Að byggja á góðum grunni Ragnheiður Gísladóttir Verkefnisstjóri í frístundaheimilinu Vík.

12
Að byggja á góðum grunni Ragnheiður Gísladóttir Verkefnisstjóri í frístundaheimilinu Vík
  • date post

    20-Dec-2015
  • Category

    Documents

  • view

    225
  • download

    4

Transcript of Að byggja á góðum grunni Ragnheiður Gísladóttir Verkefnisstjóri í frístundaheimilinu Vík.

Að byggja á góðum grunni

Ragnheiður GísladóttirVerkefnisstjóri í frístundaheimilinu Vík

Frístundaheimilið Vík

• Veturinn 2005-2006 voru ca. 35 börn í vistun.

• Síðast liðinn vetur voru börnin ca. 86, þegar þau voru sem flest.

• Starfsmenn að meðaltali 8 á degi hverjum, veturinn 2009-2010.

• Öll aðstaða frístundaheimilisins inni í skólanum.

Að byggja á góðum grunni - RG apríl 2010-

Frístundaheimilið Vík

• Í upphafi var lítið um sýnilegt eða myndrænt skipulag fyrir börnin.

• Mikið var um að börnin þyrftu að bíða í röðum við ýmsar aðstæður.

• Lítið var um skipulagða verkaskiptingu starfsfólksins á staðnum.

• Virkni og þátttaka barnanna í uppbyggingu á starfinu var lítil.

Að byggja á góðum grunni - RG apríl 2010-

Fyrsta skóflustungan

Markmiðin

• Að efla samskiptafærni barnanna.

• Að auka félagsfærni barnanna.

• Að styrkja sjálfsmynd barnanna.

• Að efla virkni og þáttöku barnanna.

Að byggja á góðum grunni - RG apríl 2010-

Byrjað að byggja grunninn

Myndrænt val með ritmáli • - börnin velja sér svæði eftir

áhugasviði og/eða vinahópum.

• - algjör undantekning ef tímamörk eru á svæðunum.

• - börnin geta haft áhrif á það sem er í vali á hverjum degi.

• - börnin bera ábyrgð á því að flytja nöfnin sín á milli svæða.

• - börnin bera ábyrgð á því að virða fjöldatakmörk á svæðum, þar sem það á við.

• - börnin bera ábyrgð á því að ganga frá eftir sig á valsvæði.

Að byggja á góðum grunni - RG apríl 2010-

Byrjað að byggja grunninn

Sýnilegt skipulag fyrir starfsmenn.

• Hver og einn starfsmaður er með ákveðin verk yfir daginn sem hann ber ábyrgð á.

• Starfsmenn rúlla á milli svæða og vinna mismunandi verk á degi hverjum.

• Starfsmenn hafa áhrif á verkskiptingu.

• Einnig farið eftir áhugasviði starfsmanna hvernig verkaskiptingu er háttað á frístundaheimilinu.

Að byggja á góðum grunni - RG apríl 2010-

Byrjað að byggja grunninn

Flæði – Flæði – Flæði• Lögð er mikil áhersla á að hafa

flæði fyrir börnin.

• Nánast allar raðir teknar út.

• Áhersla lögð á að starfsmenn séu komnir á sínar starfsstöðvar þegar börnin koma í frístundaheimilið.

• Börnunum kennt að bera ábyrgð á því að láta vita hvert þau eru að fara (valtafla) og einnig kennt að þau geti borið ábyrgð á því að fara á milli svæða án þess að sýna óæskilega hegðun á leiðinni.

Að byggja á góðum grunni - RG apríl 2010-

Byrjað að byggja grunninn

• Hlýleiki, snyrtileiki og góður frágangur hafður að leiðarljósi.

• Í leikskóla er lögð áhersla á að börnin læri að ganga vel um og séu dugleg við frágang.

• Mikilvægt að halda í þessa færni og efla hana enn meira inn á frístundaheimilum.

• Lögð er áhersla á að starfsmenn tileinki sér góða umgengni.

• Í augum foreldra og annarra, segir umgengni oft mikið til um innra starf á frístundaheimilinu.

Að byggja á góðum grunni - RG apríl 2010-

Grunnurinn

Nú er grunnurinn kominn

• Sýnilegt skipulag fyrir börnin

• Sýnilegt skipulag fyrir starfsmenn.

• Flæði í öllu starfinu.• Hlýleiki, snyrtileiki og

góður frágangur.

Að byggja á góðum grunni - RG apríl 2010-

Á bjargi byggði hygginn maður hús ..... Ofan á grunninn koma svo

óteljandi spennandi og skemmtilegir hlutir:

• Klúbbastarf.

• Vinna með elstu börnunum (3. og 4. bekkur).

• Hugmyndabankar.

• Þemavinna.

• Krakkafundir.

• Skilaboðaskjóða fyrir börnin.

• Samstarf við skóla, leikskóla og aðra aðila í hverfinu.

• Upplýsingatöflur fyrir börn, starfsfólk og foreldra.

• Ýmsir árvissir viðburðir, t.d. jólakaffi, páskaratleikur o.m.fl.

Að byggja á góðum grunni - RG apríl 2010-

Þegar góður grunnur er kominn á

• Þá eru möguleikarnir óteljandi í þróun á starfinu.

• Samvinna á meðal barna og starfsmanna er frábær.

• Vellíðan barna og starfsmanna er augljós.

• Öryggi og gagnkvæm virðing einkennir starfið hjá börnum og starfsmönnum.

• Foreldrar ánægðir.

Að byggja á góðum grunni - RG apríl 2010-

Að lokum ...

• Hvet ég ykkur til að koma í málstofuna eftir hádegi um skipulag á innra starfi tómstundaheimila.

Takk fyrir mig

Að byggja á góðum grunni - RG apríl 2010-