Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016...

17
Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301 www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016 1 Laus störf Akranes Pósturinn 08.12.2016 Framhaldsskólakennarar - Fjölbrautaskóli Vesturlands - Akranes - 201612/1551 Starfatorg.is 1/12/2016 Framhaldsskólakennarar í málm- og rafiðngreinum Við Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi eru lausar til umsóknar 100% staða framhaldsskólakennara í rafiðngreinum og 75-100% staða framhaldsskólakennara í málmiðngreinum. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherra og stofnanasamningi skólans. Umsóknarfrestur er til 19. desember nk. og skulu umsóknir hafa borist skólameistara fyrir þann tíma. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Umsókn með upplýsingum um starfsferil, meðmæli og afritum af prófskírteinum skal senda til skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands,Vogabraut 5, 300 Akranes. Einnig er hægt að senda umsókn rafrænt á netfangið [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2017. Upplýsingar um starfið og starfsaðstæður veitir Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari í síma 433 2500. Á heimasíðu skólans, www.fva.is, er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Skólameistari LAUST STARF DEILDARSTJÓRA Í VALLARSELI AKRANESKAUPSTADUR.IS 01.12.16 Deildarstjóri óskast til starfa í leikskólann Vallarsel á Akranesi. Um er að ræða 100% starfshlufall sem er laust frá og með 1. janúar 2017. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara. Vallarsel er tónlistarleikskóli sem leggur líka áherslu á frjálsan leik og snemmtæka íhlutun í málörvun. Kjörorð leikskólans er: Syngjandi glöð í leik og starfi. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.: Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu

Transcript of Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016...

Page 1: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

1

Laus störf

Akranes

Pósturinn 08.12.2016

Framhaldsskólakennarar - Fjölbrautaskóli Vesturlands - Akranes - 201612/1551 Starfatorg.is 1/12/2016 Framhaldsskólakennarar í málm- og rafiðngreinum

Við Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi eru lausar til umsóknar 100% staða framhaldsskólakennara í

rafiðngreinum og 75-100% staða framhaldsskólakennara í málmiðngreinum.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherra og stofnanasamningi skólans.

Umsóknarfrestur er til 19. desember nk. og skulu umsóknir hafa borist skólameistara fyrir þann tíma. Ekki þarf að

sækja um á sérstökum eyðublöðum. Umsókn með upplýsingum um starfsferil, meðmæli og afritum af prófskírteinum

skal senda til skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands,Vogabraut 5, 300 Akranes. Einnig er hægt að senda umsókn

rafrænt á netfangið [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2017.

Upplýsingar um starfið og starfsaðstæður veitir Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari í síma 433 2500.

Á heimasíðu skólans, www.fva.is, er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Skólameistari

LAUST STARF DEILDARSTJÓRA Í VALLARSELI AKRANESKAUPSTADUR.IS 01.12.16 Deildarstjóri óskast til starfa í leikskólann Vallarsel á Akranesi. Um er að ræða 100% starfshlufall sem er laust frá og

með 1. janúar 2017. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og kennarasambands

Íslands vegna Félags leikskólakennara.

Vallarsel er tónlistarleikskóli sem leggur líka áherslu á frjálsan leik og snemmtæka íhlutun í málörvun. Kjörorð

leikskólans er: Syngjandi glöð í leik og starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.:

Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni

Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar

Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá

Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu

Page 2: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

2

Menntun og hæfniskröfur

Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf sem leikskólakennari áskilin

Reynsla af uppeldis- og kennslustöfum með ungum börnum

Færni og lipurð í mannlegum samskiptum

Jákvæðni og áhugasemi

Frumkvæði og vilji í starfi og faglegur metnaður

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Stundvísi og góð íslenskukunnátta

Hér er hægt að sækja um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins

að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 11. desember næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið

veitir Brynhildur Björg Jónsdóttir leikskólastjóri í tölvupósti á netfangið [email protected] eða í síma 433 1220.

Thai Santi ehf. Ræsting og aðstoðarkokkur - Cleaning and kitchen Vmst.is 22.11.2016

Thailenskur veitingastaður á Akranesi óskar eftir starfsfólki

Um 100% stöðugildi er að ræða. Starfið felst í aðstoð í eldhúsi og þrifum.

Umsækjendur þurfa að tala íslensku og / eða ensku.

Vinnutími er annars vegar frá kl. 08:00 - 16:00 og hinsvegar frá kl. 13:00 - 21:00.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda umsókn ásamt ferilskrá á netfangið: [email protected]

fyrir 31. desember 2016.

Thai restaurant in Akranes, West Iceland is seeking employees

The position is full time and the job includes help in kitchen and cleaning.

Applicants are required to speak English.

Work hours from 08:00 - 16:00 and from 13:00 - 21:00.

Please apply before December 31st by filling in an online application here: www.vinnumalastofnun.is/eures and put

"santi" in the field for employer.

Pósturinn 24.11.2016

Page 3: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

3

Framhaldsskólakennari í spænsku - Fjölbrautaskóli Vesturlands - Akranes -

201611/1506 23/11/2016

Framhaldsskólakennari í spænsku – Fjölbrautaskóli Vesturlands

Við Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi er laus til umsóknar 25-50% staða framhaldsskólakennara í spænsku.

Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í viðkomandi námsgrein og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherra og stofnanasamningi skólans.

Umsóknarfrestur er til 12. desember 2016 og skulu umsóknir hafa borist skólameistara fyrir þann tíma. Ekki þarf

að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Umsókn með upplýsingum um starfsferil, meðmæli og afritum af

prófskírteinum, skal senda til skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands,Vogabraut 5, 300 Akranes. Öllum

umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2017.

Upplýsingar um starfið og starfsaðstæður veitir Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari ([email protected]), í síma 433

2500.

Á heimasíðu skólans, www.fva.is, er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Skólameistari

Hvalfjarðarsveit

Snókur - Atvinna. Skessuhorn

Vegna aukinna verkefna leitum við að starfsfóki í þvottahús/ræstingar.

Upplýsingar gefur Hafdís í síma 899 4964 og á netfangið [email protected]

Borgarbyggð

Icelandair Hotel.

Óskum eftir starfsmanni í fullt starf í gestamóttöku á Icelanair Hótel Hamri. Skessuhorn.

Hæfniskröfur

Rík þjónustulund

Góð almenn tölvukunnátta

Góð samskiptahæfni

Sjálfstæði og metnaður í starfi

Hreint sakavottorð og yfir 25 ára.

Þú getur sótt um eða fengið frekari upplýsingar um starfið með því að senda tölvupóst á [email protected]

Umsóknarfrestur er til 17.desember.

Page 4: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

4

Ræsting Leikskólinn Andabær Hvanneyri (Borgarbyggd.is 01.12.2016) Ræsting Leikskólinn Andabær Hvanneyri

Leikskólinn Andabær Hvanneyri óskar eftir starfsmanni í ræstingar c.a. 10 klst. Á viku. Starfið er laust nú þegar.

Umsóknarfrestur er til 14. desember 2016.

Umsóknir skulu sendar rafrænt á [email protected]

Upplýsingar gefa stjórnendur í síma 433-7170 og í tölvupósti.

Sigurður Sigurjónsson, leikskólastjóri

Áslaug Ella Gísladóttir, aðstoðarleikskólastjóri

Andabær - Leikskólakennari 100% staða (Borgarbyggd.is 01.12.2016) Leikskólakennari 100% staða Leikskólinn Andabær Hvanneyri óskar eftir áhugasömum leikskólakennara til starfa. Staðan er laus nú þegar.

Umsóknarfrestur er til 14. desember 2016.

Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.

Hæfnikröfur:

Leikskólakennaramenntun

Færni í samskiptum

Frumkvæði í starfi

Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð

Stundvísi

Góð íslenskukunnátta

Umsóknir skulu sendar rafrænt á [email protected] Upplýsingar gefa stjórnendur í síma 433-7170 og í tölvupósti.

Sigurður Sigurjónsson, leikskólastjóri, Áslaug Ella Gísladóttir, aðstoðarleikskólastjóri

Pósturinn 24.11.2016

Laust starf hjá Slökkviliði Borgarbyggðar borgarbyggd.is 03.11.2016 Slökkvilið Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir starfskröftum í störf hlutastarfandi slökkviliðsmanna á

slökkvistöðinni í Borgarnesi.

Fyrir ráðningu er eftirfarandi.

Vera orðin fullra 20 ára. Búseta í Borgarnesi. Hreint 24 mánaða sakavottorð. Vera andlega og líkamlega hraustur.

Page 5: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

5

Hafa góða sjón, heyrn og rétt litarskyn. Aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið, mikill kostur þó ekki skilyrði Vera ekki haldin lofthræðslu né innilokunarkennd. Iðnmenntun eða sambærilegt nám mikill kostur, þó ekki skilyrði Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru konur jafnt sem karlar hvattar til þess að sækja um laus störf

hlutastarfandi slökkviliðsmanna hjá slökkviliði Borgarbyggðar. Öllum umsóknum verður svarað. Laun og launakjör

eru samkvæmt samningi Landssambands Slökkviliðs-og Sjúkraflutningamanna og Launanefndar Sveitarfélaga. Allar

nánari upplýsingar veitir Bjarni K Þorsteinsson, Slökkviliðsstjóri, Sími 862 6222, eða [email protected]

STUÐNINGSFJÖLSKYLDUR - STUÐNINGUR VIÐ BÖRN borgarbyggd.is 03.11.2016 Félagsþjónusta Borgarbyggðar leitar að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda. Hlutverkið felst í að

taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar

aðstæður.

Við leitum einnig að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn / unglinga nokkra tíma á viku – Hlutverkið

felst í t.d. aðstoð við heimanám, en fyrst og fremst uppbyggilegri samveru. Við leitum að fólki sem er fært um að

skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband

við félagsþjónustu Borgarbyggðar sími 433-7100,

netföng: [email protected], [email protected], [email protected] eða [email protected]

Dagforeldrar í Borgarbyggð borgarbyggd.is 03.11.2016 Dagforeldra vantar til starfa í Borgarbyggð.

Dagforeldrar starfa samkvæmt reglugerð nr. 907/2005, um daggæslu barna í heimahúsum.

Vakin er athygli á því að starfsemi dagforeldra er leyfisskyld. Fræðslunefnd Borgarbyggðar veitir leyfi. Sótt er um

leyfi hjá sviðsstjóra fjölskyldusviðs, Önnu Magneu Hreinsdóttur ([email protected] ). Nánari

upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér http://borgarbyggd.is/thjonusta/menntun/dagforeldrar/

Snæfellsbær Hempill ehf - Beitningamaður Vmst.is 11.11.2016

Hempill í Ólafsvík óskar eftir vönu beitningafólki til starfa. Tímabundin vinna..

Laun skv. kjarasamningi.

Nánari upplýsingar gefur Örn Alexandersson í síma 864-4459

Flokksstjóri - Vegagerðin - Ólafsvík - 201611/1496 21/11/2016 FLOKKSSTJÓRI - ÓLAFSVÍK Starf flokksstjóra hjá þjónustustöðinni í Ólafsvík er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða.

Starfssvið • Viðhald, þjónusta og nýbyggingar vega

• Ýmis vinna í starfsstöð Ólafsvík.

Menntunar- og hæfniskröfur • Almennt grunnnám

• Almenn ökuréttindi, meirapróf er æskilegt

• Vinnuvélaréttindi

• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt

• Góðir samstarfshæfileikar

Page 6: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

6

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum og í samræmi við mannauðsstefnu

Vegagerðarinar eru konur með umbeðnar hæfniskröfur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Starfsgreinasambands Íslands.

Umsóknarfrestur er til 12. desember 2016. Umsóknir berist mannauðsstjóra Vegagerðarinnar,

netfang [email protected]. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun

og hæfni sem óskað er eftir. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Mar Óskarsson s 522 1000 , [email protected]

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

jökull 10.11.2016

Grundarfjörður

Stykkishólmur

Stykkishólmspósturinn 07.12.2016

Page 7: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

7

Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016

Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016

Page 8: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

8

Dalabyggð

Auðarskóli - deildarstjóri á leikskóla dalabyggd.is 06.12.2016

Auðarskóli óskar eftir deildarstjóra á leikskóla til starfa. Staðan er laus frá og með 1. janúar.

Umsóknarfrestur er til 23. desember 2016.

Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu

deildarstjóra á leikskóla.

Hæfnikröfur eru

· leikskólakennaramenntun

· færni í samskiptum

· frumkvæði í starfi

· sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð

· stundvísi

· góð íslenskukunnátta

Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri Auðarskóla í síma 694 8615. Umsóknir berist

á netfangið [email protected]

mbl.is021216

Reykhólar

Page 9: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

9

Mosfellsbær Laus störf við Leirvogstunguskóla Mosfellsbaer.is 06.12.2016 12:30

MOSFELLSBÆR auglýsir eftir leikskólakennara og öðru starfsfólki til starfa við leikskólann Leirvogstungu

Mosfellsbæ á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar.

Leirvogstunguskóli er þriggja deilda nýlegur og framsækinn leikskóli með um 70 börnum á aldrinum 2-6 ára. Í

leikskólanum er unnið öflugt og skemmtilegt starf þar sem kærleikur og gleði ræður ríkjum. Við vinnum eftir

kennsluaðferðinni „Leikur að læra“ þar sem lögð er áhersla á markvissa og faglega kennslu í gegnum hreyfingu

og leik. Mörg spennandi verkefni framundan, m.a. erum við í Erasmus verkefni.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru

leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Fyrir áhugasama sem vilja slást í hópinn og vinna skemmtilegt starf í góðum vinnuanda.

Menntunar- og hæfnikröfur:

Leikskólakennaramenntun eða önnur háskólamenntun æskileg

Reynsla af sambærilegu starfi eða reynsla sem nýtist í starfi með börnum

Áhugi og metnaður fyrir að vinna með börnum er skilyrði

Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

Frumkvæði og sjálfstæði í starfi er æskilegt

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2016.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í

starfið skulu berast á netfangið [email protected]. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Björg Pálsdóttir, leikskólastjóri og Líney Ólafsdóttir,

aðstoðarleikskólastjóri í s: 586-8648. Um framtíðarstarf er að ræða.

Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og

viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Lausar stöður á leikskólanum Hlíð Mosfellsbaer.is 01.12.2016 11:24

MOSFELLSBÆR auglýsir stöðu leikskólakennara með deildarstjórn og leitar eftir almennu starfsfólki/

leiðbeinanda til starfa á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ.

Hlíð er um 80 barna leikskóli, staðsettur í friðsælu umhverfi með fallega náttúru allt um kring. Hlíð er „skóli á

grænni grein“ Áherslur í starf leikskólans eru vinátta, jákvæð samskipti og skapandi hugsun.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru

leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

Leikskólakennaramenntun eða önnur háskólamenntun æskileg

Reynsla af sambærilegu starfi eða reynsla sem nýtist í starfi með börnum

Áhugi og metnaður fyrir að vinna með börnum er skilyrði

Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

Frumkvæði og sjálfstæði í starfi er æskilegt

Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2016.

Page 10: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

10

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í

starfið skulu berast á netfangið [email protected]. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Halldórsdóttir, leikskólastjóri Hlíð í síma 566-7375.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og STAMOS stéttarfélags.

Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Lausar stöður á leikskólanum Huldubergi Mosfellsbaer.is 01.12.2016 11:20

MOSFELLSBÆR auglýsir stöðu leikskólakennara með deildarstjórn og leikskólakennara og/ eða leiðbeinanda til

starfa á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar.

Hulduberg er sex deilda leikskóli með um 100 börn. Deildir eru aldursblandaðar en mikið samstarf er milli deilda.

Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er

staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru

leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

Leikskólakennaramenntun eða önnur háskólamenntun æskileg

Reynsla af sambærilegu starfi eða reynsla sem nýtist í starfi með börnum

Áhugi og metnaður fyrir að vinna með börnum er skilyrði

Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

Frumkvæði og sjálfstæði í starfi er æskilegt

Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2016.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í

starfið skulu berast á netfangið [email protected]. Nánari upplýsingar um starfið Þuríður Stefánsdóttir, leikskólastjóri Huldubergs í síma 586-8170.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og

viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Annað Störf sem skráð eru hjá mbl.is visir.is starfatorg.is alfred.is job.is intellecta.is og vmst.is

Vaktstjóri óskast í Krónuna Árbæ. Krónan Rofabær 39, 110 Reykjavík alfred.is til 18.12.2016

Okkur vantar áreiðanlegan vaktstjóra í vinnu.

Góð laun eru í boði fyrir réttan einstakling. Viðkomandi verður að geta byrjað að vinna strax eftir áramót.

Vinnutími er önnur hver vika frá kl 07-16 og hin vikan á móti frá kl 13-21:30.

Page 11: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

11

Svo er unnin þriðja hver helgi frá kl 7-16 bæði laugardag og sunnudag.

Starfið felur í sér aðstoð við rekstur verslunar þar sem helstu verkefni eru:

* Þjónusta við viðskiptavini

* Verkstjórnun og þjálfun starfsfólks

* Ábyrgð og umsjón með fjármunum

* Vinna við undirbúning og framkvæmd vikutilboða

* Almenn verslunarstörf

Hæfniskröfur:

* Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

* Tölvukunnátta til að leysa dagleg verkefni í Outlook og Excel

* Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund

* Aldurstakmark er 20 ára

* Hreint sakarvottorð

Nánari upplýsingar gefur Pálmi Pálmason verslunarstjóri í netfanginu [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 18.desember 2016

Ráðagóður ehf - Akstur og leiðsögn erlendra ferðamanna. Vmst.is 07.12.2016

Ört vaxandi fyrirtæki í ferðaþjónustu leitar að starfsfólki við akstur og leiðsögn erlendra ferðamanna

(ökuleiðsögn).

Hæfniskröfur:

Mjög góð kunnátta í ensku.

Reynsla af starfi í ferðaþjónustu.

Góð kunnátta af landi og þjóð.

Reynsla af leiðsögn og ferðamennsku kostur, áhugi á leiðsögn og ferðamennsku skilyrði.

Rútupróf æskilegt en áhugi og geta til að taka rútupróf skilyrði

Umsóknarfrestur er til 16. janúar 2017. Vinsamlegist sendið umsóknir á ensku á netfangið [email protected]. Í

boði er mjög áhugavert starf sem býður upp á mikla framtíðarmöguleika.

Ráðgjafi varahluta og þjónustu fyrir Ford. Brimborg Bíldshöfði 4-6, 110 Reykjavík

Brimborg óskar eftir að ráða starfsmann í þjónustumóttöku fyrir Ford að Bíldshöfða 6 í Reykjavík.

Stutt lýsing á starfi

Ráðgjöf til innri og ytri viðskiptavina varðandi kaup á varahlutum og þjónustu

Móttaka viðskiptavina í sal, síma og á vef

Page 12: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

12

Hæfniskröfur

Framhaldsskólapróf/iðnmenntun sem nýtist fyrir starfið

Almennur áhugi og þekking á bílum

Gilt bílpróf

Framúrskarandi þjónustulund

Almenn tölvuþekking

Vinnutími er frá frá 07:45 -17:00 virka daga og einstaka laugardaga frá 11:30-16:15. Viðkomandi þarf að geta

hafið störf sem fyrst.

Sæktu um á brimborg.is fyrir 12. desember

Járnaverk ehf. Járnabindingar / Installation of binding wire. Vmst.is 07.12.2016 Verktaki óskar eftir starfsmönnum í járnabindingar. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af járnabindingum, vera

duglegir, samviskusamir og reglusamir.

Mikil vinna, 8-17 plús yfirvinna.

Tungumálakunnátta: Íslenska, enska, rússneska, lettneska eða litháenska.

Laun skv. kjarasamningum.

Atvinnurekandi getur útvegað húsnæði.

Umsóknarfrestur er til og með 31.desember 2016

Áhugasamir sendi tölvupóst á netfangið: [email protected]

A construction company in the Reykjavik area needs workers for installation of binding wire. Applicants must

have experience of wire binding, be hard working, conscientious and orderely.

Lot of work, 8-17 plus overtime.

Must speak one (or more) of the following languages: Icelandic, English, Russian, Latvian or Lithuanian.

Salary according to collective agreements.

Employer can provide housing.

Please apply before December 31th by filling in an online application form

at www.vinnumalastofnun.is/eures and put "jarna" in the field for employer.

Skálatúnsheimilið – Stuðningsfulltrúi Vmst.is 06.12.2016

Starfsmaður óskast til starfa í dagþjónustu Skálatúns. Um er að ræða 90% stöðu. Staðan er laus 2. janúar.

Um er að ræða vinnu-og tómstundatilboð fyrir fólk með fötlun. Fjölbreytt og spennandi verkefni í samvinnu við

góðan starfsmannahóp. Karlar jafnt sem konur eru hvött til þess að sækja um starfið.

Frekari upplýsingar veitir Helga Rut Sigurðardóttir í síma 5306607/ [email protected] eða Anna Kristín í síma

5306603/ [email protected]

Page 13: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

13

Stjórnandi óskast - Íslandspóstur Sólvallagata 79, 101 Reykjavík alfred.is til 151216

Íslandspóstur leitar að stjórnanda til að sjá um rekstur á einni af dreifingastöðvum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu.

Helstu verkefni:

Daglegur rekstur stöðvarinnar

Starfsmannamál

Áætlanagerð

Skipulag og breytingar vinnsluferla

Menntun/hæfni :

Háskólamenntun á sviði reksturs /eða mannauðsmála æskileg

Tölvukunnátta

Góð enskukunnátta, önnur tungumál kostur

Frábær í mannlegum samskiptum

Íslandspóstur er með Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC 2016 og hvetur jafnt konur sem karla til sækja um

starfið. Nánari upplýsingar um starfið gefur Guðmundur Karl í síma 580-1000 eða [email protected]

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2016 - Umsóknir skal senda á umsóknarvef á www.postur.is

Sölumaður í verslun - Álfaborg ehf Skútuvogur 6, 104 Reykjavík alfred.is til 12.12.2016

Við hjá Álfaborg leitum að nýjum sölummanni í verslun okkar að Skútuvogi 6. Viðkomandi þarf að geta hafið

störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 9.00-18.00 virka daga og annanhvern laugardag frá 10.00-14.00 yfir veturinn.

Starfssvið

Sala til viðskiptavina

Framsetning vöru

Umsjón með vöruflokkum

Menntunar- og hæfniskröfur

Góð þekking á sölumennsku

Menntun sem nýtist í starfi

Einhver þekking á gólfefnum kostur

Hæfni í samskiptum

Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi

Álfaborg er sérhæfð gólfefnvöruverslun þar sem þú færð allt á gólfið á einum stað. Viðskiptavinir eru

einstaklingar, verktakar, fagmenn og endursöluaðilar. Í haust fögnuðum við 30 ára afmælinu okkur.

Page 14: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

14

Starfsmaður í kynningar -Norðanfiskur ehf Tangarhöfði 3, 110 Reykjavík alfred.is til 15.12.2016

Norðanfiskur leitar að brosmildum og hressum aðila í kynningar á vörum fyrirtækisins í verslunum

Hlutverk og ábyrgð

• eldun og kynning á vörum

• Þrif og tiltekt

• uppsetning bása

• Tilfallandi störf í samráði við sölustjóra

Hæfiniskröfur

• Aldur 25+

• framúrskarandi samskipta hæfileikar

• Íslensku kunnátta

• Sjálfstæði, frumkvæði og stundvísi

• Líkamleg hreysti, snyrtimennska

• geta unnið undir álagi

• Þjónustulund, jákvæðni og samviskusemi

Norðanfiskur er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í áframvinnslu sjávarafurða í stóreldhús- og

neytendapakkningar.

Vinnutími er 14:00-19:00 alla virka daga

Nánari upplýsingar um starfið veitur Oddur Smári Rafnsson í síma 820 4216 eða [email protected]

mbl.si til 15 feb.2016

Page 15: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

15

Bílstjóri - Fullt starf Bílanaust Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík alfred.is til 16.12.2016

DRIFKRAFTUR ÓSKAST

Bílanaust leitar að ábyrgðarfullum, duglegum og jákvæðum ökuþór til starfa við útkeyrslu á varahlutum og öðru

tilfallandi á Reykjavíkursvæðinu. Um er að ræða framtíðar ráðningu og hentar starfið báðum kynjum. Vinnutími er frá kl.08.00 til 17.00

Hæfniskröfur:

Bílpróf

Góð framkoma og þjónustulund nauðsynleg

Áreiðanleiki og jákvæðni nauðsynleg

Almenn þekking og áhugi á bílum og bílavörum æskileg.

Umsóknum ásamt meðmælum skal skilað á [email protected]. msóknarfrestur er til og með 16. desember

2016. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Starfsmaður í framleiðslu Norðanfiskur ehf Tangarhöfði 3, 110 Reykjavík alfred.is til

15.12.2016

Norðanfiskur leitar að öflugum og hressum aðila í pökkun og framleiðslu

Hlutverk og ábyrgð

• Pökkun á vöru

• Þrif og tiltekt

• Tiltekt á vörum

• Tilfallandi störf

Hæfiniskröfur

• Aldur 20+

• Hreint sakavottorð

• Íslensku eða ensku kunnátta

• Sjálfstæði, frumkvæði og stundvísi

• Líkamleg hreysti, snyrtimennska

• geta unnið undir álagi

• Þjónustulund, jákvæðni og samviskusemi

Norðanfiskur er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í áframvinnslu sjávarafurða í stóreldhús- og neytendapakkningar.

Vinnutími er 08:00-16:00 alla virka daga. Nánari upplýsingar um starfið veitur Oddur Smári Rafnsson í síma 820 4216 eða [email protected]

Bílstjóri - Norðanfiskur ehf Tangarhöfði 3, 110 Reykjavík alfred.is til

Norðanfiskur leitar að öflugum og hressum Bílstjóra í dreifingu á vörum í verslanir og veitingastaði.

Hlutverk og ábyrgð

Page 16: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

16

• Dreifing og afhending pantana

• Samskipti við viðskiptavini

• Tiltekt á vörum

• Tilfallandi störf

Hæfniskröfur

• Aldur 25+

• Hreint sakavottorð

• Bílpróf

• Íslensku eða ensku kunnátta

• Sjálfstæði, frumkvæði og stundvísi

• Líkamleg hreysti, snyrtimennska

• geta unnið undir álagi

• Þjónustulund, jákvæðni og samviskusemi

Vinnutími er 08:00-16:00 alla virka daga.

Norðanfiskur er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í áframvinnslu sjávarafurða í stóreldhús- og

neytendapakkningar. Nánari upplýsingar um starfið veitur Oddur Smári Rafnsson í síma 820 4216 eða

[email protected]

Page 17: Forsíða | Vinnumálastofnun - Akranes · 2016. 12. 9. · Stykkishólmspósturinn 01.12.2016 Stykkishólmspósturinn 24.11.2016 Mbl.is til 31.12.2016 Stykkishólmspósturinn 10.11.2016.

Vinnumálastofnun Vesturlandi Stillholti 18, 300 Akranes Sími 515-4800 (þjónustuver) Fax 430-5301

www.vinnumalastofnun.is [email protected] 9. desember 2016

17

visir.is 15.12.2016

Alfred.is til 15.12.2016

Álnabær. Uppsetn. gardína/ blinds installation Vmst.is 15.11.2016

Álnabær óskar eftir reynslumiklum starfsmanni í uppsetningar á rafmagnsgardínum.

Óskað er eftir starfsmanni sem hefur þekkingu og reynslu af samsetningu og uppsetningu á

rafmagnsgardínum af gerð AE10 og PE10 til 80.

Gerð er krafa um íslensku og / eða enskukunnáttu.

Vinnutími: 08:00-17:00

Laun eru skv. ákvæðum gildandi kjarasamninga og samkomulagi.

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið: [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 13. desember 2016.

A company in Reykjavík Iceland is seeking experienced worker in blinds and curtain installation.

Applicants must have knowledge and experience from, assembling and installing motorized blinds and curtains.

specifically types AE10 and PE10 to 80.

Work hours : 08:00 -17:00.

Wages according to collective agreements in Iceland.

Room is not available for employee.

Applicants are required to speak English.

Please apply before desember 13th by filling in an online application here: www.vinnumalastofnun.is/eures and

put "blinds" in the field for employer.