Jólablað UMFN 2015

16
Jólablað 2015 UNGMENNAFÉLAG NJARÐVÍKUR

description

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Transcript of Jólablað UMFN 2015

Page 1: Jólablað UMFN 2015

Jólablað2015UNGMENNAFÉLAG NJARÐVÍKUR

Page 2: Jólablað UMFN 2015

2

Ágætu Njarðvíkingar. Þegar maður fylgist með því mikla starfi sem unnið er hjá Ungmenna-félagi Njarðvíkur fyllist maður stolti. Að það

skuli vera unnið svo mikið uppeldisstarf allt í sjálfboða-vinnu af mikilli ósérhlífni er í raun stórmerkilegt. Starf ykkar er ómetanlegt.Ungmennafélag Njarðvíkur er félag sem nýtur mikillar virðingar meðal ungmennafélaga og annarra félaga það finnur maður alls staðar þegar félagið ber á góma. Þetta er eitthvað sem keppendur og aðrir sem koma fram undir merkjum UMFN þurfa alltaf að hafa hugfast því við erum andlit félagsins út á við. Þetta á einnig við um okkur stuðningsmennina á leikj-um félagsins. Við erum andlit félagsins. Tökum okkur á í þessum efnum.Hjá Ungmennafélagi Njarðvíkur eru nú starfandi 6 deildir: Körfubolti, Fótbolti, Sund, Júdó, Lyftingadeild og Þríþraut. Allar þessar deildir eru mannaðar af frá-bæru fólki með mikinn metnað fyrir félagið.

Ungmennafélag Njarðvíkur er í góðu jafnvægi fjárhags-lega og hefur verið unnið markvist í þeim málum und-anfarin ár. En það má ekki sofna á verðinum varðandi starfið og fjármálin og ég veit að það er mikill metn-aður hjá því fólki sem stýrir þessum deildum að gera enn betur. Á vormánuðum lést Reynir Ólafsson langt um aldur fram, en hann hefur séð um endurskoðun reikninga félagsins undanfarin ár með miklum sóma og sendum við aðstandendum hans okkar innilegustu samúðar-kveðjur.Um leið og ég óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári veit ég að okkar góða félag á eftir að dafna vel í framtíðinni.

Bolti gegn böli – Hreysti til hagsældar.

Ólafur EyjólfssonFormaður UMFN

JÓLAKVEÐJA FORMANNS UMFN

REYKJANESBÆHAFNARGATA 40 - S. 422 2200

Úrvalið af tölvu

og fylgihlutum eru í Omnis

Fartölvur og borðtölvur- frá öllum helstu framleiðendum

Prentarar og fjölnotatæki- frá HP og Canon

GoPro3D gleraugu

Spjaldtölvur- með Android, Windows eða

Apple iOs stýrikerfi

Sjónvörp- í öllum stærðum og gerðum

FarsímarAndroid, iOS og Windows

Myndavélar- frá Canon, Sony og Nikon

Bluetooth hátalarar

Þú þarft ekkert að fara í borgina fyrir þessi jólin!

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

JÓLABLAÐ UMFN 2015

Page 3: Jólablað UMFN 2015

3

Aðalfundur UMFN 2014

Aðalfundur UMFN fór fram í sal félagsins í Íþrótta-miðstöð Njarðvikur þann 12. maí sl. Dagskráin var hefðbundin. Ólafur Eyjólfsson formaður setti

fundinn og Böðvar Jónsson var kjörinn fundarstjóri. Helstu verkefni á liðnu ári var 70 ára afmæli félagsins og útgáfa veg-legs afmælisblaðs. Starfsemi allra deilda er í miklum blóma og þar er unnið mikið og gott starf. Unnið er að því að gera úttekt á allri aðstöðu félagsins sem er dreyfð um bæinn og meta þörfina fyrir framtíðina. Verkefið er í höndum Björg-vins Jónssonar. Afhending viðurkenninga er fastur liður á aðalfundinum og hlutu eftirtaldir félagsmenn gullmerki félagsins: Alexander Ragnarsson, Andrés Ari Ottosson, Viðar Kristjánsson og Þórunn Friðriksdóttir.Þá afhenti Ólafur Thordersen hjón-unum Halldóru Lúthersdóttir og Valþór Söring Ólafsbikar-inn fyrir mikið og gott starf fyrir félagið.Framkvæmdastjóri félagsins, Sigríður Ragnarsdóttur, lét af störfum fyrir aðalfundinn en hefur hún unnið mikið og gott starf ásamt því að sitja í stjórn UMFN. Henni voru þökkuð góð stöf fyrir félagið og óskað velfarnaðar í nýju starfi. Nýr framkvæmdastjóri, Jenný L. Lárusdóttur, var boðin vel-komin til starfa fyrir félagið. Ólafur Eyjólfsson bauð sig áfram sem formaður UMFN og var hann kosinn samhljóða. Aðrir í stjórn eru Ágústa Guðmarsdóttir, Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, Einara Lilja Kristjánsdóttir, Sigríður H. Ragnarsdóttir og Thor Ó. Hall-grímsson. Skoðunarmenn reikninga voru kosin þau Valþór Söring og Kristín Örlygsdóttir aðalmenn og til vara Ingi-gerður Sæmundsdóttir. Að lokum þakkaði Ólafur öllu því frábæra fólki sem komið hefur að störfum fyrir félagið, þar sem þeir vinna mikið og óeigingjarnt starf í þágu UMFN.

Undir lok síðasta árs var kunn-gert um val á íþróttafólki Ung-mennafélags Njarðvíkur fyrir

árið 2014 í samkomu sem haldin var í sal félagsins. Íþróttakona ársins var valin Sunneva Dögg Friðriksdóttir sundkona og íþróttamaður ársins Elvar Már Frið-riksson körfuknattleiksmaður. Þá var öllum sem valdir voru íþróttamenn deilda á árinu 2014 afhent viðurkenn-ing frá félaginu. Eftirtaldir eru íþrótta-menn deilda: Júdókona ársins Sóley Þrastardóttir, kraftlyftingakona ársins

Inga María Henningsdóttir, körfuknatt-leikskona ársins Erna Hákonardóttir, sundkona ársins Sunneva Dögg Frið-riksdóttir og þríþrautarkona ársins Guðbjörg Jónsdóttir. Júdómaður ársins var Birkir Freyr Guðbjartsson, knatt-spyrnumaður ársins var Styrmir Gauti Fjeldsted, kraftlyftingamaður ársins var Sindri Freyr Arnarsson, körfuknattleiks-maður ársins Elvar Már Friðriksson, sundmaður ársins Alexander Páll Frið-riksson og þríþrautarmaður ársins Jón Oddur Guðmundsson.

Þorrablót UMFN er búið að festa sig í sessi sem ein af stæstu skemmtunum hér í bæ. Uppselt var á blótið á tveimur dögum, 430 sæti. Þorrablótið fer fram í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur laugar-daginn 30. janúar.

ELVAR MÁR OG SUNNEVA DÖGG ÍÞRÓTTAFÓLK ÁRSINS 2014

Uppselt á þorrablót UMFN

8 Jólablað UMFN 2013Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi áriÓskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Kæru SuðurnesjamennGleðileg jól ogfarsælt komandi ár.Þökkum viðskiptin áárinu sem er að líða.

Jólaspjallið í ár er við Jón Bjarna Helgason, en hann hefur verið viðloðandi félags-starfið hjá UMFN frá barnæsku. Jón fluttist með fjölskyldu sinni til Njarðvíkur frá Vík í Mýrdal þegar hann var 4 ára.Hann lærði málaraiðn en vann lengst af í Fríhöfninni eða um 40 ár og þar af 30 ár sem verslunarstjóri. Jón fluttist til Reykjavíkur fyrir 19 árum. Eiginkona Jóns er Valdís Tómasdóttir og eiga þau þrjú börn sem öll hafa verið keppnisfólk hjá UMFN.

Hver voru þín fyrstu spor innan UMFN? Ég byrjaði að æfa sund hjá Þórunni Karvelsdóttur árið 1959 og hélt því áfram með hléum í nokkur á. Við kepptum einu sinni sem gestir á sundmeistaramóti Keflavíkur 1959 og það er trúlega fyrsta sundkeppni sem Njarðvík tók þátt í. Á því móti unnum við Álfdís Sigurbjarnadóttir fyrstu verðlaun, ég í skriðsundi og hún í bringusundi. Fljótlega upp úr þessu lögðust sundæfingar af í Njarðvík og æfði ég þá um stund með Keflavík.

Upp úr 1960 fór ég svo að þvælast með Guðjóni bróðir upp á flugvöll til að horfa á körfuboltaæfingar í einhverri skemmu þar sem herinn hafði útbúið völl fyrir hermennina og fljótlega byrjaði ég að æfa með þeim. Þessar æfingarnar enduðu oft með viðkomu í teríunni hjá Flugleiðum þar sem menn fengu sér ávexti og rjóma. Í kjölfarið settum við upp körfuboltaaðstöðu í Njarðvík, en hún var þannig að tunnugjörð var negld á ljósastaur fyrir framan Holtsgötu 30 þar sem ég átti heima. Þarna vorum við að leika okkur með körfubolta daginn út og inn. Ég fór svo að æfa með Í.K.F. ( Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar) uppi á flugvelli, sem síðar sameinaðist Njarðvík.Ég spilaði með Njarðvík þangað til ég varð 24 ára en þá var mér ráðlegt að hætta vegna þrálátra meiðsla. Þessi ár voru alveg frábær þrátt fyrir að okkur hafi gengið svona upp og niður. Árið 1980 byrjaði ég aftur að æfa með Njarðvík en þá bara til gamans. Skemmtilegast var auðvitað að hafa endað ferilinn með Íslandsmeistaratitli. Áttu ekki til einhverjar skemmtilegar sögur úr keppnisferðum?Keppnisferðirnar til Akureyrar með körfunni eru mér líka mjög minisstæðar, en þær voru margar og alveg ógleymanlegar og ég ætla segja hér frá einni. Við vorum að

Jólaspjallið við Jón Bjarna Helgason

Endaði ferilinn með Íslandsmeistaratitli

Unglingaróðrarsveit Njarðvikur Oliver Bárðarson, Jón Bjarni Helgason, Valdór Bóasson, Róbert Svavarsson, Haraldur Skarphéðinsson, Aðalsteinn Guðbergsson, Magnús Þór Sigmundsson.

Jólablað UMFN 2015Útgefandi: Knattspyrnudeild UMFN.Ritstjóri: Leifur Gunnlaugsson.Umbrot: Víkurfréttir.Myndir: Myndasöfn deilda UMFN, Víkurfréttir, karfan.is og félagsmenn UMFN.

Kærar þakkir til þeirra sem aðstoðuðu við útgáfu blaðsins.

Ólafur Thordersen afhendir hjónunum Valþór Söring og Halldóru Lúthersdóttir Ólafsbikarinn

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

JÓLABLAÐ UMFN 2015

Page 4: Jólablað UMFN 2015

4

Sameiginlegt lið Keflavík/Njarðvík í 2. flokki b liða varð Íslandsmeistari eftir úrslita-leik við KA á Blönduósi. Leiknum lauk með 2 – 1 sigri okkar manna. Þetta er í fyrsta skipti sem Knattspyrnudeild UMFN nær að vinna Íslandsmeistaratitill.

Íslandsmeistarar 11. flokkur karla.

Bikarmeistarar í unglingaflokki karla. Njarðvik sigraði Fsu í úrslitum 92 – 84 í Laugardalshöll.

Iðinn ehfFitjum

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

8 Jólablað UMFN 2013Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi áriÓskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Kæru SuðurnesjamennGleðileg jól ogfarsælt komandi ár.Þökkum viðskiptin áárinu sem er að líða.

Jólaspjallið í ár er við Jón Bjarna Helgason, en hann hefur verið viðloðandi félags-starfið hjá UMFN frá barnæsku. Jón fluttist með fjölskyldu sinni til Njarðvíkur frá Vík í Mýrdal þegar hann var 4 ára.Hann lærði málaraiðn en vann lengst af í Fríhöfninni eða um 40 ár og þar af 30 ár sem verslunarstjóri. Jón fluttist til Reykjavíkur fyrir 19 árum. Eiginkona Jóns er Valdís Tómasdóttir og eiga þau þrjú börn sem öll hafa verið keppnisfólk hjá UMFN.

Hver voru þín fyrstu spor innan UMFN? Ég byrjaði að æfa sund hjá Þórunni Karvelsdóttur árið 1959 og hélt því áfram með hléum í nokkur á. Við kepptum einu sinni sem gestir á sundmeistaramóti Keflavíkur 1959 og það er trúlega fyrsta sundkeppni sem Njarðvík tók þátt í. Á því móti unnum við Álfdís Sigurbjarnadóttir fyrstu verðlaun, ég í skriðsundi og hún í bringusundi. Fljótlega upp úr þessu lögðust sundæfingar af í Njarðvík og æfði ég þá um stund með Keflavík.

Upp úr 1960 fór ég svo að þvælast með Guðjóni bróðir upp á flugvöll til að horfa á körfuboltaæfingar í einhverri skemmu þar sem herinn hafði útbúið völl fyrir hermennina og fljótlega byrjaði ég að æfa með þeim. Þessar æfingarnar enduðu oft með viðkomu í teríunni hjá Flugleiðum þar sem menn fengu sér ávexti og rjóma. Í kjölfarið settum við upp körfuboltaaðstöðu í Njarðvík, en hún var þannig að tunnugjörð var negld á ljósastaur fyrir framan Holtsgötu 30 þar sem ég átti heima. Þarna vorum við að leika okkur með körfubolta daginn út og inn. Ég fór svo að æfa með Í.K.F. ( Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar) uppi á flugvelli, sem síðar sameinaðist Njarðvík.Ég spilaði með Njarðvík þangað til ég varð 24 ára en þá var mér ráðlegt að hætta vegna þrálátra meiðsla. Þessi ár voru alveg frábær þrátt fyrir að okkur hafi gengið svona upp og niður. Árið 1980 byrjaði ég aftur að æfa með Njarðvík en þá bara til gamans. Skemmtilegast var auðvitað að hafa endað ferilinn með Íslandsmeistaratitli. Áttu ekki til einhverjar skemmtilegar sögur úr keppnisferðum?Keppnisferðirnar til Akureyrar með körfunni eru mér líka mjög minisstæðar, en þær voru margar og alveg ógleymanlegar og ég ætla segja hér frá einni. Við vorum að

Jólaspjallið við Jón Bjarna Helgason

Endaði ferilinn með Íslandsmeistaratitli

Unglingaróðrarsveit Njarðvikur Oliver Bárðarson, Jón Bjarni Helgason, Valdór Bóasson, Róbert Svavarsson, Haraldur Skarphéðinsson, Aðalsteinn Guðbergsson, Magnús Þór Sigmundsson.

GjafakortLandsbankans

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

JÓLABLAÐ UMFN 2015

Page 5: Jólablað UMFN 2015

5

Árið hjá þríþrautardeild-inni var fjölbreytt og af nógu að taka. Félagsfólk

er duglegt að taka þátt í hinum ýmsu keppnum litlum og stórum ásamt æfingum. Af keppni ber að geta afrek Jóns Odds Guð-mundssonar í Svissxtreme- Ironman en hann lauk keppni á rúmum 17 klst. við mjög erf-iðar aðstæður, úrkoma var og sterkir vindar sem gerðu þessa keppni xtra-xtream. Klemenz Sæmundsson tók maraþon á Esj-unni á rúmum 8.klst. Gísla Rún Kristjánsdóttir setti PB í hálf-maraþoni í Dammörku og fór vel undir tvo tímanna. Að lokum kláruðu Heimir Snorrason og Páll Þorkelsson Jökulmíluna á innan við 6 klukkustundum. Guðmundur I. Guðmundsson kláraði járnkarl í Austurríki. Hann er því fjórði járnkarl 3N. Rafnkell Jónsson kláraði járn-karl á Florida með eindæmum. Þá kláruðu Guðmundur I Guð-mundsson og Þuríður Árnadóttir keppni í hálf-ólmpískri í Hafna-firði. Á árinu hélt deildin tvö stór mót. Shimano Reykjanesmótið í hjól-reiðum í byrjun maí þar sem met-þátttaka var eða alls 259 manns í tveimur leiðum. Mótið þótti ein-staklega vel heppnað og á mót-stjórinn Svanur Már Scheing skilið mikið og gott hrós fyrir frábæran undirbúning og skipu-lagningu. Auk þess má ekki gleyma þeim sem komu að þessu móti með einum eða öðrum

hætti og eiga þeir allir skilið hrós fyrir. Deildin hélt einnig Sprett- og fjölskylduþríþraut Herbalife í lok ágúst tókst einnig mjög vel. Flottir tímar náðust og margir að stíga sín fyrstu skref í þríþraut, bæði sem einstaklingar eða lið í fjölskylduþrautinni.Hlaupagarpar deildarinnar kepptu í Vormaraþoni, Reykja-víkurmaraþoni,Haustmara-þoni, marþonhlaupum erlendis, Vesturgötunni og hinum ýmsu götu- og fjallahlaupum Ásamt því að nokkrir meðlimir deildar-innar kepptu í inni-tvíþraut og þó nokkrir í þríþraut og hinum ýmsu hjólreiðakeppnum. Deildin heldur ávallt sitt ár-lega 1500m Þorláksmessusund, kirkjuhlaup á annan í jólum og meðlimir deildarinnar hafa undanfarin þrjú ár endað árið á því að hjóla eða hlaupa „Klem-mann“ þ.e. Reykjanesbær-Sand-gerði-Garður–Reykjanenesbær á Gamlársdagsmorgni. Mikil gróska er í starfinu og vel er mætt á æfingar. Deildin hefur tekið upp nýtt æfingarkerfi í hjóli sem Jón Oddur Guðmundsson stýrir og nýjan sundþjálfara; Jónu Hel-enu Bjarnadóttur og í hlaupinu er Klemenz Klemenz Sæmundsson með yfirumsjón með leiðsögn frá Ívari Jósafatsyni. Deildin stóð fyrir ýmsu öðru á árinu, s.s.fyrirlestri frá Klemenz Sæmundsson og ýmis konar ný-breytni eins og að loknu laugar-dagshlaupi buðum við upp á súpu og brauð

FJÖLBREYTT STARF OG NÓG AÐ GERA

Ómar Jóhannsson var kjörinn leikmaður ársins 2015 á lokahófi meistaraflokks. Þá var Ari Már Andrésson valinn efnilegasti leik-

maðurinn og handhafi Milebikarsins sem er gefinn af Ungmark. Marka-hæsti leikmaðurinn var Theodór Guðni Halldórsson en hann gerði samtals 16 mörk á Íslandsmótinu, Borgunar- og Lengjubikarnum. Fjórir leikmenn fengu viðurkenningu fyrir 50 leiki í meistaraflokki, þeir Aron Elís Árnason, Ari Már Andrésson, Arnór Svansson og Brynjar Freyr Garðarson.

ÓMAR JÓHANNS LEIKMAÐUR ÁRSINS

Fitjabakka 1A • 260 ReykjanesbærSími: 421 2136 • Gsm: 660 3691 • Netfang: [email protected]

JÚDOFÓLK ÁRSINS 2014Á aðalfundi deildarinnar í maí sl. var Birkir Freyr Guðbjartsson var val-inn júdómaður Njarðvíkur 2014 og Catarina Chainho Costa var valin júdokona Njarðvíkur 2014. Þau Izabela Luiza Dzieziak og Ægir Már Baldvinsson voru valin efnilegasta júdófólk ársins 2014. Þá var Sigur-björn Sigurðsson eða Bói í Duus eins og flestir þekkja hann, heiðr-aður af júdódeildinni fyrir óeigingjarnt starf í þágu júdóíþróttarinnar í Reykjanesbæ.

Haraldur Helgason formaður og Ómar Jóhannssson.

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

JÓLABLAÐ UMFN 2015

Page 6: Jólablað UMFN 2015

6

Fastur liður á lokahófi yngri flokka er afhending Áslaugar- og Elfarsbikarana en þeir eru veittir efnilegum unglingum í körfubolta. Áslaugarbikarinn í ár hlaut Björk Gunnarsdóttir leikmaður í stúlkna-, unglinga- og meistaraflokki

félagsins.  Björk var leikstjórnandi beggja liða í vetur og átti virkilega gott ár.  Hún er traustur leikmaður á báðum endum vallarins og á sannarlega bjarta framtíð fyrir höndum.  Hún varð Norðurlandameistari með U16 kvenna s.l. vor og lék þar stórt hlutverk og núna í maímánuði var hún í U18 landsliði kvenna, sem hlaut bronsverð-laun á mótinu en þar var hún á yngra ári og stóð sig vel.Elfarsbikarinn í ár hlaut Jón Arnór Sverrisson leikmaður í 11.- drengja-, ungling-a og meistaraflokki félagsins.  Jón Arnór átti frábært keppnistímabil þar sem stendur upp úr mögnuð frammistaða hans í úrslitaleik Íslandsmóts 11.flokks er liðið varð Íslandsmeistari. Hann varð einnig bikarmeistari með unglingaflokki. Kappinn kom svo inn í meistaraflokk félagsins um jólin og var einnig valinn í U18 ára landslið Ís-lands sem hlaut silfur á NM á dögunum, en þar var hann á yngra ári og þótti standa sig vel.

Fimmta og jafnframt besta ár UMFN í glímuíþróttum er senn lokið. Árið byrj-

aði með því að Angela Humada sigraði sinn þyngdar flokk á Reykjavík International Games og var fyrsti Njarðvíkingurin til að sigra alþjóð-lega keppni.

Á Íslandsmóti í fullorðins flokk gerðust óvæntir hlutir. Tveir ungir Njarðvíkingar komu og snéru öllu á hvolf í orðsins fyllstu merkingu. Bjarni Darri Sigfússon sem er aðeins 16 ára gamall varð þriðji í -73kg flokki karla og sigraði alla andstæðinga sína nokkuð örugglega og átti hann flottasta kast dagsins. Félagi hans Ægir Már Baldvinsson kom öllum á óvart og sigraði sinn þyngdarflokk eftir erfiðar viðureignir og

hneppti í þann heiður að vera Íslandsmeistari karla. Stærsti sigur Njarðvíkinga var í sveitakeppn-inni þar sem fimm manna lið keppa sín á milli og sínir þessi hluti keppninar breidd styrk starfsins í flokki 15-17 ára sigraði sveit Njarð-víkur. Bæði Bjarni og Ægir voru svo fengnir til að keppa fyrir Ísalnd hönd á Norðurlanda-meistaramótinu sem haldið var hér á landi í sumar.Í kjölfar góðs árangurs var svo valið í landsliðið í Glímu sem fór til Skotlands í ágúst. Í þeim hópi voru stærsi hlutinn Njarðvíkingar. Ægir Már Baldvinsson, Bjarni Darri Sigússon, Hall-dór Matthías Ingvarsson, Catarina Chainho Costa og Guðmundur Stefán Gunnarsson.

BESTA ÁR UMFNTIL ÞESSA Í JÚDÓ

BJÖRK OG JÓN ARNÓR HLUTU ÁSLAUGAR- OG ELFARSBIKARINN

10 Jólablað UMFN 2013Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum árið sem er að líða.Starfsfólk Vatnaveraldar

Opnunartími6:45 - 20:00 virka daga8:00 - 18:00 um helgarFrítt fyrir börn

Meistaraflokkar UMFN í körfu hafa verið í uppbyggingu og eru margir lykilmenn ungir. Kvennaliðið leikur í vetur undir stjórn Nigel Moore og honum til aðstoðar er Agnar Már Gunnarsson. Stelpurnar fengu Andreu Björt Ólafsdóttur heim aftur fyrir tímabilið og styrkir hún liðið mikið. Það sem af er hausti hefur baráttan verið mikil hjá stelpunum og deildin nokkuð jöfn en stóra markmiðið er að halda liðinu áfram á meðal þeirra bestu.Karlaliðið fékk góðan liðsstyrk í sumar er Snorri Hrafnkelsson gekk til liðs við félagið en þessi efnilegi miðherji varð fyrir meiðslum á haustdögum er hann sleit fremra krossband og framundan hjá honum er endurhæfing og ætlar kappinn að mæta enn sterkari til leiks á komandi hausti. Halldór Örn Halldórsson gekk einnig til liðs við félagið frá Þór Akureyri, en Halldór lék með UMFN á sínum fyrstu árum í yngri flokkunum. Logi Gunnarsson kom svo heim í haust og ljóst að koma hans styrkir liðið mikið. Strákarnir hafa verið í góðum gír það sem af er vetri og ljóst að markmiðið er að berjast um titlana eftir gott uppbyggingartímabil síðustu tvö keppnistímabil. Maciej Baginski hefur ekkert leikið það sem af er vetri vegna veikinda, en vonir standa til að hann verði klár á nýju ári. Þá er jákvætt að sjá að Ólafur Helgi Jónsson er að koma til baka eftir krossbandaslit og hann verður vonandi kominn á fullt í kringum áramót.

Meistaraflokkarnir í körfunni

Framúrskarandi Íslendingur 2013Guðmundur Stefán Gunnarsson júdóþjálfari og einn stofnenda júdódeildar UMFN var einn af fjórum einstaklingum sem fengu viðurkenninguna - Framúrskarandi ungur Íslendingur 2013. Þetta er í tólfta skiptið sem JCI veitir þessu verðlaun en athöfnin sjálf fór fram í Háskólanum í Reykjavík og var það Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. JCI stendur fyrir Junior Chamber International. Guðmundur Stefán hefur hjálpað mörgum ungum iðkendum sem eiga ekki í önnur hús að venda, að fóta sig í íþróttinni og hefur hjálpað þeim að tileinka sér betri lífsstíl. Deildin á í dag fjölda Íslandsmeistara sem hann hefur þjálfað. Hann var einnig tilnefndur til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins.

Guðmundur ásamt öðrum verðlaunahöfum.

Sími: 4567600

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

JÓLABLAÐ UMFN 2015

Page 7: Jólablað UMFN 2015

7

Annað árið í röð slapp meistaraflokks-lið okkar við fall í 3. deild og nú í ár á óförum annarra. Liðið hóf Ísland-

mótið vel og eftir fjóra leiki vorum við komnir með 10 stig og komnir í þriðju umferð í Borg-unarbikarnum þar sem við duttum út eftir 3 - 2 tap gegn Fylki þar sem við leiddum 0 - 2  lengst af. Eftir fimmtu umferðina kom löng tap hrina sem færði okkur niður í falls-ætin og í lokaumferðinni var það tapleikur Tindastóls fyrir norðan sem tryggði okkur sætið áfram. Það var oft með ólíkindum að úrslit leikja féllu ekki okkur í hag, liðið var að spila mjög vel en illa gekk að skora mörk. 

Að loknu móti var lagst yfir stöðu mála og reynt að komast að því hversu illa gekk í sumar. Niðurstaða okkar var sú að fyrir keppnistíma-bilið 2014 byrjuðum við nánast á því að byggja upp nýtt lið. Liðið hefur verið skipað að mestu leyti ungum leikmönnum sem hafa ekki haft næga reynslu til að ná þeim úrslitum sem koma okkur ofar á töfluna. Núna teljum við okkur hafa yfir að ráða kjarna leikmanna og ef koma til 3-4 styrkingar í formi leikreynd-ari leikmanna þá eigi að nást betri árangur. Það fyrsta sem við gerðum var að festa okkur tvo leikmenn þá Andra Fannar Freysson og Gísla Frey Ragnarsson sem báðir hafa yfir

100 leikja reynslu og báðir leikið með okkur áður og þekkja vel til innan félagsins. Þjálfara-teymið Guðmundur Steinarsson og Ómar Jóhannsson voru endurráðnir enda teljum við þá ekki vera orsökin fyrir slæmu gengi. Til að ná árangri í nútíma fótbolta þarf að hafa nægt fjármagn og það er eitt sem við höfum ekki, við höfum misst of mikið af styrktarað-ilum á undanförnum 3-4 árum og tekur tíma að finna styrktaraðila í stað þeirra. En við horfum fram til næsta sumars og vonum að okkar lið sé nú komið með næga reynslu til að standa í öðrum liðum í deildinni.

SLOPPIÐ FYRIR HORN

17. júní hlaupið endurvakiðKnattspyrnudeildin stóð fyrir því að endurvekja 17. júní hlaupið, sem var árviss

viðburður hér í Njarðvik á árum áður. Alls tóku 70 manns þátt í ágætis hlaupa-veðri að morgni 17. júní og var að sjálfsögðu hlaupið frá Stapanum eins og áður. Boðið var upp á tvær hlaupaleiðir: 1 km fyrir börn og 5 km fyrir fullorðna. Hlau-paáhugi hefur aukist mjög á síðustu árum og því gera hlauparar orðið kröfur í svona keppni og því voru leigð sérstök mælitæki sem mæla hvern hlaupara nákvæmlega og er árangur hvers og eins skráður á hlaup.is. Það er von okkar að ennþá fleiri taki þátt næsta sumar.

Gleðileg jól og farsælt komandi árGunnar Örn Guðmundsson og Sæmundur Einarsson voru sjálfsögðu mættir.

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

JÓLABLAÐ UMFN 2015

Page 8: Jólablað UMFN 2015

Val Ingimundarson þarf vart að kynna fyrir lesendum Jóla-blaðsins. Hann lék körfuknattleik um árabil með Njarð-víkurliðinu. Tók við þjálfun þess ungur að árum og vann til allra þeirra titla sem hægt var að vinna til. Alls lék Valur 20

keppnistímabil í Úrvalsdeildinni. Auk Njarðvíkur lét Valur og þjálfaði lið Skallagríms og Tindastóls. Valur þjálfaði einnig marga af yngri flokkum Njarðvíkur og hafa margir snjallir leikmenn fengið tilsögn hjá Val. Ferill Vals er einkar glæsilegur. Hann lék í alls 11 tímabil í úrvalsdeild og skoraði yfir 20 stig að meðaltali í leik. Flest þeirra tímabila var hann einnig spilandi þjálfari. Var á dögunum valinn í besta lið allra tíma af stuðningsmönnum Njarðvíkur.Þó Valur sé e.t.v. hvað þekktastur fyrir að spila körfuknattleik, þá hefur hann víðar komið við. Lék t.d. knattspyrnu með Njarðvík í gömlu 2. Deildinni (núna 1. Deild) ásamt fleiri lðum í fótboltanum.

Hvenær byrjaðir þú að æfa körfubolta fyrir alvöru?Byrjaði að æfa um 1977 að alvöru, hafði verið að gutla eitthvað árið á undan.

Manstu hvernig ferillinn í meistaraflokki hófst? Gegn hverjum og hvernig þetta átti sér stað? Fyrsti leikurinn í mfl var tímabilið 1979-80, ég man ekki glöggt hverjum við spiluðum gegn. Ted Bee, rafvirkinn frá Minnesota þjálfaði þá liðið. Ingi heitinn Gunnars var liðsstjóri. Ég var með frá fyrsta leik þarna um haustið, ég var þá enn í 2. flokki. Ted var frábær náungi, þjálfaði okkur líka í 2. flokk og við urðum meistarar þar. Spilaði með mörgum skemmti-legum karakterum í yngri flokkum, strákum á borð við Rúnar Magg, Helga Eyjólfs, Kristjáni Tómasar, Tryggva Jóns, Eika Sig., Vidda Ellerts, Ómari Aspar. Ísak Tómasar spilaði líka með okkur, en hann var yngri, spilaði upp fyrir sig. Það voru margir öflugir leikmenn í meistaraflokki þegar ég kom inn. Gunni Þorvarðar var þarna, Jónas Jóhannesson, Júlli Valgeirs, Brynjar Sigmunds, Árni Lárusson, Guðsteinn Ingimarsson, Þorsteinn Bjarna-son, Jón Viðar Matthíasson og Jón Helgason. Stulli Örlygs var að koma þarna inn á þessum tíma og Karvel Hreiðars var líka að byrja að æfa með meistaraflokki. Ég gleymi kannski einhverjum sem voru að spila þarna.

Eftirminnilegasti leikur sem þú hefur spilað með Njarðvík? Leikurinn við KR í höllinni bikarúrslitum 1988 var eftirminnilegur. Vorum nýbúnir að tapa í úrslitum við Hauka í tvíframlengingu í úr-slitum um titilinn í oddaleik sem var sárt. Það gekk vel í þessum bikarúr-slitaleik, skoraði 47 í þessum leik minnir mig. Vorum þó með tapaðan leik þegar lítið eftir 13 eða 14 stigum undir. Stulli kom með tvo þrista, Teitur einn og ég einn. Þetta var ævintýralegur sigur og við björguðum tímabilinu fyir horn með því að ná í bikarinn.

Erfiðasti mótherji á ferlinum? Maður er alltaf erfiðastur sjálfum sér er það ekki? Man ekki eftir neinum sérstökum mótherja erfiðari en annar, við vorum aldrei að spá neitt sér-staklega í því þarna. Við hugsuðum bara um okkur sjálfa, að gera okkar besta. Vorum ekkert að hugsa um hvað andstæðingarnir voru að gera. Vissum að við hefðum þetta í okkar höndum ef við legðum okkur fram.

Þú byrjaðir að þjálfa meistaraflokk 1986, þá einungis 24 ára,hvernig kom það til? Gunni Þorvarðar hafði þjálfað Njarðvíkur liðið með frábærum árangri 1983 - 1986. Hann ákvað að söðla um og fara yfir í Keflavík að þjálfa. Strákarnir voru klárir í þetta og þetta gerðist eiginlega að sjálfu sér. Eftir það spilaði ég alltaf sem þjálfari, fyrir utan kannski eitt ár. Ég þjálfaði

mikið líka mikið yngri flokka í Njarðvík og hjá Tindastól, þar sem ég bjó í nokkur ár og spilaði og þjálfaði. Held ég hafi byrjað þjálfað yngri flokka 82´ eða 83´. Þá var algengara en núna að leikmenn þjálfuðu yngri flokka samhliða því að spila.Ég var annars spilandi þjálfari í fjögur ár hjá Njarðvík. Liðið á þessum árum var frábært. Við urðum þrisvar Íslandsmeistarar á þessum fjórum árum. Fyrst 1986 - 1987 og svo aftur þegar ég kom til baka tvö ár í röð 1994 og 1995. Júlli Valgeirs var með mér á bekknum, var frábær liðs-stjóri. Hann las leikinn vel og hafði góð tök á þessu öllu saman. Ég tók svo við liðinu aftur 2008 og þjálfaði í eitt ár, en var þá hættur að spila sjálfur.

Finnst þér þjálfunin breyst mikið síðan þú byrjaðir að þjálfa fyrir rúmum 30 árum síðan? Ég klóraði mig áfram í þessu þegar ég byrjaði að þjálfa meistaraflokk, fór mínar eigin leiðir. Gerði öll mistökin í bókinni. Var óhræddur að prófa eitthvað nýtt. Í dag er munurinn miðað við þegar ég var að byrja fyrst og fremst sá að mínu mati, að menn eru farnir að æfa meira og hugsa meira um líkamlega þáttinn, boltinn er orðinn skipulagðari. Liðsheildin skiptir meira máli en áður. Menn verða að læra sem þjálfarar að fá meira út úr öllum leikmönnum, ekki bara út úr erlenda leikmanninum eða einum eða tveimur sterkum íslenskum leikmönnum eins og áður. Bestu liðin í

Valur Ingimundarsson í jólaspjalli

„HEF ALLTAF LITIÐ Á MIG SEM LIÐSMANN“

JÓLABLAÐ UMFN 2015

Page 9: Jólablað UMFN 2015

dag eru þau sem fá mest út úr hópnum. Annars hafa breytingarnar ekki orðið svo gífurlegar. Þetta snýst alltaf um að gera einföldu hlutina vel, fatta hvað þetta er allt einfalt í raun og veru.

Eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum?Keppnistímabilið 1994-95 var eftirminnilegt. Þá spilaði ég rúmlega 80 leiki með landsleikjum, deild og öllum öðrum leikjum meötöldum. Þetta voru margir leikir. Þjálfaði liðið og Júlli Valgeirs á bekknum. Hófst með æfingamóti í ágúst, vorum svo jafn góðir allan veturinn, lentum aldrei í neinni niðursveiflu, mjög stabílir. Liðið vann 31 af 32 leikjum í deildinni og vann úrslitakeppnina með glans. Þetta árið var óvenjumikið leikið í deildinni. Það gekk vel að þjálfa og vel inni á vellinum. Þetta lið sem vann þarna 95 er hugsanlega besta lið sögunnar í boltanum á Íslandi.

Atvinnumennska, var það fjarlægt á þessum árum þegar þú varst upp á þitt besta? Mér var boðið í atvinnumennsku 1984, þýskt lið sem bauð mér að koma út og spila, í staðin fyrir að fá sér kana. Ákvað að fara ekki. Vissi allt of lítið um þetta þá. Á þessum árum snerust öll samskipti um bréfaskriftir, þetta var fyrir daga netsins og þessara samskipta. Var heldur ekki svo mikið að hugsa um þessa hluti þá, hafði bara gaman af því að vera í Njarðvík og hafði engan áhuga á að breyta til. Var ekkert að flækja þetta neitt.

Hvaða leikmaður kemur fyrst upp í hugann þegar þú hugsar um meðspilara?Ég var oft í því hlutverki að skora, hef þó alltaf litið á mig sem mikinn liðsmann, vildi vinna leikina og hjálpa liðinu að vinna. Mér fannst þess vegna einstakt að spila með Ísaki Tómassyni, eiginlega forréttindi. Hann var kannski sá leikmaður sem gerði hvað mest fyrir mig sem leikmann. Hann var mjög lunkinn og óeigingjarn að finna menn sem voru heitir, hann leitaði þá uppi og reyndi að koma boltanum á þá. Hann var einn-ig frábær varnarmaður. Hans hlutverk í í þessum titlum sem unnust á þessum árum er mjög vanmetið. Hlutverk og geta hans er vanmetin í allri umræðu um körfubolta yfir höfuð. Við þekktum hvorn annan vel, spiluðum mikið saman í yngri flokkunum. Ísak er sá leikmaður sem ég hef spilað hvað mest með í gegnum ferilinn. Ótrúlega klár leikstjórnandi. Leikmenn eins og hann eru ómetanlegir fyrir hvaða lið sem er. Friðrik Ragnarsson var líka leikstjórnandi sem ég spilaði með hjá Njarðvík. Hann var gæddur sömu kostum og Ísak. Óeigingjarn, góður liðsmaður og frábær varnarmaður. Ómetanlegt að hafa úr þessum tveimur leik-jstjórnendum að velja eftir að Friðrik kom inn í liðið. Það hafa margir frábærir leikmenn spilað með Njarðvík í gegnum tíðina sem hefur verið gaman að spila með og erfitt að gera upp á milli. Ég þarf ekkert að minnast á Teit Örlygs. allir þekkja hans feril. Annars einkenndi Njarðvíkurliðið dálítið á þessum árum þegar ég var að þjálfa að menn voru með hlutverk og allir voru í þessu til að vinna titla. Ekkert hlutverk var minna mikilvægt en eitthvað annað.

Þú æfðir líka knattsprnu. Þjálfaðir og komst liði upp um deild. Hvernig bar þetta að? Ég hafði verið að æfa og spila eitthvað með Njarðvík í gömlu 2. deildinni (nú 1. deild), líklega 1986. Þá var Árni Njálsson að þjálfa. Það var mjög gaman að Árna sem þjálfara. Hann setti mig reyndar í hafsentinn. Var

ekki eins ánægður með það, vildi helst spila frammi. Njarðvíkurliðið á þessum árum var mjög sterkt. Besti leikmaður liðsins á þessum árum var Haukur Jóhanns, pabbi Óskar Arnar sem er að spila með KR í dag. Haukur var frábær leikmaður. Fór svo austur á Reyðarfjörð að þjálfa Val Reyðarfirði 1988. Fór þarna austur að mála og þjálfa. Þeir voru þá í 4. deild (sem er 3. deild í dag). Ég spilað sem senter. Endaði sem markahæstur í Austfjarðarriðlinum. Lið-inu gekk mjög vel, við fórum upp um deild þarna um haustið. Ég spilaði líka tvö ár með Höfnunum og hafði mjög gaman af því. Hafði gaman af fótboltanum, en æfði aldrei neitt af neinu viti fyrir utan þennan tíma sem ég var að spila með þessum liðum.

Hvað finnst þér um þátt foreldra og áhorfenda? Þeir sem fylgdu Njarðvíkurliðinu eftir á þessum árum muna vel eftir að pabbi þinn mætti gjarnan á leiki.Í gegnum árin eru foreldrar meiri þátttakendur en áður var, getur verið bæði jákvætt og neikvætt. Pabbi fylgdi mér mikið á leikjum. Njarð-víkingar þekktu hann vel. Hann hélt alltaf með Njarðvík, hélt svo með báðum liðum þegar Siggi bróðir fór að spila með Keflavík. Hann studdi alltaf vel við bakið á okkur. Hann vissi ekkert um körfubolta þó hann mætti á alla leiki til að styðja liðið og ræddi aldrei körfubolta við mig.

Hvað stendur upp úr þegar þú litur í spegilinn og ferð yfir ferilinn? Aðalllega hvernig var staðið að hlutunum í Njarðvík á þessum árum og að fá alltaf klapp á bakið þegar maður var að stíga fyrstu skrefin sem bæði leikmaður og þjálfari. Frá mönnum eins og Inga Gunnars., Hilmari Hafsteins., Gunna Þorvarðar., Boga Þorsteins. og öðrum sem voru við stjórn hjá Njarðvík á þessum árum. Aldrei neitt vesen eða leiðindi, engir þröskuldar sem þurfti að yfirstíga, vandamálin voru einfaldlega leyst, kæmu þau upp. Það gekk líka vel, liðið sigursælt og góð stemning.

Fylgistu mikið með körfuboltanum í dag? Ég fylgist auðvitað mikið með körfunni í gegnum fjölmiðla. Fer ekki mikið á leiki nema þegar strákurinn er að spila, ég reyni að sjá sem flesta leiki þegar hann spilar.

Við þökkum Val fyrir spjallið og óskar honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða

Ungmennafélag Njarðvíkur

Alltaf gott að fá klapp á bakið frá Boga Þorsteinssyni.

Logi Bergmann tekur stöðuna hjá Val í leikslok.

JÓLABLAÐ UMFN 2015

Page 10: Jólablað UMFN 2015

10

Yngri flokka starfið í knattspyrnunni er rekið áfram með sama krafti og áður. Allir flokkar eru að þéttast og eru allir ágætlega mannaðir. Þetta rúllar allt samkvæmt því fyrirkomulagi

sem við höfum keyrt eftir síðustu árin og gefist hefur vel. Þetta skiptist orðið í vetrar- og svo sumarstarf þar sem vetraræfingar fara fram að mestu í Reykjaneshöll og úti á æfingasvæðinu við Afreksbraut.  Heilt yfir þá má segja að ágætis árangur hafi náðs í sumar sem leið. Fimmti flokkur var hárs-breidd frá því að komast í úrslit Íslandsmótsins en náði þessi í stað sæti í B riðli á næsta ári. Fjórði flokkur hélt sæti sínu í B riðli og vann síðan keppni B liða á Reycup-mótinu í Reykjavík. Þriðji flokkur lék í C riðli Íslandsmótsins og endaði um miðjan riðill. Þá fór flokkurinn einnig í æfingaferð til Spánar. Yngstu tveir flokkarnir voru í sínum föstu verkefnum.

ÁGÆTIS ÁRANGUR YNGRI FLOKKA

Kvennalið meistaraflokks varð deildarmeistari í 1. deild kvenna og fór bikarinn á loft í Ljóna-gryfjunni að loknum leik liðsins við Þór Akureyri. Næsta verkefni var úrslitaeinvígi milli

deildarmeistarar Njarðvíkur og Stjörnunar sem hafnaði í 2. sæti í deildinni. Njarðvík vann fyrri-leikinn 53 – 45 en Stjarnan þann seinni 55 – 49. Stjarnana hvaði síðan betur í oddaleiknum 57 – 54 og tryggði sér sæti í Domino’s deildinni. Kvennalið Njarðvikur er ungt að arum og verðum við að gefa því tækifæri á að ná sér í meiri reynslu en það er nóg að efnilegum stelpum í liðinu.

NÝR YFIRÞJÁLFARI

Í haust tók nýr yfirþjálfari við keflinu hjá okk-ur en Anthony Kattan sem var yfirþjálfari

hjá okkur síðastliðin 5 ár ákvað síðasta vetur að hætta hjá okkur og flytjast af landi brott. Það má með sanni segja að koma Anthonys til okkar hafi breytt mörgu. Við erum honum mjög þakklát fyrir góðan tíma sem hefur skilað okkur frábæru félagi og liði og mikið af nýjungum. Við þurftum ekki að leita langt yfir skammt að nýjum þjálfara því innan okkar raða er sá íslenski þjálfari sem hefur náð hvað bestum árangri með íslenskt sundlið á undan-förnum árum.Þetta er auðvitað Steindór Gunnarsson sem þjálfað hefur sund í Reykjanesbæ frá 1991, fyrst hjá UMFN og síðan hjá Sundráði ÍRB.Steindór þjálfaði Ólympíufarana Erlu Dögg Haraldsdóttur og Árna Má Árnason. Hann er ásamt því að vera farsæll félagsþjálfari, fyrr-verandi unglingalandsliðsþjálfari, landsliðs-þjálfari og var þjálfari á Ólympíuleikum 2004. Hann átti tvo sundmenn á Ólympíuleikunum 2004, tvo á Ólympíuleikunum 2008 og þrjá sundmenn á HM2003. Hann hefur einnig ver-ið landsliðsþjálfari á Smáþjóðaleikum margoft.Hann var valinn þjálfari ársins árin 1995, 2006, 2007 og 2008, oftar en nokkur annar þjálfari á Íslandi.Steindór Gunnarsson verður næsti yfirþjálfari Sundráðs ÍRB til þriggja ára. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í nýja stöðu og væntum mikils af hans störfum.

Kvennaliðið deildarmeistarar

Logi og Erna leikmenn ársins

Logi Gunnarsson og Erna Hákonar-dóttir voru kjörnir leikmenn ársins á lokahófi Körfuknattleiksdeildarinnar

í Stapa í vor. Þá voru þau Björg Gunnars-dóttir og Ragnar Helgi Friðriksson valin efnilegustu leikmenn deildarinnar.

MUNIÐ 260 GETRAUNANÚMER UMFN

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

JÓLABLAÐ UMFN 2015

Page 11: Jólablað UMFN 2015

11Jólablað UMFN 2013 9 Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

fara norður með flugi en lentum í seinkun vegna veðurs á Akureyri og voru menn orðnir frekar svartsýnir að ná í leikinn sem átti að byrja kl 14:00 þennan sama dag. Þegar klukkan var langt gengin í tvö fengum við þær fréttir að norðan að skemman væri orðin troðfull og alveg brjáluð stemning og við ekki einu sinni lagðir af stað. Loksins komumst við í loftið. Í sætinu fyrir aftan mig sátu félagarnir Danny Shouse og æringinn Jónas ( Jóhannesson). Ferðin gekk vel þangað til við byrjum að fljúga inn Eyjafjörðinn en þá varð verðið kolvitlaust og nánast ekkert skyggni. Þá heyri ég fyrir aftan mig að Jónas er að reyna róa Danny en hann var orðinn mjög skelkaður. Jónas segir að flugmennirnir séu í vandræðum því þeir sjái svo lítið og væru því að kíkja eftir nógu stórum ísjaka til að lenda á. Það var svo mikið íshrafl í firðinum að við sáum út um gluggann á vélinni nokkra stóra ísjaka standa uppúr svo þetta passaði vel hjá Jónasi. Jónas hélt áfram lýsingu sinni á aðstæðum, þetta var orðin skelfileg staða og Danny kominn hálfur í stóran faðminn á Jónasi alveg næpuhvítur. Svo þegar vélin skellti sér allt í einu sér niður með ærandi hávaða og við sáum ekkert nema snjókóf varð Danny orðinn hálf rænulaus af hræðslu. En við lentum auðvitað á flugvellinum en ekki ísjaka og það sem eftir var ferðar gekk allt vel enda unnum við leikinn. Stjarna leiksins var að sjálfsögðu Danny Shouse. Rúlluðum við svo auðvitað líka upp ballinu um kvöldið.

Hvað var fleira um að vera í Njarðvíkunum á þínum yngri árum?Á þessum tíma voru Njarðvíkingar mjög góðir í kappróðri, sem keppt var í á Sjómannadaginn. Við félagarnir stofnuðum Unglingasveit Njarðvíkur og fengum tvo úr aðal sveitinni, færeyingana Simba og Meinhard, til að þjálfa okkur. Þessi unglingasveit tók svo við af aðalróðrasveitinni og hélt hún sigurgöngu Njarðvíkinga í róðri áfram.

Þú varst í leikmannahópnum í körfu þegar fyrsti Íslandsmeistaratitillinn vannst 1981, það hefur verið stór stund? Þú getur rétt ímyndað þér það, ég var eins og áður sagði bara að spila með mér til gamans en það var frábært að vera með þegar fyrsti titillinn kom í Njarðvík.

Þið hjónin voruð áberandi í starfi sunddeildarinnar á einum mestu uppgangstímum sundsins hjá UMFN, hvað er eftirminnilegast frá þeim tíma? Þau forréttindi að fá að fylgjast með hópnum vaxa og verða eitt af bestu sundliðum landsins. Þessi árangur liðsins og metnaður er nokkuð sem lifir enn í dag.

Nú eftir að þú fluttist til Reykjavíkur fylgist þú með hvað er að gerast hjá félaginu?Já að sjálfsögðu. Njarðvíkurhjartað slær alltaf með sínu liði.

Við þökkum Jóni Bjarna fyrir spjallið og óskum honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla.

Sundhópur UMFN 1988, sjö landsliðsmenn og þar af eru fjórir Ólympíufarar.Efri röð frá vinstri: Jón Helgason, Valdís Tómasdóttir, Ævar Örn Jónsson, Eðvarð Þór Eðvarðsson, Geir Sverrisson, Friðrik Ólafsson, Sigurður Ragnarsson. Neðri

röð: Ragnheiður Runólfsdóttir, Díana Hlöðversdóttir, Björg Jónsdóttir, Heba Friðriksdóttir. (Myndasmiður: Sólveig Þórðardóttir, Nýmynd).

Álfdís Sigurbjarnadóttir og Jón Bjarni Helgason.Það er mikilvægt fyrir sundmenn í afrekshópum að fá tækifæri til þess að keppa á alþjóðlegum

mótum við sterka sundmenn á sínum aldri. Und-anfarin ár höfum við farið með hóp á mót erlendis og síðustu tvö ár varð Euromeet fyrir valinu en það er haldið er árlega í Luxemborg. Keppni á mótum sem þessum veitir sundmönnum okkar mikilvæga reynslu en þar keppa sumir af bestu sundmönnum heims í opnum flokki en líka ungir og efnilegir sundmenn víðsvegar að úr Evrópu. Á Euromeet er keppt í þremur aldursflokkum en þeir eru svipaðir og aldursflokkarnir sem notaðir eru í landsliðum Íslands. Lágmörkin á mótið voru þung og þurftu margir að leggja mikið á sig bara til þess að ná inn á mótið. Ferðin á Euromeet gekk vel í alla staði og nú þegar er búið að skipuleggja næstu keppnisferð sem verður farin í lok janúar til Danmerkur.

Sunddeild UMFN átti þrjá full-trúa í landsliðum á árinu en það voru Eydís Ósk Kolbeinsdóttir,

Karen Mist Arngeirsdóttir og Sunn-eva Dögg Friðriksdóttir. Í desember í fyrra kepptu Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Karen Mist Arn-geirsdóttir á Norðurlandameistara-móti unglinga í Svíþjóð, Sunneva Dögg Friðriksdóttir náði einnig lágmörkum en fór ekki þar sem hún var valin til að taka þátt í æfingabúðum í tengslum við Heimsmeistaramótið í Katar. Eydís Ósk náði frábærum árangri, hún bætti tímana sína í öllum þremur greinunum sem hún keppti í. Í 400 m fjórsundi átti hún frábært sund en þar sló hún Njarðvíkurmetið í telpnaflokki og vann bronsverðlaun.

Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Kar-en Mist Arngeirsdóttir voru valdar í landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru I Reyjavík í byrjun júní. Stelpurnar stóðu sig báðar mjög vel og vann Karen Mist bronsverðlaun í 200 m bringusundi. Fjölmargir for-eldrar og stuðningsfólk sunddeildanna unnu sem sjálfboðaliðar á mótinu og

var fólk sammála um að upplifunin hafi verið mjög jákvæð.Í sömu viku og AMÍ var haldið tóku Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir þátt í 1. Evrópu-leikunum sem haldnir voru í Baku í Azebaijan. Stelpurnar stóðu sig vel og voru heillaðar af því hversu sterkt mótið var í Baku en þar voru sund-menn á þeirra aldri (15-16) ára oft að synda á tímum sem eru miklu hraðari en Íslandsmetin. Sundsamband Íslands hélt tvennar æf-ingabúðir fyrir unga og efnilega sund-menn síðasta vetur og næstu æfinga-búðir verða hér í Reykjanesbæ í byrjun desember. Við eigum stóran hóp sund-mana í æfingabúðunum. Í síðustu æf-ingabúðum var ýmislegt gert, það voru sundæfingar, spinning hjólatími, bíó-ferð og svo hélt handboltahetjan Ólafur Stefánsson fyrirlestur um hvað þarf til þess að ná markmiðum sínum og hvað hjálpaði honum til þess að komast á Ól-ympíuleikana. Hann sagði að það væri mikilvægt að skrifa niður markmið sín og sjá fyrir sér árangurinn, vanda nær-ingarvalið og fylgja draumum sínum eftir

Landslið og æfingabúðir

Óskum viðskiptavinum

HS Veitur hfhsveitur.is og á

og landsmönnum öllumgleðilegra jóla

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Íþróttamannvirki ReykjanesbæjarR EY K J ANES BÆR

Keppnisferð á Euromeet

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

JÓLABLAÐ UMFN 2015

Page 12: Jólablað UMFN 2015

12

Verndun og viðhald fasteigna

Sendumviðskiptavinum

og landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur

Umhverfisvæn orkuframleiðsla í 40 árNjótið jólana í birtu og yl fráumhverfisvænni framleiðslu

www.hsorka.is

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Takk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða

Árið 2015 hjá Massafólki var með

hefbundnum hætti þar sem Massafólk hélt uppteknum hætti og var ítrek-að á verðlaunapalli

í kraft- og ólympískum lyftingum, að ógleymdum Sterkasta manni Suður-nesja.Mótahald var að sama skapi eins og oft áður þar sem Massi hélt Íslands-mótið í kraftlyftingum glæsilegra en nokkru sinni áður, ásamt því að halda aflraunakeppni á ljósanótt og krafta-keppni barna í tengslum við Barnahátíð Reykjanesbæjar.Ellefu Íslandsmeistara eignuðumst Massi á árinu sem er að líða sem verður að teljast gott fyrir ekki stærri deild innan sambanda sem telja hátt á annað

þúsund. Íslandsmet Massamanna á árinu 2015 telja á þriðja tug! Já þið lásuð rétt á þriðja tug og þar á stærstan heiðurinn Hörður Birkisson, sem setti hvorki meira né minna en 11 Íslands-met á árinu og af þeim standa 6 í lok árs.Stóru fréttirnar úr herbúðum Massa eru þær að Massi var valinn úr hópi um-sækjanda víðsvegar frá Evrópu til að halda Evrópumeistaramót í bekkpressu sumarið 2016. Þetta mót er næst stærsta bekkpressumót heims og eflaust eiga ófá heimsmetin eftir að líta dagsins ljós þar sem margir af sterkustu bekkpressurum heims koma til með reyna með sér í íþróttahúsinu í Njarðvík. Það að fá þetta mót er risastór rós í hnappagat Massa og til marks um þann góða orðstýr sem Massi hefur byggt sér upp á alþjóðavett-vangi og þar spilaði Norðurlandamótið sem við héldum sumarið 2014 stórt hlutverk.

Íslandsmet Massamanna

telja á þriðja tug

Nýir speglar eru komnir í salinn hjá Massa betra útsýni fyrir einhverja.

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

JÓLABLAÐ UMFN 2015

Page 13: Jólablað UMFN 2015

13

Þ að fór um margan stuðnings-mann Njarðvíkurliðsins á haust-dögum þegar í ljós kom að Stefan

Bonneau, bakvörðurinn knái myndi ekki spila meira með liðinu á þessu ári. Öllum var ljóst hversu gríðarleg blóðtaka það væri fyrir liðið. Ekki síst í ljósi þess að frá síðasta tímabili höfðu ellefu leikmenn horfið á braut í það sem nú kallast„önnur verkefni“. Sumir ákváðu að leggja skóna á hilluna frægu. Aðrir voru erlendir leik-menn sem ekki voru endurnýjaðir samn-ingar við. Enn aðrir ákváðu að söðla um og reyna fyrir sér annars staðar. Hjalti Friðriksson ákvað að ganga til liðs við Njarðvík, en hann hafði verið á ferða-lagi síðasta árið og ljóst að hann þyrfti nokkurn tíma til að komast í gott leik-form. Logi Gunnarsson, prímusmotor Njarðvikurliðsins á síðasta tímabili hafði fengið stutt hlé á æfingum eftir góða frammistöðu í evrópukeppni landsliða. Fyrsti leikur á Íslandsmóti var barningur. Sigur í framlengdum leik í Ljónagryfj-unni gegn nýliðum Hattar styrkti þá trú stuðningsmanna að liðið ætti enn langt í land að vera í hópi þeirra bestu. Ekki bætti úr skák þegar dregið var í fyrstu

umferð bikarkeppninnar og dróst liðið gegn Tindastólsmönnum, sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitil á síðasta tímabili. Greinilegt að þessi erfiða byrjun mótsins hefur þjappað stjórn, leikmönnum og stuðningsmönnum liðsins saman. Góð mæting hefur  verið á heimaleiki liðs-ins. Sigur gegn sterku liði Tindastóls í fyrstu umferð bikarkeppni gaf stuðn-ingsmönnum byr undir báða vængi. Ekki hafa þjálfarar og stjórnarmenn setið auðum höndum. Frétt vetrarins í heimi körfuknattleiksins á Íslandi var svo í október þegar Haukur Helgi Páls-son ákvað að ganga í raðir Njarðvíkinga. Haukur er frábær leikmaður og mun styrkja liðið gríðarlega. Allt annar bragur er nú á leik liðsins en í fyrstu leikjum liðsins. Góður stígandi. Stuðningsmenn eru sammála um að liðið eigi mikið inni og verði spennandi að fylgjast með því á nýju ári, minnugir þess að liðið var hárs-breidd frá því að slá út Íslandsmeistara KR á síðasta tímabili. Verður fróðlegt að fylgjast með lærisveinum þeirra Frið-riks Rúnarssonar og Teits Örlygssonar á nýju ári.

STÍGANDI Í GANGI LIÐSINS

BlikksmiðjaÁgústar Guðjónssonar ehf.

BiðskýliðNjarðvík

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Gleðileg jól og farsælt

komandi ár

Logi Gunnarsson og Haukur Helgi Pálsson

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

JÓLABLAÐ UMFN 2015

Page 14: Jólablað UMFN 2015

14

Stapinn 50 ára

V ið lok seinni heimstyrjaldarinnar varð hér lausu stór og mikill braggi, sem Bandaríkjaher byggði á stríðsárunum. Sagt var að ýmsir braskarar hafi litið braggann hýru auga í stríðslok. Einnig hafði

Ungmennafélag Njarðvíkur og Kvenfélag Njarðvíkur áhuga á að eignast hann en auraleysi hrjáði félögin á þessum tíma. Þá tók Magnús Ólafsson útgerðarmaður í Höskuldarkoti sig til og keypti braggann. Hann endur-seldi síðan svo félögunum það með afar góðum kjörum. Félagsmenn endurbættu og löguðu braggann til og hófu þar félagsstarfssemi og dans-leikjahald.

Áki Gránz, sem síðar varð bæjarlista-maður Njarðvíkur skreytti veggina í salnum með stórum myndum héðan úr umhverfinu sem hann málaði á staðnum. Braggann nefndu menn síðan Krossinn sem þótti á þeim tíma glæsilegt samkomuhús og eftir-sótt til dansleikjahalds, leiksýninga og ýmis konar félagsstarfsemi. Félögin réðu sér „staðarhaldara“ að Krossinum; Ólaf Sigurjónsson sem þá var for-maður UMFN. Hann gengdi þessu starfi við Krossinn og síðar við Stapann til dauðadags í um það bil 30 ár og má segja með sanni að þessi ráðning hafði verið mikið heillaspor fyrir bæði félögin.Dansleikjahald hófst nú með miklum krafti í Krossinumm. Þar spilaði t.d. hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar við miklar vinsældir með látúnsbark-ana Einar Júlíusson og Engilbert Jensen fyrir fullu húsi allar helgar. Sjálfur varð ég vitni að þessu ævintýri um tíma því ég byrjaði að vinna þarna upp úr fermingu í miðasölu og fatageymslu með æskuvini mínum Jóhanni G. Jóhannssyni sem síðar var landsfrægur tónlistamaður.Á þessum tíma var rokkið og tjúttið í algleymingi. Þarna gat að líta dansara

eins og Önnu Möggu Hauksdóttur og Árna Ólafsson rokka og tjútta af tærri snilld, ekkert síðri en „Sæmi rokk“ sjálfur rokkkóngurinn. „Já í Krossinum kraumaði fjörið“ og félögin græddu á tá og fingri sagði Oddbergur Eiríksson þáverandi stjórnarmaður í UMFN í blaðaviðtali og staðarhaldarinn Ólafur geislaði af gleði og peningar söfnuðust í sjóði. Vorið 1963 hætti hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar störfum og þá voru góð ráð dýr, bygging nýja félagsheimilisins á fullu og mikilla peninga þörf. Staðarhaldarinn Ólafur sýndi þá afburða kænsku, sem margir „umbar“ gætu verið stoltir af. Hann tók yngsta meðlim hljómsveitinnar, upprennandi gítarleikara tali og þeim samdist um að sá ungi setti saman hljómsveit fyrir haustið. Hann fengi æf-ingarhúsnæði til afnota og lán til hljóðfærakaupa. Þann 5. október 1963 tróð hljómsveitin upp í fyrsta skipti í Krossinum og það svo um munaði, sló í gegn frá fyrsta degi og varð vinsælli en orð fá lýst. Þessi ungi gítarleikari sem Ólafur setti allt sitt traust á var enginn annar en Gunnar Þórðarson stofnandi

Hljóma og endurguldu honum þetta traust svo sannarlega næstu árin.

En snúum okkur þá að nýja félags-heimilinu. Félagar í UMFN og KFM áttu sér stóran draum rétt eins og Martin Luther King forðum. Þá dreymdi um nýtt og gott félagsheimili sem svaraði kalli tímans og draumur-inn varð að veruleika. Framkvæmdir hófust haustið 1958 á stórglæsilegu 1300 fermetra húsi.Yfirbyggingameistari var Skarphéð-inn Jóhannsson og Snorri Vilhjálms-

son var múrarameistari. Báðir héðan úr Njarðvik, þrautreyndir dugnaðar-menn sem unnu að þessu verkefni af heilum hug eins og þeir ættu það sjálfir. Rafvirkjameistari urðum við að sækja til Keflavíkur, en það var Guðbjörn Guðmundsson. Hann fól ungum glaðsinna dugnaðarmanni úr Njarðvík-unum, Ingólfi Bárðarsyni, að sjá um verkið. Og að sjálfsögðu sá „bæjarlista-maðurinn“ Áki Gránz um allt er laut að málningarvinnu. Ekki veriður skilið við uppbygginguna sjálfa að ekki séu nefndir tveir ungir menn sem unnu þarna frá fyrstu skóflustungu og allt til loka. Þetta voru þeir Valur Guð-mundsson sem oftast er nefndur Valli í Stefánshúsi og Halldór Bárðarson frá Vinaminni, sem oft er nefndur Haddi Bárðar.Það tók nokkur ár að fullgera húsið, eða um sjö ár. Enda var þetta unnið af mikilli ráðdeild og sem dæmi um aðhaldsemi Ólafs staðarhaldara má nefna að hann flutti allt parketið á salargólfið úr Reykjavík á toppgrind Land

letur: helvetica neue

Sunnudaginn október sl. voru liðin 50 ár frá því að Stapinn var vígður. Boðið var til afmælishófs í Stapanum þar sem farið var yfir sögu hússins í máli og myndum. Hér fyrir neðan er samantekt Hilmars Hafsteinsonar sem hann flutti við það tilefni þar sem hann rekur byggingasögu Stapans, ásamt sögu Krossins. Saga þessara tveggja samkomuhúsa er samofin, þar sem sömu félög byggðu Stapann og svo til sama fólkið kom að báðum hús-unum.

Hljómar ásamt Karli Hermannssyni á sviði Stapans.

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

JÓLABLAÐ UMFN 2015

Page 15: Jólablað UMFN 2015

15

Rover bíl sem hann átti sjálfur. Bíllinn lagðist á endanum alveg saman undan þunganum. Toppurinn beyglaðist líka en þarna spöruðust aurar og krónur sagði Ólafur. Hann flutti líka alla málningu á jeppanum frá Reykjavík. Hann fyllti bílinn af málingardósum og í einni slíkri ferð átti hann erindi í verslun í Reykjavík og hafði bílinn í gangi fyrir utan, en jeppanum var þá stolið. Hann fannst svo tveimur dögum síðar utan vegar fyrir austan fjall. Allan tímann táraðist Ólafur yfir tapaðri málingu en nefndi ekkert bílinn. En þetta slapp nú allt saman, málningin var óskemmd og aðeins smá beyglur á bílnum sem ekki var ástæða til að sýta neitt. Þarna var allt borgað jafnóðum, en ekki eins farið að og hjá milljónungum í dag, sem oftast eru með allt í sukki.

Það ríkti mikil stemming í Njarðvikunum þann 23. október 1965,því þá var komið að vígslu nýja félagsheimilisins og gefa því nafn. Þegar nafnið Stapi var afhjúpað urðu margir hissa og því fleygt hafði verið fram ýmsum nöfnum, en fæstir bjuggust við þessu nafni, sem þó hefur vanist býsna vel.Ólafur Sigurjónsson sagði í vígsluræðunni við opnun Stapans: „húsið okkar líkist álfa-höll í draumi forfeðranna“. Þessi álfahöll hefur vissulega að geyma margar undaðsstundir í hugum margra. Kanski hefur hann Kalli Hermanns fyrrverandi söngvari Hljóma og knattspyrnukappi fangað þær réttilega í textanum góða.

Ég bauð þér á ball í Stapa. Á því var engu að tapa. Ég held ég hafi aldrei lent í öðru eins. Svo mikið er víst að ég bauð minni konu á ball hérna þegar hún kom fyrst til Njarðvíkur á gamlárskvöld þetta sama ár og ég get sagt ykkur að ég tapaði engu, ég hef aldrei lent í öðru eins.Í áranna rás gekk „Álfahöllin“ í gegnum súrt og sætt og ýmsar hremmingar og drabbaðist húsið dálítið niður. Skemmtanamenningin breyttist, færri og færri sóttu stóru dansleik-ina, litlir „pöbbar“ urðu eftirlæti fólksins. Dansmenning lagðist meira og minna af og rekstargrundvöllur var ekki lengur fyrir hendi. Það kom að því að félögin seldu Stapann til bæjarfélagsins. Ákveðið var að gjörbylta öllu hér svo sem sjá má hér í dag. Það skal viðurkennt að hér hefur mjög vel tekist til þó mörgum þyki nokkuð vel í lagt.Álfahöllinn okkar í dag ber vitni þess að við eigum enn í dag afbragðs iðnaðrmaenn á flestum sviðum og megum vera fullsæmd og stolt af vinnubrögðum hér.

Það voru haldnar margar stór skemmtanir og veislur í Stapanum.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Gleðileg jól og farsælt komandi

Gleðileg jól

Reykjanesbæ

og takk fyrir viðskiptin á árinu

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

JÓLABLAÐ UMFN 2015

Page 16: Jólablað UMFN 2015

Í HVAÐA LIT VERSLAR ÞÚ?

www.netto.is| Mjódd · Grandi · Salavegur · Búðakór· Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |