Heilbrigðis- og Öryggisáætlun

104
. . . . . . . . . Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Heilbrigðis– og Öryggisáætlun með áhættumati og efnalistum Útgafa 2 Malbikunarstöðin Hlaðbær – Colas hf 20.04.2009

description

Health and Safety Plan Heilbrigðis- og Öryggisáætlun fyrir Hlaðbær Colas ásamt áhættumat og efnalistum

Transcript of Heilbrigðis- og Öryggisáætlun

. . . . . . . . .

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.

Heilbrigðis– og Öryggisáætlun með

áhættumati og efnalistum Útgafa 2

Malbikunarstöðin Hlaðbær – Colas hf 20.04.2009

Öryggisáætlun

KAFLI 1. INNGANGUR - ÖRYGGISÁÆTLUN.............................................................................3 Lög og reglugerðir sem varða öryggismál ....................................................................................................... 4 Markmið með öryggisáætlun............................................................................................................................ 5 Gildistími.......................................................................................................................................................... 5 Dreifing öryggisáætlunar ................................................................................................................................. 5 Endurskoðun öryggisáætlunar ......................................................................................................................... 6 Ferli kerfisins ................................................................................................................................................... 6 Öryggisnefnd .................................................................................................................................................... 6

Fundir í Öryggisnefnd ....................................................................................................................................................7 Ábyrgð innan fyrirtækisins varðandi Öryggisáætlun. ...................................................................................... 8

Ábyrgð verkstjóra, (Yfirverkstjóra & flokkstjóra)..........................................................................................................8 Ábyrgð allra starfsmanna ...............................................................................................................................................8

KAFLI 2. ÖRYGGISSKIPURIT Í NEYÐARTILFELLUM OG VIÐBRAGÐSÁÆTLANIR .....................9 Atburðir innan öryggisáætlunar sem krefjast tafarlausra afskipta. ................................................................. 9 Öryggisskipurit MHC..................................................................................................................................... 10

KAFLI 3. ÁHÆTTUMAT OG EFNALISTAR ..............................................................................11 Áhættumat ...................................................................................................................................................... 11

Framkvæmd áhættumats hjá MHC – Gátlisti: ..............................................................................................................11 Efnalistar meðfylgjandi áhættumati ............................................................................................................... 13

Efnalisti – Gátlisti: .......................................................................................................................................................13 Áhættumat – Samantekt, Forgangsröðun og Verkefnalisti............................................................................. 14

KAFLI 4 – MAT Á VINNUSVÆÐI..............................................................................................15 KAFLA 5 ÖRYGGISSKOÐUN ...................................................................................................17

EB 11.01.02 Öryggisskoðunarskýrsla ............................................................................................................ 18 KAFLI 6 – SLYSA- OG ÓHAPPASKÝRSLUR..............................................................................19

Dreifing upplýsinga um slys og óhöpp ........................................................................................................... 20 Tilkynning um Vinnuslys (til vinnueftirlitsins) bls 1 ....................................................................................... 21 EB 11.03.01 Óhappaskýrsla........................................................................................................................... 23 EB 11.03..02 Viðhengi við allar slysa- og óhappaskýrslur ............................................................................ 24 Tilkynning um slys: Sent til Sjúkratrygginga Íslands. Vátryggingafélag MHC fær afrit. Bls. 1 .................... 25

KAFLI 7 – ALMENNAR ÖRYGGISREGLUR ..............................................................................27 Aðgangur að vinnustað .................................................................................................................................. 27 Persónuhlífar og öryggisfatnaður .................................................................................................................. 28 Öryggisbúnaður á öllum vinnusvæðum.......................................................................................................... 29 Öryggismerkingar .......................................................................................................................................... 29 Umferðarmerkingar ....................................................................................................................................... 30 Eftirlit með tækjum og búnaði ........................................................................................................................ 30 Hættuleg efni – Öryggisleiðbeiningar ............................................................................................................ 31 Skoðun ökutækja............................................................................................................................................. 31 Vinnuvélaréttindi............................................................................................................................................ 31

ALMENNT VARÐANDI HEILSU OG ÖRYGGI Á VERKSTAÐ .......................................................32 VIÐAUKI............................................................................................................................................................... 33

APP. 1 VIÐBRAGÐSÁÆTLUN............................................................................................34 Slys á fólki ...................................................................................................................................................... 34 Veikindi .......................................................................................................................................................... 35 Bruni............................................................................................................................................................... 36 Stór leki / Mengun .......................................................................................................................................... 37

APP. 2 EB 11.06 TILKYNNING UM BREYTINGAR Í ÖRYGGISÁÆTLUN..................................38 APP. 3 SKIPURIT MHC ..........................................................................................................39 APP. 4 EB 11.01.02 ÖRYGGISFUNDUR – SÝNISHORN AF FUNDARGERÐ ...............................40 APP 5. ÁHÆTTUMAT OG EFNALISTAR FYRIR HLAÐBÆ – COLAS HF. ...................................41

Töflur til hjálpar við mat og flokkun á áhættu................................................................................................ 44 Deild 5 - Malbikunarstöð ............................................................................................................................... 45 Deild 7 – Bikstöð ............................................................................................................................................ 46 Deild 10 - Útlögn............................................................................................................................................ 47 Deild 12 - Malbiksviðgerðir ........................................................................................................................... 48

2

Deild 13 - Jarðvinna ...................................................................................................................................... 49 Deild 16 - Vélaverkstæði ................................................................................................................................ 50 Deild 20 Skrifstofa.......................................................................................................................................... 51 Rannsóknarstofa............................................................................................................................................. 52

Kafli 1. Inngangur - Öryggisáætlun

MHC vill vera þekkt í samfélaginu sem góður vinnustaður með gott vinnuumhverfi og sem fyrirtæki sem vinnur góð og gagnleg verk í samræmi við lög og reglur í landinu. MHC mun standa að sínum verkefnum á þann hátt að tekið sé tillit til heilsu og öryggis starfsmanna og þeirra er að þeim verkefnum koma. MHC mun takmarka eins og kostur er þá mengun og það ónæði fyrir umhverfið sem fylgir starfsemi þess. MHC ætlar að vera í fremstu röð í umhverfis- og öryggismálum og mun, þar sem við á, setja strangari reglur um eigin starfsemi en þær sem almennt gilda í samfélaginu. Yfirstjórn áformar að framfylgja þessari stefnu með því að:

- Tryggja að þjálfun nýrra starfsmanna sé með þeim hætti að þeir verði upplýstir um skyldur sínar og ábyrgð og meðvitaðir um öryggismál á öllum sviðum starfseminnar.

- Tryggja símenntun og þjálfun allra starfsmanna. - Taka upp skráningu á eftirlitsþáttum er varða starfsleyfi fyrirtæksins. - Taka upp skráningu á þeim aðgerðum sem fyrirtækið grípur til við losun

mengandi efna og eftirliti með því - Setja sér sérstakar reglur um umhverfis- og öryggismál þar sem það á við - Starfrækja umhverfis- og öryggisnefnd

Í þeirrri starfsemi sem fyrirtækið tekur þátt í er það stefna þess að vera í hópi leiðandi fyrirtækja hvað varðar umhverfis- og öryggismál. Hver aðgerð og hver starfsmaður á að stefna að því að umhverfið beri ekki skaða af starfseminni og fyllsta öryggis sé gætt.

Það er óásættanlegt fyrir fyrirtæki og hvern starfsmann þess að hann eigi á hættu að slasast við vinnu sína. Allt það sem starfsmaður kemst að við vinnu sína og hann telur hættulegt heilsu hans eða annara eða geti valdið slysum er skylt að tilkynna til verkstjóra eða öryggistrúnaðarmans fyrirtækisins. Ef ekki er brugðist rétt við ábendindingum starsfmanns með áhættumati og viðeigandi úrbótum ef við á, skal hann tilkynna um málið til framkvæmdastjóra. Þessi handbók inniheldur almennar leiðbeiningar um hvernig skipulag öryggismála innan fyrirtækisins er, hver ber ábyrgð, ásamt viðbragðsáætlun þegar um er að ræða slys. Sérstakir bæklingar eru til hluta þeirra starfsemi sem framkvæmd er í MHC. Þessir eru helstir:

3

Starfsmannahandbók Malbikunarvinna – Öryggismál Leiðbeiningar um útlögn malbiks Leiðbeiningar um völtun malbiks Leiðbeiningar um meðferð biks

Allir þessir bæklingar innihalda séstakar leiðbeiningar hvað öryggi varðar. Allir starfsmenn eiga að fá eintak og lesa vel yfir leiðbeiningar sem snúa að starfsemi þeirra. Ef eitthvað er ekki nógu skýrt er þeim skylt að spyrja sinn yfirmann/verkstjóra. Eftirtalin starfsemi er framkvæmd í Hlaðbæ-Colas

• Malbiksframleiðsla í Hafnarfirði og víðsvegar um landið. • Útlögn malbiks • Móttaka, geymsla og afgreiðsla stungubiks. • Framleiðsla bikþeytu • Viðgerðir: Tæki og búnaður • Skoðun og prófun á rannsóknarstofu

Lög og reglugerðir sem varða öryggismál Þessi öryggisáætlun er byggð upp með hliðsjón og tilvísun til laga nr 46/1980, Lög um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum. Grein 65: Atvinnurekandi ber ábyrgð á að gert sé sérstakt áhættumat þar sem meta skal áhættu í starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og áhættuþátta í vinnuumhverfi. Við gerð hættumatsins skal sérstaklega litið til starfa þar sem fyrirsjáanlegt er að heilsu og öryggi þeirra starfsmanna sem sinna þeim sé meiri hætta búin en öðrum starfsmönnum. Þegar áhættumat á vinnustað gefur til kynna að heilsu og öryggi starfsmanna er hætta búin skal atvinnurekandi grípa til nauðsynlegra forvarna í þeim tilgangi að koma í veg fyrir hættuna eða, þar sem þess er ekki kostur, draga úr henni eins og frekast er unnt. Félagsmálaráðherra setur nánari reglur um áhættumat að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, þar á meðal um áhættumat fyrir sérstaka áhættuþætti og gerð og frágang skjala sem tengjast því.]1) 23. gr. laga nr. 68/2003

Einnig skal taka mið af eftirfarandi reglum/reglugerðum 198/1983 - Reglur um réttindi til að stjórna vinnuvélum, ásamt síðari breytingum 198/1983 - Reglur um réttindi til að stjórna vinnuvélum, ásamt síðari breytingum 500/1994 - Reglur um hávaðavarnir á vinnustöðum og heyrnareftirlit starfsmanna 431/1997 - Reglugerð um notkun tækja 433/1997 - Reglugerð um ráðstafanir til að bæta öryggi og hollustuhætti starfsmanna í

afleysingarstarfi eða tímabundnu starfi 602/1999 - Reglur um öryggisleiðbeiningar vegna efnanotkunar á vinnustöðum (leiðbeiningar

fylgja) 764/2001 - Reglur um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum líffræðilegra

skaðvalda á vinnustöðum. 761/2001 - Reglur um vélar og tæknilegan búnað 098/2002 - Reglur um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta

valdið krabbameini eða stökkbreytingu á vinnustöðum. 4

5

279/2003 - Reglur um hávaðamengun í umhverfinu af völdum tækjabúnaðar til notkunar utanhúss

553/2004 - Reglugerð um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna á vinnustöðum.

635/1999 - Reglugerð um persónuhlífar til einkanota 933/1999 - Reglugerð um hávaða (Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. gr. laga um hollustuhætti og

mengunarvarnir, nr. 7/1998) 263/1998 - Reglugerð um hættumat í iðnaðarstarfsemi 145/1953 - Reglugerð um öryggis- og heilbrigðisráðstafanir á bifreiðaverkstæðum

Öryggisáætlunin skal vera tiltæk og aðgengileg öllum starfsmönnum. Starfsmaður skal tryggja að leiðbeiningar/fyrirmæli sem varða hann og hans starfssemi sé nákvæmlega fylgt.

Dreifingu upplýsinga um öryggisáætlunina verður sem hér segir.

1. Til allra starfsmanna í byrjun hvers árs, mars/april. 2. Þegar mikilvægar breytingar eru gerðar. 3. Í formi fundargerða öryggisnefndarfunda sem haldnir eru með reglulega millibili.

Hver starfsmaður hefur auk þess þeim skyldum að gegna að leita upplýsinga hjá sínum

yfirmönnum ef þörf krefur.

Markmið með öryggisáætlun

• Tryggja að öll vinnuferli fyrirtækisins sé skipulögð þannig að öryggi starfsmanna sé ætíð í fyrirrúmi.

• Tryggja að starfsmönnum fyrirtækisins líði vel og að áhætta sé engin hvað

varðar slysahættu, líkamlega og andlega heilsu þeirra.

• Leitast við að auka stöðugt öryggið.

• Tryggja að allir starfsmenn taki þátt í gerð öryggisáætlunar.

Gildistími Öryggisáætluninn er í gildi þar til henni er breytt eða hún ógilt af stjórn fyrirtækisins

Dreifing öryggisáætlunar

• Framkvæmdastjóri • Sviðstjórar • Verkstjórar • Öryggisnefnd • Stærri viðskiptavinir og undirverktakar

6

Endurskoðun öryggisáætlunar Öryggisáætlunin verður í stöðugri endurskoðun og breytt eftir þörfum. Öryggisstjóri ásamt öryggisnefnd ábyrgjast að breytingar séu tilkynntar á eyðublaði EB 11.06 ásamt þeim sem uppfærir breytingarnar. Almennt bera allir starfsmenn ábyrgð á að koma ábendingum um breytingar til öryggisstjóra og tryggja að þeir sé alltaf með uppfærð eintök af áætlunini.

Ferli kerfisins Hvað varðar heilsu og hollustuhætti í öryggisáætluninni er reynt að tryggja að vinnuumhverfi sé ekki skaðlegt heilsu starfsmanna. Þetta er framkvæmt með: því að bera kennsl á , skýrslum og eftirfylgni.

Að koma auga á og staðsetja mögulega hættu þegar verið er að vinna við að lágmarka áhættu.

Tilkynna óhöpp Fylgja óhöppum og skýrslum eftir í þeim tilgangi að bæta heilsu og öryggi

Öryggisnefnd

Öryggisnefndin samanstendur af 1 – 2 kjörnum fulltrúum starfsmanna sem eru öryggistrúnaðamenn og tveim starfsmönnum sem eru fulltrúar fyrirtækisins, öryggisverðir. Fyrirtækið tilnefnir auk þess Öryggisstjóra til að aðstoða öryggisnefndina.

Hlutverk öryggisnefndarinnar er samkvæmt reglum Vinnueftirlitsins fyrst og fremst að:

• Fara eftirlitsferðir um vinnustaðinn og aðgæta að vélar og tæknibúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og heilsu starfsmanna í hættu.

• Huga að öryggisbúnaði og notkun persónuhlífa og ástandi þeirra.

• Gæta að þjálfun og fræðslu starfsmanna með tilliti til hollustuhátta og öryggis.

• Fylgjast með að tilkynningaskyldu um vinnuslys og atvinnusjúkdóma sé sinnt.

Auk þess skal öryggisnefndin:

• Stjórna áhættumatinu

• Tryggja að skýrslum sé dreift og þær vistaðar og

• Tryggja að eftirfylgni sé framkvæmd. Þ.e. að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar.

• Tryggja upplýsingaflæði og skjalavörslu í sambandi við öryggi.

• Viðhalda og uppfæra Heilbrigðis- og Öryggisáætlun MHC

7

Fundir í Öryggisnefnd Öryggisnefnd fundar að lágmarki fjórum sinnum á ári og oftar ef óskað er sérstaklega eftir því.

Fundadagskrá þessara funda er eftirfarandi:

1) Slys, hættuleg atvik og óhöpp. 2) Áhættumat: Úttekt og staða. 3) Innra eftirlit: Staða og komandi úttektir. 4) Endurskoðun á Heilbrigðis- og Öryggisáætlun 5) Erindi frá öryggistrúnaðarmönnum 6) Önnur mál 7) Næsti

Fulltrúi starfsmanna

Öryggis-

trúnaðarmaðu

Fulltrúi fyrirtækisins

Öryggisvörður

Öryggisnefnd Fulltrúi starfsmanna

Öryggis-

trúnaðarmaðu

Fulltrúi fyrirtækisins

Öryggisvörður

Öryggisstjóri

8

Ábyrgð innan fyrirtækisins varðandi Öryggisáætlun. Skipurit fyrirtækisins er sýnt í viðauka. Með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna verður fyrirtækið og Framkvæmdastjórn alltaf að tryggja að:

Örugg vinnuskilyrði séu til staðar á öllum vinnustöðum. Starfsmenn séu útbúnir á viðeigandi hátt og að þeim sé fyrirskipað að

framkvæma vinnu sína áhættulaust. Vinnueiðbeiningar og öryggisleiðbeiningar séu alltaf tiltækar. Vinnu/verki sé stjórnað. Upplýsingum um mögulega hættu og slys sé dreift. Viðeigandi rannsóknir, tilraunir og skoðunir/úttektir séu framkvæmdar. Viðeigandi upplýsingum frá yfirvöldum sé dreift. Útvega nægilegan tíma og tækifæri fyrir samstarf í öryggismálum í fyrirtækinu. Tilkynna vinnuslys til yfirvalda eins og krafist er.

Ábyrgð verkstjóra, (Yfirverkstjóra & flokkstjóra) Að sé góð og almenn samvinna í innleiðingu öruggra starfshátta. Ábyrgur gagnvart innleiðingu Öryggis og Heilbrigðisáætlunar á verkstað og að

tilkynna um vandamál og annað er varðar heilsu og öryggi. Skal stjórna fundum sem tengjast heilsu og öryggi (t.d. fundum um “Mat á

vinnustöðum) og haldnir eru með starfsmönnum. Að tilkynna vandamál til framkvæmdastjórnar strax ef hann getur ekki leyst úr

þeim sjálfur. Framkvæma aðgerðir til að forðast hættulegar aðstæður

Ábyrgð allra starfsmanna Taka að fullu þátt í samstarfi um innleiðingu öruggra starfshátta Örugg og ábyrg hegðun alltaf Tilkynna til verkstjóra eða framkvæmdastjórnar um öll vandamál sem upp

koma og þeir geta ekki leyst úr sjálfir. Virða og fylgja fyrirmælum frá framkvæmdastjórn eða verkstjóra

Athugið að framkvæmdastjórn eða öryggisfulltrúi hennar getur vísað hvaða starfsmanni sem er af verkstað sem virðir ekki skrifleg eða munnleg fyrirmæli sem varða öryggi og setur sjálfan sig, vinnufélaga eða þriðja aðila í hættu.

Kafli 2. Öryggisskipurit í neyðartilfellum og viðbragðsáætlanir Öryggis og heilbrigðisáætlunin skal einnig fela í sér tafarlaus viðbrögð gagnvart skyndilegum neyðartilfellum. Öryggisskipurit skal liggja fyrir. Tilgangur öryggisskipuritsins er að skilgreina vald og ábyrgðarsvið hver og eins þegar þarf að bregðast tafarlaust við vegna neyðartilfella eða slysa. Það er sýnt á næstu blaðsíðu. Viðbragðsáætlanir eru sérhæfðar áætlanir er varða atburði sem krefjast tafarlausra aðgerða.

Atburðir innan öryggisáætlunar sem krefjast tafarlausra afskipta. 1. Slys 2. Bráðaveikindi & eitranir 3. Eldur 4. Efnaleki og alvarleg umhverfismengun

Þessar viðbragðsáætlanir eru í viðauka 1.

9

Öryggisskipurit MHC

Kafli 3. Áhættumat og efnalistar

Áhættumat Öll verk og allar framkvæmdir skal meta með tilliti til slysahættu áður en hafist er handa. Tilgangur slíks mats er að lágmarka og útiloka slysahættu í starfi. Áhættumatið er framkvæmt af og í samvinnu við þá starfsmenn sem eiga að vinna viðkomandi verk og þeir verða að samþykkja það. Engum starfsmanni er heimill aðgangur að verkstað án þess að hafa fengið fullnægjandi upplýsingar um áhættumat viðkomandi verks eða framkvæmda. Sömu kröfur gilda einnig um alla verktaka og flutnngafyrirtæki. Slík kynning verður hluti af skyldubundinni nýliðaþjálfun og gildir einnig fyrir verktaka. Þegar áhættumat fyrir tiltekið verk er tilbúið, munu öryggisstjóri og öryggisnefnd framvæma eftirlit,(skoðanir) með reglulegu millibili til að tryggja virkt áhættumat og að öllum ferlum þess til að lágmarka slysahættu sé fylgt. Niðurstöður þessara skoðana verða síðan kynntar viðkomandi starfsmönnum og á öryggisfundum. Áhættumat verður framkvæmt í eftirfarandi deildum.

1. Útlögn (Deild 10 og 11) 2. Malbiksviðgerðir, jarðvinna (Deild 12 og 13) 3. Malbikunarstöð (Deild 5) 4. Bikstöð (Deild 7) 5. Verkstæði (Deild 16) 6. Gæðaeftirlit og rannsóknarstofa 7. Skrifstofa

Áhættumatið er fyllt út á eyðublaðið EB 11.01.01 og eftirlits/skoðunarskýrslur fylltar út á eyðublaðið EB 11.01.02.

Framkvæmd áhættumats hjá MHC – Gátlisti: Áhættumat er framkvæmt í 10 þrepum:

1. Takið fram ef um er að ræða deild, verk eða verkefni. 2. Skráning verkþátta: Verkþættir hverrar starfsemi / verkefnis / deildar eru

skráðir. 3. Áhættugreining: Áhættan við hvern verkþátt er skilgreind. T.d. áhættan

(líkurnar á að verða fyrir heilsutjóni) við að klifra upp stiga er að þú getur dottið og slasað þig.

4. Hverjir eru í áhættu (eiga á hættu að skaðast)

5. Áhættuflokkun: Mundi slys/óhapp orsaka alvarlega áverka eða valda heilsutjóni, (mikil áhætta) eða síður alvarlega (meðal eða lítil áhætta) Ef þú dettur úr stiga úr 3 metra hæð er hugsanleg áhætta mikil en ef um er að ræða fall úr 0,5 metra hæð er áhættan líklega í meðallagi ( þú getur samt slasað þig illa)

6. Hvað er gert núna til að stjórna áhættu? Dæmi: Aðstoðarmaður heldur við stigann og/eða það eru reglur sem banna vinnu í stiga án öryggisútbúnaðar.

7. Hver er áhættan ef farið er eftir þessum öryggisatriðum. (mikil, meðal, lítil)? 8. Er hægt að gera eitthvað meira til að minnka áhættu? 9. Er einhver áhætta fyrir hendi þegar allt ofantalið hefur verið framkvæmt? Hver

er hún?

“ Spurningin er semsagt hvort það sé mjög mikil áhætta, í meðallagi eða tiltölulega

lítil áhætta.”

12

Efnalistar meðfylgjandi áhættumati Öll efni sem notuð eru hjá MHC skal meta með tilliti til slysahættu. Tilgangur slíks mats er að lágmarka og útiloka slyshættu af þeirra völdum. Mat þetta er framkvæmt af og í samvinnu við viðkomandi starfsmenn undir stjórn öryggisstjóra. Tryggja skal að starfsmenn fái fullnægjandi fræðslu um efni þau er þeim viðkoma. Sama gildir um alla verktaka og flutningafyrirtæki. Slík kynning verður hluti af skyldubundinni nýliðaþjálfun og gildir líka fyrir verktaka. Efnalistar þurfa að fylgja áhættumati í eftirfarandi deildum

1. Útlögn og Malbiksviðgerðir, Deild 10 og 12 2. Malbikunarstöð, Deild 5 3. Bikstöð , Deild 7 4. Verkstæði, Deild 16

Efnalistar eru fylltir út á eyðublað 11.01.04.

Efnalisti – Gátlisti: Efnalistar samanstanda af 10 atriðum

1. Efnisheiti: Taka skal fram hvað efnið heitir 2. Notkun: Skrá skal hvað efnið er notað 3. Hættuflokkun: Skrá skal í hvaða hættuflokki efnið er. Upplýsingar eru teknar úr

öryggisleiðbeiningum efnis. 4. Hættusetningar: Skrá skal allar hættusetningar viðkomandi efnis. Upplýsingar

eru teknar úr öryggisleiðbeiningum efnis. 5. Varnaðarsetningar: Skrá skal allar varnaðarsetningar viðkomandi efnis.

Upplýsingar eru teknar úr öryggisleiðbeiningum efnis. 6. Helstu hættur og aths.: Skrá skal helstu hættur viðkomandi efnis (alls ekki

tæmandi listi) og sérstakar athugasemdir ef þarf. 7. Geymsla: Taka skal fram hvar efnið er geymt. 8. Magn: Það er í hvernig og hvað stórum umbúðum 9. Seljandi/Framleiðandi: Þarf að koma fram hver er okkar birgi 10. Öryggisleiðbeiningar: Skrá skal hvar öryggisleiðbeiningar (msds) eru geymdar

og á hvað tungumáli. Hver deild hefur möppu með öryggisleiðbeiningum um öll þau efni sem starfsmenn hennar vinna með. Auk þess hefur öryggisstjóri allar öryggisleiðbeiningar. Fullnægjandi upplýsingar um hættuflokkun, hættusetningar og varnaðarsetningar skv. ísl. lögum og reglugerðum (EES) eiga að fylgja öryggisleiðbeiningum. Undantekningar koma fyrir varðandi efni sem koma frá löndum utan EB. (Þá er reynt að útskýra hættu á annan hátt).

13

Áhættumat – Samantekt, Forgangsröðun og Verkefnalisti Eftir að nýtt áhættumat er gefið út er forgangsröðun verkefna (úrbóta) raðað upp á eyðublað EB 11.01.03

14

Kafli 4 – Mat á vinnusvæði Að minnsti kosti einu sinni á ári, eigi siðar en júli, á verkstjóri að fara yfir ástand á sínum vinnustað með tilliti til öryggis, heilbrigðis og velliðan meðal starfsmanna. Verkstjóri getur beðið um aðstoð öryggisnefndar, en þarf sjálfur að vera viðstaddur og mikilvægt er að allir starfsmenn í vinnuflokknum taki þátt. Matið er framkvæmt samkvæmt eyðublaði EB 11.04 , Mat á Vinnustað.

Hér má sjá einn vinnuflokkinn önnum kafinn við að meta vinnusvæðið sitt.

15

EB 11.04 Mat á vinnustað Deild Dags.

Verkstjóri

Staðsetning

Merkja með X Hávaði Titringur Ryk, reykur Áhætta * Þungi lyftingar Samstarf í vinnuflokknum Leiðbeiningar - almennt Leiðbeiningar - öryggi Leiðbeiningar - efni Vinnuumhverfi – ástand (bíll, föt, matur, drykkir)* Slökkvitæki Öryggisföt Skyndihjálparkassi Vélarréttindi Áhættumat og efnalisti Viðbragðsáætlun við slysum * Athugasemdir

Ástand í lagi

Verði lagað sem fyrst

Alvarlegt. Þarf að laga strax

Grænt Gult Rautt Viðeigandi ráðstafanir

Til sýnis á verkstað

16

Kafla 5 Öryggisskoðun Öryggisnefndin ásamt verkstjóra ákveða reglulegar öryggisskoðanir á vinnustað. Eftir þessar skoðanir eru vandamál og og veikleikar varðandi öryggi rædd og aðgerðir til endurbóta ákveðin og samþykkt. Úrbæturnar geta falið í sér endurskoðað verklag eða vinnuferil. Stutt skýrsla (EB 11.01.02) er fyllt út og dreift. Í þessari skýrslu kemur skýrt fram hver ber ábyrgð á hverri aðgerð og tímamörkum.

17

EB 11.01.02 Öryggisskoðunarskýrsla

18

Kafli 6 – Slysa- og óhappaskýrslur Það er skylda allra starfsmanna að tryggja að bæði slys og “næstum því slys” séu tilkynnt. Kröfur um skýrslur Slys sem valda dauða, alvarlegum áverkum og líkamstjóni eða fjarveru frá vinnu einn dag eða meira auk dagsins sem slysið átti sér stað verður að tilkynna til Vinneftirlits Ríkisins á eyðublaði “Tilkynning um Vinnuslys” (EB 11.02) frá Vinnueftirliti Auk þessara slysa skal tilkynna öll önnur slys og/eða hættuleg atvik á eyðublað EB 11.03.01 (Óhappaskýrsla) Þessum skýrslum skal fylgja eyðublað EB 11.03.02 “Eftirfylgni og úrbætur vegna slysa og óhappa” sem fyllt er út af öryggisstjórn. Ef um er að ræða slys sem ætla má bótaskylt skv. lögum um almannatryggingar verður MHC senda tilkynningu um slysið til Sjúkratrygginga Íslands og afrit til tryggingafélags síns. TM Öryggisnefnd skal hafa umsjón með gerð þessara skýrslna. Fyrirkomulag dreifingu upplýsinga um slys og óhöpp skal tryggja að Öryggisnefndin sé UNDANTEKNINGARLAUST alltaf látin vita. Sjá flæðirit á næstu blaðsíðu. Sá starfsmaður sem lendir í slysi eða óappi eða tengist því á nokkurn hátt skal tilkynna það til síns næsta yfirmanns eða verkstjóra, en er einnig heimilt að tilkynna það til hvaða eldri starfsmanns sem er. Allir starfsmenn sem verða varir við slys eða óhapp VERÐA að tilkynna þau annaðhvort til skrifstofu eða öryggisstjónunar. Öryggisstjóri er ábyrgur gagnvart því að senda mánaðarlega upplýsingar og tölur um öryggismál (safety statistic) til Colas í Danmörku og að tilkynna öryggisstjórn um öll atvik sem þeim berast. Öryggisstjórn ber ábyrgð á að haldið sé utan um slysa- og óhappaskýrslur og að þeim sé dreift eins og til er ætlast og að skýrslur séu sendar til Vinnueftirlitsins og Sjúkratryggingaa Íslands eins og krafist er um slys. Öryggisstjórn og Öryggisnefnd skulu tryggja upplýsingaflæði á milli sín. Mælt er með að óhappa- og slysaskýrslur séu fylltar út í samráði við öryggisstjórn Öll tilkynnt atvik verða rædd á næsta fundi öryggisnefndar.

19

Dreifing upplýsinga um slys og óhöpp

EB

20

Tilkynning um Vinnuslys (til vinnueftirlitsins) bls 1

21

Tilkynning um Vinnuslys (til vinnueftirlitsins) bls 2

22

EB 11.03.01 Óhappaskýrsla

23

EB 11.03..02 Viðhengi við allar slysa- og óhappaskýrslur

24

Tilkynning um slys: Sent til Sjúkratrygginga Íslands. Vátryggingafélag MHC fær afrit. Bls. 1

25

Tilkynning um slys: Sent til Sjúkratrygginga Íslands. Vátryggingafélag MHC fær afrit. Bls. 2

26

Kafli 7 – Almennar öryggisreglur

Aðgangur að vinnustað

Starfssemin fer aðallega fram á eftifarandi stöðum:

1. Í og umhverfis malbikunarstöð að Gullhellu Hafnarfirði.

2. Á verkstæði að Melabraut, Hafnarfirði.

3. Í bikstöð að Óseyrarbraut í Hafnarfirði

4. Á verkstað: Þ.e. við útlögn, holuviðgerðir eða jarðvinnu.

Eingöngu þeim starfsmönnum fyrirtækisins sem fengið hafa fræðslu um öryggismál og bera viðeigandi persónuhlífar er heimilt að vera á verkstað.

Framkvæmdastjóri skal tryggja að öllum starfsmönnum fyrirtækisins sé kynnt þessi regla og felur verkstjórum og yfirverkstjóra þá framkvæmd.

Verkstjórum og yfirverkstjóra er skylt að gefa starfsmönnum sínum þau fyrirmæli og kynna fyrir þeim þær leiðbeiningar er varða öryggi og heilsu.

27

Persónuhlífar og öryggisfatnaður Öllum starfsmönnum er skylt að fylgja fyrirmælum um öryggisreglur og persónuhlífar. Persónuhlifar skal skilyrðislaust nota sem hér segir:

Verkstaður Sérhæfð starfssemi Persónu-hlífar

Mal-

bikunar- stöð

Bikstöð almennt

Útlögn + Holu-

viðgerðir Verk- stæði

Rann- sókna- stofa

Vinnu- staða-

heimsóknir Bik-

dæling Malbiks- sögun

Hjálmar X X ( X ) ( X ) X X

Öryggis- skór X X X X X X X

Hanskar ( X ) ( X ) X ( X ) ( X ) X X

Öryggis- gleraugu ( X ) ( X ) ( X ) ( X ) ( X ) X Andlits-

hlíf ( X ) X Hlífðargalli (venjulegur) X X X X X Hlífðargalli (hitaþolinn) X Endurskins-

fatnaður ( X ) X ( X ) X X Heyrnar-

hlífar ⌧ ⌧ ⌧ ⌧ ⌧ ⌧ ⌧ X Skyldunotkun ⌧ Heyrnarhlífar: Þegar hávaði er yfir 85dB(A) ( X ) Viðbótarkröfur. Sjá hér að neðan ATH. Eingöngu má nota viðurkenndar persónuhlífar.

Viðbótarkröfur:

Hjálmar: Skylda þegar þess er krafist. Alltaf umhverfis malbikunarstöðina og þegar verið er að aðstoða við gröfuvinnu. Öryggisskór: Skylda á öllum vinnusvæðum nema á skrifstofu. Öryggisskór þurfa að vera hitaþolnir og með stáltá. Hlífðargallar: Eiga að vera með endurskinsröndum og framleiddir úr hitaþolnu, einangrandi efni. Öryggisgleraugu Skyldunotkun þegar unnið er með efni, heitt asfalt, sögunar eða skurðartæki, í ryki og þegar unnið er með háþrýstingstækjum. Rafsuðugleraugu Alltaf þegar unnið er við að rafsjóða eða að brenna með gasi. Eyrnatappar/Heyrnarhlífar Skal nota þegar hávaði verður óþægilega mikill eða yfir 85dB(A)

28

Hanskar Alltaf þegar verið er að dæla heitu biki eða þegar verið er að vinna með beittum áhöldum. Öryggisbelti Er krafist þegar unnið er á pöllum með handriðum í meira en tveggja metra hæð.

Öryggisbúnaður á öllum vinnusvæðum Á öllum vinnusvæðum skulu vera. • Handslökkvitæki sem henta aðstæðum, t.d. hráefni sem unnið er með og/eða útbúnaði • Búnaður til að skola augu • Skyndihjálparkassi

Öryggismerkingar Skilti sem sýna skilmerkilega öll atriði sem snúa að öryggi og heilsu skulu staðsett á eftirtöldum stöðum: Bikstöð, malbikunarstöð og verkstæði

Kort af vinnusvæðum sem sýna öryggisupplýsingar, t.d. hvar handslökkvitækin eru, skyndihjálparbúnaður og hættuleg/eldfim efni eru. Auk þess upplýsingar um tengiliði.

Skylda að vera með hjálma Skylda að nota öryggisgleraugu (ef það á við)

29

Umferðarmerkingar Undantekingarlaust skal gæta fyllsta öryggis í og við umferð. Að umferðarmerkingar séu settar upp, til að vara umferð við vegavinnu og til að gæta fyllsta öryggis gagnvart starfsmönnum, er á ábyrgð verkstjóra/yfirverkstjóra. Fyrirmælum og reglum Lögreglu og Vegagerðarinnar skal fylgt.

Eftirlit með tækjum og búnaði Það er stjórnandi/notandi tækis og/eða búnaðar sem ber ábyrgð á að athuga, áður en BYRJAÐ er, hvort tækið/búnaðurinn sé öruggur, að leiðslur, kaplar eða háþrýstislöngur séu ekki skemmdar og hvort sagir og rennibekkir séu með þeim öryggishlífum sem við á. Ef vitað er að eitthvað er að eða leiki einhver grunur á því skal starfsmaðurinn láta verkstjóra sinn eða verkstæðisformann vita af því áður en notkun hefst. Verkstjóri eða verkstæðisformaður skal sjá til þess að notkunarleiðbeiningar séu aðgengilegar og/eða að þeir starfsmenn sem vinna með tækin/búnaðinn séu hæfir til þess hvað varðar örugga notkun, þ.e. með leiðbeiningum eða þjálfun. Allar lyftur, lyftubúnaður og kranar skulu skoðaðir fyrir hverja notkun. Það er á ábyrgð notandanda búnaðar/tækis að það sé gert. Yfirmaður verkstæðis skal afla og hafa tiltæk öll þau gögn og upplýsingar sem krafist er varðandi öryggi, þar á meðal leyfis og skoðunarvottorð búnaðar/tækja.

30

Hættuleg efni – Öryggisleiðbeiningar Allar öryggisleiðbeiningar varðandi efni sem notuð eru í fyrirtækinu skulu geymdar í sérstakri möppu. Þessi mappa skal vera geymd á rannsóknarstofu ásamt afriti á verkstæði, bikstöð og malbikunarstöð. Í áhættumatinu skal öll vinna með hættuleg efni vera innifalin.

Skoðun ökutækja Öll skoðunarskyld ökutæki skulu hafa gilt skoðunarvottorð. Yfirmaður verkstæðis ber ábyrgð á því. Notandi ökutækis skal sjá um daglega umhirðu þess sem felst í því að ökutækinu sé vel viðhaldið og og að það sé öruggt. Ef koma í ljós einhverjir gallar eða skemmdir sem snýr að öryggi ökutækis skal láta yfirmann verkstæðis vita tafarlaust.

Vinnuvélaréttindi Aðeins þeir starfsmenn sem hafa til þess réttindi og skilað hafa inn afriti af skirteini sínu til öryggisstjóra mega vinna á tækjum og vélum fyrirtækisins. Öryggisstjóri er með möppu á skríftstofu þar sem upplýsingar eru geymdar.

31

Almennt varðandi heilsu og öryggi á verkstað Það er álitið brot á samningum að

Að láta ekki vita af upplýsingum varðandi galla eða skemmdir til viðeigandi sviðsstjóra, verkstjóra eða tilsjónarmanns, ef vitað er af þessum skemmdum/göllum.

Að aðhafast ekkert varðandi fyrirliggjandi upplýsingar um galla, skemmdir eða ófullnægjandi atriði sem snúa að heilsu og öryggi.

32

Viðauki

1. Viðbragðsáætlanir 2. EB 11.06 Tilkynning um breytingar í Heilbrigðis- og Öryggisáætlun. 3. Skipurit 4. EB 11.10 Fundur – Öryggismál (sýnishorn) 5. Áhættumat og efnalistar

33

App. 1 Viðbragðsáætlun Viðbragðsáætlun

Nr. 1 Slys á fólki Dags:29.05.2006

Inngangur Getur varðað t.d. slys eftir fall, brunameiðsl, höfuð -, háls –og hryggmeiðsl, beinbrot, meðvitundarleysi, hjartaáfall, stungusár, grun um innri blæðingu og bráða eitrun

Gera viðvart Samstarfsmaður gerir yfirmanni sínum skv. Öryggisskipuriti viðvart

1. Nafnið þitt

2. Hvað hefur gerst

3. Hvar gerðist það

4. Hvenær gerðist það

5. Hversu margir eru slasaðir og lýsing á skaðanum

6. Hverjir aðrir eru á svæðinu og hefur þetta atvik verið tilkynnt

Yfirmaður til Svæðisstjóra

Aðgerðir Stöðva slysið: Rafmagn-slys – aftengja straum Köfnun – fjarlægja aðskotahlut Blæðing – stöðva blæðingu Bruni – láta renna á kalt rennandi vatn. Ef um er að ræða bruna með

biki er mikilvægt að reyna að forðast það að fjarlægja bikið heldur kæla það frekar með vatni. Ef það er fjarlægt getur það valdið meiri skaða

Efni – lesið og farið eftir notkunarreglum Veitið fyrstu hjálp og hringið í 112 eftir aðstoð Við slys á fólki skal láta neyðarþjónustu TM vita. Neyðarnúmerið þeirra er 800 6700

Útbúnaður Farsími

Fyrstuhjálparkassi

Slökkvitæki

Viðeigandi öryggisfatnaður

Ábyrgð Fyrsta manneskja á slysstað er ábyrg fyrir að koma ofangreindum aðgerðum af stað

Yfirmaður í öryggisskipuriti er ábyrgur fyrir skýrslugerð til yfirstjórnar

Skýrslugerð Öll slys á fólki skulu tilkynnt til vinnueftirlits og ef til vill til lögreglu.

Framkvæmdastjóri útbýr skriflega skýrslu

Símanúmer 112 TM - 800 6700

34

Viðbragðsáætlun

Nr. 2 Kafli Veikindi Dato:29.5.2006

Inngangur Getur varðað t.d. háan hita, krampakast, svima, höfuðverk/mígreni, þunglyndi, ógleði, almenn óþægindi, botnlangabólgu, grunur um eitrun

Gera viðvart Sá sem verður var við óvenjulegt ástand/veikindi hjá sér eða samstarfsmanni sínum skal gera yfirmanni sínum skv.öryggisskipuriti viðvart.

Yfirmaður og næsti samstarfsmaður meta sín á milli hvort veikindin séu alvarleg

Ef um minnsta vafa sé að ræða skal næsti samstarfsmaður eða yfirmaður hringja í 112 eftir aðstoð

Aðgerðir Þangað til að sá sjúki er sóttur af fjölskyldu sinni eða af sjúkrabíl þarf að haga hlutum þannig að hann geti ávallt kallað á hjálp ef ástand hans versnar. Sá sjúki skal sitja eða liggja fyrir.

Útbúnaður Sími

Fyrstuhjálparkassi

Ábyrgð Fyrsta manneskja á slysstað er ábyrg fyrir að koma ofangreindum aðgerðum af stað

Skýrslugerð Tilkynna skal öll sjúkdómstilfelli til Verkstjóra. Verkstjóri tilkynnir svo tilfellið til Sviðstjóra

Símanúmer 112

35

36

Viðbragðsáætlun

Nr. 3 Kafli A Bruni Dato:29.5.2006

Inngangur T.d. bruni í tæki, malbikunarstöð, olíustöð, verkstæði, skrifstofu

Ef um er að ræða stóra bruna í byggingum eða í dauðum hlutum á vinnusvæði er oftast öruggast að yfirgefa brunasvæðið og láta það kyrrt liggja að slökkva eldinn

Gera viðvart Starfsmaður gerir öllum viðvart með háværu ópi

Yfirmaður skv. Öryggisskipuriti metur hvort hægt sé að slökkva eldinn með tilfallandi slökkvitækjum

Ávallt skal kalla slökkvilið til

Ef slys verður á fólki skal strax hrinda viðbragðsáætlun 1 af stað

Yfirmaður á vinnusvæði skal vera slökkviliði til taks

Aðgerðir Yfirmaður á vinnusvæði ákveður áður en slökkviliðið mætir hvernig meðhöndla skal eldinn Allir starfsmenn skulu yfirgefa brunasvæðið og hittast á fyrirfram ákveðnum stað, þar sem talning á fólki hefst.

Bruni í tækjum og malbikunarstöð

Aftengja skal strax straum til þess svæðis sem elds verður vart og ef mögulegt er, fjarlægja eldfim efni eins og vökva og gas. Þegar allir starfsmenn hafa yfirgefið brunasvæðið, skal yfirmaður á staðnum (verkstjóri eða flokkstjóri) reyna að slökkva eldinn með slökkvitæki ef hann telur það framkvæmanlegt en það þarf hann að meta sem fyrst, ellgar að yfirgefa brunasvæðið.

Bruni í bikstöð

Við minniháttar bruna skal sem fyrst hefjast handa við að slökkva og einangra eldinn frá öðrum eldfimum efnum.

Gera slökkviliði viðvart sem ákveður frekari aðgerðir

Útbúnaður Slökkvutæki skv. reglugerð

Ábyrgð Sá sem uppgötvar eldinn er ábyrgur fyrir að gera öllum viðvart

Yfirmaður á staðnum er ábyrgur fyrir aðgerðum á vinnustað ásamt því að kalla á slökkvilið

Yfirmaður á staðnum er ábyrgur fyrir manntalningu og frekari skipulagningu á björgunaraðgerðun allt þangað til að slökkviliðið mætir á svæðið. Eftir það er slökkviliðið ábyrgt fyrir frekari aðgerðum

Skýrslugerð Yfirmaður á staðnum er ábyrgur fyrir því að tilkynna öll brunatilfelli skriflega til Framkvæmdastjóra/Sviðstjóra.

Brunatilfellisskýrslan skal meðal annars innihalda upplýsingar um möguleg umhverfisáhrif af völdum brunans, hvernig gekk að ráða niðurlögum brunans og hvað má betur fara

Símanúmer 112

Viðbragsðáætlun

Nr. 4 Kafli A Stór leki / Mengun Dags:29.5.2006

Inngangur Getur átt við mikinn leka í eldsneytistanki, efnisleka, leka biks í sjó

Viðvörun Sá sem uppgötvar fyrst leka af einhverju tagi skal gera yfirmanni sínum, skv. Öryggisskipuriti, viðvart

Yfirmaður á staðnum metur hvort skuli gera yfirvöldum og slökkviliði viðvart

Aðgerðir Stöðva skal lekan um leið og hann uppgötvast og hefjast handa við að hreinsa upp ef þurfa þykir

Útbúnaður Fer eftir eðli og umfangi lekans

Ábyrgð Sá sem fyrstur er á staðinn er ábyrgur fyrir því að stöðva lekann

Yfirmaður á staðnum er ábyrgur fyrir að starta hreingerningu og gera yfirvöldum viðvart (t.d slökkviliðs)

Skýrslugerð Yfirmaður á staðnum er ábyrgur fyrir að skrá tilfellið og tilkynna framkvæmdastjóra, Sviðstjóri samt til yfirvalda

Símanúmer

Slökkvilið 112

Steingrimur Bragasson (Malbikunarstöð) 660 1910

Sigurður Benedikt Björnsson (Bíkstöð)

660 1911

Sigþór Sigurðsson Framkvæmdastjóri 660 1901

37

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi-eyðublað

App. 2 EB 11.06 Tilkynning um breytingar í Öryggisáætlun Kafli Lýsing / Breyting Dagss. Samþykkt

Ritstýrt af:Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. águst 2006 Síða 1 af 52

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: EB 11.06

38

App. 3 Skipurit MHC

39

App. 4 EB 11.01.02 Öryggisfundur – Sýnishorn af fundargerð

40

App 5. Áhættumat og efnalistar fyrir Hlaðbæ – Colas hf.

Malbikunarstöðin

Hlaðbær – Colas hf

Áhættumat og efnalistar fyrir allar deildir

MHC

Þetta áhættumat skal vera í stöðugri endurskoðun og það skal uppfært eftir því sem þörf þykir. Allir starfsmenn skulu koma að gerð þess.

41

Áhættumat verður framkvæmt í eftirfarandi deildum.

8. Útlögn (Deild 10 og 11) 9. Malbiksviðgerðir, jarðvinna (Deild 12 og 13) 10. Malbikunarstöð (Deild 5) 11. Bikstöð (Deild 7) 12. Verkstæði (Deild 16) 13. Gæðaeftirlit og rannsóknarstofa 14. Skrifstofa

Áhættumatið er fyllt út á eyðublaðið EB 11.01.01 og eftirlits/skoðunarskýrslur fylltar út á eyðublaðið EB 11.01.02. Framkvæmd áhættumats hjá MHC – Gátlisti: Áhættumat er framkvæmt í 10 þrepum:

10. Takið fram ef um er að ræða deild, verk eða verkefni. 11. Skráning verkþátta: Verkþættir hverrar starfsemi / verkefnis / deildar eru

skráðir. 12. Áhættugreining: Áhættan við hvern verkþátt er skilgreind. T.d. áhættan

(líkurnar á að verða fyrir heilsutjóni) við að klifra upp stiga er að þú getur dottið og slasað þig.

13. Hverjir eru í áhættu (eiga á hættu að skaðast) 14. Áhættuflokkun: Mundi slys/óhapp orsaka alvarlega áverka eða valda

heilsutjóni, (mikil áhætta) eða síður alvarlega (meðal eða lítil áhætta) Ef þú dettur úr stiga úr 3 metra hæð er hugsanleg áhætta mikil en ef um er að ræða fall úr 0,5 metra hæð er áhættan líklega í meðallagi ( þú getur samt slasað þig illa)

15. Hvað er gert núna til að stjórna áhættu? Dæmi: Aðstoðarmaður heldur við stigann og/eða það eru reglur sem banna vinnu í stiga án öryggisútbúnaðar.

16. Hver er áhættan ef farið er eftir þessum öryggisatriðum. (mikil, meðal, lítil)? 17. Er hægt að gera eitthvað meira til að minnka áhættu? 18. Er einhver áhætta fyrir hendi þegar allt ofantalið hefur verið framkvæmt? Hver

er hún?

42

Efnalistar þurfa að fylgja áhættumati í eftirfarandi deildum

5. Útlögn og Malbiksviðgerðir, Deild 10 og 12 6. Malbikunarstöð, Deild 5 7. Bikstöð , Deild 7 8. Verkstæði, Deild 16

Efnalistar eru fylltir út á eyðublað 11.01.04. Efnalisti – Gátlisti: Efnalistar samanstanda af 10 atriðum

11. Efnisheiti: Taka skal fram hvað efnið heitir 12. Notkun: Skrá skal hvað efnið er notað 13. Hættuflokkun: Skrá skal í hvaða hættuflokki efnið er. Upplýsingar eru teknar úr

öryggisleiðbeiningum efnis. 14. Hættusetningar: Skrá skal allar hættusetningar viðkomandi efnis. Upplýsingar

eru teknar úr öryggisleiðbeiningum efnis. 15. Varnaðarsetningar: Skrá skal allar varnaðarsetningar viðkomandi efnis.

Upplýsingar eru teknar úr öryggisleiðbeiningum efnis. 16. Helstu hættur og aths.: Skrá skal helstu hættur viðkomandi efnis (alls ekki

tæmandi listi) og sérstakar athugasemdir ef þarf. 17. Geymsla: Taka skal fram hvar efnið er geymt. 18. Magn: Það er í hvernig og hvað stórum umbúðum 19. Seljandi/Framleiðandi: Þarf að koma fram hver er okkar birgi 20. Öryggisleiðbeiningar: Skrá skal hvar öryggisleiðbeiningar (msds) eru geymdar

og á hvað tungumáli. Hver deild hefur möppu með öryggisleiðbeiningum um öll þau efni sem starfsmenn hennar vinna með. Auk þess hefur öryggisstjóri allar öryggisleiðbeiningar. Fullnægjandi upplýsingar um hættuflokkun, hættusetningar og varnaðarsetningar skv. ísl. lögum og reglugerðum (EES) eiga að fylgja öryggisleiðbeiningum. Undantekningar koma fyrir varðandi efni sem koma frá löndum utan EB. (Þá er reynt að útskýra hættu á annan hátt).

43

Töflur til hjálpar við mat og flokkun á áhættu. Vegið er saman annars vegar afleiðingar af álagi eða heilsutjóni og hons vegar líkur á álagi eða heilsutjóni

44

Deild 5 - Malbikunarstöð (Framleiðslustjórn malbiks)

Áhættumat og

Efnalisti

45

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 5 Malbikunarstöð Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 1 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Starfssemi í og við Malbikunarstöð:

Almenn starfssemi við stöðina

Of mikil nálægð við reimar, færibönd og annað það sem er í gangi og er varasamt

-Starfsmenn malbikunarstöðvar -Aðrir starfsmenn -Utanaðkomandi

X -Reynt að fylgjast með því að engir óviðkomandi séu við stöðina

X

-Afmörkuð örugg svæði fyrir þá sem ekki hafa heimild til að vera á vinnusvæði, þarf að merkja. -Ætti að vera sírena sem mundi flauta þegar stöðin er sett í gang

X

Malbik sett á bíla Malbiksbruni í andliti Starfsmenn

malbikunarstöðvar

X

-Reynsla og þjálfun -Í miklum vindi er sýnd sérstök aðgát og andlitshlífar notaðar

X X

Að setja segl á bíla Fall af seglapalli Starfsmenn

malbikunarstöðvar X Starfsmenn fara ekki uppá seglapall fyrr en vörubíll hefur nemið staðar.

X Reglur um hámarkshraða til bílstjóra X

Skipt um fillerpoka

Mikið ryk getur orsakað ofnæmi og/eða annað heilsutjón

Starfsmenn malbikunarstöðvar X Sérstök áhersla á persónuhlífar

(öryggisgleraugu, andlitsgrímur) X X

Fíberáfylling í síló

Að verða undir pokunum þegar þeir eru hifðir upp

Starfsmenn malbikunarstöðvar X Sýnd ýtrasta varúð

X

-Takmarka aðgang að vinnusvæði með afmörkun -Tryggja að hífinga- búnaður sé öruggur

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 5 Malbikunarstöð Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 2 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Steinefnasíló og færibönd

Vinnuföt og reimar geta fest í rúllum

Starfsmenn malbikunarstöðvar X

-Aðgát -Starfsmenn eru klæddir með tilliti til vinnunnar, forðast lausa trefla og þ.h.

X -Rúllur og færibönd afgirt -Kynnt fyrir nýliðum

X

Viðhald og viðgerðir:

Við upphaf viðhalds-vinnu

Að stýrisstraumur sé á Gæti haft mjög alvarlega slysahættu í för með sér

Starfsmenn malbikunarstöðvar X

Sérstaklega mikil aðgát

X

Stöðvarstjóri og blöndunarstjórar ættu að hafa hver sinn lykil að stýrisstraumnum þannig að þegar ekki er lykill í þá vita aðrir að ekki má setja straum á.

X

Unnið í mikilli hæð upp í stöðinni

Missa verkfæri og/eða aðra hluti niður

-Starfsmenn MHC, staðsettir við stöðina -Aðrir

X

-Mikil aðgát sýnd við vinnu í mikilli hæð -Þeir starfsmenn sem þurfa að starfa fyrir neðan eru látnir vita -Sérstök áhersla á öryggishjálma

X -Lokað algjörlega fyrir óviðkomandi. X

Unnið í mikilli hæð upp í stöðinni

Fall úr mikilli hæð Starfsmenn malbikunarstöðvar X

-Sérstök aðgát -Lýsing þar sem það á við -Vinnusvæði og pallar eru aðgengilegir og haldið hreinum

X

Nota öryggisbelti ef verið er í meira en 2 metra hæð og engin handrið eru

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 5 Malbikunarstöð Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 3 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

-Handrið

Almenn viðhalds-vinna við stöðina

Að festast í sniglum, blandara, færiböndum og/eða öllu því sem snýst og er í gangi

Starfsmenn malbikunarstöðvar X

-Sérstök áhersla á persónuhlífar -Aðgát og reynsla -Starfsmenn minntir á slysahættu þegar um viðhalds-vinnu er að ræða. -Takmarkaður aðgangur

X -Takmarka aðgang -Neyðarstopp

X

Rafsuðu-vinna

Áverkar á augum, rafsuðublinda Brunasár

Starfsmenn malbikunarstöðvar X

-Eingöngu vanir og þjálfaðir starfsmenn -Sérstök áhersla á allar nauðsynlegar persónuhlífar svo sem rafsuðugleraugu og hanska

X

X

Rafsuðu-vinna

Eitraðar lofttegundir þegar unnið er við galvaniseraðan (zink-húðaðan) málm

Starfsmenn malbikunarstöðvar X

-Áhersla lögð á að menn séu meðvitaðir um hættuna -Ef um inninvinnu er að ræða þá er reynt að loftræsta eins og kostur er

X

-Athuga með sérstakar persónuhlífar, t.d. filtergrímur -Námskeið (fræðsla) fyrir starfsmenn

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 5 Malbikunarstöð Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 4 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Vinna við bandsög og aðrar vélar inn á verkstæði

Hættulegir áverkar, skurðir, hruflanir og augnáverkar

Starfsmenn malbikunarstöðvar X

-Eingöngu vanir og þjalfaðir starfsmenn -Sérstök áhersla á viðeigandi persónuhlífar, svo sem hlífðargleraugu, heyrnarhlífar hanska og svo frv.

X

X

Flutningar:

Steinefna-flutningur

Slys og óhöpp í umferðinni

Slys og óhöpp í umferðinni X

-Umferðarreglur -Reynsla og þjálfun

X Alltaf breitt yfir farm X

Bikflutningur Slys og óhöpp í umferðinni

-Bílstjórar MHC -Aðrir starfsmenn -3. aðili

X

-Umferðarreglur -Reynsla og þjálfun -Reglubundin ADR námskeið

X ADR reglum framfylgt 100% X

Lestun og losun biks Bikbruni -Starfsmenn

malbikunarstöðvar X

-Reglubundin skoðun á tengjum og slöngum -Neyðarsturta hjá bikdælu

X

-Afmarka algjörlega vinnusvæði og takmarka aðgang óviðkomandi skv. einhvers konar áætlun

X

Umferð vörubíla og vinnuvéla á lóð MHC: Bakkandi og sturtandi vörubifreiðar: Bæði undir-

Að verða fyrir/undir vörubifreiðum.

-Starfsmenn malbikunarstöðvar -Aðrir starfsmenn

X

-Bílstjórar eiga að vita hver hámarkshraði er, 5 km/klst -Takmarkaður aðgangur að stöð

X

-Þarf að setja upp skilti um hámarkshraða -Þarf að setja upp skilti á

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 5 Malbikunarstöð Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 5 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

verktakar og MHC

-Aðrir á lóð MHC

og steinefnahaugum -Lýsing er ágæt -Sérstök áhersla á endurskins-fatnað starfsmanna

lóð MHC um allt er varðar aðgang að svæðinu

Vinna við steinefna-hauga og flutningur steinefna að sílóum

Að verða fyrir/undir vinnuvélum

-Starfsmenn malbikunarstöðvar -Aðrir starfsmenn

X

-Takmarkaður aðgangur að stöð og steinefnahaugum -Lýsing er ágæt -Sérstök áhersla á endurskins-fatnað starfsmanna

X -Þarf að setja upp skilti á lóð MHC um allt er varðar aðgang að svæðinu

X

Hjólaskóflur, lyftarar og aðrar vinnu-vélar

-Lenda í árekstri -Að velta

-Tækjamaður -Starfsmenn malbikunarstöðvar -Aðrir starfsmenn -3. aðili

X

-Aðgát, þjálfun og reynsla -Eingöngu réttindamenn á vélum -Bakkskynjarar og blikkljós -Sérstakar reglur sem eru þannig að hjólaskóflur og aðrar vinnuvélar sem fæða stöðina eiga réttinn gagnvart vörubílum

X

-Þarf að setja upp skilti á lóð MHC um allt er varðar aðgang að svæðinu -Þarf að tryggja að vörubílstjórar viti af reglum um rétt vinnuvéla

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 5 Malbikunarstöð

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 1 af 6

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Bik Í malbiks-framleiðsllu

Efni ekki flokkað sem hættulegt heilsu eða umhverfi

Engar V-2

Getur brennt við snertingu

Í sérstökum biktönkum við malbikunarstöð

2 X 75.000 lítrar

Nynas AB Svíþjóð www.nynas.com

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ísl.

Própangas

Hita loka og fleira Fyrir hitakassa

FX – Afar eldfimt

H-12 H-45

V-2 V-9 V-16

Mjög eldfimt

Við brennara og biktanka Á lóð MHC fyrir hitakassa

33 lítra kútar og 11 lítra kútar

Gasfélagið ehf

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ísl

Súrefni O2 Logsuða

O – Eldnærandi C – Ætandi

H-8 H-34

V-21

Brunahætta er samfara leka

Inni á verkstæði malbikunarstöðvar

50,5 lítra kútar

Ísaga www.aga.com

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ísl

Acetýlen C2H2 Logsuða

FX – Afar eldfimt

H-5 H-6 H-12

V-9 V-16 V-33

Mjög eldfimt

Inni á verkstæði malbikunarstöðvar

44 lítra kútar

Isaga www.aga.com

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ísl

Mison 8 Rafsuða Efni ekki flokkað sem hættulegt heilsu eða umhverfi

Engar Engar Leki. Ryður burt súrefni og getur orsakað köfnun

Inni á verkstæði malbikunarstöðvar

33 lítra kútar

Isaga www.aga.com

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ísl

Skipa-gasolía

Eldsneyti fyrir malbikunar-stöð

Xn – Hættulegt heilsu N – Hættulegt umhvefinu

H-40 H-65 H-66 H-51/53

V-53 V-36/37 V-45 V-62 V-61 V-2

Ekki eldfimt en brennur við íkveikju Mengunarhætta

Í tank við stöðina 50.000 lítra tankur

Skeljungur www.skeljungur.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ísl

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 5 Malbikunarstöð

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 2 af 6

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Dísel og gasolía

Eldsneyti fyrir vélar og bifreiðar

Xn – Hættulegt heilsu N – Hættulegt umhverfinu

H-40 H-65 H-66 H-51/53

V-53 V-36/37 V-45 V-62 V-61 V-2

Ekki eldfimt en brennur við íkveikju Mengunarhætta

Í tönkum á lóð MHC 2 x 10.000 lítra tankar

Skeljungur www.skeljungur.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ísl

Sudan DK-GP100

Litarefni fyrir Dísel

Xn – Hættulegt heilsu N – Hættulegt umhvefinu

H 51/53 H-65 H-66 H-67

V-23 V-24 V-51 V-61 V-62

Sjá öryggis-leiðbeiningar

Kemur blönduð út í díselolíuna. Í öðrum tanknum sem er merktur: Lituð olía

Skeljungur www.skeljungur.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ísl

TPH Viðloðunarefni í malbik

C – Ætandi N – Hættulegt umhvefinu

H-51/53 H-43 H-34

V-26 V-36/37/39 V-45 V-61 V-60 V-57 V-28 V-62

Möguleiki á ætandi áhrifum Skaðvaldur fyrir umhverfið

Í tank við malbikunarstöðina Inni á verkstæði

1000 lítra tankar

Chemoran LTD Írland

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku

Wetfix BE

Viðloðuðunar-efni í malbik (notað ef TPH er ekki til)

Xi – Ertandi N – Hættulegt umhvefinu

H-38 H-41 H-51/53

V-26 V-37/39 V-61

Ertandi fyrir húð Hætt við alvar-legum augnskaða Umhvefishætta

Í tank við malbikunarstöðina Inni á verkstæði

1000 lítra tankar

Kemis ehf / Akso-Nobel Svíþjóð www.kemis.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ísl

Wetfix N

Viðloðuðunar-efni í malbik (notað ef TPH er ekki til)

Xi – Ertandi N – Hættulegt umhvefinu

H-22 H-34 H-43 H-50/53

V-26 V-28 V-36/37/39 V-45 V-57

Veldur bruna Skaðvaldur fyrir umhverfið

Í tank við malbikunarstöðina Inni á verkstæði

1000 lítra tankar

Kemis ehf / Akso-Nobel Svíþjóð www.kemis.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ísl

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 5 Malbikunarstöð

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 3 af 6

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

E-Z-GO United 596

Á vörubílspalla Malbikslosandi efni

Öryggisleið-beiningar ekki skv. EB reglugerð

Öryggisleið-beiningar ekki skv. EB reglugerð

Öryggisleið-beiningar ekki skv. EB reglugerð

Tiltölulega meinlaust efni. Sjá öryggis-leiðbeiningar

Inni á verkstæði 200 lítra tunnur

Ensím ehf www.ensim.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku

EZ-SLIX Á vörubílspalla Malbikslosandi efni

Öryggisleið-beiningar ekki flokkaðar skv. ísl lögum

Öryggisleið-beiningar ekki skv. EB reglugerð

Öryggisleið-beiningar ekki skv. EB reglugerð

Tiltölulega meinlaust efni. Sjá öryggis-leiðbeiningar

Inni á verkstæði 200 lítra tunnur

Kemi ehf www.kemi.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku

Sasobit Hart vax sem blandað er út í malbikið

Öryggisleið-beiningar ekki flokkaðar skv. ísl lögum

Öryggisleið-beiningar ekki skv. EB reglugerð

Öryggisleið-beiningar ekki skv. EB reglugerð

Eldfimt við hátt hitastig Vaxið bráðnar við mikinn hita og brennir Innöndun gufu í miklu magni getur leitt til öndunarerfiðleika Sjá öryggisleið-beiningar

Inni á verkstæði og/eða í sílói

20 – 600 kg umbúðir

Sasol Wax GmbH Þýskaland www.sasolwax.com

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku

Viatop Premium

Fiber í SMA framleiðslu Ekki í hættuflokki Engar Engar

Engar tilgreindar Sjá öryggisleið-beiningar

Inni á verkstæði 500 kg sekkir

J. Rettenmeier & Sons Þýskaland www.jrs.de

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku

Karacell K050

Fiber í SMA framleiðslu (Viatop er að koma í staðinn)

Ekki flokkað sem hættulegt efni Engar Engar

Engar þekktar hættur Sjá öryggisleið-beiningar

Inn á verkstæði 500 kg sekkir

ABJ Consulting ApS

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 5 Malbikunarstöð

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 4 af 6

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Asphalt RED

Rautt litarefni í malbik

Ekki flokkað sem hættulegt efni Engar Engar

Vont að missa niður í niðurföll og þ.h. vegna litar. Sjá öryggisleið-beiningar

Inn á verkstæði 500 kg sekkir

PJ Colours LTD, USA www.pjcolours.com

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku

Bayferrox 130

Rautt litarefni í malbik Ekki í notkun eins og er

Ekki flokkað sem hættulegt efni Engar Engar

Vont að missa niður í niðurföll og þ.h. vegna litar Sjá öryggisleið-beiningar

Inn á verkstæði 20 kg pokarLanxess LTD,UK www.lanxess.com

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku

Dustex 50%

Rykbindiefni sem Sprautað er yfir steinefnahauganna

Ekki flokkað sem hættulegt efni Engar Engar

Engar þekktar hættur Sjá öryggisleið-beiningar

Geymt úti 1000 lítra tankar

Kemis ehf www.kemis.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku

Absol

Til upphreinsunar á olíu og efnavörum

Ekki flokkað sem hættulegt efni Engar Engar

Engar þekktar hættur Sjá leiðbeiningar um notkun efnisins

Inn á verkstæði 3 X 35 kg Skeljungur www.skeljungur.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ísl.

SKF Grease LGWA 2

Koppafeiti Ekki flokkað sem hættulegt efni skv kröfum EB

H-36/38 H-38 H-41 H-51/53 H-52/53

V-24/25 V-37 V-61

Engar alvarlegar hættur Sjá öryggisleið-beiningar

Inni á verkstæði 400 ml túpur

N1 www.n1.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku.

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 5 Malbikunarstöð

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 5 af 6

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Omala 100 Gírolía Ekki flokkað sem hættulegt efni skv kröfum EB

Ekki skráð á öryggis-leiðbeiningar

Ekki skráð á öryggis-leiðbeiningar

Engar alvarlegar hættur Sjá öryggisleið-beiningar

Inni á verkstæði 50 lítra tunnur

Skeljungur www.skeljungur.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku.

Fin Lube tf + teflon Smurefni Ekki flokkað sem

hættulegt efni

H-22 H-35 H-36/38 H38 H-41 H-50/53 H-51/53 H52/53

V-16 V-23 V-60 V-61 V-65 V-66

Helsta viðvörunin er að efnið geti verið skaðlegt umhverfinu Sjá öryggisleið-beiningar

Inni á verkstæði Spray-brúsar

Kemi ehf www.kemi.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku.

Comma Release oil Ryðolía

Fx – Mjög elfimt Xn – Hættulegt heilsu

H-12 H-52/53 H-66 H-67

V-2 V-23 v-26 V-29 V-46 V-51

Mjög eldfimt Sjá öryggisleið-beiningar+ merkingar á umbúðum

Inni á verkstæði Spray-brúsar

N1 www.n1.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku.

4 - Way Alhliða smurefni

Ekki flokkað skv. kröfum EB Fx – Afar eldfimt

Öryggisleið-beiningar ekki skv. EB reglum

Öryggisleið-beiningar ekki skv. EB reglum

Mjög eldfimt Sjá öryggisleið-beiningar + merkingar á umbúðum

Inni á verkstæði Spray-brúsar 255 gr.

Kemi ehf www.kemi.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku.

Permatex Brake & Parts Cleaner

Fitu og bremsuhreinsir

Ekki flokkað skv. kröfum EB Fx – Mjög elfimt Xn – Hættulegt heilsu

Öryggisleið-beiningar ekki skv. EB reglum

Öryggisleið-beiningar ekki skv. EB reglum

Mjög eldfimt Sjá öryggisleið-beiningar + merkingar á umbúðum

Inni á verkstæði Spray-brúsar

N1 www.n1.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ensku.

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 5 Malbikunarstöð

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 6 af 6

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

SONAX Super Liquid Wax

Fljótandi bílabón

Engin heilsufarleg hætta þekkt Engar V-2

Engar þekktar hættur Sjá öryggisleið-beiningar

Inni á verkstæði 500 ml brúsar

N1 www.n1.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ísl.

Comma Super Cold Master Antifreeze

Frostlögur Xn – Hættulegt heilsu

H-22

V-2 V-46

Veldur heilsutjóni við inntöku Sjá öryggisleið-beiningar

Inniá verkstæði 20 lítra brúsar

N1 www.n1.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ísl.

Túrbo Sámur 2296

Bílatjöru-hreinsir

Xn – Hættulegt heilsu H-20/21/22 V-2

Við innöndun og inntöku Sjá öryggisleið-beiningar

Inni á verkstæði 20 lítra brúsar

Sámur Sápugerð www.samur.is

Malbikunarstöð + Öryggisstjórn Á ísl.

Deild 7 – Bikstöð (Framleiðslustjórn biks/bikþeytu)

Áhættumat og

Efnalisti

46

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 7 Bikstöð Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 1 af 4

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Bikdæling: Almenn meðhöndlun á heitu biki

Að slettist heitt bik og orsaki brunameiðsli

Starfsmenn í bikstöð. Bílstjóri X

Sérstök áhersla á viðeigandi persónuhlífar X Setja upp neyðarsturtu X

Bikdæling á tankbíl Íkveikjuhætta Starfsmenn í bikstöð.

Bílstjóri X

-Bíll er jarðtengdur -Vera alltaf 2 til staðar við dælingu

X X

Bikdæling á tankbíl Fall ofan af bíl. Starfsmenn í bikstöð.

Bílstjóri X

Vera alltaf tveir til staðar við dælingu X Þarf að vera handrið á

öllum bílum X

Bikdæling á tankbil Sýður upp úr bíl Starfsmenn í bikstöð.

Bílstjóri X

-Sérstök aðgát - Spyrjast fyrir hvaða efni voru siðast í tanknum. -Sýna mikla aðgát ef verið er að tæma hvítspira og einnig ef vatnsefni hafa verið notuð

X X

Dæling í dagtank Sýður upp úr Starfsmenn í bikstöð

X -Fylgst vel með -Aðgætni -Mikil aðgát viðhöfð þegar verið er að tæma hvítspíra

X

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 7 Bikstöð Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 2 af 4

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Mæling í biktönkum:

Mælt í biktönkum

Að anda að sér óæski-legum og jafnvel hættulegum lofttegundum

Starfsmenn í bikstöð X -Sýnd ýtrasta aðgát

-Reynsla

X X

Mælt í biktönkum Fall Starfsmenn í bikstöð X

-Sýnd aðgát -Notast við handrið

X

Útbúa aðstöðu upp á tanki til að geyma verkfæri svo ekki þurfi að fara með þau upp og niður brattan stiga

X

Bryggjulögn:

Setja saman bryggjulögn og taka í sundur

Lenda undir byrði sem fellur úr krana

Bilstjóri og starfsmenn X

-Sýnd aðgát -Sérstök áhersla á hjálmanotkun -Aldrei farið undir hangandi byrði og verið í öruggri fjarlægð frá henni þar til hún er komin niður að búkkum

X X

Setja saman bryggjulögn og taka í sundur

Að klemmast á milli Starfsmenn X Nota viðeigandi verkfæri til að stýra lögn saman X X

Bikdæling úr skipi

Brunahætta frá biki sem spýtist út meðfram samsetningum

Starfsmenn X

-Þrýstingi létt af lögn með krana áður en hún er losuð í sundur. -Dæling er stöðvuð meðan lögn

X X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 7 Bikstöð Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 3 af 4

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

er hert saman eða löguð

Bikþeytudæling á bíla:

Bikþeytu-dæling á bíla Fall ofan af bíl.

-Bilstjóri -Starfsmaður bikstöðvar

X

-Sýnd aðgát. -Notaður sá búnaður og handrið sem fyrir er á bílum

X

-Skylda að allir bílar séu með handrið. -Útbúa reglur fyrir bílstjóra/fyrirtæki m.a. um útbúnað bíla

X

Bikþeytu-dæling á bíla

Fá yfir sig heita blöndu sem getur orsakað brunameiðsl

-Billstjóri Starfsmaður bikstöðvar

X

-Sýnd aðgát. -Sérstök áhersla á viðeigandi persónuhlífar svo sem andlitshlífar og gúmmívettlinga

X Setja upp neyðarsturtu X

Vinna með saltsýru:

Keyra með sýrukar

-Fá á sig sýru -Anda að sér saltsýru

Starfsmenn X

-Keyra varlega -Sérstök áhersla á viðeigandi persónuhlífar

X

Hafa til staðar efni sem gera sýru hlutlausa eins og kalk

X

Saltýra vigtuð og dælt í blöndutank

Fá á sig sýru og anda að sér saltsýrugufu Starfsmenn X

-Vifta, kassi og lögn

X

Fá sýruheldan barka að viftu og klára lögn alla leið í blöndutank með sýruheldu efni

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 7 Bikstöð Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 4 af 4

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

-Sérstök áhersla á viðeigandi persónuhlífar

Vinna við og með tunnur sem innihalda ýruefni (emulgatora):

Opna ýruefnis-tunnur

Fá á sig slettur. Starfsmenn bikstöðvar X

-Farið varlega -Sérstök áhersla á viðeigandi persónuhlífar

X X

Opna ýruefnis-tunnur

Klemmast Starfsmenn bikstöðvar X Eingöngu notaðir lyklar sem

passa á tappa X X

Snúa og velta við ýruefnis-tunnum

Hætta á heilsutjóni (stoðgrind). Klemmast

Starfsmenn bikstöðvar X

Buið að breyta útfærslu á lyftara þannig að auðvelt sé að eiga við tunnurnar.

X X

Vigtað úr ýruefnis-tunnum

-Fá á sig slettur -Klemmast

Starfsmenn bikstöðvar X

Búið að breyta útfærslu á lyftara þannig að auðvelt sé að eiga við tunnurnar.

X Dæla úr tunnum. X

Vinna við bikþeytu- og hvítspíra(white spirit)tanka

Mæling upp á tönkunum Fall Starfmenn bikstöðvar X

Passað upp á að radarmælar virki alltaf þannig að starfsmenn þurfi ekki að fara upp.

X X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 7 - Bikstöð

Sjá nákvæmari útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS)

Efnisheiti Notkun MHC á efninu

Hættuflokkun + uppl. um innihald

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 1 af 4

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Bik (Asfalt)

-Notað í þunn-bik og bikþeytu -Selt til viðskiptavina

Efnið er ekki flokkað sem hættulegt heilsu eða umhverfi

Engar Engar

Sjá leiðbeiningar um meðferð og meðhöndlum biks + öryggisleiðbeingar

Í sérstökum biktönkum á lóð bikstöðvar

Tankar taka samtals 4000 tonn

Nynas AB Svíþjóð www.nynas.com

Bikstöð + Öryggisstjórn Á ísl

White spirit Q3312 (low aromatic)

-Notað í þunn-bik og bikþeytu

Xn – Hættulegt heilsu Inniheldur jarðolíu-útdrátt

H-10 H-65

V-2 V-23 V-24 V-45 V-61 V-62

Eldfimt Hættulegt ef berst í lungu Eitrað vatna-lífverum

Í sérstökum tank á lóð bikstöðvar

Tankur tekur 20.000 l

Skeljungur hf. Ísland www.skeljungur.is

Bikstöð + Öryggisstjórn Á ísl

Repjuolía Blöndun á bikþeytu

Efnið tiltölulega meinlaust. Ekki merkingarskylt Inniheldur repjuolíu

Engar Engar

Getur ert húð og augu Sjá öryggis-leiðbeiningar

-Í sérstökum tank á lóð bikstöðvar

Tankur tekur 100.000 l

N1 hf Ísland www.n1.is

Bikstöð + Öryggisstjórn Á dönsku

Saltsýra 37%

Blöndun á bikþeytu

C – Ætandi Inniheldur m.a. saltsýru

H-34 H-37

V-26 V-45

Ætandi Ertir öndunarfæri Sjá öryggis-leiðbeiningar

Á lóð bikstöðvar Í 1000 l tönkum

Skeljungur hf. Ísland www.skeljungur.is

Bikstöð + Öryggisstjórn Á ísl

Redicote EM 24 (Emulsifier)

Blöndun á bikþeytu

C – Ætandi N – Hættulegt umhverfinu

H-22 H-34 H-50/53

V-26 V-28 V-36/37/39 V-45 V-57

Ætandi Hættulegt við inntöku. -Varasamt umhverfinu

Við bikstöð 200 l tunnur

Kemis ehf Ísland www.kemis.is

Bikstöð + Öryggisstjórn Á ensku

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 7 - Bikstöð

Sjá nákvæmari útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS)

Efnisheiti Notkun MHC á efninu

Hættuflokkun + uppl. um innihald

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 2 af 4

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Sjá öryggisleiðb.

Arquad T-50 HFP (Emulsifier)

Blöndun á bikþeytu

C – Ætandi N – Hættulegt umhverfinu

H–22 H–34 H-50

V-26 V-28 V-36/37/39 V-45 V-57

-Ætandi -Hættulegt við inntöku. -Varasamt umhverfinu Sjá öryggisleiðb

Við bikstöð 100 l tunnur

Kemis ehf Ísland www.kemis.is

Bikstöð + Öryggisstjórn Á ensku

Indulin DF-41E (Emulsifier)

Blöndun á bikþeytu

Ekki flokkað skv. EB reglugerð

Ekki flokkað skv. EB reglugerð

Ekki flokkað skv. EB reglugerð

-Ætandi Hættulegt við inntöku. Sjá öryggisleiðb

Við bikstöð 1000 lítra tankar

Efnið er í eigu Arnardals ehf sem flytur það inn

Bikstöð + Öryggisstjórn Á ensku

Indulin W-5 (Emulsifier)

Blöndun á bikþeytu

Ekki flokkað skv. EB reglugerð

Ekki flokkað skv. EB reglugerð

Ekki flokkað skv. EB reglugerð

Ertandi: Augu og húð Sjá öryggisleiðb

Við bikstöð 1000 lítra tankar

Efnið er í eigu Arnardals ehf sem flytur það inn

Bikstöð + Öryggisstjórn Á ensku

Indulin GE – 5 (Emulsifier)

Blöndun á bikþeytu

Vantar öryggisleiðbeiningar

Vantar öryggis-leiðbeiningar

Vantar öryggis-leiðbeiningar

Vantar öryggis-leiðbeiningar. Sjá um DF-41E

Við bikstöð 1000 lítra tankar

Efnið er í eigu Arnardals ehf sem flytur það inn

Vantar

Peral 417 TE (Emulsifier)

Blöndun á bikþeytu

Vantar öryggisleiðbeiningar

Vantar öryggis-leiðbeiningar

Vantar öryggis-leiðbeiningar

Vantar öryggis-leiðbeiningar. Sjá um DF-41E

Við bikstöð 1000 lítra tankar

Efnið er í eigu Arnardals ehf sem flytur það inn

Vantar

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 7 - Bikstöð

Sjá nákvæmari útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS)

Efnisheiti Notkun MHC á efninu

Hættuflokkun + uppl. um innihald

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 3 af 4

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Kalsíum-klóríðflögur

Blöndun á bikþeytu Xi - Ertandi H-36

V-2 V-22 V-24

Ertir augu Sjá öryggisleiðb Við bikstöð 25 kg.

pokar Saltkaup hf www.saltkaup.is

Bikstöð + Öryggisstjórn Á ísl.

Própangas

Til að hita upp með og að losa bik af hlutum

FX – Afar eldfimt

H-12 H-45

V-2 V-9 V-16

Mjög eldfimt Sjá öryggisleiðb Við bikstöð

33 lítra kútar og 11 lítra kútar

Gasfélagið ehf

Bikstöð + Öryggisstjórn Á ísl.

Súrefni O2 Logsuða

O – Eldnærandi C – Ætandi

H-8 H-34

V-21

Brunahætta er samfara leka Sjá öryggisleiðb

Við bikstöð 50,5 lítra kútar

Ísaga www.aga.com

Bikstöð + Öryggisstjórn Á ísl

Acetýlen C2H2 Logsuða

FX – Afar eldfimt

H-5 H-6 H-12

V-9 V-16 V-33

Mjög eldfimt Sjá öryggisleiðb

Við bikstöð 44 lítra kútur

Ísaga www.aga.com

Bikstöð + Öryggisstjórn Á ísl

Universal Degreaser

Olíuhreinsir (Leysiefni fyrir kalda affitun)

Xn – Hættulegt heilsu N – Hættulegt umhverfinu

H-10 H-20 H-20/21 H-22 H-36/37/38 H-41 H-51/53 H-65 H-66 H-67

V-2 V-16 V-23 V-51 V-60 V-61 V-62

Eldfimt Getur valdið meðvitundarleysi, ógleði, svima Ertir öndunarfærin Sjá öryggisleiðb

Við bikstöð 60 lítra brúsar

Orri Hjaltason www.wynns.is

Bikstöð + Öryggisstjórn Á ísl

Total Truck Wash

Hreinsi- og viðhaldsefni

Efni ekki talið hættulegt Engar Engar Engar hættur

þekktar Við bikstöð 20 lítra brúsar

Orri Hjaltason www.wynns.is

Bikstöð + Öryggisstjórn Á ísl

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 7 - Bikstöð

Sjá nákvæmari útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS)

Efnisheiti Notkun MHC á efninu

Hættuflokkun + uppl. um innihald

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 4 af 4

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Deild 10 - Útlögn

Áhættumat og

Efnalisti

47

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 10 Útlögn Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 1 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Flutningur að verkstað:

Flutningur mannskaps og tækja.

Umferðarslys

-Ökumenn -Farþegar -Aðrir ökumenn -3. aðilar

X

-Umferðarreglur -Fylgst með ástandi ökutækja (ljós, hemlar o.fl.) -Notkun öryggisbelta -Regluleg réttindanámskeið

X X

Flutningur tækja

Að tæki velti af vögnum á keyrslu

-Aðrir ökumenn -3. aðilar X -Tæki eru fest á öruggan hátt X

Að tryggja með vottun eða skoðun að festinga-búnaður sé alltaf öruggur

X

Lestun og losun tækja og búnaðar

Tækin velta niður, menn verða á milli eða undir

Starfsmenn X

-Þjálfun og reynsla viðkomandi starfsmanna -Enginn óviðkomandi nálægt -Öruggar sliskjur notaðar -Sérstök aðgæsla þegar sliskjur eru blautar.

X X

Verkstaður undirbúinn:

Vinnusvæði afmarkað með skiltum og lokunum

Umferð Starfsmenn X

-Sérstök áhersla á endurskins-fatnað -Aðgát og varkárni -Alltaf tveir saman þegar um er að ræða erfiðar aðstæður

X X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 10 Útlögn Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 2 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Útlögn malbiks:

Heitt malbik

Brunameiðsli vegna malbiks sem er heitt

Starfsmenn X

-Sérstök áhersla á viðeigandi persónuhlífar: Öryggisskó, hlífðarfatnað og hanska -Skýr skilaboð til nýliða -Sjúkrakassar á verkstað

X

X

Útlögn í og við umferð Að keyrt sé á menn Starfsmenn útlagnar X

-Sérstök áhersla á endurskins-fatnað -Afmörkun vinnusvæðis með merkingum í samræmi við lög og reglugerðir -Ekki eru sett upp merki/skilti sem geta verið misvísandi eða hættuleg vegna skemmda eða óhreininda

X X

Hávaði frá vélum og tækjum

Heyrnartjón Starfsmenn útlagnar X Starfsmenn hafa aðgang af eyrnatöppum/heyrnarskjólum ef þeir óska þess

X

-Þarf að láta hávaðamæla malbikunarvélar. (VER) -Starfsmönnum kynntar niðurstöður og skyldunotkun á eyrnatöppum/skjólum innleidd ef hávaði reynist yfir mörkum

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 10 Útlögn Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 3 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Dísilolíu úðað á vélar og tæki til hreinsunar

Þrep og stigfletir geta orðið mjög sleipir og hætta á að menn hrasi eða detti

Starfsmenn útlagnar X -Reynt að forðast að úðinn fari á þrep á útlagningavélum -Aðrir starfsmenn varaðir við

X Tilmæli til starfsmanna um að láta þetta ekki gerast X

Vörubílar að bakka og sturta

Verða fyrir og á milli. Starfsmenn útlagnar X

-Mjög skýrar reglur. Ef síló á útlagningarvélum eru opin þá mega vörubílar bakka og þá mega starfsmenn ekki fara á milli -Bílstjórum er bannað að tala í GSM síma meðan þeir bakka -Sérstök áhersla á endurskins-fatnað starfsmanna

X

Að ítreka öryggisreglur við bílstjóra, t,d, um GSM, að bakka aldei nema eftir bendingum

X

Vörubílar að fara frá verkstað

Keyrt of hratt Starfsmenn útlagnar X Rætt við bílstjóra ef þarf að minnka umferðarhraða út af hraða

X Ítreka öryggisreglur við bílstjóra. T.d. að senda þeim reglur MHC

X

Völtun:

Byrjendur á völturum

Að aðrir starfsmenn verði fyrir völturum eða lendi undir þeim

Starfsmenn útlagnar X

-Eingöngu réttindamenn eiga að vera á völturum. -Fylgst vel með byrjendum á völturum -Öðrum starfsmönnum gert ljóst að óvanur tækjamaður sé að stjórna. -Sérstök áhersla á endurskins-

X

Ekki veita neinar undan-þágur frá réttindakröfum

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 10 Útlögn Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 4 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

fatnað

Völtun nærri starfs-mönnum

Að aðrir starfsmenn verði fyrir völturum eða lendi undir þeim

Starfsmenn við útlögn. X

-Valtaramenn gæta þess að fara ekki of nálægt starfsmönnum -Starfsmenn útlagnar eiga að fylgjast með ferðum valtara -Flautur á völturum

X Fræðsla sem sýnir fram á mikla slysahættu

X

Völtun við hættulegar aðstæður: Háir kantar og brúnir, göngustígar t.d.

Að velta valtaranum og að verða undir honum

Valtaramenn, starfsmenn útlagnar X

-Fyrst og fremst gætt þess að tækjastjórnendur séu vanir og sýni aðgát. -Hættuleg svæði merkt -Hafa lítinn valtara til staðar -Undirlag og annað er metið sérstaklega með tilliti til hættu

X -Öryggisbelti notuð við sérstaklega hættulegar aðstæður

X

Völtun á plönum

Að klemmast á milli valtara og húsveggja Starfsmenn útlagnar X

-Starfsmenn útlagnar og valtara-menn sýna varkárni -Sérstök áhersla á endurskins-fatnað

X X

Litlir valtarar Velta, keyra á Valtaramenn, Starfsmenn útlagnar X

-Starfsmenn útlagnar og valtara-menn sýna varkárni -Sérstök áhersla á endurskins-

X X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 10 Útlögn Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 5 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

fatnað hjá starfsmönnum

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 10 og 12: Útlögn og Malbikunarviðgerðir

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 1 af 2

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Malbik Til vegagerðar (bundið slitlag)

Ekki merkingarskyld Engar Engar

Getur brennt við snertingu Gufur frá efni geta valdið ertingu í augum og öndunarvegi Sjá öryggisleiðb

-Á vörubílum -Í útlagningarvélum við útlögn

30 tonna farmar MHC

Öryggisstjórn á rannsóknarstofu Á ísl

Bikþeyta Líming

Engar sérstakar hættur Vantar öryggis-leiðbeiningar

-Á vörubílum -Á brúsum á palli vinnubíla

- Á límbílum -20 lítra brúsar

MHC Ekki til

Própangas Hita malbik Malbikuna-rvélar

FX – Afar eldfimt

H-12 H-45

V-2 V-9 V-16

Mjög eldfimt Sjá öryggisleiðb. Á vinnuflokkabílum 11 lítra

kútar Gasfélagið ehf

Öryggisstjórn á rannsóknarstofu Á ísl

Dísel og Gasolía

Malbikunar-vélar Valtarar

Xn – Hættulegt heilsu N – Hættulegt umhvefinu

H-40 H-65 H-66 H-51/53

V-53 V-36/37 V-45 V-62 V-61 V-2

Ekki eldfimt en brennur við íkveikju Mengunarhætta Sjá öryggisleiðb.

Á vinnuflokkabílum 20 lítra brúsar

Skeljungur www.skeljungur.is

Öryggisstjórn á rannsóknarstofu Á ísl

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 10 og 12: Útlögn og Malbikunarviðgerðir

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 2 af 2

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Bensín Malbiksþjöppur

T – Eitur Fx – Afar eldfimt

H-45 GH-65 H-67 H-51/53

V-53 V-37 V-45 V-62 V-16 V-43 V-29 V-61 V-2

Afar eldfimt Eitrað Eitrað vatnalífverum Sjá öryggisleiðb.

Á vinnuflokkabílum 5 lítra brúsar

Skeljungur www.skeljungur.is

Öryggisstjórn á rannsóknarstofu Á ísl

Krylon Industrial Quick-Mark APWA Utility White

Merkispray hvítt

Ekki flokkað samkvæmt EB reglugerð (frá USA)

Ekki flokkað samkvæmt EB reglugerð (frá USA)

Ekki flokkað samkvæmt EB reglugerð (frá USA)

Eldfimt Þegar notað er utandyra eru ekki sérstakar hættur Sjá öryggisleiðb.

Í vinnuflokkabílum K. Richter www.krichter.is

Öryggisstjórn á rannsóknarstofu Á ensku

Krylon Industrial Quick-Mark APWA Bright orange

Merkispray orange

Ekki flokkað samkvæmt EB reglugerð (frá USA)

Ekki flokkað samkvæmt EB reglugerð (frá USA)

Ekki flokkað samkvæmt EB reglugerð (frá USA)

Eldfimt Þegar notað er utandyra eru ekki sérstakar hættur Sjá öryggisleiðb.

Í vinnuflokkabílum K. Richter www.krichter.is

Öryggisstjórn á rannsóknarstofu Á ensku

Deild 12 - Malbiksviðgerðir

Áhættumat og

Efnalisti

48

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 12 Malbikunarviðgerðir Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 1 af 6

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Flutningur að verkstað:

Flutningur mannskaps og tækja.

Umferðarslys

-Ökumenn -Farþegar -Aðrir ökumenn -3. aðilar

X

-Umferðarreglur -Fylgst með ástandi ökutækja (ljós, hemlar o.fl.) -Notkun öryggisbelta -Regluleg réttindanámskeið

X X

Flutningur tækja

Að tæki velti af vögnum á keyrslu

-Aðrir ökumenn -3. aðilar X -Tæki eru fest á öruggan hátt X

Að tryggja með vottun eða skoðun að festinga-búnaður sé alltaf öruggur

X

Lestun og losun tækja og búnaðar

Tækin velta niður, menn verða á milli eða undir

Starfsmenn í malbikunar-viðgerðum

X

-Þjálfun og reynsla viðkomandi starfsmanna -Enginn óviðkomandi nálægt -Öruggar sliskjur notaðar -Sérstök aðgæsla þegar sliskjur eru blautar.

X X

Verkstaður undirbúinn:

Vinnusvæði afmarkað með skiltum og lokunum

Umferð Starfsmenn í malbikunar-viðgerðum

X

-Sérstök áhersla á endurskins-fatnað -Aðgát og varkárni -Að vera alltaf tveir þegar um er að ræða erfiðar aðstæður

X X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 12 Malbikunarviðgerðir Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 2 af 6

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Útlögn malbiks:

Heitt malbik

Brunameiðsli vegna malbiks sem er heitt

Starfsmenn í malbikunar-viðgerðum

X

-Sérstök áhersla á viðeigandi persónuhlífar: Öryggisskó, hlífðarfatnað og hanska -Skýr skilaboð til nýliða -Sjúkrakassar á verkstað

X

X

Útlögn í og við umferð Að keyrt sé á menn

Starfsmenn í malbikunar-viðgerðum

X

Sérstök áhersla á endurskins-fatnað -Afmörkun vinnusvæðis með merkingum í samræmi við lög og reglugerðir -Ekki eru sett upp merki/skilti sem geta verið misvísandi eða hættuleg vegna skemmda eða óhreininda

X X

Hávaði frá vélum og tækjum

Heyrnartjón Starfsmenn í malbikunar-viðgerðum

X Starfsmenn hafa aðgang af eyrnatöppum og eða heyrnarhlífum

X

Þarf að láta hávaðamæla vélar og tæki. Starfsmönnum kynntar niðurstöður og skyldunotkun á eyrnatöppum eða heyrnarhlífum innleidd ef hávaði reynist yfir mörkum

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 12 Malbikunarviðgerðir Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 3 af 6

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Dísilolíu úðað á vélar og tæki til hreinsunar

Þrep og stigfletir geta orðið mjög sleipir og hætta á að menn hrasi eða detti

Starfsmenn í malbikunar-viðgerðum

X -Reynt að forðast að úðinn fari á þrep á útlagningavélum -Aðrir starfsmenn varaðir við

X Tilmæli til starfsmanna um að láta þetta ekki gerast X

Vörubílar (kassar) að bakka og sturta

Verða fyrir og á milli. X

-Bílstjórum er bannað að tala í GSM síma meðan þeir bakka -Sérstök áhersla á endurskins-fatnað starfsmanna

X

Að ítreka öryggisreglur við bílstjóra, t,d, um GSM, að bakka aldei nema eftir bendingum

X

Lok viðgerða

Alls konar óhöpp þegar einn starfsmaður er eftir og enginn til aðstoðar

Starfsmenn malbikunarviðgerða X

Verkstjórar eiga að tryggja að aldrei sé einn starfsmaður skilinn eftir til að klára

X X

Völtun:

Byrjendur á völturum

Að aðrir starfsmenn verði fyrir völturum eða lendi undir þeim

Starfsmenn malbikunarviðgerða X

-Eingöngu réttindamenn eiga að vera á völturum. -Fylgst vel með byrjendum á völturum -Öðrum starfsmönnum gert ljóst að óvanur tækjamaður sé að

X

Ekki veita neinar undan-þágur frá réttindakröfum

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 12 Malbikunarviðgerðir Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 4 af 6

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

stjórna. -Sérstök áhersla á endurskins-fatnað

Völtun nærri starfs-mönnum

Að aðrir starfsmenn verði fyrir völturum eða lendi undir þeim

Starfsmenn malbikunarviðgerða X

-Valtaramenn gæta þess að fara ekki of nálægt starfsmönnum -Starfsmenn útlagnar eiga að fylgjast með ferðum valtara -Flautur á völturum

X -Auka starfsmanna-fræðslu varðandi hættur við völtun

X

Völtun á plönum

Að klemmast á milli valtara og húsveggja

Starfsmenn malbikunarviðgerða X

-Allir starfsmenn eru meðvitaðir um hættu -Áhersla á endurskinsfatnað

X X

Litlir valtarar Velta, keyra á Valtaramenn, Starfsmenn malbiksviðgerða

X

-Starfsmenn útlagnar og valtara-menn sýna varkárni -Sérstök áhersla á endurskins-fatnað hjá starfsmönnum

X X

Gröfuvinna:

Aðstoð við gröfuvinnu

-Höfuðáverkar og önnur líkamstjón -Að fá farg úr gröfuskóflu á sig -Fá bómuna í sig

Starfsmenn malbiksviðgerða X

-Eingöngu réttindamenn á gröfum -Kröfur til starfsmanna um að þeir sýni aðgát. -Sérstök áhersla á endurskinsfatnað

X - Innleiða hjálmaskyldu við gröfuvinnu

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 12 Malbikunarviðgerðir Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 5 af 6

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Vörubíll með krana (krabba)

-Höfuðáverkar og önnur líkamstjón -Að fá farg úr krabba á sig

-Stjórnandi kranans -Starfsmenn malbiksviðgerða

X

- Eingöngu réttindamenn á kranabíl - Gerðar kröfur til starfsmanna um að þeir sýni aðgát.

X

- Innleiða hjálmaskyldu við alla krana og krabbavinnu

X

Malbikssögun:

Malbiks- sögun Augnáverkar Sagarar X

-Strangar reglur um notkun persónuhlífa, sérstaklega hlífðargleraugna

X

-Verkstjórar þurfa að ganga betur eftir því að reglum um persónuhlífar sé fylgt -Fylgja öryggisleið-beiningum framleiðanda algjörlega

X

Malbiks sögun Alvarlegir skurðir Sagarar X

-Nota báðar hendur þegar sagað er. -Slökkva á vél og láta blað stöðvast áður en hún er lögð frá sér.

X

-Fylgja öryggisleið-beiningum framleiðanda algjörlega -Aðgát og varkárni

X

Jarðvegsþjöppun: Handþjöppun með þungum jarðvegs-þjöppum (að 200 kg)

Að fá tækið yfir sig þegar verið er að bakka með það

Starfsmenn malbiksviðgerða X

-Strangar reglur um notkun persónuhlífa. -Mönnum er gerð ljós hættan sem getur stafað af svona þjöppu ef skaftið er ekki í lagi þannig að hún stoppi ekki

X

-Fylgja öryggisleið-beiningum framleiðanda algjörlega -Ítreka við starfsmenn að skoða tækið áður en

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 12 Malbikunarviðgerðir Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 6 af 6

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

byrjað er

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 10 og 12: Útlögn og Malbikunarviðgerðir

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 1 af 2

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Malbik Til vegagerðar (bundið slitlag)

Ekki merkingarskyld Engar Engar

Getur brennt við snertingu Gufur frá efni geta valdið ertingu í augum og öndunarvegi Sjá öryggisleiðb

-Á vörubílum -Í útlagningarvélum við útlögn

30 tonna farmar MHC

Öryggisstjórn á rannsóknarstofu Á ísl

Bikþeyta Líming

Engar sérstakar hættur Vantar öryggis-leiðbeiningar

-Á vörubílum -Á brúsum á palli vinnubíla

- Á límbílum -20 lítra brúsar

MHC Ekki til

Própangas Hita malbik Malbikuna-rvélar

FX – Afar eldfimt

H-12 H-45

V-2 V-9 V-16

Mjög eldfimt Sjá öryggisleiðb. Á vinnuflokkabílum 11 lítra

kútar Gasfélagið ehf

Öryggisstjórn á rannsóknarstofu Á ísl

Dísel og Gasolía

Malbikunar-vélar Valtarar

Xn – Hættulegt heilsu N – Hættulegt umhvefinu

H-40 H-65 H-66 H-51/53

V-53 V-36/37 V-45 V-62 V-61 V-2

Ekki eldfimt en brennur við íkveikju Mengunarhætta Sjá öryggisleiðb.

Á vinnuflokkabílum 20 lítra brúsar

Skeljungur www.skeljungur.is

Öryggisstjórn á rannsóknarstofu Á ísl

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 10 og 12: Útlögn og Malbikunarviðgerðir

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 2 af 2

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Bensín Malbiksþjöppur

T – Eitur Fx – Afar eldfimt

H-45 GH-65 H-67 H-51/53

V-53 V-37 V-45 V-62 V-16 V-43 V-29 V-61 V-2

Afar eldfimt Eitrað Eitrað vatnalífverum Sjá öryggisleiðb.

Á vinnuflokkabílum 5 lítra brúsar

Skeljungur www.skeljungur.is

Öryggisstjórn á rannsóknarstofu Á ísl

Krylon Industrial Quick-Mark APWA Utility White

Merkispray hvítt

Ekki flokkað samkvæmt EB reglugerð (frá USA)

Ekki flokkað samkvæmt EB reglugerð (frá USA)

Ekki flokkað samkvæmt EB reglugerð (frá USA)

Eldfimt Þegar notað er utandyra eru ekki sérstakar hættur Sjá öryggisleiðb.

Í vinnuflokkabílum K. Richter www.krichter.is

Öryggisstjórn á rannsóknarstofu Á ensku

Krylon Industrial Quick-Mark APWA Bright orange

Merkispray orange

Ekki flokkað samkvæmt EB reglugerð (frá USA)

Ekki flokkað samkvæmt EB reglugerð (frá USA)

Ekki flokkað samkvæmt EB reglugerð (frá USA)

Eldfimt Þegar notað er utandyra eru ekki sérstakar hættur Sjá öryggisleiðb.

Í vinnuflokkabílum K. Richter www.krichter.is

Öryggisstjórn á rannsóknarstofu Á ensku

Deild 13 - Jarðvinna

Áhættumat

49

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 13 Jarðvinna Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 1 af 3

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Flutningur að verkstað:

Flutningur mannskaps og tækja.

Umferðarslys

-Ökumenn -Farþegar -Aðrir ökumenn -3. aðilar

X

-Umferðarreglur -Fylgst með ástandi ökutækja (ljós, hemlar o.fl.) -Notkun öryggisbelta -Regluleg réttindanámskeið

X X

Flutningur tækja

Að tæki velti af vögnum á keyrslu

-Aðrir ökumenn -3. aðilar X -Tæki eru fest á öruggan hátt X

Að tryggja með vottun eða skoðun að festinga-búnaður sé alltaf öruggur

X

Lestun og losun tækja og búnaðar

Tækin velta niður, menn verða á milli eða undir

Starfsmenn X

-Þjálfun og reynsla viðkomandi starfsmanna -Enginn óviðkomandi nálægt -Öruggar sliskjur notaðar -Sérstök aðgæsla þegar sliskjur eru blautar.

X X

Verkstaður undirbúinn: Vinnusvæði afmarkað með skiltum og lokunum

Umferð Starfsmenn X

-Sérstök áhersla á endurskins-fatnað -Aðgát og varkárni -Að vera alltaf tveir þegar um er að ræða erfiðar aðstæður

X X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 13 Jarðvinna Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 2 af 3

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Heflun og völtun:

Byrjendur á völturum eða heflum

Að aðrir starfsmenn verði fyrir völturum / heflum eða lendi undir þeim

Starfsmenn útlagnar X

-Eingöngu réttindamenn eiga að vera á völturum/heflum. -Fylgst vel með byrjendum á völturum/heflum -Öðrum starfsmönnum gert ljóst að óvanur tækjamaður sé að stjórna. -Sérstök áhersla á endurskins-fatnað

X

Ekki veita neinar undan-þágur frá réttindakröfum

X

Völtun nærri starfs-mönnum

Að aðrir starfsmenn verði fyrir völturum eða lendi undir þeim

Starfsmenn við útlögn. X

-Valtaramenn gæta þess að fara ekki of nálægt starfsmönnum -Starfsmenn útlagnar eiga að fylgjast með ferðum valtara -Flautur á völturum

X

Starfsmannafræðsla sem sýir fram á að það getur verið lífshættulegt að vera á ferli nálægt völtun ef menn gæta sín ekki.

X

Völtun við háa kanta og göngustíga t.d.

Að velta valtaranum og að verða undir honum

Valtaramenn, starfsmenn útlagnar X

-Fyrst og fremst gætt þess að tækjastjórnendur séu vanir og sýni aðgát. -Svæði metið út frá hættu áður en byrjað er

X X

Völtun á plönum

Að klemmast á milli valtara og húsveggja Starfsmenn útlagnar X

-Starfsmenn útlagnar og valtara-menn sýna varkárni -Sérstök áhersla á endurskins-fatnað

X X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 13 Jarðvinna Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 3 af 3

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Gröfuvinna:

Aðstoð við gröfuvinnu

-Höfuðáverkar og önnur líkamstjón -Að fá farg úr gröfuskóflu á sig -Fá bómuna í sig

Starfsmenn malbiksviðgerða X

-Eingöngu réttindamenn á gröfum -Kröfur til starfsmanna um að þeir sýni aðgát. -Sérstök áhersla á endurskinsfatnað

X - Innleiða hjálmaskyldu við gröfuvinnu

X

Deild 16 - Vélaverkstæði

Áhættumat og

Efnalisti

50

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 16 Verkstæði Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 1 af 4

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Sérhæfð verkstæðisvinna:

Vinna við stærri vélar og renni-bekki

Hættulegir áverkar, skurðir, hruflanir og augnáverkar

Starfsmenn verkstæðis X

-Vinnusvæði er vel afmörkuð -Eingöngu vanir og þjalfaðir starfsmenn -Sérstök áhersla á persónuhlífar -Þess er gætt að vélum sé vel viðhaldið -Ef VER tekur ekki vélarnar út þá gera starfsmenn sitt besta til að tryggja að þær séu í sem besta lagi.

X

X

Vinna við suðuvélar A)

Áverkar: Augu, brunasár

Starfsmenn verkstæðis X

-Eingöngu vanir og þjálfaðir starfsmenn -Sérstök áhersla á allar nauðsynlegar persónuhlífar svo sem rafsuðugleraugu og hanska

X

.

X

Vinna við suðuvélar B)

Neistaflug sem getur orsakað brunahættu

-Starfsmenn verkstæðis -Aðrir inn á verkstæði

X

-Þess er gætt að hafa vinnusvæði eins hreint og frítt og kostur er, allt sem getur orsakað íkveikju er fjarlægt, eins og rusl, olía og annað

X

Á veturna er verkstæðið notað sem geymsla fyrir vélbúnað fyrirtækisins sem orsakar mikil þrengsli oft á tíðum. Þ.a.l. getur

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 16 Verkstæði Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 2 af 4

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

eldfimt efni -Ef ástæða er til þá er vinnusvæði afmarkað -Tékkað er reglulega á tengjum og köplum.

brunahætta vegna suðuvinnu verið til staðar. Þyrfti að finna aðra geymslu.

Vinna við þrýstiloft og búnað því tengdu.

Húð og augnáverkar. Starfsmenn verkstæðis X

-Eingöngu vanir og þjálfaðir starfsmenn -Loftleiðslur eru tékkaðar reglulega og ef verður vart við skemmdir þá er gert við þær strax. -Loftpressa er skoðuð og viðhaldið samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda og er stasett utandyra

X

X

Öll vinna viðkomandi rafmagni: Verkfæri og búnaður

Rafmagnsstuð frá illa einangruðum búnaði

Starfsmenn verkstæðis

X

-Mestmegnis batterísvélar notaðar -Rafmagnstengi og leiðslur eru skoðaðar reglulega

X

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 16 Verkstæði Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 3 af 4

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Hættuleg efni

-Eitrun af völdum innöndunar eiturgufna (hættulegra gastegunda) Augn og húðáverkar Lungnaskemmdir

-Starfsmenn verkstæðis -Aðrir í nálægð við efnin

X

-Ef um sérstaklega hættuleg efni er að ræða þá er eingöngu reyndum starfsmönnum leyfður aðgangur að þeim -Allar öryggisleiðbeiningar um efni eru í möppu á verkstæði -Búið að setja upp útsogskerfi -Ef um hættuleg efni er að ræða þá eru varúðarmerki á veggjum

X X

Verkstæðisvinna, Almennt:

Umgengni á verkstæði

Áverkar af völdum falls af gólfi eða hærri stað.

-Starfsmenn verkstæðis -Aðrir starfsmenn MHC -Aðrir

X

-Aðgangur að verkstæði er bannaður án heimildar -Gryfja er lokuð með grindum þegar hún er ekki í notkun -Verkstæðisgólfi er haldið eins hreinu og greiðfæru og kostur er -Stigi upp á lager er samkvæmt reglugerðum

X

-Allan vélbúnað þarf að hreinsa (malbik, olíu) áður en hann kemur inn til viðgerðar m.a. til að halda gólfi hreinu. -Ef starfsmenn úr öðrum deildum eru sendir til að þrífa vélbúnað inni á verkstæði verða þeir að gæta þess að þrífa upp eftir sig og ganga vel um. -Senda verkstjórum deilda orðsendingu um málið

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Deild 16 Verkstæði Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 4 af 4

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Vinnuálag af utanað-komandi orsökum

-Tímapressa -Of langur vinnutími

-Starfsmenn verkstæðis X

-Starfsmönnum MHC er gerð grein fyrir mikilvægi þess að viðgerðarbeiðnir eigi að berast tímanlega til að losna við óþarfa tímapressu, álag og of langan vinnutíma fyrir starfsmenn verkstæðis

X

-Verkstjórar og starfsmenn þurfa að virða betur reglur um viðgerðarbeiðnir þannig að verkstæðisstarfsmenn hafi tíma til að skipuleggja vinnu sína betur en nú er.

X

Vinna með þunga hluti, verkfæri, búnað o.s.ffv

-Bakmeiðsli. -Áverkar á höndum og/eða fótum. (klemmast á milli, missa hluti)

-Starfsmenn verkstæðis X

-Búnaður í allflestum tilfellum til staðar til að færa til og lyfta þungum hlutum, svo sem vinnulyftur. -Í öllum tilfellum er nægt vinnupláss til athafna -Þegar lyftibúnaður er ekki til staðar þá eru aðrar ráðstafanir gerðar

X

X

Sjúkrakassar Slökkvitæki Merkingar og fleira

-Slys og óhöpp -Eldsvoði

-Starfsmenn verkstæðis -Aðrir aðilar staddir á verkstæði

X

-Sjúkrakassar og augnskol eru á merktum stöðum -Slökkvitæki eru samkvæmt reglugerð -Neyðarútgangur er á vesturvegg -Boð/Bann og varúðarmerki eru til staðar

X X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 16 Verkstæði

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 1 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Própangas Hitakassi Malbikunar-vélar

FX – Afar eldfimt

H-12 H-45

V-2 V-9 V-16

Mjög eldfimt Sjá öryggisleiðb.

Í vesturenda verkstæðis

33 lítra kútar og 11 lítra kútar

Gasfélagið ehf

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

Súrefni O2 Logsuða

O – Eldnærandi C – Ætandi

H-8 H-34

V-21

Brunahætta er samfara leka Sjá öryggisleiðb

Í vesturenda verkstæðis

50,5 lítra kútar

Ísaga www.aga.com

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

Acetýlen C2H2 Logsuða

FX – Afar eldfimt

H-5 H-6 H-12

V-9 V-16 V-33

Mjög eldfimt Sjá öryggisleiðb

Í vesturenda verkstæðis

44 lítra kútar

Isaga www.aga.com

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

Mison 8 Rafsuða Efni ekki flokkað sem hættulegt heilsu eða umhverfi

Engar Engar

Leki. Ryður burt súrefni og getur orsakað köfnun Sjá öryggisleiðb

Í vesturenda verkstæðis

33 lítra kútar

Isaga www.aga.com

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

Comma Super Cold Master Antifreeze

Frostlögur Xn – Hættulegt heilsu H-22 V-2

V-46

Hættulegt við inntöku Sjá öryggisleiðb

Á verkstæði 20 lítra brúsa

N1 www.n1.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

Comma Xstream Rúðuvökvi Fx – Afar eldfimt

H-12

V-9 V-16 V-46

Afar eldfimt Sjá öryggisleiðb Á verkstæði

750 ml . spraybrúsar

N1 www.n1.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 16 Verkstæði

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 2 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Lithium Moly Grease

Smurfeiti Engri sérstakri hættu stafar af efninu

Engar Engar Engar þekktar hættur Sjá öryggisleiðb

Á verkstæði 20 lítra brúsar

N1 www.n1.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

Superdiesel 15W40

Smurolía fyrir vélar

N – Hættulegt umhverfinu

H-52/53

Getur valdið ofnæmi-sáhrifum

Engri sérstakri hættu gagnvart heilsu stafar af efninu Sjá öryggisleiðb

Á verkstæði 5 lítra brúsar

N1 www.n1.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

Gear Oil EP80W90 Gírolía Ekki hættuflokkað H-22

H-38 V-29/56

Hættulegt við inntöku Ertir húð Sjá öryggisleiðb

Á verkstæði 20 lítra brúsar

N1 www.n1.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

Comma Manista Handþvottaefni Ekki hættuflokkað Engar Engar Sjá öryggisleiðb Á verkstæði

N1 www.n1.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

Comma Brake Fluid DOT 4

Bremsuvökvi

Xi - Ertandi H-36

V-2 V-7 V-26 V-46

Ertir augu Sjá öryggisleiðb Á verkstæði 500 ml

brúsar N1 www.n1.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

82220 Aerosol

Bremsu og hlutahreinsiefni

Fx – Afar eldfimt

H-11 H-20 H20/21 H-36 H-38 H-50/53 H-65 H-66 H-67

V-9 V-16 V-24/25 V-26 V-29 V-33 V-60

Afar eldfimt Ýmsar hættur Sjá öryggisleiðb

Á verkstæði 20 lítra brúsar

N1 www.n1.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 16 Verkstæði

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 3 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Universal Degreaser

Olíuhreinsir (Leysiefni fyrir kalda affitun)

Xn – Hættulegt heilsu N – Hættulegt umhverfinu

H-10 H-20 H-20/21 H-22 H-36/37/38 H-41 H-51/53 H-65 H-66 H-67

V-2 V-16 V-23 V-51 V-60 V-61 V-62

Eldfimt Getur valdið meðvitundarleysi, ógleði, svima Ertir öndunarfærin Sjá öryggisleiðb

Á verkstæði 60 lítra brúsar

Orri Hjaltason www.wynns.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

Total Truck Wash

Hreinsi- og viðhaldsefni

Efni ekki talið hættulegt heilsu og umhverfi

Engar Engar

Engar hættur þekktar Sjá öryggisleiðb

Á verkstæði

20 lítra brúsar

Orri Hjaltason www.wynns.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

Trailer Special

Hreinsi og viðhaldsefni

Tx - Sterkt eitur C - Ætandi

H-26/27/28 H-35

V-1/2 V-7/9 V-23 V-26 V-27 V-28 V36/37/39 V-38 V-45 V-63

Ertir augu, öndunarfæri og húð Mjög eitrað

Á verkstæði 20 lítra brúsar

Orri Hjaltason www.wynns.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl

Túrbo Sámur 2296

Bílatjöru-hreinsir

Xn – Hættulegt heilsu H-20/21/22 V-2

Við innöndun og inntöku Sjá öryggisleiðb.

Á verkstæði 20 lítra brúsar

Sámur Sápugerð www.samur.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl.

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 16 Verkstæði

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 4 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Quattro lakk Svart RAL9005

Vélalakk Fx – Afar eldfimt Xi - Ertandi

H-12 H-36 H-66 H-67 H-52/53

V-23 V-24 V-26 V-35 V-51

Afar eldfimt Ertir augu Sjá öryggisleiðb.

Á verkstæði 400 ml spraybrúsar

Wurth á Íslandi www.wurth.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl.

Quattro lakk Rautt RAL3000

Vélalakk Fx – Afar eldfimt Xi - Ertandi

H-12 H-36 H-66 H-67 H-52/53

V-23 V-24 V-26 V-35 V-51

Afar eldfimt Ertir augu Sjá öryggisleiðb.

Á verkstæði 400 ml spraybrúsar

Wurth á Íslandi www.wurth.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl.

SONAX Super Liquid Wax

Fljótandi bílabón

Engin heilsufarleg hætta þekkt Engar V-2

Engar þekktar hættur Sjá öryggisleiðb.

Á verkstæði 500 ml brúsar

N1 www.n1.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl.

Ultra Rúðu-hreinsir Rúðuhreinsir Ekki í neinum

hættuflokki Engar V-2 Getur ert augu Á verkstæði Sjá öryggisleiðb.

Á verkstæði 50 ml einingar

N1 www.n1.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl.

HEET Heavy duty Startung fluid

Startvökvi

Xn – Hættulegt heilsu Fx – Afar eldfimt Xi - Ertandi

H-12 H-19 H-22 H-38 H-65 H-66 H-67 H-50/53

V-9 V-16 V-26 V-29 V-33 V-46 V-60 V-61 V-62

Afar eldfimt Ertir húð og augu Hættulegt við inntöku og inn-öndun Ath að öryggis-leiðbeiningar um “10 second starting fluid Startgas” gilda

Á verkstæði 300 gr spraybrúsar

N1 www.n1.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl.

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.04 Efnalisti meðfygjandi áhættumati Deild 16 Verkstæði

Sjá útskýringar í öryggisleiðbeiningum (MSDS) Efnisheiti Notkun MHC

á efninu Hættuflokkun

Hættu-setningar

Varnaðar-setningar

Helstu hættur + athugasemdir

Hvar geymt Magn Seljandi /

Framl. Heimasíða

Öryggis-leiðbeiningar:

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 5 af 5

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð:

Black in a Flash (turtlle wax)

Stuðarasverta Fx – Afar eldfimt H-12

V-2 V-16 V-51 V-23

Afar eldfimt efni Sjá öryggisleiðb. Á verkstæði Spray-

brúsar N1 www.n1.is

Verkstæði + Öryggisstjórn Á ísl.

Deild 20 Skrifstofa

Áhættumat

51

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Skrifstofa Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 1 af 2

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Almenn skrifstofuvinna:

Unnið við skrifborð

Álag á hreyfi- og stoðkerfi líkamans. Starfsmenn skrifstofu X

-Gott pláss við borðin -Starfsfólk stendur upp og hreyfir sig ef þarf. -Upphækkanlegir stólar

X -Upphækkanleg borð X

Tölvuásláttur

Sérstakt álag á stoð- og hreyfikerfi líkamans, t.d. sinaskeiðabólga

Starfsmenn skrifstofu X X X

Skjávinna

Glampi og/eða birta frá gluggum og ljósum er varasamur/söm gagnvart sjón

Starfsmenn skrifstofu X -Gluggatjöld -Tölvuskjáir staðsettir þannig að ekki komi glampi

X X

Um ryk og óhreinindi

Heilsutjón vegna ryks, ofnæmi t.d. Starfsmenn skrifstofu X Þrifið reglulega samkvæmt

áætlun X X

Tæki:

Tölvu-miðstöð

-Hávaði -Geislun -Hiti

Starfsmenn skrifstofu X Staðsett inn í lokuðu rými X X

Öryggi:

Inngangur Útidyr skapa hættu þar sem ekki sér í gegnum þær.

Allir sem um þær ganga X Engin eins og er X Fá dyr með gleri X

Þrep við inngang

Fallhætta, sérstaklega í hálku

Allir sem um þau ganga X Saltað þegar er hálka X Setja handrið X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Skrifstofa Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 2 af 2

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Rýming vegna eldsvoða eða annars

Að starfsfólk nái ekki að yfirgefa húsnæði í tíma

-Starfmenn skrifst. -Aðrir X

-Neyðarútgangur á efri hæð -Gluggar á neðri hæð sem opnast alveg -Greiðar umferða- og gönguleiðir -Neyðaráætlun -Öryggisskipurit

X

-Setja upp merkingar sem fullnægja kröfum, t.d. um eldvarnaflóttaleiðir, hvar skyndijálparbúnaður er staðsettur og s.frv. -Neyðarlýsing

X

Rannsóknarstofa

Áhættumat

52

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Rannsóknarstofa og gæðaeftirlit Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 1 af 3

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Skoðun og prófun steinefna:

Sýni sótt Umferð á svæðinu

Starfsmenn RST X -Aðgæsla, -Sérstök áhersla á að nota sýnileikafatnað skv. reglum

X X

Sýni sigtað

Hávaði sem getur orsakað heyrnartjón með tímanum

Starfsmenn RST X Millihurð lokuð, annars heyrnarhlífar X Setja upp skilti sem varar

við hávaða X

Skoðun og prófun malbikssýna:

Sýni sótt. Umferð á svæðinu

Starfsmenn RST X -Aðgæsla. -Sérstök áhersla á að nota sýnileikafatnað skv. reglum

X X

Sýni sótt. Malbiksbruni á höndum Starfsmenn RST X Sérstök áhersla á hanskanotkun

X X

Brennsla í Troxlerofni Bruni á höndum Starfsmenn RST X Notaðir sérstakir hitavarðir

hanskar X X

Malbikssýni kælt Brunameiðsli

Starfsmenn RST Aðrir starfsmenn, Gestir

X Hlífðargrind með aðvörunarskilti sett yfir heitt sýnameisið X X

Sýni sigtað

Hávaði sem getur orsakað heyrnartjón með tímanum

Starfsmenn RST X Millihurð lokuð, annars heyrnarhlífar X Setja upp skilti sem varar

við hávaða X

Búið til Marshallsýni

Mikill hávaði Starfsmenn RST X Sérstök áhersla á heyrnarhlífar

X Setja upp skilti sem varar við hávaða X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Rannsóknarstofa og gæðaeftirlit Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 2 af 3

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Búið til Marshallsýni Að klemma fingur Starfsmenn RST X Hlífðargrind er lokuð meðan

hamarinn vinnur X Setja upp vinnuleiðbeiningar við tækið

X

Um vinnu á rannsóknarstofu: Dagleg vinna á rann-sóknarstofu

Slysahætta við almenn störf Starfsmenn RST X -Reynsla og þjálfun X

Setja upp vinnuleið-beiningar og aðvörunarskilti

X

Ryk og óhreinindi frá sýnum

Heilsutjón, ofnæmi Starfsmenn RST X -Útsog notað við hreinsun sýna -Þrifið reglulega X X

Almenn umgengni Hrasa og/eða detta Starfsmenn RST X -Reynt að halda gólfi á vinnu-

svæði eins hreinu og unnt er X X

Gæðaeftirlit við útlögn:

Farið á vettvang Umferð

-Ökumaður -Aðrir ökumenn - 3. aðili

X -Umferðarreglur -Almenn aðgæsla X X

Almennt gæðaeftirlit og þjöppu-mælingar

Að verða fyrir völturum og vörubílum

Starfsmenn gæðaeftirlits X

-Alltaf tryggt að stjórnendur valtara viti af mælingamönnum -Sérstök aðgát. -Sérstök áhersla á endurskins-fatnað

X X

Þjöppu-mælingar

Verða fyrir geislun frá Troxlertæki

Starfsmenn gæðaeftirlits X

-Staðið til hliðar meðan mælt er -Filma notuð til að mæla geislun -Tæki skoðað reglulega

X

X

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. Gæðakerfi - Eyðublað

EB 11.01.01 Áhættumat – Rannsóknarstofa og gæðaeftirlit Tilgangur áhættumats er að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín Áhættumatið gerir ráð fyrir því að notaðar séu viðeigandi persónuhlífar, hlífðarfatnaður og öryggisskór og að vinnusvæði sé öruggt.

Áhættu-flokkun

Núverandi áhættustjórnun Stýrð áhætta

Úrbætur til að draga úr áhættu

Stýrð áhætta eftir úrbætur

Starfssemi Hætta Aðilar í hættu

H M L H M L H M L

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen Í gildi frá: 1. febrúar 2007 Síða 3 af 3

Samþykkt: Útgáfa nr.: 1 Endurskoðuð: 6.3.2009

Þjöppu-mælingar

Heilsutjón (stoðkerfi) þegar haldið er á þungu tækinu langar leiðir

Starfsmenn gæðaeftirlits X Notuð handtrilla þegar við á X X

Borkjarnataka:

Farið á verkstað

Umferð

-Ökumaður -Aðrir ökumenn - 3. aðili

X -Umferðarreglur -Almenn aðgæsla X X

Borkjarna-taka og önnur vinna tengd henni

Almenn umferð Starfsmenn gæðaeftirlits X

-Svæði skermað af með keilum ef þarf. -Aðvörunarljós á vinnubíl notuð -Ef er mikil umferð þá eru 2 starfsmenn

X X

Borkjarna-taka og önnur vinna tengd henni

Hávaði í tækjum sem getur orsakað heyrnartjón

Starfsmenn gæðaeftirlits

X

Sérstök áhersla á notkun heyrnarhlífa

X X

Sögun á borkjörnum:

Sögun Steinflísar í auga og önnur slys af völdum steinsagar

Starfsmenn gæðaeftirlits X

-Sérstök aðgát -Skilyrðislaus notkun hlífðargler-augna

X X