Graðpeningur í girðinguf01-2006vef.pdfForsíðumyndin er tekin í reynsluakstri á VW Passat...

40
1 1. tbl. 2006 SKOÐANAKÖNNUN: Nagladekkin burt? FERÐALÖG: Róm- borgin eilífa REYNSLUAKSTUR: VW Passat & Toyota Aygo REYNSLUAKSTUR: Toyota HiLux & MMC L200 Graðpeningur í girðingu Búfé á og við þjóðvegi Íslands: BLS. 20 FÍB afsláttur af bensíni: Dælulykill FÍB/Atlantsolíu BLS. 4 FÍB-Trygging: Bestu tryggingakjörin BLS. 6 NÝTT SÍMANÚMER FÍB: 414 9999

Transcript of Graðpeningur í girðinguf01-2006vef.pdfForsíðumyndin er tekin í reynsluakstri á VW Passat...

  • 1

    1. tbl. 2006

    SKOÐANAKÖNNUN: Nagladekkin burt?

    FERÐALÖG: Róm- borgin eilífa

    REYNSLUAKSTUR: VW Passat & Toyota Aygo

    REYNSLUAKSTUR: Toyota HiLux & MMC L200

    Graðpeningur í girðinguGraðpeningur í girðinguBúfé á og við þjóðvegi Íslands:

    BLS. 20

    FÍB afsláttur af bensíni:

    Dælulykill FÍB/Atlantsolíu BLS. 4 FÍB-Trygging:

    Bestu tryggingakjörin BLS. 6

    NÝTT SÍMANÚMER FÍB: 414 9999

  • Leiðari:

    ofboðsleg skattheimta

    FÍB blaðið. 1. tbl. febrúar 2006. Ábyrgðarmaður: Runólfur Ólafsson. Ritstjórn: Stefán Ásgrímsson. Umbrot: Sigurður B. Sigurðsson og Ingólfur Júlíusson. Höfundar efnis: Ingólfur Júlíusson, Ólafía Ásgeirsdóttir, Runólfur Ólafsson, Sigurður Bogi Sævarsson, Stefán Ásgrímsson, Ævar Friðriksson, Þorvaldur Örn Kristmundsson o.fl.

    Forsíðumyndin er tekin í reynsluakstri á VW Passat 4MOTION í þýsku Ölpunum.

    2

    Nýtt símanúmer FÍB: 414 9999 Aðalsími félagsins er nú �1� ��� og faxnúmerið er �1� ���8. Sími FÍB Aðstoðar er óbreyttur. Hann er 5 112 112

    Skattheimta á ökutækjaeig-endur náði á síðasta ári nýj-um hæðum og fór úr 38 m i l l j ö r ðum í 47. Þótt 47 m i l l j a r ð a r sýnist miklu

    meir en nóg er samt ekki allt upp talið því inn í töluna vantar veigamikla tekjuþætti eins og opinber gjöld af sölu varahluta og hjólbarða, þjónustu við bílaflotann, tekjur af veggjöldum vegna Hvalfjarðarganga o.fl. Þennan níu milljarða tekjuauka r ík iss jóðs mi l l i ára er að stórum hluta að rekja til mikils innflutnings á bílum á síðasta ári. En í því sambandi er mikilvægt að líta til þeirrar staðreyndar að mikil endurnýjun á bílaflota landsmanna er síður en svo sóun sem eðlilegt sé að ríkisvaldið refsi fólki fyrir með því að leggja á það stöðugt þyngri skattbyrðar, heldur er hún hagræðing. Nýir bílar brenna minna eldsneyti en eldri sams konar bílar og það kemur jákvætt fram á eldsneytisreikningi samfélagsins. Nýir bílar eru sömuleiðis öruggari sem á sama hátt lækkar lækninga- og endurhæfingarkostnað samfél-agsins vegna umferðarslysa. Hvað varðar öryggisþáttinn og öryggisbúnað bíla þá er vandséð réttlætingin fyrir því að ríkið leggi 30 eða 45% vörugjöld ofan á öryggisbúnað bíla og síðan 24,5% virðisaukaskatt þar ofan á. Á síðasta ári notaði ríkisvaldið einungis ríflega 13 milljarða af fyrrnefndum 47 milljarða tekjum af ökutækjum til vegamála. Afgangurinn, 33 til 34 milljarðar fór í allt annað. Slík skattheimta og hvernig tekjunum er varið er bæði ranglátt og háskalegt og almenningur hlýtur að krefjast breytinga og nýrrar forgangsröðunar. Eðli legast væri að aukamilljarðarnir níu sem nú klingja í ríkiskassanum far i ósk ipt i r t i l vega- og umferðaröryggismála. Það er vitlaust gefið í þessum málum. Þær ranghugmyndir ríkisvaldsins að svona eigi þetta að vera áfram og að vasar bíleigenda séu ótæm-andi verður að leiðrétta. Hverjir eru að lækka skatta?

    Runólfur Ólafsson

    Íshestar

    Nú er um að gera að nota tækifærið og bregða sér á hestbak frá glæsilegri miðstöð Íshesta að Sörlaskeiði 26 Hafnarfirði, sími 555 7000. Tveggja tíma ferð um hraunið hjá Helgafelli inn að Kaldárseli og fram hjá Hvaleyrarvatni. FÍB verð kr. 3.570, fullt verð er 4.200. www.ishestar.is

    Hestasport

    Hestasport býður upp á fjölbreyttar hestaferðir frá Varmahlíð í Skagafirði t.d.tveggja tíma ferð fyrir FÍB félaga kr. 3.145 fullt verð 3.700. Einnig er hægt að leigja smáhýsi með heitum potti hjá Hestasporti með 15% afslætti fyrir félagsmenn. www.riding.is.

    FÍBafslættirá Íslandiafslættir

    Í blaðinu4 Dælulykill FÍB og Atlantsolíu.

    6 FÍB-Trygging bestu kjörin.

    8 Öruggari vegir.

    8 Ekki nagladekkjaskatt.

    11 Afturgengnir bílar.

    12 Volgan er öll.

    14 Íslendingur dæmir Formúlu 1.

    15 Íslandsmet í bílasköttum

    17 Ökumenn í drykkjupróf.

    19 Minnst áratugur í vetnisbíla.

    20 Bændur ekki vörsluskyldir.

    22 MMC L200.

    24 Toyota Aygo.

    26 Toyota Hilux.

    28 VW Passat.

    30 Róm; borgin eilífa.

    38 Myndassaga.

    46

    812

    1415

    1719

    2224

    2628

    3038

    Runólfur Ólafsson

  • FÍB hefur hagsmuni félagsmanna sinna að leiðarljósi og freistar þess stöðugt að að bæta kjör þeirra með hverskonar samningum um afslætti og sérkjör. Félagið gerði nýlega samning við Atlantsolíu um að þeir félagsmenn FÍB sem þess óska geti fengið dælulykil að bifreiðaeldsneytisdælum félagsins ásamt tveggja krónu afslætti frá lítraverði á hverjum tíma. Munið að dælulykill FÍB/Atlantsolíu veitir 2 kr. afslátt á bensíni á öllum bensínstöðvum Atlantsolíu.

    Öllum skuldlausum félags-mönnum FÍB stendur dælulykill FÍB/Atlantsolíu til boða. Með honum verða eldsneytiskaupin enn einfaldari og hraðvirkari. Einungis þarf að bera lykilinn upp að dælunni sem um leið fer í gang. Þú þarft ekki að taka

    veskið úr vasanum eða muna eftir PIN-númerinu.
 Í byrjun þarf að tengja lykilinn við kreditkort, debetkort eða Atlantsolíukort. Hægt er að tengja fleiri en einn dælulykil við sama kortið. Sækja má um lykilinn á heimasíðu FÍB, www.fib.is en að jafnaði tekur 14 virka daga að fá sendan dælulykil. Lykillinn er sendur ótengdur til notanda. Hann lætur síðan skrifstofu FÍB vita að hann hafi fengið lykilinn í hendur og þá er hann gerður virkur. Ókeypis
Dælulykill er ókeypis og engar þóknanir eru tengdar honum. Lykillinn er í gildi svo framarlega sem greiðslukort notanda er virkt. Lykilinn er á ábyrgð eiganda hans. Í dælulyklinum er örsmár örgjörvi með dulkóða sem verður virkur þegar lykillinn er borinn að lyklalesara dælunnar. Á sömu stundu er gengið úr skugga um að lykill og kort séu í fullu gildi. Allt tekur þetta örskotsstund og vilji notandi kvittun að dælingu lokinni ber hann lyklinn að dælunni og velur síðan kvittun á stjórnborði dælunnar. Engar upplýsingar eru geymdar í lyklinum um kortnúmer eða viðskiptavin og ekki er hægt að nota lykilinn

    til annars en að greiða fyrir eldsneyti hjá Atlantsolíu.

    Hámarks úttektHægt er að velja um þrjár mismunandi upphæðir t i l úttektar á sólarhring með dælulyklinum. Sú lægsta er 5.000, þá 10.000 og að lokum 15.000. Eingöngu er þó skuldfært fyrir þá upphæð sem dælt er á bifreiðina hverju sinni. Sé lykill tengdur við inneignarkort þarf að gæta þess að næg inneign sé fyrir hendi miðað

    við sólarhringsheimild sem lykillinn er skráður fyrir. Þannig þarf inneign að vera amk. 5.000 krónur sé sólarhringsheimild 5.000 kr. Dælulykill tapastTapist lykill skal tilkynna það tafarlaust ti l Atlantsolíu í síma 591-3100 virka daga á skrifstofutíma eða neyðarsíma MasterCard í síma 533-1400 eða VISA í síma 525-2000. Allar nánari upplýsingar fást í síma FÍB - 4149999.

    Dælulykill FÍB/Atlantsolíu- tveggja krónu afsláttur af verði bensínlítrans

  • ��

    Brautarholti 10-14, 105 Reykjavík • Sími: 550 9600 • [email protected] • www.LT.is

    Lánstraust sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga og hefur þróað vörur sínar til móts við þarfir viðskiptalífsins í tæpan áratug.

    MIX

    A•fí

    t•7

    40

    -60

    04

    7

    Ökutækjaskrá

    Þú færð aðgang á www.LT.is

    Sendu okkur tölvupóst á [email protected] eða hringdu í síma 550 9600 til að fá nánari upplýsingar eða óska eftir aðgangi.

  • Hálendishandbókin – 40% afsláttur

    -tilboð til félagsmanna! Hálendishandbókin er á sérstöku

    tilboði til FÍB félaga. Tilboðsverðið er 3.000 krónur en bókin kostar annars 4.980 krónur. Hægt er að kaupa bókina með því að fara inn á vefverslunina á www.fib.is og hana má einnig nálgast á skrifstofu FÍB í Borgartúni 33, Reykjavík.

    Hálendishandbókin er sérstaklega vel gerð bók og í rauninni algjör nauðsyn þeim sem ferðast um hálendi Íslands. Í henni eru greinargóðar lýsingar í myndum og máli á velflestum ökuleiðum um hálendið og gönguleiðum út frá þeim. Hálendishandbókin er ætluð öllum þeim sem hafa gaman af að ferðast um hálendið og vilja kynnast afkimum og fjársjóðum íslenskrar náttúru.

    Í bókinni koma fyrir almennings-sjónir myndir og leiðsögn um fáfarnar slóðir í eyðibyggðum, fornar heiðaleiðir sem nú eru aflagðar. Má í þessu samhengi nefna staði eins og Hrafnholuveg Elísar Kjarans milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, Vaðlavík og Viðfjörð á Austfjörðum, Þakgil í Mýrdal og fleiri staði.

    Í leiðsögn bókarinnar er lagt til grundvallar að akstur á fjöllum sé hluti af alhliða útivist og náttúruskoðun en minni áhersla lögð á seinfarnar leiðir til að aka akstursins vegna. Gönguleiðir, náttúruperlur og sögufrægir staðir er það sem laðar okkur til fjalla. Mjög margar ljósmyndir eru í bókinni og þar af nokkrar eftir Pál Stefánsson sem getið hefur sér gott orð á þessu sviði.

    Bókin er prýdd fjölda glæsilegra ljósmynda af hálendinu, innheldur kort í ýmsum stærðum og full af fróðleik. Með bókinni fylgir geisladiskur með myndskeiðum af 80 vöðum á hálendinu. Hálendishandbókin eykur ánægju allrar fjölskyldurnar af ferðalögum. Hún er ómissandi handbók í jeppann.

    Ný myndasaga er hafin í FÍB blaðinu, en þeir Mikki og Mangi hafa nú tekið sér hlé en hver veit nema þeir eigi aftur eftir að birtast á síðum blaðsins síðarmeir.Í þeirra stað birtist nú í fyrsta sinn fjölskyldan hans Jóns, þau Jón og Jóna og börnin þeirra Jens og Júlía. Fjölskyldan starfar öll við það að gera bílana sem við ökum í öruggari – þau eru nefnilega slysabrúður.Fjölskyldan hans Jóns er hluti af alþjóðlegu átaki FIA – alþjóðasambands bif-reiðaeigendafélaga og bíla-íþróttafélaga í umferðaröryggis-málum og þau eru líka aðalpersónur í alþjóðlegum bæklingi sem FÍB hefur látið þýða og staðfæra. Bæklingurinn er nú í prentun og verður honum dreift inn á hvert heimili í landinu síðar á þessu ári.

    FÍB tekur virkan þátt í fyrrnefndu umferðaröryggisátaki FIA og er birting myndasögunnar einn þáttur þess, þýðing og dreifing á

    bæklingnum annar

    og EuroRAP, vegrýni FÍB sá þriðji. FÍB er hagsmunafélag íslenskra bifreiðaeigenda og það er hagsmunamál og ábyrgð bifreiðaeigenda og okkar allra að

    umferðin sé sem áhættuminnst. Við stefnum öll að því að útrýma dauðaslysum og alvarlegum slysum í umferðinni og hjá FÍB fylgir hugur máli. Þess vegna tekur FÍB heils hugar þátt í starfi

    FIA, sem undir forystu Max Mosley hefur lyft grettistaki á undanförnum árum. Nægir þar að nefna EuroNCAP verkefnið sem skilað hefur heiminum mik lu öruggar i b í lum en nokkru sinni áður og EuroRAP sem þessa dagana er að fara af stað á Íslandi á vegum FÍB og hefur þegar skilað mörgum Evrópulöndum öruggari vegum og stórfækkað dauðaslysum og alvarlegum slysum í umferðinni. Hið sama mun gerast hér þegar FÍB nær þeim markmiðum sem félagið stefnir að.

    Ný myndasaga- FÍB stuðlar að öruggri slysalausri umferð á Íslandi

    FÍB ökutækjatryggingar og FÍB heimilis- og húseigenda-tryggingar eru hagstæðustu tryggingar sem völ er á. Þúsundir félagsmanna sem tryggja ökutæki sín, hús og heimili vita þetta þegar þeir fá greiðsluseðlana. En tryggingaiðgjöldin ein segja ekki alla söguna:FÍB-Trygging er einn af mörgum kostum félagsaðildar að FÍB. FÍB-Trygging eru tryggingar þess fólks sem er í FÍB og hefur staðið í skilum með árgjaldið í félaginu. Auk hagstæðustu iðgjalda á íslenskum tryggingamarkaði fá félagsmenn FÍB nú helmings-lækkun á eigináhættu ef þeir verða fyrir tjóni sem vátryggt er

    undir skilmálum heimilis- eða húseigendatrygginga hjá Íslandstryggingu hf. FÍB félagi með ábyrgðar- og kaskótryggingu hjá Íslandstryggingu hf. nýtur einnig helmingsafsláttar af eigin áhættu og nýtur ennfremur bílaleiguréttinda vegna kaskó-

    tjóna í allt að fimm daga.Til að fá þessi kjör þarf að vera greiðandi félagsmaður hjá FÍB fyrir tjónsatburð og framvísa skírteini við tilkynningu tjónsins. Það er ekki flóknara en þetta!40% afsláttur af barnabílstólumVið minnum ennfremur foreldra, afa og ömmur sem eru félagar í FÍB á það að lang hagstæðasta verð á barnabílstólum og barna-öryggisbúnaði er hjá FÍB. Hjá FÍB fæst einungis viðurkenndur barnaöryggisbúnaður af bestu gerð. Kíkið í vefverslun FÍB á heimasíðunni www.fib.is eða lítið við á skrifstofu félagsins í Borgartúni 33. Síminn er 414 9999.

    FÍB-Trygging:

    Bestu tryggingakjörin á landinu- helmings afsláttur af sjálfsáhættu í heimimlis- og húseigendatryggingum – 5 daga bílaleiguréttur – allt að 40% afsláttur af barnabílstólum og barnaöryggisbúnaði

    HÁLENDISHANDBÓKINÖKULEI‹IR, GÖNGULEI‹IR OG ÁFANGASTA‹IR Á HÁLENDI ÍSLANDS

    ÖN

    NU

    R Ú

    TÁFA

    PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON

    Kíktu á www.fib.is

    Dúndurtilboð

    !

    Vefverslun

    –geisladiskur fylgir með

    10 – 40 % afsláttur til FÍB félaga

    Fullt verð kr. 4.980

    FÍB ve

    kr. 3.0

    00

  • 2229

    / T

    aktik

    30.

    01.0

    6

    PCI YUKON Full Lid

    PCI YUKON Gull Wing

    Erum komnir með mikið úrval af geymslukistum

    fyrir flestartegundir pallbíla

    Geymslukistur!

    WeatherTech

    Bíldshöfða 9 • 110 Reykjavík • Sími: 535 9000 • Fax: 535 9090 • www.bilanaust.is

    Bílanaust kynnir!

    • Smelltu FILTERMAG á olíusíuna og þú færð hreinni smurolíu sem tryggir betri kælingu og endingu.

    FILTERMAG• Kraftmikill segull sem smellt er á olíusíuna. • Dregur til sín málmagnir úr smurolíu.• FILTERMAG-segullinn nær ögnum niður í allt að 1 míkró. Venjulegar síur ráða yfirleitt ekki við agnir undir 25 míkró.• Eykur endingu smurolíunnar.• Minnkar viðhaldskostnað.• Lengir líftíma vélarinnar.• FILTERMAG er margnota.• Passar á síur af stærðum 2,5-4,5 tommur.• Fyrir bíla og mótorhjól af öllum stærðum og gerðum.

    Sjálf- og beinskipt farartæki.

    AUÐVELT OG FLJÓTLEGT!

  • Bílalakk sem sjálft lagar rispur- ekkert aprílgabb - segir NissanBílalakk sem sjálft lagar rispur. Það hljómar svo sannarlega eins og algert aprílgabb, en Auto Motor & Sport segir að tæknimenn hjá Nissan í Japan fullyrði að þeir hafi fundið upp bílalakk sem einmitt „græði“ rispur sem komið hafi í lakkhúðina. Auk þess sé þetta nýja lakk mun harðara en bílalakk hefur hingað til verið þannig að minni hætta sé á rispum.

    Nýja lakkið er vatnsþynnanlegt glært hlífðarlakk og heitir Scratch Guard Coat. Það er sagt þorna og ná fullri hörku mjög fljótt. Vegna eiginleika þess geti bíleigendur búist við að viðgerðakostnaður við lakkskemmdir verði einungis fimmtungur þess sem áður hefur þekkst á bílum. Þetta glæra lakk leggist yfir bílinn og smjúgi ofan í rispur og sprungur í lakkinu sem fyrir er og endurskapi jafna litáferð og „græði“ rispur og sprungur. Þessi endursköpun taki frá einum sólarhring upp í viku eftir því hversu lofthiti er hár og rispurnar djúpar. Nýja lakkið er sagt muni koma fyrst á jeppum frá Nissan.

    Öfugt við flesta Evrópubúa að Svíum og Hollendingum undanski ldum tel j a f lest ir Íslendingar, eða 61 prósent að mestur ávinningur í því að fækka dauðaslysum í umferðinni náist með því að laga vegi og gera þá öruggari. Þetta er niðurstaða könnunar þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sem gerð var dagana 20.-22. janúar sl. Spurt var: Hvert af eftirtöldu viltu setja á oddinn til að fækka alvarlegum umferðarslysum á Íslandi? – Öruggari vegi (61%) – Betri bíla (0%) – Meiri áróður (6%) – Betri ökukennslu (13%) – Aukna löggæslu (20%)Að meðal ta l i 60 prósent aðspurðra Evrópubúa telja hins vegar (ranglega að mati EuroRAP) að með því að fjárfesta í aðgerðum sem miða að því að gera ökumenn betri

    náist bestur árangur. 27% telja að besti árangurinn náist með því að gera vegina öruggari og 13% með því að gera bílana öruggari. Frá Evrópukönnun

    EuroRAP um svipað efni er greint frá í frétt hér á síðunni undir fyrirsögninni –Spörum mannslífin með því að gera vegina öruggari.-

    Flestir vilja öruggari vegi-Samkvæmt könnun útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar

    Eftirspurn umfram áætlanir- Skoda herðir á framleiðslu OctaviaMeiri eftirspurn er eftir Skoda Octavia skutbílum en áætlanir gerðu ráð fyrir. Því hefur verið ákveðið að auka framleiðsluna og verða þrjú þúsund fleiri bílar smíðaðir það sem eftir er af árinu en áður var ætlunin. Þetta kemur fram á fréttavef Skoda í Tékklandi. Þar segir að Skoda Octavia sé vinsælasti bíll Skodaverksmiðjanna frá upphafi. Í Þýskalandi einu hafi í ágústmánuði selst 32.924 Oktavíur. Ný kynslóð Skoda Octavia kom fram á sjónarsviðið í ágústmánuði 2004 og skutbílsútgáfa nýju kynslóðarinnar í janúar 2005. Framleiðslu á eldri gerðinni er þó enn haldið áfram undir gerðarheitinu Octavia Tour.

    61% Íslendinga telja að lang mestur ávinningur náist í fækkun umferðarslysa með því að gera vegi öruggari og betri. Einbreiðar breyr eru meðal háskalegustu fyrirbæra á Íslenskum vegum.

    Flestir, eða 35,9% félagsmanna FÍB vilja draga úr notkun negldra vetrardekkja með því að fólk taki sjálft um það upplýsta ákvörðun á grundvelli upplýsinga um aðra valkosti.Á heimasíðu FÍB var spurt eftirfarandi spurningar um negld vetrardekk: -Reykjavíkurborg v i l l d r a g a ú r n o t k u n negldra vetrardekkja með skattlagningu vegna þess slits og svifryksmengunar sem þau eru sögð valda. Hvað vilt þú?Svarmöguleikar voru: a. Draga úr notkun þeirra með fræðslu um aðra valkosti. b. Draga úr notkun þeirra með skattlagningu. c. Leyfa negld vetrardekk til jafns við önnur. d. Banna notkun þeirra alfarið.35,9% þeirra sem svöruðu vildu drag úr notkun negldra vetrardekkja með fræðslu um aðra valkosti . 14,1% vildu draga úr notkun þeirra með skattlagningu. 28,8% vildu leyfa notkun negldra dekkja til jafns við önnur. Og loks vildu 21,3% banna notkun þeirra alfarið.

    FÍB félagar vilja draga úr notkun nagladekkja-fæstir vilja nagladekkjaskatt

    Val % AtkvæðiDraga úr notkun þeirra með fræðslu um aðra valkosti 35.9% 204Draga úr notkun þeirra með skattlagningu 14.1% 80Leyfa negld vetrardekk til jafns við önnur 28.8% 164Banna notkun þeirra alfarið 21.3% 121

    Samtals: 569 atkvæði

    Mynd/Ingólfur Júlíusson

  • Elsta bílakeppni veraldar er trúlega London-Brighton keppnin. Hún var háð í fyrsta sinn þann 13. nóvember árið 1896. Þá lögðu hátt í 40 glænýir bílar upp frá Hyde Park í miðri London í 60 mílna eða um 100 km ökuferð til borgarinnar Brighton á suðurströnd Englands.

    Brighton keppnin var fyrstu árin nokkurskonar reynslu-akstur fyrir nýja bíla, eða sjálfrennireiðar eins og fólk nefndi þessa hestlausu hestvagna sín í milli. Fyrsta keppnin var haldin til að fagna því að ný lög höfðu verið sett sem leyfðu að aka mætti sjáflrennireiðum á allt að 19 km hraða á klukkustund, hvorki meira né minna og að ekki væri lengur skylt að á undan sjálfrennireið gengi maður haldandi á rauðu flaggi og varaði vegfarendur við og forðaði þeim frá því að verða undir hestlausu vögnunum. Fyrsta keppnin var mikil l viðburður á sinni tíð og ekki einungis breskir bílasmiðir tóku

    þátt í henni heldur líka erlendir, þeirra á meðal Þjóðverjinn Gottlieb Daimler.Árið 1927 var það ákveðið að keppnin yrði þaðan í frá kappakstur fornbíla – eins konar sögusýning. Þar með hætti hún að vera sýning á nýjungum í hinum vaxandi bílaiðnaði Bretlands og annarra Evrópulanda. Í dag geta einungis bílar frá árdögum bílsins tekið þátt í keppninni. Í keppninni sem að þessu sinni fór fram sunnudaginn 13. nóvember sl. var þátttaka takmörkuð við bíla af árgerð 1904 og eldri. Yngri bílar en það fengu ekki aðgang. Þar með var í þessari merku keppni hvert einasta farartæki eldra en 100 ára að þessu sinni.

    10

    Allir yfir 100 ára- í síðasta kappakstrinum milli London og Brighton

    Ferrari skemmti-garður í Abu Dhabi- verður opnaður um mitt ár 2008 Ferrari í Modena á N-Ítalíu er heimsþekkt fyrir kappaksturs- og sportbíla sína. Dugnaður og færni Ferrarimanna við að búa til bíla er auðvitað alþekkt, en ekki eru þeir síðri markaðsmenn því að fá fyrirtæki eru iðnari við að selja afnot af vörumerki sínu á allskonar varning og fyrirbæri en einmitt Ferrari. Hægt er að kaupa rándýr Ferrari sólgleraugu, Ferrari-ferðatölvur, Ferrari-ilmvötn og hvaðeina.

    Nú eru Ferrari að seilast inn á nýtt svið í þessari útleigu á vörumerki sínu því að til stendur að reisa Ferrari skemmtigarð í olíufurstadæminu Abu Dhabi. Þar verður m.a. kappakstursbraut og æfingaaksturssvæði, skemmtitæki og sérstakt Ferrari-sögu- og minjasafn, hótel, verslanir og veitingahús. Áætluð opnun skemmtigarðsins er um mitt ár 2008.

    Bílahjólbarðar og kvenleg nekt-Pirelli víkur ekki frá hefðinni í dagatali ársinsNakinn kvenlíkami eða einstakir hlutar hans er óspart notaður í auglýsingum fyrir hvers kyns varning enda vita þeir sem þar um véla að slíkt fangar athygli karla. Að vísu er vandséð samhengið milli einstakra vörutegunda, t.d. bílahjólbarða og kvenlegrar nektar. En karlpeningurinn glennir upp skjáina og þar með er tilganginum víst náð.

    Pirelli dekkjaframleiðandinn hélt sérstaka sýningu í París á nýjasta dagatalinu rétt fyrir síðustu jól. Myndirnar í því eru eftir tvo ljósmyndara; Tyrkjann Mert Alas og Bretann Marcus Piggott og segjast þeir og útgefandinn hafa unnið þetta 42. dagatal Pirelli undir kjörorðunum Frelsi-tjáningarfrelsi.

    Myndirnar eru allar svart/hvítar og fyrirsæturnar eru allar vel þekktar. Þær eru Jennifer Lopez, Kate Moss, Gisele Bündchen, Natalia Vodianova, Karen Elson og Guinevere van Seenius. Allt eru þetta íðilfagrar stúlkur og á myndunum eru þær alls ekki hlýlega klæddar.

    -Okkur tókst að merja það, gætu þessir heiðursmenn verið að segja þegar þeir hér renna í mark eftir Brighton kappaksturinn.

    Eitthvað virðist farþeginn í þessum bíl vera áhyggjufullur yfir því að hið aldraða farartæki sé við það að gefast upp.

  • 11

    Sú deild lögreglunnar í Hamborg sem framfylgir umhverfislögum hefur lagt hald á 24 bíla frá Danmörku sem búið var að greiða út endurvinnslugjald fyrir og átti að vera búið að eyða. Þegar bíll hefur verið afhentur til niðurrifs fær endurvinnslustöðin eða bí l apartastöðin grei t t endurvinnslugjald fyrir bílinn sem er um 18 þúsund ísl. krónur. Eftir það skoðast bíllinn sem sorp og er ólöglegt að flytja hann milli landa án sérstaks útflutningsleyfis. En bílhræin í Hamborg voru þar komin vegna þess að bílapartasalarnir höfðu ekki eytt bílunum og ekki heldur fengið sérstakt sorpútflutningsleyfi fyrir þeim heldur höfðu þeir lappað upp á þá til útflutnings og voru þeir á leið til bílainnflytjenda í Afríku og

    Mið-Austurlöndum, þar á meðal Líbanon. Samkvæmt lögum í Danmörku og öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins er þetta ólöglegt.Lögreglan í Hamborg hefur nú sent bílana 24 til baka til

    Danmerkur og segist hafa örugga vitneskju um 133 aðra bíla sem komist hafa í hendur innflytjenda í Líbanon og til N. Afríku.

    Suzuki setur sölu-met í Danmörku - yfir 18.000 bílar seldust á árinu 2005 Árin 2003 og 2004 hefur bíltegundin Suzuki notið methylli hjá Dönum. Rúmlega 18.000 kaupendur nýrra bíla í Danmörku hafa valið Suzuki á þessu ári, eða 40% fleiri en 2004 og rúmlega 70 prósent fleiri en árið þar á undan. Suzuki er því mest selda bíltegund í landinu í ár og hefur eftirspurn eftir flestum gerðum Suzuki verið slík að fjórar gerðir Suzuki eru mjög ofarlega eða efstar á vinsældalistanum yfir einstakar gerðir bíla. Umboðs- og söluaðilar Suzuki í Danmörku eru sem vænta má kátir yfir þessu og sýndu kátínu sína með því að halda mikla hátíð á flestum útsölustöðum Suzuki í Danmörku dagana 7.-8. janúar með kampavíni og kransakökum handa Suzukivinum.

    Um leið voru kynntar nýjar árgerðir og undirgerðir nýrra Suzukibíla. Þeirra á meðal var ný og ódýrari gerð Suzuki Ignis með 1,3 l vél, ný árgerð Suzuki Liana o.fl. Nýji ódýri Ignisinn kemur í stað smábílsins Suzuki Alto sem hverfur af markaði. Sá bíll hefur síðustu árin verið einn söluhæsti bíll Danmerkur en hann var byggður í Indlandi.

    Afturgengnir draugabílar?-24 gamlir danskir bílar sem búið átti að vera að eyða, fundust á hafnarbakka í Hamborg

    Mynd/Ingólfur Júlíusson

  • 12

    Komið er að enda lokum Volgunnar – rússnesku drossí-unnar sem var aðal farar-tæki starfsmanna KGB leyni-þjónustunnar og fleiri háttsettra manna innan rússneska komm-únistaflokksins allar götur frá því að framleiðsla bílsins hófst árið 1956 og þar til stjórn kommúnista leið undir lok.

    Rússneskar fréttastofur greina frá því að smíði Volgunnar verði hætt innan tíðar. Volga náði því að verða talsvert algengur bíll á Íslandi á tímum hafta og skömmtu-nar eftir seinna stríð. Þetta var t ímab i l r í k i s s týrðrar vöruskiptaverslunar við ríki Varsjárbandalagsins og nánast

    einu bílarnir sem íslenskum almenningi s tóð t i l boða að kaupa voru rússneskir, tékkneskir eða austurþýskir. Þetta voru tímar bíla eins og „Blöðruskóda,“ Rússajeppa, Moskvits og Pobeda sem Volgan svo leysti af hólmi. Fyrri gerð Volgunnar var framleidd frá 1956 til 1970.

    Framleiðsla rússnesku Volgunnar hættir:

    Gamall góðhestur feryfir móðuna miklu

    Þrengslaskatturá umferð í Stokkhólmi frá 3. janúar 2006Sænska ríkisstjórnin ákvað milli jóla og nýjárs að frá 3. janúar til 31. júlí 2006 er lagður sérstakur þrengslaskattur á umferð í miðborg Stokkhólms. Með þessari skattlagningu er vonast til að minnka umferð einkabíla um 10-15% á háannatímum umferðar.

    Skattlagning þessi er tilraun. Meðan á henni stendur mun verða sérstaklega athugað með að auka afköst almannasamgöngukerfisins og fjölga bílastæðum

    Ekja hættirLánstraust selur upplýsingar úr bifreiðaskráÍ dag, 15. febrúar hætti Umferðarstofa að veita aðgang í áskrift að ökutækjaskrá. Umferðarstofa hefur selt takmarkaðan aðgang að ökutækjaskrá til þeirra sem þurfa á honum að halda, t.d. bifreiðasölum, bifreiðaverkstæðum, lánastofnunum o.fl. Aðgangurinn felst í því að hægt er að kalla fram upplýsingar um bifreiðar eftir skráningarnúmerum þeirra, upplýsingar um hverjir eiga bíla, skráningar-, skoðunar- og nú síðast tjónaferil þeirra. Umferðarstofa er ríkisstofnun og er það vegna sjónarmiða um frjálsa samkeppni á markaði sem þessi starfsemi á vegum stofnunarinnar er lögð niður og falin samkeppnisaðilum.Fyrirtækið Lánstraust er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur tekið að sér að miðla þeim upplýsingum úr ökutækjaskrá sem Umferðarstofa hefur sjálf gert fram að þessu. Hægt er að kaupa áskrift að upplýsingunum hjá Lánstrausti á svipaðan hátt og áður var hjá Umferðarstofu sjálfri.Undanfarin 5 ár hefur Lánstraust verið vinnsluaðili upplýsinga úr ökutækjaskrá en með nýjum samningi við Umferðarstofu er nú hægt að bjóða upp á fleiri uppflettimöguleika úr Ökutækjaskrá. Nýir leitarmöguleikar verða leit í slysaskrá og leit eftir kennitölu eiganda en aðgangur að hinu síðarnefnda er háður ströngum skilyrðum og einskorðaður við lögmenn að næstum öllu leyti. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Lánstrausts hér.

    Ekki verður annað sagt en að gamla Volgan hafi verið sérlega fallegur bíll. Þetta er fyrsta gerð hans og góð eintök ganga nú á háu verði meðal safnara.

    Mælaborðið í gömlu Volgunni minnti verulega á bandaríska bíla frá árunum 1��0-1�60. Volgan var mjúk í akstri og hentaði vel á holóttum malarvegum Íslands.

  • 1�

    Michelin innkallar sumarhjólbarðaMichelin hefur tekið þá ákvörðun að innkalla sumarhjólbarða af gerðinni Michelin Pilot Sport 255/35 ZR20 97Y Extra Load. Þetta hefur verið ákveðið eftir nákvæma skoðun á hjólbörðum sem kvartað hafði verið undan og þeim skilað aftur. Skoðunin hefur að sögn danska tímaritsins Motormagazinet leitt í ljós misræmi sem í vissum tilfellum getur leitt til þess að dekkið tapi loftinu skyndilega. Í tilkynningu frá Michelin segir að þar sem of lágur loftþrýstingur í dekkjum sé varasamur og að fyrirtækið hafi öryggi fólksins í bílnum í fyrirrúmi, þá taki umboðsaðilar við öllum dekkjum af gerðinni Michelin Pilot Sport 255/35 ZR20 97Y Extra Load og láti önnur sambærileg en gallalaus dekk af hendi í staðinn án endurgjalds. Michelin Nordic óskar beinlínis eftir því að þeir sem aki á hjólbörðum af gerðinni 255/35 ZR20 97Y Extra Load Michelin Pilot Sport hafi samband við neytendaþjónustu Michelin Nordic. Síminn þar er (0045) 36906060.

    Þá tók við síðari gerðin sem hefur verið framleidd með minniháttar breytingum til þessa. Volgan var hreint ekki afleitur bíll og blm. FÍB-vefsins minnist grænnar Volgu af árgerð 1959 sem Helgi Geirsson kennari á Laugarvatni eignaðist nýja. Volgan hafði svolítið amerískt yfirbragð. Þetta var sex manna fólksbíll, rúmgóður og þægilegur sem fór vel með farþega. Sætin voru mjúk og fjöðrunin sömuleiðis og það var hátt undir bílinn og hægt að aka hiklaust á malarvegum þess tíma sem sannarlega voru ekki hraðbrautir – miklu fremur holóttar og grýttar hrossagötur. Gírkassinn var þriggja gíra og skiptistöngin var á stýrisleggnum eins og í amerísku drossíunum, en vélin var hvorki sex eða átta strokka, heldur fjögurra. Þetta var toppventlavél, 2,3 l og eitthvað rúmlega 70 hö. sem

    var á þess tíma mælikvarða bara talsvert, því að aflið í t.d. Blöðruskódanum var innan við helmingur þess og sama er að segja um Willysjeppann gamla sem enn var algengur um þetta leyti. Volgan var því talsvert mikill bíll, og falleg var hún vissulega. Hönnunin var djarfleg og svipmikil og er svo komið að hún er í dag (eldri gerðin) talsvert eftirsóttur safngripur og góð eintök seljast á háu verði.Bílaverksmiðjan sem framleiddi Volguna hét lengst af GAZ. Það er skammstöfun fyrir Gorki j Avtomobi l i Zavod sem þýðir einfaldlega Gorkij bí laverksmiðjan. Þetta var að sjálfsögðu ríkisfyrirtæki á dögum sovétskipulagsins en er nú í eigu manns að nafni Oleg Der ipaska og he i t i r RusPromAvto. Oleg segir við TASS fréttastofuna að hætt verði

    að framleiða Volguna vegna þess að tap sé á framleiðslunni. Verksmiðjan muni framvegis einbeita sér að smíði sendibíla sem heita GAZelle og Sobol auk stærri vörubíla og rútubíla.

    Á alþjóðlegri bílasýningu í Moskvu árið 200� kynnti rússneskt bílabyggingafyrirtæki þessa breyttu Volgu sem sést í forgrunni myndarinnar. Búið er að bæði lengja og breikka bílinn og setja í hann V12 strokka vél og viðeigandi gírkassa og drif.

    Síðasta gerðin af Volgu. Megin-útlitsbreyting var gerð á Volgunni 1��0 og hélst það með ýmsum minniháttar breytingum til endalokanna sem nú eru skammt undan.

  • 1�

    Íslendingur dæmir Formúluna á Imola í San Marino 22-23. Apríl- varaformaður FÍB annar tveggja alþjóðadómara FIA í Formúlu 1Ólafur Kr. Guðmundsson vara-formaður FÍB og stjórnarmaður í LÍA, Landssambandi íslenskra akstursíþróttafélaga, hefur verið skipaður annar tveggja alþjóðadómara FIA í Formula 1 kappakstrinum sem fram fer á Imola kappakstursbrautinni í San Marino á Ítalíu dagana 22. og 23. apríl næskomandi.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur er dómari í Formúlunni: Dómaraferi l l hans hófst í Formula 3 árið 1993. Síðan hefur hann verið dómari í margri alþjóðakeppni í ralli og í sportbílakappakstrinum Grand Touring. Hann var fyrst skipaður dómari í Formula 1 árið 2001 og í fyrra var hann dómari við Formula 1 keppnislotuna á Nurburgring

    í Þýskalandi. Keppnin á Imola 22.-23. apríl er sjötta Formula 1 keppnin sem Ólafur dæmir. Jafnframt þessu hefur FIA óskað eftir því að Ólafur verði dómari í sportbílakeppninni Grand

    Touring sem fram fer í Dubai í lok nóvembermánaðar nk. Þar keppa menn á sportbílum eins og Aston Martin, Ferrari, Maserati, Lamborghini, Lister, Porsche ofl.

    Max Mosley forse t i F IA , a lþ jóðas amtaka b i f r e iða-eigendafélaga var nýlega aðlaður og sleginn til riddara Frönsku heiðursfylkingarinnar. Það var utanríkisráðherra Frakklands sem það gerði við hátíðarathöfn í höll utanríkisráðuneytisins að Quai d’Orsay í Parísarborg. Sá heiðurstitill sem Max Mosley ber nú er Chevalier dans l’Ordre de la Légion d’Honneur. Titilinn hlýtur hann fyrir störf að umferðaröryggismálum og að málefnum mótorsports í heiminum. Viðstaddir athöfnina voru m.a. f jölskylda Max Mosley, vinir og samstarfsfólk. Max Mos l ey e r án e f a áhrifamesti baráttumaður fyrir auknu umferðaröryggi sem uppi

    hefur verið. Hann átti á sínum tíma frumkvæði að stofnun EuroNCAP stofnunarinnar sem hefur undanfar in ár árekstursprófað nýja bí la . Starfsemi stofnunarinnar hefur gjörbreytt viðhorfi almennings og bi fre iðaframleiðenda í heiminum til þess hversu öryggi bíla er mikilvægt. Max Mosley átt i e innig frumkvæði að stofnun EuroRAP sem vinnur að umbótum í vegamálum

    í þeim tilgangi að gera vegina öruggari fyrir vegfarendur. Hann hefur verið í nánu og reglulegu sambandi við FÍB um umferðaröryggismál og kom til Íslands á vegum félagsins í nóvember árið 2004 og ávarpaði þá Umferðarþing. Max Mosley á stóran þátt í því að á vegum FÍB er EuroRAP starf hafið á Íslandi.

    Frakkar heiðra Max Mosley forseta FIA- sleginn til riddara Frönsku heiðursfylkingarinnar

    Bónus-Harley frá Kóreu - Hyosung Aquila GV 650- líkist rándýrum krúsara en myndi kosta hér um 800 þúsund

    Hyosung í S-Kóreu hefur um all langt skeið framleitt lítil vélhjól og skellinöðrur en er að færa sig inn á framleiðslu stærri mótorhjóla. Topphjólið frá Hyosung um þessar mundir er Hyosung Aquila GV 650. Þetta er ferðahjól af þeirri gerð sem hér kallast stundum hippar. Það er reimdrifið, vélin í því er vatnskæld, tveggja strokka, átta ventla, 647 rúmsm, 70 ha. við 9.000 sn.mín. Hámarkshraði er 180 km/klst. og viðbragð frá 0-100 er rúmar 5 sek. Eigin þyngd er 218 kíló og bensíntankurinn tekur 17 lítra.

    Félagar okkar á félagsblaði FDM í Danmörku, systursamtaka FÍB hafa reynsluekið þessu hjóli og láta allvel af. Þeir bera það saman við Suzuki V2 800 K5, Yamaha XV 650A Drag Star Classic og Kawasaki VN 800 Classic sem öll eru nokkru dýrari. Þeir láta vel af aksturseiginleikum, vinnslu og hemlum, en þó sérstaklega af útliti hjólsins og að margir sem séð hafi hjólið, hafi talið að þar færi nýjasta módelið af Harley Davidson V-Rod.

    Það sem þeir finna að er að mælarnir sem eru stafrænir og að þeir verði ólæsilegir í sólskini og að aftursætið sé ómögulegt. Og þótt hjólið líkist Harley V-Rod þá sé nú mótorinn um það bil helmingi minni og verðið einungis einn þriðji af verði Harley.

    Ólafur Kr. Guðmundsson við dómarastörf í Formúlunni á Monza brautinni í fyrra.

  • 1�

    Heildartekjur ríkissjóðs af ökutækjum og notkun þeirra árið 2005 urðu miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Miðað við árið á undan jukust þessar tekjur ríkissjóðs um fjórðung eða um heila níu milljarða króna.Rekstur bí ls ins er orðinn næst stærst i útgjaldal iður heimilanna í landinu næst á ef t i r húsnæðiskostnaði . Rekstur bílsins er dýrari en fæðiskostnaður heimilanna á Íslandi - því landi sem er með hæsta matvöruverð í Evrópu. Það segir sína sögu.Tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og notkun þeirra urðu á síðasta ári rúmlega 47 milljarðar króna en voru árið 2004 tæplega 38 milljarðar. Það er því níu milljarða tekjuauki sem kom aukalega í ríkiskassann.

    Þessi mikli vöxtur er auðvitað að stórum hluta tilkominn vegna þess að metár var í fyrra í innflutningi nýrra bíla. Þessir 47 milljarðar króna að meðtöldum aukamilljörðunum níu miðað við árið 2004 eru þó alls ekki allt sem ríkið hirðir af landsmönnum í sköttum á bílana og rekstur þeirra því að inni í töluna vantar m.a. virðisaukaskattstekjur af varahlutum og þjónustu við ökutæki, virðisaukaskatt og gúmmígjald af hjólbörðum og virðisaukaskattstekjur af Hvalfjarðargöngum. Þessar tekjur skipta fleiri hundruðum milljóna til viðbótar. FÍB telur fyllilega eðlilegt að skattar séu lagði á notkun ökutækja til að mæta þeim kostnaði sem er óhjákvæmilegur fy lg i f i skur þe i r ra . En sú

    skattlagning sem viðgengst hér á landi gengur langt útfyrir öll sanngirnis- og skynsemismörk í þeim efnum. Sem dæmi um það er sú staðreynd að einungis

    um 27 prósent þeirra skatta sem hirtir eru af ökutækjum fara til vegamála. 73 prósent fara í annað.

    Ríkið slær fyrri met í skattheimtu á ökutæki- jók skattheimtuna um 9 milljarða milli 2004 og 2005 – í 47 milljarða

    Alvarlegir gallar í hjólnöfum smábílsins City Rover hafa fundist og hafa bílarnir verið kallaðir inn til viðgerðar. Vegna þess að MG Rover er gjaldþrota verða söluaðilar bílanna að taka á sig kostnað vegna lagfæringar á gallanum. Um 1200 nýir bílar þessarar gerðar eru enn óseldir á hafnarbakka í Bristol og ólíklegt að bústjóri þrotabúsins, sem er PricewaterhouseCoopers, lát i laga þá bíla . Líklegra þykir að þeir verði seldir allir í einu eða hreinlega sendir í brotajárnspressuna. Allavega er ekki ósennilegt að hægt sé að fá þessa 1200 bíla keypta á einu bretti fyrir lítið og þá með gallanum sem lagfæra verður áður en þeir fást skráðir.City Rover smábíllinn var aldrei framleiddur í verksmiðju MG-Rover, heldur er þetta indverskur

    bíll af gerðinni Tata Indica, endurbættur hjá MG Rover og aðlagaður að evrópskum stöðlum. Vegna þess að búið er að aðlaga óseldu bílana 1200 í Bristol að evrópskum stöðlum er ekki lengur hægt að endursenda þá til Indlands. Þar eru þeir nú ólöglegir. Þessi viðskipti MG Rover við Tata urðu aldrei hagkvæm fyrir MG Rover því City Rover seldist illa í Bretlandi og annarsstaðar í Evrópu. Hann þótti bæði gamaldags og of dýr og nú bætist innköllunin ofan á önnur vandamál tengd honum.

    City Rover innkallaður vegna galla í hjólnöfum

    - þrotabú MG-Rover verður að laga bílana - 1200 City-Rover bílar óseldir

    Mynd/Ingólfur Júlíusson

  • 16

    Alþjóðavæðingin:

    Fiat framleiddur í IndlandiFiat hefur gert framleiðslusamning við indversku bílaverksmiðjuna Tata Motors, sem auk þess að framleiða fólksbíla er stærsta vörubílasmiðja Indlands, um að framleiða Fiat. Tata mun byggja Fiatbíla af gerðunum Palio og Seana og verða þeir seldir í Indlandi og víðar í Asíu í dreifi- og sölukerfi Tata. Fiat hefur áður reynt fyrir sér á Indlandsmarkaði upp á eigin spýtur en ekki haft árangur sem erfiði. Í lok nýliðins árs gekk Fiat einnig frá samningum við rússneska bíla- og stálfyrirtækið Severstal-Avto. Samkvæmt honum mun Severstal-Avto byggja Fiat Palio og Albea í Rússlandi frá og með árinu 2007.

    Samkvæmt frétt í Ingeniøren, tímariti danskra verkfræðinga hafa japönsku bíla- og farar-tækjaframleiðendurnir Suzuki, Toyota, Nissan, Mitsubishi og Yamaha viðurkennt að hafa frá 1996 og fram í desember á síðasta ári notað asbest í einhverjar af þeim einingum sem bílar þeirra eru settir saman úr. Talið er að um sé að ræða samtals 1,64 milljónir bíla. Ekki er komið á hreint hvort einhverjir þessara bíla hafa yfirleitt verið seldir í Evrópu. Danska vinnueftirlitið brást mjög skjótt við þessari frétt og krafðist útskýringa frá innflyt jendum bílanna og heimtaði að málið yrði rannsakað. Algert bann er í Danmörku og raunar í öðrum ríkjum Evrópusambandsins á innflutningi og notkun á öllu sem inniheldur asbest vegna þess hve efnið er eitrað og mikill krabbameinsvaldur.

    Samband jap-anskra bílaframleiðenda hefur gefið þær skýringar að asbest hafi verið notað í pakkningar og þéttingar og þá blandað saman og bundið við önnur efni, aðallega plast og ýmis gerviefni. Því sé engin hætta á að asbestið losni og geti haft heilsuspillandi áhrif.

    Engu að síður gæti málið haft slæm áhrif á gengi japanskra bíla að mati blaðsins ef í ljós kemur að bílar með asbesti hafa verið seldir í Danmörku. Suzuki mun hafa verið hvað stórtækastur í þessari notkun efnisins en það er sagt vera í rúmlega einni milljón bíla af tegundinni. Suzuki hefur verið mest selda bifreiðategundin í Danmörku undanfarið og því mikið í húfi. Tíðindin komu innflytjandanum í Danmörku algerlega á óvart og setti hann sig strax í samband við höfuðstöðvarnar í Japan til að fá upplýst hvort einhverjir bílar með asbesthlutum hafi slæðst til Danmerkur. Samkvæmt frétt Ingeniøren hefur hann verið fullvissaður um að svo sé ekki.Samkvæmt frétt blaðsins hefur asbest á því tímabili sem um ræðir verið notað í 1,01 milljón Suzukibíla, 177 þúsund Nissan bíla og 27 þúsund Toyota bíla.

    Danska vinnueftirlitið krefur bílainnflytjendur um svör:

    Grunur um asbest í japönskum bílum

    Þær góðu viðtökur og vinsældir sem Mini hefur hlotið eftir að BMW eignaðist hið breska bílaframleiðslufyrirtæki munu leiða til meiri fjölbreytni. Frá og með september 2006 verður ekki bara val um einn og sama bílinn með mismunandi innréttingum og búnaði heldur fleiri gerðir því að þá kemur ný kynslóð Mini fram á sjónarsviðið. Þá kemur einnig fram skutbílsútgáfa og önnur sem er opinn blæjubíll. Í framhaldinu birtast svo enn nýjar gerðir, þeirra á meðal er Mini sem fjölnotabíll, ný opin sportútgáfa og nýr og stærri skutbíll.

    Nýja kynslóðin sem kemur fyrs t f ram haus t ið 2006 verður stærri en núverandi Mini. Hann verður 25 sm lengri en nú, eða 3,87 m. Hluti lengdaraukningarinnar verður búnaður að framanverðu til þess að mæta nýjum kröfum um öryggi fótgangandi fólks.

    Á næsta ári verður Mini-verksmiðjan í Oxford stækkuð og afköstin aukin úr 200 þúsund bílum árlega í 300 þúsund bíla. Jafnframt verður auðveldara að framleiða mismikið útbúna bíla og mismunandi gerðir þeirra jöfnum höndum. Eftir breytinguna á verksmiðjunni kemur svo a r f t ak i Min i Clubman skutbílsins frá sjöunda áratuginum. Hann verður tveggja dyra með tvöföldum dyrum á afturgaflinum. Sætið verður niðurfellanlegt en einnig

    færanlegt fram og aftur eftir þörfum aftursætisfarþega. Síðar kemur svo lengri gerð hins nýja Clubman. Sá verður fjögurra dyra.

    Í f r am t í ð i nn i v e r ðu r Mini einnig fáanlegur með f jórh jó l adr i f i og ta l sver t upphækkaður. Sömuleiðis er á teikniborðinu fjögurra dyra útgáfa af núverandi Mini en þeirri gerð er ætlað að svara samkeppni við franska og þýska smábíla.

    Mini vex og dafnar- tvær gerðir skutbíla, blæjubíll og fjölnotabíll

    Nýr hugmyndarbíll:

    Chrysler Akino -með bambusgólfi

    Á Frankfurt bílasýningunni sl. haust sýndi Chrysler nýjan hugmyndabíl sem svo mánuði síðar var líka sýndur á bílasýningunni í Tokyo. Nýi hugmyndarbíllinn var nefndur Chrysler Akino eftir hönnuðinum, hinni 37 ára gömlu Akino Tsuchiya.

    Í frétt frá Chrysler segir að Akino bíllinn sé einrýmisbíll með sætum fyrir fimm. Hann sé lítill að utan en stór að innan og smíðaður úr náttúrulegum og endurvinnanlegum efnum. Gólfið sé úr bambus, lýsingin inni í honum sé eins og í notalegu herbergi og komi frá „vegglömpum“ og mottur, sessur og púðar séu hér og hvar um innanrýmið til að skapa þægilegt og heimilislegt andrúms-loft.

  • 1�

    Ford í Bretlandi hefur staðið að merkilegum aksturstilraunum undir áhrifum áfengis í því skyni að mæla aksturshæfni og hvort og hvernig hún breytist með vaxandi áfengisáhrifum á ökumanninn. Niðurstöðurnar eru ótvírætt þær að venjulegir ökumenn verða því verri til aksturs sem áfengisáhrif vaxa.

    Ti l raunirnar fóru fram þannig að ökumaður var látinn innbyrða fyrirfram mælt áfengi, bíða svo eftir að áfengið tæki að hafa áhrif og fara síðan í ökuferð inni á lokuðu aksturssvæði þar sem hann skyldi takast á við dæmigerðar akstursaðstæður. Tilraunin var svo endurtekin nokkrum sinnum eft ir að ökumaðurinn hafði innbyrt enn meira áfengi fyrir hverja aksturstilraun. Í síðustu öku-ferðinni var áfengismagnið í blóði ökumannsins orðið 150% umfram lögleyfð mörk.

    Ökumaðurinn var látinn leysa ýmsar þrautir og takast á við tilbúnar aðstæður líkar þeim sem upp geta komið í daglegum akstri . Eftir því sem áhrif áfengisins jukust tókst honum verr og verr upp, viðbrögð hans urðu seinni og nákvæmni og geta hans rýrnaði.

    Ökumaðurinn sem tók þátt í tilrauninni heitir Oliver Rowe. Hann segir við fréttamann Reuters að honum hafi fundist biðin eftir því að áfengið svifi á sig ansi löng stundum. Þá hefði dómgreindin sljóvgast. „Hefðu þeir spurt mig eftir fyrstu tvo klukkutímana sem tilraunin stóð, hvort ég teldi að ég væri í ökuhæfu ástandi, hefði ég sagt já. En mælingarnar sýndu svart á hvítu hversu viðbragðstíminn var fljótur að lengjast, þótt ég fyndi varla neitt á mér og það sýndi sig sannarlega í sjálfum akstrinum.“ Hann segir jafnframt að eftir því sem hann varð fyllri hefði sjálfstraustið vaxið í öfugu hlutfalli við rýrnandi getu til aksturs. Hinn vaxandi dómgreindarskortur hefði komið fram í stöðugt djarfara aksturslagi og versnandi getu við að leysa þrautir eins og að aka í kröppu svigi milli stika og halda jöfnum hraða gegn um þrautirnar.

    Kevin Delaney er öryggisrágjafi breska bifreiðaeigenafélagsins Royal Automobile Club. Hann segir að þessi tilraun Ford sýni áþreifanlega þær hættur sem kendiríis- og fylliríisakstur hefur í för með sér. „Áfengi, jafnvel í litlu magni, hefur þau áhrif að dómgreindin stórversnar þannig að trúin á eigin getu vex samtímis því að aksturshæfnin fer veg allrar veraldar. Það er hættuleg blanda,“ segir Kevin Delaney.

    Ökumenn drykkjuprófaðir-staðfest að fullir ökumenn eru háskalegir

    Mynd/Ingólfur Júlíusson

  • 18

    Tvinnbíll með dísilvél:Bionic-Mercedes

    Mercedes Benz sýndi á Frankfurt bílasýningunni í september sl. hugmyndabíl sem þeir kalla Bionic. Þetta er tvinnbíll og byggður á samskonar hugmynd og Toyota Prius – rafmagnsbíll með ljósamótor. Munurinn er sá að í Bionic er ljósamótorinn dísilmótor en ekki bensínmótor eins og í Prius.

    Á fréttasíðu Mercedes Benz segir dr. Thomas Weber tækniþróunarstjóri Mercedes að meðaleyðsla þessa bíls sé um 5 lítrar á hundraðið. Vélbúnaðurinn í honum sé fullur af nýjungum og kallist hann BlueTec.

    Tvinnbílar voru talsvert fyrirferðarmiklir í Frankfurt, bæði dísil- og bensíntvinnbílar. Meðal þeirra má nefna dísiltvinnbíl frá Smart, og tvinnbíla frá Daihatsu, Audi VW og meira að segja Porsche sem vinnur sín tvinn-aflkerfi í samvinnu við einmitt VW og Audi.

    Hrágúmmí hækkar í verði:

    Hjólbarðar dýrariHeimsmarkaðsverð á hrágúmmíi hefur hækkað undanfariðsvo mjög að dekkjaframleiðendur eru farnir að hækka verð á dekkjum.Þannig reiknar Michelin með því verð á Evrópumarkaði á fólksbíladekkjum hækki um 3,5 prósent og vörubíladekkjum um 4,0 prósent á vörubíladekkjum á fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram hjá Bloomberg fréttastofunni og þar staðfestir talsmaður Michelin þetta og segir hækkanirnar nauðsynlegar til að vega á móti hækkandi hráefnisverði. Á markaði í Tokyo kostar kílóið af hrágúmmíi nú um 120 ísl. kr. miðað við afhendingu júní nk. Þetta er hæsta verð á hrágúmmíi sem verið hefur undanfarin 17 ár.

    Saab innkallaði þrjúhundruð þúsund bíla- ástæðan - hætta á að háspennukefli ofhitni

    Volkswagen hefur lengstum boðið upp á sérstakar sportbílsútgáfur af algengustu bílgerðum sínum. Sportútgáfan af gömlu Bjöllunni var VW Karmann Ghia. Svo kom VW Golf til sögunnar 1974 og sportútgáfan af honum – Scirocco kom fram á sjónarsviðið það sama ár og var framleiddur óslitið fram til 1992 þegar henni var hætt. Engin sérstök sportútgáfa af næst nýjasta og nýjasta Golfinum hefur verið til fram að þessu, en það mun breytast þegar sala á nýjum Scirocco hefst árið 2008. Nýi Scirocco er hannaður innanhúss af yfirhönnuði VW, Murat Günak, gagnstætt þeim gamla sem var hannaður á Ítalíu hjá Giugiaro. Eins og gamli Scirocco verður sá nýi 2ja+2ja sæta coupé med stórum afturhlera. Botnplata hans verður sú sama og undir Golfinum. Hann verður um það bil 420 sm langur og aðalvélin verður ný byltingarkennd dísilvél sem þegar er komin í framleiðslu hjá VW. Þessi vél er aðeins 1,4 lítra. Hún er með bæði forþjöppu sem knúin er af sveifarási vélarinnar sjálfrar en líka með útblásturstúrbínu og aflið er ekkert smáræði í þessum dvergmótor – 170 hestöfl hvorki meira né minna.

    VW endurvekur Scirocco - verður með 170 ha. dísilvél

    Að ofan er gamli Scirocco frá 1��� en sá nýi að neðan. Sá nýi verður með hinni nýju 1,� l 1�0 hestafla dísilvél frá Volkswagen.

    Saab h e fu r i nnka l l að 300.000 bíla um allan heim til lagfæringar. Ástæðan er hætta á því að háspennukefli við kveikikerti ofhitni. Dæmi eru

    um slíka ofhitnun og að reykur gjósi upp í vélarhúsi vegna ofhitnunarinnar. Á heimasíðu danska ríkisútvarpsins segir að kostnaður Saab og móður-

    fyrirtækisins GM muni nema minnst sex milljörðum ísl. kr. vegna innköllunarinnar.

    Yfirvöld umferðaröryggis-mála í Bandaríkjunum hafa síðan sl. vor rannsakað vandamál tengd kveikjukerfi Saab bíla í kjölfar atvika sem upp hafa komið þar sem háspennukefli hafa ofhitnað og reykur gosið upp.

    Þeir bílar sem innkallaðir verða eru af árgerðum 2000 til 2002 með bensínvélum að því er upplýsingafulltrúi Saab í Svíþjóð segir við danska ríkisútvarpið. Skipt verður um háspennukefli í bílunum þegar þeir koma til viðgerðar á GM verkstæðum um heim allan.

  • 1�

    Toyota, eins og margir stærstu bílaframleiðendur heims, leggur um þessar mundir mikið atgervi og mikla fjármuni í þróun vetnisknúinna rafbíla og stefnir á það að slíkir bílar verði raunhæfur valkostur fyrir bifreiðakaupendur árið 2015. Þeir vetnisknúnu rafbílar sem nú eru í umferð, þ.e. bílar með efnarafal sem breyta vetni í raforku sem knýr bílana áfram, eru mjög dýrir, enda nokkurskonar frumgerðir. Toyotamenn stefna á að ná framleiðslukostnaði þessara bíla niður um heil 95%. Það þýðir að þeir verða á samkeppnishæfu verði við hefðbundna bensín og dísilfólksbíla.

    Þeir sem í þessi mál spá í Bandaríkjunum fullyrða að þeir efnarafalknúnu fólksbílar sem nú eru í umferð kosti um milljón dollara stykkið að meðaltali. Í markmiði Toyota

    um slíka bíla á samkeppnishæfu verði kemur fram að slíkur bíll eigi að kosta 50 þúsund dollara við verksmiðjudyr. Til að þetta takist verði að fjöldaframleiða þessa bíla í miklu magni en fleira þarf að koma til. Í efnarafalinn sjálfan þarf nefnilega platínu eða hvítagull sem hvata til að breyta vetninu í rafmagn (og varma og vatn) en platínan er gríðarlega dýr málmur. Til að hægt verði að ná framleiðslukostnaðinum jafn mikið niður og Toyota stefnir á hlýtur að þurfa að finna eitthvert annað og ódýrara hvataefni en platínuna. Rosario Beretta er verkefnisstjóri hjá DaimlerChrysler í rannsóknum og tilraunum á vetnisknúnum bílum og kom hingað til lands með vetnisknúinn A-Benz sl. vor og bauð FÍB í ökuferð. Í ökuferðinni á vetnisbílnum var hann spurður um málið.

    Hann sagði að menn leituðu með logandi ljósi að öðrum jafngóðum efnum og platínu til að nota í efnarafalana og væru vongóðir um að lausn fyndist. DaimlerChrysler vinnur náið að þessum málum með kanadíska fyrirtækinu Ballard

    sem er leiðandi á heimsvísu í gerð efnarafala.

    General Motors hefur sett fram það markmið að geta boðið upp á samkeppnishæfa efnarafalsbíla strax árið 2010.

    A.m.k. áratugur er í samkeppnishæfa vetnisbíla

    Cadillac BLS frá Svíþjóð.
Nýr kafli hófst sl. mánudag í sögu Saab og GM því að fyrsti Cadillac bíllinn rann af færibandi Saab verksmiðjunnar í Trollhättan í Svíþjóð. Cadillac bíllinn var af gerðinni BLS og er af millistærð, framhjóladrifinn. 
Cadillac BLS er lúxusbíll sem ætlaður er fyrir Evrópumarkað og kemur til móts við vaxandi eftirspurn eftir lúxusbílum með amerískum brag. BLS er einnig fyrsti bíllinn í sögu Cadillac sem

    búinn er túrbínudísilvél. Sú er 150 hestöfl með viðhaldsfrírri öragnasíu í útblásturskerfinu. Kadillakkinn er ekki aðeins samsettur í Svíþjóð heldur er hann byggður þar alveg frá grunni – meira að segja er stálið í sjálfa bílskelina pressað, mótað og soðið saman í Svíþjóð.
56 ár eru síðan fjöldaframleiðsla hófst á Saab bílum í Trollhättan og er þetta í fyrsta sinn sem önnur bíltegund er framleidd þar.


    Fyrsti sænski Kadillakkinn - framleiðsla hófst í febrúarbyrjun

  • 20

    Megininntak laga um búfjárhald er að bændur bera ekki almenna vörsluskyldu um að halda búfé frá vegum né öðrum svæðum. Sú skylda er ekki til staðar nema í undantekningartilvikum, það er ef lög eða stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um slíkt. Einu ótvíræðu ákvæðin um vörsluskyldu eru að graðpening skuli hafa í vörslu innan girðingar. Þetta eru helstu niðurstöður Ólafs Páls Vignissonar laganema sem á haustdögum kynnti rannsóknarverkefni sitt, þar sem hann fjallar um tjón af völdum lausagöngu búfjár á vegum og reifar tillögur til úrbóta.

    Rannsókn sína vann Ólafur með t i l s ty rk Fræðas jóðs Úlfljóts – tímarits laganema, Nýsköpunarsjóðs námsmanna og Rannsóknarsjóðs umferðar-öryggismála. Við vinnuna naut hann liðsinnis fjölda aðila, en hann segir val á rannsóknarefni í

    raun hafa komið til af sínum eigin aðstæðum. Hann sé Austur Skaftfellingur, frá Hólabrekku á Mýrum, og einmitt þar eystra hafi orðið fjölmörg umferðaróhöpp og eitt banaslys sem rekja megi til lausagöngu búfjár.

    Heppinn að sleppa óslasaður

    „Oftast þurfa ökumennirnir sjálfir að bera skaðann af slysum sem rekja má til lausagöngu búfjár. Um það hef ég dæmi úr minni nánustu fjölskyldu,” segir Ólafur Páll Vignisson. “Fyrr á þessu ári keyrði bróðir minn á hrút austur í Öræfasveit og þurfti sjálfur að bera 400 þúsund króna tjón á bílnum. Afi minn, Egill Jónsson á Seljavöllum varð

    einnig fyrir því fyrir nokkrum árum að keyra á hross og stórskemma jeppabifreið sem hann var á og var heppinn að sleppa óslasaður.”

    Það sem leiðir til lausagöngu búfjár við vegi er, að sögn Ólafs Páls, að girðingar vantar, ellegar að veghólf eru ekki fjárheld og lokuð. Skv. 56. grein vegalaga er lausaganga bönnuð þar sem girt er beggja vegna vegar en víða eru girðingar hins vegar svo slitróttar að þær gera ekki gagn. „Svo vegsvæðin teljist í raun lokuð þarf að loka þeim á alla kanta, girðingar þurfa að vera samfelldar og svo þarf ristarhlið sitt á hvorum enda. Þá fyrst er hægt að tala um lokað vegsvæði.”

    Laganemi vann rannsóknarverkefni um lausagöngu búfjár á þjóðvegunum:

    Bændur ekki vörsluskyldir!

    Mynd/Ingólfur Júlíusson

  • 21

    �������

    �����������������������������

    �����������������������������

    ��������������������������������������

    �����������������������������������������������������������������������������������

    ��������������������������������������������������������������������������������������������

    ���������������������������������

    ����������������

    ����������

    �������

    ���������

    ����������

    ������

    ���������

    �����

    „ Ís lenskir bændur fr iða ræktuð lönd sín á sumrin fyrir ágangi búfjár svo þeir eigi forða fyrir féð á veturna. Telja verður því hæpið að leggja á bændur þá skyldu að hafa féð í vörslu allt árið líkt og gert er í Danmörku. Það gæti orðið til þess að kippa grundvelli undan búskap eða breyta forsendum hans verulega. Þá eru afréttir mjög mismunandi eftir sveitarfélögum,” segir Ólafur Páll í verkefni sínu og bætir við að þar sem afréttarland sé takmarkað geti verði erfiðara að leggja sérstakar vörsluskyldur á bændur.

    Gera átak í girðingamálum

    Umræða um lausagöngu búfjár og viðleitni til að sporna gegn henni hefur lengi verið undirliggjandi. Löggjafinn hefur sýnt viðleitni í þá átt að sporna gegn lausagöngunni og ýmsar nefndir hafa verið skipaðar um þessi mál, en tillögur þeirra hafa sjaldnast náð fram að ganga.

    „Það er ekki fyrr en núna síðustu misserin eftir að yfirstjórn umferðaröryggismála færðist til samgönguráðuneytis sem í raun og veru er tekið á þessu málum,” segir Ólafur Páll og bendir á að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hafi lýst yfir sérstökum vilja til að taka á þessum málum. Áformað sé á þessu ári og tveimur næstu að verja 156 milljónum króna til að girða meðfram þeim vegköflum þar sem s lys a f völdum lausagöngu hafi verið flest.

    Í verkefni Ólafs er tíundað hvar flest umferðarslysa sem rekja má til lausagöngu hafa orðið síðustu fimm árin. Það er meðal annars á sunnanverðu Snæfel lsnesi , í Dölum og á hringveginum í gegnum Húnavatnssýslur og Skagafjörð. Allmörg slys hafa orðið á Ólafsfjarðarvegi við utanverðan Eyjaf jörð og sunnanlands

    hefur talsvert verið um slys á hringveginum frá Mýrdalssandi og vestur í Landeyjar.

    Sömuleiðis voru slys alltíð á þjóðveginum um Sandskeið, Svínahraun og Hellisheiði en með samningum sem Sveitarfélagið Ölfus og Vegagerðin gerðu sín á milli hefur tekist að útrýma slysum af völdum lausagöngu búfjár, en áður voru þau gjarnan 20 til 30 á ári. „Samkvæmt þeim samningi hefur sérstakur vörslumaður búfjár nú umsjón með þess svæði, gætir þess að öllum hliðum sé lokað og handsamar fé sem sleppur. Þessi samningur er mjög til fyrirmyndar og er eðlilegt að Vegagerðin semji á svipuðum nótum við fleiri sveitarfélög,” segir Ólafur Páll.

    Villandi fréttir Umferðarstofu

    Ólafur bendir einnig á að gæta verði varúðar og sanngirni í allri umræðu um lausagöngumál og því miður hafi oft verið misbrestur á. Segir hann í verkefni sínu að fréttir Umferðarstofu séu gjarnan villandi. Þar sé oft sagt eða látið að því liggja að bændur einir beri ábyrgð á lausagöngu búfjár við vegi. Á sama vettvangi sé hins vegar ekki minnst á Vegagerðina og sveitarfélög, sem oft hafi tekið á sig sky ldur um að g i rða meðfram vegum. Jafnframt verði útvarpsmenn Um-ferðarstofu að hafa í huga að miðað við núverandi lagaumhverfi beri ökumaður ábyrgðina einn ef ekið sé á búfé, nema annað sannist.

    Fjölfarnir vegir verði friðaðir

    Tæplega helmingur slysa vegna lausagöngu búfjár verður á um 8% þjóðvega, segir Ólafur Páll í verkefni sínu, og eiga þessir vegir

    það sammerkt að umferð um þá er að jafnaði 300 bílar á dag eða meira.

    „Ljóst er að lögin kveða á um að lausaganga búfjár sé bönnuð þar sem girðingar eru beggja vegna vegar. Stundum skapast þær aðstæður þar sem erfitt getur verið að girða beggja vegna vegar. Samkvæmt lögum er lausaganga því leyfð á þeim stöðum nema annað sé tekið fram. Slíkir vegir ættu einnig að vera friðaðir og á þeim að ríkja lausagöngubann

    en jafnframt þyrfti aukið eftirlit á vegum svo að búfé komist ekki inn á vegsvæði. Tillaga höfundar lýtur að því að kveða á í lögum um að vegir sem hafa meðaltalsumferð yfir 300 bíla á dag verði friðaðir fyrir búfé. Þannig væri það markmiðið að halda vegum búfjárlausum. „Þetta yrði almenn lagaregla en það hefur sýnt sig á núverandi kerfi um að banna lausagöngu búfjár að það hefur þótt flókið. Þannig er lausagöngubann háð samþykki sveitarfélags og þurfa Landbúnaðarráðuneytið og Bændasamtökin að staðfesta bannið. En með þessari almennu reglu yrði tekið af skarið með það að lausaganga búfjár yrði bönnuð á vegsvæðum sem hafa að minnsta kosti 300 bíla umferð,” segir í verkefni Ólafs Páls Vignissonar laganema.

    Ólafur Páll Vignisson

    Mynd/Ingólfur Júlíusson

  • 22

    Mitsubishi L200 :

    REyNSLuAkSTuR

    L200 pallbíllinn frá Mitsubishi er gamall góðkunningi. Hann hefur breyst lítið í áranna rás, þar til nú. Með vorinu kemur á markað í Evrópu og hér á landi nýjasta gerð L200 og er nýja gerðin gjörbreytt. Í stað hvassra lína er nú mýkt allsráðandi í útlitinu. Útlínur eru mjúkar og ávalar og svipmót bílsins allt mjög keimlíkt hinum

    ósigrandi torfæruralljeppa Mitsubishi sem hreinlega hefur átt efstu sætin í Dakar rallinu um talsvert langt árabil - Pajero Evolution.

    Við fengum tækifæri til að kynnast nýja L200 pallbílnum á í tö lsku eynni Sardiníu nýlega . B í l a framle iðendur nota eyna mikið til að kynna bílablaðamönnum nýjar gerðir bíla sinna. Ástæðan er vafalítið sú að á Sardiníu er ágætt vegakerfi og fjölbreytt. Þar eru krókóttir og brattir fjallvegir, holóttir og grófir malarvegir og

    hraðbrautir en umferð um alla þessa vegi er ekki mikil þannig að gott ráðrúm fæst til að reyna bíla við fjölbreyttar aðstæður.

    Allt annar bíllMitsubishi L200 er gjörbreyttur

    í útliti frá eldri gerðinni en það hafa líka verið gerðar miklar breytingar á innviðum bílsins. Vélin í honum er ný og sömuleiðis drifbúnaðurinn. Í stað hreinræktaðs gamaldags jeppadrifs þar sem í venjulegum akstri er ekið í afturdrifi, í læstu fjórhjóladrifi og í lágu fjórhjóladrifi. Drifkerfið í L200 er hið sama og í Pajero. Það er eiginlega blanda af hefðbundnu jeppadrifi og sítengdu fjór-hjóladrifi. Hægt er að aka í háa drifinu í afturhjóladrifinu einu eða í sítengda aldrifi að vild. Sítengda aldrifið er afar heppilegt þegar ekið er á malarvegi með lausamöl eða þegar hált er. Í því myndast ekki spenna í millikassanum milli fram- og afturdrifs, t.d. í beygjum á bundnu slitlagi. En þegar meira reynir á í torfærum má svo læsa mismunadrifinu í millikassanum

    á hefðbundinn jeppa-hátt ef svo má að orði komast.

    Þetta drifkerfi sem er sérstakt fyrir Mitsubishi nefnist Easy Select 4WD og er þrautprófað og pottþétt. Í afturhásingunni er svo sjálfvirk takmörkuð læsing staðalbúnaður (Limited Slip).

    Gírkassinn í reynsluaksturs-b í l n um v a r f imm g í r a handskiptur en fjögurra hraða sjálfskipting er einnig fáanleg. Reynsluakstursbí l l inn var með ABS hemlum sem eru staðalbúnaður í öllum gerðum og útfærslum L200. Auk þess var hann með stöðugleikabúnaði og spólvörn sem verður staðalbúnaður í öllum L200 nema þeim al-ódýrustu. Sá búnaður nefnist hjá Mitsubishi M-ASTC (Mitsubishi Active Stability and Traction Control). Búnaður af þessu tagi hefur hingað til ekki verið staðalbúnaður í pallbílum á evrópskum markaði þannig að Mitsubishi er þarna að taka nokkra forystu.

    Þá er framfjöðrunin breytt því í stað vindufjaðra að framan eru komnir gormar og tvöfaldar spyrnur. Að aftan eru áfram

    Gjörbreyttur og með góða aksturseiginleika

    Mitsubishi L200 :

    Gjörbreyttur og með góða aksturseiginleika

  • REyNSLuAkSTuR

    blaðfjaðrir ofan á hásingum. Endurbætur hafa verið gerðar á grind bílsins og hún styrkt til að hún vindi síður upp á sig og það gerir hún líka. Við reynsluókum bílnum bæði á hraðbrautum og vegarslóðum inn til fjalla og bíllinn virkaði vel stinnur og öruggur í akstri. Ekkert bar á titringi í undirvagni eða yfirbyggingu og skrikvörnin og spólvörnin unnu sitt verk óaðfinnanlega. En sá búnaður á vissulega ekki alltaf við og hægt er að slökkva á honum með því að ýta á þar til gerðan takka.

    Hljóðlátur og mjúkurNokkuð er um liðið síðan blm

    ók eldri gerðinni af L200 en ef minnið svíkur ekki, er þessi nýja gerð nokkru mýkri á fjöðrum og hljóðlátari. Sérstaklega á þó mýktin við þá gerðina sem er með lengra húsinu (Double Cab) og þar með alvöru aftursæti. Sú gerðin sem er með fullu húsi er örlitlu lengri milli hjóla en með styttri palli. Það kann því að vera að þyngdardreifingin í lengri gerðinni sé heppilegri fyrir aksturseiginleikana en í þeim styttri. En það skilar sér líka í mun betri aksturseiginleikum en algengastar eru í þessari gerð bíla hversu grindin er orðin stinnari. Vegna þessa eru aksturseiginleikarnir að sama skapi tryggari, því lítið ber á því að grindin og bíllinn sé að vinda upp á sig í akstri, jafnvel varla í torfærum.

    Nýja dísilvélin er hljóðlát og með ágætt afl, en dálítið ber á túrbínuhiki þegar skipt er upp. Hún er 2.477 rúmsm með samrásarinnsprautun og aflið er 140 hö við 4000 sn á mín. Mesta vinnsla vélarinnar er 321 Newtonmetri við 2 þús. sn. á mín. Hlutfall vélarafls og þyngdar bílsins er þannig að 13,8 kíló eru

    á hvert hestafl þannig að ekki er undan neinu að kvarta. Vélin upfyllir mengunarkröfur nýja Euro4 staðalsins.

    Borið saman við eldri vélina þá er þessi nýja hljóðlátari og þýðgengari. Aflið er 17% meira en í þeirri eldri og vinnslan (togið) er 30% meira og eyðslan 26% minni. Þessi nýja og tæknilega vel gerða vél kemur bílnum svo á rúmlega 160 km hraða.

    Á hraðbrautum Sardiníu var eins og bílnum liði ágætlega á þetta 120-140 km hraða. Hann er snöggur að ná upp umferðarhraða og er raunar líkari þokkalega góðum fólksbíl í akstri og vinnslu en vörubíl og vinnubíl.

    Ábyrgð og þjónustaNýi L200 pallbíllinn verður

    léttari á pyngju eigenda því að einungis þarf að þjónusta hann (smyrja og skipa um olíu ofl.) á 20 þúsund km fresti í stað 14.500 km áður. Verksmiðjuábyrgð gagnvart göllum og ótíma-bærum bilunum verður þrjú ár á meginlandi Evrópu auk sex ára ryðvarnarábyrgðar. Hvorttveggja er að því tilskyldu að mætt sé í þjónustueftirlit samkvæmt fyrirmælum framleiðanda . Í Evrópu fylgir auk þess þriggja ára bilanatrygging (Breakdown Coverage) með í kaupunum þannig að bili bíllinn einhversstaðar er honum komið í viðgerð á næsta Mitsubishi-verkstæði eiganda að kostnaðarlausu.

    Nýi pallbíll inn er mjög mikilvægur fyrir Mitsubishi og vonuðust forsvarsmenn fyrirtækisins sem rætt var við á Sardiníu eftir því að hann félli kaupendum vel í geð. Sem dæmi um mikilvægi bílsins fyrir Mitsubishi þá hefur L200 pallbíllinn verið mesta söluvara fyrirtækisins í Bretlandi og mjög mikilvægur í öðrum Evrópulöndum sömuleiðis. Í Bretlandi hefur salan vaxið mjög og sem dæmi um það seldust tvö þúsund Mitsubishi pallbílar þar í landi fyrir fimm árum en 12

    þúsund árið 2005. Það eru 30% allra seldra pallbíla í Bretlandi.

    Mitsubishi L200 hefur einnig verið í góðu áliti hér á landi og þótt þægilegur og traustur vinnubíll. Óhætt er að segja að nýja gerðin er mun þægilegri og skemmtilegri í akstri en eldri gerðin, ekki síst vegna þess að hann er rýmri, hljóðlátari og mýkri en áður.

    Fáanlegur er a l lskonar íburður í innréttingum eins og leðurinnrétting, útvarp og góð hljómtæki með geislaspilara og inntaki fyrir MP og iPOD spilara. Allt þetta var reyndar í reynsluakstursbílunum og gert var sömuleiðis ráð fyrir GSP leiðsögubúnaði þótt ekki væri hann til staðar þarna suður á Sardiníu.

    Hinn nýi Mitsubishi L200 ber eitt tonn. Stærð pallsins er miðuð við að rúma vörubretti af Evrópustaðalsstærð. Hann er byggður í Thailandi.

    Helstu upplýsingar

    Vél:Dísil fjögurra strokka 2,477cc 16v bein samrásarinnsprautun túrbína og millikælir.

    Afl:

    140hö/103kW við 4.000 sn/mínVinnsla: 321 Nm við 2.000 sn/mín..

    Gírkassi5 gíra handsk. 4 hraða sjálfsk. fáanleg.

    Helstu mál:Heildarlengd (einfalt hús): 4.995mm Stærð palls (einfalt hús): 2.220mm x 1.470mmHeildarlengd (tvöfalt hús): 3.495mm Stærð palls (tvöfalt hús): 1.325mm x 1.470mmBreidd: 1.800mm Height: 1.780mm Eigin þyngd: 1.505kg – 1.940kg.

    Viðbragð2.5 4WD 140 ha. handsk. 0-100 14.3 sek; Hámarkshraði 164 km/klst. 2.5 4WD 140 ha sjálfsk. 0-100 17.5 sek; Hámarkshr. 163 km/klst.

  • 2�

    Toyota Aygo er komin til Íslands og er sá eini enn sem komið er af þessum þríeina bíl sem byggður er í Tékklandi af Toyota en undir þremur tegundarnöfnum; sem Toyota Aygo, Citroen C1 og Peugeot 107. Aygo er lítill fjögurra sæta bíll og ódýr í bæði innkaupi og rekstri en reynslan mun skera úr um endinguna.Tæpast er þó ástæða til að óttast að hér sé einhver einnota eða eins árs bíll kominn, Toyotamönnum hefur varla farið svo aftur á allra síðustu mánuðunum og minna má á að Toyota Starlet sem áður fyrr var sá minnsti í Toyota fjölskyldunni, var samkvæmt bilanatíðnitölfræði ADAC, systurfélags FÍB í Þýskalandi, sá bíll sem minnst bilaði af öllum.

    Enginn lúxusSmábíll eins og þessi er

    auðvitað enginn lúxusbíll . Innrétting er einföld og stillingar á sætum og stjórntækjum eru ekki margar eða flóknar og augljóslega er verið að spara í ýmsu til að halda verði niðri. Þannig eru útispeglar handstilltir með handföngum innan á dyrum en ekki rafstýrðir og rúðurnar í afturhurðum eru á lömum að framanverðu og smellulás er á þeim aftanverðum og hægt að opna smá rifu til að fá frískt loft. Þá er afturhlerinn fyrir farangursrýminu í raun enginn hleri heldur bara sjálf afturrúðan sem er í stærra lagi og á hjörum að ofanverðu. Þetta er afskaplega

    einfalt, en ágætt til síns brúks. En í öryggi er ekki verið að spara tiltakanlega því í bílnum er ESP stöðugleikabúnaður, ABS hemlar og tveir til sex loftpúðar. (Fjórir í reynsluakstursbílnum).

    Sjálfur er Aygo litlu lengri en litli borgarbíllinn Smart Fortwo þannig að farangursrýmið er að sönnu ekki mikið . Hægt er að koma í það einni venjulegri ferðatösku, ekki of stórri, og svona fjórum til sex innkaupapokum ef vel er raðað. Meir er það nú ekki.

    Vel fer um ökumann og framsætisfarþega og bærilega

    um tvo aftursætisfarþega. Bíllinn er því hentugur til að skjótast um á í þéttbýli og á styttri vegalengdum, hann er snar í snúningum, liggur vel á vegi, með furðu góða fjöðrun og vinnur ágætlega.

    Öll hönnun og frágangur er með ágætum og séð hefur maður „billegra“ efnisval í sumum öðrum smábílum en þeim sem hér er á ferð þótt sannarlega sé ekki bruðlað með neitt. Þegar sest er undir stýri blasir við augum hraðamælir með innfelldum eldsneytis- og vélarhitamæli en fyrir miðju mælaborði er útvarp

    REyNSLuAkSTuR

    Toyota Aygo/Citroen C1/Peugeot 107 - smábíll í Smart-stærð:

    Góður þéttbýlisbíll

    Mælaborðið í Toyota Aygo. Takið eftir smekklegri baklýsingunni á miðstöðvarstjórnborðinu.

  • 2�

    REyNSLuAkSTuR

    og stjórntæki fyrir miðstöð og loftræstingu. Hraðamælirinn er festur við stýrislegginn og fylgir því með þegar hæðin á stýrishjólinu er stillt. Hann er því alltaf í sömu stöðu gagnvart stýrishjólinu og það skyggir aldrei á hann eins og stundum gerist. Mælaborðið er smekklega hannað og þegar kveikt er á l jósunum kviknar þægileg baklýsing við miðstöðvarstjórntakkana.

    ÞægindiSatt að segja kemur það

    svolítið á óvart hversu notalegur þessi litli bíl er í akstri og allri notkun. Undir stýri og í framsæti er gott rými og fjöðrunin er sem fyrr segir furðu góð miðað við hve lítill og léttur bíllinn er. Vélin sem er þriggja strokka vinnur ágætlega en er talsvert hávær þegar gefið er í. Hún er með tæplega þúsund rúmsentimetra sprengirými og afar léttbyggð – sögð vera hlutfallslega léttasta bílvélin í bíl yfirhöfuð, miðað við afl. Úti á vegi fleytir hún bílnum áreyslulaust áfram á 90-110 km hraða í fimmta gír. Kannski er það vegna þess að hún er aðeins þriggja strokka að hljóðið er svolítið sérstakt og erfitt er að átta sig á hversu hratt hún snýst í raun. Hún hlýtur einfaldlega að snúast ansi hratt á þetta 80-90 í öðrum gír, enda þótt manni finnist af vélarhljóðinu að hún sé frekar á rólegu nótunum. Eiginlega saknar maður þess að hafa ekki snúningshraðamæli. Snúningshraðamælir er að vísu í einhverskonar sportlegri útgáfu Aygo, en mætti að ósekju vera í öllum útfærslunum.

    BúnaðurÍ Aygo er flestallt þægindakyns

    sem búast má við að sé í bíl sem kostar rúma milljón. Í reynsluakstursbílnum var allgott útvarp með geisladiskaspilara, ABS hemlar, fjórir loftpúðar og ESP stöðugleikabúnaður. og hemlajöfnun. Þá voru fremri hliðarrúður rafdrifnar og dyr með f j ars týrðum samlæsingum. Að auki er sjálfvirkt hita- og loftræstikerfi og GPS leiðsögukerfi fáanlegt og sportútgáfan er svo með álfelgum og snúningshraðamæli og mætti sá ágæti mælir að ósekju vera í öllum útfærslum.

    Afl og viðbragðÞriggja strokka vélin er 68

    hestafla og aðeins 67 kíló að þyngd og mesta togið er 93 Nm við 3600 snúninga á mín. Aygo er fyrst og fremst borgarbíll og fjarri því að vera einverskonar kvartmílutryllitæki. En hann er síður en svo neinn letingi því viðbragðið úr kyrrstöðu í hundraðið er 14,2 sekúndur.

    AksturseiginleikarÖll hjólin fjögur eru eins

    nærri hornum bílsins og eins utarlega í brettunum og frekast má. Slútun framfyrir framhjól og aftur fyrir afturhjól er mjög stutt og breidd milli hjóla er ein sú mesta í smábílaflokknum yfirleitt. Hvorttveggja gerir sitt til að í að gera bílinn afar stöðugan í akstri og akstur í beygjum er áreynslulaus og lítil slagsíða kemur á bílinn og veggripið er traust. Nákvæmt og gott stýri kemur svo til viðbótar þessu og gerir þetta allt bílinn merkilega góðan akstursbíl. Stýrið er með rafknúnu hjálparátaki sem sagt er spara um 3 prósent í eldsneytiseyðslu miðað við hefðbundið vökvastýri. Að öllu samanlögðu eru stöðugleiki og pottþéttir aksturseiginleikar hin sterka hlið þessa smábíls.

    Rými og notagildiAygo er vissulega smábíll

    – smár smábíl l . En hann tekur fjóra fullorðna í sæti og smávegis af farangri með. Sjálft farangursrýmið er 139 lítra en ef allar geymslur, hólf og glasahaldarar eru taldir með er samanlagt geymslurými bílsins 25 lítrum meir.

    Sá markhópur sem Toyota beinir þessum bíl að er einkum ungt fólk í leik og starfi. Bíllinn er markaðssettur sem einskonar lífsstílsbíll og í þeim anda býður Toyota upp á sem aukabúnað töskusett frá Samsonite sem akkúrat passar í bílinn. Í settinu er allstór taska á hjólum, þeirrar gerðar sem stundum eru kallaðar

    flugfreyjutöskur, bakpoki og lítil taska eða kassi sem stundum er nefnt bjútíbox upp á ensku. Í því íláti er geymsluhólf fyrir geisladiska. Aygo fæst bæði tveggja og f jögurra dyra . Frumgerðin nefnist bara Aygo og er með aðeins tvo loftpúða og er þessvegna ekki fimm stjörnu bíll, heldur fjögurra stjörnu. Næstu útfærslur nefnast Aygo + og Aygo Sport. Þær eru með fjórum loftpúðum. Í þeim er einnig helmingaskipt aftursæti í stað heils, sem gerir farangursflutninga auðveldari. Þá er Aygo Sport með snúnings-hraðamælinum góða.

    En þar sem farangursopnunin er einungis sjálf afturrúðan þarf að lyfta farangri yfir talsvert háan þröskuld sem getur auðvitað ver ið nokkur handleggur með þunga hluti. Loks er GPS leiðsögukerfi fáanlegt.

    RekstraröryggiVart er ástæða til að óttast

    vandamál vegna tíðra bilana í þessum bíl frekar en öðrum Toyotabílum óháð því hvort bíllinn er keyptur sem Toyota, Citroen eða Peugeot. Þessi bíll er hannaður af Toyota að öðru leyti en því að dísilvél sem hann er fáanlegur með er frá PSA (Peugeot/Citroen) og sætin eru hönnuð af PSA. Allt annað er frá Toyota og allar gerðirnar eru byggðar í verksmiðju Toyota í Tékklandi.

    ÖryggiAllar útfærslur Aygo eru

    með læsivörðum ABS hemlum með tölvustýrðri hemlunar-átaksjöfnun. Tveir loftpúðar eru í minnst búnu útfærslunni en í þeim betur búnu eru tveir

    til viðbótar í sínum hvorum framrúðupóstinum. Hægt er að aftengja loftpúðann framan við framfarþegasætið. Loftpúð-agardínur eru svo fáanlegar sem aukabúnaður í útgáfum sem í Evrópu heita Aygo+ og Aygo Sport. Í öllum útfærslunum er viðvörunarljós og flauta sem minnir fólkið í bílnum á að spenna beltin. Í hönnun og efnisvali sjálfs bílsins og burðarvirkisins í honum er leitast við að gera hann sem best úr garði svo hann verji fólkið í bílnum sem best og árangur þess sýndi sig í árekstursprófi EuroNCAP þar sem hann fékk fjórar stjörnur. Gagnvart framaná-árekstri fékk hann 69% mögulegra stiga og 78% gagnvart h l iðaráreks t r i . A f öðrum mikilvægum öryggisbúnaði í bílnum eru sprengihleðslur við framsætisbeltin sem strekkja beltin ef árekstur verður, Þá er Aygo hannaður þannig að gangandi slasist síður þótt þeir verði fyrir bílnum. Hvað það varðar er hann í þokkalegu meðallagi.

    Helstu upplýsingar

    Vél:Þriggja strokka 998 rúmsm 12 ventla.Afl: 68 hö / 6000 sn.Vinnsla: 93 Nm / 3600 snMeðaleyðsla: bl. akstur 4,6 l /

    100 kmHelstu mál:Hámarkshraði 157 km. / klst.Lengd/breidd/hæð í m: 3,405 / 1,615 / 1,465.Hjólhaf: 2,34Hjólabil framan: 1,42Hjólabil aftan: 1,41Verð: 1.230.000

    Afturhlerinn er öll afturrúðan eins og hún leggur sig. Þröskuldurinn inn í farangursrýmið er nokkuð hár.

  • 26

    REyNSLuAkSTuR

    FÍB blaðið hefur reynsluekið sjöttu kynslóð pallbílsins og vinnuhestsins Toyota Hilux. Til samanburðar var sest undir stýri á 20 ára gömlum Hilux og maður finnur vissulega fyrir árunum sem ber í milli. Sá nýi er eins og geta má nærri miklu hljóðlátari og þægilegar innréttaður og rúmbetri. En báðir eru vitanlega vinnubílar og flutningabílar og sá nýi er heldur ekkert að leyna því.

    Fyrir það fyrsta þá er Hiluxinn eins og aðrir pallbílar byggður á stigagrind og það er eins og menn hafi ekkert sérstaklega verið að hugsa um að ganga þannig frá henni að hún vindi sem minnst upp á sig í akstri. Hiluxinn minnir umtalsvert á stóran vörubíl í akstri, maður finnur í gegnum endilangan bílinn þegar annað framhjólið fer yfir ójöfnu og síðan aftur þegar afturhjólið fer yfir hana. Hann er einfaldlega ekkert að leyna því að hann er fyrst og fremst vinnubíll.

    Ný og öflugri vélVélin er 2,5 l dísilvél og við

    hana er fimm gíra gírkassi. Eins og ávallt áður er í honum dæmigerður jeppa-drifbúnaður, það er að segja milikassi með háu og lágu drifi. Megindrifið er á

    afturhjólum og fjórhjóladrifið er læst á lengdina (milli fram- og afturhásingar). Þetta er allt þrautreynt og pottþétt og hægt að breyta þessu og bæta á allan mögulegan máta, setja í mismunadrifslæsingar, hækka sjálfan bílinn og breyta honum á alla enda og kanta eins og alþekkt er. Bíllinn hefur alltaf verið níðsterkur að upplagi og upplagður í svoleiðis æfingar og það er hann enn. En einhvernveginn finnst manni eins og hann sé svolítið farinn að dragast aftur úr keppinautunum hvað varðar þá aksturseiginleika sem pallbílar af þessari stærð (í eins tonns burðarflokknum) hafa frá verksmiðjanna hendi. Hilux er enn ansi vörubílslegur í akstri og þótt nýja 2,5 lítra dísilvélin sé miklu öflugri en fyrirrennari hennar var, þá er má ná hún eiginlega varla aflminni vera því Hilux hefur þyngst.

    Nýr gírkassiGírskiptingin í þessum nýja

    bíl er verulega liprari og líkari fólksbílaskiptingu en var í eldri gerðum. Skiptingin er afar lipur og þægileg, engin spurning um það.

    Hilux hefur eins og keppi-nautarnir, Nissan og Mitsubishi

    L200 sjálfstæða gormafjöðrun á framhjólum með tveimur „ ó s kab e in s spy rnum“ v i ð hvort framhjól. Að aftan eru blaðfjaðrir ofan á heilli hásingu. Allt er þetta gamalkunnugt en hins vegar er útlitið breytt. Mýkri línur en áður eru ráðandi í yfirbyggingunni og innrétting öll er ágæt og þægindi eru þau sömu og í fólksbílum Toyota, atriði eins og loftræsting og hitunarkerfi, útvarp/hljómtæki, rafknúnar rúðuvindur o.s.frv. Allt þetta er fyrsta flokks.

    RúmbetriFrá eldri gerðinni hefur

    ýmislegt breyst og hinn nýi

    Toyota Hilux:Stærri og meirien hingað til

    Toyota Hilux hefur stækkað. Hann er lengri, breiðari og hærri en áður. Að vanda er allur frágangur að hætti Toyota og til fyrirmyndar.

    Fótarými í aftursæti er betra en áður.

  • 2�

    REyNSLuAkSTuR

    er bæði stærri og meiri allur saman og þyngdin hefur aukist um 130 kg. Bíllinn er orðinn lengri, flutningaskújffan er stærri og burðargetan er 30% meiri en áður. Bæði stækkunin og þær breytingar sem gerðar hafa verið á fjöðrunarbúnaðinum, einkanlega að framan, hafa gert bílinn mýkri í akstri. Hann er því orðinn fólksbílslegri í akstri en áður að því frátöldu að verkfræðingarnir hefðu mátt gera grindina stífari gagnvart vindingi eins og áður hefur verið sagt. Að vísu segir í plöggum frá framleikðanda um bílinn að grindin hafi verið verulega styrkt hvað þetta varðar, en því miður, það er talsverður munur á honum og t.d. Nissan pallbílnum af sömu stærð, og Mitsubishi pallbílnum nýja sem fjallað er um á öðrum stað hér í blaðinu.

    Stærri og þægilegriEn hvað varðar þægindi

    fólksins í bílnum þá eru þau orðin betri en áður. Mun meira rými er í sætum og meira að segja er rýmið í aftursæti orðið alveg þolanlegt fyrir menn af meðalstærð og þar yfir. Öll innrétting minnir nú meira á fólksbíl en áður, sætin eru vel bólstruð og með allar stillingar sem þarf, gólf eru lögð teppum og samskonar hljómtæki eru í bílnum eins og t.d. í RAV4 jepplingnum - góð tæki með fínan hljóm. Í þeim kynningartextum sem Toyota hefur sent frá sér um nýja Hiluxinn segir að hann sé eins og áður og jafn vel enn frekar, hugsaður jafnt sem vinnutæki, frístunda- ævintýra- og skemmtifarartæki. Hann sé svo sterkbyggður að hann þoli að takast á við erfiðustu

    aðstæður sem fyrirfinnast hvar sem er á jörðinni. Hér á Íslandi eins og annarsstaðar í Evrópu er Hilux örugglega enn sem áður valkostur við aðra jeppa og jepplinga bæði frá Toyota og öðrum, bíla eins og RAV4, Land Cruiser, Land Rover, Mitsubishi, Ford, Mazda o.fl.

    IMV-bíll-heimsbíllNýi Hilúxinn er svokallaður

    heimsbíll hjá Toyota, einn þriggja. Það þýðir að bíllinn er allsstaðar eins hvar sem er í heiminum. Hann er svokallaður IMV sem stendur fyrir Inno-vative International Multi-purpose Vehicle project. IMV bílar Toyota verða á markaði í 140 löndum/markaðssvæðum og nákvæmlega eins allsstaðar í grunninn þótt al lskonar aukabúnaður og útfærslur verði ekki alveg þær sömu allsstaðar. Þessir IMV bílar eru framleiddir í Japan, S. Afríku, Tælandi, Indónes íu og Argent ínu . Einhver verkaskipting mun

    vera í framleiðslunni því að dísilvélarnar eru framleiddar í Tælandi, bensínvélarnar koma frá Indónesíu og handskiptu gírkassarnir frá Indlandi.

    Betri viðtökur en vænst var

    Samkvæmt áætlunum Toyota verða 505 þúsund Hilux bílar framleiddir á ári í verksmiðjunum í lö