Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4...

16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Fimmtudagur 5. nóvember 2009 44. tbl. · 26. árg. Séra Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði kemur víða við í spjalli þar sem slegnir eru léttir strengir í bland við aðra með þyngri hljómi. Sjá viðtal í miðopnu. Að þora að viðurkenna mistök

Transcript of Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4...

Page 1: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vskStofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk

Fimmtudagur5. nóvember 200944. tbl. · 26. árg.

Séra Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði kemurvíða við í spjalli þar sem slegnir eru léttir strengir í blandvið aðra með þyngri hljómi. Sjá viðtal í miðopnu.

Að þora aðviðurkenna mistök

Page 2: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

22222 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009

Ísafjarðarbær greiðirhæstu gjöld lögaðila

Ísafjarðarbær greiðir hæstugjöld lögaðila á Vestfjörðumsamkvæmt álagningarskrá Skatt-stjórans í Vestfjarðaumdæmi.Gjöld sveitarfélagsins eru rúmar68,7 milljónir króna, sem faraöll í tryggingargjald. Næst hæstigreiðandinn í umdæminu erHraðfrystihúsið Gunnvör hf., íHnífsdal sem greiðir samtals 60,8milljónir króna í skatta. OrkubúVestfjarða vermir þriðja sætiðog greiðir 21,2 milljónir króna.

KNH á Ísafirði fylgir fast á hælaOrkubúsins og greiðir 20,5 millj-ón í heildargjöld og fiskvinnslu-fyrirtækið Oddi á Patreksfirðigreiðir 18,4 milljónir króna. Þvínæst koma Vesturbyggð meðrúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an Þórsberg á Tálknafirði rúm-lega 16 milljónir.

Einkahlutafélagið Dress upgames ehf, er í 8. sæti á álagning-arskrá og greiðir hæsta tekju-skattinn af öllum í umdæminu.

Þar á eftir kemur Bolungarvíkmeð 14,6 milljónir, í tíunda sætier JV (Jakob Valgeir) í Bolungar-vík og greiðir 14,6 milljónir. Út-gerðarfélagið Páll Helgi í Bol-ungarvík greiddi 14,5 milljónirog greiðir jafnframt næst hæstatekjuskattinn í umdæminu eða13,9 milljónir, Fiskvinnslan Ís-landssaga á Suðureyri 17,7 millj-ónir.

3X-Technology greiðir 12milljónir og er í 13. sæti á álagn-

ingarskránni. Því næst er Stranda-byggð sem greiðir 9,4 milljónirog þar af 695.800 þúsund krónurí tekjuskatt og Þörungaverk-smiðjan á Reykhólum sem greið-ir 9,4 milljónir greiðir 2,8 millj-ónir í tekjuskatt. Birnir, Bakkavíkog Blakknes, sem öll eru í Bol-ungarvík, greiða öll yfir 7 millj-ónir en Blakknes greiðir þar af5,7 milljónir í tekjuskatt. Í 20.sæti er Eyraroddi á Flateyri semgreiðir 7 milljónir króna.

Leikjasíðaskilaði mest-um hagnaðiEinkahlutafélagið Dress

up games skilaði mestumhagnaði á árinu samkvæmtálagningarskrá skattstjóransá Vestfjörðum. Félagið, semer í eigu ísfirska bókasafns-fræðingsins Ingu Maríu Guð-mundsdóttur, heldur úti vef-síðu sem virkar sem eins kon-ar miðstöð fyrir alla þá semgaman hafa af svokölluðumdúkkulísuleikjum. Leikirnireru eins konar stafræn útgáfaaf gömlu úrklippu-dúkkulís-unum sem notið hafa vin-sælda frá því elstu mennmuna. Vefurinn hefur veriðstarfræktur í yfir áratug en sam-kvæmt álagningarskránnigreiðir félagið rúmar 15milljónir í tekjuskatt. Sam-kvæmt upplýsingum blaðsinser tekjuskattur 15% af hagn-aði sem þýðir að félagið hafiaflað rúmar hundrað milljónirá árinu.

„Ég hef alltaf haldið þvífram að ástæðan fyrir því aðþetta er vinsælt sé sú að þettaer leikur hjá börnunum semgengur út á miklu meira enbara að klæða dúkkur í föt,eins og fullorðnir virðast ofthalda. Ég hef séð krakka ísvona leikjum, og þeir talavið sjálfa sig og gleyma séralveg í þessum heimi“, segirInga María í viðtali sem birtvar í tölublaði Bæjarins bestaárið 2007.

Ísafjarðarbær greiðir 68,7 milljónir króna í gjöld til skattstjórans á Vestfjörðum á árinu.

Lögreglustöð-inni lokað

Lögreglustöðinni í Bolung-arvík var lokað í septemberog staða forvarnarfulltrúa lögðaf. Staða lögreglumanns varfærð í burtu samhliða því aðfjölgað var á Patreksfirði erembættin runnu saman í eittárið 2007. Þar með hafa Bol-víkingar misst tvö störf ásamtstarfsstöðinni frá sameininguembættanna, þrátt fyrir gefinfyrirheit um annað.

Jón Bjarni Geirsson, semgegndi stöðu forvarnarfull-trúa með aðsetur í Bolungar-vík, hefur nú verið fluttur ástöðina á Ísafirði þar semhann er aðalvarðstjóri. Hannsegir það hafa verið yfirlýstastefnu dómsmálaráðherra aðengar lögreglustöðvar yrðulagðar niður, en annað hafisem sé komið á daginn. Ennsé of snemmt að segja til umáhrif þess að leggja niður starfforvarnafulltrúa, en öll umferða-fræðsla í grunnskólum hafitil dæmis verið á hans könnu.

Office 1 verður BókahorniðÍris Jónsdóttir hefur tekið við

rekstri Office 1 á Ísafirði og munopna á sama stað ritfanga- og gjafa-verslun á næstu dögum. Verslun-in hefur hlotið nafnið Bókahorniðog segir Íris, sem starfað hefursem verslunarstjóri Office 1 und-anfarin ár, að reksturinn leggistmjög vel í hana. „Þetta er samigrunnur og verið hefur þó þaðverði einhverjar nýjar áherslursem ég vona að fólki eigi eftir aðlíka við. Office 1 fyrir sunnanhefur verið að fara í gegnum fjár-hagslega endurskipulagningueftir að hafa staðið í harðri sam-keppni við Pennann og Eymunds-son eftir að þau fyrirtæki voruyfirtekin af ríkisbönkunum. Mérfannst það vera mitt hlutverk aðsjá til þess að áfram væri sam-keppni á ritfanga- og bókamark-aði á Vestfjörðum. Ég treysti mérfullkomlega til að standa upp íhárinu á þeim“, segir Íris. Húnskrifaði undir samning við Egils-son á föstudag um yfirtöku árekstrinum.

Verslun Office 1, sem rekurritfanga- og bókaverslanir, opn-

aði á Ísafirði sumarið 2005. Erhún til húsa í Neista í einu versl-

unarhólfi á jarðhæð hússins.– [email protected]

Íris Jónsdóttir og Kjartan Örn Sigurðsson forstjóri Egilsson hf. eigandaOffice 1 á Íslandi innsigla samning um yfirtöku Írisar á rekstri Office 1 á Ísafirði.

Page 3: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 33333

Page 4: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

44444 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009

Inn að beiniInn að beiniInn að beiniInn að beiniInn að beini Örn Árnason,Örn Árnason,Örn Árnason,Örn Árnason,Örn Árnason,atvinnulaus „ljóðatónn“atvinnulaus „ljóðatónn“atvinnulaus „ljóðatónn“atvinnulaus „ljóðatónn“atvinnulaus „ljóðatónn“

Örn Árnason kallar sjálfan sig ljóðatón en hann einbeitir sér um þessar mundir að ljóðaskrifumÖrn Árnason kallar sjálfan sig ljóðatón en hann einbeitir sér um þessar mundir að ljóðaskrifumÖrn Árnason kallar sjálfan sig ljóðatón en hann einbeitir sér um þessar mundir að ljóðaskrifumÖrn Árnason kallar sjálfan sig ljóðatón en hann einbeitir sér um þessar mundir að ljóðaskrifumÖrn Árnason kallar sjálfan sig ljóðatón en hann einbeitir sér um þessar mundir að ljóðaskrifumog tónlistarsmíð. Þegar Bæjarins besta innti hann eftir svörum inn að beini kom hins vegar í ljós að semog tónlistarsmíð. Þegar Bæjarins besta innti hann eftir svörum inn að beini kom hins vegar í ljós að semog tónlistarsmíð. Þegar Bæjarins besta innti hann eftir svörum inn að beini kom hins vegar í ljós að semog tónlistarsmíð. Þegar Bæjarins besta innti hann eftir svörum inn að beini kom hins vegar í ljós að semog tónlistarsmíð. Þegar Bæjarins besta innti hann eftir svörum inn að beini kom hins vegar í ljós að sem

drengur ætlaði hann sér að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hann yrði stór.drengur ætlaði hann sér að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hann yrði stór.drengur ætlaði hann sér að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hann yrði stór.drengur ætlaði hann sér að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hann yrði stór.drengur ætlaði hann sér að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hann yrði stór.

Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?Ætli það hafi ekki verið sú stund sem Bakkusbankaði á dyr, svo ég sé nú alveg heiðarlegur.

Hvar langar þig helst að búa?Hvar langar þig helst að búa?Hvar langar þig helst að búa?Hvar langar þig helst að búa?Hvar langar þig helst að búa?Berlín er ofarlega í huga þessa dagana.

Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?Það er nú erfitt að svara þessu en ætli ég segi ekki að maður er

alltaf jafn ótrúlega hamingjusamur þegar Liverpool vinnur Man Utd.Mestu vonbrigði lífs þíns?Mestu vonbrigði lífs þíns?Mestu vonbrigði lífs þíns?Mestu vonbrigði lífs þíns?Mestu vonbrigði lífs þíns?

Klárlega að geta ekki kvatt föður minn við dánarbeðið. En viðhittumst um haustið þegar ég var á sjó útá Halanum og við þurftum

að koma til Ísafjarðar og taka olíu og þá áttum við góðar stundirsaman sem eru mér afskaplega kærar.

Mesta uppgötvunin í lífi þínu?Mesta uppgötvunin í lífi þínu?Mesta uppgötvunin í lífi þínu?Mesta uppgötvunin í lífi þínu?Mesta uppgötvunin í lífi þínu?Hvað það var ótrúlega gaman að spila á tónleikum, en ég ætlaði

aldrei að fara út í slíkt en var ýtt út í það af vinum og sé ekki eftirþví. Legg hér með inn umsókn að fá að spila fyrir ykkur á næsta

Aldrei fór ég suður, Múgí treysti á þig.:)Uppáhaldslagið?Uppáhaldslagið?Uppáhaldslagið?Uppáhaldslagið?Uppáhaldslagið?

Lost art of murder með Peter Doherty, þetta er Babyshambleslag en er hrikalega flott þegar hann tekur það einn á

kassann (youtube) og ég verð að segja líka að Flume meðBon Iver er líka í miklu uppáhaldi.

Uppáhaldskvikmyndin?Uppáhaldskvikmyndin?Uppáhaldskvikmyndin?Uppáhaldskvikmyndin?Uppáhaldskvikmyndin?Þarna er ég gjörsamlega áhugalaus og finnst þetta allt

saman vera frekar leiðinlegt en mér finnst gaman að horfaá myndir sem hafa eitthvað að segja, þær sem hafa sögulegt

gildi og sannsögulegar myndir.Uppáhaldsbókin?Uppáhaldsbókin?Uppáhaldsbókin?Uppáhaldsbókin?Uppáhaldsbókin?

Ég les ekki mikið og er fljótur að kasta bókinni ef hún grípurmig ekki en jafnframt klára ég hana í einum rykk ef hún grípur,

til þess að nefna einhverja þá ætla ég að segja Ilmurinn. Þaðer í lagi líka að uppljóstra því að ég er byrjaður sjálfur að skrifa

bók en meira get ég ekki sagt um málið að svo stöddu.Ógleymanlegasta ferðalagið?Ógleymanlegasta ferðalagið?Ógleymanlegasta ferðalagið?Ógleymanlegasta ferðalagið?Ógleymanlegasta ferðalagið?

Það var þegar ég fór til Ibiza hérna um árið meðtveimur skipsfélögum mínum, ekki orð um það meir.

Uppáhaldsborgin?Uppáhaldsborgin?Uppáhaldsborgin?Uppáhaldsborgin?Uppáhaldsborgin?Berlín er klárlega borgin sem allir ættu að tékka á.

Besta gjöfin?Besta gjöfin?Besta gjöfin?Besta gjöfin?Besta gjöfin?Hef fengið þær margar góðar í gegnum tíðina þar sem ég er algjör

dekurrófa, amma hefur verið dugleg að senda mér alls kyns dót semhún saumar sjálf en ég verð að segja að hettu lopapeysan sem

mamma vinkonu minnar sérsaumaði á mig er í miklu uppáhaldi.Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?

Það getur ekki verið að við séum ein í öllu þessu brjálæði.Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?

Gítarinn minn af gerðinni Taylor, ég myndihlaupa inn í brennandi hús á eftir honum.

Fyrsta starfið?Fyrsta starfið?Fyrsta starfið?Fyrsta starfið?Fyrsta starfið?

Fyrir utan bæjarvinnuna þá var það Bjarndís „þessi elska“sem tók mig að sér og svo var maður líka duglegur að

ná sér í aukapening hjá Magga í löndunum.Draumastarfið?Draumastarfið?Draumastarfið?Draumastarfið?Draumastarfið?

Tónlistarmaður og ljóðskáld.Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?

Fyrrnefnd Bjarndís var á sömu mynd og ég í bíó hérna um árið ogþegar við hittumst í hléi þá komst hún svo að orði að ég væri nú baraalveg eins og aðalleikarinn en þetta var myndin Legends of the fall

með Brad Pitt. Takk Bjarndís mín ég lifi ennþá á þessu.Fallegasti staðurinn á Íslandi?Fallegasti staðurinn á Íslandi?Fallegasti staðurinn á Íslandi?Fallegasti staðurinn á Íslandi?Fallegasti staðurinn á Íslandi?

Fyrir utan fjöllin mín þá verð ég að segja að þegar ég upplifði ífyrsta skipti að sjá Dimmuborgir þá varð ég agndofa en það var í

tunglsbirtu seint um sumar og sú stund er ógleymanleg.Svo er hafið einstaklega fallegt og aðlaðandi.

Skondnasta upplifun þín?Skondnasta upplifun þín?Skondnasta upplifun þín?Skondnasta upplifun þín?Skondnasta upplifun þín?ÚFF! þessi spurning gefur tilefni í heila bók.

Aðaláhugamálið?Aðaláhugamálið?Aðaláhugamálið?Aðaláhugamálið?Aðaláhugamálið?Semja lög og ljóð ásamt því að spila pool og snóker, félagi minn

missti titilinn um daginn þegar ég kom í heimsókn til Ísafjarðar oger ég því Vestfjarðameistari þangað til næst (varð að koma þessu að).

Besta vefsíðan að þínu mati?Besta vefsíðan að þínu mati?Besta vefsíðan að þínu mati?Besta vefsíðan að þínu mati?Besta vefsíðan að þínu mati?www.myspace.com/ljodatonn er ein af þeim bestu, hehe, en

annars er ég eins og svo margir algjör feisfíkill og hlustanær eingöngu á tónlist á youtube.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?Atvinnumaður í fótbolta.

Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?Ég er ansi líkur pabba mínum.

En helsti löstur?En helsti löstur?En helsti löstur?En helsti löstur?En helsti löstur?Ætli það sé ekki sama svar og síðast.

Besta farartækið?Besta farartækið?Besta farartækið?Besta farartækið?Besta farartækið?Það er gott að hjóla annars hefur yaris’inn

hennar múttu oft komið til bjargar.Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn?Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn?Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn?Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn?Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn?

Gamlársdagur auðvitað.Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?

Amma Lalla er klárlega „bestust“.Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?

Ég er afskaplega sáttur við nafnið mitt svofinnst mér líka fínt að vera kallaður Össi.

Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?Ég er algjör ugla en kyrrðin á morgnana er

alltaf að heilla mig meir og meir.Í hvaða stjörnumerki ertu?Í hvaða stjörnumerki ertu?Í hvaða stjörnumerki ertu?Í hvaða stjörnumerki ertu?Í hvaða stjörnumerki ertu?

Ég er steingeit og eldsnákur í kínversku stjörnuspekinni.Lífsmottóið þitt?Lífsmottóið þitt?Lífsmottóið þitt?Lífsmottóið þitt?Lífsmottóið þitt?

Stattu þína plikt og gerðu það sem þú vilt. Og svo er eitthérna gott á góðri ensku eftir mig svo ég best veit,Life is like Love: Love your Life and Live the Love.

Hækkagjaldskrár

Fasteignagjöld í Súðavík-urhreppi og gjöld samkvæmtalmennri gjaldskrá hrepps-ins munu hækka frá og með1. janúar 2010. Ómar MárJónsson, sveitarstjóri, segiralmennu gjaldskrána ekkihafa verið hækkaða síðastahaust vegna hrunsins en núhafi ekki verið hjá því komistað hækka hana í samræmivið vísitölu.

Varðandi fasteignagjöldinsegir Ómar að Súðavíkur-hreppur hafi ávallt verið meðeinna lægst fasteignagjöld ásvæðinu og að nú hafi veriðákveðið að hækka gjöldintil jafns við meðaltalið. Að-spurður hvað þetta þýði fyrirfasteignaeigendur segir hannað um sé að ræða 15-20 prós-enta raunhækkun.

Gamla selurskíðabrauðGamla bakaríið mun selja

Skíðabrauðið fyrir Framför- styrktarsjóð skíðamanna ámenningarhátíðinni Vetur-nóttum í Ísafjarðarbæ.

Brauðið verður til sölu frá5. nóvember -12.nóvember.Helmingur af ágóða brauðs-ins rennur í styrktarsjóðinnFramför. Sjóðurinn var stofn-aður á Ísafirði í mars í fyrraen markmiðið með sjóðnumer að styrkja ísfirskt skíða-fólk sem hyggst ná langt ííþróttagreininni.

Þegar fram líða stundir ermarkmiðið að sjóðurinn getiekki eingöngu stutt við ein-staklinga, heldur einnig ein-stök verkefni og félög innanÍsafjarðarbæjar. Langtíma-markmið sjóðsins er aðstyrkja fyrst ungviði skíða-íþróttarinnar og síðan hreyf-inguna alla eins og kostur er.

Almenn verðskrá Land-flutninga hefur verið endur-skoðuð í tengslum við stytt-ingu þjóðvegarins til norðan-verðra Vestfjarða. Munugjaldflokkar í tengslum viðflutninga til og frá Vestfjörð-um lækka um allt að 12%frá og með 1. nóvember.

„Landflutningar-Samskipvilja nota tækifærið og óskaVestfirðingum til hamingjumeð nýja veginn og óskaþeim jafnframt góðrar ferðarum Arnkötludalinn“.

Lækkaverðskrá

Page 5: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 55555

Page 6: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

66666 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009

Ritstjórnargrein

„Lærdómshrókar“

Útgefandi:H-prent ehf.,

kt. 600690-1169,Sólgötu 9, 400 Ísafjörður,

sími 456 4560, fax 456 4564

Ritstjóri:Sigurjón J. Sigurðsson,

sími 892 5362, [email protected]

Blaðamenn:Thelma Hjaltadóttir,

símar 456 4693 og 8498699, [email protected]

Friðrika Benónýsdóttir,símar 456 4560 og

697 8618, [email protected]

Ritstjóri netútgáfu bb.is:Sigurjón J. Sigurðsson

Ljósmyndari:Halldór Sveinbjörnsson, sími

894 6125, [email protected].

Ábyrgðarmenn:Sigurjón J. Sigurðsson

og Halldór SveinbjörnssonLausasöluverð er kr. 400

eintakið með vsk. Veittur erafsláttur til elli- og örorku-

lífeyrisþega. Einnig sé greittmeð greiðslukorti.

Önnur útgáfa:Ferðablaðið

Á ferð um Vestfirði. ·ISSN 1670 - 021X

HelgarveðriðHorfur á föstudag:Suðaustanátt með

rigningu en úrkomulaustNA-lands. Hiti 1-8 stig,

svalast NA-lands. Horfurá laugardag: Austlæg áttmeð vætu og hiti breytist

lítið. Horfur á sunnu-dag: Austlæg átt með

vætu og hiti breytist lítið.

SpurninginHefur þú veikstaf svínaflensu?Alls svöruðu 587.

Já sögðu 40 eða 7%Nei sögðu 547 eða 93%

Netspurningin er birt viku-lega á bb.is og þar geta

lesendur látið skoðun sínaí ljós. Niðurstöðurnar eru

síðan birtar hér.

Fjarskipti og hvers konar raf-ræn samskipti eru órjúfanlegur,sjálfsagður og eðlilegur þáttur ídaglegu lífi okkar. Þróun fjar-skipta hefur verið ótrúlega hröðá síðustu árum. Rétt rúmlegahundrað ár eru liðin síðan Íslandtengdist umheiminum með sæ-streng sem lagður var til Seyðis-fjarðar. Þá hófst uppbygging rit-og síðar talsímakerfis um landallt. Risastökk var tekið í fjar-skiptum almennings fyrir 15 ár-um þegar GSM kerfið var tekið ínotkun, en það, eins og flest önn-ur fjarskiptakerfi, reiðir sig á und-irliggjandi kerfi Mílu. Nú eruskráð GSM símanúmer á landinuum 370 þúsund, töluvert fleiri eníbúar landsins og það segir sittum hvað við erum háð nútímafjarskiptum. Það sem eitt sinnþóttu tæknileg undur þykja núsjálfsagðir og eðlilegir hlutir. Öllþau miklu fjarskipti, rafrænu

samskipti og sú fjölbreytta af-þreying, sem möguleikar tækn-innar veita okkur, kalla á um-fangsmikið, hraðvirkt og skil-virkt samskiptanet.

Páll Á Jónsson, framkvæmda-stjóri Mílu, segir að þetta kerfihafi verið í stöðugri uppbyggingusíðustu hundrað árin en það byggiá koparlínum sem ná inn á öllheimili, fyrirtæki og stofnanir ílandinu, og síðan ljósleiðurum íjörðu og örbylgjusambandi í lofti.„Við tókum við rekstri, viðhaldiog uppbyggingu fjarskiptanets-ins fyrir tveimur árum, en þóbyggir starfsemin á aldagömlumgrunni og starfsmönnum, sem ímörgum tilvikum búa að áratuga-reynslu í faginu. Þeir sjá fjar-skipta-, síma- og afþreyingarfyr-irtækjum fyrir aðstöðu og dreifi-leiðum um net ljósleiðara og kop-arstrengja sem tengja samanbyggðir landsins og landið við

umheiminn.“Míla hefur á undanförnum

misserum gert samstarfssamningvið fyrirtæki víða um land til aðsinna grunnþjónustu f.h. fyrir-tækisins í héruðum landsins.„Gott dæmi um jákvæða sam-vinnu við heimafólk er samstarfMílu og Snerpu á Ísafirði, enSnerpa var fyrsta fyrirtækið semMíla gerði samstarfssamning við.Síðan þá hafa starfsmenn Snerpumeðal annars séð um allar ný-lagnir, tengingar og viðgerðir áVestfjörðum. Starfsmenn Mílusinna eftir sem áður uppbygginguá fjarskiptanetinu sjálfu, viðhaldiþess og bilanagreiningum svoeitthvað sé nefnt. Með samstarfs-samningnum við Snerpu varð tilumfangsmikil þekking á fjar-skiptamálum á þeirra svæði ogþjónusta við kerfið varð bæðiöruggari og skilvirkari en áðurvar þar sem fleiri starfsmenn geta

nú sinnt nauðsynlegum verkefn-unum en áður,“ segir Páll.

Dæmi um samstarf Mílu ogSnerpu er nýleg lagning ljósleið-ara um Steingrímsfjarðarheiði,en í lok september lauk lagninguljósleiðara frá Hátungum á Stein-grímsfjarðarheiði og að Nauteyri,með viðkomu í tækjarými Míluað Kúlum, alls um 30 km leið.Þessi ljósleiðari leysir af hólmiörbylgjusambandið sem var áþessari leið og mun breytinginauka mjög öryggi í fjarskiptum áheiðinni. „Þetta mun hafa miklaþýðingu fyrir samband á svæð-inu, t.d. mun GSM sambandstyrkjast til muna auk þess semafkastageta um Nauteyri eykstvið lagningu ljósleiðarans, enNauteyri sinnir Djúpinu. Þetta ereinnig mikilvægur þáttur í aðklára ljósleiðarahringinn umVestfirði,“ segir Páll Á Jónsson,framkvæmdastjóri Mílu.

Lífæð samskipta á ÍslandiStarfsmenn Snerpu á Ísafirði vinna við ljósleiðarann við Mjóafjarðarbrú i Ísafjarðardjúpi.

Ertuorðin(n)

áskrifandi?Það er mun

ódýrara!

Síminn er456 4560

,,Hámenntaða virðum vér / vora lærdómshróka, / sem eru andlegígulker / ótal skólabóka.“ Varla kemur nokkrum til hugar að Skag-firðingurinn, Stefán Guðmundur Guðmundsson, sem síðar tók sérnafnið Stephan G. Stephansson og lengst af var kenndur viðKlettafjöll, væri með vísukorni þessu að gera lítið úr skólagöngu.Það sem skáldinu var ef til vill ljósara en mörgum öðrum var aðekki er allan lærdóm í bækur að sækja þótt margar geymi þær vís-dóm mikinn. Og skáldinu var áunnin reynsla, eitt það dýrmætastasem hverjum manni getur hlotnast.

Á óvissu- og erfiðleikatímum, mætti öllum vera ljóst að þjóðinþarf á samheldni að halda. Því miður blasir allt annað við. Engulíkara en að sundurlyndisfjandinn blási úr hverju horni. Skiljanlegreiði grasserar í þjóðarsálinni, en leysir ekki vandann. Aldraðurmaður orðaði það svo við blaðið að engu líkara væri en að potta-glamrið, fyrrum utan Alþingis við fótstall frelsishetjunnar, bergmál-aði nú í ræðustól þeirrar stofnunar sem þjóðinni er ætlað að berahvað mesta virðingu fyrir.

Á því rúma ári síðan efnahags holskeflan skall yfir hafa greinarótal fræðinga af öllum sortum, sumum hverjum menntuðum út umallar heimsins trissur, fyllt síður dagblaðanna mánuðum saman.Flest hefur þetta ágæta fólk sagst hafa tiltækar lausnir á vandanum;

hvað við ættum að gera og hvað ekki. Lesandinn er ekki í minnstavafa um fullvissu greinarhöfunda um að þeir hefðu það fram aðfæra, sem þjóðin þyrfti á að halda.

Síðast af öllu yrði BB til þess að andmæla tjáningarfresli. En þvíer orð á haft að þrátt fyrir að líkur bendi til þess að fjöldi þessarasérfræðinga hafi stuðst við lestur sömu bóka og numið fræðin ísömu skólum, ber nánast engum þeirra saman. Sitt segir hver ogeinn. Og allir segjast hafa rétt fyrir sér. Er nema von að venjulegtfólk viti ekki í hvorn fótinn það á að stíga?

Án allrar ábyrgðar flakkar hér með önnur vísa Klettafjallaskálds-ins, af sama meiði og hin fyrri: ,,En í skólum úti um lönd / er súmenntun boðin: / fátt er skeytt um hjarta og hönd, / hausinn út ertroðinn.“ Því miður verður það að segjast eins og er að eftir þvísem fleiri sérfræðingar tjá sig um lausnir á vanda þjóðarinnar,aukast líkurnar á að almenningur, eigi þess einan kost að kasta uppkrónu til að vita hverjum ber að trúa!

Reiðifullur almenningur ætlast til þess að ,,pottaglamrinu“ ísölum Alþingis linni. Látlausar skylmingar leysa ekki vandann.Þingheimur er áhöfnin sem kjósendur völdu til að stýra þjóðar-skútunni. Það vinnst enginn leikur nema liðið spili sem heild, sístaf öllu þegar við erfiðan andstæðing er að etja. s.h.

Page 7: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 77777

Þjónustudeild-inni ekki lokað

Vegna plássleysis á Fjórð-ungssjúkrahúsinu á Ísafirðiverður þjónustudeildinni áHlíf ekki lokað um áramótineinsog ráðgert hafði verið.Fimm eldri konur sem búa ádeildinni fá ekki pláss ásjúkrahúsinu og verður þvídeildin starfrækt áfram umsinn. Ástæðan er sú að með-an verið er að gera upp fæð-ingardeildina og í framhaldiaf því bráðadeildina á sjúkra-húsinu er ekkert pláss fyrirgömlu konurnar. Tilkynntvar á fundi með aðstandend-um kvennanna að af flutn-ingum yrði ekki fyrr en ífyrsta lagi í lok janúar.

Níu starfskonum á þjón-ustudeildinni var sagt uppþann 1. október. Þar af vorusjö með þriggja mánaða upp-sagnarfrest og eiga því aðláta af störfum um áramótin.Ekki hefur verið rætt við þærum endurráðningu.

Frá þessu er greint á ruv.is.– [email protected]

Leigufélag Vestfjarða vill komaað byggingu hjúkrunarheimilis

Leigufélag Vestfjarða skoðarnú að koma að byggingu hjúkrun-arheimilis á Ísafirði. „Með að-komu Leigufélags Vestfjarðaværi hægt að ráðast í verkefniðmjög fljótt þar sem lánsloforðfrá Íbúðalánasjóði liggur fyrir aðhluta af byggingarkostnaði“, seg-ir í bréfi sem félagið hefur sentbæjaryfirvöldum. „Það væri hægtað fara í hönnunarvinnu núna ívetur og byrja strax næsta vor áframkvæmdum og þeim gæti ver-ið lokið snemma árs 2012.“Leigufélagið vísar í frétt sem birt-ist um miðjan mánuð um upp-byggingu hjúkrunarrýma þar semÁrni Páll Árnason, félagsmála-ráðherra segir: „Ef við getumfundið leið til þess að gera þettanúna án þess að það leiði til auka-útgjalda fyrir ríkissjóð á þessumviðkvæmu tímum fram til 2010eigum við tvímælalaust að ráðastí þetta verkefni.“ Er þá miðaðvið að lögum um Framkvæmda-

sjóð aldraðra yrði breytt þannigað framkvæmdasjóðurinn greiðirekstrar- og leigukostnað þannigað aukinn rekstrarkostnaður falliekki á ríkissjóð fyrr en 2014.

Eins og fram hefur komið erfyrirhugað að 137 rými verðibyggð á landsbyggðinni á árun-um 2010 til 2012 og eins ogstaðan er í dag er ekki á áætlunað byggja hjúkrunarrými á Ísa-firði. „Það er með öllu óskiljan-legt með vísan til ákvörðunarfyrri ríkisstjórnar þar sem er gertráð fyrir að byggja 30 rými áVestfjörðum 2010. Í yfirlýsinguríkisstjórnar sem dagsett er 12.ágúst 2008 er talað um að end-urskoða í lok ársins 2009 þörffyrir hjúkrunarrými þar sem verðitekið tillit til breytingar á vistun-armati.“ segir í bréfi Leigufé-lagsins.

„Það er von okkar að allir legg-ist á eitt til að þetta geti orðið aðveruleika, þar sem allt bendir til

þess að aukið atvinnuleysi verðiá næstu mánuðum, að ráðast íþess háttar framkvæmdir kallará mikinn mannskap strax og talaekki um þau störf sem skapast tillengri tíma litið“, segir jafnframtí bréfinu.

Bæjarráð fagnaði erindi Leigu-félagsins er það tók það fyrir á

fundi í síðustu viku og fól bæjar-stjóra að ræða við bréfritara umþær hugmyndir er fram koma íbréfinu. Við það tilefni upplýstibæjarstjóri að fundað verði meðfélagsmálaráðherra þann 3. nóv-ember og jafnframt verður fundurmeð fulltrúum Heilbrigðisstofn-unar Vestfjarða á næstu dögum.

Dvalarheimilið Hlíf á Ísafirði.

Page 8: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

88888 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009

Hinn rétti andi kem-ur með skötunni– séra Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði,í spjalli á léttum nótum í bland við aðra þyngri tóna

Tilfinningar margra sóknar-barna séra Magnúsar Erlingsson-ar á Ísafirði voru blendnar meðanþess var beðið hver hlyti embættisóknarprests við Kópavogskirkjunúna í haust. Annars vegar þóttimörgum afar slæmt til þess aðhugsa að missa í burtu góðan ogvinsælan prest, rótgróinn í samfé-laginu á Ísafirði eftir átján árastarf. Jafnframt gátu vinir hansvel unnað honum þess að skiptaum vettvang úr því að hugur hansstóð til þess.

Raunar var hann sjálfur í mikl-um vafa eins og fram kemur hérá eftir og sótti ekki um fyrr en ásíðustu stundu. Og kannski varhann bara heppinn að fá ekkibrauðið í Kópavogi.

Í samtalinu við séra Magnúshér á eftir er víða komið við ogléttir strengir slegnir í bland viðaðra með þyngri hljómi. Tíminná Ísafirði hefur liðið hratt þó aðárin séu orðin nokkuð mörg.

„Já, ég kom hingað fyrir átjánárum. Ég hafði unnið á Biskups-stofu sem æskulýðsfulltrúi ogfræðslufulltrúi í fimm ár en síðanákváðum við Kristín kona mínað fara hingað á Ísafjörð. Þegarvið komum var engin kirkja tilstaðar. Hún var stórskemmd eftirbruna og deilur um kirkjumálinhöfðu staðið hér á Ísafirði í nokk-urn tíma. Maður setti sér einfald-lega það markmið að vera hérprestur og sjá hvort þessi málmyndu nú ekki leysast með tím-anum og hér kæmi kirkja og héryrði líka hægt að byggja uppöflugt safnaðarstarf.

Svo liðu árin eitt af öðru ogþetta hefur verið afskaplega góð-ur tími þótt vissulega hafi líkakomið erfið ár inn á milli, einsog þegar snjóflóð og fleira hendalítil samfélög. En ef manni líðuryfirleitt vel, þá líður tíminn hratt.“

Gekk um gólfGekk um gólfGekk um gólfGekk um gólfGekk um gólfeins og Hamleteins og Hamleteins og Hamleteins og Hamleteins og Hamlet

„Allt í einu eru átján ár liðinog ég er orðinn fimmtugur. Þáfór ég að velta þessu fyrir mér,sem oft er búið að nefna við mig

á þessum tíma, hvort ég ætti ekkiað breyta til. Í sumar hugleiddiég það hvort ég ætti að breyta tileða ekki. Ég var eins og Hamletí leikritinu, gekk um gólf og spurðisjálfan mig: Á ég eða á ég ekki?

Enginn veit hvað átt hefur fyrren misst hefur. Ég vissi svo semhvað ég hafði það gott hér á Ísa-firði og ekki væri víst að ég hefðiþað eins gott á öðrum stað. Þegarkorter var eftir af umsóknarfrestiákvað ég að láta slag standa ogprófa að sækja um embætti íKópavogskirkju. En svo má segjaað kannski hafi ég bara veriðheppinn. Ég hlaut ekki það semég sótti um og þannig get égeinfaldlega haldið áfram að verahér í góðum málum.“

– Og líklega eru flestir fegnirþví fyrir sína eigin hönd hér fyrirvestan.

Séra Magnús hlær. „Ég fannþað nú að fólk var ánægt að hafamig áfram. Það skil ég auðvitaðvel, því að fólk venst því að hafaprestinn sinn. Maður verður einskonar fastur punktur í tilverunni.En auðvitað hefur maður gott aftilbreytingu og söfnuðurinn hefurán efa líka gott af því að fá til-breytingu. Allt hefur þetta nú ver-ið rannsakað og sagt er í þeimfræðum, að menn fái oft vissanleiða eftir sjö ár eða þar um bil.“

Bestu tíu árinBestu tíu árinBestu tíu árinBestu tíu árinBestu tíu árinframundan?framundan?framundan?framundan?framundan?

„Fyrstu árin fara í það að kynn-ast nýju starfi. Þetta eru reyndarsömu fræðin og um það þegar þúkynnist maka. Að ákveðnumtíma liðnum kemur kannski tíma-bil þar sem þú ferð aðeins aðvelta fyrir þér hvort hugsanlegasé rétt að breyta til. Ef mennhalda hins vegar áfram í starfifram yfir það, þá eykst fagmenn-skan og þá eiga menn að getaskilað betra verki. En svo komaeinhver efri mörk þar sem vaninnfer að taka yfir og maður hættirað vaxa í starfi.

Ég hygg að þessi efri mörk séunokkuð mismunandi eftir ein-staklingum. Prestur nokkur sem

ég var eitt sinn í starfsþjálfun hjásagði að bestu ár hans í prestsskaphefðu verið milli fimmtugs ogsextugs. Þá hefði hann ennþá haftfulla starfsorku og jafnframt nægareynslu. Eigum við ekki bara aðsegja að núna séu mín bestu tíuár að hefjast!“

Eftirminnileg atvikEftirminnileg atvikEftirminnileg atvikEftirminnileg atvikEftirminnileg atvik

– Þú hefur haldið guðsþjón-ustur víða í sóknum hér vestraog líka undir beru lofti, meðalannars í sól og blíðu uppi á skíða-svæði Ísfirðinga. Hvað er þéreinna eftirminnilegast í starfinuhér öll þessi ár?

„Það er nú margt sem er eftir-minnilegt, bæði jákvæðir við-burðir og líka neikvæðir. Þaðeru svo margar athafnir semkoma upp í hugann. Sumar útfarireru mjög lifandi í minningunni,stundum vegna þess hvað þærvoru erfiðar, stundum af því aðþað komu upp undarleg atvik.Ég hef til dæmis verið við kistu-lagningu þar sem viðstaddur mað-ur fékk hjartastopp og ég þurftiað blása í hann lífi meðan konahnoðaði hann. Ég man líka veleftir útför þar sem kirkjugesturfékk aðsvif og var fluttur út íkörfu. Eitt sinn þegar maður varað koma til guðsþjónustu hjá mérrann hann í tröppunum. Hannflaug á höfuðið og lenti með því-líkum hávaða á gólfinu að éghélt að hann myndi hálsbrotna.Vissulega eru ýmis óvenjuleg at-vik sem sitja í minningunni.

Svo eru stórar athafnir eins ogþegar Ísafjarðarkirkja var vígð.Þetta var mjög mikil athöfn ogkirkjan var sneisafull af fólki,langt yfir fimm hundruð mannssem einhvern veginn náðu aðtroða sér hér inn í kirkjuna ogsafnaðarheimilið. Eins gnæfa íhuganum minningarathafnir ííþróttahúsinu á Torfnesi eftirsnjóflóðin miklu.“

Að kynnastAð kynnastAð kynnastAð kynnastAð kynnastöllu litrófinuöllu litrófinuöllu litrófinuöllu litrófinuöllu litrófinu

„En ef ég ætti að nefna ánægju-

legustu atburðina, þá væru þaðoft litlar guðsþjónustur sem jafn-vel eru haldnar í sveitakirkjumeða úti í náttúrunni. Eitt sinnmessaði ég uppi í Naustahvilft íyndislega fallegu og góðu veðri.Þá bar ég dóttur mína á bakinuupp í hvilftina og einhverjir bárulítið rafmagns-ferðaorgel.

Mér verður hugsað til ferðannasem ég hef farið hér norður yfirtil að messa, svo sem í Aðalvík.Að ég tali nú ekki um þegar éghef farið í Furufjörð og messað íbænhúsinu þar. Þetta hafa veriðævintýraferðir. Þá hef ég fengiðtilfinningu fyrir sögunni, þegarprestar í gamla daga voru að siglahér yfir Djúpið og vaða ár til aðkomast til messugerðar.

Þetta er eitt af því sem mérfinnst svo frábært við þetta svæði,að maður kynnist öllu litrófinu,allt frá því að vera nánast eins ogprestur í stórborgarkirkju hér áÍsafirði, enda er kirkjan að stærðsvipuð kirkjunum í Reykjavíkog söfnuðurinn er álíka stór ogsumir af smærri söfnuðunum á

höfuðborgarsvæðinu. Á hinnbóginn eru svo eyðibyggðir ogfjarlægir staðir þar sem er pínku-lítil kirkja og fólk kemur saman.Þær athafnir sitja einhvern veg-inn í minningunni sem afskap-lega jákvæð og skemmtileg upp-lifun.“

Klarinett í UnaðsdalKlarinett í UnaðsdalKlarinett í UnaðsdalKlarinett í UnaðsdalKlarinett í Unaðsdal

„Ég er svo heppinn að þjónaeinni svona kirkju sem er í mínuprestakalli. Það er kirkjan í Un-aðsdal á Snæfjallaströnd. Þarmessa ég alltaf einu sinni á ári.Þetta eru nú 225 kílómetrar aðaka hvora leið þannig að ég erfljótari ef ég fer bara með bátbeint inn Djúpið eins og ég gerðitil dæmis með trillu núna í sumar.Ég frétti af mönnum sem ætluðuað notfæra sér leyfið til strand-veiða og þeir skutluðu mér ímessu. Síðan fóru þeir eitthvaðtil að kasta sínum færum og sóttumig aftur þegar ég var búinn aðmessa.

Þetta hafa verið afskaplega

Page 9: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 99999

em-

góðar guðsþjónustur. Stundumhefur organisti verið í för meðmér og stundum ekki. Eitt sinnþegar ég messaði í Unaðsdals-kirkju var þar stúlka með klarinettog þá var tónlistin leikin á þaðhljóðfæri. Það gekk alveg ótrú-lega vel að syngja sálmana viðklarinettundirleik. Það er ýmis-legt hægt að gera og upplifuniner oft ekkert síðri þó að kirkjansé ekki stór og ekki endilega svomargt fólk viðstatt.“

Þar sem allir þekkjastÞar sem allir þekkjastÞar sem allir þekkjastÞar sem allir þekkjastÞar sem allir þekkjast

– Þó að þú sért sóknarprestur íhöfuðstað Vestfjarða, þá ertu íaðra röndina sveitaprestur.

„Já, ég er í aðra röndina sveita-prestur. Kannski er það þessvegna sem ég kann svo vel viðmig hérna fyrir vestan. Ég finnmig vel þar sem mannfjöldinn erekki of mikill. Hér þekkjast allirog maður getur alltaf skotið sérinn, hvort sem það er í heimahúsieða á vinnustað, drukkið kaffimeð fólki og heyrt sögur og allir

spjalla við mann sem sinn jafn-ingja.

Hér getur maður verið svo af-slappaður og verið maður sjálfur.Það er einn kosturinn við að veraprestur í svona sjávarplássi einsog hér.“

Tengslin við DjúpiðTengslin við DjúpiðTengslin við DjúpiðTengslin við DjúpiðTengslin við Djúpið– Þegar þú ferð með báti til

messugerðar í Unaðsdal, þá ferðuþar framhjá sem þínir ættmennvoru með útræði á sínum tíma.

„Já, Hermann Hermannssonafi minn bjó á Svalbarði við Ög-urvík í Ísafjarðardjúpi ásamtömmu minni, Salóme RannveiguGunnarsdóttur. Þau áttu ellefubörn. Afi var með bát og reri tilfiskjar og á þessu lifði fjölskyld-an. Reyndar annaðist hann þaðoft að ferja lækni sem var búsetturí Ögri á þeim tíma.

Mér finnst notalegt að komaþarna við. Oft þegar ég fer akandiþessa leið stoppa ég þarna oggeng um grundirnar þar semhúsið þeirra ömmu og afa stóð.Þarna í Ögri er kirkjan þar sem

móðir mín fermdist. Líka ergaman að koma inn í samkomu-húsið í Ögri og skoða myndir fráþessum tíma. Þar er meðal annarsmynd af móður minni og systurhennar þar sem þær eru að rennasér á sleða, tekin af barnaskóla-kennaranum sem var þá í Ögri.Mér finnst heillandi að koma áþessar slóðir.

Reyndar hugsa ég líka umþennan stað þegar ég kem flug-leiðis til Ísafjarðar og vélin byrjarað hristast í Djúpinu. Þá hugsaég alltaf: Núna er Djúpið að fagnamér með því að lyfta aðeins undirflugvélina. Kannski hugsa ég líkasvona til að gera þessa upplifunað hristast í Djúpinu dálítið nota-legri!

Mér finnst mjög skemmtilegtað sigla um Djúpið. Fyrir nokkr-um árum átti ég skútu og þá gatég nú sjálfur siglt um Djúpið.Þetta er yndislegt svæði að faraum, hvort sem maður rennir fyrirfisk eða bara nýtur þess að siglaum og virða fyrir sér fjöllin ogallt umhverfið.“

Viðtal eins ogViðtal eins ogViðtal eins ogViðtal eins ogViðtal eins ogskriftastóllskriftastóllskriftastóllskriftastóllskriftastóll

– Hvað fæstu annars helst viðí tómstundum þessi árin?

„Ég geri nú ýmislegt. Ég lesbækur og hlusta á tónlist. Líkanýt ég þess að elda mat. Þetta eruaðaláhugamálin.

Hér gæti ég skotið því inn, aðþegar fólk fer í svona viðtöl, þáer eins og það sé komið í einskonar skriftastól og fer að játaeitt og annað. Það er eins ogfjölmiðlarnir hafi að vissu markikomið í staðinn fyrir skriftastól-inn í kaþólskri tíð. Þetta sést líkaiðulega í ævisögum fólks á miðj-um aldri. Oft eru það eins konarjátningarit.

Svo að ég játi nú dálítið sjálfurvið þetta tækifæri, þá er ég afturbyrjaður að spila hér fótbolta meðsóknarbörnunum þó að læknirinnsegi að strangt til tekið eigi ég núekki að gera mikið af því. Í þess-um hópi eru menn komnir afléttasta skeiði.“

Feita félagiðFeita félagiðFeita félagiðFeita félagiðFeita félagiðSéra Magnús segir aðspurður

að formaður þessa félagsskapar,sem ber nafnið Feita félagið, séPáll Hólm, maður sem fyrirmörgum áratugum fór til Kúbuað hjálpa Castró að tína þar eitt-hvað á ökrunum. Meðal annarrafélagsmanna má nefna SigurðPétursson, sagnfræðing og bæjar-fulltrúa, Jóhann Ólafson, semframleiðir ís fyrir bátana, Jón Sig-urpálsson, myndlistarmann ogforstöðumann Byggðasafns Vest-fjarða, auk ýmissa fleiri góðramanna.

– Ekki virðist sem allir séuþessir menn feitir, þrátt fyrirnafnið á félagsskapnum.

„Nei, reyndar ekki, en við erumallir dálítið þungir á okkur. Þeirsem ekki eru feitir eru svolítiðstirðir og þungir á sér. Við vorumað spila úti eitt sumarið, ég varsvo ánægður með mig og það lakaf mér svitinn. Ég var að sækjaboltann og þá eru þar tveir sexára strákar að fylgjast með okkur.

Page 10: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

1010101010 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009

Þá heyri ég að annar segir viðhinn: Iss, þessir eru nú ekki góðir.En við höfum mikið gaman afþessu þó að eitthvað af snerpunnisé horfið úr manni.“

Bækur og súkkulaðiBækur og súkkulaðiBækur og súkkulaðiBækur og súkkulaðiBækur og súkkulaðií svínaflensunnií svínaflensunnií svínaflensunnií svínaflensunnií svínaflensunni

„Ég hef líka mjög gaman afþví að vera bara heima og lesabækur og hlusta á tónlist. Að égtali nú ekki um að elda mat, einsog ég nefndi, sem er mikil ástríðahjá mér. Núna bíð ég eftir því aðfá þessa svínaflensu og þessvegna er ég búinn að birgja migupp af bókum.

Þegar ég fæ fyrstu einkenninætla ég að kaupa hausverkjatöflurog kók og mikið af súkkulaði ogbíða spenntur eftir því að verðaveikur. Maður liggur víst hund-veikur fyrstu sólarhringana ensvo á maður bara að liggja inninæstu tíu dagana til að jafna sig.

Ég sé sjálfan mig í hillingumtíu daga í rúminu að lesa bækur,hlusta á útvarp og fá mér kók ogsúkkulaði. Þannig gæti bónusinnverið þegar maður fær þessa ill-ræmdu flensu.“

Hinn rétti andiHinn rétti andiHinn rétti andiHinn rétti andiHinn rétti andikemur með skötunnikemur með skötunnikemur með skötunnikemur með skötunnikemur með skötunni

– Úr því að minnst er á matar-gerð: Tekur þú eitthvað til hend-inni eða hjálparðu til í skötuveisl-unum frægu hjá Halldóri Her-mannssyni móðurbróður þínumhér á Ísafirði?

„Nei, en mér er alltaf boðiðþangað á Þorláksmessu. Þá fer íhádeginu til Halldórs frændamíns og borða skötu. Þegar ég erbúinn að því fer ég á skrifstofunamína og sem jólaræðuna. Þá erég kominn með hinn rétta anda.“

– Áttu einhverjar sérgreinar ímatargerð?

„Já, ég sé til dæmis alltaf umpítsubakstur heima. Líka elda égoft ýmsa sérrétti eins og úr franskaeldhúsinu svokallaða. Ég hefgaman af dálítið flókinni matar-gerð. Þetta tekst nú samt ekkialltaf því að ég er ekki í nógugóðri æfingu. Ég hef ekki nógugóðan tíma til að einbeita mér aðþessu. En mér finnst skemmtilegtað lesa kokkabækur og prófa eitt-hvað nýtt.“

FjölskyldaFjölskyldaFjölskyldaFjölskyldaFjölskylda

Eiginkona séra Magnúsar erKristín Torfadóttir. „Hún lærðinýlega að verða útstillingahönn-uður“, segir hann, „en svo er þessikreppa skollin á þannig að kann-ski er ekki um auðugan garð aðgresja í þeirri grein alveg á næst-unni.“

Kristín og Magnús eiga tværdætur, Dórótheu og Sigríði Erlu.Dóróthea er í sjöunda bekkGrunnskólans á Ísafirði en Sig-ríður Erla er í þriðja bekk. Báðareru líka í tónlistarnámi á Ísafirði.

Önnur er í ballett en hin í blaki.Mjög aktífar stúlkur báðar tvær,að sögn föður þeirra.

Menn læra sjaldanMenn læra sjaldanMenn læra sjaldanMenn læra sjaldanMenn læra sjaldanaf eigin mistökumaf eigin mistökumaf eigin mistökumaf eigin mistökumaf eigin mistökum

– Fyrir mörgum árum komfram í viðtali hér í Bæjarins bestaað þú hefðir verið vinstrisinnaðurá ungum aldri ...

„Ég tek eftir því að ég er alltafað færast til í pólitíkinni. Senni-lega voru einhver hægri viðhorfí mér þegar ég var barn. Þegar égkom í menntaskóla færðist éghins vegar mjög til vinstri. Mennvoru mjög róttækir í mennta-skóla. Síðan urðu þessir róttækuskólafélagar mínir máttarstólpará Morgunblaðinu og allt það,mjög borgaralega sinnaðir þegarþeir voru komnir á fullorðinsár.

Nú virðist það hins vegar ein-hvern veginn hafa gerst eftirbankahrunið, að allmargir hafisveiflast töluvert til vinstri. Mað-ur verður undrandi að sjá veröld-ina hrynja með þessum hætti. Þárifjast upp fyrir mér orð BjörnsTeitssonar, sem var skólameistariMenntaskólans á Ísafirði og lengiformaður sóknarnefndar meðanhann átti heima hér. Björn sagðiþessi ágætu orð: Menn læra sjald-an af eigin mistökum og nánastaldrei af mistökum annarra.

Maður sér þetta núna í þessariefnahagskreppu þegar hún erborin saman við kreppuna mikluá fyrri tíð. Þó að þetta sé ekki aðöllu leyti sambærilegt, þá sérmaður sömu brestina. Menn vorukomnir algerlega úr tengslum viðþað sem var að gerast í fyrirtækj-unum sjálfum, horfðu bara á ein-hver verðbréf og hlutabréf semvoru hætt að vera tenging við hinraunverulegu verðmæti. Þessibréf voru allt of hátt skráð ogeinn daginn hrundi þessi spila-borg rétt eins og gerðist í krepp-unni miklu. Það var ekki til inni-stæða fyrir bréfunum heldur varþetta var bara loft.“

Dæmi um hrokaDæmi um hrokaDæmi um hrokaDæmi um hrokaDæmi um hroka

„Þetta er dæmi um hrokamannsins, sem á grísku nefnisthybris og var að mati Grikkjannahöfuðsynd. Einhvern veginnvirðast menn hafa orðið svo upp-teknir af þessu hér á Íslandi ínútímanum, menn ætluðu sér aðvera svo stórir. Hér átti að verahelsta fjármálamiðstöð á norður-hveli jarðar þó að við séum marg-falt færri en íbúar Manchester.Að við berum okkur nú ekki sam-an við London!

Eiginlega er þetta dæmisagaum það hvað menn geta orðiðhrokafullir. Úr Biblíunni gætumvið tekið söguna um Babelsturn-inn. Menn ætluðu sér að byggjaturn sem næði allt til himins.Auðvitað hrundi hann að lokum.

Já, þetta eru athyglisverðirtímar sem við lifum. Ég hef nú

fjallið. Í Ölpunum eru fjöllin svostór að manni finnst við heim-komuna að fjöllin hér fyrir vestanséu bara lítil og vinaleg.

Já, þarna var ég á gangi og sáfallega steinkirkju sem ég fórinn í og hreifst af. Hún var prýddsvo mörgum listaverkum að mérfannst það alveg ótrúlegt. Þettavar úti í sveit en þarna voru verkbæði eftir Matisse og Chagall.“

Játning varðandiJátning varðandiJátning varðandiJátning varðandiJátning varðandiskriftastólskriftastólskriftastólskriftastólskriftastól

„Svo sé ég að þarna er skrifta-stóll. Auðvitað veit ég að maðurá ekki að gera það sem ég gerði,en af því að þetta er nú viðtal ogþá á maður að játa, þá játa ég hérog nú að ég kíkti inn í skriftastól-inn af tómri forvitni.

Fyrst dró ég frá tjaldið öðrummegin þar sem ég sá að fólk áttiað ganga inn í hann og þar sá égað plássið var notað fyrir ryksug-una og ræstingavagninn og alltþað. Þetta var í rauninni notaðsem ræstingakompa. Þá varð égekki síður forvitinn að sjá hvaðværi þeim megin sem presturinná að vera þannig að ég leit þarinn líka. Þar var þá orfið og öllverkfærin til þess að snyrta garð-inn kringum kirkjuna.

Ég veit hreinlega ekki hvortfólk þarna í Ölpunum er hætt aðjáta syndir sínar. Kannski erueinfaldlega ekki drýgðar neinarsyndir í Ölpunum lengur, ég veitþað ekki. Nema þá að þeir beriræstidótið og garðverkfærin útþegar einhver þarf að skrifta.“

Að þora að viður-Að þora að viður-Að þora að viður-Að þora að viður-Að þora að viður-kenna mistökkenna mistökkenna mistökkenna mistökkenna mistök

„Samt held ég nú að það séhverjum manni hollt og nauðsyn-legt að játa að minnsta kosti fyrirsjálfum sér og Guði þegar eitt-hvað fer úrskeiðis. Eina leiðin tilað geta bætt sig og lagað þaðsem aflaga hefur farið er að þoraað viðurkenna það fyrir sjálfumsér og almættinu. Eða fyrir vinumsínum.

Jafnframt er ég þeirrar skoðun-ar að íslenska kirkjan þurfi líkastundum að játa mistök. Stundumer kirkjan gagnrýnd. Hún þarf aðþora að horfast í augu við sjálfasig og viðurkenna mistök. Afþví verður hún sterkari.

Þegar maður les bæði GamlaTestamentið og Nýja Testament-ið blasa við svo margar frásagniraf breyskleika manna. Davíðkonungur var breyskur, hann tókkonu annars manns. Pétur afneit-aði Jesú. Báðir þessir menn gerðumistök en þeir þorðu að kannastvið mistök sín og iðruðust þeirra.Þeir grétu sín mistök og urðumenn að meiri.

Þannig þarf kirkjan að vera.Hún þarf að vera sönn, hún þarfað þora að horfast í augu við þaðþegar mistök eru gerð og beragæfu til að vinna sig út úr þeim.“

– Hlynur Þór Magnússon.

gert talsvert af því síðustu tólfmánuði að fylgjast með fréttumog hlusta á minn gamla skóla-bróður Egil Helgason í Silfrinu.Núna er ég aftur á móti farinn aðþreytast dálítið á þessari pólitískuumræðu. Mér finnst hún orðinheldur staglkennd.“

Að vinna afturAð vinna afturAð vinna afturAð vinna afturAð vinna afturtiltrú fólkstiltrú fólkstiltrú fólkstiltrú fólkstiltrú fólks

„Stjórnmálamenn og líka marg-ar stofnanir hafa glatað tiltrú al-mennings. Stjórnmálamenn, Al-þingi, ríkisstjórn, bankar ogstofnanir, og kannski kirkjan líka,því að hún er talin með þessumstofnunum, þurfa að vinna afturtiltrú fólks.

Á hverju ári er gerð könnun átrausti fólks til ýmissa stofnana.Þegar niðurstöður voru birtar áliðnu vori kom í ljós að flestarstofnanir höfðu tapað traustinema einna helst lögreglan.

Það er athyglisvert að lögregl-an, sem mikið mæddi á þegarbúsáhaldabyltingin reið yfir,virðist njóta verulegs traustsmeðal almennings. Það hlýturbara að vera af því að hún sé aðvinna gott starf.“

SveitakirkjanSveitakirkjanSveitakirkjanSveitakirkjanSveitakirkjaní Ölpunumí Ölpunumí Ölpunumí Ölpunumí Ölpunum

Núna undir lokin víkur talinuaftur að skriftastólnum. Áðurkom fram að sjálfsævisögur ogviðtöl í fjölmiðlum minntu stund-um á skriftastól.

„Fyrir nokkrum árum kom égí kirkju í Sviss. Þá vorum viðKristín að ganga þar á fjöll. Þaðer mjög skemmtilegt, ekki sístvegna þess að uppi á fjallsbrúner kannski opið veitingahús semselur heitt súkkulaði og jafnvelhægt að fá það íblandað ef maðurer orðinn mjög þreyttur. Þá ermaður mýkri á göngunni ofan

Page 11: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 1111111111

Biðlisti er á leikskólanum Glað-heimar í Bolungarvík þrátt fyrirað skólinn hafi verið stækkaðurá síðasta ári. „Ákveðið var aðstækka skólann til þess að getatekið inn ársgömul börn til aðlosa listann en það hefur ekkigengið eins og ætlað var“, segirRagnheiður Ragnarsdóttir leik-skólastjóri. Leikskólinn getur núvistað 52 börn í stað 46.

Rétt undir tíu börn eru á biðlista

og eru nokkur þeirra undir ársaldri og eins hefur fjölgun íbúa íBolungarvík á síðasta ári sett strikí reikninginn. „Það komu nokkurný börn í haust sem komust ekkiað þar sem við röðum inn í skól-ann í vor“, segir Ragnheiður. Þávoru Bolvíkingar ansi frjósamirá síðasta ári og má því búast viðþví að biðlistanum verði ekkiútrýmt um sinn.

[email protected]

Íbúafjölgun veldurbiðlista á leikskóla

Bolvíkingum hefur fjölgað um 56 fráoktóber í fyrra og þar til í haust.

Ríkisendurskoðun leggur til aðskipaður verði tilsjónarmaðurmeð rekstri Menntaskólans á Ísa-firði þar sem skólinn muni ekkigeta greitt upp 25 milljóna upp-safnaðan halla á árinu, heldur sésennilegt að hann muni aukastog skýringar menntamálaráðu-neytisins á ástandinu réttlæti ekkinúverandi stöðu. Þetta kemurfram í. skýrslu Ríkisendurskoð-unar til Alþingis um framkvæmdfjárlaga fyrstu sjö mánuði ársins.Í skýrslunni segir: „Í rekstrar-áætlun ársins 2009 var gert ráðfyrir að skólinn myndi greiðaupp töluverðan hluta uppsafnaðshalla, sem nam 25 m.kr. í árslok2008. Nú þykir ljóst að ekki tekst

að vinna á hallanum á árinu held-ur mun hann sennilega aukastnokkuð. Skýringar menntamála-ráðuneytisins á uppsöfnuðumhalla skólans réttlæta ekki nú-verandi stöðu og er það mat Rík-isendurskoðunar að tímabært séað tilsjónarmaður verði skipaðurmeð rekstri skólans.“

Seinna í skýrslunni er gerðnánari grein fyrir hugmyndumRíkisendurskoðunar um hlutverktilsjónarmanna og hvenær eigivið að skipa þá: „Á undanförnumárum hefur Ríkisendurskoðunítrekað bent ráðuneytum á þannmöguleika að áminna forstöðu-menn sem ekki virða fjárheim-ildir. Þessu úrræði er afar sjaldan

beitt. Í staðinn hafa sum ráðu-neyti gripið til þess ráðs að skipatilsjónarmenn með rekstri þeirrastofnana sem eru í verulegumrekstrarvanda.

Þetta úrræði er að mörgu leytiskynsamlegt að mati Ríkisendur-skoðunar en þó er hvergi fjallaðum þýðingu þess í lögum eðareglum, um hlutverk tilsjónar-manna eða önnur tengd atriði.Úr þessu þarf að bæta. Ríkisend-urskoðun leggur því til að settarverði reglur um hvenær beri aðskipa tilsjónarmann, hver sé

ábyrgð hans, hlutverk og staðagagnvart skipuðum forstöðu-manni.

Ríkisendurskoðun telur aðskipun tilsjónarmanns eigi aðvera ígildi fyrstu áminningarsamkvæmt lögum um réttindi ogskyldur starfsmanna ríkisins ogreglugerð um framkvæmd fjár-laga. Skipa ætti tilsjónarmann þeg-ar stofnun hefur farið verulegafram úr fjárheimildum. Tilsjónar-maður verði aðeins skipaður tilskamms tíma til að greina rekstr-arvanda, gera áætlun sem rúmast

innan fjárheimilda og leggja matá getu forstöðumanns og annarrasem koma að fjármálastjórn tilað framkvæma hana. Prókúraverði jafnvel tekin af forstöðu-manni á skipunartíma tilsjónar-manns en að honum loknumverði forstöðumanni boðið aðtaka aftur við rekstrinum á grund-velli samþykktrar áætlunar. Uppfrá því beri forstöðumaðurinnábyrgð á framgangi áætlunarinn-ar og sé rekstur ekki innan fjár-heimilda í lok árs verði honumsjálfkrafa vikið úr starfi.“

Tímabært að skipa tilsjónarmannmeð rekstri Menntaskólans á Ísafirði

Ríkisendurskoðun leggur til að skipaður verði tilsjónarmaður með rekstri Menntaskólans á Ísafirði.

Page 12: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

1212121212 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009

Níð barna og dýra

Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnumhafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins.

Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.

Stakkur skrifar

smáarÓskum eftir húsi eða stórriíbúð, helst á eyrinni á Ísafirðitil leigu frá 1. apríl, 1.maí eða1. júní 2010. Skipti á íbúð íHafnarfirði möguleg. Uppl. ísíma 867 6657 eða á [email protected].

Til sölu er Hyundai Accentárg. 2000, ekinn 112 þús. km.Skoðaður 2010. Verð kr. 260þús. Uppl. í síma 659 5645( Ath! eingöngu töluð enska).

Til sölu er vandaður, blár,hornsófi. Verð kr. 45 þúsund.Uppl. í síma 848 2097.

Til sölu er lítið notuð Jensenrúmdýna. Lítur mjög vel út.Stærð: 180x200. Selst mjögódýrt. Uppl. í síma 844 1312.

Hlutavelta verður haldin ííþróttahúsinu á Flateyri, sunnu-daginn 8. nóvember kl. 15.Kvenfélagið Brynja!

Eldri borgarar! Bingó verðurí Safnaðarheimilinu á Ísafirðiþriðjudaginn 10. nóvemberkl. 14:00.

Kvenfélagið Hlíf heldur sínaárlegu hlutaveltu í anddyriGrunnskólans á Ísafirði, sunnu-daginn 8. nóvember kl. 14.Gengið er inn hjá leiksvæðinuvið Brunngötu. Góðir vinning-ar í boði.

Til sölu er grár Toyota Land-cruiser árg. 2007, ekinn 44þús. km. Dráttarkrókur oghúddhlíd. Ný yfirfarinn af Toy-otaumboðinu. Uppl. gefurRagnar í síma 892 7199.

Hugmyndir eru uppi um aðsett verði upp upplýsingaskilti íVatnsnesi í Bolungarvík meðtexta Völuspár og upplýsingumum landnámskonuna ÞuríðiSundafylli og Völustein sonhennar. Á fundi bæjarráðs varlögð fram tillaga þess efnis fráJónasi Guðmundssyni, sýslu-manni í Bolungarvík. Tók bæjar-ráð jákvætt í erindið og hefurfalið bæjarstjóra að vinna aðframgangi hugmyndarinnar ísamráði við Jónas.

Þuríður sundafyllir og Völu-Steinn komu af Hálogalandi íNoregi og festu byggð í Bolung-arvík. Bjuggu þau í Vatnsnesi.Um nafngift Þuríðar segir í Land-námabók: „Hún var því kölluðsundafyllir, að hún seiddi til þessí hallæri á Hálogalandi, að hvertsund var fullt af fiskum. Húnsetti og Kvíarmið á Ísafjarðar-djúpi og tók til á kollótta af hverj-um bónda í Ísafirði.“

[email protected]

Upplýsinga-skilti um land-

námsmenn

Hægt að byggja um 100 íbúð-ir til viðbótar í Bolungarvík

Íbúðarsvæði Bolungarvíkurrúma talsvert meiri mannfjöldaen nýtt aðalskipulag gerir ráðfyrir, eða sem nemur um 100íbúðum. Verða því tiltæk íbúðar-svæði ef fjölgun verði meiri ísveitarfélaginu en gert er ráð fyrirí skipulaginu. „Til þess að nýtasem best þá innviði sem eru tilstaðar, er gert ráð fyrir að þéttabyggðina þar sem kostur er ogstækka núverandi hverfi. Til aðauka fjölbreytni í lóðarvali er

einnig gert ráð fyrir nýjum bygg-ingarsvæðum, sem þó eru í góð-um tengslum við núverandibyggð. Við uppbyggingu nýrrasvæða verður fyrst horft til lands-ins innan við Þjóðólfsveg ogVölusteinsstræti. Ekki er þó gertráð fyrir skerðingu á skógrækt-arsvæðinu sem þar er. Til lengritíma er horft til svæðisins innanvið Hólsá, þ.e. við Hól og innanKirkjuvegar við Aðalstræti“,segir í drögum að aðalskipulag-

inu.Þar segir að lögð verði áhersla

á að götur eða hverfi með sérstættyfirbragð m.t.t. sögu bæjarins ogarkitektúrs, haldi sínum sérkenn-um, þrátt fyrir þéttingu byggðareða viðhald einstakra húsa.

Fermetrafjöldi á hvern íbúa íBolungarvík var 59,22 árið 2006á meðan landsmeðaltalið var 51,6fermetrar. „Íbúðarhúsnæði er aðeinhverju leyti vannýtt í sveitar-félaginu en þó verður að hafa

það í huga að líklegt er að íbúarhér kjósi að búa í stærra húsnæðien á höfuðborgarsvæðinu, m.a.vegna lægra íbúðaverðs. Einnighefur íbúðareigendum með lög-heimili utan sveitarfélagsinsfjölgað á síðustu árum, þ.e. þeimsem hafa tvöfalda búsetu“, segirí drögunum.

Drögin að aðalskipulaginu málesa á vef Bolungarvíkur á slóð-inni, www.bolungarvik.is.

[email protected]

Veitt viðurkenning fyrir snarræðiVátryggingafélag Íslands hef-

ur veitt Bergmanni Ólafssyni við-urkenningu fyrir snarræði viðað hefta útbreiðslu elds í raðhúsivið Miðtún á Ísafirði þann 26.september síðastliðinn. Berg-mann varð var við eld í húsi ná-granna síns, greip með sérslökkvitæki, hljóp yfir og varbúinn að ráða niðurlögum eldsinsþegar slökkviliðið kom á staðinn.Litlu mátti muna að um stórbrunayrði að ræða og töluverðar skemmd-ir urðu á eldhúsinu. Líklegt ertalið að kviknað hafi í út frá elda-mennsku. Guðni Ó. Guðnason,umdæmisstjóri Vátryggingafé-lagsins á Ísafirði, segir að þeim

hafi þótt ástæða til að heiðraBergmann og veita honum viður-kenningu fyrir snarræði, þar semhann hafi einn og óstuddur komið

í veg fyrir að stórfellt tjón hlytistaf eldinum. Var honum afhentviðurkenningarskjal undirritaðaf forstjóra Vátryggingafélags

Íslands og blómvöndur.Afhendingin fór fram í eld-

húsi raðhússins við Miðtún, semeins og myndirnar bera með sérhefur verið gert upp að fullu eftirbrunann. – [email protected]

Guðni Ó. Guðnason afhendir Bergmanni Ólafssyni viðurkenninguna.

Þegar stór mál eru flókinvekja hin smærri sem ella ná ekki

sjónum fjölmiðlunga mikla athygli. Icesave bíður og fyrningar-leið í sjávarútvegi er ekki mikið rædd. Þó eru gríðarlegir hagsmun-ir á ferð. Enn hefur ekki verið sýnt fram á gagnsemi strandveiðanema helst til þess að hirða kvótann af þeim, sem búa við öfundmargra. Augljóst er að kvóta tilflutningur mun koma illa við þásem nú ráða honum. Skiptir þá engu hvernig þau fyrirtæki ogeinstaklingar sem honum ráða komust yfir hann. Jafn augljóst erað fiskurinn úr sjónum skipar verulegan sess í þeirri endurreisnsem Ísland og Íslendingar þarfnast svo mjög nú. Hér verður aðfara gætilega.

En víðar verður að fara gætilega. Sennilega kemur íslenskurlandbúnaður til með skipta nokkru um endurreisnina. Innlendframleiðsla minnkar viðskiptahallann. Það sjá meira að segjahamborgarakóngar í Reykjavík. Nú fara margir mikinn vegnasmölunar sauðfjár í Tálkna. Síðasta tilraunin mun hafa endaðmeð því að sex gripir féllu úr fjallinu og biðu bana af. Svo skilstalmenningi að þeir gripir sem nást hafa verið keyrðir í slátrunnorður í land. Allt er þetta gert í nafni dýraverndar. Gæti verið aðbetra og mannúðlegra hefði verið að leyfa sauðfénu að gangalausu í Tálkna, eins og það hefur gert án þess að sýnt hafi veriðfram á það hafi beðið af því tjón?

Dýravernd er mælikvarði á menningarstig þjóðar og alltof

mörg dæmi eru um að oft fari margt úrskeiðis í meðferð dýra ogdýrahaldi almennt. Sjálfsagt er farið að reglum um smölunina íTálkna. Hún hefur vakið viðbrögð sem skyggja á sjálft Icesavemálið sem mun ráða miklu um framtíð Íslendinga, ekki sístbarna sem nú eru að vaxa upp. Nú hefur alþingismaður boðaðviðbrögð við smöluninni og verður fróðlegt að sjá hvort oghversu mikill tími Alþingis fer í þá umræðu. Á sama tíma ferminna fyrir fréttum af því að maður hafi verið dæmdur öðrusinni fyrir slæma meðferð á hrossum. Dómur féllst ekki á aðsvipta hann leyfi til að halda dýr.

Lítið fer fyrir umræðu á Alþingi um fyrningarleiðina í sjávar-útvegi, sem sumir vilja kalla upptöku kvóta af löglegum eigend-um eða umráðahöfum. Skyldi Alþingi ræða nýjustu upplýsingarum barnaníð. Í ljós er komið að Glitnir lánaði börnum stórfé tilað kaupa stofnfé í Byr. Það er lögbrot og má kannski kalla til-raun bankans til að níðast á börnum. Lög heimila ekki slíkar lán-veitingar. Það var stjórnendum bankans ókunnugt miðað viðframferði sitt. Foreldrar barnanna sem fóru fram á lánið tölduþetta eðlilegt og þykjast ekki vita að slíkt sé bannað. Þau voruframarlega í viðskiptalífinu og brutu lögin líkt og bankinn.Þarna er verndin gagnvart börnum skýr. Og því veltir bankinntapinu yfir á almenning. En stjórnendur sem bersýnilega brutuaf sér virðast halda áfram störfum í skjóli ríkisins. Þá er von aðhrútar í Tálkna fái mikla umfjöllun. Það dreifir athyglinni.

Gerist áskrif-endur í síma

456 4560

Page 13: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 1313131313

Jarðgöng á milli Arnar-fjarðar og Dýrafjarðar

Mat á um-hverfisáhrifum

Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipu-lagsstofnunar frummatsskýrslu um jarðgöngá milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar í Ísafjarðar-bæ. Tillaga að ofangreindri framkvæmd ogskýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennarliggur frammi til kynningar frá 2. nóvember til15. desember 2009 á skrifstofum Ísafjarðar-bæjar og Bæjar- og héraðsbókasafninu á Ísa-firði. Einnig í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipu-lagsstofnun.

Frummatsskýrslan er aðgengileg á heima-síðu Náttúrustofu Vestfjarða, www.nave.is.Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdinaog leggja fram athugasemdir. Athugasemdirskulu vera skriflegar og berast eigi síðar en15. desember 2009 til Skipulagsstofnunar,Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást enn-fremur nánari upplýsingar um mat á umhverf-isáhrifum.

Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis-áhrifum, nr. 106/2000 með síðari breytingum.

Skipulagsstofnun.

AðalfundurFramhalds-aðalfundur Litla leikklúbbsins

verður haldinn í Edinborgarhúsinu miðviku-daginn 11. nóvember kl. 20:30.

Dagskrá:Lagðir fram reikningar félagsins.Önnur mál.Félagar eru hvattir til að fjölmenna og ræða

starfsemi komand árs. Nýir félagar eru einnigvelkomnir.

Stjórnin.

Fyrrum framkvæmdastjóri ogstjórnarmaður byggingafyrirtæk-isins Ágústs og Flosa ehf., á Ísa-firði hefur verið dæmdur í hér-aðsdómi Reykjaness í sex mán-aða skilorðsbundið fangelsi fyrirbrot á skattalögum. Manninumer gert að greiða 45,6 milljónirkróna í sekt til ríkissjóðs og verðisektin ekki greidd innan fjögurravikna skal hann sæta í hennarstað fangelsi í sex mánuði. Mað-urinn var dreginn fyrir dóm fyrirað hafa ekki staðið ríkissjóði skilá virðisaukaskatti sem innheimt-ur var í rekstri einkahlutafélags-ins vegna uppgjörstímabilannanóvember-desember 2005 ogmars-júní 2006, samtals aðfjárhæð 20,6 milljónum króna.Þá var honum einnig gert að sökað hafa ekki staðið skil á stað-greiðslu, sem haldið var eftir aflaunum starfsmanna einkahluta-félagsins, sem nemur 16,4 millj-ónum.

Maðurinn játaði skýlaust brot-in fyrir dómi. Áður hafði honumverið gert að gert að sæta fangelsií 30 daga, skilorðsbundið í tvöár, fyrir fjárdrátt. Við ákvörðun

refsingar var litið til þess að brotákærða teljast stórfelld. „Á mótikemur að hann hefur játað brotsín hreinskilnislega og verið sam-starfsfús við rannsókn málsins.Við ákvörðun refsingar ber jafn-framt að taka tillit til innborganaá skattaskuldina. Að öllu þessuvirtu þykir refsing hans hæfilegaákveðin fangelsi í sex mánuði,sem verður bundin skilorði einsog nánar greinir í dómsorði. Þá

verður honum að auki gert aðgreiða sekt til ríkissjóðs semþykir hæfilega ákveðin 45.600.000 krónur“, segir í dómnum.

Þess má geta að byggingafyr-irtækið Ágúst og Flosi var úr-skurðað gjaldþrota í byrjun árs2007 að beiðni LífeyrissjóðsVestfirðinga. Kröfur í þrotabúiðnámu 270 milljónum króna. Hjáfyrirtækinu störfuðu 20 manns.

[email protected]

Gert að greiða 45milljónir króna í sekt

Hvetja dómsmálaráðherra aðhætta við fyrirhugaðan niðurskurð

Lögreglufélag Vestfjarða hvet-ur dómsmálaráðherra að hættavið fyrirhugaðan niðurskurð hjálögreglu enda komi hann niður áöryggi lögreglumanna og þjón-ustu við íbúa landsins. Kemurþetta fram í ályktun sem sam-þykkt var á aðalfundi lögreglu-félagsins sem haldinn var í Ein-arshúsinu í Bolungarvík í síðustuviku. Fundurinn kallar eftir því

að ekki verði ráðist í neinar breyt-ingar nema að vel yfirveguðu ogígrunduðu máli sem og í samráðivið fulltrúa starfandi lögreglu-manna í landinu. Fundurinn vararvið því að í sparnaðarskyni verðigengið gegn ákvæðum reglu-gerðar um starfsstig innan lög-reglu og verkefni sem sannarlegaeigi að vera á hendi yfirmannaverði færð yfir á óbreytta lög-

reglumenn.Fundurinn hvetur forystumenn

sveitarfélaga til að standa vörðum núverandi fjölda starfsstöðvaog lögreglumanna í landinu í fyr-irhuguðum breytingum á lög-regluembættum og standi þannigvörð um öryggi og hagsmuni íbúasinna sveitarfélaga.

Fundurinn harmar þá ákvörðunRíkislögreglustjóra hefur tekið

varðandi rafbyssur sem valdbeit-ingartæki, þ.e. að eingöngu aðheimila sérsveitinni notkun á því.Fundurinn óskar eftir útskýring-um á því hvers vegna það er lagttil að þrautþjálfaðir og vel vopn-um búnir lögreglumenn sérsveit-ar RLS verði búnir rafbyssu vald-beitingartækjum á meðan illatækjum búnir lögreglumenn álandsbyggðinni, sem starfa einir,fjarri allri aðstoð, og þurfa oft átímum að leysa samskonar verk-efni og sérsveit RLS verði ánþessara tækja.

Að lokum skorar fundurinn áríkisstjórn Íslands og Alþingi aðvera Íslands í Shengen verði end-urskoðuð. Að farin verði svoköll-

uð ,,breska leið“ að halda uppivegabréfaeftirliti á landamærumlandsins. Fundurinn bendir á íþví sambandi að bæði Bretlandog Írland eru utan Shengen-svæðis, en þessi lönd eru eyjur íEvrópu eins og Ísland, Þ.e. aðþeir eru ekki með í 96. gr. samn-ingsins og eru áfram með landa-mæraeftirlit en stefna að því aðvera í öllu öðru samstarfi lög-reglu í Evrópu, þ.e. upplýsinga-öflun og upplýsingarsamvinnu.

Kosin var ný stjórn á fundin-um. Hana skipa: Gylfi Þór Gísla-son, formaður og aðrir í stjórnvoru kosnir, Hannes Leifsson,Haukur Árni Hermannsson, JónBjarni Geirsson og Skúli Berg.

Niðurskurður kemur niður á öryggi lögreglumanna ogþjónustu við íbúa landsins að sögn Lögreglufélags Vestfjarða.

Page 14: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

1414141414 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009

Það er alltaf eithvað sem fangar athyglina úti í náttúrunni.

Áhugasvið barnannaleiðir starfið áfram

Leikskólinn Sólborg hefurstarfað í anda hugmyndafræðiReggio Emilia frá því haustið2006 og er því að hefja sitt fjórðastarfsár í anda stefnunnar. Enhvað er Reggio Emilia stefnan?Helga Björk Jóhannsdóttir, leik-skólastjóri, og Guðrún Birgis-dóttir aðstoðarleikskólastjóri,sögðu Bæjarins besta undan ogofan af hugmyndafræðinni ogstarfseminni á Sólborg.

„Það var sex dögum eftir aðseinni heimstyrjöldinni lauk aðnokkrar mæður í borginni ReggioEmilia á norður Ítalíu tóku sigsaman og ákváðu að byggjaleikskóla fyrir börnin. Þær vilduað börnin þeirra stæði betur vörðum lýðræðið en þeirra kynslóðhafði gert og þess vegna er lýð-ræði sterkur þáttur í uppeldis-starfi í anda Reggio Emilia. Sál-fræðingurinn og kennarinn LorisMalaguzzi heillaðist af krafti ogbjartsýni kvennanna og ákvað

að taka þátt í þessu ævintýri meðþeim. Strax var farið að vinna aðákveðnum þemaverkefnum ognotað til þess skapandi starf. Ídag hafa skólarnir í Reggio hlotiðverðskuldaða athygli og 1991útnefndi Newsweek leikskólannDiana í Reggio Emilia besta leik-skóla heims.

Loris Malaguzzi leit svo á aðuppeldisfræðin væri stöðugt aðbreytast, líkt og börnin og heim-urinn sem við lifum í. Hann gagn-rýndi vestræna menningu ogskóla fyrir fyrir að afneita líkamaog tilfinningum barna og fyrir aðupphefja kerfishugsun, rökhyggjuog talað mál. Hann vildi sameinalistir, vísindi, hugmyndaflug lík-ama og sál. Meginmarkmiðið íuppeldisstarfinu er að hvetjabarnið til að nota öll sín skilning-arvit og vinna markvisst að þvíað virkja frumlega og skapandihugsun. Við erum ekki öll einsog eigum ekki að vera það, heldur

eigum við að fá að vera fjölbreyttog litskrúðug eins og lífið sjálft.Að starfa í anda Reggio Emiliafelur í sér að viðkomandi þarf aðtileinka sér ákveðna sýn til barnaog umhverfisins „ við þurfum aðtaka út þessa kennsluhugsun oglæra að rannsaka umhverfið meðbörnunum.“ Við eigum að spyrjaopinna spurninga – hvað – hvern-ig – hvers vegna því opnar spurn-ingar hvetja börnin til að leitasvara. Uppeldisstarfið á að þroskaöll skilningarvit og örva börnintil að nota öll sín 100 mál –forvitni-sköpunargleði- skynjun– hugsun o.s.frv.

Starfið á leik-Starfið á leik-Starfið á leik-Starfið á leik-Starfið á leik-skólanum Sólborgskólanum Sólborgskólanum Sólborgskólanum Sólborgskólanum Sólborg

„Hver skóli skapar sér sínaeigin menningu. Við höfum lagtokkur fram við að gera umhverfiskólans hlýlegt og notalegt í að

koma. Hjá okkur á öllum að líðavel og frá okkur eiga allir að farameð góðar minningar um leik-skólaárin sín og sem sterkir ein-staklingar sem eru tilbúnir aðtakast á við krefjandi verkefnilífsins. Leikskólar sem starfa íanda Reggio Emilia hugmynda-fræðinnar eru ólíkir því þeir mót-ast af þeirri menningu og þvíumhverfi sem þeir eru í á hverjumstað. Hér á Ísafirði erum við meðnáttúruna , fjöllin, sjóinn og sam-félagið allt í nærmynd og þvíauðvelt að útfæra stefnuna okkar.Kennarar hafa verið mjög dug-legir að fara með börnin í útinám,ýmist í Jónsgarð, upp í hlíð, áíþóttasvæðið eða niður á eyri.Börnin elska að leika sér úti ínáttúrunni og hafa oft tekið meðsér nesti og dvalið þar í góðantíma.

Á Sólborg er hver kennari meðsinn hóp. Við vinnum út fráákveðnum þemum: 1-3 ára er

„ég sjálft“, 3-4 ára „ég og fjöl-skyldan mín“ og 4-6 ára „ég ogsamfélagið“. Í vetur er yfirskrift-in í hópastarfi hjá 4-6 ára bærinnminn Ísafjörður. Það fer síðaneftir áhugasviðið hópsins hvertsú vinna leiðir hópinn.

Starfsárinu er skipt í tvö tíma-bil, vetrar- og sumarstarf. Frá 1.október og fram í byrjun maí ervetrarstarf. Þá er hópastarf tvisv-ar í viku, útinám einu sinni íviku, markviss málörvun og lífs-leikni einu sinni í viku, í íþrótta-hús tvisvar í mánuði og bóka-safnsferð fyrir elstu börnin einusinni í mánuði. Vetrarstarfinulýkur með sýningu á verkumbarnanna. Eftir það byrjar sumar-starfið. Þá er útinám tvisvar íviku og markviss málörvun og lífs-leikni einu sinni í viku. Elstubörnin eru í útinámi alla daga frábyrjun maí og fram að sumarleyfiog eru að fást við alls kyns spenn-andi verkefni í umhverfinu okk-

Page 15: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 1515151515

SælSælSælSælSælkerinnkerinnkerinnkerinnkerinn

Tex Mex fiskur meðTex Mex fiskur meðTex Mex fiskur meðTex Mex fiskur meðTex Mex fiskur meðtortillapönnukökumtortillapönnukökumtortillapönnukökumtortillapönnukökumtortillapönnukökum

„Þrátt fyrir að við eigum bestafisk í heimi þekkja foreldrar aðstundum getur verið erfitt að fáyngra fólkið til þess að borðafisk. Við því verður auðvitað aðbregðast og matreiða fiskinn áspennandi hátt. Hér að neðan erfiskréttur sem rak á fjörur okkarhjóna á sínum tíma. Hann hefurslegið í gegn á okkar heimili oger afar vinsæll. Hann er ekki einsflókinn og hann lítur út fyrir aðvera en auðvitað þarf að sýnafyrirhyggju því hráefnið er fjöl-breytt. Þessi réttur hefur líka þannkost að hægt er að nota í hannnánast hvaða fisk sem er. Það ergott því stundum sveiflast fisk-verðið nokkuð og því um að geraað velja ódýrasta hráefnið hverjusinni.

Eftir góðan fiskrétt er ekkiverra að slaka á með eplakökuog ís.“

Tex Mex fiskur meðtortillapönnukökum

700 g fiskur t.d. þorskur, ýsaeða karfi.1 msk. matarolía½ tsk. saltPipar1 stk paprika, söxuð1 box sveppir1 stk laukur

2-3 hvítlauksrif1 chilipipar, saxaður1 dós maísbaunir½-1 poki taco-kryddblanda1 dl vatn6 tortilla-pönnukökur

Skerið fiskinn í frekar smáabita og snöggsteikið í matarolíu,saltið og piprið. Haldið heitum.Snöggsteikið saxað grænmetið ímatarolíu. Bætið maísbaunum,taco-kryddblöndunni og vatninu

út í. Sjóðið í 2 mínútur.Hitið pönnukökurnar á þurri

pönnu eða í ofni og fyllið meðfiski og grænmeti.

Rúllið kökunum upp og beriðfram með tómatsalsasósu, sýrð-um rjóma og fersku salati.

Tómatsalsa5 stk tómatar, stórir eða ½ dósniðursoðnir1 stk laukur, lítill1 chilipipar(ath. best er að útbúa sósuna áundan fiskinum)

Fræhreinsið chilipiparinn ogfínsaxið ásamt lauk og tómötum.Hitið í potti og berið fram heitteða kalt. Ef undirbúningstíminner naumur er að sjálfsögðu hægt

er að kaupa tilbúna salsasósu ognota í staðinn.

Eplakaka með kókos4 matarepli100 g smjör eða smjörlíki2 egg2 dl. sykur2 ½ dl kókosmjöl1 dl.hveiti

Hitið ofninn í 175 ºC. Bræðiðsmjörið og kælið. Þeytið egg og

sykur saman þar til blandan erljós og létt. Hrærið smjörið sam-an við, blandið síðan kókosmjöliog hveiti saman við eggjablönd-una. Afhýðið og kjarnhreinsiðeplin og skerið þau í báta, leggiðí eldfast mót og hellið síðan deg-inu yfir. Bakið í u.þ.b. 25 mín. ímiðjum ofni.

Berið fram með vanilluís.Ég skora á Örnu Sæmunds-

dóttur á Ísafirði að töfra framspennandi rétti í næsta blað.

Sælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnar er Ingibjörg Kjartansdóttir á Ísafirði.

ar. Síðasta sumar þá skoðuð þaum.a. styttur bæjarins – hvar þæreru og hvað þær heita og unnusíðan verkefni út frá því. Þauvoru með sér aðstöðu hér í skól-anum og fundum til sín að þauvoru elst. Það var mjög gamanað fylgjast með þeim og þeirrastarfi og það mátti vart á milli sjáhvor hafði meira gaman af nem-endur eða kennarar. Það er akk-úrat það að hafa gaman að þvísem maður er að gera og fást viðhverju sinni – það skilar sér út ístarfið - ánægðir kennarar –ánægðir nemendur - ánægðir for-eldrar. Við höfum gleði,virðinguog sköpun sem leiðarljós í ölluokkar starfi.

HugmyndafræðiHugmyndafræðiHugmyndafræðiHugmyndafræðiHugmyndafræðiReMidu – efnisveitaReMidu – efnisveitaReMidu – efnisveitaReMidu – efnisveitaReMidu – efnisveita„Fyrir ári síðan byrjuðum við

að innleiða ReMidu, eða efnis-veitu hér á Sólborg. Efnisveitaná að fléttast inn í allt starf leik-skólans. Upphafið má rekja tilþess að yfirvöld leikskólamála íReggio Emilia ákváðu, í sam-vinnu við ýmsar opinberar stofn-anir og fyrirtæki, að safna samanalls kyns úreltum hlutum, efnis-afgöngum og umbúðum til aðnýta í skapandi starfi með börn-unum. Nafnið er sótt í sögninaum Midas konung sem fékk þáósk sína uppfyllta að allt semhann snerti breyttist í gull. Í leik-skólum Reggio Emilia nota börn-in þessa afgangshluti til að útfærahugmyndir sínar á fjölbreyttanog skapandi hátt í byggingar oglistaverk. Efniviðurinn þarf auð-vitað að vera hreinn og laus viðeiturefni. Á þennan hátt er einnig

hægt að tryggja að efniviður semannars væri haugamatur öðlistnýtt líf. Gott væri ef foreldrarhugsuðu til okkar þegar slíkurefniviður fellur til heima. Okkurvantar til dæmis garn, efnisbútaog morgunkornskassa. Börninhafa tekið efnisveitunni fagnandiog flest þeirra velja þessa „einskisverðu“ hluti fram yfir leikföngsem eru fullmótuð. Þetta tilbúnaefni er miklu meira frá okkur

fullorðna fólkinu komið. Hug-myndaflugið nýtur sín svo miklubetur ef þau fá sjálf að ráða hvaðhver hlutur stendur fyrir.“Friðsæld og ró í jólastressinu

„Nú eru jólin að nálgast ogstressið sem fylgir undirbúningiþeirra. Við höfum þá stefnu aðskapa rólegt andrúmsloft hér áleikskólanum, því áreitið er nógannars staðar. Skipulagt starfheldur auðvitað áfram en hér á

Sólborg hefur skapast sú skemmti-lega hefð við komum saman áhverjum einasta degi í desember,allir nemendur og kennarar, ísvokallaðri sokkastund. Þá setj-umst fyrir framan heimatilbúinnarinn og það er lesin saga eðasungið. Skemmtileg og notalegstund þar sem allir eru saman.Við höldum ekki hefðbundiðjólaball, en þau fá nú heimsóknfrá rauðklædda manninum. Hann

eða þeir (koma alltaf tveir samanog eru afskaplega skemmtilegirsveinkar) koma og spjalla viðbörnin og við syngjum samanjólalögin. Síðan borðum viðgóðan jólamat og látum okkurlíða vel saman. það er nóg stressannars staðar á þessum tíma ogóþarfi að vera að koma með þaðinn á leikskólann.“

[email protected]

Eftir erfiðan dag er gott að næra sig.

Page 16: Að þora að viðurkenna mistök - bb.is · fyrirtækið Oddi á Patreksfirði greiðir 18,4 milljónir króna. Því næst koma Vesturbyggð með rúmar 17 milljónir og fiskvinnsl-an

1616161616 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009