Af stað út í heim

9
Útflutningsaukning og hagvöxtur - ÚH Af stað út í heim

description

Kynningarbæklingur fyrir úflutningsverkefnið ÚH.

Transcript of Af stað út í heim

Page 1: Af stað út í heim

Útflutningsaukning og hagvöxtur - ÚHAf stað út í heim

Page 2: Af stað út í heim

Útflutningsaukning og hagvöxtur – ÚH

Útflutningsaukning og hagvöxtur er verkefni á vegum Íslandsstofu sem er ætlað fyrirtækjum sem vilja ná árangri í markaðssetningu á erlendum markaði.

Þátttakendur fá aðstoð við að gera raunhæfar markaðs- áætlanir og hver og einn er búinn undir að hrinda áætlun sinni í framkvæmd.

Ferlið

Verkefnið byggir á sex tveggja daga vinnufundum, yfir fjögurra mánaða tímabil, þar sem ákveðnir dagar eru valkvæðir. Áhersla er lögð á þétta dagskrá og öfluga verkefnavinnu sem lágmarkar fjarveru frá daglegum störf-um. Á milli funda fær síðan hver og einn tækifæri til að sinna sinni markaðsáætlun undir handleiðslu ráðgjafa.

Page 3: Af stað út í heim

Þátttakendur í ÚH verkefninu

Fjölmörg fyrirtæki, úr flestum greinum atvinnulífsins, hafa tekið þátt í verkefninu í þann aldarfjórðung sem það hefur verið í boði. Meðal þátttakenda má nefna:

Bláa lónið Elding hvalaskoðun Íslenskur æðadúnn Mentor Nói-Siríus Pottagaldrar Primex Toppfiskur Trackwell True North Vilkó Villimey Össur

„Uppbygging námskeiðsins, ráðgjafar og fyrirlesarar og ekki síst aðrir þátttakendur skiluðu okkur ekki bara markvissari og betri áætlun, heldur líka frábærum stundum í skemmtilegum félagsskap og mikilvægri rýni á okkar hugmyndir.“

Page 4: Af stað út í heim

2016

29.-31. mars

Vinnu-fundurnr. 4

13.-14. apríl

Vinnu-fundurnr. 5

20. apríl

Skil á fyrstu

drögum að skýrslu

27.-28. apríl

Vinnu-fundurnr. 6

12. maí

Skil á lokaskýrslu

19. maí

Kynning fyrir

stýrihóp

Tímalína

7. janúar

Umsóknar- frestur rennur

út. Sækja skal um á

islandsstofa.is

20.-21. janúar

Vinnu-fundurnr. 1

10.-11. febrúar

Vinnu-fundurnr. 2

18. febrúar

Samstarf hefst við

nemendur í meistara- námi í HÍ

2.-3. mars

Vinnu-fundurnr. 3

13-19. mars

Kynning í eigin

fyrirtæki

Page 5: Af stað út í heim

Áhugaverðar staðreyndir

96% þátttakenda voru almennt ánægð með þátttöku sína í verkefninu og myndu mæla með því við stjórnendur fyrirtækja sem stefna á útflutning.

92% voru sammála því að tíma þeirra og fjármagni hefði verið vel varið með þátttöku í verkefninu.

85% voru komin með skýra útflutningsstefnu til framtíðar og sögðu þátttöku í verkefninu hafa haft jákvæð áhrif á tilgang og stefnu fyrirtækisins.

Page 6: Af stað út í heim

„Opnaði hugann fyrir alþjóðahugsun“

„Aðferðarfræði sem nýtist í daglegu starfi“

„Að fara í gegnum verkefnið jafnast á við gott meistaranám“

Skipting milli atvinnugreina

Annað

Iðnaður

Sjávarútvegur

Tækni

Þjónusta

Matvælaframleiðsla

Upplýsingatækni

Ferðaþjónusta

Öflugt tengslanet

Frá upphafi hafa tæplega 300 íslensk fyrirtæki tekið þátt í verkefninu og óhætt er að fullyrða að þau hafi almennt verið ánægð með þátttökuna og þá þekkingu sem þau hafa aflað sér. Fyrirtækin koma úr ólíkum áttum, en skipting milli atvinnu- greina er nokkuð jöfn.

Page 7: Af stað út í heim

Góður stuðningur

Mikið er lagt upp úr því að þeir sem taka þátt í verkefninu hverju sinni hafi fjölbreyttan bakgrunn og komi úr ólíkum greinum atvinnulífsins. Þannig skapast líflegar umræður og þátttakendur fá tækifæri til að sjá sín viðfangsefni frá öðru sjónarhorni.

Hringborð ÚH–ara

Íslandsstofa stendur fyrir reglulegum endurfundum þátt- takenda ÚH verkefnisins, frá upphafi. Markmiðið með þessum fundum er fyrst og fremst að efla tengslanetið og skapa vettvang þar sem íslensk fyrirtæki geta miðlað af reynslu sinni í útflutningi.

Einnig eru skipulagðir viðburðir þar sem hópnum er boðið að hittast og fræðast um það sem er efst á baugi í útflutn- ingsmálum.

„Sú þekking sem skilaði sér hvað best var að meta aðstæður á þeim mörkuðum sem stefnt var á að fara inn á, þann menningarmun sem er á milli landa, og raunhæft mat á útflutningsmöguleikum fyrirtækisins.“

Page 8: Af stað út í heim

Sækja um

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í ÚH verkefninu er bent á vef Íslandsstofu, islandsstofa.is. Þar er hægt að nálgast umsóknareyðublað og allar frekari upplýsingar um verkefnið.

Þátttökugjald er 420.000 krónur sem greitt er með þremur jöfnum greiðslum. Innifalið er öll aðkeypt sérfræðiþjónusta á sameiginlegum vinnufundum, persónuleg ráðgjöf á milli funda ásamt öllum fundarkostnaði, þar með talinn gisti- kostnaður vegna þeirra funda sem haldnir eru úti á landi.

Sterkir samstarfsaðilar

Samstarfsaðilar Íslandsstofu í verkefninu eru Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Landsbankinn og Félag kvenna í atvinnulífinu.

Page 9: Af stað út í heim