Icelandic translation of the Holy Quran Cover

1
Kóraninn Kóraninn er helgasta ritning íslam. Kóraninn er fremsta heimild og grundvöllur trúar, helgisiða, siðfræði, reglu og laga í íslam. Múslímar trúa því að Kóraninn sé bókstaflegt orð Guðs, sem hafi verið opin- berað af erkienglinum Gabríel, að Kóraninn sé lokaritning Guðs og sé því orð Kóransins óháð stað og tíma. Kóraninn var upphafspunktur byltingar íslamskra vísinda, en þau voru þróuð til að rannsaka málfræði, framburð og stíl Kóransins. Kóraninn er grundvöllur íslamska laga og guðfræði. Allt trúarlíf múslíma er byggt í kringum skilning og túlkun þeirra á Kóraninum. Útbreiðsla Kóransins og íslamskrar trúar á arabísku hafði mikil áhrif á tungumál nærliggjandi þjóða svo sem persnesku, tyrknesku, úrdú, indónesísku, malasísku og annarra tungumála. Fyrsti kafli Kóransins, al-Fathia (opnunin), sem er lesinn í öllum bænum múslíma, er lærður utan- bókar og lesinn á arabísku af múslímum í fimm daglegum bænum þeirra um heim allan ásamt öðrum köflum í Kóraninum. Höfundurinn, Haukur Þór Þorvarðarson, er fæddur á Íslandi. Haukur lærði heimspeki og sálfræði við háskólann í Skövde í Svíþjóð og al- þjóðlega þróunarfræði við Södertörn- háskóla. Hann hefur síðustu fimm ár stundað nám í arabísku við King Saud háskólann í Riyadh í Sádi-Arabíu og svo við Um Al Qura háskólann í Mekka. Síðustu fjögur ár hefur Haukur unnið að því að þýða arabískan texta Kór- ansins beint yfir á íslensku, sem er skref í þeim tilgangi að rannsaka hvernig menningarlegir, pólitískir og hagsmunalegir árekstrar á milli austurs og vestur hafa mótað og breytt skilningi og túlkun á trúar- ritningum. Kenning Hauks er að túlkun á merkingu ritninga trúar- bragða, sama hvort átt er við gyðingdóm, kristni eða íslam, sé ávallt síbreytileg og sveiflukennd og endurspegli oft þarfir þeirra sem stjórna frekar en andlegan innblástur og frjálsa túlkun hins trúaða. Kóraninn Ný þýðing eftir Hauk Þór Þorvarðarson. Hinn heilagi Kóran í nútímalegri samtíðar íslenskri þýðingu

Transcript of Icelandic translation of the Holy Quran Cover

Page 1: Icelandic translation of the Holy Quran Cover

Kóraninn

Kóraninn er helgasta ritning íslam. Kóraninn er fremsta heimild og grundvöllur trúar, helgisiða, siðfræði, reglu og laga í íslam. Múslímar trúa því að Kóraninn sé bókstaflegt orð Guðs, sem hafi verið opin-berað af erkienglinum Gabríel, að Kóraninn sé lokaritning Guðs og sé því orð Kóransins óháð stað og tíma.

Kóraninn var upphafspunktur byltingar íslamskra vísinda, en þau voru þróuð til að rannsaka málfræði, framburð og stíl Kóransins. Kóraninn er grundvöllur íslamska laga og guðfræði. Allt trúarlíf múslíma er byggt í kringum skilning og túlkun þeirra á Kóraninum. Útbreiðsla Kóransins og íslamskrar trúar á arabísku hafði mikil áhrif á tungumál nærliggjandi þjóða svo sem persnesku, tyrknesku, úrdú, indónesísku, malasísku og annarra tungumála. Fyrsti kafli Kóransins, al-Fathia (opnunin), sem er lesinn í öllum bænum múslíma, er lærður utan-bókar og lesinn á arabísku af múslímum í fimm daglegum bænum þeirra um heim allan ásamt öðrum köflum í Kóraninum.

Höfundurinn, Haukur Þór Þorvarðarson, er fæddur á Íslandi. Haukur lærði heimspeki og sálfræði við háskólann í Skövde í Svíþjóð og al-þjóðlega þróunarfræði við Södertörn- háskóla. Hann hefur síðustu fimm ár stundað nám í arabísku við King Saud háskólann í Riyadh í Sádi-Arabíu og svo við Um Al Qura háskólann í Mekka. Síðustu fjögur ár hefur Haukur unnið að því að þýða arabískan texta Kór-ansins beint yfir á íslensku, sem er skref í þeim tilgangi að rannsaka hvernig menningarlegir, pólitískir og hagsmunalegir árekstrar á milli austurs og vestur hafa mótað og breytt skilningi og túlkun á trúar- ritningum. Kenning Hauks er að túlkun á merkingu ritninga trúar-bragða, sama hvort átt er við gyðingdóm, kristni eða íslam, sé ávallt síbreytileg og sveiflukennd og endurspegli oft þarfir þeirra sem stjórna frekar en andlegan innblástur og frjálsa túlkun hins trúaða.

KóraninnNý þýðing eftir Hauk Þór Þorvarðarson.

Hin

n h

eila

gi K

óra

n

í nút

ímal

egri

sam

tíð

ar ísl

ensk

ri þ

ýðin

gu