina mjög vel. Félagslífið hjá okkur er gott, við tölum saman í tímum og stundum í Gryfjunni. Ég verð samt að viðurkenna að ég fylgist ekki vel með félagslífinu í skólanum, er ekki kominn inn í það en allt tekur sinn tíma.

Rósberg Snær RögnusonNemandi á

rafiðnaðardeild

Page 44: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

44

Lífið á almennri brautGóðan daginn. Ég heiti Bjarni Reykjalín og er á fyrsta ári í VMA á almennri braut og ég ætla að skrifa aðeins um hana. Lífið á almennu brautinni er ljúft. Kennararnir eru yndislegir og fólkið í tímunum er flippað. Í NSK eru allir voðalega hressir og við erum alltaf að prufa nýjar brautir eins og t.d. málmsmíði, bifvélavirkjun, trésmíði, matreiðslu, þjóninn, hárgreiðslu og margt fleira. Almenna brautin er voðalega mikið „chill“. Áfangar eru fáir, ef maður breytir því ekki sjálfur. Á þessari önn er ég t.d. bara í ÍSL102, STÆ293, ENS202 og SMÍ194. Þetta er ekki svo mikið nám, 15 einingar ef ég man rétt.Ef mætingin er ekki góð þegar maður er á almennri braut þá fer maður og talar við Hörpu kennslustjóra, hún er yfir almennu brautinni, og útskýrir fyrir henni af hverju maður hefur ekki verið að mæta í skólann. Það er ekkert annað sem ég hef að segja um þessa braut nema það að ef þú veist ekki hvað þú vilt læra, skaltu endilega velja hana. Hún er góð til að finna út hvað mann langar til að læra og NSK hjálpar manni með valkvíðann.

Bjarni Reykjalín Magnússon

Nemandi á almennri braut

Page 45: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

45

Grunnnám matvælagreina er ekki bara skemmtilegt nám heldur einnig góður grunnur fyrir nánast alla námsferla. Á matvælabraut kynnist maður nýjum krökkum sem maður er með alla önnina í verklegum tímum sem gerir brautina mjög félagsvæna. Verklegu tímarnir eru þrisvar sinnum í viku. I einum tímanum þjónar maður og í hinum tveimur eldar/bakar maður. Í öðrum kokkatímanum er meira af heimilisfræði eldamennsku og bakstri en í hinum er meiri kennsla fyrir þá sem ætla að vinna á veitingastað.Á seinni önninni fara nemendur í verklega þjálfun á vinnustað, þar sem hver nemandi velur sér stað til að vinna á í 40 klukkustundir og fær að kynnast og taka þátt í mismunandi störfum fyrirtækja í matvælagreinum, t.d. í bakaríi, á veitingastöðum og kjötvinnslum.Vinnuveitandinn skráir umsögn um ýmsa verkþætti, s.s. mætingu, ástundun og vinnubrögð nemandans Persónulega valdi ég Múlaberg, og var það áður en breytingarnar áttu sér stað. Ég fékk að þjóna stórum hópum og stilla upp fyrir fundahöld ásamt því að sinna almennum þjónastörfum. Frábær reynsla og undirbýr mann svo sannarlega fyrir það sem koma skal.Í lok annar er prófað úr öllum þremur verklegu sviðunum og þurfa nemendur að vera búnir að læra margar matreiðsluaðferðir til nota í prófinu. Í þjónaprófinu er stillt upp á borð fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt og einnig er settur dúkur á borðið og servíettur með sérstöku servíettubroti.

Lífið á matvælabraut

Fanney Lind Pétursdóttir

Fyrrum nemandi matvælabrautar

Sumir eiga erfiðara en aðrir!

Á þessari mynd sést Þórdís Alda sofa værum blundi í bókfærslu.

Page 46: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

46

Lífið á listnámsbrautListnámsbrautin í VMA er rosalega fjölbreytt og skemmtileg. Við lærum allt milli himins og jarðar, m.a. um menningu, myndlist, tónlist og hönnun. Við lærum um listamenn samtímans, sem og fortíðarinnar, og svo auðvitað lærum við og gerum tilraunir með fjöldann allan af aðferðum við að búa til list. Við fáum mikið frelsi og svigrúm til að gera einfaldlega það sem okkur langar til og þróa okkar eigin hugmyndir og stíla. Það er yndislegt andrúmsloft á listnámshæðinni og það er mjög þægilegt að vera þar þegar maður er í eyðum eða frímínútum, hvort sem maður er að vinna upp fyrir tíma og blasta tónlist, bara að „tjilla“ eða einfaldlega að leggja sig í sófahorninu undir mjúkri teppahrúgu. Fjölbreytileikinn er mikill og þá sérstaklega í nemendahópnum og ef við reiknum aldursbreiddina á brautinni eru 40 ár á milli yngsta og elsta nemandans. Ég hef kynnst hinum ótrúlegustu krökkum sem mér hefði annars aldrei dottið í hug að tala við á meðan ég hef verið á brautinni. Það er svo gaman að kynnast fólki frá mismunandi heimum og maður lærir alltaf eitthvað nýtt af þeim. Oftast lendir maður með sömu krökkunum í listnámsáföngunum og þannig myndast mikil samheldni í hópnum. Svo eru það ekki bara nemendurnir sem eru ólíkir heldur líka kennararnir. Kennararnir á brautinni eru hver öðrum ólíkari og hafa þeir allir einhverja visku og speki til að kenna manni. Þetta er frábær hópur sem gerir allt til þess að hjálpa manni að koma hugmyndunum í kollinum niður á blað, sem virðist oftar en ekki vera ein stærsta hindrunin.

Lífið á náttúrufræðibrautNáttúrufræðibrautin er það næstbesta sem hefur komið fyrir mig í lífinu. Að sjálfsögðu er ég það besta sem hefur komið fyrir mig en náttúrufræðibrautin fylgir fast á hæla mín. Ég hef alltaf haft áhuga á náttúruvísindum. Þess vegna ákvað ég að velja náttúrufræðibraut þegar ég hóf nám við VMA.Náttúrufræði eru fræði um náttúruna, þar sem vísindalegum aðferðum er beitt, þ.á.m. rannsóknum og mælingum, til að skýra náttúrufyrirbæri og skilja þau og setja fram kenningar um þau. Þeir, sem stunda rannsóknir á náttúrunni, kallast náttúrufræðingar. Námið samanstendur af 140 einingum. Markmið náms á náttúrufræðibrautinni er að undirbúa nemendur undir daglegt líf og áframhaldandi nám í náttúrufræðigreinum. Það veitir nemendum undirbúning í náttúrufræðigreinum og stærðfræði til stunda nám á háskólastigi í greinum eins og líffræði, hjúkrunarfræði, matvælafræði og ýmsum öðrum greinum er gera kröfu um nokkra raungreina-og/eða stærðfræðiþekkingu. Náttúrufræðibrautin er frábær grunnur fyrir þá sem vita ekki hvað þeir eiga að gera í framtíðinni og mæli ég eindregið með að allir kynni sér brautina vandlega þegar þeir eru að ákveða sig. Ég sé a.m.k. ekki eftir því. Félagskapurinn á brautinni er flottur, ég hef kynnst heilum hópi af nýju fólki og einnig er ég farinn að líta á marga kennara sem góða vini mína.

Ágúst Gestur Guðbjargarson

Tekla Sól Ingibjartsdóttir

Nemi á náttúrufræðibraut

Nemandi á listnámsbraut

Page 47: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

47

Page 48: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

48

Stuttar spurningar á fyrrverandi nemendurHentum við nokkrum spurningum í fyrrverandi nemendur og báðum þau blíðlega að svara þeim fyrir okkur.

Silja Dögg Birgisdóttir, fædd 1993 1. Hvenær varst þú í VMA? 2012-10142. Á hvaða braut varst þú? Náttúrufræðibraut3. Hvað gerir þú í dag? Er í HÍ að læra lífefnafræði4. Hvar átt þú heima?

Reykjavík5. Fórstu á árshátíðina þegar þú varst í skólanum? Ef svo er hvernig var? Já einu sinni, fór samt bara á ballið en það var mjög gaman6. Hver var þín upplifun af VMA? Rosa mikið af skemmtilegu og fjölbreyttu fólki, margir æðislegir kennarar og góð stemming7. Hvernig eru sambönd þín við þá sem voru með þér í skóla? Frekar góð, þó ég hafi ekki þekkt marga í útskrifarhópnum mínum var fullt af skemmtilegu fólki sem ég þekkti.

Alexander Björnsson1. Hvenær varst þú í VMA? Vor 2005 til jól 2007 og svo aftur árið 2011.2. Á hvaða braut varst þú? Rafvirkjabraut 2005 til 2007 og kláraði svo stúdent

2011.3. Hvað gerir þú í dag? Í dag vinn ég sem tæknimaður hjá Securitas.4. Hvar átt þú heima? Bý á Akureyri.5. Fórstu á árshátíðina þegar þú varst í skólanum? Ef svo er hvernig var? Fór á ballið fyrsta árið, það var allt í lagi ekkert ægilega gaman.6. Hver var þín upplifun af VMA? Mjög góð þetta voru góðir tímar þarna í VMA.7. Hvernig eru sambönd þín við þá sem voru með þér í skóla? Er í góðu sambandi við 3 af þeim.

Hanna Kristín Pétursdóttir1. Hvenær varst þú í VMA? Ég var í skólanum haust 2005 og útskrifaðist um jól 2008

2. Á hvaða braut varst þú? Sjúkraliðabraut og stúdent (viðbótarstúdent að loknu verknámi)3. Hvað gerir þú í dag? Ég vinn sem sjúkraliði í heimahjúkrun í Reykjavík4. Hvar átt þú heima? Ég á heima í Reykjavík5. Fórstu á árshátíðina þegar þú varst í skólanum? Ef svo er hvernig var? Ég fór einu sinni á árshátið á skólagöngunni og sé eftir því að hafa ekki farið oftar fannst æðislegt.6. Hver var þín upplifun af VMA? Mér fannst VMA æðislegur skóli. Ég var mjög ánægð og fannst mér vel tekið. Kennararnir þekktu mann og vildu virkilega hjálpa manni ef maður var á því að vilja það sjálfur. Fannst þetta réttlátur og æðislegur skóli. Þegar ég horfi til baka er þetta tími í mínu lífi sem ég hugsa mjög hlýtt til. Ég ver lesblind og fór ég í skólan með þá vitneskju að ég væri heimsk og gæti ekki lært en ætlaði að prufa að fara í skóla og sjá hvernig gengi. VMA breytti lífi mínu en allt í einu var mér sagt að ég gæti þetta víst og þau skildu hjálpa mér við það, ég er svo þakklát fyrir það í dag.7. Hvernig eru sambönd þín við þá sem voru með þér í skóla? Það búa flestir fyrir norðan og því eru samböndin kannski ekki svakalega góð en þegar maður hittir einhvern sem var með manni í skóla heilsar maður alltaf og stoppar til að tala saman. Svo fylgist maður með fólki á facebook.

Page 49: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

49

Framhaldsskóli er frábær staður. Þegar þú hefur framhaldsskólagöngu verða ákveðin kaflaskil í þínu lífi. Þú skiptir um umhverfi, kynnist nýju fólki og nýjum hugmyndum. Ef þér t.d. leið ekki vel á þeim stað sem þú varst á fyrir gefst þér tækifæri á að byrja upp á nýtt í framhaldsskóla. Grunnurinn að framtíðinni er einnig lagður í framhaldsskólanum. Þar færðu tækifæri til þess að búa þér til framtíðardrauma og rækta markmiðin þín. Sumir hafa skýra drauma en aðrir þurfa hjálp við að finna sína fjöl og það er hægt í skólanum. Það er mikilvægt að sleppa aldrei takinu af draumum og markmiðum sínum, alveg sama hversu háir veggirnir eru sem þú rekst á leiðinni. Minn veggur í VMA var t.d. STÆ122, sem ég tel að hafi verið fundin upp íþví neðra. Mínir draumar voru að komast í fjölmiðlanám erlendis og starfa á erlendum fjölmiðli. Ég vissi að ég þurfti að komast yfir hindrunina sem STÆ122 var til þess að ná að upplifa þann draum. Það gekk hinsvegar ekki vel og ég féll í fyrstu tilraun. Í stað þess að gefast upp fór ég og náði mér í aukatíma í stærðfræði á næstu önn og braut niður vegginn í lokaprófinu og komst skrefi nær draumnum. Eftir VMA og nám í Háskólanum á Akureyri upplifði ég drauminn minn þegar ég fór í meistaranám í fjölmiðlafræði í Bretlandi og var með minn eigin morgunþátt á breskri útvarpsstöð. Það hefði aldrei gerst hefði ég gefist upp í stað þess að setja höfuðið undir mig og brjóta niður vegginn sem STÆ122 var. Það þarfnaðist auka vinnu en ég uppskar líka á endanum.Í framhaldsskóla bjóðast líka allskyns tækifæri sem eru ekki beint tengd náminu en geta hjálpað þér að þroskast og styrkja þig sem einstakling. Skráðu þig í Pokémon-klúbbinn þrátt fyrir að enginn vina þinna ætli í hann, skráðu þig í leikfélagið ef þig langar til þess þrátt fyrir að þú hræðist það að standa á sviði, taktu þátt í söngkeppninni og leyfðu öllum að heyra frábæru röddina þín sem hljómar annars bara í sturtu. Það er nefnilega mikilvægt að taka stundum ákvarðanir sem hræða okkur án mikillar umhugsunar. Það styrkir okkur og fær okkur til þess að komast úr skelinni. Framhaldsskólinn er sem sagt staður þar sem grunnurinn að framtíðinni er lagður og þú færð tækifæri til þess að prufa eitthvað nýtt. VMA er frábær skóli fullur af tækifærum. Það eru forréttindi að fá að njóta þeirra. Ekki gefast upp og nýttu þau!

Hver er sinnar gæfu smiður!

Siggi Gunnars

Fjölmiðlamaður

Vissir þú að?Enginn fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1972.

Page 50: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

50

Efni þessa blaðs kann að vera trúnaðarmál og eingöngu ætlað þeim sem það er stílað á. Lesandi þessa blaðs ber því að tilkynna ritnefnd hafi blaðið ranglega borist honum. Einnig ber þér sem lesandi skyldu að brenna blaðið ef það er ekki stílað á þig!

Page 51: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

51

Gervimúsahrekkjalómurinn, sem Verkmenntaskólinn á Akureyri og Lögreglan á Akureyri hafa lýst eftir í nokkra daga, er fundin. Hjalti Jóns-son sálfræðingur í VMA játaði brot sitt fyrir Hjalta Jóni skólameistara skólans. Hjalti Jónsson segist hafa ákveðið að játa brot sitt vegna þess að það voru svo margir sem bentu á að hann væri líklegasti sökudólgurinn. Hjalti sáli, eins og hann er kallaður, er á 33. aldursári, kvæntur og á tvö börn.

Hjalti Jón skólameistari sagði í viðtali við blaðið að Hjalti sáli hafi komið grátandi og óöruggur, og hafi sagt að þetta hafi verið hann en sagðist í fyrstu ekki hafa skilið við hvað hann átti. „Um leið og ég náði að róa hann þá játaði hann brot sitt. Ég hringdi strax á lögregluna og reyndi að vera eins yfirvegaður og ég gat á meðan lögreglan var á leiðinni, sem voru bara nokkrar mínútur.“, sagði Hjalti Jón jafnframt.

Hjalti er talinn hafa framið þessa hrekki til að vekja athygli á starfi sínu sem sálfræðingur skólans. Hann hefur einmitt oft kvartað yfir lélegri aðsókn til hans. Þegar Hjalti játaði brot sitt sagðist hann hafa verið í dul-búningi með yfirvaraskegg svo að hann þekktist ekki þegar hann kom músunum fyrir.

Áfall í VMA: Sökudólgurinn fundinn

Kristján Blær SigurðssonRannsóknar-blaðamaður

Page 52: Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri