Jóladagskrá Skagafirði 2013

10
í Skagafirði 2013 Jóla Dagskráin Þeir sem hafa áhuga á að koma viðburðum á framfæri eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Sigfús Inga Sigfússon í síma 455 6170 eða með því að senda póst á netfangið [email protected].

description

Jóladagskráin í Skagafirði 2013

Transcript of Jóladagskrá Skagafirði 2013

Page 1: Jóladagskrá Skagafirði 2013

í Skagafirði 2013JólaDagskráin

Þeir sem hafa áhuga á að koma viðburðum á framfæri eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Sigfús Inga Sigfússon í síma 455 6170 eða með því að senda póst

á netfangið [email protected].

Page 2: Jóladagskrá Skagafirði 2013

2013JólaDagskráiní Skagafirði

28 fimmtudagur

• Aðventugleði foreldrafélags Varmahlíðarskóla með nemendum og aðstandendum kl. 12:40 í Varmahlíðarskóla.

• Opið í Gallerý Alþýðulist í Varmahlíð frá kl. 17-21.• Pizzahlaðborð á Hótel Varmahlíð kl. 19.

V

29 föstudagur

• Friðarganga nemenda Árskóla kl. 8:15.• Opið í Gallerý Alþýðulist í Varmahlíð frá kl. 13-17.• Jólahlaðborð á Hótel Varmahlíð kl. 19.

V

30laugardagur

• Blóma- og gjafabúðin býður upp á súkkulaði og piparkökur. Opið frá kl. 10-17.

• Verslun Haraldar Júlíussonar opin frá kl. 10-14.• Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks

í íþróttahúsinu á Sauðárkróki frá kl. 11-13:30. Miðar á hlaðborðið eru ókeypis en hægt er að leggja til framlag að eigin vali í söfnunarbauka. Öllum ágóða verður varið til að hlúa að öldruðum skjólstæðingum á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki.

• Skíðasvæðið í Tindastóli verður með aðventuopnun frá kl. 11-16.

• Tískuhúsið, full búð af nýjum vörum. Opið frá kl. 11-16.

• Hard Wok Café. Kókos karrí kjúklingasúpa, heimalagað brauð og viðbit, rjúkandi kaffi og konfekt 990 kr. Fullt af 990 kr tilboðum í gangi og að sjálfsögðu 16" pizza-tilboð, sótt eða í sal. Opið frá kl. 12-21:30.

• Opið í Systrum frá kl. 12-16. Skoðið úrvalið af barnafatnaði og gjafavöru. Ýmis tilboð í gangi.

• Táin og Strata. Ýmis tilboð. Heitt á könnunni. Opið frá kl. 12-16.

• Jólamarkaður í Safnahúsinu frá kl. 12-17.• Opið í Gallerý Alþýðulist í Varmahlíð frá kl. 13-17.• Snyrtistofan Eftirlæti í Aðalgötu 4 verður opin

frá kl. 13-18 og því tilvalið að kíkja við og fá sér heitt kakó og smákökur Gjafaöskjur á tilboði, Prýði og Skrautmen á sínum stað og prjónaðar barnahosur frá Rósu til sölu.

• Opin vinnustofa í Gúttó. Listamenn í Sólon myndlistarfélagi opna vinnustofu sína milli kl. 14 og 17 fyrir gesti og gangandi, vini og kunningja, þá sem vilja skoða eða kaupa list í jólapakkann, eða bara kíkja við í kaffi og spjall. Kaffi á

V

könnunni og myndlist til sýnis og sölu. Allir hjartanlega velkomnir.

• Opið hús í Maddömukoti frá kl. 14-17. Maddömur bjóða upp á kjötsúpu að hætti hússins og handverk til sölu.

• Guðni Ágústsson kynnir og áritar bók sína í Skagfirðingabúð frá kl. 14.

• Móðins hárstofa. Heitt kakó, kaffi og piparkökur. Lifandi tónlist. Opið frá kl. 14-17:30.

• Kaffihlaðborð í Sauðárkróksbakarí til kl. 17. Kakó og kósí á útisvæði. Krukkurkellur með ýmislegt jólalegt til sölu við bakaríið s.s. krukkur, kerti, jólaepli og jólamöndlur.

• Fjölskyldan og frítíminn mun bjóða öllum gestum og gangandi að prófa brjóstsykursgerð í Safnaðarheimili kirkjunnar frá kl. 14-17. Komið, sjáið og prófið hversu auðvelt það er að gera sinn uppáhalds brjóstsykur.

• Landsbankinn, aðventustemning frá kl. 14:30-16. Heitt skátakakó og ljúffengar piparkökur.

• Jólaljóstendruðájólatrékl.15:30áKirkju-torgiáSauðárkróki.SkólakórVarmahlíðar-skólaogSólveigB.Fjólmundsdóttirsyngja,ávarpsveitarstjóraogjólasveinarmæta.

• Að lokinni tendrun ljósa á jólatrénu á Kirkjutorgi verður opið hús á Hótel Tindastóli og Sólarborg. Gestum og gangangi er boðið upp á kakó og piparkökur í Jarlsstofunni frá kl. 16-18.

• Jólahlaðborð á Hótel Varmahlíð kl. 19.• Jólahlaðborð á Kaffi Krók frá kl. 19:30.

1 sunnudagurFULLVELDISDAGURINN

FYRSTI SUNNUDAGUR Í AÐVENTU• Sunnudagaskóli á Löngumýri kl. 11:30.• Áskaffi í Glaumbæ verður opið alla sunnudaga

fram að jólum frá kl. 12-17. Hangikjöt í hádeginu – kaffihlaðborð.

• Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ er opið frá kl. 12-17.

• Blóma- og gjafabúðin opin frá kl. 13-15.• Hátíðarmessa í Sauðárkrókskirkju kl. 14.

Kvenfélag Skarðshrepps býður til kaffisamsætis í Safnaðarheimilinu á eftir.

• Aðventuhátíð fyrir allt prestakallið í Miklabæjarkirkju kl. 15. Ræðumaður er Hannes Bjarnason. Í tilefni dagsins er fólk hvatt til þess að íklæðast hátíðarbúningi, upphlut eða peysufötum.

• Aðventuhátíð í Sauðárkrókskirkju kl. 20. Kirkjukórinn og Árskólakórinn syngja. Jón Hallur Ingólfsson flytur hugleiðingu.

DES

Page 3: Jóladagskrá Skagafirði 2013

vika 1 28. NÓVEMBER til

6. DESEMBER

2 mánudagur

• Jólatónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar kl. 17 í Grunnskólanum að Hólum.

• Jólaglaðningur Sjálfsbjargar í Húsi frítímans kl. 20. Afhending viðurkenninga fyrir gott aðgengi. Tónlistarfólk kemur og syngur. Solveig Lára vígslubiskup talar. Jólaglögg og piparkökur. Allir velkomnir.

• Prjónakaffi á Hótel Varmahlíð kl. 19.

DES

3 þriðjudagur

• Síðasti séns á að koma jólakortum með B-pósti til staða utan Evrópu.

• Opið hús í Iðju-Hæfingu, Aðalgötu 21, frá kl. 10-15, í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðs fólks. Lifandi tónlist á milli kl. 14-14:30. Jólate, kaffi og smákökur í boði hússins. Sölusýning á verkum notenda, allur ágóði rennur til vinnustofu Iðjunnar.

• Fjör í Grænuklauf fyrir 4.-5. bekk á vegum Húss frítímans, frá kl. 14-17.

• Árshátíð 8. og 9. bekkja Árskóla. Sýningar í Bifröst kl. 17 og 20.

• Minute to win it fyrir 8.-10. bekk í Húsi frítímans frá kl. 20-22.

• „Kórsöngur við kertaljós“ á Löngumýri kl. 20. Kór Glaumbæjarprestakalls ásamt unglingakór Varmahlíðarskóla flytur aðventudagskrá í tilefni útgáfu kórsins á geisladiski með jóla- og aðventutónlist. Einnig verður lesið úr bókum.

DES

4 miðvikudagur

• Fjör í Grænuklauf fyrir 6.-7. bekk á vegum Húss frítímans, frá kl. 14-17.

• Árshátíð 8. og 9. bekkja Árskóla. Sýningar í Bifröst kl. 17 og 20.

• Rithöfundar í heimsókn. Miðvikudagskvöldið 4. desember kl. 20 verður lesið úr nýjum bókum í Safnahúsinu. Komið og njótið þess að hlusta.

DES

5 fimmtudagur

• Síðasti séns á að koma jólapökkum með flugpósti til staða utan Evrópu.

• Kynning á jólakaffi og norskri jólaköku í Sauðár-króksbakarí.

• Opið í Gallerý Alþýðulist í Varmahlíð frá kl. 17-21.

• Jólatónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar kl. 17 í Menningarhúsinu Miðgarði.

• Jólatónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar kl. 18:30 í Menningarhúsinu Miðgarði. Skagfirskir strengir, jassballetthópar Varmahlíðarskóla og slagverksdrengirnir Alfa og Ómega flytja verkið Jólabjöllur. Lengra komnir nemendur spila.

DES

6 föstudagur

• Kynning á jólakaffi og norskri jólaköku í Sauðárkróksbakarí.

• Opið í Gallerý Alþýðulist í Varmahlíð frá kl. 13-17.

• Aðventuhátíð á Dvalarheimilinu kl. 15.• Jólahlaðborð á Hótel Varmahlíð kl. 19.• Jólahlaðborð á Kaffi Krók frá kl. 19:30.• Förðunarnámskeið í Húsi frítímans fyrir 8.-10.

bekk frá kl. 20-22.• Aðventukvöld í Skagaseli kl. 20. Inga Lára

Sigurðardóttir flytur hugleiðingu.• Aðventukvöld í Rípurkirkju kl. 20:30.

DES

Page 4: Jóladagskrá Skagafirði 2013

2013JólaDagskráiní Skagafirði

7 laugardagur

• Jólatónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar kl. 13 í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi.

• Opið í Gallerý Alþýðulist í Varmahlíð frá kl. 13-17.• Opið í Maddömukoti frá kl. 14-17. Jólaté og

piparkökur. Handverk til sölu.• Aðventuhátíð á Löngumýri kl. 14.• Aðventusamkoma fyrir alla fjölskylduna í

Hofsóskirkju kl. 14. Helgileikur og jólasöngvar.• Jólahlaðborð á Hótel Varmahlíð kl. 19.• Jólahlaðborð á Kaffi Krók frá kl. 19:30.• Jólahlaðborð á Mælifelli frá kl. 19:30.

DES

8 sunnudagur

ANNAR SUNNUDAGUR Í AÐVENTU• Sunnudagaskóli á Löngumýri kl. 11:30.• Jólabrunch á Hótel Varmahlíð kl. 12.• Áskaffi í Glaumbæ verður opið alla sunnudaga

fram að jólum frá kl. 12-17. Hangikjöt í hádeginu – kaffihlaðborð.

• Aðventusamkoma fyrir alla fjölskylduna í Barðskirkju kl. 14. Helgileikur og jólasöngvar.

• Jóla- og handverksmarkaður verður í grunnskólanum að Hólum frá kl. 14-17. Kaffihúsastemning þar sem gestir geta keypt sér kakó, jólate og kaffi, ásamt meðlæti.

• Byggðasafn Skagfirðinga býður í rökkurgöngu í gamla bæinn í Glaumbæ kl. 15:30. Safnið er jafnframt opið frá kl. 12-17.

• Jólastjörnur Geirmundar Valtýssonar í Menningarhúsinu Miðgarði kl. 18 og 20:30.

DES

9 mánudagur

• Kynning á gjafavörum í Sauðárkróksbakarí.• Jólatónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar kl. 17 í

Tónlistarskólanum á Sauðárkróki.• Piparköku- og piparkökuhúsaskreyting í Húsi

frítímans frá kl. 17-19. Fjölskyldan og frítíminn.

DES

10 þriðjudagur

• Síðasti séns á að koma jólakortum með B-pósti til áfangastaða innan Evrópu og í A-pósti til staða utan Evrópu.

• Kynning á gjafavörum í Sauðárkróksbakarí.• Piparköku- og piparkökuhúsaskreyting fyrir

4.-5. bekk í Húsi frítímans frá kl. 14-17.• Jólatónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar kl. 17

í Tónlistarskólanum á Sauðárkróki.• Jólatónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar kl. 20

í Tónlistarskólanum á Sauðárkróki.• Piparköku- og piparkökuhúsaskreyting fyrir

8.-10. bekk í Húsi frítímans frá kl. 20-22.

DES

Page 5: Jóladagskrá Skagafirði 2013

vika 2 7. DESEMBER til13. DESEMBER

11 miðvikudagurSKÓINNÚTÍGLUGGA

• Piparköku- og piparkökuhúsaskreyting fyrir 6.-7. bekk í Húsi frítímans frá kl. 14-17.

• Jólatónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar kl. 17 í Menningarhúsinu Miðgarði.

• Sameiginlegir aðventutónleikar Skagfirska kammerkórsins og kórs Hóladómkirkju kl. 20:30 í Hóladómkirkju.

DES

12 fimmtudagurSTEKKJASTAURmætirlangfyrstur

• Síðasti séns á að koma jólapökkum með flugpósti til áfangastaða innan Evrópu.

• Lúsíudagur í Árskóla. 6. bekkingar fara syngjandi um bæinn og enda daginn í Árskóla kl. 17 þar sem verður opið hús. Allir velkomnir.

• Huggulegt kaffihúsakvöld í Sauðárkróksbakarí. Opið til kl. 22:30.

• Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi verður haldin í félagsheimilinu Höfðaborg kl. 20:30. Þar geta allir upplifað notalega jólastemningu þar sem fram koma m.a. nemendur úr grunnskólanum ásamt því að við fáum að hlusta á notalega tóna frá hjónunum söngelsku Hjalta Jónssyni og Láru Sóleyju Jóhannesdóttur sem voru að gefa út plötu fyrir jólin. Ræðumaður kvöldsins verður Sr. Solveig Lára vígslubiskup á Hólum. Allir velkomnir.

DES

13 föstudagurGILJAGAURlæturásérkræla

• Síðasti séns á að koma jólapökkum með flugpósti til Norðurlanda.

• Opið í Gallerý Alþýðulist í Varmahlíð frá kl. 13-17.• Söngkeppni Friðar í Menningarhúsinu Miðgarði

frá kl. 18.

DES

Page 6: Jóladagskrá Skagafirði 2013

2013JólaDagskráiní Skagafirði

14 laugardagurSTÚFURstaulasttilbyggða

• Bókaáritanir og kynningar í Skagfirðingabúð.• Opið í Gallerý Alþýðulist í Varmahlíð frá kl.

13-17.• Opið í Maddömukoti frá kl. 14-17. Jólaté og

piparkökur. Handverk til sölu.• Jólahlaðborð á Hótel Varmahlíð kl. 19.• Jólahlaðborð á Kaffi Krók frá kl. 19:30.• Jólahlaðborð á Mælifelli frá kl. 19:30.

DES

15 sunnudagurÞVÖRUSLEIKIR gefur í skóinn

ÞRIÐJI SUNNUDAGUR Í AÐVENTU• Sunnudagaskóli á Löngumýri kl. 11:30.• Áskaffi í Glaumbæ verður opið alla sunnudaga

fram að jólum frá kl. 12-17. Hangikjöt í hádeginu – kaffihlaðborð.

• Skógardagurinn, jólatrjáasala Skógræktarfélags Skagfirðinga í Hólaskógi og Reykjarhóli frá kl. 12-15. Kakó, pönnukökur og annað góðgæti.

• Aðventustund fyrir alla fjölskylduna í Hóladómkirkju kl. 14. Helgileikur og jólasöngvar.

• Byggðasafn Skagfirðinga býður í rökkurgöngu í gamla bæinn í Glaumbæ kl. 15:30. Safnið er jafnframt opið frá kl. 12-17.

DES

16 mánudagurPOTTASKEFILL skellir sér í heita pottinn

• Síðasti séns á að koma jólakortum með B-pósti innanlands, A-pósti til áfangastaða innan Evrópu, og með TNT utan Evrópu.

• Bökudagur (grænmetisbökur) í Sauðárkróksbakarí.

• Nemendur úr Tónlistarskóla Skagafjarðar spila í KS Varmahlíð kl. 13.

• Kór eldri borgara syngur í Skagfirðingabúð kl. 16.• Jólatrjáasala Knattspyrnudeildar Tindastóls á

Eyrinni frá kl. 13-18.• Jólaprjónakaffi á Hótel Varmahlíð.

DES

Page 7: Jóladagskrá Skagafirði 2013

vika 3 14. DESEMBER til

20. DESEMBER

17 þriðjudagurASKASLEIKIR arkar til byggða

• Jólakörfukynning í Sauðárkróksbakarí.• Jólatrjáasala Knattspyrnudeildar Tindastóls á

Eyrinni frá kl. 13-18.• Jólabíómynd fyrir 4.-7. bekk í Húsi frítímans

frá kl. 14-17.• Jólabíómynd fyrir 8.-10. bekk í Húsi frítímans

frá kl. 20-22.

DES

18 miðvikudagurHURÐASKELLIR kemur blaðskellandi

• Síðasti séns á að koma pósti með TNT hraðsendingu til Evrópu.

• Jólakörfukynning í Sauðárkróksbakarí. Heitir réttir.

• Jólatrjáasala Knattspyrnudeildar Tindastóls á Eyrinni frá kl. 13-18.

• Jólaball í Húsi frítímans fyrir 4.-7. bekk frá kl. 14-17.

DES

19 fimmtudagurSKYRGÁMUR kemur af fjöllum

• Síðasti séns á að koma jólakortum og jólapökkum með A-pósti innanlands.

• Jólatrjáasala Knattspyrnudeildar Tindastóls á Eyrinni frá kl. 13-18.

• Jólaball Varmahlíðarskóla og leikskólans Birkilundar í Miðgarði frá kl. 14-15:30.

• Jólakörfukynning í Sauðárkróksbakarí. Huggulegt kaffihúsakvöld. Opið til kl. 22:30.

DES

20 föstudagurBJÚGNAKRÆKIR læðist til byggða

• Heitir réttir í Sauðárkróksbakarí.• Opið í Gallerý Alþýðulist í Varmahlíð frá kl.

13-17.• Jólatrjáasala Knattspyrnudeildar Tindastóls á

Eyrinni frá kl. 13-18.• Trúbbakvöld frá miðnætti með Magna á Kaffi

Krók.

DES

Page 8: Jóladagskrá Skagafirði 2013

2013JólaDagskráiní Skagafirði

21 laugardagurGLUGGAGÆGIR lítur inn

• Jólapakkarnir kynntir í Sauðárkróksbakarí. Heitir réttir.

• Opið í Gallerý Alþýðulist í Varmahlíð frá kl. 13-17.

• Opin vinnustofa í Gúttó. Listamenn í Sólon myndlistarfélagi opna vinnustofu sína milli kl. 14 og 17 fyrir gesti og gangandi, vini og kunningja, þá sem vilja skoða eða kaupa list í jólapakkann, eða bara kíkja við í kaffi og spjall. Kaffi á könnunni og myndlist til sýnis og sölu. Allir hjartanlega velkomnir.

• Karlakórinn Heimir syngur í Skagfirðingabúð kl. 16.

• Karlakórinn Heimir syngur á Dvalarheimili aldraðra við Heilbrigðisstofnuna Sauðárkróki um kl. 17.

• Trúbbakvöld frá miðnætti með Magna á Kaffi Krók.

DES

22 sunnudagurGÁTTAÞEFUR rekur inn nefið

FJÓRÐI SUNNUDAGUR Í AÐVENTU• Jólapakkarnir kynntir í Sauðárkróksbakarí.• Áskaffi í Glaumbæ verður opið alla sunnudaga

fram að jólum frá kl. 12-17. Hangikjöt í hádeginu – kaffihlaðborð.

• Byggðasafn Skagfirðinga býður í rökkurgöngu í gamla bæinn í Glaumbæ kl. 15:30. Safnið er jafnframt opið frá kl. 12-17.

DES

23 ÞorláksmessaKETKRÓKUR staldrar við

• Jólapakkarnir kynntir í Sauðárkróksbakarí.• Snyrtistofan Eftirlæti hefur opið frá kl. 10-22.

Heitt kakó og konfekt á boðstólnum, auk fallegra gjafaaskja á tilboði. Prýði og Skrautmen verða með frábæra muni í jólapakkann.

• Skötuveisla Skagfirðingasveitar í Sveinsbúð frá kl. 11-14. Skata, saltfiskur og siginn fiskur. Pizza fyrir vandláta.

• Skötuveisla á Kaffi Krók frá kl. 11:30.• Jólatrjáasala Knattspyrnudeildar Tindastóls á

Eyrinni frá kl. 13-18.• Hó, hó, hó. Jólasveinar koma í Skagfirðingabúð

kl. 15.• Bögglaveisla jólasveinanna í Safnaðarheimilinu

frá kl. 17-20.

DES

Page 9: Jóladagskrá Skagafirði 2013

vika 4 21. DESEMBER til

27. DESEMBER

24 aðfangadagurKERTASNÍKIR kútveltist milli húsa

• Opið til kl. 12 í Sauðárkróksbakarí.• Aftansöngur jóla í Sauðárkrókskirkju kl. 18.• Hátíðarguðsþjónusta í Hofsóskirkju kl. 18.• Hátíðarguðsþjónusta í Glaumbæjarkirkju kl.

21:30.• Hátíðarguðsþjónusta í Miklabæjarkirkju kl. 22.• Fjölskylduguðsþjónusta í Hóladómkirkju kl. 23.• Miðnæturmessa í Sauðárkrókskirkju kl. 23:30.

Árni Geir Sigurbjörnsson syngur einsöng.

• Hátíðarguðsþjónusta í Víðimýrarkirkju kl. 23.

DES

25 jóladagur

• Hátíðarguðsþjónusta í Reynistaðarkirkju kl. 13.• Hátíðarguðsþjónusta í Goðdalakirkju kl. 13.• Hátíðarguðsþjónusta í Hóladómkirkju kl. 14.• Hátíðarmessa í Sauðárkrókskirkju kl. 14. Birgir

Björnsson syngur einsöng.• Hátíðarguðsþjónusta í Fellskirkju kl. 14.• Hátíðarguðsþjónusta í Rípurkirkju kl. 15.• Hátíðarmessa á dvalarheimilinu á Sauðárhæðum

kl. 15:30.• Hátíðarguðsþjónusta í Viðvíkurkirkju kl. 16.• Hátíðarguðsþjónusta í Silfrastaðakirkju kl. 16.

DES

26 annar í jólum

• Jólamót Tindastóls/Molduxa í körfubolta, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, frá kl. 11.

• Hátíðarguðsþjónusta í Barðskirkju í Fljótum kl. 14.

• Jólamessa í Ketukirkju á Skaga kl. 14.• Hátíðarguðsþjónusta í Hofsstaðakirkju kl. 14.• Jólaball í Ketilási í Fljótum kl. 15.• Hátíðarguðsþjónusta í Flugumýrarkirkju kl. 16.• Hátíðarguðsþjónusta í Hofskirkju á Höfðaströnd

kl. 16.• Hátíðarmessa í Reykjakirkju kl. 17.• Hljómsveit Kidda K á Mælifelli frá kl. 23.

DES

27 föstudagur

• Jólatrésskemmtun Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps í Árgarði kl. 14.

DES

Page 10: Jóladagskrá Skagafirði 2013

vika 5 28. DESEMBER til

4. JANÚAR

28 laugardagur

• Flugeldasala Skagfirðingasveitar í Sveinsbúð frá kl. 10-22.

• Flugeldasala Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð frá kl. 10-22.

• Flugeldasala Grettis í Grettisbúð á Hofsósi frá kl. 16-22.

• Íþróttamaður Tindastóls og íþróttamaður Skagafjarðar valdir við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans kl. 17.

• Jólaball Lionsklúbbsins kl. 16 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.

• Jólamarkaður í félagsheimilinu Höfðaborg. Nemendur 9. bekkjar í Grunnskólanum austan Vatna verða með kaffihús frá kl. 19:30-22:30. Markaður verður einnig á staðnum þar sem hver og einn getur haft eigið söluborð gegn vægu gjaldi (100 kr. hvert borð). Nánari upplýsingar hjá Völu Kristínu í síma 847-7106.

• „Þú sem eldinn átt í hjarta“. Söngtónleikar í Miðgarði kl. 21. Fram koma Ásgeir Eiríksson, Helga Rós Indriðadóttir, Margrét Stefánsdóttir, Sigurjón Jóhannesson og Gróa Hreinsdóttir sem leikur á píanó. Flutt eru lög eftir tónskáldin Eyþór Stefánsson, Jón Björnsson og Pétur Sigurðsson.

• Grímudansleikur Leikfélags Sauðárkróks á Mælifelli. Húsið opnar kl. 23. Allir velkomnir!

DES

30 mánudagur

• Flugeldasala Skagfirðingasveitar í Sveinsbúð frá kl. 10-22.

• Flugeldasala Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð frá kl. 10-22.

• Flugeldasala Grettis í Grettisbúð á Hofsósi frá kl. 10-22.

DES

29 sunnudagur

• Jólatrésskemmtun Kvenfélags Skarðshrepps í Ljósheimum kl. 15.

• Flugeldasala Skagfirðingasveitar í Sveinsbúð frá kl. 10-22.

• Flugeldasala Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð frá kl. 10-22.

• Flugeldasala Grettis í Grettisbúð á Hofsósi frá kl. 10-22.

DES

31 gamlársdagur

• Opið til kl. 12 í Sauðárkróksbakarí.• Hefðbundið gamlársdagshlaup kl. 13. Skráning

við íþróttahús á milli kl. 12 og 13. Nánar auglýst síðar.

• Flugeldasala Skagfirðingasveitar í Sveinsbúð frá kl. 10-16.

• Flugeldasala Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð frá kl. 10-14.

• Flugeldasala Grettis í Grettisbúð á Hofsósi frá kl. 10-14.

• Áramótamessa í Glaumbæjarkirkju kl. 14.• Hátíðarguðsþjónusta í Mælifellskirkju kl. 14.• Fjölskyldustund í Hofsóskirkju kl. 15.• Fjölskyldustund í Hóladómkirkju kl. 15.• Aftansöngur í Sauðárkrókskirkju kl. 18.• Sauðárkrókur: Kveikt verður í brennu kl. 20:30.

Flugeldasýning Skagfirðingasveitar kl. 21.• Varmahlíð: Kveikt verður í brennu við

afleggjarann upp í Efri-Byggð kl. 20:30. Flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar kl. 21.

• Hofsós: Kveikt verður í brennu á Móhól kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21.

• Hólar. Kveikt verður í brennu sunnan við Víðines kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21.

• Áramótadansleikur frá miðnætti á Mælifelli.

DES

4 laugardagur

• Flugeldasala Skagfirðingasveitar í Sveinsbúð frá kl. 10-22.

• Flugeldasala Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð frá kl. 10-22.

• Flugeldasala Grettis í Grettisbúð á Hofsósi frá kl. 10-22.

JA

N