29 tbl 2015

17
vf.is vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: [email protected] Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is FÍTON / SÍA FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2015 29. TÖLUBLAÐ 36. ÁRGANGUR Reykjanes jarðvangur sækir um inngöngu í Global Geoparks Network Björgunarsveitin Ægir fagnar 80 ára afmæli Hjón úr Vogum á Vatnsleysu- strönd fóru hringinn á óvanalegu farartæki A tvinnuleysi á Suðurnesjum er í sögu- legu lágmarki að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Atvinnuleysið mælist um þessar mundir rétt um fjögur prósent sem er það lægsta sem mælst hefur á þessum árstíma í næstum 25 ár, að sögn Kristjáns. „Atvinnuleysi á þessum árstíma er alltaf í lágmarki og nær svo aftur hámarki á tíma- bilinu, nóvember til febrúar. Þetta er þróun sem við könnumst alveg við og er ekkert nýtt. Það er hins vegar mjög gleðilegt að svona lágar atvinnuleysistölur höfum við varla séð í næstum aldarfjórðung.“ Víkurfréttum hefur borist það til eyrna, að erfitt sé fyrir fyrirtæki að ráða til sín starfs- fólk þar sem lítið sé til af fólki á svæðinu. Þá virðist sem svo að sum fyrirtæki í flug- stöðinni séu ennþá að auglýsa þótt komið sé fram á mitt sumar. Kristján segir að í tilfelli Suðurnesja sé Flugstöð Leifs Eiríkssonar, stóriðja okkar Suðurnesjamanna sem dragi eðlilega til sín flest starfsfólk. Einnig sé nóg að gera í makrílvinnslu þessa dagana sem sogi til sín fólk. Þeir sem eftir eru á atvinnuleysisskrá geta í mörgum tilfellum ekki stundað vinnu í flug- stöðinni. Þar kemur helst tvennt til, að sögn Kristjáns. „Í fyrsta lagi þarf fólk þar nánast undantekningarlaust að hafa bílpróf og í öðru lagi og það sem er oft og tíðum stærsti þröskuldurinn, að fólk þarf að standast bak- grunnsskoðun. Það er nokkuð þétt nálarauga sem langt í frá allir komast í gegnum, oft fyrir litlar sakir.“ Þá hafa fyrirtæki í flugstöðinni sjálfri ekki farið varhluta af þessari þróun. Guðni Sig- urðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að fyrirtækið hafi auglýst í vor eftir starfs- fólki eins og venja er og eins og alltaf þá hafi margir sótt um. „Samkeppnin um starfs- fólk innan flugstöðvarinnar er farin að segja til sín og við fengum bara ekki allan þann fjölda starfsfólks sem við hefðum viljað og þurft, þrátt fyrir margar umsóknir. Það eru ný fyrirtæki í flugstöðinni, til dæmis í veit- ingarekstri, sem réðu til sín fullt af fólki og við fundum alveg fyrir því. Mikil fjölgun flugfarþega hefur skapað mikla þörf fyrir fleira starfsfólk en til viðmiðunar er áætlað að fyrir hverja milljón farþega þurfi um þúsund starfsmenn. „Í fyrra fóru um 3,9 milljónir farþega um flugvöllinn og í ár gerum við ráð fyrir 4,7 milljónum farþega. Því má gera ráð fyrir að í ár vinni um 4700 manns hjá fyrirtækjum á flugvellinum. Áætl- anir benda til þess að á næstu 15 árum fjölgi farþegum um 4-6 milljónir. Ef við gerum ráð fyrir að vinnufæru fólki fjölgi um u.þ.b. 150 á ári er ljóst að leita verður leiða til að fjölga fólki á þessu atvinnusvæði á næstu árum.” Guðni tekur þó fram að þótt búast megi við því að hluti starfsfólks komi af höfuðborgar- svæðinu til skamms tíma þá hljóti að koma til fjölgunar íbúa á Suðurnesjum svo ábatinn verði eftir í samfélaginu nær flugvellinum. Heyrst hefur að fyrirtæki í flugstöðinni hafi í sameiningu verið að skoða þann möguleika að bjóða upp á akstur til og frá vinnu fyrir starfsfólk sem býr utan Suðurnesja og jafnvel líka fyrir það fólk sem býr á Suðurnesjum. Þetta staðfestir Guðni og segir fyrirtækin hafa hist til þess að ræða þær áskoranir sem fylgja þessum mikla vexti. Þar hafi komið fram að þörf sé á enn betri samgöngum við höfuðborgarsvæðið og sníða þurfi þær að vakta- og vinnufyrirkomulagi sem hentar starfseminni. Atvinnuleysi í sögulegu lágmarki -Markaðurinn hér á svæðinu mettur, að mati sumra atvinnurekenda bls 4 bls 6 bls 10 Kríuvarp virðist hafa heppnast ágætlega, alla vega miðað við fjölda fugla við Norðurkot í Sandgerði. Þar er eitt stærsta kríuvarp landsins. Vandræðagangur hefur verið með ungana á undanförnum árum vegna ætisleysis en nú virðist sem meira æti sé í sjónum við ströndina á Suðurnesjum. Þegar fréttamaður VF var á ferð í Sandgerði, úti í Garði og við Leiru vakti það athygli að krían var að sækja síli í sjóinn á þessum stöðum, ekki út frá Staf- nesi eða í grennd við Norðurkot. Þúsundir fugla flugu í norðurátt frá Norðurkotslandinu, yfir Sandgerðisveg og Garðveg í ætisleit. Og svo til baka með matinn til unganna sem margir eru reyndar komnir á flug en ekki allir. Sumir voru að vandræðast á veginum eins og sjá má á myndinni. VF-myndir/pket. Kríuvarp í góðum málum

description

29. tbl. 36. árg. 2015

Transcript of 29 tbl 2015

Page 1: 29 tbl 2015

vf.isvf.is

VíkurfréttirKrossmóa 4a, 4. hæð,

260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: [email protected]

Afgreiðslan er opinvirka daga kl. 09-17

Auglýsingasíminner 421 0001

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.isauðveldar smásendingar

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

einföld reiknivélá ebox.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2015 • 29. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Reykjanes jarðvangur sækir um inngöngu í Global

Geoparks Network

Björgunarsveitin Ægir fagnar 80 ára afmæli

Hjón úr Vogum á Vatnsleysu-strönd fóru hringinn á óvanalegu farartæki

Atvinnuleysi á Suðurnesjum er í sögu-legu lágmarki að sögn Kristjáns

Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Atvinnuleysið mælist um þessar mundir rétt um fjögur prósent sem er það lægsta sem mælst hefur á þessum árstíma í næstum 25 ár, að sögn Kristjáns.„Atvinnuleysi á þessum árstíma er alltaf í lágmarki og nær svo aftur hámarki á tíma-bilinu, nóvember til febrúar. Þetta er þróun sem við könnumst alveg við og er ekkert nýtt. Það er hins vegar mjög gleðilegt að svona lágar atvinnuleysistölur höfum við varla séð í næstum aldarfjórðung.“Víkurfréttum hefur borist það til eyrna, að erfitt sé fyrir fyrirtæki að ráða til sín starfs-fólk þar sem lítið sé til af fólki á svæðinu. Þá virðist sem svo að sum fyrirtæki í flug-stöðinni séu ennþá að auglýsa þótt komið sé

fram á mitt sumar. Kristján segir að í tilfelli Suðurnesja sé Flugstöð Leifs Eiríkssonar, stóriðja okkar Suðurnesjamanna sem dragi eðlilega til sín flest starfsfólk. Einnig sé nóg að gera í makrílvinnslu þessa dagana sem sogi til sín fólk. Þeir sem eftir eru á atvinnuleysisskrá geta í mörgum tilfellum ekki stundað vinnu í flug-stöðinni. Þar kemur helst tvennt til, að sögn Kristjáns. „Í fyrsta lagi þarf fólk þar nánast undantekningarlaust að hafa bílpróf og í öðru lagi og það sem er oft og tíðum stærsti þröskuldurinn, að fólk þarf að standast bak-grunnsskoðun. Það er nokkuð þétt nálarauga sem langt í frá allir komast í gegnum, oft fyrir litlar sakir.“Þá hafa fyrirtæki í flugstöðinni sjálfri ekki farið varhluta af þessari þróun. Guðni Sig-urðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að fyrirtækið hafi auglýst í vor eftir starfs-

fólki eins og venja er og eins og alltaf þá hafi margir sótt um. „Samkeppnin um starfs-fólk innan flugstöðvarinnar er farin að segja til sín og við fengum bara ekki allan þann fjölda starfsfólks sem við hefðum viljað og þurft, þrátt fyrir margar umsóknir. Það eru ný fyrirtæki í flugstöðinni, til dæmis í veit-ingarekstri, sem réðu til sín fullt af fólki og við fundum alveg fyrir því. Mikil fjölgun flugfarþega hefur skapað mikla þörf fyrir fleira starfsfólk en til viðmiðunar er áætlað að fyrir hverja milljón farþega þurfi um þúsund starfsmenn. „Í fyrra fóru um 3,9 milljónir farþega um flugvöllinn og í ár gerum við ráð fyrir 4,7 milljónum farþega. Því má gera ráð fyrir að í ár vinni um 4700 manns hjá fyrirtækjum á flugvellinum. Áætl-anir benda til þess að á næstu 15 árum fjölgi farþegum um 4-6 milljónir. Ef við gerum ráð fyrir að vinnufæru fólki fjölgi um u.þ.b. 150

á ári er ljóst að leita verður leiða til að fjölga fólki á þessu atvinnusvæði á næstu árum.” Guðni tekur þó fram að þótt búast megi við því að hluti starfsfólks komi af höfuðborgar-svæðinu til skamms tíma þá hljóti að koma til fjölgunar íbúa á Suðurnesjum svo ábatinn verði eftir í samfélaginu nær flugvellinum.Heyrst hefur að fyrirtæki í flugstöðinni hafi í sameiningu verið að skoða þann möguleika að bjóða upp á akstur til og frá vinnu fyrir starfsfólk sem býr utan Suðurnesja og jafnvel líka fyrir það fólk sem býr á Suðurnesjum. Þetta staðfestir Guðni og segir fyrirtækin hafa hist til þess að ræða þær áskoranir sem fylgja þessum mikla vexti. Þar hafi komið fram að þörf sé á enn betri samgöngum við höfuðborgarsvæðið og sníða þurfi þær að vakta- og vinnufyrirkomulagi sem hentar starfseminni.

Atvinnuleysi í sögulegu lágmarki-Markaðurinn hér á svæðinu mettur, að mati sumra atvinnurekenda

bls 4 bls 6 bls 10

Kríuvarp virðist hafa heppnast ágætlega, alla vega miðað við fjölda fugla við Norðurkot í Sandgerði. Þar er eitt stærsta kríuvarp landsins. Vandræðagangur hefur verið með ungana á undanförnum árum vegna ætisleysis en nú virðist sem meira æti sé í sjónum við ströndina á Suðurnesjum. Þegar fréttamaður VF var á ferð í Sandgerði, úti í Garði og við Leiru vakti það athygli að krían var að sækja síli í sjóinn á þessum stöðum, ekki út frá Staf-nesi eða í grennd við Norðurkot. Þúsundir fugla flugu í norðurátt frá Norðurkotslandinu, yfir Sandgerðisveg og Garðveg í ætisleit. Og svo til baka með matinn til unganna sem margir eru reyndar komnir á flug en ekki allir. Sumir voru að vandræðast á veginum eins og sjá má á myndinni. VF-myndir/pket.

Kríuvarp í góðum málum

Page 2: 29 tbl 2015

2 fimmtudagur 23. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Eldur kviknaði í söluturninum Brautarnesti við Hringbraut

á þriðjudagskvöld og er ljóst að húsnæðið varð fyrir verulegum skemmdum. Brunavarnir Suðurnesja fengu út-kall vegna elds kl. 20:22 og var búið að slökkva hann kl. 20:50. Mik-ill eldur var í byggingunni þegar slökkvliðið kom á vettvang og svartur reykur.Eldsupptök voru á lager og log-aði eldur í viftu í húsvegg. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði þar út um gatið og komst eldurinn þannig í þakskegg hússins. Að sögn Ómars Ingimarssonar aðalvarðstjóra var töluverður hiti í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang og mátti litlu muna að illa færi. „Það var stutt í það að eldur-inn færi í þakið og þá hefði farið verr“. Enginn var í húsinu þegar kviknaði í og var söluturninn lok-aður.

Þykir of vænt um þessa sjoppu til að hætta-Rúna Björt Garðarsdóttir rekstrarstjóri

Brautarnesti er íbúum vel kunn og elsta sjoppan í bænum og því ef-laust margir sem velta því fyrir sér hvort reksturinn muni hætta eftir þetta áfall. Víkurfréttir heyrðu í Rúnu Björt Garðarsdóttur rekstrar-stjóra Brautarnestis og sagði hún að tryggingarnar væru nú að meta tjónið en að eigendur stefni að því að halda rekstrinum áfram þrátt fyrir þetta áfall.

„Við erum enn í nokkru sjokki en við munum setjast niður og taka betur stöðuna þegar hlutirnir skýrast. Það er ljóst að það þarf að hreinsa út allt í húsinu og endur-byggja frá grunni. En við getum ekki látið þetta fara, okkur þykir of vænt um þessa sjoppu og við munum gera allt til þess að opna hana aftur”.

-fréttir pósturu [email protected]

„Við kölluðum bátana okkar inn og stöðvuðum makrílveiðarnar,“ segir Guðmundur hjá Saltver í Njarðvík. Innflutningsbann á makríl í Nígeríu kemur á versta tíma, að sögn Guðmundar, þar sem júlímánuður hefur einmitt verið góður mánuður varðandi sölu á makríl þangað.Eins og fram hefur komið í fréttum þá hafa stjórnvöld í Nígeriu sett á innflutningsbann á makríl sem ásamt erfiðu ástandi á Rússlands-markaði, hefur sett alla veiði og vinnslu á makríl í mikla óvissu. „Við unnum 1500 tonn af makríl á síðustu vertíð og stefndum að því að vinna allt að þrjú þúsund tonnum á þessari vertíð. Þessi sölu-tregða sem við stöndum nú frammi fyrir hefur gert það að verkum að ólíklegt er að þau markmið náist,“ sagði Guðmundur og bætti við að

staðan á mörkuðum væri mjög al-varleg.Guðmundur sagði að vinnslan hjá þeim hefði byrjað um síðustu helgi og að stefnt hefði verið að því að vinna makríl fram í sept-ember. Unnið hefur verið allan sólarhringinn á tveimur tólf tíma vöktum í Saltver. Eftir að mak-rílnum er landað er hann flokkaður og viktaður í verksmiðju í Helgu-vík og síðan er hann pakkaður og frystur heill í 10 kg pakkningum hjá Saltver í Njarðvík „Við erum núna að vinna makríl í verktöku fyrir Samherja en þegar því er lokið mun vinnsla stöðvast þar til eftir verslunarmannahelgi. Þá er mak-ríllinn líka verðmætari þar sem hann verður laus við átu og fitu-meiri en hann er núna. Vonandi verður þá eitthvað búið að rætast úr sölumálum,“ sagði Guðmundur að lokum.

HLJÓMAHÖLL

UMSJÓNARMAÐUR VEITINGA ÓSKAST

LJÓSANÓTT 20153. – 6. SEPTEMBER

SÖLUAÐILAR Á LJÓSANÓTT

SKRÁÐU ÞINN VIÐBURÐ Á LJÓSANÓTT

Hljómahöll óskar eftir því að ráða umsjónarmann veit-inga. Umsjónarmaður veitinga Hljómahallar er ábyrgur fyrir allri veitingaþjónustu í húsinu s.s. vínveitingum, aðkeyptri vöru og þjónustu, eftirliti og samskiptum við utankomandi veitingamenn auk eftirlits og umsjónar með tengdum tækjum, búnaði og húsgögnum Hljóma-hallar. Um fullt starf er að ræða með mjög sveigjan-legan vinnutíma.

Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk.Nánari upplýsingar veitir Tómas Young, framkvæmda-stjóri Hljómahallar, ([email protected]). Umsækjendur þurfa að hafa náð a.m.k. 25 ára aldri.

Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur og ítarlegri upplýsingar um starfssvið. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Ertu með góða hugmynd fyrir Ljósanótt? Ertu með góðan stað fyrir góða hugmynd? Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum á Ljósanótt eru hvattir til að hafa samband með tölvupósti á netfangið [email protected] eða í síma 421 6700.

Skráning er hafin á [email protected]. Íþrótta-, menningar- og líknarfélög í bæjarfélaginu fá sérstök kjör. Hafið samband sem fyrst.

Allar nánari upplýsingar og eyðublöð á ljosanott.is

Verður þú með viðburð á Ljósanótt?Sýningu, uppákomu, skemmtun eða annað…Mundu þá að skrá viðburðinn á ljosanott.isÞannig birtist hann í dagskrá Ljósanætur.

Berist hann fyrir 23. ágúst fer hann einnig í prentaða dagskrá.

Bruni í Brautarnesti-verulegar skemmdir urðu á húsnæðinu

Makrílbátar á leið í land og veiðar að stöðvast

-Ástæðan sölutregða á mörkuðum

Makrílfrysting er í gangi í Salt-veri sem fyrirtækið vinnur fyrir

aðra útgerðaraðila. Bæjarráð Reykjanesbæjar ósátt við skýrslu

RögnunefndarXuBæjarráð Reykjanesbæjar

gerði á fundi sínum í síðustu viku, athugasemdir við þá að-ferð sem beitt var þegar skoðaðir voru kostir fyrir staðsetningu innanlandsflugs og koma fram í skýrslu svokallaðrar Rögnu-nefndar. Bókun bæjarráð er svo-hljóðandi:„Telja verður furðulegt að ekki voru skoðaðir þeir kostir sem augljósastir eru fyrir innanlands-flug þ.e. Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur. Að komast að þeirri niðurstöðu að rétt sé að staðsetja nýjan flugvöll í aðeins 15 mínútna akstursfjar-lægð frá Keflavíkurflugvelli með tilheyrandi kostnaði, er auðvitað óskiljanlegt, þegar nánast allir innviðir fyrir innanlandsflugið eru tilbúnir í Keflavík. Bæjarráð áréttar fyrri skoðun sína að ef og þegar ákveðið verður að flytja innanlandsflugið frá Reykjavík er Keflavíkurflugvöllur skynsam-legasti kosturinn,“ segir í bókun bæjarráðs.

Page 3: 29 tbl 2015

Nýtt í Nettó! Toro bökunarlínan 10% afsláttur!

Mar

khön

nun

ehf

Tilboðin gilda 23. júlí – 26. júlí 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

kjúklingabringur danpo, 900 gr

1.479 ÁÐur 1.761 kr/pk

grísabógssneiÐar grill

899 ÁÐur 1.498 kr/kg

-40%

nautasíÐa snyrt, erlend

2.060 ÁÐur 2.575 kr/kg

-20%nautamjaÐmasteik

erlend

2.238ÁÐur 2.798 kr/kg

-20%kinda innralæri

kryddaÐ

2.960 ÁÐur 4.228 kr/kg

-30%

lambakjuÐar í ny marineringu

839 ÁÐur 1.198 kr/kg

-30%

kartöflubÁtar coop, 900gr

349 ÁÐur 498 kr/pk

-30%blÁber 225 gr

great taste, frosin

198 ÁÐur 309 kr/pk

-36%

Í sumarskapi! nýtt kortatímabil!

ferskjur,plómur eÐa nektarínur

askja,500 gr

175 ÁÐur 349 kr/pk

-50%Upprunaland: Spánn

Page 4: 29 tbl 2015

4 fimmtudagur 23. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir pósturu [email protected]

15-1

614

- HV

ÍTA

SIÐ

/ SÍ

A

Byrjaðu fríið fyrr og njóttu lífsins #wheninKEF

Besti flugvöllur í Evrópu

Ferðalög eru uppbrot og ævintýri – tími til að njóta þess sem lífið býður upp á. KEF er upphafsreiturinn, staður til að láta ýmislegt eftir sér.

Gefðu þér tíma til að njóta

#wheninKEF

Ferðin hefst íflugstöðinni

#wheninKEF

Hágæðavörur á frábæru verði#wheninKEF

Mundu að deila upplifuninni

#wheninKEF

Nú er meira pláss, betri aðstaða, fjölbreyttari veitingar og meira vöruframboð á Keflavíkurflugvelli.

Eggert hafði áður kynnst hug-myndafræði Geopark þegar

hann starfaði sem forstöðumaður Kötluseturs í Vík í Mýrdal en hann býr nú í Grindavík ásamt eiginkonu sinni Þuríði (Lollu) Gísladóttur og tveimur börnum þeirra.Reykjanes Geopark verkefnið hefur nú skilað skýrslu til Global Geoparks Network en hún er svar við erindi matsnefndar UNESCO sem tók svæðið út í kjölfar um-sóknarinnar. Þurfti að þeirra mati að vinna í nokkrum þáttum og svarar skýrslan því þ.e. útlistar hvað hafi verið gert og hvað áætlað sé að vinna á næsta ári. Faghópur mun taka skýrsluna til umsagnar og endanleg ákvörðun verður tekin á haustfundi samtakanna í septem-ber.Eggert er bjartsýnn og segist vona það besta.„Mér finnst við hafa gert mjög margt á þeim stutta tíma frá því að verkefnið hófst. Við erum í raun mjög ungur jarðvangur og höfðum starfað í stuttan tíma þegar við sóttum um. Sem dæmi má nefna að danskur jarðvangur sem sótti um að komast inn í fyrra hafði verið starfræktur í 10 ár. En hvern-ig sem fer þá mun öll sú vinna sem ráðist hefur verið í nýtast svæðinu og íbúunum hér.”

En hvað er Geopark?„Geopark er svæði sem er einstakt á heimsvísu og hefur að geyma einstakar jarðminjar og merkilega menningarsögu. Reykjanesið hefur allt til að bera til þess að hljóta þessa vottun en matsaðilar sögðu okkar sérstöðu liggja í því að við búum á eldfjallaskaga og hér er jarðhiti sem við höfum verið að

nýta okkur. Hér eru fornar göngu-leiðir í hrauninu og fjölbreyttar gerðir eldstöðva en allt þetta er tilkomið vegna flekaskilanna og Atlantshafshryggjarins sem gengur hér á land. Þetta er sérstaða sem við þurfum að draga frekar fram í okkar markaðssetningu.”

Í dag eru starfandi yfir 100 jarð-vangar í heiminum, hverju mun vottunin skila okkur?„Vottunin er mikil viðurkenning fyrir þá sem starfa á svæðinu í dag og skapar tækifæri til vöruþróunar og nýsköpunar sem byggir á sér-stöðu svæðisins. En þetta styrkir líka stöðu svæðisins í markaðs-legu tilliti og á vonandi eftir að efla þekkingu íbúa á svæðinu um sögu og sérstöðu þess. Fyrst og fremst er þetta fyrir rekstraraðila á svæð-inu, sem geta nýtt sér Reykjanes Geopark til framdráttar, með því að kenna sig við það.”

Eggert tekur fram að Reykjanes Geopark fjalli ekki bara um jarð-fræði. „Sérstaða okkar liggur líka í menn-ingunni og því hvernig samfélagið á Suðurnesjum hefur þróast í gegnum aldirnar. Þar má nefna matarmenningu en þar liggja tæki-færi fyrir veitingaaðila en rann-sóknir hafa sýnt að með því að setja logo Geopark á vörurnar má auka eftirspurn og sölu.

Mikilvægt samstarf Reykjanes Geopark er samstarfs-verkefni sveitarfélaganna á svæð-inu en samstarfsaðilar eru jafn-framt Keilir, Þekkingarsetur Suður-nesja, Bláa lónið, Ferðamálasamtök Reykjaness, HS orka og Heklan, at-vinnuþróunarfélag Suðurnesja. Að

sögn Eggerts er mikilvægt að með samstarfinu hafa sveitarfélögin komið sér saman um ákveðna forgangsröðun og uppbyggingu á svæðinu.„Markmiðið er að byggja upp þetta svæði og leggja í sameigin-legan sjóð og okkur hefur gengið vel að sækja mótframlög. Á síðsta ári fengum við 5 milljónir frá sam-starfsaðilum en mótframlög úr öðrum sjóðum upp á 8 og hálfa milljón.Nú er verið að vinna deiliskipulag á Reykjanesi og þegar uppbygg-ingu er lokið þar erum við komin með ferðamannaveg sem tengir saman svæðið. Þar má nefna marga áhugaverða staði eins og Hafnar-berg, Brú milli heimsálfa og Vala-hnúk. Svo gætir þú haldið áfram og tekið Ósabotnaveginn og farið út í Garð, þá ertu kominn með stærri leið eða lengri.”

Eggert leggur áherslu á að það taki tíma að skipuleggja svæði og ná samningum við landeigendur en á sama tíma hafi verið lögð áhersla á innri markaðssetningu og fræðslu um svæðið sem sé ekki síður mikil-vægt.„Það sem mér finnst ganga vel er áherslan á að koma því á fram-færi hvað Reykjanesið er merki-legt svæði, við verðum jú að byrja á sjálfum okkur. Við gáfum út grallarabókina fyrir elstu börn leik-skóla og ynstu börn grunnskóla og munum halda áfram að þróa námsefni í samstarfi við kennara. Ný gestastofa í Duushúsum leikur stórt hlutverk í fræðslunni og hug-myndin er að byggja upp net þeirra í þéttbýlisstöðum á svæðinu sem hugsanlega verða sérhæfðari og erum við komin með fjármagn í aðra gestastofu. Allt miðar þetta að því að koma fræðslu á framfæri, þú gengur betur um landið ef þú veist hversu verðmætt og fallegt það er - ef þú þekkir til svæðisins. Það er líka mikilvægt að það komi fram að Reykjanes Geopark er ekki bara

fyrir ferðamenn, það er ekki síður fyrir íbúa á svæðinu en markmiðið er að auðvelda þeim aðgengi að náttúruperlum í nágrenninu.

Með skilgreindum ferðamanna-vegi á Reykjanesi skapast tækifæri fyrir þjónustuaðila sem vilja nýta sér þann mikla fjölda sem fer um svæðið en gamlar tölur segja gesti vera 200.000 árlega. með bættri að-stöðu mætti fjölga þeim að sögn Eggerts en í deiliskipulagi á Reykja-nesi er gert ráð fyrir þjónustuhúsi.

„Jarðvangurinn er í raun bara þró-unarverkefni og markmið hans er að byggja upp áfangastaði eða án-ingastaði. Það er hins vegar ekki verkefni jarðvangsins að reisa eða reka veitingstað eða kaffihús. Það er okkar hlutverk að koma á fram-færi sérstöðu svæðisins til þess að aðrir geti nýtt sér það til verðmæta-sköpunar. það er von okkar að menn nýti sér það tækifæri.”

Skilgreindir hafa verið 55 áhuga-verðir staðir í sveitarfélögum á Reykjanesi sem þykja merkilegir jarðfræðilega og menningarlega. Ætlunin er að sögn Eggerts að gera þessa staði aðgengilegri m.a. með fræðsluskiltum en það verður gert í samráði við viðkomandi sveitar-

félög og landeigendur til lengri tíma.

„Reykjanes Geopark á bara eftir að verða meira áberandi á næstu árum og þegar ég lít til baka hefur heilmikið gerst á þessum tveimur árum þrátt fyrir að okkar fjármagn sé mun minna en það sem aðrir jarðvangar úti í heimi hafa.

Nú er verið að vinna deiliskipulag fyrir Reykjanes og Brimketil. Þá er unnið að uppsetningu á þriðja tug fræðsluskilta. Markmiðið er ekki bara að fjölga ferðamönnum heldur líka að fá þá sem þegar sækja svæðið til að dvelja þar lengur. Eins má búast við því að samsetning þeirra sem heimsækja svæðið breytist sem og eðli heim-sóknanna. Þó svo við fáum ekki aðild að sam-tökunum í ár þá nýtist sú mikla vinna sem farið hefur í verkefnið íbúum á Suðurnesjum og gestum þeirra, s.s. uppbygging áningar-staða, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, fræðsluefni, áætlanir og stefnumótun, en ekki síst aukið samstarf ólíkra aðila”

Reykjanes jarðvangur sækir um inngöngu í Global Geoparks Network:

Margt áunnist á stuttum tímaEggert Sólberg Jónsson er verkefnastjóri Reykjanes Geopark verkefnisins sem hófst árið 2012 með skipan stjórnar og ráðningu

verkefnastjóra en markmiðið er að hljóta alþjóðlega vottun Global Geoparks Networks en það eru samtök sem eru studd og vernduð af UNESCO.

Jarðvang-urinn er í raun bara þró-unarverkefni og markmið hans er að byggja upp áfangastaði eða áningastaði

Eggert ásamt Rúnari Vignissyni líffræðingi hjá Náttúrustofu Suðvesturlands að hæla gönguleið á Reykjanesi vorið 2014.

Glæsileg gestastofa Reykjanes Geopark opnaði í Duushúsum á árinu

Eggert og Þuríður Ara-dóttir verkefnastjóri

Markaðsstofu Reykja-ness ásamt úttektarað-ilum í Seltúni júní 2013.

Fjögur innkomuhlið hafa verið sett upp í Reykjanes Geopark

Page 5: 29 tbl 2015

15-1

614

- HV

ÍTA

SIÐ

/ SÍ

A

Byrjaðu fríið fyrr og njóttu lífsins #wheninKEF

Besti flugvöllur í Evrópu

Ferðalög eru uppbrot og ævintýri – tími til að njóta þess sem lífið býður upp á. KEF er upphafsreiturinn, staður til að láta ýmislegt eftir sér.

Gefðu þér tíma til að njóta

#wheninKEF

Ferðin hefst íflugstöðinni

#wheninKEF

Hágæðavörur á frábæru verði#wheninKEF

Mundu að deila upplifuninni

#wheninKEF

Nú er meira pláss, betri aðstaða, fjölbreyttari veitingar og meira vöruframboð á Keflavíkurflugvelli.

Page 6: 29 tbl 2015

6 fimmtudagur 23. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

vf.isvf.is

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000Páll Ketilsson, sími 421 0004, [email protected] Bragi Bárðarson, sími 421 0002, [email protected] Björt Þórðardóttir, [email protected]ður Friðrik Gunnarsson, [email protected]ús Aðalsteinsson, sími 421 0001, [email protected]íkurfréttir ehf.Þorsteinn Kristinsson, [email protected], sími 421 0006

Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected]ís Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected] eintök.Íslandspósturwww.vf.is og kylfingur.is

ÚTGEFANDI:AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN:

RITSTJÓRI OG ÁBM.:FRÉTTASTJÓRI:

BLAÐAMENN:

AUGLÝSINGASTJÓRI:UMBROT OG HÖNNUN:

AFGREIÐSLA:

PRENTVINNSLA:UPPLAG:

DREIFING:DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA:

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáaug-lýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðju-

dögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.

Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið [email protected]. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri

útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

„Þetta eru mjög merk tímamót að okkar mati. Við erum búin að upplifa bæði hæðir og lægðir í gegnum árin og erum á ágætum stað í dag,“ segir Oddur Jónsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ægis í Garði, sem fagnaði 80 ára afmæli á dögunum. Oddur hefur sinnt formennskunni í 19 ár og gengur að eigin sögn illa að hætta. Hann segir helstu breytingar á þeim árum sem hann hefur starfað vera þær að meira hafi verið um sjóútköll áður en aðal-lega sé um að ræða óveðursútköll núna. Svo hafi fólk minni tíma fyrir þetta starf en áður. „Það vill enginn taka við. Það fylgir því gífurleg vinna að starfa í þessu. Þetta nýst ekki bara um fundi og útköll. Unga fólkið er ekki tilbúið að fórna eins miklum tíma og áður. Það er svo mikil afþreying og annað í boði í dag og erfiðara að fá menn í ýmiss verkefni, sem kannski eðlilegt er. Ég held að sjálfboðaliðastarfið muni smátt

og smátt líða undir lok ef engin breyting verður á. það þarf að huga að þessum hlutum til fram-tíðar en þetta sleppur ennþá.“

Vilja fleiri konur í starfiðVirkir á útkallsskrá sveitarinnar eru 17 í dag, allt karlar. Oddur von-ast til að fleiri konur sýni björg-unarsveitarstarfinu áhuga og er vongóður eftir að unglingadeildin var rifin upp fyrir fjórum árum. „Hún hefur verið nokkuð virk hjá okkur. Þar hafa verið stelpur líka og þær eru jafnvígar og strákarnir. Það þarf öll sjónarmið í þetta.“

Spurður um helstu styrkleika björgunarsveitar í fámennu sveitar-félagi segir Oddur þá tvímælalaust vera velvilja íbúanna á svæðinu, „það er aðal málið finnst mér, sem gerir þetta að góðu starfi. Íbúarnir hafa stutt okkur mjög vel þegar við höfum selt neyðarkallinn og í ýmsum fjáröflunum.“

Ferðahýsageymsla stærsta tekjulindinÆgir hefur aðstöðu í Gauksstaða fiskihúsunum sem eru 2000 fm og segir Oddur það vera mjög hentugt og gott. „Það tók mörg ár að laga það og endurbæta og nánast allt unnið í sjálfboðavinnu. Við leigjum það að stórum hluta til á veturna undir fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Það er okkar aðal tekjulind.“ Oddur er spurður að lokum hvaða kostir bíði þeirra sem langi til að starfa með björgunarsveit. „Hjá okkur hefur þetta verið sami félagsskapurinn í nokkur ár. Þetta er mjög góður félagsskapur og hell-ings lærdómur. Bæði um landið og annað því við þurfum í útköllum að fara út á land til að sinna leit og ýmsum verkefnum. Þetta er góð útivist og ef fólk vill halda sér í formi þá á það endilega að hugsa um að ganga í svona sveit. Það er bara góð tilfinning að geta hjálpað samborgunum sínum ef eitthvað bjátar á,“ segir Oddur að endingu.

Oddur Jónsson formaður í ræðustól á 80 ára afmælinu.

Björgunarsveitin Ægir fagnar 80 ára afmæli:

Velvilji íbúanna stærsti styrkleikinn-Unga fólkið minna tilbúið í sjálfboðaliðastarf en áður.

Frá afmælishófinu á dögunum.

Þyrla frá landhelgisgæslunni kom í heimsókn á afmælinu.

Aldís er mætt. Stútfull af ljúffengum, lífrænum ávöxtum og fáanleg í tveimur bragðtegundum. Í henni er helmingi minni sykur en í hefðbundnum frostpinnum og hún inniheldur engin tilbúin bragð– og litarefni. Takið vel á móti henni.

Með lífrænum jarðarberjumMeð lífrænum ástaraldinumMeð lífrænum ástaraldinum

Ævintýri ungs manns við smábátahöfnina í Grófinni

í Keflavík endaði illa í gærkvöldi þegar hann missti stjórn á BMW bíl sínum sem endaði út í sjó. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum sagðist ungi maður-inn hafa misst stjórn á bíl sínum þegar bensíngjöfin festist í botni og við það fór bifreiðin á mikilli ferð upp á gangstétt, þaðan upp á og yfir grjótgarð og endaði svo á kafi út í sjó. Tveir ungir menn voru í bifreiðinni og komust þeir báðir út, ómeiddir en báðir blautir og kaldir. Eitthvað mun þó hafa gengið á áður en bifreiðin endaði út í sjó því að þó nokkuð var um spólför á bifreiða-stæðunum við smábátahöfnina sem og hemlaför. Bifreiðin var svo hífð upp úr sjónum með kranabíl.

Tveir menn sluppu ómeiddir þegar bifreið þeirra endaði út í sjó:

Spólævintýri á bryggjunni endaði illa

Page 7: 29 tbl 2015

Aldís er mætt. Stútfull af ljúffengum, lífrænum ávöxtum og fáanleg í tveimur bragðtegundum. Í henni er helmingi minni sykur en í hefðbundnum frostpinnum og hún inniheldur engin tilbúin bragð– og litarefni. Takið vel á móti henni.

Með lífrænum jarðarberjumMeð lífrænum ástaraldinumMeð lífrænum ástaraldinum

Page 8: 29 tbl 2015

8 fimmtudagur 23. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-ferðaþjónusta

„Öll herbergin hjá okkur eru með sér baðherbergi og mjög rúmgóð. Þau teljast tveggja manna en ef hjón eru með tvö börn með sér er nóg pláss fyrir þau í svefnsófa sem er í fimmtán herbergjum af alls sautján,“ sagði Kristófer Þorgrímsson, einn af eigendum Hótel Grásteins sem staðsett er að Bolafæti 11 í Njarðvík, í samtali við Víkurfréttir.Hótel Grásteinn opnaði formlega þann 1. júlí í fyrra. Kristófer sagði að hótelið hefði opnað eftir miklar endurbætur á húsinu sem hafi tekið alls þrettán mánuði. Nánast allt var endurnýjað í húsinu að sögn Kristófers og allt var smíðað nýtt inn í það.Hótelið er með samtals sautján, tveggja manna herbergi en þar af eru 15 herbergi með svefnsófa þar sem tveir í viðbót geta auðveld-lega sofið. Þá er eitt herbergi inn-réttað sérstaklega fyrir fatlaða. Stór og góður veitingasalur er á hótelinu þar sem gestir geta fengið sér morgunmat á glæsilegu hlað-borði. Þá er hægt að ganga út á pall úr veitingasal þar sem hægt er að njóta veðursins og jafnvel skella á grillið.„Við létum innrétta eitt herbergi sérstaklega fyrir fatlaða og fengum tvo fatlaða einstaklinga til að koma

og taka herbergin út hjá okkur áður en við opnuðum. Þeir voru mjög sáttir við hvernig til tókst og erum við því mjög stolt af útkomunni.“ Kristófer sagði að herbergið fyrir fatlaða væri töluvert pantað og því augljós þörf fyrir það. Samtals geta 50 gestir verið á hótelinu í einu að sögn Kristófers. Framkvæmdir hófust við að breyta þessu gamla iðnaðarhúsnæði, sem áður var m.a. lager fyrir Íslenskan markað í yfir 30 ár, í maí í fyrra. „Ég og synir mínir fjórir unnum þetta níutíu prósent sjálfir, með annarri vinnu og keyptum bara út vinnu múrara og rafvirkja. Þetta var mikil vinna en um leið mjög skemmtilegt að sjá þetta verða að veruleika. Við fengum svo þá Víkurásmenn til að smíða innréttingar og þeir smíðuðu allt inn í hótelið, allar innréttingar, hurðir og meira að segja náttborðin á herbergjunum.“Það hefur lengi loðað við Suður-nesin að hingað komi ferðamenn og stoppi aðeins stutt, flestir í eina nótt á leið sinni til og frá landinu. Kristófer sagði þetta rétt hvað varð-aði gesti á hótelinu hjá þeim. „Jú jú þetta er alveg tilfellið. Langflestir gestir hjá okkur gista bara í eina nótt en þó er töluvert um það að fólk komi og gisti í þrjár til fjórar nætur. Sumir gista jafnvel alveg

upp undir viku en það er þó ekki mikið um það. Við erum mjög sátt þegar fólk gistir lengur en í eina nótt því þá er minna um þrif og þvott,“ sagði Kristófer hlægjandi.Blaðamaður Víkurfrétta heim-sótti Kristófer fyrir hádegi og sagði Kristófer að nýtingin hjá þeim væri mjög góð núna í sumar. „Það voru 40 manns í morgunmat hérna í morgun hjá okkur og sumarið er búið að vera mjög gott og vetur-inn lítur einnig vel út hvað varðar bókanir.“ Kristófer sagði að síð-asti vetur, sem jafnframt var fyrsti veturinn þeirra, hafi verið nokkuð erfiður. En við bjuggumst svo sem alveg við því enda vorum við ný á markaðnum. Það tekur alveg um tvö ár að verða sýnilegir á mark-aðnum og skapa sér orðspor þann-ig að það var ekkert öðruvísi en við bjuggumst við. Núna er hins vegar nóg að gera og framhaldið mjög gott með bókanir. Þetta er fjöl-skyldufyrirtæki hjá okkur, sonur minn Þorgrímur Kristófersson er hótelstjóri, hérna starfa samtals 6 starfsmenn allt árið og við erum mjög bjartsýn á framhaldið enda fjölgar ferðamönnum mikið og Suðurnesin hafa upp á mikið að bjóða fyrir þá,“ sagði Kristófer að lokum.

Hótel Grásteinn í Njarðvík hefur starfað í rúmt ár:

„Veturinn hefur alltaf verið mjög góður hjá okkur. Við erum auð-vitað að selja mikið út á norður-ljósin eins og nafn hótelsins gefur til kynna. Það sem kemur okkur mjög til góða hér, er að við erum fyrir utan þéttbýli og hér er ekki mikil lýsing og þar af leiðandi lítil ljósmengun og það nýtist okkur mjög vel,“ segir Friðrik Einars-son, stjórnarformaður hótelsins Northern Light Inn sem staðsett er við Svartsengi, rétt við Bláa lónið. „Þess vegna er staðsetn-ing hótelsins kjörin til að skoða norðurljósin og því er veturinn hjá okkur alltaf mjög sterkur. Á sumrin erum við svo bara á sama markaði og allir hinir og þá nýtist okkur vel nálægðin við flugvöll-inn og Bláa lónið.“

Frægðarhöll TripadvisorFriðrik sagði í samtali við Víkur-fréttir að nýtingin væri það góð að verið væri að fjölga starfsfólki um tvo starfsmenn þessa dagana. „Það eru svona smá áherslubreytingar í gangi og því þurfum við að fjölga um tvo starfsmenn í móttökunni hjá okkur.“ Þá sagði Friðrik að eig-endur hótelsins væru mjög stoltir þessa dagana. „Við vorum að fá verðlaun frá netsíðunni tripadvisor inn á svokallað „Hall Of Fame“ hjá þeim. Ef þú færð hæstu einkunn hjá þeim fimm ár í röð, eins og

við höfum gert, þá dettur þú inn i þetta „Hall Of Fame“ hjá þeim. Við höfum alla tíð fengið mjög góða einkunn frá gestum inn á bæði booking.com og eins á tripadvisor og það er að skila sér gríðarlega vel í bókunum hjá okkur. Við erum auðvitað bara mjög stolt og ánægð með það enda skilar það sér í góðri nýtingu allt árið.“Hótel Northern Light Inn var byggt og tekið í notkun árið 1983 en nú-verandi eigendur tóku við rekstr-inum árið 1995. Þeir eiga því 20 ára starfsafmæli núna þann 4. ágúst. Árið 1995 ráku þau þetta undir nafninu Hótel Bláa lónið. Systkinin Friðrik og Kristjana Einarsbörn keyptu reksturinn ásamt Bláa lón-inu árið 1995 en árið 2002 dró Bláa lónið sig út úr rekstrinum og síðan hafa þau systkinin rekið hótelið og veitingastaðinn. Hótelið er með 32 herbergi og einnig er veitinga-staðurinn Max´s rekinn af þeim systkinum á hótelinu, en veitinga-staðurinn tekur 150 manns í sæti.

Hæðir og lægðir í tuttugu ár„Kristjana systir hefur verið hérna á hótelinu síðustu 20 árin alla daga ársins, allt árið um kring,“ sagði Friðrik. Hann sjálfur er búinn að vera í stjórn fyrirtækisins alla tíð frá því þau keyptu hótelið en það var ekki fyrr en á síðasta ári sem hann fór hann að sinna daglegum

störfum á hótelinu. „Það kom nú bara til vegna þess að álagið á Kristjönu var orðið alltof mikið. Við höfum séð á þessum 20 árum mikið af hæðum og lægðum í að-sókn og umferð ferðamanna og akkúrat núna er auðvitað mjög mikil fjölgun ferðamanna. Viið finnum vel fyrir því hvað varðar aðsókn hjá okkur. Það var því alveg orðið tímabært að ég kæmi líka til starfa í fullt starf,“ sagði Frið-rik. Kristjana systir Friðriks er titl-aður framkvæmdastjóri og hann stjórnarformaður en Friðrik sagði að þau væru nú voðalega lítið að velta því fyrir sér hver hefði hvaða titil. „Við göngum bæði í öll störf, sama hvort það er í móttöku, eld-húsi eða þrif þannig að titlar eru ekkert að þvælast fyrir okkur.“Óttist þið ekki samkeppnina við hið nýja fyrirhugaða hótel Bláa Lónsins?„Nei nei alls ekki. Við bara fögnum samkeppninni. Hún sér til þess að maður þarf alltaf að vera á tánum. Þeir eru auðvitað að byggja fimm stjörnu hótel sem er bara frábært og eykur flóruna í gistimögu-leikum ferðamanna í landinu og var í raun alveg orðið tímabært að fá hingað fimm stjörnu hótel. Þetta er ekki sami markhópurinn hjá þeim og okkur þannig að við óttumst samkeppnina ekki,“ sagði Friðrik að lokum.

Hótel Northern Light Inn á tuttugu ára starfsafmæli í ágúst:

Norðurljósin stór ástæða góðrar nýtingarLítil ljósmengun kemur sér vel

Séð yfir glæsilegan veitingasal Hótel Grásteins

Þorgrímur Kristófersson á útisvæði gesta hótelsins

Gamalt iðnaðarhúsnæði gert að fimmtíu herbergja hóteli-„Mikil vinna við þrif og þvott“ segir Kristófer Þorgrímsson einn af eigendum hótelsins

Page 9: 29 tbl 2015

9VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 23. júlí 2015

VILTU STARFA VIÐ LÆKNINGALIND BLÁA LÓNSINS?

Vegna stækkunar á Lækningalind Bláa Lónsins leitum við að samviskusömum og duglegum starfsmönnum til að starfa í vaktavinnu við þrif á herbergjum og öðrum rýmum í Lækningalind. Um framtíðarstörf er að ræða.

Lækningalind er staðsett í einungis 10 mínútna göngufjarlægð frá Bláa Lóninu. Í hótelhluta Lækningalindar er verið að tvöfalda gistirými og verða 35 fallega hönnuð herbergi í boði frá og með haustinu.

Hæfniskröfur• Sjálfstæði í vinnubrögðum• Snyrtimennska og nákvæmni• Góð samskipta- og samstarfshæfni• Góð íslensku- og/eða enskukunnátta• Rík þjónustulund• Áreiðanleiki og stundvísi

Nánari upplýsingar um starfið veita Þorbjörg Jónsdóttir rekstrarstjóri Lækningalindar og Rakel Heiðmarsdóttir mannauðsstjóri í síma 420 8800.

Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn í gegnum heimasíðu Blue Lagoon www.bluelagoon.is/atvinna þar sem fyllt er út almenn umsókn.

Umsóknarfrestur er til og með 30. júlí n.k.

Bláa Lónið hefur margsinnis verið valinn einn besti spa staðurinn á heimsvísu og hefur hlotið nafnbótina „Eitt af 25 undrum veraldar“ að mati National Geographic. Bláa Lónið er tóbakslaus vinnustaður og þar starfa um 370 starfsmenn.

pósturu [email protected]

Bláfáninn dreginn að húni í Bláa Lóninu í 13. sinn

Alþjóðlega umhverfisviðurkenningin Bláfáninn dreginn að húni í Bláa Lóninu í 13. sinn. Bláa Lónið hefur flaggað Bláfánanum árlega frá árinu 2002. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda.

Salome Hallfreðsdóttir, verkefnisstjóri Bláafánans hjá Landvernd, af-henti Bláfánann fyrir hönd Landverndar. Í máli hennar kom m.a. fram að Bláa Lónið er einn tveggja staða á Íslandi sem flaggar Bláfánanum árið um kring.

Meginmarkmið Bláfánaverkefnisins er bætt umhverfisstjórnun, góð hreinlætisaðstaða, gæði vatns, gott aðgengi að upplýsingum um þjón-ustu á viðkomandi svæði og slysavarnir. Mikilvægur liður í Bláfána-verkefninu er að efla almenna umhverfisvitund og er það gert með lifandi fræðslu og upplýsingum um náttúru og viðkvæm svæði á Bláfánastöðum.

Alþjóðlega umhverfisviður-kenningin Bláfáninn var

dreginn að húni í Bláa Lóninu í 13. sinn. Bláa Lónið hefur flaggað Bláfánanum árlega frá árinu 2002. Bláfáninn er alþjóð-leg viðurkenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Salome Hallfreðsdóttir, verkefnis-stjóri Bláafánans hjá Landvernd, afhenti Bláfánann fyrir hönd Landverndar. Í máli hennar kom m.a. fram að Bláa Lónið er einn

tveggja staða á Íslandi sem flaggar Bláfánanum árið um kring.Meginmarkmið Bláfánaverk-efnisins er bætt umhverfis-stjórnun, góð hreinlætisaðstaða, gæði vatns, gott aðgengi að upp-lýsingum um þjónustu á við-komandi svæði og slysavarnir. Mikilvægur liður í Bláfánaverk-efninu er að efla almenna um-hverfisvitund og er það gert með lifandi fræðslu og upplýsingum um náttúru og viðkvæm svæði á Bláfánastöðum.

Bláfáninn dreginn að húni í Bláa lóninu í 13. sinn

-fréttir pósturu [email protected]

„Þetta er svona stígandi aukn-ing í gistingu hjá okkur, um 10-15%. Við erum búin að vera þarna í þrjú ár. Vegna staðsetn-ingarinnar höfum við fengið beinar fyrirspurnir frá ferða-skrifstofum og þær hafa aukist mikið. Við erum hvorki að aug-lýsa né kynna hótelið mikið, staðsetningin gerir það mikið til sjálf,“ segir Hjalti Sigurðsson, hótelstjóri Hótels Smára, sem staðsett er við Flugstöð Leifs Ei-ríkssonar. Hlutfall erlendra ferðamanna sem gistir á Hótel Smára yfir sumarið segir Hjalti vera vel yfir 90% en töluvert af Íslendingum nýti sér gistingu þar á veturna. „Fólk utan af landi kemur og gistir nóttina fyrir flug í stað þess að gista í Reykjavík og þurfa að vakna miklu fyrr. Það hrúgast ekki lengur allir til Reykjavíkur því víða er boðið upp á gistingu miklu nær flugstöðinni.“

Hjalti segir að honum finnist hug-myndin um Reykjanes sem þjóð-garð, Jarðvang, mjög spennandi. „Það yrði gaman að sjá verða að veruleika að að ná sambandi við ferðaaðila á Suðurnesjum til að skoða nágrennið og þennan væntanlega þjóðgarð og kynna um leið svæðið. Aðstaða og annað á svæðinu þyrftu þá kannski að byggjast meira í kringum það, á þessari leið. Þetta er spennandi svæði og ég held að það sé sókn í því að kynna gestum þetta.“

Hótelstjóri Hótels Smára við FLE segir sókn í Jarðvangi:

Staðsetningin selur sig sjálf

Ljósmynd:www.hotelsmari.is

Page 10: 29 tbl 2015

10 fimmtudagur 23. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal pósturu [email protected]

Ferðalagið hófst þann 26. júní og því höfðu hjónin verið á

ferðalagi í tæpan mánuð þegar traktorinn rann í hlað á heimili þeirra í Vogunum. Það fyrsta sem þau gerðu var að opna um-slag frá lögreglunni með sektar-boði en hún var ekki alveg sátt við aðbúnað farþegans á vagn-inum sem vafalaust hefur ekki uppfyllt ítrustu öryggiskröfur. Bréfið kætti þau hjónin nokkuð og sagðist Helgi ekkert skilja í því af hverju hann hafi ekki verið tekinn af löggunni, þetta sé lítið jafnrétti. Þá var Júlía undir stýri en þau hjónin skiptust á að keyra á leiðinni.

En hvernig datt þeim þetta í hug?„Bara af því að við erum svoldið klikkuð”, segir Júlía og hlær. „Það var búið að gera upp traktorinn og þá fer maður að hugsa: í hvað á maður að nota þetta?“, segir Helgi. „Við fórum norður fyrir Kjöl fyrir 15 árum og þá sögðu allir „Já, þið fóruð hringinn“, þá fannst mér ég þurfa að kvitta undir það og fara bara hringinn.“

Traktor úr EyjafirðiTraktorinn fundu þau í Eyjafirð-inum árið 1993. „Við vorum búin að keyra um og leita að þessum traktor í tvö ár, ég var ástfanginn af þessari traktorstegund og það kom ekkert annað til greina í mínum huga. Við vorum í heimsókn þarna og ég fer á næsta bæ og spyr kon-una þar hvort hún haldi að þessi traktor væri falur. „Nei, Nei“- sagði hún, „það er svo mikill sérvitringur

sem á hann“. Ég kem að máli við bónda úti á túni, býð góðan daginn og spyr hvort ég megi kaupa trak-torinn. Hann svaraði strax um hæl: „Þú mátt eiga hann“. Ég pantaði strax krana frá Akureyri og fór ekki af lóðinni fyrr en ég var búinn að setja hann upp á bíl. Svo fór ég daginn eftir og hjálpaði honum að heyja og ári seinna málaði ég með honum þakið, það var voða skemmtilegt. Þá var karlinn búinn að eiga málningu í 5-10 ár en þorði aldrei upp á þakið að mála. Ég held samt að bestu launin hans hafi verið þegar ég sýndi honum mynd af traktornum þegar ég var búinn að gera hann upp.“

Þau hjónin segja að ferðamátinn hafi ekki verið slæmur en þó hafi verið nokkuð kalt á leiðinni.„Við vorum alltaf kappklædd bæði tvö og í kuldagalla og áttum von á betra veðri. Ég tók með mér stutt-buxur og ermalausan bol en ég gat aldrei notað það“, segir Júlía og hlær.

Rokið undanfarna daga kom ekki að sök en versta veðrið var að þeirra sögn í Mýrdal. „Þá þurftum við að fara í var við Skeiðflatar-kirkju. Við bara keyrðum að kirkjunni og stungum okkur inn í tjaldið. Leyfðum þessu bara að rigna og djöflast.“Mákona Júlíu kom þá sem himna-sending með heita kjúklingasúpu. „Hún hélt að við værum illa haldin, systir mín var búin að koma áður á Hellu þar sem við vorum blaut og hrakin með kaffi og fínerí en

þau voru í sumarbústað í grennd-inni. En almennt bauð fólk okkur í kaffi, stóð niður á vegi og bendi okkur að koma. Það var okkar mesta skemmtun á ferðinni, við þáðum öll boðin og spjölluðum við bændur á hverjum stað“.Þau hjónin fengu góðar móttökur á Freysnesi en þá hafði Helgi orð-ið fyrir því óhappi að skera sig á höndum. „Ég var að mynda Júlíu þegar hún fór yfir Skeiðarárbrúna og tók Skeiðarárhlaupið bókstaf-lega, hljóp meðfram traktornum og datt um vírnet á dekkinu“. Þar sem Helgi er á blóðþynningarlyfjum blæddi mikið og þau kláruðu um-búðirnar sínar. Þegar þau koma að Freysnesi til að taka bensín og fara að sofa taka á móti þeim ungar stúlkur í versluninni sem sáu þau koma. „Þær opnuðu veitingastað-inn, færðu okkur sjúkrakassa og kaffi og þá gátum við lokað sárinu. Svo kom sjálfur vertinn daginn eftir og bauð okkur að borða á hótelinu. Svona var þetta alla ferðina og allir svo hlýlegir.“

Þau fengu líka góðar móttökur í Víðidalnum en þar er bær er nefn-ist Hippakot rétt við Gauksmýri. „Þar koma menn keyrandi á móti okkur og benda okkur að koma niður og sýndu okkur jeppa sem þeir voru búnir að gera upp. Ég spyr svo einn manninn hvort ég geti fengið að hlaða símann minn hjá honum og þá útbýr hann hleðslutæki fyrir traktorinn. Að því loknu buðu þeir okkur inn og vildi svo til að ég átti afmæli. Þar var búið að baka pönnukökur með

rjóma og þegar þeir sögðu: Fyrst þú átt afmæli verðum við að skála í Baylies.“

Júlía fingurbrotnaði rétt fyrir ferð-ina en lét það ekki aftra sér. „Ég starfa á slysa- og bráðadeild svo ég sagði þeim í vinnunni að ég hafi bara verið að prófa hvernig væri að vera hinum megin við borðið“, segir hún og brosir. Það truflaði sem betur fer ekki við aksturinn en þau keyrðu aldrei meira en 60 km á dag. „Nema frá Höfn að Djúpa-vogi en þá keyrðum við 100 km en þá var svo ægilega leiðinlegt veðrið - það var það mesta sem við keyrðum á leiðinni.“

En hvað er svona heillandi við það að aka traktor á 10 km hraða hringinn um landið?„Fólk hefur verið að spyrja: Hvað fáið þið út úr því að hanga í kulda-göllum í ískulda á traktor sem fer 10 km á klst? Það reynir á hjóna-bandið, enda þýddi lítið að fara í fýlu og svo er þetta þolinmæðis-vinna - en það gengur þótt hægt fari. Við notuðum tímann til þess að spjalla saman, við spjölluðum við fólk og horfðum út til hægri og vinstri og aftur fyrir - það var ekki nóg fyrir Helga að sjá fram þegar hann er að keyra, hann vill líka snúa öfugur og sjá aftur“, segir Júlía og hlær. Helgi tekur undir þetta og bætir við að náttúran sé svo ægifögur. „Flottasta augna-blikið var við Kvígskerjar: Fjöllin, sjórinn sandurinn, skógurinn og ísinn - allt bar þetta við himininn

í ótrúlega fallegri birtu. Þetta var alveg ógleymanlegt.“

En hvað gera þau núna við traktorinn?„Ég bara þríf hann og strýk honum“, segir Helgi. „Hann fer ekki í annað svona ferðalag, enda vagninn kominn á aldur og tíma. En við montum okkur áfram, til dæmis förum við alltaf á honum til þess að kjósa og keyrum krakka á fjölskyldudeginum í Vogum. Svo förum við á honum til kirkju“. Þessu mótmælir Júlía og segir ekki vera rétt en Helgi er keikur: „Það má ljúga einhverju - það væri rosa-lega flott að fara í kirkju á honum.“

Kemst þótt hægt fari. Hjón úr Vogum á Vatnsleysuströnd fóru hringinn á óvanalegu farartæki:

UNDARLEGT FERÐALAG HJÓNA Á TRAKTOR

Hjónin Helgi Ragnar Guðmundsson og Júlía Halldóra Gunnarsdóttir komu í dag heim úr óvenjulegri ferð hringinn í kringum landið. Segja má að farartækið hafi verið óhefð-bundið, 60 ára traktor af gerðinni Farmall Cub en hann keyrðu þau hjóninn hringveginn með heimasmíðaða kerru í afturdragi sem hýsti svefnherbergi og viðverustað meðan á ferða-laginu stóð.

Hjónin við komuna til Voga alsæl með ferðalagið.

Hjónin prúðbúin í Reykjavíkurferð ásamt syni sínum.

Hér má sjá svefnstað þeirra hjóna meðan á ferðinni stóð.

Page 11: 29 tbl 2015

11VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 23. júlí 2015

Kristbjörg Katla Ólafsdóttir og Matthías Bjarndal Unnarsson.Þau héldu tombólu fyrir utan verslunina Hólmgarð og stóðu sig með mikilli prýði.

Ólafía Rún Guðmundsdóttir og Sólrún Lilja Bragadóttir héldu tombólu hjá Kaskó og gáfu Rauða krossinum andvirðið.

Magnús Orri Lárusson (til vinstri) og Hafþór Smári Sigurðsson héldu tombólu til styrktar Rauða kross-inum og söfnuðu 4540 krónum.

-tombóla pósturu [email protected]

Ólafur Björnsson fv. útgerðar-maður og bæjarfulltrúi í

Keflavík lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sl. mánudagsmorgun, 91 árs að aldri.Ólafur flutti til Keflavíkur fimm ára gamall frá Hnúki í Klofningshreppi í Dalasýslu þar sem hann fæddist.Sextán ára var Ólafur orðinn hausari á togaranum Venus frá Hafnarfirði. Ólafur lauk hinu meira fiskimanna-prófi frá Stýrimannaskóla Íslands 1945. Hann var verkstjóri hjá Togaraút-gerð Keflavíkur 1953-1956. Ólafur rak Baldur hf. í um þrjátíu ár og var í bæjarstjórn Keflavíkur fyrir Alþýðuflokkinn í tuttugu og fjögur ár. Hann átti hugmynd að fyrsta frambyggða bátnum sem smíðaður var við íslenskar aðstæður. Notaði fyrstur skutdrátt við Ísland á Baldri KE 97. Átti frum-kvæði að ýmsum nýjungum við drag-nótarveiðar.Varaþingmaður var Ólafur árin 1978–1979. Formaður Olíusamlags Keflavíkur frá 1966. Í stjórn LÍU og

SÍF og í fjölda nefnda á þeirra vegum 1968–1984. Formaður stjórnar Sam-lags skreiðarframleiðenda 1983–1991. Formaður stjórnar Heilsugæslu Suðurnesja og sjúkrahúss 1986–1990.Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla-víkur og síðar Verkalýðs- og sjó-mannafélag Keflavíkur og nágrenn-is tilnefndi Ólaf sem heiðursfélaga.

Ólafur var einn af aðal-hvatamönnum að stofnun sjómannadeildar VSFK og var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar og gegndi því starfi frá stofnun 1949 til ársins 1961. Þá var hann á sama tíma varaformaður félagsins. Hann var fulltrúi félagsins hjá Sjómanna-sambandi Íslands og sat í fyrstu framkvæmdastjórn sambandsins sem fyrsti varaforseti þess.Ólafur missti konu sína

Margréti Zímsen Einarsdóttur árið 1966. Þau eignuðust sex börn. Af-komendur Ólafs og Margrétar, sem flestir búa í Reykjanesbæ eru komir yfir sextíu. Árið 1970 kvæntist Ólafur Hrefnu Ólafsdóttur sem lifir mann sinn.

Ólafur Björnsson látinn

Maðurinn minn, faðir okkar, tengarfaðir, langafi og langalangafi,

Ólafur Björnsson,Útgerðamaður,

Kirkjuvegi 1 Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 20. júlí sl. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju

þriðjudaginn 28. júlí nk. kl.13:00

Þeir sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Velferðasjóð Keflavíkurkirkju, kt. 680169 5789 0121 05 1151.

Hrefna Ólafsdóttir,Þórir Jóhann,Borgar Unnbjörn,Elín Inga,Sigrún Birna,Björn Guðbrands,og fjölskyldan.

AÐALSKIPULAGSANDGERÐISBÆJAR

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024Skólphreinsistöð við Djúpuvík og frístundabyggð við StafnesBæjarráð Sandgerðisbæjar samþykkti á fundi 14.7.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008 - 2024 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.Tillagan gerir grein fyrir (1) staðsetningu skólphreinsistöðvar og nýrri útrás fráveitu og (2) frístundabyggð við Stafnses ásamt helstu skilmálum. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er auglýst tillaga að deiliskipulagi hreinsistöðvar við Djúpuvík og tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar við Bala á Stafnesi.Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3, Sandgerðisbæ og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík frá og með 23. júlí til og með 3. september 2015. Tillöguna má einnig skoða á heimasíðu Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is.Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til og með 3. september.Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Sandgerðisbæjar, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði, eða til skipulagsfulltrúa, [email protected].

Tillaga að deiliskipulagi í SandgerðisbæHreinsistöð við DjúpuvíkBæjarráð Sandgerðisbæjar samþykkti á fundi 14.7.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skólphreinsistöðvar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.Tillagan gerir grein fyrir lóð fyrir skólphreinsistöð, stærð stöðvar, niðurgrafinni lögn til sjávar ásamt skilmálum. Samhliða deiliskipulagstillögu er auglýst breyting á aðalskipulagi vegna hreinsistöðvar og fráveitu við Djúpuvík.Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3, Sandgerðisbæ frá og með 23. júlí til og með 3. september 2015. Tillöguna má einnig skoða á heimasíðu Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is.Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til og með 3. september.Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Sandgerðisbæjar, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði, eða til skipulagsfulltrúa, [email protected].

Tillaga að deiliskipulagi í SandgerðisbæFrístundabyggð við Bala á StafnesiBæjarráð Sandgerðisbæjar samþykkti á fundi 12.8.2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi frístundabyggð við Bala skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Tillagan gerir grein fyrir 8 lóðum fyrir frístundabyggð. Samhliða deiliskipulagstillögu er auglýst breyting á aðalskipulagi vegna frístundabyggðar við Stafnes.Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3, Sandgerðisbæ frá og með 23. júlí til og með 3. september 2015. Tillöguna má einnig skoða á heimasíðu Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is.Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til og með 3. september.Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Sandgerðisbæjar, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði, eða til skipulagsfulltrúa, [email protected].

Jón Ben Einarsson, skipulags- og byggingarfulltrúi

Page 12: 29 tbl 2015

12 fimmtudagur 23. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Ke f l v í k i n g u r i n n o g hönnuðurinn Halla Bene-

diktsdóttir hefur verið ráðin um-sjónarmaður Jónshúss í Kaup-mannahöfn sem er nú félags-heimili Íslendinga, minningar-safn um Jón Sigurðsson og Ingi-björgu og bókasafn auk þess sem ýmiss félög hafa aðstöðu í húsinu.Halla hefur búið og starfað í Kaup-mannahöfn ásamt fjölskyldu sinni frá árinu 2009 og hefur hún að eigin sögn verið virkur notandi Jónshúss frá upphafi. Það hvarlaði þó ekki að henni að sækja um starf umsjónarmanns þegar hún frétti að það væri laust til umsóknar en eftir áeggjan vinkvenna lét hún til skarar skríða.„Ég mæti í Jónshús nokkrum sinnum í hverri viku. Á laugar-dögum er íslenskuskóli í húsinu og ég hef verið svo heppin að vera kennarinn. Þar fæ ég tækifæri til að kenna stórum hópi af íslenskum börnum íslensku,“ segir Halla en einnig fer fram öflugt félagsstarf í húsinu.„Eitt af hlutverkum Jónshúss er að vera rammi utan um félags-starf hinna fjölmörgu Íslendinga sem búa í Kaupmannahöfn. Ég er í hópi kvenna sem standa fyrir prjónakvöldum en fyrsta fimmtu-dag í hverjum mánuði mæta fé-lagar Garnaflækjunnar í Jónshús með prjónana. Í Jónshúsi er líka fundaraðstaða fyrir hin ýmsu fé-lög Íslendinga, Ég er formaður í einu þeirra og fundum við í Félagi kvenna í atvinnulífinu í Danmörku í Jónshúsi.“Halla hefur fengist við fjölda verk-efna í Kaupmannahöfn, bæði sem kennari og hönnuður. „Ég hef verið að kenna íslenskum börnum í Kaupmannahöfn og Hróarskeldu íslensku sem hefur

verið skemmtileg tilbreyting frá því að prjóna og hanna. Verkefni mín sem hönnuður eru fjölbreytt, ég hef t.d. verið að hanna og prjóna fyrir danskan fatahönnuð, Anne Sofie Madsen og þá hef ég hannað prjónauppskriftir fyrir nýtt íslenskt garn sem heitir einrúm. Nú svo er ég prjónahönnuðurinn Halla Ben að prjóna og hanna mínar eigin vörur,“ segir Halla en hún er þekkt fyrir útfærslu sína og ást á íslensku ullinni.„Ég er heilluð af íslensku ullinni og hef unnið að því að kynna hana hér í Kaupmannahöfn m.a. með því að halda stóra prjónaviðburði. Nú er ég að undirbúa prjónavið-burð undir yfirskriftinni „Íslandske strikkedage“ sem verður haldinn í

september á Nordatlantens Brygge sem er menningarhús Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga.“Verkefnin sem bíða Höllu í Jóns-húsi er fjölmörg, húsið er stórt og rúmar allskonar starfsemi. Halla mun taka við starfinu 1. september og mun hún að eigin sögn leggja sig fram við að feta í fótspor Jóns nú-verandi umsjónarmanns sem hefur unnið gott starf að hennar mati.„Stór hluti verkefnanna er í föstum skorðum en með nýjum starfs-manni koma nýjar áherslur. Ég geri ráð fyrir að setja mig hægt og ró-lega í þetta spennandi starf í ágúst. Okkur hjónum hlakkar mikið til að flytja inn í þetta sögufræga hús og búa á Østervoldgade næstu þrjú árin“.

Halla Ben ráðin umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn

-mannlíf pósturu [email protected]

Hönnun Höllu fyrir einrúm garn.

Steik að hætti Gumma frænda

Aníta Lind Róbertsdóttir er 17. ára Keflavíkurmær sem stundar nám við FS. Hún hefur eytt meirihluta sumarfrísins í Florida. The Weeknd á sumarsmell-

inn og fallegt veður kemur henni í sumarfíling.

Aldur og búseta?17 ára, Keflavík.

Starf eða nemi?Nemi við Fjölbrauta-

skóla Suðurnesja.

Hvernig hefur sum-arið verið hja þér?

Notalegar 5 vikur í Ameríku og ágætir dagar hér heima.

Hvernig á að verja sumarfríinu?

Ég ætla að njóta þess sem eftir er með fjöl-

skyldu og vinum.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?

Geri ekki ráð fyrir að fara neitt lengra en upp í sveit.

Eftirlætisstaður á Íslandi?Mér finnst alltaf nota-

legt á Akureyri.

Hvað einkennir ís-lenskt sumar?

Falleg sólsetur ein-kennir íslenskt sumar.

Áhugamál þín?Það sem hefur verið mér efst í huga síðan ég man eftir mér er allt sem við-

kemur háloftunum og flugi.

Svo er að sjálfsögðu nauð-synlegt að hafa gaman af

hreyfingu og menntun.

Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin?

Ég ferðast meira á sumrin.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?

Ekki ákveðið.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?

Fallegt veður.

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?

Fátt annað en Can't Feel My Face með The Weeknd

spilað í USA, svo það minnir mig helst á sumarið í ár.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?

Landið okkar verður mun fallegra.

En versta?Kuldinn.

Uppáhalds grillmatur?Steik að hætti

Gumma frænda.

Sumardrykkurinn?Vatn, allan ársins hring.

Aní

ta

Lin

d R

óber

tsdó

ttir

UMSJÓN:PÁLL ORRI PÁLSSON

[email protected]

TIL LEIGU

TAPAÐ/FUNDIÐ

ÓSKAST

Laust 1. sept. Húsið er 204m2 með bílskúr. 4 svefnherbergi, verönd

og gróinn garður. Leiga 230 þús. á mánuði + hiti og rafmagn. Vandað og gott hús í alla staði! Samband í

s: 8647166 eða á [email protected]

Til leigu 4. herbergja einbýlis-hús á einni hæð á góðum stað í Garðinum. Leiga er 130 þúsund á mánuði. Laust 1. ágúst. Upp-

lýsingar í síma 699-8241.

Lyklakippa tapaðist á bílastæðinu við Krossmóa 4 (Landsbankann). Kippan er frá Georg Jensen og

með einum lykli. Finnandi vinsamlegast hringi í s. 861-4707 eða skili lyklinum á skrifstofu Víkurfrétta.

Óska eftir 3 herbergja íbúð, get lagt fram þriggja mánaðar trygg-ingu. Meðmæli frá fyrri leigusala.

Hafið samband við mig í síma 863-7576.

BílaviðgerðirPartasala

Kaupum bilaðaog tjónaða bíla

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979www.bilarogpartar.is

- smáauglýsingar

Verið velkomin á samkomu

alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnu-kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

30% afsláttur af eldhúsvöskum og völdum blöndunartækjum!

Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm

11.990

Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm

7.790 (fleiri stærðir til)

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Bol-871 48x cm þvermálÞykkt stáls 0,8mm

7.390

Bol-897 66x43x18cm þykkt 0,8mm

11.490Cisa 43840Eldhústæki

7.490

Cisa 41860Eldhústæki

7.490

Cisa 43789Eldhústæki

5.990

8.393 8.043

5.173

5.243

5.243

4.193 5.453

Fuglavík 18. Reykjanesbæ

Opið 8-18 virka daga

Mikið úrval af vöskum!

Page 13: 29 tbl 2015

13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 23. júlí 2015

Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16

Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18

RAFMAGNSVERKFÆRI

Ljós eik

1.655 kr. m2

Rafhlöðuborvél 12V 2 gíra Liion rafhlaða kr.

11.990

Rafhlöðuborvél 14,4V 2 hraða NI-CD kr.

12.990

Rafhlöðuborvél 18V 2 gíra LiIon rafhl kr.

13.990

Bor / brotvél með höggi SDS Plus 800W með meitlum og borum kr.

13.990

950W 125mm slípirokkur kr.

6.990

255mm Gráðukúttsög 1880W kr.

23.900

Borðsög með 254mm blaði 1500W kr.

37.990

Bor / Brotvél 1200W SDS MAX 0-500 mín kr.

23.990

Mikið úrval frá Maxpro

Hvað ætlar þú að gera í sumar?

Siggeir F. Ævarsson kynningarstjóri GrindavíkurXuÉg er þegar búinn að heimsækja Akureyri og fagna 10 ára stúdentsafmæli

og fara á ættarmót á Dragsnesi.  Í hinu langþráða sumarfríi ætla ég að eyða góðum tíma með stelpunum mínum og taka svo til hendinni í garðinum. Byggja pall, leggja stétt og reisa grindverk. Planið er svo að framlengja sumarið aðeins í september og skella sér í viku til Bandaríkjanna.  Einhvers-staðar þarna inn á milli þarf ég svo að finna tíma til að klára bókina sem ég á að skila af mér í haust!

Keflvíkingurinn Árelía Eydís G u ð m u n d s d ó tt i r s i tu r

sjaldan auðum höndum og hefur hjálpað og ráðlagt fjölda fólks í gegnum árin með skrifum sínum, rannsóknum og ráðgjöf. Í sumar kom út fyrsta skáldsaga Árelíu, Tapað fundið, sem nýtur mikilla vinsælda og trónir víða á toppi sölulista bókaverslana.

„Fólk hefur verið að hafa mikið samband við mig, bæði í einka-skilaboðum á Facebook og í tölvu-pósti. Ég hef verið mjög hissa á hversu mikil viðbrögðin hafa verið. Fólk er almennt, sem betur fer, að lýsa ánægju sinni með bókina. Það er svolítið skemmtilegt að fólk tekur svo misjafna hluti úr bók-inni. Þetta eru konur og karlar, fólk á öllum aldri. Fólk finnur sig í mismunandi aðstæðum. Sumum finnst ákveðinn boðskapur vera í bókinni og öðrum einhver annar,“ segir Keflvíkingurinn Árelía Eydís Guðmundsdóttir.

Erum of föst í einu hlutverkiBókin fjallar um lögfræðinginn Höllu Bryndísi sem fær í hend-urnar ranga ferðatösku þegar hún lendir í London og mikilvægir fundir framundan. Hún situr uppi með allt annan fataskáp en sinn eigin og samhliða því er fylgst með

Höllu Bryndísi leita út fyrir þæg-indaramma sinn með ófyrirsjáan-legum afleiðingum. Árelía segist hafa gaman að því að fjalla um það hvernig fólk getur nýtt mögu-leika sína og tækifæri. „Og þennan þroska sem við erum öll að glíma við. Ef ég myndi bara segja það þá myndi það ná yfir efni bókanna sem ég hef skrifað. Við erum svo-lítið litróf, við eigum ekki að spila bara á eitthvað eitt. Við höfum miklu fleiri möguleika. Við eigum það til að festast svo mikið í einu hlutverki. Við þurfum að nýta lífið með þeim hætt að við skilum ólíkum hlutverkum.“

Leyfi sér ólík skrifÁrelía hefur áður gefið úr tvær bækur, auk þess að skrifa greinar, pistla, bókakafla, stundað rann-sóknir, við þróun mannauðs, veitt ráðgjöf á einstaklingsgrunni og með almennri fræðslu. Auk þess kennir Árelía leiðtogafræði við Há-skóla Íslands. „Það er ekki leiðin-legt í mínu lífi,“ segir Árelía og hlær. „Öllu jöfnu er ég að skrifa um fræðilega hluti sem snúa að leiðtogum og svo hef ég líka leyft mér að vera í skrifum sem eru mjög ólík, s.s. bækurnar og bloggið, sem eru mínar hugleiðingar,“ segir hún og biður að lokum fyrir góðar kveðjur til Suðurnesjamanna.

Þriðja bók Árelíu, en jafnframt fyrsta skáldsagan, hefur heldur betur slegið í gegn:

„Við eigum ekki að spila bara á eitthvað eitt“

KAUPUM OG SELJUM

NOTAÐAR BYSSUR.

ALLAR TEGUNDIR RIFFIL- OG HAGLASKOTA.

BYSSUSKÁPAR FRÁ KR. 54.900,-

VANDAÐAR OG VEIÐNAR FLUGUR

Í FLUGUKOFANUM.SKOÐAÐU ÚRVALIÐ

VÖÐLUTILBOÐVÖÐLUR OG SKÓR KR. 34.995,- Hafnargötu 21 // Sími: 775-3400

ALLT Í SKOTVEIÐINA

Page 14: 29 tbl 2015

13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 23. júlí 2015

Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16

Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18

RAFMAGNSVERKFÆRI

Ljós eik

1.655 kr. m2

Rafhlöðuborvél 12V 2 gíra Liion rafhlaða kr.

11.990

Rafhlöðuborvél 14,4V 2 hraða NI-CD kr.

12.990

Rafhlöðuborvél 18V 2 gíra LiIon rafhl kr.

13.990

Bor / brotvél með höggi SDS Plus 800W með meitlum og borum kr.

13.990

950W 125mm slípirokkur kr.

6.990

255mm Gráðukúttsög 1880W kr.

23.900

Borðsög með 254mm blaði 1500W kr.

37.990

Bor / Brotvél 1200W SDS MAX 0-500 mín kr.

23.990

Mikið úrval frá Maxpro

Hvað ætlar þú að gera í sumar?

Siggeir F. Ævarsson kynningarstjóri GrindavíkurXXÉg er þegar búinn að heimsækja Akureyri og fagna 10 ára stúdentsafmæli

og fara á ættarmót á Dragsnesi.  Í hinu langþráða sumarfríi ætla ég að eyða góðum tíma með stelpunum mínum og taka svo til hendinni í garðinum. Byggja pall, leggja stétt og reisa grindverk. Planið er svo að framlengja sumarið aðeins í september og skella sér í viku til Bandaríkjanna.  Einhvers-staðar þarna inn á milli þarf ég svo að finna tíma til að klára bókina sem ég á að skila af mér í haust!

Keflvíkingurinn Árelía Eydís G u ð m u n d s d ó tt i r s i tu r

sjaldan auðum höndum og hefur hjálpað og ráðlagt fjölda fólks í gegnum árin með skrifum sínum, rannsóknum og ráðgjöf. Í sumar kom út fyrsta skáldsaga Árelíu, Tapað fundið, sem nýtur mikilla vinsælda og trónir víða á toppi sölulista bókaverslana.

„Fólk hefur verið að hafa mikið samband við mig, bæði í einka-skilaboðum á Facebook og í tölvu-pósti. Ég hef verið mjög hissa á hversu mikil viðbrögðin hafa verið. Fólk er almennt, sem betur fer, að lýsa ánægju sinni með bókina. Það er svolítið skemmtilegt að fólk tekur svo misjafna hluti úr bók-inni. Þetta eru konur og karlar, fólk á öllum aldri. Fólk finnur sig í mismunandi aðstæðum. Sumum finnst ákveðinn boðskapur vera í bókinni og öðrum einhver annar,“ segir Keflvíkingurinn Árelía Eydís Guðmundsdóttir.

Erum of föst í einu hlutverkiBókin fjallar um lögfræðinginn Höllu Bryndísi sem fær í hend-urnar ranga ferðatösku þegar hún lendir í London og mikilvægir fundir framundan. Hún situr uppi með allt annan fataskáp en sinn eigin og samhliða því er fylgst með

Höllu Bryndísi leita út fyrir þæg-indaramma sinn með ófyrirsjáan-legum afleiðingum. Árelía segist hafa gaman að því að fjalla um það hvernig fólk getur nýtt mögu-leika sína og tækifæri. „Og þennan þroska sem við erum öll að glíma við. Ef ég myndi bara segja það þá myndi það ná yfir efni bókanna sem ég hef skrifað. Við erum svo-lítið litróf, við eigum ekki að spila bara á eitthvað eitt. Við höfum miklu fleiri möguleika. Við eigum það til að festast svo mikið í einu hlutverki. Við þurfum að nýta lífið með þeim hætt að við skilum ólíkum hlutverkum.“

Leyfi sér ólík skrifÁrelía hefur áður gefið úr tvær bækur, auk þess að skrifa greinar, pistla, bókakafla, stundað rann-sóknir, við þróun mannauðs, veitt ráðgjöf á einstaklingsgrunni og með almennri fræðslu. Auk þess kennir Árelía leiðtogafræði við Há-skóla Íslands. „Það er ekki leiðin-legt í mínu lífi,“ segir Árelía og hlær. „Öllu jöfnu er ég að skrifa um fræðilega hluti sem snúa að leiðtogum og svo hef ég líka leyft mér að vera í skrifum sem eru mjög ólík, s.s. bækurnar og bloggið, sem eru mínar hugleiðingar,“ segir hún og biður að lokum fyrir góðar kveðjur til Suðurnesjamanna.

Þriðja bók Árelíu, en jafnframt fyrsta skáldsagan, hefur heldur betur slegið í gegn:

„Við eigum ekki að spila bara á eitthvað eitt“

KAUPUM OG SELJUM

NOTAÐAR BYSSUR.

ALLAR TEGUNDIR RIFFIL- OG HAGLASKOTA.

BYSSUSKÁPAR FRÁ KR. 54.900,-

VANDAÐAR OG VEIÐNAR FLUGUR

Í FLUGUKOFANUM.SKOÐAÐU ÚRVALIÐ

VÖÐLUTILBOÐVÖÐLUR OG SKÓR KR. 34.995,- Hafnargötu 21 // Sími: 775-3400

ALLT Í SKOTVEIÐINA

Page 15: 29 tbl 2015

14 fimmtudagur 23. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Kvennalið Grindavíkur er í góðum málum í B-riðli

1. deildar kvenna og situr eitt á toppi riðilsins með 20 stig, 5 stigum á undan FH og Fram. Grindavíkurkonur gerðu 2-2 jafntefli við Fjölniskonur um liðna helgi þar sem að Marjani Hing-Glover og Helga Guðrún Kristinsdóttir skoruðu mörk Grindavíkinga en Grindavík hefur ekki tapað leik það sem af er Íslandsmóti og hafa aðeins gert 2 jafntefli til að hindra þær frá því að vera með fullt hús stiga en óhætt er að segja að liðið sé til alls líklegt í baráttunni um Pepsídeildarsæti að ári. Bent-ína Frímannsdóttir, leikmaður Grindavíkur segir að stefnan sé alltaf sett á að gera vel í hverjum

leik og að vinna sér inn sæti á meðal þeirra bestu: „Ég tel að það skipti miklu máli fyrir kvenna-knattspyrnuna í Grindavík að markmið séu skýr og stefnan að vera meðal þeirra bestu, því við erum fyrirmyndir yngri stelpna í fótboltanum í Grindavík.“ Liðið leikur gegn Fram á nýjum velli Framara í Úlfarsárdal n.k. þriðjudag k. 20 þar sem að liðið getur slitið sig enn lengra frá næstu liðum en Framarar eru í 3. sæti riðilsins, 5 stigum á eftir Grindavíkurkonum. „Leikurinn leggst mjög vel í mig og liðið og erum við klárar í það verkefni. Við komum til með að vera skipu-lagðar í okkar leik, láta boltann ganga hratt á milli leikmanna og

fyrst og fremst að njóta þess að spila.“

Þið eruð á toppi b-riðils 1. deildar og eruð ósigraðar. Hver hefur verið lykillinn að þessu góða sumri hjá ykkur fram að þessu?„Ég held að ástæðan fyrir okkar velgengni sé sú að það hefur verið mikil leikgleði hjá okkur í sumar. Hópurinn er vel sam-stilltur, nokkrir reynsluboltar ásamt ungum og efnilegum stelpum og erum við flestar úr liðinu uppaldnir Grindvíkingar sem þekkjum hver aðra vel. Það skiptir miklu máli að hafa gaman á æfingum og að leikmenn njóti þess að spila. Einnig er umgjörðin í Grindavík í kringum leikina okkar til fyrirmyndar.“

Grindavíkurstúlkur á miklu skriði í 1. deild kvenna

„Skiptir máli að hafa gaman á æfingum og að leikmenn njóti þess að spila“ - segir Bentína Frímannsdóttir, leikmaður liðsins.

Gu ð mu n d u r Si g u rð s s on rannsóknarlögreglumaður

tekur um þessar mundir þátt í kyndilhlaupi lögreglumanna til að styðja við íþróttamenn með þroskahömlum á vegum Law En-forcement Torch Run for Special Olympics (LETR) vegna alþjóða-leika Special Olympics sem settir verða í Los Angeles 25 júlí.Alþjóðaleikarnir eru einn stærsti íþróttaviðburður heims og sá stærsti einstaki íþróttaviðburður-inn í Los Angeles frá því að Ól-ympíuleikarnir voru haldnir þar árið 1984 og eru keppendur 7000 talsins frá 177 þjóðum. Þess má geta að 10 keppendur frá NES taka þátt í ár ásamt 31 öðrum kepp-endum frá Íslandi. Opnunarhátíðin fer fram að viðstöddum 80.000 þúsund mans og verður Barak Obama Bandaríkjaforseti heiðurs-gestur.Lögreglumenn frá 25 löndum taka þátt og bera Ólympíulogann um Kaliforníu að setningu leikanna en markmiðið er að auka vitund almennings á leikunum og afla styrkja til stuðnings þeirra. Að sögn Guðmundar hefur hlaupið gengið vel en alls hlaupa 115 lög-reglumenn og 10 þátttakendur Special Omympics með Ólympíu-logann frá Sacramento til Los Angeles.

„Þann 25. júlí berum við logann inn á opnunarhátíð leikanna sem er risavaxin og verður sjónvarpað beint á SEPN stöðinni. Við höfum hlaupið með logann yfir Golden Gate Bridge og í gærkveldi tókum við þátt í skemmtun í Disneylandi en við hlaupum með logann á 5-6 viðburði daglega á þessu tímabili."Fyrir áhugasama þá heldur LETR úti vefsíðu um kyndilhlaupið sem verður uppfærð daglega og er slóðin www.letr-finalleg.org. Þá skrifar Guðmundur reglulega pistla á Facebook síðu LETR á Íslandi.

Dagana 25. júlí til 3. ágúst næstkomandi verða Al-

þjóðaleikar Special Olympics í Los Angeles. Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Ís-landi munu senda 41 keppenda af öllu landinu á þessa leika og þar af eru 10 þeirra héðan af Suður-nesjum sem koma úr íþróttafélag-inu NES.Þessir keppendur eru: Jakob Gunnar Bergsson, Jósef Daníels-son, Konráð Ólafur Eysteinsson, Sigurður Guðmundsson og Ragnar Ólafsson en þeir munu allir keppa í fótbolta, Vilhjálmur Jónsson mun keppa í Boccia, Ástrós María Bjarnadóttir í sundi, Bryndís Brynj-

ólfsdóttir í frjálsum og svo mun Bjarki Guðnason keppa með systur sinni Heiðu Guðnadóttur í Unified golfi. Þess má einnig geta að einn þjálfari úr röðum Ness var einnig valinn að fara út með hópnum en það er Birkir Þór Karlsson.Hópurinn heldur utan næstkom-andi þriðjudag og mun byrja ferð-ina á því að kíkja í vinabæinn Ont-ario og dvelja þar í góðu yfirlæti fyrstu dagana. Setning leikanna verður svo 25. júlí í Los Angeles og er áætlað að þetta verði stærsti íþróttaviðburður í heimi árið 2105. Keppendur á leikunum verða alls 7000 auk þjálfara og aðstoðafólks, segir í tilkynningu frá Nesi.

Tíu NES-arar á Alþjóða-leika Special Olympics í LA

-íþróttir pósturu [email protected]

Pepsídeildarliði Keflavíkur gengur vægast sagt illa þessa

dagana að hala inn stigum á Ís-landsmótinu í knattspyrnu og er nú svo fyrir komið að liðið situr langneðst á botni deildarinnar og draugur 1. deildarinnar farinn að sveima yfir. Skammarlegt 7-1 tap gegn Víkingum á sunnudag var það versta sem liðið hefur sýnt í sumar og gerir það að verkum að næstu lið fyrir ofan Keflvíkinga fjarlægðust enn frekar. Varnarleikur liðsins hefur verið gagnrýndur harðlega í allt sumar en Keflvíkingar hafa fengið á sig 31 mark í 12 leikjum sem er 9 mörkum meira en næsta lið á eftir. Sindri Snær Magnússon, leikmaður liðsins gat ekki bent á hvað nákvæmlega gerðist í leiknum gegn Víkingum. „Þessu er erfitt að svara en eftir að við minnkum muninn í 2-1 þá var mikil orka í okkur liði en svo er okkur refsað. Eftir það er eins og við gef-umst upp og spilum eins og 11 ein-staklingar, því fór sem fór. Við höfum oft byrjað leiki mjög vel en ekki náð að nýta okkur þennan kraft sem við tökum með okkur inn í leiki. Það er til lausn við öllum vandamálum, þetta er hlutur sem við ætlum að laga og við þurfum að læra að nýta okkur kaflana þar sem við spilum vel til góðs.“ Aðspurður um það hvernig andrúmsloftið hafi verið í búnings-klefa liðsins að leik loknum hafði Sindri þetta að segja: „Andrúms-loftið var alls ekki gott, menn voru sársvekktir og við vildum helst spila aftur sama kvöld til þess að reyna þurrka út þessa frammistöðu.“

Keflvíkingar eiga erfiða leiki fram-undan í deildinni og þurfa nauð-synlega á stigum að halda á þriðju-dagskvöldið þegar liðið fær FH í heimsókn. Sindri er hvergi banginn þrátt fyrir að útlitið sé orðið dökkt og segir að liðið sé hvergi nærri hætt að berjast fyrir lífi sínu í deildinni: „Við tökum bara eitt verkefni í einu og það er FH í næstu viku og við ætlum okkur að bæta fyrir rassskellinguna í Víkinni og teljum við okkur vita hvað við þurfum að gera til þess að fá stig heima á þriðjudaginn næsta. Það er engin uppgjöf í hópnum heldur eru leikmenn þyrstir í að sanna að við séum betri en við höfum sýnt í sumar.“

Hræðileg útreið í Fossvoginum

Keflvíkingar þurfa kraftaverk til að forða sér frá falli eftir 7-1 tap gegn Víkingum

Guðmundur tekur þátt í Loga vonarinnar LETR

Mikilvægur leikur hjá Grindavík í

kvöldXu1. deildar lið Grindavíkur

leikur í kvöld mikilvægan leik í Íslandsmótinu þegar liðið fær Hauka í heimsókn en liðin sitja í 5. og 7 sæti deildarinnar með 20 og 16 stig, Grindvík 4 stigum á undan. Grindvíkingar gerðu góða ferð austur á sunnudag þegar liðið lagði Fjarðarbyggð að velli 0-3 og opnaði þar með baráttuna um Pepsídeildarsæti upp á gátt.Búast má við hörkuleik í kvöld, en fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Hauka þar sem að Grind-víkingar misnotuðu vítaspyrnu og misstu í kjölfarið Óla Baldur Bjarnason útaf með rautt spjald eftir að hafa tæklað markvörð Hauka í tilraun til að ná frákast-inu. Leikurinn var mikill baráttu-leikur og má því búast við að bæði lið muni selja sig dýrt fyrir öll þrjú stigin í kvöld en jafntefli yrði vonbrigði fyrir bæði lið. Til þess að Grindvíkingar blandi sér í baráttu um Pepsídeildarsæti þarf liðið klifra upp töfluna á næstu vikum án þess að misstíga sig illa. Grindavík er 7 stigum á eftir topp-liði Þróttar og 6 stigum á eftir Vík-ingi frá Ólafsvík þegar deildin er rúmlega hálfnuð. Leikurinn hefst á Grindavíkurvelli kl. 19:15.

Toppslagur í 4. deildinni í kvöld

Þróttarar enn ósigraðir og stefna hraðbyri á 3. deild að ári

XuÞróttur Vogum tekur á móti KFG í toppslag C-riðils 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld en þremur stigum munar á liðunum í efstu tveimur sæt-unum. Þróttarar hafa verið á blússandi siglingu og hafa ekki enn tapað leik í Íslandsmótinu og fá því fullkomið tækifæri til að skilja sig enn frekar frá næstu liðum á eftir. Leikið verður á Samsung vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 20.

Page 16: 29 tbl 2015

15VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 23. júlí 2015

50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í BLÓMAVALI

RÝMINGARSALAÁ SUMARVÖRUMRÝMINGARSALA & ÚTSALA Á VÖLDUM VÖRUM

ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR

Með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana. Afsláttur gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“. 525 3000 • husa.is

Viðskiptafræðingur -aðstoðarmaður endurskoðandaVegna aukinna umsvifa í Reykjanesbæ leitar Deloitte að viðskiptafræðingi af reikningshalds- og endurskoðunarsviði í starf aðstoðarmanns endurskoðenda. Aðstoðarmaðurinn vinnur fyrir viðskiptavini krefjandi og áhugaverð verkefni á sviði reikningshalds og endurskoðunar undir handleiðslu löggiltra endurskoðenda.

Við leitum að einstaklingi sem er góður í mannlegum samskiptum, fljótur að tileinka sér nýja færni og þekkingu, sjálfstæður og nákvæmur í vinnubrögðum, hefur greiningarhæfni, gagnrýna hugsun og metnað í starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur• M.Acc meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun, eða• Háskólapróf í viðskiptafræði af reikningshalds- og endurskoðunarsviði• Reynsla af bókhaldi æskileg.

Til greina kemur að ráða meistaranema sem lýkur fullnaðarprófi síðar.

Umsóknarfrestur er til 17. ágúst 2015. Öllum umsækjendum verður svarað og farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Erna Arnardóttir mannauðsstjóri, [email protected]

Tekið er við umsóknum á www.deloitte.is

Page 17: 29 tbl 2015

vf.isvf.is

-mundieina krónu fyrir Bónus, Nettó og Kaskó,

einn, tveir og þrír.FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ • 29. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Þorvarður Guðmundsson„Sjálfsmynd!“ :)

Guðbjörg Jónsdóttir„Day 6/90: Kom,sá og sigraði minn aldurs-flokk í fyrsta Arnarnes-hlaupinu (Súðavík-Ísa-fjörður) í gærkvöldi á

Hlaupahátíðinni á Vestfjörðum! :)

Kristján Ingi Helgason„Í Húsafelli er gott að vera. Blankalogn, hlýtt og grenjandi rigning. I love it.“

Jón Þór Karlsson„Grjótharðir spaðar í Grindavík!“

Beggi AlfonsHvað er hægt að segja eftir svona leik? — er slegin/n.

@gudnifridrikTG9 í Njarðvík. Hvar kaupi ég hlutabréf í Paddy´s?

@gardarornHver hefði trúað því að einn daginn myndi GS9 verða þjálfari TG9 ... Merkilegur heimur alveg hreint.

@steinieinarsViltu reyna að skeina steina1. bekkur var erfiður#GrowingUpWithMy-Name

@valavilhjalmsVið mæðgur fengum okkur viðeigandi hjólarúnt að Baldri KE í kvöld

VIKAN Á VEFNUM

#vikurfrettir

ÞAR SEM ALVÖRU GRÆJUR KOMA SAMAN, ÞAR ER GAMAN

REYKJANESBÆHAFNARGATA 40 - S. 422 2200

LENOVO B50Ódýr og góð fartölva

Verð 59.990 kr.Örgjörvi Intel Celeron N2840 2,16-2,58GHz dual core 1MB Minni 4GB (8GB mest) Skjár 15,6” HD m. myndavél Upplausn: 1366x768 punkta Diskur 500 GB Skjákort Intel HD Stýrikerfi Windows 8.1 64bita

SONYXBASS HEYRNARTÓL

Verð 14.990 kr.

Glæsileg heyrnartól með kraftmiklu hljóði og miklum bassa. Fást í bláu, svörtu, rauðu og hvítu

CANON

PIXMA MG5650

Verð 19.900 kr.

Háþróaður fjölnota prentari með WiFi. Prentun, ljósritun og skönnun. Litur: Svartur eða hvítur

LENOVOYOGA3

Verð 179.900 kr.

Fartölva og spjaldtölva í sömu græjunni, Intel Core 5 örgjörvi, 500 GB diskur og með Windows 8.1 64 bita stýrikerfi

„Við erum á leiðinni, ég kem loks-ins í gamla heimabæinn minn bít-labæinn", sagði Kristinn Skúla-son rekstrarstjóri Krónunnar sem mun opna verslun á Fitjum í Reykjanesbæ á árinu.Verið er að teikna og skipuleggja verslunina sem opnar í húsnæði Húsasmiðjunnar og Blómavals. Blómaval mun hætta rekstri en breytingar verða gerðar á rekstri Húsasmiðjunnar.„Það hefur verið eftirspurn eftir K r ó nu n n i u m nokkurt skeið og skorað á okkur á Facebook þannig að við ákváðum að grípa tæki-færið og opna hér verslun", sagði Kristinn en að hans sögn verður verslunin frekar stór en hún sé þó enn á teikniborðinu. Kristinn er sonur Skúla Eyjólfssonar kaup-manns í Skúlabúð sem flestir Keflvíkingar kannast við og hefur því sterk tengsl við svæðið „Hver vegur að heiman er vegurinn heim. Okkur hlakkar til að koma.“

Breytingar verða gerðar á rekstri Húsasmiðjunnar og Blómavals sem mun leigja Krónunni stóran hluta af verslunarrými sínu og hætta rekstri Blómavals. Einar Lár Ragnarsson rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar/Blómavals segir að fyrirtækið muni leggja áherslu á byggingarþjónustu og ætli sér að vera verslun fyrir fólk í framkvæmdum, byggingarverk-taka og iðnaðarmenn. „Það þýðir að við munum setja út mikið af

vörum eins og g j a f a v ö r u o g búsáhöld og nýta minna rými. Við verðum þó eitt-hvað áfram með rafmagnstæki og þvottavélar og

þurrkara."Timbursalan verður óbreytt og að sögn Einars meira eins og þegar verslunin var á Smiðjuvöllum. „Við erum í raun að efla okkur og ætlum að einbeita okkur að því að vera byggingavöruverslun."Þá eru fleiri viðbætur í farvatninu en heyrst hefur að Bónus hyggist opna verslun í Félagsbíó í gamla bænum í Keflavík.

Samkeppni eykst á matvöru-markaði á Suðurnesjum

-Krónan opnar á Fitjum og Bónus í Félagsbíói. Blómaval hættir og breytingar á rekstri Húsasmiðjunnar.

www.kronan.is