gott og far sælt kom andi ár.

11
SKIPHÓLL SKIPHÓLL BLAÐ ALLRA GARÐMANNA 35. ÁRGANGUR - DESEMBER 2012 Gleðileg jól

Transcript of gott og far sælt kom andi ár.

Page 1: gott og far sælt kom andi ár.

SKIPHÓLLSKIPHÓLLB L A Ð A L L R A G A R Ð M A N N A

3 5 . Á R G A N G U R - D E S E M B E R 2 0 1 2

Gleðileg jól

Page 2: gott og far sælt kom andi ár.

SKIPHÓLL2 SKIPHÓLL 3

2

SKIPHÓLLblað a l l ra Garðbúa

Ritnefnd: Magnús Gíslason Geir R. Andersen Guðmundur Magnússon Jóhanna Magnúsdóttir Ingimundur A. Markússon Ljósmynd á forsíðu: Eðvarð T. Jónsson

Heimilisfólk og starfs fólk Garð vangiósk ar Garð mönn um og öðr um velunn ur um

gleði legra jóla og far sæld ar á kom andi ári.

Garðvangur Garði

Gleði leg jól,gott og far sælt kom andi ár.

Ein jólin enn, komin aftur með alla fylgifiskana. Jólaljósin lýsa upp bæinn og fallegt jólatré hefur verið sett upp í bænum. Fólk gengur í rólegheitum í hverfunum og skoðar skreytingarnar, mjög flottar sumar hverjar og það er virkilega notalegt að hafa svona skreytt í skammdeginu. En fyrir mér eru jólin aðeins búin að týnast í pakkabrjálæðinu sem kemur hver einustu jól. Fólk er svo upptekið af því að kaupa pakka og sumir gleyma um hvað jólin snúast. Snúast jólin bara um pakka? Nútímajól-in eru þannig og margir eru búnir að gleyma tilgangi jólanna. Veit yngsta kynslóðin um hvað jólin snúast? Snúast þau um pakka? Eða hver fær dýrustu gjöfina? Nei, þau snúast um að við séum góð við alla og lifum öll saman í sátt og samlyndi. Flestir hlakka til jólanna, en ekki allir, ekki þeir sem hafa kannski ekki efni á því að gefa öðrum gjafir en vilja samt gera það og steypa sér frekar í skuldir í staðinn fyrir að viðurkenna bara að þeir hafi ekki efni á því að kaupa gjafir. Ekki skammast ykkar fyrir þetta, það eru svo margir í ykkar sporum. Það er miklu betra að gefa fjölskyldunni bara ást, hamingju og nærveru ykkar.

Ég vona að jólin í ár verði öllum góð og ég myndi tvímælalaust mæla með því fjölskyldur horfi saman á fótbolta eins og gert er á mínu á heimili, spili eða geri eitthvað annað skemmtilegt saman.

Um jólin eru oft hefðir á hverju heimili og það er gott að halda í þær. Jólin eru bara virkilega góður tími til að eiga góðar stundir með fjölskyldunni, kynnast þeim betur og verða nánari fyrir vikið

Ég óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið njótið þeirra í botn!

Una Margrét Einarsdóttir.

❆ ❆❆❆

❆❆❆❆

❆❆❆

❆❆❆ ❆Jólahugvekja

Reykjanesbær

Gleði leg jól,gott og far sælt kom andi ár.Þökkum viðskiptin á árinu.

Sími 420 2800

Keppt var bæði innan Suðurnesja og einnig við fyrirtæki í Reykjavík. Voru þar að jafnaði, spennandi leikir, sem drógu að sér marga áhorfendur.Við fundum í fórum okkar meðfylgjandi mynd af liði Aðalverktaka sem var mjög sigursælt, tapaði ekki leik, og vann suma með tveggja stafa tölu, enda skipað m.a. landsþekktum leik-mönnum - landsliðsmönnum. Aftari röð frá vinstri: Gunnlaugur Gunnlaugsson (látinn í Ástralíu 2009), Hilmar Pétursson, Eiríkur Helgason, fyrirliði, Guðmundur Guðmundsson, Þórhallur Helgason (látinn), Ólafur Marteinsson. Fremri röð frá vinstri: Magnús Gíslason, Einar Norðfjörð, Kjartan Sigtryggsson, Reynir Jónsson og Páll Jónsson.

❆ ❆❆❆

Fyrmakeppni í knattspyrnu var blómleg á árum áður á Suðurnesjum

Eyrún Helga Ævarsdóttir, nýr forstöðumaður Byggðarsafnsins á Garðskaga. Hún lauk prófi frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri með BS í umhverfis- og skipulagsfræðum. Starfið er bæði fróðlegt og skemmtilegt og ég kynnist mikið af góðu fólki. Ljósm. Eðvarð T. Jónsson

Gleði leg jól,far sælt kom andi ár.

Þökk um lið ið.Útfararþjónusta Suðurnesja

Gleði leg jól,far sælt kom andi ár.

Þökk um lið ið.Lionsklúbburinn Hof

Gleði leg jól,gott og far sælt kom andi ár.Þökk um sam starf á ár inu.Slysa varna deild kvenna

Gleði leg jól,gott og far sælt kom andi ár.

Þökk um lið ið.Útskálasókn

Gleði leg jól,gott og far sælt kom andi ár.Þökk um við skipt in á ár inu.Northern Light Hold Ísl ehf

Gleði leg jól,gott og far sælt kom andi ár.Þökk um sam starf á ár inu.

Kven fé lag ið Gefn

Gleði leg jól, gott og far sælt kom andi ár.Þökk um við skipt in á ár inu

Kiwanisklúbburinn Hof

Gleði leg jól,far sælt kom andi ár.

Þökk um lið ið.Björgunarsveitin Ægir

Gleði leg jól, gott og far sælt kom andi ár.Þökk um við skipt in á ár inu

Kaffi Duus

Page 3: gott og far sælt kom andi ár.

SKIPHÓLL4 SKIPHÓLL 5

Gleði leg jól,gott og far sælt kom andi ár.Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleði leg jól,gott og far sælt kom andi ár.Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu.

Verkalýðs- og sjómannafélagKeflavíkur og nágrennis

Störf og áhugamál“Frá fyrsta degi ólst ég upp í Ólafsvík, lifði þar og starfaði fram á fullorðinsár. Það voru for-réttindi að alast upp í Ólafsvík. Á þeim tíma var mikill uppgangur og athafnalíf í Ólafsvík. Við unglingarnir byrjuðum almennt snemma að vinna við ýmis störf, m.a. í tengslum við sjávarútveginn. Ég byrjaði ungur að vinna hjá föður mínum, sem var byggingameistari. Á unglingsárunum vann ég einnig í fisk-vinnslu og við sjómennsku.

Þar var einnig mikið íþrótta-og félagslíf og tók ég mikinn þátt í því öllu og var mjög virk-ur í íþróttunum. Mest þó í knattspyrnunni. Þá tók ég líka mikinn þátt í tónlistinni, byrjaði að spila í hljómsveitum fyrir fermingu og hef haldið mig við það alla tíð. Lék í popphljóm-sveitum frá unglingsárum, og söng í kórum. Ég er enn mikill áhugamaður um tónlist og hlusta á hvers konar tegundir hennar.

Traustur vinur getur gert kraftaverk

Áhugamál mín, að frátaldri fjölskyldunni minni, eru enn íþróttir og tónlist. Á yngri árum stundaði ég flestar tegundir íþrótta, mest þó knattspyrnu og frjálsar, en einnig körfuknattleik. Ég lék lengi knattspyrnu með Víkingi, en einnig um tíma með FH. Fylg-ist enn mikið með í þeim efnum og mæti sem oftast á knattspyrnuleiki. Sonur minn leikur með Víkingi frá Ólafsvík og fylgist ég því grannt með. Það eru spennandi ár fram-undan, þegar Víkingur frá Ólafsvík leikur í fyrsta skipti í úrvalsdeildinni, nokkuð sem Garðbúar upplifðu á sínum tíma þegar Víðir lék í efstu deildinni. – Golfið er þó sú íþrótt sem ég hef mest stundað síðustu árin.

Skólar, kennsla og sveitarstjórnAð loknu Landsprófi í Grunnskólanum í Ólafsvík fór ég í Samvinnuskólann á Bifröst og lauk síðan stúdentsprófi í framhaldsdeild skólans í Reykjavík. Ég fór síðan aftur á Bif-röst 1988 og lauk prófi sem Rekstrarfræð-ingur frá Háskólanum á Bifröst árið 1990. Síðar fór ég í Háskóla Íslands og útskrifaðist MBA frá HÍ árið 2009. - Eins og áður segir vann ég ýmis störf á unglingsárum í Ólafs-vík, svo sem byggingavinnu, fiskvinnu og sjómennsku.

Ég var kennari við Grunnskólann í Ólafs-vík og síðar bæjarritari nokkur ár hjá Ólafs-víkurkaupstað. Vann við bókhald og skrif-stofuvinnu með námi við framhaldsdeild Samvinnuskólans í Reykjavík. Síðar gerðist ég sjómaður og vann við byggingavinnu. Eftir nám í Háskólanum á Bifröst var ég sveitarstjóri í Grundarfirði á árunum 1990-1995.

Tengsl við Alþingi og stjórnsýsluAð loknum þingkosningunum 1995 varð ég alþingismaður Vesturlandskjördæmis fram að kosningunum árið 1999, þegar ég missti þingsætið. Ég var framkvæmdastjóri Heil-brigðisstofnunarinnar á Selfossi 1999-2001. Ég tók aftur sæti á Alþingi sem þingmað-ur Vesturlandskjördæmis 2001-2003. Eftir kjördæmabreytinguna 2003 var ég þingmað-ur Norðvestur kjördæmis fram að alþing-iskosningunum 2009. Það ár gaf ég ekki kost á mér til endurkjörs og hætti þingmennsku.

- Ég var Félagsmálaráðherra í eitt ár, 2006-2007.

Eftir þingmennsku vann ég að ýmsum störfum og verkefnum, m.a. ýmis konar ráð-gjafarverkefnum í tengslum við nýsköpun, allt þar til ég var ráðinn bæjarstjóri í Garði, en þar hóf ég störf í júlí 2012.

Sem sveitarstjóri í Grundarfirði tók ég 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Vesturlandskjördæmi fyrir alþingiskosn-ingarnar 1995 og var kjörinn alþingismað-ur. Hafði í nokkur ár fram að því tekið þátt í pólitísku starfi, bæði staðbundið og á lands-vísu.

Það kemur lesendum Skiphóls varla á óvart að í blaðinu birtist

viðtal við nýjan bæjarstjóra í Garðinum. Hann var ráðinn til starfa um mitt árið og hef-ur víðfeman starfsvettvang að baki úr þjóðlífinu, alinn upp við aðstæður og í samfélagi sem svipar að flestu leyti til þess sem hann nú stjórnar. - Magnús varð góðfúslega við beiðni Skip-hóls um að fara á hraðferð yfir helstu at-riði í lífi sínu fram að þeim tíma er hann

settist í bæjarstjórastólinn.Magnús fæddist 1. október

1960. sonur hjónnanna Guð-rúnar Alexandersdóttur frá Stakkhamri í Miklaholts-hreppi og Stefáns Jóhanns Sigurðssonar frá Hellissandi. Kona Magnúsar heitir Sigrún Drífa Óttarsdóttir frá Ólafsvík og starfar hjá Íslandsbanka. Börn þeirra hjóna eru Guð-

rún, fædd 1987, háskólanemi í Álaborg í Danmörku og Guðmundur, fæddur 1991, nemi.

Viðtalið - Geir R. Andersen

Bæjarstjórinn í Garði Magnús Stefánsson í viðtali við Skiphól: Blaðstjórn Skiphóls óskar lesendum blaðsins

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir liðin ár.

Á jólum. Frá vinstri: Dóttirin Guðrún, eiginkonan Sigrún Drífa, Magnús og sonurinn Guðmundur.

Page 4: gott og far sælt kom andi ár.

SKIPHÓLL6 SKIPHÓLL 7

Þingmennskan er að mínu mati afar sér-stakt starf og margs að minnast í tengslum við það. Sem þingmaður fór ég mjög víða, bæði innanlands og erlendis. Eftirminnilegt er t.d. að í kosningabaráttunni fyrir kosning-arnar í apríl 1995 var mjög snjóþungt, fram-bjóðendur áttu í erfiðleikum með ferðalög í kjördæmum sínum og lentu í alls kyns hrakningum.

Ég kynntist mörgu fólki úti um allt land og

upplifði margt. Eftir standa margar minningar, flestar góðar, Nán-ast allan tímann sem þingmaður og ráðherra vann ég að mörgum málum til hagsbóta og framfara fyrir þjóðina. Það var í senn gef-andi og krefjandi

Það var því mikið áfall þegar efnahags-hrunið reið yfir haustið 2008, og mjög eft-irminnilegt þegar hin svokallaða „Búsá-haldabylting“ átti sér stað við þinghúsið. Um

tíma voru þingmenn og starfsfólk Alþingis eins og í stofufangelsi, innilokað í þinghús-inu þegar mest gekk á á Austurvelli.

Starf bæjarstjóra í Garði var auglýst laust til umsóknar í júní sl. Ég sótti um starfið ásamt yfir 30 öðrum umsækjendum, var val-inn úr hópi umsækjenda og boðið starfið. Fram að því þekkti ég örfáa einstaklinga bú-setta í Garðinum en hef kynnst mörgu góðu fólki eftir að ég hóf störf sem bæjarstjóri.

Varðandi niðurskurð og kostnað sveit-arfélaga vegna hins svonefnda átaksverkefn-is til að virkja atvinnuleitendur liggur ekki ljóst fyrir á þessari stundu, hvernig málum verður háttað, en það er ljóst að einhver út-gjöld munu falla á sveitarfélagið vegna þessa. Miðað við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum eru hlutfallslega fæstir einstaklingar í Garði í þeim hópi sem fellur undir átaksverkefnið og vonandi ná sem flestir þeirra að tryggja sér atvinnu sem fyrst. Það er því ennþá margt óljóst um það hvernig boðað átak muni ganga fram, en Garður mun væntanlega taka þátt í því eins og önnur sveitarfélög.

Hvaða stofnanir (menningar-verðmæti, byggingar, félagasam-tök) eru íbúar í Garði líklegir til að meta mikils?Grunnskólinn er ein mikilvægasta stofnun bæjarins. Við þurfum að halda vel utan um mjög góða starfsemi grunnskólans þannig að skólinn verði sem mest metinn. Saga svæð-isins og menningararfurinn er Garðbúum mikils virði. Í því sambandi þarf að hlúa vel að Byggðasafninu. Safnið á Garðskaga er um margt merkilegt, það hefur verið byggt upp af miklum myndarskap og hefur gott orð-spor, Garðbúar geta verið stoltir af Byggða-safninu sínu.

Þá er Garðskaginn sjálfur mjög merkilegt svæði, með vitana tvo. Þangað koma margir ferðamenn víða að og njóta náttúrunnar, ekki síst koma margir erlendir ferðamenn á Garð-skagann í því skyni að njóta Norðurljósanna.

Garðbúar eiga mjög öflug félagasamtök sem vinna gott og merkilegt starf í þágu íbúanna. Þar má m.a. nefna Knattspyrnufélagið Víðir, Björgunarsveitina og kvennadeildina, kven-félagið, einstaka klúbba o.s.frv. Að mínu mati geta Garðbúar verið mjög stoltir af því.

Hver eru brýnustu verkefni bæjarfélagsins?

Garðurinn er gott samfélag og fólki líkar almennt vel að búa hér. Það er mikilvægt og ánægjulegt. Eitt brýnasta verkefnið er að halda vel utan um rekstur sveitarélagsins, ásamt því að veita íbúunum sem besta þjón-ustu. Einnig að allir leggi sig fram um að

gera gott samfélag enn betra. Hver og einn íbúi Garðsins hefur sitt hlutverk í því.

Mér hefur liðið vel og verið vel tekið af fólki í Garðinum eftir að ég hóf störf sem bæjarstjóri. Fyrir það er ég þakklátur. Bæj-arstjórastarfið er fjölbreytilegt og felur í sér mikil samskipti við fólk og fyrirtæki. Ég hef haft ánægju af öllum þeim samskiptum. Það er eitt mikilvægasta hlutverk stjórnenda bæj-arfélagsins að leggja sig fram um að svo sé. Ég veit að það hafa þeir gert og það munu þeir gera. Megin forsendan í okkar starfi er að hafa hagsmuni og velferð íbúanna að leiðarljósi. Á það legg ég mikla áherslu.- Ég óska Garðbúum gleðilegra jóla og farsældar í framtíðinni.”

Gleði leg jól,gott og far sælt kom andi ár.Þökkum viðskiptin á árinu.

Ríðandi þingmaður á úlfalda við pyramidana í Egyptalandi.

Magnús með bassann við plötuupptöku í hljóðveri. Tekið á því í kraftakeppni í Miðfirði.

Ungur poppari á balli á Snæfellsnesi.

Hljómsveitin Upplyfting 1980, sem gaf út Traustur vinur.

Lítill drengur.

Magnús með Drífu konu sinni og Guðmundi syni þeirra. Hann er leikmaður Víkings í Ólafsvík, þarna með verðlaun eftir að Víkingur tryggði sér sæti í úrvalsdeild í fyrsta skipti sl. sumar.

Liðsmynd af Víkingi Ólafsvík 1978 (MS annar frá hægri í efri röð, 18 ára).

Þingmaður á allsherjarþingi SÞ.

Á sjó.

Gleði leg jól,gott og far sælt kom andi ár.

Þökk um ánægjulegt samstarf á árinu.

Iðnsveinafélag Suðurnesja

Page 5: gott og far sælt kom andi ár.

SKIPHÓLL8 SKIPHÓLL 9

fyrst við erum að taka þetta viðtal í Sjólyst-inni, Unuhúsi, man ég vel eftir því þegar ég lá hérna á loftinu á fjórum fótum og grúsk-aði í bókunum hennar og eins á bókasafni Ungmannafélagsins.“

Vildi ekki klára grunnskólann í KeflavíkKristínu gekk vel í skóla fram undir unglings-árin, en þá segist hún hafa farið í uppreisn. Hún ákvað að fara í skóla að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp því hún hafi ekki viljað klára grunnskólann í Keflavík eins og krakkar úr Garðinum þurftu að gera á þessum tíma.

Eftir dvölina að Reykjanesi kom hún til sumarvinnu í Garðinum. Nóg var um vinnu og fór svo að tekjumöguleikarnir voru meira freistandi en áframhaldandi nám. Kristín segist ennþá sjá eftir þeirri ákvörðun að slá frekari skólagöngu á frest. En svo fór sem fór.

Bjó á Siglufirði í fimm árSumarið sem hún varð 17 ára ákvað hún að bregða sér á vertíð hjá Þormóði Ramma á Siglufirði. Sú dvöl dróst á langinn því Kristín bjó á Siglufirði í fimm ár. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Guðmundi Skarphéðins-syni og eignaðist sitt fyrsta barn, Skarphéð-inn, þegar hún var 19 ára. Kristín segist enn hafa miklar taugar til Siglufjarðar og að hún geti vel hugsað sér að flytja þangað aftur. Helst vildi hún fá að dvelja í Skálahlíð dvalarheimili eldri borgara á Siglufirði þegar sá tími kemur.

Kristín flutti ásamt fjölskyldunni suður í Garð árið 1991 og þar stækkaði fjölskyldan enn, því hún eignaðist tvo syni til viðbót-ar, Júlíus Rúnar árið 1995 og Víglund árið 1999.

Rakst á auglýsingu frá förðunarskólaFyrst eftir flutning suður vann Kristín ýmis störf á veitinga- og kaffihúsum í Keflavík, en tók síðan við starfi sem stuðningsfulltrúi

í Gerðaskóla. Kristín segir að það hafi ekki átt við hana að mæta til vinnu klukkan níu á morgnana, klæða sig í einkennisbúninginn sem var græn flíspeysa og vinna til klukkan eitt. Henni leiddist bókstaflega.

Þegar hér er komið sögu er Kristín orðin 34 ára og farin að hugsa um það hvert hún stefndi í lífinu. Það var þá sem hún rakst á auglýsingu frá förðunarskóla í Kópavogi. „Ég hafði aldrei látið mér detta í hug förðun sem framtíðarstarf, en ég fékk mikla hvatn-ingu frá fjölskyldu og vinum svo ég sló til og sótti um.“

Vildi fara alla leiðFörðunarfræðin var fullt nám og Kristín ákvað að taka það föstum tökum og útskrif-aðist með hæstu einkunn úr sínum árgangi. Kristín segist ekki hafa haft áhuga á því að leggja venjulega árshátíðarförðun fyrir sig heldur hafi hún viljað fara „alla leið“ eins og hún orðar það. Hún hafði því samband við nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands og bauð þeim aðstoð við lokaverkefni þeirra. Þetta hefur án efa verið bráðsnjallt, því þetta fólk sem er orðið starfandi kvikmyndgerðar-menn í dag hélt vitaskuld áfram að leita til hennar að námi loknu.

„Síðan hef ég unnið við þetta hundrað prósent. Í auglýsingum, bíómyndum, tón-listarmyndböndum og fleiru.“

Skiphóll tók hús á Kristínu Jóhönnu Kristjánsdóttur, sem er ein af þekkt-ustu förðunarfræðingum landsins og

hefur unnið við mörg stór kvikmyndaverk sem unnin hafa verið á Íslandi síðastliðin ár.

Kristín fæddist á Sjúkrahúsinu í Keflavík árið 1968. Móðir hennar Hafrún Víglunds-dóttir og faðir Kristján Helgason, en fóst-urfaðir Kristínar frá níu mánaða aldri var Júlíus Baldvinsson. Reyndar er hún oftast kennd við Júlíus. Kristín Júlla er nafnið sem flestir þekkja hana undir.

Út-Garðurinn er mitt uppáhaldssvæði„Ég man fyrst eftir mér mjög ungri hér í Garðinum. Við fluttum hingað þegar ég var tveggja ára og mér finnst að ég muni strax eftir mér þá. Við áttum heima í Útgarð-inum, litlu Akurhúsum og þar leið mér vel.

Útgarðurinn er eiginlega uppáhaldssvæðið mitt í Garðinum.“

„Ég átti vini á öllum aldri þarna. Ég var til dæmis fastur gestur hjá Línu í Skuld, borðaði hjá henni kjötsúpu á hverjum miðvikudegi.“

„Yngsta vinkona mín var Þórdís barna-barn Herdísar sem var gift Þorláki kaup-manni í Akurhúsum. Við fengum að vera í alvöru búðarleik hjá honum. Mér fannst skemmtilegast að fá að vigta skyrið og við fengum stundum bláan Ópal að launum hjá honum.“

Kristín minnist fleiri íbúa með hlýju, Pá-línu í Nýlendu, Guggu í Nýjabæ og Ingu í Nýjabæ.

Farið í gamla vitann til að segja draugasögurAðalleiksvæðið var Gamli Vitinn og fjaran í kringum kann. Svo var reyndar fram undir unglingsár, en þá var farið í vitann til að

segja draugasögur. Hann var opinn og hægt að fara inn í hann.

„Við fluttum á Lyngbrautina um svipað leyti og ég byrjaði í skóla. Þá var þetta efsta húsið í Garðinum, lengst upp á heiði. Fyrsti kennarinn minn var Jenný Harðardóttir.“ Hún var þó ekki eini kennarinn, heldur ri-fjar Kristín upp Halldóru Ingibjörnsdóttur, Jón Ögmundsson, Gísla Eyjólfsson, Jóhann Jónsson, Torfa Steinsson og Jón Ólafsson fyrrverandi skólastjóra. Þessi nöfn eru mörgum Garðbúum kunn.

Lá á loftinu og grúskaði í bókumKristín lærði að lesa við eldhúsborðið hjá Ingu í Hausthúsum eins og mörg önnur börn í Garðinum. Hún gat lesið sér til skemmtun-ar þá og er enn mikill lestrarhestur. Hún hef-ur orð á því að kannski mætti vera meira um það núna að börn komi læs í skólann, það sé svo lítill tími til að kenna öllum að lesa. „En Börn Kristínar og Guðmundae frá vinstri: Júlíus, Dalrós, Skarphéðinn og Víglundur.

Kristín Jóhanna Kristjánsdóttir í viðtali við Skiphól:

Farðaði leikarana í 3000

Nú er ég kominn á toppinn. Í baksýn sést lyftan sem flutti menn upp og niður fjallið í kláfi sem hékk á einum vír.

Það er eins gott að hárið vaxi á ný.

Page 6: gott og far sælt kom andi ár.

SKIPHÓLL10 SKIPHÓLL 11

Mitt starf er leikgervahönnuðurKristín segir starfið vandasamt. Það þarf að farða margskonar fólk og markmiðið er ekki alltaf að fegra það. Sumir þurfa að líta illa út, t.d. veikir eða virka eldri en þeir eru í raun og veru. Stundum þarf meira en farða og þá snýst þetta um leikgervi, t.d. getur þurft að bæta við húð til að búa til poka undir augun-um og hrukkaðan háls. „Hið rétta starfsheiti mitt er leikgervahönnuður“, segir Kristín.

Mikill undirbúningur og hönnun fylgir vinnu við stærri verkefni. Fyrir kvikmyndir þarf til dæmis að lesa allt handritið í gegn og hanna karaktera úr frá því í samvinnu við leikstjórana. Svo þarf að brjóta atriðin í handritunum upp og skipuleggja förðun í samræmi við tökudaga. Tryggja þarf að sam-fella sé í förðuninni, atriði eru ekki endilega tekin upp í sömu röð og þau eru sýnd og leikarinn má ekki breytast í miðri senu.

Er nú tilnefnd til Emmy verðlaunannaKristín hefur unnið við bæði innlend og er-lend verkefni. Meðal verkefnanna eru þrjár þýskar bíómyndir. Einni þeirra segist hún vera ákaflega stolt af. Það er mynd sem tekin var hér á landi árið 2010, nánar tiltekið í 30 stiga frosti á Langjökli. Sú mynd fjallar um kapphlaup Amundsen og Scott á Suðurpólinn og er nú tilnefnd til Emmy verðlaunanna.

Síðastliðið sumar var Kristín yfirsminka á Íslandi í „Secret life of Walter Mitty“ sem Ben Stiller leikstýrði. Það verkefni tók fimm vikur. „Það var frábært tækifæri fyrir mig og þarna kynntist ég fremstu förðunarfræðingum í Hollywood.“ Þegar þetta viðtal er tekið er Kristín á leið að Mývatni til að farða í „Game of Thrones“, framhaldsþáttum sem hafa verið sýndir við miklar vinsældir vestanhafs.

Allt gekk á móti okkurKristín hefur einnig þurft að ferðast erlendis vegna starfsins. Eitt sinn stóð til að taka upp mynd um Alfred Wegener höfund fleka-kenningarinnar á Langjökli. Þar gekk töku-liðinu flest í mót, veðrið var vont og allt gekk á afturfótunum. Þýskur leikstjóri myndar-innar hélt helst að Wegener sjálfur væri á ferðinni og vildi ekki að myndin kláraðist.

Ákveðið að fara á svissnesku AlpanaÁ endanum var ákveðið að klára myndina í svissnesku Ölpunum með þýsku tökuliði. „Nema hvað ég og Elín Reynisdóttir bún-ingahönnuður vorum beðnar að koma út. Þetta var stórkostleg upplifun, en ég hef aldrei verið eins hrædd. Við vorum ferjaðar upp í kláfum á einum vír í 3000m hæð. Ekk-ert súrefni var svona hátt uppi og ég var með súrefnisgrímu við förðunina.“

„Annars er vel hugsað um okkur í svona útivist. Búið er á góðum stöðum í grennd við tökustaði og svo er alltaf kokkur með í för. Þegar langt er á tökustaði erum við alltaf vel nestuð fyrir daginn.“

Hefur smínkað alla leikara og tónlistarmenn á Íslandi„Ég held að ég verði í þessu næstu áratugina. Mér finnst þetta mikið ævintýri. Ég þekki orðið svo marga, held ég hafi sminkað alla leikara og tónlistarmenn landsins. Farið um þá mjúkum höndum“, segir Kristín og hlær. „Þetta er mjög persónulegt starf, líklega það persónulegasta í kvikmyndabransanum. Það tala allir mikið í sminkustólnum. En maður verður svo að geyma það þar. Allt er sagt í trúnaði.“ Kristín segir að henni finnist líka yndislegt að vera ekki alltaf í raunheimum og það sé gott að geta farið inn í heim ævin-týranna öðru hverju.

Hefur notið hjálpsemi mömmuEiginmaður Kristínar er sjómaður. „Við erum vertíðarfólk, hann á sjónum og ég verktaki sem þarf stundum að vera í burtu frá heimilinu“. „Þetta hefði ábyggilega ekki gengið svona vel ef ekki nyti við aðstoðar mömmu. Hún býr í næstu götu og hefur stundum hreinlega flutt til okkar. Mamma er ótrúlegasta kona í heimi. Það er leitun að annarri eins hjálpsemi. Þetta var ómetanlegt sérstaklega meðan strákarnir voru yngri. Sá elsti er reyndar orðinn 24 ára núna, fluttur að heiman og á lítinn strák, ég er semsé orðin amma.“

ÞB/ Solv/ Ásta/ emm

Nú er gott að eiga ullarhúfu til að bregða á höfuðið í Ölpunum.

Gleði leg jól,gott og far sælt kom andi ár.Þökk um ánægjulegt sam starf á ár inu.

Verslunarmannafélag Suðurnesja

Gleði leg jól,gott og far sælt kom andi ár.Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleði leg jól,gott og far sælt kom andi ár.Þökkum viðskiptin á árinu.

Hópferðir Sævarshefur annast fólksfluttninga á Suðurnesjum

m.a. Sandgerði, Garði og Reykjanesbæ. Farþegafjöldi hefur aukist á hverju ári.

Jóla- og áramótakveðja

Þegar áramót nálgast er vert að horfa um öxl og líta yfir farinn veg.

Í þeim störfum sem ég hef sinnt á árinu hafa efnahags-málin borið hæst og málefni er varða endurreisn samfélags eftir hrun. Ýmislegt þar hef-ur tekist vel þó staðan í dag mætti vissulega vera betri og ljóst að aðgerðum vegna þess mikla tjóns sem hrunið olli er ekki fulllokið. . Við þurfum að vinna áfram að því mikilvæga verki að skapa hér samfélag réttlætis og jafnaðar.

Afleiðingar bankahrunsins haustið 2008 lagði byrðar á alla landsmenn. Þegar unnið er úr slíkum vanda er brýnt að dreifa byrðunum á eins sanngjarnan hátt og mögulegt er. Sérstaklega er mikilvægt að standa vörð um þá sem misst hafa atvinnu og þá sem minnst hafa handa á milli, unga sem aldna. Huga þarf vel að hag barna með stuðningi við barnafjölskyldur og einnig þarf að taka mið af viðhorfum beggja kynja og margbreyti-leika íbúa landsins. Þessi atriði ásamt því að standa vörð um velferðarkerfið eins vel og mögulegt er hafa verið leiðarljós ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í hennar verkum. Byggt hefur verið á traustri hugmyndafræði samhjálpar, réttlætis og jafn-aðar.

Við höfum lært að það er ekki hægt að stytta sér leið, taka góðæri að láni eða svindla sér upp úr kreppunni. Það er ekki hægt að taka lán fyrir nýju Íslandi þar verð-um við að treysta á eigin hug og hönd. Almenningur varð leiksoppur kringumstæðna sem hann bar enga ábyrgð á. Rannsóknarnefnd Alþingis og embætti sérstaks sak-sóknara voru þær leiðir sem valdar voru til að gera upp ranglætið. Það uppgjör hefur leitt margt ógeðfellt í ljós og þannig samfélag viljum við ekki byggja upp að nýju. Því er það von mín að jafnaðarmenn fái stuðning til að halda uppbyggingarstarfinu áfram á nýju ári eftir alþingiskosningar næsta vor.

Um leið og ég þakka fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða vil ég óska öllum Garðbúum, ættingjum og vinum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Oddný G. Harðardóttir, alþingismaðurKristín að skeggsnyrta einn leikarann í hörkufrosti og sjáið hvað hún þarf margar teg-undir af förðunarefnum.

Þýska kvikmyndateymið að búa sig undir kvikmyndatöku í frosthörkunni.

Page 7: gott og far sælt kom andi ár.

SKIPHÓLL12 SKIPHÓLL 13

www.svgardur.is

Á Garðskaga má finna byggðasafn, veitingahús og tjaldstæði.

Verið velkomin að njóta með okkur þessa einstaka svæðis

til fuglaskoðunar og útivistar.

Í bænum eru einnig listasmiðjur, íþróttamiðstöð,

sundlaug og 18 holu golfvöllum.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.Komdu út í GarðSveitarfélagið Garður

-Þar sem ferskir vindar blása

Öll börn eiga rétt á

Gleðilegum Jólum

www.hvitjol.is

IOGT á Íslandi fagna stofnun hollvinasamtaka Unu til heiðurs góðum gildum.

IOGT stendur að „Hvít jól“ og mörgum forvarnarverkefnum.

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Brautarholti 4a, 105 Reykjavik, www.iogt.is [email protected]

Látnir Garðmenn

Ágústa SigurðardóttirFædd 17. júní 1933

Dáin 7. nóvember 2012

Elle Sjöfn EllertsdóttirFædd 15. maí 1944

Dáin 20. september 2012

Guðmundur Jóhann Sveinn GíslasonFæddur 26. ágúst 1923

Dáinn 27. september 2012

Guðmundur Þórarinn ÞórarinssonFæddur 9. september 1924

Dáinn 31. júlí 2012

Jóhanna Svanlaug SigurvinsdóttirFædd 25. apríl 1954Dáin 20. júlí 2012

Jósefína Kristbjörg ArnbjörnsdóttirFædd 30. ágúst 1956Dáin 31. ágúst 2012

Sigríður ÞorbjörnsdóttirFædd 12. september 1914

Dáin 28. ágúst 2012

Það voru ekki til margar myndir af Vörubílastöðinni sem starfrækt var í Garðinum í 4-5 ár. Hún var stofnuð af nokkrum bifreiðaeigendum, eftir að vera vísað af stöðinni í Sandgerði. Á meðfylgjandi mynd má sjá Vörubílastöðina og Skálholt baka til. Myndin er tekin af Guðlaugi Tómassyni.

Önnur mynd frá Guðlaugi er af nokkrum krökkum í nágrenni við Vöru-bílastöðina. Nú verður hver að þekkja sig- og láta blaðið vita.

Page 8: gott og far sælt kom andi ár.

SKIPHÓLL14 SKIPHÓLL 15

Ég minnist æskuára minna í Gerða-hverfinu með miklu þakklæti og væntumþykju. Garðurinn var góð-

ur staður til að alast upp, í fallegu og heilbrigðu umhverfi í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa og fólkinu í kring. Krakk-arnir voru svo góðir vinir og samrýndir í leik og starfi. Sýkið, túnin og fjaran var vettvangur leikja og fiskurinn allsráðandi. Segir Ingiberg Þórarinn Halldórsson vél-stjóri sem ólst upp hjá ömmu sinni og afa í Steinboga í Gerðum.

Sá sem þessar línur skrifar hafði ákaflega gaman að því að hlusta á sögurnar hans Begga. Enda mikill áhugamaður um Gerða-hverfið. Ingiberg er minnugur og mjög fróð-ur um plássið. Hann hafði frá mörgu að segja og það hefði getað verið efni í heilt blað. En við skulum birta framhald í næsta blaði.

Það hétu allir Jón. Ég er fæddur í Reykjavík árið 1926 og bjó þar fyrstu fjögur árin. Faðir minn (f.1901- d.1998). var gefið nafnið Jón Halldór Þórar-insson. Síðar lét hann taka Jóns nafnið, því bróðir hans hét líka Jón. Það hétu allir Jón, segir Beggi og hlær. Faðir minn var sjómað-ur eins og flestir á þeim tíma. Hann kynntist móður minni er hún var ráðskona í Sand-gerði hjá Útgerð Halldórs í Vörum. Mamma var sú fyrsta sem fór að fara með kaffi um borð í skipin til kallana þegar þeir komu í land og það varð siður lengi eftir það. Árið

1930 lendir pabbi í vinnuslysi, fór með aðra hendina í spil og slasaðist ílla. Þetta gerðist á norðlenskum bát sem Kristinn Árnason var með. Farið var með pabba í land á Siglufirði, þar sem Páll Kolka læknir vann að sárum hans og tókst að bjarga tveimur puttum. Pabbi fór aldrei á sjóinn aftur og þetta varð erfitt tímabil hjá foreldrum mínum, því hann fékk engar bætur eða neitt. Þannig var nú bara tíðarandinn þá. Hann varð svo heppinn að fá vinnu hjá Gasstöðinni í Reykjavík að lesa af mælum og vann hjá Reykjavíkurborg alla tíð eftir það.

Sendur útí GarðTil að létta á foreldrum mínum eftir slysið var ég sendur útí Garð til ömmu og afa sem tóku mjög vel á móti mér. Systkyni mín, Ás-björg, Jens og tvíburabróðir minn Harald urðu þó eftir í Reykjavík hjá mömmu og pabba. Seinna dvaldi Harald nokkur sumur hjá Sigurbergi og Ásdísi í Neðra- Hofi í Út-garðinum og hjálpaði með beljurnar, hey-skap og annað á heimilinu.

Hristist í rokinuAfi minn hét Þórarinn Jónsson (f.1866 – d.1943) fæddist í Meiðastaðagerði og Amma mín hét Jónína Ingibjörg Jónsdóttir (f. 1866- d.1954) fæddist og ólst upp á Gauksstöðum. Það var ákaflega gott að vera hjá ömmu og afa í Steinboga. Það var vel hugsað um mann og ekki man ég eftir því að hafa orðið svangur, þótt að það hafi vissulega verið fá-tækt. Það var altaf til nægur fiskur í soðið. Í húsinu Steinboga, var mjög góður andi og á kvöldin var notalegt að fá ljósið úr vitanum innum glugga. Húsið var áður tveggja hæða, en amma bað afa að taka efri hæðina af. Það var farið að hristast svo í rokinu. Umhverfis Steinboga voru ekkert nema grjótgarðar, sem voru vel við haldnir og gott skjól.

Góðir nágrannarVið áttum líka góða granna, en næst okkur stóð Efri-Sjólyst og Hústóftir. Í Efri-Sjólyst bjó Æsa Guðmundsdóttir (systir Unu) og

maður hennar Sigurður Þorkelsson. Æsa var einstök, náttúrugreind og góð kona. Á loftinu hjá þeim, leigði Pétur Jónsson eða Litli Pétur. Hann var gamall formaður frá Milljónafélaginu. Pétur reykti pípu og hann gaf mér altaf eldspýtustokkana sína, tóma. Þá notaði ég til að geyma dót og slíkt. Á Húsatóftum bjuggu þau duglegu og mætu hjón Þórarinn Guðmundsson og Sveinborg Jensdóttir. Dóttir þeirra Magnþóra (Didda) var jafnaldra mér og mjög góð vinkona mín. Við sögðum altaf að þegar við yrðum stór, yrði ég sýslumaður og hún sýslumannsfrú, segir Beggi og hlær.

Vildi vera áfram í GarðinumÞegar faðir minn hafði jafnað sig í hendinni og búinn að rétta úr kútnum, var ég sóttur til að fara aftur til foreldra minna. Ég var þó aðeins stuttan tíma í Reykjavík, því ég vildi fá að vera áfram í Garðinum. Ég grenjaði og grenjaði og fékk svo á endanum að fara aftur útí Garð til ömmu og afa. Það var sjö manna Buick frá Steindóri Einarsyni sem keyrði mig frá Reykjavík útí Garð. Ég var ósáttur við það að ókunnug kona þyrfti að halda á mér alla leiðina. Vildi sitja einn í sæti. Þetta man ég svo vel. Vegurinn útí Garð, var þá einbreiður og það þurfti að fara útí kant, ef við mættum bíl. Þegar ég kom svo suður í Garð, lét bílinn mig út við Guðmundarhús í Gerðum. Ég rataði alveg heim að Steinboga og þegar ég kom var amma að setja niður kartöflur. Hún brosti út að eyrum þegar hún sá mig. Amma ég er komin, sagði ég.

Breiddi út faðminnGerðahverfið var ævintýrastaður. Við lékum okkur mest í fjörunni og við Gauksstaðat-jörnina og þar vorum við með litla báta. Það snérist allt um báta, enda voru þeir allt í kringum mann. Við vorum mikið á skaut-um, eins og hefur sennilega oft komið fram í þessu blaði, en þetta var geysilega gaman. Við útveguðum okkur segl og þá var nóg að breiða út faðminn í norðanáttinni sem bar okkur alla leið frá Útskálum að Gerðum. Allir voru góðir á skautum. Sveinn Árnason í Gerðum var sérstaklega góður á skautum. Hann þurfti nú bara að stíga einu skrefi út um dyrnar hjá sér og þá var hann kominn útá ísinn. Sveinn var gamall formaður frá tímum opnu skipana, eins og margir aðrir af köllunum sem maður ólst upp í kringum.

Formaður á sexæringAfi starfaði lengst af sem sjómaður og á tímabili var hann formaður á sexæring, sem hann átti sjálfur ásamt sonum sínum, pabba og Jóni sem réru með honum. Það var áður en ég fæddist. Eftir að afi hætti á sjónum starfaði hann mest í fiskvinnslu hjá Guðmundi Þórðarsyni í Gerðum. Afi tók líka allar grafir í Útskálakirkjugarði ásamt Manga á Mel. Við það notuðu þeir haka og skóflu og oft var erfitt að komast niður úr frostinu, en þeir voru báðir hörkutól.

Þegar búið var að grafa, hlóð afi leiðið upp með torfi og grjóti. Snyrtilegt og vel gert hjá honum. Einnig tók hann að sér að skafa og tjarga uppskipunarbátana úr Sandgerði. Þetta gerði hann í aðstöðu sem hann hafði hjá Guðmundi Þórðarsyni, en bátarnir komu hingað á bílum. Hann fékk tuttugu krónur fyrir að skafa og tjarga hvern bát og varð afi stundum kolsvartur í framan við þetta, segir Ingiberg og brosir.

Tók aldrei símaGuðmundur Þórðarson bjó í Guðmundar-húsi sem stóð þar sem Nesfiskur er nú til húsa. Það er til mjög góð mynd af þessu húsi,

en það sem fáir vita er að það var tvöfalt. Annað eins hús stóð fyrir aftan. Að framan hafði Guðmundur Þórðarson haft verslun fyrir Milljónafélagið en hann setti svo sjálfur upp verslun eftir að Milljón fór á hausinn. Aftari húsið var verbúð og heimili stórfjöl-skyldunnar. Áður en rafmagnið kom í Garð-inn hafði Guðmundur ljósavél og man ég að húsið hans var altaf uppljómað í myrkrinu. Guðmundur var mikill athafnamaður, gerði út marga báta og stundaði fiskverkun. Ég man að Guðmundur var alltaf með stútfullt veski og sagt var að engin á landinu hafi haft eins mikið lánstraust og hann, það var bara eitt símtal, en Guðmundur tók samt aldrei síma. Heldur fór hann yfir á símstöðina til að nota símann þar og dvaldi oft allan daginn að sinna erindum. Árið 1941 ákveða börn Guðmundar og Kristinn Árnason að byggja Hraðfrystihús Gerðabátana og notuðu þeir framvegginn af Guðmundarhúsi. Ég vann að því að rífa Guðmundarhús niður ásamt fleirum og tók það um tvo mánuði. Fólk sá eftir þessu húsi sem hafði gegnt veigamiklu hlutverki í byggðarlaginu í þrjá áratugi, en það er önnur saga.

Gamla ÍshúsiðÞegar Milljónafélagið var hérna með ára-bátaútgerð sína á árunum 1906-1913 byggðu þeir íshús í Gerðum, sem ennþá stendur og er elsta steinhúsið í Garðinum. Íshúsið var mikil nýjung í þá daga, en eftir að Milljóna-félagið fór á hausinn, kom það í hlut afa að sjá um það að setja ísinn í hólfin fyrir Guðmund Þórðarson, sem þá eignaðis húsið. Hólfin voru á miðju gólfi og það voru tveir klefar. Ísinn var tekinn af sýkjunum, höggvin með exi og klumparnir dregnir upp með taum og stórri töng sem kræktist í ísinn þegar var

Í Steinboga

Ég verð sýslumaður og hún sýslumannsfrúViðtal við Ingiberg Þórarinn Halldórsson (Begga í Steinboga)

Ingiberg Þórarinn Halldórsson.

Þórarinn Jónsson. (Dóri í Steinboga).

Steinbogi í Gerðum. Á tröppunum er dóttirin Katrín Ingibergsdóttir.

Page 9: gott og far sælt kom andi ár.

SKIPHÓLL16 SKIPHÓLL 17

dregið. Fyrst voru notaðir hestar til að draga og seinna notuðu þeir bíla. Þar var hann hýfður upp í lúgu með talíu og látinn detta niður á gólfið og svo mulin með slaghamri. Afi mokaði þessu svo uppí hólfin og setti salt á milli, svo ísinn héldist lengur. Hann fór á hverjum morgni og á hverju kvöldi til að fylla í hólfin. Í íshúsinu geymdu þeir matvæli, kjöt aðallega og beitu. Ég hjálpaði afa mikið við þetta. Ég reyndi að hjálpa til eins og ég gat létta á þeim gömlu. Tildæmis keypti ég vindmyllu í Reykjavík og smíðaði undir hana stöppla og lagði rafmagnið sjálf-ur heima í Steinboga og viti menn þetta fína ljós. Amma ætlaði ekki að trúa þess, hún var svo ánægð.

Gengu til KeflavíkAmma átti mjög erfitt eftir að hún missti við fæðingu síðasta barnið sem hún átti. Hún var mikið heima og var oft hrædd um afa, alveg sama hvert hann fór. Afi fór stundum labbandi til Keflavíkur að versla í Þorsteins-búð og þá óttaðist amma mikið um hann. Þá fór ég stundum með honum afa í þennan verslunarleiðangur. Ég spurði afa, afhverju tekur þú ekki bara rútuna? Það er gott að labba ef það er gott veður, sagði hann. Áður fyrr, þegar afi var með útgerðina sína þá lét hann sig hafa það að ná í salt til keflavíkur og ganga með það á bakinu.

TálgunarfélagiðKrakkarnir fengu nóg að gera. Ég vann hjá Birni að breiða fisk. Ég kaus að vinna hjá

Birni, því hann var svo skemmtilegur og hann lét mig altaf fá vinnu. Það var altaf flaggað þegar átti að breiða. Fólk kíkti eftir því hvort búið væri að flagga og ef svo var þá mætti fólk til vinnu. Björn bað mig stundum að flagga fyrir sig, ef hann fór til Reykjavíkur eða þurfti annað að gera. Björn var mikill karakter eins og flestir þessir kallar sem voru þarna í Garðinum. Mér er minnisstætt þegar kallarnir sátu saman í skjóli undir grjótgörðunum, tálguðu og ræddu málin. Mangi á Mel, Hafliði skáld, Árni Boga, Siggi í Brautinni, Eyfi gamli, Einar skólastjóri og fleiri. Þetta kölluðum við krakkarnir Tálg-unarfélagið, segir Beggi og brosir.

Sé mikið eftir gamla skólanum Sveinbjörn Árnason í Kothúsum og Einar Magnússon skólastjóri kenndu mér í Gerða-skóla. Fínir kallar og góðir kennarar. Einar kenndi föður mínum líka. Pabbi fór í gamla skólann í Gerðum. Það voru fáir gluggar í skólanum og pabbi minntist þess hversu dimmt það var í tímum. Gamli skólinn var elsta skólahús Suðurnesja og þriðja elsta á landinu. Undarlegt? að þetta merka hús hafi verið rutt í sjóinn. Ekki tel ég að það hafi kostað mikið fyrir Sveitarfélagið að hafa það á sínum stað. Það var fallegt þarna á sjávar-bakkanum. Ég sé mjög eftir þessu húsi. Það er því miður búið að eyðileggja allt of mikið þarna niður frá og vonandi að annað fái að vera í friði og verði haldið við.

Datt í það í stórstúkunni

Maður sótti stúkufundi hjá Unu Guðmunds-dóttur og Steinunni á Sólbakka. Þetta var lærdómsríkt og merkilegt starf hjá þeim góðu konum. Ég man vel eftir föður Stein-unnar á Sólbakka. Hann hét Steinn Lárusson (f.1857 - d.1938) Gamall formaður sem bjó í Steinshúsi í Gerðum. Hann réri eldgamall á litlum árabát úr Gerðavör. Hann réði mig í það að taka á móti sér þegar hann kom í land, henda fiskinum upp á klappirnar og gera að honum. Fyrir það fékk ég borgað 25 aura, segir Beggi. Ég hjálpaði alltaf Unu við að kveikja á gasluktunum fyrir stúkufundina. Það var skemmtilegt og eftirminnilegt að hlusta á sögurnar sem hún Una sagði á fund-unum. Við bjuggum líka til leikrit, sem allir tóku þátt í. Maður tók stúkustarfið alvar-lega en þegar ég var kominn í stórstúkuna, datt ég í það og þá fannst mér ég ekki eiga heima í stúkunni. Ég sagði Unu skömmustu-legur frá þessu, hún sagði, þú ræður þessu Beggi minn. Hún var ekki að þvinga neinn til neins. Starf hennar skipti gríðalegu miklu máli fyrir ungmenni í plássinu að byrja ekki á neyta tóbaks eða áfengis og þá á unga aldri.

Álfarnir dönsuðu.Ég fór mikið í heimsókn til Unu í Sjólyst ásamt ömmu og afa. Stefanía fósturdóttir Unu var jafnaldra mér. Una sá um að klippa mig eins og marga aðra krakka í plássinu. Þá var Sjólyst ekki eins og það er í dag, en þá var ekki búið að byggja við innganginn (vindfangið) eða eldhúsið og klósettið sem núna er. Það var kamar fyrir utan og lítil eldavél inní herbergi. Þetta var ákaflega lítið, en aldrei fannst manni þröngt hjá Unu. Eftir að ég flutti úr Garðinum hélt ég áfram að heimsækja Unu og tók krakkana mína með. Mér er minnistætt þegar Una leit á mig og sagði, Beggi líttu á blómin, sjáðu álfana. Þeir eru að dansa núna.

Settist niður á börurnarUna starfaði lengi við það að sauma strigan utan um fiskinn. Hún var eldklár í því enda lék allt í höndum hennar. Ég var líka með henni að breiða saltfisk á stæðunum í Gerð-um, hjá Birni Finnbogasyni. Hún átti það til að hvítna í framan og missa kraftinn. Hún sagði þá, Beggi minn leggðu niður börurnar (Saltfiskbörurnar) Ég gerði það og Una sett-ist niður á börurnar og sat þar smá stund. Ég hélt altaf að hún þyrfti bara að hvíla sig. Seinna var mér sagt af uppeldis systur minni, Guddu, Guðbjörgu Þórarinsdóttir (Systur pabba), að Una væri að fá yfir höfuðið. Það þýðir að hún fór að sjá. Eins og allir vita var Una mjög skyggn og þetta kom svona út hjá henni stundum.

Meig á hendurnarÉg var fjórtán ára er ég fór fyrstu sjóferðinn með Árna Boga og Manga á Mel eins og margir aðrir strákar í Garðinum sem vildu læra á sjóinn. Báturinn hét Hlýri. Árni og Mangi réru báðir með hatt og mér er

minnisstætt er Árni tók af sér hattinn og fór með sjófarabæn. Ef það var mjög kalt hafði Árni loðhúfu, en ekki Mangi. En ef Manga varð kalt á höndunum, þá meig hann bara á þær, segir Beggi og hlær. Það var hefð að gefa fyrsta fiskinn sem maður veiddi sem atvinnumaður á sjó. Mér fannst viðeigandi að Una fengi fyrsta fiskinn minn. Það var tveggja punda þorskur sem hún þáði með þökkum. Það kom engin annar til greina að fá fiskinn.

Hann MangiÁrni lét mig altaf fara heim til Manga á morgnana og vekja hann áður en við fórum á sjó. Hann bjó þá á bænum Eyði. Hann svaf með eina gæru undir sér og eina gæru yfir. Bærinn var lélegur, nánast ekkert þarna inni og opið milli þylja. Hvernig hann lifði þetta af á veturna er óskiljanlegt. Eitt sinn kom ég þarna inn, þá var hann að skera niður fisk ofaní hlandkoppinn sinn, síðan ofaní suðupottinn. Já, hann var sérstakur hann Magnús, en mikið góður kall! Ég var fjögur sumur að róa með þeim Árna og Manga. Byrjuðum í maí og vorum allt sumarið. Frá sjö á morgnana til 3-4 á daginn og fengum 1-2 tonn í hverjum róðri. Stundum fengum við lítið og þá var Árni oft að stríða Manga og sagði við hann, hvað gengur þetta ekkert hjá þér Mangi, en við vorum ekkert að fá meira en hann.

Kraftatólið á HólavöllumÞegar við komum í land fengum við oft hjálp frá nærstöddum við að spila bátinn upp. Spilið var fyrir aftan gamla íshúsið. Eitt sinn kom kraftatólið frá Hólavöllum, hann Stefán og hjálpaði okkur að snúa gönguspilinu. En þá brotnaði stöngin, og hann fékk helming-inn af stönginni beint í hnakkan, kastaðist til og vankaðist. Þú getur ímyndað þér höggið. En hann stóð fljótlega upp. Þetta hefði engin þolað nema hann.

HlýriEftir að ég flutti til Reykjavíkur keypti ég minn eigin bát sem ég nefndi Hlýri, í virð-ingarskyni við Árna Boga. Ég bar mikla virð-ingu fyrir honum Árna og öllu þessu fólki sem ég ólst upp með. Ég á þessu fólki mikið að þakka, allt sem maður lærði og þá sér-staklega ömmu og afa, segir Beggi að lokum.

Með þökk fyrir spjalliðG.M.M.

Sigurjón Kristinsson, kenndur við Lónshús, hefur gegnum árin verið mjög virkur í félagsmálum. Hann er fæddur í Reykjavík á Smáragötu fimm en kom tveggja ára í Garðinn og ólst þar

upp. Hann hefur ekki verið að trana sér neitt fram, en núna segist hann vera hætt þessu öllu saman, er bara áhorfandi. Af því tilefni tók ég hann að tali og fékk hann til að rekja starfsferil sinn. Ég man lítið eftir árunum áður en ég fór í skóla, en þar var Þorsteinn Gísla-son kennari og skólastjóri, mikill sómamaður og góður kennari. Ég skipti mér ekkert af félagsmálum fyrr en ég kvæntist Kristínu Þóru Ólafsdóttur sem hefur veitt mér mikla aðstoð við félagstörfin.

Elti svindlaraÉg hafði aldrei iðkað neina íþrótt, aldrei sparkað í bolta fyrr en strákur-inn minn Kristinn Þór gekk í Víði. Ég var þar strákunum innan handa að afla peningum fyrir þá með ýmsu móti, tildæmis happdrættum og fleira. Það gekk vel og svo sá ég um að rukka inn aðgangseyrin inn á völlinn. Aðtæðurnar voru erfiðar stundum þurfti ég að hlaupa á eftir mönnum, sem reyndu að svindla sér inn.

Æfðum einu sinni í mánuðiÍ björgunasveitina gekk ég árið 1993 og þar reyndi á þrekið. Eitt sinn fórum við til Vestmannaeyjar, sextán saman úr sveitinni að moka hraun af húsþökum í þrjá daga. Þá kom sér vel að vera í góðri æfingu, en við æfðum einu sinni í mánuði. Við fengum sérstakan galla, ein-kennisföt sem kom sér vel sérstaklega þegar við þurftum að stjórna umferðinni þegar mikið var um að vera á svæðinu, tildæmis á sól-seturshátíðinni. Ég var kosin gjalkeri í Kivanisklúbbnum Hofi.

það var Pálmi hjá fiskbúðinni okkar í Kópavogi átti hugmyndina

að því að halda skötuveislu í Garðinum og hann gaf okkur hráefni í veisluna. Fleiri gáfu okkur hráefni seinna og fá þeir þakkir fyrir fram-lagið sem gerðu okkur kleift að vinna fjáröflun bæði fyrir Víði og og til annara félaga. Tildæmis Kiwanisklúbbinn sem rétti hjálparhönd til einstaklinga og fjölskyldna fjárhagsaðstoð vegna sjúkdóma eða áfalla.

Ég ákvað að hætta um leið og liðsmaður Víðis kæmist í landsliðið. Landsliðið. Það var Inga Lára Jónsdóttir.

Núna er ég sestur í helgan stein en held áfram að selja harðfisk.emm.

Sestur í helgan stein

Guðmundarhús. Í hurðargættinni er Jón Guðmundsson. Þarna má sjá einhvern mála þakið.

Hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Guðmundur Þórðarson.

Báturinn Hlýri sem Beggi átti ásamt syni sínum Bergþóri.

Sigurjón með þakkarskjöldinn sem Víðir afhenti honum fyrir vel unninn störf.

Page 10: gott og far sælt kom andi ár.

SKIPHÓLL18 SKIPHÓLL 19

Gleðilegjól

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold

Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir

Selfoss · Akureyri

Nettó óskar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

umjólin

Gleði leg jól,far sælt kom andi ár.

Þökk um lið ið.Hárgreiðslustofan Kamilla

Gleði leg jól,gott og far sælt kom andi ár.Þökk um við skipt in á ár inu.

Sigurður Ingvarsson

Gleði leg jól,far sælt kom andi ár.

Þökk um lið ið.Samband sveitarfélaga

á Suðurnesjum

Gleði leg jól,far sælt kom andi ár.

Þökk um lið ið.Ingimundur Arnar Markússon

Gleði leg jól,far sælt kom andi ár.

Þökk um lið ið.Hollvinafélag Útskálakirkju

Gleði leg jól,far sælt kom andi ár.

Þökk um lið ið.Hollvinafélag Unu í Sjólyst

Gleði leg jól,far sælt kom andi ár.

Þökk um lið ið.Guðmundur Garðarsson

Aðalfundur Hollvina Menningarsetursins að Útskálum var haldinn að Útskálum laugardaginn 8. desember 2012 og hófst

hann kl 14:00. Auk almennra fundarmanna sátu eftirfarandi félagar sátu fundinn: Hörð-ur Gíslason, Kristjana Vilhjálmsdóttir, Ásgeir Hjálmarsson, Magnús Gíslason, Kristjana Kjart-ansdóttir, Sigurður Grétar Sigurðsson, Guð-mundur Magnússon og Geir R. Andersen.

Skýrsla formanns. Flutt kveðja frá Ingu Rósu og Erni, sem komust ekki til fundarins. Minnt á að séra Ágúst Sigurðsson lagði mikið til gagnaöflunar og menningarstarfs að Út-skálum. Þá var minnt á að María Hauksdóttir ynni í námi sínu að gagnaöflun og framsetn-ingu upplýsinga á grunni þess starfs sem hún vann að hjá Mennignarsetrinu. Rifjað upp það markmið Hollvina að standa vörð um Út-skála og menningarstarf þar og auka tengsl útá við. Útskáladagur var ekki haldinn sl. sumar.

Fundarmenn einróma um að þörf væri fyrir samtök Hollvina áfram.

Gjaldkeri lagði fram reiking fyrir liðið starfstímabil og var reikningur samþykktur.

Eftirfarandi stjórnarmenn gáfu kost á sér til stjórnarsetu áfram og voru endurkjörnir: Hörður Gíslason, Ásgeir Hjálmarsson, Magn-ús Gíslason, Kristjana Kjartansdóttir, Inga Rósa Þórðardóttir, Guðný Eiríksdóttir, Geir R. Andersen og Örn Erlingsson.

Jón Hjálmarsson skýrði stöðu Menningar-setursins, sem hefur verið tekið til gjaldþrota-meðferðar. Það ferli hefur ekki bein áhrif á starf Hollvinasamtakanna.

Fjallað um framtíð vefstaðar mennignarset-urs að Útskálum.

Víðtæk umræða varð um fratíðarstarf og fram kom vilji til að halda Útskáladag að vori. Stjórnin mun vinna það mál áfram.

Fundi slitið kl. 15:15.

Fyrirhugað er að halda Útskáladag í sumar

Hvernig væri nú að fá ljóskerið aftur til að hann fái rétt útlit eins og margoft er búið að samþykkja?

Vitinn er eins og kórónulaus kóngur

Page 11: gott og far sælt kom andi ár.

Nám á nýju ári 2013

Menntastoðir Kennsluhættir Menntastoða miða við þarfir fullorðinna nemenda og leitast er við að veita nemendum góða þjónustu. Nemendur sem ljúka námi í Menntastoðum eiga kost á því að sækja um nám í Háskólabrú Keilis, frumgreiningadeild H.R. og Bifrastar. Einnig fæst námið metið sem bóklegur grunnur að iðnnámi.

Aftur í nám – nám fyrir lesblindaStuðst er við Ron Davis aðferðina og eru 40 einkatímar á námskeiðinu sem miða að því að námsmenn tileinki sér tækni til að halda athygli og úthaldi við lestur og skrift auk þess að bæta lesskilning. Námið er 95 kennslustundir.

GrunnmenntaskólinnGrunnmenntaskólinn hentar þeim sem vilja styrkja sig í grunngreinum íslensku, stærðfræði, ensku og tölvum. Góður undirbúningur fyrir þá sem hyggja á nám á framhaldskólastigi. Námið er 300 kennslustundir.

Skrifstofuskólinn ITölvu- og upplýsingaleikni þar sem megin áhersla er lögð á notkun ritvinnslu, töflureiknis, netsins og tölvupósts. Í verslunarreikningi og bókhaldi er færni námsmanna í almennum reikningi og prósentu reikningi aukin, sem og farið í undirstöðuatriði bókhalds. Í Ensku er talmál þjálfað og áhersla lögð á að auka hagnýtan orðaforða í verslunarensku. Námið er 240 kennslustundir.

TölvunámNámskeiðið geftur góðan grunn í tölvu- og upplýsingatækni. Farið er í öll helstu tölvuforrit auk þess sem áhersla er lögð á sjálfstyrkingu, frumkvæði og eflingu í starfi auk ýmissa annarra þátta. Námið er 150 kennslustundir.

Svæðisbundið leiðsögunámSvæðisbundið leiðsögunám gerir þátttakendum kleift að starfa sem sjálfstæðir leiðsögumenn um Reykjanesið. Megináhersla er lögð á náttúru, menningu og sögu Reykjanesskagans og nágrennis, auk þess sem áhersla er lögð á leiðsögutækni og hagnýta þjálfun fyrir starfið í vettvangsferðum. Námið er 264 kennslustundir.

Færni í ferðaþjónustuNámið hentar þeim sem hafa áhuga á að starfa í ferðaþjónustu s.s. á hótelum, gistiheimilum, söfnum, bílaleigum, veitingastöðum, verslunum og við ýmiss konar afþreyingu. Námið er 160 kennslustundir.

Skráning og nánari upplýsingar á www.mss.is eða hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421-7500

Grafísk hönnunarsmiðja - Hljóðsmiðja -

Skrifstofuskólinn II Námskeiðið undirbýr þátttakendur fyrir próf til viðurkennds bókara. Markmið námsins er að auka færni til bókhalds í rekstri fyrirtækja .

Kvikmyndasmiðja - Garðyrkja, hellu- og steinlögn