C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931...

20
C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 Íslensk nöfn á pósthúsum í Bandaríkjunum og Kanada Konunglega danska póstafgreiðslan Cu vi estas filatelisto?

Transcript of C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931...

Page 1: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

C

Frímerkjaútgáfur

Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931

Íslensk nöfn á pósthúsum í Bandaríkjunum og Kanada

Konunglega danska póstafgreiðslan

Cu vi estas filatelisto?

Page 2: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

2

Haustið er komið og vetrarstarfið hafið. Við upp-haf starfsárs hélt Félag frímerkja safnara í Reykja-

vík að vanda litla sýningu í tilefni af degi frímerkis-ins sem var að þessu sinni föstudaginn 7. október.

Merkasta nýja safnið sem þar kom fram verður að telja safn Árna Gústafs-sonar af skipspósti frá Íslandi og verður ekki annað séð en að með sama framhaldi verði það safn komið á alþjóðlegar sýningar áður en mörg ár líða. Þá sýndi Þórhallur Ottesen norskt mótífsafn um siglingar. Ýmislegt annað var forvitnilegt að sjá þótt það verði ekki talið hér.

Á erlendum vettvangi sýndu íslenskir safnarar á frímerkjasýningunni Nordiu 05, sem var haldin í Gautaborg dagana 26. til 29. maí. Mjög vel var að þeirri sýningu staðið, aðbúnaður eins og best verður á kosið, dagskrá góð og sýningarefni vandað og fjölbreytilegt. Íslensku sýnendurnir stóðu sig vel og ber þar hæstan árangur Árna Gústafssonar sem fékk stórt gyllt silfur fyrir Zeppelinsafn sitt. Í bókmenntadeild fékk Heimir Þorleifsson sömu ein-kunn fyrir Póstsögu Íslands 1873–1935 en hann fékk einnig sérstakar árnað-aróskir dómnefndar. Hjalti Jóhannesson fékk stórt silfur fyrir póstsögusafn sitt og Sveinn Ingi Sveinson fékk stórt silfur fyrir safn sitt af íslenskum tölu-stimplum. Sömu einkunn fékk Þór Þorsteins fyrir bók um íslenska brúar-, rúllu- og vélstimpla.

Á árinu 2006 gefst Íslendingum kostur á að sýna á tveimur erlendum sýningum, alþjóðlegri sýningu í Washington í maílok og á Nordiu 06 í Finn-landi um haustið. Umboðsmaður beggja sýninganna er Sigurður R. Péturs-son og fer væntanlega hver að verða síðastur að skila til hans umsóknum um þátttöku.

Nú um áramótin verða þau tímamót í útgáfu Frímerkjablaðsins, að Þór Þorsteins lætur af störfum ritstjóra, sem hann hefir gegnt með miklum ágætum næstliðin ár, þótt hann hafi sjálfur ekki kosið að nota þann titil. Verður sæti hans vandskipað en um leið og honum eru færðar beztu þakkir félaganna fyrir gott og árangursríkt starf á liðnum árum læt ég í ljósi þá ósk og von að Þór hverfi ekki alveg af vettvangi og að hann verði komandi rit-nefnd innan handar eftir því sem aðstæður gefa færi á.

GRE

L E IÐA R I

2 Ávarp formanns Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara.

3 Frímerkjaútgáfur Íslandspósts hf. fyrri hluta árs 2006.

6 Fréttatilkynningar Verðalaunafrímerki.

7 Frímerkjahönnun Örn Smári Gíslason.

8 Ábyrgðarlímmiðar – R-miðar, Þór Þorsteins skrifar.

10 Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 Árni Gústafsson skrifar.

12 Handstimplun frímerktra umslaga Ný þjónusta hjá Íslandspósti hf.

12 Gjafamöppur með sjávarspendýrum Mistalin merki í möppu.

13 Íslensk nöfn á pósthúsum í Bandaríkjunum og Kanada

14 Konunglega danska póstafgreiðslan í Reykjavík 1870–1872.

16 Cu vi estas filatelisto?

Don Brandt skrifar.

18 Teiknisamkeppni Íslandspósts um Evrópumerki 2006.

18 Upplagstölur fyrri hluta árs 2005.

19 Sjaldséð flugfrímerki Ólafur Elíasson skrifar.

19 Blómafrímerki 1957

Ávarp formanns

Gefið út af Landssambandi íslenzkra frímerkjasafnara með stuðningi Íslandspósts hf.

LÍF · Síðumúla 17, 108 Reykjavík · Pósthólf 8752, 128 Reykjavík

Ritnefnd: Gunnar Rafn Einarsson ábyrgðarmaður, [email protected]

Rúnar Þór Stefánsson, [email protected] · Þór Þorsteins, [email protected]

Útlit og umbrot: Katla · Prentun: Svansprent ehf.

Forsíðumyndin:Fallegasta Evrópufrímerkið 2005Hönnun: Hany Hadaya.

Page 3: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

3

F R Í M ER K JAÚ TGÁ F U R

Ú TGÁ F U R NA R 2. F EBRÚA R

ÞjóðarblómiðLeitin að þjóðarblóminu hófst fyrir mörgum árum en tilgangur hennar var að kanna hvort tilgreina mætti blóm sem hefði táknrænt gildi og þjónaði sem sam-einingartákn í kynningar- og fræðslu-starfi hér og erlendis. Markmiðið var einnig að skapa umræður um blóm og gróður til að auka samstöðu um gróðurvernd. Landvernd og Morgunblaðið stóðu að almennri skoðanakönnun um þjóðarblómið 1.–15. október 2004 og var niðurstaðan kynnt að viðstöddum forseta Íslands. Holtasóley varð í fyrsta sæti en gleym-mér-ei og blóðberg í öðru og þriðja.

Holtasóley (Dryas octopetala) er af rósaætt en ekki sóleyja-ætt eins og íslenska heitið gæti gefið til kynna. Plantan er sér-stök fyrir norðurslóðir, segir á heimasíðu Landverndar. Hún er algeng um allt land bæði á láglendi og hálendi og vex víða á melkollum og í þurrum móum. Blómin eru allstór með hvítum krónublöðum, oftast átta talsins. Þegar aldinið þroskast verður stíll frævunnar að fjaðurhærðum hala. Þar sem frævurnar eru margar verður myndarlegur hárbrúskur við aldinþroskun og þá kallast holtasóleyin hárbrúða. Blöðin eru gljáandi á efra borði en hvítloðin á neðra. Þau eru sígræn og kallast rjúpnalauf.

Anna Þóra Árnadóttir hannaði frímerkið en Jón Baldur Hlíð-berg teiknaði. Verðgildið er 50 kr.

Rokkið á Íslandi Áhöld eru um hvenær rokkið kom til Íslands en það hefur þó ekki verið síðar en árið 1956. Guðni Thorlacius Jóhannesson sagnfræðingur segir að honum finnist hugmyndin um frímerki í tilefni hálfrar aldar sögu rokksins hérlendis vel við hæfi og tilvalið sé að minnast upp-hafsára rokksins á Íslandi með þessum hætti. Ártalið 1956 kann að orka tvímælis en viku-legur þáttur tileinkaður rokkinu hófst í útvarpi það ár. Í árs-byrjun 1957 sýndu kvikmynda-

húsin þrjár bandarískar rokkmyndir sem framleiddar voru árið áður. Þessar bíómyndir stimpluðu rokkið rækilega inn hjá ung-dómnum. Sagnfræðingafélag Íslands hefur velt því fyrir sér að halda árlega „landsbyggðarráðstefnu“ í Keflavík árið 2006, og þá yrði dægurtónlist og dægurmenning fyrirferðarmikil, og hálfrar aldar afmælis rokksins minnst.

45-snúninga plöturnar nutu mikilla vinsælda á þessum árum og frímerkið sýnir eina slíka í umslagi sem er prýtt ýmsum alþekktum táknum sjötta áratugarins: Gibson gítarnum, sem Elvis Presley notaði á sínum tíma, Cadillac bifreið sem rokk-stjörnur óku gjarnan og loks ungu fólki í frægri rokk og ról sveiflu. Hany Hadaya hannaði frímerkið en verðgildið er 60 kr.

Fyrstu flóttamennirnir Árið 1956 vildu Íslendingar feta í fótspor nágrannaríkja sinna sem voru byrjuð að veita póli-tískum flóttamönnum hæli. Eftir byltinguna í Ungverjalandi í október 1956 barst íslenskum stjórnvöldum beiðni frá Flótta-mannastofnun SÞ um aðstoð við landflótta Ungverja í Austurríki. Um 200.000 manns höfðu flúið til Júgóslavíu og Austurríkis undan harðstjórn Janos Kadars sem Sovétríkin studdu til valda eftir að Imre Nagy hrökklaðist frá. Ríkisstjórn Íslands ákvað að bjóða 52 flóttamönnum hæli á Íslandi. Þetta var fyrsti skipulegi hópur flóttamanna sem kom til landsins. Ungverjunum vegnaði yfirleitt vel hér á landi en nokkuð brottfall varð úr hópnum. Aðeins tæpur helmingur hans, 25 manns, sótti um og fékk íslenskan ríkisborgararétt en nokkrir þeirra fluttu síðar úr landi, þar á meðal tveir aftur til Ungverjalands. Alls er um þriðjungur þessara fyrstu flótta-manna enn búsettur á Íslandi. Hönnuður frímerkisins er Tryggvi T. Tryggvason. Verðgildið er 70 kr.

Evrópufrímerki í 50 árEvrópufrímerki í 50 ár er heiti smáarkar sem verður gefin út 2. febrúar. Með þessari útgáfu vill Íslandspóstur minnast þess að 50 ár eru liðin frá því að löndin sex sem síðar undirritaðu stofn-sáttmála Evrópusambandsins gáfu út fyrstu „Europa Postes“ frímerkin sem urðu vísirinn að þeim Evrópufrímerkjum sem við þekkjum í dag. „Europa Postes“ frímerkin voru fyrst gefin út 15. september 1956 og voru það löndin sex sem mynduðu Kola- og stálsambandið og síðar undirrituðu Rómarsáttmálann sem gáfu þau út. Þessi lönd voru Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland.

ÚTGÁFUR FYRRI HLUTA ÁRS 2006

Fossar, huldufólk og flóttamenn á frímerkjumÍslandspóstur seilist að venju víða til fanga í frímerkjaútgáfu næsta árs og meðal þess sem er á döfinni á fyrri helmingi ársins 2006 eru tvær útgáfur Evrópufrímerkja auk Norðurlanda-merkjanna, sem að þessu sinni eru helguð álfum og huldufólki. Öll verðgildi í lesmálinu hér á eftir eru með eðlilegum fyrirvara um breytingar.

Page 4: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

4

F R Í M ER K JAÚ TGÁ F U R

Á ráðstefnu 23 póststjórna í Evrópu í Montreux í Sviss árið 1959 var síðan samþykkt að hefja sameiginlega Evrópuútgáfu undir merkjum CEPT (Conférence Européenne des Postes et Téle communications) – Evrópusamráðs pósts og síma. Hug-myndin um að gefa árlega út frímerki með sameiginlegu mynd-efni kom upprunalega fram árið 1952 og átti myndefni frímerkj-anna að vera hið sama í öllum löndum. Frímerkin áttu að verða tákn sameiginlegra hagsmuna og markmiða Evrópulandanna sem að þeim stóðu.

Árið 1993 var Evrópusamráð Pósts og síma lagt niður og PostEurop, samtök póstrekenda í Evrópu, stofnuð í þess stað. Frá þeim tíma hafa Evrópufrímerkin verið gefin út undir sam-heitinu Europa.

Í ár eru 45 ár liðin frá því fyrstu CEPT-frímerkin voru gefin út á Íslandi. Fyrsta íslenska útgáfan kom árið 1960. Þegar í upp-hafi varð söfnun Evrópufrímerkja undir merkjum CEPT mjög vinsæl meðal safnara. Hvert land ákvað sjálft fjölda útgefinna merkja og útgáfudag þeirra. CEPT frímerki með sameiginlegri mynd kom út í 14 ár en 1974 var útgáfunni breytt þannig að haldið var áfram með sameiginlegt þema en hvert land valdi sér myndefni innan þess. Sameiginlegt myndefni var á CEPT frímerkjum 1984 og 2000. Verðgildi smáarkarinnar er 300 kr. Hönnuður er Hlynur Ólafsson.

Ú TGÁ F U R NA R 29. M A RS

Íslenskir fossarÁ næsta ári gefur Íslandspóstur út fimm frímerki og gjafa möppu í stíl við möppuna um jarðhita á Íslandi 2004 og lífríki Þingvallavatns 2003. Þessi mappa verður tileinkuð fossum á Íslandi.

Ótal marga og fjölbreytilega fossa má óhikað telja eina helstu höfuðprýði þessa lands. Þeir búa yfir fegurð, tign og mætti sem engan lætur ósnortinn. Fossar eru yfirleitt einkenni ungs lands- lags þar sem ár hafa ekki náð að afmá stalla í farvegi sínum. Má að hluta til skýra hinn mikla fjölda fossa á Íslandi með ungum aldri landsins á mæli-kvarða jarðsögunnar. Berggrunnurinn skiptir einnig miklu máli enda meiri líkur á að finna fossa þar sem skiptast á mishörð berglög. Jarðfræðingar skipta fossum í tvo meginflokka eftir því hvernig þeir myndast. Annars vegar í fossa sem myndast vegna árrofsins og þess að berggrunnurinn er misharður en hins vegar fossa sem myndast vegna misgengis, sprungu-myndunar, brimrofs, jökulrofs og stíflunar af ýmsum völdum.

Öxarárfoss er dæmigerður misgengisfoss enda þótt hann sé myndaður af mannavöldum. Í Sturlungu er greint frá því að fornmenn hafi breitt farvegi Öxarár þannig að hún félli ofan í Almannagjá og eftir Þingvelli. Öxarárfoss er innan þjóðgarðs-ins á Þingvöllum og því friðlýstur.

Seljalandsfoss og Skóga foss eru brim rofsfossar sem falla fram af fornum sjávarhömrum en einnig eru fjölmörg dæmi um brimrofsfossa sem falla fram af sjávar-hömrum á blágrýtis-svæðum. Einn þeirra er Skeifárfoss á Tjörn-esi sem er glæsilegur slæðufoss og vel þess virði að skoða þótt hann sé ekki í alfara-leið. Til að sjá fossinn í sínu fegursta ljósi er nauðsynlegt og ganga niður í fjöruna og virða hann fyrir sér þaðan.

Algengustu stíflu-fossar á Íslandi eru hraunstíflu fossar sem myndast við það að hraun rennur yfir á eða eftir henni. Áin hrekst þá annaðhvort til hliðar og rennur milli hrauns og hlíðar, eins og t.d. Þjórsá, eða hún rennur yfir hraunið og fellur fram af því í fossi. Hjálparfoss er dæmi um þetta en hann fellur fram af einu hinna mörgu Þjórs árhrauna. Fossinn er klofinn af grónum hraunhólma en hraundrangar, stuðlaberg og tærir hyljir gera umhverfi fossins einkar fagurt.Fossinn Glymur í Botnsá í Hvalfirði er hæsti foss Íslands, 190 metrar. Hinn fallegi foss Faxi er í Tungufljóti sem á upptök sín í Haukadalsheiði og verður til af mörgum lindárkvíslum. Tungu-fljót fellur í Hvítá sunnan og vestan Bræðratungu í Biskups-tungum.

Einn mikilfenglegasti foss á Íslandi er Dettifoss sem jafn-framt er aflmesti foss Evrópu. Hann er 44 m hár og meðal-rennsli er 193 rúmmetrar á sekúndu. Fossinn fellur með ofsa-krafti ofan í hyldjúp og stórkostleg gljúfur þar sem fossdrunurnar bergmála af miklum þunga. Dettifoss hefur tekið allmiklum breytingum í seinni tíð. Vesturveggur gljúfursins hefur brotnað við fossinn svo stallur hefur myndast talsvert ofan við miðju hans sem veldur því að vatnið fellur ekki allt jafnt fram af foss-brúninni. Elsa Nilsen hannaði frímerkin en verðgildi þeirra er 50 kr., 60 kr., 70 kr., 90 kr. og 210 kr. Gjafamappan kostar 750 kr.

Norræn goðafræði II Í mars 2006 gefur Íslandspóstur út smáörk og gjafamöppu sem inniheldur frímerki allra Norðurlandaþjóðanna. Norðurlöndin gefa sameiginlega út röð frímerkja í þremur hlutum um nor-ræna goðafræði og þemað í öðrum hlutanum er „Náttúru-vættir“. Vættirnar, þar á meðal álfar og huldufólk, eru goðsagna-kenndar verur úr germanskri goðafræði sem lifa í norrænum þjóðfræðum. Þær gátu heillað mennina og skotið þeim skelk í bringu. Þær líktust yfirleitt mönnum í útliti en hver þeirra hafði þó sitt eigið svipmót. Sögur af álfum og huldufólki eru ein grein goðafræðisagna. Vættirnar búa oft í steinum og klettum og stunda búskap eins og menn. Voði er vís þeim sem styggir þá en sé þeim gerður greiði veita þeir ríkulega umbun. Gæfumaður verður til dæmis sá sem hjálpar álfkonu í barnsnauð. Það gat einnig talist fyrirboði af einhverju tagi í norrænni þjóðtrú

Page 5: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

5

F R Í M ER K JAÚ TGÁ F U R

birtist vætt mönnum. Hönnuður smáarkarinnar er Dagur Hil-marsson en málverkið er eftir Jóhann Briem. Verðgildi smáark-arinnar er 95 kr. en verðið á sameiginlegu gjafamöppunni er 1400 kr.

Fyrstu jepparnirAllt frá því að Henry Ford og fleiri smíðuðu fyrstu bílana hafa þeir verið stöðugt að þróast. Notagildi þeirra jókst með hverju árinu sem leið og fjölbreyttari notkunarmöguleikar áttu sér sífellt stað. Í fyrstu var drifbún-aður einungis á einum öxli, en þróun í bílaframleiðslu varð til þess, að drifbúnaður var settur á bæði fram- og aftur öxla. Fyrsti fjórhjóladrifni bíllinn sem kom til Íslands var þýskur herjeppi af Tempo Vidal gerð. Í seinni heimsstyrjöldinni lét bandaríski herinn nokkra aðila smíða til-raunabíla til nota í hernaði. Þessir aðilar voru m.a. Willys verksmiðjurnar. Bíllinn skyldi vera léttur og fjórhjóladrifinn. Á næstu árum voru unnar miklar endurbætur á þessum bíl og í kringum 1946 var útlitið orðið líkara því sem við könnumst við. Fyrstu jepparnir, sem komu til Íslands voru með þessu bygg-ingarlagi. 1942 komu fyrstu Willys jepparnir hingað á vegum hersins en Willys jeppinn á frí-merkinu er frá 1946 og með íslenskri yfirbyggingu. Fyrstu bílarnir voru með blæjum, en brátt var hagleiksmönnum þess tíma falið að smíða á þá tréhús. Næsti bíll til að nema hér land kom frá Sovétríkjunum og var af gerðinni GAZ, en oftast nefndur Rússajeppinn í daglegu tali. Á næstu árum voru fleiri tegundir fluttar til landsins, meðal þeirra LandRover (1951) og síðar Austin Gypsy, báðir smíðaðir í Bretlandi. Gypsy jeppinn kom hingað um 1960 og þótti nokkuð framúrstefnulegur, því hann var með sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli. Innflutningi hans var hins vegar hætt eftir nokkur ár en LandRoverinn heldur enn sínum sess. Á fyrstu árum jeppa menningar á Íslandi voru bílarnir einungis notaðir eins og þeir komu frá verksmiðjunum en sumir bændur útbjuggu á þá búnað til að geta notað þá við landbúnaðarstörf. Tvö fjögurra frímerkja hefti eru gefin út með jeppunum. Hönnuður er Hlynur Ólafsson. Verðgildin eru 4x70 kr. og 4x90 kr.

Ú TGÁ F U R NA R 18. M A Í

Bíósýningar á Íslandi í 100 árÍ byrjun nóvember 1906 tók til starfa fyrsta kvikmyndahúsið hér á landi. Hét það Fjalakötturinn en var einnig þekkt meðal þjóðarinnar sem Reykjavíkur Biograftheater, eða einfaldlega Bíó. Bíó var til húsa í Breiðfjörðsleikhúsi við Aðalstræti og sýndi kvikmyndir að staðaldri. Bíó var opnað með pomp og prakt hinn 2. nóvember 1906. Íslend-ingar kunnu lítið fyrir sér í kvik-myndagerð langt fram eftir öldinni. Nokkur áhugi vaknaði á henni á hinu þögla skeiði kvikmyndanna og um miðja öldina

réðust menn í að gera leiknar íslenskar kvikmyndir kannski vegna áhrifa frá erlendri hersetu og straumi erlendra bíó-mynda í kvikmyndahúsin. Óskar Gísla -son og Loftur Guðmundsson gerðu 16 mm leiknar myndir og kvikmyndafyrir-tækið Edda film var stofnað. Íslend-ingum tókst ekki að koma sér upp varan-legri kvikmyndagerð fyrr en undir 1980 en með stofnun ríkissjónvarpsins kom loksins aukin þekking og þjálfun í gerð leikinna mynda. Um þetta leyti varð skipuleg íslensk kvikmynda gerð að veru -leika og nokkrum árum síðar var fyrsta alíslenska bíómyndin gerð eftir einni af skáldsögum Halldórs Laxness. Það var Atómstöðin, sem frumsýnd var árið 1984. Hany Hadaya hannaði frímerkin en verðgildi þeirra eru 50, 95 og 160 kr.

Evrópufrímerki 2006 Efni Evrópufrímerkjanna 2006 er „Að lögun innflytjenda að nýjum heim-kynnum séð með augum unga fólksins“. Krafa PostEurop var að þetta yrði teikni-samkeppni og voru það annars árs nemar í grafískri hönnun við Lista há skóla Íslands sem tóku

keppnina að sér. Alls 20 manns með um 60 tillögur. Sá sem vann keppnina heitir Ole Kristian Øye. Hann er skipti-nemi við Listaháskólann á haustmiss-eri 2005 og kemur frá Kunsthøgskolen í Bergen í Noregi. Kennarar voru Daníel Karl Björnsson, Guðmundur Oddur Magnússon og Tryggvi Tryggvason sem jafnframt sér um frágang frímerkj-anna og hönnun frímerkjaheftanna.

Grafísk hönnun er þriggja ára nám (BA-gráða) við Lista- há skóla Íslands. Alls eru rúmlega 50 nemendur í náminu.

Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað mjög ört á síðustu árum. Fjöldinn tvöfaldaðist á síðustu tíu árum, úr tæplega 5000 árið 1995 í rúmlega 10.000 manns í árslok 2004. Þeir hafa sest að um allt land þótt sumir landshlutar séu vinsælli en aðrir. Til dæmis eru 11,4% karla á Austurlandi af erlendum uppruna og 4,2% kvenna. Í sumum bæjarfélögum á Vest fjörðum eru allt að 20% íbúanna af erlendu bergi brotnir. Það getur reynst erfitt fyrir einstakling eða fjölskyldu að setjast að í nýju landi og þurfa að tileinka sér nýtt tungumál, nýja menningu og siði. Sem betur fer hafa flestir Íslendingar tekið vel á móti innflytj-endum og reynt að greiða götu þeirra á ýmsan hátt í þeirri vit-und að samfélagið hefur hag af því að þeir fái tækifæri til að nota hæfileika sína og dug til að setja svip sinn á umhverfið og auðga það. Engu að síður er oft erfitt fyrir útlendinga að hefja hér nýtt líf þar sem Ísland er fámennt og einangrað land. Fjöl-skyldu- og vinabönd eru sterk auk þess sem að tungumálið reynist flestum erfitt. Ekki er hægt að gera ráð fyrir einhliða aðlögun innflytjenda. Tilhlýðilega virðingu verður að sýna fyrir tungu og menningu fólks af erlendum uppruna og þannig má auka líkurnar á farsælli aðlögun að íslensku samfélagi. Verð-gildin eru 70 kr. og 90 kr.

Eðvarð T. Jónsson

Page 6: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

Íslenskt frímerki hefur hlotið fyrstu verðlaun í alþjóðlegri samkeppni um þýðingarmestu frímerkja-útgáfur í Evrópu á síðasta ári. Samkeppnin var haldin á vegum Riccione-sýningarinnar á Ítalíu en hún hefur undanfarin 44 ár gengist fyrir samkeppni um listræna hönnun frímerkja. Póstrekendur í öllum Evrópulöndum sem eru meðlimir í Alþjóðapóstsambandinu (UPU) sendu frímerki í keppnina.

Íslenska frímerkið sem hlaut verðlaunin að þessu sinni var gefið út í 11. mars 2004 í röð fimm frímerkja um jarðhita á Íslandi. Á sama tíma var einnig gefið úr veglegt hefti með frímerkjunum og ítarlegum upplýsingum um jarðhita á Íslandi.

Verðlaunafrímerkið sýnir borholu í Hengli og hefur verðgildið 55 kr. Önnur mynd-efni útgáfunnar eru raforku-hverfill á Nesjavöllum, Snorralaug í Borgarfirði, heitt vatn á leið til Reykjavíkur og kort af Atlantshafshryggnum. Örn Smári Gíslason teiknari hannaði frímerkin fyrir Íslandspóst.

Bókin Póstsaga Íslands 1873–1935 eftir Heimi Þorleifsson sagnfræð-ing sem kom út haustið 2004, fékk

nýlega verðlaun í flokki fræðirita á frímerkjasýningunni Nordia 2005 í Gautaborg.

Eins og venja er til á slíkum sýningum voru þar sýnd fræði-rit sem þykja hafa sérstakt gildi fyrir norræna og alþjóðlega póst- og samgöngusögu. Meðal þeirra var Póstsaga Íslands 1873–1935, síðara bindi. Bókin fékk verðlaunin „stórt gyllt silfur” og einkunnina 8.8 á tíu-skalanum. Sérstök dóm-nefnd fjallar um ritin og gaf hún íslensku póstsögunni lof-samlega umsögn fyrir ítarlega rannsókn, skíra framsetn-ingu, vandaðar tilvitnanir og glæsilegt útlit.

Fyrri bók höfundar Póstsaga Íslands 1776–1873 sem kom út árið 1996 hefur einnig hlotið mjög góða dóma og viðurkenningar á frímerkjasýningum erlendis. Höfundur fékk sérstök heiðursverðlaun á sýningunni Nordia 98 í Óðinsvéum.

Íslandspóstur gaf seinni bókina út en Þjóðsaga þá fyrri. Sögufélagið, Fischersundi 3, 101 Reykjavík, annast dreifingu bókanna.

F R ÉT TAT IL KY NN INGA R

6

Íslenskt frímerki valið fallegasta Evrópufrímerkið 2005

Frímerki, sem Íslands-póstur hf. gaf út 26. maí sl., hefur hlotið fyrstu verðlaun sem fallegasta og best hannaða Evrópu-frímerki ársins 2005. Slík verðlaun eru jafnan veitt á aðalfundi Post-Europ, samtaka 43 póst-stjórna í Evrópu, og greiða fulltrúar aðildarfélaganna atkvæði um útnefningu þeirra. Aðalfundinum í ár lauk í Portúgal 30. september og veitti Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts hf., verðlaununum viðtöku.

Efni íslenska frímerkisins er fiskmeti, en matargerðar-list var sameiginlegt myndefni Evrópufrímerkjanna í ár. Snið frímerkisins er óvenjulegt því það er hringlaga og er gengið út frá matardisk sem forsendu hönnunarinnar. Hany Hadaya hjá H2 hönnun, hannaði frímerkið sem hefur verðgildið 70 kr.

Íslenskt jarðhitafrímerki fær alþjóðleg verðlaun á Ítalíu

Verðlauní flokkifræðirita

Fallegasta íslenska frímerkið 2004

Í vor varð kunn niðurstaða í atkvæðagreiðslu um falleg-asta íslenska frímerkið 2004. Samtals bárust 109 atkvæði og hlaut flest atkvæði frímerkjaörk sem gefin var út í til-efni Dags frímerkisins 2004 og sýnir Brúarhlöð í Biskups-tungum. Í öðru sæti var 65 krónu jólafrímerki með mynd af hreindýri í vetrarbúningi og í þriðja sæti 100 krónu merki með félagsmerki Kvenfélagsins Hringsins í tilefni 100 ára afmælis félagsins.

Þrenn verðlaun voru veitt af Póststjórninni, Davo frímerkja albúm og tvær ársmöppur. Voru þær sendar til vinningshafa að lokinni talningu.

Page 7: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

Smári, hversvegna frímerki?

Já, hvers vegna. Fólk virðist hafa trú á að ég geti teiknað eitt-hvað skemmtileg og maður lætur undan. Hver vill ekki hafa teiknað frímerki, það er næsti bær við að teikna peninga. Og það er kannski málið, að HAFA teiknað frímerki. Því stundum segir maður við sjálfan sig þegar ekkert gengur og lausnin er svo víðs fjarri: Hvers vegna tók ég þetta að mér? Og maður skissar og pælir og ekkert gerist og maður velti því fyrir sér að kannski er ekki gaman að teikna frímerki heldur að hafa teik-nað frímerki.

En það er svo magnað að maður fær hugmynd, sem gæti gengið, bara allt í einu og maður veit ekki einu sinni hvaðan hún kemur. Bara svona úr heiðskýru lofti.

Og þá er svo gaman að teikna frímerki þó tíminn sem það tók hafi kannski verið létt stressandi sökum hugmyndaskorts.

7

F R Í M ER K JA HÖNN UN

Örn Smárifrímerkjahönnuður

Örn Smári er grafískur hönnuður, hann er einn af starfsmönnum og eigendum auglýsingastofunnar Ó!, menntaður í Myndlista og handíðaskóla Íslands, á eiginkonu og þrjú börn og býr í Kópavogi.

Svo allt í einu er maður búinn að teikna ... nokkur frímerki. Það var nú aldrei beint planið, en það er skemmtilegt, skemmtileg glíma sem erfitt er að hafna. Stundum tekur maður hinsvegar svona verkefni of hátíðlega. Í gegnum hugann fjúka mögnuð frímerki sem maður hefur séð og maður verður allur svo brúna-þungur, alvarlegur og ábyrgðarfullur. Fólk á jú eftir að sleikja bakið á verkinu og líma á umslög eða handleika það með lítilli töng og stinga í bækur til varðveislu. Vá, þetta er mikil ábyrgð sem fylgir því að teikna frímerki.

Svo rennur upp fyrir manni að börn teikna frímerki, þau gera það á sinn hátt, láta ekkert trufla sig og teikna af innlifun. Þau brjótast út úr forminu og teikna oft flottustu frímerkin og maður áttar sig, slakar aðeins á og fer að hugsa aðeins öðruvísi. Er ekki allt leyfilegt? Auðvitað.

Frímerki eru fyrir mér ekki ósvipuð firmamerkjum (logo), þau verða skemmtilegri ef þau hafa merkingu eða fela í sér hug-mynd. Trúlega er þetta smit úr auglýsingunum sem ég starfa í alla daga, að hlutirnir þurfi að þýða eitthvað. Það er allavega skemmtilegra þannig. Stundum gengur það alls ekki og stundum er ekki tækifæri eða efni til að gera neitt annað en það sem virðist augljósast.

Örn Smári brúnaþungur að rannsaka biblíur fyrri alda í leit að lausninni á frímerki sem gefið verður út á næsta ári í tilefni sjöttu þýðingar biblíunnar.

Frímerkjaverslunum fækkarEinn þekktast frímerkjakaupmaður okkar Magni R. Magnússon hefur nú selt verslun sína Hjá Magna á Laugaveginum. Nýir eigendur keyptu spilabirgðir verslunarinnar og munu leggja áherslu á þann þátt hennar þótt safnmunir verði með í spilunum. Frímerkjablaðið býður nýja eigendur, Þórarinn St. Hall dórsson og konu hans Soffíu Petru Landmark, velkomna til starfa.

Magni hefur þó ekki alveg sagt skilið við frímerkjahliðina því hann hélt eftir birgðum sínum af frímerkjum og safn-munum. Er trúlegt að ýmislegt forvitnilegt komi fram þegar honum gefst tóm til að kanna birgðir sem safnast hafa saman á löngum starfsferli. Magni mun áfram sinna áhugasömum eftir umtali en hafa má samband við hann í síma 692 3322 eða í netfangi [email protected].

Page 8: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

Upphafið var að í mars 1928 fengu öll pósthús landsins send límnúmer fyrir meðmælabréf. Voru þau í 50 miða örkum

og tölusett 1–500 eða 1–1000. Samtímis límmiðunum fengu pósthúsin nafnstimpil úr gúmmíi til stimplunar á ábyrgðamið-ana. Bar að stimpla nafn pósthúss eða rita það með bleki, fullt eða stytt á miðana. Límnúmerin skyldi taka í notkun 1. maí 1928 en í Reykjavík 1. apríl sama ár. Lauk þar með notkun R-stimpla, sem pósthúsin höfðu notað allt frá 1883. Á árinu 1930 fengu allar opnar bréfhirðingar, samtals 276, nafnstimpil til notkunar á miðana, en sem fyrr mátti handskrifa eða vélrita nöfn staða.

Límnúmerin voru prentuð hjá H.H.Thiele í Kaupmannahöfn, fyrst á árinu 1927 og síðan nokkuð fram á fjórða áratuginn. Á árunum 1935–1936 komu í notkun límnúmer með nýrri áprent-aðri stafagerð í nöfnum pósthúsa en ekki er þekkt hver prentaði þá miða. Síðar er vitað um prentanir m.a. hjá Steindórsprenti hf. árið 1953 og síðar hjá Hilmi hf.

Límnúmerin mátti einnig nota á peningabréf ef rétta miða skorti. Bar þá að skera eða klippa R-ið á brott en ekki mátti strika það út. Væri ábyrgðarmiði ekki til, bar að setja slíkan miða á bréfið hjá næstu póstafgreiðslu.

Límmiðar af gerð 1R-límmiðana má greina í fjórar megin tegundir. Gerð 1 var í notkun á árunum 1928–1963 ávallt línutökkuð 11. Kemur hún í 50 miða örkum (5x10) án jaðars. Stafurinn R er með háum enda-legg, litir frá ljósbláum til dökkblárra.

Frá upphafi voru nöfn stærstu pósthúsanna áprentuð á miðana með antiqua letri í svörtum lit. Nokkrar undirgerðir finnast í stafagerð og stafahæð, frá Reykjavík að minnsta kosti 5 gerðir stafa. Áprentuð númer voru 1–1000 fram til 1957 en síðar með 4 tölustöfum. Á því ári fjölgaði einnig mikið forprent-uðum nöfnum pósthúsa.

Þær póstafgreiðslur sem ekki fengu áprentaða miða, stimpl-uðu þá og finnast víða margar útfærslur nafna. Algeng er einnig blekáritun oftast skammstöfuð og líka þekkjast vélrituð nöfn. Á árinu 1936 kom fyrsti sérprentaði miðinn fyrir tímabundið póst hús á Vatnajökli. Frá 1957 er nokkuð algengt að slíkt sé gert t.d. fyrir frímerkjasýningar.

Límmiðar af gerð 2Miðar af gerð 2 voru í notkun frá 1963 og voru miðarnir rif-stungnir og í rúllum. Ný plata var fyrir R með styttri endalegg en á gerð 1. Til er fjöldi sátra með nöfnum pósthúsa, framan af með antiqua letri með stórum upphafsstaf, en fljótlega allt nafnið í hástöfum eða skammstafað. Nafn Reykjavíkur er til í a.m.k. 7 tilbrigðum og á árinu 1965 var númerum pósthúsa borgarinnar bætt á miðana.

Litir á grunnmiðunum eru mjög breytilegir, frá ljósgulg-rænum – grænbláum eða ýmis litabrigði af bláu. Áprentuð númer eru sex tölustafir (000XXX) númerator, en síðar finnast einnig fimm tölustafir. Sem áður finnast óáprentaðir miðar með breytilegum stimplum, handskrifaðir eða vélritaðir.

Rauðir miðar finnast frá Reykjavík eftir 1970. Þeir voru not-aðir á ábyrgðarpóst fyrirtækja og annara sem fengið höfðu leyfi til að númera sjálfir bréfin og póstleggja þau á aðalpósthúsinu í Reykjavík. Vitað er um fjölda sérprentaðra miða.

Límmiðar af gerð 3Límmiðar af gerð 3 voru sérprentaðir fyrir tölvu-prentara og afgreiddir í rúllum. Tölvan færir inn ábyrgðarnúmerið.Miðarnir hafa svo vitað sé aðeins verið notaðir hjá Frímerkjasölu póststjórnarinnar. Miðar voru sjálflímandi.

Á BY RGÐA R L Í M M IÐA R

8

ÁbyrgðarlímmiðarR-miðar

Í sýningarskrá frímerkjasýningarinnar NORDIA 91 birtist grein um eldri tegundir ábyrgðar merkinga. Frá þeim tíma hefir margt breyst og verður hér fjallað nokkuð um allar tegundir ábyrgðarlímmiða.

Stimplað

Áritað

Vélritað Missetning nafna

Gerð 1

Gerð 1

Þór Þorsteins skrifar

Page 9: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

Límmiðar af gerð 4Þann 16. júni 1994 voru teknir í notkun nýir sjálf-límandi ótakkaðir miðar. Litir voru dökkbláir eða fjólubláir. Öll stærri pósthús landsins fengu nú áprentaða miða með fjögurra stafa hlaupandi núm-erum en einnig finnast miðar með sex stafa núm-erum. Misræmi er í staðsetningu á Nr. á undan eða eftir tölum og einnig eru stafagerð og tölugerð breytilegar.

Tölvuunnir ábyrgðamiðarNý tegund tölvuritaðra ábyrgðarmiða með strika-merkjum var tekin í notkun í janúar 1999. Eru þeir miðar hvítir með svartri áprentun og sjálflímandi. Þá fær hver ábyrgðarsending nú skráningarnúmer í tölvukerfi, þannig að hægt er að rekja feril hennar rafrænt. Jafnframt urðu þá ábyrgðarmiðar allra póstafgreiðsla eins. Samtímis hófst einnig heim-keyrsla ábyrgðarbréfa til viðtakanda á höfuðborgar-svæðinu.

Líkur miði kom í notkun í júní 2000 og var þá orðinn blár að ofanverðu.

Ný tegund tölvumiðaSeint í mars 2001 var tekin í notkun ný merking innlendra ábyrgðarbréfa með strikamerkingum. Samhliða því eru bréfin öll keyrð til viðtakenda. Er þá hægt að velja milli tveggja afhendingarmáta, þ.e. RR ef afhenda skal bréfið aðeins skráðum viðtakanda, blár/hvítur miði og RA sé nóg að afhenda bréfið á ákvörðunarstað, gulur/hvítur miði. Nýju límmiðarnir sýna þannig hvað gera skuli. Við þetta komu í framkvæmd tveir mismunandi háir taxtar fyrir ábyrgðarbréf innanlands.

Erlend ábyrgðarbréf til Íslands fá nú einnig íslenskan blá/hvítan RR ábyrgðarmiða en þau ber ávallt að afhenda skráðum viðtakanda.

Á BY RGÐA R L Í M M IÐA R

9

Stimplað

Áritað

Missetning nafna

Gerð 4

Stimplað

Mismunandi setning númera

Tölvumiðar

Ný tegund tölvumiða

Gerð 2

Page 10: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

Ferðin var auglýst sem hópferð fyrir 20–22 farþega, verðið 33.000 RM. eða 1500 RM. pr. mann og getið var sérstaklega

að klefarnir væru upphitaðir til að auka áhuga á ferðinni. Ekki reyndist hann mikill og endaði farþegatalan í 12, þar af voru 2 eiginkonur yfirmanna loftfarsins. Talið er að aðaltilgangur ferðarinnar hafi verið að öðlast reynslu af að fljúga loftfarinu svo norðarlega til undirbúnings fyrir Pólarflugið.

Ferðin til Íslands hófst frá Friedrichshafen kl. 05.35 þann 30. júni. Breytt var flugáætlun og flogið yfir Holland út á Norður sjó að strönd Englands, yfir Orkneyjar og til Íslands. Mikill áhugi var á komu loftfarsins til landsins og hafði mikill undirbún-ingur átt sér stað. Lendingarstaðurinn varð að vera opið svæði, minnst 200 metrar á hvorn veg, enginn vír eða staurar máttu vera nálægir og varð Öskjuhlíðin fyrir valinu og svæðið merkt með hvítum krossi.

Um kl. 6.30 þann 1. júlí vaknaði allur bærinn við mikinn hvin, Graf Zeppelin var mættur, heldur fyrr en áætlun hafði gert ráð fyrir. Þustu bæjarbúar á fætur og fjölmenntu suður á Öskuhlíð til að fagna loftfarinu. Zeppelin flaug fyrst yfir bæinn, síðan upp í Borgarfjörð snéri þar við og kom aftur til Reykjav-íkur um 7.30. Flaug þá lágt yfir hið merkta svæði, slökkt var á hreyflum loftfarsins, línu rent niður en ekki náðist að hengja póstinn á krókinn í fyrstu tilraun en í annarri tilraun tókst það og voru tveir póstpokar festir á krókinn og pósturinn dreginn upp í loftfarið. Síðan var pósti sem það hafði meðferðis, 5 pokum, fleygt út og pokarnir látnir falla til jarðar með fall-hlífum og er niður kom voru þeir gripnir af póstmönnum.

Graf Zeppelin flaug síðan hring yfir bænum og tók stefnu til suðurs, í átt að Grindavík, þá var klukkan 8.20. Á heimleið flaug Zeppelin yfir Færeyjar, Hjaltlandseyjar, að strönd Noregs og til Danmerkur, yfir Hamborg, Berlín og til Friedrichshafen. Ferðin tók alls 72 klst.

Póstur með Graf Zeppelin til ÍslandsRekstur Graf Zeppelin byggðist nær eingöngu á póstflutningum og þá aðallega á pósti til safnara. Fyrir flestar ferðir var útbú-inn sérstakur stimpill sem allur póstur var stimplaður með. Fyrir Íslandsferðina var gerður þríhyrndur stimpill með víkinga-skipi og var áletrunin „Luftschiff Graf Zeppelin Islandsfahrt

GR A F ZEPPEL IN

10

Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931Þýska fyrirtækið Luftschiffbau Zeppelin GmbH. auglýsti í fyrstu flugáætlun ársins 1931, er kom út 25. febrúar, flug til Íslands á tímabilinu 30. júní til 1. júlí. Flugleiðin: Friedrichshafen – Berlín – Danmörk – Bergen – Færeyjar – Reykjavík og heim með strönd Englands.

Graf Zeppelin á flugi yfir Reykjavík

Bréf póstlagt í Friedrichshafen, með grænum Zeppelin stimpli og komu-stimplað í Reykjavík. Áframsent til Bandaríkjanna. Burðargjald 2 RM.

Kort póstlagt í Luxemborg, sent til Friedrichshafen, flutt með Graf Zeppelin þar sem þýska frímerkið er ógilt. Luxemborg hafði ekki samning við Þýsku póststjórnina og því giltu merki þeirra ekki sem burðargjald um borð. Burðargjald til Íslands 1 RM.

Page 11: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

GR A F ZEPPE L IN

11

1931“ og var stimplað með grænu bleki. Póstur með Íslandsferð-inni til Íslands var aðallega frá eftirtöldum löndum: Þýskalandi, Ungverjalandi, Sviss, Hollandi, Austurríki og Luxemborg. Ein-nig eru þekkt bréf frá San Marinó (5), Surinam (Hollensku Ind-íum10), USA (10), Tékkóslóvakíu (3), Marokkó (3), Portugal (3) og Páfagarði (2).

Zeppelin pósti má skipta í tvennt, þ.e. bréf stimpluð á jörðu niðri og þau sem stimpluð voru um borð í loftskipinu.

Um borð var pósthús með sérstakan stimpil. Þar gátu far-þegar látið stimpla póst sinn eins og aðsendur póstur var stimplaður. Varð mjög vinsælt að biðja um borðstimplaðan póst. Til að anna eftirspurn tók pósthúsið í Friedrichshafen að sér að stimpla hluta af póstinum sem borðstimplun.

Burðargjald undir þennan póst (að undanteknu ábyrgðargjaldi) nam alls Kr. 17.978 og af þeirri fjárhæð fékk Zeppelin 4/5 eða kr. 14.382,40.

Allan póst frá Íslandi með Zeppelin frímerkjum skyldi sam-kvæmt auglýsingu Póstmeistara senda óstimplaðan til Reykja-víkur og ógilda aðeins með Reykjavíkurstimplum. Auk þess fékk pósturinn Zeppelinstimpil og komustimpil í Friedrichs-hafen.

Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931

Frá Íslandi fóru tveir póstpokar:

1728 almenn bréf,

4360 ábyrgðarbréf,

2322 almenn kort

3480 ábyrgðarkort

samtals 11.890 bréf og kort.

Bréf frá Íslandi fóru víða, hér er eitt sent til Fedhal í Marrokkó. Stimplað í Reykjavík 30/6 1931, komustimplað Friedrichshafen 3/7 og í Fedhal 9/7 1931.Burðargjald fyrir kort 1 kr. auk 30 aura ábyrgðargjalds (á framhlið).

Ábyrgðarbréf til Winnipeg, móttakandi var fluttur og bréf sent áfram til Gimli. Burðargjald fyrir bréf 2 kr. og ábyrgðargjald 30 aur. ofgreitt um 1 kr.

Að lokum er hér kort sem farþegi póstlagði á heimleið frá Íslandi og er slíkur póstur oft kallaður farþegapóstur. Póstlagt um borð 3/7 og komustimplað í Friedrichshafen

3/7 1931.

HEIMILDIR:MorgunblaðiðZeppelin der Islandsfahrt, Ivo LukancThe Zeppelin Study Group, bækur og greinar.

Árni Gústafsson skrifar

Page 12: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

12

Eins og getið var um í síðasta Frímerkjablaði hóf Íslandspóstur hf. 10. mars sl. að bjóða söfnurum handstimplun frímerktra umslaga frá öllum póststöðvum sem nota dagstimpla. Safnari setur nú umslög sín frímerkt og árituð í sérstakt þjónustuumslag sem póst-hús sendir síðan til póstmiðstöðvar Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík. Á bakhlið umslagsins er skráð hvernig stimplun óskast gerð og einnig frá hverju hinna 91 pósthúsa eða bréfhirðinga dag-stimpill óskast notaður. Reyndar er nú hætt að nota stimpil með nafninu 720 Borgarfirði eftir lokun póstafgreiðslunnar þar.

Af umslögum sem borist hafa til safnara sést vel hversu stimpl-anir eru greinilegar, framkvæmdar af alúð og fljótt. Til stimplunar eru notuð sérstök höfuð í stimpil, með nafni hverrar póstafgreiðslu auk dagsetningar sem þarf að breyta. Er hér mikil framför til að fá góðar afstimplanir á frímerkin og má vissulega hæla þessari þjón-ustu þó umslög séu ekki send til pósthúsa á landinu. Einn ljóður er þó á, því leturstærð er önnur en í venjulegum dagstimplum svo auðvelt er að aðgreina þá.

ST I M PL A HOR N IÐ

Handstimplun frímerktra umslagaHandstimplun frímerktra umslaga

Pósthúsið í Vestmannaeyjum fékk 10. febrúar s.l. nýjan dagsstimpil af gerð B8b1.

Ári síðar er enn kominn á markaðinn nýr breyttur flipi sem segir innihald gjafa möppunnar nú 13 frímerki auk smáarkarinnar eins og rétt var frá upp-hafi.

Nokkuð er um að safnarar kaupi fyrir frímerkjasöfn sín öll hefti og gjafa-möppur sem út eru gefin og er því baga-legt að slíkar endurútgáfur séu ekki tilkynntar. Hvergi er hægt að sjá að Frímerkjafréttir eða Söluskrár hafi nokkuð getið um þær. Vitanlega geta allir gert mistök en slæmt er að safn-arar fái ekki haldbærar upplýsingar þegar slíkt skeður.

Þór Þorsteins

13. september 2002 gaf Póstmálastjórnin út gjafamöppu nr. G28 sem innihélt öll frí-merki með sjávarspendýrum sem út komu á árunum 1999–2001, alls 14 talsins. Meðal þeirra var smáörkin frá 1999 og yfirprentað frímerki frá 2001. Áprentaður flipi sem lokaði umbúðunum sagði inni-hald 12 frímerki auk smáarkarinnar. Auð-sjáanlega hafði gleymst að telja með yfir-prentaða merkið.

Á NORDIU 2003 í október mátti sjá breyttan flipa sem nú sagði innihald gjafa-möppunnar 14 frímerki auk smáarkar-innar þótt innihald væri óbreytt. Starfs-mönnum Frímerkjasölunnar var bent á þennan galla og söfnurum tjáð að þetta yrði leiðrétt.

Gjafamöppur með sjávarspendýrum

Page 13: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

13

Við samantekt þessa ber að þakka mikla aðstoð Gylfa Gunnarssonar, Vancouver, Paul Albright hjá SCC bókasafninu svo og starfsfólki Handritadeildar Þjóðar-bókhlöðunnar í Reykjavík sem með ómetanlegri aðstoð við leit að umslögum hefur gert okkur fært að birta myndir af stimplunum.

Þór Þorsteins

Víða í Vesturheimi þar sem Íslendingar settust að, tóku þeir að sér póstafgreiðslu fyrir umdæmi sín. Oft má sjá í póststimplum þessara staða nöfn sem koma okkur kunnuglega fyrir sjónir og hefir þá uppruni landans, nafn hans eða heimþrá vafalaust ráðið nafngiftinni. Algengast er þetta frá byggðum í Manitóba- og Ontario-fylki í Kanada svo og Norður-Dakota í Bandaríkjunum. Þekktar eru 25 póstafgreiðslur sem báru þannig nöfn en vafalaust hafa þær verið fleiri. Hér með má sjá nokkra af þessum stimplum sem sýnishorn hafa fengist af.

Meðal nafna sem sýnishorn vantar af eru:

Arbakka, Man.,

Arborg, Man.,

Arnes, Man.,

Baldur, Man.,

Eyford, N.D.,

Hagar, Ont.,

Hallson, N.D.,

Holt, Ont.,

Husavick, Man.,

Isafold, Man.,

Kristnes, Sask.,

Markland, Man.,

Mikley, Man.,

Reykjavik, Man.,

Uppsala, Ont.

Íslensk nöfn á pósthúsum í Bandaríkjunum og Kanada

ST I M PL A HOR N IÐ

Page 14: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

T il að annast þjónustuna fyrir póstskipin var nauðsynlegt að koma á fót póstafgreiðslum og hafði Óli þegar í júlí verið

útnefndur sem póstafgreiðslumaður í Reykjavík. Afgreiðslan var í upphafi til húsa á Vesturgötu 2, en er nýtt húsnæði var til-búið í Hafnarstræti 18 var hún flutt þangað. Það varð 21. júlí 1870. Nauðsynlegir húsmunir voru sendir frá Danmörku.

Engin fjárhagsleg tengsl vegna kostnaðar voru milli danska póstsins og þess íslenska á vegum stiftamtmanns og landfógeta en dönsk yfirvöld greiddu allan kostnað við rekstur póstskipa og póstafgreiðsla sinna. Bar afgreiðslunum að annast afgreiðslu pósts milli Danmerkur og annara landa sem barst eða fór með póstskipunum. Var nú í fyrsta skipti krafist greiðslu fyrir bréf og böggla frá Íslandi og skyldi greiða samkvæmt reglugerð frá 25. ágúst 1869. Átti greiðslan að fara fram með dönskum skild-ingafrímerkjum sem aðeins giltu á þennan póst.

DA NSK A PÓSTA FGR E IÐSL A N

14

Konunglega danska póstafgreiðslan í Reykjavík 1870–1872Á árinu 1869 ákvað danska yfirpóststjórnin í Kaupmannahöfn að annast póstskiparekstur á milli Kaupmannahafnar – Þórshafnar – Seyðisfjarðar og Reykjavíkur. Samningur við Sameinaða gufuskipafélagið rann þá út en hjá því hafði Óli P. Finsen unnið sem afgreiðslu-maður frá árinu 1865. Lauk störfum hans fyrir skipafélagið þann 30. október 1869.

Fyrstu frímerkin bárust póstafgreiðslunni með skipinu Fönix þann 11. október 1869 og var verðgildi þeirra 2sk., 3sk., 4sk. og 16sk. Auglýsti Óli þau strax til sölu í Þjóðólfi þó engin not væri fyrir þau fyrr en með fyrstu ferð póstskipsins Diönu sem fór frá Reykjavík 10. apríl 1870.

Skjöl hafa varðveist sem sýna afgreiðslu frímerkja til Íslands á árunum 1869 og 1872 en engin gögn hafa fundist frá árunum 1870 og 1871. Samtals eru gögn um afgreiðslu 92 arka frímerkja og eru þau úr útgáfum frá 1864 og 1870. Einnig voru auglýst til sölu 11.apríl 1871 bréfblöð með borgunarmerkjum 2sk. og 4sk. en engin slík blöð eru þekkt notuð.

Frímerki úr útgáfum 1864–70.

1871 frímerki ógilt með tölustimpli 236 og Reykjavikbrottfarar dagstimpill 15/6 til hliðar.

Afgreiðslubréf um fyrstu frímerkin 27. september 1869.

1870 ógreitt bréf skrifað 12. nóvember. Dagstimplað 31/3 (1871)við fyrstu póstferð. Vangreitt sektargjald 12 skildingar.

Þór Þorsteins skrifar

Auglýsing úr Þjóðólfi 30. ágúst 1871.

Page 15: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

DA NSK A PÓSTA FGR E IÐSL A N

15

Konunglega danska póstafgreiðslan í Reykjavík 1870–1872

Greiða átti fyrirfram undir póst en einnig var heimilt að senda bréf þótt hann væri eigi að fullu greiddur en þá gegn hærra gjaldi. Vandamál kom upp með vangreidd bréf erlendis frá en íslenskir embættismenn neituðu að leggja út fyrir van-greiðslum og innheimta síðan í fjarliggjandi héruðum. Varð það úr að póstafgreiðslan auglýsti slík bréf í Þjóðólfi og skyldi greiðsla afhent afgreiðslunni fyrirfram áður en bréf fengist afhent.

Til ógildingar frímerkjum fékk póstafgreiðslan stimpla frá Danmörku, tölustimpil (236) til ógildingar frímerkja, dagstimpil fyrir hliðarstimplun, „Talt“ og „Utilstrækkelig frankeret“

1872 frímerki óstimplað, dagstimpill 27/7.

1872 ógreitt bréf frá Bergen. Komu-stimplað í Reykjavík 9/8. Bréfið sent áfram til Jóns Sigurðssonar í Kaup-mannahöfn í september eins og dagstimpill á framhlið sýnir.

(vangreitt) auk signets. Einnig kom svertudós, stimpilfilt, vogir og póstkassi. Bar að stimpla póst samkvæmt dönskum þess tíma venjum.

Takmarkað hefur varðveist af bréfum frá þessum tíma. Þjóð-skjalasafn Ísland geymir þó nokkuð af þeim en flest án frí-merkja. Nokkur bréf er einnig að finna í frímerkjasöfnum ein-staklinga.

Frímerkjablaðinu er það mikill heiður að fá að birta myndir af slíkum póstsendingum og ber sérstaklega að þakka Danska Póstsafninu, Þjóðskjalasafni Íslands, Ebbe Eldrup, Orla Nielsen og Indriða Pálsyni fyrir ómetanlega aðstoð.

Auglýsing í Þjóðólfi 6. september. 1870 um afhendingu bréfa og böggla fyrir brottför póstskipa.

1872 8 sk. frímerki ógilt með tölustimpli 236 og dagstimplað við brottför frá Reykjavík 5/5.

Skrá um seld dönsk frímerki í Reykjavík við brottför póstskipsins 10. apríl 1870.

Page 16: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

Hvernig getur frímerkjasafnari án kunnáttu í íslensku skipt á frímerkjum við íslendinga? Nú á

dögum sennilega með ensku eða öðru tungumáli með mikla útbreiðslu. Fyrr á öldum var þetta sem næst útilokað. Þó opnaðist lítill gluggi tækifæra seint á 19 öldinni með latínu, ef hægt var að finna vel lesinn íslenskan frímerkjasafnara en glugginn opnaðist upp á gátt 1887. Frá Aba til Zyriene eru þúsundir mismun-andi mála töluð um heim allan (meira en þúsund mismunandi aðeins á Guineu) en það er er þó aðeins lítill hluti þess málafjölda sem talaður var áður fyrr. UNESCO telur að eitt mál deyi út í sérhverri viku.

„Dr. Esperanto“Mörg gervimál hafa frá byrjun 17 aldarinnar komið fram til að auðvelda samskipti milli málsvæða. Ekki hefur þó lifað nema eitt þerrra – esperanto, sem fundið var upp af augnlækni í Varsjá, Lazar Ludwik Zamenhof (1859–1917), sem bar í brjósti háleita framtíðarmynd um eina heims-fjölskyldu sem gæti talað saman með einu tungumáli.

Zamenhof prentaði fyrsta bækling sinn 1887 undir dulnefn-inu Dr. Esperanto, og var útgáf-unni fljótlega fylgt eftir með orðabók, málfræði og æfingum. Hann sá ekki fyrir sér hina heppi-legu tímasetningu uppfinningar sinnar vegna byrjunar á frímerkj-asöfnun. Þegar frímerkjalisti á esperanto var tekinn saman, þá fengu frímerkjasafnarar sem höfðu smá kunnáttu á þessu auð-lærða öðru máli fyrstu tækifærin

til að skrifast á við Íslendinga – og Íslendingar við útlendinga. Esperanto náði fljótlega fótfestu á Íslandi. Fyrstu kynningar-greinina sem vitað er um ritaði Þorsteinn Þorsteinsson. Birtist hún í Akureyrarblaðinu Stefni árið 1893. Málfræðibók, sem hann samdi 1906, var síðan gefin út 1909. Frá þeim tíma hafa margar bækur verið prentaðar, sú síðasta eftir Baldur Ragnars-son árið 1987. Esperanto helst þannig sem lifandi mál á Íslandi enn í dag.

Á árunum 1927 til 1932 voru að minnsta kosti fimm esper-anto félög stofnuð, það fyrsta í Reykjavík með Þorstein Þor-steinsson sem formann. Landssamtökin, Samband íslenskra esperantistista, komst á 1931. Á meðfylgjandi mynd af fundar-tilkynningu esperantista frá 1934 má sjá einn af best þekktu rithöfundum Íslendinga, Þórberg Þórðarson sem gesta-ræðu mann.

Alþjóðamót esperantistaAlþjóðamót esperantista hafa verið haldin árlega frá 1905, utan ára tveggja heimstyrjalda, og þjóðarfundir eru of margir til að nefna þá. Flestir, ef ekki allir, hafa leitt af sér esperanto tengdar frímerkja útgáfur síðar 1947, þó að alþjóðamótið í Reykjavík 1977 hafi ekki gert það. Þar var aðeins notaður sérstimpill sem á stóð Alþjóðamót esperantista.

Esperanto var algengt talmál meðal þátttakenda í Þjóða-bandalaginu og hefur lengi heyrst á heimsmótum skáta allt síðan stofnandi skáta samtakanna, Baden-Powell (1857–1941), gerðist talsmaður notkunar þess. Hver getur giskað á hversu margir frímerkjasafnarar hafa notið þess að hafa lært esper-anto? En hvernig er staða esperanto í dag? Áætlað er að á milli tveggja og sjö miljóna esperantista séu í heiminum í dag og 1991 voru hið minnsta 120.000 virkir félagar í skráðum esper-anto samtökum í 66 löndum. Auðvelt er að stofna til kynna á internetinu.

Auk Esperanto orða- og málfræðibóka á fjölda tungumála, eru til yfir 160 sérstakar orðabækur á 50 áhugasviðum, svo sem guðfræði, stærðfræði og í ýmsum vísindagreinum. Kveð-skapur, skáldskapur og leikrit eru prentuð á hverju ári. Ýmsar af heimsbókmenntunum hafa verið þýddar á Esperanto, svo sem Finnsku Kalevala ljóðin, 17 leikrit Shakespears (þar á meðal Hamlet þýddur af Zamenhof sjálfum 1894). Ævintýri Hans Christians Andersens, bók Dantes, Divina Comedia, Kon-Tiki, Njálssaga og kveðskapur Íslendingsins Þorsteins frá Hamri.

ESPER A N TO

16

Cu vi estas filatelisto?

Mörg gervimál hafa frá byrjun 17 aldarinnar komið fram til að auðvelda samskipti milli málsvæða. Ekki hefur þó lifað nema eitt þerrra – esperanto, sem fundið var upp af augnlækni í Varsjá, Lazar Ludwik Zamenhof (1859– Alþjóðamót esperantista

1894 frá Belgíu til Ísafjarðar, skrifað á latínu en ekki um frímerki.

1926 rússneskt frímerki með mynd Zamenhofs í tilefni af 40 ára afmæli esperantós 1927.

1923 frá Alsír til Akureyrar, ekki safnarakort, komustimpill frá Akureyri yfir asírskan stimpil á framhlið, en skýr stimplun franskra frímerkja á prentaðri bakhlið (alsírsk frímerki voru fyrst gefin út 1924).1934 prentspjald

– boðað til esperantófundar í Reykjavík.

Page 17: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

Fyrsti esperanto texti á frímerkiFyrsti esperanto textinn á frímerki er á rússnesku pari til heið-urs Aleksandr S.Popov (1859–1905) sem gefið var út 1925. Text-inn er „Inventisto de Radio-Popov“. Zamenhof finnst á pari merkja frá maí 1926 til að mynnast 40 ára afmæli esperantos árið 1927, bæði merkin eru til með þremur tökkunum og auk þess ótökkuð. Einnig gáfu Rússar út önnur merki með kyril-ískum og esperanto texta 1926, 1927 og 1930, en eftir það ekki fyrr en 1987. Hvers vegna þetta gat? Stalín vantreysti Rússum sem skrifuðu til annara landa og esperantistar sem gerðu það enduðu oft á tíðum í Gulaginu.

Eftir asa rússneskra frímerkja, þá á Brasilía sex næstu útgáfur í Esperanto handbókar verðlistanum, á milli októbers 1935 og apríls 1945, með síðustu útgáfu sem flugfrímerki. Öll voru merkin tökkuð (með nokkrum tökkunar afbrigðum) og ótökkuð (ekki skráð í Scott verðlistanum). Vafasamt er sett með grófri yfirprentun á frímerki af símabyggingu Moskvu frá 1930 (með esperanto texta) og settið er alls ekki að finna í Scott list-anum. Yfirprentunin var auðsjáanlega gerð af stuðnings-mönnum nasista í Úkraníu, sé lesið að ofan niður 16.8.41, hakakross, B.ALEX, og tvö verðgildi. Fjöldi esperanto frímerkja útgefinna á tímabilinu 1925–1945 er 35 merki, en af þeim sýna sex Zamenhof.

ESPER A N TO

17

1936 frá Rússlandi til Reykjavíkur (úr safni Hrafns Hallgrímssonar).

1959 frá Búlgaríu til Reykjavíkur með vöntunarlista safnara (úr safni Hrafns Hallgrímssonar).

1959 frá Spáni til Reykjavíkur,ósk um frímerkjaskipti

(úr safni Hrafns Hallgrímssonar).

1987 frímerki frá Kúbu með mynd Zamenhofs útgefið í tilefni aldar-

afmælis esperantós.

eftir Don Brandt

Frá árinu 1947 finnast margar Esperanto frímerkjaútgáfur til viðbótar fyrirstríðs merkjum Rússa og Brasilíu auk áletraðra póstkorta fram til 1983, í fararbroddi Búlgaría (sex sinnum) og önnur járntjalds lönd, auk Júgóslavíu (og Trieste yfirprent-unar), Austurríki, Sviss , Belgía og enn Brasilía. Oftast voru merkin gefin út í tengslum við lands- eða alþjóðamót og sýndu mörg þeirra Zamenhof. Til að heiðra 100 ára afmæli Esperantos árið 1987, gáfu tíu lönd út frímerki og póstkort þar á meðal Surinam, Kúba, Kína Suður-Kórea og Malta. Viðbót 36 merkja og 11 póstkorta (1947–87) jók þannig fjölda Esperanto frímerkja (að ótöldu specimen og prufum) í 82, en af þeim sýna 20 mynd Zamenhofs.

Eftirfarandi fimm reglur esperantos skýra einfalda uppbygg-ingu málsins:

1. Stöfun og framburður er allur hljóðfræðilegur.2. Hver hinna 5 sérhljóða og 23 samhljóða hafa eitt hljóð hver.3. Það eru engir hljóðir stafir4. Hver sérhljóði telst atkvæði, því framborinn sérstaklega.5. Það eru engar undantekningar frá reglum.

Takið eftir í eftirfarandi skrá að nafnorð enda á o, sögn (nafn-háttur) endar á i, og lýsingarorð á a. Lokaending j þýðir fleir-tölu, og þegar nafnorð er fleirtöluorð er lýsingarorð þess einnig fleirtala – þannig er Faroaj Insuloj = Færeyjar. Stafurinn S með yfirhaki (framborið sh) er notaður á póstmerki eins og postmarko til aðgrein-ingar frá post-orðum þar sem viðskeytið þýðir eftir, eins og í postskribo (eftir-skrift).

Esperanto: Íslenska:

aerposto flugpóstur

afranko burðargjald

eldonkvanto upplag

Faroaj Insuloj Færeyjar

filatelo frímerkjafræði

Islando Ísland

Kolekti að safna

Korespondi að skrifast á

krono króna

postmarko frímerki

prezaro verðlisti

Sendenta ótakkaðTilvísanir:Cresswell, John and Hartley, John, Teach Yourself Esperanto, The English Universities Press Ltd, London 1957

Janton, Pierre, Esperanto, State University of New York Press 1993.

Þórbergur Þórðarson, Alþjóðamál og Málleysur, Bókadeild Menningasjóðs, Reykjavík 1933.

Katalogo de Esperantaj Postmarkoj, tekinn saman af Song Shengtan, Cina Esperanto Eldonejo, Peking, 1987.

Page 18: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

18

Upplýsingar um upplög einstakra frímerkjaútgáfa fyrri hluta árs 2005

1/2005Heiti útgáfu: Eyjar IVÚtgáfunúmer: 452A og 452B Upplag: 452A 500.000 Upplag: 452B 250.000

2/2005Heiti útgáfu: Skógrækt í Hallormsstað 100 áraÚtgáfunúmer: 453A Upplag: 300.000 af frímerki

3/2005Heiti útgáfu: Þjóðminjasafn Íslands, enduropnun safnsins Útgáfunúmer: 454AUpplag: 100.000

4/2005Heiti útgáfu: MýsÚtgáfunúmer: 455A og 455B Upplag: 150.000 af hvoru merki

5/2005Heiti útgáfu: Tækifærisfrímerki Útgáfunúmer: 456A, 456B, 456C, 456D / H58 Upplag: 150.000 af hverju frímerki (4 verðgildi) Upplag: 35.000 (hefti)

6/2005Heiti útgáfu: Skordýr og köngulær IIÚtgáfunúmer: 457A og 457B Upplag: 457A 150.000 Upplag: 457B 200.000

7/2005Heiti útgáfu: Gamlir fiskibátarÚtgáfunúmer: H59 4 x 70,00Útgáfunúmer: H60 4 x 95,00Upplag: 35.000 af hvoru hefti

8/2005Heiti útgáfu: Þrjár brýr 100 áraÚtgáfunúmer: 458A, 458B, 458CUpplag: 150.000 af hverju merki

9/2005Heiti útgáfu: EUROPA 2005, MatargerðarlistÚtgáfunúmer: 459A og 459B / H61 og H62Upplag: 495A 300.000 459B 200.000Upplag: H55 18.000 Upplag: H56 18.000

Norskur skiptinemi við Listaháskóla Íslands, Ole Kristian Öye, bar sigur úr býtum í samkeppni um hönnun tveggja Evrópufrímerkja Íslandspósts 2006. Samkeppninni lauk í síðustu viku en hún var haldin meðal annars árs nema í grafískri hönnun við listaháskól-ann. Sigurvegarinn kemur frá Listaháskólanum í Bergen í Noregi. Þema Evrópufrímerkjanna 2006 er „Aðlögun innflytjenda að nýjum heimkynnum séð með augum unga fólksins.“

Útgáfa: Upplag: Verðgildi:

452A 500.000 5.00452B 250.000 90.00453A 300.000 45.00454A 100.000 300.00455A 150.000 45.00455B 150.000 125.00456A 150.000 50.00456B 150.000 50.00456C 150.000 50.00456D 150.000 70.00457A 150.000 50.00457B 200.000 70.00

Útgáfa: Upplag: Verðgildi:

458A 150.000 50.00458B 150.000 95.00458C 150.000 165.00459A 300.000 70.00459B 200.000 90.00

H58 35.000 440.00H59 35.000 280.00H60 35.000 380.00H61 18.000 700.00H62 18.000 900.00

T E IK N ISA M K EPPN I

Nemandi í LHÍ sigrar í teiknisamkeppni Íslandspósts um Evrópufrímerki 2006

Dómnefnd var skipuð Guðmundi Oddi Magnússyni prófessor við Listaháskólann, grafísku hönnuðunum Tryggva T. Tryggvasyni og Önnu Þóru Árnadóttur ásamt Vilhjálmi Sigurðssyni frá Íslandspósti.

Í ummælum hennar segir að norska nemandanum hafi tekist að gera öllum sjónarmiðum verkefnisins góð skil og túlkað þemað „aðlögun” á mjög sjón-rænan og skemmtilegan hátt.

Verðlaunatillögur Ole Kristian Øye.

Aðrar tillögur úr keppninni.

SJA L DGÆ F M ER K IU PPL AGSTÖLU R

Page 19: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands

19

Íslenska póststjórnin gaf eins og kunnugt er út þrjú frímerki í tilefni af komu loftskipsins til Íslands árið 1931. Var ákveðið

að yfirprenta merki með mynd Kristjáns konungs X með áletr -unni „Zeppelin 1931“. Voru þetta einnar og tveggja krónu merkin úr seinni útgáfunni. Nokkru síðar var ákveðið að yfir-prenta einnig 30 aura merki úr fyrri útgáfunni og var það ætlað til greiðslu ábyrgðargjalds fyrir bréf og kort. Voru alls yfir-prentuð 50.000 merki úr endurprentun merkisins frá ágúst 1926 og voru þau afhent frá Félagsprentsmiðjunni, þann 29.maí 1931. Af merkinu seldust 33.248 stk. Þar af hafa sennilega tæplega 8.000 merki verið notuð á bréf og kort.

Liðu nú árin og næst er það að frétta af þessu 30 aura merki að árið 1953 er kaupmaður í New York S. Serebrakian að nafni, að afgreiða pöntun á íslenskum Zeppelin merkjum. Honum fundust merkin sín eitthvað einkennileg, stafirnir í yfirprent-uninni voru þykkari en honum virtist eðlilegt. Nánari skoðun leiddi í ljós að um var að ræða tvöfalda yfirprentun þótt ekki væri mikill munur á staðsetningu stafanna á merkinu. Alls fann kaupmaðurinn 20 stykkja arkarbút (með efri jaðri og prentunarnúmeri) og sjö stök merki í fórum sínum. Honum var strax ljóst að hér var um raunverulega tvíprentun af yfirpren t-unni að ræða þar sem merkin voru enn, eftir 22 ár, í umbúðum frá íslensku póststjórninni. Til frekara öryggis sendi hann arkar-bútinn til The Philatelic Foundation til skoðunar og sú stofnun gaf þann 25. maí 1953 út vottorð um að merkin væru „genuine double overprint“ (ekta tvöföld yfirprentun).

Merkin voru boðin til sölu hjá F.W.Kessler í New York sama ár og þau fundust og þá verðlögð á USD 250.00 stykkið, veru-lega há upphæð á þeim tíma. Á þeirri hálfu öld, sem síðan er liðin, hefur arkarbútnum verið sundrað og líklega eru nú aðeins til stök merki. Greinarhöfundi er ekki kunn-ugt um hvort fleiri merki hafi fundist en það má þó vel vera. Hvað sem líður þá er það alveg öruggt að 30 aura Zeppelin merkið með tvö-faldri yfirprentun er meðal allra sjaldséðustu frímerkja íslenskra og eitt af sjaldgæf-ustu Zeppelin merkjum sem út hafa komið.

Ólafur Elíasson

Helstu heimildir:Zeppelinpost der Islandsfahrt, Ivo Lukanic 1988.Ýmsar blaðaúrklippur amerískar, 1953.Vottorð The Philatelic Foundation nr. 4242.

Sjaldséð flugfrímerki

Í tengslum við ferðir þýska loft-skipsins Graf Zeppelin LZ 127 á árunum um og eftir 1930 voru gefin út fjölmörg frímerki víðs-vegar um heiminn.

BLÓM A F R Í M E R K ISJA L DGÆ F M E R K I

Innan Póstsins var oft rætt um að auka fjölbreytni í myndefni frímerkja og er komið var fram á árið 1957 var ákveðið að gera tilraun með samkeppni um blómafrímerki eins og sjá mátti í auglýsingu í dag-blöðum 22. maí 1957.

Varðveist hafa nokkrar til-lögur að slíkum merkjum eins og sjá má hér. Er þar fyrstar að telja tillögur frá Sólveigu E. Pétursdóttur, þá tillögur frá firmanu Courvoisier S/A, í Sviss-landi auk tveggja tillagna Stefáns Jónssonar teikn-ara, sem síðar voru lítið breyttar gefnar út sem

fyrstu blómafrímerkin 1958.Það er eftirtektarvert að Svissneska firmað reynir

hér í fyrsta skiptið að komast inn í frímerkjaprentun fyrir Póst- og símamálastjórnina eins og þeim tókst tveim árum síðar og í fjölda ára þar á eftir.

Þór Þorsteins

Samkeppni umblómafrímerki

Tvær tillögur eftir Sólveigu E. Pétursdóttur.

Tillaga fráCourvoisier.

Tillögur Stefáns Jónssonar.

U PPL AGSTÖLU R

Page 20: C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands 1931 ...is-lif.is/Frimerkjabladid/12tbl_Frimerkjabladid.pdf · C Frímerkjaútgáfur Heimsókn Graf Zeppelin til Íslands