Ásafl - fréttabréf Sjávarútvegsýning 2014

4
Nýlega voru settar nýjar 880 hestafla Doosan-vélar í Auði Vésteinsdóttur og Gísla Súrsson, tvo nýja Cleópötru 50-báta frá Trefjum. Í bátunum eru einnig ZF gírar og TMP vökvakranar frá Ásafli. Ásafl er umboðsaðili fyrir Doosan-díselvélar á Íslandi, en vélarnar eru hágæða framleiðsla og þekktar um allan heim fyrir gæði, rekstraröryggi, hagkvæmni og góða endingu. Báðir bátarnir eru í eigu Einhamars og við óskum eigendum og Trefjum til hamingju með þessa tvo öflugu fiskibáta. Tímaritið Diesel valdi Cursor 16-díselvélina frá FPT Industrial sem DIESEL OF THE YEAR ®2014. „Diesel hefur í tuttugu ár fjallað um málefni sem tengjast þróun, framleiðslu og notkun díselvéla í Evrópu og verðlaunin staðfesta þann árangur í rannsóknum og nýsköpun sem við byggjum á,“ sagði Massimo Siracusa, aðstoðarforstjóri framleiðslu hjá FPT. „FPT Cursor 16 er lítil, en aflmikil og er ein af léttustu díselvélunum í sínum flokki. Hún skilar miklu afli á hvert kíló og er þekkt fyrir áreiðanleika og sparneytni.“ FPT Industrial er einn af fáum framleiðendum í heiminum sem í tvígang hefur átt vél sem valin var „DIESEL OF THE YEAR“, en hann fékk sömu útnefningu árið 2008 fyrir 3,2 lítra F5-díselvélina. FPT er einn af fremstu aðilum í heimi í framleiðslu á díselvélum fyrir báta, skip, vinnuvélar og bíla. Árangur FPT byggir á samstarfi við viðskiptavini, vilja til að skilja þarfir þeirra og bregðast við þeim fyrirfram. Fyrirtækið hefur ávallt gert kröfu um hámarksgæði og þá ekki bara í framleiðslu á vörunni, heldur einnig varðandi langtímaendingu og rekstraröryggi. FTP hefur tvisvar fengið útnefninguna “DIESEL OF THE YEAR” Cursor 16 díselvélin frá FPT er “Disel of the year 2014” Tvær nýjar 410 hestafla C90 380 FPT díselvélar í Brimrúnu Ásafl er umboðsaðili FPT á Íslandi og hefur þegar selt þrjátíu FPT díselvélar í nýja báta sem smíðaðir hafa verið hér á landi fyrir erlenda aðila. Meðal annars í þjónustubáta við olíuiðnaðinn í Noregi, en miklar kröfur eru gerðar um búnað og öryggi í norskum þjónustu- bátum og á þeim forsendum voru þessar FPT vélar valdar. Ásafl er búið að selja 30 FPT vélar á tveimur árum Mynd af FPT N67 450 Tvær öflugar 880 hestafla Doosan vélar í Gísla og Auði Ný 350 hestafla Izusu díselvél sett í Amöndu Brimrún er gerð út sem hvalaskoðunarbátur frá Grundarfirði og er með pláss fyrir allt að 80 manns um borð. Hann er búinn tveimur aflmiklum díselvélum og á þessu ári var komið að endurnýjun á vélunum. Eftir að hafa skoðað málið var ákveðið að setja í bátinn tvær FPT C90 380-díselvélar með ZF gírum og BT marine-skrúfum frá Ásafli. Díselvélarnar eru samtals um 820 hestöfl og skila bátnum vel áfram. FPT C90 380-díselvélarnar verða settar niður í bátinn í september og hann prófaður að því loknu. Vélsmiðja Árna Jóhanns á Rifi sér um niðursetningu á vélunum og frágang á skrúfuöxlum og skrúfum, en þeir eru þjónustuaðili fyrir Ásafl á Snæfellsnesi. Gert er ráð fyrir að farþegar komi til með að njóta sín betur í skoðunarferðum þar sem FPT-díselvélarnar eru einstaklega hljóðlátar. Einnig er gert ráð fyrir minni eyðslu eldsneytis og þar af leiðandi lægri rekstrarkostnaði. Í ágúst á þessu ári var sjósettur nýr Cleopatra 31-bátur frá Trefjum sem búinn er Izusu 350 hestafla aðalvél, ZF gír og BT Marine-skrúfu frá Ásafli. Prufutúrinn tókst mjög vel og báturinn náði góðri ferð með þessum öfluga vélbúnaði. Ásafl óskar Trefjum og eiganda að nýjum, glæsilegum báti, til hamingju með öflugt atvinnutæki, sem er það sjöunda í röðinni af sömu gerð. Verið velkomin á Sjávarútvegssýningunni 25.-27. September. í bás nr. P52 Hyundai Seasall 3,0-díselvélin er ein fullkomnasta díeselvélin í dag með rafeindastýrðri innspýtingu (CRDi) og stillanlegum blöðum í túrbínu (E-VGT) sem hámarkar nýtingu eldsneytis og skilar miklu afli á sveifarás. Vélin skilar 250 hestöflum og togi upp á 50 kg.m. og byggir á nútímatækni sem skilar eyðslugrannri, hljóðlátri (69.3 db) og mengunarlítilli vél. Hyundaitækni og -hönnun er ein hin fullkomnasta í heimi og uppfyllir hæstu gæðastaðla í nútíma díselvélum. FPT framleiða díselvélar sem eru frá 20 og upp í 825 hestöfl FPT býður upp á mikla breidd í framleiðslulínu sinni, en þeir framleiða díselvélar frá 20 og upp í 800 hestöfl. Allar díselvélar eru framleiddar með „Common Rail“ eða rafeindastýrðri innspýtingu eldsneytis, sem hámarkar afl og nýtni á hverjum snúningshraða. Ásafl veitir viðskiptavinum sínum góða þjónustu og aðgang að faglegum tæknimönnum í viðgerðum og viðhaldi. ÁSAFL Viðtakandi ÁSAFL ehf - Hjallahrauni 2 - 220 Hafnarfjörður - Sími 562 3833 - [email protected] - www.asafl.is Fréttabréf - 1. tölublað 2014 Ráðgjöf - Sala - Þjónusta Hyundai 250 hö rafeindastýrð díselvél ÁSAFL

description

 

Transcript of Ásafl - fréttabréf Sjávarútvegsýning 2014

Page 1: Ásafl - fréttabréf Sjávarútvegsýning 2014

Nýlega voru settar nýjar 880 hestafla Doosan-vélar í Auði Vésteinsdóttur og Gísla Súrsson, tvo nýjaCleópötru 50-báta frá Trefjum. Í bátunum eru einnig ZF gírar og TMP vökvakranar frá Ásafli. Ásafler umboðsaðili fyrir Doosan-díselvélar á Íslandi, en vélarnar eru hágæða framleiðsla og þekktar umallan heim fyrir gæði, rekstraröryggi, hagkvæmni og góða endingu. Báðir bátarnir eru í eiguEinhamars og við óskum eigendum og Trefjum til hamingju með þessa tvo öflugu fiskibáta.

Tímaritið Diesel valdi Cursor 16-díselvélina frá FPT Industrial sem DIESEL OF THE YEAR ®2014.„Diesel hefur í tuttugu ár fjallað um málefni sem tengjast þróun, framleiðslu og notkun díselvéla íEvrópu og verðlaunin staðfesta þann árangur í rannsóknum og nýsköpun sem við byggjum á,“ sagðiMassimo Siracusa, aðstoðarforstjóri framleiðslu hjá FPT. „FPT Cursor 16 er lítil, en aflmikil og erein af léttustu díselvélunum í sínum flokki. Hún skilar miklu afli á hvert kíló og er þekkt fyriráreiðanleika og sparneytni.“

FPT Industrial er einn af fáum framleiðendum í heiminum sem í tvígang hefur átt vél sem valin var„DIESEL OF THE YEAR“, en hann fékk sömu útnefningu árið 2008 fyrir 3,2 lítra F5-díselvélina.FPT er einn af fremstu aðilum í heimi í framleiðslu á díselvélum fyrir báta, skip, vinnuvélar og bíla.Árangur FPT byggir á samstarfi við viðskiptavini, vilja til að skilja þarfir þeirra og bregðast við þeimfyrirfram. Fyrirtækið hefur ávallt gert kröfu um hámarksgæði og þá ekki bara í framleiðslu á vörunni,heldur einnig varðandi langtímaendingu og rekstraröryggi.

FTP hefur tvisvar fengið útnefninguna “DIESEL OF THE YEAR”

Cursor 16 díselvélin frá

FPT er “Disel of the year 2014”

Tvær nýjar 410 hestafla C90 380

FPT díselvélar í Brimrúnu

Ásafl er umboðsaðili FPT á Íslandiog hefur þegar selt þrjátíu FPTdíselvélar í nýja báta sem smíðaðirhafa verið hér á landi fyrir erlendaaðila. Meðal annars í þjónustubátavið olíuiðnaðinn í Noregi, enmiklar kröfur eru gerðar um búnaðog öryggi í norskum þjónustu-bátum og á þeim forsendum voruþessar FPT vélar valdar.

Ásafl er búið að selja

30 FPT vélar á tveimur árum

Mynd af FPT N67 450

Tvær öflugar 880 hestafla

Doosan vélar í Gísla og Auði

Ný 350 hestafla

Izusu díselvél sett í Amöndu

Brimrún er gerð út sem hvalaskoðunarbátur frá Grundarfirði og er með pláss fyrir allt að 80 mannsum borð. Hann er búinn tveimur aflmiklum díselvélum og á þessu ári var komið að endurnýjun ávélunum. Eftir að hafa skoðað málið var ákveðið að setja í bátinn tvær FPT C90 380-díselvélar meðZF gírum og BT marine-skrúfum frá Ásafli. Díselvélarnar eru samtals um 820 hestöfl og skilabátnum vel áfram.

FPT C90 380-díselvélarnar verða settar niður í bátinn í september og hann prófaður að því loknu.Vélsmiðja Árna Jóhanns á Rifi sér um niðursetningu á vélunum og frágang á skrúfuöxlum ogskrúfum, en þeir eru þjónustuaðili fyrir Ásafl á Snæfellsnesi. Gert er ráð fyrir að farþegar komi tilmeð að njóta sín betur í skoðunarferðum þar sem FPT-díselvélarnar eru einstaklega hljóðlátar. Einniger gert ráð fyrir minni eyðslu eldsneytis og þar af leiðandi lægri rekstrarkostnaði.

Í ágúst á þessu ári varsjósettur nýr Cleopatra31-bátur frá Trefjum sembúinn er Izusu 350hestafla aðalvél, ZF gír ogBT Marine-skrúfu fráÁsafli. Prufutúrinn tókstmjög vel og báturinn náðigóðri ferð með þessumöfluga vélbúnaði.

Ásafl óskar Trefjum ogeiganda að nýjum,glæsilegum báti, tilhamingju með öflugtatvinnutæki, sem er þaðsjöunda í röðinni af sömugerð.

Verið velkomin

á Sjávarútvegssýningunni25.-27. September.

í bás nr. P52

Hyundai Seasall 3,0-díselvélin er ein fullkomnastadíeselvélin í dag með rafeindastýrðri innspýtingu(CRDi) og stillanlegum blöðum í túrbínu (E-VGT) semhámarkar nýtingu eldsneytis og skilar miklu afli ásveifarás.

Vélin skilar 250 hestöflum og togi upp á 50 kg.m. ogbyggir á nútímatækni sem skilar eyðslugrannri,hljóðlátri (69.3 db) og mengunarlítilli vél. Hyundaitækniog -hönnun er ein hin fullkomnasta í heimi og uppfyllirhæstu gæðastaðla í nútíma díselvélum.

FPT framleiða díselvélar sem eru frá 20 og upp í 825 hestöflFPT býður upp á mikla breidd í framleiðslulínu sinni, en þeir framleiða díselvélar frá 20 og upp í 800hestöfl. Allar díselvélar eru framleiddar með „Common Rail“ eða rafeindastýrðri innspýtingueldsneytis, sem hámarkar afl og nýtni á hverjum snúningshraða. Ásafl veitir viðskiptavinum sínumgóða þjónustu og aðgang að faglegum tæknimönnum í viðgerðum og viðhaldi.

ÁSAFLViðtakandi

ÁSAFL ehf - Hjallahrauni 2 - 220 Hafnarfjörður - Sími 562 3833 - [email protected] - www.asafl.is

Fréttabréf - 1. tölublað 2014

Ráðgjöf - Sala - Þjónusta

Hyundai 250 hö rafeindastýrð díselvél

ÁSAFL

Page 2: Ásafl - fréttabréf Sjávarútvegsýning 2014

Westerbeke ljósavélar

Marsili stýrisvélar

Heila skipskranar

Keypower og Wesmar bógskrúfur

Ásafl var stofnað árið 2007 og verður því sjö ára á þessu ári. Fyrirtækið flutti árið 2010 með alla sínastarfsemi að Hjallahrauni 2 í Hafnarfirði, en mikill vöxtur hefur einkennt starfsemi fyrirtækisinssíðustu árin. Til að sinna betur sívaxandi fjölda viðskiptavina, er Ásafl að stækka húsnæðið umhelming og opna stóran sýningarsal. Einnig er verið að stækka lageraðstöðu fyrirtækisins vegnaöflugrar uppbyggingar á varahlutalager. Ásafl er með umboð fyrir mörg þekktustu vörumerki í heimiog má þar nefna FTP, Isuzu, Doosan, Westerbeke, Hyundai og Baudoin-díselvélar, Heila- og TMP-vökvakrana, ZF og Bravo gíra og drif og fjölbreytt úrval af búnaði og tækjum (sjá hér til hliðar).

Ásafl er með fjölbreytt úrval af

vörum fyrir báta og skipHúsnæðið stækkar

og starfsmönnum fjölgar

Westerbeke díselvélar eru notaðar sem ljósavélar í báta og skip um allanheim. Þeir hafa með 70 ára þróun náð fram byltingarkenndri útfærslu á díselraf-stöðvum sem fer lítið fyrir, eru hljóðlátar, áreiðanlegar og hafa verið valdar í fram-leiðslu báta og skipa hjá virtustu báta, skipa og snekkjuframleiðendum í heimi.Westerbeke framleiðir hágæða báta- og skiparafstöðvar frá 5 til allt að 26 kw.

Marsili Aldo fyrirtækið var stofnað 1957 og er því með meira en hálfrar aldarreynslu í hönnun og framleiðslu á stýrisbúnaði, stýrisdælum, stýristjökkum ogstjórntækjum fyrir báta og skip. Þeirra framleiðsla byggir á miklum gæðum, hefuráunnið sér mikið traust og er viðurkennd af öllu helstu flokkunarfélögum í heimis.s. DNV, LR og ABS og fleirum.

Heila framleiðir sérhæfða vökvakrana sem sérstaklega eru hannaðir ogframleiddir fyrir skip, báta og sem bryggjukranar. Lögð er sérstök áhersla áhönnun, öryggi og áreiðanleika samkvæmt mjög krefjandi stöðlum og rekstrar-öryggi við erfiðar aðstæður. Heila kranar eru framleiddir í öllum stærðum frá 5tonnmetrum og upp í stærstu krana í heimi.

Keypower eða Wesmar bógskrúfur eru nánast staðalbúnaðurí bátum og skipum og ekki að ástæðulausu. Þegar verið er að berjast við mikinnvind og sterka strauma eða stjórna bát í höfn, þarf öruggan skrúfubúnað um borð.Keypower og Wesmar bógskrúfur eru til bæði vökva og rafmagnsdrifnar og ímismunandi stærðum eftir stærð báta og skipa.

BT-Marine skrúfur

Halyard hljóðkútar

BT Marine Propellers eru með verksmiðjur í Bretlandi og Hollandi og erumeð mikla reynslu í framleiðslu á skrúfum, öxlum og stefnisrörum. Skrokklagskipa og báta er mismunandi og það þarf að vanda útreikninga varðandi val áskrúfu, til að vélaraflið skili sér vel alla leið. Óskir um ganghraða og togkraft erverkefni sem tæknimenn BT Marine glíma við alla daga og leysa með sóma.

Halyard er eitt framsæknasta fyrirtæki í heimi í framleiðslu og hönnun ábúnaði til að lágmarka hávaða og titring frá vélum og tækjum um borð í bátum ogstærri skipum. Ekkert verkefni er svo lítið eða stórt að Halyard sé ekki tilbúið aðreyna að koma með bestu lausnina. Skiptir þá engu hvaða gerð báta er um að ræða,trillur, skemmtibáta, fiskibáta eða lystisnekkjur, Halyard er alltaf með lausnina.

Ásafl hefur frá upphafi byggt á þjónustu við sjávarútveginn á Íslandi og býðurupp á fjölbreytt úrval af vélum, tækjum, búnaði og annarri gæðavöru á góðuverði fyrir minni og millistóra báta og skip.

A-Marine skrúfuhnífar

Tides Marine öxulþétting

Ambassador skrúfuhnífurinn sker bönd og kaðla af skrúfuöxlum ogminnkar tæringu á skrúfublöðum. Vélarnar stækka og skrúfuhraði eykst til að námeiri hraða og togkrafti og því fylgir oft aukin tæring á skrúfublöðunum. Til aðlágmarka þessa tæringuna er hnífurinn með straumgöng sem beina sjóstraum aðblöðunum og splundra loftbólunum sem oft vilja myndast þar.

Að skipta um öxulþétti er nú miklu auðveldara en áður hefur verið.Hönnunin á SureSeal frá Tides Marine gerir ráð fyrir mismunandi lengd á öxli oguppsetning er afskaplega einföld. Sérstakt plaströr dregur úr hliðarþrýstingi ogþetta lengir líftíma á legum og pakkningum. Jafnvel er hægt að skipta um öxuþéttiðundir yfirborðinu í vatni eða sjó.

Guidi efni fyrir pípulagnir Ásafl flytur inn efni til pípulagna frá ítalska fyrirtækinu Guidi semframleitt hefur efni úr kopar í 45 ár. Nýjasta vara þeirra er sérhannaðir lokar semfestast ekki og henta því sérstaklega vel fyrir lagnir í bátum og skipum. Mikið erlagt upp úr gæðum hjá Guidi og hver framleiddur hlutur er sérprófaður í samræmivið þær aðstæður sem hann er notaður við.

San Giorgio mælar San Giorgio byggir nýja og háþróaða línu af sínum mælitækjum á 10 árarannsóknum á tækni í örgjörvum. Ólíkt og hjá samkeppnisaðilum er hægt að tengjaþessa nýju mæla sem eru í 52 mm og 85 mm stöðluðum stærðum, beint við CANBus án þess að þurfa grunn stjórnbox eða breyti. Með aðeins tveimur vírum ogaflgjafa er hægt að koma upplýsingum að mæli frá mótor fyrir allstaðar um borð.

Helac snúningsliðurinn Helac snúningsliðurinn er snjöll lausn á því vandamáli að hreyfa þungavélarhluti eða lúgur frá einu borði til annars í allt að 360°. Tæknin byggir á aðvökvaþrýstingur færir til bullu eftir gengjum, sem síðan snýr snúningsöxli.Búnaður þessi hefur marga kosti fram yfir venjulega glussastrokka, eins og engarberar stangir sem geta orðið fyrir skaða og fyrirferðin er einnig mjög lítil.

Tecnoseal zinkkubbar Tecnoseal framleiðir flestar stærðir og gerðir af sinkkubbum og plötumfyrir báta og skip. Til að fyrirbyggja tæringu í skipsskrokkum og skrúfublöðum ernauðsynlegt að fylgjast vel með sinkinu og endurnýja það eftir þörfum. Gott er aðvera alltaf vel birgur af sinki og panta tímanlega. Ásafl býður gott úrval af stærðumog sérsniðnum zinkhlutum á góðu verði.

CIM og Whale lensidælur CIM lensidælur eru mikið í notkun hér á landi og hafa á sér orð umgóða endingu og mikla aðlögunarhæfni við hvaða aðstæður sem er. Whale hafa í60 ár byggt sína framleiðslu á dælum á öryggi og áreiðanleika. Þeir leggja einnigmikla áherslu á breitt svið af hágæða fylgihlutum til að aðlaga notkun á sinni vöruað mismunandi aðstæðum í fjölbreyttu umhverfi.

Griffin hráolíusíur Griffin byggir á tækni í framleiðslu á hráolíusíum sem hefur verið þróuð á yfir30 árum. Á árinu 2003 þróuðu vísindamenn þeirra MICROBLOC ®, sem erbyltingarkennd síutækni sem eingöngu er notað í Griffin síukerfum. Í prófunumhefur MICROBLOC ® reynst skila 99.8% árangri í að aðskilja vatn frá díselolíu oglífdíesel eldsneyti og geta fjarlægt föst aðskotaefni allt niður í 2 míkron að stærð.

ZF gírar og Bravo drif Ásafl býður upp á ZF gíra á þær báta- og skipavélar sem Ásafl er meðumboð fyrir. Áralöng reynsla af drifbúnaði frá ZF í íslenskum bátum er rómuð aföllum sem til þekkja. ZF er einnig með stjórnbúnað fyrir gíra og díselvélar semmikið er notaður. Í minni bátum er notast við það sem kallað er hældrif og þarhefur Ásafl boðið upp á Bravo drif sem mikið er notað hér á landi.

Í maí 2014 tók Guðmundur G. Kristinsson við sem nýr sölu- og markaðsstjóri hjá Ásafli, en hann ermenntaður vélfræðingur og hefur áratuga reynslu í sölu- og markaðsstörfum. Hann hefur starfað semvélstjóri á millilandaskipum og sem vélstjóri og síðan stöðvarstjóri í Mjólkárvirkjun. Síðustu árinhefur hann starfað sem sölu- og markaðsstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Merkurpoint ogfrumkvöðlafyrirtækinu Kaptio, sem sérhæfði sig í CRM-upplýsingakerfum og bókunarhugbúnaðifyrir ferðaskrifstofur.

„Markmið okkar er að bjóða heildstæða vörulínu fyrir minni og millistóra báta og skip,“ segirGuðmundur. „Ásafl byggir á sterkum grunni og er með öflug umboð á fjölbreyttum vörum fyrirsjávarútveginn. Fyrir utan aðalvélar og gíra, er Ásafl með vökvakrana, skrúfubúnað, ljósavélar, mikiðúrval af dælum og nánast flestan allan búnað fyrir þetta umhverfi. Við munum byggja á þessu og bætasíðan hægt og rólega við okkur fleiri vörum, en aðalmálið á næstu árum er að byggja upp góðanvarahlutalager og öfluga þjónustu fyrir okkar viðskiptavini,“ bætir Guðmundur við.

Ásafl er að byggja upp öfluga vörulínuí utanborðsmótorum fyrir báta semnotaðir eru til skemmtunarog veiða á sjó ogvötnum hér á landi.Selva-mótorar erutil svo

hundruðum skiptirhér á landi og hafa

reynst frábærlega vel.Mikil sala hefur verið í

Selva-utanborðsmótorum áþessu ári og á næsta ári munum við

einnig bjóða fjölbreytt úrval Selva-báta.

Selva-bátarnir eru þekktir um allan heim og boðið erupp á breiða línu af slöngubátum, minni vatnabátum úr plasti og allt upp í stærrisnekkjur, sem búnar eru öflugum Selva-mótorum.

Guðmundur G. Kristinsson er nýtekinn við starfisem sölu- og markaðsstjóri hjá Ásafli

Mikil sala hefur verið í Selva utanborðsmótórum á þessu ári

Selva bátarnir koma á næsta ári

Markmiðið er að bjóða upp á heilstæða

vörulínu fyrir báta og skip

ÁSAFL - okkar markmið er að vera með vandaða vöru á góðu verði

Page 3: Ásafl - fréttabréf Sjávarútvegsýning 2014

Áratuga reynsla skilar viðskiptavinum

góðri ráðgjöf og þjónustuÞað eru nýir og spennandi

tímar framundan hjá Ásafli

Helgi Axel Svavarsson hefur verið framkvæmdastjóri í Ásafli síðan í febrúar 2013 og er 34 áravélfræðingur með vél- og rafiðnfræðimenntun frá Háskólanum í Reykjavík. Helgi hefur starfað semtækjamaður hjá verktökum, tæknimaður hjá Orkuveitu Reykjavíkur og sem vélstjóri á fiskiskipum.Hann vann við sölu- og tæknistörf hjá Ásafli milli þess sem hann starfaði sem vélstjóri á togaranumSigurbjörgu frá Ólafsfirði.

„Það verður mjög spennandi að fara með fyrirtæki eins og Ásafl inn í nýja tíma,“ segir Helgi. „Ásaflhefur á síðustu sjö árum sannað sig sem öflugur þjónustuaðili við fyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi.Fyrirtækið hefur mjög sterka stöðu í dag sem einn af stærri innflytjendum landsins á aðalvélum,gírum og öðrum búnaði í báta og skip. Ásafl hefur selt mikið af aðalvélum í nýja báta hér á landi,sem hafa m.a. farið til Noregs, Frakklands og fleiri landa,“ bætir Helgi við.

Nánast allur vél- og tæknibúnaðurí 12 norskum þjónustubátum semsmíðaðir eru hjá Trefjum, er fráÁsafli. Í þessum bátum eru gerðarstrangar kröfur um öryggi ogfyrirtækið sem verið er að smíðabátana fyrir, óskaði eftir að nota420 hestafla FPT N67 450-díselvélar í bátana, en tvær slíkarvélar eru í hverjum báti. Þessartvær vélar skila hátt í 900hestöflum í hverjum báti og síðaneru „Ultrajet“, stórar, háþrýstar,öflugar vatnsdælur, sem drífabátinn áfram. Með þessum búnaðier hægt að snúa bátnum nánast ápunktinum.

Ásafl seldi vélbúnað í 12 þjónustubáta fyrir norskt olíufyrirtæki

„Það hefur verið gaman að þjóna sjávarútveginum,“ segir Jóhann Ólafur Ársælsson, betur þekktursem Óli Ársæls, en hann hefur selt tæki og þjónustað búnað fyrir sjávarútveg í fimmtíu ár. „Áþessum tíma hefur orðið mikil þróun og tækninni fleygt fram,“ bætir hann við. Óli hefur unnið hjánokkrum góðum fyrirtækjum á löngum starfsferli og öðlast mikla reynslu og unnið með frábærufólki. Þegar við spurðum Óla um mestu tæknibyltinguna nefndi hann strax „Common Rail“-eldsneytiskerfið og þá skemmtilegu tækni sem Mitsubishi Heavy Industries nota til að minnkavelting á bátum og byggir á Gyro-tækni (sjá www.antirollinggyro.com).

Óli Ársæls hefur búið í Hafnarfirði nánast alla sína ævi og nýtur þess að starfa ennþá í sínum gamlaheimabæ. „Á þessum tíma hefur maður eignast marga góða vini vegna starfsins,“ segir Óli, og bætirvið að á uppeldisárunum hafi bryggjan, vélsmiðjan og bátarnir hjá Dröfn verið leiksvæðið og þessvegna hafi legið beinast við að verða vélstjóri - eins og aðrir í fjölskyldunni.

Helgi Axel Svavarson er framkvæmdastjóri hjáÁsafli og ætlar að taka félagið inn í nýja tíma

“Það hefur verið gaman að þjóna sjávar-útveginum í 50 ár” segir Óli Ársæls hjá Ásafli

Verðum með góðan varahlutalager og

þjónustu í öllum landshlutum

Sigurgeir Sigurðsson kom til starfa í maí 2014 sem þjónustustjóri og honum er ætlað að leiðaþjónustuumhverfið hjá Ásafli og vera tengiliður við net umboðs- og þjónustuaðila fyrirtækisins umallt land. Sigurgeir er vélvirki með mikla reynslu og þekkingu í viðgerðum, hefur áður starfað viðmargvíslegar viðgerðir á vélum og tækjum og starfaði síðast í Álverinu í Straumsvík.

Ásafl veitir viðskiptavinum góða þjónustu og aðgang að faglegum tæknimönnum í viðgerðum ogviðhaldi, sem farið hafa á námskeið hjá framleiðendum og eru með viðurkennda vottun til aðþjónusta þeirra vörur. Fyrirtækið þjónustar vélar og tæki víða í Evrópu og er með tengiliði í þeimlöndum sem viðskiptavinir fyrirtækisins eru. Ásafl hefur byggt upp góðan lager af varahlutum til aðþjónusta vélbúnaðinn sem fyrirtækið hefur selt í báta og skip vítt og breitt um Evrópu. Til að tryggjagóða þjónustu á Íslandi er Ásafl með öflugt net samstarfsaðila hringinn í kringum landið, semauðveldar viðskiptavinum aðgang að þjónustu og viðgerðum. Markvisst er unnið að því að byggjaupp góðan varahlutalager og verið er að stækka lagersvæði fyrirtækisins um helming.

Sigurgeir er nýr þjónustustjóri hjá Ásafli

Varahlutir á lager og þjónustunet um allt land

Hálfdán Einarsson er með nánast

allan vélbúnað frá ÁsafliHið glæsilega skipHálfdán Einarsson ÍS 255var afhentur á árinu 2013.Í bátnum er Izusu-aðalvél,BT Marine-skrúfa,Wesmar-bógskrúfa,Griffin-forsíur, CIM ogWhale- lensidælur, TidesMarin öxulþétti, Guidisjósíur og fittings,Halyard afgasrör, barkarog stefnisrör, San Giorgio-mælar, Tecnoseal-zink ogsíðast en ekki síst Helac-snúningsliður. Þetta eru

allt tæki og búnaður frá Ásafli og má því segja að þessi fullkomni, íslenski fiskibátur sé eitt bestasýnishornið af þeim vörum sem fyrirtækið býður upp á.

Mikil reynsla og þekking

í innkaupum á varahlutum

Sigurður er lykilaðili í samskiptum við birgjaSigurður Óskarsson er fjármála- og innkaupastjóri hjá Ásafli og byggir á áratuga reynslu semþjónustustjóri hjá Bílaborg og sölustjóri tækjaleigu hjá Kraftvélum. Sigurður hefur síðustu árin veriðlykilaðli í samskiptum við birgja vegna varahluta í þau tæki sem Ásafl hefur selt. Áratuga reynsla ogþekking Sigurðar mun einnig nýtast vel í þeirri uppbyggingu sem er framundan á varahlutalagerfyrirtækisins.

ÁSAFL - okkar stefna er að bjóða faglega ráðgjöf og góða þjónustu

Page 4: Ásafl - fréttabréf Sjávarútvegsýning 2014

TMP-kranar eru framleiddir úr Domex-gæðastáli, sem skilar háum brotmörkumog lágri þyngd á krönunum. Þeir erueinnig framleiddir með vökvarör, stimpla,stangir, bolta og diska úr ryðfríu stáli.Yfirborðsmeðferð byggir á sandblæstri,málmhúðun og tveggja þátta málningu.

Boðið er upp á einnar bómu TMP-krana,eða krana með útdraganlegri bómu ogþeir geta verið útbúnir með vindu,barkastýringu eða rafrænni fjarstýringu.

Góð reynsla og langtímaending staðfestir að

Westerbeke er frábær trilluvélÞað hafa verið seldir

margir Heila kranar í landinu

HEILA, skipa- og bryggjukranarnir, eru vel þekktir á Íslandi, enda margir í notkun, bæði ábryggjum og um borð í skipum. Framleiðsla og ending á krönunum er rómuð af öllum sem kynnsthafa frábærri framleiðslu, sem seld er um allan heim. Sölustjóri HEILA, Francesco Benatti, ermörgum íslenskum útgerðarmönnum og hafnarstjórum kunnugur, en hann verður hér á landi áSjávarútvegssýningunni til skrafs og ráðagerða og er því öllum áhugasömum aðilum um HEILA-krana bent á að hafa samband við Ásafl.

Hjá Heila hefur verið þróuð ákveðin aðferðafræði varðandi yfirborðsmeðferð á málmi og sérstakrihönnun beitt í suðutækni, sem saman tryggja mjög langan líftíma, jafnvel við erfiðustu aðstæður.Yfirborðsmeðferð á öllum málmi er aðlöguð fyrir sjávarumhverfi og langtíma tæringarþol er ísamræmi við ISO EN UNI 12.944 - 5. flokk C5M-staðalsins. Öll yfirborðsmeðferð á málmi erframkvæmd og stjórnað í eigin aðstöðu fyritækisins.

Westerbeke-díselvélar eru fyrir hendi í mörgum minni bátum hér á landi. Nýlega afhenti Ásafl JóhanniJónssyni, eiganda Jóns Kristins SI 52, nýja 48 hestafla Westerbeke og sá Vélaverkstæði J. E. áSiglufirði um að setja vélina niður í bátinn. Westerbeke-vélarnar hafa lengi verið vinsælar í minnitrillubáta hér á landi og reynslan af þeim er mjög góð.

Westerbeke býður upp á ljósavélar í hljóðeinangruðum,sérhönnuðum kössum. Í kössunum er díselvél, rafall og allurstjórnbúnaður og kassinn kemur með öllum tengingum fyrirdíselolíu, kælivatn og rafmagn. Kassarnir eru með opnanleguloki á öllum hliðum og því auðvelt aðgengi til viðhalds efþarf.

Westerbeke ljósavélar

Heila kranar eru framleiddir samkvæmt gæða-stöðlum til að takast á við krefjandi aðstæður

Vélaverkstæði J.E. sá um niðursetninguá Westerbeke diselvélinni í Jón Kristins

Vandaðar BT Marine skrúfur

Keypower hliðarskrúfur36 ára nýsköpun, reynsla og gæði komafram í allri vöru og þjónustu Keypower ogfyrirtækið er stolt af að vera í fararbroddihvað varðar að setja staðla fyrir iðnaðinn íhönnun og smíði á búnaði fyrir báta ogskip. Þeir starfa náið með aðilum ískipasmíði og þeirra viðskiptavinum viðað bæta og fullkomna hönnun, notkun oguppsetningu á Keypower-vörum. Þeirramarkmið er að tryggja það besta í efni,smíði, aðferðum og viðmiðum í hönnun tilað ná bestu frammistöðu og tryggjaviðskiptavinum bestu vöruna án þess aðþurfa að gera málamiðlun um gæði.

BT Marine Propellers eru meðverksmiðjur í Bretlandi og Hollandi.Þeirra framleiðsla á skrúfum er með þvíallra besta sem þekkist í dag. TæknimennBT Marine eru með mjög mikla og góðareynslu í framleiðslu á skrúfum, öxlum ogstefnisrörum og leysa vel þau verkefnisem þeir fá. Skrokklag skipa og báta ermismunandi og það er því mjög áríðandiað vinna vandlega útreikning og val áskrúfubúnaði svo vélaraflið skili sér semallra best úr skrúfu.

TMP kranar hafa reynst vel

ÁSAFL - við finnum þarfir okkar viðskiptavina og uppfyllum þær