Iceland Explorer - Hyttur á Hardangervidda · 2016. 10. 26. · Ferðaskrifstofan Íslandsvinir...

6
Ferðaskrifstofan Íslandsvinir Skíðaferðir 2017 1 Hyttur á Hardangervidda Skíðagönguferð um Noreg - 8 dagar/7 nætur Fararstjóri: Sturla Jónsson Dagsetning: 2. - 9. apríl 2017 Í þeirri fullvissu að marga langi að upplifa hina goðsagnakenndu „Hytte“ menningu Norðmanna bjóðum við uppá 5 daga skíðagönguferð um Harðangursheiðina, sem er háslétta mitt á milli Oslóar og Bergen. Þetta er ein af vinsælli skíðagönguleiðum Noregs og árlega fara hana hundruðir heimamanna, en Hardangervidda er stórt heiðarsvæði ofar skógarlínu og er öll í um og yfir 1000 m.y.s., en meðalhæðin er uþb. 1100 m.y.s. Gangan hefst rétt austan við Hardangerjøkulen sem er sjötti stærsti jökull Noregs. Landslagið á heiðinni er fjölbreytt; jökulsorfnar klappir, fjöll og dalir, og ótalmörg ísilögð vötn sem farið er um og sem stytta dagleiðirnar til muna. Megnið af heiðinni hefur verið þjóðgarður frá 1981, sá stærsti í Noregi, og um hana reika stærstu villtu hreindýrahjarðir Evrópu, auk þess sem að heimskautarefur er hluti af dýralífinu. Gist verður í sex mismunandi hyttum á leiðinni og í öllum þeirra er þjónusta varðandi mat, gistingu og þrif, nema einni, en þar þarf hópurinn að sjá um alla slíka hluti saman. Farið verður frá Finse í norðri og til Haukeliseter í suð-suðvestri nærri 130 km. Hámarks fjöldi er 15 manns, lágmark 10 Í þessa ferð fer eingöngu vant skíðagöngufólk. Félgar í Ferðafélagi Íslands fá afslátt á verði ferðarinnar því að FÍ er systurfélag Den Norske Turistforening (DNT) í Noregi, sem á og rekur flestar Hytturnar á Harðangursheiðinni.

Transcript of Iceland Explorer - Hyttur á Hardangervidda · 2016. 10. 26. · Ferðaskrifstofan Íslandsvinir...

  • Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Skíðaferðir 2017

    1

    Hyttur á Hardangervidda Skíðagönguferð um Noreg - 8 dagar/7 nætur

    Fararstjóri: Sturla Jónsson Dagsetning: 2. - 9. apríl 2017

    Í þeirri fullvissu að marga langi að upplifa hina goðsagnakenndu „Hytte“ menningu Norðmanna bjóðum við uppá 5 daga skíðagönguferð um Harðangursheiðina, sem er háslétta mitt á milli Oslóar og Bergen. Þetta er ein af vinsælli skíðagönguleiðum Noregs og árlega fara hana hundruðir heimamanna, en Hardangervidda er stórt heiðarsvæði ofar skógarlínu og er öll í um og yfir 1000 m.y.s., en meðalhæðin er uþb. 1100 m.y.s. Gangan hefst rétt austan við Hardangerjøkulen sem er sjötti stærsti jökull Noregs. Landslagið á heiðinni er fjölbreytt; jökulsorfnar klappir, fjöll og dalir, og ótalmörg ísilögð vötn sem farið er um og sem stytta dagleiðirnar til muna. Megnið af heiðinni hefur verið þjóðgarður frá 1981, sá stærsti í Noregi, og um hana reika stærstu villtu hreindýrahjarðir Evrópu, auk þess sem að heimskautarefur er hluti af dýralífinu. Gist verður í sex mismunandi hyttum á leiðinni og í öllum þeirra er þjónusta varðandi mat, gistingu og þrif, nema einni, en þar þarf hópurinn að sjá um alla slíka hluti saman. Farið verður frá Finse í norðri og til Haukeliseter í suð-suðvestri nærri 130 km. Hámarks fjöldi er 15 manns, lágmark 10 Í þessa ferð fer eingöngu vant skíðagöngufólk. Félgar í Ferðafélagi Íslands fá afslátt á verði ferðarinnar því að FÍ er systurfélag Den Norske Turistforening (DNT) í Noregi, sem á og rekur flestar Hytturnar á Harðangursheiðinni.

  • Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Skíðaferðir 2017

    2

    Ferðaáætlun:

    Dagur 1 - sunnudagur, 2. apríl:

    Flogið til Oslóar – með lest til Finse Flogið með Icelandair til Oslóar, áætluð lending þar um hádegið og farið með fluglestinni beint á aðal-lestarstöð borgarinnar. Þaðan verður svo tekin lest yfir til Finse sem er upphafspunktar skíðagöngunnar. Finse hytte (1222 h.y.s.) Finse hytta er góður og vinsæll upphafspunktur fyrir ferðir bæði suður yfir Hardangervidda og norður eftir inn í Skarvheimen. Hyttan liggur miðsvæðis milli Harðangurs jökulsins og Hallingskarvet. Með lest næstum heim að dyrum er Finse ákjósanlegur staður fyrir skíðagönguferðir langt fram í maí mánuð. Meðal annars er fastur liður skíðaferð á Harðangursjökul á þjóðhátíðardaginn 17. maí. Hér er boðið upp á 162 svefnpláss deilt í 2 til 6 manna herbergi eða svefnsal. Ekki er bílfært að Finse og því er farið þangað með lest sem gengur á milli Oslóar og Bergen. Finse hyttan hefur verið rekin af Den Norske Turistforening (DNT) síðan 1949 og er ein mikilvægasta og stærsta hytta DNT sumar sem vetur.

    Dagur 2 - mánudagur, 3. apríl:

    Finse til Krækkja 23 km Frá Finse til Krækkja er fín dagleið með útsýn yfir á Hardanger jökulinn i vestri. Skíðagönguferðin sjálf hefst með því að ganga fyrstu 500 metrana á Finsevatninu sem er í 1215 m.y.s. Næstu 10 km verður hækkun upp í 1417 m.y.s. Gengið yfir Brattefonn vatnið, en jökultunga frá Hardanger jöklinum gengur niður í vatnið. Nú verður örlítil lækkun aftur niður í 1323 m.y.s. og gengið yfir Midnutevatnet. Eftir 14 km verður komið að Finnsbergvatnet og hæðin er 1190 m.y.s. Gengið milli Blåfjell og Andersbunuten og út á Drageidfjorden 1180 m.y.s. (Algengt er að löng stöðuvötn séu kölluð firðir í Noregi, þó að vötnin séu langt uppi í fjöllum). Krækkja hytta stendur á eiði milli Drageid fjorden og Storekrækkja. Krækkja hytte (1161 m.y.s.) Krækkja stendur við vatnið Storkrækkja með fagurt útsýni í áttina að Hallingskarvet. Hér er opið og mikið útsýni sem gefur góða heiða tilfinningu. Krækkja er elsta hytta DNT á Hardangerviddu. Krækkja bíður upp á 85 svefnpláss í tveggja, þriggja, fjögurra og fimm manna herbergjum og svefnsal. Hyttan er staðsett 5 km frá Þjóðvegi 7 yfir Harðangurviddu.

  • Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Skíðaferðir 2017

    3

    Dagur 3 - þriðjudagur, 4. apríl:

    Krækkja til Sandhaug 36 km Dagleiðin frá Krækkja til Sandhaug er lengsta dagleiðin. hún hefst með því að ganga fyrstu 500 metrana á ís yfir Storekrækkje í 1151 m.y.s. Næstu uþb. 3 km verður hækkun upp í 1280 m.y.s. við Halnebotnane. Síðan lækkun aftur niður í 1130 m.y.s. við Halne fjellstova og gengið yfir þjóðveg 7 sem er vegurinn yfir Hardangerviddu. Næstu uþb. 10 km verður verið í uþb. 1200 m.y.s., allt að Lundhaukedalen. Síðan hækkað upp í 1380 m.y.s. við Skaupsjöbråtet. Gengið fram hjá hyttunni Stigstu 1245 m.y.s. eftir að hafa gengið 19 km frá Krækkja. Næstu 17 km verður tiltölulega flatt yfir til Sandhaug. Sandhaug hytte (1250 m.y.s.) Nær miðju Harðangurviddu verður varla komist! Tilkomumikið útsýni í allar áttir. Rekin af DNT, 80 svefnpláss.

    Dagur 4 - miðvikudagur, 5. apríl:

    Sandhaug til Litlos 23 km Frá Sandhaug liggur leiðin vestur á bógin til Litlos og hefst á uþb. 1 km göngu á ís yfir endann á Nordmanslågen og fyrstu uþb. 7 km verður verið í uþb. 1330 m hæð. Síðan gengið yfir Bessvatnet og yfir nafnlausan tind í 1408 m.y.s. þaðan niður að nafnlausu vatni 1341 m.y.s. Næsta vatn er Bismarvatnet 1333. Smávægilegar hæðabreytingar yfir til Litlos. Litlos hytte (1180 m.y.s.) Litlos liggur á mörkum Hardangerviddu og vesturlandsins. Mikið og fagurt útsýni. Hyttan hefur 52 svefnpláss í tveggja, fjögurra, sex og átta manna herbergjum.

    Dagur 5 - fimmtudagur, 6. apríl:

    Litlos til Hellevassbu 20 km Þennan dag verður farið til Hellevassbu. Byrjað á að fara meðfram Litlos vatnet 1172 m.y.s. og yfir Kvennsjöen 1167 m.y.s., en síðan verður hækkun upp í 1300 m.y.s., gengið yfir Tuevotni 1290 m.y.s. og niður í Överste Björnabotnen 1160 m.y.s. Þá kemur hækkun upp í skarð 1300 m.y.s. á milli Sandvikenuten og Buanuten. Síðustu 2 km verður lækkun niður að Hellavassbu 1167 m.y.s. Þessi hytta er ómönnuð og því þarf hópurinn að velja efni úr búrinu og hjálpast að við að laga matinn sjálf. Skemmtileg upplifun fyrir þá sem ekki hafa heimsótt hyttu af þessari gerð áður. Hellevassbu hytte (1167 m.y.s.) Hellevassbu er það sem á norsku kallast “Selvbetjent hytta”. Hún hefur allt sem þarfnast til að gista og laga mat. Huggulega aðstöðu, eldhúsáhöld, borðbúnað og rúm. Að auki er gott úrval af mat í matarbúrinu. Það er ekki rafmagn í hyttunni, en gas viðarofn til upphitunnar og kerti sem ljósgjafi. Vatn er sótt í næsta læk eða vatn. Gestir sjá sjálfir um að laga mat, sækja vatn, vaska upp og þrífa gólf. Gestir þurfa að hafa með lakpoka eða svefnpoka. Teppi eru til staðar.

  • Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Skíðaferðir 2017

    4

    Dagur 6 - föstudagur, 7. apríl:

    Hellevassbu til Haukeliseter 22 km Eftir góðan nætursvefn hjálpast allir að við uppvask og þrif á gólfum og tilhlökkun til gufubaðsins og þægindanna í Haukeliseter hjálpar til við að létta síðustu dagleiðina sem hefst á göngu yfir Övre Hellevatnet 1162 m.y.s. þaðan gegnum Sudskaret 1260 m.y.s. og svo niður til Simleöyra. (Simle þýðir hreinkýr, Bukk er tarfur). Síðan yfir Simletindvatnet 1229 m.y.s. niður til Knutsbu, yfir Midnutvatnet 1206 m.y.s. yfir Årmotvatni 1180 m.y.s. og meðfram Mannevatn. Eftir það samfelld lækkun niður til Haukeliseter 1000 m.y.s. Eftir að í hús er komið er upplagt að nota gufubaðið til að mýkja upp stífa vöðva, fá svo góða kvöldmáltíð og notalega stemningu í setustofunni í lokin. Haukeliseter hytte (1000 m.y.s.) Mörgum finnst ef til vill Haukeliseter líkjast meira hóteli en Hyttu og hér getur maður ekið heim að dyrum. Hyttan stendur við þjóðveg 134 yfir Haukelifjell og er opin allan ársins hring. Haukeliseter er ein stærsta gistiaðstaða sem rekin er af DNT og er með gistiaðstöðu fyrir 150 manns. Góður matur, sauna og góðar setustofur, nokkuð sem hægt er að láta sig hlakka til alla ferðina.

    Dagur 7 - laugardagur, 8. apríl:

    Aftur til Oslóar Eftir góða næturhvíld og rólegheit um morguninn verður farið með áætlunarbíl um hádegið yfir til Oslóar og komið þangað seinnipartinn. Síðustu nóttina verður gist á Hótel Opera sem er í miðborginni, í örfárra mínútna göngufæri frá rútustöðinni. http://www.thonhotels.no/hoteller/land/norge/oslo/thon-hotel-opera/?utm_source=google&utm_medium=infoboks&utm_campaign=GMB

    Dagur 8 - sunnudagur, 9. apríl:

    Osló – og svo heim... Verandi á besta stað í Osló er auðvelt að fá að geyma farangurinn á hótelinu og fara í skoðunarferð um næsta nágrenni þar sem flest af helstu kennileytum borgarinnar er í göngufæri; óperan, Karl Johan, konungshöllin o.fl. o.fl. Skíðagöngumaður kominn til Oslóar má t.d. ekki láta hjá líða að koma á Holmenkollen. Flugið heim er ekki fyrr en um kvöldið svo að margt er hægt að gera og sjá...

    http://www.thonhotels.no/hoteller/land/norge/oslo/thon-hotel-opera/?utm_source=google&utm_medium=infoboks&utm_campaign=GMBhttp://www.thonhotels.no/hoteller/land/norge/oslo/thon-hotel-opera/?utm_source=google&utm_medium=infoboks&utm_campaign=GMB

  • Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Skíðaferðir 2017

    5

    Sturla Jónsson fararstjóri Var félagi í Ferðafélagi Íslands og farastjóri í mörgum ferðum hjá FÍ 1975 til 1994 Meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík 1982 til 1992 Hefur búið í Noregi frá 1996 og ferðast mikið um landið bæði á láglendi og hálendi og á öllum árstímum Meðlimur í Turledergruppa í Turkammeratene Nittedal Hér má sjá kort af svæðinu, hyttunum og leiðunum á heiðinni: https://www.ut.no/kart/?lat=60.4513546398914&lng=7.71306806618418&zoom=15&ao=3.2351

    https://www.ut.no/kart/?lat=60.4513546398914&lng=7.71306806618418&zoom=15&ao=3.2351

  • Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Skíðaferðir 2017

    6

    Þjónusta & verð

    Innifalið í verði ferðar:

    Flug 02.04.2017: Flug FI 318 Keflavík - Osló, brottför 07:50 lending 12:20 09.04.2017: Flug FI 325 Osló – Keflavík, brottför 21:55 lending 22:35 Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

    Gisting 6 nætur í Hyttum á skíðagönguleiðinni frá Finse til Haukeliseter 1 nótt á Thon Hótel Opera**** í Osló

    Matur Morgunverður: Innifalið – 7 morgunverðir

    Hádegisverður: Nesti búið til við morgunverðarborðið í hyttum á leiðinni er innifalið en ekki aðrir hádegisverðir

    Kvöldverður: Innifalið – 6 kvöldverðir í hyttunum (ekki í Osló síðasta kvöldið)

    Ferðir / flutningar

    Allar rútu- og lestarferðir sem þarf til að fylla inn í áætlun ferðar.

    Fararstjórn Sturla Jónsson, íslendingur búsettur í Noregi sl. 20 ár

    Ekki innifalið: Drykkir með kvöldmat Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið”

    Verð: Verð á mann í tveggja manna herbergi ATH, félagar í FÍ fá kr. 20.000,- afslátt af verði ferðarinnar

    249.900,- staðgreitt

    Verð á mann í eins manns herbergi ATH, félagar í FÍ fá kr. 20.000,- afslátt af verði ferðarinnar

    279.900,- staðgreitt

    Greiðslur og gjalddagar:

    Staðfestingargjald:

    Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

    Lokagreiðsla:

    Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 6 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

    Ábendingar: Lágmarks þátttaka er 10 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð sex vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu.

    Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

    Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

    Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

    Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á [email protected] Farþegar í ferðum Íslandsvina fá sérkjör í útivistarvöruverslunum „Fjallakofans“ í Hafnarfirði og Reykjavík.

    http://www.saf.is/mailto:[email protected]