Fræðslurit Mamma, pabbi, hvað er að? · 5 að fá ekki svör við öllum spurn-ingum sínum....

16
Fræðslurit Krabbameinsfélagsins Mamma, pabbi, hvað er að? Þegar mamma eða pabbi fær krabbamein hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Hér er sagt frá því hvernig þetta snertir börnin og hvernig foreldrar og aðrir fullorðnir geta komið þeim til hjálpar.

Transcript of Fræðslurit Mamma, pabbi, hvað er að? · 5 að fá ekki svör við öllum spurn-ingum sínum....

FræðsluritKrabbameinsfélagsins

Mamma, pabbi,hvað er að?

Þegar mamma eða pabbi fær krabbamein hefur þaðáhrif á alla fjölskylduna. Hér er sagt frá því hvernigþetta snertir börnin og hvernig foreldrar og aðrir

fullorðnir geta komið þeim til hjálpar.

Efnisyfirlit

Pabbi minn er veikur .................... 3Þegar barnið fær fréttirnar ............ 3Viðbrögð barna við sjúkdómum .... 5Samvera á sjúkdómstímabilinu .... 8Fullorðnir utan fjölskyldunnar ....... 12Það sem er mikilvægast ............... 14Ítarefni .......................................... 15

2

3

Pabbi minn erveikurPabbi minn er mikið veikur.Hann er með hættulegan sjúk-dóm sem heitir hvítblæði. Það erkrabbamein.

Þegar ég fékk að vita þettavarð ég alveg ringluð og allskonar hugsanir þutu gegnumkollinn á mér. Ég held mér hafifyrst dottið í hug að hann hlytiað deyja.

Stína, 12 ára.

Líf barna breytist þegar foreldrarþeirra veikjast alvarlega. Þótt þauvirðist ánægð og leiki sér fylgjaslíkum veikindum mikill kvíði ogáhyggjur. Börn þarfnast því sér-lega mikillar athygli og umhyggjusvo þeim geti liðið eins vel ogkostur er á.

Oft hafa foreldrarnir þó ekkertþrek aflögu við þessar aðstæður.Því er stuðningur frá afa ogömmu, vinum, nágrönnum, leik-skólakennurum, grunnskóla-kennurum, sálfræðingum, félags-ráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum,læknum eða prestum dyrmæthjálp.

Þó að foreldrarnir hafi slitiðsamvistum og barnið búi ekki hjáþeim sjúka, er þetta engu að síð-ur erfiður tími fyrir barnið. Það árétt á því að láta í ljós tilfinningarsínar þó svo að sambandið milliforeldranna sé ekki gott. Hvernigsem fjölskyldan er samsett hefurbarnið þörf fyrir nána samveru ogöryggi.

Þegar barnið færfréttirnarHvers vegna á að tala við barnið?Foreldrarnir velta því oft fyrir sérhvort og þá hvernig eigi að segjabörnunum frá því að pabbi eðamamma sé með krabbamein.Þeir hika vegna þess að þeir viljahelst ekki hryggja þau eða valdaþeim áhyggjum af framtíðinni.

Þó er mikilvægt að fjölskyldantali um þessar nytilkomnu að-stæður því sjaldan er hægt aðleyna því fyrir börnunum þegareitthvað er að. Þau skynja aðpabbi og mamma eru áhyggju-full. Ímyndunaraflið fær byrundir báða vængi ef þau fá ekkiað vita hvers vegna og það eroft mun verra en raunveruleik-inn. Afleiðingin verður sú aðþeim finnst þau einangruð ogóörugg.

Önnur mikilvæg ástæða tilþess að tala við börnin er að þaueiga oft erfitt með að setja þaðsem þau sjá í samhengi. Þauskilja t.d. ekki að faðir sem virð-ist vera frískur geti verið með al-varlegan sjúkdóm, en móðir semfer í stóran uppskurð geti alvegnáð sér. Með því að vera mót-tækilegir fyrir spurningum barn-anna geta fullorðnir bæði aukiðskilning þeirra á aðstæðum oghlíft þeim við óþarfa kvíða.

Hvenær á að tala við barnið?Engin algild regla er um þaðhvenær eða hvernig eigi aðsegja barni frá því að faðir þess

4

eða móðir sé með alvarlegansjúkdóm. Algengt er að foreldrardragi það á langinn en venjulegaskynja börn mjög fljótt ef eitt-hvað er að. Bíði foreldrar of lengier hætta á að barnið fái upplys-ingar frá öðrum eða skynji sjálfthvað er að og er þá eitt meðáhyggjur sínar.

Mörgum börnum er það gefiðað geta tekið miklum sorgartíð-indum. En öllu máli skiptir aðþau séu hjá fullorðnum semveita þeim umhyggju og synaþeim skilning þegar tíðindin erusögð.

Það róar börn að geta treystþví að hinir fullorðnu láti þauvita ef hið veika foreldri er aðdauða komið. Barnið getur þáátt auðveldara með að einbeitasér að öðru.

Hvað á að segja barninu?Áður en foreldrarnir tala viðbarnið sitt er mikilvægt að þeirræði um það sín á milli hvaðþeir ætli að segja því um sjúk-dóminn þannig að barnið fáisömu útskyringar frá báðum.Best er að báðir foreldrarnir séuviðstaddir þegar barninu erusagðar alvarlegar fréttir.

Margir eru óöruggir um hvern-ig best sé að segja frá sjúk-dómnum. Taka verður tillit tilþess að börn hugsa öðruvísi enfullorðnir. Þau ráða ekki við aðfá að vita um allt í einu – sjúk-dóminn, meðferðina og afleið-ingarnar fyrir fjölskylduna. Þauverða því að fá upplysingarnarsmám saman.

Sé sjúkdómurinn lífshættuleg-ur er mikilvægt að segja frá þvíað ekki sé öruggt að pabba eðamömmu batni þó svo að allt ségert til að hjálpa þeim. Varastber að vekja falskar vonir hjábörnum þótt freistandi sé aðhlífa þeim um stundarsakir.

Barnið skynjar hvaða áhrifsjúkdómurinn hefur á daglegt líffjölskyldunnar. Það vill gjarnantala um hvers vegna mamma erþreytt, af hverju hún missir háriðeða hvers vegna pabbi er alltafsvona alvarlegur.

Börn geta alveg sætt sig við

5

að fá ekki svör við öllum spurn-ingum sínum. Mikilvægast fyrirþau er einlægt og traust sam-band við fullorðna manneskjusem leyfir þeim að spyrja um alltog láta í ljós tilfinningar sínar,bæði gleði og sorg.

Viðbrögð barnavið sjúkdómumBörn geta sveiflast milli djúprarörvæntingar eina stundina oggáskafullra leikja hina. Ólíktflestum fullorðnum geta þau yttáhyggjum sínum til hliðar verðiþær of þungbærar. Örvæntinginhellist þó yfir þau aftur og börninþarfnast eftir sem áður sérstakr-

ar umönnunar þótt þau virðistglöð og áhyggjulaus þá stund-ina.

Oft bregðast systkini með ólík-um hætti við sjúkdómi foreldrasinna. Hér er mikilvægt að hafa íhuga að barn sem dregur sig inní skel sína getur þarfnast jafn-mikils stuðnings og barnið semtjáir tilfinningar sínar opinskátt.

Hvar varstu, mamma?Ung börn syna alltaf viðbrögðvið aðskilnaði frá foreldrum sín-um. Þau sakna pabba ogmömmu hvort sem ástæðan erferðalag, sjúkrahúsvist eða and-lát og verða óörugg vegna þessað truflun verður á hversdagslífiþeirra.

Aðskilnaðurinn er erfiðastur

6

fyrir börn yngri en fjögurra árasem enn eru mjög háð foreldrun-um, sérstaklega móðurinni. Oftleggja þau fjarveru að jöfnu viðdauða og eru hrædd um að for-eldrið komi ekki aftur. Oft mót-mælir barnið, hátt í upphafi, eneftir nokkurn tíma virðist þaðhafa sætt sig við ástandið. Þaðhallar sér þá að heilbrigða for-eldrinu, afa, ömmu eða öðrumfullorðnum.

Samhliða því að barnið ervonsvikið og reitt yfir aðskilnaðivið þann veika kraumar söknuð-urinn undir yfirborðinu. Von-brigðin koma í ljós þegar pabbieða mamma koma aftur heimog barnið þykist ekki kannastvið mömmu eða pabba eðahreinlega sniðgengur þau. Meðtímanum breytist hegðun barns-ins aftur. Það kvartar, grætur oghangir utan í þeim sem var fjar-verandi. Börn komast fyrr yfirsöknuðinn ef foreldrarnir sættasig við að þau bregðist stundumharkalega við.

Börn eru oft mjög tilfinninga-rík. Jafnvel mörgum mánuðumeftir sjúkrahúsvistina getur þaðkomið fram í spurningum einsog: „Hvar varstu mamma, hversvegna varstu ekki hjá mér? Égsaknaði þín svo mikið“.

Það besta sem foreldrar getagert er að sjá til þess að barniðsé í umsjá einhvers sem þaðtreystir meðan sá sem er veikurer í burtu. Tíðar heimsóknirmeðan á sjúkrahúsdvöl stendurog langar samverustundir á eftirhjálpa einnig.

Pissar aftur í buxurnarÞegar ung börn eiga erfitt kemuroft fyrir að þeim fer tímabundiðaftur í þroska og þau verðabarnalegri en þau eiga að sér.Þau geta átt það til að fara afturað pissa í buxurnar, sjúga þum-alfingurinn, stama eða sífra líktog smábörn. Þetta eru vísbend-ingar um að barn þurfi sérstakaumönnun.

Reiði og óþekktStálpuð börn eiga einnig erfittmeð að þola aðskilnað frá for-eldrum sínum. Ef faðirinn eðamóðirin er langdvölum á sjúkra-húsi getur söknuðurinn komiðfram í reiði gagnvart því fólkisem gætir þeirra. Þau skammastog slá í örvæntingu til hinnafullorðnu. Börn geta einnigbrugðist harkalega við þegar sásem er veikur hefur t.d. ekkilengur þrótt til að fara með þeimá skíði eða lesa fyrir þau ákvöldin.

Á bak við þessar árásir er van-líðan vegna þess sem gerst hefurog þær eru hróp á umhyggju ogskilning. Eins og 10 ára stúlkalysir svo vel með orðunum:„Þegar ég er óþekkust þá langarmig mest til að einhver sé góðurvið mig“.

Önnur algeng viðbrögðAðstæður heima fyrir geta haftmikil áhrif á börn þótt þau hafiekki orð á því. Þau bregðast viðsjúkdómi foreldris á margvísleg-an hátt. Algeng viðbrögð eru t.d.að barnið:

7

• nagar neglur, fitlar, slær eðasparkar

• grætur eða er dapurt• er ergilegt, reitt eða krefst

mikillar athygli• er myrkfælið eða hrætt við að

vera að heiman• fær martröð eða verður and-

vaka• er lystarlaust eða fær í mag-

ann• á erfitt með að einbeita sér• óttast að hörmungar dynji yfir

eða aðrir í fjölskyldunni veikist.

Ástæða er til að vera sérlega velá varðbergi ef barnið:• verður óeðlilega þægt• einangrar sig• skrópar í skólanum• breytir hegðun sinni til hins

verra í skóla eða leikskóla• leikur sér ekki.

Þessi viðbrögð geta komið framhjá barni sem er eitt með þung-bærar hugsanir og þarfnast að-stoðar við að deila þeim meðfullorðnum. Því er mikilvægt aðforeldrar, leikskólakennarar ogkennarar séu sérstaklega á varð-bergi gagnvart breytingum áhegðun barnsins og ræði þærsín á milli. Gott samband milliheimilis og skóla eða leikskólagetur verið ómetanlegur stuðn-ingur fyrir barnið.

Er þetta mér að kenna?Börn geta ekki alltaf skilið á milliraunveruleika og ímyndunar. Þauhalda að orð þeirra og óskir getihaft afdrifaríkar afleiðingar á um-heiminn. Þau geta jafnvel veriðsannfærð um að þau hafi valdiðsjúkdómi pabba eða mömmu,vegna þess að þau hafi einhvern

8

Samvera ásjúkdómstímabilinuNyjar spurningar vaknaEr krabbamein smitandi? Geturpabbi dáið meðan ég er í skólan-um? Hvað gerir krabbameiniðmömmu? Verður pabbi veikari efég hef hátt? Verður mér strítt ískólanum vegna þess aðmamma er sköllótt?

Smátt og smátt vakna fleirispurningar þegar barninu verðurljóst að pabbi eða mamma ermeð krabbamein. Barnið þarf aðtala um þær hugmyndir sem þaðgerir sér um sjúkdóminn.

Oft óttast barnið að aðrir í fjöl-skyldunni verði fyrir alvarlegumáföllum eða fái hættulegan sjúk-dóm. Útskyrið að ekki séu öllveikindi alvarleg. Það kann aðróa barnið að vita að til dæmisslæmt kvef og flensa eru ekkilífshættulegir sjúkdómar eins ogkrabbamein getur verið. Ef engiraðrir í fjölskyldunni eru alvarlegaveikir er mikilvægt að tala umþað við barnið.

Munið að börn hafa ekki þörf

fyrir löng samtöl. Þau tala oggráta sjaldnast lengi í senn ogeru oftast upptekin af líðandistundu. Þau spyrja, fá svör,hlaupa síðan út að leika sér.Seinna vakna svo nyjar spurn-ingar.

Snerting eykur öryggiÞegar ræða á eitthvað þungbærtgefur oft góða raun að halda ut-an um barnið, halda í höndina áþví eða snerta það á annan hátt.Líkamleg nálægð segir betur ennokkur orð að „við erum samannúna, þú og ég, og mér þykirvænt um þig“. Oft finnur barniðtil meira öryggis gagnvart hinumfullorðna ef það er í sömu augn-hæð og hann.

Þegar börn spyrja ekkiBörn spyrja misjafnlega mikið.Kannski hafa þau þegar fengiðsvör við spurningum sínum. Enþögn getur einnig verið merkium að barnið sé hrætt við þærsterku og óþekktu tilfinningarsem sjúkdómur pabba eðamömmu hefur vakið upp. Efbarnið treystir þeim fullorðnusem næstir því standa, þá vexþví smám saman kjarkur og þaðþorir bæði að spyrja og synaviðbrögð.

Yfirleitt fást börn ekki til aðtala um tilfinningar sínar efgengið er á þau. Fullorðnirgeta bryddað upp á samtalinumeð því að segja t.d. „mörgbörn verða reið út í pabba sinnþegar hann er veikur“ eða„mörgum börnum finnst það

tíma, eftir rifrildi, óskað þeimdauða. Þá ímynda þau sér að núséu þau að fá refsingu sem þaueigi skilið.

Þótt börn hugsi þannig skiljaþau samt sem áður visst sam-hengi hlutanna. En sektarkenndinverður skynseminni oft yfirsterk-ari og getur orðið mjög þungbær.

9

vera þeim að kenna ef mammaþeirra er veik“. Þannig er gefið ískyn að leyfilegt sé að tala umerfiðar tilfinningar. Iðulega gefurþað barninu hugrekki til að tjásig.

Fari fullorðnir undan í flæm-ingi með því að segja að „allteigi eftir að fara vel“ þá geturþað orðið til þess að barniðhætti að spyrja.

Pabbi og mamma elska þigÖllum börnum er það mikilvæg-ast að vita að foreldrunum þykivænt um þau. Mörgu barninureynist þó erfitt að skilja að þaðsé elskað þegar foreldrarnir hafaekki jafnmikið þrek til að verameð því og áður. Börn þurfa aðheyra það aftur og aftur hversu

mikils virði þau eru, sérstaklegaþegar foreldrarnir eru daprir,þreyttir eða óþolinmóðir. Einniger gott að foreldrarnir útskyri afhverju þeir eru til dæmis óþolin-móðari eða uppstökkari envenjulega.

Almennt talað eru bæði börnog fullorðnir í minna jafnvægi ogvanstilltari þegar eitthvað alvar-legt bjátar á. Jafnvel hversdags-legt verkefni eins og t.d. upp-þvottur getur leitt til rifrildis oghurðaskella.

Spurningar forvitinnaFyrir kemur að fullorðnir spyrjibörn veikra foreldra ónærgæt-inna spurninga um sjúkdóminnaf forvitni en ekki umhyggju. Viðþað geta börnin orðið hrædd og

10

ringluð, þar eð þau skortir þávitneskju og innsæi sem þarf tilað svara.

Það besta sem foreldrar getagert er að hjálpa barninu við aðbúa til svör sem hægt er að notavið slíkar kringumstæður. T.d.„pabbi minn er með krabbameinog fær sterk lyf sem gera hannsköllóttan og þreytulegan.Læknarnir gera allt sem þeirgeta til að hjálpa honum“.

Fari félagar barnsins að stríðaþví getur verið ráð að hjálpa þvítil að tala opinskátt um sjúk-dóminn og meðferðina.

Leikur hjálpar barninuMikilvægt er að börn fái tækifæritil að virkja sköpunargáfu sínameðan foreldrar þeirra eru veikir.Í leik láta börn í ljós tilfinningarsínar og gefa fullorðnum þannigfæri á að skilja hvað bærist innrameð þeim.

Lítil börn fara t.d. oft í læknis-leik. Brúður og börn gegna þáhlutverki sjúklinga, lækna oghjúkrunarfólks. Í leik fá þau útrásfyrir þær hugsanir sem erfitt erað koma orðum að. Leikir meðumbúðir, vökvapoka, slöngur ogsprautur (án nála) geta veriðómetanleg hjálp fyrir barn semer að vinna úr þeim erfiðu tilfinn-ingum sem sjúkdómurinn hefurvakið upp.

Einnig teikna börn oft myndirsem lysa nyrri aðstöðu fjölskyld-unnar. Í mörgum tilvikum getaþessar teikningar verið góð byrj-un á að tala við barnið.

Haldið venjulegum háttumBörnum er öryggi í því að lífiðhafi sinn vanagang eftir því sem við verður komið meðanforeldri er veikt. Hafið þó í hugaað jafnvel stuttur aðskilnaðurfrá hinum veika getur vakiðangist. Ekki er t.d. óvenjulegt aðbörn séu hrædd um að hannverði farinn þegar þau komaheim úr skólanum. Þegar umlífshættulegan sjúkdóm er aðræða getur barninu verið meiravirði að vera heima en t.d. aðfara í skólaferðalag. Þvingið ekkibarnið til að fara að heiman.Séu foreldrarnir hvíldarþurfi eroft betra að fá einhvern til aðkoma og aðstoða við að gætabarnsins.

Þegar foreldri er deyjandiSé faðir eða móðir dauðvona ermikilvægt að barnið geti veriðhjá þeim hinstu stundirnar. Ungbörn vilja gjarnan tjá ást sína ogumhyggju í verki, t.d. með þvíað gefa hinum veika myndir eðablóm. Með því fá þau mikilvægthlutverk innan fjölskyldunnar íumönnun foreldrisins. Mörgstálpuð börn vilja hjálpa til viðað hjúkra hinum veika.

Góðar minningar geta dregiðúr sársauka barnsins ef foreldriþess deyr. Það kann að verabarninu mikils virði að hinn veikiskrifi bréf, tali inn á seglulband(t.d. ævintyri) eða láti geramyndband þar sem hann talar tilbarnsins.

Börn þurfa að fá að kveðjadeyjandi ástvin, hvort sem um er

11

12

að ræða foreldri, systkini, afa,ömmu eða annan einstaklingsem þau elska. Þetta skiptirmiklu máli vegna úrvinnsluþeirra úr sorginni síðar. Þessvegna má alls ekki senda barniðí burtu síðustu dagana eðastundirnar, heldur verður það aðeiga kost á að vera viðstatt and-lát ef það vill það. Mikilvægt erað það hafi hjá sér einhvern full-orðinn sem það treystir.

Ef mögulegt er ætti kveðjuferl-ið að hefjast meðan hinn veiki erfær um að taka þátt í því. Hérhafa þeir sem annast hann ogaðrir fullorðnir aðstandendur þaðmikilvæga hlutverk að styðjabarnið og hjálpa því að finnabestu kveðjustundina.

Sorgin getur orðið mun erfiðariviðfangs þegar dauðsfallið berbrátt að en þegar barnið hefurhaft tíma til að undirbúa sig und-ir missinn. Mikil reiði getur búiðum sig hjá barni sem fær ekkertað vita. Verði foreldrið aftur frísktgeta börn og fullorðnir glaðst yfirþví saman.

Fullorðnir utanfjölskyldunnarÞegar alvarleg veikindi komaupp í fjölskyldu hafa börnin sér-staka þörf fyrir stuðning frástarfsfólki leikskólans, grunn-skólans eða öðrum fullorðnumsem eru því nákomnir. Algengter að þau vilji hlífa foreldrumsínum og þurfi þess vegna að

tala við aðra fullorðna sem þautreysta.

Sé hinn veiki einstætt foreldrier afar mikilvægt að fá góða að-stoð við að annast bæði barniðog foreldrið.

Börn í slíkri aðstöðu hafa oftmiklar áhyggjur af því hvaðverði um þau ef pabbi eðamamma deyr. Systkini gætu ótt-ast að vera skilin að. Sé sjúk-dómurinn ólæknandi er mikil-vægt að segja börnunum hvaðamöguleikar eru á verustað tildæmis að búa hjá hinu foreldr-inu, ættingjum, vinum eða áfósturheimili. Félagsmálastofn-anir, félagsráðgjafar og barna-verndarnefndir geta gefið góðráð og veitt aðstoð í þessumefnum.

Upplysingar til leikskólaog grunnskólaKennarar og leikskólakennararþurfa að fá skyrar upplysingarum sjúkdóminn og meðferðinatil að geta veitt barninu sembestan stuðning. Til dæmis þurfaþeir að vita hvenær veika for-eldrið er á sjúkrahúsi. Einniggætu þeir þurft að eiga svör viðbeinum spurningum barnsins,t.d. sagt því að hárið vaxi aftureftir lyfjameðferð eða að krabba-mein sé ekki smitandi.

Foreldrar geta annað hvortsjálfir rætt við kennarana eðabeðið starfsfólk sjúkrahússins,heimilislækninn eða heimahjúkr-unarfólkið að sjá um það.

Kennarar verða að ráðgast viðforeldrana um hvernig þeir skuli

13

tala við barnið um sjúkdóminnog hversu mikið eigi að segjaþví. Auk þess verða þau aðræða sín á milli hvort láta skulivini barnsins vita um breytta að-stöðu fjölskyldunnar. Stálpuðbörn eiga að fá að vera með í

ráðum um hvernig bekkjarsystk-inum verði sagt frá sjúkdómn-um. Iðulega óska þau eftir að sjáum það sjálf. Oft gefur góðaraun að leikskólakennari eðakennari komi í heimsókn ogræði þessi mál við fjölskylduna.

14

Það sem er mikilvægast að hafa í hugaþegar mamma eða pabbi fær krabbamein:

• Gefið ykkur tíma til að eiga saman notalegarstundir og snertast.

• Segið frá smátt og smátt og sleppið löngumútskyringum.

• Segið barninu aftur og aftur að þið elskið þaðog það eigi ekki neina sök á sjúkdómnum.

• Útskyrið að sjúkdómurinn geti gert pabba eðamömmu óþolinmóð og uppstökk.

• Leyfið barninu að tjá tilfinningar sínar – bæðigleði og reiði.

• Leyfið barninu að aðstoða og syna umhyggjuen íþyngið því ekki með hlutverki fullorðinna.Ekki hrósa því fyrir hugrekki.

• Gefið barninu tíma til að leika sér með vinumsínum og styðjið það til að tala um veikindinvið þá.

• Munið að börn eru ekki bara í þörf fyrir um-hyggju. Þau geta líka haft mikið að gefa fjöl-skyldu sinni sem glímir við veikindi.

15

MAMMA, PABBI, HVAÐ ER AÐ?

Fræðslurit Krabbameinsfélagsins

Byggt á Hvad fejler du far?,útg. af danska krabbameinsfélaginu

(Kræftens Bekæmpelse).Íslensk þyðing: Guðbjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi og fleiri.

Útgefandi: Krabbameinsfélag Reykjavíkur, 1999.Ábyrgðarmaður: Guðlaug B. Guðjónsdóttir.

Myndir: Nemendur í 5. bekk Kópavogsskóla 1996,Sigurður Þórir Ámundason (7 ára) ogÖrn Alexander Ámundason (9 ára).

Prentvinnsla: Oddi hf.

ÍtarefniAlex, Marleen og Benny: Afi og ég tölum saman um dauðann. Salt, 1984.Bragi Skúlason. Von. Bók um viðbrögð við missi. Hörpuútgáfan, 1992.Bragi Skúlason. Sorg barna. Kjalarnesprófastsdæmi, 1995.Dyregrov, Atle. Sorg hos barn. En håndbog for voksne. Sigma Forlag A/S,

Bergen, 1992.Edvardsson, Gudrun. Barn i sorg, barn i kris. Natur och kultur, Stockholm, 1985.Guðrún Alda Harðardóttir. Það má ekki vera satt. Mál og menning, 1997.Karl Sigurbjörnsson. Hvað tekur við þegar ég dey? Spurningar um kristna trú,

dauðann og eilífa lífið. Skálholtsútgáfan, 1993.Karl Sigurbjörnsson. Til þín sem átt um sárt að binda. Leiðsögn á vegi sorgarinnar,

2. útgáfa. Skálholtsútgáfan, 1995.Lindgren, Astrid. Bróðir minn Ljónshjarta. Mál og menning, 1984.Ólöf Helga Þór. Sorgin í skólanum. Ny menntamál, 2. tbl., 1995.Sigurður Pálsson. Börn og sorg. Skálholtsútgáfan, 1998.Skeie, Eyvind. Sumarlandið. Frásaga um von. Skálholtsútgáfan, 1995.

KrabbameinsfélagiðSkógarhlíð 8, Reykjavík. Sími 540 1900.Pósthólf 5420, 125 Reykjavík.www.krabb.is