Kosningabæklingur Gunnars

8
Gunnar Gylfason féhirðir 2012-2013

description

Kosningabæklingur í kosningabaráttu Gunnars til Féhirðis Versló

Transcript of Kosningabæklingur Gunnars

Page 1: Kosningabæklingur Gunnars

Gunnar Gylfasonféhirðir 2012-2013

Page 2: Kosningabæklingur Gunnars

KÆRU VERZLINGAR

“ Ég er búinn að stefna á starf féhirðis lengi og ég hef mikla trú á því að ég geti sinnt þessu starfi vel.

Page 3: Kosningabæklingur Gunnars

KÆRU VERZLINGARÉg heiti Gunnar Gylfason og býð mig fram sem féhirði NFVÍ. Ég er búinn að stefna á starf féhirðis lengi og ég hef mikla trú á því að ég geti sinnt þessu starfi vel. Ég sit núna í Hagsmunaráði og var í PR fyrir Nemó, auk þess sem var ég fræðari á vegum Jafningjafræðslunnar í sumar.

Starf féhirðis innan nemendafélagsins er mikilvægt og það er mikil ábyrgð sem fylgir því að sjá um stærsta nemendafélag landsins. Því er nauðsynlegt að kjósa ábyrgðarfullan og traustan einstakling til að sinna embættinu. Ég er búinn að fylgjast með gangi nemendafélagsins síðan ég var nýnemi og síðan þá hef ég áttað mig vel á þeirri vél sem keyrir Verzlólestina áfram, en í grófum dráttum virkar þetta svona:Forsetinn er svona aðalgæinn. Hann sér til þess að allir geri sitt innan nemendafélagsins, sér um heildarskipulag félagslífsins og er andlit skólans að miklu leyti.Féhirðirinn sér hins vegar um öll fjármál nemendafélagsins og sér til þess að hlutir sem þarf að kaupa verði keyptir, hann tekur við stýrinu skyldi forsetinn forfallast og skipuleggur viðburði skólaársins ásamt stjórninni. Verkefnin eru óteljandi en ég mun leggja mig allan fram til að gera næsta skólaár eins gott og hugsast getur fyrir alla nemendur Verzlunarskóla Íslands.

Ég þakka ykkur fyrir að gefa ykkur tíma til að lesa ávarpið mitt. Til þess að átta ykkur betur á störfum féhirðisins vil ég svo benda ykkur á að lesa yfir stefnu-málin mín og býð ég ykkur velkomin í básinn minn í létt spjall.

Gunnar Gylfason“

Page 4: Kosningabæklingur Gunnars

StefnumálHagsmunaráð:Hagsmunir nemenda skulu ávallt vera í fyrirrúmi. Hagsmunaráð hefur ekki verið sýni-legasta nefndin í skólanum síðustu árin en í ár einbeittum við okkur að því að vekja athygli á nefndinni. Nefndin var stærri en vanalega og í það vil ég halda. Við höfum verið með nokkur járn í eldinum þetta skólaárið sem ég vil fylgja eftir sem féhirðir og ég myndi hafa annað augað á hagsmunaráði og fylgjast með störfum.

• Ég vil að stjórnin sé steikt reglulega, bæði skólastjórnin sem og NFVÍ stjórnin. • Halda málefnafundi frekar en steiktu stjórnina af og til. Þarf fáum við helstu yfirmenn skólastjórnarinnar og ræðum eitt eða tvö fyrirfram ákveðin og mikilvæg umræðuefni í stað þess að stikla á stóru eins og gert er á steiktu stjórninni í dag. Þannig náum við mun meiru úr hverju málefni og vonandi væri hægt að komast að niðurstöðu um það málefni.

Útgjöld Verzlinga skulu vera í lágmarkiMér finnst sjálfsagt mál að allir félagsmenn NFVÍ eigi að geta tekið þátt í félagslífinu í Verzló, sama hver fjárhagsstaða þeirra er, og þessvegna vil ég að það verði sem ódýrast á alla atburði á vegum NFVÍ.

• Ódýrari böll þýða ekki verri böll, það má lækka verð án þess að það bitni mikið á gæðum • Það þarf uppræta kennaraafsláttinn á Nemósýninguna, en kennarar borga næstum 50% minna á frumsýningarnar en nemendurnir. • Það verður líka að miða á að kostnaður sé ekki allur greiddur upp á fyrstu sýningum, það þýðir bara að Verzlingar séu að greiða fyrir alla sýninguna. • Auglýsingatekjur og samningar til að koma til móts við fjármagn nemenda.

FjárhagsáætlunRaunhæf fjárhagsáætlun með tilliti til fyrri ára er mikilvæg, sem og að ná góðum samingum við stór fyrirtæki strax um sumarið. Ég vil hafa gott yfirlit yfir fjármál nefnda án þess að blanda mér um of í störf þeirra. Helst er þó að nemendafélagið eigi ekki að skila hagnaði eftir árið, það þýðir einfaldlega að viðburðir ársins hefðu getað verið ódýrari.Það má stækka markaðsnefndina og velja vel í hana, þannig má hámarka auglýsingatekjur NFVÍ.

Page 5: Kosningabæklingur Gunnars

Uppræta klíkuskapinn í VerzlóSamkvæmt könnun sem við í Hagsmunaráði tókum á meðal nemenda í skólanum voru sláandi margir sem sögðu að þeim þætti vera mikill klíkuskapur innan nemendafélagsins. Þetta er staðreynd sem þarf að breyta. Það er ekki nóg að stjórnar-meðlimir sitji inni á meðan nefndarviðtölunum stendur, það verður að sjá til þess að þeir standi harðir á sínu ef einhver ætlar að misnota aðstöðu sína í nefndum.

NFVI.ISFlott síða sem þarf frekar að bæta en að gera upp á nýtt. Með þeim hætti er hægt að opna hana snemma á skólaárinu. Mig dreymir samt ekki of stórt, því Facebook síða nemendafélagsins er búin að vera gríðar-lega mikilvægt, ódýrt og öflugt verkfæri til þess að koma skilaboðum til nemenda. Það sem ég vil sjá á nýrri síðu NFVÍ er: • Glósubanki • Bæta spjallið - það þarf að vera hægt að opna það í sér glugga og lesa eldri skilaboð. • Virkja skiptibókamarkaðinn - Til þess þarf hann að vera opinn áður en skólaárið byrjar, sama hvort sjálf síðan sé til eða ekki.

Skoða kaup á A3 prentaraÞað er ógeðslega gaman að sjá allt morandi í plaggötum á göngum skólans, en plaggötin geta verið rándýr í prentun. Því gæti borgað sig að kaupa A3 prentara fyrir nemendafélagð, en þetta er eitthvað sem þarf að skoða miðað við samninga við prentsmiðjur og efniskostnað í prentarana.

Kosningaloforð verða að ekki svikinHvorki hjá mér né öðrum, bæklingar og stefnumál skulu vera á augljósum stað í nemendakjallaranum þar sem allir geta flett þeim upp.

Lista í stofur í staðin fyrir miðasöluraðirAllavega þegar kostur á því gefst. Hugmyndin er að senda inn lista fyrir hvert ball, og ef að fjöldi kaupenda er meiri en fjöldi miða ÞÁ yrðu listarnir ógildir og þá fyrst getum við smalað saman í ógeðslega og sveitta miðaröð.

Page 6: Kosningabæklingur Gunnars

Það er ekkert sem skiptir meira máli en traust þegar kemur að féhirði. Þetta er maðurinn sem heldur utan um tugi milljóna

af peningum Verzlinga. Gunnar hefur sýnt fram á það allt frá því að ég kynntist honum að hann er klárlega traustsins verður auk þess sem ég veit að hann á eftir að leggja allan sinn metnað í verkið. Ég myndi tvímælalaust treysta Gunnari fyrir öllum mínum peningum. Það er ástæðan fyrir því að ég styð hann og það er ástæðan fyrir því að þú ættir að gera það líka!Sigurður Kristinsson, 4-F

STUÐNINGSMANNAGREIN SIGURÐAR

REYNSLAN MÍN• Sit í virkasta hagsmunaráði seinni tíma.• Var í PR fyrir Nemó.• Var fræðari á vegum Jafningjafræðslunnar sl. sumar.• Hef mætt á flesta viðburði nemendafélagsins síðan ég byrjaði í skólanum.

Page 7: Kosningabæklingur Gunnars

Það er ekki hver sem er fær um að sinna hlutverki féhirðis, og allavega stendur mér ekki á sama. Viðkomandi þarf í fyrsta lagi að hafa vit á peningum auk þess vera skynsamur, áreiðanlegur og metnaðarfullur. Ég þekki einn sem uppfyllir öll þessi skilyrði og gott betur. Gunnar er algjör topp náungi og mundi ég treysta honum fyrir aleigu minni. Að fá mann eins og Gunnar í stjórn nemendafélagsins væri líka snilld þar sem hann er skemmtilegur og hugmyndaríkur sem er kjörin viðbót við fyrrnefnd atriði. Ef þú vilt að næsti féhirðir NFVÍ sé ábyrgur aðili með peningavit, þá skaltu kjósa Gunnar. Þú munt ekki sjá eftir því.Elín Margrét Böðvarsdóttir, 5-B

Fyrsta skiptið sem ég kynntist Gunnari var núna síðasta sumar þegar við vorum að vinna saman í Jafningjafræðslunni. Ótrúlega ljúfur og elskulegur náungi við fyrstu kynni og mér finnst það meira og meira með hverjum deginum sem ég tala við hann. Honum þykir vænt um alla og er alltaf tilbúinn til að vera til staðar fyrir aðra! En Gunnar er ekki bara svona

ljúfur og góður, hann er alveg ótrúlega ákveðinn líka. Ég veit að Gunnar myndi standa sig alveg ótrúlega vel sem féhirðir í Versló, hann tekur skynsamlegar ákvarðanir og þessum manni er virkilega hægt að treysta! Ég er ekkert að bulla með allt þetta hrós hérna.. þegar ég var að fræða litlu 95 módelin með Gunnari í sumar þá var ég svo hissa á því hvað hann var metnaðarfullur og skipulagður varðandi hvernig hann vildi hafa fræðsluna. Þannig að treystið mér, ég hef séð Gunnar vinna og ég veit að hann mundi vinna verk sitt vel sem féhirðir! Ég ætla að kjósa Gunnar og ég vona að þið gerið hið sama!Hólmfríður Gylfadóttir, 6-R

STUÐNINGSMANNAGREIN ELÍNAR MARGRÉTAR

STUÐNINGSMANNAGREIN SIGURÐAR

STUÐNINGSMANNAGREIN HÓLMFRÍÐAR

REYNSLAN MÍN

Page 8: Kosningabæklingur Gunnars

VIÐ STYÐJUMGUNNAR GYLFASON

Andrea Röfn Jónasdóttir, 6-F

Arna Þorbjörg Halldórsdóttir, 5-D

Ásdís Einarsdóttir, 3-T

Denise Margret Yaghi, 6-D

Elín Margrét Böðvarsdóttir 5-B

Emilía Giess, 5-B

Fanndís Kristinsdóttir, 5-H

Guðrún Gígja Georgsdóttir, 5-B

Halla Berglind Jónsdóttir, 5-R

Haukur Jónsson, 4-E

Hólmfríður Gylfadóttir, 6-R

Hrafnkell Oddi Guðjónsson, 5-I

Hugrún María Friðriksdóttir, 3-S

Hörn Valdimarsdóttir, 5-A

Ída Pálsdóttir, 5-A

Jóhanna Gunnþóra Guðmundsdóttir, 5-B

Jónatan Jónatansson, 5-E

Júlía Rut Ágústdóttir, 3-U

Lára Kristín Pedersen, 5-B

Lárus Örn Arnarson,4-B

Sigrún Dís Hauksdóttir, 3-S

Sigurður Kristinsson, 4-F

Silja Rós Ragnarsdóttir, 5-F

Snorri Björnsson, 4-Y

Snæbjört Sif Jóhannesdóttir, 3-V

Svanhvít Jónsdóttir, 5-D

Vignir Heiðarsson, 3-D

Þórdís Björk Arnardóttir, 5-D

Þórdís Erla Magnúsdóttir, 5-H

Þórdís Þorkelsdóttir, 5-R

Þórunn Helgadóttir, 5-E