Bálið - maí 2014

18
2. tbl. - maí 2014

description

Bálið - maí 2014 Málgagn Skátagildanna á Íslandi

Transcript of Bálið - maí 2014

Page 1: Bálið - maí 2014

2. tbl. - maí 2014

Page 2: Bálið - maí 2014

Viðburðadagatal2014

• 27.-29. júní: Skátamótið 40+ haldið að Úlfljótsvatni 20.-27. júlí:

• Landsmót skáta að Hömrum við Akureyri.

• Október: Vináttudagur í umsjá Hveragerðisgildis

• Súpufundir fyrir gamla skáta eru haldnir 2. mánudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann í Skátamiðstöðinni við Hraunbæ, Reykjavík.

Stjórn Skátagildanna á ÍslandiLandsgildismeistari:

Hrefna Hjálmarsdóttir, Kvisti [email protected]

Varalandsgildismeistari: Guðvarður B.F. Ólafsson, Hafnarfirði

Ritari: Fjóla Hemannsdóttir, Akureyri

Gjaldkeri: Hreinn Óskarsson, Keflavík

Erlendur bréfritari: Kjartan Jarlsson, Kópavogi

Varamaður: Hallfríður Helgadóttir, Hafnarfirði

2

www.stgildi.iswww.facebook.com/skatagildi

Bálið 2. tbl. maí 2014Ritstjóri: Hrefna HjálmarsdóttirPrófarkalestur: Lára ÓlafsdóttirÚtlit og umbrot: Hönnunarhúsið ehf.Forsíðumynd: Árni Már Árnason

St. Georgsgildin á ÍslandiSamtök eldri skáta og velunnara þeirra

Kjartan, Fjóla, Hrefna, Halla og Hreinn.

Alþjóðahreyfingin ISGFwww.isgf.org

Alþjóðaforseti: Mida Rodrigues

Page 3: Bálið - maí 2014

3

Eins og flestir hafa tekið eftir þá var síðasta Bál seint á ferðinni, kom ekki út fyrr en liðið var á árið 2014. Til þess lágu ýmsar ástæður, e.t.v. gáfum við okkur ekki nægan tíma og svo réðu tæknilegir erfiðleikar nokkru þar um. Beðist er velvirðingar á þessu. Að þessu sinni eru nokkur tímamót varðandi útgáfu blaðsins. Nú kemur það eingöngu út rafrænt en ekki prentað. Ég býst við að það valdi ýmsum nokkrum vonbrigðum einkum þeim eldri sem eru ekki handgengnir tölvum. En vonandi geta yngri gildisfélagar aðstoðað þá eldri við að prenta út blaðið sé þess óskað. Það er dýrt að halda úti blaði fyrir ekki fleiri félaga og sjóðir okkar eru ekki digrir sem stendur.Á komandi sumri verða tvö skátamót. Annars vegar verður 40+ mótið haldið á Úlfljótsvatni í annað sinn, en það

tókst skínandi vel sl. sumar. Þá gefst gildisskátum vonandi kostur á að koma við í hinu nýja Fræðasetri skáta við Ljósafoss. Og svo er það Landsmót skáta að Hömrum. Ég veit að sum gildin eru þegar komin með verkefni fyrir mótið eða sín félög og vonandi sjá sem flestir sér fært að komast í skátagírinn og leggja hönd á plóg. Mótsstaðurinn að Hömrum hefur upp á margt að bjóða og verður betri og betri með hverju árinu.Gleðilegt skátasumar!

Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari

Bætt á Báliðmaí 2014

www.stgildi.isVertu líka með á www.facebook.com/skatagildi

GildismeistariKristín B. Jónsdóttir hefur tekið við sem nýr gildismeistari í St. Georgsgildinu á Akureyri og Svala Björnsdóttir hefur tekið við sem varagildismeistari.

F.v.: Svala Björnsdóttir og Kristín B. Jónsdóttir.

Page 4: Bálið - maí 2014

4

Bálið – málgagn Skátagildanna á Íslandi

Í gegnum árin höfum við í Skátafélaginu Vífli verið svo heppin að hafa fullorðna skáta, eldri félaga eða áhugasama foreldra sem hafa komið okkur til aðstoðar í ákveðnum viðburðum í starfi félagsins.Einhvern veginn gerðist það svo hægt og hljótt í áranna rás að upp byggðust dagskrárliðir starfsársins þar sem fullorðnir komu æ meira til aðstoðar. Þessi frábæri hópur í Vífli sem frá upphafi hefur verið kallaður Baklandið, er því eigin-lega skátasveit... en samt ekki.Formið er mjög óformlegt, en viðburðirnir eru fjöldamargir og nú er svo komið að Bakl andið tekur meira og minna þátt í öll-um viðburðum á félagsvísu. Við förum í félagsútilegur, yfirtökum eldhúsið þar og eldum í skátana, en á meðan sjá skátaforingj-arnir um að leiða dagskrá útilegunnar. Í síðustu félagsútilegu í Bláfjöllum var svo

mikið fjör í eldhúsinu að við skiptum okkur í nokkur holl.Við undirbúum kaffisölu og dagskrá sum-ar dagsins fyrsta með foringjunum, en þá er afmælisdagur Vífils með skátamessu, skrúðgöngu og tilheyrandi. Á sautjánda júní tökum við öll á því og reisum svið, sjopputjöld, hoppukastala og aðstoðum við dagskrárliði dagsins. Á Landsmótum er svo Baklandið með í för og er fararstjórn til aðstoðar. Í innritun að hausti er Baklandið á vaktinni og líka í jólaboði Vífils þegar við bjóðum hundrað manns, fáum okkur hangikjöt og horfum á spaugilegu atvikin frá liðnu starfsári.Svo er það aðal-langtímaverkefni Baklands-ins, en það er tiltektin. Í upphafi byrjaði þetta nú allt á því að hóa saman nokkrum til að taka til hendinni í skátaheimlinu og skálanum. Við auglýstum þá auðvitað kvöld ið sem „Taktu til hendinni“ sem við

Bakland Skátafélagsing Vífils í Garðabæ

Page 5: Bálið - maí 2014

5

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

skammstöfuðum auðvitað í TTH. Skemmst er frá því að segja að TTH kvöldin hafa verið svo skemmtileg að fljótlega kom upp sú hugmynd að kalla TTH kvöldin frek ar TilTektarHátíð. Á dæmigerðu TTH-kvöldi erum við kannski að yfirfara búnað félagsins, mála eða laga það sem þarf að laga, en allra merkilegasti hluti kvöldsins er auðvitað lögboðni kaffitíminn sem oft vill nú lengjast verulega.Ótrúlegt en satt, þá eiga félagar í Baklandinu svo sínar stundir þar sem ekki er verið að taka til, en alltaf á vorin og haustin tökum við þátt í óvissuferðum félagsins þar sem

foringjum er þakkað fyrir frábær störf. Skóhornspartý hafa verið vinsæl, en sá sem fær skóhornið afhent þarf að halda næsta boð. Óformleg árshátíð Baklandsins er svo þegar við förum öll á þorrablótið í bænum, en það er ein af fáum hátíðum í bænum þar sem við göngum inn og erum þátttakendur.Nú í vetur var bryddað upp á ýmsum nýj-ungum eins og prjónakvöldum og flugu-hnýtingum og klárlega verður okkur komið á óvart á næsta TTH-kvöldi.Við í Baklandinu hvetjum alla sem áhuga hafa að kíkja til okkar !Björn Ingi Hilmarsson

Bakland Skátafélagsing Vífils í Garðabæ

Page 6: Bálið - maí 2014

Bálið – málgagn Skátagildanna á Íslandi

6

Ging gang gúllí gúllí„Ging gang gúllí gúllí“ er bullsöngur sem skátar syngja gjarnan er þeir koma saman. Sagan segir að Baden-Powell hafi samið textann á fyrsta heimsmóti skáta, árið 1929. Söngurinn er mjög vinsæll meðal skáta um allan heim.Í Búastríðinu hlustaði Baden-Powell á söngva sem sungnir voru á hinum ýmsu tungumálum Afríku. Bulltextinn í „Ging gang gúllí gúllí“ gæti hafa orðið til vegna áhrifa frá þeim söngvum. Talið er að Baden-Powell hafi samið sönginn á fyrsta heimsmóti skáta árið 1929. Bulltextinn átti að tryggja að börn frá mismunandi löndum gætu sungið með þrátt fyrir að móðurmál þeirra væru ólík. Lagið er byggt á stefi úr fyrstu sinfóníu Mozarts sem hann samdi þegar hann var átta ára gamall.Mörgum árum seinna samdi Dorothy Unterschutz, skátaforingi frá Edmonton í Kanada, sögu sem átti að skýra þennan skrýtna texta. Söguna kallaði hún „Stóri grái draugafíllinn“ og var hún birt árið 1991 í „The Leader“ sem er kanadískt skátablað. Sagan segir frá stórum gráum draugafíl sem ráfar um svæði í Afríku á sama tíma á hverju ári, þegar regntímanum er lokið. Þorpsbúarnir á svæðinu trúðu því að ef fíllinn færi framhjá þorpinu yrði gæfan með þeim og uppskeran yrði góð, en ef fíllinn færi í gegnum þorpið kæmi þurrkatíð. Þegar sagan gerist hafði fíllinn farið í gegnum

þorpið „Vat-Sja“ þrjú ár í röð og þess vegna ákváðu þorpsbúarnir að reyna að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að fíllinn kæmi inn í þorpið þeirra. Ákveðið var að leiðtogi þorpsins, en hann hét „Ging-Gang“, og menn hans myndu reyna að hræða fílinn með því að standa í vegi fyrir honum og berja spjótum í skildi sína. Töfralæknir þorpsins sem hét „Sheyla“, og menn hans, áttu með yfirnáttúrulegum hæfileikum sem þeir bjuggu yfir að hræða fílinn með því að búa til hljóð með töfraverkfærum sínum. Hljóðin sem þeir framleiddu hljómuðu eins og „sjallí vallí“. Þegar fíllinn kom hópuðust þorpsbúarnir saman og hrópuðu nöfn leiðtoga sinna. Þeir höfðu árangur sem erfiði og fíllinn þrammaði framhjá þorpinu og í honum heyrðist „úmba, úmba“. Þorpsbúarnir fögnuðu með því að syngja sönginn allan „Ging gang...“.Nokkrir listamenn hafa sungið sönginn inn á plötu, þar á meðal The Scaffold, The Tremeloes, The Megatons, Karl Denver og Dirk and Stig (Eric Idle og Rikki Fataar úr The Rutles). Söngurinn var einnig notaður í teiknimyndinni „Ástríkur í Ameríku" þar sem Eric Rapton söng lagið og í „Victor & Hugo - Bunglers in Crime“ hlutanum sem nefnist „Scout's Dishonour“.Hallfríður Helgadóttir þýddi.

Page 7: Bálið - maí 2014

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

77

Að verða skáti strax á unga aldri hefur mótað líf mitt á svo ótal marga vegu. Það sem mig langar að fjalla um í þessum stutta pistli eru mótandi áhrif skátastarfsins á viðhorf til náttúrunnar og umhverfisins. Ég var fyrst ljósálfur og síðan skáti í 4. hverfi Kvenskátafélags Reykjavíkur, sem síðar varð hluti af skátafélaginu Garðbúum. Ég varð mjög heppin með foringja, bæði sveitar foringjar og flokksforingi voru alveg einstakir og starfið var vel uppbyggt. Nut um við skátastarfsins í öllum sínum margbreytileika. Útilífið var talsvert og farið var í marg-ar góðar ferðir, einkum í nágrenni höfuð-borgar innar. Í þessum ferðum lærði maður að njóta náttúrunnar, bæði þess smáa og þess stóra, einfaldleikans og fjöl-breytileikans. Reynslan og upplifunin sem mér hlotnaðist í þessum ferðum ásamt um ræðum og hugvekjum, t.d. í fimm mínútu m foringjans, sem alltaf voru í lok hvers fundar, hafði áhrif og varð til þess að ala hjá mér virðingu og væntumþykju fyrir landinu og umhverfinu. Vafalaust hafa margir hinna ágætu skátasöngva sem fjalla um fegurð landsins og mikilvægi þess að taka á móti áhrifum þess, haft sín áhrif líka.Sá bakgrunnur sem ég fékk gegnum mitt skátastarf hefur haft áhrif á mig alla tíð og hef ég bæði í leik og starfi nýtt þá reynslu og þau viðhorf sem mótuðust í æsku. Lengst af hef ég starfað í ferðaþjónustufyrirtækjum og er náttúran og umhverfisvitund mjög mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu hér á

landi, enda byggir sérstaða okkar einkum á náttúru landsins. Á vettvangi Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, var ég um ára bil í stjórn og var jafnframt formaður Um-hverfisnefndar samtakanna. Þá hef ég komið að vinnu við Rammaáætlun um verndun og nýtingu orkusvæða og þar kem ur útivist sem lífsgæði svo sannarleg við sögu. Síðustu þrjú ár hef ég setið í stjórn Landverndar, félagasamtaka sem vinna að umhverfismálum og fræðslu.Frá því að Brundtlandsskýrslan kom út 1987 hefur mikið verið horft til sjálfbærrar þróunar. Fyrir mér eru þær kenningar mjög í samræmi við hugmyndafræði þá sem Baden-Powell deildi með okkur skátum í sínum skrifum.Með óskum um margar unaðsstundir,Anna G. Sverrisdóttir.

„Þetta land er þitt - það er hreint og bjart“

Page 8: Bálið - maí 2014

Bálið – málgagn Skátagildanna á Íslandi

8

Félagsforingi heiðraðurÞorvaldur J. Sigmarsson, félagsforingi Kópa til tveggja áratuga, var heiðraður á aðalfundi félagsins 20. mars sl. þegar hann lét af embætti í þessu elsta starfandi félagi í Kópavogi. Bæjarstjórinn í Kópavogi hélt ávarp á þessum tímamótum og árnaði félaginu velfarnaðar. Bragi Björnsson skátahöfði sat aðalfundinn og heiðraði Þorvald.

Skátastarfið gefur mikið„Það er ánægjulegt að hafa tekið þátt í uppbyggingunni og gaman að upplifa hvað margir krakkar hafa gaman af skáta-starfinu. Það er gefandi út af fyrir sig,“ segir Þorvaldur. „En það hafa margir komið að þessu, þó ég hafi verið í hlutverki við borðendann“.Í daglegu starfi sínu er Þorvaldur varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hefur hann sinnt löggæslu í 33 ár. „Skáta-starfið gefur mikið og ég hef fundið í því ró til mótvægis við eril og átök sem geta fylgt vinnunni,“ segir hann og bætir við að frá sjónarhóli hans sem lögreglumaður, sé skátastarfið góð uppeldishreyfing. „Það er mikill munur á þeim krökkum sem ég þarf að hafa afskipti af í vinnunni og þeim sem ég hef kynnst í skátunum,“ segir hann og rifjar upp að aðeins einu sinni á lögregluferlinum hafi hann þurft að hafa bein afskipti af krakka í skátunum.

Skáti í 55 árÞorvaldur byrjaði í skátunum níu ára sem ylfingur í Kópunum árið 1959 og hann hefur fylgt félaginu síðan þá og síðustu 20 árin sem félagsforingi. Öll fjölskylda Þor-valdar er á kafi í skátunum. Konu sinni,

Elínu Richards, kynntist hann í drótt-skátasveitinni Andrómedu og þau hafa bæði verið mjög virk í starfinu. „Þetta er okkar lífsstíll,“ segir Þorvaldur sem telur að sambönd haldist betur en gengur og gerist þegar lífsviðhorfin eru svipuð.

Byggt fyrir skátanaÞegar Þorvaldur fyrst sótti fundi í skátunum var skátafélagið með eitt herbergi í kjall-ara Kársnesskóla og á næstu árum var félagið með húsnæði á nokkrum stöðum í vesturbæ Kópavogs þar til það fékk hlut í félagsheimilinu. Árið 1970 voru fest kaup á íbúðarhúsi við Borgarholtsbraut sem hýsti starfið fram á nýja öld. Árið 2005 fluttu Kópar í húsnæði sérsniðið fyrir starfsemi sína að Digranesvegi 79. Félagið byggði húsið frá grunni og var Þorvaldur virkur í bygg ingarnefndinni ásamt öflugum hópi bakhjarla félagsins.Þorvaldur hefur tekið þátt í fleiri byggingar-störfum fyrir félagið. Hann var í þeim hópi sem byggði skátaskálann Þrist í Þverárdal í Esju. Skálinn var byggður á mörgum árum og rifjar Þorvaldur upp að 12 ára gam all hafi hann ásamt félögum verið í að grafa fyrir stólpunum að skálanum. „Það var grafið þar til við hættum að geta hent uppúr,“ segir hann. Síðar eftir að Þorvaldur var byrjaður í Ds. Andrómedu var hann í hópn um sem einangraði Þrist og klæddi að innan. Einnig tók hann virkan þátt í að Kópar eignuðust Bæli á Hellisheiði og endurgerðu þann skála frá grunni.Þorvaldur er einnig einn af stofnfélögum Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og Skáta-gildisins í Kópavogi.(Af skatamal.is)

Page 9: Bálið - maí 2014

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

9

Skátagildið SkýjaborgirAllt frá því að núverandi gildismeistari tók við á aðalfundi St. Georgsgildisins í Hafnarfirði í maí 2012 hefur markvisst verið unnið að stofnun á nýju skátagildi. Hefur undirbúningurinn verið kynntur á nokkr um fundum sem og stofnun regn hlífar samtaka skátagilda í Hafnarfirði sem komi til með að eiga Skátalund og svæðið umhverfis hann, en þau gildi sem starfa í Hafnarfirði standi að þeim regnhlífarsamtökum. Þannig séu það í raun alltaf gildisskátar framtíðarinnar sem eigi skálann, óháð gengi hvers gildis.Það var svo 13. febrúar sl. sem stofnfundur nýs skátagildis var haldinn og hafði gildis -meistari þá fengið til liðs við sig Hörpu Hrönn Grétarsdóttur til að standa að undirbúningi og leiða hið nýja gildi. Stofn-fundurinn var vel sóttur, jafnt af áhuga-sömum félögum sem og félögum í okkar

gildi sem vildu sýna hinu nýja gildi fullan stuðning sinn. Stofnfélagar á fundinum voru 17 en ýmsir sem ekki komust á fundinn höfðu tilkynnt áhuga sinn. Var ákveðið að þeir sem skráðu sig fram á fyrsta félagsfund yrðu skráðir stofnfélagar. Bættust þá a.m.k. 7 félagar við.Fyrsti gildismeistari var kjörinn Harpa Hrönn Grétarsdóttir flugumferðarstjóri. Aðrir í stjórn eru: Andri Már Johnsen, varagildismeistari; Guðrún Stefánsdóttir, ritari; Ragnheiður Guðjónsdóttir, gjaldkeri og Sigmar Örn Arnarson, meðstjórnandi.

F.v.: Ragnheiður Guðjónsdóttir gjaldkeri, Harpa Hrönn Grétarsdóttir gildismeistari, Guðrún Stefánsdóttir ritari, Andri Már Johnsen varagildismeistari, og Sigmar Örn Arnarson meðstjórnandi.

Nýtt gildi

Hafnfirsku gildismeistararnir Harpa Hrönn Grétarsdóttir og Guðni Gíslason

Framhald á næstu síðu.

Page 10: Bálið - maí 2014

Bálið – málgagn Skátagildanna á Íslandi

10

Ég var í Skátafélaginu Kópum í fimm ár sem krakki. Það voru skemmtilegir tímar. Ég er búin að vera foreldri í skát-un um frá 1999 og er búin að upplifa skemmti lega hluti í gegnum skátana. Við erum dugleg að mæta í skátamessu á sumardaginn fyrsta. Þá er þetta lag oftast sungið og það gleður mitt litla hjarta að heyra það sungið og syngja með. Við höfum brallað margt skemmtilegt með skátunum sem foreldar. En haustið 2010 ákvað ég að ganga í St. Georgsgildið í Kópavogi og starfa þar. Eitt að því hátíðlegasta er þegar við sækjum friðarljósið í Karmelklaustrið. Karmelsystur geyma friðarlogann frá

Betle hem, sem kom til landsins 19. desem-ber 2001, fyrir skátana. Við þá athöfn syngj um við Tendraðu lítið skátaljós. Tendraðu lítið skátaljós láttu það lýsa þér, láttu það efla andans eld og allt sem göfugt er. Þá verðu litla ljósið þitt ljómandi stjarna skær, lýsir lýð, alla tíð nær og fjær Hrefna Tynes

Með gildiskveðjum, Hrönn Hallgrímsdóttir, St. Georgsgildinu í Kópavogi.

Hrönn Hallgrímsdóttir

Ég var nú bara undrandi þegar Hrefna landsgildismeistari sendi mér póst og spurði mig hvort ég ætti mér

uppáhaldsskátasöng. Upp í hugann hjá mér kom strax textinn eftir hana Hrefnu Tynes, Tendraðu lítið skátaljós.

Uppáhaldsskáta-söngvarnir

Gildismeistari færði félögum í hinu nýja gildi árnaðaróskir frá St. Georgsgildinu í Hafnarfirði ásamt fundargerðabók og bauð þeim afnot að Skátalundi endurgjaldslaust undir félagsfundi. Stofnun hins nýja gildis er merkur áfangi í sögu eldriskátastarfs í

Hafnarfirði og verður vonandi til þess að skapa grósku og ýta undir öflugt starf og góðan stuðning við skátastarfið í Hraun-búum.(Tekið upp úr skýrslu stjórnar Skátagildisins í Hafnarfirði)

Framhald af fyrri síðu.

Page 11: Bálið - maí 2014

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

11

Haustlitaferð KvistsLaugardaginn 14. september sl. um kl. 09:00 söfnuðust Kvistir saman á planinu við Samkomuhúsið á Akureyri og biðu gildismeistarans, Björns Sverrissonar, en hann hafði fengið að láni rútubíl og ætlaði að verða ökumaður og leiðsögumaður fyrir okkur þann daginn. Það er árlegt á þessum tíma að fara í slíka ferð hjá okkur og köllum við hana haustlitaferð, þar sem flestir eru með myndavélar til að fanga haustliti náttúrunnar. Þá notum við einnig tímann til að koma á merkilega staði og helst þar sem við höfum lítið eða ekkert farið áður.Björn tilkynnti að í dag yrði aðaláfanga-staðurinn Melrakkaslétta og með sérstöku stoppi á Raufarhöfn. Björn bæði ók og talaði og á leiðinni sagði hann okkur frá ýmsu í sveitinni um leið og ekið var þar um, en hann er fróður um menn og málefni á þessum stöðum þar sem hann á ættir að rekja til Þingeyinga og að mér skilst Austfirðinga. Í hádeginu renndum við inn á Raufarhöfn en þangað hafði a.m.k. ég aldrei komið áður. Ég var þekktur af því að bera kala til þessa staðar, en útskýri það ekki nánar hér. Rétt fyrir kl 13:00 renndum við upp að hótelinu, en þar hafði verið pantaður hádegisverður fyrir okkur. Þar fengum við nýjan steiktan fisk. Hótelstjórinn sagði okkur að fiskurinn hefði verið veiddur í nótt, landað kl. 10:00 og var nú steiktur á borðum fyrir okkur kl. 13:00. Ég held að betra hráefni til matar-gerðar sé ófáanlegt. Eftir matinn fór hótelstjórinn með okkur og sýndi okkur Heimskautagerðið sem er í byggingu hjá þeim og er hótelstjórinn hugmyndasmiður og framkvæmdaraðili fyrir þessa byggingu sem er alveg einstök. Frá Raufarhöfn var ekið norður Sléttuna

og fyrir hana þannig að við ókum hinu megin til baka. Þarna eru vegir ekki þeir bestu, en þó er svokölluð Hófaskarðsleið nýr og frábær vegur. Björn þekkti til þarna á flestum bæjum, a.m.k. mátti halda það, því einhverjar sögur voru af flest um ábúendum. Hann sagði m.a. frá húfuverksmiðju í Leirhöfn og hélt ég að þarna væri hann nú að segja okkur ósatt, en hann sagði þarna hafa verið búnar til a.m.k. 50 þúsund húfur. Nú fyrir skömmu botnaði Birgir Sveinbjörnsson þetta í þætti á Rás1, því hann sagði að yfir 100 þúsund húfur hefðu verið hannaðar, saumaðar og seldar frá Leirhöfn.Þegar við komum í Ásbyrgi voru haust-litirnir eins og logandi eldur þarna í byrg-inu. Þvílík fegurð! Þarna stoppuðum við um stund, tókum myndir og drukkum síð-asta kaffidropann. Til Akureyrar komum við laust eftir kl. 21:00 og tilkynnti þá Björn farar stjóri og gildismeistari að ferðinni væri lokið og að eknir hefðu verið rúmlega 600 kílómetrar.Ólafur Ásgeirsson Skátagildinu Kvisti

Page 12: Bálið - maí 2014

Bálið – málgagn Skátagildanna á Íslandi

12

Skátahreyfingin hefur alla tíð verið mér mikilvægur þáttur í lífinu og á stóran sess í hjarta mínu. Henry bróðir minn var skáti og lék á básúnu í skátalúðrasveitinni í Hejmdal í Flensborg. Ég gekk líka til liðs við skátahreyfinguna sem og lúðrasveitina og lék þar á kornett þar til árið 1944. Þetta voru góð ár. Kennarinn okkar, Oskar Nielsen var stjórnandi lúðrasveitarinnar og við lékum á árshátíðum í Suður-Slésvík, á jólafögnuðum og öðrum hátíðarstundum. Alls staðar var tónlistaratriði okkar vel fagnað. Þar kom þó að því að eldri hljóðfæraleikararnir okkar voru kallaðir í stríðið og aðeins þeir yngri urðu eftir heima.Þegar Oskar Nielsen þurfti að yfirgefa Suður-Slésvík tók Walter Lange við sem stjórnandi og þegar hann var einnig kallaður í stríðið tók kennari okkar að nafni Hans Futtrup við stjórninni. Þannig var lúðrasveitinni haldið gangandi allan tímann á meðan stríðið stóð yfir. Hejmdal skátasveitinni var skipt í tvo flokka og við lifðum nokkuð eðlilegu lífi sem skátar og héldum fundi, fórum í útilegur, í þjálfun og á skátamót. Skátabandalag Suður-Slés-víkur var í nánum tengslum við Danska skátabandalagið (DDS) og við vorum með þeim í búðum á skátamótum í Sandbjerg og Hróarskeldu. Þegar við vorum með dönsku skátunum fengum við innsýn í ástandið í Danmörku þegar landið var hersetið af Þjóðverjum.Þann 19. maí 1943 réðst breski flugherinn á skipasmíðastöð í Flensborg. Ein sprengjan lenti á öryggisskýli, en þangað höfðu flúið börn og starfsmenn dansks leikskóla. 15

börn og tveir fullorðnir dóu - þetta var svo algerlega tilgangslaust. Umræður spunnust um það hver ætti að bera látnu börnin í grafirnar þeirra. Feður barnanna og elstu bræður höfðu verið kallaðir í stríðið og ef starfsmenn útfararstjóra ríkisins yrðu fengnir til að vinna verkið myndu þeir fylgja hefðum nasistanna og gera „heil“-kveðju yfir gröfunum.Það kom ekki til greina svo ákveðið var að við skátarnir myndum bera börnin og setja þau í grafirnar. Sex burðarmenn þurfti fyrir hverja kistu, en þetta voru í allt 15 kistur. Við vorum ekki nógu margir svo við urðum allir að fara nokkrar ferðir. Þegar við vorum búnir með fjórar kistur spurði foringinn okkar hvort allt væri í lagi með okkur: „Ráðið þið við þetta strákar?“ Og við svöruðum: „Já, við gerum það!“Við gerðum þetta, en það var erfitt. Enginn okkar hefur getað gleymt þessum degi. Þegar við tókum þetta verk að okkur þá var það ekki einungis til að hjálpa fjölskyldunum og til að sýna litlum, látnum börnum virðingu, heldur einnig til að koma í veg fyrir að einhver myndi gera nasistakveðjuna yfir gröfum þeirra. Við stóðum frammi fyrir grund vallarspurningu: Var það rétt að sýna Þýskalandi nasismans hollustu og sýna skyldurækni til þess að við ættum rétt á föðurlandi?Heinrich Heine samdi ljóðið: „Tveir fótgönguliðar á leið heim til Frakklands“. Þeir voru handteknir í Þýskalandi í stríðinu. Lektorinn hr. Otterstrøm var söngkennarinn okkar og hann lét okkur syngja þennan söng. Við kunnum hann frá stríðstímanum þegar

St. Georgsboðskapurinn 2014Skyldurækni eða eigin samviska

Page 13: Bálið - maí 2014

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

13

sannleikurinn var öllum ljós. Fjölskyldur okkar þekktu örlög þessara bræðra sem fjallað er um í textanum og við gerðum okkur ljósa grein fyrir hættunum sem fólust í nasismanum. Ég man eftir þessum söng vegna þess að hann snart okkur svo mikið. Við sungum sönginn því hann hafði svo mikla þýðingu fyrir okkur: Baráttan fyrir frelsi og mannréttindum. Þetta var ekki bara söngur um tvo hermenn.Allt þetta sem ég hef nú minnst á varð til þess að ég yfirgaf föðurlandið mitt. Tveir skátar hjálpuðu mér að komast yfir landamærin. Ég bjó mig undir flóttann og það fól í sér margvísleg verk. Meðal annars þurfti ég að skila skátabúningnum mínum, því það voru svo fáir búningar til og einhver annar gæti notað hann. Þann 16. janúar 1945 var allt tilbúið og þökk sé Aage Frøslev Christensen og Hans Futtrup að ég komst yfir landamærin. Ég er þeim ævinlega þakklátur vegna þess að þeir tóku á sig mikla áhættu. Hugsið ykkur ef við hefðum verið gripnir við flóttann? Það hefði þýtt dauðarefsingu fyrir mig, en líka fyrir þá tvo sem voru að hjálpa mér. Þá má auðvitað spyrja sem svo: Af hverju að taka svona mikla áhættu? Svarið er þetta:

„Eitt sinn skáti, ávallt skáti“. Það er í rauninni eina svarið – miðað við frásögn mína á undan. Uppeldi mitt og hversu mótfallin við vorum Nasistum, ásamt öllu sem ég varð vitni að í Póllandi þar sem ég upplifði hvernig farið var með Pólverja. Þeir voru hýddir ef þeir tóku ekki ofan hatt sinn þegar þeir mættu þýskum liðsforingja. Allt þetta leiddi til þess að ég fékk nóg og þess vegna flúði ég til Danmerkur og varð meðlimur í dönsku andspyrnuhreyfingunni. Maður gat bara ekki meira því samviskan sagði: „Nú er komið nóg.“Hlýjar hjartans kveðjur frá gömlum skáta frá Suður-Slésvík til allra gildisskáta á norræna – baltneska svæðinu.Að lokum, hin raunverulegu skilaboð heilags Georgs í þessum orðum mínum: Megum við öll gera okkar besta í að fylgja eigin samvisku – einnig um ókomna tíð.Skáta- og gildishugsjónirnar eiga alltaf meira og meira erindi til samfélagsins okk-ar.Ávallt viðbúin!23. apríl 2014 Karl Otto Meyer Skovlund, Suður-Slésvík

Landsmót skáta 2014Að þessu sinni verður mótið haldið að Hömrum við Akureyri dagana 20.-27. júlí 2014. Fjölskyldubúðir verða á mótinu og kostar aðgangur þar kr. 3200 fyrir hvern einstakling eldri en 12 ára. Síðan greiðir fólk gistináttagjald svæðisins sem er kr. 1100 pr. nótt. Verslun með nauðsynlegustu matvöru verður á svæðinu. Í fjölskyldubúðunum verður sérstök barnadagskrá. Sjálfsagt munu margir gildisfélagar aðstoða félögin

í sinni heimabyggð eins og venjulega. Svo er líka hægt að skrá sig sem sjálfboðaliða á mótinu sjálfu. Alltaf er þörf fyrir vinnufúsar hendur á stóru skátamóti. En það væri vel við hæfi að sem flestir gildisskátar myndu hittast að Hömrum og rifja upp gömul kynni og ný.

Page 14: Bálið - maí 2014

Bálið – málgagn Skátagildanna á Íslandi

14

bálveður eins og það verður verst, stórhríðin hamaðist úti og það brakaði í gamla skálanum. Við foringjarnir létum á engu bera en víst vorum við kvíðnir, við urðum að koma öllum heim, sumir voru í sinni fyrstu útilegu. Ekki voru þá GSM símar og ekki hægt að biðja um hjálp. Þá var bankað á útidyrnar

og inn stígur maður með skíðastaf í annarri hendinni, allur fannbarinn.

„Sælir strákar, mér datt í hug að líta við, ég var á gönguferð og alltaf er nú gott að koma í Fellið“. Þarna var Rikki kominn og auðvitað var hann bara á gönguferð svona fyrir tilviljun að líta inn. Mikið vorum við foringjarnir fegnir að hann hafði ekki gert sér ferð til að hjálpa okkur eða bjarga, nei auðvitað treysti hann okkur. Alla tíð hefi ég dáðst að þessari hógværð, þessum sanna skáta sem nú hefur kvatt, Rikki er farinn heim

Steini Pje (flutt við útför 2. janúar 2014)

Í dag er kveðjustund, við kveðjum skátann Richard Þórólfsson eða Rikka eins og við kölluðum hann ætíð. Rikki var sannur skáti, hógvær, glaðvær og jákvæður. Hann kom fram við alla sem jafningja og var okkur dýrmæt fyrirmynd. Mig langar í nokkrum orðum að rifja upp minningarbrot af samferð með Rikka. Hann var sveitarforingi í fyrstu sveit er ég ásamt nokkrum strákum af Eyrinni gengum í sveitina. Ég geri mér grein fyrir að við vorum ekki stilltustu strákarnir í bænum, dálitlir ærslabelgir, kannske ofvirkir, en við vorum velkomnir í sveitina til Rikka, það fundum við. Hann kenndi okkur öllum að syngja, kenndi okkur hnúta og gerði okkur að náttúruvinum og útilegumönnum. Ljúf er minningin frá útilegu í Fálkafelli; við vorum tveir ungir sveitarforingjar með stóran hóp af strákum, við vorum aðeins nokkrum árum eldri, en okkur var treyst. Er við vorum að undirbúa heimferð var komið norðan

Richard ÞórólfssonFæddur 9. maí 1919 — Dáinn 24. desember 2014

Aðrir sem hafa farið heim:

Ólafur Ásgeirsson St. Georgsgildinu í Hafnarfirði

Fæddur 20. nóvember 1947. Dáinn 11. maí 2014.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 15: Bálið - maí 2014

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

15

GildisskátinnHvað hef ég verið lengi skáti? Þessa spurningu fékk ég frá Hrefnu Hjálmars-dóttur landsgildismeistara ekki alls fyrir löngu. Hrefna fór þess á leit við mig að setja nokkur orð niður á blað um (gildis)skátann mig. Formlegi ferilinn er á þann veg að ég byrjaði fyrst í ylfingum upp úr 1985 eða 1986 þar sem ég var undir handleiðslu Lárusar Frans Guðmundssonar og Sess-elju Halldórsdóttur. Ég kláraði einn vetur í ylfingunum og vígðist sem slíkur, en eitthvað hefur mér leiðst þófið því ég lét ekki sjá mig aftur í skátastarfinu fyrr en nokkrum árum seinna. Veturinn 1993-1994 fer ég aftur að líta við í skátahúsi Heiða búa. Það voru þær tvíburasystur, Gunn hildur og Brynhildur Þórðardætur sem drógu mig að borðinu og eftir það varð ég nokkuð virkur þátttakandi í skátastarfinu. Það var greinilega þörf fyrir ungt fólk sem gat verið með læti á fundum og ég byrjaði fljótlega að skipta mér af öllu og engu í skátastarfinu í Heiðabúum. Skáti, birgðavörður, flokksforingi, sveit ar -foringi, deildarforingi, fararstjóri, aðstoð-ar félagsforingi og félagsforingi, eru meðal þeirra starfa sem ég tók að mér á næstu árum innan skátafélagsins. Ég hef unnið með mörgu skemmtilegu og heillandi fólki á þessum árum. Heiðabúar voru samt sem áður eins og mörg skátafélög hafa verið í gegnum tíðina, nokkuð háð því að sama fólkið væri með alla þræði í hendi sér og kertið brann á tímabili hratt upp frá báðum endum. Ég hef notið þeirra forréttinda í mínu lífi að hafa fengið að kynnast skátastarfinu og getað nýtt mér það til þess að móta sjálfan mig og þær stefnur sem ég hef tekið í lífinu.

Þær eru margar hverjar ógleymanlegar útilegurnar í skátastarfinu sem og hinar ýmsu skátaferðir innanlands sem erlendis. Í dag er ég í hlutverki gildismeistara í Skátagildinu í Keflavík. Það verkefni tók ég ekki hvað síst að mér fyrir tilstuðlan þess fólks sem gerði mér það kleift að upplifa allt það sem ég hef fengið að upplifa í gegnum skátastarf. Án þeirra stuðnings þá hefði skátalíf mitt til þessa verið mun innihaldsrýrara. Nú hef ég verið gildisskáti í fimm mánuði og verið gildismeistari í fimm mánuði, þannig að lærdómskúrfan hefur verið brött en virkilega gefandi. Skátagildið í Keflavík er mitt skátastarf í dag og ég hef þær væntingar að starfið innan þess muni smátt og smátt endurnýja sig innan þess ramma sem forkólfar þess hafa skapað.Skátakveðja,Bjarni Páll Tryggvason, Skátagildinu í Keflavík, Skátafélaginu Heiðabúum

Page 16: Bálið - maí 2014

Bálið – málgagn Skátagildanna á Íslandi

16

English Summary May 2014Hrefna Hjálmarsdóttir, the national guild president starts the newsletter with welcoming words and announces that this is the first issue of the newsletter that is published only online and not printed and sent to members by regular mail. It is done to reduce cost.Hrefna encourages guild members to attend the two scout-happenings of the coming summer in which „older scouts“ are particularly welcome; A Jamboree for 40+ at Úlfljótsvatn Scout Centre and the Jamboree at Hamrar by Akureyri. The Scout Study Centre at Ljósafoss is also open for visits.The Backup group in Garðabær. The Garðabær scout group, Vífill has an active group of parents that helps with all larger events held by the scout group. Initially there were only a few parents assisting with various activities but with the years it has grown into a large group of parents and the Backup, as it is called, has become a group of its own, doing things for their own entertainment in addition to the scout activities and the goal which is to support the scouts in Garðabær.The text about Ging gang goolie goolie tells the story of the song’s origin but it is believed to have been written by Baden Powell at the first International Jamboree in 1929, see original text on Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Ging_Gang_GooliePreserving nature. Anna G. Sverrisdóttir describes how growing up in scouting influenced her life and affected her view of nature and even her choice of career. She has worked for environmental and nature preservation movements and tourism

companies most of her life and she is now on the board of the Icelandic Environmental Association. Guild member honoured for twenty years as a scout group leader. Þorvaldur J. Sigmarsson, leader of the Kópavogur scout group was honoured at an annual general meeting. He resigned his position after twenty years of service to the scouts of Kópavogur. The mayor of the town addressed Þorvaldur and thanked him for his hard work for the youth of the town and the Chief Scout of Iceland, Bragi Björnsson also thanked Þorvaldur and awarded him a scout medal for his work. Þorvaldur is a duty officer at the Reykjavik municipality police department and he believes scouting has a good influence on keeping young people safer. He also says that the work in scouting has given him a relaxing alternative to his work for the police. He has been active in scouting for 55 years or since he was nine years old. His whole family is active in scouting. When Þorvaldur started in the Kópavogur scout group it had one room in the cellar of a schoolhouse and he has followed and taken part in the developments through the years from one place to another to the beautiful scout house that Kópar, his scout group owns now. Þorvaldur was a founder member of the scout rescue team as well as the scout guild in Kópavogur.Establishment of a new scout guild group in Hafnarfjörður. A new guild group has been established in Hafnarfjörður. The preparations have been ongoing for quite some time but the first meeting was held on 13 February and the founder members were 17. This group will cooperate with

Page 17: Bálið - maí 2014

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

17

the other ISGF group in Hafnarfjörður and have its support in the initial stages.Favourite scout song. Hrönn Hall-grímsdóttir in the Kópavogur guild was aske d what her favourite scout song is and she named a very well-known and much loved hymn/poem by Hrefna Tynes. She also talked about her favourite activities in the guild, one of which is to receive the Peace Light every year from the nuns in the Karmel nunnery in Hafnarfjörður.News. Bálið received news from Norwegian guild scouts who went to Kenya and attended an activity with thirty thousand scouts on 22 February 2014.Autumn Colours. The ISGF group Kvistur in Akureyri takes the annual trip to marvel at the autumn colours in their neighbourhood. A new place is selected each year as people also want to explore sites they haven‘t been to before. This time the peninsula Melrakkaslétta with the town of Raufarhöfn was explored. Björn Sverrisson, the guild president was the guide for the trip and he told stories about the people who have lived in the area, the businesses that are operated there, etc. The highlight of the trip was Ásbyrgi which shone in hundreds of different yellow, brown and orange colours.The Icelandic International Jamboree will be held at Hamrar by Akureyri 20–27 July 2014. In addition to traditional Jamboree camps and activities there will be a special camp for families of participants and older scouts are encouraged to rekindle old scout friendships and come and stay there too. Older scouts can also sign up as volunteers.Richard Þórólfsson, a scout from Akureyri has gone home. One of his former fellow scouts, Steini Pje, goes down memory lane and remembers past scout activities with him.

How long have I been a scout? Bjarni Páll Tryggvason, member of the ISGF Keflavík answers this question and tells the story of how he began in scouting as a young boy, left the movement but came back and after having had most if not all the responsibilities a scout can have in his scout group he is now leading the guild in Keflavík. He is grateful for what scouting has contributed to his life and happy to be giving back some of it in his ISGF group.In Horsens, Denmark, 27-30 June 2015 there will be a jamboree for ISGF members in the Nordic countries and Lithuania. These ISGF jamborees are held every three years and have been very popular. Halla Helgadóttir.

Horsens 2015Haldin hafa verið mót fyrir gildisskáta á Norðurlöndunum og í Litháen á þriggja ára fresti. Mót þessi hafa þótt skemmtileg og fróðleg eins og margir íslenskir gildisskátar geta vitnað um. Næsta mót verður haldið í Danmörku 27.-30. júní 2015, nánar tiltekið í Horsens sem er 50 km suðvestur af Árósum og 200 km frá Kaupmannahöfn. Lestarferðir þaðan til Horsens. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir íslenska gildisskáta; þægilegt að komast til Danmerkur og auðvelt að tengja við önnur ferðalög í Evrópu. Ég hvet sem flesta gildismeistara til að kanna hvort þetta sé ekki einmitt ferðin sem hentar ykkar gildi. Danir eru góðir heim að sækja – ekki satt. Dagskráin fer fram á ensku. Hrefna Hjálmarsdóttir.

Page 18: Bálið - maí 2014

Myndavélar eru ekki allar eins

Ljós

m.:

Hal

la G

unnl

augs

dótti

r

Skátagildin á ÍslandiSt. Georgsgildið á Akureyri • St. Georgsgildið í HafnarfirðiSt. Georgsgildið í Hveragerði • St. Georgsgildið í Keflavík

St. Georgsgildið í Kópavogi • St. Georgsgildið Kvistur á Akureyri St. Georgsgildið Straumur í Reykjavík

Frá vorferð Hafnarfjarðargildisins í Haukadalsskóg

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Björgunarmiðstöðin í Kópavogi skoðuð.

Afmælisgjöfum plantað út í Skátalundi

Ljósm.: G

uðni Gíslason

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Úrvals lambakjöt, beint af grillinu

Í Haukadalsskógi

Kátir Hvergerðingar á St. Georgsdeginum í KópavogiLjós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Kefla

víku

rgild