Litli hver 2014 11 tbl 8bls

8
Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir 11. tbl. nóvember 2014 Þann 10. október sl. var alþjóða geðheilbrigiðsdagurinn haldinn hátíðlegur. Klúbburinn Geysir lét sig ekki vanta. Farið var í geðgóða göngu frá Hallgrímskirkju og niður í Bíó Paradís. Þar tók við glæsileg skemmtidagskrá auk þess sem fjölmörg geðfélagasamtök kynntu starfsemi sína. Veðrið bókstaflega brosti við okkur og sólin skein enda ekki annað hægt á þessum fallega degi. Félagar og starfsmenn eru ánægðir með vel heppnaðan dag. Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur 2014 Til hamingju með fyrsta klúbbhúsið í Færeyjum Þessar ungu stelpur eru frá Færeyjum. Þær heita f.v. Súna Mørk og Annika Rasmussen. Þær tóku þátt í vinnustofu á Evrópu- ráðstefnunni í Stirling sem fjallaði um áskoranir sem ný og afskekkt klúbbhús mæta m.a. vegna jarðfræðilegrar legu sinnar ásamt Klúbbnum Geysi, Blide Hoose frá Orkneyjum, Pelaren frá Álandseyjum og fleiri klúbbum. Þær vinna nú hörðum höndum að því að efla klúbbhús í Þórshöfn í Færeyjum. Klúbburinn tók til til starfa 1. apríl á þessu ári og er að festa sig í sessi í Færeyjum með góðum árangri. Skapaðist góð og mikil umræða um hvort ekki væri rétt að efla samstarf klúbba innan CI sem staðsettir eru í eyjasamfélögum. Við óskum Færeyingum velfarnaðar og til hamingju með sitt frábæra starf í þági geðsjúkra í Færeyjum.

description

 

Transcript of Litli hver 2014 11 tbl 8bls

Page 1: Litli hver 2014 11 tbl 8bls

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136

Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir

11. tbl. nóvember 2014

Þann 10. október sl. var alþjóða geðheilbrigiðsdagurinn haldinn hátíðlegur. Klúbburinn Geysir lét sig ekki vanta. Farið var í geðgóða

göngu frá Hallgrímskirkju og niður í Bíó Paradís. Þar tók við glæsileg skemmtidagskrá auk þess sem

fjölmörg geðfélagasamtök kynntu starfsemi sína. Veðrið bókstaflega brosti við okkur og sólin skein enda ekki annað hægt á þessum fallega

degi. Félagar og starfsmenn eru ánægðir með vel heppnaðan dag.

Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur 2014

Til hamingju með fyrsta

klúbbhúsið í Færeyjum Þessar ungu stelpur eru frá Færeyjum. Þær heita f.v. Súna Mørk og Annika Rasmussen. Þær tóku þátt í vinnustofu á Evrópu-

ráðstefnunni í Stirling sem fjallaði um áskoranir

sem ný og afskekkt klúbbhús mæta m.a. vegna jarðfræðilegrar legu sinnar ásamt Klúbbnum Geysi, Blide Hoose frá Orkneyjum, Pelaren frá Álandseyjum og fleiri klúbbum. Þær vinna nú hörðum höndum að því að efla klúbbhús í Þórshöfn í Færeyjum.

Klúbburinn tók til til starfa 1. apríl á þessu ári

og er að festa sig í sessi í Færeyjum með góðum árangri. Skapaðist góð og mikil umræða um hvort ekki væri rétt að efla samstarf klúbba innan CI sem staðsettir eru í eyjasamfélögum. Við óskum Færeyingum velfarnaðar og til hamingju með sitt frábæra starf í þági geðsjúkra í Færeyjum.

Page 2: Litli hver 2014 11 tbl 8bls

2

Varð fullorðin í Geysi

Elín Oddný Sigurðardóttir, sem er

verkefnastjóri

atvinnu- og menntamála hjá Klúbbnum Geysi, hefur verið hér hjá okkur í Geysi í hartnær átta ár eða síðan í apríl

2006. Nú er Elín á förum, en eftirmanneskja hennar er Helena Einarsdóttir. Elín mun áfram starfa

fyrir Reykjavíkur-

borg sem kjörinn fulltrúi VG í ýmsum ráðum og nefndum, t.d. sem varaformaður velferðarráðs og nefndarmaður í menningar- og ferðamálaráði.

Arnar Laufeyjarson tók Elínu tali. „Mér hefur líkað vel í Geysi frá fyrsta

degi,“ segir Elín. „Mér finnst gott mæta í vinnuna og vita ekkert hvað dagurinn ber í skauti sér, heldur hafa alltaf eitthvað nýtt og spennandi fyrir stafni.“ Á árunum sem Elín hefur

starfað í Geysi segir hún að heilmikið hafi gerst og margt lagast í málefnum geðsjúkra, en líka sé mikið starf

óunnið. Elín er í tvíburamerkinu, henni finnst

allur matur góður („jafnvel of góður,“ segir hún og hlær) og hún er hrifin af tónlist, einkum rokki, poppi, rappi, íslenskri tónlist og klassík. Elín hefur stundað dans í gegnum tíðina og er

dans hennar helsta áhugamál. Hún hefur lært afrískan dans, zúmba,

samkvæmisdans og djassballet, svona til að nefna nokkra dansa. Og já, Elín er á facebook, en misvirk, svona eins og gengur. En hvað vill Elín segja um dvölina í Geysi? „Mér finnst ég hreinlega hafa

orðið fullorðin í Geysi. Þetta hefur verið gríðarlega lærdómsríkt og

skemmtilegt ferðalag.“ Elín skilur sátt við starf sitt, en segir að auðvitað fylgi starfslokunum ákveðinn tregi, enda muni hún sakna

samstarfsfólks og góðra félaga. En henni dettur ekki í hug að hætta alveg í Geysi: „Ég verð alltaf

Geysismanneskja og kem áfram í kaffi og kleinur. Ég mun líka áfram vinna að réttindabaráttu þeirra sem veikst

hafa af geðsjúkdómum, enda er sá málaflokkur mér mikið hjartans mál,“ segir Elín að lokum. Félagar og starfsfólk óskar Elínu farsældar á nýjum vettvangi.

Viðtal: Arnar Laufeyjarson.

Viðtal við Elínu Oddnýju Sigurðardóttur

Elínar verður sárt saknað

Page 3: Litli hver 2014 11 tbl 8bls

3

Matjurtagarðurinn Í sumar tók Klúbburinn Geysir að sér tvo skika í

Fossivogi til þess að rækta

upp. Margskonar salöt, rófur og kartöflur voru settar niður.

Uppskeran var góð en nokkuð misjöfn eftir

tegundum. Því var ákveðið að taka saman hér

í nokkrum orðum hvað gekk vel í garðinum þetta árið og líka minnast á það sem betur mætti fara fyrir næsta ár. Vel gekk að fá félaga til að taka

þátt í garðinum þegar eftir því var leitað og alls fóru um 15 félagar í garðinn að minnsta kosti einu sinni til

þess að hjálpa til. Vegna vætutíðar

náðum við ekki að mæta alveg nógu reglulega í garðinn og hefðum þurft að komast fyrr í að reita arfa. Þá lentum við talsverðum vandræðum að átta okkur á hvað var sett niður hvar og væri hjálplegt fyrir næsta ár ef við myndum gera skema og skrá niður

hvaða plönur eru settar niður hvar. Þá hjálpar alltaf til að hafa svipaðar

plöntur í sömu röð. Af uppskerunni var það að frétta að kartöflu- og salatspretta var góð. Grænkál, lambhagasalat og klettasalat tókust

einna best en hvítkál, rauðkál og aðrar hnúðkálstegundir náðu sér ekki vel á strik. Næpur voru teknar upp

snemma og uxu ágætlega. Rófuspretta var hins vegar ekki eins góð í vætutíðinni. Nú er bara að fara að huga að næsta

vori og ákveða hverju við potum

niður. Það er alltaf gaman að komast

aðeins út, njóta veður“blíðunnar“ og

verða moldug upp fyrir haus í góðra

vina hópi! :D Kristinn H Fjölnisson

Afmælisveisla félaga í nóvember verður

fimmtudaginn 27. nóvember kl.

14:00

Smápása eftir annir í garðinum í sumar

Hluti kartöfluuppskerunnar

Page 4: Litli hver 2014 11 tbl 8bls

4

Mats

eðill b

irtu

r m

eð f

yrir

vara u

m b

reyti

ng

ar

M

ats

eðill fy

rir

nóvem

ber

2014

n.

Þri

. M

ið.

Fim

. F

ös.

Lau

.

27

28

.

29

30

.

31

.

1.

3.

pa

og

bra

4.

Fis

ku

r í

ofn

i

5. Pa

sta

tti

Lis

e

6.

Hla

ðb

orð

7.

Kjö

tsú

pa

8.

10

Ka

súp

a o

g

þrí

ku

r

11

.

Fis

kig

rati

n T

ótu

12

.

H

ak

k o

g s

pg

he

tti

13

.

Hla

ðb

orð

14

.

Sn

itse

l

15

. Op

ið h

ús

11

.00

til

15

.00

17

.

Þý

sk s

úp

a a

ð

tti

Lis

e

18

. Ste

iktu

fis

ku

r

19

.

Ste

ikta

r k

jötb

oll

ur

20

.

Hla

ðb

orð

21

. Kjú

kli

ng

ur

22

.

24

. Ein

me

ð ö

llu

ne

ma

ra

li

25

.

So

ðin

ýsa

26

.

La

sag

ne

tti

He

len

ar

27

.

Hla

ðb

orð

O

pið

s 1

6.0

0 t

il 1

9.0

0

28

.

Po

ttré

ttu

r G

race

29

.

Page 5: Litli hver 2014 11 tbl 8bls

5

ATOM Fréttir atvinnu-og menntadeildar

Hið annálaða Tölvuver Geysis byrjaði

þriðjudaginn 2. september 2014. Tölvuverið verður á þriðjudögum kl. 11:15 til 12:15 og gefst félögum kostur á aðstoð á þeim tíma.

Tölvuver

Í nóvember losnar annað starfið á BSÍ. Í starfinu felst að halda umhverfi BSÍ snyrtilegu, losa ruslastampa og létt gólfþrif. Unnið er aðra hvora viku frá kl. 11-15 og er starfshlutfall 25%. Áhugasamir hafi samband við Margréti.

Klúbburinn Geysir og

Fjölmennt í samstarfi

Geysir og Fjölmennt hafa ákveðið að

rugla saman reitum sínum varðandi námskeiðahald. Geysir mun útvega húsnæði undir enskunámskeið á haustönninni, en Fjölmennt sjá um skipulag námskeiðsins og kennara.

Þetta er tilraunaverkefni og verður

endurskoðað í lok annarinnar.

Kynning frá Hringsjá

Þriðjudaginn 4. nóvember verður kynning á námsframboði vorannar í Hringsjá. Kynningin hefst kl. 14.00 og eru allir velkomnir. Nánari

upplýsingar um námskeið má finna á www.hringsja.is. Fjölmörg spennandi námskeið í boði. Við hvetjum félaga

til að mæta og kynna sér spennandi námskeið.

Laust starf á BSí

Fjármálanámskeið

Björn Róbert Jensson frá

fjármálaráðgjöfinni stopp.is kemur með námskeið um fjármál þriðjudaginn 11. nóvember kl.

13.30. Allir félagar hvattir til að mæta og fá góð ráð um hvernig er hægt að taka til í fjármálunum hjá sér. Farið verður yfir hvernig er

hægt að halda heimilisbókhaldinu réttu megin við núllið og aðeins farið yfir lánamál og sparnað.

Mannkynssöguhópur

Stofnaður hefur verið les– og

spjallhópur um mannkynssögu.

Hópurinn hittist vikulega á mánudögum kl. 14.00. Frá 3. nóvember til 24. nóvember. Eitt

tímabil verður rætt

í hverjum tíma: Mánudaginn 3. nóv, Hippatímabilið, Mánudaginn 10. nóv, Seinni Heimsstyrjöldin, Mánudaginn 17. nóv,Kommúnisminn. Mánudaginn 24. nóv:

Viktoríutímabilið. Leshópsstjórar eru

Sigurþór og Marteinn.

Enskuhópurinn í góðu fjöri ásamt kennaranum Þorsteini Eggertssyni

Viktoría drottning

Page 6: Litli hver 2014 11 tbl 8bls

6

Þann 12. – 15. október síðastliðinn var haldin Evrópuráðstefna klúbbhúsa í Stirling í Skotlandi.

Yfirskrift ráðstefnunnar var: Embracing change – Transforming lives. Klúbburinn Geysir sendi fimm fulltrúa sem voru: Þórunn Ósk Sölvadóttir, Benedikt Gestsson,

Óðinn Einisson, Sigrún Heiða Birgisdóttir og Björg Jakobsdóttir. Stirling er fallegur bær sem er miðja vegu mill Glasgow og

Edinborgar. Þar eru margir kastalar og miðbærinn er fullur af

gömlum húsum. Við gistum á Stirling Court Hotel þar sem allar málstofur og galakvöldið fóru fram.

Eins og gengur á svona ráðstefnum er unnið allan daginn og kvöldin eru

notuð til að fara yfir verkefni dagsins og spjalla við félaga og starfsfólk frá öðrum klúbbhúsum. Mér finnst lærdómsríkt að kynnast

öðru fólki og finna það að flest erum við að kljást við svipuð veikindi , sama hvar við erum stödd í

heiminum. Ein málstofan sem ég tók þátt í bar yfirskriftina

Bati innan klúbbhúsa – sögur félaga og vangaveltur um mikilvægi klúbbhúsa. Í þessari málstofu sögðu félagar frá sínum veikindum og hvernig þeir hafa

tekist á við þær aðstæður sem þeim fylgja. Björg okkar Jakobsdóttir sagði

sína sögu og stóð sig alveg

frábærlega. Það er ekki auðvelt að standa fyrir framan fjölda manns og tala um veikindi sín á opinskáan hátt. Einn af þeim sem tók til máls á

fjölskyldu sem býr á Norður-Írlandi og hann býr einn í Glasgow. Honum fannst lyfin sem hann tók ekki

gera neitt gagn svo að hann hætti að taka þau. Hann mætir í klúbbinn sinn á hverjum degi, en á kvöldin þegar hann kemur heim notar hann áfengi

til að deyfa vanlíðan sína. Það eru svona hlutir sem stinga mann í hjartað þegar félagar eru opinskáir

um sín perónulegu mál. Aðrir sem tóku til máls töluðu um mikilvægi þess að hafa klúbbbinn sinn

til að leita til þar sem þeir fá styrk og félagsskap. Þeim finnst þeir vera einhvers virði með því að taka þátt í daglegum störfum innan klúbbsins. Fjallað var um styrk klúbbhúsa og

hvað veitir félögum öryggi innan veggja þeirra.

Björg Jakobsdóttir segir batasögu sína í vinnustofu um bata á ráðstefnunni í Stirling

Evrópuráðstefnan í Stirling eftir Óðinn Einisson

Page 7: Litli hver 2014 11 tbl 8bls

7

Það sem var áberandi hjá mörgum félögum var að þeim finnst góð sú tilfinning að þeir eru ekki einir og eiga margir við sömu vandamál að glíma. Ef

vel er vandað til vinnumiðaðs dags, veitir það mörgum tilhlökkun að mæta í klúbbinn og vita að þeir geta tekið þátt í virkni innan hans í verkefnum sem gefa af sér og vita að þeir hafa áhrif innan klúbbsins.

Það hjálpar að sætta sig við veikindi

sín og ekki síst annarra félaga, þannig að fordómar nái ekki að þrífast innan klúbbsins og félagar séu ekki dæmdir af öðrum. Sumir bentu á að gott væri að fá betri

stuðning frá starfsmönnum innan klúbbhúsanna til að geta eflt

sjálfstraustið og læra að taka eigin ákvarðanir. Þær aðferðir sem t.d. var bent á til að efla sjálfstraustið er að geta horfst í augu við fortíðina, sætta sig við það

sem miður hefur farið og stefna að því að ná því takmarki að geta gert flesta þá hluti sem við gerðum áður en

veikindin tóku völdin til að komast aftur sem góður og gildur þegn út í

samfélagið. Mikið var talað um að gott væri að mæta í klúbbhúsið ef einmannaleiki og einangrun tekur völdin. Þá skiptir máli

að starfsfólk og félagar taki vel á móti viðkomandi og hann finni fyrir öryggi, þyki gott að vera innan um vini sína og vita það að sem félagi þá er hann einvers virði. Klúbbhúsin verða að vera meðvituð um að hjálpa hverjum félaga eftir fremsta

megni að ná markmiðum sínum sem

geta verið breytileg eftir þörfum hvers félaga fyrir sig. Það kallar á að starfsfólk geti gefið sér meiri tíma til að geta haldið utan um þarfir hvers og eins. Það getur þó verið

erfitt í mörgum klúbbhúsum þar sem margir félagar eru um hvern

starfsmann. Gott er að skilja tilgang lífsins, setja sér raunhæft markmið og ná því. Hvert lítið spor verður að langri vegferð í átt að bata. Ef þú vilt ferðast hratt yfir, farðu einn.

Ef þú vilt fara langt, þá ferðastu með

öðrum.

(spakmæli frá Afríku)

Greinarhöfundur ræðir við einn ráðstefnuþátttakanda

Page 8: Litli hver 2014 11 tbl 8bls

8

Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga frá kl. 08:30 - 16:00, nema föstudaga er opið frá 08:30 - 15:00.

Félagslegt í nóvember

Fimmtudaginn 6. nóvember

Perluferð. Lagt af stað kl. 16.00

Mánudagur 10. nóvember Töframáttur Tónlistar

Kjarvalsstaðir kl. 14.00 Kristinn H. Árnason Gítarleikari.

Fimmtudagur 13. nóvember

Safnaferð. Nánar auglýst síðar.

Laugardagur 15. nóvember Opið Hús 11.00 -15.00

Fimmtudagur 20. nóvember Ganga í kringum Vífilstaðavatn

Fimmtudagur 27. nóvember Opið Hús 16 -19. Jólaföndur

Deildarfundir Fundir í deildum eru haldnir á hverjum degi kl.

9:30 og 13:15. Þar er farið yfir verkefni sem liggja fyrir hverju sinni.

Æskilegt er að félagar mæti á deildarfundina.

Tökum ábyrgð og ræktum vináttuböndin.

Húsfundir! Húsfundir eru miðvikudaga kl. 14:30. Þar er

rétti staðurinn fyrir félaga til að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í

opnum umræðum. Allir að mæta!

Vorönnin í Fjölmennt

Hin árlega

jólaveisla verður

fimmtudaginn 4.

desember kl.

18.00 Glæsilegur

hátíðarmatseðill,

jólahappdrætti og Keli og

kiðlingarnir. Frestur til að skrá

sig er mánudagurinn 1.

desember. Miðaverð kr. 2.000.

Félagar eru hvattir til að taka

daginn frá.

Jólaveislan verður

4. desember

Búið er að opna fyrir umsóknir um námskeið vorannar 2015 og er umsóknarfrestur til 20. nóvember

n.k. Því miður verður ekki unnt að

framlengja umsóknarfrest nú eins og gert hefur verið undanfarin ár vegna ýmissa þátta í innra skipulagi Fjölmenntar. Ákveðið hefur verið að námskeiðin verði með svipuðu sniði og verið

hefur og hafa þau verið auglýst á

heimasíðu www.fjolmennt.is Nám fyrir fólk með geðfötlun. Námskeiðin verða flest haldin utan veggja Fjölmenntar eins og undanfarin ár en einhver námskeið verða þó haldin hér í Vínlandsleið.

Mikilvægt er að sótt sé um á þeim

hluta síðunnar þar sem námskeið fyrir fólk með geðfötlun eru auglýst því fyrir kemur að sótt er um námskeið á hluta síðunnar sem ekki eru ætluð þeim hópi og geta umsóknir því misfarist.