2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

25
Spurningar í skólasamfélaginu Námskeið í Giljaskóla Brynhildur Sigurðardóttir 16. ágúst 2004

Transcript of 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Page 1: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar í skólasamfélaginu

Námskeið í GiljaskólaBrynhildur Sigurðardóttir16. ágúst 2004

Page 2: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 2

Hvernig er best að kynna sig?

Til að kynnast manneskju sem þú hefur aldrei hitt áður, að hverju er mikilvægast að spyrja?

hvað ertu há? við hvað starfar þú? hvaða trúarbrögð aðhyllist þú? hver er uppáhaldsliturinn þinn? á hvaða tónlist hlustar þú? hugsar þú vel um neglurnar? um hvað ertu að hugsa núna? annað.........

Page 3: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 3

Þróunarstarf Giljaskóla:

dygðir sem höfða til náms:

metnaður víðsýni ábyrgð

dygðir sem höfða til samskipta:

virðing lífsgleði kærleikur

Starfsfólk skólans lítur á það sem hlutverk sitt að hjálpa nemendum að ná árangri í samskiptum, námi og starfi.

Til að ná þessu marki verða 6 dygðir hafðar að leiðarljósi:

Page 4: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 4

Þróunarstarf Giljaskóla – við fyrstu sýn:

Jákvætt: ,,Gerum okkar

besta” Nám sem lífið

sjálft Stefnt að menntun

nemenda – ekki bara fræðslu

Fyrirvarar: Dygðirnar valdar

fyrir nemendur hætta á mötun er stöðugt fyrir hendi

Er skólinn sem samfélag tilbúinn fyrir spyrjandi nemendur?

Page 5: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 5

Dagskráin 16. ágúst 2004

9.00- 12.00 Inngangur Fyrirlestur: Hvað er spurning? Æfing: Góð eða slæm spurning? Fyrirlestur: Hvaða marki viljum við ná með spurningum í

kennslu? Fyrirlestur: Spurningar kennara Samræða: nýtum samræðuspurningar í samræðu um

ábyrgð góða mannsins12.00-12.30 Matur12.30-16.00

Fyrirlestur: Spurningar nemenda Æfing: Alvitra veran Æfing: Já- og nei- spurningaleikurinn Fyrirlestur: Er skólinn tilbúinn fyrir spyrjandi nemendur og

kennara? Æfing: Spurningin svarar

Page 6: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 6

Hvað er spurning?Yrðing sem kallar á viðbragð frá hlustandanum.

Spurningarnar sem kennarar nota mest: kalla á aga: ,,Af hverju er ekki þögn hérna inni?” kalla á þekkingu: ,,Af hverju eru sveppir ekki

plöntur?” auðvelda upprifjun: ,,Getur verið að þetta

tengist...?” kalla á þjálfun: ,,Getur þú staðið á einum fæti?” vekja áhuga: ,,Vitið þið að...?” sýna áhuga: ,,Ertu komin(n) svona langt með

þetta?” virkja nemendur: ,,Ætla fleiri að vera með

okkur?”

Page 7: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 7

Fræðsla og menntun

Fræðsla: markmið sett af

fræðaranum, skýr fræðarinn

skipuleggur og framreiðir því hann hefur reynslu og yfirsýn

neminn tekur við, oft óljóst hvað situr eftir

Menntun: markmið sett af

nemanum, oft óskýr

fræðarinn er til staðar, en veit oft ekki hvað mun skila sér

neminn er virkur, forvitinn, meltir það sem hann upplifir

Page 8: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Kæru veislugestir!Tilgangur þessarar veislu er að þið kynnist ítalskri

matargerð og finnið áhrif hennar á eigin líkama. Það er mjög mikilvægt fyrir ykkur að upplifa þetta því Ísland og Ítalía eiga ýmiss konar samskipti sem mikilvægt er að þróa áfram á komandi árum. Til að eiga kost á því verðum við að hafa innsýn í ítalska menningu og siði. Um leið og þið njótið matarins þá bið ég ykkur um að kynna ykkur blaðið á diskinum ykkar þar sem gefnar eru ábendingar um hvað teljast hentug umræðuefni í ítölskum veislum. Þið skulið síðan æfa ykkur í ræða á þessum nótum við sætisfélaga ykkar. Í lok máltíðar mun ég leggja fyrir ykkur dálítið krossapróf til að kanna hversu margt þið náðuð að tileinka ykkur og á leiðinni út í kvöld mun ég taka blóðprufur hjá ykkur til að kanna hvort máltíðin hefur ekki skilað sér út í líkamann á réttan hátt.

Page 9: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 9

Spurningar til menntunar

Hvernig spyrja kennararnir? Hvernig spyrja nemendurnir? Hvernig hlúir skólinn að spurningum

nemenda og kennara.

Page 10: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 10

Spurningar kennara

fyrirskipanir: af hverju ertu ekki byrjuð að vinna?

afla upplýsinga frá nemendum, t.d. til að viðhalda góðum tengslum við þá: hvernig gekk þér að vinna heimavinnuna?

afla upplýsinga um þekkingu nemenda (2. stigs spurningar): hvernig fallbeygist ,,kýr”

samræðuspurningar spurningar sem birta raunverulega forvitni og

halda samræðu og/eða rannsókn gangandi

Page 11: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 11

Samræðuspurningar:

kalla ekki á eitt ákveðið svar eiga sér stað í umhverfi...

... þar sem virðing er borin fyrir óvissunni

... þar sem það telst jákvætt að spyrja sem flestra spurninga og litið er á þær sem mikilvægar á eigin forsendum

... sem hvetur þátttakendur til að fást við spurningar og svör út frá margbreytilegum viðhorfum og leiðum

Page 12: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Mikilvægi óvissunnar

Hver er tilgangur veraldarinnar? Við vitum ekkert hver tilgangur tilverunnar er. Þegar við skoðum allt það sem sagt hefur verið um veröldina komumst við að því að við vitum ekki hver tilgangur tilverunnar er. En þegar við segjum að við vitum ekki hver tilgangurinn er, þá höfum við einmitt fundið opnu leiðina – leyfum aðeins þetta, að skapað sé rými fyrir ólíkar leiðir í framvindunni, að við verðum ekki upptekin af staðreyndunum, þekkingunni, hinum algjöra sannleika, en höldum alltaf áfram að vera óviss [...] Það er ekki vísindalegt að ákveða endanlega svarið. Ef við viljum ná framförum þá verðum við að halda dyrunum að því óþekkta opnum. Mannkynið er bara rétt að byrja að þróast, mannshugurinn og skynsemin eiga eftir að þroskast langt inn í framtíðina. Það er á okkar ábyrgð að ákveða ekki núna um hvað þetta snýst allt saman og senda alla inn á sömu brautina með því að segja: ,,Þetta er lausn alls!” Ef við gerum þetta þá hlekkjum við okkur við núverandi ímyndunarafl sem er takmörkunum háð. Við munum einungis geta gert það sem við teljum mögulegt og mikilvægt í dag. Aftur á móti, ef við sköpum rými fyrir efa og samræðu [...] þá munum við ekki lenda í þessum vanda.

(Richard Feynman)

Page 13: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 13

Fylkingar samræðuspurninga: Spurningar sem þjóna þeim tilgangi að halda

samræðunni gangandi (procedural questions) af hverju segir þú ...? ert þú sammála skoðun ...? getur þú endurorðað það sem ... var að reyna að

segja?

Spurningar sem hráefni í samræðuna sjálfa, þ.e. spurningar um samræðuefnið sjálft (substantive questions) hvað er metnaður? er það metnaður að vilja vera bestur í bekknum? er það metnaður að vilja gera sitt besta?

Page 14: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 14

Verkfæri hugsunarinnar

Verkfærin: Er spurningin skýr? Notum við rök? Notum við dæmi? Notum við

gagndæmi? Skoðum við

afleiðingar? Segjum við satt? Leiðréttum við

okkur?

Notkun: Gátlisti kennara Tæki í höndum

nemenda: meðan á samræðu

stendur til að meta samræðu

í lokin

Page 15: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 15

Leikur í mótun: spurningin svarar3 spila saman, 2 spyrja en sá þriðji er dómari. Hægt að

spila 3 umferðir þannig að allir fái að vera dómariSpyrjendurnir draga um hvor eigi að byrja, geta svo

skipst áRegla 1: allt sem er sagt verður að vera spurningRegla 2: það er bannað að svara og leggja síðan fram

spurningu í sömu setningu, t.d. ,,Já, en hvað ef...?”Regla 3: spurning má ekki vera innantóm eða skipta

um umræðuefni, hún verður að viðhalda framvindu í samtalinu. Bannaðar spurningar væru t.d. ,,ertu brjálaður?” eða ,,leiðist þér ekki þetta samtal?”

Leikmaður tapar (og þar með lýkur umferðinni) ef hann: strandar og getur alls ekki lagt fram nýja spurningu brýtur einhverja af reglunum þremur

Page 16: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu
Page 17: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Er dæmigerður nemandi ekki forvitinn?

Eru þær forvitnar?

Page 18: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Af hverju spyrja nemendur ekki?

Page 19: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 19

Leiðir til að draga fram spurningar nemenda 1.

Sagan um alvitru veruna: veran veit allt og nemendur fá tækifæri til að

leggja fyrir hana 1 spurningu (þau verða að hugsa sig um og velja hana vandlega)

allar spurningar eru skrifaðar á lista hægt að nota spurningalistann til að byrja

umræðu um spurningar – hvernig er best að fást við spurningarnar? leita í orðabók eða spyrja sérfræðing spyrja einhvern í bekknum taka spurninguna til samræðu ekki hægt að svara

hægt að rannsaka valdar spurningar, með samræðu og/eða heimildaöflun

Page 20: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 20

Leiðir til að draga fram spurningar nemenda 2.

Já- og nei- spurningaleikurinn: Einn hugsar um ákveðið fyrirbæri,

hinir eiga að finna hvað það er Spurningarnar verða að vera þannig

að ,,hugsarinn” geti svarað með ,,já” eða ,,nei”

Sá sem finnur rétta fyrirbærið fær að vera næsti ,,hugsari”

Page 21: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 21

Leiðir til að draga fram spurningar nemenda 3.

Nemendur semji spurningar sem notaðar eru til að tileinka sér námsefni í lesgreinum:

þeir þurfa að gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum

þeir komast í betri tengsl við textann sem unnið er með

þeir fá tækifæri til að koma að þeim spurningum sem þeir hafa mestan áhuga á

þeir geta skipst á að vinna spurningarnar og unnið svör upp úr spurningalistum félaga sinna

kennarar geta nýtt spurningar nemenda við prófagerð.

Page 22: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 22

Spurningar og námsmat

Halda spurningalistum til haga og þá er hægt að setja tölugildi á hvað nemendur spyrja mikið

Líta á það sem verkefni að spyrja, og muna að meta slík verkefni til einkunnar alveg eins og verkefni þar sem nemendur svara

Page 23: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 23

Er skólinn spyrjandi samfélag? Hvar er gefinn tími til samræðu? Eru gerðar málamiðlanir þegar samræðan tekur

svo mikinn tíma að ljóst er að ekki gefst líka tími til að fara ítarlega í öll efnisatriði sem námskrá kveður á um?

Hvernig kemst samræða úr einstökum kennslustundum út í skólasamfélagið?

Er til samræðuvettvangur fyrir skólasamfélagið sem heild?

Hvernig eru sérfræðingar innan skólans nýttir til að næra samræðu úti í bekkjunum?

Hvaða vald hafa nemendur til að hafa áhrif með spurningum sínum

Er hugarfar starfsfólks þannig að spurningum sé vel tekið, meira að segja þegar þær fela í sér gagnrýni og áskorun?

Page 24: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu

Spurningar 24

Kjarni málsins:

Mamma, er alveg öruggt að ég er manneskja?

Já, já, auðvitað.

Hvernig veit ég það?

Vegna þess að þú kannt að spyrja.

Page 25: 2004 giljaskoli spurningar-i-skolasamfelaginu