Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin...

44
20. desember 2016 Alþingiskosningar 29. október 2016 General elections to the Althingi 29 October 2016 Kosið var til Alþingis 29. október 2016. Við kosningarnar voru alls 246.542 á kjörskrá eða 74,1% landsmanna. Af þeim greiddu 195.203 atkvæði eða 79,2% kjósenda. Kosningaþátttaka kvenna var 79,5% en karla 78,8%. Kosningaþátt- takan var breytileg eftir aldri og var hún minni meðal yngri en eldri kjósenda. Við kosningarnar greiddu 31.558 manns atkvæði utan kjörfundar eða 16,2% kjós- enda en sambærilegt hlutfall var 16,6% í kosningunum 2013. Í kosningunum buðu tólf stjórnmálasamtök fram lista, þar af níu í öllum kjör- dæmum. Af 1.302 frambjóðendum á landinu öllu voru 707 karlar eða 54,3% og 595 konur, 45,7%. Í þremur efstu sætum framboðslistanna var hlutfall kvenna einnig 45,7%. Af kjörnum þingmönnum voru 33 karlar eða 52,4% og 30 konur, 47,6%. Hafa aldrei fleiri konur verið kjörnar á þing. Úrslit kosninganna 29. október 2016 urðu þau að gild atkvæði voru 189.648 (97,2%), auðir seðlar 4.874 (2,5%) og aðrir ógildir seðlar 678 (0,3%). Sjö stjórn- málasamtök hlutu hver um sig meira en 5% atkvæða og kjörna fulltrúa á þing. Björt framtíð hlaut 7,2% atkvæða og fjóra menn kjörna, Framsóknarflokkur hlaut 11,5% gildra atkvæða og átta menn kjörna, Viðreisn 10,5% og sjö þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 29,0% og 21 þingmann, Píratar 14,5% og tíu þingmenn, Sam- fylkingin 5,7% og þrjá þingmenn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð 15,9% og tíu þingmenn. Önnur stjórnmálasamtök fengu samtals 10.889 atkvæði sem sam- svarar 5,7% gildra atkvæða. Inngangur Í þessu riti er fjallað um nokkur atriði varðandi framkvæmd alþingiskosninganna 29. október 2016. Gerð er grein fyrir kosningaþátttöku, tölum um kjósendur og greidd atkvæði á kjörfundi og utan kjörfundar, kjörsókn eftir aldri svo og aðstoð við kosningu. Fjallað er um frambjóðendur og framboðslista en tólf stjórnmála- samtök buðu fram að þessu sinni. Loks er niðurstöðum kosninganna gerð skil, gildum og ógildum atkvæðum, úrskurði kjörbréfanefndar Alþingis um ágreinings- atkvæði og ennfremur skiptingu atkvæða og kjörinna fulltrúa eftir stjórnmálasam- tökum og kjördæmum. Samantekt

Transcript of Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin...

Page 1: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

20. desember 2016

Alþingiskosningar 29. október 2016 General elections to the Althingi 29 October 2016

Kosið var til Alþingis 29. október 2016. Við kosningarnar voru alls 246.542 á kjörskrá eða 74,1% landsmanna. Af þeim greiddu 195.203 atkvæði eða 79,2% kjósenda. Kosningaþátttaka kvenna var 79,5% en karla 78,8%. Kosningaþátt-takan var breytileg eftir aldri og var hún minni meðal yngri en eldri kjósenda. Við kosningarnar greiddu 31.558 manns atkvæði utan kjörfundar eða 16,2% kjós-enda en sambærilegt hlutfall var 16,6% í kosningunum 2013. Í kosningunum buðu tólf stjórnmálasamtök fram lista, þar af níu í öllum kjör-dæmum. Af 1.302 frambjóðendum á landinu öllu voru 707 karlar eða 54,3% og 595 konur, 45,7%. Í þremur efstu sætum framboðslistanna var hlutfall kvenna einnig 45,7%. Af kjörnum þingmönnum voru 33 karlar eða 52,4% og 30 konur, 47,6%. Hafa aldrei fleiri konur verið kjörnar á þing. Úrslit kosninganna 29. október 2016 urðu þau að gild atkvæði voru 189.648 (97,2%), auðir seðlar 4.874 (2,5%) og aðrir ógildir seðlar 678 (0,3%). Sjö stjórn-málasamtök hlutu hver um sig meira en 5% atkvæða og kjörna fulltrúa á þing. Björt framtíð hlaut 7,2% atkvæða og fjóra menn kjörna, Framsóknarflokkur hlaut 11,5% gildra atkvæða og átta menn kjörna, Viðreisn 10,5% og sjö þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 29,0% og 21 þingmann, Píratar 14,5% og tíu þingmenn, Sam-fylkingin 5,7% og þrjá þingmenn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð 15,9% og tíu þingmenn. Önnur stjórnmálasamtök fengu samtals 10.889 atkvæði sem sam-svarar 5,7% gildra atkvæða.

Inngangur

Í þessu riti er fjallað um nokkur atriði varðandi framkvæmd alþingiskosninganna 29. október 2016. Gerð er grein fyrir kosningaþátttöku, tölum um kjósendur og greidd atkvæði á kjörfundi og utan kjörfundar, kjörsókn eftir aldri svo og aðstoð við kosningu. Fjallað er um frambjóðendur og framboðslista en tólf stjórnmála-samtök buðu fram að þessu sinni. Loks er niðurstöðum kosninganna gerð skil, gildum og ógildum atkvæðum, úrskurði kjörbréfanefndar Alþingis um ágreinings-atkvæði og ennfremur skiptingu atkvæða og kjörinna fulltrúa eftir stjórnmálasam-tökum og kjördæmum.

Samantekt

Page 2: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

2

Tafla 1. Helstu niðurstöður í alþingiskosningum 29. október 2016 Table 1. Main results of the general elections to the Althingi 29 October 2016

Hlutfallsleg Kjörnir

skipting þingmennGild atkvæði Percent of Members

Valid votes valid votes elected

Alls Total 189.648 100,0 63Björt framtíð Bright Future (A) 13.578 7,2 4Framsóknarflokkur Progressive Party (B) 21.792 11,5 8Viðreisn Reform (C) 19.870 10,5 7Sjálfstæðisflokkur Independence Party (D) 54.992 29,0 21Íslenska þjóðfylkingin Icelandic National Alliance (E) 303 0,2 –Flokkur fólksins People’s Party (F) 6.707 3,5 –Húmanistaflokkurinn The Humanist Party (H) 33 0,0 –Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 –Samfylkingin The Social Democratic Alliance (S)* 10.894 5,7 3Dögun Dawn (T)** 3.275 1,7 –

Vinstri hreyfingin – grænt framboð

The Left-Green Movement (V) 30.167 15,9 10

* Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands; ** Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði.

Mynd 1. Atkvæðahlutfall stjórnmálaflokka á landinu öllu 2016 Figure 1. Results of the general elections 2016. Percent of votes

Note: See English terms of political organisations in table 1 above.

(A)7,2%

(B)11,5%

(C)10,5%

(D)29,0%

(P)14,5%

(S)5,7%

(V)15,9%

Annað | Other5,7%

Björt framtíð (A)

Framsóknarflokkur (B)

Viðreisn (C)

Sjálfstæðisflokkur (D)

Píratar (P)

Samfylkingin (S)

Vinstri hreyfingin – grænt framboð (V)

Önnur stjórnmálasamtök | Other

Page 3: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

3

Framkvæmd kosninganna

Hinn 16. maí 2000 samþykkti Alþingi ný lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000). Nýju lögin byggðust á stjórnarskrárbreytingu sem samþykkt var 1999. Í lögunum fólust veigamiklar breytingar á kjördæmaskipan landsins. Grundvallar-markmið nýju laganna var að draga úr misvægi atkvæða eftir búsetu en jafnframt að tryggja enn frekar en áður að úthlutun þingsæta til stjórnmálasamtaka sé í samræmi við atkvæðatölu þeirra á landinu öllu. Kjördæmum var fækkað úr átta í sex en fjöldi þingmanna var óbreyttur, eða 63. Kosningalögin kveða á um tiltekinn fjölda þingsæta í hverju kjördæmi en lands-kjörstjórn ber þó að endurskoða skiptingu sæta að loknum hverjum alþingis-kosningum eins og fram kemur hér síðar. Samkvæmt lögunum eru kjördæmin og fjöldi þingsæta sem hér segir: Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suður-kjördæmi 10 þingsæti hvert, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Reykjavíkurkjördæmi norður 11 þingsæti hvert. Í 9. gr. kosningalaganna er endurskoðunarákvæði sem mælir fyrir um tilfærslu þingsæta milli kjördæma í næstu alþingiskosningum á eftir. Þetta endurskoðunar-ákvæði er fært í lög til að leiðrétta misvægi atkvæða milli kjördæma svo að kjós-endur að baki hverju þingsæti í einu kjördæmi nái ekki að verða helmingi færri en kjósendur að baki hverju þingsæti í einhverju öðru kjördæmi. Kosið var samkvæmt nýju kosningalögunum í fyrsta sinn í alþingiskosningunum 2003. Niðurstöður þeirra kosninga sýndu að kjósendur að baki hverju þingsæti í Norðvesturkjördæmi voru helmingi færri en kjósendur að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt ákvörðun landskjörstjórnar skyldu því, við næstu almennu alþingiskosningar, níu þingsæti vera í Norðvesturkjördæmi (voru áður 10), átta kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti, en tólf þingsæti í Suðvesturkjördæmi (áður 11), tíu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti. Þingsætunum 63 var því skipt þannig milli kjördæma í kosningunum 2007: Norð-vesturkjördæmi 9 þingsæti, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi 10 þingsæti hvort, Suðvesturkjördæmi 12 þingsæti, Reykjavíkurkjördæmi norður og suður 11 þingsæti hvort. Var þessi skipting óbreytt í kosningunum 2009. Niðurstöður kosninganna 2009 höfðu hins vegar í för með sér breytingu á fjölda þingsæta í tveimur kjördæmum. Samkvæmt auglýsingu landskjörstjórnar frá 4. maí 20091 skyldu við næstu almennu þingkosningar vera átta þingsæti í Norðvestur-kjördæmi, þar af eitt jöfnunarsæti, en 13 þingsæti í Suðvesturkjördæmi, þar af tvö jöfnunarsæti.2 Þetta átti því við í kosningunum 2013 en í öðrum kjördæmum var fjöldi þingsæta sem fyrr 10 í bæði Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi og 11 í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Þessi sami fjöldi þingsæta eftir kjördæmum átti einnig við um alþingiskosningarnar 2016 sbr. auglýsingu landskjörstjórnar frá 6. maí 2013.3 Landskjörstjórn gaf út auglýsingu 29. september 2016 (nr. 825/2016) í samræmi við ákvæði kosningalaga um mörk kjördæma í Reykjavík fyrir alþingiskosningarn-

1 Auglýsing nr. 433/2009. 2 Sbr. 5. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og 9. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. 3Auglýsing nr. 439/2013.

Kosningalög

Endurskoðunarákvæði

Leiðrétting misvægis milli kjördæma

Page 4: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

4

ar 29. október 2016 en ákvað breytingu á þeirri auglýsingu 14. október sama ár þar sem mörk kjördæmanna í Grafarholti voru skýrð nánar.1

Mynd 2. Kjördæmaskipan 2016 Figure 2. Constituencies in Iceland 2016

Löng hefð er fyrir því að Hagstofa Íslands taki saman skýrslur um almennar kosn-ingar á Íslandi og í 116. grein kosningalaga nr. 24 frá árinu 2000 segir: „Kjörstjórn-ir skulu senda Hagstofu Íslands skýrslu um kosninguna ritaða á eyðublöð sem Hagstofan lætur í té.“ Í aðdraganda alþingiskosninganna 29. október 2016 lét Hagstofa Íslands kjörstjórn-um og yfirkjörstjórnum kjördæma í té eyðublöð til útfyllingar vegna skýrslugerðar um niðurstöður kosninganna. Leitað var eftir upplýsingum um fjölda kjörstaða og kjördeilda, fjölda kjósenda eftir kyni, fjölda greiddra atkvæða á kjörfundi, fjölda greiddra utankjörfundaratkvæða og loks heildarfjölda atkvæða. Að loknum kosn-ingum sendu kjörstjórnir yfirkjörstjórnum niðurstöður sínar og tóku yfirkjörstjórnir síðan saman yfirlit sem Hagstofa Íslands fékk til sinnar skýrslugerðar. Hagstofa aflaði jafnframt upplýsinga frá yfirkjörstjórnum um aðstoð við kosningu á kjörfundi og frá sýslumönnum um aðstoð við kosningu utan kjörfundar sbr. lög nr.111/2012 um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis og lögum um kosn-ingar til sveitarstjórna. Alþingi samþykkti 16. maí 2014 þingsályktun (nr. 33/143) um að fela forsætisráð-herra að hlutast til um að Hagstofa Íslands kallaði eftir upplýsingum frá kjörstjórn-um um kjörsókn eftir fæðingarári við almennar kosningar og þjóðaratkvæðagreiðsl-ur frá og með árinu 2014. Að fengnum tilmælum forsætisráðuneytis vorið 2014

1 Auglýsing nr. 855/2016.

Skýrslugerð

Upplýsinga aflað um aðstoð við kosningu

Gagnasöfnun um kjörsókn eftir aldri

Page 5: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

5

ákvað Hagstofan að standa að úrtaksrannsókn á kjörsókn einstaklinga eftir aldri til viðbótar hefðbundinni gagnasöfnun við sveitarstjórnarkosningarnar vegna kosningaskýrslna Hagstofunnar. Með vísan til áðurnefndrar þingsályktunar sendi Hagstofa nú við alþingiskosning-arnar eins og við forsetakjör 2016, rafræn skráningarskjöl til yfirkjörstjórna kjör-dæma með ósk um að þau yrðu fyllt út að kosningum loknum og send Hagstofu rafrænt. Leitast var við að minnka svarbyrði kjörstjórna og að hafa persónu-verndarsjónarmið í fyrirrúmi við söfnun upplýsinga. Hagstofa Íslands fékk lista yfir frambjóðendur, skýrslur yfirkjörstjórna og greinar-gerð um úrslit kosninganna frá landskjörstjórn vegna skýrslugerðarinnar. Við vinnslu þessarar kosningaskýrslu er einnig stuðst við niðurstöður kjörbréfa-nefndar Alþingis um 54 ágreiningsatkvæði sem innanríkisráðuneytið sendi Alþingi til meðferðar að loknum kosningum í samræmi við 1. mgr. 104. gr. laga nr. 24/2000. Úrskurður kjörbréfanefndar sem Alþingi samþykkti hafði í för með sér smábreytingar á áður útgefnum niðurstöðum landskjörstjórnar um gild og ógild atkvæði og hefur verið tekið tillit til þeirra í þessari skýrslu. Endurútreikningur á atkvæðatölum að baki þingmönnum og varaþingmönnum liggur þó ekki fyrir þegar þetta er ritað en ljóst er að úrskurðurinn hafði ekki áhrif á úthlutun þingsæta.1

Aðstoð við kosningu

Eins og getið var hér framar voru gerðar breytingar á kosningalögum með lögum nr. 111/2012 um aðstoð við kosningu sem gildi tóku 18. október 2012. Kjósendur, sem lögin taka til, hafa nú með tilteknum skilyrðum sjálfir rétt til að ákveða hver aðstoði þá við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og á kjörfundi. Hagstofa óskaði eftir svörum við eftirfarandi spurningum hjá yfirkjörstjórnum kjördæma varðandi aðstoð við kosningu á kjördag og hjá sýslumönnum varðandi aðstoð við kosningu utan kjörfundar:

1. Hve margir kjósendur nutu aðstoðar kjörstjóra/kjörstjórnarmanns við kosningu á kjörfundi/utan kjörfundar?

2. Hve margir kjósendur nutu aðstoðar fulltrúa sem viðkomandi hafði sjálfur valið (án vottorðs frá réttindagæslumanni)?

3. Hve margir kjósendur kusu með aðstoð fulltrúa sem viðkomandi hafði sjálfur valið og staðfest er með vottorði réttindagæslumanns?

Upplýsingar bárust frá yfirkjörstjórnum kjördæmanna sex og öllum sýslumanns-embættum sem nú eru níu talsins. Í heild fengu 574 kjósendur aðstoð við að kjósa, 249 karlar og 325 konur. Af þessum hópi fengu 292 aðstoð við að kjósa utan kjör-fundar en 282 á kjörfundi. Alls fengu 423 kjósendur aðstoð kjörstjóra/kjörstjórnar-manns við að kjósa (73,7%) en 151 aðstoð fulltrúa að eigin vali (26,3%). Af þessum hópi voru nokkrir sem kusu með aðstoð fulltrúa að eigin vali og staðfestu vottorði réttindagæslumanns eins og nú er einnig heimilt við tilteknar aðstæður.

1 www.althingi.is/pdf/Alit_kjorbrefanefndar_2016.pdf

Gögn frá landskjörstjórn

Ágreiningsatkvæði til úrskurðar hjá kjörbréfanefnd Alþingis

Hagstofa kallar eftir upplýsingum um aðstoð við

kosningu

574 kjósendur fengu aðstoð við kosningu þar af 151 með

fulltrúa að eigin vali

Page 6: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

6

Tafla 2. Kjósendur sem fengu aðstoð við kosningu í alþingiskosningum 2016 Table 2. Voters receiving assistance with voting in general elections 2016

Fjöldi Number Hlutfall Percent

Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Total MalesFemales Total MalesFemales

Alls Total 574 249 325 100,0 100,0 100,0Aðstoð kjörstjóra/kjörstjórnarmanns Assistance of an election official 423 180 243 73,7 72,3 74,8Aðstoð fulltrúa að eigin vali Assistance of a person of own choice 151 69 82 26,3 27,7 25,2

án vottorðs réttindagæslumanns without a certificate of a rights protection officer 147 66 81 25,6 26,5 24,9staðfest með vottorði réttindagæslumanns

with a certificate of a rights protection officer 4 3 1 0,7 1,2 0,3

Fjöldi á kjörskrá

Samkvæmt kosningalögum á hver íslenskur ríkisborgari 18 ára og eldri með lög-heimili hér á landi kosningarrétt við kosningar til Alþingis. Íslenskur ríkisborgari 18 ára og eldri með lögheimili hér á landi á jafnframt kosningarrétt í átta ár eftir að hann flytur lögheimili sitt af landinu, talið frá 1. desember fyrir kjördag. Slíkur ríkisborgari á einnig kosningarrétt eftir þann tíma, hafi hann sótt um það sam-kvæmt nánari reglum kosningalaga. Þjóðskrá lætur sveitarstjórnum í té stofn að kjörskrá, svonefndan kjörskrárstofn, sem þær gera svo úr garði að úr verður gild kjörskrá. Kjörskrá skal sveitarstjórn leggja fram almenningi til sýnis eigi síðar en 10 dögum fyrir kjördag og ber sveitar-stjórn að leiðrétta kjörskrá, ef við á, fram á kjördag. Með endanlegri kjörskrá hefur verið tekið tillit til fjölda látinna og þeirra sem fengið hafa nýtt ríkisfang eftir að kjörskrárstofn var unninn, svo og annarra leiðréttinga sem gerðar hafa verið á kjörskrárstofninum. Á kjörskrárstofni sem Þjóðskrá birti voru skráðir alls 246.515 kjósendur, eða 27 færri en á endanlegri kjörskrá að loknum kosningum. Yfirleitt eru fleiri á kjörskárstofni en endanlegri kjörskrá en að þessu sinni fengu þeir Íslendingar sem hafa verið búsettir erlendis lengur en í 8 ár rýmkaðan frest1 til þess að sækja um að verða teknir á kjörskrá eða til 29. september en kjörskrárstofnar voru miðaðir við 24. september. Við alþingiskosningarnar 29. október 2016 voru 246.542 manns á kjörskrá, eða 74,1% allra landsmanna. Í alþingiskosningum 2013 var þetta hlutfall 73,6%. Síðasta stóra breytingin á kosningarétti landsmanna var samþykkt árið 1984 þegar kosningaaldur var lækkaður úr 20 árum í 18 og fleiri takmarkandi þættir á kosningarétti rýmkaðir. Á kjörskrárstofni árið 2016 voru 13.841 með lögheimili erlendis, eða 5,6% allra sem höfðu kosningarrétt (tafla 4). Nýir kjósendur með kosningarrétt (sem höfðu ekki aldur til að kjósa í kosningunum 2013) voru 15.743, eða 6,4% allra kjósenda.

1 Sbr. l. nr. 91/2016.

Hverjir mega kjósa?

Kjörskrárstofn

Kjósendur á kjörskrá

Page 7: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

7

Tafla 3. Kosningaþátttaka í alþingiskosningum 1995–2016 Table 3. Participation in general elections 1995–2016

1995 1999 2003 2007 2009 2013 2016

Kjósendur á kjörskrá Voters on the electoral roll 191.973 201.443 211.304 221.330 227.843 237.807 246.542Hlutfall af íbúatölu Percent of population 71,8 72,8 73,0 71,1 71,4 73,6 74,1Karlar Males 95.921 100.517 105.426 110.382 113.574 118.573 122.899Konur Females 96.052 100.926 105.878 110.948 114.269 119.234 123.643

Greidd atkvæði Votes cast 167.751 169.424 185.392 185.071 193.975 193.828 195.203Karlar Males 83.708 84.228 91.930 91.978 95.962 96.121 96.863Konur Females 84.043 85.196 93.462 93.093 98.013 97.707 98.340

Kosningaþátttaka, % Participation, % 87,4 84,1 87,7 83,6 85,1 81,5 79,2Karlar Males 87,3 83,8 87,2 83,3 84,5 81,1 78,8Konur Females 87,5 84,4 88,3 83,9 85,8 81,9 79,5

Tafla 4. Kjósendur á kjörskrá og kjörskrárstofni fyrir alþingiskosningar 2016

Table 4. Voters on the electoral roll and on the preliminary electoral roll prior to general elections 2016

Reykja- Reykja-

Norð- Norð- Suð- víkur- víkur-Alls vestur- austur- Suður- vestur- kjörd. kjörd.

Total kjörd. kjörd. kjörd. kjörd. suður norður

Kjósendur á kjörskrá alls Voters on the electoral roll, total 246.542 21.481 29.564 35.436 68.240 45.770 46.051Karlar Males 122.899 10.998 14.970 18.210 33.566 22.339 22.816Konur Females 123.643 10.483 14.594 17.226 34.674 23.431 23.235

Kjósendur á kjörskrárstofni alls Voters on preliminary elctoral roll 246.515 21.479 29.569 35.458 68.242 45.731 46.036Karlar Males 122.888 10.995 14.965 18.223 33.567 22.327 22.811Konur Females 123.627 10.484 14.604 17.235 34.675 23.404 23.225

Kjósendur með lögheimili erlendis Domicile abroad 13.841 810 1.255 1.684 3.928 3.013 3.151Kjósendur með lögheimili erlendis, % Domicile abroad, % 5,6 3,8 4,2 4,7 5,8 6,6 6,8

Note: See English terms of constituencies in table 5 on page 8.

Þó að kosningalögunum hafi verið breytt1 árið 2000 til að jafna stærð kjördæma urðu niðurstöður úr kosningunum 2003 og 2009 þær að u.þ.b. helmingi færri kjós-endur voru í fámennasta kjördæminu (Norðvesturkjördæmi) en því fjölmennasta (Suðvesturkjördæmi). Var fjölda þingsæta í þessum kjördæmum breytt í kjölfarið sbr. bls. 3.

1 Sbr. l. nr. 24/2000.

Kjósendur á hvern þingmann

Page 8: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

8

Fjöldi kjósenda á kjörskrá að baki hverju þingsæti við alþingiskosningarnar árið 2013 gaf ekki tilefni til að breyta fjölda þingsæta fyrir næstu alþingiskosningar1 þ.e. árið 2016. Í kosningunum 2016 voru fæstir kjósendur á hvern þingmann í Norðvesturkjördæmi, eða 2.685, en flestir kjósendur voru á hvern þingmann í Suðvesturkjördæmi, eða 5.249 (tafla 5). Hlutfallið þarna á milli er undir tveimur og gefur það samkvæmt ákvæðum kosningalaga ekki tilefni til að breyta fjölda þing-sæta fyrir næstu alþingiskosningar. Gaf landskjörstjórn út auglýsingu þar að lútandi 7. nóvember 2016 (nr. 927/2016).

Tafla 5. Kjósendur á kjörskrá á hvern þingmann 2016 Table 5. Voters on the electoral roll per member of the Althingi 2016

Kjósendur

á kjörskrá Kjósendur

Kjósendur á hvern á bak við

á kjörskrá Fjöldi þingmann þingm. m.v.

Voters on þingmanna Voters per hæstu tölu í

electoral Members of member of kjördæmi, roll Althingi Althingi %1

Allt landið Whole country 246.542 63 3.913 •

Norðvesturkjördæmi Northwest 21.481 8 2.685 51,2

Norðausturkjördæmi Northeast 29.564 10 2.956 56,3

Suðurkjördæmi South 35.436 10 3.544 67,5

Suðvesturkjördæmi Southwest 68.240 13 5.249 100,0

Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavík south 45.770 11 4.161 79,3

Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík north 46.051 11 4.186 79,8

1 Sbr. ákvæði 9. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis. Voters per member of Althingi as percent of the highest number in any constituency.

Kosningaþátttaka

Við alþingiskosningarnar 29. október 2016 greiddu atkvæði alls 195.2032 kjósend-ur, eða 79,2% allra kosningabærra manna. Er þetta lægri kosningaþátttaka en árið 2013 (tafla 3) og lægsta kosningaþátttaka í alþingiskosningum síðan 1933. Þátttaka kvenna var 79,5% en 78,8% hjá körlum fyrir landið í heild. Þátttökuhlutfall kvenna var heldur hærra en karla í öllum kjördæmum (tafla 6), og einnig hærra í 41 sveitar-félagi af 74 (tafla 26). Frá og með þingkosningunum 1995 hefur kosningaþátttaka kvenna verið meiri en karla, en í þingkosningum fram að því var þátttaka karla ætíð meiri en kvenna.

1 Sbr. auglýsingu landskjörstjórnar nr. 439/2013 frá 6. maí 2013. 2 Greidd atkvæði samkvæmt skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaþátttöku til Hagstofu eru þremur fleiri en greidd

atkvæði samkvæmt skýrslu landskjörstjórnar um úrslit kosninganna (sjá bls. 20) There were three more votes cast according to the election reports on voting participation to Statistics Iceland than the number of votes in the outcome of the elections according to the report of The National Electoral Commission.

Kosningaþátttaka 79,2%

Page 9: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

9

Mynd 3. Kosningaþátttaka í alþingiskosningum eftir kyni 1959–2016 Figure 3. Participation in general elections by sex 1959–2016

Kosningaþátttaka var mest í Norðvesturkjördæmi, 81,2%, en minnst í Reykjavíkur-kjördæmi norður, 77,9%, eins og 2013. Í einstökum sveitarfélögum var kosninga-þátttakan hæst í Eyja- og Miklaholtshreppi (90,2%) en lægst í Sandgerði (73,2 %) (tafla 26). Kosningaþátttaka á höfuðborgarsvæðinu öllu var 78,9% á móti 79,7% á landsbyggðinni. Var þátttaka kvenna hærri en karla í báðum tilvikum.

Tafla 6. Kosningaþátttaka í alþingiskosningum 2016 Table 6. Participation in general elections 2016

Reykja- Reykja-

Atkvæði Norð- Norð- Suð- víkur- víkur-

alls vestur- austur- Suður- vestur- kjörd. kjörd.

Total kjörd. kjörd. kjörd. kjörd. suður norður

Greidd atkvæði Votes cast 195.203 17.444 23.613 27.828 54.667 35.787 35.864

Karlar Males 96.863 8.868 11.880 14.246 26.845 17.349 17.675

Konur Females 98.340 8.576 11.733 13.582 27.822 18.438 18.189 Greidd atkvæði af kjósendum á kjörskrá, %

Participation of voters on electoral roll, % 79,2 81,2 79,9 78,5 80,1 78,2 77,9

Karlar Males 78,8 80,6 79,4 78,2 80,0 77,7 77,5

Konur Females 79,5 81,8 80,4 78,8 80,2 78,7 78,3

Utankjörfundaratkvæði, %1

Absentee votes, %1 16,2 18,1 18,9 14,8 15,5 15,5 16,2

Sveitarfélög eftir kosningaþátttöku

Municipalities by participation

< 74,9% 5 – 1 4 – – –

75,0–79,9% 22 8 8 3 1 1 1

80,0–84,9% 34 11 11 7 5 – –

85,0–89.9% 13 6 1 6 – – –

90,0–94,9% 1 1 – – – – –

Note: See English terms of constituencies in table 5 on page 8. 1 Hlutfall af greiddum atkvæðum. Percent of votes cast.

75

80

85

90

95

100

1959(júní)

1959(okt.)

1963 1967 1971 1974 1978 1979 1983 1987 1991 1995 1999 2003 2007 2009 2013 2016

%

Alls | Total Karlar | Males Konur | Females

Kosningaþátttaka meiri á

landsbyggð en höfuðborgarsvæði

Page 10: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

10

Tafla 7. Kosningaþátttaka á höfuðborgarsvæði og landsbyggð 2016 Table 7. Participation in and outside the capital region 2016

Kjósendur á kjörskrá Kosninga-

Greidd atkvæði Voters on the þátttaka, % Votes cast electoral roll Participation, %

Höfuðborgarsvæði Capital region 126.318 160.061 78,9Karlar Males 61.869 78.721 78,6Konur Females 64.449 81.340 79,2 Landsbyggð Outside Capital region 68.885 86.481 79,7Karlar Males 34.994 44.178 79,2Konur Females 33.891 42.303 80,1

Skýringar Notes: Höfuðborgarsvæðið nær til Reykjavíkurkjördæmis suður, Reykjavíkurkjördæmis norður og Suðvesturkjördæmis. Landsbyggð nær yfir Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Capital region refers to the the constituencies Reykjavík south, Reykjavík north and Southwest constituency. Outside Capital region covers the constituencies Northwest, Northeast and South.

Eins og getið er hér framar (bls. 4–5) aflaði Hagstofa upplýsinga um kjörsókn eftir aldri við alþingiskosningarnar frá yfirkjörstjórnum, á grundvelli þingsályktunar Alþingis. Óskað var eftir upplýsingum um alla kjósendur. Kosningaþátttakan við alþingiskosningarnar var breytileg eftir aldri og almennt hækkaði hún með aldri. Hún var minnst hjá aldurshópnum 20–24 ára (65,7%) og næst minnst hjá 18–19 ára (68,7%). Hæst var hlutfallið hjá 65–69 ára (90,2%) en lækkaði síðan með aldri úr því. Var þróunin svipuð hjá körlum og konum hvað þetta varðar en konur voru með meiri þátttöku en karlar fram til 65–69 ára aldurs þegar þetta snérist við og þátttaka karla meðal þeirra eldri var meiri en kvenna (tafla 21). Samanburður við kjörsókn eftir aldri við sveitarstjórnarkosningarnar 2014 og forsetakjör 2016 sýnir svipaða þróun og við alþingiskosningarnar en munurinn á þátttöku yngri og eldri kjósenda var hlutfallslega meiri 2014.1 Í heild var kosninga-þátttakan 2014 66,5% eða talsvert minni en bæði við forsetakjörið (75,7%) og alþingiskosningarnar 2016 (79,2%).

1 https://hagstofa.is/utgafur/nanar-um-utgafu?id=55767

Kjörsókn eftir aldri

Þátttakan hækkar með aldri

Page 11: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

11

Mynd 4. Kosningaþátttaka eftir kyni og aldri í alþingiskosningum 2016 Figure 4. Participation by sex and age in general elections 2016

Sé litið á kosningaþátttökuna eftir þremur aldurshópum og kjördæmum, sbr. mynd 5, sést að í þeim öllum fer þátttakan hækkandi með aldri. Var þátttaka 18–29 ára minnst í Suðurkjördæmi (64,1%) en mest í Reykjavíkurkjördæmi norður (69,7%). Þátttaka 30–39 ára var minnst í Reykjavíkurkjördæmi suður (72,7%) en hæst í Norðvesturkjördæmi (77,4%). Var þátttaka 40 ára og eldri yfir meðaltali kjörsóknar í öllum kjördæmunum (tafla 21).

Mynd 5. Kosningaþátttaka eftir aldri og kjördæmi í alþingiskosningum 2016 Figure 5. Participation by age and constituency in general elections 2016

Á heildina litið var mynstrið það sama í mismunandi stærð sveitarfélaga, kosninga-þátttakan hækkaði með hækkandi aldri. Var þátttakan minnst í fjölmennasta sveitarfélaginu, Reykjavík (78,0%) en mest í sveitarfélögum með 2.000–4.999 íbúa (81,7%). Í aldurshópi 18–29 ára var þátttakan minnst í sveitarfélögum undir 1.000 íbúum (65,4%) en hjá 30 ára og eldri átti það við í sveitarfélögum með 10.000 íbúa eða fleiri. Í aldurshópi 18–29 ára var kjörsóknin hins vegar mest í Reykjavík (69,5%) en hjá 30–39 ára var hún mest í sveitarfélögum með undir 1.000 íbúum (77,8%) og hjá 40 ára og eldri í sveitarfélögum með 2.000–4.999 ibúa (87,5%).

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

18–19 20–24 25–29 30–34 35–39 40–44 45–49 50–54 55–59 60–64 65–69 70–74 75–79 80+

Karlar | Males Konur | Females Meðalkjörsókn | Average participation

%

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Norðvestur Norðaustur Suður Suðvestur Reykjavík suður Reykjavíknorður

18–29 ára 30–39 ára 40+ ára Meðaltal | Average

%

Kjörsókn eftir aldri og kjördæmi

Kjörsókn eftir aldri og stærð sveitarfélaga

Page 12: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

12

Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var kjörsóknin almennt meiri eftir því sem sveitarfélögin voru fámennari og átti það við alla aldurshópa.

Mynd 6. Kosningaþátttaka eftir aldri og íbúafjölda í sveitarfélögum 2016 Figure 6. Participation by age and population of municipalities 2016

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Kjósandi sem gerir ráð fyrir að vera fjarverandi á kjördag eða geta ekki sótt kjör-fund af öðrum ástæðum hefur heimild til að greiða atkvæði utan kjörfundar, sbr. 56. gr. kosningalaga (nr. 24/2000). Af þeim sem greiddu atkvæði í þingkosningunum 2016 skiluðu 31.558 manns atkvæði sínu utan kjörfundar, eða 16,2% kjósenda. Í þingkosningunum 2013 var hlutfallið 16,6%. Fleiri karlar en konur greiddu atkvæði utan kjörfundar, 17,1% á móti 15,3% kvenna, og er það samkvæmt venju. Hæst var hlutfallið í Norðaustur-kjördæmi (18,9%), en lægst (14,8%) í Suðurkjördæmi. Hlutfall utankjörfundar-atkvæða af kjósendum á kjörskrá var 12,8% (tafla 8).

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

>=100.000Reykjavík

10.000–99.999 5.000–9.999 2.000–4.999 1.000–1.999 <999

18–29 ára 30–39 ára 40+ ára Meðaltal | Average

%

16,2% atkvæða utan kjörfundar

Page 13: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

13

Tafla 8. Utankjörfundaratkvæði eftir kjördæmi 2016 Table 8. Absentee votes in general elections by constituency 2016

Alls Karlar Konur

Total Males Females

Utankjörfundaratkvæði alls

Absentee votes, total 31.558 16.535 15.023

Norðvesturkjördæmi 3.149 1.655 1.494

Norðausturkjördæmi 4.460 2.354 2.106

Suðurkjördæmi 4.109 2.292 1.817

Suðvesturkjördæmi 8.496 4.390 4.106

Reykjavíkurkjördæmi suður 5.537 2.817 2.720

Reykjavíkurkjördæmi norður 5.807 3.027 2.780

Hlutfall af greiddum atkvæðum

Percent of votes cast 16,2 17,1 15,3

Norðvesturkjördæmi 18,1 18,7 17,4

Norðausturkjördæmi 18,9 19,8 17,9

Suðurkjördæmi 14,8 16,1 13,4

Suðvesturkjördæmi 15,5 16,4 14,8

Reykjavíkurkjördæmi suður 15,5 16,2 14,8

Reykjavíkurkjördæmi norður 16,2 17,1 15,3

Hlutfall af kjósendum á kjörskrá

Percent of voters on the electoral roll 12,8 13,5 12,2

Norðvesturkjördæmi 14,7 15,0 14,3

Norðausturkjördæmi 15,1 15,7 14,4

Suðurkjördæmi 11,6 12,6 10,5

Suðvesturkjördæmi 12,5 13,1 11,8

Reykjavíkurkjördæmi suður 12,1 12,6 11,6

Reykjavíkurkjördæmi norður 12,6 13,3 12,0

Note: See English terms of constituencies in table 5 on page 8.

Framboðslistar og frambjóðendur

Í alþingiskosningunum 2016 buðu alls 12 stjórnmálasamtök fram lista þar af níu í öllum kjördæmunum sex. Til samanburðar buðu árið 2013 11 stjórnmálasamtök fram í öllum kjördæmum. Samtökin sem buðu fram 2016 voru: Björt framtíð (A), Framsóknarflokkur (B), Viðreisn (C), Sjálfstæðisflokkur (D), Íslenska þjóðfylking-in (E), Flokkur fólksins (F), Húmanistaflokkurinn (H), Píratar (P), Alþýðufylking-in (R), Samfylkingin (S), Dögun (T) og Vinstrihreyfingin — grænt framboð (V). Boðnir voru fram 62 framboðslistar á landinu öllu í kosningunum 2016 samanborið við 72 í kosningum 2013 (tafla 9). Frambjóðendur voru alls 1.302 og skiptust þeir í 707 karla og 595 konur. Hlutfall karla af frambjóðendum var 54,3% en kvenna 45,7% og er þetta hærra hlutfall kvenna en í kosningunum 2013 (41,9%). Konur voru um þriðjungur frambjóðenda í 1. sæti framboðslistanna en nærri tveir af hverj-um þremur í 2. sæti. Af frambjóðendum í fyrstu þremur sætum listanna voru karlframbjóðendur 101 (54,3%) en kvenframbjóðendur 85 (45,7%). Fleiri karlar en konur voru í framboði í hverju hinna sex kjördæma landsins (53–58%) og einnig í 1.–3. sæti listanna þar (46–60%) að undanskyldu einu, Reykjavík suður (töflur 10 og 11).

12 stjórnmálasamtök buðu fram

Fleiri karlar en konur í framboði

Page 14: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

14

Tafla 9. Framboð til alþingiskosninga 1983–2016 Table 9. Candidate lists in general elections 1983–2016

Stjórnmála- Framboðs- Frambjóðendur Candidates

samtök listar Fjöldi Number Hlutfall Percent

Political Candidate Alls Karlar Konur Karlar Konur

organisations lists Total Males Females Males Females

1983 7 45 556 361 195 64,9 35,1

1987 10 64 958 521 437 54,4 45,6

1991 11 67 1.029 560 469 54,4 45,6

1995 10 56 843 418 425 49,6 50,4

1999 8 51 776 464 312 59,8 40,2

2003 7 37 776 447 329 57,6 42,42007 6 36 756 399 357 52,8 47,22009 7 42 882 517 365 58,6 41,42013 15 72 1.512 879 633 58,1 41,92016 12 62 1.302 707 595 54,3 45,7

Karlar voru í meirihluta frambjóðenda bæði á höfuðborgarsvæði og landsbyggð (53% og 56%) og átti það einnig við um frambjóðendur í 1.-3. sæti (52% og 57%). (mynd 7). Skipting frambjóðenda eftir kyni var jöfn hjá tveimur af tólf samtökum sem buðu fram og nærri jöfn hjá öðrum fjórum. Hjá öðrum voru karlar á bilinu 56–72% frambjóðenda og konur 28–44%. Hlutfall kvenna meðal frambjóðenda var hæst hjá Samfylkingunni, Bjartri framtíð og Vinstrihreyfingunni – grænu framboði (52%) en lægst hjá Íslensku þjóðfylkingunni (28%) (tafla 10).

Höfuðborgarsvæði og landsbyggð

Frambjóðendur eftir stjórnmálasamtökum

Page 15: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

15

Tafla 10. Frambjóðendur við alþingiskosningar 2016 Table 10. Candidates for general elections 2016

Fjöldi Number Hlutfall Percent

Alls Karlar Konur Karlar Konur

Total Males Females Males Females

Allir frambjóðendur All candidates

Alls Total 1.302 707 595 54,3 45,7

Norðvesturkjördæmi 160 93 67 58,1 41,9

Norðausturkjördæmi 200 108 92 54,0 46,0

Suðurkjördæmi 220 121 99 55,0 45,0

Suðvesturkjördæmi 260 142 118 54,6 45,4

Reykjavíkurkjördæmi suður 242 127 115 52,5 47,5

Reykjavíkurkjördæmi norður 220 116 104 52,7 47,3

Stjórnmálasamtök Political organis. 1.302 707 595 54,3 45,7

Björt framtíð (A) 126 61 65 48,4 51,6

Framsóknarflokkur (B) 126 66 60 52,4 47,6

Viðreisn (C) 126 63 63 50,0 50,0

Sjálfstæðisflokkur (D) 126 63 63 50,0 50,0

Íslenska þjóðfylkingin (E) 36 26 10 72,2 27,8

Flokkur fólksins (F) 126 70 56 55,6 44,4

Húmanistaflokkurinn (H) 22 15 7 68,2 31,8

Píratar (P) 126 86 40 68,3 31,7

Alþýðufylkingin (R) 110 66 44 60,0 40,0

Samfylkingin (S) 126 60 66 47,6 52,4

Dögun (T) 126 70 56 55,6 44,4

Vinstrihreyfingin – grænt framboð (V) 126 61 65 48,4 51,6

Note: See English terms of political organisations in table 1 on page 2.

Tveir af hverjum þremur frambjóðenda í 1. sæti listanna voru karlar en tveir af hverjum þremur í 2. sæti voru konur. Voru jafnmargir karlar og konur í 1.–3. sæti listanna hjá tveimur af þeim níu samtökum sem buðu fram í öllum kjördæmum (tafla 11) og fleiri konur en karlar hjá þremur samtökum.

Karlar skipa oftar 1. sæti lista – konur oftar 2. sæti

Page 16: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

16

Tafla 11. Frambjóðendur í 1.–3. sæti við alþingiskosningar 2016 Table 11. Candidates in 1st–3rd place on lists for general elections 2016

Fjöldi Number Hlutfall Percent

Alls Karlar Konur Karlar Konur

Total Males Females Males Females

Frambjóðendur Candidates

Í 1. sæti in 1st place on lists 62 42 20 67,7 32,3

Í 2. sæti in 2nd place 62 22 40 35,5 64,5

Í 3. sæti in 3rd place 62 37 25 59,7 40,3 Frambjóðendur í 1.–3. sæti á listum

Candidates in 1st–3rd place on lists

Alls Total 186 101 85 54,3 45,7

Norðvesturkjördæmi 30 18 12 60,0 40,0

Norðausturkjördæmi 30 17 13 56,7 43,3

Suðurkjördæmi 33 18 15 54,5 45,5

Suðvesturkjördæmi 30 16 14 53,3 46,7

Reykjavíkurkjördæmi suður 33 15 18 45,5 54,5

Reykjavíkurkjördæmi norður 30 17 13 56,7 43,3

Stjórnmálasamtök Political organis. 186 101 85 54,3 45,7

Björt framtíð 18 7 11 38,9 61,1

Framsóknarflokkur 18 11 7 61,1 38,9

Viðreisn 18 9 9 50,0 50,0

Sjálfstæðisflokkur 18 12 6 66,7 33,3

Íslenska þjóðfylkingin 6 4 2 66,7 33,3

Flokkur fólksins 18 9 9 50,0 50,0

Húmanistaflokkurinn 3 2 1 66,7 33,3

Píratar 18 11 7 61,1 38,9

Alþýðufylkingin 15 10 5 66,7 33,3

Samfylkingin 18 7 11 38,9 61,1

Dögun 18 11 7 61,1 38,9

Vinstrihreyfingin – grænt framboð 18 8 10 44,4 55,6

Note: See English terms of political organisations in table 1on page 2.

Page 17: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

17

Karlar Males54%

Konur Females

46%

Frambjóðendur í 1.–3. sætiCandidates in 1st–3rd place on lists

Karlar Males56%

Konur Females

44%

Frambjóðendur á landsbyggðCandidates outside the capital region

Karlar Males52%

Konur Females

48%

Frambjóðendur í 1.–3. sæti á höfuðborgarsvæði

Candidates in 1st–3rd place on lists in capital region

Karlar Males57%

Konur Females

43%

Frambjóðendur í 1.–3. sæti á landsbyggðCandidates in 1st–3rd place on lists outside

the Capital region

Mynd 7. Frambjóðendur eftir kyni í alþingiskosningunum 2016 Figure 7. Candidates by sex in general elections 2016

Karlar Males54%

Konur Females

46%

Frambjóðendur eftir kyniCandidates by sex

Karlar Males53%

Konur Females

47%

Frambjóðendur á höfuðborgarsvæðiCandidates in the capital region

Page 18: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

18

Meðalaldur frambjóðenda á kjördag 29. október 2016 var 47,2 ár, meðalaldur karla 48,0 ár og kvenna nokkru lægri eða 46,2 ár (tafla 12). Af stjórnmálasamtökum var meðalaldur frambjóðenda hæstur hjá Húmanistaflokknum 56,8 ár og lægstur hjá Alþýðufylkingunni 41,4 ár (tafla 23). Meðalaldur frambjóðenda var heldur hærri í Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi en öðrum kjördæmum (tafla 24). Meðalaldur karla var hærri en kvenna hjá 11 samtökum af 12 sem buðu fram. Um sex af hverjum tíu frambjóðendum í heild var á aldrinum 30–59 ára. Yngstu frambjóðendurnir voru 18 ára en sá elsti 92 ára.

Mynd 8. Aldursdreifing frambjóðenda eftir kyni 2016 Figure 8. Age of candidates in general elections 2016

0

5

10

15

20

25

18–29 ára years

30–39 40–49 50–59 60–69 70–79 80 ára og eldriyears and

older

%

Karlar | Males Konur | Females

Meðalaldur frambjóðenda var 47,2 ár

Page 19: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

19

Tafla 12. Frambjóðendur eftir kyni, aldri og kjördæmi 2016 Table 12. Candidates by sex, age and constituency 2016

80 Meðal-

18–29 30–39 40–49 50–59 60–69 70–79 ára– aldurAlls ára ára ára ára ára ára and Mean

Total years years years years years years older age

Alls Total 1.302 213 260 266 262 195 88 18 47,2Norðvesturkjördæmi 160 29 29 32 34 18 17 1 46,8Norðausturkjördæmi 200 28 37 48 45 33 6 3 46,9Suðurkjördæmi 220 49 39 39 40 33 17 3 46,2Suðvesturkjördæmi 260 38 50 60 53 45 13 1 47,1Reykjavíkurkjördæmi suður 242 40 62 37 47 36 14 6 47,1Reykjavíkurkjördæmi norður 220 29 43 50 43 30 21 4 48,8

Karlar Males 707 115 125 132 156 119 51 9 48,0Norðvesturkjördæmi 93 15 15 15 22 14 12 – 48,8Norðausturkjördæmi 108 18 18 24 23 19 4 2 46,8Suðurkjördæmi 121 27 13 23 24 22 9 3 48,1Suðvesturkjördæmi 142 18 27 28 36 27 5 1 48,2Reykjavíkurkjördæmi suður 127 21 27 16 28 21 11 3 48,8Reykjavíkurkjördæmi norður 116 16 25 26 23 16 10 – 47,4

Konur Females 595 98 135 134 106 76 37 9 46,2Norðvesturkjördæmi 67 14 14 17 12 4 5 1 44,0Norðausturkjördæmi 92 10 19 24 22 14 2 1 47,0Suðurkjördæmi 99 22 26 16 16 11 8 – 43,9Suðvesturkjördæmi 118 20 23 32 17 18 8 – 45,8Reykjavíkurkjördæmi suður 115 19 35 21 19 15 3 3 45,3Reykjavíkurkjördæmi norður 104 13 18 24 20 14 11 4 50,3

Note: See English terms of constituencies in table 5 on page 8.

Staða eða störf frambjóðenda eru tilgreind á framboðslistum. Hafa störf 1.106 frambjóðenda verið flokkuð í níu flokka á grundvelli Ístarf95 flokkunarkerfisins en staða 196 skiptist í þá sem eru ekki á vinnumarkaði (87) (t.d. öryrkja, lífeyrisþega, heimavinnandi, fyrrverandi starfsmenn (starf tilgreint), atvinnulausa (3), námsmenn (96) og ótilgreint (10) (tafla 13). Alls 518 frambjóðendur (40%) flokkast sem sérfræðingar og 221 (17%) sem stjórn-endur og embættismenn, þar af höfðu rúmlega fimmtungur verið alþingismenn á síðasta kjörtímabili. Þriðja stærsta starfsstéttin er þjónustu- og verslunarfólk en í henni eru 102 frambjóðendur (8%). Ef miðað er við þá 1.106 sem áður getur og sá hópur er borinn saman við hlutfallslega skiptingu starfandi á vinnumarkaði árið 2015 kemur í ljós að hlutfall stjórnenda og embættismanna svo og sérfræðinga er helmingi hærra meðal fram-bjóðenda en meðal starfandi á vinnumarkaði. Hins vegar er hlutfall frambjóðenda í flestum öðrum starfaflokkum allt að því helmingi lægra í samanburði við sömu starfaflokka á vinnumarkaðnum. Hlutfallslega jafnstór hópur kvenna og karla sem frambjóðenda eru stjórnendur og embættismenn en munur er á hlutfalli kynja í flestum hinna starfaflokkanna.

Staða/störf frambjóðenda

40% frambjóðenda flokkast sem sérfræðingar

Page 20: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

20

Tafla 13. Frambjóðendur eftir stöðu/starfsstétt 2016 Table 13. Candidates by status/occupation 2016

Hlutfallsleg skipting

Fjöldi Number Percent

Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Total Males Females Total Males Females

Frambjóðendur alls Candidates total 1.302 707 595 100 100 100Stjórnendur og embættismenn Senior officials and managers 221 122 99 17,0 17,3 16,6Sérfræðingar Professionals 518 249 269 39,8 35,2 45,2Sérmenntað starfsfólk Associate professionals 90 45 45 6,9 6,4 7,6Skrifstofufólk Clerks 13 4 9 1,0 0,6 1,5Þjónustu- og verslunarfólk Service and shopworkers 102 56 46 7,8 7,9 7,7Bændur og fiskimenn Agricultural and fishery workers 53 46 7 4,1 6,5 1,2Iðnaðarmenn Craft and related trades workers 57 53 4 4,4 7,5 0,7Véla- og vélgæslufólk Plant and machine operators 23 19 4 1,8 2,7 0,7Ósérhæft starfsfólk Elementary occupations 29 21 8 2,2 3,0 1,3

Ekki á vinnumarkaði Not in labour market 87 34 53 6,7 4,8 8,9Atvinnulausir Unemployed 3 2 1 0,2 0,3 0,2Námsmenn Students 96 50 46 7,4 7,1 7,7Ótilgreint Unspecified 10 6 4 0,8 0,8 0,7

Skýringar Notes: Staða/störf sem tilgreind eru við frambjóðendur á framboðslistum flokkuð eftir Ístarf95 flokkunarkerfinu eftir því sem við á. Ekki á vinnumarkaði: m.a. öryrkjar, lífeyrisþegar, heimavinnandi, og þeir sem titla sig sem fyrrverandi og starf tilgreint. Status/occupations of candidates on lists grouped according to Ístarf95 Classification System. Not in labour market refers to e.g. pensionists, homeworkers and former employed in various occupations.

Úrslit kosninganna 29. október 2016

Í alþingiskosningunum 2016 voru greidd atkvæði alls 195.200 samkvæmt skýrslu landskjörstjórnar um úrslit kosninganna. Gild atkvæði voru þar talin 189.626, auðir seðlar 4.874 og aðrir ógildir seðlar 700. Samkvæmt skýrslum yfirkjörstjórna til Hagstofu um kosningaþátttöku var fjöldi greiddra atkvæða á kjörfundi og utan kjörfundar alls 195.203 eða þremur atkvæð-um fleiri en talin atkvæði samkvæmt úrslitum kosninganna. Munar tveimur at-kvæðum á greiddum atkvæðum samkvæmt skýrslum um kosningaþátttöku og skýrslum um úrslit kosninganna í Reykjavíkurkjördæmi suður og einu atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi norður. Fram komu alls 37 utankjörfundaratkvæði sem ágreiningur var um, í Reykjavíkur-kjördæmi suður og 16 í Reykjavíkurkjördæmi norður. Voru þessi atkvæði hvorki talin sem greidd atkvæði (kosningaþátttaka) né talin atkvæði við úrslit kosninganna af hálfu yfirkjörstjórna en þess getið að merkt hafi verið við viðkomandi kjósendur í kjördeildarbækur. Svipuð staða kom upp við forsetakjör 2016 en þá voru ágreiningsatkvæðin talin með í uppgjöri um kosningaþátttöku.

Niðurstöður landskjörstjórnar

Mismunur greiddra atkvæða og talinna atkvæða

Ágreiningsatkvæði

Page 21: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

21

Hagstofa leitaði eftir upplýsingum frá öðrum yfirkjörstjórnum um hvernig háttað væri meðferð ágreiningsatkvæða af þessu tagi við skýrslugerðina. Ekki fékkst afgerandi svar í öllum tilvikum en svör yfirleitt á þann veg að ef atkvæði væru metin ógild á grundvelli 91. gr. laga nr. 24/2000 væru slík atkvæði ekki tekin til greina hvorki sem greidd atkvæði né talin atkvæði. Til að samræmis sé gætt milli kjördæma voru ofangreind utankjörfundaratkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður ekki talin með í uppgjöri Hagstofu. Tölur landskjörstjórnar um gild og ógild atkvæði og fleiri atriði breyttust lítillega í kjölfar álits kjörbréfanefndar Alþingis 6. desember 2016 og samþykktar Alþingis sama dag en breyttu þó engu um úthlutun þingsæta1. Nefndin fékk 54 ágreinings-atkvæði til meðferðar frá innanríkisráðuneyti í samræmi við 1. málsgr. 104. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis. Þrjú atkvæði komu frá yfirkjörstjórn Suður-kjördæmis, 19 frá yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður og 32 frá yfirkjör-stjórn Reykjavíkurkjördæmis suður. Við úrskurðinn fjölgaði gildum atkvæðum alls um 22 og ógildum atkvæðum fækkaði um sömu tölu miðað við útgefnar niðurstöð-ur. Dreifðust þessi 22 gildu atkvæði á fimm stjórnmálasamtök. Framsóknarflokkur fékk eitt atkvæði, Sjálfstæðisflokkur tvö, Píratar 17 atkvæði, Samfylkingin eitt, og Vinstrihreyfingin – grænt framboð eitt atkvæði. Að teknu tilliti til úrskurðar kjörbréfanefndar var heildarfjöldi gildra atkvæða 189.648 og ógildra atkvæða 5.552, 4.874 auð og 678 önnur ógild. Niðurstöðurnar sem gerð er nánari grein fyrir hér á eftir eru að teknu tilliti til úrskurðar um ágreiningsatkvæðin með einni undantekningu. Endurútreikningur um úthlutun þingsæta þ.e. um atkvæðamagn að baki hverjum þingmanni og varaþingmanni er ekki að vænta fyrr en á næsta ári, af hálfu Alþingis, því eru tölur þar að lútandi í töflu 27 bráðabirgðatölur. Verða þær lagfærðar þegar endanlegar tölur liggja fyrir bæði í veftöflu og vefútgáfu Hagtíðinda. Sjö af þeim 12 stjórnmálasamtökum sem buðu fram fengu þingmenn kjörna. Sjálf-stæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði á landinu öllu, 54.992, en það jafngildir 29,0% af öllum gildum atkvæðum og fékk hann 21 þingmann kjörinn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fékk 30.167 atkvæði, 15,9% og tíu þingmenn. Píratar fengu 27.466 atkvæði, 14,5% og einnig tíu þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk 21.792 at-kvæði, 11,5% og átta þingmenn. Viðreisn, nýtt stjórnmálaafl fékk 19.870 atkvæði, 10,5% og sjö þingmenn. Björt framtíð fékk 13.578 atkvæði, 7,2% og fjóra þing-menn og Samfylkingin fékk 10.894 atkvæði, 5,7% og þrjá þingmenn kjörna. Önnur stjórnmálasamtök, fimm talsins, fengu hvert um sig minna en 5% gildra atkvæða og því engan mann kjörinn en samtals fengu þau 10.889 atkvæði (5,7%) (töflur 1 og 14).

1 https://www.althingi.is/pdf/Alit_kjorbrefanefndar_2016.pdf

Ágreiningsatkvæði til úrskurðar hjá Alþingi

Endanleg úrslit

Sjö stjórnmálasamtök með kjörna þingmenn

Page 22: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

22

Tafla 14. Niðurstöður alþingiskosninga eftir kjördæmi 2016 Table 14. Results of general elections by constituency 2016

Reykja- Reykja-

Norð- Norð- Suð- víkur- víkur-Alls vestur- austur- Suður- vestur- kjörd. kjörd.

Total kjörd. kjörd. kjörd. kjörd. suður norður

Greidd atkvæði Votes cast 195.200 17.444 23.613 27.828 54.667 35.785 35.863

Auðir og ógildir seðlar Blank and void ballots 5.552 684 910 812 1.366 905 875

Gild atkvæði alls Valid votes, total 189.648 16.760 22.703 27.016 53.301 34.880 34.988Björt framtíð 13.578 590 774 1.565 5.458 2.518 2.673Framsóknarflokkur 21.792 3.482 4.542 5.154 4.062 2.564 1.988Viðreisn 19.870 1.044 1.482 1.983 6.857 4.440 4.064Sjálfstæðisflokkur 54.992 4.951 6.014 8.509 18.049 8.930 8.539Íslenska þjóðfylkingin 303 90 . 213 . . .Flokkur fólksins 6.707 412 645 973 1.742 1.614 1.321Húmanistaflokkurinn 33 . . . . 33 .Píratar 27.466 1.823 2.265 3.458 7.227 6.030 6.663Alþýðufylkingin 571 . 211 74 103 79 104Samfylkingin 10.894 1.054 1.816 1.725 2.532 1.945 1.822Dögun 3.275 282 415 611 893 578 496Vinstrihreyfingin – grænt framboð 30.167 3.032 4.539 2.751 6.378 6.149 7.318

Hlutfallsleg skipting Percent breakdown

Gild atkvæði Valid votes 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0Björt framtíð 7,2 3,5 3,4 5,8 10,2 7,2 7,6Framsóknarflokkur 11,5 20,8 20,0 19,1 7,6 7,4 5,7Viðreisn 10,5 6,2 6,5 7,3 12,9 12,7 11,6Sjálfstæðisflokkur 29,0 29,5 26,5 31,5 33,9 25,6 24,4Íslenska þjóðfylkingin 0,2 0,5 . 0,8 . . .Flokkur fólksins 3,5 2,5 2,8 3,6 3,3 4,6 3,8Húmanistaflokkurinn 0,0 . . . . 0,1 .Píratar 14,5 10,9 10,0 12,8 13,6 17,3 19,0Alþýðufylkingin 0,3 . 0,9 0,3 0,2 0,2 0,3Samfylkingin 5,7 6,3 8,0 6,4 4,8 5,6 5,2Dögun 1,7 1,7 1,8 2,3 1,7 1,7 1,4Vinstrihreyfingin – grænt framboð 15,9 18,1 20,0 10,2 12,0 17,6 20,9

Skýringar Notes: Niðurstöður eru að teknu tilliti til álits kjörbréfanefndar og samþykkis Alþingis um ágreinings-atkvæði frá 6. desember 2016. Results including the ruling of Althingi of disputed votes from 6 December 2016. See English terms of political organisations in table 1 on page 2.

Nokkur breyting varð á fylgi stjórnmálasamtaka í alþingiskosningunum 2016 miðað við kosningarnar 2013. Þrenn samtök bættu fylgi sitt, þ.e. Sjálfstæðis-flokkurinn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Píratar, en önnur þrenn töpuðu fylgi, þ.e. Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Samfylkingin. Ein ný samtök fengu þingmenn kjörna, Viðreisn, en önnur fimm stjórnmálasamtök sem buðu fram 2016 fengu ekki mann kjörinn á þing.

Fylgisbreytingar

Page 23: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

23

Mynd 9. Fylgi stjórnmálasamtaka í alþingiskosningum 2009, 2013 og 2016 Figure 9. Results of general elections by political organisation 2009, 2013 and 2016

Skýring Note: (B) = Framsóknarflokkur; (D) = Sjálfstæðisflokkur; (S) = Samfylkingin; (V) = Vinstrihreyfingin – grænt framboð; (O) = Borgarahreyfingin; (A) = Björt framtíð; (Þ/P) = Píratar; (C) = Viðreisn. See English terms in table 1 on page 2.

Ef fylgi flokka á höfuðborgarsvæði og landsbyggð við kosningarnar 2016 er skoð-að kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn var með rúmlega helmingi meira fylgi hlutfallslega á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu. Fylgi Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata var hins vegar meira á höfuðborgarsvæði en landsbyggð en hjá Sjálfstæðisflokki og Vinstrihreyfingunni – grænu framboði var fylgið svipað á báðum svæðum (tafla 15).

Mynd 10. Fylgi stjórnmálasamtaka á höfuðborgarsvæði og landsbyggð í alþingiskosningum 2016

Figure 10. Percent of votes by political organisation in and outside the Capital region in general elections 2016

0

5

10

15

20

25

30

35

(B) (D) (S) (V) (O) (A) (Þ/P) (C) Aðrir |Other

%

2009 2013 2016

0,0

5,0

10,0

15,0

20,0

25,0

30,0

35,0

(A) (B) (C) (D) (P) (S) (V) Aðrir

Höfuðborgarsvæði | Capital region Landsbyggð | Outside capital region

%

Fylgi á höfuðborgarsvæði og landsbyggð

Page 24: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

24

Tafla 15. Atkvæði stjórnmálasamtaka á höfuðborgarsvæði og landsbyggð í alþingiskosningum 2016

Table 15. Votes to political organisations in and outside Capital region in general elections 2016

Atkvæði alls Atkvæði alls, %

Votes total Votes total, %

Höfuðborgar- Landsbyggð Höfuðborgar- Landsbyggð svæði Outside svæði Outside Capital capital Capital capital region region region region

Gild atkvæði alls Total number of valid votes 123.169 66.479 100 100Björt framtíð 10.649 2.929 8,6 4,4Framsóknarflokkur 8.614 13.178 7,0 19,8Viðreisn 15.361 4.509 12,5 6,8Sjálfstæðisflokkur 35.518 19.474 28,8 29,3Íslenska þjóðfylkingin . 303 . 0,5Flokkur fólksins 4.677 2.030 3,8 3,1Húmanistaflokkurinn 33 . 0,0 .Píratar 19.920 7.546 16,2 11,4Alþýðufylkingin 286 285 0,2 0,4Samfylkingin 6.299 4.595 5,1 6,9Dögun 1.967 1.308 1,6 2,0Vinstrihreyfingin – grænt framboð 19.845 10.322 16,1 15,5

Note: See English terms of political organisations in table 1 on page 2.

Greidd atkvæði í alþingiskosningum skiptast í gild atkvæði, auða seðla og ógilda. Kosningaþátttaka reiknast út frá greiddum atkvæðum í heild en fylgi stjórnmála-samtaka út frá gildum atkvæðum. Ævinlega verður nokkur fjöldi greiddra atkvæða ógildur í kosningum ýmist sökum þess að kjósandi skilar auðum seðli eða ómerkir hann viljandi eða af vangá. Í kosningunum 2016 skiluðu 4.874 kjósendur auðum seðlum, en það samsvarar 2,5% greiddra atkvæða, en 678 atkvæðaseðlar töldust ógildir, sem jafngildir 0,3% greiddra atkvæða. Samanlögð tala auðra og ógildra atkvæða var því 5.552 eða 2,8% greiddra atkvæða. Er þetta hærra hlutfall en í alþingiskosningunum 2013 en þá var þetta hlutfall 2,5% en það var 1,8% að meðaltali í alþingiskosningunum 1971–2009. Árið 2016 var hlutfall auðra seðla 2,0–3,7% eftir kjördæmum og hlutfall ógildra atkvæða á bilinu 0,2% til 0,5% (tafla 16).

Auð atkvæði 2,5% og önnur ógild atkvæði 0,3%

Page 25: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

25

Tafla 16. Auðir seðlar og ógildir í alþingiskosningum 2016 Table 16. Blank and void ballots in general elections 2016

Auðir seðlar og ógildir

Blank and void ballots

Auðir Ógildir Gild Greidd seðlar seðlar atkvæði atkvæði Alls Blank Void Valid Votes Total ballots ballots votes cast

Atkvæði alls Votes total 5.552 4.874 678 189.648 195.200Norðvesturkjördæmi 684 642 42 16.760 17.444Norðausturkjördæmi 910 839 71 22.703 23.613Suðurkjördæmi 812 741 71 27.016 27.828Suðvesturkjördæmi 1.366 1.197 169 53.301 54.667Reykjavíkurkjördæmi suður 905 755 150 34.880 35.785Reykjavíkurkjördæmi norður 875 700 175 34.988 35.863 Höfuðborgarsvæði Capital region 3.146 2.652 494 123.169 126.315

Landsbyggð Outside capital region 2.406 2.222 184 66.479 68.885

Hlutföll af greiddum atkvæðum Percent of votes cast 2,8 2,5 0,3 97,2 100,0Norðvesturkjördæmi 3,9 3,7 0,2 96,1 100,0Norðausturkjördæmi 3,9 3,6 0,3 96,1 100,0Suðurkjördæmi 2,9 2,7 0,3 97,1 100,0Suðvesturkjördæmi 2,5 2,2 0,3 97,5 100,0Reykjavíkurkjördæmi suður 2,5 2,1 0,4 97,5 100,0Reykjavíkurkjördæmi norður 2,4 2,0 0,5 97,6 100,0 Höfuðborgarsvæði Capital region 2,5 2,1 0,4 97,5 100,0Landsbyggð Outside capital region 3,5 3,2 0,3 96,5 100,0

Note: See English terms of constituencies in table 5 on page 8.

Kjörnir þingmenn

Þingmönnum fjölgaði úr 60 í 63 í alþingiskosningunum 1987 á grundvelli breyting-ar á stjórnarskránni árið 1984. Hefur sá fjöldi þingmanna haldist síðan enda þótt kosningalög hafi verið endurskoðuð á tímabilinu. Ný kosningalög nr. 24/2000 kveða hins vegar á um breytta skipan við úthlutun þingsæta, en fyrst var kosið eftir þeim lögum í alþingiskosningunum 2003. Í töflu 17 er sýnd úthlutun þingsæta eftir kjördæmum en fyrir þá sem vilja kynna sér núgildandi úthlutunarreglur nánar vísast til 106.–110. gr. í áðurnefndum lögum. Í þessu riti eru þó einnig birtir í töflu lokaútreikningar landskjörstjórnar fyrir úthlutun þingsæta (endurreiknaðar tölur á grundvelli úrskurðar kjörbréfanefndar verða birtar síðar) ásamt lista yfir 63 kjörna þingmenn og jafnmarga varaþingmenn, fæðingardag þeirra og listabókstaf (tafla 27).

Úthlutun þingsæta samkvæmt lögum nr. 24/2000

Page 26: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

26

Tafla 17. Úthlutun þingsæta 2016 Table 17. Allocation of parliamentary seats 2016

Heildarfjöldi sæta Kjördæmissæti Jöfnunarsæti

skv. 1. mgr. 8. gr.1 skv. 2. mgr. 8. gr.1 skv. 2. mgr. 8. gr.1

Seats Seats allocated Adjustment

total1 by constituency1 seats1

Alls Total 63 54 9

Norðvesturkjördæmi 8 7 1

Norðausturkjördæmi 10 9 1

Suðurkjördæmi 10 9 1

Suðvesturkjördæmi 13 11 2

Reykjavíkurkjördæmi suður 11 9 2

Reykjavíkurkjördæmi norður 11 9 2

Note: See English terms of constituencies in table 5 on page 8.

1 Tala þingsæta skv. 8. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis með síðari breytingum og sbr. auglýsingu landskjörstjórnar nr. 439/2013. Allocation of parliamentary seats according to Act No.24/2000 Concerning Parliamentary Elections to the Althingi and Advertisement No. 439/2013 of the National Electoral Commission.

Af 63 þingmönnum sem kjörnir voru í alþingiskosningunum 2016 voru 32 nýir þingmenn, það er þeir sátu ekki sem aðalmenn á síðasta þingi.1 Kjörnir voru 33 karlar (52,4%) og 30 konur (47,6%) og fjölgaði um fimm konur meðal þingmanna frá kosningunum 2013. Hafa aldrei fleiri konur verið kjörnar á þing. Fjöldi þeirra jafngildir 91 konu á hverja 100 kjörna karla, en hlutfallið var 66 árið 2013. Undir lok síðasta kjörtímabils var hlutfall kvenna af þingmönnum þó komið í 46% með þeim fjórum konum sem tekið höfðu sæti þingmanna sem látið höfðu af þing-störfum2. Skipting varaþingmanna eftir kyni var á annan veg því að í þeim hópi voru konur í meirihluta, eða 36 (57,1%) og karlar 27 (42,9%). Sé fjöldi þingmanna og vara-þingmanna tekinn saman var fjöldi karla 60 og kvenna 66. Eins og áður er getið voru fleiri karlar en konur í framboði í kosningunum 2016, en hlutfall karla var 54,3% og kvenna 45,7% (tafla 10).

1 www.althingi.is/thingmenn/tilkynningar-um-thingmenn/kynning-fyrir-nyja-thingmenn 2 www.althingi.is/thingmenn/althingismannatal/konur-a-althingi/kjornar-konur/

Aldrei fleiri konur verið kjörnar á þing

Page 27: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

27

Tafla 18 Kjörnir fulltrúar í alþingiskosningum 1983–2016 Table 18. Elected members in general elections to the Althingi 1983–2016

Fjöldi Number Hlutfall Percent

Alls Karlar Konur Karlar Konur Total Males Females Males Females

1983 60 51 9 85,0 15,01987 63 50 13 79,4 20,61991 63 48 15 76,2 23,81995 63 47 16 74,6 25,41999 63 41 22 65,1 34,92003 63 44 19 69,8 30,22007 63 43 20 68,3 31,72009 63 36 27 57,1 42,92013 63 38 25 60,3 39,72016 63 33 30 52,4 47,6

Mynd 11. Frambjóðendur, þingmenn og varaþingmenn eftir kyni 2016 Figure 11. Candidates, elected members of Althingi and substitutes by sex 2016

Árið 1974 voru þrjár konur kjörnar á þing (5%) og fjölgaði þeim ekki fyrr en árið 1983 er níu konur voru kjörnar, en það samsvaraði 15% þingmanna. Hlutfall kvenna á þingi hækkaði síðan smám saman fram til ársins 1999 þegar 22 konur voru kjörnar, eða 35% allra þingmanna. Síðan hefur konum á Alþingi ýmist fækkað eða fjölgað en flestar hafa þær orðið 30 (47,6%) við kosningarnar nú (tafla 18).

0

25

50

75

100

FrambjóðendurCandidates

ÞingmennElected members

VaraþingmennSubstitutes

%

Karlar | Males Konur | Females

Hlutfall kvenna á þingi var 5% árið 1974 en 48% 2016

Page 28: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

28

Mynd 12. Þingmenn kjörnir í alþingiskosningum 1974–2016 Figure 12. Members elected to the Althingi 1974–2016

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

1974 1978 1979 1983 1987 1991 1995 1999 2003 2007 2009 2013 2016

%

Karlar | Males Konur | Females

Page 29: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

29

Tafla 19. Frambjóðendur og kjörnir þingmenn eftir kyni og aldri 2016 Table 19. Candidates and elected members to the Althingi by sex and age 2016

Fjöldi Number Aldur, % Age, %

Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Total Males Females Total Males Females

Frambjóðendur alls Candidates total 1.302 707 595 100,0 100,0 100,018–29 ára years 213 115 98 16,4 16,3 16,530–39 ára years 260 125 135 20,0 17,7 22,740–49 ára years 266 132 134 20,4 18,7 22,550–59 ára years 262 156 106 20,1 22,1 17,860–69 ára years 195 119 76 15,0 16,8 12,870–79 ára years 88 51 37 6,8 7,2 6,280 ára og eldri and older 18 9 9 1,4 1,3 1,5 Þingmenn og varaþingmenn alls Members of Althingi and substitutes 126 60 66 100,0 100,0 100,018–29 ára years 23 11 12 18,3 18,3 18,230–39 ára years 28 11 17 22,2 18,3 25,840–49 ára years 36 13 23 28,6 21,7 34,850–59 ára years 27 17 10 21,4 28,3 15,260–69 ára years 12 8 4 9,5 13,3 6,1 Alþingismenn Members of Althingi 63 33 30 100,0 100,0 100,018–29 ára years 5 – 5 7,9 – 16,730–39 ára years 12 7 5 19,0 21,2 16,740–49 ára years 23 11 12 36,5 33,3 40,050–59 ára years 14 7 7 22,2 21,2 23,360–69 ára years 9 8 1 14,3 24,2 3,3 Varaþingmenn Substitutes 63 27 36 100,0 100,0 100,018–29 ára years 18 11 7 28,6 40,7 19,430–39 ára years 16 4 12 25,4 14,8 33,340–49 ára years 13 2 11 20,6 7,4 30,650–59 ára years 13 10 3 20,6 37,0 8,360–69 ára years 3 – 3 4,8 – 8,3

Sé litið á aldursskiptingu kjörinna þingmanna við alþingiskosningarnar 2016 kemur í ljós að fimm þingmenn voru undir þrítugu, allt konur en þrír í kosningunum 2013. Rúm 21% karla voru undir fertugu samanborið við 33% kvenna. Þá voru 33% karla og 40% kvenna á aldrinum 40–49 ára. Tæplega helmingur kjörinna karla var 50 ára og eldri, eða 45% samanborið við 27% kvenna (tafla 19). Meðalaldur þingmanna sem kjörnir voru við alþingiskosningarnar 2016 var 46,6 ár, en hann var 48,1 ár við kosningarnar 2013. Var meðalaldur kjörinna karla 49,9 ár og kvenna 43,0 ár. Meðalaldur varaþingmanna var hins vegar nokkru lægri, 38,4 ár hjá körlum og 40,0 ár hjá konum (tafla 24). Eins og áður er getið var meðalaldur frambjóðenda 47,2 ár og var meðalaldur karla heldur hærri en kvenna (tafla 12). Meðalaldur kjörinna þingmanna var hæstur 53,6 ár í Norðausturkjördæmi en lægstur 40,7 ár í Reykjavíkurkjördæmi norður (tafla 24). Yngsti þingmaðurinn var 25 ára og sá elsti 67 ára á kjördag. Eins og áður gat voru 32 kjörinna þingmanna nýir þingmenn en 31 hafði setið á Alþingi á síðasta kjörtímabili sem aðalmaður. Flestir hinna nýju þingmanna voru

Rúmlega þriðjungur þingmanna 40–49 ára

Yngsti þingmaðurinn 25 ára og sá elsti 67 ára

Staða/störf kjörinna þingmanna

Page 30: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

30

annað hvort stjórnendur og embættismenn (þar af tveir ráðherrar) eða sérfræðingar samkvæmt því sem fram kemur á framboðslistunum. Fjórir tilgreindu annars konar stöðu/starf. Þó nú muni aðeins þremur á fjölda kvenna og karla meðal þingmanna í heild er hlutur kynja breytilegur eftir stjórnmálaflokkum. Er hlutur kvenna frá þriðjungi til 75%. Hjá þremur stjórnmálasamtökum eru fleiri konur en karlar meðal þingmanna, þ.e. hjá Bjartri framtíð, Framsóknarflokki og Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, en í öðrum þremur er þessu öfugt farið, karlar eru fleiri en konur hjá Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Hjá Pírötum er fjöldi kjörinna karla og kvenna sá sami (tafla 20).

Tafla 20. Kjörnir þingmenn eftir kyni og stjórnmálasamtökum 2016 Table 20. Elected members to the Althingi by sex and political organisation 2016

Fjöldi Number Hlutfall Percent

Alls Karlar Konur Karlar Konur Total Men Women Men Women

Stjórnmálaflokkar Political organisations 63 33 30 52,4 47,6Björt framtíð Bright Future 4 1 3 25,0 75,0Framsóknarflokkur Progressive party 8 3 5 37,5 62,5Viðreisn Reform 7 4 3 57,1 42,9Sjálfstæðisflokkur The Independence Party 21 14 7 66,7 33,3Píratar The Pirate Party 10 5 5 50,0 50,0Samfylkingin The Social Democratic Alliance 3 2 1 66,7 33,3Vinstrihreyfingin – grænt framboð The Left-Green Movement 10 4 6 40,0 60,0

Við úrslit alþingiskosninganna 2016 voru jafnmargir þingmenn af hvoru kyni kjörnir í Norðvesturkjördæmi en í þremur kjördæmum voru kjörnir fleiri karlar en konur og öðrum tveimur fleiri konur en karlar. Konur voru meirihluti kjörinna varaþingmanna eða 36 (57,1%) í samanburði við 27 karla (42,9%) (tafla 24).

Mynd 13. Kjörnir þingmenn eftir kyni og kjördæmum 2016 Figure 13. Elected members to the Althingi by sex and constituency 2016

Note: See English terms of constituencies in table 5 on page 8.

0

2

4

6

8

10

12

14

NV-kjördæmi

NA-kjördæmi

Suður-kjördæmi

SV-kjördæmi

Reykjavíksuður

Reykjavíknorður

Fjöldi Number

Karlar | Males Konur | Females

Hlutur kjörinna kvenna 33–75% eftir flokkum

Karlar meirihluti þingmanna en konur meirihluti varaþingmanna

Page 31: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

31

English summary

General elections to the Icelandic parliament, Althingi, were held on 29 October 2016 under Act No. 24 from May 2000. There are now six constituencies of which two are in Reykjavík. The total number of voters on the electoral roll was 246,542 or 74.1% of the total population. Participation of voters in the general elections was 195,203 or 79.2% of the total number of voters on the electoral roll. Participation of female voters was slightly higher than that of male voters or 79.5% women compared with 78.8% men. The participation varied by age, it was lower among young voters than the older ones. A total of twelve political organisations offered candidate lists in the elections of which nine offered lists in all constituencies. Of the 1,302 candidates, there were 707 men (54.3%) compared with 595 women (45.7%). In the 1st to 3rd place on the lists the proportion of women was the same (45.7%). The propor-tion of elected female members was 47.6%, the highest so far but was 39.7% in the general elections in 2013. A total of 63 members were elected to Althingi in the general elections on 29 October 2016, 33 men and 30 women. Other results of the general elections were as follows: Bright Future (A) received 7.2% of the valid votes and four elected members, the Progressive Party (B) 11.5% of votes and eight elected members, Reform (C), a new party 10.5% and seven members, the Indepen-dence Party (D) 29.0% of votes and 21 elected members, The Pirate Party (P) received 14.5% of valid votes and 10 elected members. The Social Democratic Alliance (S) 5.7% and three elected members, the Left-Green Movement (V) 15.9% of valid votes and 10 elected members, Other political organizations did not receive the minimum of 5% of votes to have a member elected. Together they received 5.7% of valid votes.

Page 32: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

32

Tafla 21. Kosningaþátttaka eftir kyni, aldri og kjördæmi 2016 Table 21. Participation by sex, age and constituency 2016

Hlutfall Norð- Norð- Suð- Reykjavíkur- Reykjavíkur-

Percent Allt landið vestur- austur- Suður- vestur- kjördæmi kjördæmi Iceland kjördæmi kjördæmi kjördæmi kjördæmi suður norður

Alls Total 79,2 81,2 79,9 78,5 80,1 78,2 77,918–29 ára years 67,7 67,5 65,0 64,1 68,2 69,3 69,730–39 ára 74,2 77,4 74,9 73,2 74,5 72,7 74,540+ ára 84,8 86,7 86,3 85,3 86,0 83,4 82,2

18–19 ára 68,7 66,1 66,4 63,4 71,0 70,3 71,420–24 ára 65,7 65,2 63,7 62,1 66,4 67,5 67,525–29 ára 69,3 70,9 65,7 66,8 69,0 70,7 71,030–34 ára 73,0 75,2 73,4 72,2 72,9 71,5 74,035–39 ára 75,4 79,5 76,4 74,1 76,1 73,8 75,140–44 ára 79,6 83,2 81,4 77,3 81,5 77,4 77,945–49 ára 82,6 82,5 84,8 82,3 84,9 79,3 81,350–54 ára 85,5 87,5 87,5 85,2 86,1 83,6 84,055–59 ára 87,9 90,7 88,0 86,5 89,4 86,6 86,560–64 ára 89,5 90,8 90,5 89,9 90,9 87,7 87,365–69 ára 90,2 90,8 91,8 90,4 91,0 90,0 87,270–74 ára 89,0 88,7 90,7 89,9 89,6 88,2 86,775–79 ára 86,6 88,0 86,8 88,4 86,7 87,5 82,780+ ára 72,7 76,3 73,5 80,0 72,6 73,0 65,8

Karlar alls Males total 78,8 80,6 79,4 78,2 80,0 77,7 77,518–29 ára years 66,8 66,2 63,7 63,8 68,0 68,0 68,530–39 ára 73,2 74,6 72,1 72,3 73,6 72,5 73,940+ ára 85,1 87,0 86,7 85,4 86,4 83,3 82,4

18–19 ára 67,4 65,1 65,5 63,6 70,2 67,4 69,220–24 ára 64,9 63,3 62,5 61,9 66,3 66,4 66,325–29 ára 68,5 70,1 64,1 66,0 69,0 69,7 70,030–34 ára 71,6 71,2 70,2 71,6 71,8 71,2 72,835–39 ára 74,7 78,0 74,0 72,9 75,3 73,9 75,040–44 ára 78,8 82,6 81,1 77,3 80,3 76,3 76,945–49 ára 81,0 80,1 83,0 81,0 83,7 77,6 78,750–54 ára 84,7 86,7 87,2 84,6 85,4 81,9 83,555–59 ára 87,2 90,1 87,4 86,3 88,6 85,2 85,960–64 ára 89,2 90,9 90,5 89,7 91,5 87,3 85,565–69 ára 90,7 89,7 91,8 91,2 92,3 90,7 87,370–74 ára 90,0 89,2 91,8 91,2 90,8 89,2 86,975–79 ára 88,8 93,1 88,0 88,4 89,5 88,9 85,780+ ára 78,8 81,8 79,7 82,3 78,5 79,3 73,4

Page 33: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

33

Tafla 21. Kosningaþátttaka eftir kyni, aldri og kjördæmi 2016 (frh.) Table 21. Participation by sex, age and constituency 2016 (cont.)

Hlutfall Norð- Norð- Suð- Reykjavíkur- Reykjavíkur-

Percent Allt landið vestur- austur- Suður- vestur- kjördæmi kjördæmi Iceland kjördæmi kjördæmi kjördæmi kjördæmi suður norður

Konur alls Females total 79,5 81,8 80,4 78,8 80,2 78,7 78,318–29 ára years 68,6 68,9 66,3 64,5 68,5 70,6 70,930–39 ára 75,3 80,3 77,9 74,1 75,5 72,8 75,240+ ára 84,6 86,4 85,8 85,2 85,7 83,5 82,0

18–19 ára 70,0 67,3 67,4 63,1 71,9 73,2 73,720–24 ára 66,6 67,2 64,9 62,3 66,5 68,6 68,725–29 ára 70,1 71,8 67,4 67,7 69,1 71,7 72,030–34 ára 74,4 79,7 76,8 72,9 74,0 71,9 75,235–39 ára 76,2 80,9 78,9 75,2 76,9 73,7 75,240–44 ára 80,4 83,9 81,6 77,3 82,6 78,4 79,045–49 ára 84,4 84,9 86,6 83,7 86,1 80,8 84,050–54 ára 86,2 88,4 87,8 85,8 86,8 85,2 84,555–59 ára 88,6 91,3 88,5 86,7 90,1 87,9 87,160–64 ára 89,7 90,7 90,6 90,2 90,4 88,1 89,065–69 ára 89,7 92,0 91,8 89,6 89,8 89,4 87,170–74 ára 88,0 88,1 89,5 88,5 88,5 87,4 86,575–79 ára 84,5 83,0 85,6 88,4 84,1 86,2 80,180+ ára 68,5 71,5 68,8 78,0 68,3 69,3 61,5

Page 34: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

34

Tafla 22. Kosningaþátttaka eftir kyni, aldri og íbúafjölda í sveitarfélögum 2016 Table 22. Participation by sex, age and population in municipalities 2016

Stærð sveitarfélags Size of municipality

Allt landið Reykjavík 10.000– 5.000– 2.000– 1.000–Whole country ≥100.000 99.999 9.999 4.999 1.999 ≤999

Fjöldi kjósenda Number of voters Alls Total 195.203 71.651 64.827 14.707 24.962 9.028 10.02818–29 ára years 37.296 14.571 12.329 2.687 4.439 1.599 1.67130–39 ára 31.612 12.789 10.523 2.346 3.453 1.255 1.24640+ ára 126.295 44.291 41.975 9.674 17.071 6.173 7.110

Karlar alls Males, total 96.863 35.024 31.804 7.369 12.717 4.679 5.27018–29 ára years 18.862 7.221 6.195 1.407 2.323 842 87430–39 ára 15.669 6.436 5.135 1.121 1.729 627 62240+ ára 62.332 21.367 20.474 4.841 8.665 3.211 3.775

Konur alls Females, total 98.340 36.627 33.023 7.338 12.245 4.349 4.75818–29 ára years 18.434 7.349 6.134 1.280 2.116 758 79730–39 ára 15.943 6.353 5.388 1.225 1.724 629 62540+ ára 63.963 22.925 21.501 4.834 8.405 2.963 3.336

Hlutfall Percent Alls Total 79,2 78,0 78,7 81,1 81,7 79,4 81,318–29 ára years 67,7 69,5 66,2 67,9 67,3 66,1 65,430–39 ára 74,2 73,6 73,2 76,1 77,3 74,6 77,840+ ára 84,8 82,8 85,1 87,2 87,5 85,0 87,0

Karlar alls Males, total 78,8 77,6 78,4 80,8 81,2 79,1 81,018–29 ára years 66,8 68,2 65,4 68,1 66,8 64,7 65,230–39 ára 73,2 73,2 72,1 73,9 75,2 74,1 74,240+ ára 85,1 82,9 85,5 87,5 87,6 85,2 87,2

Konur alls Females, total 79,5 78,5 79,0 81,4 82,2 79,8 81,718–29 ára years 68,6 70,8 67,1 67,6 67,8 67,7 65,630–39 ára 75,3 74,0 74,3 78,1 79,5 75,1 81,740+ ára 84,6 82,8 84,7 87,0 87,4 84,7 86,8

Page 35: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

35

Tafla 23. Frambjóðendur eftir kyni, aldri og stjórnmálasamtökum í alþingiskosningum 2016 Table 23. Candidates by sex, age and political organisation in general elections 2016

18–29 30–39 40–49 50–59 60–69 70–79 80 ára– Meðal-

Alls ára ára ára ára ára ára and aldur Total years years years years years years older Mean age

Alls Total 1.302 213 260 266 262 195 88 18 47,2Björt framtíð 126 14 39 45 23 3 2 – 42,8Framsóknarflokkur 126 18 13 38 26 15 13 3 49,3Viðreisn 126 16 23 28 27 27 3 2 48,4Sjálfstæðisflokkur 126 25 25 37 13 13 12 1 45,3Íslenska þjóðfylkingin 36 6 2 4 14 7 3 – 51,1Flokkur fólksins 126 15 14 12 29 27 25 4 55,2Húmanistaflokkurinn 22 1 1 2 10 6 2 – 56,8Píratar 126 26 44 20 21 13 2 – 41,9Alþýðufylkingin 110 37 27 6 17 17 4 2 41,4Samfylkingin 126 17 27 25 24 24 7 2 47,9Dögun 126 13 20 25 37 21 7 3 49,8Vinstrihreyfingin – grænt framboð 126 25 25 24 21 22 8 1 46,1

Karlar Males 707 115 125 132 156 119 51 9 48,0Björt framtíð 61 8 11 21 18 1 2 – 45,2Framsóknarflokkur 66 12 8 20 13 6 7 – 46,8Viðreisn 63 8 8 15 12 17 1 2 50,2Sjálfstæðisflokkur 63 14 11 14 10 8 6 – 45,5Íslenska þjóðfylkingin 26 3 2 2 10 7 2 – 52,9Flokkur fólksins 70 8 7 5 16 16 15 3 56,5Húmanistaflokkurinn 15 1 1 – 6 5 2 – 57,4Píratar 86 13 34 14 17 8 – – 42,0Alþýðufylkingin 66 21 14 3 14 10 3 1 43,0Samfylkingin 60 9 9 11 11 16 4 – 49,2Dögun 70 7 10 16 18 13 4 2 50,3Vinstrihreyfingin – grænt framboð 61 11 10 11 11 12 5 1 48,5

Konur Females 595 98 135 134 106 76 37 9 46,2Björt framtíð 65 6 28 24 5 2 – – 40,7Framsóknarflokkur 60 6 5 18 13 9 6 3 52,2Viðreisn 63 8 15 13 15 10 2 – 46,5Sjálfstæðisflokkur 63 11 14 23 3 5 6 1 45,2Íslenska þjóðfylkingin 10 3 – 2 4 – 1 – 46,4Flokkur fólksins 56 7 7 7 13 11 10 1 53,5Húmanistaflokkurinn 7 – – 2 4 1 – – 55,5Píratar 40 13 10 6 4 5 2 – 41,7Alþýðufylkingin 44 16 13 3 3 7 1 1 39,0Samfylkingin 66 8 18 14 13 8 3 2 46,7Dögun 56 6 10 9 19 8 3 1 49,2Vinstrihreyfingin – grænt framboð 65 14 15 13 10 10 3 – 43,8

Note: See English terms of political organisations in table 1 page 2.

Page 36: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

36

Tafla 24. Meðalaldur og kynjahlutföll frambjóðenda og kjörinna þingmanna eftir kjördæmi 2016 Table 24. Mean age and sex ratio of candidates and elected members to the Althingi by constituency 2016

Konur á

móti 100 Fjöldi Number Hlutfall Percent körlum Meðalaldur Mean age

Karlar Konur Karlar Konur Females per Alls Karlar Konur Males Females Males Females 100 males Total Males Females

Frambjóðendur alls Candidates, total 707 595 54,3 45,7 84,2 47,2 48,0 46,2Norðvesturkjördæmi 93 67 58,1 41,9 72,0 46,8 48,8 44,0Norðausturkjördæmi 108 92 54,0 46,0 85,2 46,9 46,8 47,0Suðurkjördæmi 121 99 55,0 45,0 81,8 46,2 48,1 43,9Suðvesturkjördæmi 142 118 54,6 45,4 83,1 47,1 48,2 45,8Reykjavíkurkjördæmi suður 127 115 52,5 47,5 90,6 47,1 48,8 45,3Reykjavíkurkjördæmi norður 116 104 52,7 47,3 89,7 48,8 47,4 50,3 Þingmenn og varaþingmenn alls Members of Althingi and substitutes, total 60 66 47,6 52,4 110,0 42,9 44,7 41,3Norðvesturkjördæmi 8 8 50,0 50,0 100,0 41,1 45,5 36,8Norðausturkjördæmi 10 10 50,0 50,0 100,0 49,2 50,6 47,9Suðurkjördæmi 11 9 55,0 45,0 81,8 42,8 44,0 41,4Suðvesturkjördæmi 13 13 50,0 50,0 100,0 43,7 49,2 38,2Reykjavíkurkjördæmi suður 9 13 40,9 59,1 144,4 40,3 35,5 43,7Reykjavíkurkjördæmi norður 9 13 40,9 59,1 144,4 40,4 41,0 39,9 Alþingismenn Members of Althingi 33 30 52,4 47,6 90,9 46,6 49,9 43,0Norðvesturkjördæmi 4 4 50,0 50,0 100,0 44,1 49,3 38,8Norðausturkjördæmi 7 3 70,0 30,0 42,9 53,6 53,0 55,0Suðurkjördæmi 6 4 60,0 40,0 66,7 48,8 51,9 44,1Suðvesturkjördæmi 7 6 53,8 46,2 85,7 48,2 53,4 42,2Reykjavíkurkjördæmi suður 4 7 36,4 63,6 175,0 44,1 42,9 44,7Reykjavíkurkjördæmi norður 5 6 45,5 54,5 120,0 40,7 44,4 37,7 Varaþingmenn Substitute members of Althingi 27 36 42,9 57,1 133,3 39,3 38,4 40,0Norðvesturkjördæmi 4 4 50,0 50,0 100,0 38,2 41,6 34,8Norðausturkjördæmi 3 7 30,0 70,0 233,3 44,9 45,0 44,9Suðurkjördæmi 5 5 50,0 50,0 100,0 36,9 34,6 39,3Suðvesturkjördæmi 6 7 46,2 53,8 116,7 39,1 44,4 34,7Reykjavíkurkjördæmi suður 5 6 45,5 54,5 120,0 36,6 29,6 42,5Reykjavíkurkjördæmi norður 4 7 36,4 63,6 175,0 40,0 36,8 41,8

Note: See English terms of constituencies in table 5 on page 8.

Page 37: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

37

Tafla 25. Úrslit alþingiskosninga fyrir landið allt 1999–2016 Table 25. Results of general elections 1999–2016

1999 2003 2007 2009 2013 2016

Gild atkvæði alls Valid votes 165.727 183.172 182.169 187.183 189.023 189.648

Alþýðuflokkur • • • • • •

Framsóknarflokkur 30.415 32.484 21.350 27.699 46.176 21.792

Sjálfstæðisflokkur 67.513 61.701 66.754 44.371 50.466 54.992

Frjálslyndi flokkurinn 6.919 13.523 13.233 4.148 • •

Borgarahreyfingin • • • 13.519 • •

Samfylkingin 44.378 56.700 48.743 55.758 24.296 10.894

Vinstrihreyfingin – grænt framboð 15.115 16.129 26.136 40.581 20.552 30.167

Björt framtíð • • • • 15.584 13.578

Píratar • • • • 9.649 27.466

Viðreisn • • • • • 19.870

Aðrir og utan flokka Others and outside parties 1.387 2.635 5.953 1.107 22.300 10.889

Atkvæðahlutfall Percentage 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0

Alþýðuflokkur • • • • • •

Framsóknarflokkur 18,4 17,7 11,7 14,8 24,4 11,5

Sjálfstæðisflokkur 40,7 33,7 36,6 23,7 26,7 29,0

Frjálslyndi flokkurinn 4,2 7,4 7,3 2,2 • •

Borgarahreyfingin • • • 7,2 • •

Samfylkingin 26,8 31,0 26,8 29,8 12,9 5,7

Vinstrihreyfingin – grænt framboð 9,1 8,8 14,3 21,7 10,9 15,9

Björt framtíð • • • • 8,2 7,2

Píratar • • • • 5,1 14,5

Viðreisn • • • • • 10,5

Aðrir og utan flokka Others and outside parties 1,9 0,8 1,4 3,3 0,6 5,7

Þingsæti Elected members 63 63 63 63 63 63

Alþýðuflokkur • • • • • •

Framsóknarflokkur 12 12 7 9 19 8

Sjálfstæðisflokkur 26 22 25 16 19 21

Frjálslyndi flokkurinn 2 4 4 – • •

Borgarahreyfingin • • • 4 • •

Samfylkingin 17 20 18 20 9 3

Vinstrihreyfingin – grænt framboð 6 5 9 14 7 10

Björt framtíð • • • • 6 4

Píratar • • • • 3 10

Viðreisn • • • • • 7

Aðrir og utan flokka Others and outside parties – – – – – –

Page 38: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

38

Tafla 26. Greidd atkvæði, kjósendur á kjörskrá og kosningaþátttaka eftir sveitarfélagi og kyni 2016 Table 26. Votes cast, voters on the electoral roll and participation by municipality and sex 2016

Greidd atkvæði Kjósendur á kjörskrá Kosningaþátttaka, % Votes cast Voters on the electoral roll Participation, %

Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Total Males Females Total Males Females Total Males Females

Alls Total 195.203 96.863 98.340 246.542 122.899 123.643 79,2 78,8 79,5Norðvesturkjördæmi 17.444 8.868 8.576 21.481 10.998 10.483 81,2 80,6 81,8Hvalfjarðarsveit 398 212 186 478 249 229 83,3 85,1 81,2Akranes 4.051 2.029 2.022 4.980 2.520 2.460 81,3 80,5 82,2Skorradalshreppur 44 26 18 49 28 21 89,8 92,9 85,7Borgarbyggð 2.193 1.121 1.072 2.643 1.342 1.301 83,0 83,5 82,4Eyja- og Miklaholtshreppur 74 37 37 82 42 40 90,2 88,1 92,5Snæfellsbær 865 436 429 1.060 538 522 81,6 81,0 82,2Grundarfjarðarbær 448 229 219 593 310 283 75,5 73,9 77,4Helgafellssveit 36 22 14 41 25 16 87,8 88,0 87,5Stykkishólmur 712 372 340 812 418 394 87,7 89,0 86,3Dalabyggð 398 197 201 494 255 239 80,6 77,3 84,1Reykhólahreppur 151 84 67 196 103 93 77,0 81,6 72,0Vesturbyggð 534 268 266 699 361 338 76,4 74,2 78,7Tálknafjarðarhreppur 132 74 58 175 95 80 75,4 77,9 72,5Bolungarvík 444 227 217 587 304 283 75,6 74,7 76,7Ísafjarðarbær 2.116 1.068 1.048 2.622 1.346 1.276 80,7 79,3 82,1Súðavíkurhreppur 94 50 44 119 67 52 79,0 74,6 84,6Árneshreppur 39 20 19 45 24 21 86,7 83,3 90,5Kaldrananeshreppur 72 35 37 83 42 41 86,7 83,3 90,2Strandabyggð 298 159 139 369 196 173 80,8 81,1 80,3Húnaþing vestra 725 372 353 881 447 434 82,3 83,2 81,3Húnavatnshreppur 235 129 106 302 170 132 77,8 75,9 80,3Blönduóssbær 495 248 247 622 311 311 79,6 79,7 79,4Sveitarfélagið Skagaströnd 284 138 146 347 183 164 81,8 75,4 89,0Skagabyggð 60 33 27 75 41 34 80,0 80,5 79,4Sveitarfélagið Skagafjörður 2.422 1.220 1.202 2.985 1.512 1.473 81,1 80,7 81,6Akrahreppur 124 62 62 142 69 73 87,3 89,9 84,9

Norðausturkjördæmi 23.613 11.880 11.733 29.564 14.970 14.594 79,9 79,4 80,4Fjallabyggð 1.297 670 627 1.626 845 781 79,8 79,3 80,3Dalvíkurbyggð 1.041 536 505 1.325 677 648 78,6 79,2 77,9Hörgársveit 357 192 165 454 238 216 78,6 80,7 76,4Akureyri 10.963 5.298 5.665 13.935 6.812 7.123 78,7 77,8 79,5Eyjafjarðarsveit 622 317 305 766 383 383 81,2 82,8 79,6Svalbarðsstrandarhreppur 218 116 102 277 149 128 78,7 77,9 79,7Grýtubakkahreppur 217 108 109 253 132 121 85,8 81,8 90,1Þingeyjarsveit 577 307 270 692 364 328 83,4 84,3 82,3Skútustaðahreppur 255 134 121 309 162 147 82,5 82,7 82,3Norðurþing 1.733 891 842 2.127 1.100 1.027 81,5 81,0 82,0Tjörneshreppur 45 24 21 57 27 30 78,9 88,9 70,0Svalbarðshreppur 63 35 28 75 42 33 84,0 83,3 84,8Langanesbyggð 250 144 106 325 183 142 76,9 78,7 74,6Vopnafjarðarhreppur 421 226 195 512 275 237 82,2 82,2 82,3Fljótsdalshreppur 57 36 21 70 43 27 81,4 83,7 77,8Fljótsdalshérað 2.113 1.079 1.034 2.544 1.295 1.249 83,1 83,3 82,8Borgarfjarðarhreppur 77 46 31 94 54 40 81,9 85,2 77,5Seyðisfjörður 416 202 214 501 254 247 83,0 79,5 86,6Fjarðabyggð 2.522 1.316 1.206 3.164 1.681 1.483 79,7 78,3 81,3Breiðdalshreppur 113 66 47 151 87 64 74,8 75,9 73,4

Page 39: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

39

Tafla 26. Greidd atkvæði, kjósendur á kjörskrá og kosningaþátttaka eftir sveitarfélagi og kyni 2016 (frh.) Table 26. Votes cast, voters on the electoral roll and participation by municipality and sex 2016 (cont.)

Greidd atkvæði Kjósendur á kjörskrá Kosningaþátttaka, % Votes cast Voters on the electoral roll Participation, %

Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Total Males Females Total Males Females Total Males Females

Djúpavogshreppur 256 137 119 307 167 140 83,4 82,0 85,0

Suðurkjördæmi 27.828 14.246 13.582 35.436 18.210 17.226 78,5 78,2 78,8Sveitarfélagið Hornafjörður 1.301 683 618 1.539 815 724 84,5 83,8 85,4Skaftárhreppur 287 146 141 351 184 167 81,8 79,3 84,4Mýrdalshreppur 265 132 133 331 174 157 80,1 75,9 84,7Vestmannaeyjar 2.602 1.329 1.273 3.164 1.630 1.534 82,2 81,5 83,0Rangárþing eystra 1.017 534 483 1.191 641 550 85,4 83,3 87,8Rangárþing ytra 932 477 455 1.145 589 556 81,4 81,0 81,8Ásahreppur 125 68 57 142 71 71 88,0 95,8 80,3Sveitarfélagið Árborg 4.994 2.526 2.468 6.167 3.114 3.053 81,0 81,1 80,8Flóahreppur 390 212 178 450 244 206 86,7 86,9 86,4Skeiða- og Gnúpverjahreppur 331 177 154 385 202 183 86,0 87,6 84,2Hrunamannahreppur 447 240 207 521 279 242 85,8 86,0 85,5Bláskógabyggð 566 291 275 652 332 320 86,8 87,7 85,9Grímsnes- og Grafningshr. 265 141 124 328 180 148 80,8 78,3 83,8Hveragerði 1.555 778 777 1.986 996 990 78,3 78,1 78,5Sveitarfélagið Ölfus 1.054 566 488 1.331 722 609 79,2 78,4 80,1Grindavíkurbær 1.610 819 791 2.063 1.066 997 78,0 76,8 79,3Sandgerði 807 430 377 1.102 586 516 73,2 73,4 73,1Sveitarfélagið Garður 745 386 359 1.007 508 499 74,0 76,0 71,9Reykjanesbær 7.939 4.009 3.930 10.768 5.451 5.317 73,7 73,5 73,9Sveitarfélagið Vogar 596 302 294 813 426 387 73,3 70,9 76,0

Suðvesturkjördæmi 54.667 26.845 27.822 68.240 33.566 34.674 80,1 80,0 80,2Hafnarfjörður 16.051 7.871 8.180 20.694 10.217 10.477 77,6 77,0 78,1Garðabær 9.444 4.610 4.834 11.392 5.568 5.824 82,9 82,8 83,0Kópavogur 20.430 10.016 10.414 25.535 12.495 13.040 80,0 80,2 79,9Seltjarnarnes 2.932 1.452 1.480 3.453 1.704 1.749 84,9 85,2 84,6Mosfellsbær 5.662 2.814 2.848 6.986 3.482 3.504 81,0 80,8 81,3Kjósarhreppur 148 82 66 180 100 80 82,2 82,0 82,5

Reykjavíkurkjörd. suður 35.787 17.349 18.438 45.770 22.339 23.431 78,2 77,7 78,7Reykjavík 35.787 17.349 18.438 45.770 22.339 23.431 78,2 77,7 78,7Reykjavíkurkjörd. norður 35.864 17.675 18.189 46.051 22.816 23.235 77,9 77,5 78,3Reykjavík 35.864 17.675 18.189 46.051 22.816 23.235 77,9 77,5 78,3

Note: See English terms of constituencies in table 5 on page 8.

Page 40: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

40

Tafla 27. Þingmenn kjörnir í alþingiskosningum 29. október 2016 Table 27. Members of the Althingi elected in general elections 29 October 2016

Lista- Landstala,2 Hlutfallstala,3

bók- sbr. 1. sbr. 2. og Atkvæða-Röð stafur Útkomutala,1 tölulið 3. tölulið tala,4

sætis Fæðingardagur Party sbr. 2. tölulið 3. mgr. 3. mgr. sbr. 2. mgr.No. Nafn Name Birthday abbr. 107. gr. 108. gr. 108. gr. 110. gr.

Norðvesturkjördæmi Northwest Aðalmenn Members 1 Haraldur Benediktsson 23. janúar 1966 D 4.951,00 . . 4.919,002 Gunnar Bragi Sveinsson 9. júní 1968 B 3.482,00 . . 3.118,503 Lilja Rafney Magnúsdóttir 24. júní 1957 V 3.032,00 . . 2.987,334 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir 4. nóvember 1987 D 2.475,50 . . 4.117,505 Eva Pandora Baldursdóttir 8. október 1990 P 1.823,00 . . 1.814,006 Elsa Lára Arnardóttir 30. desember 1975 B 1.741,00 . . 2.691,757 Teitur Björn Einarsson 1. apríl 1980 D 1.650,33 . . 3.298,178 Guðjón S. Brjánsson 22. mars 1955 S . 3.631,00 6,29 1.042,00Varamenn Substitutes Sigurður Páll Jónsson 23. júní 1958 B . . . 1.816,00 Lilja Sigurðardóttir 15. september 1986 B . . . 952 Hafdís Gunnarsdóttir 14. júní 1980 D . . . 2.483,83 Jónína E. Arnardóttir 10. febrúar 1967 D . . . 1.658,17 Aðalsteinn Orri Arason 6. desember 1991 D . . . 838 Gunnar I. Guðmundsson 17. desember 1983 P . . . 1.207,33 Inga B. Bjarnadóttir 27. september 1993 S . . . 706 Bjarni Jónsson 6. júní 1966 V . . . 2.003,33 Norðausturkjördæmi Northeast Aðalmenn Members 1 Kristján Þór Júlíusson 15. júlí 1957 D 6.014,00 . . 5.958,832 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 12. mars 1975 B 4.542,00 . . 3.729,503 Steingrímur J. Sigfússon 4. ágúst 1955 V 4.539,00 . . 4.392,004 Njáll Trausti Friðbertsson 31. desember 1969 D 3.007,00 . . 4.997,005 Þórunn Egilsdóttir 23. nóvember 1964 B 2.271,00 . . 3.564,256 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir 27. febrúar 1965 V 2.269,50 . . 3.433,507 Einar Aðalsteinn Brynjólfsson 26. október 1968 P 2.265,00 . . 2.258,678 Valgerður Gunnarsdóttir 17. júlí 1955 D 2.004,67 . . 4.006,839 Logi Már Einarsson 21. ágúst 1964 S 1.816,00 . . 1.800,6710 Benedikt Jóhannesson 4. maí 1955 C . 3.974,00 6,53 1.476,33Varamenn Substitutes Líneik Anna Sævarsdóttir 3. nóvember 1964 B . . . 2.457,25 Sigfús Arnar Karlsson 25. september 1965 B . . . 1.350,00 Hildur Betty Kristjánsdóttir 16. nóvember 1973 C . . . 989,33 Arnbjörg Sveinsdóttir 18. febrúar 1956 D . . . 3.006,50 Elvar Jónsson 11. janúar 1990 D . . . 2.021,00 Melkorka Ýrr Yrsudóttir 20. janúar 1998 D . . . 1.021,83 Guðrún Ágústa Þórdísardóttir 12. júlí 1962 P . . . 1.505,33 Erla Björg Guðmundsdóttir 19. desember 1975 S . . . 1.214,00 Björn Valur Gíslason 20. september 1959 V . . . 2.235,50 Ingibjörg Þórðardóttir 20. maí 1972 V . . . 1.203,75 Suðurkjördæmi South Aðalmenn Members 1 Páll Magnússon 17. júní 1954 D 8.509,00 . . 8.444,88

Page 41: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

41

Tafla 27. Þingmenn kjörnir í alþingiskosningum 29. október 2016 (frh.) Table 27. Members of the Althingi elected in general elections 29 October 2016 (cont.)

Lista- Landstala,2 Hlutfallstala,3

bók- sbr. 1. sbr. 2. og Atkvæða-Röð stafur Útkomutala,1 tölulið 3. tölulið tala,4

sætis Fæðingardagur Party sbr. 2. tölulið 3. mgr. 3. mgr. sbr. 2. mgr.No. Nafn Name Birthday abbr. 107. gr. 108. gr. 108. gr. 110. gr.

2 Sigurður Ingi Jóhannsson 20. apríl 1962 B 5.154,00 . . 5.104,753 Ásmundur Friðriksson 21. janúar 1956 D 4.254,50 . . 7.306,254 Smári McCarthy 7. febrúar 1984 P 3.458,00 . . 3.428,335 Vilhjálmur Árnason 29. október 1983 D 2.836,33 . . 6.390,886 Ari Trausti Guðmundsson 3. desember 1948 V 2.751,00 . . 2.742,007 Silja Dögg Gunnarsdóttir 16. desember 1973 B 2.577,00 . . 3.859,258 Unnur Brá Konráðsdóttir 6. apríl 1974 D 2.127,25 . . 5.318,259 Jóna Sólveig Elínardóttir 13. ágúst 1985 C 1.983,00 . . 1.978,3310 Oddný G. Harðardóttir 9. apríl 1957 S . 5.446,50 6,39 1.721,00Varamenn Substitutes Ásgerður K. Gylfadóttir 10. desember 1968 B . . . 2.594,25 Einar Freyr Elínarson 2. desember 1990 B . . . 1.304,25 Jóhannes A. Kristbjörnsson 20. desember 1965 C . . . 1.311,33 Kristín Traustadóttir 8. maí 1972 D . . . 4.286,00 Hólmfríður Erna Kjartansdóttir 25. janúar 1989 D . . . 3.224,38 Ísak E. Kristinsson 22. júlí 1993 D . . . 2.162,12 Brynjólfur Magnússon 26. maí 1988 D . . . 1.105,88 Oktavía Hrund Jónsdóttir 7. mars 1979 P . . . 2.311,00 Ólafur Þór Ólafsson 30. maí 1972 S . . . 1.149,33 Heiða Guðný Ásgeirsdóttir 26. apríl 1978 V . . . 1.837,00 Suðvesturkjördæmi Southwest Aðalmenn Members 1 Bjarni Benediktsson 26. janúar 1970 D 18.049,00 . . 17.778,602 Bryndís Haraldsdóttir 29. desember 1976 D 9.024,50 . . 16.152,903 Jón Þór Ólafsson 13. mars 1977 P 7.227,00 . . 7.211,004 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 4. október 1965 C 6.857,00 . . 6.300,505 Rósa Björk Brynjólfsdóttir 9. febrúar 1975 V 6.378,00 . . 6.373,676 Jón Gunnarsson 21. september 1956 D 6.016,33 . . 14.342,707 Óttarr Proppé 7. nóvember 1968 A 5.458,00 . . 5.449,008 Óli Björn Kárason 26. ágúst 1960 D 4.512,25 . . 12.603,909 Eygló Harðardóttir 12. desember 1972 B 4.062,00 . . 3.894,6710 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir 6. maí 1987 P 3.613,50 . . 5.412,0011 Vilhjálmur Bjarnason 20. apríl 1952 D 3.609,80 . . 10.771,9012 Theodóra S. Þorsteinsdóttir 2. september 1969 A . 3.394,50 5,12 4.090,0013 Jón Steindór Valdimarsson 27. júní 1958 C . 3.311,67 6,43 5.268,25Varamenn Substitutes Karólína Helga Símonardóttir 22. október 1984 A . . . 2.728,75 Halldór J. Jörgensson 25. apríl 1964 A . . . 1.370,50 Willum Þór Þórsson 17. mars 1963 B . . . 2.744,00 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir 13. júní 1988 C . . . 3.568,00 Bjarni Halldór Janusson 4. desember 1995 C . . . 1.855,00 Karen Elísabet Halldórsdóttir 19. febrúar 1974 D . . . 9.093,00 Vilhjálmur Bjarnason 13. september 1963 D . . . 7.288,20 Kristín María Thoroddsen 20. nóvember 1968 D . . . 5.507,80 Katrín Ósk Ásgeirsdóttir 24. maí 1994 D . . . 3.703,00 Tinna Dögg Guðlaugsdóttir 5. apríl 1983 D . . . 1.899,70

Page 42: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

42

Tafla 27. Þingmenn kjörnir í alþingiskosningum 29. október 2016 (frh.) Table 27. Members of the Althingi elected in general elections 29 October 2016 (cont.)

Lista- Landstala,2 Hlutfallstala,3

bók- sbr. 1. sbr. 2. og Atkvæða-Röð stafur Útkomutala,1 tölulið 3. tölulið tala,4

sætis Fæðingardagur Party sbr. 2. tölulið 3. mgr. 3. mgr. sbr. 2. mgr.No. Nafn Name Birthday abbr. 107. gr. 108. gr. 108. gr. 110. gr.

Andri Þór Sturluson 27. febrúar 1984 P . . . 3.614,00 Sara Elísa Þórðardóttir 20. janúar 1981 P . . . 1.810,25 Ólafur Þór Gunnarsson 17. júlí 1963 V . . . 4.239,67 Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavík South Aðalmenn Members 1 Ólöf Nordal 3. desember 1966 D 8.929,00 . . 8.823,002 Svandís Svavarsdóttir 24. ágúst 1964 V 6.148,00 . . 6.080,753 Ásta Guðrún Helgadóttir 5. febrúar 1990 P 6.021,00 . . 5.975,254 Brynjar Níelsson 1. september 1960 D 4.464,50 . . 7.399,335 Hanna Katrín Friðriksson 4. ágúst 1964 C 4.440,00 . . 4.405,256 Kolbeinn Óttarsson Proppé 19. desember 1972 V 3.074,00 . . 4.613,007 Gunnar Hrafn Jónsson 13. júní 1981 P 3.010,50 . . 4.515,508 Sigríður Á. Andersen 21. nóvember 1971 D 2.976,33 . . 5.957,679 Lilja Dögg Alfreðsdóttir 4. október 1973 B 2.564,00 . . 2.555,0010 Nichole Leigh Mosty 19. október 1972 A . 4.526,00 7,22 2.497,3311 Pawel Bartoszek 25. september 1980 C . 2.838,57 6,37 3.322,75Varamenn Substitutes Eva Einarsdóttir 7. apríl 1976 A . . . 1.682,00 Ingvar Mar Jónsson 12. ágúst 1973 B . . . 1.701,67 Dóra Sif Tynes 16. apríl 1972 C . . . 2.222,00 Geir Finnsson 23. febrúar 1992 C . . . 1.121,75 Hildur Sverrisdóttir 22. október 1978 D . . . 4.477,33 Bessí Jóhannsdóttir 5. febrúar 1948 D . . . 3.008,67 Jóhannes Stefánsson 26. júlí 1988 D . . . 1.528,17 Viktor Orri Valgarðsson 22. október 1989 P . . . 3.015,75 Olga Cilia 28. febrúar 1986 P . . . 1.516,00 Hildur Knútsdóttir 16. júní 1984 V . . . 3.086,75 Gísli Garðarsson 17. nóvember 1991 V . . . 1.556,75 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík North Aðalmenn Members 1 Guðlaugur Þór Þórðarson 19. desember 1967 D 8.538,00 . . 8.390,332 Katrín Jakobsdóttir 1. febrúar 1976 V 7.318,00 . . 7.315,333 Birgitta Jónsdóttir 17. apríl 1967 P 6.655,00 . . 6.464,174 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir 30. nóvember 1990 D 4.269,00 . . 7.040,505 Þorsteinn Víglundsson 22. nóvember 1969 C 4.064,00 . . 4.011,676 Steinunn Þóra Árnadóttir 18. september 1977 V 3.659,00 . . 6.092,337 Björn Leví Gunnarsson 1. júní 1976 P 3.327,50 . . 5.570,508 Birgir Ármannsson 12. júní 1968 D 2.846,00 . . 5.690,009 Björt Ólafsdóttir 2. mars 1983 A 2.673,00 . . 2.655,3310 Andrés Ingi Jónsson 16. ágúst 1979 V . 3.016,60 6,97 4.870,0011 Halldóra Mogensen 11. júlí 1979 P . 2.744,90 6,34 4.452,50Varamenn Substitutes Sigrún Gunnarsdóttir 16. maí 1960 A . . . 1.785,67 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir 23. maí 1978 C . . . 2.723,67 Albert Guðmundsson 21. febrúar 1991 D . . . 4.309,67

Page 43: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

43

Tafla 27. Þingmenn kjörnir í alþingiskosningum 29. október 2016 (frh.) Table 27. Members of the Althingi elected in general elections 29 October 2016 (cont.)

Lista- Landstala,2 Hlutfallstala,3

bók- sbr. 1. sbr. 2. og Atkvæða-Röð stafur Útkomutala,1 tölulið 3. tölulið tala,4

sætis Fæðingardagur Party sbr. 2. tölulið 3. mgr. 3. mgr. sbr. 2. mgr.No. Nafn Name Birthday abbr. 107. gr. 108. gr. 108. gr. 110. gr.

Herdís Anna Þorvaldsdóttir 2. október 1974 D . . . 2.889,50 Jón Ragnar Ríkarðsson 28. ágúst 1965 D . . . 1.476,00 Katla Hólm Þórhildardóttir 18. júlí 1987 P . . . 3.358,00 Snæbjörn Brynjarsson 30. nóvember 1984 P . . . 2.254,17 Lilja Sif Þorsteinsdóttir 16. september 1982 P . . . 1.145,33 Iðunn Garðarsdóttir 13. október 1989 V . . . 3.657,33 Orri Páll Jóhannsson 19. maí 1978 V . . . 2.441,83 Álfheiður Ingadóttir 1. maí 1951 V . . . 1.214,67

Skýringar Notes: Taflan byggir á skýrslu landskjörstjórnar „Útreikningur á úthlutun þingsæta við alþingiskosningar 29. oktbóer 2016“ frá 31. október 2016. Atkvæðatölur að baki þingmönnum og varaþingmönnum eru bráðabirgðatölur. Þær verða uppfærðar síðar þegar endurútreikningur á úthlutun þingsæta í kjölfar úrskurðar Alþingis um ágreiningsatkvæði frá 6. desember 2016 liggur fyrir. The table is based on the report from the National Electoral Commission. Figures on votes in this table are preliminary. They will be reviewed when recalculation due to the ruling of Althingi of disputed votes becomes available.

1 Útkomutalan sýnir atkvæði að baki hverju sæti listans. Kjördæmissætum er úthlutað á grundvelli þessara talna í fallandi röð innan hvers kjördæmis (samkvæmt svokallaðri d’Hondts-reglu). These numbers based on the d’Hondt’s rule are the base for allocation in each constituency. 2 Landstala sýnir atkvæði að baki viðkomandi jöfnunarsæti miðað við atkvæði samtakanna á landinu öllu. Jöfnunarsætum er úthlutað í röð fallandi landstalna. Bases for allocation of equalisation seats according to the national outcome using d’Hondt’s rule. 3 Hlutfall atkvæða að baki viðkomandi sæti af heildartölu greiddra atkvæða í kjördæminu ræður vali á jöfnunarmönnum innan hvers flokks. Ratio of votes for this seat of total number of valid votes cast in the constituency. It is used to select the candidates for the party’s equalisation seats. 4 Frambjóðendum eru reiknuð atkvæði eftir vissum reglum (afbrigði af svokallaðri Borda-reglu) þar sem tekið er tillit til útstrikana og annarra breytinga á kjörseðlum. Þessar atkvæðatölur ráða röð þingmanna í kjördæminu. A vote index taking into account changes the voters may have made on the order of candidates on the party lists. The index is calculated using a modified Borda-rule.

Page 44: Alþingiskosningar 20. október 2016...Píratar Pirate Party (P) 27.466 14,5 10 Alþýðufylkingin People’s Front of Iceland (R) 571 0,3 ... without a certificate of a rights protection

44

Hagtíðindi Kosningar

Statistical Series Elections 101. árg. 35. tbl. 20. desember 2016

ISSN 1670-4770 Umsjón Supervision Sigríður Vilhjálmsdóttir [email protected]

© Hagstofa Íslands Statistics Iceland Borgartúni 21a 105 Reykjavík Iceland

www.hagstofa.is www.statice.is

Sími Telephone +(354) 528 1000 Um rit þetta gilda ákvæði höfundalaga. Vinsamlegast getið heimildar.

Bréfasími Fax +(354) 528 1099 Reproduction and distribution are permitted provided that the source is mentioned.