ISL Protected.pdf

15
SÖGUR BROT AF ÞVÍ BESTA 3 Ljóð 1 Smásaga HÖRÐUR KRISTLEIFSSON LJÓÐ OG 3 Örsögur Fjölbrautaskóli Suðurlands Vorönn 2016 ÍSLE3RS05 Skapandi Skrif

Transcript of ISL Protected.pdf

Page 1: ISL Protected.pdf

SÖGURBROT AF ÞVÍBESTA

3 Ljóð

1 Smásaga

HÖRÐUR KRISTLEIFSSON

LJÓÐ OG

3 Örsögur

­Fjölbrautaskóli Suðurlands

Vorönn 2016

ÍSLE3RS05

Skapandi Skrif

Page 2: ISL Protected.pdf

FYRSTI HLUTI

LJÓÐ

Page 3: ISL Protected.pdf

Hann fékk það verkefni að nota myndmál í ljóði.Hann tók því mynd af máli, en ekkert gerðist.Hann setti þá myndina aftur á málið, samt gerðist ekki neitt.Hann fékk þá alveg frábæra hugmynd.Hann náði í síma og tók mynd af málinu.Myndin af málinu gerði samt ekki neitt.Núna var ekkert eftir.Nema kannski að mála mynd…                                                              Hörður Kristleifsson 

Mynd af máli?

Page 4: ISL Protected.pdf

Skapandi skrif

Skapandi skrif,

drepandi lyf.

Leikritin semja,

óslitin gremja.

Örsögur smíða,

Smásögur bíða.

Ljóðmælin yrkja,

spakmælin styrkja

Hörður Kristleifsson

Page 5: ISL Protected.pdf

Endurtaka orð í ljóði,endur taka brauð í tjörn.Endur heimta meira brauð,endurheimta fullan maga.

Endur skipuleggja næsta át,endurskipuleggja endurkomu.Endur komu að fólki með brauð,endurfylla magann sinn.

Endur segja bra bra bra,endursegja það endalaust.Endur lifa góðu lífi,endurlifa liðna daga.

Að dá endur,jafnast á við aðdáendur.                                  Hörður Kristleifsson

Endurvarp

Page 6: ISL Protected.pdf

ANNAR HLUTI

ÖRSÖGUR

Page 7: ISL Protected.pdf

Ég horfi á klukkuna en sé bara þoku af rauðum tölum, hlaupandi í átt að núllinu. Hittliðið kemur upp völlinn, tveimur stigum á eftir okkur. Þristurinn fer upp og allthljóðnar í smá stund. Spennan magnast og um leið fer boltinn í netið.

Tvær sekúndur eftir. Ég fæ boltann í hendurnar, drippla að körfunni og læt vaða áhana. Boltinn skoppar tvisvar af hringum, stoppar í smá stund og lekur síðan ofan í.

Ég stend á gólfinu og reyni að átta mig á því hvað gerðist og áður en ég veit af eruallir komnir í kringum mig. Liðsfélagarnir og áhorfendur úr stúkunni hrúgast að méreins og maurar. Allir vildu þakka mér fyrir sigurskotið.

En svo allt í einu hætta allir að fagna.

,,Tíminn var runninn út þegar lokaskotið var tekið þannig að sigurvegarar kvöldsinseru Grindavík!‘‘ Heyrðist í kallkerfinu.

 Ég trúði ekki mínum eigin eyrum, gat þetta verið rétt? Allur svitinn, allt erfiðið tileinskis. Karfan mín, sem ég hélt að væri flautukarfa, kom of seint. Á augabragðibreyttist ég úr hetju í tapara.

Niðurlútur tek ég í hönd leikmanna sigurliðsins og óska þeim til hamingju meðsigurinn. Sigurinn sem ég ætlaði mér.

FlautukarfanÖrSAGa1

Page 8: ISL Protected.pdf

Prófið

ÖrSAGa2

Blýantur

inn liggu

r á borðin

u og star

ir á mig, b

íðandi ef

tir svörum

.

Tíminn l

íður og e

kkert ger

ist. Orðin 

renna sa

man í eit

t og

hugsunin

 verður ó

skýr. Hv

að á ég a

ð gera? 

Ég skil þ

etta ekki

! Ég

tek blýan

tinn upp 

til að róa

 mig niðu

r og hor

fi á hin fó

rnarlömb

in.

Þau voru

 öll niðurs

okkin í p

rófið sitt,

 öruggle

ga búin a

ð fylla út

 í

allt.

Mitt var a

utt.

Mamma o

g pabbi m

unu drep

a mig! É

g hef ald

rei fengið

 lágt á

prófi, hv

að þá vit

að ekki n

eitt! Ég h

orfi á pró

fið aftur 

og aftur.

Sama hv

að ég re

yndi, þá 

vissi ég 

ekki neit

t. A, B, C

, D. Hve

rnig á

ég að vit

a þetta a

llt? Þetta 

meikaði b

ara ekki

 sens. E

r þetta a

lveg

öruggleg

a rétt pr

óf?

‚‚Tíminn e

r liðinn!‘‘

 Sagði ke

nnarinn. 

‚‚Setjið b

lýantinn 

á borðið.

‘‘

Hendurn

ar mínar

 hristust 

af stress

i um leið

 og ég lét

 verkfæri

ð á

borðið. Þ

essi eink

unn mun

 valda mé

r dauða.

 Kannski

 fæ ég

einhver s

tig fyrir a

ð skrifa n

afnið mitt

 rétt.

En ég ge

rði það e

kki einu s

inni...

Page 9: ISL Protected.pdf

StóllinnÖrSAga3

Maðurinn var nýkominn á eftirlaun og ákvað að taka stól út og setja hann viðsjóinn. Þar sat hann restina af deginum, þar til sólin fór niður. Eftir það fór hannheim, en skildi stólinn eftir. Daginn eftir kom maðurinn aftur. Hann sat í stólnumsínum allan daginn og hugsaði, talaði og hlustaði. Svo þegar það varð dimmtfór hann aftur heim.Svona var þetta næstu daga, maðurinn kom aftur og aftur. Dagar breyttust ívikur, vikur í mánuði og mánuðir í ár.Hver dagur lítur kannski eins út fyrir okkur, en ekki fyrir gamla manninum. Áhverjum degi komst hann að einhverju nýju, um konuna sína, fólkið, náttúrunaog lífið sjálft. Dag eftir dag.En svo einn daginn, eins og venjulega, fór maðurinn heim eftir að hafa setið ístólnum. En svo næsta dag kom hann ekki aftur. Dagurinn leið og næstamorgun, þegar sólin fór upp, var maðurinn ekki ennþá kominn.Gamli maður skilaði sér bara ekki í stólinn. Stóllinn varð ekki bara einmana,heldur líka maðurinn.Síðast þegar hann kom heim frá stólnum fann hann konuna sína liggjandi ágólfinu. Hjartað hennar var hætt að slá.Hann lá í rúminu sínu í margar vikur eftir þetta. Dag eftir dag, maðurinn fór ekkiút úr húsi. Vikurnar liðu. Daufar og sorgmæddar vikur.En svo einn morguninn reis maðurinn á fætur. Hann hafði dreymt fallegandraum um konuna sína.Gamli maðurinn ákvað að fara úr og kíkja á stólinn sinn. Hann var ennþá þarna,á sama stað, fór aldrei neitt. Þegar hann settist niður brotnaði stóllinn og féllniður.

Page 10: ISL Protected.pdf

ÞRIÐJI HLUTI

SMÁSAGA

Page 11: ISL Protected.pdf

Það gerðist í sumar þegar ég var að leika við elstu dóttur mína, Önnu. Hún hreinlega

elskaði leikfangabíla, svo ég hafði gefið henni gamla bílasafnið mitt, sem ég hafði

geymt uppi á háalofti síðan ég var 10 ára. Hún var að keyra gamla slökkviliðsbílinn,

verðmætasta bílinn í safninu, þegar hún stoppaði skyndilega.

,,Pabbi,‘‘ sagði hún blíðlega.

,,Hvað elskan mín?‘‘ svaraði ég.

,,Pabbi, ekki svara í símann,‘‘ sagði hún lágt.

Ég var ekki alveg viss hvað hún meinti með þessu, það heyrðist ekki í neinum síma

hringja. Hún hafði líklega bara séð skjáinn á símanum mínum lýsast upp. Ég gleymi

nefnilega oft að taka símann af hljóðlausri stillingu eftir fundi í vinnunni. Svo ég gerði

bara ráð fyrir að Anna vildi ekki að ég svaraði, því þá myndi ég hætta að leika við hana.

Þannig að ég lét símann vera og hélt áfram að leika við hana. Eftir þetta kíkti ég á

símann minn og sá að það voru engin ósvöruð símtöl, en ég hugsaði ekkert meira út í

það.

Nokkrum vikum seinna gerðist það sama, við vorum í læknaleik með böngsunum

hennar, þegar hún skyndilega sleppti bangsanum sem hún hélt á og horfði inn í eldhús.

,,Pabbi, ekki svara símanum,‘‘ hvíslaði hún í óttaslegin.

Í þetta skiptið ákvað ég að kíkja á símann minn, ég tók hann upp og sá að það var

enginn að hringja. En svo áttaði ég mig á því að Anna var að horfa gamla símann á

eldhúsveggnum. Við höfðum aftengt jarðlínuna fyrir mörgum árum og ég hafði alltaf

frestað því að taka símann niður.

Dularfullu símtölin

Page 12: ISL Protected.pdf

,,Anna mín, þetta er ekki alvöru sími, það er enginn að hringja.‘‘ sagði ég við hana

tortrygginn.

Anna horfði um stund á símann, en fór svo aftur að leika sér eins og ekkert hafði í

skorist. Þetta hlaut að vera einhver leikur í skólanum sem hún hafði lært eða eitthvað.

Hún var sjö ára og átti fullt af ímynduðum vinum. Kannski lenti hún í rifrildi við einhvern

þeirra og vildi þess vegna ekki að ég svaraði. Þannig að ég hafði engar áhyggjur af

þessu.

Það var ekki fyrr en þriðja ímyndaða símtalið kom þegar ég fór að hafa áhyggjur. Anna

og vinkona hennar voru að leika saman inni í herbergi þegar hún kom allt í einu

hlaupandi að mér. Hún greip í skyrtuna mína og horfði á mig.

,,Pabbi, ekki svara símanum!‘‘ sagði hún skelfingu lostin.

Ég horfði í augun á henni og fattaði að þetta var enginn ímyndaður leikur. Hún var alveg

að fara yfir um af stressi, það myndi engin manneskja láta svona ef hún væri að skálda

þetta upp.

,,Þetta gæti verið mikilvægt, ekki hafa áhyggjur. Pabbi mun segja manninum í símanum

að láta þig vera.‘‘ sagði ég blíðlega við Önnu.

Ég fór fram í eldhús og tók upp símtólið, leit svo á Önnu og brosti til hennar til að sýna

henni að allt væri í lagi. Ég setti símtólið við eyrað mitt og bjóst ekki við neinu nema

algjörri þögn. En það var ekki raunin, það heyrðust skrítin hljóð sem líktust

útvarpstruflunum. Þetta kom mér svo mikið á óvart að ég tók tólið frá eyranu og horfði á

það í smá stund, alveg gáttaður. Þegar ég setti það svo aftur við eyrað heyrði ég lága

rödd.

,,Brekkugerði 68, eldur, 5.‘‘ hvíslaði dauf mannsrödd.

,,Um hvað ertu að tala?‘‘ svaraði ég ringlaður, en þá var búið að leggja á. 

Page 13: ISL Protected.pdf

Konan mín hlaut að hafa skipulagt þetta. Hún hafði örugglega fengið Önnu til að hjálpa

sér því hún þoldi ekki að sjá þennan gamla síma á veggnum. Ég kíkti á símasnúruna en

hún var ekki í sambandi, þetta gat ekki verið, ég skildi ekkert í þessu. Þegar ég spurði

konuna mína um þetta, þá vissi hún ekkert um hvað ég var að tala.

Næsta morgun kveikti ég á fréttunum í útvarpinu og byrjaði að lesa tölvupóstinn minn.

Fyrsta fréttin var um eldsvoða í íbúðarhúsi í Reykjavík. Ég hlustaði bara með öðru

eyranu á meðan ég las póstinn en svo heyrði ég heimilisfang. Brekkugerði 68. Fimm

manneskjur fórust í brunanum. Ég fraus algjörlega, þetta var heimilisfangið sem ég

hafði heyrt í gamla símanum. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Það var of seint að

hringja í lögregluna og segja þeim að ég hefði fengið drungalega viðvörun frá óvirkum

síma. Þeir myndu bara halda að ég væri einhver klikkhaus sem væri að leita eftir

athygli.Ég tók smá stund í að róa mig niður og reyndi að átta mig á hvað hafði gerst.

Þetta hlaut bara að hafa verið mjög ógnvekjandi tilviljun.

Nokkrum dögum seinna, þegar ég var að horfa á sjónvarpið, kom Anna labbandi til mín

áhyggjufull á svipinn.

,,Pabbi, ekki svara símanum,‘‘ kjökraði hún með tárin í augunum.

Ég fékk í magann og hárin risu á bakinu á mér við þessi orð. Það var eitthvað sem

sagði mér að svara ekki símanum, en ég varð bara að gera það. Ég gekk inn í eldhús

og tók tólið upp. Í þetta sinn var það kvenmannsrödd sem talaði til mín.

,,Stóriteigur 83, eldur, 3.‘‘ sagði hún með dularfullri röddu.

Á undanförnum 10 árum hafa verið margir grunsamlegir eldsvoðar í borginni, sem fær

lögregluna til að halda að brennuvargur leiki lausum hala. Hingað til hefur hann eða hún

brennt niður verslunarmiðstöð, kirkju, pósthús, íbúðarhús og fleiri opinberar byggingar.

Ef ég færi til lögreglurnar og segði þeim hvar næsti bruni yrði, þá myndi hún líklega

halda að ég væri brennuvargurinn og loka mig inni. Hver ætti svo sem að trúa manni

sem segist fá boð um framtíðina í gegnum ónýtan síma? Það myndu allir halda að ég

væri geðveikur.

Page 14: ISL Protected.pdf

Næsta dag hlustaði ég á fréttirnar á og beið eftir tilkynningunni. Aðalfréttin var um þrjá

lögreglumenn sem höfðu verið sendir í að rannsaka mannlausa byggingu. Þeir læstust

inni í kjallaranum, skömmu síðar braust eldur út og enginn þeirra komst lífs af. Mér leið

mjög illa, mér fannst ég eiga sökina á þessu en það var ekkert sem ég gat gert. Um

nóttina gat ég ekkert sofið, þessi hræðilega tilfinning fór ekki úr höfðinu á mér.

Þetta sama ferli endurtók sig oft næstu mánuði. Anna bað mig um að svara ekki

símanum, ég hunsaði það, tók upp tólið og heyrði mismunandi raddir tala. Mér var gefið

heimilisfang, dauðaorsök og tölu látinna.

,,Ásvegur 164, hnífur, 1.‘‘ Kona var stungin til bana á heimili sínu.

,,Hafnarstræti 112, gasleki, 11.‘‘ Fjölskyldusamkoma þar sem enginn tók eftir gasleka

fyrr en það var of seint.

,,Seljabraut 86, byssa, 4.‘‘ Fjölskylda skotin til bana fyrir utan heimili sitt.

Svona hélt þetta áfram þangað til ég gat þetta ekki lengur. Ég man nöfnin þeirra, þekkti

andlitin, sá þau í fréttunum, hugsaði um þau þegar ég fór í rúmið, vitandi að það ég

gæti ekkert gert til að bjarga þeim. Þunglyndið komst smám saman yfir mig og ég hætti

að geta borðað eða sofið. Konan mín fór að verða áhyggjufull, en ég gat ekki sagt henni

sannleikann. Ég var of hræddur um að hún myndi láta lögregluna vita eða jafnvel finna

til með mér. Ég ákvað því að ljúga og segja henni að ég væri stressaður út af vinnunni.

Viku seinna, fékk ég endanlega nóg af þessu. Eina í stöðunni var að losa sig við

þennan síma. Ég dreif mig út í bílskúr, tók verkfæratöskuna og skrúfaði símann niður af

veggnum. Þegar hann loksins losnaði frá veggnum fann ég reiðina koma í mig. Þessi

helvítis sími og allt sem hann hefur gert. Ég dreif mig út á stétt, náði í sleggjuna, og

svoleiðis mölbraut símann í tætlur. Tilfinningin um frelsi var unaðsleg. Mér leið eins og

nýjum manni, allt stressið var farið og ég gat loksins hætt að hugsa um þetta. Um

kvöldið gerði ég svo uppáhalds réttinn minn fyrir fjölskylduna og fagnaði með þeim.

Page 15: ISL Protected.pdf

Lífið mitt er aftur orðið eðlilegt, fjölskyldulífið gengur vel og Anna er byrjuð að vilja leika

við mig aftur. Hún situr með mér í stofunni að leika sér með bleikan Disney síma. Ég

keypti hann þegar Anna var þriggja ára og hún hafði aldrei sýnt honum áhuga nema

núna. Þetta er ekki alvöru sími, hann er ekki einu sinni með snúru, en samt gefur hún

mér skrítið augnaráð. Augnaráð sem ég kannast við. Hún er áhyggjufull og ég fatta

hvað hún ætlar að segja. Nei, þetta er bara leikfang. Ætla ég að verða geðveikur aftur?

Þetta er bara leikfang, en ég verð samt að kíkja. Ég ætla bara að vera alveg viss. Ég

tek upp tólið og hlusta. Nei, þetta getur ekki verið. Þetta eru sömu hljóðin.

,,Skógarsel 21, gassprenging, 3.‘‘ Hvíslar maður með óhugnalegri röddu.

Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Þetta gat ekki verið rétt. Röddin í leikfangasímanum

sagði heimilisfangið mitt. Ég verð að koma fjölskyldunni héðan. Það má ekki verða of

seint!