Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production...

46
Hugvísindasvið Er eitthvað í þig spunnið? Er hægt að greina formgerðarfræðilega þróun snældusnúða á Íslandi frá landnámi til ársins 1300? Ritgerð til BA-prófs í fornleifafræði Ármann Dan Árnason Maí 2015

Transcript of Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production...

Page 1: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

Hugvísindasvið

Er eitthvað í þig spunnið?

Er hægt að greina formgerðarfræðilega þróun snældusnúða á

Íslandi frá landnámi til ársins 1300?

Ritgerð til BA-prófs í fornleifafræði

Ármann Dan Árnason

Maí 2015

Page 2: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang
Page 3: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

Háskóli Íslands

Hugvísindasvið

Fornleifafræði

Er eitthvað í þig spunnið?

Er hægt að greina formgerðarfræðilega þróun snældusnúða á

Íslandi frá landnámi til ársins 1300?

Ritgerð til BA-prófs í fornleifafræði

Ármann Dan Árnason

Kt.: 040481–3119

Leiðbeinandi: dr. Steinunn Kristjánsdóttir

Maí 2015

Page 4: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

1

Ágrip

Í þessari ritgerð er reynt að varpa ljósi á hvort formgerðarfræðileg þróun hafi átt sér stað

á íslensku snældusnúðunum frá landnámi til ársins 1300. Í upphafi er farið yfir

aðferðafræði og takmarkanir sem notaðar voru við þessa rannsókn og farið stuttlega yfir

erlenda og innlenda rannsóknarsögu. Þá er farið yfir mikilvægi snældusnúðsins fyrir

landsmenn á fyrri öldum og fjallað um formgerðarfræði hans og hvernig

flokkunarkerfin, sem notuð voru við þessa rannsókn urðu til og þau útskýrð. Sagt er frá

hvað kom út úr rannsóknum á snældusnúðum frá Bryggen-, Kaupangs-, Coppergate-,

Birka og Hedeby fornleifarannsóknunum. Rannsóknarstaðirnir sem teknir voru fyrir í

þessari rannsókn eru taldir upp og greint frá því í hvaða flokka þeir féllu sem og útkomu

úr mælingum á þeim. Taldir eru upp aðrir snældusnúðar eins og þeir sem komu úr

kumlum og þeir sem voru gerðir úr blýi. Síðan er fjallað um þann efnivið, bæði

innlendan og erlendan, sem var mest notaður við snældusnúðagerð hér á landi en einnig

stuttlega fjallað um annan efnivið. Að lokum er farið yfir úrvinnslu rannsóknar og

niðurstöður kynntar.

Page 5: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

2

Formáli:

Ég vil þakka öllum þeim sem aðstoðuðu mig við skrif þessarar ritgerðar. Fyrst ber að

nefna leiðbeinanda minn, dr. Steinunni Kristjánsdóttur fyrir gagnlegar ábendingar og

ráð í hvívetna. Fyrir þá aðstöðu sem ég hafði á Fornleifastofnun Íslands, aðgang að

gagnasöfnum og bókasafni og þá sérstaklega Guðrúnu Öldu Gísladóttur fyrir alla aðstoð

ber einnig að þakka sem og Fornleifafræðistofunni og þá Bjarna F. Einarssyni fyrir

afnot af aðstöðu, aðstoð við gagnaöflun, aðgang að gagnasöfnum og bókasafni

stofunnar sem og spjalli yfir góðum kaffibolla. Þjóðminjasafn Íslands léði mér einnig

vinnuaðstöðu, aðstoð og aðgang að gögnum og hjálpsemi Ármanns Guðmundssonar.

Anna Lísa Guðmundsdóttir á þakkir skildar fyrir hjálpina í gripageymslum

Árbæjarsafns og Jón Páll Björnsson hjá Reykjavík 871±2 fyrir liðsemd við skoðun gripa

hjá þeim. Ekki má gleyma systur minni Hólmfríði Árnadóttur og föður mínum Árna

Dan Ármannssyni fyrir yfirlestur á ritgerð, gagnlegar ábendingar og hvatningu á þeim

stundum sem mér fannst ekki tiltölulega mikið í mig spunnið. Móður minni Jennýju

Jóakimsdóttur þakka ég fyrir barnagæslu meðan á ferlinu stóð og að lokum vil ég þakka

eiginkonu minni Maríu Óskarsdóttur fyrir þolinmæði, stuðning og að halda öllu saman

meðan ég var að heiman við skoðun á gripum og skriftir.

Page 6: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

3

Efnisyfirlit

1. Inngangur ................................................................................................................ 5  

2. Aðferðir .................................................................................................................. 6  

2.1 Takmörkun ........................................................................................................ 8  

3. Rannsóknarsaga ...................................................................................................... 9  

3.1 Erlent efni ......................................................................................................... 9  

3.2 Innlent efni ........................................................................................................ 9  

4. Mikilvægi snældusnúðsins ................................................................................... 11  

5. Formgerðarfræði snældusnúðsins ......................................................................... 14  

5.1 Øye-Bryggen ................................................................................................... 14  

5.2 Øye-Kaupangur .............................................................................................. 16  

5.3 Walton Rogers-York ....................................................................................... 17  

6. Birka og Hedeby ................................................................................................... 19  

7. Rannsóknarstaðir .................................................................................................. 20  

7.1 Aðalstræti 14–16 ............................................................................................. 20  

7.2 Alþingisreiturinn/Kirkjustræti 8 ..................................................................... 20  

7.3 Goðatættur ...................................................................................................... 21  

7.4 Granastaðir .................................................................................................... 22  

7.5 Hofstaðir í Mývatnssveit ................................................................................. 22  

7.6 Hólmur í Nesjum ............................................................................................. 23  

7.7 Hrísheimar ...................................................................................................... 23  

7.8 Hvítárholt ........................................................................................................ 24  

7.9 Ísleifsstaðir ..................................................................................................... 24  

7.10 Reykholt ........................................................................................................ 24  

7.11 Suðurgata 3–5 ............................................................................................... 25  

7.12 Sveigakot ....................................................................................................... 25  

7.13 Vatnsfjörður .................................................................................................. 26  

7.14 Vogur í Höfnum ............................................................................................ 26  

8. Aðrir snældusnúðar ............................................................................................... 27  

8.1 Kuml ................................................................................................................ 27  

8.2 Snældusnúðar úr blýi ...................................................................................... 28  

9. Efniviður snældusnúða ......................................................................................... 30  

9.1 Innlendur steinn .............................................................................................. 30  

9.2 Innfluttur steinn .............................................................................................. 30  

Page 7: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

4

9.3 Annað efni ....................................................................................................... 31  

10. Úrvinnsla ............................................................................................................ 32  

11. Niðurstöður ......................................................................................................... 36  

Heimildaskrá ............................................................................................................. 37  

Myndaskrá ................................................................................................................ 42  

Töfluskrá ................................................................................................................... 43  

Viðaukar ................................................................................................................... 43  

Page 8: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

5

1. Inngangur Ein af þeim spurningum sem fornleifafræðingar reyna að svara við fornleifarannsóknir

er frá hvaða tíma fornleifarnar eru. Hér á Íslandi eru þeir svo „heppnir“ að eldfjöll gjósa

nokkuð reglulega og hafa menn í gegnum aldirnar ritað þessa atburði í annála. Einnig

hafa fræðimenn á þessari og síðustu öld verið ötulir við að greina gjósku og geta nú

greint úr hvaða eldstöð og frá hvaða tíma gjóskan er með nokkurri nákvæmni. En þó að

gjóskulög séu mikið notuð af fornleifafræðingum hér á landi við aldursgreiningar eru

þau ekki alltaf til staðar. Þá geta fornleifafræðingar notað formgerðarfræði gripa til að

aldursgreina fornleifar, auk annarra aðferða. Snældusnúðar finnast mjög oft við

fornleifauppgrefti hér á landi en því miður hefur ekki verið hægt að nota þá til

aldursgreininga á fornleifunum eins og er með suma aðra gripi vegna þess að

formgerðarfræði þeirra er ekki þekkt. Það er því markmiðið með þessari rannsókn að

athuga hvort sé hægt að sýna fram á þróun snældusnúða hér á landi frá landnámi til

ársins 1300 og búa um leið til formgerðarfræðilega seríu um þróunina. Þetta verður gert

með því að bera saman útlit snældusnúða sem fundist hafa hér á landi við

formgerðarfræði Ingvild Øye á snældusnúðum, bæði frá Bryggen uppgreftrinum í

Bergen og Kaupangsuppgreftrinum í Noregi. Einnig verða snældusnúðarnir bornir

saman við formgerðarfræði sem var gerð af Penelope Walton Rogers frá Coppergate

uppgreftinum í York á Englandi og til að athuga hvort hægt sé að greina tímatalslega

þróun á íslensku snældusnúðunum út frá því. Ennfremur verður efnið sem

snældusnúðarnir eru gerðir úr skoðað og þá aðallega hið innflutta kléberg (e. steatite).

Page 9: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

6

2. Aðferðir Við upphaf rannsóknar var fyrst leitað í heimildum frá þeim rannsóknarstöðum sem

teknir eru fyrir og skoðað hvar gripirnir fundust innan þeirra. Samhliða því var notast

við Sarp – menningarsögulegt gagnasafn og skrá um jarðfundna snældusnúða sem

fengin var frá Þjóðminjasafni Íslands. Eftir það var farið í gegnum gripasöfn í

geymslum: Borgarsögusafns Reykjavíkur, Reykjavík 871±2, Fornleifafræðistofunnar,

Fornleifastofnunar Íslands, Víkingaheima og Þjóðminjasafns Íslands.

Öll sérheiti sem notuð eru við lýsingu á snældu og snældusnúð eru fengin úr

NORM sem er nafnaskrá um norræna miðaldahluti. Allir snældusnúðarnir sem voru

hluti af rannsókninni voru vigtaðir, myndaðir, þvermálsmældir, hæðamældir, þá

augnvídd var mæld og ljósmyndir teknar, bæði ofan frá og frá hlið. Einnig var útlit

þeirra, líkt og áður gat, borið saman við formgerðarfræði Øye (Bryggen) og Walton

Rogers (York) og þeir settir í þá flokka sem best átti við. Allar nýjar upplýsingar sem

fengust út úr þessum mælingum á gripunum í varðveislu Þjóðminjasafnsins,

Borgarsögusafnsins og Reykjavík 871±2 voru settar inn í Sarp - menningarsögulegt

gagnasafn.

Allar upplýsingar, hvort sem voru mælingar eða heimildir voru settar í excel

skjal, nokkurs konar gagnagrunn, sem var hannaður við gerð þessarar ritgerðar og fylgir

í viðauka. Til að mæla þvermál, hæð og augnvídd var notast við stafrænt skífmál en

stafræn vog var notuð til að mæla þyngd snældusnúðanna. Upplýsingar þær sem settar

voru í gagnagrunninn voru:

• Fundarnúmer – númer sem gripirnir fengu við fund á uppgraftarstað eða hjá

Þjóðminjasafni Íslands.

• Aldursgreiningaaðferðir – þær aðferðir sem notaðar voru við rannsókn.

• Uppgraftaár

• (H)eill eða (B)rotinn – merkt H fyrir heilann og B fyrir brotinn.

• Fjöldi – hve margir snældusnúða undir sama fundarnúmeri.

• Efni – það efni sem snældusnúðurinn var búinn til úr t.d. steinn og þá hvernig

steintegund, blý eða bein.

• Lýsing – útlitslýsing á snældusnúðnum.

• Bryggen - skráð í hvaða flokk snúðurinn sé samkvæmt Øye.

• York - skráð í hvaða flokk snúðurinn sé samkvæmt Walton Rogers.

• Skreyttur/rúnir – skráð hvort og þá hvernig/hvaða skreyti eða rúnir eru á

Page 10: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

7

snældusnúðnum.

• Þvermál - þvermál snældusnúðar/brots í cm.

• Hæð - hæð snældusnúðari/brots í cm.

• Augnvídd – augnvídd snældusnúðar í cm.

• Þyngd – þyngd snældusnúðar/brots í g.

• Aldur – frá hvaða tíma snældusnúðurinn er talinn vera.

• Fundarsamhengi - nafn, númer eða lýsing lags sem snældusnúðurinn fannst í.

• Fundarstaður – sá staður sem snældusnúðurinn fannst á.

• Byggðarheiti – sú byggð sem snældusnúðurinn fannst í.

• Núverandi sveitarfélag – núverandi nafn sveitarfélagsins þar sem hann fannst.

• Varðveislustaður – sá staður sem snældusnúðurinn er nú varðveittur.

• Ritaðar heimildir – þær heimildir sem tengjast fundi snældusnúðsins.

• Bls. í heimildum – blaðsíðutal heimilda.

• Aðrar heimildir – munnlegar heimildir, óútgefnar heimildir og vefsíður.

• Uppgraftarstjóri – sá sem stýrði uppgreftri á fundarstað.

• Finnandi - oft er það ekki skráð í heimildum.

• Skráningaraðili - í þessu tilviki er það höfundur.

• Mynd – skráð já eða nei við því hvort mynd sé til af snældusnúðnum.

• Annað - er eitthvað annað sem höfundi þyki þurfa að koma fram

• Mannvirki - í hvernig mannvirki fannst gripurinn (þær upplýsingar gætu kannski

komið að notkun í framtíðarrannsóknum)

• Skoðaður af ÁDÁ – skráð já eða nei (höfundi en allir snældusnúðar voru

skoðaðir af höfundi).

Sem fyrr segir voru allir snældusnúðarnir, hvort sem þeir voru heilir eða brotnir,

mældir og vigtaðir. Ef ekki var unnt að mæla mesta þvermál, mestu hæð eða augnvídd

þá voru þessar mælingar ekki taldar upp í texta né í viðauka I (Snældusnúðaskrá) en í

honum eru myndir og upplýsingar um hvern snældusnúð. Hið sama á við um þyngd

snældusnúðanna/brotanna; allt var vigtað en aðeins birtist í texta og viðauka þyngd

heilla snældusnúða. Allar upplýsingarnar voru þó skráðar í gagnagrunninn sem hægt er

að leita í ef þurfa þykir. Höfundur notar orðið horn þegar erlendar heimildir notast við

enska orðið „Antler“ (hreindýrshorn eða hjartarhorn). Þegar tekið er fram að fundist

hafa X margir snældusnúðar þá er átt við að fundist hafa X margir snældusnúðar sem

falla inn í það tímabil sem verið er að fjalla um.

Page 11: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

8

2.1 Takmörkun

Til að vinna góða formgerðarfræði er nauðsynlegt að vita frá hvaða tíma gripirnir eru og

því voru eingöngu skoðaðir jarðfundnir snældusnúðar sem hafa verið aldursgreindir.

Staðarval einkenndist af stöðum sem voru frá því tímabili sem féll innan þess ramma

sem settur hafði verið, rannsókn væri lokið eða vel á veg komin og niðurstöður

aðgengilegar. Þrátt fyrir þessar takmarkanir, komu margir staðir til greina þar sem

snældusnúðar hafa fundist og því var tekið nokkurs konar slembi úrtak af

rannsóknarstöðunum. Þess skal þó getið, að aðeins hafa fundist átta snældusnúðar úr

blýi hér á landi og var þá gerð undantekning á reglunni um jarðfundna gripi því einn af

þessum snældusnúðum var lausafundur. Var ákveðið að hafa hann með í rannsókninni

en snældusnúðurinn var þó ekki tekinn inn í neina útreikninga.

Hafa skal í huga að varðveisluskilyrði fyrir fornleifar, eins og t.d. úr lífrænum

efnum (viði og beini), eru misgóð eftir jarðvegi og því getur það skekkt tölfræðilegar

niðurstöður þegar litið er til þess hvaða efni var mest notað. Þess má einnig geta að

fræðimenn hafa haldið því fram að snældusnúðar úr viði hafi tekið við af snældusnúðum

úr steini og að þeir séu því frá seinni tímum (Kristján Eldjárn, 2000, bls. 400).

Ekki reyndist unnt að rannsaka fjóra af þeim fimm snældusnúðum sem fundist

hafa í kumlum þar sem þeir eru til sýningar á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. Voru

þeir því aðeins skoðaðir með það að markmiði að setja þá í flokka en ekki var unnt að

mæla þá né vigta.

Page 12: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

9

3. Rannsóknarsaga 3.1 Erlent efni

Í ritinu Textile equipment and its working environment í ritröðinni The Bryggen papers

frá 1988 fjallar Ingvild Øye meðal annars um snældusnúða frá fornleifarannsóknunum

sem fram fóru í Bergen í Noregi. Út frá þessum rannsóknum bjó Øye til

formgerðarfræði fyrir snældusnúða sem betur verður fjallað um í kaflanum

Formgerðarfræði snældusnúðsins (Øye 1988, bls. 14). Penelope Walton Rogers ritar

um snældusnúða í bókinni Textile Production at 16–22 Coppergate sem kom út árið

1997 og er í bókaflokknum The Archaeology of York. Walton Rogers gerði sömuleiðis

formgerðarfræði fyrir snældusnúða frá uppgreftinum í York en sagt verður betur frá því

í kaflanum Formgerðarfræði snældusnúðsins (bls. 14).

Eva Andersson skýrir frá rannsóknum sínum um verkfæri fyrir textílframleiðslu

í bók sinni Tools for Textile Production from Birka and Hedeby sem er í ritröðinni Birka

Studies sem kom út árið 2003. Þar gerir hún grein fyrir þeim snældusnúðum sem

fundust við fornleifarannsóknir bæði frá Birka og Hedeby sem nánar verður kveðið á

um í kaflanum Birka og Hedeby (bls. 19). Þá fjallar Øye meðal annars um snældusnúða

í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and

Inhabitants in viking-age Kaupang í ritröðinni Kaupang Excavation Project publication

frá 2011.

3.2 Innlent efni

Jónas Jónasson frá Hrafnagili skrifar fyrstur fræðimanna um snældusnúða og lýsir því

hvernig þeir voru notaðir í bók sinni Íslenzkir þjóðhættir sem fyrst kom út árið 1934. Þá

lýsir Inga Lárusdóttir meðal annars því hvernig snældusnúðar voru notaðir í kaflanum

Vefnaður, prjón og saumur í bókinni Iðnsaga Íslands frá árinu 1943. Kristján Eldjárn

skrifar einnig lítillega um snældusnúða hér á landi í ritum sínum og má þar nefna grein

hans Kléberg á Íslandi sem birtist í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1949–50 en þar

fjallar hann um þá klébergs snældusnúða sem fundist höfðu á Íslandi. Þá ritaði Kristján

um þá snældusnúða sem hafa fundist í kumlum hér á landi í bók sinni Kuml og haugfé

úr heiðnum sið á Íslandi sem fyrst kom út árið 1956.

Amanda Forster hjá Háskólanum í Bradford á Englandi, rannsakaði verslun með

kljásteinsgripi við Norður-Atlantshafið og þar með talið snældusnúða úr klébergi. Þeir

snældusnúðar sem hún skoðaði fundust við fornleifarannsóknir við Suðurgötu 3–5 og

Page 13: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

10

Viðey. Við rannsókn sína komst hún að þeirri niðurstöðu að flestir snældusnúðarnir frá

Suðurgötu 3–5 pössuðu við aldursgreiningu úr fornleifarannsókn Else Nordahl (sjá kafla

7.11) eða að þeir væru frá víkingaöld. Þessa aldursgreiningu fékk hún með því að bera

snældusnúðana við formgerðarfræði sem Walton Rogers þróaði og er kallað „York

flokkunarkerfi“ (e. York model), en nánar verður fjallað um York flokkunarkerfið í

kaflanum Formgerðarfræði snældusnúðsins (bls. 14). Forster vildi einnig meina að þar

sem svo margir snældusnúðar hefðu fundist þarna úr klébergi, gæti það verið vísbending

um endurnýtingu á brotnum ílátum og að slíkt hafi ekki verið óalgengt í samfélögum á

Norður-Atlantshafssvæðinu. Forster fjallar þó lítið um snældusnúðana frá Viðey í

þessari grein sinni (Forster, 2004, bls. 17–20).

Foster fjallaði einnig um klébergsgripi í bókinni Hofstaðir: Excavations of a Viking age

feasting hall in north-eastern Iceland. Þar fundust sjö gripir úr klébergi, sex

snældusnúðar og eitt brot úr íláti. Foster (2009, bls. 298–301) áætlaði að þrír af þeim

sex snældusnúðum sem þar fundust væru endurnýttir úr klébergsílátum.

Loks skrifaði Guðrún Alda Gísladóttir um snældusnúða gerða úr blýi sem

fundist hafa hér á landi í bókinni Upp á yfirborðið: Nýjar rannsóknir í íslenskri

fornleifafræði frá árinu 2011. Guðrún Jóna Þráinsdóttir fjallaði ennfremur lítillega um

snældusnúða í ritgerð sinni til BA-prófs í fornleifafræði, Steinar í íslenskri

fornleifafræði frá árinu 2011. Fór hún meðal annars yfir aðferðir við spuna. Fjallaði hún

aðallega um þá snældusnúða sem fundust í Bryggen uppgreftrinum í Bergen í Noregi en

segir ennfremur stuttlega frá nokkrum fundarstöðum þeirra hér á landi.

Page 14: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

11

4. Mikilvægi snældusnúðsins Til að sýna fram á mikilvægi snældusnúðsins verður að segja frá vaðmálinu sem var ein

helsta verslunarvara og gjaldmiðill Íslendinga á miðöldum. Á 11. öld virðist sem silfur,

sem áður hafði verið aðal gjaldmiðill Íslendinga, hafi nánast horfið og vaðmálið tekið

við sem helsti gjaldmiðill hérlendis (Gullbekk, 2011, bls.186–187). Þorkell Jóhannesson

(1943, bls. 137) segir frá því í kafla sínum Ullariðnaður í ritinu Iðnsaga Íslands að talið

sé að vaðmálsgerð hafi hafist snemma hér á landi og afköstin hafi verið svo mikil að

ekki aðeins hafi það nægt til að klæða landsmenn, heldur hafi vaðmálið verið helsta

útflutningsvara Íslendinga og mikilvægur gjaldeyrir fram til ársins 1300. Í Grágás segir:

„Það er fjárlag að alþingismáli að sex álnir vaðmáls gilds, nýtt og ónotið, skulu vera í

eyri“ (1992, bls. 476). En aur er útskýrður svo í sama riti: „Ef mæltir eru lögaurar1 með

mönnum, og eru lögaurar kýr og ær. Það er og lögeyrir sex álnir vaðmáls“ (Grágás

1992, bls. 156). Vaðmálið var þó ekki bara notað sem gjaldeyrir og í fatnað, heldur var

það til ýmissa annarra nota. Nokkrar gerðir voru til af vaðmáli og má þar nefna seglhæf

voð sem varð að vera sterkari en söluvoðin, sem notuð var til að fóðra feldi eða betri

klæði. Einnig var vaðmálið notað í umbúðir (pakkavoð), líkklæði, í rúmföt (ílegu) og

fleira og voru mismunandi gæði að sjálfsögðu mis verðmæt (Þorkell Jóhannesson, 1943,

bls. 137–138).

Til að framleiða vaðmál þurfti meðal annars verkfæri og eitt af þeim var

snældan sem samanstendur af hala og hnokka, auk snúðs sem hér á einmitt að fjalla um.

Kristján Eldjárn (1948, bls. 140) segir að þegar landnámsmennirnir hafi komið hingað

með allt sitt hafurtask, hafi konur þeirra haft snældurnar sem þær höfðu spunnið á í

heimahögum sínum með sér. Halasnældunni lýsir hann svo:

Halasnældan er fádæma einfalt og frumstætt áhald, sett saman af þremur hlutum, hala, snúð og hnokka. Halinn er úr tré, sívalur, og dregst að sér í annan endann, en í hinn er rekinn hnokki úr járni, í lögun sem lítill krókur, og á þann sama enda er snúðnum smeygt. Hann hefur á seinni öldum ávallt verið úr tré, stundum renndur eða fagurlega grafinn, en í fornöld og fram eftir miðöldum eins oft eða oftar úr steini og stundum blýi og þá jafnan minni en trésnúðarnir vegna eðlisþyngdar efnisins (1948, bls. 140–141).

Halasnældan var notuð til spuna, en í því fólst að snúa saman þræði af mismunandi

lengdum svo þeir yrðu eins langir og þurfa þótti. Allt hráefnið (ullin) sem notast í spuna

1 Lögeyrir: Löglegur gjaldmiðill. Grágás: Lagasafn íslenska þjóðveldisins. (1992, bls. 156).

Page 15: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

12

samanstendur af stuttum þráðum og fer ferlið fram í tveimur aðgerðum: að draga

hráefnið út og svo er því snúið saman til að mynda band (Øye, 1988, bls. 32).

Í kafla sínum Vefnaður, prjón og saumur í ritinu Iðnsaga Íslands lýsir Inga

Lárusdóttir (1943) aðferðunum sem var beitt við spuna á þennan veg:

Þegar spunnið var, var fyrst snúinn lítill endi af lyppunni milli fingra sér og festur á hnokkann. Síðan strauk spunakonan snælduhalanum við læri sér til að koma snúð á hana, sleppti snældunni síðan og lét hana snúast í lausu lofti. Þegar hæfilegur snúður var kominn á færuna, var hún undin upp á snælduhalann alveg uppi við snúðinn. Oft sátu spunakonurnar eða stóðu á loftskörinni og létu snælduna renna niður stigaopið, til þess að fá lengri færu (bls.170).

Mynd 1: t.v. situr og strýkur við læri sér. m. hangir og snýst. t.h. stendur og lætur spinna (Walton Rogers, 1997, bls. 1746–1748).

En það er fleira en aðferðin sem skiptir máli því gæði bandsins er háð þremur þáttum að

mati Ingvild Øye en það sem skiptir máli er: „gæði þráðanna, færni þess sem spinnur og

búnaðurinn“ (2011, bls. 340). Búnaðurinn skipti því máli og var mismunandi búnaður

notaður til mismunandi verka. Þykkt snældunnar ákvað snúning þráðsins þar sem þunn

snælda snérist meira en sú þykka og þess vegna snéri hún kröftugar. Einnig skipti þyngd

snældusnúðsins máli þar sem hann stjórnaði þykkt og styrks þráðsins (Øye, 1988, bls.

34; Øye, 2011, bls. 341). Þvermál snældusnúðsins hafði einnig áhrif að mati Øye (2011,

bls. 341) og þá hve þéttur spuninn varð. En hún segir: „ Stór snældusnúður spann ekki

jafn þétt eins og lítill og þungur snældusnúður, og keilulaga snældusnúður snérist hraðar

en flatir“. En nánar verður fjallað um formgerðarfræði snældusnúða í kaflanum hér á

eftir.

Því má segja að halasnældan hafi verið mikilvæg fyrir vefnaðinn og efnahag

fólksins og má því ætla að tógvinna hafi hvarvetna verið mikil á bæjum. Þar sem

Page 16: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

13

rokkurinn kom ekki til sögunnar hér á landi fyrr en á 19. öld, þurfti fólk að spinna band

á halasnældu (Kristján Eldjárn, 1948, bls. 141–142). Það er því ekki ólíklegt að

halasnældan hafi verið algeng á heimilum landsmanna en þess má geta að snældusnúðar

hafa fundist í bæði karl- og kvennakumlum hér á landi (Kristján Eldjárn, 2000, bls.

146–149, 228–229). Þó svo að útflutningur á vaðmáli hafi minnkað og tækninni fleygt

fram, héldu menn áfram að spinna á snældu langt fram eftir öldum og segir Ólafur

Olavius frá því í ferðabók sinni frá 1775–1777 að Íslendingar séu að nota gamla og

óhandhæga vefstóla sem sé dragbítur á framför þessarar iðngreinar. Þó sé verra að:

„Víðast hvar á landinu, en þó ekki alls staðar, nota menn snældu í rokka stað“ (1965,

bls. 234).

Eins og kom fram hér fyrr í textanum, þá byrjuðu rokkar ekki að vera algengir

fyrr en snemma á 19. öld á Íslandi og hafa þeir þá að mestu leyst halasnælduna af hólmi.

Hún var þó engu að síður notuð fram á 20. öld til að spinna reipi úr hrosshári og tvinna

stórgert band (Kristján Eldjárn, 1948, bls. 141–142).

Kristján Eldjárn (1948) telur að halasnældan hafi verið ákaflega mikilvæg og komst

hann þannig að orði: „Aldrei hefur stórkostlegra starfi verið afkastað með jafnfábreyttu

áhaldi og halasnældunni, jafnvel íslenzku halasnældunni sérstaklega, og hún á skilið

heiðurssess í sögu okkar“ (bls. 140).

Page 17: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

14

5. Formgerðarfræði snældusnúðsins Hér verður fjallað um þá formgerðarfræði sem við var stuðst við gerð þessarar ritgerðar.

Annars vegar var það formgerðarfræði sem Ingvild Øye gerði árið 1988, út frá

snældusnúðum sem fundust í Bryggen uppgreftinum og flokkunarkerfið er einmitt kennt

við (Bryggen). Hins vegar var notast við formgerðarfræði sem Penelope Walton Rogers

gerði árið 1997 út frá snældusnúðum sem fundust í 16–22 Coppergate uppgreftrinum í

York og er flokkunarkerfið kennt við hann (York).

5.1 Øye-Bryggen

Í rannsóknum sínum frá uppgreftinum Bryggen in Bergen, þar sem fornleifarnar eru frá

c. 1150–1500, setti Ingvild Øye fram viðmið um það hvernig skilgreina skuli

snældusnúða og segir að þeir þurfi að vera hringlaga eða því sem næst og með gat

(auga) í miðju. Útlit snældusnúðsins geti þó verið mismunandi, eins og t.d. hálfkúlulaga,

keilulaga, linsulaga og flatur. Hún segir ennfremur nauðsynlegan mælikvarða til að

auðkenna gerð (flokk) sé útlit snældusnúðsins. Þetta sé mikilvægt til að komast að

hlutverki hans en einnig til að nota við tímatalslega þróun (e. chronological

development) hans (Øye, 1988, bls. 37–38).

Øye (1988, bls. 38) bjó því til formgerðarfræði fyrir snældusnúða og flokkaði þá

í eftirfarandi sjö flokka:

A) Hálfkúlulaga með flatan botn, mesta þvermál við botn. B) Hálfkúlulaga að ofan en ávalur við miðju. Hliðar mjókka niður og því er mesta þvermál fyrir ofan botn. C) Keilulaga með flatan topp og botn og mesta þvermál við botn. D) Linsulaga þar sem mesta þvermál er við miðju. E) Flatur að ofan og neðan með sléttar hliðar. F) Flatur að ofan og neðan með ávalar hliðar G) Útflött kúla

Mynd 2: Flokkar snældusnúða samkvæmt Øye (1988, bls. 38).

Øye segir að þyngd snældusnúða geti verið mismunandi og telur hún að snældusnúðar

séu yfirleitt undir 50g en þó hafi fundist þyngri snældusnúðar og álítur hún að þeir hafi

sennilega verið notaðir sem bor steinar (e. drilling-stones). Í hennar útreikningum voru

Page 18: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

15

snældusnúðar sem voru þyngri en 50g settir í vafa-flokk (e. uncertain) (1988, bls. 37–

38). Út frá þessum viðmiðum voru greindir 410 snældusnúðar við uppgröftinn á

Bryggen sem voru gerðir úr steini, viði, beini/hornum, leir og málmi. Rannsókn Øye

sýndi fram á að snældusnúðar gerðir úr steini voru algengastir þar eða 60,7% (206 þar

af 162 heilir) allra þeirra sem fundust. Allir snældusnúðar úr steini og brot voru sett í

flokka og kom í ljós að 40,3% voru í flokki A en næst komu flokkar B (18,4%) og C

(18,0), flokkar E (10,7%) og F (10,2%) komu þar á eftir og flokkar D (1,0%) og G

(1,4%) ráku lestina (1988, bls. 39). Flokkar A, B og C voru sem sagt algengastir eða um

77%. Af þeim snældusnúðum sem hægt var að mæla þvermál á mældust þeir frá 2,0–

7cm. Hæð var frá 0,5–3,3cm. Þyngdin var frá 6,0–130,8g en flestir þeirra eða 48%

vigtuðust á milli 5g –20g og innihéldu flokkar A, C og E þá flesta. Augnvíddin var á

milli 0,35–1,5cm að ofan og 0,4–1,5cm að neðan. Meðaltalið fyrir utan flokk F var

0,7cm að ofan og 0,8cm að neðan. Snældusnúðarnir voru gerðir úr mismunandi

steintegundum en klébergið var algengast (Øye, 1988, bls. 39–42).

Bryggen uppgröfturinn skiptist í níu fasa eftir aldri og fundust snældusnúðar í

fösum II–VIII þar sem fasi II var elstur og fasi VIII yngstur. Aldursgreiningin leiddi í

ljós að í fasa II (1150–1170/71) fundust flokkar: A, B og C og var A algengastur. Í fasa

III (1170/71–1198) fundust flokkar: A, B, C, E og F þar sem B var algengastur. Í fasa

IV (1198–1248) fundust sömu flokkar og í fasa III nema nú var flokkur A algengastur. Í

fasa V (1248–1332) fundust sömu flokkar og í fösum III og IV nema nú hafði flokkur G

bæst við og var flokkur A algengastur. Í seinni fösum fundust allir flokkar nema flokkur

G sem virðist hafa horfið úr notkun og flokkur A og F urðu algengastir (Øye, 1988, bls.

43).

Alls fundust 16 snældusnúðar úr beini/horni við Bryggen rannsóknina. Þvermál

var frá 3,1–8cm og hæð frá 0,3–2,3 cm. Þyngd var frá 6–33,1g en helmingur þeirra var

undir 16g. Allflestir voru í flokki E (12) og voru frá 1170–1702). Snældusnúðar úr blýi

voru sjö talsins og tilheyrðu flokkum A (2) og C (5). Þvermál þeirra var á milli 1,9– 2,8

cm og hæðin frá 0,85–2,2 cm. Þyngd var á milli 9,5–71,3g. Þessir snældusnúðar voru

frá 1170–1413. Í uppgreftrinum fundust einnig 20 snældusnúðar úr leir og 118

snældusnúðar úr viði (Øye, 1988, bls. 45, 48–50) en ekki verður fjallað um þá hér þar

sem hvorki snældusnúðar úr viði né snældusnúðar úr leir voru í rannsókninni sem þessi

ritgerð tekur til.

Page 19: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

16

5.2 Øye-Kaupangur

Í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and

Inhabitants in viking-age Kaupang, volume 3 fjallar Ingvild Øye um rannsóknir sínar á

vefnaðarbúnaði frá fornleifarannsóknum við Kaupang í Noregi, bæði frá árunum 1998–

2003 og fyrri rannsóknum. Þar fjallar hún meðal annars um snældusnúða og hlutverk

þeirra en um 180 snældusnúðar hafa fundist í Kaupangi, þar af 27 í gröfum. Fornleifar

frá Kaupangsuppgreftrinum, frá árunum 1998–2003, falla inn í þrjú tímabil: Tímabil I

(c. 800–805/10), tímabil II (c. 805/10–840/850) og tímabil III (c. 840/850–c. 900) en

ekki var hægt að aldursgreina snældusnúðana sem komu úr uppgreftri sem fram fór á

árunum 1956–1974. (Øye, 2011, bls. 339, 348, 358–359).

Hvað varðar skráningu á snældusnúðum sagði Øye að tilraunir sýndu að það sem

skipti mestu máli fyrir loka afurðina þ.e.a.s. gæði/gerð bandsins, sé samhengi á milli

þyngdar og þvermál snældusnúðsins. Þetta samhengi ákvað hvort þráðurinn varð þykkur

eða þunnur og þétt eða laus ofinn. Hún skráði því þyngd, mesta þvermál og mestu hæð

en einnig staðsetningu og þvermál augans til að fá vísbendingu um stærð snælduhalans

og jafnvægis snældusnúðsins. Ennfremur skráði hún efnið sem snældusnúðurinn var

gerður úr því hún taldi að það geti gefið upplýsingar um menningarleg einkenni (2011,

bls. 341–342).

Úr þeim fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í Kaupangi eru 43%

snældusnúðanna úr steini, 32% úr leir, 21% úr blýi, 2% úr beini og 2% eru úr ógreindu

efni. Þyngd snúðanna er á milli 5–50g og algengast er að þeir séu 20–24g en flestir

snældusnúðarnir eru innan við 30g (62%). Algengast er að snældusnúðarnir séu á milli

2,0–2,5cm í þvermál en meirihluti þeirra sem fundust á Kaupangi (76%) eru frá 2,0–

4,0cm í þvermál (Øye, 2011, bls. 351).

Frá rannsóknunum við Kaupang sem fram fóru á árunum 1998–2003 fundust

121 snældusnúðar og var hægt var að greina 97% þeirra í flokka og var flokkur C var

algengastur með 43, næst kom flokkur A (32), flokkur E (17) og F (13) komu þar á eftir

og flokkar B (6), G (4) og D (2) ráku lestina. Øye sagði einnig að þegar borið var saman

efni og flokkur snældusnúðanna hafi greinilega sést að efnisval var mikilvægt fyrir útlit

þeirra. Þá kom í ljós að snældusnúðar gerðir úr leir og blýi eru oftast í flokki C, og

snældusnúðar úr steini séu yfirleitt hálfkúlulaga (flokkar A og B) eða flatir (flokkar E

og F). Þvermál snældusnúðanna er frá 0,9–4,7cm en flestir á bilinu 2,0–3,9cm. Mesta

hæð var á bilinu 0,4–3,1cm og flestir á milli 1,0–2,4cm. Samanburður á hæð og

efnisvali sýndi að snældusnúðar úr blýi eru yfirleitt lægri en snældusnúðarnir úr steini.

Page 20: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

17

Augnvídd var á bilinu 0,3–1,3cm þar sem flestir voru á bilinu 0,5–0,8cm. Við

samanburð á augnvídd og efnisvali kom í ljós að augnvídd snældusnúða sem gerðir eru

úr blýi, er yfirleitt minni heldur en á snældusnúðum úr steini (Øye, 2011, bls. 343–346).

Ekki reyndist unnt að aldursgreina nema 24 snældusnúða frá uppgreftinum árin

1998–2003 til tímabilanna I–III (sjá efst í kafla), 30 voru aldursgreindir til miðalda og

afganginn var ekki unnt að greina. Aðeins einn snældusnúður var frá tímabili I en hann

var í flokki A og úr klébergi. Til tímabils II náðist að greina 16, flestir þeirra voru úr leir

en nokkrir úr steini og blýi (flokkar A, B, C og G). Til tímabils III voru sjö greindir og

voru þeir úr leir, steini og blýi en ekki var greint frá í hvaða flokka þeir féllu. Ekki

náðist að aldursgreina neina snældusnúða úr uppgreftinum frá árunum 1956–1974 (Øye,

2011, bls. 359).

Í Kaupangi hafa 27 snældusnúðar fundist í 18 gröfum. Þar kom í ljós munur á

þeim snældusnúðum sem fundust í gröfum og þeim sem fundust í mannvirkjum.

Flokkar A(8), B(5) og F(7) voru algengastir, flokkar D, E og G voru hver um sig með

tvo snældusnúða og aðeins einn var í flokki C en hann er algengasti flokkurinn sem

fannst í mannvirkjunum. Snældusnúðarnir voru einnig frábrugðnir þeim sem fundust við

byggð af því leiti að snældusnúðarnir í gröfunum voru yfirleitt vandaðri. Þyngd var á

bilinu 5–57g en fáir undir 20g (3) og voru þeir því yfirleitt þyngri en þeir sem fundust í

mannvirkjum.

Hægt var að aldursgreina 20 snældusnúða úr gröfum sem voru frá c. 800–1000

og fengu flokkar A og F, sex snúða hvor, þrír í flokki B, flokkar D og E fengu tvo hvor,

einn í flokki G en engin í flokki C (Øye, 2011, bls, 348–349, 360).

5.3 Walton Rogers-York

Í fornleifauppgreftrinum við Coppergate í York á Englandi, rannsakaði Penelope

Walton Rogers textílframleiðslu og þar á meðal verkfærin sem notuð voru við

framleiðsluna. Hún útskýrði hvert hlutverk snældusnúðsins var og sagði að hann hafi

verið notaður til að þyngja snælduna sjálfa og halda skriðþunganum gangandi á meðan

verið var að spinna (1997, bls. 1731). En hún sagði einnig frá því að mikið hafi verið

gert úr þyngd snældusnúðsins og hvernig hægt var að spinna band með honum. Hún

taldi að þyngri snældusnúðarnir hafi verið notaðir til að spinna langa þræði en þeir

léttari voru notaðir við styttri þræði og fínni spuna. Hún tók þó fram að við spunann

velti mikið á stærð og þyngd snældunnar hvernig bandið vindist upp sem og hæfni þess

sem spinnur, þ.e.a.s hvernig tækni er notuð (Walton Rogers, 1997, bls. 1743, 1745).

Page 21: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

18

Hún talar þó ekki eingöngu um notkun og tækni við spuna heldur einnig um útlit og

gerð snældusnúða en við Coppergate uppgröftinn í York á Englandi fundust 236

snældusnúðar og er það eitt stærsta safn snældusnúða á Bretlandseyjum (Walton

Rogers, 1997, bls. 1731).

Walton Rogers (1997, bls. 1736) telur að þeir snældusnúðar sem eru með flatan

flöt, þá sé gatið á flötu hliðinni víðara en gatið á kúptu hliðinni, gefi til kynna að

snældusnúðurinn hafi verið settur á snælduna með flata flötinn snúandi inn á við (sjá

mynd 1 til vinstri). Við rannsókn sína bjó hún til formgerðarfræði fyrir snældusnúða úr

steini og eru þeir flokkaðir í eftirfarandi flokka:

A1) Einn flatur flötur

A2 ) Tveir flatir fletir, annar mun stærri en hinn

B ) Tveir flatir fletir með sama þvermál

C) Enginn flatur flötur – kúlulaga

Flokkur A er frá 9. og 10. öld og snúðum af þeirri gerð fer fækkandi þegar líður

á 11. öld. Flokkur B nær frá 10. öld þar til snemma á 12. öld og flokkur C er frá

miðöldum (Walton Rogers, 1997, bls. 1736–1737).

Frá 16–22 Coppergate uppgreftrinum fundust 149 snældusnúðar úr steini og

voru þeir aldursgreindir frá miðri 9. öld til lok 17. aldar. Augnvídd var algengust um 9–

11mm en ekki fjallað um þvermál né hæð. Við uppgröftinn fundust tólf snældusnúðar úr

blýi frá því tímabili sem fjallað er um í þessari ritgerð og voru allir snúðarnir gerðir í

mótum með móti fyrir augað. Snældusnúðarnir úr blýi eru frá c. 930/5–c. 975 og eru í

flokkum A og B eins og snældusnúðarnir úr steini frá svipuðum tíma. Nær allir

snældusnúðar úr beini (56) sem fundust voru gerðir úr lærleggs haus (e. femur head) af

nautgrip en ekki er sagt í hvaða flokk þeir voru en bent á að aðeins tveir hafi verið

sívalir. Í uppgreftinum fundust einnig átta snældusnúðar úr leir, átta snældusnúðar úr

viði og sex úr hornum en ekki verður fjallað um þá hér þar sem engir snældusnúðar

gerðir úr viði, horni né leir voru viðfangsefni rannsóknar þessarar ritgerðar.

Snældusnúðar úr steini, blýi og leir frá Coppergate uppgreftinum voru vigtaðir

en ekki snældusnúðar gerðir úr beini og horni , þar sem þeir breyta um þyngd á meðan

þeir liggja í jörðu. Þyngd snældusnúða úr steini eftir flokkum var eftirfarandi:

A= 9–55g með einni undantekningu upp á 63g.

B= 10–55g með einni undantekningu upp á 4g.

C= voru á milli 15–32g (Hall, 1997, bls. 1690; Walton Rogers, 1997, bls, 1732–1733,

1736, 1741, 1743).

Page 22: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

19

6. Birka og Hedeby Eva Andersson fjallar um vefnaðarverkfæri í bókinni Tools for Textile Production from

Birka and Hedeby úr ritröðinni Birka Studies. Þar fjallar hún meðal annars um

snældusnúða sem fundust við fornleifarannsóknir í Birka og Hedeby. Hún bjó ekki til

formgerðarfræði fyrir snældusnúðanna en mældi mesta þvermál, hæð, augnvídd og

þyngd.

Í Birka, þar sem gripirnir eru frá c. 780–970, fundust 429 snældusnúðar og 50%

af þeim voru úr steini og þar á eftir snældusnúðar úr leir eða 33%. Flestir voru flatir (e.

Discoid) sem væri flokkar E eða F-Bryggen en B-York. Þar á eftir komu keilulaga (C-

Bryggen/A2-York). Þvermál var algengast á bilinu 2,5–4,4cm, hæð 1,0–2,4 og

augnvídd á bilinu 0,7–1,7cm. Þyngd var algengust á bilinu 5–29g (Andersson, 2003,

bls. 73–79, 91).

Andersson rannsakaði einnig vefnaðarverkfæri frá víkingaaldar

verslunarstaðnum Hedeby sem er frá 808–1066. Þar fundust 939 snældusnúðar þar sem

megnið af þeim voru úr leir eða 88%, þar á eftir bein (6%) og síðan steinn (4%) en

einnig er vert að geta þess að þarna fundust einnig snældusnúðar úr viði. Flestir

snældusnúðarnir voru keilulaga og þá aðallega úr leir eins og áður kom fram en

algengast var að snældusnúðar úr steini væru flatir (E eða F-Bryggen/B-York) eða

hálfkúlulaga með flatan botn (A-Bryggen/A1-York). Algengast var að snældusnúðarnir

væru 2,5–4,0cm í þvermál, hæð á bilinu 1,5–3,0cm og augnvíddin 0,6–0,8cm. Meiri

hluti snældusnúðanna voru á bilinu 10–25g (Andersson, 2003, bls. 114, 118–119)

Page 23: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

20

7. Rannsóknarstaðir Hér á landi finnast snældusnúðar oft í fornleifauppgröftum. Þess má hins vegar geta að

þó svo að snældusnúðar séu algengir í víkingaaldarkumlum erlendis þá eru þeir frekar

sjaldgæfir í kumlum hér á landi. Aðeins hafa fimm snældusnúðar fundist í fjórum

kumlum (Kristján Eldjárn, 2000, bls. 399–400). Verður greint frá kumlunum betur í

kaflanum Kuml (bls. 27).

Valdir voru til umfjöllunar 20 staðir víðsvegar um landið, þar af fjögur kuml og

einn lausafundur eins og fyrr kom fram í kaflanum um Takmarkanir (bls. 8). Allt í allt

voru því 116 snældusnúðar skoðaðir við þessa rannsókn.

7.1 Aðalstræti 14–16

Fornleifastofnun Íslands hóf rannsóknir þar vegna fyrirhugaðra framkvæmda árið 2001

og fannst þar víkingaaldar skáli frá 9.–10. öld en einnig leifar sem taldar eru elstu

fornleifar sem fundist hafa á Íslandi eða frá því fyrir 871±2. Staðurinn var

aldursgreindur með 14C aðferðinni og gjóskulögum. Við rannsóknina fundust fjórir

snældusnúðar og komu þeir allir úr skálanum (Mehler, N. 2001, bls. 69; Roberts, H.M.

2001, bls. 1, 26–27, 64–65; Roberts, H.M. et al. 2003, bls. 231). Allir snældusnúðarnir

voru heilir, einn var úr klébergi (endurnýttur) en hinir þrír úr rhyolit (Forster, 2001, bls.

157). Tveir þeirra tilheyrðu flokkum F-Bryggen en í flokka York fór annar í A2- en

hinn í B-York. Aðrir tveir tilheyrðu flokki A-Bryggen/A1-York. Snældusnúðarnir eru

með þvermál frá 3,6–5,5cm, hæð frá 1,3–1,7cm, augnvídd frá 0,7–1,0cm að ofan og

0,8–1,1cm að neðan, þyngd er frá 25,2–63,8g.

7.2 Alþingisreiturinn/Kirkjustræti 8

Alþingisreiturinn var svonefndur rannsóknarstaður við Kirkjustræti 8 í miðbæ

Reykjavíkur kallaður. Á árunum 2008–2010 og svo aftur á árunum 2012–2013 fór fram

fornleifarannsókn þar vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu og var henni stjórnað

af Völu Garðarsdóttur. Staðurinn var aldursgreindur með 14C aðferðinni og

gjóskulögum og skiptist fyrra rannsóknarsvæðið í fjóra fasa en seinni rannsóknin var

með minjar frá 9.–11. öld (Vala Garðarsdóttir, 2010, bls. 9–11 bindi I; bls. 653–655

bindi II; óútgefið, bls. 2 bindi I). Við fyrri rannsóknina fundust fimm snældusnúðar, þrír

heilir og tveir brotnir. Fjórir þeirra voru úr sandsteini en einn úr klébergi. Þrír

snældusnúðar voru í fasa 3 (1226–1500), einn í flokki A-Bryggen/A1-York, einn í F-

Page 24: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

21

Bryggen/A2-York og einn var of brotinn til að hægt væri að greina hann. Tveir af þeim

eru taldir vera frá 10. öld2 en einn frá 12.–13 öld (2008-32-705) en þess má geta að á

hann er ritað með rúnum: „...un á mig...“. Tveir snældusnúðar voru úr fasa 4 (871–1226)

og féllu í flokka A-Bryggen/A1-York.

Annar snældusnúðurinn (2009-32-1600) er talinn vera frá 11. öld og er á hann ritað með

rúnum: „Vilborg á mig“ en hinn snældusnúðurinn er talinn vera frá 10.-11.öld (Vala

Garðarsdóttir 2010, bls. 141–142). Í seinni rannsókninni fundust tveir snældusnúðar,

báðir brotnir, úr sandsteini og féllu í flokk A-Bryggen/A1-York. Annar talin vera frá c.

900 en hinn frá 9.–11. öld. (Vala Garðarsdóttir, óútgefið, bls. 78, Bindi I; óútgefið,

Gripaskrá, Bindi II).

Snældusnúðarnir sem fundust við rannsóknirnar eru frá 3,9–5,3cm í þvermál,

hæð frá 1,5–2,1cm, augnvídd frá 0,9–1,3cm að ofan og 1,0–1,4cm að neðan, þyngd er

frá 35,4–45,9g.

7.3 Goðatættur

Goðatættur eru rústir norðvestarlega á Papey í Djúpavogshreppi. Rústirnar eru norður af

Hellisbjargi og vestur af Háubjörgum. Kristján Eldjárn rannsakaði þær á árunum 1967,

1969 og 1971 og var svæðinu skipt upp í Goðatættur I (fjós) og Goðatættur II

(víkingaaldar skáli). Rústirnar voru aldursgreindar með 14C aðferðinni til 9.–13. aldar en

Kristján Eldjárn telur að þarna hafið verið búið í einhvern tíma í kringum 10. öldina og

að skáli sem þar er sé frá fyrsta tímabilinu. (Kristján Eldjárn, 1989, bls. 43, 48, 128,

142, 156–157, 169).

Við rannsóknina fundust tveir snældusnúðar og var annar heill (1985–118–56).

Hann er í flokki F-Bryggen/A2-York, úr ljósgráu klébergi og fannst í skálanum.

Þvermál 3,9cm, hæð 1,3cm, augnvídd 1,2cm að ofan en 1,3cm að neðan og 30,2g að

þyngd. Hinn snældusnúðurinn (1985–118–26) er rúmlega hálfur og fellur í flokk A/F-

Bryggen og A1/A2-York en erfitt er að greina hann nákvæmlega. Hann er gerður úr

rhyolite, var í fjórum brotum en er nú límdur saman. Hann fannst í fjósi. Þvermál

10,5cm, hæð 3,3cm, ekki unnt að mæla augnvídd að ofan en er 2,3cm að neðan, þyngd

200,5g. Þess má geta að Kristján Eldjárn telur að seinni snældusnúðurinn sé

hrosshárasnælda (Kristján Eldjárn, 1989, bls. 137–138).

2 Samkvæmt skýrslu, fundust þeir á svæði B í fasa 3 (1226–1500) en eru taldir vera frá 10. öld.

Page 25: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

22

7.4 Granastaðir

Granastaðir eru um 45 km inn í landi í dal sem kallaður er Eyjafjarðardalur og um 50

km suður af Akureyri. Þar fóru fram fornleifarannsóknir á árunum 1987–1991

framkvæmdar af Bjarna F. Einarssyni. Staðurinn var aldursgreindur bæði með

gjóskulögum og 14C aðferðinni sem leiddi í ljós að rústirnar eru frá 10. öld. Við

rannsóknirnar fundust 14 snældusnúðar í eftirfarandi mannvirkjum: skáli með eldhúsi

og reykhúsi, annað eldhús, jarðhýsi, hesthús og svínastía og ruslahaugur (Bjarni F.

Einarsson, 1995, bls. 69, 75–95, 99–101).

Af þeim 14 snældusnúðum sem fundust voru 13 úr sandsteini en einn úr

móbergi. Þar af eru aðeins tveir heilir snældusnúðar en hinir brotnir og er því einungis

hægt að greina átta snældusnúða í flokka. Sex snældusnúðar falla í flokk A-

Bryggen/A1-York en einn F-Bryggen og B-York. Þvermál snældusnúðanna er frá 3,4–

5,5cm, hæð 1,1–3,2cm, augnvídd að ofan 0,8–1,1cm og 1,0–1,4cm að neðan. Þyngd er

frá 13,6–29,5g.

7.5 Hofstaðir í Mývatnssveit

Hofstaðir eru í Laxárdal, austan við Laxá í Mývatnssveit og var fyrsti

fornleifauppgröfturinn framkvæmdur þar árið 1908 af Daniel Bruun og Finni Jónssyni.

Árið 1965 gróf Olaf Olsen að Hofstöðum en það var síðan árið 1991 sem

Fornleifastofnun Íslands hóf rannsóknir þar og stóðu þær rannsóknir til ársins 2002

Staðurinn var aldursgreindur bæði með gjóskulögum og 14C aðferðinni og er hann frá

9.–11. öld. Við rannsóknina fundust snældusnúðar í eftirfarandi mannvirkjum: Skála,

jarðhýsi, litlu íveruhúsi, náðhúsi og afhýsi sem var byggt við skálann. Þess má geta að

sumir snældusnúðarnir fundust í fösum sem eru frá því eftir að mannvirkin voru komin

úr notkun (Adolf Friðriksson og Lucas, G. 2009, bls. 3–11: Lucas, G. 2009, bls. 55–62;

Batey, C.E. 2009, bls. 291–292; Forster, A., bls. 298, 301; Batey, C.E. og Hauptfleisch,

U., 2009, bls. 306). Af þeim tíu snældusnúðum eru fimm úr klébergi, einn úr sandsteini,

tveir úr móbergi, einn úr leirsteini og einn úr beini. Það eru aðeins þrír heilir

snældusnúðar og hinir því brotnir en þó var hægt að greina þá í flokka. Sex

snældusnúðar falla í flokk A-Bryggen, einn er á mörkum A/B-Bryggen, einn í F-

Bryggen, einn í B-Bryggen og einn í D-Bryggen. Í York flokkanna falla átta í A1-York

og tveir í B-York. Þvermál snældusnúðanna er frá 2,5–4,1, hæð 1,2–3,6cm, augnvídd að

ofan 0,8–1,1cm og 0,9–1,7 að neðan. Þyngd 8,7–35,2g. Vert er að geta þess að

snældusnúður HST99-264 er eini snældusnúðurinn sem féll í D-Bryggen flokkinn af

Page 26: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

23

þeim sem skoðaðir voru í þessari rannsókn.

7.6 Hólmur í Nesjum

Hólmur er í mynni Laxárdals í Austur-Skaftafellssýslu og fóru þar fram

fornleifarannsóknir á árunum 1996–2011, framkvæmdar af Fornleifafræðistofunni ehf.

Við rannsóknina fundust snældusnúðar í eftirfarandi mannvirkjum: Skáli (hús 5),

jarðhýsi (blótstaður), hlað og smíðahús voru þau aldursgreind með gjóskulagafræði og 14C aðferðinni til 9.–10. öld. (Bjarni F. Einarsson, 1998, bls. 4–6; 2002, bls. 21; 2003,

bls. 19–21; 2008, bls. 170; 2010, bls. 6–9, 19 –21; 2011a, bls. 3; í prentun). Af þeim

fimm snældusnúðum sem fundust voru tveir heilir og hægt var að setja fjóra í flokka.

Þrír snældusnúðar voru úr klébergi, einn úr móbergi og einn úr sandsteini. Þrír

snældusnúðar falla í flokk A–Bryggen og einn í B–Bryggen en allir í A1 York. Þvermál

snældusnúðanna er frá 3,5–4,0cm, hæð 1,4–2,1cm, augnvídd að ofan 0,9–1,1cm og 0,8–

1,3 að neðan. Þyngd 24,6–32,4g.

7.7 Hrísheimar

Hrísheimar er eyðibýli í Mývatnssveit í Skútustaðahreppi. Árin 2000, 2003–2006 fóru

þar fram fornleifarannsóknir sem Fornleifastofnun Íslands stóð fyrir. Við rannsóknina

fundust 15 snældusnúðar á eftirfarandi stöðum: Jarðhýsi (C), í öskuhaug í jarðhýsi (H),

og öðrum öskuhaugum. Staðurinn var aldursgreindur með gjóskulagafræði og 14C

aðferðinni og er frá ca. 875–1050 (Ragnar Edvardsson og McGovern, T. H., 2006, bls.

8, 16–19; 2007, bls. 4, 9, 15–16; Ragnar Edvardsson, 2003, bls. 9–11; 2005a, bls. 29;

Batey, C. og Guðrún Alda Gísladóttir, óútgefið, bls. 3–4; McGovern, T. H. og Ragnar

Edvardsson, 2005, bls. 8–9; Batey, C. 2003, bls. 13; McGovern, T. H. og Woollett, J.,

2003, bls. 21–24; McGovern, T. H. og Tinsley, C., 2002, bls. 64–66; Mehler, N. 2002,

bls. 70).

Af þeim 15 snældusnúðum sem fundust voru aðeins fimm heilir. Ellefu

snældusnúðar voru úr klébergi, tveir eru ógreindir, einn úr rhyolite og einn úr blýi.

Ellefu snældusnúðar falla í flokk A-Bryggen, þrír í F-Bryggen og einn er í B-Bryggen. Í

York flokkanna falla ellefu í A1-York, tveir er í B-York, einn er á mörkunum A2/B-

York og einn er á mörkunum A1/C-York. Þvermál snældusnúðanna er frá 2,2–44,5cm,

hæð 1,0–2,3cm, augnvídd að ofan 0,8–1,4cm og 0,8–1,6 að neðan. Þyngd 20,2–50,7g.

Page 27: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

24

7.8 Hvítárholt

Hvítárholt er í Hrunamannahreppi. Norðan við rústasvæðið sem var rannsakað, rennur

Hvítá. Árið 1963 komu þar í ljós mannvistaleifar sem voru rannsakaðar af Þóri

Magnússyni og Gísla Gestssyni á árunum 1963–1967. Staðurinn var aldursgreindur með

gjóskulagafræði og formgerðarfræði til 10. aldar. Við rannsóknina fundust fimm

snældusnúðar í eftirfarandi mannvirkjum: Skáli/jarðhýsi (hús VII)3, skáli (hús VIII

bakhús) og skáli (hús IX) (Þór Magnússon, 1973, bls. 7–14, 37–51, 53–61, 70–74).

Af þeim fimm snældusnúðum sem fundust voru þrír heilir, einn úr sandsteini,

einn úr leirsteini og þrír úr klébergi. Allir snældusnúðarnir voru í flokki A-Bryggen/A1-

York. Snældusnúðarnir eru með þvermál frá 3,2–4,8cm, hæð frá 1,7–2,3cm, augnvídd

frá 0,8–1,0cm að ofan og 1,1–1,3cm að neðan, þyngd er frá 15,9–44,1g.

7.9 Ísleifsstaðir

Árið 1939 komu hingað til lands norrænir fornleifafræðingar fyrir tilstilli Matthíasar

Þórðarsonar til að rannsaka rústir í Þjórsárdal. Einnig voru tveir bæir í

Borgarfjarðarsýslu rannsakaðir en það voru Ísleifsstaðir og Lundur. Ísleifsstaðir í

Borgarfirði voru rannsakaðir af Mårten Stenberger, dósent við háskólann í Uppsölum.

Þar fundust fjórir snældusnúðar í skála sem var aldursgreindur með formgerðarfræði til

9.–10. aldar. (Nörlund, 1943, bls. 7–8; Stenberger, 1943, bls, 145–170; Roussell, 1943,

bls. 202–203).

Af þeim fjórum snældusnúðum sem fundust voru þrír heilir og voru þeir allir úr

móbergi. Einn var brotinn en hann er úr klébergi. Allir snældusnúðarnir voru í flokki A-

Bryggen/A1-York. Snældusnúðarnir eru með þvermál frá 3,2–4,9cm, hæð frá 1,7–

2,2cm, augnvídd frá 0,9–1,4cm að ofan og 1,1–1,6cm að neðan, þyngd er frá 15,1–

37,8g.

7.10 Reykholt

Reykholt er í Reykholtsdal í Borgarfirði. Á árunum 1987–1989 og svo aftur

1997–2003 fóru fram fornleifarannsóknir á staðnum. Staðurinn var

aldursgreindur með 14C aðferðinni, gjóskulagafræði, rituðum heimildum og

formgerðarfræði. Niðurstaða aldursgreiningarinnar var að fornleifarnar eru

á bilinu frá 10. öld til þeirrar 19. (frá c. árinu 1000–19. aldar). Þar fundust þrír 3 Á bls. 73 er hús VII titlað sem skáli en á bls. 37 og 60 er það titlað sem jarðhús.

Page 28: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

25

snældusnúðar. Einn var í mannvirki kallað „bygging með tunnu“ (e. building with

barrel) frá c. 1000–12. öld; einn í móöskulagi (e. peat ash) í mannvirki 11 frá 11./12.–

14. öld og annar í vatnsrás frá 12.–14. öld. (Guðrún Sveinbjarnardóttir, 2012, bls. 18–

19, 41–51, 154).

Af þessum þremur snældusnúðum sem fundust var einn heill. Einn var úr

móbergi, einn úr basalti og einn úr rhyolite. Aðeins var hægt að setja tvo snældusnúða í

flokk og voru þeir í flokki A–Bryggen/A1-York. Snældusnúðarnir eru með þvermál frá

3,9–4,6cm, hæð frá 1,6–1,9cm, augnvídd frá 0,7–1,2cm að ofan og 1,2–1,5cm að neðan,

þyngd 29,6g (aðeins einn snældusnúður var heill).

7.11 Suðurgata 3–5

Suðurgata 3–5 er í Reykjavík, en þar fóru fram fornleifarannsóknir á árunum 1971–

1975 undir stjórn sænska fornleifafræðingsins Else Nordahl. Ástæða rannsóknanna var

sú að reyna að finna elstu byggð borgarinnar í tilefni 1000 ára afmæli Íslands árið 1974.

Þau mannvirki sem snældusnúðarnir fundust í og við eru frá um 9.–10. Öld og þau eru:

Hlað, í elstu og yngstu smiðju, í og við skála og í styttu húsi (Nordahl, E. 1988, bls. 5,

113–114, 137–150; Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, 2010, bls. 5–16, 21–24).

Við rannsóknirnar fundust 23 snældusnúðar. Tíu eru úr erlendu klébergi, tíu úr

móbergi, tveir úr blýi og einn úr jaspis. Móbergið er af Else Nordahl, kallað kléberg (e.

indigenous soapstone) (1988, bls. 141) og er þá sennilega átt við innlent móberg. Af

þeim 23 snældusnúðum voru 13 heilir, en engu að síður var hægt að setja 20 í flokka. Í

flokk A-Bryggen féllu 15, tveir í flokk B-Bryggen en flokkar C, E og F fengu einn hver.

Í flokk A1-York féllu 17, tveir í A2-York og einn í B-York. Þvermál var frá 2,1–5,2cm,

hæð 1,0–2,4cm, augnvídd að ofan frá 0,6–1,1cm og að neðan frá 0,8–1,3cm. Þyngd

17,7–49,7g.

7.12 Sveigakot

Sveigakot er í Skútustaðahreppi, umvafið Laxárhrauni til austurs og Kraká til vesturs.

Aðeins 6 km frá Mývatni og 12 km frá Hofstöðum. Árið 1998 hófust

fornleifarannsóknir á vegum Fornleifastofnunar Íslands og lauk þeim árið 2006.

Rannsóknarstaðurinn var aldursgreindur með gjóskulögum og 14C aðferðinni frá 9.–12.

aldar og fundust snældusnúðar á eftirfarandi stöðum: öskuhaugum (e. midden) á ýmsum

stigum, jarðhýsum, íveruhúsi, viðbót við íveruhús og svo í áfoks lögum (Orri

Vésteinsson, 2001a, bls. 4, 2001b, bls. 44–49, 2001c, bls. 67, 69–70; 2002, bls. 56–58;

Page 29: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

26

2003a, bls. 4–6, 2003b, bls. 77; 2006, bls. 59–61; 2008, bls. 73–75; Milek, K. og

Simpson, I. 2001, bls. 13–23; Milek, K. 2001, bls. 50–61; Milek, K. 2002, bls. 8–28;

Urbańczyk, U. 2002, bls. 29–49; McGovern, T.H. 2002, bls. 50–55; Guðrún Alda

Gísladóttir og Orri Vésteinsson, 2004, bls. 20–22; Guðrún Alda Gísladóttir, 2006. Bls.

47–55; Guðrún Alda Gísladóttir, 2008, bls. 40–42).

Aðeins fimm snældusnúðar af 164 eru heilir. Átta þeirra eru úr klébergi, sjö úr

sandsteini og einn úr blýi. Hægt er að flokka tíu snældusnúða og falla átta í flokk A-

Bryggen og tveir í flokk F-Bryggen. Í flokka York fara átta í A1-York og tveir í B-

York. Þvermál er frá 2,4–4,0cm, hæð er 0,7–2,6cm, augnvídd frá 0,8–1,3cm að ofan og

neðan. Þyngd er frá 6,5–35,8g.

7.13 Vatnsfjörður

Vatnsfjörður er í Ísafjarðardjúpi og á árunum 2003–2013 fóru þar fram

fornleifarannsóknir á vegum Fornleifastofnunar Íslands. Árið 2004 fannst snældusnúður

í skála frá 10. öld (c. 900–950) sem aldursgreindur var með 14C aðferðinni (Ragnar

Edvardsson, 2004, bls. 8–10; 2005b, bls. 37–39; Garðar Guðmundsson, 2014, bls. 5).

Snældusnúðurinn var brotin, úr rauðum steini og féll í flokk A-Bryggen/A1-York. Hæð

er 3,0cm, augnvídd 1,1cm að ofan og 1,2cm að neðan.

7.14 Vogur í Höfnum

Vogur en nafn á landnámsaldarbýli í bæjarfélaginu Höfnum í Reykjanesbæ en árið 2001

fannst skáli á loftmynd og var fundur hans staðfestur með prufuholugreftri árið 2002.

Árið 2003 voru gerðar jarðsjármælingar á staðnum og á árunum 2009–2014 fór fram

uppgröftur þar. Við uppgröftinn fannst skáli og er hann aldursgreindur með

gjóskulagafræði og 14C aðferðinni til 9.–10. aldar (Bjarni F. Einarsson, 2011b, bls. 14–

15; 2013, bls. 24–25). Aðeins einn snældusnúður fannst við rannsóknina, heill og úr

klébergi. Snældusnúðurinn er í flokki A-Bryggen/A1-York. Þvermál 3,9cm, hæð 1,4,

augnvídd 1,0 að ofan og 1,2 að neðan. Þyngd 20,8g.

4 23 „snældusnúðar“ voru skoðaðir en sjö stykki (snúðar) eru aðeins brot, ekki sést að borað hafi verið í þá né hægt er að mæla mesta þvermál, hæð né þyngd. Þeir verða því ekki teknir með í útreikninga og þ.m.t. efni.

Page 30: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

27

8. Aðrir snældusnúðar Hér á landi er tiltölulega sjaldgæft að finna snældusnúða úr blýi en þeir eru engu að

síður átta talsins. Einnig er sjaldgæft að finna snældusnúða í kumlum hér á landi og hafa

aðeins fimm snældusnúðar fundist í fjórum kumlum eins og áður hefur verið nefnt. Svo

vill til að tveir snældusnúðar af þessum átta falla í báða þessa flokka. Því var ákveðið að

rannsaka báða flokkana en þess ber að geta að fjórir af fimm kumlsnældusnúðunum eru

á á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, þar af einn úr blýi. Það var ekki unnt að rannsaka

þá eins ítarlega og hina snældusnúðana og því verður eingöngu sagt frá því í hvaða

flokka þeir falla en ekki talin upp mál og vigt.

8.1 Kuml

Aldursgreining kumla markast yfirleitt af því að kristni var tekin hér upp um árið 1000,

en einnig eru kuml aldursgreind eftir aldri haugfjárins sem í því er. Kristján Eldjárn

bendir á að helsta kennimark á heiðinni gröf sé haugféð en þó ber að hafa í huga að

komið hefur í ljós í mörgum löndum að fyrstu kristnu kynslóðirnar hafi haldið áfram að

setja gripi í grafir. Kristján bendir einnig á að íslenskt haugfé sé oft með ótvíræðum stíl

10. aldar en möguleiki sé að það sé frá fyrri hluta 11. aldar (2000, bls. 41).

Snældusnúðarnir sem fundust í gröfum í Kaupangi (sjá kafla 5.2) voru flestir í

flokkum A og F-Bryggen og má segja það sama hér, fjórir af fimm eru í flokki A og

einn í F. En snældusnúðarnir sem hafa fundist í kumlunum hér á landi eru þó ekki

vandaðri en þeir sem finnast við bæjarstæði eins og var í Kaupangi og greint var frá hér

áður.

Eftirfarandi snældusnúðar hafa fundist í kumlum hérlendis:

Austari-Hóll (kt. 82)

Austarahóll er í Flókadal í Fljótum í sveitafélaginu Skagafirði. Við rannsókn Kristjáns

Eldjárns á kumli sem var á þessum stað fannst meðal haugfjárins snældusnúður úr blýi

(1964–263) (Kristján Eldjárn, 2000, bls. 147–148). Snældusnúðurinn er hálfkúlulaga

með flatan botn en í flatara lagi og fellur í flokk A-Bryggen en A1-York.

Hrísar (kt. 83) (á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins)

Hrísar eru í Dalvíkurbyggð og árið 1916 fannst þar kuml á hól sem nefnist Álfhóll.

Engin rannsókn fór þar fram heldur fundurinn greinagerðarlaus frá sýslumanninum í

Eyjafjarðarsýslu til Þjóðminjasafnsins sama ár. Meðal haugfjárins var snældusnúður úr

Page 31: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

28

blýi (7348) (Kristján Eldjárn, 2000, bls. 148–149). Snældusnúðurinn er hálfkúlulaga

með flatan botn og fellur í flokk A-Bryggen en A1-York.

Daðastaðir (kt. 126) (á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins)

Árið 1956 kom Kristján Eldjárn að Daðastöðum í Núpasveit í Presthólahreppi (nú

Norðurþing) vegna fornleifafundar á uppblásnum mel í landi Daðastaða. Um 35m SV af

þeim stað fannst kvenmannskuml sem var að blása upp. Meðal haugfjárins voru tveir

snældusnúðar úr klébergi (e. steatite). Annar snúðurinn var heill (15691k) og áætlaði

Kristján að hann hafi verið gerður úr endurnýttu pottbroti en hinn (15691l) var brotinn.

(Kristján Eldjárn, 2000, bls. 211–213). Fyrri snældusnúðurinn er flatur að ofan og neðan

með ávalar hliðar og fellur í flokk F-Bryggen en B-York. Seinni snældusnúðurinn er

hálfkúlulaga með flatan botn og fellur í A-Bryggen/B-York.

Litlu-Ketilsstaðir (kt. 142) (á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins)

Litlu-Ketilsstaðir er nafn á eyðibýli fyrir utan Ketilsstaði þar sem nú er býlið Hlégarður

á Fljótsdalshéraði. Árið 1938 fundu vegagerðamenn þar kuml og kom Matthías

Þórðarson það sumar til að rannsaka kumlið og aftur árið 1942. Meðal haugfjárins var

snældusnúður úr klébergi (e. steatite) (12439) (Kristján Eldjárn, 2000, bls. 228–229).

Snældusnúðurinn er hálfkúlulaga með flatan botn og fellur í flokk A-Bryggen/A1-York.

8.2 Snældusnúðar úr blýi

Líkt og fyrr getur hafa samtals átta snældusnúðar úr málmi fundist hér á landi og eru

þeir allir úr blýi. Tveir af þessum snúðum fundust í kumlum eins og kom fram í fyrri

kafla en fimm á bæjarstæðum (Guðrún Alda Gísladóttir, 2011, bls. 60; Kristján Eldjárn,

2000, bls. 399). Af þeim átta snældusnúðum úr blýi sem fundist hafa hér, eru sex í

flokki A-Bryggen/A1-York en einn í flokki C-Bryggen/A2-York.

Austari-Hóll (sjá kafla Kuml, bls. 27).

Hrísar (sjá kafla Kuml, bls. 27).

Hrísheimar (sjá kafla 7.7, bls. 23)

Við rannsóknina við Hrísheima fannst snældusnúður úr blýi frá 10. öld (Guðrún Alda

Gísladóttir, 2011, bls. 60). Snældusnúðurinn er hálfkúlulaga með flatan botn. Í flokki A-

Page 32: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

29

Bryggen/A1-York. Þvermál 2,2cm, hæð 1,0cm, augnvídd 0,8cm að ofan og 0,9cm að

neðan. Þyngd 28,0g.

Sámsstaðir

Við fornleifakönnun á Sámsstöðum í Þjórsárdal í Árnessýslu sem framkvæmd var af

Þorsteini Erlingssyni og Brynjúlfi Jónssyni árið 1895 fannst snældusnúður úr blýi

(4159) á milli fjóss og bæjar en bærinn var yfirgefinn um 1104 (Sveinbjörn Rafnsson,

1977, bls. 51, 97). Snældusnúðurinn er hálfkúlulaga með flatan botn. Illa farinn eða illa

gerður og fellur í flokk A-Bryggen en A1-York. Þvermál 3,2cm, hæð 1,2cm, augnvídd

1,0cm að ofan og 1,1cm að neðan. Þyngd 55,2g.

Skjögrastaðir (lausafundur)

Skjögrastaðir eru í Vallahreppi í S-Múlasýslu en þar fannst snældusnúður úr blýi (3348)

á berum mel (Kristján Eldjárn, 2000, bls. 399). Snældusnúðurinn er hálfkúlulaga með

flatan botn og fellur í flokk A-Bryggen en A1-York.

Suðurgata 3–5 (sjá kafla 7.11, bls. 25)

Við rannsókn Elsu Nordahl í Suðurgötu fundust tveir snældusnúðar úr blýi frá 9.–10.

öld. Annar fannst í yngri smiðjunni, var keilulaga í flokki C-Bryggen/A2-York. Þvermál

2,1cm, hæð 1,0cm og augnvídd er 0,9cm að ofan og 1,1cm að neðan. Þyngd 17,7g. Hinn

fannst í dyragátt milli smiðjanna, var hálfkúlulaga með flatan botn. Þvermál 2,9cm, hæð

1,0cm, augnvídd er 1,1 að ofan og 1,2 að neðan. Þyngd 38,0g.

Sveigakot (sjá kafla 7.12, bls. 25)

Við rannsóknina á Sveigakoti fannst einn snældusnúður úr blýi frá 9.–10. öld,

hálfkúlulaga með flatan botn og fellur í flokk A-Bryggen/A1-York. Þvermál 2,4cm,

hæð 1,0cm, augnvídd 0,7cm að ofan og 0,8cm að neðan. Þyngd 28,6g.

Page 33: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

30

9. Efniviður snældusnúða Snældusnúðar hér á landi hafa fundist úr fjölbreyttu efni: málmi (blýi), beini, við og

margskonar innlendum steintegundum og svo úr hinu innflutta klébergi (e. steatite). Hér

að ofan var fjallað um snældusnúða gerða úr blýi en hér mun ég gera grein fyrir öðrum

efnivið sem snældusnúðar hafa verið gerðir úr hér á landi á því tímabili sem fjallað er

um.

9.1 Innlendur steinn

Af þeim 116 snældusnúðum sem teknir voru fyrir í þessari rannsókn, voru 108 úr steini

og þar af 60 úr innlendum steini. Við val á efni til gerðar snældusnúða virðist, sem

sandsteinn hafi oftast orðið fyrir valinu eða í 48% tilvika en þar á eftir kom móberg í

30% tilvika, eins og sést á töflunni á hér að neðan.

Ef litið er á þann fjölda af snældusnúðum úr steini sem hafa fundist heilir, virðist sem

snældusnúðar úr móbergi og rhyolite hafi síður brotnað en snældusnúðar úr sandsteini,

því 67% af þeim finnast heilir. Þó svo að snældusnúðarnir úr sandsteini virðist hafa

verið vinsælli, gæti það stafað af því að þeir voru ekki jafn sterkir og því brotnað oftar

og því fleiri gerðir. En við val á steintegundum til snældusnúðagerðar hafa menn/konur

sennilega notast við það efni sem var í næsta nágrenni en einnig hversu erfitt var að

vinna steininn.

9.2 Innfluttur steinn

Margir snældusnúðar úr klébergi (e. steatite) hafa fundist hér á landi en steintegundinni

er lýst þannig af Amund Helland í þýðingu Kristjáns Eldjárns (1951):

Kléberg er steintegund, sem er saman sett úr blöndu af talki og klórít.

Tafla 1: Útreikningar á fjölda innlendra steintegunda notaða í snældusnúðagerð og hlutfall heilla snældusnúða.

Page 34: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

31

Talkið getur verið yfirgnæfandi, svo að steinninn verði réttnefndur talkskífer, en einnig getur klótít verið yfirgnæfandi. ...Talkskífer er olíugrænt á litinn, en klébergið grængrátt, dökkgrænt eða blátt. Það er fitukennt viðkomu, auðrispað með nögl og verður hæglega skorið með hníf, höggvið með öxi og sagað með sög. (bls. 41).

Kléberg finnst víða um heim og er það algengt á Grænlandi, Noregi og víðar en finnst

ekki í náttúru Íslands og er því innflutt (Kristján Eldjárn, 1951, bls. 41–42). Klébergið

var sem sé auðunnið og notað í marga gripi, þar á meðal snældusnúða. Ef við lítum á

sömu töflu og var á fyrri blaðsíðu, en bætum klébergi inn í útreikningana má sjá að

breyting verður á.

Klébergið virðist hafa verið vinsælast og eins og var greint frá hér að ofan, var mjög

auðunnið og því ekki undarlegt að það hafi orðið fyrir valinu. Svo má ekki gleyma að

brot úr klébergsílátum voru endurnýtt til að gera snældusnúða eins og Amanda Forster

(2004, bls. 19–20; 2009, bls. 298) bendir á, þá voru þrír snældusnúðar frá Hofstöðum og

fjórir frá Suðurgötu 3–5 gerðir úr endurnýttum klébergsbrotum.

9.3 Annað efni

Aðeins einn snældusnúður (HST02–155) úr beini (lærleggs höfuð/e. femur head úr

nautgrip) fannst í þeim fornleifauppgröftum sem teknir voru fyrir í þessari rannsókn og

kom hann frá Hofstöðum í Mývatnssveit (Batey, C. 2009, bls. 291–292).

Snældusnúðurinn er hálfkúlulaga en brotið er úr botninum og því erfitt að setja í flokk

Bryggen og er skráður A/B þar en A1-York. Þvermál 3,7cm, hæð 2,2cm.

Enginn snældusnúður úr viði fannst á þeim stöðum sem teknir voru fyrir í

þessari rannsókn.

Tafla 2: Útreikningar á fjölda steintegunda notaða í snældusnúðagerð og hlutfall heilla snældusnúða.

Page 35: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

32

10. Úrvinnsla Hér hefur verið farið yfir þá snældusnúða sem teknir voru fyrir í þessari rannsókn. Talið

hefur verið upp í hvaða flokka þeir fara, bæði Bryggen og York og hvort þeir voru

brotnir eða heilir. Einnig hefur verið skýrt frá hvert þvermál, hæð, augnvíddir að ofan

og neðan sé og svo þyngd þeirra. En hvað er hægt að lesa úr þessum upplýsingum?

Eins og sést á töflunni hér að neðan og áður hefur komið fram, voru flestir

snældusnúðarnir úr erlendu klébergi eða 41%. Það þarf kannski ekki að undra að fólk

hafi haft þessa gripi með sér þegar það nam hér land, því eins og sagt hefur verið frá, þá

var vefnaður mjög mikilvægur fyrir landsmenn, ekki bara til að klæða fólk heldur einnig

sem verslunarvara. Rétt rúmur þriðjungur af þessum klébergs snældusnúðum hafa

fundist heilir á þeim stöðum sem teknir voru fyrir og vart hefur verið við að

snældusnúðar hafi verið gerðir úr endurnýttum klébergsílátum eins og kom fram hér

áður. Þegar menn höfðu ekki þess kost að búa til snældusnúða úr klébergi, hafa menn þá

leitað í innlendan stein og hefur sandsteinn og móberg verið vinsælast, sennilega þar

sem auðveldara er að vinna það heldur en aðrar steintegundir.

Ef litið er til

þyngdar

snældusnúðanna má sjá

á töflunni hér til hliðar,

að snældusnúðar sem

voru á bilinu 20–39g

voru algengastir hér á

landi en flestir voru á

bilinu 35–39g. Þetta eru ívíð hærri tölur heldur en í Bryggen, Kaupangi, Birka og

Hedeby. Í Bryggen voru flestir snældusnúðarnir á bilinu 5–20g, í Kaupangi 20–24g, í

Birka 10–14g og í Hedeby 10–25g. Samkvæmt Øye (2011, bls. 347) þá eru mismunandi

Tafla 3: Efnisval eftir flokkum og fjöldi heilla og brotna snældusnúða.

Tafla 4: Fjöldi snældusnúða eftir þyngd.

Page 36: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

33

þyngdir snældusnúða merki um að framleitt hafi verið mismunandi gerð af bandi hvað

varðar gæði og styrk en hún tekur fram að snældusnúðar eins og þeir sem fundust í

Kaupangi (20–24g) hafi sennilega verið notaðir til að spinna tiltölulega góða ull. Því

virðist sem hér á landi hafi verið þörf fyrir þyngri snældusnúða og þá jafnvel merki um

annarskonar vefnað. Við Coppergate uppgröftinn fundust snældusnúðar frá 10–55g en

ekki er fjallað um hvaða þyngd var algengust.

Þvermál snældusnúðanna hér á landi er meira heldur í Kaupangi. Hér eru þeir

flestir á bilinu 3,5–3,9cm eins og sést á töflunni hér að neðan, en í Kaupangi 2,0–2,5cm.

Hedeby og Birka eru

með svipaða tölu og hér

eða 2,5–4,0cm í Hedeby

og 3,0–3,4cm í en í

Bryggen er einungis

tekið fram að

snældusnúðar hafi mælst

á milli 2,0–7,0cm en ekki tekið fram hvaða þvermál var algengast og frá Coppergate eru

engar tölur gefnar upp.

Hæð snældusnúðanna hér á landi var á bilinu 1,5–1,9cm eins og sést á myndinni hér til

hliðar, en í Kaupangi

og Birka var hæðin á

bilinu 1,0–2,4cm, í

Hedeby 1,5–3,0cm en í

Bryggen voru

snældusnúðarnir á

bilinu 0,5–3,3cm en

ekki gefið upp hvaða

hæð var algengust og engar tölur eru frá Coppergate.

Eins og sést á töflunum á næstu síðu, þá var algengast að íslensku

snældusnúðarnir væru með 1,0–1,3cm augnvídd að neðan en flestir með 1,2–1,3cm. Að

ofan var algengast 0,8–1,1cm en flestir með 0,8–0,9cm.

Tafla 5: Fjöldi snældusnúða eftir þvermáli.

Tafla 6: Fjöldi snældusnúða eftir hæð.

Page 37: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

34

Í Bryggen var algengasta

augnvíddin á bilinu 0,35–

1,5cm að ofan en 0,4–1,5cm

að neðan. Øye gefur upp

augnvíddina á

snældusnúðunum frá Kaupangi

en tilgreinir ekki hvort þessi

mæling sé að ofan, neðan eða

bæði. Snældusnúðarnir voru

með augnvídd á bilinu 0,3–1,3cm en flestir voru 0,5–0,8cm. Snældusnúðarnir í

Coppergate voru með augnvídd á bilinu 0,9–1,1cm en ekki gefið upp hvort mælingin sé

að ofan, neðan eða bæði. Það sama er að segja með snældusnúðana frá Birka og

Hedeby. Aðeins er gefið upp hvaða augnvídd sé algengust en í Birka var hún á bilinu

0,7–1,2cm og í Hedeby 0,6–0,8cm.

Þegar allar þessar

upplýsingar eru skoðaðar virðist

sem hér á landi hafi verið notaðir

þyngri snældusnúðar en á hinum

skandinavísku stöðunum.

Þvermálið virðist þó vera svipað

og í Birka og Hedeby en meira en

í Kaupangi en því miður eru

upplýsingarnar frá Bryggen og

Coppergate ekki jafn nákvæmar. Hvað varðar hæð þá eru íslensku snældusnúðarnir

næstir Birka og Kaupangi í tölum en ívið minni heldur en í Hedeby. Ef augnvíddin að

ofan og neðan er skeytt saman á íslensku snældusnúðunum og miðað við að hið sama

hafi verið gert á erlendu snældusnúðunum, þá eru íslensku snældusnúðarnir með meiri

augnvídd en í bæði Hedeby og Kaupangur en svipuð og í Birka og Coppergate.

Algengasta augnvíddin frá Bryggen nær yfir stærra svið en hinir íslensku og virðast því

hafa verið fjölbreyttari.

Útlit snældusnúðanna hér á landi er einnig frábrugðið snældusnúðunum í Birka,

Hedeby og Kaupangi en líkast snældusnúðunum frá York og Bryggen. Hér á landi voru

flokkar A-Bryggen og A1-York lang algengastir á því tímabili sem verið er að fjalla um

og náðu þeir frá 9.–12. aldar. En lítum nánar á erlendu staðina. Í Birka þar sem gripirnir

Tafla 8: Fjöldi snældusnúða eftir augnvídd að ofan.

Tafla 7: Fjöldi snældusnúða eftir augnvídd að neðan.

Page 38: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

35

eru frá 8.–10. öld eru flestir snældusnúðar úr steini og í flokki E og F-Bryggen en B-

York. Snældusnúðarnir frá Bryggen voru einnig flestir úr steini og algengasti flokkurinn

var A-Bryggen/A1-York eins og hér á landi og eru aldursgreindir frá 12.–14. öld.

Hedeby snældusnúðarnir eru frá 9.–12. öld, flestir úr leir og keilulaga (C-Bryggen/A2-

York) en snældusnúðar úr steini (sára fáir) voru flatir E/F-Bryggen/B-York en einnig í

flokki A-Bryggen/A1-York. Í Kaupangi náðist aðeins að aldursgreina 24 snældusnúða

af um 180 og voru þeir frá 9. öld. Af þeim 24 snældusnúðum sem náðist að aldursgreina

var aðeins hægt að setja 17 í flokka og voru það A-, B-, C og D-Bryggen en ekki er

tekið fram hver var algengastur.

Page 39: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

36

11. Niðurstöður Markmiðið með þessari rannsókn var að athuga hvort hægt væri að sýna fram á þróun

snældusnúða hér á landi frá landnámi til ársins 1300. 116 snældusnúðar voru skoðaðir

við þessa rannsókn og kom í ljós að um 93% þeirra voru úr steini og var hið erlenda

kléberg algengast. Snældusnúðarnir fundust í hinum ýmsum fundarsamhengjum eins og

t.d. skála, öskuhaug, smiðju, jarðhýsi og eru rannsóknarstaðirnir staðsettir víðsvegar um

landið. Því miður reyndist ekki unnt að sýna fram á formgerðarfræðilega þróun og ef

litið er á töflu 3 hér fyrr í ritgerðinni er athyglisvert að sjá hve einsleitt útlitsval

snældusnúðsins hefur verið hér á landi. Svo virðist sem flokkur A-Bryggen/A1-York

hafi haft það form sem hentaði best til þess spuna sem menn voru að reyna að ná og

ekki bara á fyrstu öldum Íslandsbyggðar heldur voru þeir vinsælastir á því tímabili og á

þeim stöðum sem hér er fjallað um. Eins og komið hefur fram hér áður var vaðmálið

afar mikilvægt fyrir landsmenn, ekki bara til eigin nota heldur einnig sem verslunarvara.

Voru þessar gerðir (A-Bryggen/A1-York) snældusnúða bestar til notkunar á vaðmálinu?

Flokkur A1-York fór dvínandi eftir því sem leið á 11. öldina í York á Englandi en það

virðist ekki hafa verið hér. Íslensku snældusnúðarnir eru sumsé útlitslega séð líkastir

Bryggen snældusnúðunum en eru mun þyngri og hafa því verið notaðir í grófari

framleiðslu.

Hugsanlegt er að þetta einsleitna útlit á snældusnúðunum bendi til staðlaðrar

framleiðslu. Það er að segja, hér var stuðst við ákveðinn staðal um það vaðmál sem mest

fékkst fyrir og því var mikilvægt fyrir fólk að halda uppi þeim staðli. Þar gegndi

snældusnúðurinn veigamiklu hlutverki, því ef spuninn var ekki nógu góður varð bandið

ekki nógu gott sem leiddi til verðminni afurðar. Því virðist sem landsmenn hafi ekki haft

þörf fyrir að þróa form snældusnúðanna á þessu tímabili. Snældusnúðarnir virðast hafa

haft það form sem hentaði best fyrir þann spuna sem leitast var eftir við framleiðsluna

hér.

Page 40: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

37

Heimildaskrá Adolf Friðriksson og Lucas, G. (2009). Introduction. Í G. Lucas (ritstjóri), Hofstaðir-

Excavations of a Viking age feasting hall in North-eastern Iceland. (bls. 1–25). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Andersson, E. (2003). Tools for Textile production, from Birka and Hedeby. Birka

Studies volume 8, Excavations in the Black Earth 1900–1995. Stokkhólmur: Project for Riksantikvarieämbetet.

Árný Erla Sveinbjörnsdóttir. (2010). 14C aldursgreiningar og nákvæm tímasetning

fornleifa. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2010, 5–28.

Batey, C. (2009). The Artefactual Material. Í G. Lucas (ritstjóri). Hofstaðir: Excavations of a Viking age feasting hall in north-eastern Iceland. (bls. 253–321). Reykjavík. Fornleifastofnun Íslands.

Batey, C. (2003). The Finds. Í Ragnar Edvardsson (ritstjóri), Hrísheimar 2003. Interim

Report (bls. 11–16). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands. Bjarni F. Einarsson. (1995). The Settlement of Iceland; A Critical Approach.

Granastaðir and the Ecological Heritage. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.

Bjarni F. Einarsson. (1998). Hólmur í mynni Laxárdals II. Skýrsla yfir

fornleifarannsókn á fornbýlinu Hólmi og kumli í mynni Laxárdals, Austur Skaftafellssýslu, 26. júní t.o.m. 18. júlí 1997. Reykjavík: Fornleifafræðistofan.

Bjarni F. Einarsson. (2002). Hólmur í mynni Laxárdals. Blóthús og bæjarstæði undir

Selhrygg. Skýrsla V. Reykjavík: Fornleifafræðistofan. Bjarni F. Einarsson. (2003). Hólmur í mynni Laxárdals. Leit að skála á bæjarstæði.

Skýrsla VI. Reykjavík: Fornleifafræðistofan. Bjarni F. Einarsson. (2008). Blót houses in viking age farmstead cult practices. Acta

Archaeologica, 79: 145–184. doi: 10.1111/j.1600-0390.2008.00112.x

Bjarni F. Einarsson. (2010). Hólmur í mynni Laxárdals. Hús 1, 3, 4, 5 og leit að nýjum. Skýrsla X. Reykjavík: Fornleifafræðistofan.

Bjarni F. Einarsson. (2011a). Hólmur í mynni Laxárdals. Hús 3b, fóðruð hola. Skýrsla

XII. Reykjavík: Fornleifafræðistofan. Bjarni F. Einarsson. (2011b). Vogur. Landnámsaldarbýli í Höfnum, Reykjanesbæ.

Skýrsla III. Reykjavík: Fornleifafræðistofan. Forster, Amanda. (2001). The Soapstone Artefacts. Í H. M. Roberts (ritstjóri).

Fornleifarannsókn á lóðunum/Archaeological Excavations at Aðalstræti 14–18, 2001. A Preliminary Report/Framvinduskýrslur. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Page 41: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

38

Forster, Amanda. (2004). The Soapstone trade in the north Atlantic: Preliminary

research of Viking and Norse period soapstone imports in Iceland. Í Garðar Guðmundsson (ritstjóri), Current Issues in Nordic Archaeology: Proceedings of the 21st Conference of Nordic Archaeologists 6–9 September 2001 Akureyri Iceland (bls. 17–21). Reykjavík: Félag íslenskra fornleifafræðinga.

Forster, Amanda. (2009). Soapstone. Í Gavin Lucas (ritstjóri), Hofstaðir: Excavations of

a Viking age feasting hall in north-eastern Iceland (bls. 297–301). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Garðar Guðmundsson. (2014). Fornleifarannsóknir í Vatnsfirði. Yfirlit 2003–2013. Í

Oddgeir Isaksen (ritstjóri). Vatnsfjörður 2013. Framvinduskýrslur (Interim Reports). bls. 5–18. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Grágás. (1992). Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson

og Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík: Mál og menning. Guðrún Alda Gísladóttir og Orri Vésteinsson. (2004). The skáli and associated

structures. Areas S, N and P. Í Orri Vésteinsson (ritstjóri), Archaeological investigations at Sveigakot 2003. (bls. 8–24). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Guðrún Alda Gísladóttir. (2006). Finds summary. Í Orri Vésteinsson (ritstjóri),

Archaeological investigations at Sveigakot 2005. bls. 47–55. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Guðrún Alda Gísladóttir. (2008). The Finds. Í Guðrún Alda Gísladóttir og Orri

Vésteinsson (ritstjórar). Archaeological investigations at Sveigakot 2006. (bls. 53–60). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Guðrún Alda Gísladóttir. (2011). Snældusnúðar úr blýi. Í Orri Vésteinsson, Gavin

Lucas, Kristborg Þórsdóttir og Ragnheiður Gló Gylfadóttir (ritstjórar), Upp á yfirborðið: Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði (bls. 60). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Guðrún Alda Gísladóttir og Uggi Ævarsson. (2008). Area MP. Í Guðrún Alda

Gísladóttir og Orri Vésteinsson (ritstjórar), Archaeological investigations at Sveigakot 2006. (bls. 59–61). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Guðrún Sveinbjarnardóttir. (2012). Reykholt. Archaeological Investigations at a High

Status Farm in Western Iceland. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands og Snorrastofa. Guðrún Jóna Þráinsdóttir. 2011. Steinar í íslenskri fornleifafræði. Óbirt BA-ritgerð:

Háskóli Íslands, Hugvísindasvið. Sótt á vefslóð: http://hdl.handle.net/1946/10009.

Gullbekk, S. H. (2011). Money and its Use in the Saga Society: Silver, Coins and Commodity Money. Í Svavar Sigmundsson, A. Holt, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Ólafsson and Orri Vésteinsson (ritstjórar), Viking settlements and viking society: papers from the proceedings of the sixteenth viking congress, Reykjavík and Reykholt, 16–23 August 2009, (bls. 176–188). Reykjavík: Hið íslenzka

Page 42: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

39

Fornleifafélag: University of Iceland Press. Hall, R.A. (1997). The Excavation at 16–22 Coppergate. Í P. Walton Rogers. Textile

Production at 16–22 Coppergate,bls. 1689–1708. Dorcet: Henry Ling Ltd.

Inga Lárusdóttir. (1943). Vefnaður, prjón og saumur. Í Guðmundur Finnbogason (ritstjóri), Iðnsaga Íslands. Síðara bindi (bls. 154–192). Reykjavík: Prentsmiðjan Edda h.f.

Jónas Jónasson. (2011). Íslenzkir þjóðhættir (4. útgáfa). Einar Ó. Sveinsson (bjó undir prentun). Reykjavík: Bókaútgáfan Opna.

Kristján Eldjárn. (1948). Gengið á reka: Tólf fornleifaþættir (bls. 139–147). Akureyri: Bókaútgáfan Norðri.

Kristján Eldjárn. (1951). Kléberg á Íslandi. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1949 – 1950, 41–62.

Kristján Eldjárn. (1989). Papey: Fornleifarannsóknir 1967–1981. Guðrún Sveinbjarnardóttir bjó til prentunar og samdi viðauka. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1988, 36–188.

Kristján Eldjárn. (2000). Kuml og haugfé. Úr heiðnum sið á Íslandi. Í Adolf Friðriksson

(ritstjóri). 2. Útgáfa. Reykjavík, Mál og menning.

Lucas, G. (2009). The Structural Sequence. Í G. Lucas (ritstjóri), Hofstaðir-Excavations of a Viking age feasting hall in North-eastern Iceland (bls. 55–167). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

McGovern, T. H. (2002). Sveigakot 2001. Area M – midden. Í Orri Vésteinsson

(ritstjóri), Archaeological investigations at Sveigakot 2001. With reports on preliminary investigations at Hrísheimar, Selhagi and Ytri Tunga. (bls. 50–55). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

McGovern, T. H. og Tinsley, C., (2002). Report on Midden Investigations at

Hrísheimar. Í Orri Vésteinsson (ritstjóri), Archaeological Investigations at Sveigakot 2001. With reports on preliminary investigations at Hrísheimar, Selhagi and Ytri Tunga (bls. 64–66). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

McGovern, T. H. og Woollett, J. (2003). The Midden. Í Ragnar Edvardsson (ritstjóri),

Hrísheimar 2003. Interim Report (bls. 16–24). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands. McGovern, T. H. og Ragnar Edvardsson. (2005). Area L and Q. Í Ragnar Edvardsson

(ritstjóri), Hrísheimar 2004. Interim Report (bls. 8–9). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Mehler, N. (2001). The Finds. Í H. M. Roberts (ritstjóri). Fornleifarannsókn á

lóðunum/Archaeological Excavations at Aðalstræti 14–18, 2001. A Preliminary Report/Framvinduskýrslur. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Mehler, N. (2002). Hrísheimar 2000 and 2001 – the finds. Preliminary Report. Í Orri

Page 43: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

40

Vésteinsson (ritstjóri), Archaeological Investigations at Sveigakot 2001. With reports on preliminary investigations at Hrísheimar, Selhagi and Ytri Tunga (bls. 69–75). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Milek, K. (2001). Area S Interim Report. Í Orri Vésteinsson (ritstjóri), Archaeological

investigation at Sveigakot 1998–2000. (bls. 50–66). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Milek, K. og Simpson, I. (2001). Geoarchaeological Sampling Report. Í Orri

Vésteinsson (ritstjóri), Archaeological investigation at Sveigakot 1998–2000. (bls. 13–14). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Milek, K. (2002). Sveigakot 2001. Area S – long house. Í Orri Vésteinsson (ritstjóri),

Archaeological investigations at Sveigakot 2001. With reports on preliminary investigations at Hrísheimar, Selhagi and Ytri Tunga (bls. 8–28). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Nordahl, E. (1988). Reykjavík from the Archaeological Point of View. Uppsala: Societas

Archaeologica Upsaliensis. Norlund, P. (1943). Förord. Í Mårten Stenberger. Forntida gårdar i Island. Nordiska

arkeologiska undersökningen i Island 1939 (bls. 7–8). Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard.

Nomina rerum mediævalium (NORM). 1983. Nafnaskrá um norræna miðaldahluti. Nordisk Ministerråd/Arbeidsgruppen.

Orri Vésteinsson. (2001a). Archaeological investigations at Sveigakot 1998 and 1999. Í

Orri Vésteinsson (ritstjóri), Archaeological investigations at Sveigakot 1998–2000. (bls. 4–12). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Orri Vésteinsson. (2001b). Archaeological investigation at Sveigakot 2000.

Introduction. Í Orri Vésteinsson (ritstjóri), Archaeological investigation at Sveigakot 1998–2000. (bls. 43–39). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Orri Vésteinsson. (2001c). Appendix. Í Orri Vésteinsson (ritstjóri), Archaeological investigation at Sveigakot 1998–2000. (bls. 62–72). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Orri Vésteinsson. (2002). Sveigakot 2001-the artefacts. Í Orri Vésteinsson (ritstjóri),

Archaeological investigations at Sveigakot 2001. With reports on preliminary investigations at Hrísheimar, Selhagi and Ytri Tunga. (bls. 56–57). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Orri Vésteinsson. (2003a). Introduction. Í Orri Vésteinsson (ritstjóri), Archaeological

investigations at Sveigakot 2002. (bls. 4–6). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Orri Vésteinsson. (2003b). Find List. Í Orri Vésteinsson (ritstjóri), Archaeological investigations at Sveigakot 2002. (bls. 77). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Page 44: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

41

Orri Vésteinsson. (2006). Samantekt. Í Orri Vésteinsson (ritstjóri), Archaeological

investigations at Sveigakot 2005. (bls. 59–61). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands. Orri Vésteinsson. (2008). Samantekt. Í Guðrún Alda Gísladóttir og Orri Vésteinsson

(ritstjórar), Archaeological investigations at Sveigakot 2006. (bls. 73–75). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Ólafur Olavius. (1965). Ferðabók II. Steindór Steindórsson (þýddi). Reykjavík:

Bókfellsútgáfan H.F. Ragnar Edvardsson. (2003). Area H and L. Í Ragnar Edvardsson (ritstjóri), Hrísheimar

2003. Interim Report (bls. 16–24). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands. Ragnar Edvardsson. (2004). Fornleifarannsókn í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp 2004.

Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands. Ragnar Edvardsson. (2005a). Appendices. Í Ragnar Edvardsson (ritstjóri), Hrísheimar

2004. Interim Report (bls. 25–31). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands. Ragnar Edvardsson. (2005b). Archaeological excavations at Vatnsfjörður 2005. Í Adolf

Friðriksson, Torfi H. Tulinius og Garðar Guðmundsson (ritstjórar). Vatnsfjörður 2005. Fornleifarannsóknir / Fieldwork at Vatnsfjörður, NW-Iceland 2005. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands. bls. 35–40.

Roberts, H.M. (ritstjóri). (2001). Fornleifarannsókn á lóðunum/Archaeological

Excavations at Aðalstræti 14–18, 2001. A Preliminary Report/Framvinduskýrslur. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Roberts, H. M., Mjöll Snæsdóttir, Mehler, N. Og Orri Vésteinsson. (2003). Skáli Frá

Víkingaöld í Reykjavík. Árbók Hins Íslenzka fornleifafélags 2000–2001, 219–234. Roussell, A. (1943). Islands Tomter. Í Mårten Stenberger. Forntida gårdar i Island.

Nordiska arkeologiska undersökningen i Island 1939 (bls. 201–214). Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard.

Sveinbjörn Rafnsson. (1977). Sámsstaðir í Haukadal. Árbók Hins íslenzka

fornleifafélags 1976, 39–120. Stenberger, M. (1943). Ísleifsstaðir, Borgarfjarðarsýsla. Í Mårten Stenberger. Forntida

gårdar i Island. Nordiska arkeologiska undersökningen i Island 1939 (bls. 145–170). Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard.

Urbańczyk, U. (2002). Sveigakot 2001. Area T-pit house. Í Orri Vésteinsson (ritstjóri),

Archaeological investigations at Sveigakot 2001. With reports on preliminary investigations at Hrísheimar, Selhagi and Ytri Tunga. (bls. 29–49). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Vala Garðarsdóttir. (2010). Fornleifauppgröftur á Alþingisreitnum 2008–2010. Bindi I

og II. Reykjavík: Alþingi: Framkvæmdasýsla ríkisins

Page 45: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

42

Walton Rogers, P. (1997). Textile Production at 16–22 Coppergate. The Archaeology of

York. Volume 17: The Small Finds. Dorset: Henry Ling Ltd. Þorkell Jóhannesson. (1943). Ullariðnaður. Í Guðmundur Finnbogason (ritstjóri),

Iðnsaga Íslands. Síðara bindi. (bls. 154–192). Reykjavík: Prentsmiðjan Edda h.f.

Þór Magnússon. (1973). Sögualdarbyggð í Hvítárholti. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1972, 5–80.

Øye, I. (1988). Textile equipment and its working environment, Bryggen in Bergen, c

1150–1500. The Bryggen papers, Main Series, Vol. 2. Universitetsforlaget AS. Øye, I. (2011). Textile-production Equipment. Í D. Skre (ritstjóri). Things from the

town: Artefacts and Inhabitants in Viking-age Kaupang. Kaupang Excavation Project Publication Series, Volume 3. bls. 339–372. Árósir: Aarhus University Press,

Óútgefnar heimildir: Batey, C. og Guðrún Alda Gísladóttir. (án ártals). The Finds. Drög að fundaskrá frá

rannsókn á Hrísheimum 2005. (óútgefin gögn). Bjarni F. Einarsson. (2013). Vogur. Landnámsaldarbýli í Höfnum, Reykjanesbæi.

Skýrsla IV. Reykjavík: Fornleifafræðistofan. Bjarni F. Einarsson. (í prentun). Af bæ að blóti. Reykjavík: Skrudda. Ragnar Edvardsson og McGovern, T. H. (2006). Hrísheimar 2006. Interim Report.

(óútgefin gögn). Fornleifastofnun Íslands.

Ragnar Edvardsson og McGovern, T. H. (2007). Drög að skýrslu um rannsókn á Hrísheimum 2006. (óútgefin gögn). Fornleifastofnun Íslands.

Vala Garðarsdóttir. (óútgefið). Alþingisreiturinn 2012–2013: Fornleifarannsókn,

uppgröftur á lóð Alþingis. Bindi I.

Myndaskrá Mynd 1: t.v. situr og strýkur við læri sér. m. hangir og snýst. t.h. stendur og lætur spinna

(Walton Rogers, 1997, bls. 1746–1748). .......................................................... 12

Mynd 2: Flokkar snældusnúða samkvæmt Øye (1988, bls. 38). .............................. 14

Page 46: Er eitthvað í þig spunnið eitthvað í þig spunnið... · í kaflanum Textile-production Equipment í ritinu Things from the Town. Artefacts and Inhabitants in viking-age Kaupang

43

Töfluskrá Tafla 1: Útreikningar á fjölda innlendra steintegunda notaða í snældusnúðagerð og

hlutfall heilla snældusnúða. .............................................................................. 30

Tafla 2: Útreikningar á fjölda steintegunda notaða í snældusnúðagerð og hlutfall heilla

snældusnúða. ..................................................................................................... 31

Tafla 3: Efnisval eftir flokkum og fjöldi heilla og brotna snældusnúða. .................. 32

Tafla 4: Fjöldi snældusnúða eftir þyngd. .................................................................. 32

Tafla 5: Fjöldi snældusnúða eftir þvermáli. .............................................................. 33

Tafla 6: Fjöldi snældusnúða eftir hæð. ..................................................................... 33

Tafla 7: Fjöldi snældusnúða eftir augnvídd að neðan. .............................................. 34

Tafla 8: Fjöldi snældusnúða eftir augnvídd að ofan. ................................................ 34

Viðaukar Viðauki 1

Snældusnúða skrá

Sjá geisladisk innan á baksíðu.

Viðauki 2

Gagnagrunnurinn sem skráð var í.

Sjá geisladisk innan á baksíðu.