19 06 2015

92
19.-21. júní 2015 24. tölublað 6. árgangur ÍSLENSKA/SIA.IS/NAT 75021 06/15 Ykkar réttur

description

News, newspaper, Fréttatíminn, Iceland

Transcript of 19 06 2015

Page 1: 19 06 2015

19.-21. júní 201524. tölublað 6. árgangur

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/N

AT

750

21 0

6/15

Ykkar rétturYkkar réttur

Page 2: 19 06 2015

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is

UP! MEÐÖRYGGIÐ

VW Up! frá aðeins:

1.790.000 kr.

CCP í VatnsmýrinaTölvuleikjafyrirtækið CCP mun flytja starf-semi sína á Íslandi á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýri. Fyrirtækið hefur verið með skrifstofur við Grandagarð en færir sig yfir í nýbyggingu í Vatnsmýr-inni á næstunni. Samningar þess efnis voru undirritaðir á fimmtudag. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Hilmar Bragi Janusson, stjórnarformaður Vísindagarða Háskóla Íslands, undirrituðu samkomulagið. „Við sjáum fram á að efla enn frekar farsælt samstarf okkar við háskólasamfélagið og skapandi greinar hérlendis,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP.

Höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuðStytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, alþingis-manni og forstöðukonu Kvennaskólans í Reykjavík, verður afhjúpuð við Skála alþingis í dag, 19. júní. Ingibjörg var fyrsta konan sem sat á alþingi, en hún var kjörin

af kvennalista árið 1922. Hún sat á alþingi í átta ár, eina konan á meðal karlanna. Styttan er fyrsta heila höggmyndin af nafngreindri konu í Reykjavík. Listaverkið er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, mynd-höggvara. Hún hefur gert höggmyndir af ýmsum persónum úr íslensku þjóðfélagi, meðal annars brjóstmynd af Auði Auðuns borgarstjóra, sem er í Ráðhúsinu. Högg-myndin af Ingibjörgu var steypt í brons á bronsverkstæðinu Kollinger í Elchingen í Þýskalandi. Listaverkið verður afhjúpað við hátíðlega athöfn klukkan 16.20 við Skála alþingis.

Menningarmerkingar og skáldabekkir til heiðurs konumReykjavíkurborg heiðrar minningu merkra kvenna með nýjum menningarmerkingum í Reykjavík í tilefni 100 ára afmælis kosn-ingaréttar kvenna. Í dag, 19. júní, verða tvær merkingar settar upp, annars vegar til heiðurs Þorbjörgu Sveinsdóttur ljós-móður og hins vegar tveimur frumkvöðlum í kvenréttindabaráttunni, þeim Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og Ingibjörgu H. Bjarna-son. Fyrrnefnda merkingin er á Skóla-vörðustíg 11, þar sem Tobbukot stóð, en sú síðari í Templarasundi. Þá verður hægt að hlýða á upplestur á skáldskap eftir nokkrar íslenskar skáldkonur á skáldabekkjum á Skólavörðustíg og Austurvelli.

Kvennatvíeyki stýrir N4Stjórn norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4 hefur ráðið Maríu Björk Ingvadóttur sem framkvæmda- og rekstrarstjóra og Hildu Jönu Gísladóttur sem framkvæmda- og sjónvarpsstjóra. Þær hafa báðar unnið hjá fyrirtækinu um nokkurra ára skeið og hafa í sameiningu stýrt N4 undanfarna 2 mánuði með góðum árangri, að því er kemur fram í tilkynningu frá N4.Jón Steindór Árnason, formaður stjórnar N4, segir að með ráðningu kvennanna vilji stjórnin undirstrika kraft kvenna og trú á hæfni Hildu Jönu og Maríu Bjarkar og þykir stjórninni það sérstaklega við hæfi á þessu ári, þegar þess er minnst að 100 ár eru liðin frá því íslenskar konur fengu kosningarétt. Báðar hafa þær áralanga reynslu af starfi á fjölmiðlum. -eh

Ferðamenn leita sér upplýsinga á Umferðarmiðstöðinni vegna lokaðra fjallvega. Mynd/Hari.

Ferðaþjónusta Vegir lokaðir Vegna snjóþunga

Starfsfólk ferðaþjónustunnar hefur þurft að liðsinna ferða-mönnum og benda þeim á nýjar slóðir vegna snjóþunga á fjallvegum. Linda Björk Árnadóttir hjá Höfuðborgarstofu segir upplýsingamiðstöðina fá fjölda símtala og heimsókna frá ferða-mönnum sem viti ekki hvað þeir eigi af sér að gera. Kjölur opnar í fyrsta lagi um mánaðamót.

Borgarmál Borgarstjórn eykur ForVarnir gegn kynBundnu oFBeldi

Ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar tekin til starfaBorgarstjórn hefur falið sérstakri ofbeldisvarnarnefnd að vinna til-lögur að aðgerðum borgarinnar til að styrkja forvarnarstarf vegna kynbundins ofbeldis og mæta þörf-um þolenda. Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar þann 16. júní en nefndin tók til starfa í gær.

Stofnun nefndarinnar var sam-þykkt á hátíðarfundi kvenna í borg-arstjórn í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í vor og er henni ætlað að takast á við ofbeldi í sinni víðustu mynd - öllu ofbeldi alls staðar.

Ofbeldisvarnarefndin verður skipuð sjö fulltrúum og jafnmörg-um til vara. Borgarstjórn kýs þrjá fulltrúa og þrjá til vara, lögreglu-stjórinn á höfuðborgarsvæðinu til-nefnir einn fulltrúa og einn til vara, Stígamót tilnefna einn fulltrúa og einn til vara, Samtök um kvennaat-hvarf tilnefna einn fulltrúa og einn til vara og embætti landlæknis til-nefnir einn fulltrúa og einn til vara.

Í tilkynningu frá Reykjavíkur-borg segir að hin svokallaða Beauty Tips-bylting hafi sýnt að nauðsynlegt sé að tryggja ráðgjöf

og stuðning við hæfu, og sporna jafnframt gegn frekara ofbeldi. „Það er samdóma álit allra flokka að ástandið í samfélaginu, sterk rödd hundruða ef ekki þúsunda kvenna á samfélagsmiðlum og ákall um ábyrgð hins opinbera krefjist viðbragða,“ segir þar enn-fremur. - eh

Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórn-ar, flutti tillöguna en hún var samþykkt þvert á flokka. Mynd/Hari

s tarfsmenn ferðþjónustufyr-irtækja hafa staðið í ströngu við að aðstoða ferðamenn

sem höfðu skipulegt hálendis-ferðir en þurfa nú að breyta ferð-um sínum vegna snjóþunga á há-lendinu.

Linda Björk Árnadóttir hjá Höf-uðborgarstofu segir fjölda fólks hringja eða mæta í upplýsinga-miðstöðina í Aðalstræti til að leita sér aðstoðar.

„Það er mikið hringt í okkur, bara í dag hef ég fengið þrjú sím-töl frá fólki sem ætlaði í Land-mannalaugar en kemst ekki því vegurinn hefur enn ekki verið opnaður. Fólk er líka að hringja að utan svo upplýsingarnar hafa greinilega borist út fyrir land-steinana.“

Mesta ásóknin er í Land-mannalaugar„Þetta fólk er miður sín því það hefur skipulagt ferðalag hingað oft með margra mánaða fyrirvara og svo gengur planið ekki upp. Margir eru miður sín og við höfum séð fólk koma hingað grátandi yfir því að komast ekki í þá göngu sem það ætlaði sér í,“ segir Linda Björk. Hún segir ráðvilltu ferðamennina aðallega vera göngu-fólk sem komi til Íslands á eigin veg-um, ferðist á bílaleigubíl eða með langferðabílum og ætli sér að gista í skálum eða tjöldum. „Við reynum að liðsinna þessu fólki svo það þurfi ekki að vera í Reykjavík að mæla göturnar. Við bendum því á aðrar gönguleiðir, eins og að fara upp í Hengil, á Reykja-nesið eða út á Snæfellsnes þar sem hægt er að ganga fjörurnar.“

Sigurbergur Steinsson, fram-kvæmdastjóri Reykjavík Excursions, hefur svipaða sögu að segja. Á Um-ferðarmiðstöðina komi fólk sem hafi ætlað sér að ferðast í Landmanna-laugar en starfsfólk hafi þurft að leið-beina því og benda á aðrar leiðir þar sem vegurinn þangað hafi ekki enn verið opnaður.

Kjölur lokaður til mánaðarloka„Það er enn lokað í Landmannalaugar og Kjölur opnar í fyrsta lagi um mán-aðamót,“ segir Jón Hálfdán Jónsson, þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni. „Það hefur verið þungur vetur og kalt vor og því frekar einfalt reiknings-dæmi. Þetta er auðvitað misjafnt eftir leiðum og það eru ákveðnar leiðir sem oft eru opnaðar í fyrrihluta júní en það er allt að opnast töluvert seinna núna en venjulega. Að öllu jöfnu á ekki að moka hálendisvegi og það er aðallega spurning um fjármagn. Svo er ekki nóg að snjórinn fari heldur þarf vegur-inn að jafna sig.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Ráðvilltir ferðamenn gráta lokun hálendisins

2 fréttir Helgin 19.-21. júní 2015

Page 3: 19 06 2015

Það þarf sterk bein í baráttuna fyrir jafnréttiMS óskar Íslendingum til hamingju með 100 ára kosningaafmæli kvenna. Saman erum við sterkari.

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

5-12

41

Page 4: 19 06 2015

Suður England og Wales 10.-16.ágúst

Sjö daga ferð um Suður England og WalesEin af vinsælustu ferðunum okkarEkið um borgir og þorp í hjarta Englands og komið víða við.

Skemmtileg og fræðandi ferð. Skoðunarferðir alla daga og hálft fæði

innifalið. Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Emil Örn Kristjánsson.

Verð frá 198.500,- kr

Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónssonar

Borgartún 34, 105 Reykjavík, S: 511-1515, [email protected] , www.ferdir.is

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Léttir tiL um aLLt Land og hLýnar jafnframt.

höfuðborgarsvæðið: Skýjað fyrSt en Síðan Sýnir Sólin Sig.

Áfram fremur bjart og hLýtt n- og na-Lands. skúrir s-Lands.

höfuðborgarsvæðið: Skýjað með köflum og hæg a-átt.

na-Átt og smÁ væta sa-tiL, en annars þurrt og bjart með köfLum.

höfuðborgarsvæðið: Skýjað að meStu, úrkomulauSt og milt veður.

Fremur sólríkt heilt yfirÞað sem skiptir mestu með helgarspána er að veður verður tiltölulega milt og þetta verða fyrstu dagarnir sem munu liggja um og ofan meðalhita árstímans. mjög víða léttskýjað í dag, kvenréttindadaginn. horf-ur á að þurrt verði um land allt. Sama á

morgun, nema að bakki úr suðri leggst upp að suðurströndinni. S-lands eru horfur á smá vætu

síðdegis og um kvöldið. á sunnu-dag snýst í na-átt, strekkingur á vestfjörðum. Þá sýnir þokan sig við n- og a-ströndina, en horfur eru á nokkuð hlýjum degi S- og Sv-lands.

12

11 1516

1214

12 1717

13

15

11 109

16

einar sveinbjörnsson

[email protected]

78%samdráttur hefur orðið á sölu geisla-diska og hljómplatna frá árinu 1999 og þar til í fyrra. í fyrra seld ust 192 þúsund ein tök af geisladisk um og hljóm plöt-um, eða 676 þúsund færri en árið 1999 þegar sal an nam 868 þúsund ein tök um.

Inntökupróf í Versló?verzl un ar skóli íslands mun hugs an-lega nota inn töku próf þegar nem end ur verða tekn ir inn í skól ann að ári. Skól-inn hafnaði 60 nem end um með 9,0 eða hærra í meðal ein kunn í ár. ingi ólafsson skólastjóri segir að einkunnir nemenda úr grunnskólum hafi hækkað mikið frá því samræmd próf voru aflögð í tíunda bekk árið 2008. „Það er ótrú leg ur fjöldi nem enda sem er hafnað í ár, nem end ur sem und an far in ár hefðu alltaf kom ist inn,“ segir ingi við mbl.is.

Atvinnulaus vann 60 milljóniratvinnulaus kona á besta aldri vann 60 milljónir króna í lottó um síðustu helgi. konan var í hálfgerðu áfalli þegar

hún mætti á skrifstofu íslenskrar get-spár til að vitja vinningsins.

Mótmælt á þjóðhátíðardaginnum 2.500-3.000 mann mótmæltu á austurvelli á þjóðhátíðardaginn þegar Sigmundur Davíð gunnlaugsson for-sætisráðherra flutti ræðu sína. Gerð voru hróp að Sigmundi og Ólafi Ragnari grímssyni forseta þegar þeir lögðu blómsveig að minnismerki jóns Sigurðs-sonar.

vikan sem var

edda til Íslandsbankaedda hermannsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri íslandsbanka. hún mun bera ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf bankans til fjölmiðla sem og sam-félagsstefnu bankans. edda, sem er dóttir fjöl-miðlamannsins hermanns gunnarssonar, hefur starfað sem blaðamaður á viðskiptablaðinu frá því 2012 og verið aðstoðarrit-

stjóri frá 2014. hún hefur einnig starfað við dagskrárgerð á rúv.

edda er hagfræðingur frá háskóla íslands.

F jórir dagar eru langur tími í kjaravið-ræðum,“ segir Guðmundur Ragn-arsson, formaður Félags vélstjóra

og málmtæknimanna (VM), en Samtök atvinnulífsins (SA) slitu kjaraviðræðum við VM og Rafiðnaðarsamband Íslands (RÍ) á þriðjudag. Sjö sólarhringa verkfall á fimmta þúsund iðnaðarmanna í þessum tveimur stéttarfélögum er yfirvofandi á miðnætti næsta þriðjudag, eftir fjóra daga, ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Verkfalli var frestað í síðustu viku þar sem talið var að deiluaðilar væru að nálgast hver annan.

Algjört stopp er í kjaraviðræðunum og síðdegis í gær, fimmtudag, hafði ríkissátta-semjari ekki boðað til nýs fundar. „Hann hlýtur nú að boða til allavega eins fundar áður en verkfallið skellur á,“ segir Guð-mundur. Hann er afar ósáttur við samn-inga SA við Starfsgreinasambandið, VR og Flóabandalagið og telur þá hreinlega hafa „rústað“ launakerfum landsins. „Það er mjög slæmt hljóð í mönnum og við upp-lifum að í framhaldi af hinum samningnum, sem í raun var engin sátt um, sé nú verið að troða þessu hráu niður í kokið á okkur,“ segir hann. „Þessi stóru félög sem sömdu á undan okkur eru í raun búin að hafa af okk-ur samningsréttinn því þau krefjast þess að enginn fái meira en þau,“ segir Guðmundur.

Haft var eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra SA, í Morgunblaðinu í gær að SA hefðu slitið samningaviðræð-unum vegna þess að fulltrúar VM og RÍ hafi á seinustu stundu komið fram með viðbótar-launahækkanir. Guðmundur mótmælir þessu. „Við komum ekki með viðbótarlauna-kröfur en við komum vissulega með ýmsar sérkröfur. Dæmi um þær eru að við viljum falla frá því að það taki launamann 10 ár hjá sama fyrirtæki til að ná fullum orlofsrétti. Ef hann hættir hjá fyrirtækinu eða fyrir-tækið skiptir um kennitölu þarf hann að byrja upp á nýtt að safna orlofsréttindum,“ segir Guðmundur.

Aðeins einn fundur var boðaður í gær hjá ríkissáttasemjara en þá var fundað í kjara-deilu mjólkurfræðinga og SA.

Uppsagnir hjúkrunarfræðinga hrannast upp og hafa á annað hundrað uppsagnir borist eftir að lög voru sett á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna í síðustu viku. Þar hafa verið teknir stöðufundur en ekki boðað til fundar um kjaraviðræður. Hafi samningar ekki náðst um mánaðarmót fer deilan í gerðar-dóm.

erla hlynsdóttir

[email protected]

kjaramál enn er ósamið við rÍ og vm

Reyna að troða samningi niður í kokið á okkurAllt stefnir í verkfall um 3400 iðnaðarmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna þriðjudaginn 22. júní. Sáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins en upp úr viðræðum slitnaði fyrr í vikunni. ekkert miðar í við-ræðum félags hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna við Sa en ef ekki semst fyrir mánaðamót tekur gerðardómur málið upp.

Boðað verkfall vm og ríhefst aðfararnótt þriðjudagsins 22. júní. um 3400 manns fara þá í verkfall, þar af 2700 félagar í Rafiðnaðarsam-bandinu og um 1700 í félagi vél-stjóra- og málm-tæknimanna.

enn er mikill hiti í launafólki. allt stefnir í verkfall félags vélstjóra og málmtæknimanna og rafiðnaðarsambands íslands. Þá fer kjaradeila hjúkrunarfræðinga og Bhm við Samtök atvinnulífsins í gerðardóm ef ekki semst fyrir mánaðamót. Ljósmynd/Hari

4 fréttir helgin 19.-21. júní 2015

Page 5: 19 06 2015

Arion banki hlaut nýverið Jafnlaunavottun VR. Við erum stolt af því að vera stærsta og fjölmennasta fyrirtækið og jafnframt fyrsti bankinn sem fengið hefur slíka vottun. Undanfarið ár hefur farið fram öflugt starf við að ná þessu markmiði. Jafnlaunavottun VR felur í sér ítarlega úttekt á launum starfsfólks og þeim þáttum sem hafa áhrif á kjör. Við höfum innleitt gæðakerfi sem á að tryggja að starfsfólki, sem vinnur sambærileg störf, sé ekki mismunað í launum. Um leið og við fögnum því að Jafnlaunavottunin er í höfn heitum við því að leggja hart að okkur að viðhalda þessum árangri og gera enn betur, starfsfólki, viðskiptavinum og samfélaginu öllu til hagsbóta.

Jafnlaunavottun VR

HV

ÍTA

SIÐ

/ SÍA

15

-13

02

Page 6: 19 06 2015

Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18Laugardaga frá kl. 11–16www.dorma.is

Holtagörðum 512 6800Dalsbraut 1, Akureyri558 1100

MEIRA Ádorma.is

Sumarútsala

NATURE’S RESTheilsurúm

Aðeins 59.900 kr.

Nature’s Rest heilsudýna með Classic botni.Stærð: 140x200 cm.

Fullt verð: 92.900 kr.

33.000krónur

AFSLÁTTUR

TVENNUTILBOÐdúnsæng + koddiO&D dúnsæng· 50% dúnn· 50% smáfiður

+ Dúnkoddi

Fullt verð: 24.900 kr.

Aðeins 18.900 kr.

TVENNUTILBOÐ

Holtagarðar | Akureyri | www.dorma.is

Sumarútsala

TVENNUTILBOÐdúnsæng + koddi

NATURE’S RESTheilsurúm

Aðeins 59.900 kr.

Nature’s Rest heilsudýna

með Classic botni.

Stærð: 140x200 cm.

Fullt verð: 92.900 kr.

33.000krónur

AFSLÁTTUR

O&D dúnsæng

· 50% dúnn

· 50% smáfiður

+ Dúnkoddi

Fullt verð: 24.900 kr.

Aðeins 18.900 kr.Aðeins 18.900 kr.

TVENNUTILBOÐ

Þú finnur Dormabæklinginn á dorma.is

Veður-stofan segir að þetta sé heitasti bletturinn á landinu í hitastig-um talið.

Á hátíðarstund í Höfða. Kristín Jóhannesdóttir og fjölskylda ásamt fulltrúum Reykjavíkurborgar. Frá vinstri eru Jóhannes Páll, Elsa Yeoman, Kristín, Dagur B. Eggertsson og Sigurður Pálsson.

Menning Hátíðarstund í Höfða á þjóðHátíðardaginn

Kristín Jóhannesdóttir útnefnd borgarlistamaðurDagur B. Eggertsson borgarstjóri útnefndi leikstjórann Kristínu Jóhannesdóttur Borgarlistamann Reykjavíkur 2015 í Höfða á þjóðhátíðardaginn. Við hátíðlega athöfn var listamanninum veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé.

Sem kunnugt er á Kristín Jóhannesdóttir farsælan feril sem leikstjóri kvikmynda, sjónvarpsmynda, sviðsverka í leikhúsi og útvarpsleikrita auk þess að vera handrits-höfundur og framleiðandi kvikmynda. Þekktasta kvikmynd hennar er Á hjara ver-aldar frá árinu 1992 sem hún bæði skrifaði og leikstýrði. Um þessar mundir vinnur hún að nýrri kvikmynd í fullri lengd. Mynd-

in mun heita Alma og hefjast tökur í haust.Kristín hefur látið til sín taka í heimi

kvikmyndagerðarfólks og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Hún hefur á síðustu árum vakið athygli á skertum hlut kvenna í framlögum til kvikmyndagerðar. Hún situr í stjórn WIFT (Women in Film and Television).

Borgarlistamaðurinn er margverðlauna-ður fyrir list sína. Nú síðast hlutu þrjár sýningar í leikstjórn hennar 11 tilnefningar til Grímuverðlaunanna sem veitt voru í vikunni. Útvarpsleikritið Blinda konan og þjónninn eftir Sigurð Pálsson, eiginmann Kristínar, var útnefnt útvarpsverk ársins.

þ etta er mjög spennandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgar-stjóri Reykjavíkur, um þær tillögur

að Vogabyggð austan Sæbrautar verði breytt í íbúða- og atvinnuhúsnæði. „Þetta er algjörlega einstakur staður og Veðurstofan segir að þetta sé heitasti bletturinn á land-inu í hitastigum talið,“ segir hann.

Hverfið í heild afmarkast af Klepps-mýrarvegi, Sæbraut og Súðarvogi, en því er skipt í fimm svæði til að auðvelda vinnslu skipulags og samninga. Aðdragandinn að þessum breytingum er yfir 10 ár og hefur verið haldin skipulagssamkeppni fyrir svæðið sem byggði á rammaskipulagi frá árinu 2005.

„Markmiðið með þessum breytingum er að auka fjölbreytni á svæðinu þannig að það fái að þróast í átt að íbúabyggð og nýta þau einstöku gæði sem eru þarna við ósa Elliðaánna. Um leið viljum við ekki ryðja í burtu því sem fyrir er heldur nota allt sem nýtilegt er af þessu gamla iðnaðarhúsnæði,“ segir Dagur.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni á svæðinu. Íbúðar-húsnæði verður á flestum lóðum og heildar-byggingarmagn um 155.000 fermetra fyrir þær 1.100 íbúðir sem áætlað er að byggja. Gert er ráð fyrir að 20-25% þeirra séu leigu-,

búsetu-, eða stúdentaíbúðir, og kaupréttur félagsíbúða sé að 5% íbúðanna. Atvinnuhús-næði verður á um 56.000 fermetrar. Í sam-þykkt borgarráðs áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að hefja ekki framkvæmdir við uppbyggingu hverfisins fyrr en lóðarhafar sem ráða yfir 70% af nýju byggingarmagni á viðkomandi svæði hafa skuldbundið sig til þátttöku og að ráðast í uppbyggingu á sín-um lóðum. Lóðarleigusamningar á svæðinu eru alls 50 og lóðarhafar um 140 talsins.

Reykjavíkurborg hefur þegar haft sam-band við alla lóðareigendur á svæðinu og liggja á fyrir í síðasta lagi 1. nóvember hvort nægilegur fjöldi lóðarhafa vilji taka þátt í endurbyggingu Vogabyggðar. „Við erum að ná saman við hagsmunaaðila á svæðinu til að tryggja að borgin eigi fyrir því sem þarf í innviðum og stendur upp á borgina. Við sjáum því fyrir okkur að þeir sem byggja á svæðinu greiði sérstakt innviðagjald til að en þarna er verið að búa til fjármuni fyrir einkaaðila með því að skilgreina nýja upp-byggingarheimildir og borgin vill fá hluta af þeim ágóða, ekki til að græða heldur til að geta staðið undir uppbyggingunni,“ segir hann.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

BorgarMál gert er ráð fyrir Byggingu 1100 íBúða í VogaHVerfi

Vogabyggð verður líflegt íbúðahverfiVogabyggð austan Sæbrautar verður breytt í íbúða- og atvinnusvæði samkvæmt deiliskipulags-tillögu sem er í vinnslu. Gert er ráð fyrir byggingu 1.100 íbúða þar sem allt að 25% þeirra verða leigu-, búsetu- eða stúdentaíbúðir. Frumkostnaðaráætlun fyrir uppbyggingu innviða hverfisins nemur tæpum 5 milljörðum en þeir sem byggja á svæðinu greiða sérstakt innviðagjald.

Yfirlitsmynd af svæðinu eins og það gæti litið út eftir breytingar. Fengið úr hugmyndavinnu deiliskipulags. Mynd/Reykjavíkurborg

6 fréttir Helgin 19.-21. júní 2015

Page 7: 19 06 2015

Áfram stelpur– hátíðarkveðjur á 19. júníVið óskum konum um land allt innilega til hamingju með daginn og minnumst þess að 100 ár eru síðan íslenskar konur fengu kosninga- rétt. Höldum áfram að vinna saman að jafnrétti, samfélaginu öllu til hagsbóta. Í tilefni dagsins bjóðum við allar konur velkomnar í Alcoa Fjarðaál kl. 17 þar sem við fögnum saman.

Skrúðganga á Egilsstöðum á kvennafrídegi 1986. Frá samkomu í Valaskjálf.

Page 8: 19 06 2015

Siminn.is/spotify

MEÐ SPOTIFY RUNNING ER TÓNLISTIN Í TAKT VIÐ

ÞIG – OG HJÁLPAR ÞÉR AÐ KOMAST LENGRA

6SPOTIFY PREMIUM ÁSKRIFT

SÍMANSSNJALLPÖKKUMENDALAUST

B úast má við því að þúsundir Ís-lendinga, eða jafnvel tugþús-undir, leggi leið sína í miðbæ

Reykjavíkur í dag til að fagna hundr-að ára kosningarafmæli kvenna. Reykjavíkurborg hefur gefið öllu sínu starfsfólki frí og eins hefur ríkið hvatt atvinnurek-endur til að gefa frí eftir há-degi. „Kosningarétturinn er sérstaklega mikilvægt skref í kvenréttindabaráttunni því þá fengu konur aðgang að lýð-ræðinu og gátu þannig byrjað að hafa raunveruleg áhrif inn-an stjórnkerfis landsins,“ seg-ir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Hún hvetur fólk til að fara niður í bæ, taka þátt í hátíðarhöldunum og fagna þessum merku tímamótum kvenréttinda.

Þingfundur skipaður aðeins kvenþingmönnumSjálf ætlar Fríðar Rós að byrja dag-inn í húsi Kvenréttindafélagsins að Hallveigarstöðum. „Þaðan fer ég á alþingi til að vera viðstödd sögu-legan þingfundi sem skipaður verð-

ur aðeins kvenþingmönnum. Ég mæli sérstaklega með opnu húsi á Hallveigarstöðum og spennandi dagskrá ungra, femínískara bylt-ingakvenna í Ráðhúsinu. Hátíðar-

dagskráinni á Austurvelli milli 4 og 5 ætla ég ekki að missa af og þar mun ég líka halda barátturæðu samkom-unnar. Um kvöldið mun ég ávarpa messu Kvennakirkj-unnar áður en ég skunda á Kítón tónleikana í Hörpu.“

HátíðardagskráinÁ slaginu 12 hefst gjörning-ur Gjörningaklúbbsins við Perlufestina í Hljómskála-garðinum, en það er högg-myndagarður tileinkaður

brautryðjendum í höggmyndalist úr röðum kvenna. Að loknum gjörn-ingi verður gengið frá Perlufestinni í Hólavallakirkjugarð þar sem for-seti borgarstjórnar, Sóley Tómas-dóttir, mun leggja blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur klukkan 13.30. Á eftir fylgja fjölbreyttir við-burðir þangað til sjálf hátíðarat-höfnin hefst á Austurvelli klukkan

16 þar sem Vigdís Finnbogadóttir mun tala frá svölum Alþingishússins. Eftir ávarpið verður afhjúpuð högg-mynd af Ingibjörgu H. Bjarnason al-þingismanni, fyrstu konunni sem var kjörin til setu á alþingi, eftir Ragn-

hildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Klukkan 20 verður kvennamessa Kvennakirkjunnar á Klambratúni og klukkan 20.30 hefjast tónleikarnir „Höfundur óþekktur“ í Hörpunni þar sem höfundaverk kvenna verða flutt

af körlum. Sjá frekari dagskrá á vefnum;

www.kosningarettur100ara.is

Halla Harðardóttir

[email protected]

Kvenréttindi Búist við fjölmenni í miðBorginni

Vigdís talar frá svölum AlþingishússinsÞað verður nóg um að vera í miðbæ Reykjavíkur af tilefni 100 ára kosningarafmælis kvenna í dag, föstudaginn 19. júní. Búast má við margmenni í bænum þar sem bæði ríki og borg hafa hvatt atvinnurekendur til að gefa starfsfólki frí frá hádegi. Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, sem mun halda barátturæðu á Austurvelli í dag, mælir með því að fólk fagni þessum merku tímamótum og mælir hún sérstaklega með dagskrá ungra byltingakvenna í Ráðhúsinu.

Flest öll bæjarfélög landsins hafa gefið út hátíðardagskrá af tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna. Búist er við að fjöldi fólks leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag, föstudag, þar sem skipulögð dagskrá er frá klukkan 11 til 20. Sjálf hátíðarathöfnin hefst klukkan 16 á Austurvelli þar sem Vigdís Finnbogadóttir mun tala frá svölum Alþingishússins. Myndin er frá Kvennafrídeg-inum 24. október árið 1975, þar sem 25 til 30 þúsund manns, aðallega konur, komu saman. Mynd/Myndasafn Mbl.

Fríða Rós Valdi-marsdóttir, formaður Kven-réttindafélags Íslands

8 fréttir Helgin 19.-21. júní 2015

Page 9: 19 06 2015

Ís á 150krBlöðrur fyrir börnin

Vistvænu varnirnar frá Eco Style eru komnar

Page 10: 19 06 2015

ÞÍ

1405

2015

RRS

Hægt er að skoða mat einstakra eigna á Skrá.is. Fasteignaeigendur geta einnig fengið matið sent í bréfpósti með því að hringja í síma 515 5300. Frestur til athugasemda er til 1. september 2015.Frekari upplýsingar er að finna á www.skra.is

Í pósthólfi ykkar á mínum síðum á Ísland.is er tilkynning um fasteignamat eigna ykkar sem gildir árið 2016.

Fasteignaeigendur

Sparaðu tíma – pantaðu gjaldeyrinn á netinu

Nú getur þú pantað gjaldeyri á arionbanki.is og sótt hann í útibúið þitt næsta virka dag.

Kynntu þér málið á arionbanki.is/gjaldeyrir

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA 1

5-0

68

5

É g tel að það sé nauðsynlegt að varðveita heimildir um þessa byltingu fyrir framtíðina,“ segir

Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagn-fræðingur um byltinguna í Facebook-hópnum BeautyTips þar sem hundruð kvenna hafa deilt frásögnum af nauðg-unum og öðru kynferðisofbeldi sem þær voru beittar. Sigríður sagði þar frá því þegar henni var nauðgað og þegar hún gerði sér grein fyrir hversu merkileg þessi bylting væri kom sagnfræðingur-inn upp í henni og hún ákvað að safna frásögnum þessara kvenna. „Ég hef svo hugsað mér að afhenda þessar frásagnir á skjalasafn, þar sem þær koma til með að vera varðveittar um ókomna framtíð,“ segir hún.

#konurtala og #thoggunHópurinn BeautyTips var upphaflega stofnaður fyrir stúlkur til að skiptast á „bjútí“-ráðum en fljótt þróaðist það út í að fá umræðuefni voru hópnum óviðkomandi, en hann er læstur og ekki hægt að fá aðgang nema vera boðið af meðlimi. Forsaga byltingarinnar er að vinkona stúlku sem tiltekinn maður var sagður hafa barnað þegar hún var sext-

Safnar frá-sögnum af kyn-ferðisofbeldiSigríður Hjördís Jörundsdóttir sagn-fræðingur safnar reynslusögum þolenda kynferðisofbeldis í sagnfræðilegum til-gangi. Hún deildi sinni frásögn á BeautyTips og vildi leggja sitt á vogarskálarnar, ekki síst fyrir börnin sín. Fjórum dögum eftir að BeautyTips-byltingin hófst fann hún þar frásagnir yfir 300 kvenna þar sem gerendurnir voru yfir 500. Sigríður Hjördís biður þolendur til að hafa samband við sig ef þeirra frásögn má fara í gagnagrunn.

Hvernig er hægt að taka þátt?Þær og þeir sem vilja deila sinni frásögn hafa fjóra valmöguleika, en Sigríður Hjördís er í hóp kvenna sem stendur að söfnun þessara frásagna, þær er hægt að senda á netfangið [email protected] eða á Facebook-hópinn „Konurtala // Þöggun. 1. Senda frásögnina, láta fullt nafn og

fæðingarár fylgja og haft opinn aðgang frá fyrsta degi.

2. Senda frásögnina, láta fæðingarár fylgja (en sleppa nafni) og hafa opinn aðgang frá fyrsta degi.

3. Senda frásögnina, láta fullt nafn og fæð-ingarár fylgja og hafa aðgang lokaðan í

ákveðinn árafjölda (hámark 80 ár). Þær frásagnir sem í þennan flokk fara verða þá innsiglaðar í þann árafjölda sem um verður ræddur og ekki opnaðar fyrr en að þeim tíma liðnum.

4. Senda frásögnina, láta fæðingarár fylgja (en sleppa nafni) og haft aðgang lokaðan í ákveðinn árafjölda (hámark 80 ár). Þær frásagnir sem í þennan flokk fara verða þá innsiglaðar í þann árafjölda sem um verður ræddur og ekki opnaðar fyrr en að þeim tíma liðnum.

Með opnum aðgangi er átt við að

Helgin 19.-21. júní 2015

Page 11: 19 06 2015

Kæli- og frystiskáparnir frá Siemens eru vel hannaðir að innan sem utan.

Í innréttingunum eru stillanlegar hillur, einstaklega björt LED-lýsing og mikið rými.

Svo að ekki þurfi að henda mat koma „crisperBox“- og „coolBox“-skúff-urnar að góðum notum. „crisperBox“-skúffan er með rakastillingu sem tryggir lengur ferskleika grænmetis og ávaxta. Í „coolBox“-skúffunni er kuldinn meiri (-2° til 3° C) en annars staðar í kælinum og eykur þar með geymsluþol ferskra kjötvara og fisks. Í frystirými sambyggðu kæli- og frystiskápanna eru þrjár gegnsæjar frystiskúffur, þar af ein stór („bigBox“).

Með því að velja skápa með „noFrost“ sleppa menn alveg við að affrysta frystirýmið.

Kæli- og frystiskáparnir frá Siemens hafa mjög góða orkunýtni. Þeir eru nú allir í orkuflokki A+, A++ eða A+++.

Siemens er í fararbroddi í hönnun, tækni og nýjungum.

Smith & Norland er Siemens-umboðið á Íslandi.

Smith & Norland sinnir varahluta- og viðhaldsþjónustu af faglegum metnaði á eigin verkstæði.

Kæli- og frystiskápar frá Siemens

Ég mun virða allar óskir um hvernig fólk vill að frásögn þess verði geymd og hversu lengi.

Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagnfræðingur hvetur þolendur kynferðisof-beldis til að hafa samband við sig. Hún fékk þá hug-mynd að safna reynslusögum í sagnfræðilegum tilgangi í kjölfar BeautyTips-byltingarinnar. Ljósmynd/Hari

án ára spurði í hópnum hvort þar væru einhverjar sem hefðu lent í honum. Barnsmóðirin unga gaf sig þar fram og heitar umræður spunnust upp. Stúlkurnar ræddu mismunandi birtingarmyndir kynferðisofbeldis og áreitni en þegar umræðan virtist farin á villigötur eyddi stjórnandi hópsins allri umræðunni. Það var þá sem byltingin hófst og hver af annarri tóku stúlkur að birta eigin reynslusögur af kyn-ferðisofbeldi og nauðgunum og merktu þær með „hashtag“-inu #þöggun eða #konurtala

Þagði yfir nauðguninniÞegar Sigríður Hjördís deildi sinni reynslu á BeautyTips sagðist hún gera það því kyn-bundið ofbeldi hefði allt of lengi verið inngróinn hluti af íslensku samfélagi. Hún sagði síðan frá því þegar hún fór á ball þann 16. júní 1989. „Ég drakk ótæpilega á þessu balli eftir að ég fékk slæmar fréttir tengdar ástar-málum og man ekki mikið eftir

frásögnin er aðgengileg hverjum sem vill skoða hana og hana má nýta í rannsóknir og til birtingar.

Sigríður Hjördís mun síðan sjá um að prenta frásagnirnar út og ganga frá þeim á þann hátt sem hver og ein óskar eftir. Þeir sem senda henni frásagnir samþykkja þið um leið að þær verði varðveittar til framtíðar.

Þessi hópur stendur einnig að baki heimasíðunni Konurtala.wordpress.com/ þar sem frásagnirnar verða birtar, óski þeir sem afhenda þær eftir því, en nú hafa þær 14 frásagnir sem Sigríður Hjördís hefur fengið afhentar allar verið birtar þar.

kvöldinu. Ég man þó að ég fór í eftir-partí með vinkonu minni. Ég man líka eftir því að ég valdi að vera eftir þegar vinkona mín fór heim en svo varð allt svart. Næsta sem ég veit er að ég vakna að morgni 17. júní og þá er einhver karl á fullu ofan á mér. Hann lauk sér af, fór svo á klósettið og ég notaði tækifærið til að koma mér út. Ældi reyndar áður á gólfið hjá honum og man að ég hugsaði með mér að það væri hefndin mín! Ég sagði engum frá, tók þessu sem hverju öðru hunds-biti, það var jú ég sem hafði drukkið ótæpilega og það var ég sem valdi að halda djamminu áfram,“ skrifaði hún í BeautyTips.

Fjórum dögum eftir að frásagnirnar tóku að birtast gerði Sigríður Hjördís lauslega athugun á fjölda þeirra og

komst að því að minnst 322 þolendur kynferðisofbeldis höfðu sagt þar frá, og gerendurnir væri minnst 525. „Þessar frásagnir eru bara toppurinn á ísjakanum,“ segir hún en stærstur hluti meðlima BeautyTips er á aldr-inum 13-30 ára þó fjöldi eldri kvenna hafi bæst í hópinn eftir að byltingin hófst.

Aðeins komnar 14 sögurSigríður Hjördís afritar ekki sögur án leyfis og hvetur hún fólk til að hafa samband við sig. Enn sem komið er hefur hún aðeins fengið 14 sögur. „Ég mun virða allar óskir um hvernig fólk vill að frásögn þess verði geymd. Ég þekki vel inn á safnaheiminn og get fullvissað alla um það að aðgengi að frásögnunum verður lokað sé þess

óskað og sömuleiðis verða óskir um nafnleynd virtar. Svona gagnasafn er kjörið fyrir þá sem eru að gera rann-sóknir, bæði sagnfræðilegu tilliti og svo til að reyna að átta sig á þessari byltingu,“ segir hún.

„Upphaflega ákvað ég að deila minni sögu því ég á tvo unglinga, 19 ára strák og 15 ára stelpu, og ég von-ast til að umræðan verði til þess að kynferðisbrotum fækki. Ég geri þetta ekki síst fyrir börnin mín,“ segir hún. „Ég las að nýlega að það megi gera ráð fyrir því að tæplega önnur hver kona verði fyrir nauðgun eða nauðgunartil-raun á ævi sinni. Er það eitthvað lög-mál sem við tökum bara gott og gilt?“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

fréttaviðtal 11 Helgin 19.-21. júní 2015

Page 12: 19 06 2015

MÞess er minnst í dag, 19. júní, að öld er liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Raunar var sá réttur bundinn við konur 40 ára og eldri en það undarlega ákvæði var fellt út fimm árum síðar. Hundrað ár eru ekki langur tími og sérkennilegt að hugsa til þess misréttis sem viðgekkst sé litið aftur til þessa tíma þegar mæður elstu núlifandi Íslendinga voru uppi – og ömmur og langömmur ann-

arra. Lengra er ekki síðan.Þrátt fyrir þessa réttarbót

gengu hlutirnir hægt fyrir sig næstu árin og áratugina. Fyrsta konan settist á alþingi sjö árum síðar – og þurfti sér-stakan kvennalista til – en ára-tugir liðu þar til fyrsta konan varð ráðherra, árið 1970. Bíða varð til ársins 1958 eftir sér-stökum jafnlaunalögum, en með þeim hurfu í áföngum

sérstakir kvennataxtar úr samningum verkalýðsfélaga.

Það var raunar ekki fyrr en um og upp úr 1970 sem réttindabarátta kvenna tók verulega við sér, með stofnun Rauðsokka-hreyfingarinnar og kvennaári Sameinuðu þjóðanna 1975. Það ár, 24. október, vöktu íslenskar konur heimsathygli er þær lögðu niður vinnu og flykktust á baráttufund á Lækjartorgi þar sem 25-30 þúsund manns komu saman, aðallega konur. Rödd þeirra hljómaði ekki aðeins um allt land heldur víða um lönd.

Síðar hefur þessa dags verði minnst sem einstaks viðburðar og fyrirboða gagngerra breytinga. Enginn vafi er á því að þessi samstöðufundur leiddi með ýmsu öðru til þess að grundvöllur var fyrir sterku fram-boði konu til embættis forseta Íslands fimm árum síðar, þegar Vigdís Finnbogadóttir bar sigurorð af þremur körlum. Sú kosn-ing var risaskref í jafnréttisátt. Í viðtali við Vigdísi í Fréttatímanum í dag kemur fram að fólk, konur og karlar, hafi á þeim tíma viljað fá konu sem forseta – og það hafi verið vegna áhrifa frá kvennafrídeginum.

Kvennafrídagurinn sannaði það, eins og Vigdís segir, að konur voru máttarstólpar samfélagsins og stóðu, ekki síður en karl-arnir, undir því. Vigdís segir stórkostlegt að sjá hvernig konur hafi haslað sér völl síðustu áratugi.

En nú, öld eftir að konur fengu kosninga-rétt, er enn verk að vinna. Lagaleg réttindi hafa verið tryggð, konur hér á landi hafa öll sömu formleg réttindi og karlar. Mikil árangur hefur vissulega náðst en sam-kvæmt úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins árið 2014, á 142 ríkjum, var Ísland í fyrsta sæti samkvæmt mati á jafnrétti kynjanna út frá þáttum eins og þátttöku í atvinnulífinu, stjórnmálaþátttöku, efnahagslegum jöfnuði og tækifærum til að njóta menntunar og heilbrigðisþjónustu.

Samkvæmt matinu hefur Íslendingum tekist að brúa um 86% af því bili sem mis-munar kynjunum – en það bil þarf að brúa að fullu. Við annað verður ekki unað. Þótt staðan hér sé skárri en annars staðar – og raunar skást – eigum við enn nokkuð í land með að ná fullu jafnrétti kynjanna. Í þeirri baráttu þurfa allir að leggjast á eitt, karlar ekki síður en konur.

Óútskýrður launamunur milli kynjanna er enn til staðar en ein orsök þess er að vinnumarkaðurinn er enn kynskiptur. Ráðamenn hafa bent á að grípa þurfi til markvissra aðgerða til að breyta náms- og starfsvali, hvetja stráka til að fara í umönn-unarstörf og stelpur í tækni- og iðngreinar. Samræma þarf betur fjölskyldu- og atvinnu-líf og stuðla að jafnri þátttöku kynjanna í barnauppeldi og heimilisstörfum – en þar hefur þó orðið grundvallarbreyting á af-stöðu og aðkomu karla frá því sem áður var. Mikilvægt er að konur og karlar hafi jöfn tækifæri í samfélaginu en það stuðlar að betra þjóðfélagi og bættum lífskjörum allra.

Enn eiga við orð Bríetar Bjarnhéðins-dóttur þegar hún í hátíðarræðu fagnaði kosningarétti kvenna fyrir réttri öld: „Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilum og á alþingi.“

Ísland er í fyrsta sæti í jafnréttismálum – en enn er verk að vinna

Brúa þarf bilið að fullu

Jónas [email protected]

LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR

Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Fréttastjóri: Hösk-uldur Daði Magnússon [email protected]. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

KOSTA RÍKA

NÁTTÚRUPARADÍS SEM Á EKKI SINN LÍKA

5. - 19. SEPTEMBER

Verð kr. 565.940.-

Innifalið í verði: Flug, skattar, hotel, allar ferðir, islenskur fararstjóri og aðgangur þar sem við á

Ferðaskrifstofan hefur nú hannað í samvinnu við heimamenn sérstaka ferð sem saman-stendur af upplifun af náttúru landsins og dýralífi þess. Auk þess munum við kynnast fólkinu sjálfu sem landið byggir. Ferðin er ætluð brosandi og lifandi fólki sem vill upplifa ævintýri í ótrúlegu umhverfi

niðurhal

einfaltótakmarkað

6.990ljósleiðari ljósnet

vortex.is 525 2400

12 viðhorf Helgin 19.-21. júní 2015

Page 13: 19 06 2015

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

ORMSSON KEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI

SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK -EGILSSTÖÐUM

SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ

SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM

SÍMI 481 3333

TÆKNIBORGBORGARNESI SÍMI 422 2211

OMNISAKRANESI

SÍMI 433 0300

55” er næst-vinsælasta stærðin

Bein eða bogin - þín upplifun

249.900.-Samsung H6475

Samsung JU6675

Samsung JU6415

319.900.-

319.900.-

Samsung JU7505

Samsung JU7005

389.900.-

419.900.-

Bestaverðið

Page 14: 19 06 2015

ŠKODA Octavia G-TEC sameinar kosti metans og bensíns; þú nýtir íslenska orku og lækkar

eldsneytiskostnað um allt að 35%. Með tvo metantanka og einn 50 lítra bensíntank kemstu 1.330 km

án þess að fylla á og svo færðu líka frítt í stæði. Komdu og reynsluaktu ŠKODA Octavia G-TEC.

Þú kemst lengra en borgar minna

ŠKODA Octavia G-TEC verð frá 3.420.000 kr.

G-TEC FYRIRNÁTTÚRUNAOG VESKIÐ

G-TEC FYRIRNÁTTÚRUNAOG VESKIÐ

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isHöldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.skoda.is

Kosningaréttur kvenna víða um heimK onur hafa sannar-

lega þurft að berj-ast fyrir kosninga-

rétti sínum. Það er kannski undarlegt til þess að hugsa en aðeins eru 122 ár síðan þau merku tímamót áttu sér stað að konur í Nýja Sjálandi urðu þær fyrstu í heiminum til að fá kosningarétt. Finn-land var fyrsta Evrópu-landið til að leyfa konum að kjósa en þar hafði verið stofnað kvenréttindafélag upp úr leshring sem nokkr-ar konur höfðu stofnað til að ræða bókina Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill. Kon-ur í Sviss fengu hins vegar fyrst að kjósa árið 1971. Abdullah konungur í Sádi Arabíu gaf út árið 2011 að konur myndu fá að kjósa í fyrsta sinn árið 2015, en þær mega hins vegar ekki keyra bíl. Fréttatíminn hefur tekið saman hvaða ár konur víða um heim fengu kosningarétt.

Kosningaréttur kvenna víða um heim

1893 Nýja Sjáland1902 Ástralía1906 Finnland1913 Noregur1915 Ísland1915 Danmörk1917 Kanada1919 Litháen1918 Aserbaídsjan 1918 Eistland 1918 Ungverjaland

1918 Kirgistan 1918 Pólland 1918 Rússneska sambandsríkið1920 Bandaríkin 1920 Albanía 1920 Tékkland 1920 Slóvakía1921 Armenía1924 Mongólía 1924 Kasakstan

1927 Túrkmenistan1929 Rúmenía 1929 Ekvador1930 Tyrkland 1930 Suður-Afríka1931 Spánn 1931 Sri Lanka 1931 Portúgal 1931 Chile1932 Brasilía 1932 Taíland

1932 Maldive-eyjar 1932 Úrúgvæ1934 Kúba1935 Myanmar1941 Panama1943 Dómíníska lýðveldið1944 Frakkland 1944 Jamaíka 1944 Búlgaría1945 Króatía

1945 Slóvenía 1945 Ítalía 1945 Indónesía 1945 Senegal 1945 Tógó 1945 Japan1947 Kína1950 Barbados 1950 Haítí 1950 Indland1951 Saint Lúsía

1951 Antígua og Barbuda 1951 Grenada 1951 Dominica 1951 Saint Vincent og 1951 Grenadines eyjur 1951 Nepal1952 Líbanon1960 Kýpur 1960 Gambía

1960 Tonga1961 Malaví 1961 Máritanía 1961 Rúanda 1961 Sierra Leone 1961 Búrúndí 1961 Bahamaeyjar1962 Mónakó 1962 Alsír1970 Andorra1971 Sviss

1972 Bangladesh1973 Bahrain1974 Sólómon-eyjar 1974 Jórdanía1975 Angóla 1975 Svarthöfðaeyjar 1975 Mósambík 1975 Vanatu 1975 Sao Tome 1975 Principle1976 Tímor-Leste

1980 Írak1984 Lichtenstein1986 Mið-Afríkulýð- veldið1989 Namibía1994 Óman2003 Katar2005 Kúveit2006 Sameinuðu arabísku furstadæmin

Bókin Subjection of Women, eða Kúgun kvenna, eins og hún heitir í íslenskri þýðingu, hafði mikil áhrif á kvennabaráttu víða um heim. Hún er eftir breska heimspekinginn John Stuart Mill þar sem hann rökstuddi réttindi kvenna út frá nytjastefnu, en talið er að bókin sé einnig skrifuð af Harriet Taylor Mill sem John átti í ástarsambandi við. Bókin kom út á frummálinu árið 1869.

Kate Sheppard er ein þekktasta baráttukona fyrir kvenréttindum á Nýja Sjálandi og var það í kjölfar baráttu hennar sem konur í Nýja Sjálandi urðu fyrstar í heim-inum til að fá kosningarrétt árið 1893. Hún prýðir 10$ seðilinn þar í landi.

Þjóðaratkvæðagreiðslur eru algengar í Sviss og árið 1971 kusu karlmenn um hvort konur mættu kjósa í almennum þingkosningum. 24% karlmanna voru því mótfallnir en 66% sögðu já, og fengu konur í Sviss þá loks kosningar-rétt. Hér er dæmi um auglýsingaplakat fyrri tíma í Sviss.

Konur í Sádi Arabíu mega enn ekki kjósa og ekki einu sinni keyra bíl. Abdullah kon-ungur gaf út fyrir fjórum árum að konur þar í landi mættu kjósa árið 2015 en það hefur enn ekki orðið raunin.

14 fréttaskýring Helgin 19.-21. júní 2015

Page 15: 19 06 2015

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS

„Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilunum og á Alþingi.“JafnréttisbaráttanVerzlunarmannafélag Reykjavíkur var stofnað árið 1891 en fyrsta konan fékk ekki inn göngu fyrr en árið 1900. Næstu ár voru tími mikilla breytinga, ekki síst á viðhorfum til kynhlutverka.

Árið 1907 var Kvenréttindafélag Íslands stofnað á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur til að „starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Sama ár urðu verkakonur í Hafnarfirði fyrstar íslenskra kvenna til að fara í verkfall og uppskera launahækkun.

19. júní 1915 var ný stjórnarskrá staðfest.Konur, 40 ára og eldri, fengu þar með rétt til að kjósa til Alþingis. Fimm árum síðar voru sett lög sem færðu öllum 25 ára og eldri kosningarétt, óháð kyni, hjúskapar- og eignastöðu.

Konur fylkja liðiAtvinnuþátttaka kvenna jókst næstu ára tugi. Það var þó ekki fyrr en 1958 að sam þykkt voru lög um að sérstakir kvenna taxtar skyldu hverfa úr samningum.

Á kvennafrídaginn, 24. október 1975, tóku konur sig saman um allt land og lögðu niður störf. Þannig sýndu þær fram á ótvírætt mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þann dag þurftu feður margir hverjir að taka börn sín með til vinnu og sáu þá sum börn vinnustað feðra sinna í fyrsta sinn.

Þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti árið 1980, fyrst kvenna í lýðræðisríki í heiminum, varð hún fyrirmynd kynslóða sem ólust upp við það sem sjálf sagðan hlut að þjóðhöfðingi geti verið kvenkyns.

Málefni beggja kynjaÁrið 1970 var samið um rétt mæðra til 10 daga fæðingarorlofs. Sex árum síðar var fest í lög að konur fengju sem svarar 90 daga atvinnuleysisbótum eftir að hafa eignast barn. Það var ekki fyrr en um alda-mótin 2000 að réttur beggja foreldra til fæðingarorlofs var loks tryggður og í dag þykir það sjálfsagt mál að báðir foreldrar taki sér fæðingarorlof.

Kynbundinn launamunur hefur minnkað jafnt og þétt á 21. öldinni, en hann var þó enn 8,5% í VR árið 2014. Það þýðir að konur í stærsta stéttarfélagi landsins vinna launalaust einn mánuð á ári miðað við karla. Jafnlaunavottun VR var kynnt til sögunnar árið 2013 og er markviss leið til að leiðrétta þennan launamun.

*

*Bríet Bjarnhéðinsdóttir flytur hátíðar-ræðu á Austurvelli, 7. júlí 1915.

VR óskar konum og körlum til hamingju með daginn.Við minnum á að baráttunni er ekki lokið.

Í tilefni dagsins verða skrifstofur VR lokaðar eftir hádegi.

Page 16: 19 06 2015

Söngkonan og tónskáldið Ragnhildur Gísladóttir manaði sjálfa sig upp í það að stofna kvennarokksveit árið 1981. Hún sagði í blaðaviðtali að hún ætlaði að stofna slíka sveit og þá var ekki aftur snúið. Hún segir að Grýlurnar hafi mætt allskonar for-dómum á þessum tíma, en aðallega frá körlunum í bransanum. Ragga segir að hún hafi búist við meiri byltingu í kjölfar Grýlanna og segir að ekki nógu margar kvennasveitir hafi rutt sér til rúms á Íslandi. Grýlurnar munu ekki koma saman aftur.

Á rið 1981 var Ragnhildur Gísladóttir, Ragga Gísla, mjög áberandi í íslensku

tónlistarlífi. Hún var búin að syngja með vinsælum hljómsveitum eins og Brimkló og Brunaliðinu, ásamt því að hafa séð um upptökur og út-setningar á nokkrum barnaplötum, sungið vinsæl lög á Vísnaplötu, Lummuplötu og Björgvins Halldórs-sonarplötu. Hún þurfti á einhvers-konar breytingu að halda og tók málin í sínar eigin hendur. „Þegar ég var við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík var ég búin að vera að pæla í því að setja saman blandaða

hljómsveit þar sem meirihlutinn væri konur,“ segir Ragga. „Ég var ekki mikið að velta fyrir mér kven-byltingu eða kvenréttindum. Mér fannst þetta bara skemmtileg hug-mynd. En á þessum tíma þegar ég hætti í Brimkló, eftir stutta veru í þeirri sveit, voru konur ekki áber-andi í rokkbransanum,“ segir hún. „Ég fór í eitthvert blaðaviðtal og fæ þá hugmynd á punktinum að ég ætl-aði að stofna kvennahljómsveit. Því meira sem ég talaði um þessa hug-mynd í viðtalinu, því sannfærðari varð ég um að gera það. Ég ögraði sjálfri mér þarna, gaf bara síma-

númerið mitt og sagðist ætla taka stelpur í prufur. Svo gerðist það bara,“ segir Ragga.

Höfðu aldrei histFjöldi kvenna mætti í prufurnar og á endanum fann Ragga þær konur sem hún svo fékk til liðs við hljóm-sveitina, sem fékk nafnið Grýlurnar.

„Við þekktumst ekki neitt,“ segir Ragga. „Linda kom með rút-unni frá Eyrarbakka. Hún var með permanent í hárinu og í Henson íþróttagalla. Alveg hrikalegur lúði, að mínu mati þá, en hún hélt bít-inu stöðugu á trommurnar,“ segir

Manaði sjálfa sig upp í að stofna Grýlurnar

16 viðtal Helgin 19.-21. júní 2015

11 kg2 kg 5 kg 10 kg

Smellugas er einfalt, öruggt og þægilegt!

Gas fyrir grillið, útileguna og heimilið

Vinur við veginn

Ljós

myn

d/H

ari

Page 17: 19 06 2015

Ragga. Inga Rún gítarleikari hafði lært á klassískan gítar en einnig verið að spila með Upplyftingu og hafði rafgítarreynslu þannig að hún small inn. Svo var það Herdís bassa-leikari sem hafði verið að semja lög, sem var svo frábært, og fantaflink á bassann. Þarna voru Grýlurnar komnar og af því að ég hafði minnst á þetta í þessu viðtali, þá var ég svo-lítið búin að stilla mér upp við vegg,“ segir Ragga. „Það biðu allir eftir þessu og það var mikil pressa, en næsta ögrun var að segja já við því að spila á fyrstu tónleikunum, sem voru í Austurbæjarbíói,“ segir hún. „Þetta var tíu dögum eftir að band-ið var stofnað og við vorum skelfi-legar. Örugglega eins heimskulegt og hægt er að hugsa sér að segja já við þessu,“ segir Ragga með glotti.

„Það kom umfjöllun á bakhliðinni á DV með mynd af okkur, þar sem stóð „Ekki nógu góðar Grýlur,“ seg-ir Ragga. „Skotleyfið hafði verið gef-ið og við skotnar í kaf. „Ég gleymi ekki stundinni í æfingarhúsnæðinu daginn eftir. Ég var með ábyrgðina á þessu klúðri og varð því að taka peppstund. „Þetta var bara frábært stelpur! Eftir þetta er leiðin aðeins upp á við. Nú fáum við að vera í friði og byrjum bara að æfa.“ Svo þetta var kannski ekki svo slæmt að fá þessa útreið í DV,“ segir Ragga. 

Rafmagnið tekið afGrýlurnar gáfu út smáskífu þar sem lagið Fljúgum hærra eftir Jó-hann G Jóhannsson var á, og varð vinsælt. Sveitinni fór mikið fram og árið 1983 kom út stóra platan, Mávastellið. Ragga segir að um-talið um Grýlurnar hafi alltaf verið gott, en hún sagði samt að margir strákanna í bransanum hafi ekki verið að fíla þetta.

„Veit ekki hvort það var vegna þess að þetta var kraftmikil og ákveðin kvennarokkhljómsveit sem var alls ekki að afsaka sig eða þeim fannst við ekki nógu flinkar. Það mætti líkja þessu við fótbolt-ann þar sem kvennafótbolti fór í taugarnar á mönnum í byrjun af því þær voru ekki alveg komnar með æfinguna eða milljón ára reynslu eins og þeir,“ segir Ragga. „Nú eru þær loksins að fá viðurkenningu. Konur þurfa greinilega að leggja sig margfalt fram miðað við karl-ana svo þær séu marktækar og virtar.

Við spiluðum einu sinni í Sigtúni ásamt fleiri hljómsveitum og ein-hver sló út rafmagnið í miðju lagi hjá okkur, “ segir hún. „Við auðvi-tað kenndum þekktri karlrembu-sveit um verknaðinn, þó svo það hafi ekki verið staðfest, gott atriði svona eftir á og hefur birst í bíó þar sem Gærurnar klippa á rafmagns-vírinn,“ segir hún. „Þeim fannst einhver ógn stafa af okkur, við vorum þarna komnar inn á þeirra heimasvæði. Það voru ósjálfráð viðbrögð sem birtust þannig að það var gert grín að okkur með einhverjum töffarafrösum sem eru fyndnir en undir niðri er það smá hroki og þar af leiðandi smá hræðsla við að missa eitthvert vald og stjórnun.

Það eimir eftir af þessu ennþá hjá allt of mörgum sem kannski mætti segja að sé einhvers konar ávani líka. En ef maður skoðar hvar vandinn liggur í bransanum, svona yfir höfuð og af hverju kon-ur hafa sig svo lítt í frammi, held ég að hann liggi í því að stjórnunin í all flestum ef ekki öllum útgáfu-fyrirtækjunum er karllæg,“ segir Ragga. „Þeir eru komnir með ein-hverja formúlu sem virkar vel, fyr-ir þá. Þetta er merkilega geirneglt út um allan heim. Þess vegna eru þeir búnir að ákveðna hvernig kon-urnar birtast í þessum bransa, og það er lang þægilegast að hafa þær eftir þeirra reglum, útlitslega og tónlistarlega. Þetta er grunnurinn að vandanum. Konur nenna ekki að taka þátt í svona rugli sem gengur

út á þessa formúlu, en við vitum að kon-ur eru út um allan bæ að búa til tónlist, það vantar sko ekki. Nú þarf að birta tónlistina eins og þær vilja að hún birt-ist,” segir Ragga.

Sjúkar Grýlur„Við fórum þá leið að heita Grýlurnar af því að það var svona samheiti yfir „kell-ingar“ frá Pétri heitnum Kristjáns,“ seg-ir Ragga. „Ef einhver var sjúk Grýla, þá var það mjög flott kona. Með þessu var konum haldið aðeins fyrir neðan strákana. Við ákváðum bara að fara alla leið með þetta og hafa þema sem er að gera grín að karlrembunni. Við ákváð-um að vera Grýlurnar en ekki tröllin í fjöllunum og ekki fegurðardrottningar heldur konur í vígaham,“ segir hún. „Við máluðum okkur með einhvers-konar stríðsmálningu, klæddum okkur í blúndubuxur, utan yfir gammósíurnar og allt til þess að vera með kaldhæðni á það sem átti að vera sexí. Allir textarn-ir fjölluðu líka um það hvað karlarnir væru æðislegir, í kaldhæðni. Aðdáunin og undirgefnin voru mjög ríkjandi um-fjöllunarþema, sem var okkar sterkasta vopn til þess að koma okkar skoðun á framfæri,“ segir hún. 

Hvernig tóku aðrar stelpur í þetta?„Þær voru algerlega með okkur í liði,“

segir Ragga.„Af því að við gerðum ekki út á staðl-

aða fegurð heldur kraft og dirfsku þá fundu aðrar stelpur samsvörun í okkur. Stór hópur aðdáenda okkar var í hópi samkynhneigðra, bæði konur og karl-ar,“ segir hún. „Þessir hópar eltu okkur hvert á land sem var. Eftir að við vorum með í bíómyndinni Með allt á hreinu, með Stuðmönnum, fengum við alveg helling að gera og vorum við þakk-látar fyrir þá snilld,“ segir Ragga. „Við spiluðum í Skandinavíu þar sem við fengum feiknalega góðar viðtökur, og Steinar Berg, sem þá var plötuútgefandi hér heima, vildi endilega gefa okkur út á Norðurlöndunum,“ segir hún. „Þá vorum við komnar í mikinn ham og til þess að gera langa sögu stutta þá gáf-ust stelpurnar upp, og málið var dautt,“ segir Ragga.

Bjóst við meiri áhrifumGrýlurnar ruddu ákveðna braut hvað varðar kvennahljómsveitir á Íslandi. Það hafa þó ekki verið margar eftir þeirra daga sem eru skipaðar eingöngu konum, en konum fer fjölgandi sem semja tónlist og spila í hljómsveitum, hvort sem þær eru einar með strákun-um, eða í meirihluta. Ragga segir þó að hún væri til í að sjá fleiri.

„Ég hélt á sínum tíma að það yrði meiri gróska en varð,“ segir hún. „Það voru svo margar stelpur sem komu í prufurnar að ég hélt að þær myndu

bara stofna sínar eigin hljómsveitir. Þetta var og er mikið hark og þú getur ekki gert mikið annað með. „Stelpur hafa í grunninn aðra sýn og tilfinningu í tónlist en karlmenn, sem er frábært að átta sig á og samþykkja, en það er ekki endilega það sem rokkbransinn í sínu karllæga formi býður upp á í heimin-um. Konur eignast líka börn, sem tekur tíma. Það tekur tíma að ganga með þau og ala þau upp,“ segir Ragga.

„Það getur verið mjög erfitt að byrja aftur eða halda áfram. Vonandi á þetta eftir að breytast og verða aðgengilegra fyrir konur. Það gerist ef konur taka í taumana og setja línuna eins og þær vilja hafa hana. Það þarf kjark í það því þessi karllægi yfirmannabransi er ansi valdamikill og sterkur,“ segir hún. „En konur þurfa ekki að sanna sig með því að vera eins og karlmenn. Gleymum því rugli. Það held ég að sé mikilvægast í þessu. Þær geta opnað dyrnar fyrir jafnt konum sem körlum og þegið að slíkt hið sama sé fyrir þær gert. Ég vil gagnkvæma virðingu og jafnrétti kynjanna á öllum sviðum og þannig verður það.“

Eiga Grýlurnar eftir að koma saman?„Nei, það verður ekki,“ segir Ragga

Gísla, með bros á vör – og við það situr.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

En konur þurfa ekki að sanna sig með því að vera eins og karlmenn. Gleymum því rugli. Það held ég að sé mikil-vægast í þessu.

viðtal 17 Helgin 19.-21. júní 2015

Hulsturað verðmæti

4.990 kr.fylgir

Sá allra besti frá SamsungGalaxy S6 frá Samsung hefur slegið í gegn í sumar. Nú færðu Clear Cover hulstur, að verðmæti 4.990 kr., í kaupbæti með öllum Galaxy S6.*

Nýttu tækifærið!

VodafoneVið tengjum þig

*Gildir ekki fyrir Samsung Galaxy S6 Edge og aðeins á meðan birgðir endast.

**ÁHK 7,57%

Samsung Galaxy S6 – 32GB

5.390 kr.á mán. í 24 mán.**

119.990 kr. stgr.

Page 18: 19 06 2015

Garðkarfa 25L

1.075einnig fáanleg 50 lítra karfa

N e y t e n d u r a t h u g i ð ! M ú r b ú ð i n s e l u r a l l a r v ö r u r s í n a r á l á g m a r k s v e r ð i f y r i r a l l a , a l l t a f . G e r i ð v e r ð - o g g æ ð a s a m a n b u r ð !

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Sumarsala í Múrbúðinni

25 stk. 110 lítra ruslapokar 995 Einnig 200lítra 10 stk. kr. 795 (65my)

Flúðamold 20 l

590

Frábært verð á stál- og plast- þakrennum.Sjá verðlista á www.murbudin.is

DOMAX byggingarvinklar. Mikið úrval

20 lítra fata

895einnig til 12lítra á kr

65 lítra bali

2.295

Protool veltisög 250mm, 1800W, borð 47x51 cm

48.990

Protool kúttari GW8012, 1900W 254mm blað

28.990

1.690

1.790

1.590

1.690

2.190Verð frá

2.190

GÆÐASKÓFLUR

Malarhrífa

1.890

Strákústur 30cm breiður

795

MIKIÐ ÚRVAL

Laufhrífa

890

Truper 10574

1.895

Hlúaajárn Buf PGH316

1.890

Lokað slönguhjól 20m 1/2”

9.780Járnbúkkar sett=2 stykki

4.690

ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 2,7 l.

4.390

DEKAPRO útimálning, 10 lítrar (A stofn)

7.490

Álstigi 3x8 þrep2.27-5.05 m

17.990

Blákorn 5 kg

1.390

Black&Decker háþrýsti-dæla max 110 bar

14.9001400W 360/lit/klstÞolir 50C heitt vatn5 metra barki Sápubox

Garðverkfærasett

590

Steypugljái á stéttina– þessi sem endist

Steypugljái

– þessi sem endist

Dicht-Fix þéttiefni. 750ml

1.995

PVC húðað vírnet 50cmx15 metrar

4.695 Strekkibönd 64407

995

Mako penslasett

590

Landora tréolía Col-51903 3 l.

2.690

Hjólbörur 80L

3.990

Proflex Nitril vinnuhanskar

375

Pretul öryggisglerauguTrup-14304

595

TFA-146015Útihitamælir

1.790

Mei-0390610Kústaklemma

225

Leca blómapottamöl 10 l.

990

PRETUL úðadæla5 l. Trup 24685

2.990

Bio Kleen pallahreinsir

8955 lítrar kr. 3.295

Strekkibönd í úrvali

Meister jarðvegsdúkur 9961360 5x1,5 meter

795

Mei-9993150 Upptínslutól 60cm

1.595

Mei-9961390 Garðyfirbreiðsla

795

Mei-9961400 Sterkur Hellu & jarðvegsdúkur 10m2

2.690

Mei-9957210 Skilrúm í garðinn 9mx15cm

1.19515 metra rafmagnssnúra

3.190

Portúgalskir leirpottar í úrvali - GæðavaraVerð frá kr. 125Undirdiskar fáanlegir

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

FÖSTUDAG OG LAUGARDAG*

* föstud. 19/6 og laug. 20/6

20%AFSLÁTTUR

Gróðurmold 40 l

890Gróðurmold 20 l

490

1.836860

716

6362.152

472

7.824 956 3.756 792

Page 19: 19 06 2015

Garðkarfa 25L

1.075Garðkarfa 25L

1.075einnig fáanleg 50 lítra karfa

N e y t e n d u r a t h u g i ð ! M ú r b ú ð i n s e l u r a l l a r v ö r u r s í n a r á l á g m a r k s v e r ð i f y r i r a l l a , a l l t a f . G e r i ð v e r ð - o g g æ ð a s a m a n b u r ð !

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Sumarsala í Múrbúðinni

25 stk. 110 lítra ruslapokar 995 Einnig 200lítra 10 stk. kr. 795 (65my)

Flúðamold 20 l

590

Frábært verð á stál- og plast- þakrennum.Sjá verðlista á www.murbudin.is

DOMAX byggingarvinklar. Mikið úrval

20 lítra fata

895einnig til 12lítra á kr

65 lítra bali

2.295

Protool veltisög 250mm, 1800W, borð 47x51 cm

48.990

Protool kúttari GW8012, 1900W 254mm blað

28.990

í Múrbúðinni í Múrbúðinni 1.690

1.790

1.590

1.690

2.190Verð frá

2.190

GÆÐASKÓFLUR

Malarhrífa

1.890

Strákústur 30cm breiður

795

MIKIÐ ÚRVAL

Strákústur 30cm breiður

795

Laufhrífa

890

Truper 10574

1.895

Hlúaajárn Buf PGH316

1.890

Lokað slönguhjól 20m 1/2”

9.780Járnbúkkar sett=2 stykki

4.690

ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 2,7 l.

4.390

DEKAPRO útimálning, 10 lítrar (A stofn)

7.490

Álstigi 3x8 þrep2.27-5.05 m

17.990

Blákorn 5 kg

1.390

Black&Decker háþrýsti-dæla max 110 bar

14.9001400W 360/lit/klstÞolir 50C heitt vatn5 metra barki Sápubox

Garðverkfærasett

590

Steypugljái á stéttina– þessi sem endist

Dicht-Fix þéttiefni. 750ml

1.995

PVC húðað vírnet 50cmx15 metrar

4.695 Strekkibönd 64407

995

Mako penslasett

590

Landora tréolía Col-51903 3 l.

2.690

Hjólbörur 80L

3.990

Proflex Nitril vinnuhanskar

375

Pretul öryggisglerauguTrup-14304

595

TFA-146015Útihitamælir

1.790

Mei-0390610Kústaklemma

225

Leca blómapottamöl 10 l.

990

PRETUL úðadæla5 l. Trup 24685

2.990

Bio Kleen pallahreinsir

8955 lítrar kr. 3.295

Strekkibönd í úrvali

Meister jarðvegsdúkur 9961360 5x1,5 meter

795

Mei-9993150 Upptínslutól 60cm

1.595

Mei-9961390 Garðyfirbreiðsla

795

Mei-9961400 Sterkur Hellu & jarðvegsdúkur 10m2

2.690

Mei-9957210 Skilrúm í garðinn 9mx15cm

1.19515 metra rafmagnssnúra

3.190

Portúgalskir leirpottar í úrvali - GæðavaraVerð frá kr. 125Undirdiskar fáanlegir

einnig til 12lítra á kr einnig til 12lítra á kr 20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

FÖSTUDAG OG LAUGARDAG*

* föstud. 19/6 og laug. 20/6

20%AFSLÁTTUR

Gróðurmold 40 l

890Gróðurmold 20 l

490

1.836860

716

6362.152

472

7.824 956 3.756 792

Page 20: 19 06 2015

Silja Aðalsteinsdóttir tók saman ljóð eftir íslenskar skáldkonur undir heitinu Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna sem er nú komin út í endurbættri útgáfu. Í bókinni er að finna ljóð eftir skáldkonur frá 19., 20. og 21. öld og segir Silja það skína í gegn að enn geta ljóð sagt hið ósegjanlega, það sem ekki er hægt að segja eða má ekki segja.

Menningarblaðamaður frekar en ritstjóriSilja Aðalsteinsdóttir er fyrsta konan sem ritstýrði dag-blaði á Íslandi. Hún segist þó frekar hafa litið á sig sem menningarblaðamann með ritstjóra titil, enda hefur menningin alltaf verið hennar helsta áhugasvið og hefur hún einbeitt sér að því. Silja hlaut riddarakross, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, í upphafi þessa árs fyrir fram-lag til íslenskrar menningar og bókmennta. Ljóð hafa alla tíð heillað Silju og í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna hefur ljóðasafnið Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna verið endurútgefin en Silja sá um val ljóðanna.

M ér finnst það við hæfi og skemmtilegt að verið sé að minnast 100 ára afmæl-

is kosningaréttar kvenna og sýnist það vera gert af miklum myndar-skap en að öðru leyti þá er svolítið sorglegt að jafnréttismálin skuli ekki vera komin lengra en raun ber vitni,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir og nefnir í því samhengi til dæmis umtalsverðan launamun kynjanna. „Annað dæmi er Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna. Þó það sé gaman að gefa út svona fallega bók þá er það svolítið sorglegt að það þurfi sérstakt úrvalsrit íslenskra skáld-kvenna til að vekja athygli á þeim. Það er normið að vera karlmaður og því þurfa þeir ekki sérstakt tilefni svo að þeirra rit séu gefin út með sama hætti og rit kvenna.“

Silja nefnir dæmi máli sínu til stuðnings. „Þegar bókin kom út sagði vinur minn við mig að aldrei væru gefnar út perlur úr ljóðum ís-lenskra karla. Ég sagði jú, það er gert, en þær bækur heita Þjóðskáld-in, Íslensk úrvalssljóð eða Íslensk lýrík.“ Hún segir þó að það sé þó vel þess virði að gefa út Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna. „Höfuð-markmið svona bókar er að draga fram og minna á hvað við eigum margar góðar skáldkonur.“

Ljóð sem lýsa æviferli konuPerlur úr ljóðum íslenskra kvenna kom fyrst út árið 1998 og fylgdi eftir bókinni Stúlka sem fjallar um ljóðagerð íslenskra kvenna frá upp-hafi fram til um það bil 1970 með sérstakri áherslu á stöðu þeirra í bókmenntasögu og bókmennta-hefð. Helga Kress ritstýrði og setti hún upp sögulegt yfirlit yfir ljóð íslenskra kvenljóðskálda. „Þegar ég var beðin um að velja ljóð und-ir nafninu Ljóðaperlur íslenskra kvenna ákvað ég að fara aðra leið og taka ljóðin svolítið þematískt fyrir, þar sem æviferli konu er fylgt eftir,“ segir Silja. Í bókinni er ljóðum því raðað eftir efni en ekki eftir aldri skálda.

„Í bókinni er að finna ljóð um það að vera stelpa, ung kona, ástfang-in, móðir, ástarsorg og lýsingar á helstu atburðum í lífi kvenna,“ segir Silja. Ljóðin segja sögu og blanda þannig saman ljóðum frá ólíkum tímum. „Mér fannst það sérstak-lega skemmtilegt að láta skáld frá mismunandi tíma standa hlið við hlið, konur frá 19. öld og 20. öld og svo konur sem koma fram á 21. öld. Það sýnir manni vonandi betur hvað þær eiga sameiginlegt, jafnvel þótt formið og efnistökin séu ólík.“

Von á góðu þegar kona gefur út ljóðabókPerlur úr ljóðum íslenskra kvenna voru prentaðar tvisvar, en eru löngu uppseldar. Það varð því úr að gera nýja útgáfu þar sem notast var við sömu aðferð, það er leitað var að ljóðum þar sem skáldkonur lýsa persónulegri og kynbundinni reynslu. „Ég bætti einhverju við eftir konur sem höfðu verið í eldri útgáfunni og orkt síðan, til dæmis ljóðum eftir tvær af höfuðskáldum bókarinnar, þær Vilborgu Dag-bjartsdóttur og Ingibjörgu Haralds-dóttur.“

Í þessu valferli segir Silja það hafa komið sér mest á óvart hvað kon-ur eru persónulegar í ljóðum sínum og þá sérstaklega hvað þær yrkja mikið um það sem stendur þeim næst. „Um tilfinningarnar, heimilið og ástina, en það gera karlar vissu-lega líka, en þeir skrifa ekki eins mikið um börn og heimilið. Konur yrkja um allt sem karlar yrkja um, nema kannski pólitík og stríð, en að öðru leyti er efnisvalið svipað en þær koma með hversdagsleikann og daglega lífið sem viðbót.“

Silja segir einnig að það sé alveg ótvírætt að íslenskar skáldkonur og

verk þeirra vekja meiri athygli nú en áður. „Það er fyrst og fremst því að þakka að þeim hefur vissulega fjölgað og hvað þær hafa fengið mik-ið lof. Einnig er talsvert auðveldara fyrir nýjar skáldkonur að vekja at-hygli því maður á von á góðu þegar kona gefur út ljóðabók.“

Ég hef aldrei tapað neinu á því að vera konaSilja tók við starfi ritstjóra á Þjóð-viljanum árið 1989, fyrst íslenskra kvenna til að ritstýra dagblaði. „En það var nú ekki langur tími,“ segir hún og hlær, en bætir svo við heldur alvarlegri: „ Ég get alveg sagt, án þess að hika, að þessi tími á Þjóð-viljanum var mjög erfiður, aðallega vegna fjármála. Það var þá strax orðið miklu erfiðara að gefa út dag-blað.“ Silja segir einnig að takmark-aður áhugi hennar á beinni flokks-pólitík hafi haft þær afleiðingar að hún forðaðist að skrifa pólitíska leiðara eða fréttir. „Í rauninni finnst mér, eftir á að hyggja, að ég hafi verið menningarblaðamaður með ritstjóratitil. Ég fylgdist mest með því sem var að gerast í menn-ingarmálum og stjórnaði krítíker-um, það var heill gagnrýnendaher á blaðinu í öllum greinum og ég hafði umsjón með þeim. Þetta var í raun sams konar starf, fyrir utan stöku leiðaraskrif, og ég gegndi svo á DV, þar sem ég var menningarrit-stjóri.“ Silja minnist tímanna á DV með mikilli gleði. „Mér fannst, burt-séð frá blöðunum að öðru leyti, mun skemmtilegra að starfa á DV. Þar var góður andi, skemmtilegt fólk og stærri ritstjórn.“

25 ár eru nú liðin frá því að Silja starfaði á Þjóðviljanum og segir hún að kynjahlutfallið þar hafi verið mjög skarpt. „Það komu inn blaða-

konur, eins og til dæmis Vilborg Harðardóttir, ein af fyrstu rauð-sokkunum sem starfaði á blaðinu á undan mér, alveg rosalega flott kona, og svo voru einhverjar ung-ar blaðakonur. En þetta voru fyrst og fremst karlkyns blaðamenn og ljósmyndarar.“ Silja segir samt að hún hafi aldrei velt sér mikið upp úr þessari kynjaskiptingu. „Mér fannst alls ekkert óþægilegt að vera kona á Þjóðviljanum, það var fyrst og fremst fjármagnsskortur og staða blaðsins sem angraði mig. Ég hef alls ekki upplifað þá tilfinn-ingu að hafa tapað neinu á því að vera kona.“

Jafnvægi á öllum sviðumSilja segir að fjölmiðlarnir geti tekið virkan þátt í jafnréttisbarátt-unni. „Við þurfum sífellt að hugsa um þetta jafnvægi. Ég veit af eigin reynslu að það getur verið erfitt að fá konur í viðtöl og fá þær til að tjá sig um sín sérsvið. En þær verða fúsari þegar þær fá samanburðinn. Þegar konum fjölgar yfir línuna þyk-ir þeim ekki fylgja jafn mikil ábyrgð að vera eina konan sem hefur tjáð sig um ákveðið atriði. Við þurfum að jafna þetta út á öllum sviðum. Það sama má segja um ábyrgðar-störf bæði í háskólum, fjármálageir-anum og hinu opinbera.“

Silja segir jafnframt að þetta verði að virka jafnt fyrir bæði kyn. „Konur hafa lagt undir sig ákveðin svið og þar mætti þá fjölga körlum eins og fjölga má konum þar sem karlar eru ráðandi. Maður vill nú síður setja ófrávíkjanlegar reglur, en þetta má ævinlega vera ofarlega í okkar huga.“

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

20 viðtal Helgin 19.-21. júní 2015

Til hamingju með daginn

Page 21: 19 06 2015

Sjóvá 440 2000

sjova.is

Í dag, 19. júní, er lokað eftir hádegi í tilefni af 100 ára afmæli kosninga­réttar kvenna.

Okkur langar til að fagna þessum áfanga og óskum öllum landsmönnum til hamingju.

Page 22: 19 06 2015

A nna Kristjáns er frum-kvöðull. Hún er fyrsti ein-staklingurinn sem gekkst

undir kynskiptiaðgerð á Íslandi. Fyrir tuttugu árum hélt Kristján vélstjóri í aðgerð í Svíþjóð, þar sem hann bjó og snéri heim til Ís-lands sem Anna Kristjánsdóttir. Anna segir fordómana hafa verið mikla á þessum tíma en í dag sé þetta ekki vandamál. Hún segir 19. júní ekki eiga neinn stað í sínu lífi, hún er hrifnari af 17. júní. „Ég hef aldrei tekið þennan dag neitt alvarlega,“ segir Anna. „Baráttan er mjög góð, en ég hef aldrei lagt mig sérstaklega fram við það að halda daginn hátíðlegan. Þetta er tveimur dögum eftir þjóðhátíðar-daginn okkar og mér finnst 19. júní falla svolítið í skuggann af honum,“ segir Anna.

Anna hefur farið í gegnum hæð-ir og lægðir á þeim tuttugu árum síðan hún gekkst undir aðgerðina. Hún segir að tímarnir hafi breyst gríðarlega. „Ég fór í þessa aðgerð 24. apríl árið 1995 og það hefur gengið á ýmsu síðan. Allur gang-ur verið á þessu,“ segir hún. „Í byrjun voru ekki margir sem tóku þetta í sátt. Bara hugmyndina að

framkvæma þessa aðgerð, en í dag er þetta gjörbreytt,“ segir Anna. „Fyrstu árin voru erfið, svona fyrstu tíu árin. Svo fór þetta að gjörbreytast. Fyrstu jákvæðu við-brögðin voru um aldamótin, en ég fann ekki fyrir almennri sátt fyrr en í kringum 2005. Í dag finn ég fyrir almennri sátt,“ segir Anna. „Ég mæti mjög sjaldan einhverjum fordómum í dag.“

Anna hefur starfað hjá Orku-veitu Reykjavíkur undanfarin 19 ár og líður vel. „Ég hef verið að vinna í stjórnstöðinni hjá Orku-veitunni í að verða 19 ár og líkar vel, ég er allavegana hér enn,“ segir hún. „Ég var að vinna í svip-aðri stöðu í Svíþjóð og það lá beint við að sækja um þetta starf þegar heim var komið. Ég þurfti ekkert að sannfæra vinnuveitendur mína um mína starfsgetu þrátt fyrir að vera nýkomin úr þessari aðgerð,“ segir hún.

Nýt mín betur í baráttu hin-segin fólksAnna hefur verið áberandi í hátíð hinsegin daga í gegnum tíðina og segir baráttu hinsegin fólks eiga bet-ur við sig en baráttudagur kvenna.

„Ég held að mörgu leyti að þar njóti ég mín betur,“ segir hún. „Kannski vegna þess að hinsegin baráttan hefur breyst gríðarlega mikið á undanförnum árum. Fyr-ir og um síðustu aldamót snérist þetta fyrst og fremst um að fá sam-þykki og viðurkenningu fyrir sam-kynhneigða,“ segir Anna. „Síðan má segja að Samtökin 78 hafi breytt hlutverki sínu, og í kringum árið 2007 urðu þau samtök alls hin-segin fólks,“ segir hún. „Ekki bara samkynhneigðra heldur líka trans-fólks og allra annarra.“

Hvað með þá sem hafa fylgt í þín spor. Hefur fólk leitað til þín og fengið ráðleggingar í sinni bar-áttu?

„Það var algengt áður fyrr já,“ segir Anna.

„Í dag er þetta þannig að það er komin góð ráðgjöf innan Sam-takanna 78,“ segir hún. „Fólk þarf ekki svo mikið á mér að halda lengur.“

Þú ert nú samt frumkvöðull í þessu?

„Já það má nú kannski segja það,“ segir hún.

„Þetta er orðið mun algengara samt í dag. Bæði eru Samtökin 78 og félagið Trans-Ísland mjög virk með alla upplýsingaöflun og um-fjöllun í dag. Þetta er ekkert feimn-ismál,“ segir Anna.

Þú ert þá ekki með einhver plön fyrir kvenréttindadaginn?

„Ég er að vinna um kvöldið,“ segir Anna. „Stefnan hjá starfs-fólki Orkuveitunnar er þó að hitt-ast hjá gömlu þvottalaugunum á hádegi og labba saman niður í bæ,“ segir hún. „Sem er mjög þarfur hlutur því við gömlu þvottalaug-arnar hófst starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur í kringum 1930. Þar söfnuðust þvottakonurnar saman og höfðu gert í gegnum aldirnar,“ segir Anna Kristjánsdóttir frum-kvöðull.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Kona í tuttugu ár

Fyrir 20 árum kom Anna Kristjánsdóttir til Íslands eftir að hafa gengist undir kynskiptiaðgerð. Anna var fyrsti

Íslendingurinn til þess að fara í slíka aðgerð og vakti hún töluverða athygli hér á landi, en mætti hún einnig miklum

fordómum úr þjóðfélaginu. Í dag segir Anna þetta vera breytt, en fyrstu tíu árin voru erfið.

Anna Kristjánsdóttir segir margt hafa breyst á síðustu 20 árum. Ljósmynd/Hari

22 viðtal Helgin 19.-21. júní 2015

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Verslunin Belladonna

Stærðir 38-58

19. júní 2015Við fögnum 100 ára

afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna

Við bjóðum 19% afslátt í tilefni dagsins

dagana 18. - 20. júní

Page 23: 19 06 2015

SUMARLEGUR KOSTUR

Ferskur kostur á grillið

Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | S: 560-2500 | [email protected] | www.kostur.is

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/kostur.dalvegi

Með

fyrir

vara

um

villu

r og

á m

eðan

birg

ðir e

ndas

t. At

hugi

ð að

ver

ð ge

ta b

reys

t milli

sen

ding

a. G

ildir

helg

ina

19. -

21.

júní

201

5.

OPIÐ

ALLA DAGA

O

PIÐ ALLA D

AG

A10-20

kr/stk 359,-

TAZO te

Kjúklingabringur

kr/kg 1.698,-

Ferskar

kr/stk 398,-

LemonadeNokkrar tegundir473 ml

Frískandi drykkir

kr/kg 1.398,-

Grísahnakka-sneiðar

Stjörnugrís

Primo italiano kryddaðar

Nokkrar tegundir403 ml

Matfugl

Hubert’s

kr/stk 598,-

BBQ sósa

Nokkrar tegundir510 gr

STUBB’S

598,-

BBQ sósa

kr/stk 598,-

MarineringNokkrar tegundir340 gr

598,-

MarineringSTUBB’S

kr/stk 398,-

Liquid Smoke

Hickory eða Mesquite148 ml

Hickory eða

STUBB’S

kr/stk 598,-

Sósu-grunnur

Nokkrar tegundir340 gr

STUBB’S

kr/stk 398,-

Hint vatnNokkrar tegundir474 ml

kr/kg 998,-

Grill bógsneiðarStjörnugrís

Primo italiano kryddaðar

CIAO BELLA ekta ítalskur sorbetto ís

kr/stk 698,-

SORBETTO ís

Nokkrar tegundir414 ml

CIAO BELLACIAO BELLA

kr/kg 498,-

Ferskirmaískólfar

kr/kg 3.398,-

PortabellosveppirHattarfrá USA

Brakandi ferskur kostur á grillið

frá USA

398,-

PortabellosveppirHattarfrá USA

kr/kg 2.998,-

FerskuraspasJumbofrá USA

Page 24: 19 06 2015

Sannaði að konur eru líka menn

Vigdís Finnbogadóttir bauð hefðunum birginn þegar hún bauð sig fram til forseta árið 1980. Hún segist hafa þurft kjark til þess að vera kona í framboði því á þeim tíma hafi það ekki verið til siðs að konur stigju fram á sínum eigin for-sendum. Með framboðinu gekk henni það eitt til að sanna að kona gæti verið í forsetafram-boði, rétt eins og karl. Sem hún gerði, og svo miklu meira en það. Vigdís er hvergi hætt að sinna sínum helstu ástríðum, verndun landsins, ræktun tungunnar, hitta fólk og hafa gaman af lífinu.

Sjá næstu opnu

Ljós

myn

d/H

ari

24 viðtal Helgin 19.-21. júní 2015

Page 25: 19 06 2015
Page 26: 19 06 2015

Vigdís Finnboga-dóttir, fyrsti kven-forseti mannkyns-sögunnar, hellir upp á kaffi í heim-ilislegu eldhúsi

sínu á Aragötunni. Hún er nýkomin heim frá Frakklandi þar sem hún talaði á hátíðardagskrá við Sor-bonne-háskóla. Sólin skín úti og tal okkar berst að ferðalögum, íslensku sveitinni og hversu gott það sé að komast í snertingu við náttúruna, þrátt fyrir að meiningin hafi verið að vinda okkur beint í að ræða kosn-ingarétt kvenna.

„Fórstu nokkuð á hálendisfund-inn um daginn, sem Landvernd skipulagði í Háskólabíói,“ spyr Vigdís sem er ekki nærri hætt að sinna því sem lengi hafa verið hennar helstu hugðarefni, að rækta andann og hitta fólk. Auk þess að vera heiðursdoktor í háskólum og stofnunum víðsvegar um heim er Vigdís verndari Landverndar og lét fundinn því að sjálfsögðu ekki fram hjá sér fara.

Konan með trén„Það skiptir afar miklu máli fyrir æskuna að hún komist í snertingu við landið, þessa ættjörð okkar. Öll börn sem hafa til að mynda farið í berjamó og verið með nátt-úrunni, upplifað fjöl og firnindi, skynja þetta án þess að orða það við sjálf sig. Það er svo gaman að vera úti þar sem er fallegt. En nátt-úran á Íslandi er viðkvæm því við erum staðsett svo norðarlega. Við megum aldrei ganga á þessa nátt-úru heldur er það okkar hlutverk að hjálpa henni. Það má heldur ekki níðast á náttúrunni okkar því hún á svo stóran stað í hjartanu á okkur öllum. Menn átta sig stundum ekki á því að þeir kunni að vera að taka náttúruna frá okkur, þegar verið er að breyta henni með virkjunum og rafmagnsnetum. Þá er búið að taka svo mikið frá okkur af því sem lífið gefur okkur, fyrir hugann og hjart-að. Við megum aldrei gleyma því að minna á mikilvægi náttúrunnar fyrir þjóðina,“ segir Vigdís og rifjar upp þegar hún ferðaðist um landið í forsetatíð sinni og gróðursetti tré.

„Þegar ég fór fyrst að heimsækja landsbyggðina frétti ég að það ætti að færa mér gjöf til minningar um heimsóknina. Ég er alin þannig upp að æ skal gjöf gjalda svo ég fékk þessa bráðsnjöllu hugmynd að gefa á móti eitthvað sem kæmi land-inu til góða. Eitthvað sem bindur landið, því landið er að fjúka í burt. Svo ég ákvað að gefa þrjú tré í heim-sóknum mínum um byggðirnar í landinu, eitt fyrir stelpur, eitt fyrir stráka og eitt fyrir ófæddu börnin. Í fyrstu þótti þetta tiltæki spaugilegt, sérstaklega kætti það blaðamenn sem fannst tiltækið í þá daga fjar-stæðukennt, dæmigert fyrir kven-mann í embættiserindum á leið um

landið, með tré.“ segir Vigdís og hlær að minningunni.

Kvennafrídagurinn breytti ölluVið sitjum í fallegri dagstofunni og á blámáluðum veggjunum hangir myndlist og minningar. Pappírar og bækur standa í stöflum á öllum borðum. Mér leikur forvitni á að vita hvernig Vigdís lítur á þessi merku tímamót kvenréttinda, 100 ára kosningaafmæli kvenna. Þessi kona sem bauð öllum viðteknum venjum birginn þegar hún ákvað að taka áskorunum fjölda fólks og bjóða sig fram til forseta lýðveldis-ins, þá 50 ára gömul, einstæð móðir.

„Ég hefði auðvitað aldrei orðið forseti ef ekki hefði verið fyrir kvennafrídaginn,“ segir Vigdís þá. „Í forsetakosningunum, fimm árum síðar, fannst fólki að það ætti að vera kona á meðal frambjóðenda. Á kvennafrídaginn varð mönnum ljóst, þegar konur lögðu niður vinnu, að þær eru máttarstólpar þjóðfélagsins til jafns á við karla. En á þeim tímum var ekki enn farið að nefna slíkt til sögu. Það er ekki enn mikið talað um það en þær eru nú engu að síður stólparnir við hliðina á körlum, það vitum við.“

Vildi sanna að kona gæti verið í framboði Vigdís bauð hefðunum birginn. Strax og framboðið hafði verið ákveðið var hún komin á fulla ferð eins og meðframbjóðendur hennar. Skrifstofa var stofnuð í einum grænum og ferðalög skipulögð um allt land. „Þessi svonefnda kosn-ingabarátta var ótrúlega gefandi tími. Ég fór um allt land, stuðn-ingsmenn tóku á móti mér í öllum landsfjórðungum. Ég gisti aldrei á hótelum heldur alltaf í heimahúsum og borðaði aldrei á veitingahúsum heldur alltaf með fólkinu. Ég hafði engan tíma til að velta neinu öðru fyrir mér en því fyrir hvað ég stæði. Ég var ekkert að velta því fyrir mér hvernig þetta yrði nú allt saman yrði ég kosin. Enda ætlaði ég ekkert endilega að verða kosin. Mark-mið mitt var að sanna að kona gæti farið í svona framboð, ekki síður en karl. Mér var ýtt út í þetta, ekki endilega af konum, heldur mikið til af körlum. Af til dæmis sjómönnum því þeir vildu hafa konu í fram-boði. Sjómenn hafa alltaf vitað hvað konan er sterk því hún er í landi og sér um allt. Hún er menntamálaráð-herra, fjármálaráðherra, arkítekt og allt í senn.“

Vigdís segir konur í dag hafa breyst frá því að hún var í fram-boði. „Afstaða kvenna til sjálfra sín hefur gjörbreyst. Í dag treysta kon-ur sjálfum sér betur. Hér áður fyrr var ekki til siðs að þær stigju fram á sínum eigin forsendum. Það þurfti kjark til þess, það veit ég sjálf. Árið 1980 þurfti alveg gríðarlegan kjark. Maður vaknar ekkert upp einn

morguninn og segir; „Góðan dag-inn nú ætla ég að verða forseti.“ Mér fannst þetta alveg út í heiðan bláinn þegar fólk fór að biðja mig um að vera í kjöri. En síðan, þegar maður lendir í því að verða kosin, þá er ekki hlaupið í neitt skjól. Þá verður maður bara að standa sig. Ef maður er kjörin í ábyrgðarstöðu þá verður maður að vanda sig og standa sig. Og það var ekki lítið sem ég þurfti að vanda mig og standa mig fyrstu árin. En mér lá ekki annað til en að sanna það að kona gæti gert þetta rétt eins og karl.“ Enda sannaðist það.

Heitt í íslensku ullinniKvennafrídagurinn var frétt sem vakti athygli út um allan heim. Fimm árum síðar kaus þjóðin konu sem forseta og komst aftur í heimsfréttirnar. „Þetta gerði það að verkum að ég var mjög velkominn gestur. Fyrsta erlenda heimsóknin var samkvæmt gamalli hefð til Danmerkur. Útflutningsráð kom strax með íslenskar vörur og þar var náttúrulega ull og fiskur fremst á blaði. Mér var svo heitt í þessari ferð því ég var endalaust í íslenskri ull. Fyrir þessa fyrstu ferð bjuggu Bændasamtökin til á mig pels úr gæru og báðu mig um að fara í honum í ferðina, sem ég gerði því ég geri allt fyrir Ísland, allt. Svo kem ég til Kaupmannahafnar þar sem Margrét Danadrottning tekur á móti mér, há og grönn í minkap-els niður á tær, æðislega flott með hatt. En ég valt niður landganginn eins og snjóbolti í hvítu gærunni. Svo stóð í dönsku blöðunum daginn eftir; „Dronningen í mink, presi-denten í får!“ Ég hef nú aldrei aftur notað þennan pels en svo var hann sýndur á fatasýningunni um daginn og þetta er bara ljómandi falleg flík, merkt Sláturfélagi Suðurlands,“ segir Vigdís og hlær innilega.

„Það var auðvitað alltaf mikið spáð í fötin en það gleymist stund-um að á bak við öll þessi dress er alveg gríðarleg vinna sem fór í að semja ræður. Maður auðvitað sýndi sig ekki eins og sýningardama heldur gekk maður með ræður í öllum þessum fatnaði. Maður þurfti nú líka að tala í þessum fötum.“

Kvenréttindi eru mannréttindiÞegar Vigdís lét af störfum í emb-ætti var komið að máli við hana um að hafa forgöngu um stofnun samtaka kvenna í heiminum sem hafa gengt forseta eða forsætis-ráðherrastöðu. Vigdís stofnaði „Heimsráð kvenleiðtoga (Council of Women World Leaders) ásamt Mary Robinsson, forseta Írlands og Laura Lizwood, framkvæmda-stjóra ráðsins. „Það er enginn vafi á því að hvar sem er í heiminum þá er það nýjung enn þann dag í dag

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Þann 8. mars síðast-liðinn tók Vigdís fyrstu skóflustung-una að byggingu stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumál-um. Stofnunin sem mun hýsa alþjóðlega tungumálamiðstöð og alla kennslu og rannsóknir í er-lendum tungumálum

Fyrsti kvenforseti sögunnar Þann 29. júní 1980 var Vigdís Finnbogadóttir hyllt á svölunum á heimili sínu við Aragötu eftir að úrslit lágu fyrir og ljóst var að hún væri fyrsti kona sögunnar til að vera lýðræðislega kjörin þjóðhöfðingi. „Ef maður er kjörin í ábyrgðarstöðu þá verður maður að vanda sig og standa sig. Og það var ekki lítið sem ég þurfti að vanda mig og standa mig fyrstu árin. En mér lá ekki annað til en að sanna það að kona gæti gert þetta rétt eins og karl.“ Ljósmyndir úr safni Mbl.

Konan með trén Vigdís hefur veitt náttúru Ís-lands ómældan stuðning. Hún fékk þá bráð-snjöllu hugmynd að gefa táknræna gjöf til æsku landsins á ferðum sínum um landið. Hér gróðursetur hún þrjár hríslur með aðstoð ungra drengja í Barmahlíð árið 1985.

við Háskóla Íslands hefur notið liðveislu Vigdísar í uppbyggingarstarfinu. Með Vigdísi á myndinni

eru Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Illugi Gunnarsson, mennta-málaráðherra. Sjá næstu opnu

26 viðtal Helgin 19.-21. júní 2015

Page 27: 19 06 2015

Berum út jafnréttisboðskapinn

kosningaafmæliðTil hamingju með 100 ára

Page 28: 19 06 2015

Til hamingju konur!20% afsláttur af dömufatnaði í dag

ESPRIT · SMÁRALIND

að konur taki á sig stórar ábyrgðar-stöður í stjórnmálum. Við vorum í upphafi sex konur í ráðinu, Margret Thatcher vildi ekki vera með sem okkur þótti skrítið en ég held hún hafi viljað það seinna, en í dag eru hátt í fimmtíu konur í ráðinu. Það er ótrúleg fjölgun á fáum árum og sýn-ir að konur hafa verið að ryðja sér til rúms. Kvenréttindi eru auðvit að mannréttindi. Konur hafa ekki haft mikil mannréttindi í heiminum og þannig er það víða enn. Það er stór-kostlegt að sjá hvernig konur hafa haslað sér völl á síðustu áratugum. Þær hafa stigið fram og þorað að gera sig gildandi.“

Í rótunum er meiningin„Það er svo skrítið að ég hafði aldrei heyrt þetta, að vera fyrir-mynd, fyrr en núna á síðari árum,” segir Vigdís aðspurð um sínar fyrir-myndir. Konan sem sannaði það fyrir okkur öllum að konur væru svo sannarlega líka menn og sem er í hugum margra sterk fyrir-mynd. Aðspurð á blaðamannafundi í aðdraganda kosninganna hvort þjóðin ætti að kjósa hana því hún væri kona, svaraði hún því neitandi. Þjóðin ætti að kjósa hana því hún væri maður. „Að hafa einhverja fyrirmynd og reyna að vera eins og einhver annar – maður var bara að reyna að vera maður sjálfur. En, það er hægt að láta blása sér anda í brjóst. Ekki að verða undir áhrifum heldur að láta þá aðila sem manni finnst þess virði að hlusta á blása sér anda í brjóst.“

Orðin fyrirmynd og maður færa okkur að einni helstu ástríðu Vigdísar, tungumálum. Vigdís hefur gegnt starfi velgjörðarsendi-herra Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í tungumálum frá árinu 1998 og er fyrsti opinberi talsmaður tungumála á heimsvísu. Vigdís segir tungumálin vera lykilinn að heiminum og hún brennur fyrir Vigdísarstofnun, alþjóðlega mið-stöð Háskóla Íslands í tungumálum og menningu, sem starfar undir formerkjum UNESCO. Vigdísi er íslensk tunga ekki síður hugleikin og hún ljómar þegar hún ræðir

mikilvægi tungunnar og merkingu orða. „Við verðum að vernda ís-lenska tungu. Við eigum að leggja rækt við tunguna og leyfa henni að þróast en einnig að vernda gamlar hugmyndir og söguna á bak við orðin. Eins og af hverju er orðið æ útbreiddara að nota orðið menn um karlmenn? Því er auðvitað bara stolið úr ensku því að karlmenn eru karlmenn en konur eru kvenmenn, við erum öll menn. Það er eitt sem fer alveg óskaplega í taugarnar á mér. Þegar það stendur „konur“ á upplýsingaskiltum til að benda á hvar konur geti verslað, og „menn“ þar sem karlmenn geti verslað. Ég

vil ekki hanga í fornri tungu því auðvitað á tungan að vera lifandi. Hún er lifandi tæki til tjáningar en við megum ekki gleyma að hún á sér rætur. Og í rótunum er mein-ingin. Og af því að við erum að tala um tunguna þá verð ég að segja að ég er miklu hrifnari af orðinu kven-réttindi en orðinu femínismi. Mér finnst kvenréttindi vera svo flott orð fyrir jafnréttið – það rímar við mannréttindi.“

Gaman að vera til Ég spyr Vigdísi að lokum hvernig hún fari að því að halda svona vel í heilsuna og gleðina. „Ég er

alltaf að gera það sem mér finnst skemmtilegt og mér finnst afskap-lega gaman að vera til. Ég er svo þakklát fyrir að hafa þessa góðu heilsu en ég þarf auðvitað að hafa fyrir því. Ég hef stundað Qigong í 25 ár og ég hjóla hérna úti og reyni að hreyfa mig,“ segir Vigdís og bendir á þrekjól sem stendur úti á svölum á milli blómapottanna. Mér finnst það því miður alveg hræði-lega leiðinlegt. Auðvitað veit mað-ur að maður er ekki lengur sprell-ungur og það er heldur leiðinleg tilfinning þegar líkaminn er farin að vinna hægar en orkan í höfðinu er enn til staðar. Ég hef sagt að ég mundi hlaupa upp á Esjuna einu sinni á dag ef ég fengi handrið á leiðinni niður.“

Vigdís á kannski ekki eftir klífa Esjuna án handriðs en hún er samt alltaf að klífa einhverskonar fjöll hvert sem hún fer, með alla sína reynslu á bakinu. Hvort sem það er í hlutverki sendiherra tungu-málsins eða sem verndari náttúr-unnar. Og að miðla reynslunni til æsku landsins er það sem henni finnst einna skemmtilegast að gera. „Æskan er það sem skiptir mestu máli. Það þarf alltaf að muna eftir henni og kenna henni að vernda dýrmæta náttúruna og að leggja rækt við einstakt tungumál okkar. Því náttúran og tungan er það sem gerir okkur að þjóð, án þess værum við ekki lengur – við.”

Halla Harðardóttir

[email protected]

„Það var auðvitað alltaf mikið spáð í fötin en það gleymist stundum að á bak við öll þessi dress er alveg gríðarleg vinna sem fór í að semja ræður.” Ljósmynd/Hari

28 viðtal Helgin 19.-21. júní 2015

Page 29: 19 06 2015

Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi árið 1922, fyrst íslenskra kvenna. Hún beitti sér ötullega fyrir ýmsum þeim réttindum sem okkur þykja sjálfsögð í dag. MP banki styrkir gerð nýrrar höggmyndar af Ingibjörgu. Hún er okkur öllum fyrirmynd.

Við óskum konum til hamingju með daginn og höldum áfram að styðja Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar í meistaraflokki kvenna, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, UNICEF og fleiri góð málefni. Um leið hvetjum við áfram til jafnréttis á öllum sviðum.

www.mp.isÁrmúli 13a / 540 3200

Við fögnumfrumkvæðinu

Page 30: 19 06 2015

Bertolli viðbit er framleitt úr hágæða ólífuolíu. Það er alltaf mjúkt og auðvelt að smyrja. Í Bertolli er mjúk fita og fitusýrur sem taldar eru heppilegri fyrir hjarta- og æðakerfi en hörð fita.

BERTOLLI Af matarborði Miðjarðarhafsins

É g er gríðarlega sátt við að hafa farið af stað og látið drauma mína rætast,“ segir afrekskonan Vilborg Arna Gissurar-

dóttir. Vilborg Arna varð fyrir rúmum tveimur árum

fyrsta íslenska konan til að ganga á Suðurpól-inn. Hún hefur síðan skapað sér nafn og vakið athygli fyrir afrek sín auk þess að vera öðrum hvatning til að takast á við nýjar áskoranir.

Fékk áfallahjálp eftir snjóðflóðið á EverestEftir að hafa gengið á Suðurpólinn, sem var 60 daga ferð og tók yfir 1.140 kílómetra í miklu frosti, setti Vilborg sér nýtt takmark. Það var 7 tinda átakið, að leggja alla hæstu tinda heimsálfanna sjö að baki og sigrast jafnframt á báðum pólum jarðar. Lokatakmarkið var Eve-restfjall – heilir 8.848 metrar – sem hún ætlaði

að vera fyrst íslenskra kvenna til að klífa. Hún varð frá að hverfa eftir að snjóflóð féll í fjallinu í fyrra og fjölmargir létust. Eftir að Vilborg kom aftur heim leitaði hún sér aðstoðar; fékk bæði áfallahjálp og mikla aðstoð frá sjúkraþjálfara. Hún ákvað láta áfallið ekki stöðva sig og hóf aftur að klífa fjöll. Nú í vor gerði hún aðra til-raun við Everest en það sama henti á ný; stórt snjóflóð féll í kjölfar jarðskjálftans mikla í Nepal, skammt fyrir ofan grunnbúðirnar sem Vilborg var í og kostaði mörg mannslíf. Sem betur fer slapp Vilborg ómeidd.

Hef ennþá neistann til að klifraHvernig er ástandið á þér eftir að hafa lent í þessu áfalli?

„Það er nú bara nokkuð gott, þannig séð. Þetta er auðvitað reynsla sem hefur mikil áhrif á mann og breytir manni á ákveðinn hátt.

Metur lífið öðruvísi eftir áföllin á EverestVilborg Arna Gissurardóttir hefur á nokkrum árum náð ótrúlegum árangri. Hún var fyrsta íslenska konan til að ganga á Suðurpólinn og hefur síðan sigrað mörg hæstu fjöll heims. Vilborg hefur gert tvær tilraunir til að klífa Everestfjall, hæsta fjall í heimi, en hefur í bæði skiptin orðið frá að hverfa eftir að náttúruhamfarir riðu þar yfir. Hún segir það breyta sér að missa félaga og vini en kveðst enn hafa neistann til að klifra. Hvort hún geri þriðju tilraunina við Everest eigi þó enn eftir að koma í ljós. Vilborg er oft eina stelpan í hópi fjallgöngufólks en hún segist hafa lært það að kynið skiptir ekki máli þegar á hólminn er komið.

Maður fer óneitanlega að meta lífið öðruvísi þegar maður stendur í þeim sporum að vita ekki hvort maður komist heim til sín.“

Muntu reyna aftur við Everest?„Ég er ekki enn búin að ákveða það. Ég hef ennþá

neistann til að klifra, hann hefur ekki horfið, og ég ann mér hvergi betur en úti í náttúrunni og uppi á fjöllum. En það verður mikið átak að fara aftur inn í sömu aðstæður aftur. Það verður bara að koma í ljós hvort af því verður.“

Hvað ertu að fást við þessa dagana?„Ég er að vinna að spennandi leyniverkefnum

en get því miður ekki sagt frá þeim núna. Það eru kannski smá breytingar í farvatninu og spennandi tímar fram undan.“

Setti heimsmet meðal kvennaVilborg segist afar sátt við það sem hún hefur afrekað á síðustu árum, að hafa farið af stað og látið drauma sína rætast, eins og áður sagði. „Jafnvel þó það hafi ekki gengið upp í öll skiptin og ég ekki enn náð tindi Everest. Þær ferðir hafa skilað mikilvægri reynslu í bakpokann. Ég hef alla vega náð ákveðnu kvennaheimsmeti sem er að hafa gengið ein á pól og náð 8.000 metra tindi eins míns liðs. Ég væri vanþakklát að horfa til baka og vera ekki sátt við það.“

Hún segir að tilraunir sínar til að komast á tind Everest hafi verið lífsreynsla sem mótar mann. „Að takast á við þessar náttúruhamfarir, að missa félaga og vini. Maður vill ekki þurfa að ganga í gegnum það aftur. En ef maður lendir í einhverju svona er eina leiðin að vinna með það sem gerist og nota reynsluna á einhvern hátt til að gera mann sterkari.

Lendi oft í því að vera eina stelpanÞað eru miklu fleiri karlar en konur í þínu sporti. Hvernig hefur þín upplifun sem kona í þessum heimi verið?

„Það er nú þannig að konur eru í miklum minni-hluta, bæði í háfjallaklifri og meðal pólfara. Maður lendir oft í því að vera eina stelpan. Ég hef lært að vera ekki að bera mig saman við aðra. Ég hef komið inn í hóp klifrara og hugsað með mér að ég sé nú ekki nógu sterk en svo hefur það reynst vera alrangt. Þegar á hólminn er komið skiptir ekki máli af hvaða kyni maður er. Það er kollurinn sem skipt-ir máli, að hafa trú á sjálfum sér og læra að standa með sjálfri sér sem manneskju.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Vilborg Arna Gissurardóttir segir að hún hafi ennþá neistann til að klifra, þrátt fyrir að hafa í tvígang lent í áfalli þegar hún ætlaði að ganga á Everestfjall. Ljósmynd/Hari

Ég hef alla vega náð ákveðnu kvenna-heimsmeti sem er að hafa gengið ein á pól og náð 8.000 metra tindi eins míns liðs. Ég væri vanþakk-lát að horfa til baka og vera ekki sátt við það.

30 viðtal Helgin 19.-21. júní 2015

Page 31: 19 06 2015
Page 32: 19 06 2015

Gild

ir t

il 21

. jún

í á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

LANDSINS MESTA ÚRVAL AF BBQ SÓSUM?

GRÍSAKÓTILETTURMARINERAÐAR

1.329 kr/kg

verð áður 1.899

CAJ´P LAMBA-LÆRISSNEIÐAR3.039 kr/kg

verð áður 3.799

KALKÚNA-SNEIÐAR1.539 kr/kgverð áður 2.199

KJÚKLINGABRINGURFERSKAR

1.959 kr/kgverð áður 2.799

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

GRÍSAFILEMARINERAÐ1.874 kr/kgverð áður 2.499

LAMBASIRLOINMARINERAÐ1.991 kr/kgverð áður 2.489

Víkingasteik

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Mocca ClubPassar í Nespresso vélarnar.

Weber krydd5 tegundir.

Risotto Ekta ítalskt.

Nýtt í HagkaupNýtt í Hagkaup Nýtt í Hagkaup

LAX & AVOCADO, LAX & MANGO, LAX & PERA, LAX & RJÓMAOSTUR, LAX MARINATE.

5 TÝPUR AF LAXARÚLLUMD

AG LEG

A

BÚIÐ TIL

BAKKI MÁNAÐARINS!

Pokinn tekur 1,3 kg.

Þægilegur Zip-Lock. Marinerist í amk. 30 mín.

Svo er bara að skella matnum á grillið.

159 kr/stkverð áður 285

Jack Daniel´s marineringar í pokaHoney Teriyaki, Garlic & Herb og Smoky Mesqite.

BaguetteNýbakað úr bakaríi Hagkaups.

Häagen-Dazs ísHäagen-Dazs ísHäagen-Dazs ísHäagen-Dazs ís

998 kr/stk

LANDSINS MESTA ÚRVAL AF BBQ SÓSUM?LANDSINS MESTA ÚRVAL AF BBQ SÓSUM? MEÐLÆTI OG EFTIRRÉTTIRTILBÚIÐ Á GRILLIÐ!

HAFÐU ÞAÐ GOTT UM HELGINA

Page 33: 19 06 2015

Gild

ir t

il 21

. jún

í á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

LANDSINS MESTA ÚRVAL AF BBQ SÓSUM?

GRÍSAKÓTILETTURMARINERAÐAR

1.329 kr/kg

verð áður 1.899

CAJ´P LAMBA-LÆRISSNEIÐAR3.039 kr/kg

verð áður 3.799

KALKÚNA-SNEIÐAR1.539 kr/kgverð áður 2.199

KJÚKLINGABRINGURFERSKAR

1.959 kr/kgverð áður 2.799

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

GRÍSAFILEMARINERAÐ1.874 kr/kgverð áður 2.499

LAMBASIRLOINMARINERAÐ1.991 kr/kgverð áður 2.489

Víkingasteik

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Mocca ClubPassar í Nespresso vélarnar.

Weber krydd5 tegundir.

Risotto Ekta ítalskt.

Nýtt í HagkaupNýtt í Hagkaup Nýtt í Hagkaup

LAX & AVOCADO, LAX & MANGO, LAX & PERA, LAX & RJÓMAOSTUR, LAX MARINATE.

5 TÝPUR AF LAXARÚLLUM

D

AG LEG

A

BÚIÐ TIL

BAKKI MÁNAÐARINS!

Pokinn tekur 1,3 kg.

Þægilegur Zip-Lock. Marinerist í amk. 30 mín.

Svo er bara að skella matnum á grillið.

159 kr/stkverð áður 285

Jack Daniel´s marineringar í pokaHoney Teriyaki, Garlic & Herb og Smoky Mesqite.

BaguetteNýbakað úr bakaríi Hagkaups.

Häagen-Dazs ís

998 kr/stk

MEÐLÆTI OG EFTIRRÉTTIRTILBÚIÐ Á GRILLIÐ!

HAFÐU ÞAÐ GOTT UM HELGINA

Page 34: 19 06 2015

Baráttunni er hvergi nærri lokið. Ennþá berj-ast konur á hverjum einasta degi.

Sóley Tómasdóttirforseti borgarstjórnar Reykjavíkur

Hrun sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu á Íslandi

Til hamingju með daginn!

Síðasti nagli í líkkistu dauðvona íslensks sjúkrahúskerfis var haglega komið fyrir þegar Alþingi sam-þykkti lög á verkfall Félags íslenskra hjúkr-unarfræðinga og BHM á dögunum. Kjaradeil-ur vetrarins hafa þeg-ar myndað stórt skarð í samstöðu og kraft starfsmanna Land-spítala. Líklega er nú að bresta á atgervis-f lótti sem mun hafa gífurleg áhrif á fram-tíð sérhæfðar sjúkra-húsþjónustu eins og hjartaskurðlækning-ar. Ríflega helmingur hjúkrunarfræðinga á legudeild hjarta- og lungnaskurðlækn-inga hafa nú sagt upp störfum, all ir þrír perfusionistar (sér-fræðingar sem stjórna hjarta- og lungnavél á meðan hjartaaðgerð stendur), og hluti sér-hæfðra hjúkrunar-fræðinga sem starfa á skurðstofu og gjörgæsludeild Land-spítalans við Hringbraut. Ef við töpum þessum lykilstarfsmönnum verða engar hjartaaðgerðir gerðar á Íslandi í framtíðinni. Vert er að hafa í huga í tilefni dagsins, 19. júní, að mikill meirihluti þessara lykilstarf-manna er konur.

Fyrsta opna hjartaskurðaðgerðin á Íslandi var framkvæmd 16. júní

1986 í skugga efasemda margra st jórnmála-manna sem fullyrtu að íslenskt heilbrigðis-starfsfólk gæti ekki valdið því flókna starfi. Síðan hafa verið gerðar rúmar 6000 hjartaað-gerðir sem hafa bætt l í fsgæði, lengt og bjargað lífi fjölmargra Íslendinga sem þjást af alvarlegum hjartasjúk-dómum. Á Landspítal-unum eru í dag fram-kvæmdar oft á tíðum flóknar hjartaaðgerðir með sambærilegum árangri og erlendis. Það hefur tekið áratugi að komast þar sem við erum í dag en það hef-ur byggst á sérhæfingu og teymisvinnu margra ólíkra stétta. Í hjarta-skurðteymi Landspít-alans höfum við sam-heldinn hóp lækna, hjúkrunarfræðinga og lífeindafræðinga með langa star fsreynslu sem er forsenda þess að halda þessari starf-

semi gangandi með góðum árangri. Báðir höfum við starfað erlendis við nám og sem sérfræðingar sam-anlagt í 30 ár bæði í Bandaríkjun-um og Svíþjóð og getum staðhæft að hjartaskurðteymi Landspítal-ans stenst algjörlega samanburð nágrannalanda.

Íslendingar hafa náð langt í að veita sérhæfða og flókna heil-

brigðisþjónustu eins og best þekk-ist, bæði vestan hafs og austan. Án krafta reynsluboltanna áður-nefndu mun starfsemi hjartaskurð-lækninga skerðast verulega og sér-greinin hugsanlega líða undir lok hér á landi sem mun hafa bein áhrif á lífslíkur Íslendinga með alvarlega hjartasjúkdóma.

Er það vilji stjórnvalda að við búum við annars flokks eða jafn-

vel þriðja heims heilbrigðiskerfi þar sem ekki er boðið upp á hjarta-skurðaðgerðir? Á að hætta að fram-kvæma opna hjartaskurðaðgerðir á Íslandi og fara 30 ár aftur í tímann? Senda sjúklinga utan til hjartaað-gerða með aukinni bið, áhættu í flutningi og gríðarlegum kostnað-arauka? Nútíma sérhæfð sjúkra-húsbundin heilbrigðisþjónusta á Íslandi er hrunin. Til að tryggja

slíka þjónustu þá þarf að veita meiri fjármunum til Landspítala og bjóða fólki sem vinnur við þessar greinar sambærileg launakjör, aðstöðu og skipulag sem þekkist í nágranna-löndum okkar. Við verðum að bregðast skjótt við og hefja endur-uppbyggingu strax.

Greinarhöfundar eru sérfræð-ingar í hjartaskurðlækningum og ennþá starfandi á Landspítala.

Í dag eru 100 ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. Við fögnum þeim réttindum sem við höfum fengið

og þökkum formæðrum okkar fyrir bar-áttuna sem þær háðu fyrir þeim.

BaráttanÁ sama tíma og það er næstum óhugsandi að einhvern tímann hafi konur ekki mátt kjósa er það sorglega eðlilegt í samfélagi þar sem karlar og konur hafa aldrei staðið jafnfætis. Formæður okkar börðust fyrir kosningaréttinum, fyrir jafnréttislögum, fæðingarorlofi og frjálsum fóstureyðing-um. Þær börðust fyrir fjölmörgum form-legum réttindum sem þykja sjálfsögð í dag. Þessum réttindum fylgja skyldur. Við verðum að taka virkan þátt og halda áfram baráttu fyrir betra samfélagi.

Baráttunni er hvergi nærri lokið. Ennþá berjast konur á hverjum einasta degi. Við berjumst fyrir raunverulegu jafnrétti, fyr-ir sömu tækifærum og karlar í atvinnulífi, stjórnmálum og fjölmiðlum. Við berjumst fyrir því að vera metnar að verðleikum og að á okkur sé hlustað án þess að við séum hlutgerðar eða klámvæddar. Við berjumst fyrir því að tekið sé mið af þörfum okkar, þekkingu og reynslu á opinberum vett-vangi og í prívatlífinu. Síðast en ekki síst, þá berjumst við á hverjum einasta degi fyrir öryggi – fyrir því að fá að vera í friði, án ofbeldis eða áreitni.

Burt með ofbeldiKynbundið ofbeldi hefur alltaf verið til. Það er ljótasta birtingarmynd kynjamis-réttis, jafngamalt feðraveldinu og bæði orsök og afleiðing af kúgun kvenna. Kyn-bundið ofbeldi er hversdagslegur hluti af samfélaginu. Það er óþolandi og því verður að útrýma.

Kynbundið ofbeldi á sér stað opin-berlega og inni á heimilum. Það á sér margar birtingarmyndir en hefur alltaf sama markmiðið: Að halda konum niðri og takmarka virkni þeirra. Rétt eins og ofbeldishótunum gegn femínistum er ætlað að þagga niður í baráttu þeirra eru ofbeldishótanir í nánum samböndum til

þess gerðar að brjóta niður sjálfstraust og sjálfsmynd þolandans og skekkja þannig sambönd sem eiga að vera á jafnréttis-grunni.

Ofbeldi er ein stærsta ógnin við lýðræð-ið, við virka þátttöku kvenna, áhrif þeirra og völd. Ofbeldið sem okkur er hótað ef við erum ekki þægar á vettvangi stjór-nmálanna, inni á heimilunum, á skemmti-stöðum eða annars staðar í lífinu.

Til að við getum verið raunverulega frjálsar verðum við að búa við öryggi – við frið og óttaleysi. Við verðum að geta sagt skoðun okkar óhræddar hvar og hvenær sem er og tekið virkan þátt þegar okkur sýnist.

Áfram stelpur!Sem betur fer er engin uppgjöf í augsýn. Í vetur hafa ungar konur sýnt hvað í þeim býr og risið upp gegn kúgun og misrétti. Þær hafa tekið sér skilgreiningarvald yfir eigin líkama og staðið með kynsystrum sínum gegn klámvæðingu og kynferðis-ofbeldi. Brjóstabyltingin er rétt að hefj-ast og áhrifa hennar mun án efa gæta til langrar framtíðar. Á Beauty tips hafa svo konur stigið fram og greint frá reynslu sinni af hvers kyns ofbeldi. Þannig hafa þær skilgreint eigin mörk og varpað frá sér skömm og ábyrgðartilfinningu vegna verknaðar sem aðeins gerendur geta bor-ið ábyrgð á. Konur eru enn að vinna pers-ónulega og pólitíska sigra og konur munu aldrei gefast upp.

Í dag sjá ungir femínistar um dagskrána í Ráðhúsi Reykjavíkur – ungar konur sem takast á við áskoranir samtímans, rétt eins og formæður okkar fyrir hundrað árum. Dagskráin þar er liður í þeim 100 viðburðum sem Reykjavíkurborg stendur fyrir til að minnast tímamótanna. Þannig fögnum við þeim árangri sem hefur náðst á sama tíma og við hvetjum til frekari framfara.

Í dag fögnum við án þess að láta deigan síga. Blanda af þakklæti, kjarki og eld-móði færir okkur vonandi raunverulegt jafnrétti, hér á Íslandi og um allan heim.

Til hamingju með daginn!

Arnar Geirssonhjartaskurðlæknir á Landspítala

Gunnar Mýrdalhjartaskurðlæknir á Landspítala

Markþjálfun laðar fram það besta sem býr í okkurFrumkvöðullinn Matilda Gregersdotter er einn reyndasti mark-þjálfinn á Íslandi í dag með meira en 3.000 tíma reynslu í að markþjálfa stjórnendur. Árið 2004 stofnaði hún fyrirtæki utan um markþjálfunina og fyrir hennar tilstilli hefur markþjálfun náð hraðri útbreiðslu og viðurkenningu hér á landi.

F yrirtækið hefur starfað und-ir nafninu Evolvia frá árinu 2008 og markmið þess er

tvíþætt. Annars vegar að mennta nýja markþjálfa og viðhalda og auka þekkingu þeirra sem hafa lokið námi og hins vegar að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir til innleiðingar markþjálfunar sem verkfæri fyrir stjórnendur.

Vitundarsköpun leiðir til lausna„Markþjálfun er aðferða-fræði sem miðar að því að laða fram það besta sem býr í hverjum manni,“ segir Ma-tilda. Með hjálp markþjálfa er viðskiptavinurinn leidd-ur í gegnum samræðuferli þar sem vitundarsköpun hans leiðir til nýrra lausna. „Markþjálfi er ekki ráðgef-andi heldur leggur áherslu á að viðskiptavinurinn leiti sjálfur lausna á hverju máli sem tekið er fyrir,“ segir Matilda.

Fyrir hverja er nám í markþjálfun?ACC markþjálfanám er fyrir þá sem vilja gerast viðurkenndir markþjálf-ar eða nota markþjálfun sem hluta af leiðtogafærni sinni í starfi. Námið er vinsælt meðal stjórnenda og leið-toga því þegar markþjálfun er beitt af færni og þekkingu er hún eitt skilvirkasta verkfærið sem völ er á í nútíma stjórnun til að kalla fram það

besta í starfsfólki. Meginmarkmið námsins er að skerpa aðalverkfærið sem notað er í markþjálfuninni, sem er markþjálfinn sjálfur.

Spennandi viðburðir fram undanÁ næstunni fara fram margir spenn-andi viðburðir á vegum Evolvia og í gær, fimmtudag, fór til að mynda ráðstefnan Tomorrow´s leadership

fram Í Hörpu. „Þar hittust frumkvöðlar og leiðtogar og deildu reynslu og visku frá mismunandi sjónarhornum. Leiðtogahæfni tengist ekki tiltekinni starfsstétt og því var gaman að sjá viðskipta-fræðinga og jógakennara skiptast á reynslusögum, svo dæmi sé tekið,“ segir Matilda. Í september fer fram spennandi ráðstefna með innlendum og erlend-um aðilum þar sem aðferða-fræði markþjálfunarinnar verður yfirfærð á málefni skólakerfisins. Þar munu fyrirlesarar sem hafa náð góðum árangri í skólakerf-

inu deila reynslu sinni, meðal annars Ólafur Stefánsson handboltakappi. Að lokum er vert að nefna að í haust verður í fyrsta skipti hægt að læra markþjálfun á Akureyri. Nánari upp-lýsingar má nálgast á heimasíðunni www.evolvia.is.

Unnið í samstarfi við

Evolvia

Matilda Gregers-dotter er sænsk en hefur verið

búsett hér á landi um árabil þar

sem hún fræðir Íslendinga um aðferðarfræði markþjálfunar.

34 viðhorf Helgin 19.-21. júní 2015

Page 35: 19 06 2015

– fyrst og fremstódýr!

Sjá opnunartíma verslana Krónunnar á www.kronan.is

2x120 g

í pakka

2x90 g

í pakka

100%ungnauta-hakk

599kr.kg

Verð áður 849 kr. kgDriscolls jarðarber, 400 g

29%afsláttur Stór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakki

af jarðarberjum

1999kr.kg

Bjórgrís grísapiparsteik

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur

og/e

ða m

ynd

abre

ngl

599599599599kr.kr.kgkgkg599kg599kg

Verð áður 849 kr. kgVerð áður 849 kr. kgVerð áður 849 kr. kgVerð áður 849 kr. kgVerð áður 849 kr. kgVerð áður 849 kr. kg

Stór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiStór bakkiaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjumaf jarðarberjum

400 g

1799kr.kg

Bjórgrís kótilettur Wasabi Sesam

1999kr.kg

Bjórgrís strimlar Tikka Masala2199kr.

kgBjórgrís grísaprime provencal

Ungnauta hamborgari, 2x 90 g

Ungnauta hamborgari, 2x120 g

449kr.pk. 639kr.

pk.1769kr.kg100% hreint ungnautahakk,

8-12% fita

Nú eru hamborgararnir

og ungnautahakkiðkomið í Krónuna

Page 36: 19 06 2015

Loksins nógu gömul til að kjósa

TTengdadóttir mín er fertug í dag, á kven-réttindadeginum 19. júní, þegar því er fagnað að öld er liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Það er varla hægt að hugsa sér annan eins dag til að fagna stórafmælinu og minnast um leið þessara merku tímamóta. Miðað við þann áfanga sem þá náðist hefði mín ágæta tengda-dóttir loksins verið orðin nógu gömul til að kjósa, en þennan dag fyrir réttri öld fengu konur, 40 ára og eldri, kosninga-rétt og kjörgengi til alþingis. Þetta þykir okkur skrýtið í dag og svo er að sjá sem þetta hafi líka þótt fremur hjákátlegt fljótlega eftir að þetta stjórnarskrár-ákvæði var staðfest af Danakóngi 19. júní 1915. Aldurinn átti nefnilega að lækka um eitt ár næstu fimmtán árin, eða þar til 25 ára aldri væri náð, en það var aldurs-takmark kosningabærra karla. Ákvæðið var því fellt úr gildi fimm árum síðar, árið 1920. Karlar og konur hafa því notið sama réttar við kosningar til alþingis undan-farin 95 ár.

Fyrstu áratugina eftir þetta þokuðust réttindamál kvenna hægt. Ýmsir áfangar náðust að sönnu, fyrsta konan settist á þing sjö árum síðar, konur létu smám saman meira til sín taka, sóttu sér aukna menntun og að því kom að fyrsta konan varð bæjarstjóri, ráðherra, dómari og svo framvegis, auk áfanga í jafnlauna-málum karla og kvenna – en segja má að réttindabarátta kvenna hafi ekki komist á verulegan skrið fyrr en um og upp úr 1970. Þá var Rauðsokkahreyfingin stofnuð og hinn stórmerki kvennafrí-dagur haldinn árið 1975 þegar konur lögðu niður vinnu og flykktust á baráttu-fundi víðsvegar um landið en fjölmenn-asti fundurinn var haldinn á Lækjartorgi þar sem 25-30 þúsund manns, aðallega konur, mættu, stilltu saman strengi og lögðu línur til framtíðar. Samkoman vakti heimsathygli og leiddi, með ýmsu öðru vitaskuld, til þess að Vigdís Finn-bogadóttir var kjörin forseti Íslands fimm árum síðar, fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þjóðkjörins forseta.

Hlutirnir gerðust því hratt á þessum árum, fyrstu sambúðarárum okkar hjóna þegar við vorum að feta okkur áfram í nýjum hlutverkum sem bráðung hjón og foreldrar. Minn betri helmingur minntist þess einmitt á dögunum að hún, sem starfsmaður Kópavogsapóteks á kvennafrídaginn 24. október 1975, fékk frí, en aðeins í klukkutíma eins og aðrar konur í apótekinu, til að sækja fundinn á Lækjartorgi. Það var mikil umferð og mannmergð í bænum og því gafst lítill tími til þátttöku á fundinum sjálfum ef komast þurfti fram og til baka til Kópa-vogs á þeim stutta tíma. Hún var þar samt og sýndi samstöðu með kynsystrum sínum.

Það var ekki vanþörf á, hvort heldur var á heimilum, vinnumarkaði eða í jafn-réttismálum almennt. Það hallaði mjög á konur og ég játa það undanbragðalaust

að ég var engu betri en kynbræður mínir almennt í rembunni en hef tíðaranda þess tíma mér til afsökunar. Þegar við hófum okkar búskap kunni hvorugt okkar mikið fyrir sér í eldamennsku en mín góða kona tók það hlutverk í meginatriðum að sér. Sama gilti um uppeldi drengsins okkar sem við áttum þá – og raunar einnig um seinni börnin. Ég var frekar á hliðarlín-unni. Mér hefur heldur farið fram, vona ég að minnsta kosti, en gleðst yfir þeirri augljósu bót sem orðið hefur milli kyn-slóða þegar ég fylgist með börnum okkar og tengdabörnum. Þar ríkir mikið jafn-ræði milli kynja á öllum sviðum, í matar-gerð, umönnun barna og öðru því sem að heimilisrekstri lýtur. Öll hafa börn okkar og tengdabörn sinnt sínu námi af alúð og síðar vinnu og hallast þar ekki á milli kynja. Heimur batnandi fer.

Í þessum breytta og betri heimi alast barnabörnin okkar upp. Á heimilum þeirra þykir eðlilegt að pabbi og mamma skiptist á að fara með þau í leikskólann eða sækja, auk þess sem gengið er út frá því sem vísu að pabbinn eldi ekki síður en mamman og gangi frá – eða setji í þvottavél og taki úr þurrkaranum. Þess vegna er líka kallað á afann, ekki síður en ömmuna þegar smátt fólk hefur gert stórt í heimsókn hjá afa og ömmu og hreinsa þarf botninn. Vera kann að afinn gjói öðru auganu á ömmuna, svona af gömlum vana, áður en hann stendur upp en svo er amman sjóuð orðin að hún horfir bara í hina áttina – svo afinn stendur upp og gerir sig kláran.

Enn er verk að vinna þótt konur sæki fram á öllum vígstöðvum. Óútskýrður launamunur kynjanna er enn til staðar, konur eru færri en karlar á þingi og í sveitarstjórnum og lagasetningu þurfti til svo konum fjölgaði í stjórnum fyrirtækja. Samt hljótum við að staldra við á þessum degi, 19. júní 2015, þegar öld er liðin frá því að fertugar konur fengu kosninga-rétt. Það hefur ótrúlega margt áunnist og í minni tíð, ekki eldri en ég er, man ég eftir fyrstu konunni á ráðherrastóli, kvennafrídeginum að sjálfsögðu, fyrstu konunum sem klæddust lögreglubúningi, fyrstu konunni sem gegndi prestsemb-ætti, framboði Kvennalistans og í seinni tíð þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra og Agnes M. Sigurðar-dóttir biskup. Upp úr stendur þó sú stund þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980. Ég var mættur sem ungur blaðamaður árla morguns á Aragötuna þar sem mannfjöldinn hyllti Vigdísi í blíðu júníveðri – og var jafn-framt viðstaddur fyrsta blaðamannafund hennar, einnig heima á Aragötu. Það fundu allir að blað hafði verið brotið – stórtíðindi höfðu orðið.

Fyrir þessum stóra áfanga – og öllum hinum líka – leyfi ég mér að skála í dag við fertuga tengdadóttur mína. Afmælis-dagurinn hefði ekki getað verið betur valinn!

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

DrainLine niðurfallsrennur

Tilboð

66.900

Hitastýrð sturtu blöndunar-tæki með höfuð- og handúðara með nuddi.

36 viðhorf Helgin 19.-21. júní 2015

Page 37: 19 06 2015

Við kynnumnýja þjónustuþætti

Útfarar- og lögfræðiþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar með virðingu að leiðarljósi

Minn hinsti vilji · Erfðaskrár · KaupmálarDánarbússkipti · Reiknivélar · Minningarsíður

Vesturhlíð 2 · Fossvogi · Sími 511 1266 · utfor.is

Við þjónum allan sólarhringinn

Kynnið ykkur nýja heimasíðuwww.utfor.is

K irkjugarðarnir stofnuðu út-fararþjónustu fyrir 65 árum í þeim tilgangi að lækka

kostnað við útfarir og minnka allt prjál,“ segir Elín Sigrún Jónsdótt-ir, lögfræðingur og framkvæmda-stjóri Útfararstofunnar. Þetta á vel við enn þann dag í dag og segir Elín Sigrún að mikilvægt sé að bjóða upp á f jölbreytta valkosti og þjónustu við útfarir. „Kostn-aður við útfarir getur verið mikill og við teljum mikilvægt að bjóða mismunandi valkosti og sem besta þjónustu. Við leggjum áherslu á neytendavernd og birtum verðskrá okkar á netinu og ræðum um kostn-að við ástvini þannig að þeir sem kaupa þjónustuna séu upplýstir áður en til útfarar kemur. Útfarar-stofan hefur nýverið samið við einn stærsta kistuframleiðanda í Dan-mörk sem leggur áherslu á gæði, þjónustu og umhverfisvæna vöru. Sá samningur gerir okkur kleift að lækka verð á kistum og umbúnaði umtalsvert, eða allt að 30% frá því sem verið hefur, og erum við stolt af því,“ segir Elín Sigrún.

Vönduð vinnubrögð og fag-mennskaHjá Útfararstofu Kirkjugarðanna starfa 10 manns með mikla starfs-

reynslu en frá árinu 1994 hefur Út-fararstofan haft umsjón með rúm-lega 15.000 útförum. „Við leggjum ríka áherslu á persónulega þjón-ustu og tökum vel á móti fólki. Við viljum að útfararundirbúningur sé góður, persónulegur og skýr varð-andi alla þætti. Útfararstofa Kirkju-garðanna er þekkt fyrir vönduð vinnubrögð og fagmennsku,“ segir Elín Sigrún. Útfararstjórar eru Hugrún Jónsdóttir, sem hefur starfað hjá Útfararstofunni yfir 20 ár, og Rósa Kristjánsdóttir, djákni og hjúkrunarfræðingur. „Það er lán Útfararstofunnar að starfs-fólkið hefur fjölbreytta þekkingu, menntun og reynslu,“ segir Elín Sigrún. Á nýrri heimasíðu Útfarar-stofunnar, www.utfor.is, geta ást-vinir leitað allra helstu upplýsinga um undirbúninginn, hvernig út-förin fer fram, hver kostnaðurinn er og annað sem mikilvægt er að taka afstöðu til. „Heimasíðan er mikilvæg upplýsingaveita. Þar er einnig hægt að senda okkur fyrir-spurnir og leita eftir þjónustu raf-rænt en við teljum þó mikilvægt að aðstandendur komi til okkar í samtal svo við getum veitt þeim persónulega þjónustu,“ segir Elín Sigrún. Einnig er boðið upp á þá nýjung að fjölskyldan getur með

einföldum og fyrirhafnarlitlum hætti sett upp minningarsíðu um hinn látna. „Þar má finna upplýs-ingar um útförina, hvar hún fer fram og mögulegt verður að greiða minningargjafir. Þar verður einnig hægt að birta minningargreinar, myndir og minningarorðin frá út-förinni og unnt er að deila þessari minningarsíðu á samskiptamiðl-unum,“ segir Elín Sigrún.

Hinsti viljiElín Sigrún segir að í starfi sínu hafi komið í ljós að margir vilja létta áhyggjum af ástvinum vegna and-láts og eigin útfarar. „Það er kall-aður hinsti vilji þegar fólk skilur eftir sig yfirlit um hvað eigi að gera varðandi útför og hvernig útfarar-ferlið skuli verða eða fara fram. Fyrirkomulagið er þannig að við-komandi skráir hinsta vilja á heima-síðunni eða pantar viðtal hjá okkur til að skrá vilja sinn,“ segir Elín Sig-rún. Hjá Útfararstofunni eru starf-andi tveir lögfræðingar sem veita þjónustu á sviði erfða- og fjölskyldu-réttar, allt frá ráðgjöf til skjalagerð-ar og umsýslu. Fyrsta viðtal hjá lög-fræðideildinni er gjaldfrjálst. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur, veit-ir deildinni forstöðu. „Á heimasíðu okkar er að finna reiknivél sem vinnur úr upplýsingum um eignir og fjölskyldustærð. Þar er hægt að sjá hver verður hlutur einstakra erfingja samkvæmt erfðalögum og sýndar leiðir til að gera breytingar þar á, ef fólk óskar þess. Lögfræði-þjónustan er þörf nýjung í starfi okkar og að norræni fyrirmynd. Við höfum að markmiði að vera í hópi framsæknustu og öflugustu útfarar-stofa á Norðurlöndunum og eigum öflugar systurstofur í nágranna-löndum okkar sem hafa veitt okkur mikilvæga aðstoð við innleiðingu þeirra nýjunga sem við bjóðum nú upp á og bæta mjög þjónustu Út-fararstofunnar,“ segir Elín Sigrún.

Unnið í samstarfi við

Útfararstofu Kirkjugarðanna

Nýjar áherslur hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna Útfararstofa Kirkjugarðanna býður upp á heildstæða þjónustu í tengslum við andlát. Stofan beitir sér fyrir neytendavernd og hefur nýlega náð því takmarki sínu að lækka kistuverð umtalsvert. Ný heimasíða var tekin í notkun fyrir skömmu og þar er að finna fjöl-breyttar nýjungar, meðal annars minningarsíðu um hinn látna.

„Við hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna höfum verið að vinna að því að gera góða útfararþjónustu enn betri. Við höfum unnið að innleiðingu nýjunga til að veita fólki heildstæða þjónustu á sviði útfara og að þjóna fjölskyldum í lengri tíma en áður hefur þekkst á Íslandi,“ segir Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Útfararstofunnar.

Helgin 19.-21. júní 2015 kynning 37

Page 38: 19 06 2015

Helstu niðurstöður doktorsverk-efnisins voru þær að fólk á miðjum aldri (40-60 ára) sem þjáist af mí-greni höfuðverkjum ásamt áru, það er sjóntruflunum eða dofa sem eru undanfari mígrenikasts, deyr frekar vegna hjarta- og æðasjúkdóma, fyrir aldur fram, en þeir sem ekki þjást af slíkum höfuðverk. Einstaklingar með mígreni án áru reyndust hins vegar ekki vera í aukinni áhættu. Lárus segir þó að mikilvægt sé að benda á að þessi áhættuaukning sem fannst var minni en áhætta sem tengist þekktum áhættuþáttum eins og reykingum, háum blóðþrýstingi og of háu kólesteróli. „Það fer hins vegar ekki milli mála að mígreni með áru er sjálfstæður áhættuþátt-ur, sem þýðir að áhættuaukningin sem tengdist mígreninu var ekki gegnum þessa þekktu áhættuþætti eins og háan blóðþrýsting eða hátt kólesteról. Af hverju einstaklingar með mígreni með áru eru í aukinni áhættu miðað við þá sem hafa mí-greni án áru er ekki vitað, það er hugsanlega vegna breytinga í æða-vegg einstaklinga með mígreni með áru.“

Mígreni mun algengara hjá konum en körlumAðspurður um ástæður þess af hverju mun fleiri konur en karlar greinist með mígreni segir Lárus að erfitt sé að nefna eina skýringu, ým-islegt kemur til greina. „Ein mögu-leg skýring liggur í mismunandi hormónabúskap karla og kvenna. Fyrir kynþroskaaldur er algengi mí-grenis svo til jafnt milli kynja, um það bil 3-6%. Við kynþroska eykst algengi hratt hjá konum en hægt hjá körlum, algengi mígrenis er hæst í kringum 40-45 ára aldur, um 25% hjá konum og um 8% hjá körlum.

Upp úr 50 ára aldri fer algengið að falla og er orðið tiltölulega jafnt milli kynja eftir 80 ára aldur. Önn-ur skýring liggur líklega í því hvað þarf til þess að mígrenikast hefjist en dýratilraunir benda til þess að minna þurfi til þess að mígreni kast hefjist hjá kvendýrum en karldýr-um.“

Áhugi erlendis frá skilar sér í auknum rannsóknumRannsókn Lárusar fékk mikla at-hygli í erlendum fjölmiðlum á sín-um tíma og segir hann að ein af skýringum þess vera að algengi mígrenis er hátt, auk þess sem nið-urstöðurnar sýna fram á að ákveð-in tegund mígrenis geti aukið dán-artíðni. „Þess ber þó að geta að til þess að hafa möguleika á að finna þennan mun á dánartíðni þarf mjög stóra rannsókn, um 15-20 þúsund manns eða meira og það þarf mjög langa eftirfylgni, 15 ár eða meira.“ Lárus segir að áhugi á þessari rannsókn og öðrum sem hann og samstarfsmenn sínir hafi gert hafi skilað sér í auknu rannsóknarsam-starfi bæði hérlendis og erlendis á áhrifum mígrenis. „Ég er til dæmis í samstarfi við vísindamenn í Mið-stöð í Lýðheilsuvísindum HÍ í rann-sókninni Heilsusaga Íslendinga og mun nýta gögn frá þeim til þess að meta mögulega þætti sem stuðla að því að einstaklingur fær sitt fyrsta höfðuverkjakast. Einnig mun ég athuga forspárþætti þess að ein-staklingar á miðjum aldri hætta að fá mígreni. Þá tek ég einnig þátt í rannsókninni Svefnklukka Íslend-inga þar sem ég mun kortleggja svefntruflanir einstaklinga með mígreni og mögulegar breytingar á þeim eftir árstíðum.“

Heilbrigt líferni getur dregið úr fjölda mígrenikastaAð sögn Lárusar eru ekki til nein úrræði sem eru sértæk fyrir þá sem hafa mígreni með áru. „Það sem er heppilegast fyrir þá sem hafa mígreni með áru, sem og alla aðra, er að reykja ekki og lifa heil-brigðu lífi hvað varðar hreyfingu og mataræði og halda streitu inn-an hæfilegra marka. Það sem ein-staklingur með mígreni getur gert er að hafa stjórn á öðrum áhættu-þáttum, eins og til dæmis háþrýst-ingi, blóðfitu og reykingum. Fyrir suma virkar hreyfing til dæmis til að draga úr köstum og lyf virka á aðra.“

Lárus segir jafnframt að þó svo að það eigi eftir að sýna fram á að ef einstaklingur nær að draga úr fjölda kasta þá aukist lífslíkur, þá sé það mjög líklega þannig. „Reglu-legur svefn, hreyfing og heilbrigt mataræði hafa áhrif á fjölda mígre-nikasta. Það eru yfir 200 þættir sem geta „triggerað“ mígreni-köst. Það er misjafnt hvaða þættir

38 líftíminn Helgin 19.-21. júní 2015

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Tröppur og stigar

Kletthálsi Reykjavík

Reykjanesbæ

RLA-05Áltrappa 5 þrep, tvöföld

6.6904 þrepa 5.690,-6 þrepa 7.890,-7 þrepa 9.690,-

Áltrappa 4 þrep 4.990,- 5 þrep 6.390,-

Áltrappa 3 þrep

3.990

LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep2,27-5,05 m

18.490

SM-RLG0Áltrappa 7 þrep, tvöföld

25.5905 þrep, tvöföld 19.990,-

Uppfyllir A

N:131 staðalinn

Áltrappa 7 þrep, tvöföld

25.59019.990,-

Uppfyllir A

N:131 staðalinn

Tengsl milli mígrenis og hjarta- og æðasjúkdómaMígreni er sérstök tegund höfuðverkja og talið er að um 6% karla og 18% kvenna þjást af mígreni hér á landi. Ekki er um hefð-bundinn höfuðverk að ræða heldur ákafan verk sem getur haft áhrif á lífsgæði og vinnufærni. Mörgum spurningum er ósvarað um orsakir mígrenis og hafa margar rannsóknir sýnt fram á tengsl mígrenis við aðra sjúkdóma. Lárus Steinþór Guðmundsson, doktor í líf- og læknavísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands, hefur rann-sakað og sýnt fram á tengsl mígrenis við dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Í doktorsritgerð hans frá árinu 2010 kemur fram að mígreni sé þó vægari áhættuþáttur en til dæmis reykingar, sykursýki og háþrýstingur.

S érsvið Lárusar er lyfjafaralds-fræði og faraldsfræði höfuð-verkja. „Ég var að rannsaka

háþrýsting, það er háan blóðþrýst-ing og lyfjameðferð við honum, í gögnum Hjartaverndar, þegar áhugi minn á tengslum mígrenis við háþrýsting vaknaði. Í doktorsverk-efni mínu, sem ég varði árið 2010, fór ég út í það að búa til nálgun við mígrenigreiningu út frá spurning-um um háþrýsting sem voru gerðar árið 1966, það er rúmlega 20 árum áður en fyrsta alþjóðlega skilgrein-ingin á mígreni var birt. Þar var hins vegar ekki hægt að sjá tengsl á milli mígrenis og háþrýstings og í kjölfarið fór ég að skoða tengsl á milli mígrenis og blóðþrýstings.“

Í því samhengi fann Lárus út að um mismunandi samband er að ræða milli mígrenis og blóðþrýst-ings út frá efri og neðri mörkum. „Eftir því sem efri mörkin, það er slagbilsþrýstingur, hækka þá minnka líkur á því að þú sért með

mígreni, en eftir því sem neðri mörkin, það er hlébilsþrýsingur, hækka aukast líkur á því að þú sért með mígreni.“ Það er því bilið á milli efri og neðri marka, svokall-aður púlsþrýstingur, sem best segir til um líkur á að einstaklingur hafi eða fái mígreni. „Í kjölfarið fór ég og samstarfsmenn mínir að skoða sam-band þess að hafa mígreni á miðjum aldri og að fá litlar heilablæðingar síðar á ævinni. Blæðingarnar eru einkennalausar og því er vel hægt að lifa með þeim og þær hafa ekki verið tengdar við breytingar í starf-rænni getu heilans,“ segir Lárus.

Mígreni með áru getur leitt til dauðsfalls fyrir aldur framNiðurstöður Lárusar byggja á gögn-um úr hóprannsókn Hjartavernd-ar þar sem þátttakendum, 18.725 körlum og konum, var fylgt eftir að meðaltali í 26 ár eftir að þeir höfðu svarað spurningum um ýmsa þætti tengda hjarta- og æðasjúkdómum.

Hvað er mígreni?Mígreni er tauga- og æðasjúkdómur sem hefur áhrif á um 6% karla og 16-18% kvenna. Mígreni hefur verið lýst á marga vegu síðustu 5000 árin en fyrsta alþjóðlega skilgreiningin var birt árið 1988. Ekki er til neitt blóð-próf eða myndgreining sem gefur til kynna hvort einstaklingur er með mígreni, greiningin byggist á klínísku viðtali við lækni sem tekur nákvæma sögu og beitir greiningarviðmiðum til þess að flokka mígrenið og aðra höfuðverki niður í undirflokka. Hafir þú grun um að þú þjáist af mígreni er best að leita til heimilis- eða taugalæknis. Greina má milli tvenns konar mígrenis: Mígreni með áru og mígreni án áru. Ára er í þessu sam-hengi sjón- og skyntruflanir sem geta fylgt mígrenikastinu. Um 60% þeirra sem fá mígreni fá foreinkenni, 12-24 tíma fyrir kast, sem geta t.d. verið þreytutilfinning, þörf fyrir að geispa endurtekið eða stífleiki í vöðvum. Það má segja að í mígrenikastinu sem kemur í kjölfar foreinkenna að skynfærin fara á yfirsnúning, venjuleg birta verður sársaukafull fyrir augun, venjulegur hljóðstyrkur verður sársaukafullur fyrir eyrun og jafnvægisskyn getur raskast þannig að einstaklingur getur fundið fyrir svima og ógleði. Ýmislegt getur stuðlað að mígrenikasti og má þar nefna þreytu, áfengi, tíðablæðingar, hungur og jafnvel óþol fyrir vissum fæðutegundum. Hægt er að fækka köstum og gera þau vægari með því að stunda heilbrigt líferni, læra af reynslunni með því að halda einfalda dagbók og forðast það sem framkallar köst eða gerir þau verri. Sérstök mígrenilyf geta einnig komið í veg fyrir mígreniköst eða minnkað einkenni þeirra.

hafa áhrif hjá hverjum og einum, því getur verið gagnlegt að halda einfalda dagbók til þess að finna hvaða þættir það eru og reyna að halda þeim í skefjum. Einnig getur verið gott að tala við lækni um mis-munandi meðferðir sem til eru við mígreni, til þess að fækka köstum og draga úr einkennum mígrenik-asta.“

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

Lárus Steinþór Guðmundsson lærði upphaflega lyfjafræði og hefur starfað við framleiðslu og þróun lyfja. Fyrir röð tilviljana leiddist hann út í rannsóknir á höfuðverkjum og mígreni sem hann segir vera flókið en afar áhugavert fyrirbæri og því vert að rannsaka frekar. Mynd/Hari

Page 39: 19 06 2015

Fæst í apótekum

ein tafla á dag SykurlauSar ÍSlenSk framleiðSlaFÆST Í APÓTEKUM

kemur HeilSunni Í lag

Page 40: 19 06 2015

40 ferðalög Helgin 19.-21. júní 2015

Útivist gefur Út gönguleiðabók og þróar app

Ástríðufullur útivistargarpurEinar Skúlason hefur gefið út nýja bók með 20 gönguleiðum í nágrenni Reykjavíkur. Bókin verður innlegg í app sem hann er að þróa og er ætlað bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Einar labbaði 60 kílómetra í síðustu viku.

þ essi bók er ágæt til að víkka sjóndeildarhringinn. Hún er til dæmis tilvalin til að sjá að

það er ágætt að hvíla Úlfarsfellið og Esjuna við og við,“ segir Einar Skúla-son útivistarfrömuður.

Einar sendi á dögunum frá sér bók-ina Lóa með strá í nefi – 20 göngu-leiðir í nágrenni Reykjavíkur. Í henni er að finna leiðarvísi að 20 þægilegum gönguleiðum sem Einar gjörþekkir. Einar stofnaði gönguklúbbinn Vesen og vergang árið 2011 og hefur í félagi við Trausta Pálsson skipulagt ferðir um gönguleiðirnar tuttugu síðustu ár. Bókin er afar meðfærileg – þetta er lausblaðabók þar sem hver leið er á plasthúðuðu blaði og aðeins þarf að taka eitt blað með í hverja ferð.

„Ég valdi skemmtilegustu leið-irnar sem ég hef farið síðustu ár og þetta eru allt tilvaldar kvöldgöngur, 2-3 tímar. Þar sem þær eru stuttar henta þær flestar fjölskyldufólki þó sumar séu kannski aðeins fyrir stálp-uð börn,“ segir Einar sem kveðst leggja mikið upp úr fróðleik um við-komandi svæði á hverri gönguleið. Í bókinni sé til að mynda fróðleikur um fugla, jarðfræði og blómategund-ir. Bókin kostar um fjögur þúsund krónur út úr búð.

Einar stefnir að frekari útgáfu á næstunni og er nú að þróa leið-söguapp sem gæti litið dagsins ljós í árslok. „Þessi bók er bara innlegg í það,“ segir hann kokhraustur.

Appið er hugsað bæði fyrir Íslend-inga og erlenda ferðamenn. Hug-myndin er að ókeypis verði að ná í appið en svo geti notendur keypt sér leiðarvísi að stökum gönguleiðum inni í því. „Svo er ég að vinna því að koma á samstarfi við sveitarfélög um að þau bjóði upp á leiðarlýsingar, til að mynda gönguferð um Kjarnaskóg eða um gömlu húsin á Seyðisfirði,“ segir Einar. Hann kveðst vonast til að geta helgað sig útivistinni og útgáfu henni tengdri í framtíðinni. „Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju á maður auðvitað að reyna það. Ég fór yfir 60 kílómetra í síðustu viku og mér finnst þetta alveg ótrúlega skemmtilegt.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Einar Skúlason gaf út bókina Átta göngu-leiðir í ná-grenni Reykja-víkur fyrir skemmstu en nú bætir hann um betur með nýrri bók sem hefur að geyma tuttugu gönguleiðir í nágrenni höfuð-borgarinnar. Ljósmynd/Hari

Page 41: 19 06 2015
Page 42: 19 06 2015

Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.isInnifalið í verði hjá Úrvali Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.

BALI 29. OKTÓBER – 10. NÓVEMBER

Frábær sérferð til Bali, paradís á jörðu. Fararstjóri er Vilborg Halldórsdóttir sem er ein af fjölmörgum sem hafa fallið fyrir eyjunni eftir að hafa upplifað.

NÁNAR HJÁ [email protected]

ÆVINTÝRALANDIÐ TAÍLAND 1.–16. NÓV.

Afar fjölbreytt og skemmtileg ferð til Taílands.

VERÐ FRÁ: 498.000 kr.

SLÓVENÍA 7.–15. ÁGÚST

Sannkölluð draumaferð um fegurstu slóðir Evrópu.

VERÐ FRÁ: 217.900 kr.

BERLÍN VIKULEGA Í VETUR Brottfarir til Berlínar eru 5. nóvember, 12. nóvember, 19. nóvember, 26. nóvember, 3. desember, 10. desember og 17. desember.

VERÐ FRÁ: 79.900 kr.

DUBLIN 26.–29. NÓVEMBER

Borgin iðar af fjöri fyrir jafnt unga sem aldna.

VERÐ FRÁ: 88.900 kr.

Á SLÓÐIR AUÐAR DJÚPÚÐGU 13.–20. SEPT.

Spennandi ferð um eyjar og Hálönd Skotlands.

VERÐ FRÁ: 284.900 kr.

SKÍÐI – MADONNA ÍTALÍU Eitt vinsælasta skíðasvæði Íslendinga er aftur komið í sölu. Flogið vikulega til Verona 23. jan. – 20. feb. með Icelandair.

VERÐ FRÁ: 125.900 kr.

HJÓLAFERÐ Á TENERIFE 30. SEPT. – 7. OKT.

Skemmtileg ferð með Emil og Kollu í versluninni Kríu.

VERÐ FRÁ: 234.900 kr.

SALZBURG MÜNCHEN 13.–18. OKTÓBER

5 daga ferð um frábært svæði hlaðið af sögu og menningu.

VERÐ FRÁ: 177.600 kr.

MALLORCA FYRIR ALLAÆvintýraeyjan Mallorca er einn ástsælasti áfangastaður Íslendinga um árabil þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi, notið borgarlífisins í Palma eða notið strandlífsins í fjölmörgu strandbæjunum.

TENERIFE ALLT ÁRIÐTenerife tilheyrir Kanaríeyjaklasanum en nýtur algerrar sérstöðu vegna einstakrar veðursældar og náttúrufegurðar.

ALMERIAÁ Almeria er margt um að vera, hagstætt verðlag, sólríkar sandstrendur, ekta spænsk menning, og mikið úrval af glæsilegum gistingum.

ALBIRVinalegur strandbær með góð kaffihús og girnilegan mat sem teygir sig frá sjónum og upp í hlíðarnar fyrir ofan.Stutt til Benidorm.

COSTA BRAVACosta Brava er nyrst spænsku Miðjarðarhafsstrandanna, klettótt og falleg enda er hún meðal lang vinsælustu ferðamannastaða Spánar.

SKÍNANDI FÍNT FRÍ Í SUMAR OG VETUR

STÖKKTU Í

SÓL Í NÆSTU VIKU

HAUST- OG VETRARFERÐIR

KOMNAR Í SÖLU

VISTA CLUB 23. JÚNÍ – 7. JÚLÍ. HHH

VERÐ FRÁ: 104.900 kr.m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi.

LOS ALISIOS 24. JÚNÍ – 1. JÚLÍ HHH

VERÐ FRÁ: 72.900 kr.m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi.

HOTEL NEPTUNO 23. JÚNÍ – 7. JÚLÍ HHHH

VERÐ FRÁ: 137.900 kr.m.v. 2 fullorðna og 2 börn í tvíbýli með hálfu fæði.

ALBIR PLAYA 23. JÚNÍ – 3. JÚLÍ HHHH

VERÐ FRÁ: 98.900 kr.m.v. 2 fullorðna og 2 börn í tvíbýli með morgunmat.

TRIMAR APARTMENTS 26. JÚNÍ – 4. JÚLÍ HHH

VERÐ FRÁ: 91.900 kr.m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi.

1 VIKA

2 VIKUR1 VIKA

10 DAGAR2 VIKUR

NÝTTNÝTT

VINSÆLT

BESTU DAGARNIR BÓKAST FYRST

Page 43: 19 06 2015

Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.isInnifalið í verði hjá Úrvali Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.

BALI 29. OKTÓBER – 10. NÓVEMBER

Frábær sérferð til Bali, paradís á jörðu. Fararstjóri er Vilborg Halldórsdóttir sem er ein af fjölmörgum sem hafa fallið fyrir eyjunni eftir að hafa upplifað.

NÁNAR HJÁ [email protected]

ÆVINTÝRALANDIÐ TAÍLAND 1.–16. NÓV.

Afar fjölbreytt og skemmtileg ferð til Taílands.

VERÐ FRÁ: 498.000 kr.

SLÓVENÍA 7.–15. ÁGÚST

Sannkölluð draumaferð um fegurstu slóðir Evrópu.

VERÐ FRÁ: 217.900 kr.

BERLÍN VIKULEGA Í VETUR Brottfarir til Berlínar eru 5. nóvember, 12. nóvember, 19. nóvember, 26. nóvember, 3. desember, 10. desember og 17. desember.

VERÐ FRÁ: 79.900 kr.

DUBLIN 26.–29. NÓVEMBER

Borgin iðar af fjöri fyrir jafnt unga sem aldna.

VERÐ FRÁ: 88.900 kr.

Á SLÓÐIR AUÐAR DJÚPÚÐGU 13.–20. SEPT.

Spennandi ferð um eyjar og Hálönd Skotlands.

VERÐ FRÁ: 284.900 kr.

SKÍÐI – MADONNA ÍTALÍU Eitt vinsælasta skíðasvæði Íslendinga er aftur komið í sölu. Flogið vikulega til Verona 23. jan. – 20. feb. með Icelandair.

VERÐ FRÁ: 125.900 kr.

HJÓLAFERÐ Á TENERIFE 30. SEPT. – 7. OKT.

Skemmtileg ferð með Emil og Kollu í versluninni Kríu.

VERÐ FRÁ: 234.900 kr.

SALZBURG MÜNCHEN 13.–18. OKTÓBER

5 daga ferð um frábært svæði hlaðið af sögu og menningu.

VERÐ FRÁ: 177.600 kr.

MALLORCA FYRIR ALLAÆvintýraeyjan Mallorca er einn ástsælasti áfangastaður Íslendinga um árabil þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi, notið borgarlífisins í Palma eða notið strandlífsins í fjölmörgu strandbæjunum.

TENERIFE ALLT ÁRIÐTenerife tilheyrir Kanaríeyjaklasanum en nýtur algerrar sérstöðu vegna einstakrar veðursældar og náttúrufegurðar.

ALMERIAÁ Almeria er margt um að vera, hagstætt verðlag, sólríkar sandstrendur, ekta spænsk menning, og mikið úrval af glæsilegum gistingum.

ALBIRVinalegur strandbær með góð kaffihús og girnilegan mat sem teygir sig frá sjónum og upp í hlíðarnar fyrir ofan.Stutt til Benidorm.

COSTA BRAVACosta Brava er nyrst spænsku Miðjarðarhafsstrandanna, klettótt og falleg enda er hún meðal lang vinsælustu ferðamannastaða Spánar.

SKÍNANDI FÍNT FRÍ Í SUMAR OG VETUR

STÖKKTU Í

SÓL Í NÆSTU VIKU

SKÍNANDI FÍNT FRÍ Í SUMAR OG VETURHAUST- OG

VETRARFERÐIR KOMNAR Í SÖLU

VISTA CLUB 23. JÚNÍ – 7. JÚLÍ. HHH

VERÐ FRÁ: 104.900 kr.m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi.

LOS ALISIOS 24. JÚNÍ – 1. JÚLÍ HHH

VERÐ FRÁ: 72.900 kr.m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi.

HOTEL NEPTUNO 23. JÚNÍ – 7. JÚLÍ HHHH

VERÐ FRÁ: 137.900 kr.m.v. 2 fullorðna og 2 börn í tvíbýli með hálfu fæði.

ALBIR PLAYA 23. JÚNÍ – 3. JÚLÍ HHHH

VERÐ FRÁ: 98.900 kr.m.v. 2 fullorðna og 2 börn í tvíbýli með morgunmat.

TRIMAR APARTMENTS 26. JÚNÍ – 4. JÚLÍ HHH

VERÐ FRÁ: 91.900 kr.m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi.

1 VIKA

2 VIKUR1 VIKA

10 DAGAR2 VIKUR

NÝTTNÝTT

VINSÆLT

SKÍNANDI FÍNT FRÍ Í SUMAR OG VETUR

Í NÆSTU VIKU

BESTU DAGARNIR BÓKAST FYRST

Page 44: 19 06 2015

Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre

[email protected]

Þ egar ég fékk send skilaboð frá Fréttatímanum um að allt efni tölublaðsins sem þú ert að lesa ætti að hverfast um konur var ég á leið

með Sóley, dóttur mína, í ballett í áttunda hverfi Parísar. Ég velti fyrir mér í strætónum hvernig ég gæti uppfyllt þá kröfu að Matar-tíminn fjallaði um konur. Er ekki undarlegt að skrifa um konur og mat? Þótt karlar hafi eignað sér öll svið matar þar sem hægt er og keppist um að vera bestir eða ríkastir; þá hafa konur alltaf átt og fóstrað allt sem skiptir máli í matargerð. Konur og matur er álíka undarlegt umfjöllunarefni og kon-ur og barnauppeldi. Strætóinn var því ekki kominn á leiðarenda þegar ég hafði ákveðið að svíkjast undan. Ég ætlaði ekki að vera það fífl að skrifa um konur og mat í blaðið sem þú heldur á.

Þar sem við vorum tímanlega og það var fagur og bjartur dagur vildi ég sýna Sóleyju húsið númer 23 við rue la Boétie, sem er skammt frá rue de la Baume, þar sem dans-skóli Janinu Stanlowu er til húsa. Húsið númer 23 er kannski þekktast fyrir að þar hélt Pablo Picasso vinnustofu í mörg ár, frá 1918 og fram til 1932, og málaði þar mörg meistaraverkin. Þetta voru árin sem stór-stjarnan Picasso varð til. Paul Rosenberg var orðinn umboðsmaður hans og sölumaskína og Olga Khoklova leiddi hann inn í líf hinna ríku og frægu í París. Picasso yfirgaf kúb-ismann og fór að mála fígúratíft, myndirnar urðu súrrealískar, kynferðislegar og frum-stæðar. Þetta var ekki hans besta tímabil, en hann hefur örugglega skemmt sér vel; nýríkur og nýfrægur á barmi þess að verða ofsaríkur og ofsafrægur.

Sýndi Íslendingur hér?En ég ætlaði ekki að segja Sóleyju frá Picasso. Hún fær örugglega að heyra nóg af honum í skólanum. Þar er alltaf verið að fræða börnin um einhverja dauða karla. Vor-misserið hefur verið tileinkað Napóleon. Fyrir páska var það Loðvík fjórtándi. Ég vildi sýna Sóleyju húsið númer 23 við rue la Boétie vegna þess að árið 1930, þegar Pi-casso var að mála fígúratíft á efri hæðunum, var haldin sýning á abstrakt málverkum á neðstu hæðinni í Galerie 23.

Þessi sýning er kunn í sögu myndlistar hér í bæ og svo sem víðar. Þarna sýndu fjölmargir myndlistarmenn verk undir yfir-skriftinni Cercle et Carré – hringur og kassi – en svo kallaðist líka lausbeislaður hópur listamanna sem stóð fyrir sýningum og gaf út tímarit til að ryðja abstraktverkum rúm í listheimum. Helstu páfarnir í hópnum voru hinn spænsk-ungverski Joaquín Torres García og Belginn Michel Seuphor. Þótt þetta séu virtir listamenn báðir tveir þá voru þeir eftir á að hyggja ekki stærstu stjörnurn-ar í hópnum því meðal listamanna sem áttu verk í Galerie 23 um vorið 1930 voru Wassily Kandinsky, Jean Arp, Fernand Léger, Piet Mondrian, Le Corbusier og margir fleiri sem áttu eftir að verða miklir áhrifavaldar á list og menningu aldarinnar. Og síðan voru aðrir sem eru nú minna kunnir. Meðal annars ís-lensk kona; Ingibörg Stein Bjarnason.

Sápur og dansÁstæðan fyrir því að ég vildi segja Sóleyju frá Ingibjörgu Stein Bjarnason var að Inga Bjarnason, kjöramma Sóleyjar og nafna

Gleymda konanNú þegar stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason verður afhjúpuð á 19. júní til að minnast kvenréttindastarfs hennar er ágætt að rifja upp söguna af nöfnu hennar og bróðurdóttur, Ingibjörgu Stein Bjarnason, sem hélt myndlistarsýningu í París árið 1930 með Kandinsky, Arp, Léger, Piet, Le Corbusier og fleiri meginsnillingum og bjó til krem og sápur úr íslenskum kindamör.

og bróðurdóttur Ingibjargar Stein, var í heimsókn hjá okkur í París og hafði á orði við Öldu Lóu, konuna mína, meðan hún var að útbúa sápur og smyrsl að Ingibjörg Stein Bjarnason hefði lært að gera slíkt hjá Helenu Rubenstein. Og að hún hefði líka lært að dansa eins og Sóley; ekki hjá Janinu Stanlowu heldur hjá Isadoru Duncan. Ungum stúlkum veitir ekki að góðum fyrirmyndum og ég vildi endilega halda þessari vitneskju að Sóleyju. Það er því sorglegt hversu lítið við vitum um listakonuna Ingibjörgu Stein Bjarnason, sem hefur líklega komist næst því allra íslenskra myndlistarmanna að standa við straumhvörf í listasögunni.

Þar sem ég var að segja Sóleyju frá þessu öllu fyrir framan hús númer 23 við rue la Boétie, þar sem nú er fasteignasala en ekkert gallerí, ákvað ég að segja ykkur líka frá Ingi-björgu Stein Bjarnason. Það þótt erfitt sé að tengja hana við mat sérstaklega og að þessi dagur, 19. júní 2015, sé miklu fremur dagur nöfnu hennar og föðursystur; Ingibjargar H. Bjarnason, sem verður afhjúpuð sem stytta á eftir. Það verða nógu margir til að segja frá þeirri Ingibjörgu í dag. Við skulum skoða hina Ingibjörguna Bjarnason.

Femínisti í fámenniSagan hefst þegar Adeline Rittershaus kemur 23 ára í annað sinn til Íslands árið 1899. Adel-ine var menntuð kona í germönskum fræðum og átti síðar eftir að hljóta doktorsnafn-bót. Sem var á þeim árum afrek fyrir konu. Adeline fæddist í Barmen í Rínarlöndum, bæ sem síðar rann inn í borgina Wuppertal (sem hljómar kunnuglega í eyrum Íslendinga vegna þess að Viggó Sigurðsson þjálfaði handboltalið borgarinnar og með því léku Dagur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson og fleiri ís-

lenskir landsliðsmenn). Barmen var fæðing-arbær Friedrich Engels og þar voru mennta-menn róttækir og samfélagslega meðvitaðir. Þar á meðal faðir Adeline, kaupmaðurinn og skáldið Emil Rittershaus. Þegar dóttir hans fékk ekki að sækja æðri skóla en mennta-skóla fyrir það að hún var kona en ekki karl, réð Emil kennara til heimilisins svo Adeline fengi að mennta sig samkvæmt löngun sinni og vilja og sendi hana síðan til háskólans í Zü-rich í Sviss þegar útséð var um að hún fengi inngöngu í þýska háskóla. Frá Zürich lauk Adeline ágætu prófi í germönskum fræðum og var þá kominn með ákafan áhuga á Íslandi og öllu sem íslenskt var.

Adeline kom fyrst til Íslands 1898 og síðan aftur árið eftir. Erindið var að safna þjóð-sögum og læra íslensku, bæði fornt mál og nýrra. Til aðstoðar við tungamálanámið réð Adeline í seinni ferðinni Þorleif H. Bjarnason, málfræðing og kennara við Menntaskólann í Reykjavík, son Hákonar Bjarnasonar kaup-manns og útgerðarmanns á Bíldudal og Jó-hönnu Þorleifsdóttur. Hákon hafði drukknað á besta aldri en Jóhanna rak fyrirtækin í nokkur ár en hafði selt þau og flutt með fjöl-skylduna til Reykjavíkur. Þorleifur var 35 ára þegar þau Adeline hittust og, eins og síðar var sagt um hann í minningargrein, í allri fram-komu prúðmenni með afbrigðum, kurteis, gætinn, stilltur og góðviljaður. Minningar-greinar eru náttúrlega ekki óvilhallur vitnis-burður þar sem þær draga aðeins fram bestu hliðar fólks en fela þær lakari. En þannig er nú ástin líka; hún sér bara það besta í okkur en lætur það lakara ekki trufla sig. Adeline Rittershaus hefur því líklega séð kennarann sinn einhvern veginn svona. Alla vega kolféll hún fyrir honum og þau voru gift ári síðar. Öðru ári síðar hafði þeim fæðst stúlkubarn, Ingibjörg Bjarnason, og foreldrarnir höfðu

líka ákveðið að skilja. Auðvitað vitum við lítið um hvers vegna. En það má vel ímynda sér að Reykjavík um aldamótin 1900 hafi ekki verið uppörvandi staður fyrir hámenntaða unga þýska konu sem auk þess var harður femínisti. Þrátt fyrir ást sína á íslenskri tungu og sögu gat Adeline ekki unað hér. Hún valdi óskerta geðheilsu, miðevrópska borgarmenn-ingu og tækifæri til að vinna áfram að því sem hún hafði menntað sig til fram yfir prúða ástmanninn, næðinginn og fábreytileikann á hjara veraldar. Gott hjá henni.

Giftingar og skilnaðirOg Adeline tók dóttur sína með sér út og ól hana upp við menningu, listir og róttækar hugmyndir; ekki síst um kvenfrelsi. Adeline sótti um kennarastöðu við háskólann í Bonn en var hafnað; fyrst og fremst vegna þess að hún var kona. Hún sneri því aftur til Zürich þar sem hún fékk stöðu við háskólann. Í bók sinni um norrænar konur skrifaði Adeline að vel mætti meta menningarstig þjóða á því hversu mikinn rétt skráð og óskráð lög færðu konum. Samkvæmt því var menningar-stig Þýskalands ekki ýkja hátt á fyrstu árum síðustu aldar.

Adeline giftist Theodor Oberländer arki-tekt árið 1904 en skildi við hann 1920. Þá var hún veik orðin. Hún sagði upp stöðu við háskólann í Zürich og flutti til Berlínar þar sem hún dó 48 ára gömul árið 1924. Ingibjörg dóttir hennar var þá 23 ára.

Stuttu síðar giftist Ingibjörg þýskum efna-manni að nafni Stein, en sem við vitum lítið meira um. Og hún fékk berkla, sem urðu til þess að eiginmaðurinn yfirgaf eiginkon-una ungu, að sögn vegna þess að hann taldi fullvíst að hún gæti ekki geta fært honum erfingja. Ingibjörg kynnist hins vegar ungum listamanni á berklahælinu og eignast með

Endurgerð Michel Seuphor af einu af verkum Ingibjargar Stein Bjarnason á sýningu Cercle et Carré.

Ingibjörg Stein í hópi listmannanna við undir-búning sýningarinnar. Frá vinstri Georges Van-tongerloo, Joaquin Torres Garcia, Mondrian, Florence Henri, Denis Honegger, Margaret Schall og Ingibjörg Bjarnason.

Listamennirnir við opnun sýningarinnar í Galerie 23. Ingibjörg er ljóshærð með hatt fyrir miðri mynd. Michel Seuphor heldur um arm hennar.

Ingibjörg H. Bjarnason sat á þingi þegar bróðurdóttir hennar fékk styrk til að ljúka listnámi.

Adeline Ritters-haus-Bjarnason var menntakona og kvenréttindakona sem undi sér ekki á Íslandi.

44 samtíminn Helgin 19.-21. júní 2015

Page 45: 19 06 2015

Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Sími 533 2220 lindesign.is

Brúðkaupsgjö�nsem mýkist ár eftir ár

Rúmföt frá 7.990 - 9.990 kr

Y�r 50 gerðir rúmfata til brúðargjafaRúmföt 7.990 kr - 9.990 kr

Við virðum náttúruna

Þess vegna notum við�ölnota innkaupapoka

honum dóttur um haustið 1927, Veru. Ingibjörg var þá ein með barn, 26 ára gömul eins og móður hennar hafði verið. Hún flutti með barnið til Parísar þar sem hún hélt áfram listnámi.

Sambandið við Ísland hafði ekki slitnað. Vitað er að Ingibjörg H. Bjarnason skrifaðist á við fyrrum mágkonu sína og eflaust hefur Adeline haft hvetjandi áhrif á Ingi-björgu. Þegar Ingibjörg yngri var komin til Parísar í listnám með ungbarn sótti föðurfjölskylda henn-ar um styrk til Alþingis svo hún gæti lokið námi. Þar sat einmitt Ingibjörg H. Bjarnason fyrir Íhalds-flokkinn eftir að hafa verið kosin á þing fyrir Kvennalistann fyrri fyrst kvenna. Og auðvitað fékk Ingibjörg yngri styrkinn. Þannig virka lítil samfélag. Þeir sem eru í góðri að-stöðu leyfa ættingjum og vinum að njóta með sér.

Ástir, afbrýði og abstraktNæsta sem við vitum er að hún hengir þrjú verk upp á samsýning-unni í Galerie 23 við rue la Boétie í apríl 1930, þá 28 ára gömul, innan um verk listamanna sem eiga eftir að verða áhrifavaldar í lista- og menningarlífi álfunnar.. Á myndum frá sýningunni heldur Michel Seup-hor um arm hennar og lætur vel að henni, enda er Ingibjörg í einhverj-um heimildum kölluð frú Seuphor.

Michel Seuphor var áhrifamaður í listalífi Parísar, kannski ekki svo góður málari en mikill kenninga-smiður, útgefandi og primusmótor. Hann þekkti alla og tengdi saman fólk. Við hlið hans var Ingibjörg í hringiðu listalífsins og þétt upp við viss straumhvörf. Listamennirnir í kringum Seuphor vildu nýja list á nýjum forsendum. En Ingibjörg var ekki í hópnum bara fyrir Seuphor. Þegar sænskur listfræðingur, Ulf Thomas Moberg, var löngu síðar að viða að sér efni um Cercle et Carré málaði Seuphor eftir minni endur-gerðir af málverkum Ingibjargar. Hún kallaði þær fiskabúr; þetta voru kringlótt form í dimmum litum með rauðum litlum kössum – hringur og kassi. Verkin sjálf eru hins vegar annað hvort glötuð eða hanga á veggjum fólks sem hefur ekki hugmynd um hvað þau gætu lífgað upp á íslenska listasögu.

Þegar upp úr ástarsambandi Ingibjargar og Seuphor slitnaði lokaðist þessi veröld fyrir henni. Sagan segir að Seuphor hafi fyllst afbrýði út í vin sinn, ungverskan málara og ástmann Ingibjargar, Zil-zer að nafni. Þar getur hugsanlega verið um að ræða Gyula Zilzer, ung-verskan málara sem vann víða um Evrópu en fluttist síðar til Banda-ríkjanna. Vandinn er hins vegar sá að Vera, dóttir Ingibjargar, hét Vera Zilzer og hún fæddist nokkrum árum fyrr. Það má hins vegar vel vera að Zilzer sé listamaðurinn á berklahælinu. Eða þá að Ingibjörg hafi gefið Veru Zilzer-nafnið síðar og eftir að hún kynntist Gyula.

Ljósbrot frá meginlandinuVið vitum hins vegar ekki hversu lengi samband þeirra entist. Ingi-björg hraktist til Þýskalands undan afbrýðisemi Seuphor og flutti síðan með Veru til Íslands árið 1934 þar sem hún opnaði snyrtistofu og bjó til smyrsl og sápur úr kindatólg meðal annars. Hún nýtti þar efna-fræðinámið sitt og námskeið sem hún hafði sótt til Helenu Ruben-stein í gerð snyrtivara. Ingibjörg skýrði stofuna og kremin Vera Simillon, eftir sjö ára dóttur sinni að hluta. Hugsanlega er enn til fólk sem man Veru Simillon. Ingibjörg auglýsti kremin og stofuna mikið og víða. Og hún seldi framleiðsluna þegar hún flutti út aftur. Lengst var Vera Simillon júgursmyrsl framleitt, líklega fram á sjöunda áratuginn.

Sænski listfræðingurinn Moberg spurðist fyrir um Ingibjörgu þegar

hann var að skrifa um Cercle et Carré. Hún var heillandi en alltaf mjög dularfull, sagði Þorvaldur Skúlason. Halldór Laxness sagði að henni hefði fylgt ljósbrot frá megin-landinu. Það bendir til að Halldóri hafi þótt nokkuð til hennar koma enda var drengurinn frá Laxnesi ætíð að elta þetta ljós frá meginland-inu. Þráði ekkert heitar en að til-heyra evrópskum menningarheimi.

Lækningamáttur listarinnarIngibjörg flutti aftur út til Þýska-lands 1937. Þorleifur faðir hennar dó ári eftir að hún flutti til landsins og hugsanlega hefur hún verið of lítið tengd landinu til að tolla. Fátt er vitað um hana eftir þetta nema hvað hún fór til Bandaríkjanna í

stríðsbyrjun og þaðan til Argentínu. Hún bjó í Buenos Aires til dauða-dags, 1978. Ingibjörg mun hafa gifst aftur og starfað að mannúðar-málum. Talið er að flest málverk hennar og persónulegir munir hafi glatast og eyðilagst þegar heimili hennar var rænt.

Vera dóttir hennar ólst upp við listir og varð málari. Hún vann að listmeðferð með geðsjúkum með kunnum argentískum geðlækni og menningarfrömuði, Salomon Res-nik. Sá trúði mjög á lækningamátt listarinnar enda menningarmaður sjálfur og mikill vinur skáldanna Jorge Luis Borges og Aldo Pel-legrini. Við getum ímyndað okkur að þær mæðgur hafi tengst inn í listalífið í Buenos Aires. Vera hélt

áfram að starfa við listmeðferð, meðal annars við Lincolnspítalann í Bronx í New York þegar hún fluttist þangað. Síðar fluttist hún til Tórínó á Ítalíu þar sem hún starfaði að list-meðferð og gaf meðal annars úr bók um þau fræði. Vera Zilzer dó fyrir rúmum tíu árum, rétt tæplega 77 ára gömul.

Götótt saga af konumSvona er sagan sem ég sagði Sóleyju um föðursystur kjörömmu hennar sem sýndi í húsinu þar sem fasteignasala er í dag. Ég veit ekki hvort allt af þessu er satt og rétt. Ég týndi þetta til af internetinu og mik-ið upp úr grein sem Hávar Sigur-jónsson skrifaði í Lesbók Moggans fyrir sextán árum. Mig langaði að

fóðra dóttur mína á sögum um kon-ur sem höfðu lifað skemmtilegu lífi sem þær mótuðu sjálfar. Og ég birti þessi slitur hér í von um að einhver taki sig til og reyni að ná betur utan um sögu þessara góðu kvenna. Sagan segir margt um síðustu öld og baráttu kvenna fyrir að fá að lifa sínu eigin lífi.

Og auðvitað segja holurnar sína sögu um stöðu kvenna í sögunni. Í listasögu okkar er Ingibjörg Stein Bjarnason varla neðanmálsgrein þótt hún hafi tilheyrt hópi lista-manna sem stóð fyrir straumhvörf-um í listasögunni. Það er ekki eins og saga okkar sé uppfull af slíkum skemmtilegheitum. Það myndi lífga upp á hana að fá söguna af Ingi-björgu Stein Bjarnason þar inn.

samtíminn 45 Helgin 19.-21. júní 2015

Page 46: 19 06 2015

46 heilsa Helgin 19.-21. júní 2015

loksins á Íslandi!

VERSLUN OG VIÐGERÐIR

HJÓL A SPRET TUR ― DALSHRAUN 13 ― 220 HAFNARFJÖR ÐUR ― S ÍMI: 565 2292 ― W W W. H JOL A SPRET TUR.IS

KYNNINGARVERÐ

Með Gum Original White munnskoli og tannkremi verða tennurnar hvítari. Vörurnar innihalda flúor, veita vörn og hreinsa burt bletti og óhreinindi.

G um Original White munn-skol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi

og veita tönnunum vernd. Guðný Ævarsdóttir tannfræðingur hefur notað Gum vörurnar í mörg ár á tannlæknastofunni Brostu. „Ég mæli heilshugar með Gum vörun-um. Vörulínan er breið og góð og í henni má finna allt frá tannburstum og Soft Picks tannstönglum til tann-hvíttunarefna. Sérfræðingar Gum eru fljótir að tileinka sér nýjungar og mæta þörfum fólks sem er virkilega gott í þessum geira,“ segir Guðný.

Gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og tennurnar fá sinn upprunalega lit. Báðar vörurnar innihalda flúor og má nota að stað-aldri. Þær hafa ekki skaðleg áhrif á almenna tannheilsu og innihalda ekki bleikiefni sem geta skaðað náttúrulega vörn tannanna. „Hvítt-unarlínan, Original White, er mjög góð því hún virkar vel en fólk fær samt sem áður ekki tannkul. Slípi-massinn er agnarsmár svo hann rispar ekki upp glerunginn eins og oft vill verða þegar notuð eru hvítt-unartannkrem.“

Frábær lausn í ferðalagið

Page 47: 19 06 2015

heilsa 47Helgin 19.-21. júní 2015

Guðný Ævarsdóttir tannfræðingur mælir heilshugar með Gum vörunum, sem eru nú á 20% afslætti í verslunum Lyfju.

VIÐKVÆM HÚÐ? PRÓFAÐU ALLA LÍNUNA…

ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR

ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ VÖRUM FRÁ NEUTRAL

…fyrir heimilið, fjölskylduna og þig.Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral þér að vernda húð allra í fjölskyldunni.

Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is

ÍSLE

NSK

A S

IA.IS

NAT

716

82 1

1/14

Guðný segir það einnig kost að Original White línan viðhaldi ár-angri eftir lýsingarmeðferð á tann-læknastofu. „Soft Picks tannstöngl-arnir eru mitt uppáhald því þeir komast vel á milli tannanna og inni-halda engan vír og eru ríkir af flú-ori. Frábærir einnota tannstönglar sem virka eins og millitannburstar en þá er hægt að hafa í veskinu eða heima fyrir framan sjónvarpið.“

Gum Travler millitannburstarnir eru frábær nýjung frá Gum. Þeir sveigjast vel og duga jafnvel lengur en tannburstinn. Burstanum fylgir hulstur og hann er því tilvalinn í ferðalagið. Klórhexidín er á burst-anum sem tryggir hreinlæti.

Hvíttunarvörurnar innihalda sér-staka blöndu sem Gum hefur einka-leyfi á og hreinsar betur en bleiki-efni. Vörurnar eru fáanlegar í Lyfju með 20% afslætti þessa dagana. Aðrir sölustaðir eru Apótekið og flest önnur apótek. Gum vörurnar eru einnig fáanlegar í hillum heilsu-verslana.

Unnið í samstarfi við

Icecare

1. Finndu góðan hlaupafélaga. Ekki veitir af hvatningunni til að koma sér af stað. Svo er ekki verra að hafa félagsskap á hlaupunum.

2. Ef stefnan er tekin á Reykja-víkurmaraþonið í ágúst er gott að hlaupa að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku. Á netinu er auðvelt að finna hlaupaáætlanir sem hægt er að fylgja.

3. Útlitið skiptir kannski ekki máli en mikilvægt er að eiga góða skó. Ekki er

heldur alvitlaust að splæsa á sig góðum hlaupa-sokkum.

4. Hlýddu líkamanum. Mikilvægt er að teygja eftir hlaup, sérstaklega á kálfum, lærum, mjöðmum og nára. Ef þú finnur fyrir álagseinkennum er mikilvægt að hvíla hlaupin aðeins. Í staðinn er hægt að hjóla eða synda.

5. Ekki látið veðrið stjórna þér. Það er alltaf betra en maður heldur.

5 góð ráð fyrir útihlaupin í sumar

Page 48: 19 06 2015

48 heilsa Helgin 19.-21. júní 2015

Getur bjargað lífi kvenna

S. 551-2070 & 551-3366 • www.misty.is

Laugavegi 178 • OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

teg 38156 - áður kr. 15.885,-nú á kr. 7.943,-

teg 1948 - áður kr. 16.650,-nú á kr. 8.325,-

Póstsendum hvert á land sem er

VIÐ BREYTUM, VIÐ RÝMUM - �ott úrval af LEÐUR dömuskóm á 50% afslætti !!teg 1949 - áður kr. 16.650,-nú á kr. 8.325,-

teg 37799 - áður kr 13.685,-nú á kr. 6.843,-

teg 2039 - áður kr. 16.650,nú á kr. 8.325,-

VIÐ BREYTUM - VIÐ RÝMUMteg 40-01 áður kr 17.500,- NÚ kr. 8.750,-

teg 1949 áður kr. 16.650,- NÚ kr 8.325,-

teg 2052 áður kr 16.650,- NÚ kr. 8.325,-

50% AFSLÁTTUR

Laugavegi 178Opið: Mán.-fös. 10-18, Laugardaga 10-14

Póstsendum hver á land sem er

Þrátt fyrir skýr merki þess að brjóstamynda-taka sé áhrifarík, þurfum við áfram að skoða fleiri leiðir til að greina brjóstakrabba-mein, til dæmis nýja þrívíddar-tækni sem nær myndum með ná-kvæmari hætti og gæti hjálpað til við að finna illgrein-anlegt krabbamein í brjóstum.

Brjóstamyndataka hjá konum á aldrinum 50-69 ára dregur úr dauðs-föllum af völdum brjóstakrabbameins um 40 prósent samanborið við þær konur sem fara ekki í brjóstamyndatöku. Þetta er niðurstöður nýrrar og viðamikillar alþjóðlegrar rannsóknar á vægi brjóstaskoðunar í baráttunni gegna krabbameini.

A lmennt er hægt að fækka dauðsföllum af völdum brjósta-krabbameins um 23 prósent

með reglulegri skimun, samkvæmt niðurstöðum í viðamikilli alþjóðlegri rannsókn sem varð gerð til að meta kosti og galla ólíkra aðferða við grein-ingu á brjóstakrabbameini hjá konum. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu New England Journal of Medicine og vonast Stephen Duffy, sem stýrði rann-sókninni, til þess að þær hvetji konur um allan heim til að fara reglulega í brjóstamyndatöku því það geti bjarg-að lífið þeirra. Rannsóknin staðfesti fyrri niðurstöður sem sýnir að konur á aldrinum 50 til 69 ára njóti einna helst góðs af reglulegri brjóstamyndatöku sem dregur verulega úr dauðsföllum sökum brjótakrabbameins í þessum aldurshópi. Aftur á móti var fátt sem sýndi fram á að þessar myndatökur hjálpuðu konum á fimmtugsaldri með sama hætti.

„Þrátt fyrir skýr merki þess að brjóstamyndataka sé áhrifarík, þurf-um við áfram að skoða fleiri leiðir til að greina brjóstakrabbamein, til dæm-is nýja þrívíddartækni sem sem nær

myndum með nákvæmari hætti og gæti hjálpað til við að finna illgreinan-legt krabbamein í brjóstum,“ segir pró-fessor Duffy. „Jafnframt er það mikil-vægt að við hættum ekki að leita að nákvæmari og betri aðferðum til að skima eftir brjóstakrabbameini hjá konum sem eru í sérstökum áhættu-hópi þar sem brjóstkrabbamein hefur greinst í fjölskyldunni. Við þurfum enn frekari rannsóknir til að fínstilla þá þjónustu sem veitt er konum í þess-um áhættuhópi og þurfum að skoða hvort þurfi að beita ólíkum aðferðum við skimun og hugsanlega hefja hana fyrr og með styttra millibili.“

Tilgangurinn með skimun eftir brjóstakrabbameini er að greina það sem á frumstigi, svo hægt sé að grípa inn í meðferð og koma í veg fyrir að það þróist frekar og valdi dauða. Hinsvegar hafa spurningar vaknað um hættuna sem getur fylgt brjóstamyndatöku, svo sem falskar jákvæðar niðurstöður, of-greining og hugsanlegt geisla krabba-mein. Aftur á móti er talið að niðurstöð-ur rannsóknarinnar taki af allan vafa um að það skimun með brjóstamynda-töku hafa mun fleiri kosti en galla.

Reglubundin bRjóstAmyndAtAkA

Ný rannsókn staðfestir það sem lengi var talið að konur auki lífslíkur sínar verulega með reglubundinni brjóstamyndatöku.

Page 49: 19 06 2015

heilsa 49Helgin 19.-21. júní 2015

PIPAR\TBWA • SÍA • 151922

Í Rekstrarlandi aðstoða sérfræðingar okkar við rétt val á hjálparvörum við þvagleka en ávallt er um einstaklingsbundnar lausnir að ræða.

Eitt mesta úrval af hjálparvörum sem í boði er við þvagleka er frá hinum vandaða danska framleiðanda Abena. Vörurnar fást í öllum stærðum og gerðum og búa yfir rakadrægni sem hæfir hverju tilfelli fyrir sig þannig að auðvelt er að finna lausn sem hentar hverjum og einum.

Abena vörurnar eru flestar umhverfisvænar og framleiddar með það að markmiði að auka á þægindi notenda. Þær eru mjúkar viðkomu, þægilegar og umfram allt lítt áberandi.

Skírteinishafar geta nú leitað beint til Rekstrarlands til þess að fá slíkar vörur afgreiddar auk þess sem við sjáum um að koma vörunum heim til notenda án aukakostnaðar.

Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100www.rekstrarland.is

Upplýsingar fást í síma 515 1100 eða á [email protected].

REKSTRARLAND býður upp á hágæðavörur við þvagleka sem samþykktar eru af Sjúkratryggingum Íslands

Þ vagleki er algengt vanda-mál sem getur verið mjög íþyngjandi í daglegu lífi. Á

Íslandi á einn af hverjum sex við þetta vandamál að stríða og er þar um að ræða fólk á öllum aldri. Sumir eiga erfitt með að fara í ræktina vegna ótta við þvaglekann og enn aðrir eiga á hættu að missa stjórn á þvaglátum við það að hósta eða jafnvel við að hlæja. Þar sem þvagleki hefur verið álitinn feimn-ismál verður vandamálið stundum stærra en efni standa til. En ef ekk-ert er að gert getur þvagleki skert lífsgæði verulega og haft í för með sér önnur vandamál og í sumum tilvikum er hætta á félagslegri ein-angrun. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða hjálparvörur við þvag-leka, eins og bindi og bleiur.

Umhverfisvæn gæðavara„Við erum með hágæðavörur frá danska framleiðandanum Abena sem hefur eitt mesta vöruúrval af þvaglekabindum og -bleium í heim-inum í dag,“ segir Jóhanna Runólfs-dóttir, sölu- og þjónusturáðgjafi hjá Rekstrarlandi. Jóhanna er sjúkra-liði og hefur áralanga reynslu af fræðslu um notkun þvaglekavara og mikla þekkingu sem nýtist þegar velja á réttar vörur. „Vör-urnar eru til í ýmsum stærðum og gerðum með mismikilli raka-drægni þannig að allir ættu að finna vöru sem hentar. Þetta eru umhverfisvænar vörur, mjúkar og þægilegar.“

Fagleg og persónuleg þjón-usta„Við leggjum sérstaka áherslu á persónulega og faglega þjónustu við notendur þessara vara og að-standendur þeirra. Við erum með góða aðstöðu í sérstöku viðtals-herbergi þar sem við aðstoðum notendur við að finna þá gerð og stærð sem hentar. Þar erum við með sýnishorn af hjálpargögn-unum, góða upplýsingabæklinga og fyrst og fremst næði til að ræða hvað hentar hverju tilfelli fyrir sig. Að auki sendum við sýnis-horn heim til þeirra sem það vilja,“ segir Jóhanna, sem tekur á móti viðskiptavinum í verslun Rekstrar-lands í Mörkinni 4. Skírteinishafar hjá Sjúkratryggingum Íslands geta nú leitað beint til verslunarinnar til að þess að fá þvaglekavörurnar af-greiddar og sendar heim.

Unnið í samtarfi við

Rekstrarland

Þvagleki getur verið íþyngjandiÞvagleki er algengara vandamál en marga grunar. Vörurnar frá Abena eru um-hverfisvænar og hafa reynst vel þeim sem glíma við þvagleka. Jóhanna Runólfs-dóttir sjúkraliði starfar hjá Rekstrarlandi og veitir hún viðskiptavinum góð ráð um val á viðeigandi hjálpar-gögnum.

heilsa 49

Jóhanna Runólfsdóttir, sjúkraliði og starfsmaður hjá Rekstrarlandi.

Page 50: 19 06 2015

Helgin 19.-21. júní 201550 tíska

S. 551-2070 & 551-3366 • www.misty.is

Laugavegi 178 • OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

teg 38156 - áður kr. 15.885,-nú á kr. 7.943,-

teg 1948 - áður kr. 16.650,-nú á kr. 8.325,-

Póstsendum hvert á land sem er

VIÐ BREYTUM, VIÐ RÝMUM - �ott úrval af LEÐUR dömuskóm á 50% afslætti !!teg 1949 - áður kr. 16.650,-nú á kr. 8.325,-

teg 37799 - áður kr 13.685,-nú á kr. 6.843,-

teg 2039 - áður kr. 16.650,nú á kr. 8.325,-

S. 551-2070 & 551-3366 • www.misty.is

Laugavegi 178 • OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

teg 38156 - áður kr. 15.885,-nú á kr. 7.943,-

teg 1948 - áður kr. 16.650,-nú á kr. 8.325,-

Póstsendum hvert á land sem er

VIÐ BREYTUM, VIÐ RÝMUM - �ott úrval af LEÐUR dömuskóm á 50% afslætti !!teg 1949 - áður kr. 16.650,-nú á kr. 8.325,-

teg 37799 - áður kr 13.685,-nú á kr. 6.843,-

teg 2039 - áður kr. 16.650,nú á kr. 8.325,-

teg Selena mjög haldgóður í stærðum 75-95 D,E,F,G á kr. 6.880,- buxur kr. 2.680,-

FÍNLEGURStærðir:36 - 41 Verð:10.985.-

Stærðir: 36 - 41 Verð: 9.875.-

Mjúkir og þægilegi sandalar úr leðriStærðir:36 - 41Verð: 7.550.-

Stærðir:36 - 42Verð:9.875.

Baðfatatíska saga sundfatnaðar

Að sýna eða sýna ekki holdFranskar fyrirsætur neituðu að sýna fyrsta bikiníið sem hannað var í Frakklandi þar sem það þótti ekki hylja líka-mann nægilega.

B ikiníið var kynnt til sög-unnar á sundlaugarbakka í París fyrir 69 árum og olli

miklu fjaðrafoki. Frönsku fyrirsæt-urnar neituðu að klæðast þessum tvískiptu baðfötum sem huldu lítið sem ekkert og því fékk hönnuður-inn nektadansmeyna Micheline Bernardini til að taka verkefnið að sér. Í dag þykir hinsvegar ekkert eðlilegra en að konur sitji við sund-laugarbakkann klæddar bikiníi og því erfitt að átta sig á viðbrögðum og hneykslan fólks á þeim tíma.

Þegar bikiníð var kynnt árið 1946 var það hins vegar fjarri því að vera í fyrsta sinn sem konur klæddust jafn skjóllitum fatnaði á almanna-færi. Á fjórðu öld klæddust róm-verskar íþróttakonur til dæmis ein-ungis litlum toppum og buxum við keppni. Aftur á móti hefði það þótt óhugsandi við upphaf 20. aldar að sýna líkama sinn með þessum hætti og lögðu konur á sig mikla vinnu til að hylja líkamann á baðströndinni og notuðust við sérstakan sund-búning sem huldi þær frá toppi til táar. Þær notuðust jafnframt við sérstakan sundklefa frá Viktoríu-tímanum sem dreginn var af hesti út í vatnið og fóru þær fullklædd-ar inn í klefann öðrum megin en komu út í sundfatnaði hinum megin og stungu sér í sjóinn án þess að þær sæjust frá ströndinni.

Með árunum slaknaði að-eins á reglunum um strand-fatnað en árið 1907 var ástralska sundkonan og kvikmyndastjarnan Annette Kellerman kærð fyrir að sýna of mikið hold í ermalausum, þröngum sundbol, en athygl-in sem það atvik fékk varð til þess að slakað var á kröf-um um strandklæðnað víða um hin vestræna heim. Á fimmta áratugnum voru kon-ur hinsvegar farnar að nota tvískiptan sundfatnað sem flestir myndu kalla bikiní í dag, en lykilmunurinn er sá að þessi tvískiptu sundföt huldu mjaðmir vel og naflann, en það þótti ekki við hæfi að láta sjást í naflann.

Kynþokka-fullar konur

Franskar konur voru fyrstar til að nota bikiníið og var Birgitte Bardot þar fremst í flokki.

Sýningarstúlkur ganga um götur London í bikiníi árið 1975.

Ursula Andress vakti heimsathygli þegar hún steig upp úr sjónum í hvítu bikiníi með hníf í beltinu í Bond kvikmynd-inni Dr. No árið 1962. Hefðbundin strandfatnaður kvenna í

Bandaríkjunum árið 1915.

NÝ SENDING MEÐ JÖKKUM OG PEYSUMSTÆRÐIR 42-56

JakkapeysaStærðir 42-56Verð 5990 kr

Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglegaTökum upp nýjar vörur daglega

S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Jakki 12.900 kr.

Mikið úrval af jökkum, buxum og skóm

Page 51: 19 06 2015

tíska 51Helgin 19.-21. júní 2015

lÍs en ku

ALPARNIRs

Kúlutjöld - fjölskyldutjöld - göngutjöld Tjaldasalur - verið velkomin

Savana Junior(blár og rauður)Kuldaþol -15˚CÞyngd 0,95 kg

Trekking(Petrol og Khaki)Kuldaþol -20˚CÞyngd 1,65 kg

Micra(Grænn og blár)Kuldaþol -14˚CÞyngd 1 kg

VERÐ KR 11.995,-

VERÐ KR 13.995,-

VERÐ KR 16.995,-

FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • [email protected] • WWW.ALPARNIR.IS

20% afsláttur af tjöldum í dag

Kvarterma skyrta á 12.900 kr.2 litir: mosagrænt og svartStærð 36 - 50

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Flottar skyrtur

sem notuðu þessi tvískiptu sundföt voru kallaðar kynbombur eða atóm-ur, samanber atómsprengjur og þeg-ar hönnuðurinn Louis Reard kynnti litlu tvískiptu sundfötin fyrir konur sem sýndu naflann vel, nefndi hann þau le bikini vegna þess að nokkrum dögum áður hófu Bandaríkjamenn kjarnorkutilraunir á kóraleyjunum Bikiní í Kyrrahafinu.

Bikiníið náði fyrst vinsældum í Frakklandi en það var ekki fyrr en upp úr sjötta áratugnum sem það náði almanna hylli og þótti jafn sjálf-sagður sundfatnaður og það er í dag.

Marylin Monroe klæðist tvískiptum sundfatnaði árið 1953, þar sem bux-urnar ná vel yfir naflann og hylja mjaðmirnar vel.

Ástralska sundkonan Annette Kellerman var handtekin fyrir ósiðsamlegt athæfi árið 1907 þegar hún klæddist þröngum ermalausum sundbol á ströndinni.

Nektardansmærin Micheline Bernar-dini sýnir le bikini í júlí 1946, sem nefnt er eftir Bikiní í Kyrrahafinu

þar sem Bandaríkjamenn hófu kjarn-orkutilraunir nokkrum dögum áður.

Leikkonan Kate Upton kynnir bað-fatatískuna fyrir sumarið 2012.

Á sjötta áratugnum fór bikiní tískan að breiðast út um hin vestræna heim.

Page 52: 19 06 2015

Helgin 19.-21. júní 201552 tíska

Hvernig sólgleraugu átt þú að velja?Þegar velja á sólgleraugu skiptir höfuðmáli að velja umgjarðir sem passa vel við eigið höfuðlag. Meginreglan er að velja ekki umgjarðir

sem eru svipaðar höfuðlaginu. Þeir sem eru í sólgleraugnahugleiðingum fyrir sumarið geta haft eftirfarandi atriði í huga.

Hringlaga höfuðlagEinkenni: Áberandi kinnar, jafnvægi milli lengdar og breiddar andlits. Frægir: Christina Ricci, Drew Barrymore, Kate Winslet, Elijah Wood, Jack Black.Hvernig sól-gleraugu? Rétthyrnd gleraugu sem vega vel á móti hringlaga höfuðlaginu. Hvað á að forðast? Hringlaga sólglerugu.

Sporöskjulaga höfuðlagEinkenni: Há kinnbein, mis-munandi hlutföll, það er lengra andlit frekar en breiðara. Hakan mjórri en ennið. Frægir: Julia Roberts, Tyra Banks, Beyonce, Jude Law. Hvernig sólgleraugu? Áberandi umgjarðir. „Aviator“, ferhyrnd eða hringlaga umgjarðir. Hvað á að forðast? Umgjarðir sem undirstrika ákveðin andlitseinkenni of mikið.

Hjartalaga höfuðlagEinkenni: Breiðara enni, mjó kjálkalína og há kinnbein. Frægir: Michelle Pfeiffer, Jennifer Love-Hewitt, Halle Berry, Justin Tim-berlake, Ryan Gosling. Hvernig sólgleraugu? Umgjarðir sem bæta við breidd í kringum kinnarnar. Ferhyrnd eða „aviator“ umgjarðir.Hvað á að forðast? Mjög stórar umgjarðir sem ýkja efsta hluta andlitsins.

Ferhyrnt höfuðlagEinkenni: Sterk beinabygging með áberandi kjálkalínu. Fer-hyrnd kinnbein og breitt enni. Frægir: Demi Moore, Sandra Bullock, David Beckham, Brad Pitt. Hvernig sólgleraugu? Sporöskjulaga og kringlóttar umgjarðir. Hvað á að forðast? Ferhyrndar umgjarðir.

Page 53: 19 06 2015

LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003 LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002KRINGLUNNI - S: 553-0500www.hrim.is

Nýtt frá

Við gerum brúðargjafalista með tilvonandi brúðhjónum!

Gjafir handa öllum

Page 54: 19 06 2015

54 matur & vín Helgin 19.-21. júní 2015

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Stöckli þurrkofnarnir eru eftirlæti þeirra sem vilja nýta uppskeru ársins til fulls. Þurrkun eykur geymsluþol og viðheldur bragði og næringarefnum fæðunnar. Þurrkofninn er fyrirferðarlítill, með hitastilli frá 20°C upp í 70°C sem er akkúrat það sem þarf til að þurrka ávexti, grænmeti, sveppi, kryddjurtir, kjöt o.fl. Það má auðvitað þurrka berin með hárblásara - en við mælum ekki með því.

laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17 www.kokka.is [email protected]

... og 70°C seinna áttu rúsínu!

Megagóðir, matarmiklir,

mexíkóskir maísstönglar

Smjör og salt. Það er það sem flestir brúka á maísstöngulinn sinn. Hvort sem hann fer frosinn út í pott, kemur ferskur af grillinu eða jafnvel upp úr dós. En þetta er ekki alveg svona

heilagt. Í Mexikó og í veitingavögnum um allan heim er verið að bjóða upp á grillaðan maísstöngul löðrandi í mæjónesi og osti.

H ei! Ekki fara, ekki hætta að lesa. Þetta er gott, ég lofa. Það er hægt að nota gamal-

dags frosin eyru, forsjóða þau að-eins og skella svo í nokkrar mínútur á grillið. En það er ennþá betra að nýta sér sumarið og uppskerutím-ann til að fá ferskt korn í „skinninu“.

Grilla kornið við háan hita í um 15 mínútur eða svo. Allt í lagi þótt hýðið brenni. Má jafnvel fá í sig smá eld. Betra að vera þó ekki með steikina á grillinu rétt á með-an. Svona til að fá ekki öskuna yfir allt og út um allt.

Á meðan maísinn er á grillinu er hrært í heimagerða mæjónesblöndu (sjá uppskrift til hliðar). Parmasen ostur er rifinn niður með micro-rifjárni eða settur í matvinnsluvél svo úr verði hálfgert parmasenduft. Það er líka hægt að kaupa parma-senduft ef það er eitthvað sem kitl-ar bragðlaukana. Við hin höldum okkur við alvöru. Getur líka verið fínt að bæta smá fetaosti út í mat-

vinnsluvélina. Þeir mexíkósku nota ost sem heitir Cotija en hann getur ýmist verið ferskur og svipar þá til fetans eða þroskaður og þá meira í ætt við Parmesan. Við hins veg-ar höfum takmarkaðan aðgang að þessum osti og brúkum því hina tvo eða í raun bara hvaða ost sem þykir góður þá stundina. Matarlöggan er í verkfalli og kemur því ekki á vett-vang.

Þegar kornið hefur kólnað örlítið eftir að það er komið af grillinu er um að gera að taka hýðið af og strengina sem undir því eru. Gott að henda þeim svo aðeins út aftur. Svona rétt til þess að fá nokkrar grillrendur. Þá er bara að löðra í mæjóinu, strá ost-inum yfir og krydda rétt í lokin með chilikryddi eða cayenne. Þeir sem svo elska límónusafann sinn meira en góðu hófi gegnir geta svo kreist smá yfir í lokin.

Haraldur Jónasson

[email protected]

Sumarið er tíminn, söng Bubbi okkar. Nú er einmitt komið sumar og því til-valið að skella ferskum maísstönglum á grillið. Löðra svo upp úr heimagerðri mæjónesblöndu og strá yfir með niður-rifnum parmesanosti. Letingjar sem nenna ekki að standa í þessu löðra stönglana svo bara upp úr smjöri og salti.

Þeir sem nenna og kunna hræra að sjálfsögðu í sitt eigið mæjónes. Nú, ef ekki þá finnum við uppáhalds-mæjó fjölskyldunnar. Hvort heldur er pólskt, Hellmanns eða Gunnars. Kreistum safa úr u.þ.b. hálfri límónu eða einum fjórða af sítrónu, það finnur enginn muninn. Safanum er hrært út í mæjóið. Chili- eða cayennedufti sem og hvítlauks- og laukdufti er svo blandað við ásamt góðri hnefafylli af söxuðum kóríanderlaufum. Það tekur heldur enginn eftir því þótt kóríander-laufin breytist í steinselju – ef hún er það eina sem er til. Salt og pipar eftir smekk. Má alveg vera slatti af piparnum en passa saltið – sérstak-lega ef nota á parmesanost því hann er saltur. Gott að láta sósuna taka sig í smá stund.

Heilsufrík sem ekki kunna að meta mæjóið geta sett svolítið af sýrðum rjóma á móti mæjónesunni eða reynt að nota skyr eða hvað það er sem heilsusamir mæjóneshatarar nota þegar við hin erum að brúka nesið.

Mæjónesblanda sem dugir á fjóra stöngla1 dl. mæjó½ lime (safinn)hnefafylli af kóríanderlaufumnokkrar hristur af:chiliduftihvítlauksduftilaukduftipiparsalti

Page 55: 19 06 2015

Sendu okkur 5 toppa af Merrild umbúðum og þú gætir unnið hina

sígildu kaffikönnu frá Stelton.

10 heppnir vinningshafar verða dregnir út í hverri viku frá 30. júní til 1. september 2015, alls 100 talsins.

Þátttökuumslög í öllum verslunum. Á Facebook-síðu okkar, Facebook/Merrild á Íslandi, verða birt úrslit auk frekari upplýsinga um leikinn.

klippið

Page 56: 19 06 2015

56 heilabrot Helgin 19.-21. júní 2015

Sudoku

Sudoku fyrir lengra komna

BLÓM EINUNGISANDLITS-PARTUR

LYKTAGÖLTUR FYRIR FLYTJA

SAMNEYTI

SAKKA

ÚT

FÖNN

PRJÓNA-VARNINGUR

LÖGMÆTI

ÓVILD

SKÍTUR

SKEINA

GLOPPA

ARFGENGI

HAFNA

NÚMER

ÞESSA

SKIPSHÖFN

REGLA

PRÍVAT

GORTA

STJÖRNU-ÁR

TUDDAGLÓRA EIN-

HVERJIRGRAN-ALDINPRÓFAÐ

HALLI SÁLDRA GRUNDASTULDUR

IM

SLITRÓTT TAL

VANDRÆÐIÚTVEGUN

GAULA

FESTA

HREKJA

DRYKKUR

TVEIR EINS

ÖNDUNAR-FÆRI

BÖGGULL

MÁLMUR

HÖRFA

EGNA

AÐGÆTA

KUSK

BORG

EINGÖNGU

TANGI

TROSNA

BYLGJAHALDIST KVK

GÆLUNAFNGRETTA

NÖGL

SKESSA

PLAT

VONDURSPERGILL

GEÐ

POT

ÚTSKOT

BORGA

ÞVO

MANNVERA

AÐSTOÐ

BETL

RÓMVERSK TALA

HANGA

SAMTALS

VIÐ-KVÆMNI

GANG-FLÖTUR

ÓSKIPTAN

FLÝTIR

GUMS

FRAMKOMAÞEFA

RÍKIDÆMI SKÓLIKVEIF

SELLA FYRIR-TÆKI

YNDIS

SLABB

RÖST GLÓÐA

DREPA

FYRIR HÖND

my

nd

: H

an

s H

illew

aer

t (

CC

By

-s

a 4

.0)

246

4 1

4 9 3 8

3 6 7

2 3

7 5 6

9 6 2 4

6 9

1 2

9 7 8

1 7 4

5 3 7 2

7 2 9 3

7 5 4

5 4 9 3

1

3 6 2 9 1

9 2

Hann afmáði skuldabréfið sem þjakaði okkur með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn...

www.versdagsins.is

Leitið upplýsinga á auglýsingadeildFréttatímans í síma 531 3310 eða á [email protected]

Fréttatímanum er dreift á heimili á

höfuðborgarsvæðinu

og Akureyri auk

lausadreifingar um land allt.

Dreifing með

Fréttatímanum á

bæklingum og fylgiblöðum

er hagkvæmur kostur.

Ert þú að huga að dreifingu?

TOGI LÍFLÁT O ÞYRFTI

EINGÖNGU Y SÝNI BOLA ÝTAR-LEGRI

LITUR

AMBOÐ D A U F B R Ú N NO R F

SLANGA

STEIN-TEGUND N A Ð R A Á

TÆRA Æ T LETRUN

JURT R I T U NG A G G A SÓÐA

HÖKTA A T ATIGNA

ÓSKÝR ADRYKKJAR-

ÍLÁT

Í RÖÐ B I K A R HRUMUR

MÖRK S K A R

ÓNN

GÆLUNAFN

BRÚN

A

F Ó Ð R A FÍFLAST

EFLA A T A S T JAFN SKRAUT IALA

I L L S K A HALLIBRYÐJA

LABBA S K A S S LYKTVONSKA

KVEINA

M J A YFIRHÖFN

Í MIÐJU K U F L ÓNÁÐA Ó M A K AEL Ó ÚTHLUTA

FÖGNUÐUR M I Ð L A SPAUG

LJÓMI G A M A NKUSK

E S K IHENGINGAR-

TRÉ

BLANDAR G Á L G I ÍSKUR

STÖKUM U R GI HYGGJAST

KÆLA Æ T L A TVEIR EINS

LÓN L L ESPA

SKAÐI E R T AÚK Í T T A RÍKI

VELTINGUR H A I T I SKAGA UPP HRÆÐA NHNOÐA

A S I KVK NAFN

MORKNA G R Ó DANS

SNÍKJUDÝR T A N G Ó PENINGARFLÝTIR

H A GROBBA

TÍUND R A U P A PYNGJUR

FRERI P U N G AHVAÐ

DRYKKUR

E HARMUR

Á FLÍK S O R G TVEIR EINS

GLJÁHÚÐ F F TAUGAR

NABBI M Æ N UTS E K T LOGI

EINKAR G L Æ R A FLEY

ÓVILD F A RBÆTUR

T R A N A DUGNAÐUR A T O R K A ÁTT AFUGL

U M T A L HENDA K A S T A NÚMER N RAFSPURN

R I T YFIR-BREIÐSLA L A K BLÖKK T A L Í ABÓK

TRÉ

MERGÐ

245

lauSnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

kroSSgátan

Bjarni skorar á Kristján Jónsson hjá Morgunblaðinu. ?

? 6 Stig

5 Stig

Bjarni Ólafsson Viðskiptablaðinu.

1. Sjómenn.

2. Noregur.

3. Miley Cyrus. 4. Mílanó. 5. Pass.

6. Heljarstökk. 7. Pass.

8. Fíll.

9. Skálmöld.

10. Holland.

11. Pass.

12. Hveragerði.

13. 1960.

14. Jonah Hill.

15. 75 ára.

1. Flugfreyjur. 2. Þýskaland.

3. Rihanna.

4. Róm.

5. Félag ostagerðarmanna á

suður Sikiley.

6. Heljarstökk. 7. Úlfur Úlfur. 8. Fíll.

9. Pass.

10. Grikkland.

11. Haltu fast í höndina á mér. 12. Eyrarbakki.

13. 1960.

14. Ómar Ragnarsson.

15. 68 ára.

Guðrún Sóley Gestsdóttir Morgunútgáfunni á RÚV.

1. Flugfreyjur. 2. Japan. 3. Miley Cyrus. 4. Mílanó.

5. Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi. 6.

Heljarstökk. 7. Úlfur Úlfur. 8. Fíll (Asíski fíllinn, yfir 70 ár).

9. Kaleo. 10. Tyrkland. 11. Haltu fast í höndina á mér.

12. Kirkjubæjarklaustri. 13. 1948. 14. Björn Stefánsson

(Bjössi í Mínus). 15. 71 árs.

1. Árið 1985 voru sett lög á verkfall hvaða

starfsstéttar?

2. Hvaða land er ríkjandi heimsmeistari í

knattspyrnu kvenna?

3. Hvaða söngkona fetaði í fótspot Kim

Kardashian á dögunum með því að sitja

nakin fyrir á forsíðu tímaritsins Paper?

4. Í hvaða ítölsku borg er Scala óperu-

húsið?

5. Nafn hvaða félags er skammstafað

FOSS?

6. Hvaða fimleikaæfing var kölluð salto

mortale?

7. Hvaða hljómsveit sendi á dögunum frá

sér plötuna Tvær plánetur?

8. Hvaða spendýr, fyrir utan manninn, lifir

lengst?

9. Hvaða íslenska hljómsveit hitar upp

fyrir Kings of Leon á tónleikum í Laugar-

dalshöll í ágúst?

10. Við hverja verður síðasti leikur íslenska

landsliðsins í undankeppni EM 2016?

11. Hvað heitir þjóðhátíðarlagið í ár, sem er

flutt af Sálinni?

12. Hvar á landinu er póstnúmerið 880?

13. Hvenær kepptu fyrstu konurnar á

ólympíuleikum fyrir Íslands hönd?

14. Hver leikur í nýjasta texta-myndbandi

Of Monsters And Men?

15. Hvað er Robert De Niro gamall?

Spurningakeppni kynjanna

Svör

Page 57: 19 06 2015

Úrsmíðameistari okkar missir aldrei einbeitingunaVegna annálaðrar einbeitingar, nákvæmni og 45 ára reynslu, tryggir úrsmíðameistarinn gæði íslensku úranna.

Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar.

JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra.

Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www.jswatch.com.

www.gilbert.is

Úrsmíðameistari okkar missir aldrei einbeitingunaVegna annálaðrar einbeitingar, nákvæmni og 45 ára reynslu, tryggir úrsmíðameistarinn gæði íslensku úranna.

Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði

JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra.

Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www.jswatch.com.

www.gilbert.is

KLASSÍSK ÍSLENSK ÚRFYRIR ÖLL TÆKIFÆRI

Page 58: 19 06 2015

Föstudagur 7. febrúar Laugardagur 8. febrúar Sunnudagur

58 sjónvarp Helgin 19.-21. júní 2015

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

21.50 Konur rokka Íslensk heimildarmynd þar sem saga Dúkkulísanna er rifjuð upp í tali og tónum.

RÚV11.00 Hátíðarþingfundur Beint12.05 Undarleg ósköp að vera kona e.13.05 Konur í evrópskri listasögu14.05 Kjarnakonur í Bandar. e.15.00 Hrafnhildur e.16.00 Hátíðard. á Austurv. Beint16.45 Höfundur óþekktur e.17.35 Vinabær Danna tígurs (20:40)17.48 Ævintýri Berta og Árna (30:52)17.53 Jessie (15:26)18.15 Táknmálsfréttir18.25 Öldin hennar18.30 Maðurinn og umhverfið (3:5) e.19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.30 Veðurfréttir19.35 Kastljós Bein útsending úr Hörpu í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.20.30 Höfundur óþekktur Bein útsending frá hátíðartónleikum í Hörpu í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. 21.50 Konur rokka Íslensk heimildarmynd þar sem saga Dúkkulísanna er rifjuð upp í tali og tónum. 22.55 Ungfrúin góða og húsið e.00.35 Sprengjusveitin e.02.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Everybody Loves Raymond08:20 Dr. Phil09:00 The Talk09:45 Pepsi MAX tónlist13:35 Cheers (5:26)14:00 Dr. Phil14:40 Emily Owens M.D (3:13)15:30 Royal Pains (10:13)16:15 Once Upon a Time (14:22)17:00 Eureka (7:14)17:50 Dr. Phil18:30 The Talk19:10 Secret Street Crew (2:9)19:55 Parks & Recreation (21:22)20:35 Hreimsins besti (1:4)21:15 Bachelor Pad (4:8)22:45 XIII (4:13)23:30 Sex & the City (9:18)23:55 Law & Order: SVU (11:24)00:40 The Affair (10:10)01:30 Law & Order (6:22)02:20 The Borgias (8:10)03:10 Lost Girl (7:13)04:00 XIII (4:13)04:45 Sex & the City (9:18)05:10 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:55/ 15:55 I Melt With You11:55/ 17:55 The Armstrong Lie13:55/ 20:00 Think Like a Man 22:00/ 03:05 300: Rise of an Empire23:45 Fright Night 201:25 Arthur Newman

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:05 The Middle (2/24) 08:30 Glee 5 (14/20) 09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors (2/175) 10:20 Last Man Standing (16/22) 10:45 Life’s Too Short (5/7) 11:20 Heimsókn 11:45 Save With Jamie (5/6) 12:35 Nágrannar13:00 Grand Seduction14:55 Hulk vs. Thor15:40 Kalli kanína og félagar16:05 Batman: The Brave and the 16:30 Tommi og Jenni 16:55 Super Fun Night (16/17) 17:20 Bold and the Beautiful17:40 Nágrannar 18:05 Simpson-fjölskyldan18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:55 Ísland í dag. 19:40 Impractical Jokers (12/15) 20:05 Poppsvar (4/7) 20:40 NCIS: Los Angeles (1/24) 21:25 Godzilla Árið 1999 var Janjira kjarnorkuverinu í Japan eytt með dularfullum hætti.01:40 Cemetery Junction 03:15 Kingdom of Heaven 05:35 Fréttir og Ísland í dag

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 Breiðablik - KA 11:15 Króatía - Ítalía 13:05 Pepsímörkin 201514:35 Ísland - Tékkland16:25 Euro 2016 - Markaþáttur17:20 Cleveland - Golden State: 619:10 Breiðablik - KA21:00 Borgunarmörkin 201521:50 Goðsagnir - Sigursteinn Gísla.22:40 MotoGP 2015 - Katalónía 23:40 Borgunarmörkin 201500:30 Goðsagnir - Sigursteinn Gísla.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

14:05 Breiðablik - KA 15:55 N-Írland - Rúmenía17:35 Premier League World 201418:05 Bogi Ágústsson 18:40 Inter - Tottenham - 20.10.1019:10 Manstu20:00 Manstu (1/8) 20:40 Íslendingarnir í Nordsjællan21:00 Borgunarmörkin 2015 21:55 Man. City - Aston Villa23:45 Manstu (1/8)

SkjárSport 15:30 Bundesliga Highlights Show16:23 Wolfsburg - Borussia Dortmund18:12 B. Dortmund - Werder Bremen20:00 Bundesliga Highlights Show20:54 Bayern München - Wolfsburg22:47 Bundesliga Highlights Show

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 212:00 Bold and the Beautiful13:25 Britain’s Got Talent (10/18) 14:45 Britain’s Got Talent (11/18) 15:10 Mr Selfridge (5/10)16:00 Sumar og grillréttir Eyþórs16:25 How I Met Your Mother (17/24) 16:45 ET Weekend (40/53) 17:30 Íslenski listinn18:00 Sjáðu (396/400) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (45/100) 19:05 Lottó 19:10 Manstu (1/8) 19:35 Nebraska Dag einn fær Woody, aldraður fyrrverandi vél-virki, bréf um að hann hafi unnið milljón dollara í happadrætti. Hann ákveður að ferðast frá Montana til Nebraska til að inn-heimta vinningin. 21:10 Sex and the City 23:30 Bronson01:05 Life Of Pi 03:10 Lawless05:05 ET Weekend (40/53) 05:45 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:55 Formúla 1 - Æfing 3 Beint10:10 Fjölnir - Leiknir R. 11:50 Formúla 1 - Tímataka - Beint13:40 Pepsímörkin 201515:10 Breiðablik - KA 16:50 Goðsagnir - Sigursteinn Gísla.17:40 Formúla 1 - Tímataka 19:00 Jedrzejczyk vs. Penne Beint21:00 UFC Now 2015 21:50 UFC Unleashed 2015 22:40 Shaqtin’ a Fool: Midseason23:05 UFC Jedrzejczyk vs. Penne00:45 UFC Now 2015

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:20 Manstu (1/8) 10:55 Tottenham - Wigan12:35 Gunnleifur Gunnleifsson13:05 Man. City - QPR - 13.05.1213:40 Sigurður Helgason 14:10 Real Madrid - Man. City - 201214:40 Manstu15:25 Slóvenía - England17:05 Manstu (1/8) 17:40 Fjölnir - Leiknir R. 19:30 Pepsímörkin 201520:45 Manstu (1/8) 21:20 Breiðablik - KA23:10 Borgunarmörkin 201500:05 Arsenal - Tottenham

SkjárSport 15:30 Bundesliga Highlights Show16:20 Hamburger - Bayern München18:10 Borussia Dortmund - Stuttgart20:00/22:40 Bundesliga Highlights20:50 Schalke - Borussia Dortmund

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.20 Enginn má við mörgum (4:5) e.10.50 Glastonbury 2014 e.11.50 Dýrafylkingar. e.12.40 Matador (12:24) e.13.55 Höfundur óþekkur e.15.15 Reynir Pétur - Gengur betur e.16.05 Rödd þjóðar e.17.10 Táknmálsfréttir17.20 Kalli og Lóa (14:26)17.32 Sebbi (27:40)17.44 Ævintýri Berta og Árna (31:52)17.49 Tillý og vinir (19:52)18.00 Stundin okkar (8:28) e.18.25 Gleðin í garðinum (1:8)19.00 Fréttir & Íþróttir & Veðurfréttir19.40 Ferðastiklur (8:8) (Hálendið - vestan Kreppu)20.25 Öldin hennar (25:52)20.30 Ljósmóðirin (7:8)21.25 Skilaboð til Söndru Íslensk bíómynd frá 1983 gerð eftir sam-nefndri skáldsögu Jökuls Jakobs-sonar. Leikstjóri: Kristín B. Páls-dóttir. Leikarar: Ásdís Thoroddsen, Þorlákur Kristinsson, Björn Br. Björnsson, Benedikt Árnason og Bessi Bjarnason.22.50 HM-stofa23.10 Illdeilur e.00.25 Návist (3:5). e.01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist09:45 The Talk11:45 Dr. Phil13:45 Cheers (7:26)14:10 Hotel Hell (3:8)15:00 Læknirinn í eldhúsinu (3:8)15:25 The Biggest Loser (18/19:27)16:15 The Biggest Loser (19:27)17:05 My Kitchen Rules (10:10)17:50 Parks & Recreation (21:22)18:30 The Office (13:27)18:55 Top Gear (4:6)19:45 Gordon Ramsay Ultimate ..20:15 Psych (1:16)21:00 Law & Order (20:23)21:45 American Odyssey (5:13)22:30 Penny Dreadful (8:8)23:15 The Walking Dead (8:16)00:05 Rookie Blue (3:13)00:50 CSI: Cyber (13:13)01:35 Law & Order (20:23)02:20 American Odyssey (5:13)03:05 Penny Dreadful (8:8)03:50 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:20/ 14:40 The Internship 09:15/ 16:35 The Big Wedding 10:45/ 18:05 Percy Jackson: Sea of ...12:30/ 19:50 The Terminal22:00/ 04:00 I Give It A Year23:40 Arbitrage01:25 Zero Dark Thirty

19:35 Nebraska Dag einn fær Woody, aldraður fyrr-verandi vélvirki, bréf um að hann hafi unnið milljón dollara í happadrætti.

21:50 You, Me and Dupree Gamanmynd með Owen Wilson, Kate Hudson, Matt Dillon og Michael Douglas í aðalhlutverkum.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.20 Undarleg ósköp að vera kona. e.11.20 Konur rokka e.12.25 Golfið (2:12) e.13.00 Silkileiðin á 30 dögum e.13.45 Íslandsmótið í kraftlyftingum e.15.45 Ferðastiklur (7:8). e.16.30 Ástin grípur unglinginn (3:12)17.10 Táknmálsfréttir17.20 Franklín og vinir hans (21:52)17.43 Unnar og vinur (22:26)18.10 Hið ljúfa líf (2:6) e.18.30 Best í Brooklyn e.18.54 Lottó (43)19.00 Fréttir19.20 Íþróttir (51)19.30 Veðurfréttir19.40 Enginn má við mörgum (4:6)20.15 Fótboltafár Fjölskyldumynd. Sonurinn er færður í getum-inna fótboltalið og pabbinn ákveður að taka þjálfun liðsins í sínar hendur. Aðalhlutverk: Will Ferrell, Robert Duvall og Josh Hutcherson. Leikstjóri: Jesse Dylan.21.50 HM-stofa22.10 Símaklefinn Spennutryllir með Colin Farrell í aðalhlut-verki. Önnur hlutverk: Kiefer Sutherland og Forest Whitaker. Leikstjóri: Joel Schumacher. Ekki við hæfi ungra barna.23.30 Komdu honum á svið e.01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 08:15 The Talk10:15 Dr. Phil11:35 Cheers (6:26)12:00 30 Rock (3:13)12:25 Parks & Recreation (3:22)12:50 Reckless (2:13)13:35 Lífið er yndislegt15:05 Hreimsins besti (1:4)15:45 The Voice (6/7:25)18:00 Psych (10:16)18:45 Scorpion (22:22)19:30 Jane the Virgin (2:22)20:15 Eureka (8:14)21:00 Lost Girl (8:13)21:50 You, Me and Dupree23:40 Fargo (5:10)00:30 Unforgettable (8:13)01:15 CSI (11:22)02:00 Eureka (8:14)02:50 Lost Girl (8:13)03:40 Inside Man

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:50/ 15:20 Robot and Frank10:20/ 16:50 So Undercover11:55/ 18:25 Anchorman 213:50/ 20:25 Journey to the Center ...22:00/ 03:55 Transformers00:45 Hours02:25 Premium Rush

19:30 Britain’s Got Talent (12&13/18)

21.25 Skilaboð til Söndru Íslensk bíómynd frá 1983 gerð eftir samnefndri skáldsögu Jökuls Jakobs-sonar.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Nintendo New 3DS

• Spilar 3DS og DS tölvuleiki.• Ný og betri stjórnun.• Öflugri örgjörvi og nýr netvafri.• NFC stuðningur við Amiibo karaktera.• Ný og betri 3D tækni sem eltir augun.• Betri myndavél og þráðlaus yfirfærsla á gögnum.

Nintendo New 3DS XL

Nýkomin, ný og öflugri

Lágmúla 8 • Sími 530 2800

kr. 39.900,- kr. 46.900,-

3.88”

3.33”

4.88”

4.18”

Gott úrval leikja

39.900,-

46.900,-

21:45 XIII (4:13) Hörku-spennandi þættir byggðir á samnefndum mynda-sögum

Page 59: 19 06 2015

Ég var staddur í Þýskalandi á dögunum, nán-ar tiltekið í Berlín. Á kvöldin þegar lagst var til hvílu þá kveikti ég á sjónvarpinu til þess að kanna hvað þýskt sjónvarp hefði upp á að bjóða. Ég hafði ekki heimsótt Germaníu í 25 ár og minntist þýskrar talsetningar með hryll-ingi, en smá glotti líka. Ég hefði ekki trúað því þegar ég kveikti á varpinu og stórmyndin Being John Malkovich var á dagskránni. Nú skyldi horft á þessa frábæru mynd. Myndin var byrjuð þegar ég kveikti á sjónvarpinu og í þann mund sem ég hækka í tækinu sé ég John Cusack, þann ágæta leikara og rödd sem passar ekkert við hann, segja... „Sie wis-sen nicht, wie glücklich Sie, ein Affe werden. Da Bewusst sein ist ein schrecklicher Fluch.

Ich denke. Ich fühle. Ich leide. Und alles, was ich fragen, im Gegenzug ist die Gelegenheit, meine Arbeit zu tun. Und sie werden es nicht zulassen ..., weil ich Fragen aufwerfen.“

Drepið mig ekki! Þvílík vonbrigði! Ég horfði eitthvað aðeins áfram en þetta er ekki hægt. Hugsið ykkur ef Ingvar E. eða Gói væru að tala inn á Woody Allen mynd á RÚV? Hugsið ykkur ef það væri bara einhver gaur sem læsi inn á þetta allt, ekki einu sinni góður leikari eins og þeir sem ég nefndi. Þetta er magnað! Það sem verra var, var að það voru 30 sjónvarpsstöðvar í hótelsjónvarpinu. Ein var ekki talsett. Rai Uno. Ég hef aldrei skilið ítölsku. Ég sofnaði með þumalputtann í munninum.

Hannes Friðbjarnarson4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 2 12:00 Nágrannar 13:25 Weird Loners (3/6)13:50 Olive Kitteridge (1/4) 15:00 Poppsvar (4/7)15:30 Grillsumarið mikla 15:55 Dulda Ísland (7/8) 16:45 Lífsstíll (5/5) 17:15 Neyðarlínan (6/7) 17:45 60 mínútur (37/53) 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (95/100) 19:05 Þær tvær (1/6) 19:30 Britain’s Got Talent (12&13/18) 21:05 Mr Selfridge (6/10) 21:55 Shameless (4/12) 22:50 60 mínútur (38/53) Vandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reyndustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikil-vægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heims-þekkt fólk.23:40 The Jinx: The Life And Deaths Of Robert Durst (5/6)00:25 Daily Show: Global Edition00:55 True Detective (1/8) 01:50 Orange is the New Black (1/14) 03:15 The Bucket List04:50 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:00 Rússland - Austurríki10:40 Euro 2016 - Markaþáttur11:30 Formúla 1 - Austurríki Beint14:30 NBA Roundtable14:55 Ísland - Tékkland16:45 Valur - ÍBV Beint19:10 Íslendingarnir í Nordsjællan19:30 FH - Breiðablik Beint22:00 Goðsagnir - Sigursteinn Gísla.22:50 Formúla 1 2015 - Austurríki

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:55 Manstu (1/8)11:25 Premier League World 2014/ 11:55 Breiðablik - KA 13:45 Guðni Bergsson14:20 Arsenal - Tottenham - 29.10.0814:50 Bogi Ágústsson15:25 Inter - Tottenham - 20.10.1015:55 Manstu 16:45 Valur - ÍBV19:00 Manstu (1/8) 19:30 FH - Breiðablik Beint22:00 Arsenal - Tottenham23:40 Swansea - WBA

SkjárSport 15:30 Bundesliga Highlights Show16:20 B. München - Werder Bremen18:10 B. Mönchengladb. - B. Munchen20:00 Bundesliga Highlights Show20:50 Hertha Berlin - Stuttgart22:40 Bundesliga Highlights Show

9. febrúar

sjónvarp 59Helgin 19.-21. júní 2015

Þýskt sjónvarp – drepið mig ekki!

Sein John Malkovich

– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –

Í S L E N S K U R

GÓÐOSTUR

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/MSA

733

03 0

3/15

Page 60: 19 06 2015

NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI

4BLS

Mögnuð HQ1600 heyrnartól frá Creative snillingunum. Tilvalin í að skila sumarsmellunum í kristaltærum hljóm með þéttum bassa :)8.925

FERÐAHÁTALARI FERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARIFERÐAHÁTALARI

2 DAGATILBOÐ

VERÐ ÁÐUR 11.900

2LITIR

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

T ónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music stendur nú yfir í Hörpu og nágrenni.

Hátíðin stendur fram á sunnudag en þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin. Hátíðin, sem lýtur listrænni stjórn Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara, hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn skemmti-legasti viðburður tónleikaársins og hefur meðal annars unnið til Ís-lensku tónlistarverðlaunanna.

Þema hátíðarinnar í ár er Imita-tion og eftirhermur úr ýmsum áttum verða áberandi í efnisskrá

sem geymir fjölmörg óvænt stefnu-mót. Listin hermir eftir lífinu og lífið hermir eftir listinni þangað til enginn veit lengur hvort er hvað, tónskáld og flytjendur herma mis-kunnarlaust hverjir eftir öðrum – en líka eftir fuglum, hvölum og jafnvel moskítóflugum, og for-tíð og nútíð mætast í gáskafullri hermiröddun. Meðal annars verður leikin tónlist eftir Bach, Stravinsky, Schnittke, Crumb og Adams, auk þess sem spunameistararnir Skúli Sverrisson og Davíð Þór Jónsson spinna sinn glóandi þráð í gegnum

alla hátíðina.Eins og fyrri ár státar Reykjavík

Midsummer Music af sannkölluðu einvalaliði spennandi hljóðfæra-leikara af hinu alþjóðlega sviði. Þar má til dæmis nefna japanska fiðluvirtúósinn Sayöku Shoji, sem heillaði hátíðargesti í fyrrasumar og snýr nú aftur með Stradivarius-fiðlu sína (sem eitt sinn var í eigu sjálfs Napóleons).

Nánari upplýsingar um flytj-endur, efnisskrá og miðasölu má finna á vefsíðu hátíðarinnar, www.reykjavikmidsummermusic.com.

M öskvi er að hluta til byggður á þátttöku áhorfenda, en þátt-taka áhorfenda hefur áður

verið mikilvægur hluti gjörninga Gjörn-ingaklúbbsins, nú síðast á Listasafni Íslands og í Kunsthistorisches Museum í Vínarborg. „Það er gert ráð fyrir að gjörningurinn taki um klukkustund og það er hægt að koma og horfa einhvern tímann á þeim tíma,“ segir Eirún Sigurð-ardóttir frá Gjörningaklúbbnum. „Það er ekki nauðsynlegt að vera frá byrjun til enda, þó það sé auðvitað mesta upplif-unin. Það er hægt að taka þátt í þessum gjörningi, en bara ef maður vill,“ segir hún. „Það er alveg hægt að vera passífur áhorfandi, eða taka þátt. Engum er ýtt í það að vera með. Gjörningurinn er undir áhrifum af 100 ára afmælinu og einnig af þeim sex upphafskonum sem eiga verk í garðinum,“ segir Eirún. „Það leynast þarna áhrif frá 100 ára tímabili.“

Gjörningaklúbburinn hefur verið starf-ræktur frá árinu 1996 af þeim Eirúnu,

TónlisT Reykjavík MidsuMMeR Music í HöRpu í fjóRða sinn

Fiðla Napóleóns í HörpuSayöku Shoji

HljóMskálagaRðuRinn gjöRninguRinn Möskvi

Gjörningaklúbburinn heiðrar kvenfrumkvöðla á kosningaafmælinuGjörningaklúbburinn stendur fyrir gjörningi, með þátttöku almenn-ings, í höggmyndagarðinum Perlufesti í Hljómskálagarðinum í dag, 19. júní. Verkið sem nefnist Möskvi, er unninn í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og fluttur í tilefni af 100 ára afmæli kosninga-réttar kvenna og á árs afmæli höggmyndagarðsins. Eirún Sigurð-ardóttir, einn meðlima Gjörninga-klúbbsins, segir verkið byggjast á þátttöku almennings en segir þó enga kvöð á gestum að taka þátt.

Gjörningaklúbburinn fagnar 20 ára afmæli á næsta ári.

Jóní Jóndóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur. Eirún segir að þær hefðu ekki getað ímyndað sér að vera enn að, tæpum tuttugu árum síðar, en segir hún verkefnin vera misjöfn og marg-breytileg. „Undirbúningur verkefnanna er mjög mismunandi,“ segir hún. „Það getur tekið allt frá einu ári og stundum er þetta hug-detta sem er framkvæmd. Það var kannski meira þegar við vorum að byrja. Í dag er þetta lengra ferli. Okkur hefði ekki órað fyrir því

árið 1996 að þetta mundi endast í þennan tíma og við erum enn að,“ segir Eirún. „Við erum nýkomnar frá Genóa á Ítalíu þar sem við vorum að frumflytja verk og fram undan eru sýningar á Cycles hátíðinni í Kópavogi í ágúst og stórt verkefni í Basel í Sviss, þar sem við verðum með heila villu undir okkar verk,“ segir Eirún.

„Við erum ekki bara í gjörningunum, líka útilistaverkum og listaverkum af öllum stærð-

um og gerðum, þó það hafi verið gjörningur-inn sem sameinaði okkur í byrjun,“ segir Eirún Sigurðardóttir listakona. Möskvi hefst í Hljómskálagarðinum klukkan 12 í dag og er fólki bent á að klæða sig eftir veðri. Allar nánari upplýsingar um Gjörningaklúbinn má finna á heimasíðunni www.ilc.is

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

60 menning Helgin 19.-21. júní 2015

Page 61: 19 06 2015

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39

ALLT Á HREINU eftir Margréti D. Sigfúsdóttur er

frábær handbók fyrir alla – bæði þá sem eru að flytja

að heiman og þá sem vilja tileinka sér umhverfisvænni

þrif og eiga öll húsráðin á sama stað.

Fnykur úr ísskápnum?

Grasgræna á nýju buxunum?

Allt í drasli?

Page 62: 19 06 2015

Á sýningunni er sjónum beint að aðstæðum kvenna á Íslandi frá því þær fengu kosningarétt árið 1915.

Þjóðminjasafn ný sýning opnuð 19. júní

Hvað hefur áunnist á hundrað árum?Sýningin „Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár“ verður opnuð í Bogasal Þjóðminja-safns Íslands í dag, föstudaginn 19. júní. Sýningin er framlag Þjóðminjasafnsins á aldarafmæli kosn-ingaréttar íslenskra kvenna og sýningar-gerðin er styrkt af afmælisnefndinni.

Á sýningunni er sjónum beint að að-stæðum kvenna á Ís-landi á liðinni öld eða frá því konur fengu kosningarétt árið 1915. Með sýningunni veltir Þjóðminjasafnið upp spurningum um hvað hefur áunnist á þessum 100 árum og hvert sé stefnt.

Safnkostur Þjóðminjasafnsins veitir góða heimild um sögu kvenna á öllum sviðum atvinnu-lífsins, að því er fram kemur í tilkynningu safns-ins. Á sýningunni er skyggnst inn í líf kvenna sem eru fulltrúar þeirra sem stigið hafa fram í störfum sem áður voru aðeins unnin af körlum; kvenna sem hafa unnið afrek á sviði stjórnmála, í embættisstörfum eða á sviði lista og íþrótta.

Mest seldu ofnar á Norðurlöndum

áreiðanlegur hitagjafi

10 ára ábyrgð

LÁGHITA MIÐSTÖÐVAROFNAR

Gæði fara aldrei úr tísku

14. maí - 20. júní / 14 May-20 June 2015

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885

[email protected] www.tveirhrafnar.is

Opið/OpenFim-fös;12-17/Thu-Fri; 12pm-5pm

Lau;13-16/Sat; 1pm-4pmog eftir samkomulagi/and by appointment

Hulda Hákon„björg, sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar”“cliffs, sunshine, heroes, sky, sea and birds”

Sýningin er hluti af dagskrá 29. Listahátíðar í Reykjavík 2015.

V ið byrjuðum að hittast síðasta sumar,“ segir Alma þegar hún er spurð út í tilurð sveitarinnar.

„Gummi hafði samband við mig því hann var að setja saman band til þess að flytja lögin sín. Hóaði saman góðum hópi og vildi hafa þetta í svolitlum kántrí stíl. Í byrjun átti ég nú bara að hjálpa honum með raddir og slíkt á einum tónleikum. Svo gengu fyrstu tónleikarnir svo vel að við ákváðum að halda þessu áfram og ákváðum að setja saman þessa plötu,“ segir Alma. „Þetta þróaðist svo aðeins meira út í dúetta og svo syngjum við lögin sitt á hvað. Allt eftir fílingi. Ég hef sungið mikið af röddum og líka sóló og finnst bæði skemmtilegt,“ segir Alma en hún hefur sungið með öllum helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Nú

síðast var hún áberandi í hópnum sem söng fyrir Íslands hönd í Eurovision í vor.

„Við byrjuðum að taka upp fyrir jólin og kláruðum í apríl,“ segir Alma. „Ég hafði unnið með strákunum flestum áður í allskonar verkefnum og hópurinn small ótrúlega vel saman. Við komum úr ólíkum áttum en sameinumst þarna,“ segir hún. „Við héldum útgáfutónleika í vikunni á Rósenberg sem var ótrúlega gaman. Það er ekki á hverjum degi sem maður er að gefa út plötu, svo það var frábært. Í sumar ætlum við að spila sem mest og kynna plötuna okkar,“ segir Alma Rut, söngkona Vestanáttarinnar.

Platan fæst í öllum betri verslunum en einnig er hægt að panta hana í gegnum facebook síðu sveitarinnar.

TónlisT alma RuT synguR með nýRRi hljómsVeiT gumma jóns

Vestanátt yfir landinuHljómsveitin Vestanáttin gaf nýverið út sína fyrstu plötu. Hljómsveitin var stofnuð fyrir ári af lagasmiðnum og sálverjanum Guðmundi Jónssyni sem langaði að koma lögum á framfæri sem honum fannst ekki henta hljómsveit sinni, Sálinni hans Jóns míns. Söngkona Vestanáttarinnar, Alma Rut, segir þau syngja mikið saman og mörg lögin séu nokkurskonar dúettar.

Alma Rut er söngkona Vestanáttarinnar. Ljósmynd/Hari

Við komum úr ólíkum áttum en sameinumst þarna.

62 menning Helgin 19.-21. júní 2015

Page 63: 19 06 2015

TIL HAMINGJU, YRSA!BEST Í BRETLANDI

BEST Á ÍSLANDI

PETRONAVERÐLAUNIN

2015

BESTA NORRÆNAGLÆPASAGANÍ BRETLANDI

BLÓÐDROPINN2015

BESTA ÍSLENSKAGLÆPASAGAN

Page 64: 19 06 2015

Helgin 19.-21. júní 2015

Hafdís Huld ákvað að gera barnaplötu með lögum sem allir geta sungið. Ljósmynd/Jason Sheldon

TónlisT Hafdís Huld gefur úT barnaplöTu

Dóttirin einlægasti gagnrýnandinnTónlistarkonan Hafdís Huld hefur ásamt eiginmanni sínum, Alisdair Wright, tekið upp plötu með barnalögum. Þau hyggjast gefa plötuna út í júlí og á Karolina Fund hefur söfnun hafist fyrir framleiðslu plötunnar. Hafdís segir að plötu með leik-skólalögum hafi vantað á markaðinn og er dóttir þeirra hjóna mesti gagnrýnandinn á heimilinu. Hún hafði mikið að segja um lagaval plötunnar.

p latan heitir Barnavísur og er gerð með börn á leikskóla-aldri í huga,“ segir Hafdís

Huld. „Kannski af því að við eigum eina sem er að verða þriggja ára, og búin að hlusta svolítið mikið á barnatónlist undanfarin ár og ég áttaði mig betur og betur á nauð-syn þess að tónlistin þurfi að vera foreldravæn í leiðinni,“ segir hún. „Við höfðum það í huga þegar við unnum útsetningarnar á þessum lögum.“

Á Barnavísum má finna gömul og rótgróin barnalög sem þau Hafdís og Alisdair hafa útsett á sinn hátt. „Þetta eru lög sem hafa svolítið gleymst,“ segir Hafdís. „Lonníetturnar lét á nefið og Búa litlir dvergar og slík lög. Mörg þeirra eru mikið sungin, en önnur sem heyrast ekki eins oft,“ segir hún.

Hafdís gaf út plötuna Vöggu-vísur þegar hún var ólétt að dóttur sinni og kveikjan að Barnavísum kom þegar þau voru á tónleika-ferðalagi með dóttur sína með sér og áttuðu sig á því að hún væri kannski aðeins of ung til þess að hafa gaman af slíkum ferðum.

„Það hentaði henni ekki sérstak-lega vel að vera á þessu flakki,“ segir Hafdís. „Hún hafði ekki eins

gaman af flugvöllum og bílferðum og við. Svo við tókum þá ákvörð-un að fresta öllum tónleikum erlendis um eitt ár og leyfa henni að stækka og styrkjast áður en við færum næst,“ segir Hafdís.

„Við viljum hafa hana með okkur þar sem við vinnum saman. Út frá þessu fengum við meiri frítíma og ákváðum að gera þessa plötu. Það voru kannski ekki allir sammála okkur með þetta, en við urðum bara að forgangsraða. Ég ætla að gera eitthvað meira með stelpunni minni á meðan hún hefur áhuga á að vera með mér, það verður ekk-ert alltaf þannig hjá henni,“ segir Hafdís.

Hafdís og Alisdair stefna á út-gáfu í júlí og hafa hafið söfnun fyrir framleiðslukostnaðinum á Karolina Fund. „Þetta er mikill heimilisiðnaður og okkur fannst tilvalið að reyna að gefa þetta út sjálf og helst að keyra þetta sjálf í búðirnar,“ segir Hafdís. „Dóttirin er búin að samþykkja þetta og hún er mjög einlægur gagnrýnandi. Það hjálpar mikið að hafa mark-hópinn hjá sér þegar maður er að vinna að plötu.“

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Þetta er mik­ill heimilis­iðnaður og okkur fannst tilvalið að reyna að gefa þetta út sjálf og helst að keyra þetta sjálf í búðirnar.

MEXICO, GUATEMALA & BELIZE

Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA

4. - 19. OKTÓBER

Verð kr. 568.320.-

Innifalið í verði: Flug, hótel, allar ferðir, skattar og íslenskur fararstjóri

Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída, gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo álúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið.

Síðumúla 21 | S: 537-5101 | Snuran.isOpið virka daga 11-18 og laugardaga 12-16

Útskriftargjafir

Gjafir undir 5.000.-

Gjafir undir 10.000.-

Page 65: 19 06 2015

KOMIN Í BÍÓ

STÓRSKEMMTILEG NÝ ÍSLENSK GAMANMYND

FRUMSÝND Í DAG

ÆVAR ÖRN JÓHANNSSON PÁLMI GESTSSON

HVAÐ GERIST ÞEGAR MAÐUR ELTIR KÆRUSTUNA SÍNA ÚT Á LAND TIL ÞESS EINS AÐ VERA SPARKAÐ VIKU SÍÐAR?

SJÁÐU STIKLUMYNDARINNAR

„ALBATROSS er stórkostleg mynd og sannar það sem ég hef alltaf sagt - svarið við lífs-gátunni er að finna í Syðridal. Allir í bíó.“

- HEIÐA KRISTÍN HELGADÓTTIR

„Langar þig að hlæja úr þér vitið, njóta Bolvískrar fegurðar og skemmta þér yfir frábærum leik flottra

leikara? Þá er þetta myndin fyrir þig í bíói núna“

- KOLBRÚN EVA VIKTORSDÓTTIR

„Ég hef sjaldan hlegið jafn mikið í bíó... er raunar enn flissandi eftir

þessa frábæru skemmtun.“

- ODDUR VILHELMSSON

„ALBATROSS er frábær, fyndin og lífleg gamanmynd. Hvet alla til að sjá hana.“

- UNNÞÓR JÓNSSON

„Ég var aum í kinnum og kjálkum eftir allt smælið og hlátursrokurnar“

- KRISTÍN ÞÓRA GUÐBJARTSDÓTTIR

„Mæli eindregið með þessari mynd! Alveg frábær!“

- HERDÍS ÓMARSDÓTTIR

Page 66: 19 06 2015

Perlur LaxnessVildarverð: 2.299.-Fullt verð: 2.599.-

Gæfuspor - Gildin í lífinuVildarverð: 2.299.-Fullt verð: 2.599.-

Perlur úr ljóðum íslenskra kvennaVildarverð: 2.299.-Fullt verð: 2.599.-

Orð að sönnuVildarverð: 8.999.-Fullt verð: 10.373.-

Lífríki Íslands Vildarverð: 15.999.-Fullt verð: 17.999.-

Ljóðaúrval - Jónas HallgrímssonVildarverð: 4.599.-Fullt verð: 5.186.-

Breyttur heimurVildarverð: 3.999.-Fullt verð: 4.499.-

FjallabókinVildarverð: 4.999.-Fullt verð: 5.705.-

Ljóðasafn -Steinn SteinarrVildarverð: 4.599.-Fullt verð: 5.186.-

Íslandsaga frá A-ÖVildarverð: 5.399.-Fullt verð: 5.999.-

Meistari allra meinaVildarverð: 7.599.-Fullt verð: 8.499.-

Eddukvæði (í öskju)Vildarverð: 6.499.-Fullt verð: 7.261.-

Ljóðaúrval - Davíð StefánssonVildarverð: 5.599.-Fullt verð: 6.223.-

Sjálfstætt fólkVildarverð: 6.999.-Fullt verð: 7.810.-

Ljóðasafn - Gerður KristnýVildarverð: 5.599.-Fullt verð: 6.223.-

TIL HAMINGJU MEÐÚTSKRIFTINA!

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11Laugavegi 77Hallarmúla 4

Álfabakka 14b, MjóddKringlunni norðurKringlunni suðurSmáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31Keflavík - Sólvallagötu 2Akureyri - Hafnarstræti 91-93Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2Vestmannaeyjum - Bárustíg 2Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildarverð gilda 19. júní, til og með 21. júní. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl. 5% afsláttur af ÖLLUM

VÖRUM einnig tilboðum

Page 67: 19 06 2015

Perlur LaxnessVildarverð: 2.299.-Fullt verð: 2.599.-

Gæfuspor - Gildin í lífinuVildarverð: 2.299.-Fullt verð: 2.599.-

Perlur úr ljóðum íslenskra kvennaVildarverð: 2.299.-Fullt verð: 2.599.-

Orð að sönnuVildarverð: 8.999.-Fullt verð: 10.373.-

Lífríki Íslands Vildarverð: 15.999.-Fullt verð: 17.999.-

Ljóðaúrval - Jónas HallgrímssonVildarverð: 4.599.-Fullt verð: 5.186.-

Breyttur heimurVildarverð: 3.999.-Fullt verð: 4.499.-

FjallabókinVildarverð: 4.999.-Fullt verð: 5.705.-

Ljóðasafn -Steinn SteinarrVildarverð: 4.599.-Fullt verð: 5.186.-

Íslandsaga frá A-ÖVildarverð: 5.399.-Fullt verð: 5.999.-

Meistari allra meinaVildarverð: 7.599.-Fullt verð: 8.499.-

Eddukvæði (í öskju)Vildarverð: 6.499.-Fullt verð: 7.261.-

Ljóðaúrval - Davíð StefánssonVildarverð: 5.599.-Fullt verð: 6.223.-

Sjálfstætt fólkVildarverð: 6.999.-Fullt verð: 7.810.-

Ljóðasafn - Gerður KristnýVildarverð: 5.599.-Fullt verð: 6.223.-

TIL HAMINGJU MEÐÚTSKRIFTINA!

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11Laugavegi 77Hallarmúla 4

Álfabakka 14b, MjóddKringlunni norðurKringlunni suðurSmáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31Keflavík - Sólvallagötu 2Akureyri - Hafnarstræti 91-93Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2Vestmannaeyjum - Bárustíg 2Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildarverð gilda 19. júní, til og með 21. júní. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl. 5% afsláttur af ÖLLUM

VÖRUM einnig tilboðum

Page 68: 19 06 2015

Í takt við tÍmann ingibjörg Elsa turchi

Rokkar á bassanum og kennir forngrískuIngibjörg Elsa Turchi er 26 ára tónlistarkona sem er einn skipuleggjenda og kennara á Stelpur rokka! námskeiðinu sem nú stendur yfir. Hún er uppalin og búsett í miðbæ Reykjavíkur en ættar-nafnið sækir hún til ítalsks föður síns.

Ingibjörg Elsa er annar tónlistarstjóra á tón-leikunum Höfundur óþekktur sem haldnir eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar

kvenna. Á tónleik-unum syngja

karlar lög íslenskra kvenhöfunda

við undir-leik og hljóm-

sveitarstjórn kvenna. Tónleikarnir eru í Eld-

borgarsal Hörpu í kvöld, föstudaginn 19. júní, og hefjast

klukkan 20.30. Miðasala er á Harpa.is en tónleikarnir eru í beinni útsendingu

á RÚV.

StaðalbúnaðurÉg geng eiginlega alltaf í kjólum eða pilsi. Fallegir, síðir, „second hand“ blómakjólar eru í miklu uppáhaldi. Ég kaupi mikið í „second hand“ búðum en svo versla ég líka þegar ég fer til útlanda.

HugbúnaðurÉg spila á bassa í hljómsveitum eins og Ylju, Boogie Trouble, Babies og bandi Teits Magnússonar en svo er ég líka í FÍH og að kenna. Ég er líka með BA-próf í fornfræði og kenni forngrísku í MR. Tónlistin tekur mikið af tíma mínum, bæði vinnan sjálf og að æfa sig, spá og spekúlera. Þegar ég á lausan tíma finnst mér gaman að hanga með vinum mínum og að lesa. Ég verð kannski

að fá mér fleiri áhugamál? Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég oftast á Húrra eða Palóma. Það er líka mjög gaman að spila á Húrra. Á barnum panta ég mér bjór eða eitt-hvað beisik, kannski gin & tónik. Ég horfi ekki á sjónvarp en ég horfi stundum á þætti. Mér finnst líka gaman að horfa á allskyns músík-heimildarmyndir. Ég var til dæmis að horfa á Standing in the Shadows of Motown um daginn sem er um Motown-hljóðfæra-leikara.

VélbúnaðurÉg myndi nú ekki segja að ég sé mjög tæknivædd. Ég er með spjallsíma og svo fékk ég mér iPad um daginn til að vera með í framtíðinni. Ég er á Facebook en nota það aðallega til að fylgjast með öðrum, auglýsa tónleika og fyrir samskipti í grúppum. Ég held að ég hafi tvisvar póstað lögum á Fa-cebook. Í tónlistinni spila ég oftast á Fender Precision bassa.

AukabúnaðurÉg hef gaman af því að elda og er alveg góð í því. Ég er góð í taka það sem til er og gera eitthvað gott úr því. Ég geri til dæmis ágætis pasta. Svo finnst mér mjög gott að koma við á Stofunni og fá mér súpu. Það er mjög næs kaffihús. Ég borða líka stundum á Noodle Station. Ég er ekki með bílpróf og fer því um allt gangandi eða sníki mér far. Í sumar er ég að fara að spila dálítið mikið, til dæmis úti í Drangey og svo verður nóg að gera á Stelpur rokka! námskeiðinu.

Ljós

myn

d/H

ari

KEA skyr - próteinríkt og fitusnautt

ÍSLE

NSK

ASI

A.IS

MSA

717

42 0

3/15

68 dægurmál Helgin 19.-21. júní 2015

Page 69: 19 06 2015

ETHNICRAFT SÓFUM

TEKK COMPANY OG HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 | Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13 -18 | Vefverslun á www.tekk.is

20–60% AFSláTTURAF öllUM

vöRUM

ÚTSAlA!ÚTSAlA!

af öllu frá ETHNICRAFT

20 -40

af öllum vörum fráUMBRA

20 -40

af öllum vörum fráHABITAT

20 -60

af öllu frá HOUSEDOCTOR

20 -40

Page 70: 19 06 2015

Við Ævar erum gömul bekkjarsystkin og vorum meira að segja kærustupar í gamla daga.

Sjónvarp nýr Spurningaþáttur á dagSkrá rÚv í jÚní

Gettu betur og Útsvarið í eina sængRÚV mun í lok mánaðarins sýna spurningaþátt þar sem sigurliðunum úr Útsvari og Gettu betur verður att saman í einhverskonar blöndu af báð-um þáttum. Sigurlið Menntaskólans í Reykjavík úr Gettu betur mun þá mæta sigurliði Reykjavíkur sem hef-ur unnið Útvarið undanfarin tvö ár.

Þátturinn verður í umsjá þeirra Björns Braga Arnarssonar og Þóru Arnórsdóttur sem hlakka til. „Ég veit voðalega lítið um þetta ennþá en ég er sannfærð um að þetta verður mjög skemmtilegt, engin hætta á öðru,“ segir Þóra.

Gettu betur lið MR mun þurfa að fara í leikþrautina á meðan Útsvarsl-ið Reykjavíkur mun þurfa að svara hraðaspurningum. Þannig munu þættirnir blandast saman meðal annars. Stefán Pálsson mun semja spurningarnar og Sveinn Guð-marsson verður dómari. Þátturinn er fyrirhugaður á dagskrá RÚV 26. júní næstkomandi og er aðeins einn þáttur fyrirhugaður.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að þessi hugmynd hafi komið upp í vor. „Við ákváðum bara að kýla á þetta enda

er sumarið tíminn til að slá hlutun-um upp í lauflétt grín og hæfilegt kæruleysi. Eins og stemmningin í þættinum verður... þótt liðin séu vissulega skipuð brjáluðu keppnis-fólki sem efalaust mun leggja allt í sölurnar.“ -hf

Þóra Arnórsdóttir og Björn Bragi Arnarsson stýra þætti þar sem sigurliðum Gettu betur og Útvars verður att saman.

Birna Hjaltalín og Pálmi Gestsson, pabbi hennar, á frumsýningu Albatross fyrir vestan á dögunum. Þau leika bæði í myndinni.

Bíó Birna Hjaltalín pálmadóttir leikur í kvikmyndinni alBatroSS

Birna Hjaltalín Pálmadóttir þreytir frumraun sína í leiklist í kvik-myndinni Albatross sem frumsýnd var í vikunni. Þar leikur hún meðal annars með stórleikaranum Pálma Gestssyni – pabba sínum. Birna er ánægð með útkomuna en kærasti hennar í myndinni var kærasti hennar í gamla daga.

É g var með stóran hnút og feitan í maganum á frumsýningunni en þetta var bara allt í lagi. Ég var sátt

við útkomuna, þeir létu mig líta ágætlega út,“ segir Birna Hjaltalín Pálmadóttir.

Birna er einn leikara í kvikmyndinni Albatross sem frumsýnd var í vikunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Birna leikur en hún á reyndar ekki langt að sækja hæfi-leikana, hún er dóttir hins kunna leikara Pálma Gestssonar sem jafnframt leikur í myndinni.

Í Albatross segir af Tómasi sem leggur framtíðarplönin á hilluna og eltir kærustu sína vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungar-víkur. Þar kynnist hann ýmsum kynleg-um kvistum, til að mynda afar metnaðar-fullum yfirmanni sem leggur allt undir til að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík. Tómasi líst ekki beint á blikuna en lætur sig þó hafa þetta fyrir ástina. Hann verður því ekki par hrifinn þegar í ljós kemur að hann er ekki órjúfanlegur hluti af fram-tíðarplönum kærustunnar.

Birna leikur kærustu Tómasar en það er Ævar Örn Jóhannsson sem leikur Tóm-as. Pálmi Gests leikur hinn afar metnað-arfulla yfirmann Tómasar á golfvellinum. Myndin var tekin upp í Bolungarvík og flestir sem komu að henni eru þaðan eða tengdir bænum. „Þetta er Víkaramynd. Við Ævar erum gömul bekkjarsystkin og vorum meira að segja kærustupar í gamla daga,“ segir Birna og hlær.

Leikstjóri Albatross er Snævar Sölva-son og þetta er hans fyrsta mynd. Eftir-vinnsla myndarinnar var fjármögnuð í gegnum Karolina Fund og mun hún vera fyrsta leikna kvikmyndin sem fjármögn-uð er í gegnum síðuna.

„Snævar spurði mig bara hvort ég væri til í að taka mér smá hlutverk og ég sagði bara já enda er alltaf gaman að prófa eitt-hvað nýtt,“ segir Birna um þessa frum-raun sína í leiklist. Hún hefur þó verið viðriðin kvikmyndir áður, vann bæði að kvikmynd eftir Lýð Árnason og kvik-mynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, sem tekin var fyrir vestan í fyrra. „Annars er ég í fjarnámi í sálfræði við HA og á þrjá stráka sem ég er í kapphlaupi um að sinna sem best. „Svo er ég að byrja með smá ferðaþjónustu í litlu húsi sem við maður-inn minn vorum að kaupa og hef verið að „gæda“,“ segir Birna þegar hún er spurð um dagleg viðfangsefni sín.

Hvernig var svo að leika á móti pabba gamla?

„Það var ótrúlega skemmtilegt að fá að vera í mynd með honum þó ég hafi nú ekkert leikið á móti honum. Það kemur kannski einhvern tímann. Það var sannar-lega gaman að sjá hann vinna vinnuna sína. Svo var þetta auðvitað frábært fólk sem var að vinna að þessari mynd og frá-bær stemning í hópnum.“

Hvað segir þitt heimafólk um myndina og þína frammistöðu?

„Það voru allir mjög ánægðir og ég hef verið kölluð stórstjarna og fleira í búðinni og sundlauginni. Þetta eru stór komment og ég bara roðna og blána. Hér erum við auðvitað á heimavelli og allir þekkja alla en fólk er rosa sátt,“ segir Birna sem nú er komin til Reykjavíkur í stutt frí. Hún ætl-ar einmitt að nota tækifærið og sjá mynd-ina aftur – í stórum bíósal og er forvitin að sjá viðbrögð hlutlausra. „Ég lauma mér inn í salinn svo enginn þekki mig,“ segir hún og hlær.

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Kölluð stórstjarna meðal heimamanna í Bolungarvík

Barnadagur í Viðey á sunnudagBríet blómálfur og Skringill skógarálfur bjóða gesti Viðeyjar velkomna á náttúru-jógasýningu sunnudaginn 21. júní klukkan 13.30. Tilefni sýningarinnar er að Skringill er í vandræðum. Hann þarf á hjálp sem flestra að halda. Bríet kann nokkur ráð, jógadýrin fleiri og amma Bríetar lumar á einhverju í pokahorninu. Allt virkar þetta betur ef allir sem koma hjálpa til. Eina sem þarf að gera er að greiða í ferjuna og koma út í Viðey. Mælt er með því að fólk taki með sér teppi til að sitja á og koma sér þægilega fyrir á grasinu, hægra megin við Viðeyjarstofu. Sama dag er barnadagur í Viðey og því frítt að taka þátt í öllum viðburðum á eyjunni. Stórskemmtileg skemmtun fyrir börn og fullorðna.

Prins Póló á NorðurlandiNorðanmenn og -konur eiga góðar stundir í vændum því hljómsveitin Prins Póló heldur tvenna tónleika þar um slóðir um helgina. Í kvöld, föstudagskvöld, verður sveitin á Kaffi Rauðku á Siglufirði og á laugardaginn á Græna hattinum á Akur-eyri. Aðalmaðurinn í Prins Póló er sem

fyrr Svavar Pétur Eysteinsson en hina konunglegu hirð skipa þau Kristján Freyr Halldórsson, Berglind Häsler, Benedikt Hermann Hermannsson og Axel Árnason. Prins Póló hyggst leika sín allra bestu lög á tónleikunum fyrir norðan sem hefjast báðir klukkan 22.

Blur á íslenskuÚtvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Freyr Eyjólfsson sagði frá því á facebook síðu sinni í vikunni að hann hefði skellt sér á tónleika með með bresku sveitinni Blur í Zenith höllinni í París í vikunni. Það sem telst til tíðinda er að á meðan Blur fluttu lagið To The End birtist á risaskjá setningin „Ástin er best“, já á íslensku. Damon Al-barn hefur því enn ekki læknast af Íslands-bakteríunni sem hann fékk á seinni hluta tíunda áratugarins.

Hljómsveitin Of Monsters and Men fer vel af stað með aðra plötu sína, Beneath the Skin. Platan kom út í síðustu viku og skaust beint í þriðja sæti Billboard-metsölulist-ans í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá Records Records, útgefanda sveitarinnar á Íslandi, seldust 61.000 eintök af plötunni í síðustu viku, og þar af voru 57.000 heilar plötur. Þetta er besti árangur sveitarinnar á Billboard-listanum og flest seldar plötur á einni viku fyrir sveitina til þessa. Fyrsta plata OMAM, My Head Is an Animal, sem kom út árið 2012 utan Íslands náði hæst í 6. sæti listans með 55.000 eintök seld.

OMAM í þriðja sæti á Billboard

70 dægurmál Helgin 19.-21. júní 2015

kauptúni 3 | sími 564 4400 | vefverslun á www.tekk.is

Opið mánudaga–laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18

ÚTSALA!20–60% AfSLáTTur

Af öLLum vörum

Page 71: 19 06 2015

Keyrum á afslættií sumar!

orkan.is/sumarleikur

á Orkunni og Shell

-13kr. í 2 vikur

x21

x4

AFSLÁTTUR VINSTRI HÆGRI!

Símanúmer þjónustuvers: 578 8800

Skráðu 2 vikna tímabil í sumar á orkan.is og fáðu 13 kr. afslátt á Orkunni og Shell allan þann tíma með kortum og lyklum Orkunnar og Staðgreiðslukorti Skeljungs.

Skráning og nánari upplýsingar á www.orkan.is

Orkulykillinn – hagkvæmasti ferðafélaginn

JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚSTJÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST

2015 -13

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

62

59

5

Skipting vinninga: 5 x 100.000 kr. I 5 x 50.000 kr. I 13 x 20.000 kr.

Þátttakendur eiga möguleika á ríflegum endurgreiðslum í formi inneignarkorta, samtals að verðmæti 1.000.000 kr.

Þeim mun víðar um landið sem þú tekur eldsneyti þeim mun hærri inneign getur þú unnið.

Kortið gildir einnig á Shellstöðvumrt

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

kort

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

kort

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

kort

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

rkort

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

rkort

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Irkort

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Inneign kort

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Inneignarkort

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Inneignarkort

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Inneignarkort

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Inneignarkort

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á ShellstöðvumKortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á ShellstöðvumKortið gildir einnig á ShellstöðvumKortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIInnnnnnIIInIIInnnnnnnnnIIInIIIIIInIII eeeeeeeeeeeeiiiiiiiiigggggggggnnnnnnIIIIIInnnIIInIIInnnnnnIIInIIInnnnnnneeeeeeeeennnennnnnnennnnnnennniiiiiiiiigggggggggeeegeeeiiigiiinnnnnnnnnnnnaaaaaaaaarrrrrr

rrrrrrrrrrrrrrrkkkkkkrrrrrrrrrkkkrrrrrrkkkkkk

IIIIIIIIInnnnnnnnnnnnIIInIIInnnnnnnnnnnnIIInIIIIIInIIInnnnnnneeeeeeeeennnennnnnnennniiiiiiiiiggggggggggggeeegeeeeeegeeeiiigiiinnnnnnnnnaaaaaaaaarrrrrrkkkkkkkkkIIIIIIIIInnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnIIInIIInnnnnnneeeeeeeeeeeeeeeeeennnennn iiiiiiiiigggggggggeeegeeeeeegeeeiiigiiinnnnnnnnnaaaaaaaaaaaaaaarrrrrrkkkkkkkkkoooooooookkkokkkkkkokkk rrrrrrrrr

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

Kortið gildir einnig á Shellstöðvum

IIIIIIIIIIIInnnnnnnnnnnnIIInIIInnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnIIInIIInnnnnnnnnnnnnnnnnnnnneeeeeeeeeeeeeeennnennnnnnennniiiiiiiiiggggggggggggggggggeeegeeeeeegeeeiiigiiinnnnnnnnnaaaaaarrrkkkkkkkkkooooookkkokkkkkkokkk rrrrrrrrrttttttttt

Kortið gildir einnig á ShellstöðvumInneignarkort

Vinningar að verðmæti milljón krónur

Page 72: 19 06 2015

HELGARBLAÐ

Skeifan 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

netið

Nanna á klósettinuÁ dögunum spilaði hljómsveitin Of Mon-sters and Men í sjónvarpsþætti Jimmys Fallon vestanhafs og söngkonan Nanna Bryndís veitti okkur innsýn í líf sitt með sjálfsmynd af klósettinu baksviðs.

Hrósið......fær leikkonan Halldóra Geir-harðsdóttir sem snerti alla þjóðina á tveimur mínútum, í þakkarræðu sinni á Grímuhátíðinni sem haldin var í vikunni.

Má ég fá hund eða kött? Það eru til

tíu tegundir og þeir þurfa engin batterí.‛‛

Sunneva 3

‛‛

KidWits.net

Heimsótti Mónu skvísuÚtvarpsmaðurinn Siggi Hlö var í París á 17. júní og skellti sér í Louvre-safnið. Vitaskuld henti hann í eina „selfie“ með Mónu Lísu. Eða Mónu skvísu eins og hann kallar hana.

Tré úr

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is

Verð frá 19.900,-

Page 73: 19 06 2015

19. júníHelgin 19.-21 júní 2015

bls. 12

„Fyndið að sjá pabba með barnavagna“

Vigdís Finnbogadóttir1980 var Vigdís kjörin forseti Íslands. Hún varð fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þjóðkjörins forseta. Vigdís gegndi embætti til ársins 1996.

V igdís Finnbogadóttir var fljótt nefnd sem frambjóðandi þegar ljóst var að Kristján Eldjárn ætlaði ekki að sitja áfram. Mörgum fannst komin tími til að kona væri í framboði

og má það rekja til kvenfrelsisvakningar áttunda ára-tugarins. Rauðsokkur skipulögðu kvennafrídaginn árið 1975 og þjóðinni varð ljóst að konur væru máttarstólpar samfélagsins, ekki síður en karlar.

Vigdís var treg til að gefa kosta á sér en lét svo tilleið-ast og heillaði um leið þjóðina upp úr skónum með sinni geislandi og jafnframt eðlilegu framkomu. Hún hafði góðan húmanískan bakgrunn sem átti síðar eftir að nýtast henni vel í starfi, hafði starfað sem kennari, leið-sögumaður og leikhússtjóri, var mikil tungumálamann-eskja og þekkti landið og sögu þess betur en flestir.

Eftir harða kosningabaráttu stóð Vigdís uppi sem sigurvegari með 33,8% atkvæða, einu og hálfu prósentu-stigi á undan Guðlaugi Þorvaldssyni. Albert Guðmunds-son hlaut 19,9% atkvæða en Pétur J. Thorsteinsson 14,1%.

Jóhanna Sigurðardóttir2009 varð Jóhanna forsætisráðherra, fyrst íslenskra kvenna. Jóhanna var jafnframt fyrsta opinberlega samkynhneigða konan í heiminum til að gegna starfi forsætisráðherra. Ríkisstjórn hennar var skipuð jafnmörgum konum og körlum. Þetta sama ár valdi Forbes hana á lista yfir 100 valdamestu konur heims.

J óhanna fæddist 4. október 1942. Jóhanna sat á þingi í 35 ár samfleytt, lengst allra kvenna á þingi, frá árinu 1978-2013. Í kjölfar efnahags-hrunsins var hún kjörinn formaður Samfylk-

ingarinnar og varð forsætisráðherra eftir kosningarnar 2009.

Jóhanna starfaði sem flugfreyja og síðar á skrifstofu Kassagerðar Reykjavíkur en settist á þing 1978. Hún sat fyrst á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn, þá Þjóðvaka sem hún stofnaði var formaður hans, og síðast Samfylk-inguna.

Þekktustu ummæli Jóhönnu eru orð sem hún lét falla eftir að hún hafði tapað í formannskjöri fyrir Jóni Baldvin Hannibalssyni á flokksþingi Alþýðuflokksins í júní 1994. Þá sagði hún í þrumuræðu sinni: „Minn tími mun koma!“

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir2012 var Agnes kjörin biskup Íslands, fyrst ís-lenskra kvenna. Agnes var sautján ára þegar hún ákvað að verða prestur og árið 1981 varð hún þriðja íslenska konan til að vera vígð sem prestur.

A gnes sagðist í viðtali við Fréttatímann vera sannfærð um að jafnréttisstefna skipti kirkjuna miklu máli. „Jafnrétti skiptir alltaf máli, í kirkjunni jafnt sem

annarsstaðar. Það er hverri stofnun, sem þjónustar fólk, nauðsynlegt að hafa fólk af báðum kynjum. Þau sem leita til kirkjunnar hafa þá líka val um hvort þau leita til karlkyns presta eða kvenkyns presta. Ef við viljum ná fram breytingum til batnaðar, þá er örugg-ara að setja markmiðin á blað og leitast við að vinna eftir þeim. Án jafnréttisstefnunnar værum við senni-lega ekki komin þó þetta á leið með að ná jafnrétti í kirkjunni. Betur má þó ef duga skal.“

Kjarnakonur og áfangar á heilli öld kvenréttindaÞess er minnst í dag, 19. júní, að öld er liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Raunar gilti sá réttur aðeins fyrir konur fertugar og eldri en árið 1915 höfðu 25 ára karlar kosningarétt og voru kjörgengir til Alþingis. Þessu ákvæði var hins vegar breytt árið 1920. Frá þeim tíma hefur kosningaréttur og kjörgengi kynjanna verið jafnt. Margt hefur áunnist á þeirri öld sem liðin er frá þessum merku tímamótum – og margar konur hafa verið í fararbroddi kvenréttindabaráttunnar, brotið blað og sótt inn á hefð-bundin svið karla. Meðal merkustu áfanga í þeirri baráttu er kvennafrídagurinn árið 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands árið 1980, í kjölfar þeirrar hugarfarsbreytingar sem varð af fjöldafundinum. Annar stóráfangi náðist þegar Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti forsætisráðherra, fyrst kvenna, árið 2009 og síðan þegar Agnes M. Sigurðardóttir var kjörin biskup Íslands árið 2012. Þessara kvenna og fjölmargra annarra er getið í þessu blaði sem helgað er 19. júní – og þeirra áfanga sem náðst hafa í baráttunni fyrir kvenréttindum – og þar með mannréttindum.

Page 74: 19 06 2015

19. júní Helgin 19.-21. júní 20152

Það er gott að nota kvenrétt-indadaginn 19. júní til að fagna

því sem áunnist hefur í jafnréttis-baráttu kynjanna og gera sér grein fyrir því sem ekki hefur enn náðst. Nú er öld liðin síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Hugmyndin þótti vitaskuld byltingarkennd í upphafi. Þó vildu konur ekkert annað og meira en sömu réttindi og karlar nutu. Fólk óttaðist þó að þær tækju upp á að kjósa bara hver aðra, með öðrum orðum að haga sér eins og karlar höfðu komist upp með að gera. Ekki hafa enn sést merki þess að konur kjósi bara aðrar konur – því miður. Allt fram á okkar daga hafa þær verið ötular að kjósa bæði karla og konur – jafnvel fólk sem virðist sama um réttindi þeirra og hag. Einn mesti sigur karlveldisins er nefnilega sá að hafa tekist að breiða út þá skoðun að það sé afbrigðilegt að styðja kvenréttindi eða femínisma. Fjölmiðlafólki þykir skemmtilegt að fá konu – helst sem valdamesta – lýsa því yfir opinberlega að hún sé ekki jafnréttissinni. Aldrei er körlum stillt upp við vegg og þeir spurðir hvort þeir séu með eða á móti auknum réttindum kynbræðra sinna. Samstaða þeirra er sjálfsögð á meðan samstaða kvenna boðar ógn og skelfingu. Án samstöðunnar, eljunnar og baráttugleðinnar væru konur líklega enn án mannréttinda eins og menntunar, kosningaréttar og ættu enn lengra í land en nú í launamálum.

Hvaða þýðingu Hefur 19. júní

í þínum augum?

Gerður Kristný, rithöfundur og ljóðskáld.

Ljós

myn

d/Þ

órdí

s Á

gúst

sdót

tir.

Án hormónaÖflug blanda

Nauðsynleg vítamínog steinefni

www.vitamin.isfacebook.com/vitabioticsvitamin

1887 Bríet Bjarnhéðins-dóttir hélt opinberan fyrirlestur 30. desember, fyrst kvenna, í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík.

1907 Stofnun Kvenrétt-indafélags Íslands.

1915 Konur, 40 ára og eldri, fá kosningarétt og kjör-gengi til alþingis.

1960 Selma Jónsdóttir listfræðingur varði doktors-ritgerð við Háskóla Íslands, fyrst kvenna.

1967 Pillan tekin á lyfja-skrá.

1970 Rauðsokkahreyfingin kom fyrst fram 1. maí 1970 þeg-ar „konur í rauðum sokkum“ gengu aftast í 1. maí-göngunni með stóra gifsstyttu sem á stóð „Manneskja, ekki markaðsvara“.

1970 Auður Auðuns fyrst kvenna ráðherra í ríkis-stjórn Íslands þegar hún tók við embætti dóms- og kirkju-málaráðherra.

Bríet Bjarnhéðinsdóttir1887 hélt Bríet opinberan fyrirlestur 30. desember, fyrst kvenna, í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík.

Bríet fæddist 27. sept-ember 1856 að Haukagili í Vatnsdal í Austur-Húna-vatnssýslu.

Strax sextán ára gömul ritaði hún grein um stöðu kvenna, en sýndi engum fyrr en 13 árum seinna, er hún birtist endurbætt undir heitinu „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“ í tímaritinu Fjallkonan í tveimur hlutum í júní 1885 undir dulnefninu Æsa. Hún átti stærstan þátt í að hrinda af stað fyrstu bylgju kvenréttindabaráttunnar hér á landi fyrir lágmarksréttindum, svo sem kosningarétti, kjörgengi og rétti til

menntunar og atvinnu.Árið 1894 var Bríet ein af stofnendum Hins íslenska

kvenfélags. Árið 1895 hóf Bríet útgáfu Kvennablaðsins, hún var jafnframt ritstjóri þess til 1926.

1907 stofnaði hún, ásamt fleiri baráttukonum, Kven-

réttindafélag Íslands. Félagið stóð að því ásamt öðrum

kvenfélögum í Reykjavík að setja saman kvennalista til framboðs við

bæjarstjórnarkosningarnar árið 1908. Bríet og þrjár konur til viðbótar á listan-um náðu kjöri í bæjarstjórn.

Hún bauð sig fram til Alþingis, fyrst kvenna, árið 1916. Hefði ekki verið fyrir ný lög um útstrikanir hefði Bríet orðið fyrsta konan til að taka sæti á Alþingi.

1922 Ingibjörg H. Bjarna-son fer fyrst íslenskra kvenna á þing.

1926 varði Björg Caritas Þorláksson fyrsta konan til að ljúka doktorsprófi.

1935 Lög um getnaðar-varnir og fóstureyðingar sett. Fóstureyðingar voru heimilaðar í sérstökum tilfellum og máttu læknar veita konum upplýs-ingar um þungunarvarnir.

1945 Jórunn Viðar fyrst kvenna til að ljúka prófi í tón-smíðum.

1946 Valgerður G. Þor-steinsdóttir tók sólópróf í flugi, fyrst kvenna.

1957 Hulda Jakobsdóttir varð bæjarstjóri Kópavogs, og var því fyrst kvenna til að gegna bæjarstjórastöðu.

1958 Jafnlaunalög sett. Sérstakir kvennataxtar skyldu hverfa úr samningum verka-lýðsfélaga næstu 6 árin.

Ingibjörg H. Bjarnason1882 lauk Ingibjörg kvennaskólaprófi í Reykjavík. Hún stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn í greinum tengdum uppeldis- og menntamálum og var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka leikfimikenn-araprófi, árið 1892.Þegar Þóra Melsteð, stofnandi Kvenna-skólans, lét af störfum sem skólastjóri tók Ingibjörg við og var þar skólameistari

allt þar til hún lést árið 1941.1915 var Ingibjörg í forystu

þeirra tólf kvenna sem sömdu frumvarp á Alþingi um þörfina fyrir byggingu Landspítalans og var for-maður Landspítalasjóðs Íslands.

1922 varð Ingibjörg fyrsta konan til að komst á þing þar

sem hún sat til ársins 1930.

Auður Auðuns1970 varð Auður Auðuns fyrst kvenna ráðherra í ríkis-stjórn Íslands þegar hún tók við embætti dóms- og kirkju-málaráðherra. Hún var enn-fremur fyrsta kona sem útskrifaðist á Íslandi sem lög-fræðingur og fyrsta konan sem varð borgarstjóri Reykjavíkur. Auður fæddist á Ísafirði 18. febrúar 1911. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1935. Hún var

alþingismaður fyrir Sjálfstæðis-flokkinn og tók við embætti

borgarstjóra Reykjavíkur ásamt Geir Hallgríms-

syni árið 1959.Auður var virk í Kvenréttinda-félagi Íslands. Hún var gerð að heiðursfélaga 19. júní þegar sjötíu ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu

kosningarétt. Landssamband

sjálfstæðiskvenna og Hvöt, félag sjálfstæðis-

kvenna í Reykjavík, gáfu út Auðarbók Auðuns árið 1981 í

tilefni af sjötugsafmæli Auðar.

RauðsokkurRauðsokkahreyfingin kom fyrst fram 1. maí 1970 þegar „konur í rauðum sokkum“ gengu aftast í 1. maí-göngunni með stóra gifsstyttu sem á stóð „Manneskja, ekki markaðsvara“. Rauðsokkahreyfingin var mjög tengd verkalýðsbaráttu og barðist fyrir kjörum verkakvenna. Þær gagnrýndu fegurðar-samkeppni, unnu að löggjöf um frjálsar fóstureyðingar, lögðu mikla áherslu á rétt kvenna til menntunar og börðust fyrir fjölgun leikskólaplássa.Rauðsokkur voru hópur vel menntaðra og róttækra kvenna sem voru með-vitaðar um lakari stöðu sína gagnvart körlum í samfélaginu og eitt aðal baráttumálið var rétturinn til jafnra launa á við karlmenn. Kvennaframboðið 1982 var stofnað af hluta kvenna sem höfðu yfirgefið Rauðsokkahreyfinguna sem þá leið undir lok.

1973 Dóra Hlín Ingólfs-dóttir og Katrín Þorkels-dóttir voru fyrstu konurnar sem klæddust einkennisbúningi lögreglumanna og gegndu almennum lögreglustörfum.

1974 Auður Eir Vilhjálms-dóttir vígð til prests, fyrst kvenna.

1975 Kvennafrídagurinn. Þann 24. október 1975 lögðu íslenskar konur niður störf og um 25 þúsund konur tóku þátt í útifundi á Lækjartorgi, einum stærsta útifundi Íslands-sögunnar.

1975 Sett ný lög um getnaðarvarnir og fóstur-eyðingar. Heimild til fóstureyð-ingar var rýmkuð verulega og aðgangur að getnaðarvörnum auðveldaður.

1976 Sett lög um jafnrétti kvenna og karla. Lögin áttu að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu karla og kvenna.

1980 Vigdís Finnboga-dóttir kjörin forseti Íslands.

1981 Kvennarokksveitin Grýlurnar stofnaðar.

KvennafríÞann 24. október 1975 lögðu íslenskar konur niður störf og um 25 þúsund kon-ur tóku þátt í útifundi á Lækjartorgi, einum stærsta útifundi Íslandssögunn-ar. Atvinnulífið gjörsamlega lamaðist þennan dag þannig að eftir var tekið og greinilegt hversu miklu framlag kvenna á atvinnumarkaði skipti, sem einmitt var markmið aðgerðanna. Minni baráttufundir voru haldnir um allt land.

Tildrögin voru þau að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að árið 1975 yrði sérstaklega helgað málefnum kvenna. Íslensk kvennasamtök tóku höndum saman til að skipuleggja aðgerðir og var samþykkt tillaga frá Rauðsokkahreyfingunni um að konur tækju sér frí frá stöfum á degi Sam-einuðu þjóðanna, 24. október.

Framtak íslenskra kvenna vakti athygli út fyrir landsteinana og víða í erlendum fjölmiðlum birtust myndir og viðtöl við íslenskar konur. Aðgerðir sem þessar höfðu verið skipulagðar í öðrum löndum en hvergi þótti hún takast jafn vel og á Íslandi þar sem samtakamáttur kvenna var gríðarlegur.

Í dreifiriti sem framkvæmdanefnd um kvennafrí útbjó voru tíundaðar ástæðurnar fyrir kvennafríinu, og sú fyrsta sem þar var nefnd: „Vegna þess að vanti starfsmann til illa launaðra og lítils metinna starfa, er auglýst eftir konu.“

Áfangar í kvennaréttindabaráttu liðinnar aldarBríet Bjarnhéðinsdóttir stendur upp úr þegar minnst er réttindabaráttu kvenna í öndverðu en margar aðrar hafa borið kyndilinn síðan. Nægir þar að nefna Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konuna sem settist á þing, Auði Auðuns, fyrstu konuna í ríkisstjórn, Vigdísi Finn-bogadóttur, fyrrum forseta Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum forsætisráðherra og Agnesi M. Sigurðardóttur biskup. Þeirra og fjölmargra annarra kvenna er getið hér í merkri sögu.

Page 75: 19 06 2015
Page 76: 19 06 2015

19. júní Helgin 19.-21. júní 20154

www.steypustodin.isHafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

Hringhellu 2221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8800 Selfoss

Smiðjuvegi870 Vík

Malarhöfða 10110 Reykjavík

Berghólabraut 9230 Reykjanesbær

20YFIR

TEGUNDIR

AF HELLUM

Graníthellur og mynstursteypaGraníthellur hafa mun lengri endingartíma en venju legar hellur. Þær henta vel fyrir bílaplön, torg, stíga, þrep, litlar hleðslur og garða. Mynstursteypa er sniðug lausn í plön, stíga og verandir.

Gæði, fegurð og góð þjónusta

4 400 400

Fjárfesting sem steinliggur

vv

1982 Samtök um kvenna-framboð stofnuð 31. janúar

1982 Samtök um kvenna-athvarf stofnuð; kvennaathvarf opnaði í Reykjavík.

1994 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var fyrsta konan til að verða borgarstjóri Reykja-víkur, ein síns liðs.

1996 Nám í kvennafræðum (kynjafræði frá 1998) hófst við Háskóla Íslands.

GrýlurnarGrýlurnar eru almennt taldar vera fyrsta íslenska kvennahljómsveitin. Ragnhildir Gísla-dóttir hætti í hljóm-sveitinni Brimkló snemma árs 1981 og gaf út að hún ætlaði að stofna sína eigin hljómsveit. Þann 1. apríl voru Grýlurnar formlega stofnaðar. Ragnhildur söng og lék á hljómborð, ásamt Herdísi Hall-varðsdóttir, Ingu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir1994 varð Ingibjörg Sólrún fyrsta konan til að verða borgarstjóri Reykjavíkur ein síns liðs. Hún var þá oddviti R-listans en hafði áður setið á þingi fyrir Kvennalistann. Árið 2005 var hún kjörin formaður Samfylkingarinnar og tveimur árum síðar varð hún fyrsta konan til að gegna embætti utanríkis-ráðherra.Ingibjörg Sólrún hefur verið yfirmaður UN Women, stofnunar á vegum Sam-einuðu þjóðanna, frá haustinu 2011. Hún gegnir nú stöðu umdæmisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu með aðsetur í Istanbúl í Tyrklandi, en hún starfaði áður í Afganistan. Átján ríki heyra undir skrifstofuna í Istanbúl, þar á meðal nokkur ríki fyrrum Sovétríkj-anna.

1983 Kvennalistinn stofn-aður 13. mars upp úr Kvenna-framboðinu.

1985 Verkfall flugfreyja.

1988 Guðrún Helgadóttir varð forseti sameinaðs þings, fyrst kvenna.

1991 Sigríður Snævarr tók við embætti sendiherra Íslands, fyrst kvenna, í Stokkhólmi.

1992 Fríða Á Sigurðar-dóttir hlaut bókmenntaverð-laun Norðurlandaráðs, fyrst íslenskra kvenna, fyrir skáld-söguna „Á meðan nóttin líður“.

1993 Björk Guðmunds-dóttir hóf sólóferil sinn með plötunni Debut.

1993 Kvennakirkjan stofnuð.

Verkfall flugfreyja Þann 24. október 1985, nánar tiltekið á sjálfan kvennafrídaginn, setti Alþingi lög á verkfall flugfreyja sem þá hafði staðið yfir á annan sólarhring. Kröfur Flugfreyjufélagsins, áður en til verkfalls kom, var að þær fengju 33% vaktaálag fyrir vinnu sína en þær voru á föstum mánaðarlaunum. Gilti þá engu hversu mikið þær unnu, og ekki var greitt sér-staklega fyrir vinnu á helgidögum eða á nóttunni. Vinna yfir jól var lögð að jöfnu við vinnu á hefðbundum mánudegi.Mikil reiði ríkti meðal flugfreyja þegar ljóst varð með hvaða hætti leysa ætti kjaradeilu þeirra við Flugleiðir. Forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, áskildi

sér ótiltekinn frest til að undirrita lögin og harmaði hún að íslensk stjórnvöld skyldu hafa verið svo óheppin að þurfa að setja slík lög varðandi konur þennan tiltekna dag, en skrifaði undir að lokin.

Free the nippleUpphaf Free the nipple hreyfingarinnar má rekja til Bandaríkjanna en hún náði til Íslands í mars á þessu ári þegar Femín-istafélag Verzlunarskóla Íslands auglýsti Free the Nipple-daginn og fleiri skólar fylgdi í kjölfarið. Dagurinn varð mjög sýnilegur á samfélagsmiðlum en á Twitter, Facebook og Instagram eru geirvörtur ekki leyfðar. Með því að frelsa geirvörtuna vilja konur taka til sín völdin og fá eignarhaldið yfir sínum eigin líkama aftur til baka, því á sama tíma og henni er bannað að sýna geirvörtuna, vegna laga eða siðferðis-

vitundar, er líkami hennar misnotaður á marga vegu, til að mynda sem söluvara og með hrelliklámi.

Björk Guðmundsdóttir1993 hóf Björk sólóferil sinn með plötunni Debut en síðan hefur Björk gefið úr ellefu plötur. Björk hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars tónlistarverð-laun Norðurlandaráðs árið 1997. Björk fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1965. Hún er einn þekktasti Íslendingur-inn fyrr og síðar og farsælasta tónlistar-kona landsins. Hún hóf tónlistarferilinn 11 ára gömul þegar hún byrjaði að læra á píanó og ári síðar kom út platan Björk þar sem hún söng þekkt íslensk barnalög. Hún heillaðist síðar af pönktónlist og árið 1983 stofnaði hún ásamt félögum sínum hljómsveitina Kukl sem þróaðist yfir í hljómsveitina Sykurmolana. Sykurmol-arnir náðu nokkrum frama á erlendum vettvangi og þegar þeir lögðu upp laup-ana árið 1992 hóf hún sólóferil. Platan Debut sló í gegn og hefur Björk síðan verið alþjóðleg stjarna. Hún vakti mikla

athygli á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2000 þegar hún mætti í svanakjólnum fræga en þá var hún tilnefnd til Óskars-verðlauna fyrir lagið „I ve seen it all“ úr mynd Lars Von Trier, Myrkradansar-anum. Nýjasta platan hennar Vulnicura, kom út í mars síðastliðnum.

19. júní hefur sérstakan sess í mínum huga sem dagur mik-

illar undrunar. Hverjum datt eigin-lega í hug að missa af vitsmunum helmings mannkyns? Og undrunin er ekki minni í dag þegar við höfum séð að baráttunni er hvergi lokið. Það þarf sífellt að sporna við öflum sem vilja minnka áhrif kvenna og draga í efa skoðanir þeirra og sýn á tilveruna. Það er því jafn mikilvægt og áður að halda deginum á lofti og undrast að einungis séu hundrað ár liðin frá kosningarétti kvenna. Jafnframt fögnum við öllum sigrum og framfararsporum, stórum sem smáum, til jafnréttis í dag og gleðjumst saman með því að njóta hugverka kvenna um alla borg. Til hamingju með daginn, við öll!

Hvaða þýðingu Hefur 19. júní

í þínum augum?

Hallfríður Ólafsdóttir, 1. flautuleikari

Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

1997 Helga Kress skipuð forseti heimspekideildar við Há-skóla Íslands, fyrst kvenna til að gegna embætti deildarforseta við háskólann.

1998 Guðfinna Bjarna-dóttir ráðin rektor Háskólans í Reykjavík, fyrst kvenna til að bera titil rektors.

2000 Vala Flosadóttir fyrsta íslenska konan til að hljóta brons á ólympíuleikum.

2000 Feður fá sjálf-stæðan rétt á fæðingarorlofi.

2003 Femínistafélag Ís-lands stofnað.

2005 Kristín Ingólfsdóttir skipuð rektor Háskóla Íslands, fyrst kvenna við HÍ.

2009 Jóhanna Sigurðar-dóttir varð forsætisráðherra,

fyrst íslenskra kvenna.

2012 Agnes M. Sigurðar-dóttir var kjörin biskup Íslands, fyrst íslenskra kvenna.

2013 Vilborg Arna Giss-urardóttir lauk eins síns liðs 60 daga göngu yfir suðurpólinn, fyrst íslenskra kvenna.

2015 „Free the nipple“ og „Bjútítipsbyltingin“.

Rún Pálmarsdóttur sem spilaði á gítar og Lindu Björk Hreiðarsdóttur sem spilaði á trommur.Tónlist Grýlanna einkenndist af pönki og framsæknu rokki. Árið 1982 voru þær fengnar til að leika í kvikmynd Stuð-manna, Með allt á hreinu, undir nafninu Gærurnar. Í

kjölfar myndarinnar öðluðust þær þónokkrar vinsældir, þær komu fram á plötu úr myndinni og gáfu jafnframt út sína fyrstu og einu breið-skífu, Mávastellið árið 1983. Grýlurnar fóru í tónleika-ferðir bæði til Skandinavíu og Bandaríkjanna.

Page 77: 19 06 2015

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/N

AT

750

21 0

6/15

Réttur kvenna

Page 78: 19 06 2015

19. júní Helgin 19.-21. júní 20156

Stórsigur í jafnréttisbaráttunni

Skúlagötu 19, 101 Reykjavík 525 2400 www.Hringidan.is

Hringiðan óskar öllum Íslendingum til hamingju með daginn.

Til hamingju við öll.

100 ára afmæli almenns kosningaréttar á Íslandi

ljósleiðari ljósnet símaþjónusta ótakmarkað

einfalt

niðurhal

1200

1000

800

600

400

200

0

60

50

40

30

20

10

0

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnarKosningum á íslandi 1962-2014 KynjasKipting á alþingi 1915-2015

Hlutdeild kvenna á Alþingi og í sveitarstjórnum í 100 ár

1962 1966 1970 1974 1978 1982 1986 1990 1994 1998 2002 2006 2010

1916

1919

1923

1927

1931

1933

1934

1937

1942

a

1942

b

1946

1949

1953

1956

1959

c

1959

d

1963

1967

1971

1974

1978

1979

1983

1987

1991

1995

1999

2003

2007

2009

2013

a júlí,

b októ

ber,

C júní

, d októ

ber

Page 79: 19 06 2015

N 292015

Listahátíðí Reykjavík

Listahátíð 2015 var tileinkuð höfundarverkum kvenna Til hamingju með daginn!

Láru

sso

n H

ön

nu

nar

sto

fa

Stofnaðilar Máttarstólpi Bakhjarlar

Page 80: 19 06 2015

19. júní Helgin 19.-21. júní 20158

Einföld lausn á hvimleiðu vandamáli.

Vertu með fallegar neglur, alltaf !

Nailner penninnvið svepp í nögl.

Dreifing: Ýmus ehf

Fæst í apótekum

Það sem kom okkur mest á óvart er hversu hryllilega algengt kynferðisof-beldi er.

Kynferðislegt ofbeldi var best geymda leyndarmáliðGuðrún Jónsdóttir segir það hafa verið hræðilegt reiðarslag þegar hún gerði sér grein fyrir hversu útbreitt kynferðislegt ofbeldi er. Hún hafði starfað sem félagsráðgjafi í um 25 ár áður en hún gekk til liðs við Samtök um kvennaframboð og fékk þá fyrst inn á borð til sín kynferðislegt ofbeldi gegn konum og börnum. Guðrún varð talskona Stígamóta þegar þau voru stofnuð árið 1990. Hún segir samstöðu kvenna lykilinn að breytingum í heiminum og kallar eftir því að konur fylgi eftir Beauty Tips-byltingunni með aðgerðum.

Kynjahlutfallið á mínu heimili er hnífjafnt. Við höfum mömmuna

og pabbann, soninn og dótturina og svo læðuna og fressið. Ég er í þannig stöðu að ég finn ekki mikið fyrir ójafnrétti í daglegu lífi. Ég hef ferðast dálítið til arabalanda þar sem konur eru í allt annarri stöðu en við á Íslandi. Þar er maðurinn minn ávarpaður: „Herra, góðan daginn herra!“ „Herra. Hvernig líður þér í dag, herra?“ Ég tók ekki eftir þessu forskeyti, herra, í fyrstu og svaraði bara: „Ég er bara mjög hress og kát takk,“ og það sem þeir voru hissa karlarnir. Það var sko ekki verið að tala við mig. Undir þessum kringumstæðum sér maður hvað við erum, sem betur fer, komin langt á Íslandi. Ég er mjög hrifin af Íslandi, kvenréttindum og mann-réttindum fyrir alla. Ég veit að ég á eftir að vera með króníska gæsahúð þann 19. júní í hátíðahöldunum og hugsa til forvera okkar og alls þess sem þær höfðu ekki en við höfum í dag.

Hvaða þýðingu Hefur 19. júní

í þínum augum?

Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúsaeigandi.

S amstaða kvenna er ástæðan fyrir þeim breytingum sem hafa orðið. Það er enginn sem

gefur okkur vald – við þurfum að ná því sjálfar,“ segir dr. Guðrún Jóns-dóttir félagsráðgjafi sem tók þátt í stofnun Samtaka um kvennafram-boð árið 1982 og stofnun Stígamóta árið 1990. „Samstaðan er númer eitt, tvö og þrjú. Það eru forrétt-indi að finna orkuna sem fylgir því að taka þátt í sameiginlegu átaki til að breyta heiminum og ég vona að sem flestar stelpur fái að upplifa slíkt einhvern tímann á ævinni,“ segir hún.

Guðrún fylgdist í fyrstu áhuga-söm með Rauðsokkahreyfingunni af hliðarlínunni og þegar undir-búningur fyrir kvennaframboðið fór af stað ákvað Guðrún að leggja sitt á vogarskálarnar. „Mér fannst Rauðsokkurnar alveg meiriháttar. Ég veit satt að segja ekki alveg af hverju ég tók ekki þátt fyrr. Ég held að það hafi verið aldurinn, flestar þessar konur voru yngri en ég og höfðu aðra reynslu. Ég var fædd inn í kreppuna og engin umræða um réttindi kvenna þegar ég var að alast upp. Ég man að ég gerði oft athugasemdir við að ég þyrfti að vaska upp á meðan bræður mínir fengu að fara út að leika en fékk litlar undirtektir,“ segir Guðrún sem fagnaði 84 ára afmælinu á þriðjudag, 16. júní, og var tæplega fimmtug þegar Samtök um kvenna-framboð voru stofnuð. „Ég mætti á stofnfundinn á Hótel Borg og skráði

Guðrún Jónsdóttir varð þeirri stund fegnust þegar hún losnaði úr borgarstjórn og gat einbeitt sér að því að vinna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn konum og börnum. Hún varð talskona Stígamóta þegar þau voru stofnuð árið 1990.

Ljós

myn

d/D

agsk

ráin

Sel

foss

i

mig í vinnuhóp. Dagvistunarmálin voru það sem brann hvað mest á konum á þessum tíma. Launabarátt-an var rétt að byrja og lítið sem ekk-ert talað um kynferðisofbeldi. Við lögðum áherslu á að fjölga dagvist-unarrýmum. Konur voru að koma í auknum mæli út á vinnumarkaðinn en samfélagið var svo langt á eftir þegar kom að því að gera konum það mögulegt,“ segir hún.

Bjartsýnar í byrjunKvennaframboðið fékk tvo kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og tvo á Akureyri. Kvennalistinn bauð fram í þremur kjördæmum árið eftir og hlaut 5,5% atkvæða. „Ég lenti efst á lista hjá Kvenna-framboðinu. Það æxlaðist einhvern veginn þannig þó ég væri alls ekki að sækjast eftir pólitískum frama. Satt að segja varð ég þeirri stund fegnust þegar kjörtímabilinu í borg-arstjórn lauk og ég gat einbeitt mér að starfi með konum og börnum sem höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Mér fannst ég gera miklu meira gagn í kvenfrelsismálum þar heldur en með því að þræta inni í borgarstjórn,“ segir hún.

Guðrún hafði starfað sem félags-ráðgjafi frá árinu 1957 en hafði aldrei fengið mál sem snerist um kynferðisofbeldi inn á borð til sín fyrr en hún fór að starfa innan kvennahreyfingarinnar. „Við vorum nokkrar, félagsráðgjafar og lögfræðingar, sem settum á stofn Kvennaráðgjöfina sem enn er starfandi. Þegar við fórum fyrst af stað vorum við mjög bjartsýnar á að við gætum upprætt kynferðis-

legt ofbeldi en eftir því sem við unnum lengur í þessum mála-flokki komu upp fleiri mál og fleiri birtingarmyndir ofbeldisins. Fram að þessum tíma var kynferðislegt ofbeldi best geymda leyndarmálið, sérstaklega kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Það myndaðist allt annað samband á milli okkar og þessarra kvenna sem leituðu til okkar því þarna var bara kona að tala við konu, frekar en fulltrúa stofnunar eða yfirboðara. Það sem kom okkur mest á óvart var hversu hryllilega algengt kyn-ferðisofbeldi er. Það var hræðilegt reiðarslag þegar við gerðum okkur grein fyrir að þetta væri svona djúpstætt og útbreitt vandamál. Fyrst vorum við að vinna með kon-ur sem hafði verið nauðgað, síðan sögðu konur okkur frá sifjaspelli, kynferðislegri áreitni á vinnustað, vændi og mansali. Eftir því sem umræðan jókst komu fram fleiri form valdbeitingar,“ segir Guðrún en Kvennaráðgjöfin var starfrækt í sjálfboðastarfi þar til þær stofnuðu Stígamót og var Guðrún sérleg talskona þeirra.

Valdatæki til að stjórna konumGuðrún segist alltaf hafa gaman af því að tala við ungar konur og telur að það sé enn meiri hreyfing á baráttu kvenna en sést á yfir-borðinu. „Ég er ekki mikið inni í þessum tölvuheimi en ég hef fylgst með fréttum af byltingunni þar,“ segir hún og vísar til byltingarinn-ar í Facebook-hópnum Beauty Tips þar sem hundruð kvenna hafa sagt frá því kynferðislega ofbeldi sem

þær hafa orðið fyrir. „Mér finnst stórkostlegt að konur hafi fundið sér leið til að tala um sín mál,“ segir hún og ítrekar að umræðan um kynferðislegt ofbeldi sé ekki einkamál þeirra sem hafa orðið fyrir því. „Kynferðislegt ofbeldi er valdatæki, tæki til að hafa stjórn á konum og börnum. Þar með hefur þetta áhrif á allar konur, hvort sem þær hafa verið beittar kynferðis-legu ofbeldi eða ekki. Þetta er yfirvofandi ógn sem stjórnar því hvernig við högum okkur og hvað við segjum. Í mínum huga hefur þetta aldrei verið spurning um „okkur“ og „þær.“ Þetta hefur áhrif á okkur allar og festir okkur í fjötrum ákveðinnar kvenímyndar og kvenhlutverka,“ segir Guðrún.

Eins hrifin og hún er af Beauty Tips-byltingunni segir hún að það sé ekki nóg að tala. „Þetta er stór-kostleg byrjun en síðan þarf að fylgja þessu eftir. Það er ekki nóg að við sitjum og rekjum harma okkar. Við þurfum líka að gera kröfur á samfélagið um breytingar. Ég myndi vilja sjá framvarðasveit kvenna sem væri bara í „aksjón“ sem væri ekki hægt að víkja sér undan. Það þarf gríðarlegt átak til að breyta þessu,“ segir hún og leggur aftur áherslu á samstöð-una. „Ekkert af því sem ég hef hér talað um hefði gerst nema fyrir tilstilli samstöðu kvenna. Þetta eru ekki afrek einstaklinga heldur afrek sem samstaðan skapar. Sam-staðan getur lyft grettistaki.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Page 81: 19 06 2015

Smáratorgi 3 · 201 Kópavogi · 550 2700Nú versla Íslendingar á netinu... á Heimkaup.is!

Öryggi - Ekkert mál að skila eða skiptaAugljós kostur við að versla við innlenda risavefverslunog vöruhús eins og Heimkaup.is er að ekkert mál er að skila eða skipta ef upp koma vandamál.

Hægt að greiða við afhendingu Ólíkt mörgum netverslunum býðst þér einnig að greiða með peningum eða korti við afhendingu vörunnar. Öruggara verður það ekki.

Höfuðborgarsvæðið: Pantaðu fyrir kl. 13:00 og sendingin getur verið komin til þín fyrir 16:00 sama dagog strax sama kvöld ef pöntun berst fyrir kl. 17:00. Pantanir berast strax daginn eftir víðast hvar á landsbyggðinni.Allar pantanir yfir 4.000,- sendar frítt hvert á land sem er.

Frí heimsending samdægurs

heimkaup.is

HÖRKU TÆKI Á FRÁBÆRU VERÐI!

VERÐ 279.990,-

239.990,-LG 55" 4K SNJALLSJÓNVARP!Ótrúleg myndgæði: Ultra HD 3840x2160 díla upplausn. Tækið er afar vel búið; Smart TV, Triple XD Engine myndvinnsla, IPS panel, Magic remote fjarstýring og svo mætti lengi telja. Virkilega fallegt og jafnframt öflugt sjónvarp á flottu verði.

KYNNINGARVERÐ

40,000,-afsláttur

VIÐ SETJUM TÆKIÐ Á VAXTALAUSARRAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AÐ 12 MÁNAÐA*

55”

Netgíró vaxtalausar raðgreiðslur bera enga vexti, aðeins 3,95 % lántökugjald, 395 kr. færslugjald af afborgunum og 195 kr. tilkynningar- og greiðslugjald.

Visa og Euro Þessi sjónvörp standa korthöfum Visa og Euro einnig til boða á vaxtalausumraðgreiðslum til 12 mánaða. Greitt er 3.5% lántökugjald og 390 kr. greiðslugjald af hverri afborgun.

30,000,-afsláttur

VERÐ 199.990,-

169.990,-

LG 47" 3D SNJALLSJÓNVARP Þrívíddina heim í stofu! Tækið er með 800 Hz, FULLHD (1920x1080 díla upplausn), þremur USB tengjum, þremur HDMI tengjum og öllum helstu Smart TV fídusunum. Virklega fallegt tæki á góðu verði.

KYNNINGARVERÐ

VERÐ 149.990,-

129.990,-

LG 47" SNJALLSJÓNVARPVel búið tæki; LED skjár, Smart TV, Dual Core örgjörvi, 1,25 GB vinnsluminni, WiFi, DLNA, 2,2 rása hljóðkerfi, WebOS smart TV, Smart Share, Smart Share plus og fleira. Vandað og flott tæki á virkilega flottu verði.

KYNNINGARVERÐ

VERÐ 199.990,-

169.990,-

LG 55" LED SNJALLSJÓNVARPVirkilega flott hönnun. Tækið er vel búið; Smart TV, WiFi og 2.0 hátalarakerfi, FULL HD (1920x1080 díla upplausn), USB tengi fyrir flakkara eða minnislykla sem gerir þér kleyft að horfa á myndefni beint af minnistækinu þínu, ásamt fleiru. Flott verð.

KYNNINGARVERÐ

VERÐ 269.990,-

229.990,-

LG 55" SNJALLSJÓNVARP - 3DEfni í þrívídd heima í stofu - tækið getur breytt venjulegu myndefni í þrívíddar efni. Mjög vel búið tæki; Smart TV, DualCore örgjörva, 1,25 GB vinnsluminni, Cinema 3D tækni, WiFi, 500 MCI, DLNA og fleiru. Flott tæki á frábæru verði.

KYNNINGARVERÐ

30,000,-afsláttur

40,000,-afsláttur

20,000,-afsláttur

* *

Page 82: 19 06 2015

19. júní Helgin 19.-21. júní 201510

Fallegir fætur í sumar - í utanlandsferðinni - á ströndinni-í sundlaugunum

Footner sokkurinnog þú færð silkimjúka fætur.

Fæst í apótekum

19. júní 2015 er dagur sem fólk mun muna eftir. Þegar 100

ár voru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi á Íslandi. Undanfarna mánuði hefur svo ótal margt gerst í jafnréttisbaráttu á Íslandi og mun afmælið því fá sérstakan sess í femínísku hjarta mínu. Ekki einungis vegna þess að afmælið er sannkallað stórafmæli heldur einnig því að árið 2015 tóku íslenskar konur svo fjölda mörg stór skref í átt að jafnrétti kynjanna. Með myllumerkja herferðunum #Freethenipple, #6dagsleikinn, #konurtala, #þöggun og með því að vera gagnrýnar og áberandi í allri umræðu.

Hvaða þýðingu Hefur 19. júní

í þínum augum?

Heiður Anna Helgadóttir, listfræðinemi og formaður

Femínistafélags Háskóla Íslands.

Horft til bakaFréttatíminn átti ein-staklega ánægjulega heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna. Þar hitti blaðamaður fyrir nokkrar konur sem voru tilbúnar að deila minn-ingum tengdum kvennafrí-deginum, þann 24. október árið 1975. Fljótlega kom í ljós að minningabanki þessara mætu kvenna gæti fyllt merkilegan bókaflokk en hér er drepið á nokkrum brotum.

Halla Harðardóttir

halla@frettatiminn.

Ljósmyndir/Halla.

Ætla að vera karl í næsta lífi„Mér finnst kvennabaráttan ekki hafa skilað miklu, það er alltaf verið að berjast en kaupið í kvennastéttum er enn miklu lægra. En baráttan er mikilvæg og verður að halda áfram. Þær kon-ur sem halda að jafnrétti sé náð hljóta að fá mikla hjálp utan frá. Þær vita heldur ekki hvað það er að þurfa að taka börnin með sér í kuldagöllum út í fjós í skítakulda og láta þau hanga í rólu á bás. Þegar krakkarnir voru litlir þurftum við að stía af einn básinn í fjósinu þar sem við geymdum þau á meðan ég mjólkaði. Það var allt handmjólkað því við vorum hætt með kýrnar þegar vélarnar komu, svo það er nú kannski ekki skrítið að skrokkur-inn sé að yfirgefa þessa glóru sem er eftir hér uppi.

Það var ekkert annað í boði á þessum tíma. Þegar ég byrjaði að búa átti ég enga þvottavél heldur sápuþvoði á bretti í bala á eldavélinni en fór svo í á sem var um kílómetra frá bænum til að skola þvottinn. Þetta var eina heimilisstarfið sem maðurinn minn hjálpaði mér með, því þvotturinn var svo þungur að ég gat ekki borið hann sjálf.“

„Ég ætla að vera karl í næsta lífi og þá á maður-inn minn að vera konan mín. Þá sér hann hvernig það er að vera ein með börnin og býlið á meðan ég er að vinna annarsstaðar.“

„Á kvennafrídaginn var sláturtíð og þá var ég að vinna í sláturhúsinu í Djúpadal. Sumar kon-urnar tóku sér frí en ég bara nennti því ekki.“

„Það var algjör-lega dásamlegt að fara niður í bæ á kvennafrídaginn, ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég var með drenginn lítinn en maðurinn minn kom að sjálfsögðu heim og tók yfir heimilið. Ég fór með bestu vinkonu minni, Maríu Jóhönnu Lárusdóttur sem var líka kennari, í bæinn en maðurinn hennar kom líka heim úr vinnunni. Við bara kvöddum og sáumst ekki aftur fyrr en um kvöldið. Það var ótrúleg þátttaka og mikill hugur í konum en það sem stendur upp úr er þegar við heimsóttum aldraða ömmu vinkonu minn-ar sem var komin yfir nírætt. Svo þegar við komum heim þá beið okkar málsverð-ur, svo þeir stóðu sig nú vel karlarnir. Í minningunni er þetta algjörlega ógleyman-legur dagur.“

„Ég gifti mig 21 árs og bjó svo eitt og hálft ár í Kaup-mannahöfn þar sem mað-urinn minn var að nema. Ég ætlaði líka að nema og langaði að sækja um í „Haandarbejdets Fremme“, sem er geysilega fjölbreyttur handavinnuskóli, en mað-urinn minn vildi það ekki svo það varð ekkert úr því. Hann vildi frekar að ég færi í tækniteiknun en mig lang-aði ekkert til þess. Eftir að við skildum fór ég að vinna skrifstofuvinnu og börnin fengu sem betur fer pláss á barnaheimili.“

„Ég held að jafnrétti fari aftur á bak og áfram og mér finnst þetta vera endalaus leikur hjá körlum sem þykjast hafa áhuga á því að konur fái jafn laun og karlar, því óvart eru þeir alltaf 10% ofar. En við erum sem betur fer komin langan veg frá þeim tíma þegar vinnukonan

Jafnrétti fer aftur á bak og áfram

átti að þjóna þremur eða fjórum karl-mönnum eftir að hafa unnið allan liðlangan daginn. Ég man vel eftir

kvennafrídeginum og alltaf þegar það eru sýndar myndir þaðan fer ég alltaf að leita að mér.“

Guðbjörg Lilja Guðjónsdóttir. Reykvíkingur, fráskilin, á 3 börn.

Anna Sigríður Árnadóttir, fyrrverandi menntaskólakennari. „Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki en ólst upp á Siglufirði þar til ég fór til náms á Akureyri 15 ára. Þar kynntist ég manninum mínum sem ég á tvö börn með, og við eigum gullbrúðkaup á næsta ári.“

Ógleymanlegur dagur

Hulda Heiðdal Hjartardóttir, bóndi í Fljótshlíð, fædd og uppalin í Vífilsdal í Dalasýslu. Ekkja, á 3 börn.

Þær [konur sem halda að jafn-rétti sé náð] vita heldur ekki hvað það er að þurfa að taka börnin með sér í kuldagöllum út í fjós í skíta-kulda og láta þau hanga í rólu á bás.

Page 83: 19 06 2015

Kísilsteinefni unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísilK ísill er lífsnauðsynlegt stein­

efni og hefur oft verið kall­að gleymda næringarefnið.

Kísill er eitt algengasta steinefni jarðar og gegnir lykilhlutverki í myndun og styrkingu bandvefs í lík­amanum. Beinvefur, sinar, liðbönd og húð eru allt dæmi um bandvef.

Af hverju ættir þú að taka inn kísilsteinefni?Því við fáum ekki nægan kísil úr fæðu: Rannsóknir hafa sýnt að auk­in dagleg inntaka á kísil er sterk­lega tengd auknum beinþéttleika. Meðal kísilinntaka úr fæðu er al­mennt ekki talin nægileg, og því er mælt með aukinni inntöku af kísil með fæðu. Rannsóknir hafa einnig sýnt að hæfni líkamans, til að taka upp kísil, minnkar með aldrinum.

Losar þungmálma úr líkam-anum: Sýnt hefur verið fram á að kísill hjálpar líkamanum að losa sig við ál og aðra þungmálma úr líkamanum. Álsöfnun í líkamanum veldur einkennum sem svipa til ein­kenna Alzheimer sjúkdóms og var lengi talið að uppsöfnun áls væri orsök sjúkdómsins. Það hefur verið að mestu leyti hrakið en engu að síður er uppsöfnun áls í líkamanum alvarleg.

Fyrir meltingarveginn: K ís ­ill vinn ur gegn því að sníkju dýr, myglu­ og kandí da svepp ir geti þrif st í líkaman um. Kís ill hjálp ar til við að afeitra líkamann og los ar hann við eit ur efni sem safn ast hafa fyr ir í melting ar fær um.

Engin eitrunaráhrif: Neysla kís­ils hefur engin þekkt eitrunaráhrif. Kísill safnast ekki upp í líkaman­um heldur tekur líkaminn upp það

magn sem hann þarf úr fæðunni og skilar umfram magni, ef eitthvað er, út með þvagi. Fólk með eðlilega nýrnavirkni ætti því ekki að geta orðið meint af hóflegri kísilsneyslu. Vegna þessa hefur Matvælaörygg­isstofnun Evrópu (EFSA) enn ekki gefð út nein efri þolmörk fyrir kís­ilneyslu.

Fyrir stinnari og sterkari húð: Kísilsteinefni styrkir húðina og gerir hana stinnari. Rannsóknir hafa sýnt að kísill örvar myndun kollagens í líkamanum og getur því grynnkað hrukkur og lagað skemmdir á húð vegna of mikils sólarljóss.

Fyrir sterkara hár og neglur: Rannsóknir hafa sýnt að kísilstein­efni styrkir hár og neglur. Einnig getur kísill komið í veg fyrir eða minnkað hárlos og klofna enda.

Gjöf frá móður jörðGeoSilica Iceland ehf. framleiðir kísilinn beint úr iðrum jarðar og er því eins náttúrulegur og kostur er á. Fyrirtækið hefur þróað aðferð til að vinna kísilinn beint úr jarð­hitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Kísillinn er styrktur og hreinsaður svo að eftir stendur náttúrulegur og hreinn kísill í vatnslausn. Kísil­steinefnið inniheldur agnarsmá kísilkorn sem líkaminn á auðvelt með að vinna úr og nýta til styrk­ingar líkamans. Ráðlagður dag­skammtur er ein matskeið (10­15 ml). Kísilsteinefni Geosilica fæst í öllum helstu apótekum og heilsu­húsum um land allt.

Unnið í samstarfi við

GeoSilica

Fida Abu Libdeh, fram-kvæmdarstýra GeoSilica Iceland ehf. Fyrirtækið spratt upp úr lokaverkefni hennar og Burkna Páls-sonar í orku- og umhverfis-tæknifræði við Háskóla Íslands.

Verkir horfnir og lífið léttara"Ég hef aldrei verið neitt gefin fyrir vítamín eða fæðubótaefni er kannski af gamla skólanum.Hef alltaf talið að það besta fyrir líkaman væri að borða af öllum fæðuflokkum og það dygði.Leist samt vel á Kísilvökvann frá Geosilica og ákvað að prófa 1 flösku.Eftir 3 vikur tók ég eftir að margra ára verkur sem ég hef haft í mjöðm hafði hjaðnað all verulega, 3 vikum síðar var hann nánast horfinn. Á sama tíma tók ég eftir að ég var hætt öllu narti á kvöldin,sykurfíknin horfin og vigtin sagði 5 kg. voru farin.Þetta er ekki allt,ég sef betur og er léttari upp á morgnanna og allt þetta eftir aðeins 4 mánuði á kísilvökvanum frá Geosilica. Núna er verkurinn í mjöðminni með öllu horfinn ég get ekki annað en verið ánægð með þennan frábæra árangur.” - Birna Sigurbjörnsdóttir

Innilega til hamingju með daginn- án kraftmikillar baráttu kvenna hefði GeoSilica ekki orðið til

19. júníHelgin 19.-21. júní 2015 11

Page 84: 19 06 2015

19. júní Helgin 19.-21. júní 201512

„Það er allt annað að vera ung kona í dag, það eru svo miklu meiri möguleikar, meiri fjárráð og meiri möguleikar á að mennta sig. Ég hugsa að ég hefði farið í hjúkrun hefði ég haft tækifæri til þess.“

„Það var svo stórkostlegt að fara niður í bæ á kvennafrídaginn og sjá allar þessar konur úti á götu. Og það er alveg stórkostlegt hvað Kvennalistinn áorkaði miklu. Þær umbyltu samfélaginu. Í dag hjálpa karlmenn konum með börnin og heimilsstörfin, þetta er alveg hreint ótrúlegt, þeir skipta meira segja á bleium. Þetta er svo ótrúlegt! Og barnaheim-ilin eru út um allt núna. Ég gleymi því aldrei þegar ég fór í göngutúr niður Laugaveginn með gönguklúbbnum mínum fyrir nokkrum árum þegar við mættum nokkrum pöbbum með barnavagna! Þetta hefði aldrei nokkurn tíma sést hér áður. Við vorum allar svo hissa að við fórum bara að hlæja.“

„Á kvennafrídaginn fór ég upp á Land-spítala til að lesa fyrir systurson minn sem lá þar fótbrotinn. Kvennabaráttan hefur aldrei náð því að blómstra en samt sem áður hafa konur unnið mikið á, en þær mega gera betur. Ég var óskaplega hreykin þegar ég fékk fyrst að kjósa. Það voru forsetakosningar þegar séra Bjarni, fermingarprestur-inn minn, var í framboði. Ég kaus hann og mér fannst það æðisleg upphefð. Mér finnst skömm að því að krakkar séu ekki að nýta kosningaréttinn. Þeir virðast ekki hafa skilning á því hvað kosningarétturinn er. Þetta er mikill réttur sem manni er gefin og það má ekki misvirða hann. Þetta er það sem við byggjum allt á og þar sem allir geta lagt fram sína skoðun og skoðun manns er heilög. Það er svo mikilvægt að fá að hafa skoðun og það þarf að berja það inn í unga fólkið í dag.“

„Ungar konur í dag eru miklu frjáls-ari. Þær geta gert hvað sem þær vilja. Það var ekkert ýtt á stúlkur að mennta sig hér áður fyrr. Á kvennafrí-daginn gengum við vinkonurnar saman niður í bæ úr Sigtúninu. Miklu seinna eftir að þessi vinkona mín dó var maðurinn hennar að taka til í gömlum kössum og þá kom í ljós blaðaúrklippa með mynd frá deginum og við vorum á myndinni.“

„Ég veit ekki hvort það skiptir ein-hverju máli að halda upp á þetta kosn-ingaafmæli, pólitíkin er öll svo vitlaus. En konur eru misjafnar eins og karlar, gáfunum er allsstaðar misskipt. Það eru ekki allir eins og svo er ríkidæmið nú meira hjá sumum en öðrum. Mis-réttið er á svo mörgum stöðum. En mér finnst mikilvægt að minnast þess sem konur gerðu innan veggja heim-ilisins, það er ekki metið til fjár.“

„Móðir mín hét Einara Ingileif Jensína Pétursdóttir og var úr Flatey en ég fékk ekki að alast upp með henni. Ég fæddist um tvöleytið en var tekin frá henni um fimmleytið og send í fóstur í Skáleyjar svo við kynnt-umst ekki fyrr en ég var komin á fermingaraldur. Einn daginn flaggaði móðir mín og ég skildi ekkert í því af hverju. Ég spurði hana hvað væri í gangi þar sem eng-inn í eyjunni átti afmæli. Þá sagði mamma mín þetta; „19. júní er mér heilagri en það. 19. júní fögnum við því að konur fá að kjósa til þings. Því mamma mín vissi hvað það var að vera kona sem litið var niður á, eins og hvert annað húsdýr. Eftir að mamma fékk að kjósa fannst henni hún verða meiri manneskja. Í dag vitum við ekki hvað það er að vera píndur áfram og mega ekki vera manneskja.“

„Hér er gott að vera. Ég er orðin blind og get því miður ekki lesið lengur en ég hef afskaplega gaman af sögum þó mér sé ekki sú list léð að ljóða til þín bögu.“

Mikilvægt að fá að hafa skoðun

Erla Kristjánsdóttir, fædd og uppalin í Reykjavík. „Ég er ekkja og átti engin börn en ég hef unnið mikið með börnum og elska að vera í kringum börn. Ég hef unnið ýmis störf fyrir borgina en lengst af vann ég í Langholtsskóla þar sem ég skúraði og var gangavörður í 31 ár.“

Fyndið að sjá pabba með barnavagna

Kristín Einarsdóttir. „Ég er 91 árs gömul og er fædd í Reykjavík. Ég hætti í skóla eftir fermingu og fór að vinna á saumastofu. Svo gifti ég mig þegar ég var tvítug og við áttum saman þrjú börn. Ég var heimavinnandi þar til ég missti manninn minn. Svo giftist ég aftur 1973 og stofnaði stuttu síðar gistiheimili við Flókagötuna, fyrsta gistiheimilið í Reykjavík.“

Vitum ekki hvað það er að mega ekki vera manneskja

Inga Jóhannesdóttir, fædd í Flatey á Breiðafirði en ólst upp í Skáleyjum. Ekkja, átti eina dóttur sem lést þrítug. Vann í fiski og sem aðstoðarverkstjóri í Hraðfrystistöðinni.

Misréttið er á mörgum stöðum

Arnfríður Snorradóttir. „Ég er fædd í Reykjavík en var alin upp á Burstafelli í Vopnafirði. Móðir mín gerðist þar ráðskona í sveit því faðir minn dó þegar ég var ársgömul. Ég fór í Húsmæðraskólann í Reykjavík 18 ára gömul og giftist svo strák úr sveitinni þegar ég var tvítug. Við bjuggum í Reykjavík þar sem við áttum fimm börn.“

Konur til hamingju með daginn

Hverfisgata 105 101 Reykjavík

stórar stelpur

Margar gerðir af búningasilfri.

Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum.

Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.

Sérverslun með kvensilfur

www.thjodbuningasilfur.is

Astroglide Sensitive Skin Gel

Sleipiefni fyrir þá sem eru viðkvæmir eða eiga í vandamálum vegna þurrks í leggöngum.

Fæst í apótekum

Page 85: 19 06 2015

Stillanlegur hægindastóll.

Svart, brúnt, grátt og

ljóst leður á slitflötum.

80x90 H:105 cm.

Fullt verð: 99.900 kr.

TAMPAhægindastóll

Aðeins 79.900 kr.

TVENNUTILBOÐdúnsæng + koddiO&D dúnsæng· 50% dúnn· 50% smáfiður

+ Dúnkoddi

Fullt verð: 24.900 kr.

Aðeins 18.900 kr.Aðeins 18.900 kr.

TVENNUTILBOÐ

Afgreiðslutími Mánudaga til föstudaga frá kl. 10–18Laugardaga frá kl. 11–16www.dorma.is

Holtagörðum 512 6800Dalsbraut 1, Akureyri558 1100

Sumarútsala

NATURE’S RESTheilsurúm

Aðeins 59.900 kr.

Nature’s Rest heilsudýna með Classic botni.Stærð: 140x200 cm.

Fullt verð: 92.900 kr.

33.000krónur

AFSLÁTTUR

· Svæðaskipt pokagormakerfi· Burstaðir stálfætur· Sterkur botn, val um 3 liti

· 320 gormar pr. fm2

· Góðar kantstyrkingar

Fyrir þínarbestu stundir

Mikið úrval af bómullarsængurverumfrá Nordicform og Zone

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

Holtagarðar | Akureyri | www.dorma.is

Sumarútsala

TVENNUTILBOÐdúnsæng + koddi

NATURE’S RESTheilsurúm

Aðeins 59.900 kr.

Nature’s Rest heilsudýna

með Classic botni.

Stærð: 140x200 cm.

Fullt verð: 92.900 kr.

33.000krónur

AFSLÁTTUR

O&D dúnsæng

· 50% dúnn

· 50% smáfiður

+ Dúnkoddi

Fullt verð: 24.900 kr.

Aðeins 18.900 kr.Aðeins 18.900 kr.

TVENNUTILBOÐ

Þú finnur Dormabæklinginn á dorma.is

MEIRA Ádorma.is

Page 86: 19 06 2015

19. júní Helgin 19.-21. júní 201514

M eð jafnlaunavottuninni hefur bankinn fengið staðfestingu á því að búið

sé að kerfisbinda launaákvarðanir og að hann sé með jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST 85:2012. Í tilkynningu frá VR og Arion banka var haft eftir Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanni VR, að það væri ánægju-legt og ekki síður mikilvægt þegar stór banki á við Arion banka bætist í hóp jafnlaunavottaðra fyrirtækja. Jafnlaunavottun VR tekur nú til 24 fyrirtækja og stofnana á íslenskum vinnumarkaði.

Ábyrg vinnubrögðJónas Hvannberg, starfsmannastjóri hjá Arion banka, segir jafnlauna-vottunina hafa mikla þýðingu fyrir bankann, jafnt inn á við sem út á við. „Starfsfólk getur verið öruggt um að

við séum að vinna eftir ákveðnum vinnureglum og ferlum. Það skiptir einnig máli að almenningur viti að við erum að vinna á ábyrgan hátt hvað varðar jafnrétti. Fólk sem sækir um vinnu hjá okkur getur verið visst um að karlar og konur njóti sömu launaréttinda.“ Vottunarferlið hófst síðastliðið haust og frá áramótum hefur sérstakur verkefnastjóri starf-að innan bankans að því að undir-búa vottunina. Mikill vilji var meðal starfsfólks að innleiða jafnlaunakerfi og margir lögðu verkefninu lið. „Það er mikil ánægja með niðurstöðuna,“ segir Jónas.

Jafnlaunakerfið nær til fleiri þátta en jafnréttis kynjanna„Markmiðið með Jafnlaunavottun VR er að sjálfsögðu að jafna hlut kynjanna þegar kemur að launamál-

Arion banki fyrsti bankinn til að hljóta jafn-launavottun VRJafnlaunavottun VR var fyrst kynnt í febrúar 2013 og er markviss leið fyrir atvinnurekendur til að uppfylla kröfur nýs jafnlauna-staðals Staðlaráðs Íslands. Arion banki er stærsta fyrirtækið sem hefur hlotið þessa vottun og fyrsti bankinn. Kerfið mun tryggja að starfsfólki Arion banka sem vinnur sambærileg störf sé ekki mis-munað í launum.

um. Það kom okkur þó skemmtilega á óvart að þegar líða tók á ferlið átt-uðum við okkur á því að jafnlauna-kerfið nær til fleiri þátta. Þannig tryggir kerfið að jafn verðmæt störf eru borin saman þvert yfir bank-ann, ekki eingöngu á milli kynja. Sem dæmi má nefna að sambærileg störf eru borin saman á milli höfuð-borgarsvæðisins og landsbyggðar, milli deilda og sviða og á kerfið að tryggja að sambærileg laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf óháð búsetu eða öðrum þáttum. Jafn-launavottunin tryggir því jafnrétti

starfsmanna almennt, þvert yfir ein-ingar, en ekki aðeins á milli kynja. Ég get ekki annað en mælt með því að sem flest fyrirtæki fari í gegnum þetta ferli sem er virkilega hollt og lærdómsríkt,“ segir Jónas.

Hluti af stærri jafnréttisstefnuÍsland telst vera fremst í flokki í jafnréttismálum á heimsvísu, sam-kvæmt Global Gender Gap Report. „Það er skýr krafa starfsmanna Arion banka að þeir geti treyst því að konur og karlar sitji við saman borð þegar kemur að launaákvörð-

unum og er jafnlaunavottunin liður í því að tryggja að svo sé. Við erum með skýra jafnréttisstefnu og sér-staka jafnréttisnefnd starfandi inn-an bankans. Þar er verið að huga að ýmsum öðrum þáttum eins og til dæmis ráðningum og kynjaskipt-ingu í deildum,“ segir Jónas. „Að lokum vil ég fyrir hönd starfsfólks Arion banka óska landsmönnum öll-um til hamingju með 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.“

Unnið í samstarfi við

Arion banka

Jónas Hvannberg, starfsmannastjóri hjá Arion banka. Arion banki er stærsta fyrirtækið sem hlotið hefur jafnlaunavottun VR. Þess má geta að listaverkið sem er í bakgrunni er eftir listakonuna Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur en verkið er hluti af sýningunni Fletir sem nú stendur yfir í Arion banka. Mynd/Hari.

B orgarsögusafn Reykjavíkur stendur fyrir tveimur merki-legum sýningum í tilefni

þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Um er að ræða sýningarnar Sjókonur sem búið er að koma fyrir í Sjóminjasafn-inu í Reykjavík og sýninguna Hjá-verkin sem sýnd er í Árbæjarsafni en bæði söfnin heyra undir Borgar-sögusafn.

Sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíðSjókonur er ný sýning í Sjóminja-safninu í Reykjavík sem rekur sögu íslenskra kvenna sem sóttu sjóinn, í fortíð og nútíð. Sýningin er sam-starfsverkefni Borgarsögusafns og dr. Margaret E. Willson, mann-fræðings við háskólann í Washing-ton í Bandaríkjunum. „Undanfarin ár hefur hún safnað heimildum um sjósókn íslenskra kvenna, frá upp-hafi byggðar til vorra daga. Sýning-in byggir á áður óbirtum rannsókn-um dr. Willson en þær kollvarpa þeim hugmyndum sem uppi eru um sjósókn kvenna sem var og er mun almennari en áður var talið,“ segir Íris Gyða Guðbjargardóttir sýningarstjóri. Frásagnir af konum sem sóttu sjó markast ekki síst af hugdirfsku þeirra á sjó, útsjónar-semi og styrk. Heimildir greina frá aflsæknum konum og kvenkyns

formönnum. Finna má frásagnir af konum sem fæddu börn úti á opnu hafi eða í flæðarmáli rétt eftir lendingu. Þessi dæmi og fjölmörg fleiri benda til þess að sjósókn hafi verið eðlilegur hluti af lífi margra kvenna.

HjáverkinÁ Árbæjarsafni opnaði nýverið sýn-ingin Hjáverkin – atvinnusköpun kvenna í heimahúsum 1900-1970 sem byggir á safnkosti Borgarsögu-safns Reykjavíkur og rannsóknum safnsins á vinnu kvenna. Ábyrgð kvenna á eigin afkomu og afkomu fjölskyldunnar hefur almennt ekki verið mikils metin í samfélagslegri umræðu, bókmenntum og sögu-bókum. Langt fram eftir 20. öld voru karlar fyrirvinnur en konur voru heima. Framleiðsla kvenna hefur í gegnum tíðina verið vand-lega falin og vantalin í hagrænum skilningi. „Sýningin er því óður til kvenna. Óður til framtaksemi þeirra, hugmyndaauðgi og sjálfs-bjargarviðleitni. Konur hafa ætíð axlað ábyrgð en möguleikar þeirra hafa oft á tíðum verið afar takmark-aðir,“ segir Gerður Róbertsdóttir sýningarhöfundur. Á sýningunni er ljósi varpað á þessa földu veröld kvenna, hvernig konum tókst að afla tekna í hjáverkum samhliða skyldu-störfum til að sjá sér og sínum far-

Sýningar um sjómennsku og atvinnusköpun kvenna

borða. Frítt verður inn á Árbæjar-safn í dag, 19. júní, og boðið verður upp á leiðsögn um öll hús safnsins klukkan 11 og 14.

100 viðburðir í tilefni 100 áraSýningarnar eru hluti af 100 við-burðum sem borgin stendur fyrir

í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Ár-bæjarsafn og Sjóminjasafnið eru opin daglega frá kl. 10-17. Árbæjar-safn er í Kistuhyl, 110 Reykjavík og Sjóminjasafnið í Reykjavík er á Grandagarði 8, 101 Reykjavík. Á

vefsíðunni www.borgarsogusafn.is má nálgast nánari upplýsingar og þar er einnig að finna viðburða-dagatal sem sýnir alla viðburði safnsins.

Unnið í samstarfi við

Borgarsögusafn Reykjavíkur

Sýningin Sjókonur fer fram í Sjóminjasafn-inu í Reykjavík í tilefni 100 ára afmælis kosn-ingaréttar kvenna. Mynd/Borgarsögusafn

Sýningin Hjáverkin í Árbæjarsafni fjallar um atvinnu-sköpun kvenna í heimahúsum á tímabilinu 1900-1970. Frítt er inn á safnið í dag, 19. júní. Mynd/Borgarsögusafn

Page 87: 19 06 2015

19. júníHelgin 19.-21. júní 2015 15

Fjóla Kristín Helgadóttir, starfsmannastjóri hjá IKEA á Íslandi og Valgerður María Friðriksdóttir aðstoðarstarfsmannastjóri.

IKEA sýnir jafnréttisstefnu í verkiIKEA á Íslandi var meðal fyrstu fyrirtækjanna til að hljóta jafn-launavottun VR í apríl 2013. Með vottuninni skuldbindur IKEA sig til að greiða jöfn laun og sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu og jafnverðmæt störf óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstudd-um viðmiðunum.

J afnlaunavottun VR var fyrst kynnt í febrúar 2013 og var IKEA meðal þriggja fyrirtækja

sem hlaut vottunina þremur mánuð-um seinna. Jafnlaunavottunin er fyrir öll fyrirtæki og opinberar stofnanir og byggir á Jafnlaunastaðli Staðlar-áðs Íslands. Undanfarin ár hefur umræðan um kynbundinn launa-mun verið áberandi og samkvæmt VR hefur kynbundinn launamunur innan félagsins dregist saman um rúman þriðjung frá árinu 2000. Þó er enn 9,4% óútskýrður munur á launum karla og kvenna innan VR.

Hluti af jafnréttisáætlunHjá IKEA á Íslandi starfa um 270 starfsmenn, helmingur þeirra eru konur. „Það er hluti af starfsmanna-stefnu okkar að framfylgja jafnrétt-isáætlun fyrirtækisins og fellur jafn-launastefna þar undir,“ segir Fjóla Kristín Helgadóttir, starfsmanna-stjóri hjá IKEA. Með jafnréttisáætl-un er það markmið fyrirtækisins að sjá til þess að hver einstaklingur sé metinn á eigin forsendum og fyllsta jafnræðis sé gætt milli allra starfs-manna. „Það er auðvelt fyrir fyrir-tæki að setja niður á blað skriflega yfirlýsingu um hvernig skuli vinna að og viðhalda sanngirni og jafn-rétti. Annað mál er svo að fara eftir því og fá það staðfest og sannreynt af óháðum aðilum. Það hlýtur því að vera jákvætt fyrir vinnustaði og traust starfsmanna til stjórnenda fyrirtækisins að fá óháða aðila til að sannreyna að engin mismunun á sér

stað innan fyrirtækisins hvað launa-ákvarðanir varðar, eða verklag sem snýr að þeim,“ segir Fjóla Kristín.

Vottun án launabreytinga„Vorið 2013 ákváðum við hjá IKEA að fara í gegnum jafnlaunaferli VR þar sem framkvæmd var fagleg út-tekt óháðra aðila á því hvort innan veggja fyrirtækisins væri verið að greiða misjöfn laun fyrir jafn verð-mæt störf,“ segir Fjóla Kristín. Vottunarferlið gekk afar vel. „Við getum verið stolt af því að hafa fengið vottunina án þess að þurfa að breyta launum hjá nokkrum starfsmanni. Þetta var því í góðum farvegi hjá okkur fyrir vottunina en vissulega var stórt skref að hljóta vottunina þar sem hún sannreynir að orð eru sýnd í verki hjá okkur hvað varðar jafnlaunastefnuna.“ Hjá IKEA fer reglulega fram endur-mat með reglubundnum hætti þar sem utanaðkomandi aðilar fram-kvæma launagreiningu og rýna í vinnubrögð og ferla. „Í síðustu við-haldsúttekt sem framkvæmd var núna í júní mældist kynbundinn launamunur 0,1%, sem við erum afar stolt af. Við hvetjum fyrirtæki til að sýna orð í verki, setja sér jafn-launastefnu og sækja sér jafnlauna-vottun. Vottunin er stórt skref í því að tryggja jafnrétti á vinnumarkaði og afnema kynbundinn launamun,“ segir Fjóla Kristín.

Unnið í samstarfi við

IKEA

Til hamingju með daginn konur!

Page 88: 19 06 2015

19. júní Helgin 19.-21. júní 201516

Bernharð Laxdal, hefur þjónustað íslenskar konur í 77 ár með gæða kvenfatnað, og höldum því áfram,

verið velkomnar, ýmis tilboð í gangi í tilefni kvennadagsins

Konur taka á hörðustu málefnunumÞað er best fyrir samfélagið að auka hlut kvenna í pólitík. Þær takast á við hörðustu málefnin, málefni sem snerta kviku þess að vera mannlegur, segir Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur, forstöðumaður Kvennasögusafnsins og formaður afmælisnefndar 100 ára kosningaréttar kvenna. Auður ræðir við Fréttatímann í til-efni dagsins um upphaf kvenréttinda, kosningaréttinn og þátttöku kvenna í stjórnmálum.

Þ ann 19. júní 1915 fengu ís-lenskar konur, 40 ára og eldri, kosningarétt. Af hverju

þessi skilyrði, af hverju ekki allar konur?

„Þetta er mjög sérstakt og al-gjört einsdæmi í heiminum. Þetta kom þannig til að 1911 samþykkti Alþingi kosningarétt allra, kvenna og karla, 25 ára og eldri, það er að segja þeirra sem ekki voru hjú en það var þjóðfélagshópur sem var ekki sjálfstæður í lagalegum skilningi. En Jón Jónsson í Múla hét þingmaður sem kom fram með breytingatillögu um að konur fengju þennan rétt 40 ára en ekki 25 ára. Hann færði fyrir því rök að konur væru ekki nógu þroskaðar og þyrftu tíma, en hann var reyndar á móti kosningarétti kvenna. Þetta ákvæði

datt út en var svo aftur sett inn árið 1913 og allir þingmenn nema fimm samþykkja það. Rökin sem voru not-uð á þinginu voru meðal annars þau að það væri hættulegt að gefa öllum nýjum hópum, sem sagt konum og vinnumönnum, allan réttinn í einu. Það væri þá meirihluti kjósenda og því beinlínis hættulegt. Betra væri að þetta kæmi í skömmtum. Jafn-rétti átti að nást á 15 árum, með því að lækka réttinn um eitt ár á ári. En sem betur fer þá björguðu Danir okkur frá því með sambandslaga-samningnum og árið 1920 fengu ís-lenskar konur jafnrétti.“

En það fengu ekki aðeins konur kosn-ingarétt, heldur líka vinnumenn. Af hverju fögnum við kvenréttindum á þessum degi?

„Þetta er fyrst og fremst og ein-göngu kvenréttindamál. Alveg frá 1887 voru íslenskar konur að tala fyrir þessu. Hið íslenska kvenfélag var svo stofnað árið 1894 og það hafði þá stefnu að vinna að pólitísku jafnrétti og kosningarétti. Þá fór baráttan af stað og félagið gekkst fyrir undirskriftasöfnunum þar sem skorað var á þingið að samþykkja pólitísk réttindi fyrir konur.“

„1915 fengu svo konur og vinnu-menn, 40 ára og eldri, kosningarétt. Það er erfitt að reikna út hversu margir voru vinnumenn á þessum tíma en ég hef séð í riti Hagstofunn-ar leitt að því getum að um 1.500 vinnumenn hafi fengið kosningarétt árið 1915 en þetta voru um 12.000 konur. Þannig að þetta var klárlega gert fyrir konur. Síðan færist aldurs-takmarkið niður, bæði fyrir konur og vinnumenn, en hvað vinnumenn voru margir 25 ára og eldri á þess-um tíma veit ég ekki en þeir hafa kannski verið um 3 til 4 þúsund á meðan réttindin áttu við allar kon-ur landsins.“

„Þeir sem eru eftir, þegar lögin eru sett 1920 og færa öllum 25 ára og eldri jafnrétti, eru þeir sem skulda fá-tækrastyrk og þeir sem voru dæmd-ir ólögráða einstaklingar, til dæmis vegna geðsýki eða þroskahömlunar og þeir sem höfðu flekkað mannorð. Það er svo 1934 sem fátækrastyrkur-inn er tekinn út en ekki fyrr en 1984 sem ólögráða markið og mannorðs-missir var tekið burt.“

Það var svo Ingibjörg H. Bjarnason sem settist fyrst kvenna á Alþingi árið 1922, sem fulltrúi kvenna. Hvernig kom það til?„Það var settur saman listi árið 1922 af kvenfélögum, bæði í Reykjavík og úti á landi, og mein-ingin var sú að hún ætti að vinna þeim málum gagn á þingi sem voru konum efst í huga. Flokkarnir buðu konum ekki sæti á sínum listum en hér í Reykjavík höfðu konur verið með kvennalista og haft talsvert mikil áhrif á bæjarmálin. En 1920 þegar þær voru komnar á lista hjá öðrum flokkum var þeim ekki ætl-að sæti lengur og því sparkað úr bæjarstjórn. Þá urðu konur mjög reiðar og reiðin varð til þess að þær fóru af stað með þennan lista. Sem gekk svona ljómandi vel og Ingi-björg rauk inn á þing.“

Hver voru helstu hugðarefni kvenna á þessum tíma?„Aðaláhugamálið, og það sem Ingi-björg sagði sjálf að hún myndi beita sér mest fyrir, var Landspítalamálið. Að beita sér fyrir því að ríkisstjórn-in legði peninga í byggingu Land-spítala. Þetta ákváðu konur eftir að hafa fengið kosningaréttinn 1915 en þá héldu þær stóran fund til að reyna að finna út hvernig þær gætu minnst þessa réttar. Og þá ákváðu þær að byggja spítala fyrir alla lands-menn. Og þegar horft er til baka þá er þetta þvílíkur stórhugur að maður á bágt með að finna eitthvað sem lík-

ist þessu í dag. En þetta var á tíma mikillar bjartsýni og bjartsýnin færir fjöll. Þær hófu söfnun fyrir spítala um allt land og 19. júní var ákveðinn Landspítalasjóðsdagur og upp frá því var farið að halda hátíð 19. júní þar sem safnað var fyrir Landspítal-anum og kosningaréttarins minnst og dagurinn kallaður kvenréttinda-dagurinn. Ingibjörg fór inn á þing meðal annars til að fylgja þessu máli eftir. Landspítalinn tók til starfa árið 1930 og gamla byggingin er minnis-varði um kosningarétt kvenna. Við skulum aldrei gleyma því.“

Hlutur kvenna á Alþingi var svo ekki mjög stór fram eftir öldinni.„Nei, það var hann ekki. Fyrir 1983 höfðu konur verið mest 5% á þingi en þá koma fram tvö ný framboð, Kvennalistinn og Banda-lag jafnaðarmanna. Þá tók hlutur kvenna á alþingi kipp úr 5% í 15% og nær öll aukningin kom frá þess-um tveimur nýju flokkum, 3 kon-ur frá Kvennalista og 2 konur frá Bandalagi jafnaðarmanna. Síðan í næstu kosningum, árið 1987, þá áttuðu hinir flokkarnir sig á því að þetta gengi ekki lengur, að það gæti verið sniðugt reyna hala upp atkvæðin með konum. Og þá fór hlutur kvenna í 20% og konur fengu örugg sæti á lista, ekki bara sem skraut. Síðan hefur leiðin leg-ið upp á við.“

Framhald á næstu opnu

Page 89: 19 06 2015

Auður Styrkársdóttir, stjór-nmálafræðingur, forstöðumaður Kvennasögusafnsins og formaður afmælisnefndar 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. „Ég hef nú alltaf verið fylgjandi kvótum. Bæði sem manneskja og sem stjórnmála-fræðingur sem hefur fylgst mikið með skrifum um hvernig á að fjölga konum á þingi.“ Mynd/Hari

SUMARKORTSumarið lítur vel út í World Class því nú geturðu nælt þér í heilsuræktarkort á sérstöku sumartilboði. Sumarkortið gildir í öllum stöðvum okkar og kostar

mánuðurinn aðeins 7.490 kr.

Nánari upplýsingar í síma 553 0000 og á worldclass.is

7.490 KR. MÁNAÐARKORT

AÐEINS

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is

Opið: Mán. - föst. kl. 09-18

innréttingardanskar

í öll herbergi heimilisins

Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum,

geFa þér endalausa möguleika á að setja saman þitt eigið rými.

við hönnum og teiknum Fyrir þigKomdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.

sterkar og glæsilegar

þitt er valiðÞú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

betr

i sto

Fan

Lokað á laugardögum í sumar

Page 90: 19 06 2015

19. júní Helgin 19.-21. júní 201518

Perspi Guard Bakteríusápa og svitastoppari

Dreifing: Ýmus ehf

Guard og svitastoppari

Fæst í apótekum

Til meðhöndlunar á vandamálum vegna ofsvitnunar

„Húrra fyrir okkur konum! Og dálítið húrra fyrir Hannesi Hafstein“ sagði Bríet Bjarnhéðinsdóttir í kjölfar áfangasigurs í baráttunni fyrir auknum réttindum kvenna. Bríet gaf Hannesi rauðar rósir með hvítum og bláum silkiböndum í þakklætisskyni fyrir liðveisluna. Í minningu vináttunnar og samvinnunnar skrýðist Hannesarholt rauðum rósum á þessum merku tímamótum.

Hannesarholt óskar öllum konum og körlum til hamingju með hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna og fátækra karla. Verið velkomin í húsið sem Hannes Hafstein byggði fyrir hundrað árum síðan.Opið alla virka daga frá 8-17 og um helgar frá 11-17.

Hvað breytist þegar konur fara á þing? Hvaða máli skiptir það?„Það skiptir ótrúlegu máli þegar maður lítur yfir söguna og sér hvaða mál er verið að ræða á þingi. Það eru til dæmis konur sem hafa áhuga á réttindum kvenna. Karlar hafa það líka svona í orði en á borði eru þeir uppteknari af öðrum hlutum. Það situr í mér sænsk rannsókn sem var gerð fyrir tíu árum á meðal sænskra þing-manna. Þar kom í ljós að aðeins 6% þingmanna, þ.e karlanna, höfðu áhuga á réttindum kvenna. Þetta segir manni að það sé beinlínis nauð-synleg fyrir konur að hafa konur á þingi, og þar með samfélagið allt því það er nú byggt af bæði körlum og konum.“

Nú er oft sagt að konur komi „mýkri“ málefnum að, sem snerti frekar heimilið og fjölskylduna. Að þeirra áherslur í pólitík séu aðrar en karla. Er það rétt?„Það er talað um mýkri mál en í reynd eru þetta afar hörð mál. Þetta eru miklu harðari mál en til dæmis hafnarstjórn eða utanríkismál. Þetta eru mál sem snerta okkar daglega líf og snerta kviku þess að vera manneskja, og það er mjög hart og erfitt. Stundum er sagt að konur hafi verið settar í félagsmálin og fengu bara að vera í hinu og þessu, en þá finnst mér vera lítið gert úr þeim. Kannski var það óvart að konur voru settar í þessi mál þar sem körlunum þóttu þetta vera léttvægari málaflokkar. En það eru þeir al-deilis ekki.“

Hvernig er best að virkja konur? Eru kynjakvótar góðir til þess?„Ég hef nú alltaf verið fylgjandi kvótum. Bæði sem manneskja og sem stjórnmálafræðingur sem hefur fylgst mikið með skrifum um hvernig á að fjölga konum á þingi. Þetta er umræða sem hefur farið fram frá því að ég man eftir mér. Og kvótar eru fljótlegasta leiðin til að fjölga konum, eða hverjum þeim sem maður vill sjá meira af. Ef reglurnar eru skýrar þá skapa þeir líka minnst vandræði. Við getum litið á kvóta svona eins og stillans þegar við erum að byggja fallegt hús. Við viljum að húsið standi og setjum upp still-ansa til að gera húsið enn fallegra og geta unnið í næði og í öruggu umhverfi. Svo þegar það get-ur staðið sjálft þá tökum við stillansana í burtu og það fallega kemur í ljós. Kvótarnir eru stoðir í kringum það sem við viljum sjá, en um leið og það er komið þá getum við tekið þær í burtu.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Land-spítalinn tók til starfa árið 1930 og gamla byggingin er minnis-varði um kosn-ingarétt kvenna. Við skulum aldrei gleyma því.

Page 91: 19 06 2015

- Léttsveit Reykjavíkur og Kvennakórinn Katla

syngja Áfram stelpur. Texti eftir Dagnýju Kristjánsdóttur og Kristján J. Jónsson við lag eftir Gunnar Edander.

- Baráttuávarp, Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands. Tónlist.

Kynnir er Þórunn Lárusdóttir leikkona.

Ráðhús Reykjavíkur kl. 17.00

- Með eld í brjósti. Gjörningur Elínar Önnu Þóris-dóttur og Hörpu Rúnar Ólafsdóttur. Kvennakórinn Katla syngur undir stjórn Lilju Daggar Gunnars-dóttur og Hildigunnar Einarsdóttur.

- Söngflokkurinn Áfram stelpur flytur nokkur lög af plötunni Áfram stelpur.

- Leiklestur úr Lokaæfingu eftir Svövu Jakobsdóttur. Nanna Kristín Magnúsdóttir og Stefán Hallur

Stefánsson leikarar flytja.

- Verðlaun afhent í smásagnasamkeppni Soroptimista vegna 100 ára afmælisins.

- Unnur Sara Eldjárn syngur og leikur eigin lög.

Dagskrá á vegum Ungra femínista í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 13.00–17.00

Guðsþjónusta kl. 20.00

Kvennamessa Kvennakirkjunnar á Klambratúni.

Höfundur óþekktur – tónleikar í Hörpu kl. 20.30

Tónleikar KÍTÓN og framkvæmdanefndar um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þema: Höfundarverk kvenna – kynjasnúningur og endurkoma. Tónleikunum er sjónvarpað beint á RÚV.

Opnun sýninga kl. 15.00 og 17.00

15.00 Hvað er svona merkilegt við það? – Störf kvenna í 100 ár. Sýningin opnuð í Þjóðminjasafninu.

17.00 Tvær sterkar. Sýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur og hinnar færeysku Ruth Smith opnuð á

Kjarvalsstöðum.

Allan daginn – sýningar um bæinnkl. 08.00–19.00

08.00–19.00 VERA:KVEN:VERA. Innsetning Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur í Ráðhúsi Reykjavíkur.

09.00–17.00 Vér heilsum glaðar framtíðinni. Sýning í Þjóðarbókhlöðu.

10.00–17.00 Hjáverkin – atvinnusköpun kvenna í heimahúsum. Sýning í Árbæjar-safni. Aðgangur ókeypis og leiðsögn um þátt kvenna í öllum húsum safnsins kl. 11.00 og 14.00.

11.00–18.00 Ásýnd kvenna við upphaf kosningaréttar 1915. Sýning

Borgarskjalasafns Reykjavíkur í Grófarhúsi.

11.00–18.00 Sjókonur. Sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíð. Sýning í Sjóminja-safninu.

Hluti viðburða er í samstarfi við Reykjavíkurborg, söfnin í borg inni, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Kvennakirkjuna.

Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli

kosningaréttar kvenna

Óðinstorg, Hljómskálagarðurinn og Hallveigar­staðir kl. 11.00–14.00

11.00–11.40 Tónlistarhópurinn Náttsól frá Hinu húsinu og Unnur Sara Eldjárn flytja lög eftir kventónskáld á Óðinstorgi.

12.00–13.00 Gjörningaklúbburinn við Perlufestina í Hljómskálagarði.

13.15 Ganga frá Perlufestinni í Hólavalla-kirkjugarð við Suðurgötu. Forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir,

leggur blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.

13.30 Opið hús á Hallveigarstöðum: Félög kvenna fyrr og nú. Ávörp, súpa og spjall. Formleg dagskrá hefst kl. 14.00.

Lækjargata ómar til heiðurs konum kl. 14.30–15.30

14.30 Söngfjelagið undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar syngur við Stjórnarráðið.

14.50 Nýlókórinn undir Snorra Sigfúsar Birgissonar flytur talverkið Vatns-berann eftir Hörpu Björnsdóttur við styttuna Vatnsberann.

15.10 Sönghópur úr Domus Vox undir stjórn Margrétar Pálmadóttur syngur við styttuna Móðurást.

Austurvöllur ómar til heiðurs konum kl. 15.00–16.00

Höfundarverk kvenna í öndvegi:

15.00 Karlakórinn Þrestir undir stjórn Jóns Kristins Cortez.

15.20 Söngsveitin Fílharmónía undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.

Skrúðganga frá Miðbæjarskóla að Austurvelli, safnast saman kl. 15.30, hefst kl. 15.45

Barnakór Vatnsendaskóla með íslenska fána leiðir göngu frá Miðbæjarskólanum inn á Austurvöll ásamt harmonikusveit stúlkna, félögum í Æskulýðssambandi Íslands, Æskulýðsvettvangnum og öðrum hátíðar-gestum.

ATHÖFN VIÐ AUSTURVÖLL kl. 16.00–17.00 (bein sjónvarpsútsending RÚV)

- Kórsöngur: Vorlauf, lag Hildigunnar Rúnarsdóttur við ljóð Þorsteins Valdimarssonar.

- Ávarp: Frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands, talar frá svölum Alþingishússins.

- Léttsveit Reykjavíkur undir stjórn Gísla Magna Sigríðarsonar frumflytur Við gerum fagran neista að björtu báli. Lag eftir Gísla Magna, ljóð eftir

Guðrúnu Evu Mínervudóttur.

- Ávarp forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, frá svölum Alþingishússins.

- Barnakór Vatnsendaskóla undir stjórn Þóru Marteins dóttur syngur Dómar heimsins dóttir góð. Lag eftir Valgeir Guðjónsson, ljóð eftir

Jóhannes úr Kötlum.

- Afhjúpun listaverks eftir Ragnhildi Stefánsdóttur. Höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason alþingis-manni, fyrstu konunni sem kjörin var til setu á Alþingi, afhjúpuð við Skála Alþingis. Gefendur eru:

Dagskrá í Reykjavík 19. júní 2015

r10g80b150

r183g183b183

pantone 2935

pantone 429

c100m47y0k0

rgb pantone cmyk

c0m0y0k30

Hátíðahöld verða víða um land 19. júní, sjá dagskrá á hverjum stað á vefslóðinni: www.kosningarettur100ara.is

Page 92: 19 06 2015