Íþróttamenn og konur ársins 2010

17
0

description

Upplýsingar um íþróttamann og íþróttakonu sérsambanda og séríþróttanefnda ÍSÍ árið 2010

Transcript of Íþróttamenn og konur ársins 2010

0

1

Íþróttamaður ársins / Íþróttakona ársins 2010

Badmintonkona og badmintonmaður ársins eru Ragna Ingólfsdóttir, TBR og Helgi Jóhannesson, TBR.

Ragna er langfremsta badmintonkona landsins. Hún varð tvöfaldur Íslandsmeistari í badminton í mars síðastliðnum, í einliðaleik og í tvíliðaleik. Alls hefur hún unnið Íslandsmeistaratitilinn í einliðaleik sjö sinnum. Þá hefur hún unnið öll þau mót sem hún hefur tekið þátt í hérlendis á árinu. Ragna er í A-landsliðinu í badminton og hefur keppt með landsliðinu fyrir Íslands hönd á Evrópumóti kvennalandsliða í badminton í Póllandi í febrúar og á Evrópukeppni einstaklinga í Englandi í apríl. Ragna tekur að meðaltali þátt í einu alþjóðlegu móti í mánuði til að safna stigum á heimslistanum og stefnir hún á að komast á Ólympíuleikana í London árið 2012. Hún hefur unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum og vann til að mynda Iceland International mótið nú í nóvember en það er fjórða árið sem hún vinnur þetta mót. Hún komst í október í átta manna úrslit á geysilega sterku móti í Hollandi sem gaf henni 2.750 stig á heimslistanum og er það mesti stigafjöldi sem Ragna hefur fengið í einu móti. Þá varð Ragna í 3. – 4. sæti á alþjóðlegu móti í Kýpur í október. Ragna var þann 7. desember í 77. sæti heimslistans. Helgi varð Íslandsmeistari í einliða- og tvíliðaleik karla í badminton í mars sl. Hann varð einnig í fyrsta sæti í einliðaleik karla á Meistaramóti TBR, Óskarsmóti KR og á Meistaramóti Badmintonfélags Hafnarfjarðar. Helgi varð stigahæstur í Stjörnumótaröð BSÍ. Helgi er í A-landsliðinu í badminton. Helgi keppti með landsliðinu fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu karlalandsliða í badminton í Póllandi í febrúar og á Evrópumóti einstaklinga í Manchester í apríl. Helgi keppti með liði Randers í dönsku deildinni fram á vorið ásamt því að taka þátt í alþjóðlegum mótum.

Borðtenniskona og borðtennismaður ársins eru Lilja Rós Jóhannesdóttir og Guðmundur Eggert Stephensen, bæði úr Víkingi.

Lilja Rós varð á árinu 2010 Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna og Íslandsmeistari í tvíliðaleika kvenna. Lilja Rós varð einnig Íslandsmeistari í 1. deild kvenna. Guðmundur varð í mars 2010 Íslandsmeistari í meistaraflokki karla, sautjánda árið í röð, ásamt því að verða Íslandsmeistari í tvenndarkeppni og Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla. Hann varð einnig Grand Prix meistari 2010. Guðmundur lék á árinu 2010 með sænska úrvalsdeildarliðinu Warte við góðan orðstýr og á HM í liðakeppni sem haldið var í Moskvu í maí 2010 var Guðmundur með 100% vinningshlutfall þar sem hann vann allar 16 viðureignir sínar. Guðmundur mun leika með hollensku meisturunum Zoetermeer á árinu 2011.

Tenniskona og tennismaður ársins eru Sandra Dís Kristjánsdóttir og Arnar Sigurðsson, Tennisfélagi Kópavogs

Sandra Dís er búsett í Bandaríkjunum, hún spilar með íþróttaliði í Savannah State University í Georgia-fylki þar sem hún stundar framhaldsnám. Sandra Dís er núverandi Íslandsmeistari utanhúss í einliða-, tvíliða- og tvenndaleik. Hún þjálfar einnig unglinga og fullorðna hjá sameiginlegri Tennisakademíu TFK og Tennishallarinnar.

2

Arnar hefur verið einn helsti tennisspilari Íslendinga í 14 ár og jafnoft orðið Íslandsmeistari. Arnar er hættur í atvinnumennsku fyrir hartnær 2 árum og notar tíman hérna heima við æfingar en ásamt tennisnum og spilar hann einnig með meistaraflokkii Tindastóls í fótbolta. Auk þess að stunda nám í læknisfræði við HÍ hefur Arnar unnið fyrir unglingastarf TFK og sinnir þar áhugasömu tennisfólki við kennslu.

Skvasskona og skvassmaður ársins eru Rósa Jónsdóttir, Skvassfélagi Reykjavíkur og Róbert Fannar Halldórsson, Skvassfélagi Reykjavíkur.

Rósa er núverandi íslandsmeistari kvenna. Hún vinnur öll kvenna mót hér á landi og spilar einnig í opnum flokki þar sem topp karlarnir þurfa að taka verulega á því til að vinna hana. Hún hefur tekið miklum framförum síðastliðið ár og spilað mjög vel. Hún ber höfuð og herðar yfir aðrar skvasskonur hér á landi og myndi sóma sér vel í hvaða deild sem er í öðrum löndum. Rósa er til fyrirmyndar innan sem utan vallar. Róbert Fannar hefur verið erle ndis í námi mest allt árið og spilað skvass með góðum árangri. Honum hefur farið töluvert fram á árinu og hann hefur unnið þau mót sem hann hefur keppt í hér á landi. Róbert Fannar er til fyrirmyndar innan vallar sem utan.

Fimleikakona og fimleikamaður ársins eru Íris Mist Magnúsdóttir og Dýri Kristjánsson, bæði úr Gerplu.

Íris Mist er lykilmaður í Evrópumeistaraliði Íslands. Hún er stoð og stytta í liði sínu og á stóran þátt í góðu gengi liðsins í Malmö. Hún hefur lengi vel verið besta trampolínstökkkona Evrópu og stökk t.a.m. erfiðustu stökkin á mótinu í haust sem hafði mikla þýðingu fyrir lokaeinkunn liðsins. Dýnustökkin framkvæmir hún af mikilli yfirvegun og geislar af lífi í dansinum. Liðið vann allar greinar á mótinu og má því með sanni segja að Íris Mist sé ein af allra bestu fimleikakonum Evrópu sem lykilmaður á öllum vígstöðvum í keppni. Á liðnu ári hefur Íris Mist unnið alla þá titla sem í boði eru með félagsliði sínu Gerplu: bikar-, deildar- og Íslandsmeistari árið 2010. Íris Mist er íþróttamaður af bestu gerð, hún lifir fyrir íþrótt sína. Hún leggur liðsmönnum sínum lið jafnt innan salar sem utan. Auðmýkt hennar gagnvart ástundun og árangri er öðrum fimleikamönnum ríkur innblástur og er hún fyrirmynd annarra fimleikamanna. Hún er vel að því komin að bera titilinn fimleikakona ársins 2010. Dýri hefur átt langan og farsælan fimleikaferil, fyrst sem keppandi og landsliðsmaður í áhaldafimleikum og nú í seinni tíð í hópfimleikum. Ferilinn spannar 21 ár, hann er elsti keppandinn á mótum fimleikasambandsins og nú sem ávallt í fremstu röð. Dýri er mikill fyrirmyndardrengur og er íþróttagrein sinni til mikils sóma hvar sem hann kemur fram. Hann er kurteis, hógvær og mjög metnaðarfullur einstaklingur sem ávallt leggur allt sitt í þau verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur. Dýri hefur náð að sameina háskólanám, krefjandi íþrótt og hin ýmsu verkefni sem á vegi hans verða. Nú síðast hefur hann slegið í gegn sem hinn viðkunnalegi íþróttaálfur og þannig haft áhrif á heilsu og lífstíl þúsunda barna hérlendis sem og á erlendum vettvangi. Dýri hlýtur titilinn fimleikamaður ársins 2010 fyrir framúrskarandi árangur fyrsta karlalandsliðs Ísland á Evópumótinu í hópfimleikum sem fram fór í Malmö nú í haust.Liðið hafnaði þar í 4. sæti í fjölþraut og náði einnig í 3 sæti í gólfæfingum.

3

Margra ára keppnisreynsla Dýra, agi hans og metnaður reyndist liðinu og liðsfélögum hans ómetanlegur styrkur á mótinu. Félagslið hans, Gerpla varð einnig Íslands- og bikarmeistari á árinu.

Hjólreiðakona og hjólreiðamaður ársins eru María Ögn Guðmundsdóttir og Helgi Berg Friðþjófsson, HFR.

María Ögn er íslands- og bikarmeistari í fjallahjólreiðum. María er mjög fjölhæf hjólreiðakona því hún náði einnig öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu í tímakeppni og 3. sæti á Íslandsmótinu í hópstarti. Helgi Berg er Íslands- og Bikarmeistari í fjallabruni. Helgi hafði mikla yfirburði í bruninu í ár og reyndi aðeins fyrir sér erlendis. Helgi keppti einnig í fjallahjólakeppnum hérlendis og náði ágætum árangri ásamt því að prófa götuhjólreiðar.

Sundkona og sundmaður ársins eru Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar og Jakob Jóhann Sveinsson, Sundfélaginu Ægi.

Hrafnhildur er upprennandi sundkona sem á framtíðina fyrir sér í sínum greinum. Hún hefur verið hluti af landsliði Íslands á Evrópumeistarmótum og Smáþjóðaleikum á undanförnum árum. Hrafnhildur á nú öll Íslandsmet í bringusundsgreinum bæði í 25 metra lauga og 50 metra laug. Hrafnhildur stefnir á nám nú eftir áramót við Flórídaháskóla og jafnframt hefur hún sett fram áætlun um frekari árangur í sundi í samráði við þjálfara sinn hjá SH Klaus Ohk. Hrafnhildur heldur áfram að synda undir merkjum SH þegar og þar sem því verður viðkomið. Kvennalið Flórídaháskóla varð bandarískur háskólameistari í liðakeppni háskólameistaramótsins. Sundþjálfari liðsins Greg Troy verður þjálfari hennar á næstu árum í samvinnu við Klaus Ohk, en Greg hefur einnig verið valinn sem annar tveggja yfirþjálfara bandaríska Ólympíuliðsins fyrir London 2012. Jakob Jóhann er besti íslenski sundmaðurinn í dag, hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum, 2000, 2004 og 2008. Hann á Íslandsmetin í öllum bringusundsgreinum bæði í 25 metra laug og 50 metra laug. Jakob er nú á fullu í undirbúningi fyrir HM50 í Shanghai á næsta ári en það er lykilmót fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Hann keppti einn íslendinga á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug í Búdapest í ágúst sl og stóð sig vel þar. Jakob hefur líka verið burðarás í íslenska sundliðinu á Smáþjóðaleikum undangenginn áratug.

Jakob hefur stundað sund frá árinu 1992 og allan tímann verið mjög einbeittur og með sín markmið ljós. Hann hefur ekki gefist upp þó á móti hafi blásið og ætíð leitað að fullkomnun í sínum greinum. Undanfarin ár hefur Jakob stundað verkfræðinám við HÍ og náð með góðum árangri að samtvinna æfingar, keppni og nám. Núverandi þjálfari Jakobs Jóhanns er Jacky Pellerin.

Þríþrautarkona og þríþrautarmaður ársins eru Karen Axelsdóttir og Steinn Jóhannsson, Sundfélagi Hafnarfjarðar.

Karen endaði í 6. sæti í sínum aldursflokki í ólympískri þríþraut á heimsmeistaramótinu í Búdapest og í 35 sæti af 378 keppendum. Á Evrópumeistaramótinu í ólympískri þríþraut á Írlandi náði hún í silfurverðlaun í sínum aldursflokki og 4. sæti yfir alla keppendur. Einnig sigraði

4

hún á bresku meistaramóti áhugamanna. Karen setti líka besta tíma íslenskrar konu í Járnkarli og fór á tímanum 10:56:23. Dæmi um vegalengdir í þríþraut: (sund/hjól/hlaup) Járnkarl: 3.8 km /180 km /42.2 km Hálfur Járnkarl: 1.9 km / 90 km /21.1 km Ólympísk þraut: 1500 m / 40 km / 10 km

Steinn bætti eigið met í hálfum járnkarli á Ásvöllum í sumar og sigraði í keppninni á 4 tímum 23 mínútum og 13 sekúndum. Einnig sló hann 14 ára gamalt met Einars Jóhannssonar í heilum járnkarli um 7 sekúndur en keppnin var haldinn í Köln í Þýskalandi. (Lokatími og nýtt met: 9:24:46).

Skíðakona og skíðamaður ársins eru Íris Guðmundsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar og Björgvin Björgvinsson, Skíðafélagi Dalvíkur.

Írís er fremsta skíðakona landsins, þrátt fyrir að vera ung að árum en hún er aðeins tvítug að aldri. Íris hefur verið búsett í Noregi í fimm ár til að geta einbeitt sér að skíðaíþróttinni við bestu mögulegu aðstæður. Írísi tókst að vinna sér keppnisrétt á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver í Kanada í svigi og risasvigi. Einnig keppti hún á heimsmeistarmóti unglinga í svigi, stórsvigi og risasvigi í Frakklandi. Í risasvigi hafnaði hún í 54. sæti af 80 keppendum en í svigi og stórsvigi féll hún úr keppni. Írís bætti stöðu sína á heimslista Alþjóðaskíðasambandsins á árinu og er hún númer 472 í svigi, 571 í stórsvigi og 313 í risasvigi. Írís er núverandi Íslandsmeistari í stórsvigi og alpatvíkeppni.

Björgvin náði í upphafi árs 2010 sínum besta árangri þegar hann náði 24. sæti á heimsbikarmóti í svigi í Zagreb í Króatíu. Hápunktur tímabilsins var þátttaka á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver Kanada. Björgvin náði 43. sæti í stórsvigi af 103 keppendum en í svigi féll hann úr leik í fyrri umferð. Á árinu komst Björgvin hæst í 58. sæti í svigi á heimslista Alþjóðaskíðasambandsins sem er hans besti árangur á ferlinum. Björgvin er núverandi Íslandsmeistari í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni.

Íshokkíkona og íshokkímaður ársins eru Guðrún Kristín Blöndal, Skautafélagi Akureyrar og Jón Benedikt Gíslason, Skautafélagi Akureyrar.

Guðrún Kristín, fædd árið 1976, er fyrirliði kvennaliðs SA-Valkyrja og hefur verið lykilleikmaður kvennaliðs Skautafélags Akureyrar undanfarin ár. Guðrún átti mikinn þátt í árangri liðsins á árinu þegar það tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í hreinum úrslitaleik gegn Birninum síðasta vor. Guðrún er jafnframt leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og tekur nú þátt í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Reykjavík vorið 2011. Guðrún er mikil íþróttakona og hefur lagt hart að sér við æfingar síðustu misseri og hefur m.a. ein kvenna sótt allar æfingar með körlunum í old boys liði félagsins. Auk árangurs á ísnum hefur Guðrún lagt sitt af mörkum til íþróttarinnar í almennum félagsstörfum sem og í undirbúningi móta og uppbyggingu kvennahokkís. Jón Benedikt, fæddur árið 1983, er fyrirliði SA-Víkinga og fór fyrir sínu liði þegar það tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í spennandi úrslitakeppni gegn Birninum síðasta vor. Jón hefur einnig verið einn af lykilleikmönnum íslenska karlalandsliðsins síðasta áratuginn og ekki síst á heimsmeistaramótinu í vor þegar liðið tryggði sér bronsverðlaun í 2.deild sem er besti árangur

5

Íslands frá upphafi. Jón hefur spilað hokkí frá unga aldri og hefur æft og spilað í Kanada, Finnlandi og Kína þar sem hann var atvinnumaður. Jón hefur alla tíð lagt hart að sér við æfingar og þeir eru ófáir morgnarnir sem hann hefur mættur einn á ísinn á aukaæfingar. Jón leggur jafnframt sitt af mörkum til íþróttarinnar og uppbyggingarinnar, en hann þjálfar yngri flokka auk þess sem hann situr í stjórn íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar.

Skautakona ársins er Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, Skautafélagi Reykjavíkur.

Heiðbjört Arney er Íslandsmeistari og Reykjavíkurmeistari 2010. Hún keppti á Norðurlandamóti 2010 í stúlknaflokki og var eini keppandi Íslands í þeim flokki. Heiðbjört Arney hafnaði í 2. sæti á Reykjavík International Games, sem er besti árangur íslenskra skautara á því móti. Heiðbjört Arney er í hópi ungra og efnilegra skautara í samstarfsverkefni Alþjóðaskautasambandsins og sérsambanda Norðurlanda og skautar þar í næst efsta flokki. Hún hefur verið valin til þátttöku á NM 2011 sem fram fer í Danmörku í febrúar næstkomandi og á European Youth Olympic Festival sem haldið verður í Tékklandi í sama mánuði. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Heiðbjört Arney sýnt fram á að hún er glæsilegur íþróttamaður og er hún því vel að þessum titli komin.

Krullari ársins er Jens Kristinn Gíslason, Skautafélagi Akureyrar.

Jens Kristinn er krullumaður ársins 2010. Þetta er niðurstaða kosningar á meðal krullufólks. Kosningin fór þannig fram að þeir sem kusu völdu þrjá kandídata og röðuðu þeim í 1.-3. sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem krullumaður ársins er valinn með þessum hætti, þ.e. í almennri kosningu meðal iðkenda. Alls tók 21 þátt í kosningunni og hlaut Jens afgerandi kosningu. Jens er fyrirmyndar íþróttamaður, er í góðu formi og þekktur fyrir yfirvegun, nákvæmni, vandvirkni og samviskusemi. Hann leggur sig ávallt allan fram á æfingum og í keppni og miðar alltaf að því að gera betur. Jens hefur verið í fremstu röð krullufólks um nokkurra ára skeið. Eftir að hafa stýrt eigin liði í nokkur ár gekk hann til liðs við Mammúta haustið 2008 og gegnir þar mikilvægu hlutverki. Með Mammútum vann Jens þrjú mót í upphafi árs, Janúarmótið, deildarkeppni Íslandsmótsins og svo úrslitakeppni Íslandsmótsins. Á alþjóðlega mótinu Ice Cup, sem Krulludeild SA heldur á hverju vori, gekk Jens til liðs við þrjá rússneska keppendur og vann til bronsverðlauna á mótinu. Jens gegndi lykilhlutverki í landsliði Íslands í krullu sem vann fjóra leiki af sex í C-keppni Evrópumótsins í september og endaði í þriðja sæti. Jens er vel að þessari nafnbót kominn enda er hann krullufólki til sóma og góður fulltrúi þess innan lands sem utan. Þess má og til gamans geta að bróðir Jens, Jón Benedikt Gíslason, var valinn íshokkímaður ársins 2010 og faðir þeirra, Gísli Kristinsson, var valinn krullumaður ársins 2004 þegar sú viðurkenning var veitt í fyrsta skipti.

Knapi ársins er Sigurbjörn Bárðarson, Hestamannafélaginu Fáki.

Sigurbjörn hefur unnið fleiri sigra og sett fleiri met en nokkur annar íslenskur hestamaður.

6

Á árinu 2010 skaraði hann framúr eins og svo oft áður. Á Uppskeruhátíð hestamanna var hann útvalinn sem Íþróttaknapi ársins, Skeiðknapi ársins og sem Knapi ársins. Aldrei fyrr hefur sami knapi verið þrefaldur sigurvegari á Uppskeruhátíð. Sigurbjörn, skeiðkóngur Íslands, er ötull baráttumaður skeiðkappreiða, fer víða og hefur unnið allt sem hægt er að vinna í skeiði. Í ár tvíbætti hann eigið met í 150m skeiði og á því besta tímann rafrænt tekið, 13.98 sek., á hestinum Óðni frá Búðardal. Auk þess sigraði hann 150m skeið á fjórum stærstu mótum ársins. Sigurbjörn er þrefaldur Íslandsmeistari í skeiðgreinum, sigraði bæði 150m og 250m skeið ásamt gæðingaskeiði á Íslandsmóti fullorðinna sem haldið var af hestamannafélaginu Sörla í Hafnarfirði. Auk þess að vera nánast ósigrandi í skeiðgreinum hefur hann unnið eitt stærsta gæðingamót landsins 5 ár í röð. A-flokk gæðinga á Metamóti Andvara á hestinum Stakk frá Halldórsstöðum. Nú síðast með risaeinkunn, 8,95. Sigurbjörn er einnig gríðarlega sterkur á sviði íþróttakeppninnar og hefur nú sigrað Meistaradeild VÍS tvö ár í röð. Sigurbjörn er fagmaður, frumherji og alltaf að. Hann er frábær fyrirmynd annarra íþróttamanna, kemur einstaklega vel fyrir utan vallar sem innar, prúður og háttvís. Sigurbjörn lætur aldrei deigan síga og fer fremstur meðal jafningja í keppni. Hann er sérlega glæsilegur talsmaður hestaíþróttarinnar og hefur afsannað allt sem haldið hefur verið fram um heppilegan aldur keppnismanna.

Dansarar ársins eru Sara Rós Jakobsdóttir og Sigurður Már Atlason úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.

Sara Rós og Sigurður Már hafa dansað saman og keppt fyrir Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar frá árinu 2000. Í gegnum árin hafa þau unnið fjölda Íslands- og Bikarmeistaratitla og þau hafa einnig staðið sig vel á keppnum erlendis. Þau hafa verið mjög sigursæl á árinu 2010. Þau urðu Íslandsmeistarar í standard dönsum ungmenna og öðru sæti í flokki fullorðinna í F-flokki, í öðru sæti í latín dönsum í flokki ungmenna og öðru sæti í flokki fullorðinna í F-flokki. Á Íslandsmeistaramóti í 10 dönsum urðu þau Íslandsmeistarar bæði í flokki ungmenna F og flokki fullorðinna F. Á bikarmeistaramótinu unnu þau í standard dönsum bæði flokk ungmenna og fullorðinna í F-flokki. Þau urðu einnig Bikarmeistarar í flokki ungmenna í latín dönsum og í öðru sæti í flokki fullorðinna í latín dönsum. Þeirra besti árangur á árinu var á Heims- og Evrópumeistaramótum ungmenna. Á HM í 10 dönsum ungmenna, sem haldið var í Toronto 16. apríl, lentu þau í 13. sæti af 29 pörum. Á HM í latín dönsum ungmenna, sem haldið var í Linz í Austurríki þann 24. apríl, lentu þau í 12. sæti af 69 pörum. Á EM í 10 dönsum ungmenna, sem haldið var í Randers í Danmörku þann 4. desember sl., lentu þau í 13. sæti af 26 pörum. Þá fóru þau til New York þann 13. nóv. sl. og kepptu á HM í flokki fullorðinna í latín dönsum. Þar lentu þau í 49. sæti af 76 pörum. Þau kepptu einnig á HM í flokki fullorðinna í 10 dönsum, sem haldið var í Vínarborg þann 20. nóv sl., þar sem þau lentu í 29. sæti af 36 pörum.

Körfuknattleikskona og körfuknattleiksmaður ársins eru Helena Sverrisdóttir, TCU College og Jón Arnór Stefánsson, Granada

Helena er á sínu fjórða og síðasta ári með TCU háskólanum sem er með eitt besta körfuboltalið landsins. Helana hefur látið mikið að sér kveða þessi þrjú ár sem hún hefur verið með liðinu og þess vegna eru gerðar miklar kröfur til hennar fyrir núverandi tímabil. Afrek Helenu á árinu eru m.a.:

7

Var valin besti leikmaður Mountain West riðilsins tímabilið 2009-2010. Var valin í úrvalslið riðilsins fyrir námsárangur. Var valin besti leikmaður vikunnar í riðlinum í tvígang. Helena á framtíðina fyrir sér í því sem hún tekur sér fyrir hendur, hún hefur sýnt það með mikilli fórnfýsi og aga að hún á eftir að ná langt. Útsendarar bestu liða í Evrópu fylgjast með henni sem og forráðamenn liða í bandarísku WNBA deildinni. Verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist næsta vor og sumar hjá Helenu.

Jón Arnór hefur átt frábært ár ( 2010 ) með Granada sem leikur í ACB deildinni á Spáni, sterkustu deild í heimi fyrir utan NBA deildina. Granada rétt missti af tækifærinu á að komast í úrslitakeppnina á Spáni sl. vor. Á þessu tímabili hefur Granada lent í nokkrum hremmingum þar sem ýmsir lykilmenn hafa verið meiddir og einn leikmaður seldur til Barcelona. Jón Arnór er sannarlega hjartað í þessu liði og leikur mikilvægt hlutverk fyrir lið sitt og hefur stigið upp og nánast tekið liðið á sínar herðar í mörgum leikjum. Afrek Jóns er mjög mikið í því tilliti í hvaða deild hann spilar og hversu stórt hlutverk hann leikur með liði sínu.

Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttakona og mótorhjóla- og snjósleðaíþróttamaður ársins eru Bryndís Einarsdóttir, Akstursíþróttafélagi

Hafnarfjarðar og Kári Jónsson. VÍK.

Bryndís keppti í Motokross kvennaflokki í heimsmeistarmótaröð Alþjóða mótorhjólasambandsins 2010 og lauk keppni í 29. sæti í mótaröðinni. Hún náði besta árangri í 5. umferðinni sem fór fram í Þýskalandi en þar náði hún 13. sæti af 36 keppendum. Bryndís var yngst keppenda í mótaröðinni, aðeins 16 ára gömul. Bryndís keppti einnig í Hollenska meistarmótinu í Motokross kvennaflokki og lauk keppni í 8. sæti eftir tímabilið. Bryndís mun keppa í heimsmeistaramótaröðinni 2011 og einnig í Íslandsmótaröð MSÍ. Kári vann Íslandsmótaröðina í Enduro þolakstri með fullu húsi stiga sumarið 2010 og var þetta hans 3 Íslandsmeistaratitill í keppnisgreininni. Kári keppti einnig í Ískrossi og Motokrossi með góðum árangri á keppnistímabilinu.

Akstursíþróttamaður ársins er Jón Örn Ingileifsson, Bílaklúbbi Akureyrar.

Jón Örn byrjaði að fikta við akstursíþróttir árið 2006 en þá tók hann þátt í Olís-Götuspyrnunni á Bíladögum og ári síðar keppti hann þar einnig í Drifti. Það var svo árið 2008 sem torfæruáhuginn fékk að blómstra en þá mætti Jón til leiks í sína fyrstu torfærukeppni. Hann þurfti ekki að bíða lengi eftir góðum árangri því Jón sigraði strax í sinni annari keppni þrátt fyrir að hafa smellt sér beint í UNLIMITED flokkinn í torfærunni. Á fyrsta ári fór hann einnig í víking til Noregs og náði að sigra eina umferð í Noregsmótinu. Jón Örn var kjörinn nýliði ársins í torfærunni árið 2008 á lokahófi Akstursíþróttanefndar ÍSÍ. Árið 2009 sigraði Jón Örn fyrstu FIA-NEZ torfærukeppnina og náði jafnframt 2. sæti í Íslandsmótinu og 3. sæti í Norðulandamótinu. Árið 2010 tryggði Jón Örn sér loks Íslandsmeistaratitil í torfærunni eftir sigur í fjórum af fimm umferðum.

8

Skotíþróttakona og skotíþróttamaður ársins eru Jórunn Harðardóttir og Ásgeir Sigurgeirsson, bæði úr Skotfélagi Reykjavíkur.

Jórunn jafnaði á árinu Íslandsmetið í loftskammbyssu 372 stig og setti nýtt met í frjálsri skammbyssu, 476 stig. Jórunn er jafnvíg á riffil sem og skammbyssu. Hún hefur verið ósigrandi á mótum ársins og er Íslandsmeistari í sínum greinum. Ásgeir bætti Íslandsmetið í frjálsri skammbyssu í 546 stig innanhúss í vor. Hann Keppti á þremur alþjóðlegum mótum í Hollandi í febrúar og náði þar gulli, silfri og bronsi. Ásgeir hafnaði í 23. sæti í loftskammbyssu í heimsbikarmótinu í USA í maí, í 34. sæti í frjálsri skammbyssu og í 26. sæti í loftskammbyssu á Evrópumeistaramótinu í Noregi í mars. Einnig keppti hann á heimsbikarmótinu í Serbíu í júlí og hafnaði þar í 42. sæti í loftskammbyssu og í 45. sæti í frjálsri skammbyssu. Á HM í Þýskalandi í ágúst endaði hann í 31. sæti af 140 keppendum í loftskammbyssu. Hann sigraði á öllum þeim mótum sem hann keppti í á árinu hérlendis. Hann varð bæði Íslands- og Bikarmeistari í sínum greinum. Ásgeir er nú í lok ársins í 53. sæti á heimslistanum í loftskammbyssunni og í 84. sæti í frjálsri skammbyssu. Á Evrópulistanum er hann í 35. sæti í loftskammbyssu og í 53. sæti í frjálsri skammbyssu.

Glímukona og glímumaður ársins eru Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK og Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni.

Marín Laufey , sem er aðeins 15 ára gömul byrjaði að keppa í fullorðinsflokkum á árinu 2010 og hefur hún undantekningarlaust verið í verðlauna sæti. Marín keppti á átta glímumótum á árinu 2010 og sigrað meðal annars í tveimur fyrstu umferðunum í Meistaramótaröð Glímusambandsins og leiðir þar stigakeppnina bæði í + 65 kg flokki og opnum flokki kvenna. Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan. Þess má geta að Marín var einnig kjörin efnilegasta glímukonan árið 2010 og er hún fyrst kvenna til að hljóta báða þessar titla samtímis. Pétur er 32 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur hampaði grettisbeltinu í fimmta sinn og varð einnig tvöfaldur Íslandsmeistari á árinu. Pétur hlaut aðeins eina byltu á árinu og hefur hann verið fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár og er hann góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.

Júdókona og júdómaður ársins eru Helga Hansdóttir, KA og Þormóður Jónsson, Júdófélagi Reykjavíkur.

Helga keppir ýmist í -57 kg eða -63 kg flokki. Árangur Helgu á árinu var frábær og sigurganga síðustu ár er búin að vera ótrúleg. Helga sem aðeins er sautján ára gömul bætir jafnt og þétt við sig og er ítrekað farin að vinna til verðlauna á alþjóðlegum mótum. Helga býr svo vel að með henni æfa tvær af bestu júdókonum landsins þannig að hún fær mikla og góða samkeppni á æfingum og á góða möguleika á því að ná mjög langt í íþróttinni. Helsti árangur 2010: Afmælismót JSÍ/RIG Intl. -57kg 1.sæti Opna danska U20 Opinn flokkur 1.sæti Norðurlandamót U20 -57kg 3. sæti Opna danska U20 -63kg 3.sæti Opna sænska U20 -63kg 5.sæti Íslandsmeistaramót senior -57kg 1. sæti

9

Íslandsmeistaramót senior Opinn flokkur 2. Sæti Þormóður keppir í þungavigt (+100 kg). Hann lét mikið að sér kveða í ár eins og síðastliðið ár. Hann bar höfuð og herðar í þungavigtinni hér heima og vann allflest þau mót sem hann tók þátt í. Hann tók þátt í sex alþjóðlegum mótum á árinu og var í verðlaunasæti á fjórum þeirra og stutt frá bronsverðlaunum í hinum tveimur. Þormóður hefur æft í Tékklandi frá því í haust og mun að öllum líkindum halda því áfram eftir áramót og gera þaðan út á úrtökumótin fyrir Ólympíuleikanna 2012. Þormóður er í 94 sæti heimslistans. Helsti árangur 2010: Norðurlandameistaramót 1. sæti Europian Cup í Króatíu 1.sæti World Cup á Spáni 2. sæti Holstein Int. 3.sæti Europian Cup í Þýskalandi 7. sæti Opna Finnska 7. sæti Íslandsmeistaramót 1. sæti

Karatekona og karatemaður ársins eru Aðalheiður Rósa Harðardóttir , Karatefélagi Akraness og Kristján Helgi Carrasco, Umf. Aftureldingu.

Aðalheiður Rósa er ung að árum en hefur verið í landsliði Íslands í karate undanfarin tvö ár og keppt á mótum bæði innanlands og utan. Hún keppir í báðum greinum karate, kata og kumite og hefur náð góðum árangri í þeim. Hún er verðugur fulltrúi kvenna í karateíþróttinni. Helsti árangur á árinu 2010: 1.sæti, GrandPrixmeistaramót 2009-2010, kata 16-17 ára 3.sæti, Norðurlandameistaramót, kata junior 1.sæti, Malmö karate open, kata junior 1.sæti, Stockholm open, kata junior dangráða 1.sæti, Stockholm open, hópkata junior 2.sæti, Stockholm open, hópkata senior 3.sæti, Stockholm open, kata junior open 3.sæti, Malmö karate open, kata senior Elite Kristján Helgi er landsliðsmaður í karate og keppir í báðum greinum karate, kata og kumite. Hann hefur náð góðum árangri á árinu bæði innanlands og utan. Hann er vaxandi karetemaður og verðugur fulltrúi karla í karate. Helsti árangur á árinun 2010: 1.sæti, Bikarmeistaramót 2009-2010 1.sæti, GrandPrixmeistaramót 2009-2010, kumite pilta 16-17 ára 1.sæti, Íslandsmeistararmót 2010, junior, kata drengir 16-17 ára 2.sæti, Malmö karate open, kata junior 3.sæti, Malmö karate open, kumite junior -68kg 3.sæti, Stockholm open, kumite junior -68kg

Taekwondokona og taekwondomaður ársins eru Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Fjölni og Helgi Rafn Guðmundsson, Keflavík.

Ingibjörg Erla náði glæsilegum árangri á árinu. Hún keppti í Tijuana í Mexíkó á úrtökumóti fyrir Ólympíuleika ungmenna. Hún vann fyrsta bardaga á móti Bretlandi en tapaði svo í þeim næsta á móti stelpu sem varð heimsmeistari þremur dögum seinna.

10

Ingibjörg keppti líka á Heimsmeistaramóti unglinga á sama stað þremur dögum seinna, vann þar með miklum yfirburðum fyrsta bardaga með tæknilegu rothöggi en lenti í næsta bardaga á móti stelpu sem varð Ólympíumeistari á Ólympíuleikum ungmenna nokkrum mánuðum seinna. Framúrskarandi árangur hjá Ingibjörgu. Seinna á árinu keppti hún á Opna Breska mótinu í Manchester og náði þar bronsverðlaunum eftir harða baráttu og marga bardaga. Ingibjörg á tvö ár eftir í unglingaflokki en keppti þó sinn fyrsta bardaga í fullorðinsflokki á Opna Breska. Þar lenti hún í fyrsta bardaga á móti atvinnumanni frá Kóreu og fór svo að Ingibjörg tapaði með minnsta mun í seinustu lotu eftir aldeilis frábæra frammistöðu allan bardagann. Ingibjörg vann öll mót sem hún keppti í innanlands á árinu sem er að líða og það í báðum keppnisgreinum, bardaga og formi. Sannarlega gott ár hjá henni og framtíðin er björt. Helgi Rafn náði frábærum árangri á bikarmótum ársins þar sem hann var í 1. sæti í bardaga og 2. sæti í formi í þeim báðum. Lítið var um keppnisferðir út fyrir landsteinana á þessu ári og var því horft til árangurs á innlendum mótum við valið. Á árinu voru haldin 4 stærri mót, 2 Íslandsmeistaramót og 2 bikarmót. Keppt er í 2 greinum í taekwondo, formi og bardaga, og var haldið sitt hvort Íslandsmeistaramótið í þessum greinum en á bikarmótunum er keppt í báðum greinunum á sama mótinu. Helgi er einnig yfirþjálfari Keflavíkurliðsins sem stóð uppi sem sigurvegari keppnisliða í 3 af þessum 4 mótum.

Blakkona og blakmaður ársins eru Birna Baldursdóttir, KA og Emil Gunnarsson, Stjörnunni.

Birna er leikmaður með KA á Akureyri. Hún er burðarás í KA liðinu, sem spilaði til úrslita um Bridgestonebikarinn 2010 en tapaði leiknum. Birna var einn af máttarstólpum íslenska A landsliðsins í blaki þegar liðið spilaði í 5 liða riðli í EM smáþjóða á Möltu í júní. Hún átti einnig frábært sumar í strandblaki í sumar, tók þátt í öllum mótum og varð stigameistari. Birna varð Íslandsmeistari í strandblaki ásamt félaga sínum, Fríðu Sigurðardóttir og var í landsliði Íslands í strandblaki sem fór til Kanaríeyja í október til að taka þátt í úrtökumóti fyrir Ólympíuleika. Var þetta í fyrsta sinn sem íslenskt lið tekur þátt í úrtökumóti sem þessu og átti Birna mjög gott mót ásamt félaga sínum, Fríðu Sigurðardóttur. Birna er frábær íþróttamaður og hefur tileinkað öllum sínum frítíma til íþrótta. Emil er leikmaður með Stjörnunni í Garðabæ. Hann var með flest skoruð stig úr uppgjöfum í Mikasadeildinni 2009-2010, 27 stig. Var næst stigahæstur í Mikasadeildinni 2009-2010, 215 stig. Emil er sem stendur í öðru sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar 2010-2011 eftir að hálfu tímabili sé lokið. Emil var burðarás í A landsliði Íslands í blaki þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum EM smáþjóða á Möltu í júní 2010. Hann tók þátt í öllum mótum sumarsins í strandblaki og varð stigameistari. Emil spilaði til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í strandblaki í sumar en tapaði leiknum ásamt félaga sínum, Ólafi Heimi Guðmundssyni. Hann var í landsliði Íslands í strandblaki sem fór til Kanaríeyja í október til að taka þátt í úrtökumóti fyrir Ólympíuleika. Var það í fyrsta sinn sem íslenskt lið tekur þátt í úrtökumóti sem þessu og átti hann mjög gott mót ásamt félaga sínum Orra Þór Jónssyni. Emil sinnir mjög góðu uppbyggingarstarfi hjá blakdeild Stjörnunnar, þjálfar meistaraflokkslið kvenna og yngriflokka félagsins.

11

Kylfingar ársins eru Tinna Jóhannsdóttir, Golfklúbbnum Keili og Birgir Leifur Hafþórsson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar .

Tinna er kylfingur ársins í kvennaflokki, en Tinna varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik á Kiðjabergsvelli á árinu 2010, auk þess sem hún var í toppbaráttunni á flestum þeim mótum sem hún lék á hér á landi. Tinna æfir og keppir í Bandaríkjunum með Háskólanum í San Fransisco, en jafnframt keppti Tinna fyrir hönd Íslands á Evrópumóti kvennaliða sem og á Heimsmeistaramóti áhugamanna í Argentínu nú á haustmánuðum.

Birgir Leifur varð Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni á árinu 2010 og stóð sig vel á flestum þeim mótum sem hann tók þátt í á árinu. Birgir Leifur varð að taka sér hlé frá keppnisgolfi á árinu 2009 en kom mjög sterkur inn um mitt sumar. Í haust náði Birgir Leifur þeim árangri að verða í 2. sæti á úrtökumóti fyrir Evrópsku mótaröðina á Arcos golfvellinum á Spáni.

Handknattleikskona og handknattleiksmaður ársins eru Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val og Alexander Petersson, Fuchse Berlin.

Anna Úrsúla er 25 ára gömul, fædd 1. maí 1985. Anna er alin upp í KR sem síðar varð Grótta KR og lék hún þar alla yngri flokkana. Síðan lá leið hennar til Levanger í Noregi en síðastliðin 5 ár hefur hún leikið með Stjörnunni, Gróttu og liði Vals sem hún varð Íslandsmeistari með á síðasta keppnistímabili. Hún leikur stórt hlutverk í kvennalandsliði Íslands sem komst í úrslit Evrópumeistaramótsins nú í desember. Anna leikur stöðu línumanns og er mikil keppnismanneskja sem skilar ávallt sínu og er öðrum handknattleikskonum glæsileg fyrirmynd. Anna hefur leikið 62 landsleiki og skorað í þeim 145 mörk. Alexander er 30 ára gamall, fæddur 2.júlí 1980. Alexander hóf að leika handknattleik í Lettlandi en kom til Íslands árið 1998 og gekk til liðs Gróttu KR. Með Gróttu KR lék Alexander í fimm ár en þá fór hann út til Þýskalands og gekk til liðs við Dusseldorf. Í / framhaldi af því hefur Alexander leikið með Grossvaldstadt, Flensborg og nú í haust gekk hann til liðs Fuchse Berlin og hefur Alexander átt stóran þátt í velgengni liðsins. Árið 2003 fékk Alexander íslenskan ríkisborgararétt og lék í kjölfarið sinn fyrsta landsleik árið 2005 og varð hann strax einn af ”Strákunum okkar”. Alexander er frábær íþróttamaður og hefur hann heillað íslensku þjóðina með frammistöðu sinni. Alexander hefur verið einn af lykil leikmönnum Íslenska karlalandsliðsins og á stóran þátt í frábærum árangri liðsins á undanförnum árum. Alexander hefur leikið 109 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 429 mörk.

Kvenkeilari og karlkeilari ársins eru Dagný Edda Þórisdóttir, Keilufélagi Reykjavíkur og Róbert Dan Sigurðsson, ÍR.

Dagný hefur lagt stund á keilu í 18 ár og leikið bæði með unglingalandsliði og kvennalandsliði Íslands. Á árinu varð hún Íslandsmeistari einstaklinga og lék einngi fyrir Íslands hönd á Evrópumóti landsmeistara. Róbert hefur lagt stund á keilu í mörg ár og leikið bæði með unglingalandsliði og karlalandsliði Íslands. Á árinu varð hann Íslandsmeistari para og Reykjavíkurmeistari einstaklinga, og endað ofarlega á helstu mótum hér á landi. Hann keppti fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramóti karla sem haldið var í Munchen í ágúst.

12

Siglingakona og siglingamaður ársins eru systkinin Hulda og Hilmar Hannesarbörn, Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey.

Hilmar og Hulda eru systkini og sigla saman á Topper Topas fyrir Siglingafélag Reykjavikur Brokey. Í ár voru þau nær ósigrandi á og tryggðu sér Íslandsmeistaratitil á glæsilegu móti á Akureyri í ágúst.

Kayakkona og kayakmaður ársins eru Ragna Þórunn Ragnarsdóttir og Ragnar Karl Gústafsson, bæði úr Kayakklúbbnum.

Ragna Þórunn vann Íslandsmeistaramótið í straumkayak árið 2010 með sannfærandi hætti með því að ná þeim eftirtektarverða árangri að sigra í öllum keppnum sumarsins. Hún er því vel að viðurkenningunni komin og er öðrum iðkendum góð fyrirmynd. Ragnar Karl er Íslandsmeistari í straumkayak síðastliðin tvö ár og hefur hefur með því sýnt að hann er með allra öflugustu ræðurum landsins um þessar mundir og er íþróttinni til sóma í hvívetna.

Hnefaleikakona og hnefaleikamaður ársins eru Arndís Birta Sigursteinsdóttir Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og Adam Freyr Daðason,Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar.

Arndís Birta sigraði á Íslandsmeistaramótinu á Broadway, auk þess sem hún vann sannfærandi sigur í keppni hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur fyrr á árinu. Arndís sýnir mikinn metnað í æfingum og keppnum og er íþróttinni til sóma. Adam er meðal hæfileikaríkustu hnefaleikamanna hér á landi og hefur sýnt sannan íþróttaanda, hvort sem er í hringnum eða utan hans. Hann og hans geta var ein aðalástæða þess að HFH fékk að taka þátt í Afreksíþróttabraut Flensborgarskóla sem eins og nafnið bendir til er til þess gert að rækta og efla afreksfólk til dáða. Í tilfelli Adams hefur það svo sannalega skilað sér og gott betur enda er hann ósigraður á árinu. Hér er upptalning móta sem Adam hefur tekið þátt í árinu:

17.04.10 Veltivigt. Vann 2-1 sigur á Elías Shamsudin í undankeppni Íslandsmeistaramótsins

21.04.10 Veltivigt. Vann 3-0 sigur á Arnóri M. Grímssyni á Íslandsmeistaramótinu 03.09.10 Millivigt. Vann 3-0 sigur á Hinriki R. Helgasyni á móti HFR

30.10.10 Millivigt. Vann 3-0 sigur á Gunnari G. Gray á góðgerðarmóti Æsis

Kraftlyftingakona og kraftlyftingamaður ársins eru María Guðsteinsdóttir, Ármanni og Auðunn Jónsson, Breiðabliki.

María er ein fremsta kraftlyftingakona Norðurlandanna, auk þess sem hún hefur verið ósigrandi á innanlandsmótum um árabil. Hennar besti árangur á þessu ári var án efa Norðurlandameistaratitill, bæði í kraftlyftingum og bekkpressu. Helstu afrek á árinu 2010:

HM 2010 Suður-Afríku, 10.sæti, samanlagður árangur 440,0 kg EM 2010 Svíðþjóð, 9.sæti, samanlagður árangur 427,5 kg NM 2010 Noregur:

1.sæti – Norðurlandameistari í kraftlyftingum,

13

Samanlagður árangur 440,0 kg Íslandsmet í bekkpressu 102,5 kg Íslandsmet í réttstöðu 172,5 kg 1.sæti – Norðurlandameistari í bekkpressu Árangur 107,5 kg – Íslandsmet

María er í 18.sæti á Heimslistanum, en í 13. á lista yfir sterkustu konum Evrópu. Á Norðurlöndunum er María með 6. besta árangurinn á árinu af 53 konum sem hafa keppt í hennar þyngdarflokki (67,5 kg). Auðunn, er reyndasti kraftlyftingarmaður Íslands og meðal bestu íþróttamanna heims í sínum flokki. Helstu afrek hans á árinu 2010 eru þessi:

8. sæti á HM 2010 svo og 5. sæti í réttstöðulyftu. 8. sæti á EM 2010. 2. sæti og silfurverðlaun á Norðurlandamóti 2010 Íslandsmeistari 2010.

Auðunn setti fjölda Íslandsmeta á árinu. Hann er í níunda sæti á Heimslista IPF í kraftlyftingum og í 25. sæti á Heimslista IPF í bekkpressu 2010.

Frjálsíþróttakona og frjálsíþróttamaður ársins eru Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni og Óðinn Björn Þorsteinsson, FH.

Ásdís kastaði lengst 60,72 m í sumar sem gefur 1082 stig samkvæmt stigatöflu IAAF. Hún var í 23. sæti á heimsafrekaskrá í greininni 2010. Ásdís keppti á Demantamótum IAAF síðastliðið sumar og komst í úrslit í spjótkasti á Evrópumeistaramótinu í Barcelona. Óðinn Björn varpaði kúlunni lengst 19,37 m utanhúss sem gefa 1082 stig samkvæmt stigatöflu IAAF. Hann var í 65. sæti heimsafrekalistans 2010. Óðinn Björn kastaði einnig 19,50 m innanhúss sem gefa 1090 stig sem duga í 40. sæti heimslistans.

Íþróttakona og íþróttamaður fatlaðra eru Erna Friðriksdóttir, Hetti og Jón Margeir Sverrisson Ösp/Fjölni.

Erna varð fyrsti Íslendingurinn til þess að keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra í alpagreinum. Auk þátttöku hennar í Vetrarólympíumótinu keppti Erna á undirbúningsmótum þar sem hún vann til verðlauna. Árið 2006 hóf hún æfingar í Bandaríkjunum undir leiðsögn færustu þjálfara hjá NSCD, Winter Park, Colorado. Þar hefur hún æft og keppt árin 2006 – 2010 ásamt landsliði USA. Árangur á árinu: Park City Huntsman Cup 23.-25. febrúar – Varð í 2. sæti í stórsvigi 23. feb., aftur í 2. sæti í stórsvigi 24. feb., og 2. sæti í svigi 25. feb. Keppti einnig á Kimberley, CA 09. -12. febrúar og Wells Fargo Cup en komst ekki á verðlaunapall. Á Vetrarólympíumótinu kláraði Ernar báðar sínar greinar, svig og stórsvig, en var dæmd úr leik fyrir að sleppa úr hliði en hún kláraði báðar greinar og var í hópi fárra keppenda í greinunum sem gerðu svo. Er í 17. sæti á heimslista IPC (Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra) í svigi og í 22. sæti í stórsvigi.

14

Jón Margeir er sundmaður hjá Ösp/Fjölni. Árið 2010 hefur verið afdrifaríkt hjá Jóni þar sem hvert Íslandsmetið hefur fallið af öðru en Jón er okkar fremsti sundmaður í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra). Í janúar voru tvö mót, Reykjavik International þar sem Jón vann allar 6 greinarnar sem hann keppti í ásamt að vera stigahæsti fatlaði karlkyns keppandinn og Reykjavíkurmeistaramót þar sem hann setti sitt fyrsta Íslandsmet í 400 skrið (25m laug). Nóg var um að vera í maí en þá keppti hann á Sparisjóðsmóti ÍBR og setti Íslandsmet í bæði 800 og 1500 metra skriðsundi (50m laug) Í júní var Actavis International í Hafnarfirði en þar setti hann Íslandsmet í 200 metra flugsundi (50m laug). Síðan var flogið til Berlínar og keppt á Opna þýska meistaramótinu en þar gekk honum frábærlega og kom heim klyfjaður verðlaunum ásamt titlinum "Internationaler Deutscher Jugendmeister" fyrir 200 metra skriðsund. Síðan í lok mánaðarins keppti hann á AMÍ og bætti þar enn einu sinni metið í 400 skrið (25m laug). Í ágúst var svo stærsti viðburður ársins en þá var farið til Eindhoven í Hollandi á Heimsmeistaramót fatlaðra. Skemmst er frá að segja að niðurstaðan varð 14., 15. og 18 sæti sem er vel viðunandi miðað við ungan aldur. Í nóvember voru svo Íslandsmót SSÍ og ÍF með 2ja vikna millibili. Á SSÍ mótinu bætti hann metin sín í 800 og 1500 metra skrið (25m laug) og á ÍF mótinu keppti hann í 5 greinum og vann allar ásamt að bæta metin sín í bæði 200 og 400 skrið (25m laug). Samtals setti Jón Margeir 19 Íslandsmet í 11 greinum þetta árið. Þrjú met í 50m braut og 16 í 25m braut.

Knattspyrnukona og knattspyrnumaður ársins eru Hólmfríður Magnúsdóttir, Philadelphia Independence og Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim.

Hólmfríður var fastamaður í liði Philadelphia Independence í bandarísku atvinnumannadeildinni. Liðið kom nokkuð á óvart og stóð uppi í lok tímabilsins með silfurverðlaunin í höndunum. Hólmfríður lék nánast allar stöður á vellinum á þessu tímabili með Philadelphia en mest þó í bakverðinum, eitthvað sem er ný staða fyrir Hólmfríði en hún leysti hana með prýði. Sem fyrr var Hólmfríður einn af lykilleikmönnum íslenska landsliðsins. Hún lék níu landsleiki á árinu og skoraði í þeim sjö mörk. Hún er nú orðin þriðja markahæsta landsliðskonan frá upphafi, hefur skorað 22 mörk í 59 landsleikjum. Gylfi Þór hefur svo sannarlega átt eftirminnilegt ár á knattspyrnuvellinum. Hann varð einn af markahæstu mönnum í ensku Championship-deildinni á síðasta tímabili en hann gerði 17 mörk í 38 leikjum fyrir Reading. Hann var valinn leikmaður deildarinnar í aprílmánuði og í lok tímabilsins var hann útnefndur leikmaður ársins hjá Reading. Þýska úrvalsdeildarliðið Hoffenheim keypti Gylfa í lok ágúst fyrir háa fjárhæð og þar hefur hann byrjað ákaflega vel, leikið 11 leiki og skorað í þeim 5 mörk. Gylfi lék sína fyrstu A-landsleiki á árinu, þrjá talsins, og byrjaði inná í þeim öllum. Þá var hann lykilmaður í U21 liðinu sem tryggði sér eftirminnilega sæti í úrslitakeppni EM í Danmörku. Hann lék 3 leiki með því liði á árinu og skoraði þrjú eftirminnileg mörk, eitt gegn Þjóðverjum í Kaplakrika og tvö gegn Skotum í Edinborg. Þessi mörk komu beint úr aukaspyrnu og úr langskotum, eitthvað sem Gylfi hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir.

15

Skylmingakona og skylmingamaður ársins eru Þorbjörg Ágústsdóttir, Skylmingafélagi Reykjavíkur og Ragnar Ingi Sigurðsson, FH.

Þorbjörg varð Norðurlandameistari kvenna í skylmingum með höggsverði árið 2010 í sjötta skiptið. Hún varð einnig Íslandsmeistari kvenna í skylmingum með höggsverði árið 2010 í fimmta skiptið. Ragnar Ingi varð Norðurlandameistari karla í skylmingum með höggsverði árið 2010 í sjötta skiptið. Ragnar Ingi vann öll mót sem haldin voru hér á landi á árinu. Hann varð Íslandsmeistari í 13. skiptið á árinu og varði Íslandsmeistaratitilinn í liðakeppni með liði sínu FH.

16