09 08 2013

52
EINNIG Í FRÉTTATÍMANUM Í DAG: SÉRKAFLI UM HLAUP: FÉKK HLAUPARÁÐGJÖF Í FIMMTUGSAFMÆLISGJÖF – LÖGIN Á ENDASPRETTINUM – GÓÐ RÁÐ FYRIR HLAUPARA VIÐTAL LILJA TORFADÓTTIR OG GUÐBJÖRG ÁRNADÓTTIR FAGNA GAY PRIDE UM HELGINA 20 VERUM HÝR Rakel vill efla upplýsinga- tækni í skólum 16 VIÐTAL VIÐTAL Friður raunveru- leg auðæfi Jamil flúði frá Sýrlandi til Íslands á síðasta ári og hefur nú fengið konu sína og þrjá syni þeirra til sín. Hann segir enga lausn í sjónmáli í Sýrlandi. SÍÐA 12 Á listamanna- launum í Svíþjóð 9.–11. ágúst 2013 32. tölublað 4. árgangur HELGARBLAÐ Hadda Fjóla Reykdal myndlistarmaður hefur nær allan sinn starfsferil búið í Sví- þjóð en flutti aftur til Íslands í lok síðasta árs. Spjaldtölvur auka áhugann 50 DÆGURMÁL Slökun með dansi 30 HEILSA Ljósmynd/Hari Útskúfað vegna kynhneigðar Lilju Torfadóttur var útskúfað úr Vottum Jehóva þegar hún kom út úr skápnum fyrir fáeinum árum. Hún fæddist inn í söfnuðinn og var mjög virk innan hans en útskúfunin gerði það að verkum að hún getur ekki heilsað sumum í fjölskyld- unni og mörgum æskuvinum í dag – fyrir þeim er hún ekki til. Hún á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum sem hún giftist 17 ára innan safnaðarins og eitt barn með fyrrum eiginkonu sinni sem þær eignuðust eftir glasafrjóvgun. Í sumar gekk hún í hjónaband með sambýliskonu sinni til tveggja ára, Guðbjörgu Árnadóttur. Tristan Gribbin kennir dans- hug- leiðslu 24 VIÐTAL Leikstýrðu NFL auglýsingu Afrakstur tvíeyk- isins Gunnars Páls og Samúels Bjarka verður sýndur í sjónvarpi um heim allan Austurveri Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.is Við opnum kl: Og lokum kl: Við opnum kl : Og lokum kl: Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

description

news, newspaper, iceland

Transcript of 09 08 2013

Page 1: 09 08 2013

Ein

nig

í Fr

étta

tím

an

um

í d

ag

: S

érk

aFl

i u

m h

lau

p:

Fék

k h

lau

par

áð

gjö

F í

Fim

mtu

gSa

Fmæ

liSg

jöF

– lö

gin

á e

nd

aSp

ret

tin

um

– g

óð

ð F

yr

ir h

lau

par

a

Viðtal lilja torfadóttir og guðbjörg Árnadóttir fagna gay Pride um helgina

20

Verum hýr

Rakel vill efla upplýsinga-tækni í skólum

16viðtal

viðtal

Friður raunveru-leg auðæfi

jamil flúði frá Sýrlandi til íslands á síðasta

ári og hefur nú fengið konu sína og þrjá syni

þeirra til sín. hann segir enga lausn í

sjónmáli í Sýrlandi.

síða 12

Á listamanna-launum í Svíþjóð

9.–11. ágúst 201332. tölublað 4. árgangur

h e l g a r b l a ð

hadda Fjóla reykdal myndlistarmaður hefur nær allan sinn starfsferil búið í Sví-þjóð en flutti aftur til íslands í lok síðasta árs.

Spjaldtölvur auka áhugann

50DægurmÁl

Slökun með

dansi

30HEilSa

Ljós

myn

d/H

ari

Útskúfað vegna kynhneigðarLilju Torfadóttur var útskúfað úr Vottum Jehóva þegar hún kom út úr skápnum fyrir fáeinum árum. Hún fæddist inn í

söfnuðinn og var mjög virk innan hans en útskúfunin gerði það að verkum að hún getur ekki heilsað sumum í fjölskyld-unni og mörgum æskuvinum í dag – fyrir þeim er hún ekki til. Hún á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum sem hún giftist 17 ára innan safnaðarins og eitt barn með fyrrum eiginkonu sinni sem þær eignuðust eftir glasafrjóvgun. Í

sumar gekk hún í hjónaband með sambýliskonu sinni til tveggja ára, Guðbjörgu Árnadóttur.

Tristan Gribbin kennir dans-hug-

leiðslu

24viðtal

leikstýrðu nFl auglýsingu

afrakstur tvíeyk-isins gunnars

páls og Samúels Bjarka verður

sýndur í sjónvarpi um heim allan

Austurveri

Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.isVið opnum kl: Og lokum kl:Við opnum kl: Og lokum kl: Opnunartímar

08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

Page 2: 09 08 2013

Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t

KjúKlingamáltíð fyrir 4

Grillaður kjúklingur – heill

Franskar kartöflur – 500 g

Kjúklingasósa – heit, 150 g

Coke – 2 lítrar*

*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

1990,-Verð aðeins

+ 1 flaska af2 L

Grillaður kjúklingur – heillGrillaður kjúklingurGrillaður kjúklingur

Flugslys Flugmaðurinn sem liFði aF haFði áður liFað aF Flugslys 5. ágúst

Fjögur flugslys 5. ágústSigríður Dögg Auðunsdóttir

[email protected]

Frá árinu 2001 hafa fjögur flugslys átt sér stað þann 5. ágúst, hið síðasta var flugslysið á Akureyri þar sem tveir létust og einn komst lífs af. Sá sem komst lífs af í flugslys-inu á Akureyri á dögunum hafði einnig lifað af flugslys sem átti sér stað sama dag, hinn 5. ágúst árið 2001, í Garðsár-dal. Var hann þá flugnemi en auk hans var flugkennari sem slapp einnig ómeiddur. Rannsóknarnefnd flugslysa komst að þeirri niðurstöðu að eldsneytisskortur hefði valdið slysinu.

Hinn 5. ágúst árið 2007 varð flugslys í Nýjadal á Sprengi-sandsleið þar sem flugvel hlekktist á í flugtaki. Tveir flug-menn voru um borð og tveir farþegar en engan sakaði. Árið 2011 varð flugslys á Ísafjarðarflugvelli þennan sama dag er lítil vél fauk út af flugbrautinni og hafnaði á hvolfi. Tveir full-orðnir voru um borð í vélinni og eitt barn en engan sakaði.

Tveir létust í flugslysi á Akur-eyri um síðustu helgi. Þetta var í fjórða skiptið frá árinu 2001 sem flugslys á sér stað hinn 5. ágúst. Mynd/Völundur

Götulokanir vegna göngu Hinsegin dagaÍ tengslum við Gleðigöngu Hinsegin daga á morgun, laugardag, verður götum í kringum gönguleiðina lokað. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að búast megi við fólksfjölda og því verði óhjákvæmilega truflanir á bílaumferð um tíma. Lækjargata er meðal þeirra gatna sem verður lokað en frá klukkan sex að morgni laugardags til átta um kvöldið verður henni lokað til suðurs á milli Geirsgötu og Hafnarstrætis. Til norðurs verður Lækjargötunni lokað frá 13 til 17. Gleðigangan leggur af stað frá BSÍ klukkan 14 og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá við Arnarhól sem mun standa til 17:30. Á vefnum reykjavikpride.com má nálgast nánari upplýsingar um götulokanir og dagskrá hátíðarinnar.-dhe

Níu banaslys í umferðinni á árinuÞað sem af er ári hafa níu látist í umferðarslysum hér á landi en það eru jafn margir og allt árið í fyrra. Árið 2011 létust tólf í umferðar-slysum. Banaslysum í umferðinni hefur fækkað á undanförnum árum en á fyrsta áratug aldarinnar létust að meðaltali 22 á ári miðað við tæplega tíu á ári að meðaltali tímabilið 2010 til 2012. Stjórnvöld hafa sett sér það langtímamark-mið að fjöldi látinna í umferðinni verði með því lægsta sem gerist í heiminum og árið 2010 var fjöldi látinna í umferðinni á Íslandi hlutfallslega lægstur í heiminum.-dhe

Verslanir Rauða krossins fá viðurkenninguTímaritið Reykjavík Grapevine hefur útnefnt verslanir Rauða krossins við Hlemm og á Laugavegi bestu verslanir borgarinnar sem selja notaðan fatnað. Að valinu stóðu lesendur tímaritsins, greinarhöfundar, hönnuðir og aðrir álitsgjafar að því er kemur fram á vef Rauða krossins. Á viðurkenn-ingarskjölum verslananna er þeim þakkað fyrir að lífga upp á reykvískan veruleika.

Í verslununum er seldur fatnaður sem safnast í fatasöfnunarverkefni Rauða kross-ins og er það orðið eitt helsta fjáröflunar-verkefni fyrir Hjálparsjóð Rauða krossins. Árið 2012 var afrakstur verkefnisins um 88 milljónir króna. Á höfuðborgarsvæðinu starfa um tvo hundruð sjálfboðaliðar við söfnun, flokkun og sölu á fatnaði og skila þeir árlega um 19.000 vinnustundum.-dhe

s tór hluti okkar endar uppi barnlaus og er í mikilli hættu á að einangrast þegar komið er á efri ár,“ segir Páll

Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Hann er mjög hlynntur þeirri hugmynd að kom-ið verði á sérstökum þjónustuíbúðum fyrir hinsegin-fólk á efri árum. „Ég er orðinn 43 ára, ég er orðinn of gamall til að fá að ættleiða. Nú þarf ég bara að huga að minni framtíð. Ég vona að ég verði nógu heilsu-hraustur til að fara aldrei á elliheimili en ef ég þarf þess þá myndi ég vilja flytja á stað með öðru hinsegin-fólki,“ segir hann.

Fáir sem hafa komið út úr skápnum sem samkynhneigðir eru nú á elliheimili. Hörður Torfason, söngvaskáld og frum-kvöðull, var fyrstur til að koma opinber-lega út sem hommi á Íslandi árið 1975 og víst að margir eldri en hann hafa verið og eru enn í skápnum.

Þórir Björnsson er stoltur hommi, orðinn 87 ára, og búsettur í þjón-ustuíbúðum eldri borgara í Reykjavík þar sem hann er afar sáttur. „Við Palli höfum rætt þetta og þá hugmynd að kunningjar tækju sig saman og keyptu litlar íbúðir í sama húsi svona þegar þeir

fara að hugsa til elliáranna. Það er mikið af eldra fólki sem á ekki vini sem geta komið í heimsókn. Ég er heppinn, á marga vini og get ferðast um.“ En honum finnst elli-heimili fyrir samkynheigða vera stórgóð hugmynd. „Þetta væri voðalega sniðugt. Í raun fyndist mér að Samtökin 78 ættu að hafa einhverja forgöngu um að koma svona löguðu á,“ segir hann.

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræð-ingur bendir á að dvalarheimili samkyn-hneigða eldri borgara séu vel þekkt meðal stærri ríkja. „Samkynhneigðir koma sam-an eins og aðrir hópar á tilteknum stöðum. Það eru sérstakir sumardvalarstaðir fyrir þá, hús og blokkir. Vandinn hér er kannski sá að það eru ekki svo margir yfir fimm-tugu komnir út úr skápnum. Meginþorri samkynhneigðra á þessum aldri er enn í skápnum og jafnvel í gagnkynhneigðu sambandi. Þörfin fyrir sérstakt elliheimili hefur því ekki verið til staðar. Réttindabar-áttan hér tók mun seinna við sér hér en í öðrum löndum, andúð í garð samkyn-hneigðra var gríðarleg og enginn þorði að koma út úr skápnum fyrr en í lok áttunda áratugarins. En auðvitað vilja menn halda hópinn og eyða ævikvöldinu með félögum sínum,“ segir hann. Miðað við þann fjölda

samkynhneigðra sem komið hafa út úr skápnum á liðnum áratugum þykir

honum blasa við að þörfin fyrir sér-stakt elliheimili komi innan tíðar.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Meginþorri samkyn-hneigðra á þessum aldri er enn í skápnum og jafnvel í gagnkyn-hneigðu sambandi.

samFélagsmál eldri samkynhneigðum mun bráðlega Fjölga mjög

Vilja elliheimili fyrir samkynhneigða

Víða erlendis eru sérstök

elliheimili fyrir samkynhneigða

eldri borgara. Páll Óskar

Hjálmtýsson segir mikilvægt að koma á slíku

fyrirkomulagi hér á landi,

meðal annars til að minnka líkur

á félagslegri einangrun. Þórir

Björnsson, 87 ára hommi, segir

tilvalið að Sam-tökin 78 beiti sér

fyrir þessu.

Þóri Björnssyni finnst að Samtökin 78 ætti að hafa forgöngu um að koma á dvalarheimili aldraðra samkynhneigðra.

Páll Óskar Hjálmtýsson er meðal þeirra sem vill fá elliheimili fyrir samkynhneigða eldri borgara.

2 fréttir Helgin 9.-11. águst 2013

Page 3: 09 08 2013

#godsamskipti

HVÍ

TA H

ÚSI

Ð /

SÍA

Page 4: 09 08 2013

GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

Kraftmikið 4ra brennara grill á frábæru verði

Opið kl. 11 - 18 virka dagaOpið kl. 11 - 16 laugardaga

www.grillbudin.is

59.900TILBOÐ Á GRILLUM OG

GARÐHÚSGÖGNUM

FÖSTUDAG OG

LAUGARDAG

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Strekkingvindur af Sa og Skúrir víða um land, SíSt norðantil.

HöfuðborgarSvæðið: Skúrir, en Sólarglennur á milli.

Hægari vindur og rofar til v- og Sv-landS. Smá úrkoma na-landS.

HöfuðborgarSvæðið: a gola og léttir Smám Saman til.

n-átt um Stund, kólnandi og Suddi við Sjóinn norðanlandS.

HöfuðborgarSvæðið: léttSkýjað, en fremur Svalt.

fjölmennar útisamkomur – meinleysis veðurÞótt strekkingur verði af suðaustri víða á landinu í dag, föstudag eru allar horfur á því að það lægi á laugardag. á fjölmenn-ustu viðburðunum í reykjavík og á Dalvík

verður úrkomulaust að öllum líkindum. Sól með köflum sunnan heiða, en þungbúnara

norðanlands. á sunnudag eru síðan horfur á að snúist til n-áttar með eins og einum svölum degi, en hlýnar heldur aftur strax eftir helgi.

11

11 129

1013

12 1110

12

10

8 79

12

einar Sveinbjörnsson

[email protected]

F rá árinu 2000 hefur árlega verið um 3,2 milljóna króna halli á rekstri Geðhjálpar sem hefur verið of stór í sniðum miðað

við fjárframlög. „Síðustu árin hefur Geðhjálp ekki fundið röddina sína nógu skýrt,“ segir Hrannar Jónsson, stjórnarformaður Geðhjálp-ar. Mikil endurnýjun var í stjórn Geðhjálpar sem kjörin var í vor og tók Hrannar þá við af Björtu Ólafsdóttur, núverandi þingmanni Bjartrar framtíðar. „Það hefur lengi staðið til að gera eitthvað rótttækt og jafnvel selja húsið,“ segir hann. Það varð ofan á og nýverið seldi Geðhjálp húsnæði félagsins að Túngötu til að geta greitt skuldir en Geðhjálp skuldaði 39 milljónir í langtímaskuldir og um 10 millj-ónir í skammtímaskuldir. Ásett verð á eignina við Túngötu 7, sem erum 560 fermetrar, var 165 milljónir en Hrannar staðfestir að kaup-verð hafi verið enn hærra. „Við erum mjög ánægð með söluverðið. Nú getum við borgað upp skuldir félagsins og sett peninga í sjóði sem verður úthlutað út til málefna tengdri geð-hjálp,“ segir hann. Eignarhaldsfélagið Potter keypti húsið en óvíst er hvers konar starfsemi mun þar fara fram. Geðhjálp verður hins vegar í húsinu einhverja mánuði til viðbótar.

Að undanförnu hafa 3,4 stöðugildi verið hjá Geðhjálp; starf framkvæmdastjóra, ráðgjafa, ráðskonu í eldhús og tveggja aðstoðarmanna í eldhúsi. Önnur stóra breytingin á starfsemi félagsins er að mötuneytið verður lagt niður og

starfsfólki þess þar með sagt upp. Í mötuneyt-ið hefur fólk með geðraskanir getað komið í hádeginu og fengið heitan mat á vægu verði. Daglega sóttu mötuneytið um 10-15 manns. „Þetta var orðinn fámennur hópur og við kom-umst að þeirri niðurstöðu að aðrir sinni þessu hvort eð er betur,“ segir Hrannar og á þar við Vin, athvarf fyrir fólk með geðraskanir sem rekið er af Rauða krossinum við Hverfisgötu í Reykjavík.

Meirihluti var fyrri því innan nýrrar stjórnar að segja upp framkvæmdastjóra félagsins sam-hliða þessum miklu breytingum. Sálfræðingur sem sinnti hlutverki ráðgjafa á Geðhjálp sagði sjálfur upp störfum í framhaldinu. Þegar hefur verið auglýst eftir bæði framkvæmdastjóra og ráðgjafa. Umsóknarfrestur rann út á miðviku-dag. Um miðjan daginn höfðu 35 umsóknir um starf framkvæmdastjóra borist og 29 um starf ráðgjafa en reiknað er með að einhverjar eigi eftir að berast í hús.

Á næstu vikum og mánuðum heldur stefnu-mótunarvinna innan Geðhjálpar áfram. Þá er verið að leita að nýju húsnæði en Hrannar seg-ir líklegast að félagið leigi frekar en kaupi. „Við einbeitum okkur síðan að hagsmunabaráttu og réttindamálum. Margir leita til okkar og vilja fá leiðsögn um réttindi sín,“ segir hann.

erla Hlynsdóttir

[email protected]

geðheilbrigði geðhjálp leitar að nýju húsnæði

Allir starfsmenn Geðhjálpar hættir

Mötuneyt-ið verður lagt niður og starfs-fólki þess þar með

sagt upp.

allt starfsfólk geðhjálpar hefur ýmist verið rekið eða það sjálft sagt upp. Þegar er búið að auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra og á fjórða tug hafa sótt um. félagið skuldaði tæpar 50 milljónir og seldi því nýverið húsnæði sitt við túngötu. mötuneyti geðhjálpar verður lokað en allt að fimmtán manns sóttu það daglega.

Hrannar jónsson, formaður geðhjálpar, segir mikla stefnu-

mótun og breytingar í gangi innan félagsins. Mynd/Hari

lífræni dagurinn á Sólheimum Íbúar á Sólheimum munu halda upp á lífræna daginn á morgun, laugardag en það er jafnframt lokadagur menn ingar-veislunnar sem staðið hefur yfir í sumar. Hátíðin mun byrja klukkan 12 og standa yfir til klukkan 18. Tjaldi verður slegið upp á torginu og boðið verður upp á líf-rænar afurðir úr ræktun og framleiðslu á Sólheimum. Helga mogensen mun bjóða upp á lífrænar kræsingar í kaffihúsinu og á markaðnum munu andri Snær og Bragi fannar spila harmonikkutónlist. raggi Bjarna og Þorgeir ástvalds munu mæta í Sólheimakirkju og halda tónleika klukkan 14.

misskipting eykst á Íslandimargt bendir til þess að misskipting sé að aukast á Íslandi að því er fram kemur á vef Starfsgreinasambands Íslands. Þar segir ennfremur að upplýsingar úr álagninga-skrám gefi til kynna að launaskrið sé

meðal þeirra sem hæst laun hafi og að gögn Hagstofunnar staðfesti umtals-vert launaskrið innan fjármálageirans undanfarin tvö ár og það leiti því á gamal-kunnar slóðir. laun ríkisforstjóra hafa verið hækkuð um allt að tuttugu prósent afturvirkt um eitt ár og á vef sambandsins kemur fram að margt almennt starfsfólk ríkisstofnana hafi tekið á sig aukna vinnu og álag auk skerts starfshlutfalls til að mæta niðurskurðarkröfum. „Þetta er fólkið á lægstu laununum, í umönnunarstéttum og starfsfólk í ræstingum. ekkert bólar á aðgerðum til að bjóða þeim sem það kjósa aukið starfshlutfall eða minna álag heldur er farin sú leið að leiðrétta laun þeirra hæst launuðu fyrst og fremst.”

verð á lyfjum hækkar á vímuefnamarkaðnumSamkvæmt nýlegri verðkönnun Sáá á vímuefnum hefur verð á kannabisefnum og amfetamíni lítið breyst að undanförnu á meðan verð á lyfjum hefur hækkað mikið. á vef samtakanna kemur fram að lyf sem ætluð eru til lækninga leiki sífellt stærra hlutverk á ólöglega vímuefnamarkaðnum hér á landi. við mat á stöðu markaðarins geti verðkannanir á vímuefnum og mat á styrkleika þeirra efna sem eru í sölu gefið ákveðnar upplýsingar og sé verðmyndun á ólöglega vímuefnamarkaðnum samspil eftirspurnar og framboðs. verð á rítalíni og contalgini hefur hækkað mest allra vímuefna á síðustu tólf árum.

framkvæmdastjóri Samfylkingar hættirSigrún jónsdóttir, framkvæmdastýra Samfylkingarinnar,

mun láta af störfum 15. ágúst næstkomandi. Sigrún hefur gegnt starfinu frá árinu 2009 og í tilkynningu frá Samfylkingunni segir árni Páll árnason, formaður flokksins, að einstakt happ hafi verið að njóta krafta Sigrúnar á umbrotatímum síðustu ára. Hún hafi byggt

upp trausta umgjörð um innra starf flokksins og eflt tengsl og virkni flokksfélaga um allt land. Sigrún hefur verið

félagi í Samfylkingunni frá stofnun og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og meðal annars verið bæjarfulltrúi í kópavogi, setið í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og í stjórn Keflavíkurflugvallar.-dhe

4 fréttir Helgin 9.-11. águst 2013

Page 5: 09 08 2013

SÝNIRÞÚHÉR?

ER ÞITT VERK Á GÖTUSÝNINGUNNI 2013? Þú hefur til miðnæ�is í kvöld til að vera með Fjölmargir listamenn hafa sent myndir af verkum af öllum gerðumá Götusýninguna 2013 – stærstu listsýningu landsins. Myndir af 500 verkum verða sýndar á götuskiltum höfuðborgarsvæðisins dagana 20.–27. ágúst. Öll innsend verk verða einnig aðgengileg á arionbanki.is.

Tilgangurinn er að draga fram sköpunarkraftinn í samfélaginu og leyfa almenningi að njóta listar um allt höfuðborgarsvæðið.

Það er einfalt að taka þátt: Þú finnur verk eftir þig eða gerir nýtt, tekur svoaf því ljósmynd og sendir inn á arionbanki.is.

13

-20

64

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

Page 6: 09 08 2013

V ið erum svokallaðir „wedding planners“, skipuleggjum brúðkaupin frá upphafi til enda og erum orðin ansi góð í því. Við

höfum fengið fyrirspurnir frá gagnkynhneigðum pörum sem hafa næstum því afsakað sig fyrir því að hafa samband því að þau eru gagnkynhneigð, sem er mjög fyndin og skemmtileg aðstaða,“ segir Eva María Lange einn af stofnendum Pink Iceland.

„Við stofnuðum fyrirtækið í mars 2011 í raun-inni í framhaldinu af Gullegginu og höfum fengið nýsköpunarverðlaun samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2012 og hvatningarverðlaun Íslands-banka á þessu ári. Við höfum einnig fengið viður-kenningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands „Ísland allt árið“ sem er átak í eflingu ferðaþjónustu utan háannatímans. Verkefnið okkar nefnist „Winter Wedding Wonderland“ þar sem áherslan er brúð-kaupin á veturna,“ segir Eva María.

Eva María segir að það sem hafi breyst frá upp-haflegu hugmyndinni sé að brúðkaupin séu orðin mjög stór hluti af rekstrinum og komi helmingur af tekjum þeirra frá þeim.

„Við erum mjög ánægð með veturinn og við erum byrjuð að plana vetrarbrúðkaup til 2015. Það er mjög gaman að hringja í hótel, veitinga-staði og kirkjur og panta fyrir árið 2015. Fólk heldur að maður sé eitthvað galinn,“ segir Eva María.

Eva María segir viðskiptin mjög sérstök og mikið tilfinningamál. „Við kynnumst brúðhjónum okkar mjög vel og persónulega og þurfum oft að vinna með mjög persónulegar upplýsingar. Þetta verður mjög náið samstarf og sem stundum tekur

á,“ segir Eva María. Eva María segir að sumir viðskiptavina hafi

ekki hugmynd um hvað þau vilja og treysta algjör-lega á þjónustuna. „Við værum ekki í þessu nema að hafa hjartað til þess, hvað er brúðkaup annað en hjartans mál,“ segir Eva María.

Eva María segir þjónustuna vinsæla vegna þess að hún er ekki leyfileg í öllum löndum og svo sé fólk að koma út af náttúrunni og menningunni.

„Það besta við brúðkaup er að þau eru svo fjölþætt og fólk er að kaupa mat, veitingar, föt, hringa, íslenska tónlist, leigja kirkjur og fjölmarg-ir aðilar eru á launaskrá hjá okkur,“ segir Eva María.

Dæmi um vinsælustu staði til að gifta sig á seg-ir Eva María vera Þingvelli en þau hafa líka skipu-lagt brúðkaup á Skógum, í Skálum við Skógarfoss og Hótel Rangá sem dæmi.

„Það eru nokkuð margir að koma í tengslum við Hinsegin daga en það er erfitt að mæla það. Við finnum að það er fleira fólk að koma heldur en á venjulegri helgi,“ segir Eva María.

Meirihluti viðskiptavina Pink Iceland koma frá Bandaríkjunum en líka frá Evrópu og Eva María segir að jákvætt sé að viðskiptavinirnir komi líka á veturna vegna þess að þeir eru ekki bundnir ákveðnum tímasetningum sem fólk í ákveðnu fjöl-skyldumynstri er oft í. Eva María segir að Pink Iceland vilji halda fókus á þennan minnihlutahóp og halda sínu striki. ,,Við höfum ekki vaxið of hratt en getum lifað af þessu,'' segir Eva María.

María Elísabet Pallé

[email protected]

Ferðaþjónusta Ísland Vinsæll áFangastaður hjá samkynhneigðum

Vinsælast að gifta sig á ÞingvöllumBrúðkaup eru orðin stór hluti af rekstrinum hjá Pink Iceland sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu fyrir samkynhneigða. Fyrirtækið sem stofnað var árið 2011 hefur gengið mjög vel og búið er að bóka vetrarbrúðkaup til ársins 2015.

Eva María Lange, einn af stofnendum Pink Iceland, ferðaþjónustu fyrir samkynhneigða, segir vinsælt að gifta sig á Íslandi.

LÍFRÆNHOLLUSTA

Fararstjóri: Pavel Manásek

Haust 7 6. - 13. október

Mósel & Rín

Bókaðu núna á baendaferdir.isSími 570 [email protected]íðumúla 2, 108 Reykjavík

Fararstjóri: Pavel Manásek

Spör

ehf

.

Við kynnum skemmtilega ferð til Trier, elstu borgar Þýskalands, þar sem ekið verður um Mósel og Rínardalinn sem skarta fallegum haustlitum á þessum tíma árs. Förum á ævintýralega vínhátíð í Piesport og njótum að fornum sið heimamanna.

Verð: 174.400 kr. á mann í tvíbýli.Mjög mikið innifalið!

Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins

Ný verslun í göngugötu

Frábærar daglinsur á sama góða verðinu

2.800 kr.pakkinn

laugardalur Fótboltamenn haFa Forgang umFram aðra

Laugardalsvöllur lokaður frjáls-íþróttafólki þriðjung sumarsinsKSÍ hefur umsjón með Laugardals-velli og því hafa viðburðir á vegum KSÍ haft forgang umfram frjálsar íþróttir en völlurinn er eini frjálsíþróttavöllurinn í Reykjavík. Nú um helgina fer Meistara-mót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15 til 22 ára fram en vegna leiks á vegum KSÍ á sunnudagskvöld var mótið fært í Kópavog.

Að sögn Jónasar Egilssonar, for-manns Frjálsíþróttasambands Íslands, er Laugardalsvöllur lokaður frjáls-

íþróttafólki tuttugu og fimm til þrjátíu daga yfir sumarið. „Þetta væri ekki vandamál ef það væri annar frjáls-íþróttavöllur í Reykjavík. Við í FRÍ erum núna í samstarfi við KSÍ að vinna að því að fá borgina til að byggja sérstakan frjálsíþróttavöll og sendum bréf þess efnis til borgarstjóra í mars en bíðum enn eftir fundarboði til að ræða málin.”

Dagný Hulda Erlendsdóttir

[email protected]

6 fréttir Helgin 9.-11. águst 2013

Page 7: 09 08 2013

Ný kynslóð af MacBook AirBatterí sem endist í allt að 12 klst. Þarf að segja eitthvað meira?

Það

er a

llt a

ð ge

rast

.

Við viljum að þú brosir þegar þú kemur til okkar. Þess vegna bjóðum við góð verð, ljúft viðmót og faglega þjónustu. Að auki renna 1000 kr. af hverju seldu tæki í styrktarsjóð sem úthlutar hrey�- hömluðum börnum iPad í hverjum mánuði.

Þráðlaus púlsmælirf. iPhone 4S og 5frá 13.990

Wahoo BlueHR

Phillips Hueþráðlaust ljósaker� 44.900 kr.

Fullt af spennandi aukahlum. Komdu og �ktaðu.Allt að 25% afsláttur af ZooGue og Ültra-Case vörum þessa dagana.

Fjórða kynslóð Intel örgjörva. Nýtt Wi-Fi (802.11ac). Hraðari �ash gagnageymsla.

Apple TV21.900 kr.

Góð þjón

usta

, góð verð og samfélagsleg ábyrgð

566 8000

istore.is

Opiðmán. - mið. 10-18.30 �m. 10-21 fös. 10-19lau. 10-18sun. 13-18

í Kringlunni

MacBook Air 13”frá 209.900 kr.

MacBook Air 11” frá 179.900 kr.

iPhone 5frá 114.900109.900

Page 8: 09 08 2013

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjórar: Jónas Haraldsson [email protected] og Sigríður Dögg Auðuns dóttir [email protected]. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson [email protected] . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

H„Hvernig á ég að útskýra Gay Pride fyr-ir börnunum mínum?“ velti ég fyrir mér þegar auglýsingar um viðburðinn tóku að birtast í fjölmiðlum. Fjölskyldan hefur yfirleitt verið í burtu þessa helgi þannig að ég hef ekki staðið frammi fyrir þessari spurningu fyrr. Útlit er þó fyrir að við fáum tækifæri til að taka

þátt í þessari frábæru hátíð í ár.

Ég hef lagt mig fram við að innræta börnum mínum gildi á borð við umburðarlyndi og víðsýni í sem víðustum skilningi. Ég hef lagt áherslu á að konur geti gifst konum og karlar körlum og allir geti eignast barn – með einum eða öðrum hætti. Ég hef leikið með þeim

í Barbie þar sem tvær Barbie giftast og Ken er einstæður faðir með tvö ætt-leidd börn. Börnin mín eru alveg með

það á hreinu að þegar þau verða stór geti þau gifst hvoru kyninu sem er – eða búið ein. Allt er leyfilegt. Mikilvæg-ast sé að þau séu hamingjusöm.

Mér finnst því dálítið snúið að út-skýra fyrir þeim að samkynhneigðir haldi árlega hátíð til þess að vekja athygli á mannréttindabaráttu sinni. Til þess að útskýra það þarf ég að segja börnunum mínum að þangað til nýverið nutu samkynhneigðir ekki sömu mann-réttinda og fólk sem átti maka af gagn-stæðu kyni. Að samkynhneigt fólk hafi ekki mátt ganga í hjónaband eða ætt-leiða börn, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta hljómar svo fáránlega.

Að sjálfsögðu ber mér að útskýra söguna fyrir börnunum mínum – segja þeim frá því að fyrir einungis sautján árum var fólki af sama kyni fyrst heim-ilað að staðfesta samvist sína fyrir lögum hér á landi og ættleiðingar voru einungis heimilaðar samkynhneigðum fyrir sjö árum. Ég þarf að segja þeim að

einungis þrjú ár eru liðin frá því að ný hjúskaparlög voru samþykkt sem giltu um alla, ekki bara karl og konu eins og áður.

Ég get svo sem sagt þeim að „fólkið í gamla daga“ hafi verið fordómafullt og það hafi skort umburðarlyndi. Að sjálf-sögðu ekki allt – en margt. Ég get líka sagt þeim að í gamla daga hafi fólk farið illa með fatlaða sem hafi verið hornreka í samfélaginu – og að einu sinni hafi rauðhærðum börnum verið strítt.

Ég mun þurfa að segja þeim að í fjölmörgum löndum í heiminum sé

fólk líflátið fyrir að elska manneskju af sama kyni. Í mörgum löndum eru einnig kornung stúlkubörn þvinguð í hjónaband, konur eru líflátnar fyrir að hafa verið nauðgað og börn eru neydd í þrældóm. Því ekki allir eru jafnheppnir og við sem fæddumst á Íslandi.

Ég er þakklát því baráttufólki sem hefur tekist að breyta hugsunarhætti samfélagsins okkar – og gert það að verkum að ég óttast ekki að börnin mín þurfi að mæta fordómum muni þau eignast maka af sama kyni. Til ham-ingju með Hinsegin dagana okkar allra!

Baráttufólk sem breytti hugsunarhætti samfélagsins á hrós skilið

Til hamingju

Sigríður Dögg Auðunsdó[email protected]

Lífið er yndislegtÞetta er besta þjóðhátíðin hingað til.Fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson var ánægður með Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.

Nei, það getur ekki veriðÞað er einhver þarna uppi sem er vel við plötusnúða.Þjófar létu greipar sópa um íbúð plötusnúðarins Atla Más Gylfasonar meðan hann skemmti sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það var lán í óláni fyrir hann að plötusnúðagræjurnar voru ekki í íbúðinni.

Ekki skilja okkur eftir ...Ráðherrar og þingmenn þurfa að fara að rífa sig upp á rassgatinu og fram-kvæma hluti. Það er ekki nóg að þau séu öll sammála um hlutina. Það þarf að framkvæma líka. Spörum alla þessa nefndarvinnu og öll þessi rykföllnu plögg sem sýna það sama.Rakel Sölvadóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Skema sem flytur starfsemi sína úr landi á næstunni, vill ekki festast inni í gjaldeyrishöftum og vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar.

Næstur tekur til mál, hæstvirtur ...Ég get ekki einu sinni borgað reikninga sjálfur. Snýst þetta ekki á endanum um að halda reikningum á núlli?Ólafur Stefánsson handboltaþjálfari gengst við því að hafa fengið furðuleg símtöl um pólitískan frama á Íslandi.

Vikan sem Var

Bragagata, Laugavegur og Suðurlandsbraut / 562 3838 / eldsmidjan.is

Við sækjum á bra bra

Bragagötu!

Ég er þakklát því baráttufólki sem hefur tekist að breyta hugsunarhætti samfélagsins okkar

8 viðhorf Helgin 9.-11. águst 2013

Page 9: 09 08 2013

nýtt

ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 sendum um allt land

living withstyle

frame Rammi með tölum. 9 x 14 cm 3.495,- frame Rammi. 9 x 14 cm 2.995,-

homes Kollur með geymslu, ýmsir litir. H 42, Ø31 cm 13.900,-jeans Gallamotta. 120 x 170 cm 19.900,-

writex skrifborð. Hvítlakkað MDF. 48 x 90 cm 32.900,- Einnig til svart.

step A hilla með 5 hillum. H 188, B 100 cm 39.900,- Einnig til hvít.

bucket borðlampi svartur málmur.H 44 cm 7.995,-

officebox Skrifborðssett, 4 hlutir. 1.195,-

romea skrifborðsstóll með stillanlegu baki. 29.900,-

retro skrifborðslampi. H 25 cm 5.995,-

tabletBorðklukka. 15 x 20 cm 8.995,-

nemo skrifborðsstóll. 9.900,- Einnig til í öðrum litum.

houseVegghilla, natur. H 32,3, B 25 cm 4.995,-

DumplinG kollur, svart textílleður. Ø 35, H 69 cm 9.900,-

luGo kommóða. 6 + 4 skúffur. 147 x 49,3 x 86,9 cm 49.900,-

Globe hnöttur. Ø 20 cm 9.995,- Einnig til hvítur/silfurlita.

BucKet

7.995

KoMMóðA

49.900

14.900

5.995

RoMeA

29.900

SKRiFBoRðSStóll

29.900

Aftur í skólann

nÝtt - speeDy Skrifborðsstóll, svartur með svörtu, rauðu eða bláu. 29.900,-

Aftur í skólann

retro

5.995

nýtt

Aftur í skólannAftur í skólannnýtt

Aftur í skólannnýtt

Aftur í skólann

einföld beyglabeygla að eigin vali með skinku, osti, smjöri og sultu. 595,-

Aftur í skólann

DumplinG kollur, svart textílleður. Ø 35,GaVin skrifborðsstóll, textílleður 14.900,-

ice Skrifborð svart eða grátt gler. 125 x 65 cm 27.900,- ice Bókahilla m/3 hillum. H 110 cm 19.900,- ice Bókahilla m/5 hillum. H 180 cm 24.900,-

ice

27.900

14.900

Page 10: 09 08 2013

Aðeins eru um 70 ár síðan samkynhneigðir voru pyntaðir í fangabúðum nasista

Menn með bleika þríhyrningaS kipun einræðisstjórnar nasista fól í sér

vægðarlausa hreinsun samkynhneigðra úr samfélagi þýskra þegna. Þessi „úrköst“

þýsku þjóðarinnar voru send til útrýmingar þar sem framkvæmd var með góðum árangri og kvala-losta af böðlum SS. Ekki mátti útrýma okkur strax. Við skyldum þola dauða með grimmd og hrotta-skap, sáralitlum mat, erfiðisvinnu og kvalafullum pyntingum.“ Þetta ritaði Heinz Heger í bók sína

Die Männer mit dem rosa Winkel. Hún er ný-komin út í íslenskri þýðingu Guðjóns Ragnars Jónassonar; Mennirnir með bleika þríhyrn-inginn. Þar segir Heger frá því þegar hann var handtekinn, ákærður fyrir „alvarlegan saurlifnað“ og dæmdur til þrælkunar, ásamt þúsundum samkynhneigðra karla sem báru bleika þríhyrninginn í fangabúðum nasista. Bókin kom fyrst úr árið 1972 og hafði mikil áhrif um víða veröld. Hún er nú einn þekkt-asti vitnisburður um líf samkynhneigðra í fangabúðunum enda hafði þessi tími nánast verið útmáður úr mannkynssögunni. Þessi bók er ekki fyrir viðkvæma. En hún er engu að síður holl og góð lesning því það versta sem við getum gert er að afneita sögunni.

Seinni heimsstyrjöldin hófst árið 1939 þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Það er

ekki lengra síðan. Fyrir rúmum sjötíu árum voru hommar markvisst pyntaðir í Þýskalandi vegna kynhneigðar sinnar. Fleiri þjóðfélagshópar voru aðgreindir með þríhyrningi á fangabúningnum sínum; gyðingar báru gulan, glæpamenn græna og vottar Jehóva fjólubláan. Lesbíur voru settar í flokk með andfélagslegum föngum og báru svartan þríhyrning. Bleiki þríhyrningur hommanna var um tveimur til þremur sentimetrum stærri en annarra og þeir því auðþekkjanlegir úr fjarska. Þeir voru álitnir úrhrök.

Þó svo stuttur tími sé líðinn hefur samt ótrúlega margt breyst. Stonewall-byltingin í New York árið 1969 markaði tímamót í sögu samkynhneigðra. Hommar og lesbíur þustu þá út á götur og kröfðust þess að verða viðurkenndir þjóðfélagsþegnar. Á þessum tíma mætti lögreglan iðulega á skemmti-staði samkynhneigðra í borginni, handtók tíu til fimmtán manns og sektaði fyrir „kynvillu“ enda samkynhneigð glæpur í öllum fylkjum Bandaríkj-anna. Árum saman hafa samkynhneigðir á Vestur-löndum minnst Stonewall-byltingarinnar sem átti sér stað í júnílok þetta ár. Snemma á áttunda áratug síðustu aldar byrjuðu hommar og lesbíur í Banda-ríkjunum að halda hátíð síðustu helgina í júní sem gjarnan var kölluð „Gay pride.“ Þessi hátíð varð smátt og smátt haldin víðar um heim og ekki endi-lega bundið við þessa helgi.

Allir Íslendingar þekkja þessa hátíð í dag og á Gleðiganga Gay Pride sér sérstakan sess í hjörtum stórs hluta Íslendinga. Eftir síðustu Gleðigöngu skrifaði ég Bakþanka í Fréttablaðið, „Rigningin á undan regnboganum,” þar sem ég lýsti deginum. Ég var við gönguna með dóttur minni og að komu tvær franskar ferðakonur sem skildu ekkert hvað var um að vera. Eftir að ég útskýrði að þetta væri fagnaðarhátíð samkynheigðra ákváðu þær að bíða með okkur og fylgjast með. Þegar borgarstjórinn birtist í gervi í anda Pussy Riot upplýsti ég ferða-konurnar stolt: „This is the mayor Iceland,“ en þurfi að leiðrétta mig en þetta var víst bara borgarstjóri Reykjavíkur. Þeim fannst þetta frábært og mér fannst frábært að þeim fannst þetta frábært. Ég er nefnilega svo þakklát fyrir að búa í landi þar sem samkynhneigð er viðurkennd og fólk getur sungið á götum úti: „Ég er eins og ég er. Hvernig á ég að vera eitthvað annað?“ Yfirleitt tárast ég minnst einu sinni í Gleðigöngunni, einfaldlega af gleði og stolti. Yfirleitt þegar ég heyri þetta lag. Sem þýðir að ég er að fara að gráta á laugardaginn. Það er bara þannig.

Borgartún 1 Fákafen 1 Hæðasmáriwww.lifandimarkadur.is

OKKARLOFORÐ:

Lífrænt og náttúrulegt

Engin óæskileg aukefni

Persónuleg þjónusta

OKKARLOFORÐ:

Hollusta að innan sem utan

Gil

dir

til

su

nn

ud

ag

sin

s 11

. ág

úst

.

HEILSUSPRENGJAHEILSUSPRENGJAHEILSUSPRENGJA

Allar lífrænar snyrtivörur með 20% afslætti

Paraben

fríar vörur

afslætti afslætti afslætti

vörur20% afsláttur!

ErlaHlynsdóttirerla@

frettatiminn.is

Sjónarhóll

Lesbíur voru settar í flokk með andfélagslegum föngum og báru svartan þríhyrning.

10 viðhorf Helgin 9.-11. águst 2013

Page 11: 09 08 2013
Page 12: 09 08 2013

L ilja Torfadóttir og Guðbjörg Árna-dóttir gengu í það heilaga þann 15. júní síðastliðinn. Þær kynntust

fyrir um fimm árum, urðu þá málkunn-ugar en fyrir hálfu þriðja ári urðu þær ástfangnar. „Ég hafði lengi haft augastað á henni,“ segir Guðbjörg og þær hlæja báðar. Lilja viðurkennir að það hafi komið henni mjög á óvart þegar hún komst að því að Guðbjörg, eða Gugga eins og hún er kölluð, væri fyrir konur. „Mér fannst hún vera svo „straight“ pía. Eiginlega algjör skinka.“ Gugga gengst við þessu: „Jú, ég var skinka.“

Þær taka á móti mér á heimili sínu í Ljósheimum. Fallegri íbúð á þriðju hæð sem einkennist bæði af búddalíkneskjum og barnamyndum. Lilja á þrjú börn, tvö eignaðist hún með fyrrverandi eiginmanni sínum og yngsta drenginn með fyrrverandi eiginkonu sinni. Eldri börnin eru kennd við föður sinn. Fyrrverandi konan hennar fór í glasafrjóvgun og gekk með soninn. Það lá því beinast við hann væri Liljuson.

Undrandi kúnni á hárgreiðslustofunniGugga er í fríi þennan dag en hún er kennari hjá grunnskóla Hjallastefnunnar í

Hafnarfirði. Lilja er hárgreiðslukona á stofu föður síns, Torfa rakara á Hárhorninu við Hlemm, og samnýtir pásuna til að borða há-degismat og fara í viðtal. „Um daginn á hár-greiðslustofunni var ég eitthvað að tala um konuna mína. Einhver eldri maður hváði þá við og spurði hvort ég væri samkyhneigð. Honum fannst frekar undarlegt að ég skyldi tala um það bara svona opinskátt. Einu sinni talaði ég alltaf um „makann“ minn en nú dettur mér ekki annað í hug en að tala um konuna mína,“ segir Lilja.

Elsta barnið, Elísabet, kemur fram til að fá sér bita og sest hjá okkur. Ég nota

tækifærið og spyr hana hvernig henni finnist að búa hjá lesbískri móður og eiginkonu hennar. „Mér finnst ekkert óeðlilegt við þetta. Fólki finnst það heldur ekki,“ svarar hún. Líklega var það fyrst og fremst spurningin mín sem henni fannst kjánaleg. Lilja segist hafa haft nokkrar áhyggjur af henni þegar hún sjálf kom út úr skápnum. Elísabet var þá fimm ára gömul. „Hún er samt þannig persónuleiki að hún gaf ekkert færi á sér. Hún sagði fólki bara að mamma sín væri komin með kærustu og þannig væri það. Ég held að hún hafi alltaf verið gömul sál.

Útskúfuð af Vottum Jehóva

Guðbjörg Árnadóttir og Lilja Torfadóttir búa í Ljósheimum ásamt þremur börnum. Þær giftu sig í sumar og fögnuðu með vinum og ættingjum.

Öllu færri komu þó úr fjölskyldu Lilju þar sem hún er alin upp í Vottum Jehóva en þaðan var henni útskúfað þegar hún kom út úr skápnum.

Aðeins nokkur ár eru síðan Guðbjörg kom út sem tvíkynhneigð. Systir hennar er lesbía og hún vildi ekki leggja meira á foreldra sína.

Guðbjörg Árnadóttir og Lilja Torfadóttir fagna ávallt á Gay Pride. Í ár ætla þær að vera í fjölskyldu-hópnum í göngunni á laugardag. Mynd/Hari

12 viðtal Helgin 9.-11. águst 2013

Page 13: 09 08 2013

ÁVÍSUNÁ lægra VerðÍ húSaSmiðjUNNi

allt frÁ grUNNi að góðU heimili SÍðaN 1956

hluti af Bygma

haNdbók húSaSmiðjUNNar er komin heim til þín3.000 kr ávísun fylgir á bakhlið.Ávísun gildir sem innborgun í húsasmiðjunni og blómavali þegar verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira.

ÁVÍSUN

haNda

ÞÉr!

frystikista

103 ltr.

5 ára ábyrgð

44.900kr

hleðslu

borvél 12V

2 rafhlöður

13.995krinnimálning

10 lítrar

aðeins

3.995kr

harðparket

hnota

1.190kr/m2

Þvottavél

1000 sn

5 ára ábyrgð

92.900kr

Page 14: 09 08 2013

Fimm ára gömul sagði hún við mig: Svo lengi sem þú ert hamingjusöm, mamma.“ Mæðgurnar brosa hvor til annarrar.

Merkilegt að standa með sjálfum sérGugga gerði sér grein fyrir því þegar hún var 16, 17 ára að hún væri tvíkynhneigð en kom ekki út úr skápnum sem slík fyrr en árið 2009. „Við erum þrjár alsystur og eldri systir mín er lesbía. Ég vildi ein-hvern veginn ekki leggja þetta á for-eldra okkar. Ég reyndi alltaf mikið að passa inn í kassann og vera venjuleg. Þegar ég loksins kom út var það smá áfall fyrir mömmu rétt í byrjun en hún sagði síðan bara: „Fólk er eins og það er“. Mamma er mjög frjáls-lynd. Þetta var bara erfiðast fyrir mig sjálfa, að þora að viðurkenna þetta. Eins og staðan í samfélaginu er í dag er lítið mál að koma út úr skápnum. Konur á okkar aldri hafa flestar verið með karlmanni en ungar stúlkur sem vita að þær eru lesbíur fara bara strax að vera með öðrum stelpum. Þær þurfa ekki að fela sig,“ segir Gugga.

Lilja bendir samt á að þótt samfélagið í heild viðurkenni samkynhneigð þá séu bæði hópar og ein-staklingar sem gera það ekki. „Það er alltaf mikið mál fyrir manneskjuna að koma út úr skápnum. Það er svo merkilegt að standa með sjálfum sér þótt maður viti að einhverjir eigi eftir að vera á móti manni.“

Giftist fyrst 17 áraForeldrar Lilju voru í Vottum Jehóva þegar hún fæddist fyrir 37 árum. Faðir hennar var rekinn úr Vottunum tveimur árum síðar eftir að hann hafði kynnst nýrri konu og móðir Lilju hætti í söfnuð-inum. Þegar Lilja var tíu ára hafði móðir hennar kynnst nýjum manni og gekk aftur í söfnuðinn. Lilja var mjög einbeitt í starfi sínu fyrir Votta Jehóva sem unglingur. Hún gekk hús úr húsi til að boða fagnaðarer-indið, vildi aðeins um-gangast aðra unglinga sem tilheyrðu söfnuð-inum og gekk iðulega í rósóttum kjólum sem hún átti mikið safn af. „Ég tók þetta mjög alvarlega og vildi ekki einu sinni sjá bannaðar myndir þó ég væri bara nokkrum mánuðum frá því að vera nógu gömul til að sjá þær,“ segir hún hlæjandi. 17 ára kynntist hún ungum manni í söfnuðinum og þau giftu sig. „Við þurftum að fá undanþágu til að gifta okkur því ég var svo ung. Hann var 21 árs og við höfðum bara þekkst í hálft ár. En við vildum bara fara að búa og þá kom ekkert annað til greina en hjónaband.“ Þau voru gift til ársins 2001 og tiltölu-lega nýskilin þegar Lilja kom út úr skápnum. „Hann vissi þetta og vissi þetta ekki. Við vorum bara orðnir vinir,“ segir hún um hvort eiginmaður hennar hafi vitað að hún væri lesbía. Þau bjuggu í Danmörku á þessum tíma og um svipað leyti kom kona í Vottum Jehóva þar út sem lesbía. „Það varð allt vitlaust og hún bókstaflega útskúfuð. Það var eins og hún væri með holdsveiki. Svo frétti ég seinna að hún hefði „hætt“ að vera lesbía og farið aftur í söfnuðinn. Hún bara réði ekki við útskúfunina.“

Ættingjar hættir að heilsaLilja segir að eftir á að hyggja hafi hún ekki gert sér grein fyrir hversu geigvænlegar afleiðingar það hefði fyrir hana að koma út úr skápnum. „Ég vissi alveg að ég heilsaði ekki fólki sem var búið að reka úr Vottunum. Samt hélt ég einhvern veginn að ein-hverjir myndu styðja við bakið á mér, að það yrðu einhverjir eftir. Ég fattaði það síðan þegar ég flutti aftur heim til Íslands að ég var ekki velkomin. Þá fann ég fyrir útskúfuninni. Ég var til dæmis bara í Hagkaup og hitti frænda minn og hann heilsaði mér ekki. Ég vissi af því að einhver í fjölskyldunni var að gifta sig eða að einhver hefði greinst með krabba-mein en ég gat aldrei tekið þátt í neinu sem tengdist fjölskyldunni. Ég vissi að mér yrði ekki boðið í neitt og ég vissi líka að ef ég mætti þá yrði ég beðin um að fara. Ég fann að ég átti enga vini eftir. Þetta hefur

enn áhrif í dag. Þegar við giftum okkur gerði ég mér grein fyrri að það voru mun færri úr minni fjölskyldu. Ég var alveg miður mín yfir því.“ Lilja hverfur um stund inn í heim minninganna og ég er ekki frá því að ég sjái tár á hvarmi. Gugga tekur við: „Ég bauð mörgum æskuvinkonum mínum og hún var sorgmædd yfir að geta ekki gert það

líka. En hún á margar góðar vinkonur í dag.“ Mamma Lilju og stjúp-pabbi hennar hættu í Vottum Jehóva eftir að Lilju var útskúfað vegna kynhneigðar hennar. „Mamma varð mjög reið. Ég held að það séu margir þarna inni sem þora ekki að vera þeir sjálfir því þeir vilja ekki upplifa þjáninguna við að vera útskúfað. Enn þann dag í dag þegar við Gugga erum einhvers-staðar saman og ég hitti einhvern úr Vott-unum þá fer ég í óstuð. Þetta er í raun andlegt ofbeldi en maður þarf að passa sig að taka

þessu ekki persónulega. Þau bara trúa því að sam-kynhneigð sé synd,“ segir Lilja.

Fimm konur við altariðGugga er skráð í Þjóðkirkjuna en Lilja í Fríkirkjuna. „Við erum samt ekkert þannig séð trúaðar. Við trú-um bara á kærleikann,“ segir Gugga. Lilja bætir við að henni hafi fundist flott hvernig Fríkirkjan hefur lýst yfir stuðningi við samkynhneigða og baráttu þeirra fyrir því að fá að gifta sig. Það var einmitt þar sem þær Lilja og Gugga giftu sig. Dagurinn 15. júní var valinn af hagkvæmnisástæðum. Kirkjan var laus, salurinn var laus og presturinn gat komið. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir gaf þær saman. „Við völdum hana því hún er flottur konuprestur,“ segir Gugga kímin. Nokkur tími fór í að velja fötin. Þær vildu að fötin tónuðu saman en samt ekki þannig að þær litu út eins og tvíburar. Þegar þær lentu á útsölu í And-

ersen & Lauth fann Gugga rómantískan kjól og eftir mikla leit í búðinni fann Lilja blússu með samskonar mynstri framan á. „Þetta var mjög fallegt saman,“ segir Gugga og þær brosa hvor til annarrar. Mæður þeirra leiddu þær upp að altarinu þannig að um tíma stóðu þær þarna fimm konur við altarið, tvennar mæðgur og kvenkyns prestur. „Þetta var svo-lítið ólíkt feðraveldinu í Vottunum,“ segir Lilja. „Þetta var dásamleg stund og svo miklar til-finningar í gangi. Síðan fóru allir að gráta. Við

fengum ljósmyndara, annar þeirra þekkti okkur ekki neitt, og meira að segja hún fór að gráta. Þetta var grátbrúðkaupið mikla,“ segja þær hlæjandi.

Óvæntur leynigesturVeislan var haldin í Rafveitusalnum í Elliðaárdaln-um þar sem glatt var á hjalla. Þær ákváðu að undir-búa hvor um sig leyniatriði sem hin vissi ekki af. Lilja vissi því ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigríður Beinteinsdóttir söngkona mætti á staðinn, æskuhetjan hennar. „Ég eiginlega bara trompaðist og varð 8 ára aftur,“ segir Lilja.

Atriði sem Lilja skipulagði kom mjög á óvart. „Ég kom með leynigest, leikkonu sem lék æsku-vinkonu mína úr Vottunum. Sumir héldu að þetta væri í alvöru æskuvinkona mín. Hún kom þarna og óskaði mér til hamingju en varð svo mjög hissa á að ég hefði verið að giftast konu. Hún hafði þá mis-skilið bréfin frá mér og haldið að ég væri að giftast einhverjum Gunnbirni. Okkur fannst þetta mjög fyndið,“ segir hún.

Gay Pride-helgin er að ganga í garð og þær Gugga og Lilja ætla að taka þátt í göngunni á laugardag þar sem þær verða í fjölskylduhópnum. „Þetta er þriðja Gay Pride-helgin í röð þar sem við erum með strákana. Nú erum við búnar að gera samkomulag við barnsmóður hennar að ef það hittir á okkar helgi næst þá ætlar hún að vera með Felix,“ segir Gugga. „Sumir foreldrar skipta jólum og páskum en þetta er svona okkar hátíð.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

líka. En hún á margar góðar vinkonur í dag.“ Mamma Lilju og stjúppabbi hennar hættu í Vottum Jehóva eftir að Lilju var útskúfað vegna kynhneigðar hennar. „Mamma varð mjög reið. Ég held að það séu margir þarna inni sem þora ekki að vera þeir sjálfir því þeir vilja ekki upplifa

og þær brosa hvor til annarrar. Mæður þeirra leiddu þær upp að altarinu þannig að um tíma stóðu þær þarna fimm konur við altarið, tvennar mæðgur og kvenkyns prestur. „Þetta var svolítið ólíkt feðraveldinu í Vottunum,“ segir Lilja. „Þetta var dásamleg stund og svo miklar til

Hún sagði fólki bara að mamma sín væri komin með kærustu og þannig væri það.

Guðbjörg formlega orðin eiginkona Lilju og Lilja orðin eigin-

kona Guðbjargar. Mynd/Ólafur Kr.Ólafsson

Brúðirnar innsigla hjónabandið með kossi við altarið. Mynd/Ólafur Kr.Ólafsson

Börnin þrjú: Elísabet Rut Haraldsdóttir, Felix Skapti

Liljuson og Alex Uni Haraldsson. Mynd/Ólafur Kr.Ólafsson

– fyrst og fremstódýr!

50%afslátturrúllur í pk.

24

1199kr.pk.

Verð áður 2399 kr. pk. Zewa WC pappír, 24 rl. í pk.Verð áður 2399 Verð áður 2399 Verð áður 2399 Verð áður 2399 Verð áður 2399 Verð áður 2399 Verð áður 2399 Verð áður 2399 kr. pk.kr. pk.kr. pk.kr. pk.kr. pk.kr. pk.

Zewa WC pappír, Zewa WC pappír, Zewa WC pappír, kr. pk.

Zewa WC pappír, kr. pk.

Zewa WC pappír, Zewa WC pappír, Zewa WC pappír, Zewa WC pappír, Zewa WC pappír, 24 rl. í pk.24 rl. í pk.

Hámark 3 pk. á mann meðan birgðir endast

14 viðtal Helgin 9.-11. águst 2013

Page 15: 09 08 2013

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800Sjá nánar: www.ormsson.is

OPIÐ VIRKA DAGAFRÁ KL. 10-18LAUGARD KL.11-15

ORMSSONKEFLAVÍKSÍMI 421 1535

ORMSSONAKRANESISÍMI 530 2870

ORMSSONÞRISTUR-ÍSAFIRÐISÍMI 456 4751

KSSAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

ORMSSONAKUREYRISÍMI 461 5000

ORMSSONHÚSAVÍKSÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK-EGILSSTÖÐUMSÍMI 471 2038

ORMSSONPAN-NESKAUPSTAÐSÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSISÍMI 480 1160

GEISLIVESTMANNAEYJUMSÍMI 481 3333

Það eru 50 gámarí vörugeymslunum og allar vörur á SPARIDÖGUM– frá AEG, Samsung, Pioneer, Nintendo, Tefal, Sharp, Olympus, Hama, Brabantia ... o.fl., o.fl.

kaffivélum,brauðristum,

handþeyturum, töfrasprotum,

hraðsuðukönnum, espressovélum,straujárnum,

o.m.fl.

20%afsláttur

af

Aldrei meira að gera á lagernum og í flutningunum en á Sparidögum.

ÞVOTTATÆKJUMKÆLISKÁPUM

OFNUMHELLUBORÐUMGUFUGLEYPUMRYKSUGUM ...

20%afsláttur

af

SAMSUNG-UExxF6475SBSAMSUNG-UExxF6675SB

STÓRKOSTLEG NÝ SJÓNVÖRP 6000 LÍNAN

Vaxtalausarraðgreiðslurí níu mánuði! * *3

.5 %

lánt

öku

gja

ld

UExxF6675SB:

40" = 259.90046" = 319.90055" = 459.900

OPNUNARTILBOÐ:

UExxF6475SB:

40" = 199.90046" = 249.90055" = 379.90065" = 699.90075" = 1.290.000

Hljómtækjadeild ORMSSON er flutt í Skeifuna 11, hjá BT/Griffli. Fjöldi opnunartilboða ogSparidagatilboða á sjónvörpum, hljómtækjum, fartölvum, o.fl. o.fl.

Komdu og gerðu frábær kaup!

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900

samsungsetrid.is

Page 16: 09 08 2013

S tærsti ávinningurinn af því að vinna með spjald-tölvur í kennslu er að sjá hvað börnin blómstra þegar þau vinna með tæknina og hversu fljót

þau eru að tileinka sér hana. Vinnan stuðlar að mikilli samvinnu og eflir sjálfsöryggi þeirra. Að vera með iPad í kennslu og leik eykur möguleika og sköpunar-kraft barna í að koma frá sér hugmyndum,“ segir Rakel Guðrún Magnúsdóttir, tölvufræðinemi við HR, en hún ásamt Sigurði Fjalari Jónssyni framhalds-skólakennara opnaði síðuna appland.is í fyrra. Síðar bættust við Ingibjörg Jónsdóttir, tölvufræðinemi í HR og Ólöf Una Haraldsdóttir tölvunarfræðingur. „Dag-lega erum við að fylgjast með því hvað er að gerast í þessum bransa, ég er með langan hugmyndalista og á eftir að skrifa um 100 smáforrit sem hægt er að nota í kennslu,“ segir Rakel.

Rakel fékk hvatningarverðlaun fyrir frumkvöðla-starf í upplýsingatækni með leikskólabörnum frá Reykjavíkurborg í fyrra. Hún, ásamt Arnari Inga Við-arssyni, Ólöfu Unu Haraldsdóttur, Ingibjörgu Jóns-dóttur og Sigurði Fjalari Jónssyni vinnur nú að bók um möguleika spjaldtölva til kennslu á leikskóla- og grunnskólastigi. Appland.is er heimasíða sem veitir upplýsingar um notkun smáforrita til kennslu með spjaldtölvu á öllum skólastigum.

Rakel, sem nú stundar tölvufræðinám við Háskól-ann í Reykjavík, hefur beitt sér fyrir innleiðingu á upplýsingatækni-kennslu í leikskólum síðan 2007 og bættist grunnskólinn við í fyrra. Þá vann hún í leikskólanum Bakka í Grafarvogi. Árið 2010 kom hún fyrst með iPad spjaldtölvu í leikskólann og síð-an hefur hún helgað nánast allan sinn tíma því að fá fólk með sér og kenna því að nota spjaldtölvur og alla þá möguleika sem þær hafa að bjóða í skólastarf-inu. Hún hefur bæði tekið þátt í rafrænu skólasamstarfi við aðrar Evrópuþjóðir í gegnum kerfið eTw-inning þar sem börn lærðu á alls konar tæki og tól, til að mynda tölvur, skjávarpa, skanna, upptökuvélar, myndavélar og fengu kennslu á alls kyns forrit. Börn-in á Bakka tóku þátt í stóru ljósmyndaverkefni þar sem þau lærðu að taka myndir frá ólíkum sjónarhorn-um og fékk verkefnið mikla athygli hjá innlendum og erlendum kennurum. Hefur hún sótt um styrki fyrir verkefnin sem hún hefur unnið og fengið.

Styrkur frá sprotasjóðiSpjaldtölvuverkefnið sem Rakel byrjaði með í leikskól-anum heitir Upplýsingatækni með leikskólabörnum eða UTML en til þess að fjármagna verkefnið fékk hún styrk frá Sprotasjóði. „Áherslan á upplýsinga-tækni hefur eiginlega verið að miklu leyti mitt fram-tak og því er auðvitað að þakka að vinnuveitandi minn í leikskólanum hefur alltaf hvatt mig til að gera það

sem ég vildi. Ég fékk styrk frá Sprotasjóði líka til þess að verkefnið yrði að raunveruleika og til þess að koma upp heimasíðunni appland.is en um 500 kenn-arar og foreldrar heimsækja þessa síðu reglulega,“ segir Rakel.

Hún hefur svo markvisst unnið með spjaldtölvur í leik og starfi frá haustinu 2011. Segir Rakel að for-eldrar hafi lýst ánægju sinni með starfið og sumir tekið þátt í því. „Aðrir leikskólar hafa verið að koma til okkar til að fá hjálp við að nota tækin, en það er algengt að mikið af tækjum sé keypt og svo kunni fólk ekki nýta sér það sem tækið hefur upp á að bjóða,“ segir Rakel. „Börnin hafa lært að nota flest forritin sem fylgja spjaldtölvunni og hafa þau lært meðal annars að gera rafbækur, hreyfimyndir, ljós-myndir og myndbönd, lært ensku og stærðfræði og ýmsa lærdómsríka leiki,“ segir Rakel. Segir hún að mjög fjölbreytt úrval sé til af smáforritum til að kenna börnum stafi, reikning, form, tungumál og margt fleira, sérstaklega fyrir iPad-spjaldtölvur.

Blómstruðu með spjaldtölvuNú heldur Rakel áfram að vinna með sömu börn-unum sem komin eru í 2. bekk í Kelduskóla Korpu og munu þau taka þátt í tilraunaverkefni hjá henni og Ingibjörgu í Háskólanum í Reykjavík. Þær munu bjóða kennurum í Kelduskóla Korpu aðstoð með

hugmyndir að leiðum til að nota spjaldtölvuna í kennslu, hvort sem það er tungu-mál, stærðfræði eða annað og er Ásrún Matthías-dóttir, lektor við tækni- og verk-fræðideild í Há-skólanum í Reykja-vík, leiðbeinandi í verkefninu. Segir Rakel að börnin sem höfðu kynnst spjaldtölvunum í leikskólanum hafi verið mjög vel undirbúin fyrir skólagöngu og sum hafi verið byrjuð að læra að

lesa. „Þau börn sem höfðu ekki mikinn áhuga fyrir því að gera eitthvað á blaði blómstruðu þegar þau notuðu spjaldtölvu,“ segir Rakel.

Rakel hefur verið mjög iðin og hefur haldið nám-skeið í sumar fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og segir að börn með einhverfu hafi opnað sig og hafi farið mjög langt í stærðfræði- og rökhugsunarleikjum.

Rakel segir að endurskoða þurfi kennaranám á Ís-landi því að áherslurnar séu hvorki í takt við tímann né tæknina. Segir hún að það sé ekki endilega eldra fólkið sem kunni ekki á tækin heldur það yngra sem heldur að það kunni allt. „Ég fór í tölvunarfræði til þess að geta tengt vinnu við áhugamálið mitt og er mjög heppin að geta það,“ segir Rakel.

María Elísabet Pallé

[email protected]

Menntun Ónýttir Möguleikar í grunnSkÓluM landSinS

Tæknin eflir sjálfsöryggi og sköpunarkraftRakel Guðrún Magnúsdóttir,

tölvunar­fræðinemi við

Háskólann í Reykjavík, er frumkvöðull

í því að vinna með upp­

lýsingatækni í leikskólum. Segir

hún að miklir möguleikar séu

í kennslu með spjaldtölvur og

enn sé langt í að grunnskólakenn­

arar noti sér þá möguleika sem

tæknin hafi upp á að bjóða.

Hvetjandi er fyrir börn að læra að reikna með hjálp spjaldtölvu.

Rakel Guðrún Magnúsdóttir nýtur þess að kenna börnum

á nýjustu tækni. Myndir/Hari

16 viðtal Helgin 9.­11. ágúst 2013

Page 17: 09 08 2013

Hefðbundið 3G kerfi styður 14.4 Mb/s hámarkshraða en 4G/LTE kerfi Nova styður 150 Mb/s hámarkshraða. Algengur hraði til notenda í 3G er um 2-4 Mb/s en í 4G um 20-40 Mb/s.

Nova og Samsung kynna fyrst fyrirtækja á Íslandi 4G þjónustu í farsíma.

skemmtistaðurStærsti

í heimi!

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi AkureyriÞjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter

da

gu

r &

st

ein

i

Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Það er ódýrara að staðgreiða og þá þarf ekki kreditkort.

Vertu meðheimanetið hjá Nova!

4G box

1.690 kr. á mán. í 12 mánuðimeð þjónustusamningi í áskrift.

19.990 kr.með þjónustusamningi í áskrift.

Apple TV

22.990 kr. Fullt verð:

0 kr.fyrsti mán-

uðurinn!

15 GB3.990 kr.

50 GB4.990 kr.

100 GB5.990 kr.

200 GB7.990 kr.

25%afsláttur afApple TV fylgir boxinu!

4G netþjónusta Nova er þráðlaus háhraða nettenging. Þú stingur boxinu bara í samband og ert komin/n á netið. Einfaldara verður það varla!

3xmeiri hraði

en ADSL!

Page 18: 09 08 2013

og á Akureyri

í sumar!

Nýtt meðlæti og eftirréttir

tilbúið á grillið!

AromAtic crispy ducktilbúið á 35 mínútum

Minna úrval í öðrum verslunum.

3399kr/pkverð áður 3699

Spennandi!

pekingöndmeð 24 pönnukökum og hoisin sósu

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjörinu og sinnepinu saman og kryddið með 1/2 msk af ítölsku kryddblöndunni og smá salti og pipar. Gott er að setja blönduna í einnota sprautupoka og sprauta svo fyllingunni undir húðina á bringunni á kjúklingnum. Hellið 1 msk af ólífuolíu yfir allan kjúklinginn og kryddið með salti pipar og afgangnum af hvítlauksblöndunni. Leggið kjúklinginn í eldfast mót. Veltið tómötunum og rauðlauknum upp úr afgangnum af ólífuolíunni og raðið í kringum kjúklinginn. Bakið kjúklinginn í 60-75 mínútur og berið fram með stökku kartöflunum.

1 heill kjúklingur2 msk smjörvi2 msk sterkt sinnep1 msk ítölsk hvítlauksblanda (Pottagaldrar)2 msk ólífuolíasalt og nýmalaður pipar250 g kirsuberjatómatar, skornir til helminga100 g sólþurrkaðir tómatar, saxaðir1 rauðlaukur, sneiddur

Stökkar kartöflur10-12 meðalstórar kartöflur1-2 msk ólífuolíaMaldon salt

sinnepsfylltur kjúklingur með tómAtsAlAti og stökkum kArtöflum fyrir 2-4 að hætti Rikku

Sjóðið kartöflurnar til hálfs og sigtið vatnið frá. Hitið ofninn í 220°C. Látið þær þorna stutta stund, leggið á pappírsklædda ofnplötu og merjið örlítið með kökukefli eða einhverju þungu. Hellið ólífuolíu yfir og bakið í 30 mínútur eða þar til að þær eru orðnar gullinbrúnar og stökkar. Saltið kartöflurnar og berið fram.

heillkjúklingur749kr/kg

verð áður 999

25%tilboð

afsláttur á kassa

tilboð tilboð

169kr/stkverð áður 239

299kr/stkverð áður 549

snúður Alltaf nýbakað!

lífrænt jurtate frá pukkasíðustu 5 ár hefur Pukka unnið tesamkeppni í

London. Frábært jurtate fyrir allan daginn.

Hvítlauksbaguette Alltaf nýbakað!

sól appelsínusafiSól safi er nýkreistur safi.

í hverri flösku er safi úr 8 appelsínum.

Himneskt ofurfæðiúrval af ofurfæði í Hagkaup

20%tilboð

afsláttur á kassa

lambafile

3999kr/kgverð áður 4999

25%tilboð

afsláttur á kassa

lambaprime

2924kr/kgverð áður 3898

30%tilboð

afsláttur á kassa

ungnautapiparsteik2659kr/kgverð áður 3799

25%tilboð

afsláttur á kassa

kjúklinga- bringur

2099kr/kgverð áður 2799

25%tilboð

afsláttur á kassa

grískar grísa- hnakkasneiðar

2024kr/kgverð áður 2698

í miklu úrvali í Skeifunni, Garðabæ, Kringlunni og Eiðistorgi

Gild

ir t

il 11

. ág

úst

á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

100% kjúklingakjöt

án allra aukefna

Himneskt macaduft

Maca er rótargræn-meti og sagt auka

einbeitingu, úthald, orku og

frjósemi.

Page 19: 09 08 2013

og á Akureyri

í sumar!

Nýtt meðlæti og eftirréttir

tilbúið á grillið!

AromAtic crispy ducktilbúið á 35 mínútum

Minna úrval í öðrum verslunum.

3399kr/pkverð áður 3699

Spennandi!

pekingöndmeð 24 pönnukökum og hoisin sósu

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjörinu og sinnepinu saman og kryddið með 1/2 msk af ítölsku kryddblöndunni og smá salti og pipar. Gott er að setja blönduna í einnota sprautupoka og sprauta svo fyllingunni undir húðina á bringunni á kjúklingnum. Hellið 1 msk af ólífuolíu yfir allan kjúklinginn og kryddið með salti pipar og afgangnum af hvítlauksblöndunni. Leggið kjúklinginn í eldfast mót. Veltið tómötunum og rauðlauknum upp úr afgangnum af ólífuolíunni og raðið í kringum kjúklinginn. Bakið kjúklinginn í 60-75 mínútur og berið fram með stökku kartöflunum.

1 heill kjúklingur2 msk smjörvi2 msk sterkt sinnep1 msk ítölsk hvítlauksblanda (Pottagaldrar)2 msk ólífuolíasalt og nýmalaður pipar250 g kirsuberjatómatar, skornir til helminga100 g sólþurrkaðir tómatar, saxaðir1 rauðlaukur, sneiddur

Stökkar kartöflur10-12 meðalstórar kartöflur1-2 msk ólífuolíaMaldon salt

sinnepsfylltur kjúklingur með tómAtsAlAti og stökkum kArtöflum fyrir 2-4 að hætti Rikku

Sjóðið kartöflurnar til hálfs og sigtið vatnið frá. Hitið ofninn í 220°C. Látið þær þorna stutta stund, leggið á pappírsklædda ofnplötu og merjið örlítið með kökukefli eða einhverju þungu. Hellið ólífuolíu yfir og bakið í 30 mínútur eða þar til að þær eru orðnar gullinbrúnar og stökkar. Saltið kartöflurnar og berið fram.

heillkjúklingur749kr/kg

verð áður 999

25%tilboð

afsláttur á kassa

tilboð tilboð

169kr/stkverð áður 239

299kr/stkverð áður 549

snúður Alltaf nýbakað!

lífrænt jurtate frá pukkasíðustu 5 ár hefur Pukka unnið tesamkeppni í

London. Frábært jurtate fyrir allan daginn.

Hvítlauksbaguette Alltaf nýbakað!

sól appelsínusafiSól safi er nýkreistur safi.

í hverri flösku er safi úr 8 appelsínum.

Himneskt ofurfæðiúrval af ofurfæði í Hagkaup

20%tilboð

afsláttur á kassa

lambafile

3999kr/kgverð áður 4999

25%tilboð

afsláttur á kassa

lambaprime

2924kr/kgverð áður 3898

30%tilboð

afsláttur á kassa

ungnautapiparsteik2659kr/kgverð áður 3799

25%tilboð

afsláttur á kassa

lambaprime

erð áður 3898

25%tilboð

afsláttur á kassa

kjúklinga- bringur

2099kr/kgverð áður 2799

25%tilboð

afsláttur á kassa

grískar grísa- hnakkasneiðar

2024kr/kgverð áður 2698

í miklu úrvali í Skeifunni, Garðabæ, Kringlunni og Eiðistorgi

Gild

ir t

il 11

. ág

úst

á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

100% kjúklingakjöt

án allra aukefna

Himneskt macaduft

Maca er rótargræn-meti og sagt auka

einbeitingu, úthald, orku og

frjósemi.

Page 20: 09 08 2013

20-60% afsláttur af öllum vörum ÚTSALASendum frítt á pósthúsið þitt

Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 5332220

www.lindesign.is

Reykjavík & Akureyri

Þjóðarmorð með blessun alþjóðasamfélagsins

Jamil Kouwatli flúði frá Sýrlandi til Íslands á síðasta ári og hefur stöðu flóttamanns með viðbótarvernd. Hann er meðlimur í pólitískum samtökum sem börðust friðsamlega fyrir lýðræðisumbótum í Sýrlandi árin áður en átök brutust út. Jamil segir enga lausn í sjónmáli í heimalandinu og að þrisvar sinnum fleiri hafi látist í átökunum en opinbert mat gefi til kynna.

Yfirleitt felur beiting Dyflinnar-reglu-gerðinnar hér á Íslandi í sér að flóttafólk er sent í burtu en ég er sá fyrsti sem er sendur til landsins með vísan í hana því ég var með vegabréfsáritun hingað,“

segir Jamil Kouwatli, þrjátíu og sjö ára trésmiður og þriggja barna faðir frá Sýrlandi. Hann flúði til Sví-þjóðar á síðasta ári en var með vegabréfsáritun til að heimsækja bróður sinn á Íslandi og var því sendur hingað samkvæmt ákvæðum Dyflinnar-reglugerðar-innar sem felur í sér viðmiðanir á því hvaða ríki innan Schengen-samstarfsins beri að fjalla um umsóknir um hæli. Jamil hafði hugsað sér að setjast að í Svíþjóð í von um að fá þar vinnu og þá aðstoð sem flótta-fólki þar er veitt við aðlögun að sænsku samfélagi. Jamil endaði á Íslandi og fékk fjölskylduna sína til

Framhald á næstu opnu

Ljó

smyn

d/H

ari.

20 viðtal Helgin 9.-11. ágúst 2013

Page 21: 09 08 2013

1598 kr./kg

1398 kr./kg

Lambasirloinsneiðar

4349 kr./kg

3399 kr./kg

Ungnautafille

Við gerum meira fyrir þig

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Helgartilboð!

Öll v

erð

eru

bir

t m

eð f

yrir

vara

um

pre

ntv

illu

r og

/eð

a m

yndabre

ngl

.

Aðeinsíslenskt

kjötí kjötborði

Aðeinsíslenskt

kjötí kjötborði

Aðeinsíslenskt

kjötí kjötborði

1798 kr./kg

1598 kr./kg

Grísahnakki, úrb. sneiðar

219 kr./stk.189 kr./stk.

Rjómaostur m/svörtum pipar

20 %afsláttur

ATH!

398 kr./stk.338 kr./stk.

Don Simon anti-oxidant, 2 tegundir, 1,5 lítri

326 kr./stk.249 kr./stk.

Egils appelsín,2 lítrar

3698 kr./kg

Lamba-

innralæri

3698 kr./kg

Lamba-

innralæri

31993199kr./kg

229 kr./stk.195 kr./stk.

Milka oreo og Luflée

GrillGrillsumar!

Aðeinsíslensktkjötí kjötborði

2398 kr./kg

2158 kr./kg

ÍM kjúklingalæri, úrbeinuð

499 kr./pk.

H&G veislusalat,100 g

578 kr./pk.

Helgartilboð!334 kr./pk.

Myllu kanil-snúðar

25%meiramagn

Helgartilboð!338 kr./pk.

Breiðholtsbakarí kleinuhringir

398 kr./pk.

Helgartilboð!Helgartilboð!Helgartilboð!Helgartilboð!Helgartilboð!15 %afsláttur

15 %afsláttur

15 %afsláttur

496 kr./pk.

Maarud flögur,4 tegundir

598 kr./pk.

15 %afsláttur20 %afsláttur

Page 22: 09 08 2013

sín nokkrum mánuðum síðar og var það tilfinningaþrungin stund. Hann segir marga hafa spurt sig hvort rigningin í sumar hafi ekki farið í taugarnar á honum en hann kippir sér ekki upp við vætutíð, hér ríki friður og allt annað sé aukaatriði.

Ísland er guðsgjöfJamil kom einn til Íslands fyrir rúmlega ári og nokkrum mán-uðum síðar komu Jasmin, eigin-kona hans og synir þeirra þrír. Þeir mánuðir sem Jamil beið eftir leyfi frá íslenskum stjórnvöldum til að fá fjölskylduna til sín voru honum erfiðir því hann óttaðist mjög um afdrif þeirra í Jórdaníu þar sem fjölskyldan dvaldi á því tímabili. „Það hefur gerst að sýrlenska leyniþjónustan hafi haft upp á fjölskyldum aðgerðarsinna í nágrannaríkjunum í samstarfi við þarlendar leyniþjónustur,“ segir Jamil. Þegar þau fengu svo vega-bréfaáritanir til Íslands í hendurn-ar lögðu þau strax af stað en voru stöðvuð á flugvellinum í Tyrklandi, grunuð um að vera með falsaðar vegabréfaáritanir. Jamil flaug þá til Svíþjóðar og ætlaði þaðan til Tyrklands að aðstoða fjölskylduna. „Systir mín, búsett í Svíþjóð, hafði farið til Jórdaníu til að vera fjöl-skyldunni innan handar og þegar ég lenti í Svíþjóð fékk ég texta-skilaboð frá henni um að þau væru lögð af stað Svíþjóðar.“ Jamil hitti svo fjölskylduna sína á flugvelli í

Stokkhólmi og segir þá stund hafa verið ólýsanlega. „Þegar ég fékk loksins að faðma þau að mér eftir alla óvissuna grét ég í þrjá tíma,“ segir Jamil og klökknar.

Fjölskyldan unir hag sínum ágætlega á Íslandi og er að að-lagast breyttum aðstæðum. „Ísland er sönn guðsgjöf og þið eruð mjög heppin að landið ykkar sé svona einangrað og á hjara veraldar. Þá eru minni líkur á innrásum og átökum. Margir spyrja mig hvort veðrið hér fari ekki í taugarnar á mér en því fer fjarri. Hérna ríkir friður og það eru raunveruleg auð-æfi,“ segir Jamil sem er menntaður trésmiður og rak trésmíðaverk-stæði í bænum Darya á Sýrlandi og fékkst við smíði eldhúsinnréttinga og húsgagna en hefur ekki enn fundið starf við hæfi hér á landi.

Hann segist þrá að fá vinnu við sitt fag og er orðinn langþreyttur á atvinnuleysinu. „Ég hef heyrt að margir íslenskir smiðir fari til hinna Norðurlandanna að vinna en vegna stöðu minnar sem flótta-maður má ég ekki vinna annars staðar en hér á landi,“ segir Jamil sem reynt hefur að finna lausnir á atvinnuleysinu og hafði áform um að bjóða efnuðum, sýrlenskum vini sínum til landsins og saman hugð-ust þeir stofna veitingastað. „Vinur minn fékk ekki vegabréfsáritun til Íslands og mér þykir það mjög leitt því ég vil alls ekki vera atvinnulaus heima en að sama skapi finnst mér líka óþægilegt að fara út því ég kann ekki neina íslensku og get jafnvel ekki lesið götuskilti. Síðan ég kom hefur mér ekki staðið nein íslenskukennsla til boða,“ segir Jamil sem vill verða góður og gildur samfélagsþegn. „Hér hef ég fundið öryggi og börnin mín fá að ganga í skóla. Mig langar ein-faldlega að gefa til baka og greiða skatta eins og aðrir.“ Fjölskyldan hefur nú stöðu sem flóttamenn með tímabundna viðbótarvernd en Jamil vonast til að þeirri stöðu fáist breytt þannig að þau verði póli-tískir flóttamenn og dvelji því ekki aðeins tímabundið á Íslandi.

Friðsamleg mótmæli bæld niður með slátrunumÞegar arabíska vorið hófst í byrjun árs 2011 voru friðsamleg mótmæli í Sýrlandi þar sem þess var krafist

Jamil Kouwatli er trésmiður og fékkst við smíði innréttinga og húsgagna í heimalandi sínu Sýrlandi þangað til átökin brutust út. Leyniþjónustan lagði verkstæðið hans í rúst og beitti hann ofbeldi og hótunum. Á myndinni er Jamil við eina af þeim innrétt-ingum sem hann smíðaði. Ljósmynd út einkasafni.

Börn í flóttamannabúðum í Líbanon, stutt frá sýrlensku landamærunum. Mörg barnanna búa við erfiðar aðstæður í tjöldum eða híbýlum án kyndingar, heits vatns og rafmagns. Mynd/Barnaheill/Jonathan Hyams.

Mesti flóttamanna-vandi okkar tímaHéðinn Halldórsson er fjölmiðla-fulltrúi hjá Alþjóðasamtökunum Barnaheill, Save the Children International, og hefur undan-farin tvö ár dvalið með hléum í Jórdaníu og Líbanon. „Átökin í Sýrlandi eru stærsti vandi sem alþjóðasamfélagið hefur staðið frammi fyrir í áratugi“, segir Héðinn. „Yfirmaður þróunar-hjálpar ESB hefur raunar sagt alþjóðasamfélagið fljóta sofandi að feigðarósi hvað varðar Sýr-land. Það sem hófst sem krafa um lýðræðisumbætur er orðið að flókinni borgarastyrjöld og átökum trúarhópa þar sem eng-inn kosta Vesturlanda er góður,“ segir hann.

Að sögn Héðins eru sérfræð-ingar sammála um að vandinn sé ekki lengur bundinn við Mið-austurlönd, heldur gæti áhrif-anna nú um allan heim. „Í dag, föstudag, er nákvæmlega 878 dagur frá því átök brutust út. Stjórnarhernum vex ásmegin, fleiri lönd dragast inn í deiluna og líkur á friði eða hvers konar inngripi dvína með hverjum deginum. Það bitnar sem fyrr mest á almennum borgurum; konum og börnum,“ segir Héð-inn. Barnaheill hafa til þessa aðstoðað hálfa milljón manna í Líbanon, Jórdaníu, Egyptalandi, Írak og Sýrlandi, þar af um 300.000 börn.

Nú þegar átökin hafa varað í á þriðja ár er heilbrigðis- og menntunarkerfi Sýrlands í rúst og heil kynslóð barna hefur orðið fyrir varanlegum skaða og segir Héðinn það hafa alvarlegar

afleiðingar fyrir svæðið allt, til lengri tíma litið. „Aðgangur mannúðarsamtaka að Sýrlandi er takmarkaður sem gerir það að verkum að bólusetningar eru stopular og vannæring eykst. Flóttafólk veikist af berklum og taugaveiki og þá hefur lömunar-veiki tekið sig upp í Sýrlandi en komist hafði verið fyrir hana árið 1995.“

Að sögn Héðins hefur fjórði hver Sýrlendingur flúið heimili sitt, fimm milljónir eru á ver-gangi innan Sýrlands og tveimur milljónum hefur tekist að flýja land. Rúmur helmingur flótta-fólks séu börn og mörg þeirra muni ekki eiga afturkvæmt. Za-atari flóttamannabúðirnar í Jórd-aníu, þangað sem Héðinn heldur á næstu vikum, eru þær næst stærstu í heimi og hvað varðar fólksfjölda fjórða stærsta borg Jórdaníu. „Tölurnar eru ótrú-legar,“ segir Héðinn og bendir á að flóttamannastraumurinn sé það mikill að lýðfræði svæðis-ins sé gjörbreytt; til að mynda líti út fyrir að Sýrlendingar verði fjórðungur íbúa Líbanons í lok árs 2013. Boginn sé víða spenntur til hins ýtrasta í þeim löndum sem hýsa flóttafólkið en þau samfélög eigi mörg við nægan vanda að etja fyrir. Því hafi gremja í garð Sýrlendinga í nágrannalöndunum aukist. „Sú neyð sem fólk flýr er ólýsanleg. Ástandið er það slæmt að fólk flýr til Íraks sem er stríðshrjáð land og jafnvel gegnum Egypta-land til Gaza, eins snauðasta staðar á jarðríki.“ -dhe

Héðinn Halldórsson í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu.

Þegar ég fékk loksins að faðma fjölskyld-una mína eftir alla óvissuna grét ég í þrjá tíma.

22 viðtal Helgin 9.-11. ágúst 2013

Page 23: 09 08 2013

HÆSTA EINKUNN Apríl

201

3

Sigurgangan heldur áfram! Sænska neytendablaðið Råd & Rön gerði á þessu ári nýja úttekt á uppþvottavélum frá ýmsum framleiðendum og Siemens uppþvottavélin SN 45M231SK kom best út. Þetta er fjórða árið í röð sem Siemens uppþvottavél hlýtur fyrsta sætið*. Vélin fær toppeinkunn fyrir þurrkhæfni, þökk sé einstakri nýjung: zeolite-þurrkun, sem skilar sérlega þurru og glitrandi hreinu leirtaui. Frekari upplýsingar um þessa uppþvottavél er að finna á heimasíðu okkar, www.sminor.is.

*SN 45M203SK, Råd & Rön, 8. tbl. 2010; SN 45M206SK, Testfakta, 16.9. 2011 (www.testfakta.se); SN 45M205SK, Råd & Rön, 4. tbl. 2012; SN 45M231SK, Råd & Rön, 3. tbl. 2013.

www.sminor.is

Siemens uppþvottavélar fá hæstu einkunn þriðja fjórða árið í röð!

að forsetinn, Bashar al-Assad, segði af sér. Assad hefur verið við völd frá árinu 2000 og tók við embættinu eftir lát föður síns, Hafez al-Assad, sem var forseti í 29 ár. Mótmælin höfðu ekki staðið lengi þegar herinn barði þau niður. Jamil hafði frá árinu 2008 verið virkur í hópi bloggara sem barðist á friðsaman hátt fyrir lýðræðisum-bótum í Sýrlandi. Þegar fólk tók að hverfa og kvittur fór af stað um aftökur stjórnarhersins var ljóst að Jamil var í hættu. „Leyniþjón-ustan lagði trésmíðaverkstæðið mitt í rúst, réðst á mig og hótaði að drepa mig. Ég var í stórhættu og átti ekki annarra kosta völ en að flýja. Herinn drap alla sem mót-mæltu og nauðgaði konum og drap börn. Meira að segja læknum og hjúkrunarfólki var og er enn mikil hætta búin. Það er enginn óhultur í Sýrlandi,“ segir Jamil. Fyrst eftir að átökin hófust ók Jamil særðum borgurum, í venjulegum sendi-ferðabíl, á bráðabirgðasjúkrahús sem samtökin sem hann tilheyrir settu upp því fólk var ekki öruggt inni á ríkisspítölunum.

Lausn ekki í sjónmáliJamil er ekki bjartsýnn á að lausn finnist sem binda muni enda á átökin í Sýrlandi, heldur sé ástandið þar hluti af stríðsleik Bandaríkjanna og Rússlands. Sam-kvæmt fréttum, meðal annars frá Al Jazeera, hafa stjórnvöld beggja ríkja stutt stríðandi fylkingar með vopnasölu og aðstoð; Banda-ríkjamenn við uppreisnarmenn en Rússar við stjórnvöld. Jamil segir Íran og Ísrael einnig leika stórt hlutverk. „Ástandið í Sýrlandi er þjóðarmorð með blessun alþjóða-samfélagsins. Ef sýrlenska bylting-in tekur enda mun það raska valda-jafnvæginu í heiminum. Þetta er ekki lengur í höndum almennings og nú er staðan sú að hundruð þús-unda eru á flótta, særðir og hungr-aðir. Það eru margir í Sýrlandi sem verða að gera sér að góðu að tína gras og borða það.“ Kínverjar selja einnig vopn til Sýrlands og hafa Rússland og Kína þrisvar beitt neitunarvaldi sínu innan Öryggis-ráðs Sameinuðu þjóðanna gegn ályktunum um þvingunaraðgerðir gegn sýrlenskum stjórnvöldum. „Stjórnmál og peningar eiga þarna í hamingjusömu hjónabandi,“ segir Jamil. Hann telur einnig athyglisvert að bresk stjórnvöld hafi ekki tekið í sína vörslu allan þann auð sem forsetahjónin eiga á Bretlandi en eiginkona forsetans, Asma al-Assad, er fædd og uppalin í Bretlandi. „Það væri nær að taka þessa peninga og nota þá til að hjálpa sýrlensku flóttafólki,“ segir hann. ESB hefur sett ferðabann á forsetahjónin ásamt því að frysta eigur þeirra en vegna ríkisborg-araréttar síns er forsetafrúnni heimilt að ferðast til Englands.

Forsetakosningar fara fram í Sýrlandi árið 2014 og þegar Jamil er spurður hvort hann eigi von á breytingum til hins betra þá hristir hann höfuðið. „Þegar Bashr al-Assad var kosinn árið

2000 fékk hann 97,6% atkvæða og var kjörsókn sögð 94,5%. Það vita allir að það er kjaftæði og að kosningarnar árið 2014 verða ekk-ert sanngjarnari en áður. Forsetinn er leiðtogi hersins og það er látið eins og hann sé fremstur á öllum sviðum, hvort sem það er læknis-fræði, dýralækningar, verkfræði, járnsmíði eða íþróttir.“

300.000 látnir á tveimur árumFyrir hálfum mánuði tilkynnti Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sam-einuðu þjóðanna, að fjöldi látinna í Sýrlandi væri kominn yfir 100.000. Jamil segir þessa tölu fjarri sann-leikanum og að yfir 300.000 hafi týnt lífi frá því í mars 2011. „Á næstu árum á eftir að koma í ljós

að miklu fleiri hafi týnt lífi en opinberar tölur segja til um. Ég er meðlimur í pólitískum hópum og við fáum réttar upplýsingar. Fólk á ekki að trúa öllu sem kemur fram í sjónvarpinu,“ segir Jamil og minnir á stríðið í Bosníu þar sem látnir voru mun fleiri en í upphafi var áætlað. „Hjálparsamtök fá ekki aðgang að þeim bæjum þar sem bardagar geisa. Heilu bæjarfélögin eru lögð í eyði, allir drepnir og svo laga stjórnvöld til og senda fólk á staðinn sem leika íbúa bæjarins og tala um hvað ástandið sé orðið gott. Eftir það eru hjálparsamtök og fjöl-miðlar, þóknanlegir forsetanum, boðin velkomin. Allir sem þekkja til á Sýrlandi vita að þetta eru blekkingar. Það eru mismunandi

mállýskur um landið og þegar allir sem eru í viðtali í bæ í suður Sýr-landi tala með hreim norðanmanna er augljóst að búið er að drepa alla þá sem fyrir voru. Umheimurinn áttar sig ekki á þessu enda þarf kunnáttu í sýrlenskri arabísku til þess.”

Aðspurður hvort hann óttist ekki að sýrlensk stjórnvöld hafi upp á honum á Íslandi þegar hann tjáir sig við fjölmiðla segir hann ákveðinn: „Ég hef fulla trú á því að íslensk stjórnvöld geri sitt besta til að vernda borgarana hér. Heim-urinn þarf að vita hvað gengur á í Sýrlandi.“

Dagný Hulda Erlendsdóttir

[email protected]

Ég var í stórhættu og átti ekki annarra kosta völ en að flýja. Herinn drap alla sem mótmæltu og nauðgaði konum og drap börn. Meira að segja læknum og hjúkrunarfólki var og er enn mikil hætta búin. Það er enginn óhultur í Sýrlandi.

viðtal 23 Helgin 9.-11. ágúst 2013

Page 24: 09 08 2013

Fékk listamannalaun í SvíþjóðHadda Fjóla Reykdal myndlistarmaður hefur nær allan sinn starfsferil búið í Svíþjóð en flutti aftur til Íslands í lok síðasta árs eftir að faðir hennar, listmálarinn Jón heitinn Reykdal, veiktist alvarlega. Fjölskyldan hafði í mörg ár velt því fyrir að að flytja til Íslands en þegar fréttirnar af veikindunum bárust kom ekkert annað til greina. Í dag opnar Hadda sýningu í Listasafni ASÍ og er það fyrsta sýning hennar á Íslandi í ellefu ár.

Ég ólst upp við mikla myndlist en pabbi heitinn var listmálari og mamma er mynd-höggvari. Svo höfum

við systurnar þrjár fetað svipaðar slóðir. Ég fór í Myndlista- og hand-íðaskólann, Nanna systir mín sem býr í Boston er menntuð graf-ískur hönnuður og hin systirin, hún Hlín, er hönnuður hérna í Reykjavík,“ segir Hadda Fjóla

Reykdal, 39 ára mynd-listarmaður sem hefur nær allan sinn feril starfað í Svíþjóð og átt góðu gengi að fagna og haldið einkasýningar í Gautaborg, Malmö og Kaupmannahöfn. Þá hefur Hadda tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal annars í Konung-legu Listaakademíunni

í Stokkhólmi. Hadda er nú flutt til Íslands með fjölskyldunni sinni sem telur sex manns og opnar sýningu í Listasafni ASÍ í dag.

Meðbyr í SvíþjóðÁ síðasta ári var Hadda meðal þeirra sem fengu starfslaun lista-manna í eitt ár í Svíþjóð en um það bil sautján hundruð listamenn sóttu um en áttatíu fengu úthlut-un. Hadda segir listamannalaunin mikla viðurkenningu fyrir sig og þegar talið berst að umræðunni hér á landi um tilvist þeirra segir Hadda töluverðan mun á viðhorf-inu á milli landanna. „Svíar eru stoltir af því að eiga myndlistar-menn og vilja styðja við þá. Það er ekki spurning um neitt annað og ég hef aldrei heyrt neina umræðu um hvort það eigi yfir höfuð að vera að styrkja listamenn í Sví-þjóð,“ segir hún.

Úr listamannafjölskylduMóðir Höddu, Jóhanna Þórðar-dóttir, er myndhöggvari og faðir hennar, Jón Reykdal, var mynd-listarmaður. Hann lést í byrjun árs eftir stutt og illvíg veikindi. Mynd-list var því stór hluti af lífi Höddu í bernsku og fór hún iðulega á lista-sýningar með fjölskyldunni um helgar. „Þegar opnanir voru í Nor-ræna húsinu fórum við systurnar oft niður að læk að veiða síli með frændum okkar en foreldrar þeirra eru líka listamenn,“ segir Hadda og hlær. Hadda segir gott fyrir sig sem listamann að hafa alltaf getað leitað til foreldra sinna. „Ég upplifði þó aldrei þrýsting að gera myndlistina að ævistarfi. Ég fékk að stjórna þessu algjörlega sjálf og fyrir það er ég mjög þakklát.“

Flutningar heim eftir góð ár í SvíþjóðHadda og fjölskylda fluttust til Svíþjóðar árið 2002 því eigin-maður hennar, Snorri Einars-son, hóf sérnám í læknisfræði en hann er kvensjúkdómalæknir með ófrjósemi sem undirsérgrein. Ætlunin var alltaf að flytja aftur til Íslands. „Svo byggðum við okkar fjölskyldulíf upp í Gautaborg og vorum alveg ótrúlega ánægð þar og nutum meðbyrs á allan hátt. Það er ekki hægt að líkja því saman hvernig stuðningur við fjöl-

skyldufólk er í Svíþjóð miðað við á Íslandi og þá á ég við barnabætur, fæðingarorlof og leikskólagjöld.“ Það teygðist úr dvöl fjölskyldunnar í Svíþjóð sem varð tíu ár og þegar þau snéru til baka var von á fjórða barninu. „Við vorum lengi að velta því fyrir okkur að flytja aftur heim til Íslands en gátum aldrei almennilega tekið ákvörðunina. Svo þegar pabbi veiktist kom ekk-ert annað til greina en að drífa sig heim. Það var svo mikilvægt fyrir okkur að geta verið til staðar fyrir hann og mömmu og ekki síst fyrir okkur sjálf. Ákvörðunin var ekki létt en að sama skapi sjálfsögð og í dag erum við þakklát fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun.

Fjölskyldan er enn að aðlagast því að vera flutt heim til Íslands og segir Hadda eitt af því góða við Ísland vera hversu vel fólk vinni saman að því að láta hlutina ganga upp. „Þegar við tókum þá ákvörð-un að flytja heim í skyndi lögðust allir á eitt við að hjálpa okkur.“ Stuttu eftir flutningana þurfti Hadda að hringja í stofnun hér á landi og þegar hún bar upp erindið kom fram að hún væri nýflutt frá útlöndum og nýbúin að eignast barn. „Sú sem svaraði í símann óskaði mér innilega til hamingju með barnið og spurði hvort það gengi ekki vel. Svo var símtalið sent áfram. Mér fannst þetta alveg hrikalega sætt og velti því fyrir mér hvar annars staðar þetta myndi gerast. Í það minnsta ekki í Svíþjóð. Þar hefði ég sennilega bara verið númer nítján í röðinni,“ segir Hadda og hlær.

Innblástur frá náttúrunniHadda sækir innblástur í náttúr-una og litabreytingar hennar sam-hliða veðrabreytingum. Hún vinn-ur mest í olíu en einnig í vatnslit og túss. „Mér finnst alveg ótrúlega heillandi hvernig litirnir breytast í náttúrunni eftir veðri. Þegar ég er úti í náttúrunni skrifa ég niður hvar ég er stödd og svo nokkrar línur um þá liti sem ég upplifi,“ segir Hadda en verk hennar eru ýmist innblásin af þúfum, blómum, fjöllum eða öðru í náttúrunni.

Í dag opnar fyrsta sýning Höddu á Íslandi í langan tíma, í Listasafni ASÍ en undirbúningur fyrir þá sýn-ingu hefur staðið lengi yfir. „Ég sótti um að sýna í Listasafni ASÍ fyrir tveimur til þremur árum og fékk sýningarrými núna árið 2013. Ég hef því unnið að sýningunni lengi.“ Í Ásmundarsal safnsins verða sýnd stór olíumálverk en í Arinstofunni verða teikningar þar sem vatnslit og blýanti er blandað saman. „Verkin eru innblásin af íslenskri og sænskri náttúru. Þó ég hafi unnið í Svíþjóð þá kom inn-blásturinn líka frá Íslandi. Einu sinni fór ég til Fårö í Svíþjóð en á þeim stað átti Ingimar Bergmann sumarhús. Náttúran þar er mjög lík þeirri íslensku og ég heillaðist algjörlega af henni. Það var dálítið merkilegt að uppgötva að það sem heillaði mig mest í sænskri nátt-úru var það sem minnti mig mest á þá íslensku.“

Dagný Hulda Erlendsdóttir

[email protected]

Hadda Fjóla Reykdal hefur nær allan sinn feril starfað í Svíþjóð en er nú flutt til Íslands og opnar í dag sína fyrstu sýningu hér á landi í langan tíma. Sýningin er í Listasafni ASÍ og mun standa til 1. september. Ljósmynd/Hari

24 viðtal Helgin 9.-11. águst 2013

Page 25: 09 08 2013

opnunartilboðinhalda áfram!

lágt verð dag & nótt

Þökkum frábærar móttökur!

halda áfram!opnunartilboðin

halda áfram!halda áfram!

www.netto.is 13

Nammi namm...

fLintstones morgunkorn

honey drops/cocoa mix/animal mix

99 kr/stk

verð áður

199 kr/stk50%

afsláttur

tómatar

x-tra/hakkaðir í dós

Pastaskrúfurx-tra/500gr

59 kr/ds

verð áður

95 kr/ds

59 kr/Pk

verð áður

129 kr/pk

149 kr/Pk

verð áður

199 kr/pk

franskar kartöfLur

x-tra - í ofn - 1kg

199 kr/Pk

verð áður

359 kr/pk

45%afsláttur

sPagHetti

x-tra/1kg

Pastasósa m/basiLxtra - 690gr-

199 kr/stk

verð áður

299 kr/stk

38%afsláttur

54%afsláttur

Nammi namm...

149 kr/

verð áður

199 kr/pk

franskar kartöf

x-tra - í ofn - 1kg

199 kr/

verð áður

359 kr/pk

agHHettietti

x-tra/1kg

Pastasósa Pastasósa P

www.netto.is 11

bLenda þvottaefni sensitive - 1.17kg 299 kr/Pk

verð áður 499 kr/pk

40%afsláttur

Head&sHouLder sjamPó 500mL

endurance/smooth/ sensitive/classic

488 kr/stk

Home HandsÁPagul/græn/blá 500ml

2 fyrir 1

299 kr

998 kr/stk

daz þvottaefni 2.58 kg

1.899 kr/stkverð áður

2.798 kr/stk

46%

arieL actiLift þvottaefni 4,74L

fyrir liti/venjulegt

30%afsláttur

bL

Home HandsÁPaÁPaÁPgul/græn/blá 500ml

2 fyrir 1

299 kr

998kr/stk

þvottaefni

kr/stk

Opnun GrandaOpnun Granda

149 kr/stkverð áður 259 kr/stk

súkkuLaði Hrískökurmaitre truffout - 150 gr

Hindberja rúLLuterta

x-tra - 300gr

2 fyrir 1

42%afsláttur

verð áður259 kr/stk

Sætindi fyrir sæta!

maryLand smÁkökur

coconut/doublechoc/hazeln/trad

99 kr/stkverð áður 149 kr/stk

195 kr

kökurazeln/trad

99 kr/stkverð áður 199 kr/stk

kossarblandaðir - 230 gr

kókosboLLurvölu - 4stk

38%afsláttur

198 kr/Pkverð áður 319 kr/pk

50%afsláttur

aði Hrískökur

aði Hrískökur

aði maitre truffout - 150 gr

maitre truffout - 150 gr

Sætindi fyrir sæta!

and smÁkökur

oconut/doublechoc/hazeln/trad

Opnun Granda

vínberrauð

58%afsláttur

289 kr/kgverð áður 689 kr/kg

Gerðu þinn eigin ávaxtaþeyting!

Opnun Granda

45%afsláttur

PeeLa Ávaxtasafarepla/appelsínu/blandaður

99 kr/stkverð áður 179 kr/stk

vínberrauð

289 kr/kg289 kr/kg289verð áðurverð áður689 kr/kg689 kr/kg

Gerðu þinn eigin ávaxtaþeyting!Gerðu þinn eigin ávaxtaþeyting!

45%afsláttur

a Ávaxtasafara Ávaxtasafarepla/appelsínu/blandaður

99verð áðurverð áður179 kr/stk179 kr/stk

rauð

opnunartilboðin

halda áfram!

Opið dag & nótt

lágt verð

dag & nótt

Tilboðin gilda 8. ágúsT - 14. ágúsT

Aðeins í nettó GrAndA

Þökkum

frábærar móttökur!

Opnunarhátíð 2

.ágúst 2

013

Opnunarhátíð 2.ágúst 2013

opnunartilboðin

Opnunarhátíð 2.ágúst 2013

Opnunarhátíð 2.ágúst 2013

Verið velkomin!Verið velk

omin! Opið dag & nótt

Opið dag & nótt

Verið velkomin!

opnunartilboðin

halda áfram!

Gerðu þinn eigin ávaxtaþeyting!

opnunartilboðin

opnunartilboðin

halda áfram!

Opið dag & nóttOpið dag & nótt

Opið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nótt

Verið velkomin!

Verið velkomin!

Verið velkomin!

opnunartilboðin

halda áfram!

Opið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nótt

Opið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nóttOpið dag & nótt

Verið velkomin!

Verið velkomin!

Verið velkomin!

Verið velkomin!

Verið velkomin!

Verið velkomin!

ný búð nettó Granda!

nýr bæklingur fullur af frábærum tilboðum kemur út í dag!

opið daG oG nótt!

Opnun GrandaOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun Granda

Hindberja x-tra - 300gr

x-tra - 300gr

42%afslátturOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun Granda

Hindberja x-tra - 300gr

x-tra - 300gr

42%afsláttur

58%afslátturOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun GrandaOpnun Grandalágt verð

dag & nótt

Opnunarhátíð 2.ágúst 2013

Page 26: 09 08 2013

Mannástir samlyndra hjóna

EEf ég væri hommi liggur nokkuð ljóst fyrir að ég væri bangsi. Þeir ku vera karl-mannlegir (ég), oft feitir eða í það minnsta þéttir (ég), sæmilega skeggjaðir (ég) og oftast klæddir eins og hörðustu skógar-höggsmenn (líka ég). Sem sagt, steríó-týpulega séð, nokkurn veginn þveröfugt við það sem flestir ímynda sér þegar samkynhneigð karlmanna kemur upp í hugann. Nú tel ég mig ekki mjög fordóma-fullan, í það minnsta ekki í stóra sam-hengi hlutanna. Eiginlega það eina sem stoppar mig í að verða alvöru bangsi er löngun mín í að kyssa annan karlmann vel og innilega á munninn. Sérstaklega sé ég ekki fyrir mér kossaflens tveggja bangsa. Slík atlot hljóta að fela í sér að festast hreinlega saman á skegginu. Svipað og franskur rennilás, sem gæti orðið vand-ræðalegt. Á því strandar sum sé samkyn-hneigð mín og þar með bangsadraum-arnir einnig. En þessir litlu fordómar mínir gagnvart kossum tveggja manna í milli beinast þó ekki endilega gegn þeim og samkynhneigð. Því ég skil í raun ekki hvers vegna konur kjósa okkur karlana yfirleitt heldur. Því er ég nokkuð viss um að ef ég væri kona væri ég lesbía. Karl-menn, að mínu mati, eru bara ekki neitt til þess að kjassast í.

Þetta þýðir þó alls ekki að ég sjái ekki fegurð í kynbræðrum mínum. Þvert á móti ég fæ iðulega mannást á hinum og þessum karlmanninum og það besta er að yfirleitt deili ég þessum ástarskotum með eiginkonu minni til marga ára. Við erum greinilega með svipaðan smekk. Ryan Reynolds var fyrsta sameiginlega ástin. Ótrúlegt að gaurinn sem lék Van Wilder í samnefndri mynd skyldi verða einn aðal hönkinn í Hollywood og enn ótrúlegra að hjónum í Hlíðunum skuli finnast hann jafn sætur. Ég get samt ekki séð mig kyssa hann og þá enn síður orginal Reynolds-inn, Burtarann sjálfan. Þrátt fyrir að hafa haft á honum mannást í allmörg ár. En með allt þetta yfirskegg. Nei, takk ég meika það bara ekki fram hjá mott-unni. Ég veit svo sem að ég er í tómri þversögn við sjálfan mig enda yfirleitt með and-

litshár og er því að bjóða minni ástkæru frú upp á einhvers konar mottu. Ekki jafn flotta og hjá Burt, en mottu engu að síður.

Ég skil sem sagt andlegt aðdráttarafl skeggsins, ég get bara ekki fært það yfir á hið holdlega. Því flest öll skot okkar hjóna eru einmitt á mönnum sem líta sér-staklega vel út með loðna kjamma: Justin Theroux, Jeff Bridges og herra Wol-verine sjálfur, Hugh Jackman, til að nefna nokkra. Þetta eru menn sem við erum svag fyrir og allir eiga það sameiginlegt að vera svalari en andskotinn þegar þeir skarta skeggi en bara hálfgerðir lúðar án þess. Ég verð því að vona að frúin sé svo-lítill bangsi inn við beinið því ekki fer ég að raka mig úr þessu. Enda verið loðinn í framan frá því að mér fór að vaxa grön.

Ég man reyndar upp á hár hvenær rak-hnífurinn var síðast dreginn eftir kinn. Það var á þjóðhátíðardaginn sjálfan það herrans ár 2006 við skírn frumburðar-ins. Þann dag hugsaði ég með mér að ekki gæti ég verið loðinkjammi við þetta merka tilefni og sótti því raksápuna. En líkt og margur bangsinn hefur sjálfsagt brennt sig á við stór tímamót, rakaði ég mig feitan þennan dag. Allur sjarminn sem ég taldi mig búa yfir skolaðist með raksápunni niður í baðvaskinn. Þarna stóð ég eftir, svolítið þybbinn, nýbakaður faðir-inn og sór þess dýran eið að þetta skyldi ekki henda aftur. Auðvitað ákvað ég þó í staðinn fyrir að rækta líkamann og eiga séns að vera vel rakaður og svalur eins og til dæmis áðurnefndur Ryan Reynolds, Kurt Russell eða jafnvel gamaldags Clint, myndi ég taka bangsann upp á mína arma. Köflóttar skyrtur og skegg var það heillin. Bara að ég gæti nú kysst annan karlmann rembingskossi beint á munninn. Þá væri lúkkið nú fullkomnað.

Teik

ning

/Har

i

Ráðstefna um jöfnuð í vinnuumhver� og hönnun

Ráðstefna fyrir fagfólk og áhugasama um vinnuumhver og hönnun verður

haldin dagana 11. – 14. ágúst á Grand Hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Erlendir og íslenskir fyrirlesarar �alla um vinnuvistfræði og jöfnuð út frá

mismunandi fagsýn.

Helstu efnisþættir ráðstefnunnar eru:

• Mannauðsstjórnun og vellíðan • Öryggi og hollustuhættir við vinnu • Áhættumat starfa • Hönnun og viðmót • Samskipti milli fólks og tæknibúnaðar • Starfsendurhæ�ng • Sjónræn vinnuvistfræði • Kynbundin hönnun og umhver�

Ráðstefnan er haldin á vegum Vinnuvistfræðifélags Íslands í samstar� við

Norrænu vinnuvistfræðisamtökin. Sjá nánar dagskrá ráðstefnunnar og

skráningu á www.nes2013.is

HaraldurJónassonhari@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

www.odalsostar.is

Nýjasti meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð.

Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig.

TINDURNýR osTUR úR skagafIRÐINUm

Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili· Tekur venjulegt GSM SIM kort· Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.�.

S. 699-6869 · [email protected] · www.rafeindir.is

74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013850 svör

26 viðhorf Helgin 9.-11. ágúst 2013

Page 27: 09 08 2013

Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær.Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstrihversdagsins.

FYRIR STERKAR OG HREINAR TENNUR

Page 28: 09 08 2013

28 matur Helgin 9.-11. águst 2013

Matur Því litríkara, Því betra útilegan einföld kaka

HOLLAR BOLLURSojabollurnar frá Hälsans Kök eru tilvaldar í Spaghetti Bolognese. Holl og bragðgóð tilbreyting.

INNIHALDPrótein úr soja (51%) og hveiti (15%). Vatn, jurtaolía, eggjahvítuduft, maltódextrín, sterkja, salt (1,6%), laukduft, trefjar úr ertum, ger, maltextrakt (bygg).

b erglind Guðmundsdóttir - fjögurra barna móðir, eigin-kona og hjúkrunarfræðingur - heldur úti matarsíðunni

Gulur, rauður, grænn og salt. Að jafn-aði birtast þar þrjár nýjar uppskriftir vikulega og þar sem síðan er að verða ársgömul er þar komið gott safn af uppskriftum. Synir Berglindar sem eru sex, níu og tólf ára eru sérlegir aðstoðarmenn þegar kemur að því að velja uppskriftir sem rata á síðuna. Yngsta barnið, eins og hálfs árs stúlka, leggur einnig sitt til málanna og er orðin hinn mesti matgæðingur. Berg-lind segir réttina sína einkennast af því að vera litríkir, ferskir og einfaldir. „Flestir réttirnir henta fólki sem ekki hefur mikinn grunn í eldamennsku en þarna eru flóknari réttir inni á milli. Dagsdaglega hef ég ekkert endalausan tíma þannig að ég reyni að gera eitt-hvað er fljótlegt, gott og hollt,“ segir hún. Berglind hefur mikla ástríðu fyrir eldamennsku og henni finnst gaman hvað öll fjölskyldan er innvinkluð í þetta áhugamál hennar.

Hún deilir með lesendum Frétta-tímans tveimur uppskriftum. Annars vegar af mexíkóskum taco skálum sem alltaf vekja mikla lukku hjá börnunum hennar og svo hráfæðisuppskrift af kókosbitum. „Kosturinn við eftirréttina og kökurnar úr hráfæðiflokknum, fyrir utan góða næringu, er að það er svo ótrúlega fljótlegt og einfalt að henda í eins og eina köku og á allra færi. Það er frábært að eiga þessar í kæli eða frysti og narta í á dögum þegar að löngunin í eitthvað sætt er gjörsamlega að drepa mann,“ segir hún.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Litríkt, ferskt og einfalt

Flestir réttirnir henta fólki sem ekki hefur mikinn grunn í eldamennsku en þarna eru flóknari réttir inni á milli

Berglind Guðmundsdóttir - fjögurra barna móðir, eiginkona og hjúkrunarfræðingur - heldur úti matarsíðunni Gulur, rauður, grænn og salt og birtir þar þrjár uppskriftir vikulega.

8 tortillur500 g nautahakk1 dós salsasósa meðalsterk eða sterkRifinn osturIceberg kál, smátt skoriðTómatar, smátt skornirGuacamoleSýrður rjómiÓlífur

Taco skálar Aðferð:1. Hitið ofninn á 175°C.

2. Mýkið tortillurnar með því að láta þær í örbylgjuofn í um 20-30 sekúndur (má sleppa ef þið eigið ekki örbylgjuofn en þá þarf að gera þetta varlega til að þær rifni ekki).

3.Þrýstiðtortillunumístórmuffinsformoglátið þær síðan inn í ofn í 10 mínútur.

4. Steikið því næst kjötið á pönnu. Hellið salsasósu út í og hitið að suðu. Lækkið hitann og látið malla í 10 mínútur.

5. Látiðkjötiðítortillurnarogþvínæstyfirþað grænmeti, ost og sósur. Njótið!

Fyrir þá sem vilja er hægt að láta ostasósu í botninn á tortillunum og nautahakkið yfir það. Einnig er hægt að láta ost yfir nautahakkið og láta inn í ofn í smá stund þannig að hann bráðni.

Kókos-nammi4 bollar kókosmjöl1/2 bolli kókosolía, í fljótandi formi4 msk agavesíróp

Súkkulaðiðhúð:1 1/2 bolli 70% súkkulaði1 tsk vanilludropar1 msk kókosolía

Aðferð1. Blandið kókosmjöli,

kókosolíu og agave-sírópi í matvinnsluvél og blandið saman í um 2 mínútur. At-hugið að hér er mikil-vægt að olían sé í fljótandiformiannarsblandast þetta ekki saman. Hnoðið með höndunum og þrýstið í form (t.d. stórt brauðform) með

smjörpappír. Látið í kæli eða frysti og geymið þar til kókos-massinn er orðinn þéttur.

2. Látið súkkulaðið, vanilludropana og kókosolíu í pott og bræðið við lágan hita.

3. Skerið kókosmassann íbitaogdýfiðísúkkulaðið.

4. Já, ég veit... Dásam-legt!

Berglind Guðmundsdóttir elskar að elda en finnstlíkagottaðsetjstniðurognjótamatarins.

Ljósmyndir/gulurraudurgraennogsalt.com

Þessi ómótstæðilegi eftir-réttur inniheldur aðeins fjögur hráefni og er algjört möst í næstu fjöl-skylduútilegu

Fyrir 4Hráefni:50 g smjör1 pakki svampkökublanda (Betty Crocker)2 dósir ferskjur í sýrópi

Útilegukaka í pottiAðferð:Smyrjið þykkan pottjárnspott (t.d. Le Cruset) með smjöri, hellið ferskjunum í og kökublöndunniyfir.Skeriðsmjöriðíbitaogsetið ofan á kökublönduna. Smyrjið lokið og setjið á pottinn (ef lokið er mjög kúpt, snúið því á hvolf svo kolin tolli ofan á). Setjið sex glóandi kol undir pottinn og sjö kol ofan á lokið og látið bakast í 30-45 mínútur. Kíkið á kökuna eftir hálftíma - ef hún er ekki tilbúin bakið í korter í viðbót.

... inniheldur aðeins fjögur hráefni og er algjört möst í næstu fjölskylduútilegu

Page 29: 09 08 2013

AFSLÆTTI

LOKADAGAR ÚTSÖLUNNAR

ALLAR ÚTSÖLUVÖRUR MEÐALLAR ÚTSÖLUVÖRUR MEÐ

Gildir til 12 september.

og á Akureyri

í sumar!

Page 30: 09 08 2013

30 heilsa Helgin 9.-11. águst 2013

Heilsa DansHugleiðsla er ný tegunD Hugleiðslu á ÍslanDi

Hugleiðsla og slökun á meðan þú dansar

D anshugleiðsla er blanda af ákveðinni öndunaraðferð við hugleiðslu sem kallast „breakthrough breathwork“, „Mod-ern–Day Medidation“ og dansi. Þetta er mjög einfalt og

allir geta gert það,“ segir Tristan Elizabeth Gribbin leikkona sem hefur verið að kenna danshugleiðslu á KEX í sumar.

„Tónlist hvetur fólk til að hreyfa sig og þegar fólk byrjar að anda með þessari aðferð tengist það líkama sínum betur. Fólk fer þá að opna sig fyrir jákvæðri náttúrulegri orku og það er mjög persónu-legt hverjum og einum. Fólk einbeitir sér að einhverju sem það tengist eða treystir á. Þetta er ferðalag sem fer með fólk djúpt í inn í sálina eða hjartað. Fólk byrjar að hreyfa sig á náttúrulegan hátt og ég hvet þau til þess að halda áfram að anda,“ segir Tristan.

Tristan segir að tónlistin ásamt önduninni hjálpi fólki raunveru-lega að hugleiða og slaka á. Segir hún að fólk sem hafi komið til hennar hafi fengið mjög mikið út úr því, bæði þeir sem eru vanir

að hugleiða og svo þeir sem hafa aldrei prófað það áður.

Fyrir hugleiðslu-dansinn hefur Tristan aðallega hlustað á góða íslenska tónlist eins og Sigurrósu, GusGus, Pál Óskar, Retro Stefson, Ásgeir Trausta og fleiri.

Tristan segist njóta þess mjög að kenna danshugleiðslu. „Mér finnst ég persónulega fá mikið af góðri orku,“ segir Tristan og segir mikilvægt að fólk vinni í því að minnka streituna í sínu lífi.

„Það eru allir að gera svo mikið og um leið og maður getur tekið smá tíma til að slaka á þá getur það breytt öllu og lífsgæðin verða meiri,“ segir Tristan.

„Eins og jóga hefur danshugleiðsla mjög góð líkamleg áhrif. Fólk nær góðum tengslum við líkama sinn og hreyfingin hefur góð áhrif á blóðflæðið. Til dæmis ef þú þarft að teygja á einhverjum líkamsparti og þú ert í danshugleiðslu þá er líkaminn opnari og það verður minni spenna í líkamanum,“ segir Tristan.

Tristan segir að fólk á öllum aldri hafi komið í danshugleiðslu en hún

hefur boðið upp á hana á mánudagskvöldum á KEX frá klukkan sex til átta í sumar og mun halda því áfram inn í veturinn.

„Tíminn líður mjög hratt og fólk trúir ekki að það hafi verið að dansa í nærri tvo tíma,“ segir Tristan.

Tristan segir að síðustu 20 mínúturnar fari hópurinn í nátt-úrulega djúpa ró sem sé mjög endurnærandi. Tristan mun einnig vera með helgarnámskeiðið „Love´s Awakening“ í Sólheimum í lok ágúst en hægt er að sjá frekari upplýsingar á Facebook síðu Tristan, Modern-Day Meditation Iceland.

María Elísabet Pallé

[email protected]

Tristan Elizabeth hugleiðir dansandi

Hér eru nokkur ráð um hvernig næra má húðina vel á náttúrulegan, einfaldan og ódýran máta, jafnt í andlitinu sem um allan líkamann:

• Sérstaklega gagnlegt húðinni er að takainnOmega3fitusýrur.Húðinverður mýkri fyrir bragðið og síður þurr.Yfirvetrarmánuðinaogímiklumkuldum getur verið gagnlegt að auka inntökuna.

•Vökvinn úr Aloe Vera plöntunni þykir einkar góður fyrir húðina. Í honum eru um 75 mismunandi næringarefni og vítamín. Flestir þekkja til græðslu-máttar vökvans en gott er að setja hann

ábrunaogfleiðusár.Vökvinnýtirlíkaundir framleiðslu collagens og elastíns sem eru nauðsynleg fyrir uppbyggingu og teygjanleika húðarinnar.

• Kókosolía úr kaldpressuðum kókos-olíum er talin gefa húðinni raka og verja hana gegn skaðlegum geislum sólar. Hún ýtir undir uppbyggingu nýrra vefja í húðinni, er græðandi og dregur úr öldrun.TaliðeraðKleópatrahafinotaðkókosolíu sem fegrunarkrem sitt.

• LífrænJojobaolíaerraunverulegafljót-andi vax úr kaldpressuðum plöntum. Olían fer djúpt ofan í húðina og hjálpar við að koma jafnvægi á rakastig hennar.

Olían er nærandi og eykur teygjan-leika húðarinnar. Hún er almennt mjög viðurkennt fegrunarefni og þykir vinna gegn hrukkumyndun.

Auk þessara ofantöldu náttúrulegu efna eru fjölmargar olíur og efni sem þykja góð húðinni. Þess skal þó gæta að efnin séu hrein og ekki búið að blanda tilbúnum efnum við þau.

Af vefnum Heilsubankinn.is

Náttúruleg ráð fyrir húðina

Tristan Elisabeth Gribbin leikkona og kennari kynnir

nýja skemmtilega leið til þess að slaka á með hug-

leiðslu og dansi. Eins og jóga hefur danshugleiðsla

mjög góð líkamleg áhrif. Fólk nær góðum tengslum

við líkama sinn og slök-unin eykur lífsgæðin.

hefjast 12. og 13 .ágústNý námskeið

nám

skei

ðN

ý ná

msk

eið

Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 ReykjavíkSími 560 1010 • www.heilsuborg.is

KvennaleikfimiMán., mið. og föst. kl. 16:30 (3x í viku). Verð kr. 15.900 fyrir fjórar vikur.(í áskrift kr. 13.900 á mán., 3ja mán. uppsagnarfrestur) Þri. og fim. kl. 10:00 (2x í viku).Verð kr. 13.900 fyrir fjórar vikur (í áskrift kr. 11.900 á mán., 3ja mán. uppsagnarfrestur).

MorgunþrekMán., mið. og föst. kl. 7:45 eða 09:00 (3x í viku).Verð kr. 15.900,- (13.900 í áskrift, 3ja mánaða binditími).

Zumba og Zumba toningÞri. og fim. kl. 16:30.Verð kr. 13.900 eða 11.900 í áskrift (3 mán binditími).

Yoga Þri. og fim. kl. 12:00. Verð kr. 13.900,-

LeikfimiMán. og mið. kl. 11:00. Mán. og mið. kl. 15:00.Verð kr. 9.900

Zumba Gold 60+Fyrir 60 ára og eldri sem hafa gaman af að dansa.Þri. og fim. kl. 11:00.Verð kr. 9.900,-

60 ára og eldri:

Page 31: 09 08 2013

hlaup 31Helgin 9.-11. águst 2013

Æfingar í vinnunniOft getur reynst erfitt fyrir vinnandi fólk að finna tíma til að stunda líkams-rækt og því er tilvalið að stunda smá líkamsrækt í vinnunni á milli verkefna eða jafnvel á meðan þau eru unnin. Til dæmis er hægt að nota handfrjálsan búnað við símann og hafa fyrir reglu að ganga rösklega um á meðan spjallað er í símann sé símtalið ekki þess eðlis að það krefjist þess að setið sé við tölvu. Á meðan staðið er við ljósritunarvélina eða prentarann er tilvalið er að gera teygjuæfingar. Hægt er að þjálfa kvið-vöðvana á fundum með því að spenna þá reglulega. Einnig er kjörið að nota stóran æfingabolta í stað venjulegs stóls í vinnunni og reyna þannig á vöðvana. Safnast þegar saman kemur og eru stuttar æfingar í vinnunni miklu betri en ekki neitt þegar tímaleysið er mikið.

Að vinna á móti þreytuLíklegustu ástæður þreytu eru óhollt mataræði, of lítill svefn og skortur á hreyfingu og þess vegna getur verið einfalt að vinna á móti þreytunni. Ef

þú drekkur of mikið kaffi og neytir of mikils sykurs þá endar þú með að verða þreyttari en ella. Borðaðu frekar mikið af ávöxtum og grænmeti. Augljósasta ástæða þreytu

er of lítill svefn og því auðvelt að leysa það vandamál. Maður þarf bara að sleppa því að drekka kaffi og áfengi rétt fyrir svefninn og sleppa því að hafa sjónvarp inni í svefnherbergi. Eitt af bestu ráðum við svefnleysi er talin vera mikil og góð hreyfing. Ef ekkert af þessum ráðum vikar við þreytu er ráð að leita læknis.

Allir eiga að taka inn D-vítamínD-vítamín er náttúrulegt hormón sem líkaminn framleiðir þegar hann kemst í snertingu við sólarljós en á Íslandi er vissulega mikilvægt að taka D-vítamín sem bætiefni. Þegar líkaminn þjáist af kalkskorti þá er það yfirleitt vegna þess að líkamann vantar D-vítamín.

D-vítamín spilar stórt hlutverk í aukningu á brennsluhraða fitufruma og er því gott ef maður vill léttast. Þegar D-vítamín er tekið inn ásamt kalki og hollu mataræði hjálpar það líkanum að jafna blóðsykurinn, bætir meltingu og auðveldara verður að léttast.

V ið undirbúning hlaupa skiptir mataræði miklu

máli. Þannig er mikilvægt að borða staðgóðan morg-unverð, hádegisverð og kvöldverð og máli skiptir að þessar máltíðir saman-standi af kolvetnum, fitu og próteinum í hæfilegum hlutföllum. Áríðandi er að drekka nóg og passa að borða millimáltíðir sem eru hollar frekar en að neyta einhvers sem gefur eingöngu innantóma orku

og engin næringarefni. Hleðsla er íþróttadrykk-

ur sem er ríkur af prótein-um en inniheldur einnig kolvetni ásamt því að vera kalkríkur. Hleðsla hentar því hlaupurum og öðru íþróttafólki vel. Hleðsla er sérstaklega góð eftir æfingar en hentar einnig vel sem millimál-tíð. Hleðsla er fáanleg í mörgum bragðtegundum, bæði í dósum og fernum en einnig er á markaði Hleðsluskyr.

Hleðsla í fernu með súkkulaðibragði kom á markað í fyrra og hefur fengið mjög góðar við-tökur meðal neytenda. Í Hleðslu í fernu er búið að kljúfa 80% af mjólkursykr-inum og hún hentar því mörgum þeim sem hafa laktósaóþol (mjólkursyk-ursóþol). Hleðsla er jafn-framt rík af vítamínum og steinefnum. Í Hleðslu eru jafnframt kolvetni sem henta vel til hleðslu eftir hlaup og aðrar æfingar.

Góð Hleðsla eftir hlaup

Page 32: 09 08 2013

32 hlaup Helgin 9.-11. águst 2013

Hlaup Magnús Hleypur Minnst þrisvar í viku

MagnesíuMúði fyrir betri líðan eftir æfingar og við gigt

Margverðlaunaður magnesíumúði

M örgum reynist vel að nota magnesíum sem fæðubót vegna

ýmissa kvilla svo sem fótaóeirð, vöðvakrampa, til slökunar fyrir svefninn og til að hjálpa vöðv-unum í endurheimt eftir æfingar. Hingað til hefur aðeins verið boðið upp á magnesíum í töflu- eða duft-formi en það nýjasta er magn-esíum olíuúði sem úðað er beint á húðina,“ segir Gígja Þórðardótt-ir, sjúkraþjálfari og starfsmaður hjá Gengur vel ehf. Rannsóknir hafa sýnt fram á að úðinn nýtist líkamanum betur en töflur og duft og veldur ekki ónotum í maga eða niðurgangi eins og inntaka magnesíums getur orsakað.

Að sögn Gígju er magnesíum steinefni sem líkaminn þarfnast og nauðsynlegt til orkufram-leiðslu ásamt því að stuðla að betri heilsu beina, vökvajafn-vægi og til stjórnunar á tauga- og vöðvasamdrætti. „Vegna nútíma lifnaðarhátta hefur upptaka á magnesíum í mataræði okkar minnkað og eins geta streita, áfengissýki, vefjagigt, lyfjanotk-un og miklar æfingar valdið tapi á magnesíum úr líkamanum.“

Einfalt og þægilegt í notkunÞegar magnesíum er borið á húð-ina er upptaka líkamans mjög góð og úðinn er einfaldur og hand-hægur í notkun. „Magnesíumúði hefur verið vinsæll hjá íþrótta-fólki í ýmsum greinum, svo

sem þríþraut, hlaupi, knattspyrnu, crossfit, sundi, fjallgöngum og hjólreiðum enda hefur úðinn fengið fjölmörg heilsu- og nýsköpunar-verðlaun á síðasta ári. Magnesíum frá Better You er gert úr Zech-stein Magnesíum, einu hreinasta og náttúru-legasta formi af magn-esíum í heiminum og eru þrjár tegundir framleiddar; original, sport og goodnight. Original er magnesí-

umklóríð, bætt lindarvatni og er því hreinasta magnesíum afurðin og vinsæl meðal annars hjá gigt-arfólki. „Hinar tvær tegundirnar eru með viðbættum olíum til að auka nuddeiginleika vörunnar en einnig er búið að bæta ilmkjarna-olíum út í goodnight til að stuðla að enn betri ró fyrir svefninn,“ segir Gígja.

Úðarnir fást í heilsubúðum, hjá TRI, Crossfit Reykjavík, Systra-samlaginu, Fjarðarkaupum og í helstu apótekum. Nánari upplýs-ingar má finna á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland.

Eftir þungar líkamsæfingar og mikið svitatap er gagnlegt að taka inn steinefnið magnesíum sem tapast við þessar aðstæður. Fyrirtækið Gengur vel ehf. býður upp á magnesíumúða sem borinn er á húðina og er vinsæll hjá fólki með gigt, hlaupurum, fjallageitum og þríþrautarfólki.

Gengur vel ehf. býður upp á þrjár tegundir af magnesíumúða, Original, Sport og Goodnight og fást þeir í heilsubúðum, TRI, Crossfit Reykjavík, hjá Systrasamlaginu, Fjarðarkaupum og í helstu apótekum.

Gígja Þórðardóttir, sjúkra þjálfari hjá Gengur vel ehf.

Sigurður Sigurbjörnsson, maraþon-hlaupari mælir með magnesíumúðanum frá Better You. „Með notkun úðans get ég hlaupið lengri vegalengdir án þess að fá krampa. Ég hef bent mörgum hlaupurum á þennan úða og veit að fólk er afar ánægt enda er til mikils að vinna að komast án alls krampa í gegnum löng hlaup og annað erfiði.“

K Y N N I N G

Fékk hlaupaþjálfun á fimmtugsafmælinuÉ g hef nú alla tíð verið að

hreyfa mig en hljóp aldrei neitt langt,“ segir Magnús

Guðmundsson, forstjóri Landmæl-inga Íslands. Hann spilaði hand-bolta með Aftureldingu fram til 27 ára aldurs, spilaði síðan með „old boys“ í fótbolta og æfði morgunleik-fimi. „Það var svo í árslok 2008 að vinkona sem býr í Belfast skoraði á mig og manninn sinn að hlaupa heilt maraþon. Við sögðumst auðvitað getað það og skráðum okkur í Bel-fast maraþonið sem fór fram þann 4. maí 2009. Við fundum okkur æf-ingaprógramm á netinu og hófum svo æfingar, ég á Akranesi og vinur minn í Belfast,“ segir Magnús.

Æfingarnar voru býsna erfiðar og Magnús sá að hann þurfti ekki bara að æfa hlaup heldur líka létta sig og missti um 10 kíló fram til vors. „Síðan hlupum við Belfast maraþonið þarna í byrjun maí 2009 og ég komst í mark. Síðan hef ég hlaupið um 3-4 sinnum í viku og hlaupin eru orðin lífsstíll hjá mér núna. Ég var svo heppinn að fá hlaupaþjálfun í afmælisgjöf þegar ég var 50 ára árið 2010. Sú gjöf fól í sér ráðgjöf frá Daníel Smára Guðmundssyni einum besta lang-hlaupara okkar Íslendinga og síðan hef ég notið ráðlegginga frá honum í þrjú ár og verið í einskonar fjar-þjálfun, fengið hlaupaprógramm og leiðbeiningar í gegnum tölvupóst,“ segir Magnús. Þá hefur hann verið hluti af hlaupahópnum Afrekshóp-urinn í Reykjavík sem Daníel Smári

þjálfaði um árabil og fór með hluta þess hóps í Berlínarmaraþonið síðasta haust.

Magnús hleypur minnst þrisvar í viku og tekur hver æfing allt frá einni og uppi í þrjár klukku-stundir. Í byrjun vikunnar tekur hann sprettæfingar, í miðri viku eru það hraðar æfingar þar sem hann hleypur allt að 10 kílómetra og á laugardögum tekur hann yfirleitt langt hlaup. „Um síðustu helgi hljóp ég 17 km í sólskini og 22 gráðu hita upp í Húsafelli. Það var góð æfing og var ég á hlaupum í 1 klst og 40 mín. Þessar löngu æfingar eru mjög mikilvægar til að venja líkamann við að vera lengi á hlaupum,“ segir hann.

Yfirleitt hlustar hann á tónlist þegar hann hleypur. „Besta hlaupa-músikin að mínu mati er rokk og ról með hljómsveitum eins og Queen, Muse, U2, Radiohead,

REM og Todmobil. Einnig hlusta ég mikið á Nýdönsk, Sálina og eldri tónlist með Bubba. Bestu hlaupa-lögin eru einfaldlega með Queen til dæmis „Don´t stop me now“ og „We are the champions“.“

Þrisvar hefur Magnús hlaupið heilt maraþon, fyrst í Belfast 2009 og síðan í Berlín bæði 2010 og 2012. Þá hefur hann hlaupið hálft maraþon í Reykjavík, Selfossi og á Akranesi þar sem hann býr. Næsta hlaup er hálft Reykjavíkurmara-þon þann 24. ágúst. Daníel Smári leggur áherslu á að hlauparar setji sér markmið og því hefur Magnús vitanlega gert það fyrir Reykja-víkurmaraþonið: „Ég hef sett mér það markmið að bæta besta tímann minn um eina mínútu í hálfu mara-þoni.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Magnús Guð-mundsson hefur þrisvar hlaupið heilt maraþon, það fyrsta í Berlín árið 2009 eftir að vinkona hans skoraði á hann. Hann hafði aldrei hlaupið mikið en hlaupin eru nú hluti af lífsstíl hans. Magnús segir rokk og ról bestu hlaupa-tónlistina og heldur þar sérstaklega upp á Queen. Hann hleypur hálft maraþon í Reykjavíkur-maraþoninu og ætlar að bæta sinn besta tíma um eina mínútu.

Magnús Guðmundsson við það að ljúka maraþoni í Berlín árið 2012.

Magnús, fjórði frá vinstri í efri röð, ásamt félögum sínum í Afrekshópnum sem tók þátt í Berlínarmaraþoninu í fyrra.

Page 33: 09 08 2013

hlaup 33Helgin 9.-11. águst 2013

100% HÁGÆÐAPRÓTEIN

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/M

SA

647

54 0

6/13

500 KÆLITÖSKURMEÐ HLEÐSLU

500 KASSARAF HLEÐSLU

3 FJALLAHJÓL

WWW.HLEDSLA.IS

SUMARLEIKUR

1 IPHONE 5 3 IPAD MINI 3 GÖNGUSKÓR & STAFIR 30 PUMA ÍÞRÓTTATÖSKUR& HANDKLÆÐI

TAKTU ÞÁTT OG KÍKTU Á LUKKUNÚMERIÐ!ALLS 1040 VINNINGAR Í BOÐI.

Eru flugur, flær eðamaurar að ergja þig og bíta?

áhrifaríkur og án allra eiturefna.

Allt að 8 tíma virkni.

gj þog bíta?

hrifaríkur g án llra iturefna.

Allt að 8 tíma virkni.

Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hjá N1

www.gengurvel.is

1. Að hlaupa of marga km á of stuttum tíma: Ef þú hefur lent í meiðslum verður þú að taka því rólega til þess að halda þér í hlaupaformi. Þú verður að fylgja þeirri reglu að auka aðeins við 10% í vegalengd á milli vikna.

2. Að nærast ekki eftir erfið hlaup: Þú verður að borða góð kolvetni eftir hlaup og prótein í framhaldinu til þess að byggja upp vöðva.

3. Að sleppa sólarvörn: Það er frábært að fá 20 mínutur af

Tíu slæmir hlaupasiðir og hvernig á að hætta þeimsólarljósi á degi hverjum en ef þú ætlar að hlaupa lengur en það verður þú að bera á þig sólarvörn.

4. Að sleppa styrktaræfingum: Þeir sem gera styrktaræf-ingar fjórum sinnum í viku í sex vikur hlaupa hraðar en þeir sem gera það ekki.

5. Að hlaupa of hratt í byrjun: Vertu rólegur! Ef þú ferð ekki rólega af stað í keppnis-hlaupi þá munt þú þreytast of fljótt. Notaðu GPS mæl-ingu í úri eða síma til þess

að fylgjast með meðalhraða þínum.

6. Ekki vera þinn eiginn lækn-ir: Hlauparar eru mjög með-vitaðir um líkama sinn og vilja meðhöndla meiðsl með ís og verkjalyfjum. En hlaupameiðsl geta verið hættuleg og því ættir þú að fara til læknis ef þú finnur verk í meira en 3 daga.

7. Að sleppa teygjum: Það er allt í lagi að sleppa að teygja fyrir hlaup en ef þú teygir alltaf eftir hlaup

hjálpar það þér að komast hjá meiðslum.

8. Að fá of lítinn svefn: Gættu þess að sofa nóg. Ef þú sefur ekki nóg getur það haft áhrif á hlaupaþolið því að líkam-inn þarf að jafna sig eftir erfið hlaup. Skráðu svefn-tímann í hlaupadagbókina til þess að skoða áhrif á ár-angur.

9. Sleppa hvíldardögum: Of tíð-ar æfingar geta leitt til fjölda vandamála, frá meiðslum til verri árangurs í hlaupi, veik-

inda og áhugaleysis. Í öllum vikuáætlunum ætti að vera 1 hvíldardagur og 2 rólegir dagar. Það er gott að stunda aðrar íþróttir inn á milli en það má ekki sleppa að hvíla þreytta vöðva.

10. Að reyna að gera allt: Þú hefur líklega fengið þúsund ráð um hvernig þú eigir að verða betri hlaupari, en þú verður að einbeita þér að því að gera skynsamlega hluti. Þú byrjaðir að hlaupa til þess að bæta líðan en ekki til þess að auka streitu.

Page 34: 09 08 2013

Arnar Helgi Lárussonlandsliðsmaður í frjálsum íþróttum fatlaðra:„Ég hlusta alltaf á Metallica í brekkum og á lokasprettinum. Það skiptir engu máli hvaða lag það er svo lengi sem það er Metallica.“

Hildur Kristín Sveinsdóttirsjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfuninni í Sporthúsinu:„Uppáhalds endasprett-slagið er Little Talk með Of Monsters and Men. So What með Pink líka fínt á endasprettinum.“

Grétar Snorrasonbyggingafræðingur hjá Batteríinu:„Ég hlusta yfirleitt ekki á tónlist þegar ég hleyp og oftast eru það nú bara lögin úr barnatímanum sem enduróma í koll-inum. Ef Highway To Hell með AC/DC eða Right Here Right Now með Fatboy Slim væri spilað við marksvæðið myndi endaspretturinn verða allsvakalegur.“

Karen Kjartansdóttir varafréttastjóri Stöðvar 2:„Happiness með Dave Audé Mix sem var lag HM kvenna í knattspyrnu árið 2011 og Invaders must die með Prodigy.“

Guðrún Lovísa Ólafsdóttirhjúkrunarfræðingur, íþróttafræðinemi og kennari hjá World Class:„All my Life með Foo Fighters og Got the Life með Korn.“

Gróa Axelsdóttirgrunnskólakennari:„Life it up með Jennifer Lopez og Pitbull gefur mér auka kraft en lagið fjallar um að við getum allt sem við ætlum okkur.“

Kristjana Hildur Gunnarsdóttir íþróttafræðingur:„Waka Waka með Shakiru og On a Mission með Gabriella Cilmi. Textarnir í þessum lögum eru góðir og rífa mann áfram.“

Kári Steinn KarlssonÍslandsmethafi í 5 km, 10 km, hálfu maraþoni og maraþoni:„Það er ansi langt síðan ég fékk leið á að hlusta á Metallica en þeir klikka seint þegar kemur að endasprettinum og koma mér á fulla ferð síðustu metrana. Master of Puppets og No Leaf Clover eru bestu lögin.“

34 hlaup Helgin 9.-11. águst 2013

Hlaup tónlistin sem kemur mér í mark

Varasamt að auka bæði hraða og lengd á sama tímaSjúkraþjálfarar hjá Afli sjúkraþjálfun hafa áralanga reynslu af meðhöndlun hlaupatengdra meiðsla og leggja áherslu á að greina rót vandans svo koma megi í veg fyrir endurtekin meiðsli. Rúnar Marinó Ragnarsson sjúkraþjálfari segir varasamt að auka bæði vegalengdir og hraða á sama tíma og að góð regla sé að auka vegalengdir ekki um meira en tíu prósent á milli vikna.

Afl er staðsett í Borgartúni 6 í Reykjavík og hafa sjúkraþjálfarar þess frá árinu 1999 meðhöndlað meiðsli hlaupara. Auk Rúnars hefur sjúkraþjálfarinn Inga Hrund Kjartans-dóttir sérhæft sig í meðhöndlun á meiðslum hlaupara. Þau eru bæði hlauparar og hafa sinnt fjölda hlaupara í gegnum tíðina og þannig öðlast dýrmæta reynslu af greiningu og með-höndlun hlaupatengdra meiðsla. „Algengustu meiðsli íslenskra hlaupara eru hlauparahné, hásinabólgur, verkir aftan í læri, iljarfells- og beinhimnubólgur,“ segir Rúnar.

Eldri meiðsli, röng líkamsbeiting við hlaup, rangur hlaupastíll, skortur á vöðvastyrk og/eða liðleika og rangur skóbúnaður eru helstu áhættuþættir hlaupatengdra meiðsla að sögn Rúnars. Þá séu einnig algeng mistök hjá hlaupurum að auka vegalengdir á sama tíma og hraðinn er aukinn. Slíkt geti aukið líkur á meiðslum og verkjum við hlaup. „Góð þumal-puttaregla er að auka ekki hlaupamagn um meira en tíu prósent á milli vikna og alls ekki að auka magn og hraða á sama tíma. Best er að skipta æfingaáætluninni upp í tímabil þar sem unnið er í að auka vegalengdir á einu tímabili og síðan farið í að auka hraða á því næsta. Með þannig uppsettri æfingaáætlun eru minni líkur

á verkjum og meiðslum,“ segir Rúnar. Auk þess að greina hvaða meiðsli hrjá hlaup-

ara leggja sjúkraþjálfarar Afls mikið upp úr því að greina hvað veldur meiðslunum svo koma megi í veg fyrir að þau endurtaki sig þegar hlauparinn hefur æfingar að nýju. „Grein-ingin felst meðal annars í því að skoða hvaða hlaupaskó viðkomandi notar og hvernig þeir slitna, ásamt því að greina líkamsstöðu, meta vöðvastyrk og liðleika og skoða æfingaáætlun hlauparans. Ef grunur leikur á að hlauparinn beiti sér á rangan hátt við hlaup framkvæmum við hlaupagreiningu, en þá er tekið myndband af hlauparanum, bæði aftan frá og frá hlið á meðan hann hleypur á hlaupabretti,“ segir Rúnar. Við greininguna er horft til líkams-stöðu hlauparans, samspils liðhreyfinga í öllum líkamanum og hvernig niðurstigi og fráspyrnu hlauparans er háttað. Þær upplýs-ingar eru svo notaðar til að leiðbeina hlaupar-anum varðandi skipulag æfingaáætlana, hvaða styrktar- og teygjuæfingar henti, sem og skóbúnaður ásamt leiðbeiningum um hentugri hlaupastíl. „Markmiðið er náttúrulega alltaf að viðkomandi hlaupari nái sér hratt, geti hlaupið verkjalaus framvegis og að meiðslin taki sig ekki upp aftur.“

Rúnar Marinó Ragnarsson og Inga Hrund Kjartansdóttir sjúkraþjálf-arar eru bæði hlauparar og hafa sérhæft sig í meðhöndlun á meiðslum hlaup-ara. Ljósmynd/Hari.

Eldri meiðsli, röng líkamsbeiting við hlaup, rangur hlaupastíll, skortur á vöðvastyrk og/eða liðleika og rangur skóbúnaður er helstu áhættuþættir hlaupatengdra meiðsla. Ljósmynd/GettyPhotos

e in helsta ástæða endurtekinna meiðsla hjá hlaupurum er sú að þeir hefja æfingar of snemma eftir meiðsli og auka bæði vega-

lengdir og hraða af of miklum ákafa,“ segir Rúnar Marinó Ragnarsson, sjúkraþjálfari hjá Afli sjúkra-þjálfun. „Það getur líka gerst að upphafleg greining sjúkraþjálfarans hafi verið röng og þá þarf að greina

vandamálið upp á nýtt. Það er ekki nóg að meðhöndla aðeins einkennin heldur þarf að

ráðast að rótum vandans,“ segir

hann.

Gott lag á endasprettinum gerir gæfumuninn

Page 35: 09 08 2013
Page 36: 09 08 2013

Helgin 9.-11. águst 201336 tíska

Hin árlegu Young Hollywood verðlaun

voru haldin í fimmtánda skipti í Santa Monica á dögunum. Verðlaunin

eru oft kölluð Óskar unga fólksins í Hollywood, en

þar er ungt hæfileika fólk í skemmtanabransanum

verðlaunað fyrir góðan árangur. Young Hollywood verðlaunin

eru ákveðinn stökkpallur fyrir unga fólkið í

bransanum. Meðal vinningshafa voru Kit Harington sem leikari

ársins, AnnaSophia Robb sem stjarna

morgundagsins og Miguel sem listamaður

ársins. Rétt eins og á Óskarsverðlaununum fá ungu stjörnurnar ekki síður athygli

fyrir „lúkkið“ á rauða dreglinum. Þar mátti sjá blúndur, blómamunstur,

leður, köflóttar skyrtur og fleira úr sumartískunni.

Sigrún Ásgeirsdóttir

[email protected]

Tíska „lúkkið“ á rauða dreglinum

Óskar unga fólksins

AnnaSophia Robb. Myndir/NordicPhotos/Getty Kit Harington.

náttúruleg fegurð

www.gengurvel.is

Lífrænarsnyrtivörurá góðu verði

kr.1738

Laura Marano. Lucy Hale.Dave Franco.

Anna Camp og Michael McMillian.

unga fólksins

Laura Marano. Bailee Madison.

Anna Camp og Michael McMillian.

Holland Roden.

Hugsaðu vel um fæturnaÍ meira en hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?

Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 18, lokað á laugardögum í sumar. Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.

Gerð ArisonaStærðir: 35 - 48 Verð: 12.885.-

BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?

Laugavegi 178 · Sími 551-3366 · www.misty.is

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Lokað á laugardögum

í sumar

NÝTT NÝTT

Teg TOTALLY - létt fylltur í 32-38

D,DD,E,F,FF,G á kr. 9.550,-

Buxur á kr. 3.990,-

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

“Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá

Ný verslun l Næg Bílastæði l Engir stöðumælar

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

Nýkomið Toppar og bolir á

1.990 kr. - 6.900 kr.

Kvarterma bolur á 6.900 kr. str. 36 - 46

Enn er hægt að gera góð kaup á

útsölunni.Flott vara á

frábæru verði.

Page 37: 09 08 2013

FLOTT MERKJAVARA Á GÓÐUM AFSLÆTTI!

SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS

SPORTÍS

ASICS SKÓR 25% - ASICS FATNAÐUR 30% - CASALL 10 - 30%

Í SAL FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS MÖRKINNI 6

GERIÐ GÓÐ KAUP Á FLOTTRI MERKJAVÖRU!

SPORTÍS

VEGNA MIKILLA VINSÆLDAFRAMLENGJUM VIÐ TIL 31.ÁGÚST!

OPIÐ: MÁN.-FÖS: 12 - 18 - LAU.11-16

30 - 70% AFSLÁTTUR!

MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS

LAGERHREINSUN!SPORTÍS

FULLT AF NÝJUM VÖRUM!

Page 38: 09 08 2013

38 heilabrot Helgin 9.-11. águst 2013

Sudoku

Sudoku fyrir lengra komna

kroSSgátan ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.

HÓPS

TRÉ

KK NAFN

TIND

GIRNAST

SKST.

VIRKJUN

ILLFÆR

RÖLT

KEYRATAFLA

GLYRNA

ÞRÆTAFRÁ

ÁRS-GAMALL

PLÖNTU-ÆTT

LOKAORÐ

VEFENGJA

MÓÐINS

FYRIR HÖND

SÆTI

VAGGA

FÆÐU

SKAF

ALGENGUR

ÖLDU-GANGUR

BORGAÐ

ANDLITS-KREM

TILDUR-DRÓS

ÓÞEFUR

KARL-MAÐUR

HÁVAÐIBLÆR

ÁÆTLUN

FUGL

ENGIL-SAXAR

GNÓTT

ÖL

YNDI

ÞRÁÐUR

KLASTURMIKLA

FYRIRTÆKI

FÆÐA

RÆÐA LEYNILEGA

SKÓLISJÚKT

TVEIR EINS

ÚT-SLÆGJUR

LÆR-LINGUR

PENINGAR

SLÁ

RITA

IÐJA

INNILOKAÐ SVÆÐI

ÞVAGSKÁL

KRYDD

STEIN-TEGUND

TULDRA

ANDVARP

ÚRSKURÐ

SKORTUR

VEGA

FRÆ

LÍTILL BÁTUR

RÁF

LÍTIÐ

ÁVÖXTUR

ÁSAKAÐIÚTLIMURÞUS

ÚTUNGUN

KVK.SPENDÝR

HNAPPUR

SIGAÐ

STANSA

ÞEGAR

EINS UM K

HÖLDARAGRÚI

PÚKA

ÚR HÓFI

AFL

Í RÖÐFLEIRTALA

FÍNGERÐ LÍKAMS-

HÁRHÆÐNIS-

BROS

SPÉ PILLU

TVEIR KRAFSHINN SEINNI

149

SJÁÐ

U

9 7

3 1 5 9

6

4

9 8 7 3

1 8 3 5

1 5 4 8 3

9 2 5 1 8

3

1

7 5

4 3 6

5 1 7

9 4 6 2

7

8 3 5

7 8 9 6 1

6 2

FÍTON

Ofurdrykkur fullur af andoxunarefnum!

Matcha-frappó

Fáðu þér Sinalco og taktu þátt!

PIPA

PIPA

PIPA

PIPA

PIPA

PIPA

PIPA

PIPA

RRRRRRRRRR\\T

BWA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

TB

WA

• SÍ

A

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

S

ÍA

SÍA

• • • 13

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

1308

8113

0881

Mundu að kíkja í tappann!

HLÝÐA Á GREFTRUN T VÆGI

ÞEFA V SYRPANIKKA

VEIÐAR-FÆRI K

MANN-VINUR

HNOÐAÐ H Ú M A N I S T IE L T

VÖRU-BYRGÐIR

OFREYNA L A G E R NÞAKBRÚN U F

BROTT-HLAUP

NORN S T R O KS Ö L S A VÆTLA

SKÓLI Í L AA

MARGS-KONAR

FYRNSKA ÝLÍNA

BÓK-STAFUR S T R I K MAS

SKÁN M A L HROKI

SKRÁ

KOMAST YFIR

SYKURLEÐJA

S

P E M P Í A SKVETTA

TERTA G U S A MÆLI-EINING BOGI DTILDURS-

DRÓS

A L S Í RSTEIN-TEGUND

BLUNDA K A L K BELJA

EFLA K Ý RLAND

ÓSKIPTU

L L U HLJÓMA

GÍPA Ó M A DÆMANDA

SÓT D Ó M A R AÖE I LABBA

GARGA S P Ó K ASPOR

MAÐUR FRÁLITLU-ASÍU F A R ÞVAÐUR MEKKI

SKÓLI

G KÚGUN

TÚLI O K HVIÐA K A S T PLAT

TALA G A B BU M R Á Ð A

SKÝRÐU FRÁ

MANN-SMUGA K Y N N T U ÞROTYFIRRÁÐA

R U G L TÍMABILKVK NAFN

EFNI M A R Í A Í RÖÐ

SUKK L MÞVÆTT-INGUR

N A SVIF

VEIÐA Á T A KVAÐ

KÓF K U RÁ

ÞVÍLÍKT S L ÁÁTT

M NGJALD-MIÐILL

HALLMÆLA F R A N K I ÁTT S V NÁ-SKYLDUR TÍ RÖÐ

A U L I LÍÐA VEL

HJARA U N A GAN

KLÓ F L A N LOTAKJÁNI

SÉR EFTIR

Ð R A S T ÓNN

AÐSTOÐ O F NSKÁL

FROST-SKEMMD Í L Á TI

UFRÁ-

RENNSLI

HLJÓM S K Ó L P LIÐAMÓT

SAMTÖK Ö K K L I ÖR Ó T A R I STEIN-

TEGUND A G A T NÚMER N RSTARFS-HEITI

Á M A INNFALL A Ð F A L L BÓK-STAFUR E N NTUNNA

F

my

nd

: H

er

ma

nn

Sc

Ha

aff

Ha

uS

en

(p

ub

lic

do

ma

in) 148

lauSn

Spurningakeppni fólksins

Hulda Lárusdóttir, bókmenntafræðingur

1. Pass

2. Pass

3. Rauðan og grænan 4. Pass

5. Makríl

6. Pass

7. 40. sæti

8. Pass

9. Í Berlín í Þýskalandi 10. Aron Sigfússon

11. Kubbarnir eru fyrir fullorðna 12. Pass

13. Pass

14. Pass

15. Pass

3 stig

Guðríður Baldvinsdóttirbóndi og Sælusápugerðarkona

1. Hún var fyrsti hundurinn sem fór í geimferð 2. Hvítá

3. Rauðan og grænan 4. Bríet Bjarnhéðinsdóttir

5. Síld 6. Gísli

7. 12 sæti

8. Pass

9. Í Berlín í Þýskalandi 10. Aron Pétursson

11. Kubbarnir eru fyrir fullorðna 12. Nýja-Delí 13. Helle Thorning-Schmidt 14. Í Rússlandi

15. Grindavík 8 stig

Svör: 1. Hún var fyrsti hundurinn sem fór í geimferð, 2. Þjórsá, 3. Rauðan og grænan, 4. Ingibjörg H. Bjarnson, 5. Síld, 6. Gísli Freyr Valdórsson, 7. 15. sæti, 8. Icelandair Hotel Reykjavík Cultura, 9. Í Berlín í Þýskalandi, 10. Aron Jóhannsson, 11. Kubbarnir eru fyrir fullorðna, 12. Nýja-Delí, 13. Helle Thorning-Schmidt, 14. Úkraínu, 15. Grindavík.

?1. Fyrir hvað varð rússneska tíkin Laika fræg?

2. Í hvaða á er Urriðafoss?

3. Hvaða tvo liti eiga litblindir erfitt með að

aðgreina?

4. Hver var fyrsta konan sem kosin var til

Alþingis?

5. Fyrir einhliða aukningu á kvóta hvaða

fiskitegundar hefur ESB ákveðið að refsa

Færeyingum?

6. Hvað heitir nýr aðstoðarmaður Hönnu Birnu

Kristjánsdóttur innanríkisráðherra?

7. Í hvaða sæti á styrkleikalista FIFA er ís-

lenska kvennalandsliðið í knattspyrnu?

8. Hvað mun hótel Icelandair á Hljómalindar-

reitnum heita?

9. Heimsmeistaramót íslenska hestsins hófst á

sunnudag. Hvar er það haldið?

10. Hvað heitir knattspyrnumaðurinn sem á

dögunum ákvað að taka knattspyrnu lands-

lið Bandaríkjanna fram yfir það íslenska?

11. Nýjasta afurð LEGO hefur vakið athygli.

Hvað er svona sérstakt við hana?

12. Hvað heitir höfuðborg Indlands?

13. Hver er forsætisráðherra Danmerkur?

14. Í hvaða landi er hljómsveitin Bloodhound

Gang til rannsóknar fyrir að hafa migið á

þjóðfánann?

15. Í hvaða bæjarfélagi er Guðbergsstofa, kennd

við rithöfundinn Guðberg Bergsson?

Hulda skorar á Theodór Árna Hansson sagnfræðing að taka við.

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

Guðríður sigrar með 8 stigum gegn 3 stigum Huldu

74,6%... kvenna

35 til 49 ára á höfuðborgar-

svæðinu lesa

Fréttatímann*

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

H E LGA R BL A Ð

Page 39: 09 08 2013

20-50% AFSLÁTTUR

EKKI

MISSAAF ÞESSU!

REIÐHJÓL OG AUKAHLUTIR · REEBOK FATNAÐUR OG SKÓRBOXVÖRUR · LÍKAMSRÆKTARVÖRUR OG MARGT FLEIRA

EKKI

MISSAÞESSU!

FAXAFENI 7 SÍMI 5 200 200 GAP.IS

Page 40: 09 08 2013

Föstudagur 9. ágúst Laugardagur 10. ágúst Sunnudagur

40 sjónvarp Helgin 9.-11. águst 2013

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

20:30 The Biggest Loser (7:19)Þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný.

20:15 Bara grín (1/5) Gam-anþáttur þar sem Björn Bragi Arnarsson rifjar upp bestu gamanþættina úr sögu Stöðvar 2.

RÚV15.40 Ástareldur17.20 Sumar í Snædal (4:6)17.47 Unnar og vinur (17:26)18.10 Smælki (4:26)18.15 Táknmálsfréttir18.25 Tilraunin – Barnsheilinn (1:3) (Eksperimentet) e.19.00 Fréttir19.30 Veðurfréttir19.35 Gunnar á völlum19.45 Dýralæknirinn (9:9) (Animal Practice) Dýralækninum George Coleman þykir afar vænt um dýrin en fyrirlítur gæludýra-eigendur. 20.10 Tólf í pakka (Cheaper by the Dozen) Íþróttaþjálfari reynir að hafa hemil á börnunum sínum tólf meðan konan hans er í burtu. 21.50 HM íslenska hestsins22.05 Banks yfirfulltrúi – Sér grefur gröf (3:3) (DCI Banks: Innocent Graves)23.40 Þráhyggja (Obsessed) Bankamaður sem hefur nýfengið stöðuhækkun er að rifna úr hamingju. En þegar ritari á vinnustað hans byrjar að hrella hann er öllu sem hann hefur unnið fyrir teflt í tvísýnu. 01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Dr.Phil08:45 Pepsi MAX tónlist12:35 The Voice (7:13)16:15 The Good Wife (14:22)17:00 The Office (18:24)17:25 Dr.Phil18:10 Royal Pains (14:16)18:55 Minute To Win It19:40 Family Guy (16:22)20:05 America's Funniest Home Videos20:30 The Biggest Loser (7:19)22:00 The Karate Kid Daniel er ný-fluttur til Kaliforníu ásamt móður sinni. Hann er laminn sundur og saman af föntunum í hverfinu en ákveður að leita hefnda. 00:05 Excused00:30 Nurse Jackie (7:10)01:00 Flashpoint (8:18)01:50 Bachelor Pad (1:6)03:20 Lost Girl (19:22)04:05 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:45 Our Family Wedding13:25 Just Go With It15:20 Last Night 16:50 Our Family Wedding 18:30 Last Night 20:05 Just Go With It 22:00 Hanna 01:10 This Means War 02:45 Hanna

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:10 Malcolm in the Middle (20/22) 08:30 Ellen (18/170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (39/175) 10:15 Fairly Legal (8/10) 11:00 Drop Dead Diva (4/13) 11:50 The Mentalist (12/22) 12:35 Nágrannar 13:00 Extreme Makeover: Home Edition 16:00 Ævintýri Tinna 16:25 Ellen (19/170)17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan (12/22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag19:06 Veður 19:15 Simpson-fjölskyldan (4/22) 19:40 Arrested Development (9/15) Fjórða þáttaröðin um hina stór-skrýtnu en dásamlega fyndnu Bluth-fjölskyldu.20:15 Bara grín (1/5) 20:45 The Extra Man 22:30 The Cold Light of Day 00:05 Sideways 02:05 Cleaner 03:30 Back-Up Plan 05:10 Fréttir og Ísland í dag

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

06:30 Tölt (T1) forkeppni 10:15 Pepsi mörkin 2013 11:30 Tölt (T1) forkeppni 13:30 Slaktaumatöld (T2) A 14:45 250 m skeið (P1) undanriðlar 15:20 Pepsi mörkin 2013 16:30 Ræktunarsýning 17:30 Valur - Breiðablik 19:15 FH - Austria Vienna 21:00 Samantekt 21:30 Samfélagsskjöldurinn - upphitun22:00 Miami - San Antonio 23:50 Samantekt

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

17:00 Manstu 17:45 Reading - Fulham 19:30 2003/2004 20:25 Premier League World 21:00 Samfélagsskjöldurinn - upphitun 21:30 Season highlights 2004 - 200522:25 PL Classic Matches, 1998 22:55 Club Friendly Football Matches

SkjárGolf 06:00 ESPN America08:45 PGA Championship 2013 (1:4)14:45 PGA Tour - Highlights (24:45)15:40 Champions Tour - Highlights (16:25)16:35 Inside the PGA Tour (31:47)17:00 PGA Championship 2013 (2:4)23:00 PGA Championship 2013 (2:4)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími11:10 Young Justice 11:35 Big Time Rush 12:00 Bold and the Beautiful 13:25 Beint frá býli (1/7) 14:05 One Born Every Minute (8/8) 15:05 ET Weekend 15:55 Íslenski listinn16:25 Sjáðu 16:55 Pepsi mörkin 2013 18:10 Latibær18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 / Íþróttir 18:55 Ísland í dag - helgarúrval 19:10 Lottó 19:20 The Neighbors (13/22) 19:45 Total Wipeout (12/12) 20:50 Joyful Noise 22:45 Source Code 00:20 A Little Trip to Heaven01:50 The Flock 03:30 Death Defying Acts 05:05 ET Weekend 05:45 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 Slaktaumatölt (T2) B úrslit 08:00 Fimmgangur (F1) A úrslilt ungm. 09:00 Tölt (T1) B úrslit 10:00 Kynbótahross - yfirlits. stóðh.11:30 Samfélagsskjöldurinn - upphitun 12:00 Eldri hetjur - sýning 12:45 250 m skeið (P1) undanriðlar 14:15 250 m skeið (P1) verðlaunaafh.14:30 Kynbótahross - hryssur kynning 15:15 Samfélagsskjöldurinn - upphitun 15:45 Fjórgangur (V1) B úrslit 16:45 Fimmgangur (F1) B úrslit 17:30 ÍBV - FH 19:20 FH - Austria Vienna 21:00 Samantekt 21:30 Pepsi mörkin 2013 22:45 Spænski boltinn00:20 Samantekt

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:40 Galatasaray - Porto 11:20 Arsenal - Napoli 13:00 Goals of the Season 2004/200513:55 Man. City - Arsenal 15:55 Club Friendly Football Matches18:00 Manstu 18:50 PL Classic Matches, 1998 19:25 Samfélagsskjöldurinn - upphitun 20:00 Man. City - Arsenal 21:40 Club Friendly Football Matches

SkjárGolf 06:00 ESPN America08:20 PGA Championship 2013 (2:4)14:20 Inside the PGA Tour (31:47)14:45 The Open Championship Official Film 199015:45 PGA Tour - Highlights (24:45)16:40 LPGA Highlights (11:20)18:00 PGA Championship 2013 (3:4)

RÚV08.00 Barnatími10.20 Nýsköpun - Íslensk vísindi (9:12) e.10.50 Með okkar augum (6:6) e.11.20 Sterkasti fatlaði maður heims11.45 Persónur og leikendur (Róbert Arnfinnsson) e.12.30 Ljóskastarinn (1:5) e.12.50 Tour de France (1:2) e.13.45 Tour de France (2:2) e.14.45 HM í frjálsum íþróttum17.50 Táknmálsfréttir18.00 Stundin okkar (13:31) e.18.25 Græn gleði (7:10) (Grønn glede)19.00 Fréttir19.30 Veðurfréttir19.40 Söngvaskáld (Hjalti Þor-kelsson) Hjalti flytur nokkur laga sinna að viðstöddum áheyrend-um í myndveri RÚV. 20.25 Paradís (6:8) (The Paradise)21.20 Íslenskt bíósumar - Veðramót 23.00 HM í frjálsum íþróttum23.10 Brúin (8:10) (Broen) e.00.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

RÚV Íþróttir15.00 HM í frjálsum íþróttum20.00 HM í frjálsum íþróttum

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:10 Dr.Phil13:40 Last Comic Standing (7:10)14:25 Men at Work (4:10)14:50 Parenthood (18:18)15:40 Royal Pains (14:16)16:25 Bachelor Pad (2:6)17:55 Common Law (13:13)18:45 Monroe (1:6)19:35 Murdoch (1:2) 20:25 Last Chance to Live (3:6)21:10 Law & Order (16:18)22:00 Leverage (11:16)22:45 Lost Girl (20:22)23:30 Nurse Jackie (7:10)00:00 House of Lies (7:12)00:30 The Mob Doctor (13:13)01:15 Flashpoint (8:18)02:05 Excused02:30 Leverage (11:16)03:15 Lost Girl (20:22)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:50 Lego: The Adv. of Clutch Powers10:10 Love Happens11:55 I Love You Phillip Morris13:30 Bjarnfreðarson 15:20 Lego: The Adv. of Clutch Powers 16:40 Love Happens18:30 I Love You Phillip Morris 20:10 Bjarnfreðarson 22:00 Walk the Line 00:15 Any Given Sunday 02:40 Saving God 04:20 Walk the Line

11.30 HM í frjálsum íþróttum Bein útsending frá heims-meistaramótinu í frjálsum íþróttum í Moskvu.

19:45 Last Comic Standing (7:10) Raunveruleikaþátta-röð þar sem grínistar berj-ast með húmorinn að vopni til að kitla hláturtaugar áhorfenda og dómara.

RÚV08.00 Barnatími10.25 360 gráður (11:30) e.10.55 Ljóskastarinn e.11.15 HM í frjálsum íþróttum16.40 Popppunktur 2009 (8:16) e.17.30 Ástin grípur unglinginn (70:85)18.15 Táknmálsfréttir18.25 Landsmót UMFÍ e.18.54 Lottó19.00 Fréttir19.30 Veðurfréttir19.40 Draugarnir rísa upp (The Great Ghost Rescue) Draugurinn Humphrey og fjölskylda hans eru hrakin af heimili sínu.21.15 Vinir að eilífu (Nick and Norah's Infinite Playlist) 22.45 HM í frjálsum íþróttum22.55 Rachel giftir sig (Rachel Getting Married) Ung kona sem hefur verið með annan fótinn á meðferðar-stofnunum í tíu ár kemur heim til að vera í brúðkaupi systur sinnar.00.45 Höfuðlausa konan (La mujer sin cabeza) e.02.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

RÚV Íþróttir11.30 HM í frjálsum íþróttum20.00 HM í frjálsum íþróttum

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:50 Dr.Phil15:05 Judging Amy (24:24)15:50 Psych (13:16)16:35 Britain's Next Top Model (9:13)17:25 The Office (18:24)17:50 Family Guy (16:22)18:15 The Biggest Loser (7:19)19:45 Last Comic Standing (7:10)20:30 Bachelor Pad (2:6)22:00 Tomorrow Never Dies Bond er á hælum fjölmiðlarisa sem ætlar sér að koma á stríði milli Kína og Bretlands, allt í þeim tilgangi að tryggja tekjur af umfjöllun. 00:00 NYC 22 (9:13)00:50 Upstairs Downstairs (3:6)01:40 Men at Work (4:10)02:05 Excused02:30 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:50 Curious George 210:10 Dolphin Tale12:00 The Break-Up 13:45 Two Weeks Notice 15:25 Curious George 216:45 Dolphin Tale 18:35 The Break-Up 20:20 Two Weeks Notice 22:00 The Killer Inside Me 23:50 Into the Blue 01:40 Normal Adolescent Behaviour03:15 The Killer Inside Me

21.20 Íslenskt bíósumar - Veðramót Þrír hippar taka að sér rekstur vistheimilis fyrir vandræðaunglinga en sjá fljótt að hugsjónir þeirra duga skammt.

20:55 Broadchurch (1/8) Spennuþáttur sem fjallar um rannsókn á láti ungs drengs sem finnst í fjörunni í litlum smábæ.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

ÚTSALA20-60% afsláttur

Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220

af öllum vörumwww.lindesign.is Sendum frítt á pósthúsið þitt

Page 41: 09 08 2013

Ég man ekki hvenær Neighbours eða Grannar eins og þeir hétu í þá daga byrjuðu á Stöð 2. Það hefur ver-ið einhverntímann í kring um 1987 og ég efast um að ég hafi séð allra fyrsta þáttinn. Ekki af því að ég var 11 ára eða kunni ekki að meta góða sápuóperu. Nei, ég var svo svekktur að minn maður Cruz rannsóknar-lögreglumaður í eðalsápunni Santa Barbara var horfinn af skjánum. En þegar ég var búinn að komast yfir sjokkið að Santa Barbara var virki-lega hætt gaf ég Grönnunum séns-inn. Og hvílíkir dýrðardagar sem fylgdu. Það var ekki bara að það

voru alltaf tveir þættir í röð til að ná umheiminum sem kominn var með gott forskot. Heldur var lífsbarátt-an í Ramsaygötu fljótt mitt aðalfix. Að koma heim úr skólanum, henda töskunni af sér, blanda sterkt kakó-malt, rista brauð og horfa á sjón-varpið um hábjartan daginn. Árið 1987 var ekki hægt að toppa það. Svo voru svo skrambi margir frægir sem væfluðust þarna í götunni. Helsta ber að nefna Kylie Minogue, Natalie Imbruglia og Guy Pearce. Litli ljós-hærði læknadrengurinn í sjónvarps-þáttunum House eða Billy Kennedy eins og við þekktum hann var þarna

líka. Ekki má gleyma Jim Robinson sem spilar nú í efstu sjónvarpsdeild-inni í henni Ameríku. Lék t.d. vara-forseta Bandaríkjanna í 24 þáttunum með Kiefer Sutherland. En frægastur til að heiðra okkur í Grönnum er þó Russell nokkur Crowe. Sem lék lúser í nokkrum þáttum einhvern tímann í kring um 1990. Ég verð þó að viður-kenna að eins og restin af heiminum þá sá ég ekki hvert stefndi þegar ég sá hann þarna á skjánum, rænandi og ruplandi frá heiðvirðu fólki.

Það skal líka viðurkennt hér að ég hef nú ekki séð þessa fyrrum uppá-halds þætti lengi. Held innst inni að

ég sé að bíða eftir því að Karl Ken-nedy geispi golunni. En eins og með allar góðar sápur skiptir það ekki máli. Það þarf bara hálfan þátt og maður er aftur með. Þannig að mín bíður glæst framtíð með gömlu vin-um mínum Paul Robinson og Jarrod „Toady“ Rebecchi sem og öllum hin-um. Þegar sú stund rennur upp þá verður heldur betur skellt í gott kakó-malt og ristað sultubrauð.

Haraldur Jónasson4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími12:00 Nágrannar 13:25 Bara grín (1/5) 13:55 Go On (2/22) 14:20 The Big Bang Theory (10/24) 14:45 Mike & Molly (20/23)15:05 How I Met Your Mother (5/24) 15:30 New Girl (21/25) 15:50 Grillað með Jóa Fel (5/6)16:25 Masterchef USA (5/20)17:05 Mannshvörf á Íslandi (5/8)17:35 60 mínútur18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Frasier (10/24)19:25 Harry's Law (12/22) 20:10 Rizzoli & Isles (10/15)20:55 Broadchurch (1/8) 21:45 The Killing (10/12) 22:30 Crossing Lines (5/10) 23:15 60 mínútur 00:00 The Daily Show: Global Editon 00:30 Nashville (7/2101:15 Suits (2/15) 02:00 The Newsroom (4/10) 02:50 Boss (8/10) 03:45 The Seven Year Itch 05:30 Rita (6/8)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:15 Slaktaumatölt (T2) A úrslit 08:15 Tölt (T1) A - úrslit ungmenna 09:15 Tölt (T1) A úrslit 10:00 Kynbótahross - stóðh. kynning 10:45 Samantekt 11:15 100 m fljúgandi skeið 13:00 Fjórgangur úrslit 14:00 Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum 14:50 Miami - San Antonio17:20 Samfélagsskjöldurinn 201319:00 FH - Breiðablik 21:15 Samantekt 22:00 Pepsi mörkin 2013 23:15 FH - Breiðablik 01:05 Pepsi mörkin 2013

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:55 Napoli - Porto 10:35 Arsenal - Galatasaray 12:15 Samfélagsskjöldurinn - upphitun 12:45 Samfélagsskjöldurinn 201315:15 Leicester - Leeds17:30 Man. City - Arsenal19:10 Samfélagsskjöldurinn 2013 20:50 Club Friendly Football Matches22:30 Leicester - Leeds

SkjárGolf 06:00 ESPN America09:40 PGA Championship 2013 (3:4)15:40 Champions Tour - Highlights16:35 Inside the PGA Tour (31:47)17:00 The Open Championship Official Film 200218:00 PGA Championship 2013 (4:4)

11. ágúst

sjónvarp 41Helgin 9.-11. águst 2013

Sjónvarp nágrannar á Stöð 2

Allir þurfa góða granna

KARABÍSKA HAFIÐOG JÓLAINNKAUP

SKEMMTISIGLING MEÐ DAWN FRÁ TAMPA 29. NÓV. - 10. DES.

Innifalið: Flug, allar ferðir á milli flugvalla, hótels og skips, hótel-gisting, íslensk fararstjórn, fullt fæði og öll skemmtidagskrá um borð.

Lágmarksþáttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátt-taka næst ekki.

Fararstjóri í skemmtisiglingum er til viðtals á skrif-stofunni alla virka daga frá 9-17. Endilega kíktu í spjall og kaffi.

Fararstjóri: Skúli Sveinsson

Sími 570 8600www.norræna.is

Stangarhyl 1 110 ReykjavíkLeyfishafiFerðamálastofu

Ferðaskrifstofa

VERÐ frá 295.000. Siglt frá Miami til eyjarinnar Great Stirup Cay, sem er í eigu skipafélagsins, síðan til Jamæku, Grand Cayman og Cosumel í Mexíkó. Gist er í Orlando í tvær nætur fyrir siglingu og tvær nætur eftir siglinguna á Florida Mall hótelinu og því tilvalið að nota tímann og kaupa jólagjafir.

15. - 26. nóv.: PEARL

Ferðaáætlun

VERÐ frá 290.000. Siglt frá Tampa til Roatán í Hondúras, Belize og síðan tveggja hafna í Mexíkó, Costa Maya og Cozumel. Gist er í �órar nætur á Flórída Mall hótelinu, tvær fyrir siglingu og tvær eftir siglingu, en það stendur við gríðarlega stóra verslunarmiðstöð og tilvalið að kíkja á jólagjafir áður en flogið er heim.

29. nóv. - 10. des.: DAWN

15. nóv.: Flogið með Icelandair til Orlandó og gist á Florida Mall hótelinu í tvær nætur. 17. nóv.: Ekið til Miami, farið um borð í PEARL og siglt úr höfn kl. 16:00. 18. nóv.: Great Stirrup Cay, eyja sem NCL á, heill dagur á fallegri strönd. 19. nóv.: Sigling og tilvalið að skoða skipið vel og vandlega. 20. nóv.: Á Jamæka í heilan dag, lagt að í Ocho Rios. 21. nóv.: Komið til George Town á Gran Cayman. 22. nóv.: Cozumel í Mexíkó. 23. nóv.: Á siglingu til Flórída. Sólbað og �ör. 24. nóv.: Komið til Miami og ekið til Orlandó þar sem gist er í tvær nætur á Florida Mall hótelinu. 25. nóv.: Golf, skemmtigarðar eða jólainnkaupin. 26. nóv.: Farið frá hóteli upp úr hádegi, flogið heim með Icelandair og lent í Keflavík kl. 06:10 að morgni 27. nóvember.

29. nóv.: Flogið með Icelandair til Orlandó og gist á Florida Mall hótelinu í tvær nætur. 1. des.: Ekið til Tampa, farið um borð í DAWN og siglt úr höfn kl. 16:00. 2. des.: Sigling allan daginn og tilvalið að skoða skipið vel og vand-lega. 3. des.: Roatán í Hondúras, lítill og skemmtilegur bær. 4. des.: Nú er það Belize City og farið í land á léttabátum. 5. des.: Það er alltaf líf og �ör á Costa Maya í Mexíkó. 6. des.: Cozumel í Mexíkó er næst á dagskrá. 7. des.: Á siglingu til Flórída. Sólbað og �ör. 8. des.: Komið til Tampa og ekið til Orlandó þar sem gist er í tvær nætur á Florida Mall hótelinu. 9. des.: Frjáls dagur og hægt að ljúka jólainn-kaupunum. 10. des.: Farið frá hóteli upp úr hádegi, flogið heim með Icelandair og lent í Keflavík kl. 06:10 að morgni 11. desember.

Ferðaáætlun

Sjá nánar á heimasíðu okkar www.norræna.is

ÖRFÁ SÆTI

LAUS

BÓKAÐU

NÚNA!

SKEMMTISIGLING MEÐ PEARL FRÁ MIAMI 15-26. NÓVEMBER

SKEMMTISIGLINGAR Á FRÁBÆRU VERÐI MEÐ ÍSLENSKRI FARARSTJÓRN

FLIGHT

IDENTITY THIEF

JACK THE GIANT SLAYER

ÓFEIGUR GENGUR AFTUR

MONSTERS, INC. ÍSL. TAL

HANSEL & GRETEL: WITCH HUNTERS

A GOOD A GOOD DAY TO DIE HARD

WRECK IT RALPH ÍSL. TAL

JACK REACHER

BULLET TO THE HEAD

TOPP

Page 42: 09 08 2013

Helgin 9.-11. águst 2013

hINSEGIN DAGAR FJÖLBREYTILEIKANUM FAGNAÐ

SKEIFUNNI | KRINGLUNNI | SPÖNGINNI | SÍMI 5 700 900 | PROOPTIK.IS

frá

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

HELGARBLAÐ

Búist er við allt að 90 þúsund manns í miðbænum á laugardag þegar Gleðigangan og Hinsegin hátíðin fara fram. Ljósmynd/Hari

Helgin þegar allir eru hýrirHinsegin dagar ná hámarki á laugardag þegar Gleðigangan fer af stað frá BSÍ. Búist er við allt að 90 þúsund manns komi saman í miðbæn-um meðan á göngunni og Hinsegin hátíðinni við Arnarhól stendur.

FöstudagurKl. 17.00Stefnumót við hinsegin höfunda. Upplestur og samræður. Ráðhús Reykjavíkur.

Kl. 18.30Tónleikar með Pink Sin-gers og Hinsegin kórnum. Breski kórinn Pink Singers var stofnaður í London árið 1983. Um 80 manns eru í kórnum. Hinsegin kórinn var stofnaður árið 2011 og hefur getið sér gott orð undir stjórn Helgu Margrétar Marzellíusardóttur. Gamla bíó, Ingólfsstræti.

Kl. 21.30Hinsegin sigling um sundin blá. Ægisgarður.

Kl. 23.00Landleguball þar sem hitað er upp fyrir hinsegin fjör helgarinnar.Kiki, Laugavegi 22, efstu tvær hæðir.

LaugardagurKl. 14.00Gleðiganga. Safnast saman á Vatnsmýrarvegi frá hádegi. Lagt af stað stundvíslega klukkan tvö eftir Sóleyjar-götu, Fríkirkjuvegi og Lækjar-götu að Arnarhóli. BSÍ

Kl. 16.00Hinsegin hátíð. Tónleikar og skemmtun með vinsælum skemmtikröftum. Arnarhóll.

Kl. 20.00Ungmennapartí. Plötusnúð-ur stendur vaktina frá 21 til miðnættis. Vinir, foreldrar og forráðamenn eru velkomin í heimsókn. Áfengi er með öllu óheimilt. Partíið er aðeins fyrir 20 ára og yngri. Ókeypis aðgangur. Samtökin 78, Laugavegi 3.

Kl. 23.00Hinsegin hátíðardans-leikur. Landslið hinsegin plötusnúða treður upp. Ýmis skemmtiatriði. Frá 23 ganga

ókeypis rútur á fimmtán mín-útna fresti milli Lækjartorgs og Rúbín. Farið frá biðskýli Kynnisferða á Lækjartorgi. Rúbín í Öskjuhlíð.

SunnudagurKl. 11.00Guðsþjónusta. Útvarpað á Rás 1.Guðríðarkirkja.

Kl. 13.00Hinsegin AA-fundur.Tjarnargata 20.

Kl. 14.30.Regnbogahátíð fjöl-skyldunnar, Bátsferðir á klukkutíma fresti frá 11.15.Viðey

Kl. 20.00Regnbogaguðsþjónusta í umsjá hópsins Hinsegin í Kristi.Dómkirkjan.

Page 43: 09 08 2013

Stolt

ÍSLE

NSK

A /S

IA.I

S/N

AT 5

1003

08/

10

Page 44: 09 08 2013

Markmið hátíðarinnar er að skapa vettvang fyrir ungt tónlistarfólk til að tjá list sína á tónleikum og standa fyrir metnaðarfullum námskeiðum í tónlist og tónlistartengdum málefnum.

Þ að er lagt upp með að gefa börnum og unglingum kost á að njóta menningar á skemmti-

legum stað, að setja þau í fyrsta sæti sem menningarneytendur,“ segir Jó-hann Ágúst Jóhannsson, skipuleggj-andi menningarhátíðarinnar Pönk á Patró sem haldin verður í fimmta sinn um helgina.

Aðalnúmerið á hátíðinni að þessu sinni er víkingarokksveitin Skálmöld. Fetar sveitin þar með í fótspor Polla-pönks, Diktu, Amiinu og Prinspóló sem troðið hafa þar upp.

Dagskráin hefst í kvöld, föstudags-kvöld, með sundlaugarpartíi í sund-laug Patreksfjarðar. Frítt verður inn fyrir 16 ára og yngri. Þar mun Una Margrét Reynisdóttir koma fram sem plötusnúður. Una Margrét er ellefu ára og er dóttir Reynis Lyngdal, leik-stjóra og plötusnúðar. Pabbi gamli verður Unu Margréti innan handar.

Dagskráin á laugardeginum er tvískipt. Skálmöld mun kynna sig og tónlist sína fyrir unga fólkinu auk þess að stjórna tónlistarsmiðju. Að smiðjunni lokinni heldur sveitin tónleika fyrir börn og unglinga. Um kvöldið leikur Skálmöld svo aftur á tónleikum, nú fyrir alla aldurshópa.

Dagskráin fer öll fram í Sjóræningja-húsinu á Patreksfirði.

„Skálmöld spilaði síðast á Þjóðhá-tið í Eyjum fyrir 15 þúsund manns. Nú mæta liðsmenn sveitarinnar í Sjóræningjahúsið og það verður alveg jafn mikið rokk,“ segir Jóhann. Dikta setti áhorfendamet í Sjóræningja-húsinu þegar um 120 manns komu á tónleika sveitarinnar á Pönki á Patró. Metið stóð aðeins í nokkra mánuði því Mugison sló það á Haglélstúrnum sínum þegar 130 manns troðfylltu kofann.

Um 50-60 krakkar hafa mætt á tón-listarsmiðjurnar að jafnaði og ítrekar Jóhann að enginn þurfi að skrá sig fyrirfram, aðeins þurfi að mæta á svæðið. „Og það er frítt fyrir alla krakka. Fullorðnir þurfa hins vegar að borga sig inn á tónleikana um kvöldið,“ segir skipuleggjandinn sem býst við að hátíðin hafi fest sig í sessi.

„Ég held að Pönkið sé komið til að vera. Það er alltaf hægt að pönka. Og ég held að böndunum hafi fund-ist þetta skemmtilegt, rétt eins og krökkunum.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Menning KaMMer - TónlisTarháTíð sTendur seM hæsT

Hlúð að ungu tónlistarfólkiTónlistarhátíð unga fólksins er nú haldin í sjötta sinn undir nýju nafni: Kammer - Tónlistarhátíð. Markmið hátíðarinnar er að skapa vettvang fyrir ungt tónlistarfólk til að tjá list sína á tónleikum og standa fyrir metnaðarfullum námskeiðum í tónlist og tónlistartengdum málefnum. Hátíðin var sett á miðvikudag í Salnum í Kópavogi en hún stendur til 17. ágúst og fer að mestu fram á Menningarreit Kópavogs. Guðný Þóra Guðmundsdóttir, fram-kvæmdastjóri hátíðarinnar, segir helstu nýjung-ina í ár vera Kammer Symposium sem fer fram í Norræna húsinu dagana 11. og 12. ágúst þar sem verða haldnir opnir umræðufundir um málefni sem eru ofarlega á baugi í tónlistar- og menningarlíf-inu. „Okkur hefur fundist vanta gagnrýna umræðu

um tónlist á landinu,“ segir Guðný. Einn umræðu-fundurinn snýst til að mynda um skapandi greinar og menningu og því velt upp hvort þurfi að gera upp á milli atvinnustefnu og menningarstefnu ríkis-ins, þar sem atvinnustefnan gerir út á arðbærni. Annar fjallar um sniðmengi myndlistar og tónlistar en fjöldi íslenskra myndlistarmanna hefur notað tónlist í sínum verkum.

Þá er fjöldi námskeiða á hátíðinni. Þeirra á meðal er nýtt námskeið í samtímatónlist þar sem þátt-takendur læra að bera sig að við flutning og lestur samtímatónlistar.

„Það sem við erum að einblína á er að kynna ungt tónlistarfólk, skapa grundvöll fyrir það til að koma fram og hlúa að grasrótinni,“ segir Guðný. -eh

TónlisT sKálMöld spilar á pönKi á paTró uM helgina

Alveg jafn mikið rokk og í Eyjum

Rokkararnir í Skálmöld voru aðalnúmerið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Þar spiluðu þeir fyrir 15 þúsund manns. Nú um helgina troða þeir upp fyrir hundrað manns á Patreksfirði.

Tugir barna og unglinga taka þátt í dagskrá menningarhátíðarinnar Pönk á Patró. Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn og aðalnúmerið er víkingarokksveitin Skálmöld. Ellefu ára plötusnúð-ur heldur uppi stuðinu í sundlaugarpartíi.

Og það er frítt fyrir alla krakka. Fullorðnir þurfa hins vegar að borga sig inn á tón-leikana um kvöldið.

Unnið var að uppsetningu sýningarinnar í vikunni.

Hinsegin á ÞjóðminjasafniHinsegin dagar standa nú yfir og af því tilefni var sýningin „Ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi – Hinsegin fólk í máli og mynd“ opnuð í Þjóðminjasafni Íslands í vikunni.

Á sýningunni tjá þrettán einstaklingar á ýmsum aldri skoðanir sínar og tilfinningar. Þeir koma úr ýmsum áttum en eiga það sammerkt að hafa komið við sögu hinsegin fólks á Íslandi með einum eða öðrum hætti í gegnum tíðina. Þessir þrettán aðilar bera tíðarandanum skýr merki – það fólk sem lagði baráttunni lið þegar hún var hörðust tók einkum til máls á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar, og frá þeim tíma eru flestar tilvitnanirnar sem lesa má á sýningunni.

Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminja-safns Íslands, Samtakanna 78 og Hinsegin daga í Reykjavík.

Vínbarinn Bistro auglýsir eftir starfsfólki á bar og til að hjálpa til í eldhúsinu. Staðurinn hefur nefnilega svolítið breyst frá því síðasta vetur. Núna er Vínbarinn bistró með eldhús og indæla rétti, fyrir utan auðvitað einstakt úrval af eðalvínum í ótrúlega fallegu umhverfi. Næstu nágrannar eru ekki af verri endanum; Kvosin Downtown Hotel, sem er nýtt, ferskt og fallegt hótel í hjarta borgarinnar, Bergsson Mathús og dómkirkjan sem býður upp á fríar bænastundir, fyrir og eftir vinnu.

Um er að ræða tvö stöðugildi, annars vegar á bar og hins vegar í eldhúsi. Bæði störf krefjast þess að fólk hafi gaman af fólki, mat og drykk. Annars gengur þetta ekki upp.

Ef þig langar að vinna á Vínbarnum Bistro þá hefurðu samband við Gunna Palla í síma 897 8212 eða sendir póst á [email protected]

Viltu vera á barnum alla daga?

44 menning Helgin 9.-11. águst 2013

Page 45: 09 08 2013

Gerum hús að heimili TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og á sunnudögum kl. 13-18. Vefverslun á www.tekk.is

ETHNICRAFT SÓFUMÚTSölUNNI

lýkUR áSUNNUdAg

ETHNICRAFT SÓFUM

ENN MEIRIAFSláTTUR

ETHNICRAFT ETHNICRAFT ETHNICRAFT SÓFUM

70AFSláTTUR

AllT Að

Page 46: 09 08 2013

Gunnar SmáriEgilsson

[email protected]

E itt meginverkefni samfélagssköpunar á Íslandi er að leysa þrautina um hvernig byggja megi upp gott og gjöfult, opið og lýðræðislegt mannfélag

með ekki fleira fólki. Oft er eins og Ísland sé hugmynd sem er föst á milli þorpsins og ríkisins; vilji höndla kosti beggja en endi oftast uppi með verstu galla hvoru-tveggja.

Frá hópi að ríkiTil að hafa einhvern útgangspunkt skulum við halda því fram að í stórum dráttum megi skipta samfélögum manna í fjögur stig: Flokk, ættbálk, höfðingjaveldi og ríki.

Flokkurinn er líkur úlfahjörð eða hópi apa; fámennur hópur mannfólks sem treystir á hvort annað við fæðu-öflun og lífsviðurværi. Fólkið er bundið fjölskyldu-tengslum og þrátt fyrir mismunandi valdastöðu innan hópsins hafa allir eitthvað um meiriháttar ákvarðanir að segja. Það eru einkum veiðimenn og safnarar sem lifa í flokkum. Hópurinn á engin samskipti við aðra og allt fólk sem ekki tilheyrir flokknum eru andstæðingar. Ef þú rekst á utanflokksmann er skynsamlegast að drepa hann áður en hann drepur þig.

Ættbálkar urðu til þegar fólk náði tökum á ræktun gróðurs og búfjár og tók sér í kjölfarið fasta búsetu. Vegna fæðubyltingarinnar geta ættbálkar orðið fjöl-mennari en flokkar; en þó sjaldnast svo stórir að fólk hætti að þekkja alla með nafni. Vegna kunnugleikans eru deilur leystar á óformlegan hátt. Þótt hlustað sé á alla í ættbálknum þegar kemur að veigamiklum sam-eiginlegum ákvörðunum; þá safnast vald oftast að ein-stökum stórbokkum; einkum meðal fjölmennari ætt-bálka.

Höfðingjaveldi myndast þegar samfélög manna verða stærri en svo að hægt sé að halda utan um þau með óformlegum hætti; nokkur þúsund manns og upp í tug-þúsundir. Það má halda fund þar sem nokkur hundruð taka þátt en slíkar samkomur verða að glundroða þeg-ar fundargestir verða of margir. Í slíkum samfélögum myndast höfðingjaveldi þar sem höfðingjarnar taka til sín gæði; til dæmis skattfé eða þegnskylduvinnu; í skiptum fyrir að halda uppi friði og góðri skipan. Með höfðingjaveldinu verða til dómstólar þar sem samfélagið er orðið svo fjölmennt að það ræður ekki við að leysa óformlega úr deilumálum; tengsl deiluaðila eru oftast of veik til þess.

Ríki myndast þegar matvælaframleiðsla og dreifing er orðin svo skipulögð að fjölmargir tengist þeirri keðju. Sagt hefur verið að til að ríki virki þurfi 50 þúsund manns hið minnsta. Ríki byggir á samskonar jafnvægi og höfðingjaveldið milli þess sem elítan tekur af borgur-unum og hvað hún færir þeim í staðinn. Skrifræði, sem getur mótast í höfðingjaveldi, blómstrar í ríkinu; lög eru skráð og dómar gefa fordæmi. Öfugt við hin mann-félögin getur ríkið haldið innan sinna vébanda fólki með ólíkan menningarlegan bakgrunn og fólki sem talar mismunandi tungumál.

Of fá til að verða ríkiÞað þarf ekki að taka fram að þessi flokkun er einföldun og þessi hraðsoðna útskýring á henni gefur ekki full-nægjandi mynd af mismun þessara mannfélaga. En þar sem nútíminn og myndun ríkis eru svo skammt undan í hugarheimi okkar Íslendinga þekkjum við kannski öðru fólki fremur hugmyndir sem eru sprottnar úr þessum mismunandi tegundum mannfélaga.

Síðustu aldirnar áður en hér tók að myndast nútíma-legt líf voru Íslendingar í raun of fáir til að geta myndað

Það Er vandi að byggja upp gott mannfélag mEðal 320 Þúsund manna

Á mörkum þorps og ríkisVegna

fámennis og stuttrar nú-

tímasögu eru Íslendingar

eins og fastir milli gamalla stjórnarhátta

ættbálka og höfð-

ingjaveldis og ríkiskerfis.

Og þeir sitja oftast uppi með verstu

gallana frá hvoru-

tveggja.Það er jafnvægið á milli þorpsins og ríkisins sem ætti að vera megin efni stjórnmálaumræðunnar. Hvernig getum við fengið kosti ríkisins til að virka í fámennu samfélagi; fengið ríka vernd einstaklinga; ekki síst þeirra sem eldri tegundir samfélaga kúguðu og beittu misrétti; án þess þó að tapa kostum sem smátt samfélag getur veitt fólki?

ríki; héngu lengst af í kringum 50 þúsund manna mark-ið. Ísland tilheyrði reyndar ríki Dana á þessum árum; en tengsl landsmanna við það ríki voru ekki eins sterk og fólks sem bjó í Danmörku. Sýslumenn og aðrir emb-ættismenn konungs ríktu því sem höfðingjar yfir sínum þegnum. Hrepparnir voru síðan utan konungsvalds og þar höfðu sterkefnaðir bændur mest völd; höfðu sömu stöðu og stórbokkar í ættbálkum.

Þegar meira vald var dregið til landsins sóttu innlend-ir valdsmenn fyrirmyndir sínar til höfðingjaveldis þjóð-veldisaldar og ættbálkastríða Sturlungualdar. Þangað sóttu þeir hugmyndir um íslenskt ríki; ekki ósvipað og þeir sem háðu sjálfstæðisbaráttu í öðrum nýlendum; til dæmis í Afríku. Þar var alls staðar lögð áhersla á að nýta það besta úr vestrænu lýðræði á sama tíma og varðveita bæri þjóðlegan arf. En slíkt tal í valdsmönnum vísar oftast til umboðs og stöðu stórbokka eða höfðingja í ættbálka- og höfðingjaveldi; heimild til að fara á svig við skráð lög og fordæmabundinn rétt, sem ríkið byggir upp. Davíð Oddsson orðaði það einhvern veginn svo að hann vildi stjórna með því að slá á puttann á þeim sem ekki færu að leikreglum (sem eðli málsins samkvæmt voru óskráðar og settar af honum sjálfum hverju sinni).

Höfðingjarnar reistu ríki í sinni myndMargar aldir fram að nútímanum á Íslandi var bænda-býlið grunneining samfélagsins. Þar háði lítill flokkur manna lífsbaráttu sína og átti meira undir náttúruöflun-um en hvernig ráðum var ráðið í Kaupmannahöfn. Segja má að harðæri og mistök í efnahagsstjórn (áhersla á veikan landbúnað í stað eflingar sjávarútvegs) hafi fellt íslenskt samfélag niður á þetta stig mannfélagsins.

Þessir flokkar mynduðu síðan hreppa sem voru í raun ættbálkar, þar sem stórbokkar réðu mestu; þeir bændur sem áttu mestar eignir og borguðu hæsta tíund. Yfir hreppunum ríktu síðan sýslumenn og embættismenn konungs, ekki ólíkt höfðingjum í höfðingjaveldum.

Þegar nútímaríki tók að myndast á Íslandi á heima-stjórnarárunum og fyrstu áratugum síðustu aldar voru þessi valdakerfi það sterk að þau mótuðu ekki síður hið unga ríki en vilji landsmanna til að taka upp þá bestu stjórnarhætti sem stærri ríki höfðu þróað. Þeir lands-menn sem hafa alist upp í sjávarþorpum þekkja þetta vel. Þeim var flestum stjórnað eins og ættbálki, þar réð mestu stórbokkinn, útgerðarmaðurinn.

Einn aðalkostur ríkja er að þau geta verndað lítil-magnann betur en hin kerfin. Og þessi geta hefur á síðustu árum orðið ein aðal réttlæting fyrir ríkinu og því valdaafsali sem því fylgir. Það má því greina átök milli ættbálka- og höfðingavelda annars vegar og ríkis-ins hins vegar í mannréttindabaráttu þeirra sem stóðu veikt í eldri gerðum mannfélaga. Mörg af helstu frétta-málum samtímans fjalla um þessi átök; til dæmis frá-sagnir af vangetu samfélaga í bæjum og þorpum til að taka á kynferðislegri misnotkun á börnum.

Samkomulagssáttmálinn brástEins og áður sagði þá byggist ríki (eins og höfðinga-veldi) á jafnvægi milli þess sem elítan fær af umfram-gæðum og þess sem hún veitir borgurunum af öryggi og góðri skipan mála. Við Hrunið 2008 varð augljóst að þetta jafnvægi hafði brostið. Það á ekki aðeins við um Ísland; heldur öll vestræn ríki. Það er meginverkefni stjórnmála í dag að finna aftur jafnvægi; samfélags-legt réttlæti.

Að sumu leyti snérist kosningabaráttan í vor um þetta jafnvægisleysi. Niðurstaðan varð sú að þeir sem skulda mikið af verðtryggðum lánum urðu „swing voters“, eins og það er kallað í Ameríku, tiltölulega fámennur hópur með þröngt skilgreinda hagsmuni sem getur ráðið nið-

urstöðum kosninga og sveigt pólitíska umræðu. Í krafti þessarar sveiflu hefur ríkisstjórnin ekki bara leitað nýs jafnvægis milli þess sem elítan tekur og gefur; heldur vakið upp umræðu um endurreisn þjóðlegra gilda og hefða til að endurlífga íslenska ríkið. Hluti þess er að stöðva aukin tengsl Íslands við evrópska ríkið, Evrópu-sambandið; sem hefur á undanförnum tveimur áratug-um verið helsti farvegur fyrir neytendavernd og aukin mannréttindi almennings á Íslandi; einskonar höfuð-andstæðingur ættbálka- og höfðingjaveldisins.

Orðfærið í pólitískri umræðu ber merki þessara átaka. Menn vilja standa í lappirnar, verja fullveldið, stöðva afskipti útlendra af okkar eigin málum, borða ís-lenskt og svo framvegis. Á móti stendur fólk sem heldur því fram að Ísland geti aldrei haldið uppi lýðréttindum almennings nema tengjast stærri einingu; Evrópusam-bandinu. Sá hópur hefur helst beitt neikvæðum reynslu-rökum; sagan á að sýna að við getum ekki séð fótum okkar forráð og að við þurfum (eins og unglingurinn) strangt aðhald. Til einföldunar má segja að annars veg-ar sé lið sem segir Ísland gott en hins vegar lið sem segir Ísland vont. Það þarf ekki spámann til að sjá hvort liðið vinnur í almennum kosningum.

Þorp verður aldrei ríkiAuðvitað er það ekki svo að einstaklingur lifi einvörð-ungu innan ríkis. Líf hans er ekki síður mótað af annars konar mannfélögum. Fjölskylda, vinnustaðir og ná-grannasamfélög eru blessunarlega ekki byggð upp sem ríki. Við þekkjum mörg dæmi um getuleysi ríkisins til að fást við mál sem nærsamfélög geta miklu auðveldar ráðið við. Stjórnmál dagsins snúast líka um að finna jafnvægi milli kosta ríkisvaldsins og smærri eininga. Það er jafn slæmt þegar sálarlaus skriffinnska ríkisins drepur mál og þegar spilltir höfðingjar spilla góðum málum.

Þar sem fyrirmyndir okkar af góðum ríkjum eru yfir-leitt ríki sem eru 10, 20... 100, 200... jafnvel þúsund sinnum fjölmennari en íslenska ríkið er augljóst að við komumst aldrei hjá því að aðlaga reynslu þessara ríkja að smæð okkar samfélags. Það er ekki gefið að við eigum að hafa heilbrigðisráðuneyti og landlækni með sömu völd yfir einum Landspítala og í ríkjum þar sem þessar stofnanir sinna hundruðum spítala af sömu stærð og Landspítalinn. Að sama skapi er ekki gefið að stjórnkerfi Landspítalans og skilgreind markmið eigi að vera sambærileg og stórra spítala í miklu stærra kerfi. Það væri ekki síður afdrifarík mistök fyrir Íslendinga að ætla að byggja hér upp stjórn- og stofnanakerfi tug-milljóna þjóða í fámenninu eins og að neita sér um þá vernd almennings sem vel uppbyggt ríki getur gefið.

Það er jafnvægið þarna á milli sem ætti að vera megin efni stjórnmálaumræðunnar. Hvernig getum við fengið kosti ríkisins til að virka í fámennu samfélagi; fengið ríka vernd einstaklinga; ekki síst þeirra sem eldri teg-undir samfélaga kúguðu og beittu misrétti; án þess þó að tapa kostum sem smátt samfélag getur veitt fólki? Og stóran hluta þessara gæða sem stórar ríkisheildir hafa mótað getum við ekki byggt upp nema í félagi við aðrar þjóðir. Það er líklega meginlærdómur íslenskrar sögu.

Í því felst enginn dómur yfir þorpinu. Það er ekki lé-legt þorp vegna þess að það getur ekki verið ríki. Ekki frekar en ríkið sé lélegt fyrir að vera aumt þorp.

TRAINSPOTTING (16)

10/8: 20.00 - 12/8: 22.00 - 14/8: 22.00TAXI DRIVER (16)

11/8: 20.00 - 13/8: 22.00 - 15/8: 18.00

SKÓLANEMAR: 25% AfSLáTTuR GEGN fRAMVíSuN SKíRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

BEfORE MIDNIGHT (L)9 - 15/8: 17.50 - 20.00 - 22.10

46 samtíminn Helgin 9.-11. ágúst 2013

Page 47: 09 08 2013

INFERNO EFTIR DAN BROWN

EFTIR HÖFUND

DA VINCILYKILSINS

Æsispennandibók sem þú leggurekki frá þér fyrr ensagan er öll!

„Lesandinn er

við það að springa

af spennu.“NEW YORK TIMES

DYN

AM

O R

EYK

JAVÍ

K

NÝ SPENNUSAGAEFTIR VINSÆLASTAHÖFUND Í HEIMI!

Þýðing: ArnarMatthíasson ogIngunn Snædal.

Page 48: 09 08 2013

Í takt við tÍmann Steinunn edda SteingrÍmSdóttir

Sjúk í raunveruleikaþættiSteinunn Edda Steingrímsdóttir er 22 ára verslunarstjóri í Make Up Store í Smáralind. Hún bloggar á margret.is og nýtir frítímann í útihlaup og til að horfa á raunveruleikaþætti. Steinunn Edda djammar á b5 og elskar Facebook og Instagram.

StaðalbúnaðurFatastíllinn minn er voðalega fjöl-breytilegur. Ég er mjög hrifin af Zöru og versla nánast allt þar eða í Corner í Smáralind. Ég geng eiginlega alltaf í buxum og elska fallega bleisera. Í vinnunni er ég alltaf í svörtu þannig að mér finnst voða gaman að fara í smá liti og breyta aðeins til um helgar. Ég geng með mikið af skartgripum, til dæmis alltaf áberandi og stór hálsmen. Ég á mikið af skóm en eftir að ég keypti mér Vagabond skó í Kaupfélaginu er ég ekki búin að fara úr þeim. Þetta eru stígvél með smá hæl sem virka bæði í vinnunni og utan hennar.

HugbúnaðurÞegar ég fer út að skemmta mér verður b5 oftast fyrir valinu. Það er gaman að fara þangað og dansa og ég get alltaf treyst því að ég þekki einhvern á b5. Besta sem ég veit er að hitta vinkonur mínar og við erum nokkuð duglegar að finna okkur tíma fyrir það þó það sé nóg að gera. Ég er að fara að hlaupa í fyrsta skipti í Reykjavíkurmaraþon-inu og hef verið að æfa svona tvisvar, þrisvar í viku. Ég ætla að hlaupa tíu

kílómetra og safna áheitum fyrir líknardeildina í Kópavogi, það drífur mig áfram. Ég horfi eiginlega aldrei á sjónvarp en ég horfi mikið á þætti í tölvunni. Ég er sjúk í raunveruleika-þætti, jafnvel þótt ég viti að þeir eru hrikalegir. Það besta sem ég veit eftir daginn er að horfa á einn þátt og þurfa ekki að hugsa. Uppáhaldið eru Real Housewives. Hvort sem það eru þær í Beverly Hills, Orange County eða New Jersey, ég myndi heilsa þeim úti á götu. Ég skammast mín pínu fyrir þetta og kærastinn er alls ekki hrifinn.

VélbúnaðurÉg er Apple-sjúklingur og er bæði með Macbook og iPhone. Síminn er bæði það besta og versta sem hefur komið fyrir mig, ég legg hann helst ekki frá mér. Ég er bæði Instagram-sjúk og Facebook-sjúk og er á þessu allan dag-inn. Mín afsökun er sú að ég er að birta myndir af förðun, ég vil meina að þetta sé 80 prósent vinnan. Svo er Pinterest líka alger snilld. Þar finn ég hugmyndir að „átfittum“ og fæ innblástur fyrir förðunina.

AukabúnaðurÉg bý ennþá heima og er ekki farin að prófa mig mikið áfram í því að elda. Ég á líka svo frábæra tengdamömmu sem eldar alltaf en þess á milli erum við dugleg að kíkja út. Ég er mjög hrifin af Saffran og á Fiskifélaginu fæ ég besta og ferskasta sushi í bænum. Þegar kemur að förðunarvörum er ég gang-andi auglýsing fyrir Make Up Store, ég er búin að prófa allar vörurnar og sé enga ástæðu til að leita annað. Ég á Opel Corsa sem er ástin í lífi mínu en óvinur líka því hann er alltaf annað hvort bilaður eða bensínlaus. Uppá-halds staðurinn minn er mömmukot í Kaupmanna-höfn. Ég fer þrisvar, fjór-um sinnum á ári þang-að og er einmitt að fara nú um helgina.

Jakki 14.900

Toppur 4.990

Buxur 5.990

app vikunnar

Instant Fitness

Hefurðu aldrei tíma til að æfa? Þessi afsökun er löngu orðin úrelt. Sér í lagi eftir að fjöldi smáforrita kom til sögunnar sem leiðbeina þér við æfingar hvar og hvenær sem er. Instant Fitness er eitt þeirra. Helsti kosturinn við það er að hver einasta æfing er sýnd ým-ist með teikningum, hreyfimynd-um eða myndböndum. Alls eru yfir 600 æfingar í gagnagrunni appsins og 120 samsetningar á

æfingum sem appið spilar saman þannig að notandi nái samfelldri æfingu þar sem ólíkir vöðvahópar eru þjálfaðir. Stór hluti æfinganna krefst þess aðeins að þú sért til í tuskið en einnig eru æfingar með teygjubandi og með lóðum. Samsettu æfingarnar eru flokkaðar eftir erfiðleikastigi þannig að byrj-endur geta val-ið 16 mínútna æfinguna „Eno-ugh excuses“, lengra komnir velja „Path to Glory“ og þeir allra metnaðar-fyllstu smella á „Widowmaker.“

Appið er sérstaklega gert fyrir þá sem æfa heima eða jafnvel á hótel-herbergi á ferðalagi. Það kostar tæpa 3 dollara í iStore sem reynd-ar ekki er mikið ef appið er notað. Mitt helsta umkvörtunarefni er að það eru engar myndir af konum að æfa, bara körlum. Æ, hitt væri bara skemmtilegra. -eh

Steinunn Edda Steingríms-

dóttir er sjúk í Instagram og

Facebook og notar Pinterest

til að fá hug-myndir.

Ljósmynd/Hari

48 dægurmál Helgin 9.-11. águst 2013

Page 49: 09 08 2013

Chiro Deluxe dýna (aukahlutir á mynd botn og lappir)

Verðdæmi: 160x200 cm. Verð nú kr. 131.250 • 180x200 cm. Verð nú kr. 141.750

Levanto hægindastólar

20% afsláttur

Stillanleg heilsurúm í sérflokki!

20%-45% afsláttur

Útsala í Betra Baki!25% afsláttur af Chiro Collection heilsudýnum

D Ý N U R O G K O D D A R

Tempur® Original SMALL heilsukoddi!

50% afsláttur

Útsöluverð kr. 8.950Verð kr. 17.900

140x200

kr. 33.162 Verð kr. 47.375

Temprakon dúnsæng

30% afsláttur

Vandaðar C&J heilsudýnur!

20% afsláttur

www.betrabak.is Leggur grunn að góðum degi

Kr. 111.840Fullt verð kr. 139.800

LEVANTO leður

hægindastóll

með skemli

Fæst í svörtu, hvítu og rauðu leðri.

Einnig til í mörgum litum í áklæði.

Verðdæmi

Allir aðrir Tempur® heilsukoddar 25% afsláttur

Öll

verð

eru

bir

t m

eð f

yrir

vara

um

pre

ntv

illur

og m

ynd

bre

ngl

Frábært verð!

Sængurver í sérflokki !

20% afsláttur

HOLLANDIA

stillanlegt að þínum þörfum!

[email protected] • www.betrabak.isFaxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100

Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16

Svefnsófar margar gerðir

15%-35% afslátturVerðdæmiC&J Platinum heilsudýnur og -rúm TiLbOð TiLbOð DýNASTærð DýNA Og NAN-bOTN

100x200 35.200 56.000 120x200 40.800 64.800

C&J Gold heilsudýna TiLbOð TiLbOð DýNASTærð DýNA Og NAN-bOTN

100x200 44.000 64.800120x200 51.200 75.200160x200 66.400 97.600180x200 72.800 106.400

SENSEO svefnsófi

Afsláttarverð kr. 267.800Fullt verð kr. 412.000

Verðdæmi

Prime hægindastólar

25% afsláttur

PriME

hægindastóll

með skemli

Til í kremlitu leðri með botni úr hnotu og svörtu leðri með svartlökkuðum botni.

Verðdæmi

Kr. 284.985Fullt verð kr. 379.980

Dýnustærð 140x200 cm

Page 50: 09 08 2013

Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson hafa landað nokkrum bitastæðum verk-efnum við leikstjórn erlendis undanfarið. Nú síðast gerðu þeir auglýsingu fyrir NFL-deildina þar sem Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings er einn af aðal-mönnunum.

KviKmyndagerð Stórt verKefni hjá íSlenSKum leiKStjórum

Gerðu auglýsingu fyrir NFLTvíeykið Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson hefur nýlokið við að leikstýra auglýsingu fyrir NFL Game Pass sem auka á veg og vanda íþróttarinnar utan Bandaríkjanna. Auglýsingin verður sýnd í sjónvarpi um allan heim.

Þ etta er stórt verkefni og gott nafn til að fá á ferilskrána,“ segir Gunnar Páll Ólafsson leikstjóri. Hann og

félagi hans, Samúel Bjarki Pétursson, luku í vikunni tökum á auglýsingu fyrir NFL, bandaríska fótboltann. Auglýsingin er fyrir NFL Game Pass sem veitir aðdáendum

íþróttarinnar aðgang að leikjum í gegnum netið

fyrir lágt verð.Bandaríski

fótboltinn nýtur gífurlegra vinsælda í heimalandinu. Tugmilljónir áhorfenda fylgj-

ast með leikjum á

tímabilinu og úrslitaleikurinn, Super Bowl, er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins. Svo dæmi sé tekið horfðu 164 milljónir á Ofurskálina í fyrra. Game Pass er ætlað að ná til aðdáenda utan Bandaríkjanna. Til að mynda Bandaríkjamanna sem búsettir eru erlendis, fólks sem lærði í Bandaríkj-unum og féll fyrir íþróttinni auk annarra aðdáenda.

Auglýsingin sem Gunnar Páll og Samúel leikstýrðu mun verða sýnd í sjónvarpi um allan heim. Að sögn Gunnars gengur auglýsingin út á að sýna fólk að horfa á leik í NFL um víða veröld. Hún fangar stemn-inguna þegar horft er á leikinn á miðnætti í Asíu, um miðjan dag í Evrópu og svo fram-vegis. Tökurnar fóru fram í New York og stóðu í þrjá daga.

„Það verða alls konar útgáfur gerðar af þessari auglýsingu,“ segir Gunnar. Tíma-bilið í NFL byrjar í næsta mánuði og því hefjast sýningar á auglýsingunum innan tíðar.

Gunnar Páll og Samúel starfa hjá True-north á Íslandi en eru einnig á mála hjá Humble TV í New York og hafa þeir fengið nokkur bitastæð verkefni í gegnum það. Þeir hafa til að mynda gert auglýsingar fyrir Pringles og Samsung auk kynningar-myndar fyrir Mercedes Benz svo fátt eitt sé talið. Gunnar segir að erlendu verkefn-unum sé alltaf að fjölga en vill þó ekki gefa upp hvað sé á döfinni hjá tvíeykinu. „Það er ýmislegt í loftinu en fyrst erum við að fara að vinna að þremur verkefnum heima.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Fabúla syngur á salTónlistarkonan Margrét Kristín Sigurðardóttir, sem kallar sig Fabúlu, hefur skipulagt sex tónleika röð á sal Menntaskólans í Reykjavík nú í ágúst. Eins og kunnugt er var Þjóðfundurinn 1851 haldinn í þessum sama sal en ekki er algengt að menningarviðburðir séu þar nú til dags. Tónleikarnir eru sviðsettir af Snorra Frey Hilmars-syni og myndskreyttir með lifandi myndum á veggjum og í lofti af Helenu Harsitu Stefánsdóttur og Arnari Steini Friðbjarnarsyni. Með Fabúlu leika Unnur Birna Bassadóttir á fiðlu, Karl Jóhann Bjarnason á selló, Birkir Rafn Gíslason á gítar, Jökull Jörgensen á bassa og Scott McLemore á slagverk.

Fyrstu tónleik-arnir verða nú á laugardaginn, 10. ágúst. Miðaverð er 3.950 krónur og fer miðasala meðal annars fram í upplýs-ingamiðstöðinni Bankastræti 2.

Málmhaus frumsýnd í TorontoNýjasta kvikmynd Ragnars Bragasonar, Málmhaus, hefur verið valin inn á alþjóðlegu kvikmyndahá-tíðina í Toronto sem hefst 5. september næst-komandi. Hátíðin er sú stærsta vestanhafs og

nýtur mikillar virðingar í kvikmyndaheiminum. Mikil ásókn er í að koma myndum inn á hátíðina og því er boð á hana mikill heiður og gæðastimpill, að sögn Ragnars. Leikstjórinn verður viðstaddur hátíðina

ásamt framleiðendum myndarinnar, þeim Árna Filippussyni og Davíð Óskari Ólafssyni auk aðal-leikkonunnar Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur. Málm-haus verður frumsýnd á Íslandi hinn 11. október.

Sóley og Grant á AirwavesSkipuleggjendur Iceland Airwaves kynntu í vikunni til leiks 50 listamenn sem bæst hafa við dagskrá hátíðarinnar í ár. Meðal þeirra lista-manna sem bættust í hópinn eru Sóley, John Grant, Lay Low, kimono, Ylja, Savages frá Bret-landi og kanadísku sveitirnar The Balconies, Cousins og Mac DeMarco. Iceland Airwaves verður haldin í fimm-tánda sinn dagana 30. október til 3. nóvember. Að sögn skipuleggjenda seldust miðar á hátíðina upp á þessum tíma í fyrra og hvetja þeir áhugasama til að hafa hraðar hendur til að næla sér í miða.

Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson

tónliSt fyrSta plata hljómSveitarinnar SKepnu Komin út

Bannað að semja lög heima hjá sér„Okkur fannst tími til að gera plötu þar sem hljómsveitin hljómar eins og hún hljómar, ekki eins og stúdíóveggur sem leggst bara á mann. Þetta er rokk eins og það kemur af skepnunni,“ segir Hallur Ingólfsson tónlistar-maður.

Hallur og félagar hans, Birgir Jónsson trommari og Hörður Ingi Stefánsson bassaleikari, hafa sent frá sér fyrstu plötu hljómsveitarinnar Skepnu og ber hún nafn sveitarinnar.

Hallur segir að upptökur hafi gengið nokkuð hratt fyr-ir sig enda hafi þeir reynt að halda í þann kraft og fíling sem sé í hljómsveitinni. „Þetta var helvíti gaman, maður vonar að það heyrist á plötunni,“ segir hann.

Hallur hefur löngum verið kenndur við hljómsveitina 13 en hann hefur einnig starfað sjálfstætt og gert tónlist

fyrir leikhús, sjónvarp og fleira. Hann viðurkennir að hann hafi saknað stemningarinnar sem fylgir því að vera í hljómsveit. „Ég var þreyttur að vera ábyrgur fyrir öllu. Á Skepnu eru öll lögin eru samin í sameiningu, þetta er mikið bræðralag. Án gríns, það er bannað að semja lög heima hjá sér, menn mega bara koma með hugmyndir.“

Íslendingurinn S. Husky Höskulds hljómjafnaði diskinn í Groundlift studios í Los Angeles en Hallur sá um upptökur og hljóðblöndun hér heima. Útgáfutónleikar Skepnu verða á Bar 11 föstudagskvöldið 30. ágúst. Hallur kveðst búast við að sveitin verði dugleg við spilamennsku á næstunni. -hdm

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Skepnu er komin út. Kápumynd disksins er af glæsilegri skepnu í miðri síldartorfu sem rak á land í Kolgrafarfirði.disksins er af glæsilegri skepnu í miðri síldartorfu sem rak á land í Kolgrafarfirði.

50 dægurmál Helgin 9.-11. águst 2013

Page 51: 09 08 2013

BALTASAR KORMÁKBALTASAR KORMÁK

FRUMSÝND Á MIÐVIKUDAGINNFRUMSÝND Á MIÐVIKUDAGINN

FORSALA HAFIN!FORSALA HAFIN!„Besti gamantryllir sem ég hef sé› svo a›

árum skiptir. Fimm stjörnur af fimm mögulegum! Fullkomin sumarskemmtun!“

- Larry King, LARRY KING NOW

„Eldfim mynd! Washington og Wahlbergeru einum of gott tvíeyki. fieir eru ótvíræ›ir

sigurvegararnir hva› snertir grín og spennuí bíósölunum fletta sumari›.“

- Pete Hammond, MOVIELINE

„Samleikur Washington og Wahlberg er magna›asta s‡ningin á hvíta tjaldinu

í sumar. Víki› til hli›ar, Butch & Sundance - Washington og Wahlberg hitta beint í mark me›

„2 Guns“. Sumarsmellir ver›a ekki svalari en flessi!“- Joe Neumaier, NEW YORK DAILY NEWS

„Baltasar Kormákur s‡nir, rétt eins og hann ger›i í „Contraband“, a› hann gjörflekkir

flá list a› gera spennumyndir. Framvindan er leifturhrö›, gríni› líflegt og

áhorfendur nötra af spenningi.“- Scott Foundas, Variety

Miðasala á Miði.is og eMiði.is

KVIKMYNDKVIKMYNDEFTIR EFTIR

Page 52: 09 08 2013

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Alltaf traustur vinurAldur: 30Maki: Scott PontaschForeldrar: Jóna Finnsdóttir og Svein-björn I. BaldvinssonMenntun: MFA í kvikmyndagerð frá Columbia háskóla í New YorkÁhugamál: Kvikmyndir, sögur í hvaða formi sem er, Hinsegin dagar.Fyrri störf: Leiðbeinandi í Kvik-myndaskóla Íslands, Kvikmyndasafn Íslands, ýmis framleiðslustörf í kvikmyndum, hefur unnið við Hinsegin daga frá árinu 2005.Starf: Hvalaskoðun hjá Eldingu og varaformaður Hinsegin daga.Stjörnumerki: NautStjörnuspá: Engum stendur ógn af metnaði þínum heldur verður þú þvert á móti hvattur til að láta í þér heyra. Láttu einkamálin hafa forgang. Sköpunarkrafturinn kemst upp á yfir-borðið.

Baldvin Kári er fynd-inn og frábær og alltaf traustur vinur. Það er

alltaf hægt að stóla á hann, við erum búin að þekkjast síðan við vorum 11 ára. Við vorum saman út í New York síðasta sumar, hann bjó þar og var að ljúka sínu námi og ég var hjá honum í 10 daga. Þá tók hann sér frí frá öllu og sýndi mér borgina eins og herforingi. Hann sagði mér frá öllum litlu leyndarmálunum sem maður veit um þegar maður býr í stór-borg,“ segir Heiðdís Norðfjörð Gunnarsdóttir æskuvinkona.

Baldvin Kári situr í stjórn Hinsegin daga.

Baldvin Kári SveinBjörnSSon

Bakhliðin

Hrósið...… fær Baltasar Kormákur Samper fyrir velgengni nýrrar kvikmyndar sinnar vestanhafs, 2Guns sem var tekjuhæst á frumsýningarhelginni.

RITFÖNG FYRIR SKÓLANN - FRÁBÆR VERÐ!Trélitir 10 stk. 595 Blýantar soft grip 8 stk. 399 Strokleður 3 í pakka 99

HB blýantar 10 stk. 199 Yddarar 4 stk. í pakka 299 Skæri 199 Tússlitir 12 stk. í pakka 399 Reiknivélar verð frá 299

99VERÐ FRÁ:

SPARIÐ

20.000

59.950FULLT VERÐ: 79.950

120 X 200 SM.

BLu SKYGóð amerísk dýna með 4 sm. yfirdýnu. Stærð: 120 x 200 sm. Vnr. 8880000633

ANETA hILLAFalleg bókahilla í beykilit.

Stærð: H175 x B60 x D24 sm.Vnr. 3649648

5.995BÓKAHILLA

FRÁBÆRT

VERÐ!

DELuX KODDIGóður koddi fylltur með polyester-

kúlutrefjum. Stærð: 50 x 70 sm. Þyngd: 600 gr. Þolir þvott við 60°C.

Vnr. 4307704

1.295FULLT VERÐ: 1.695

PLUSÞÆGINDI& GÆÐI

24%AFSLÁTTUR

hELLE SÆNGuRVERASETTEfni: 100% bómull. 140 x 200 sm. og

50 x 70 sm. Lokað að neðanmeð tölum. Vnr. 1165680

hELLE SÆNGuRVERASETT

1.995FULLT VERÐ: 2.995

SPARIÐ

1000

PLUSÞÆGINDI& GÆÐI

KILIMANJARO ThERMOTREFJASÆNGGóð sæng fyllt með 2 x 600 gr. af fíngerðum holtrefjum. Í raun tvær sængur

saumaðar saman á þann hátt að hitaeinangrandi loftrúm myndast á milli þeirra. Stærðir: 135 x 220 sm. 4.995 nú 3.995 135 x 220 sm. 5.995

200 x 220 sm. 7.995 Vnr. 4127050

3.995135 X 200 SM. FULLT VERÐ: 4.995

SPARIÐ

1000135 X 200 SM.

ERMOTREFJASÆNG

PLUSÞÆGINDI& GÆÐI

ScREEN GARDíNuRGóðar SCREEN rúllugardínur. Litur: Hvítt. Stærðir:

80 x 170 sm. 5.995 nú 4.795 100 x 170 sm. 7.995 nú 6.395 120 x 170 sm. 8.995 nú 7.195 140 x 170 sm. 9.995 nú 7.995 150 x 170 sm. 10.990 nú 8.790 160 x 170 sm. 11.990 nú 9.590180 x 170 sm. 12.990 nú 10.390 200 x 170 sm. 14.990 nú 11.990 150 x 250 sm. 14.990 nú 11.990 90 x 250 sm. 9.995 nú 7.995

Vnr. 69060124

4.795NÚ VERÐ FRÁ:

SCREEN GARDÍNA

20%AFSLÁTTUR

NEON BARNASOKKAR

Stærðir: 23-37.Vnr. 24000511

2991 PAR

sparaÐU

sÍÐasTa TÆKIFÆrIÐ!

20-60%AF SuMARhÚSGÖGNuM, SÓLhLíFuM, SESSuM,

SÓLTJÖLDuM, BLÓMAPOTTuM OG MARGT FLEIRA. KOMDu OG GERÐu FRÁBÆR KAuP!

ÚRVALIÐ GETuR VERIÐ MISMuNANDI Á MILLI BÚÐA.

ErTU vInUr oKKar á ?

www.rumfatalagerinn.is