08 04 2016

64
Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölublað 7. árgangur www.frettatiminn.is [email protected] [email protected] Hemúllinn Fjölskyldufaðir í Breiðholti pönkari á Austurvelli Mannlíf 62 Mynd | Hari Jóhannes Kr. Kristjánsson 28 Panama-skjölin Viðhald húsa FRÉTTATÍMINN Helgin 8.–10. apríl 2016 www.frettatiminn.is Við getum tekið sem dæmi sólpalla þar sem algengasta aðferðin er að grafa holur og steypa hólka. Með þessum skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og kostnaðarminna. 17 Dýrleif Arna Guðmundsdóttir, verkfræðingur hjá Áltaki. Húsið var hersetið af köngulóm Auður Ottesen og eiginmaður hennar keyptu sér hús á Selfossi eftir hrun. Þau þurftu að vinna bug á myglusveppi og heilum her af köngulóm en eru ánægð í endurbættu húsi í dag. Auk hússins hefur garðurinn fengið andlitslyftingu og nú eru þau að taka bílskúrinn í gegn. 8 Mynd | Páll Jökull Pétursson Sérblað Maðurinn sem felldi forsætisráðherra Sven Bergman Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu Sænski blaðamaðurinn 8 Ris og fall Sigmundar Upp eins og raketta, niður eins og prik Spilltasta þjóðin 10 Bless 18 332 ráðherrar í Vestur-Evrópu 4 í skattaskjóli þar af 3 íslenskir KRINGLUNNI ISTORE.IS Sérverslun með Apple vörur MacBook Air 13" Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn Frá 199.990 kr. MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 247.990 kr. Mac skólabækurnar fást í iStore Kringlunni 10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber. www.sagamedica.is Minna mál með

description

News, newspaper, Fréttatíminn, Iceland

Transcript of 08 04 2016

Page 1: 08 04 2016

Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölublað 7. árgangur

[email protected]

[email protected]

HemúllinnFjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á AusturvelliMannlíf 62

Mynd | HariJóhannes Kr. Kristjánsson 28

Panama-skjölin

Viðhald húsaFRÉTTATÍMINN

Helgin 8.–10. apríl 2016www.frettatiminn.is

Við getum tekið sem dæmi sólpalla þar sem algengasta aðferðin er að grafa holur og steypa hólka. Með þessum skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og kostnaðarminna. 17Dýrleif Arna Guðmundsdóttir, verkfræðingur hjá Áltaki.

• Steinsteypa • Mynstursteypa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjakerfi • Múrkerfi • Einingar• Gólflausnir• Garðlausnir

Fjárfesting sem steinliggur

20YFIR

TEGUNDIR AF HELLUM

Hafðu samband í síma og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

4 400 4004 400 6004 400 6304 400 573

Hringhellu 2221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8800 Selfoss

Smiðjuvegi870 Vík

Malarhöfða 10110 Reykjavík

Berghólabraut 9230 Reykjanesbær

Sími 4 400 400www.steypustodin.is

Húsið var hersetið af köngulómAuður Ottesen og eiginmaður hennar keyptu sér hús á Selfossi eftir hrun. Þau þurftu að vinna bug á myglusveppi og heilum her af köngulóm en eru ánægð í endurbættu húsi í dag. Auk hússins hefur garðurinn fengið andlitslyftingu og nú eru þau að taka bílskúrinn í gegn. 8

Mynd | Páll Jökull Pétursson

Sérblað

Maðurinn sem felldi forsætisráðherra

Sven BergmanIllnauðsynleg aðferð í viðtalinu

Sænski blaðamaðurinn 8

Ris og fall Sigmundar Upp eins og raketta, niður eins og prik

Spilltasta þjóðin 10 Bless 18

332 ráðherrar í Vestur-Evrópu4 í skattaskjóli þar af 3 íslenskir

KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur

MacBook Air 13"Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn

Frá 199.990 kr.

MacBook Pro Retina 13"Alvöru hraði í nettri og léttri hönnunÓtrúleg skjáskerpa

Frá 247.990 kr.

Mac skólabækurnarfást í iStore Kringlunni

10 heppnir sem versla Apple tæki frá1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber.

www.sagamedica.is

SagaProMinna mál með

Page 2: 08 04 2016

Mynd | Hari

Minna traust en NixonDagana áður en Richard Nixon sagði af sér sem for-seti Bandaríkjanna árið 1974 sögðust 24 prósent Bandaríkjamanna styðja hann en 66 prósent sögðust ekki treysta honum. Þetta er ámóta, en þó heldur lakari, staða og Bjarni Benediktsson er í samkvæmt traustmælingu MMR.

Versta staða Bandaríkjaforseta í sögunni var undir lok ferils George W. Bush þegar fjármálalífið hrundi yfir bandarískan efnahag og heiminn allan. Þá mæld-ist traust til Bush 25 prósent en vantraustið 71 pró-sent. Enginn forseti hefur hrökklast úr embætti við veikari orðstír en Bush yngri. Hans staða var þó eins og vorið og sumarið í samanburði við Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem mælist hjá MMR aðeins með 10 prósent traust en 81 prósent vantraust. Það er lakari staða en Davíð Oddsson mældist með þegar hann fór úr Seðlabankanum. Þá treystu 11 prósent Davíð en 78 prósent sögðust ekki treysta honum.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.

Forystukona úr Evrópusamtök-unum verður utanríkisráðherra„Það er söguleg kaldhæðni að síðasta verk Sigmundar Davíðs, áður en örlögin feykja honum úr stóli forsætis-ráðherra, skuli vera tillaga um að fyrrverandi forystukona í Evrópu-samtökunum verði ráðherra fyrir Fram-sókn.“

Þetta segir Össur Skarphéðins­son um Lilju Alfreðsdóttur, nýjan utanþingsráðherra Framsóknarflokksins.

Lilja Dögg var skipuð að til lögu Sig mund ar Davíðs Gunn laugs son ar. Hún er dótt­ir Al freðs Þor steins son ar, fyrr ver andi stjórn ar for manns

Orku veit unn ar og borg ar full­trúa Fram sókn ar flokks ins.

Hún er sögð náin vinkona Sigmundar Davíðs og hef ur frá ár inu 2014 starfað sem verk­efna stjóri í for sæt is ráðuneyt­inu en frá 2010 til 2012 starfaði hún hjá Alþjóðagjald eyr is­sjóðnum í Washington DC.

„Nú geta þeir sem spá í gang pólitískra himintungla velt fyrir sér hvort það boði breytta tíma að ný forysta Framsóknar skuli taka fyrr­verandi forystukonu úr Evrópusamtökunum fram fyrir Ásmund Einar og Vigdísi Hauksdóttur – tvo fyrrverandi formenn Heimssýnar,“ segir Össur Skarphéðinsson á Fa­cebook­síðu sinni. | þká

Farið er yfir feril Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í blaðinu í dag.

Stjórnmál Ný ríkisstjórn fær kaldar kveðjur á Alþingi

Sigmundur hlakkar til að verja nýju ríkis-stjórnina vantraustiAtkvæði verða greidd um vantrauststillögu stjórnar-andstöðu á nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhanns-sonar og kröfu um þingrof, síðdegis í dag, föstudag. Sjö stjórnarþingmenn þurfa að styðja vantrauststillöguna svo hún verði samþykkt.

Nýja ríkisstjórnin tekur við völdum í skugga mikillar óánægju í samfélaginu og ólgu innan stjórn­arflokkanna. Stjórnarandstaðan sættir sig ekki við að flýta kosning­um til haustsins og vill kjósa strax. Atburðir síðustu daga í pólitíkinni hafa verið með hreinum ólíkind­um og ráðuneyti nýs forsætisráð­

herra fær kaldar kveðjur. Enginn stjórnarþingmaður

hefur þó sagst ætla að styðja van­traust og þrátt fyrir talsverða óánægju með þróun mála og er harla ólíklegt er að tillagan fái brautargengi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði eftir ríkis­ráðsfund á Bessastöðum, þar sem hann lét af embætti, að hann hlakkaði til að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar van­trausti á Alþingi en að því loknu ætlar hann að taka sér langþráð frí, ásamt eiginkonu og dóttur.

En það eru sveiflur á fylgi flokk­anna í því samfélagslega uppnámi sem hefur orðið. Það sýnir ný Gal­lup­könnun. Sjálfstæðisflokkur er

þar með 22 prósent, Framsóknar­flokkur 11 prósent, Píratar eru með 32 prósent og tapa 4 prósentum frá síðustu könnun. VG stóreykur fylgi sitt, fær 17 prósent og bætir við sig 6 prósentum frá því í mars. Björt framtíð fær 5,6 prósent og þar er landið að rísa. Samfylkingin fær hinsvegar ekki nema 7,6 prósent og tapar 2 prósentum frá síðustu könnun.

Áframhaldandi mótmæli eru boðuð við Alþingishúsið næstu daga þar sem krafist verður nýrra kosninga. Sögulegt met var slegið í fjöldamótmælum á laugardag. Það er líka heimsmet að þrír íslenskir ráðherrar séu nefndir í Panama­skjölunum. | þká

Mynd | Hari

Panama-skjölin Hluti af lista birtur í Svíþjóð

Lyfjamógull keypti í Actavis í gegnum aflandsfélagVefútgáfa DV birti í gær skjá-skot úr umfjöllun sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning um Panama-skjölin. Þar kemur fram nafn 31 félags sem eru í eigu íslenskra aðila, brot af þeim 800 félögum og 600 einstaklingum íslenskum sem koma fyrir skjöl-unum.

Í skjáskotinu má finna nöfn nokkurra valinkunnra ein­staklinga í íslensku samfé­lagi. Af því má sjá að lyfjamógúllinn Ró­bert Wessman, sem rekur nú Alvogen,

keypti hlutabréf í Actavis í gegnum aflandsfélagið Aceway Corp. Eggert Skúlason, ritstjóri DV, er á listan­um yfir eigendur aflandsfélaga sem og framsóknarforkólfurinn Finnur Ingólfsson. Bogi Pálsson, mágur Sig­mundar Davíðs Gunnlaugssonar, er ekki eftirbátur systur sinnar, Önnu Sigurlaugar, og er skráður fyrir einu

slíku í þessu skjáskoti. Þá kemur nafn hins meinta skriðdrekasölu­manns Lofts Jóhannssonar fyrir í skjáskotinu.

Sænski þátturinn var sýndur á RÚV í gærkvöldi en haldið

verður áfram umfjöllun um Panama­skjölin í Kast­ljósi í næstu viku. | óhþ

Róbert Wessman.

Atvinnuleysi 81 misstu bætur í desember 2014

Ríkið mátti ekki stytta bótatímaÁkvörðun um að stytta bóta-tímabílið um sex mánuði var einungis til að bæta afkomu ríkissjóðs, að mati Héraðs-dóms Reykjavíkur.

Íslenska rík inu var óheim ilt að skerða rétt þeirra sem áttu virk an rétt til at vinnu leys is bóta 31. des­em ber 2014 með því að stytta bóta­tímabilið um sex mánuði, 81 missti bætur við þessa breytingu.

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann úrskurð á fimmtudag, en í dómnum seg ir að sá sem verði at­vinnu laus og fái greidd ar at vinnu­leysisbætur verði að byggja fram­færslu sína á þess um greiðslum og meðan þeirra nýt ur við á hann al­mennt að geta reitt sig á að njóta þeirra í sam ræmi við þær regl ur sem um þær gilda þegar rétt indi hans urðu virk.

Þá tek ur dóm ur inn einnig und ir þau rök VR, sem höfðaði málið, að ríkið hafi ekki getað lagt fram nein þau gögn sem fært geti viðhlít andi rök fyr ir því að nauðsyn legt hafi verið að lækka út gjöld At vinnu leys­is trygg inga sjóðs og seg ir dóm ur inn að skerðing in hafi þurft að helg ast af ríkri nauðsyn og mál efna leg um for send um en ekki verði séð að hún hafi helg ast af öðru en því að bæta af omu rík is sjóðs og kem ur fram í dómn um að það hafi verið um 1,1 millj arður króna. Slíkt rétt læti ekki aft ur virka skerðingu á stjórn­ar skrár vörðum kröfu rétt ind um félagsmanna VR. | þká

Torfi Þórhallsson í InDefence segir vanta trúverðugar upplýsingar sem sýni að undanþágur bankanna gefi rými til að lyfta gjaldeyrishöftum af lífeyrissjóðum, atvinnu-lífi og almenningi.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur langt í land að almenn­ingur á Íslandi komist undan gjaldeyrishöftunum. Þetta kom fram á fundi sjóðsins með fulltrúum InDefence.

Torfi Þórhallsson verkfræð­ingur staðfesti þetta en sagðist ekki geta tjáð sig frekar um fundinn þar sem hann hefði verið haldinn í trúnaði. Hann segir að alltaf hafi verið gert ráð fyrir því að samningar við kröfuhafa og stöðugleikaskil­yrði Seðlabankans gengju úr frá því að unnt yrði að hleypa fyrirtækjum, almenningi og lífeyrissjóðunum úr höftum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að vinna að árlegri úttekt á stöðu efnahagsmála á Íslandi,

en fulltrúar sjóðsins voru hér á landi vegna útgáfunnar. Skýrslan er trúnaðarmál þar til í júlí, en fulltrúarnir féllust þó á að svara spurningum InDefence um efni hennar.

Hann bendir á að eftir samninga við kröfuhafa sitji nýju bankarnir uppi með 220 milljarða sem hafi verið færðir úr þrotabúunum sem lán til nýju bankana. Áhætt­an sé því enn til staðar eftir samningana. Kröfuhafarnir eigi einfaldlega kröfu á nýju

bankana í stað þeirra gömlu ef það komi til efnahagskreppu í heiminum.

Hann segir að þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir InDefence hafi Seðlabankinn ekki getað svarað því hversu mikið verði til ráðstöfunar til fjárfestinga utan Íslands og engar upplýs­ingar liggi fyrir um tímalín­una, hvenær almenningi verði hleypt út úr höftum? | þká

Gjaldeyrishöft InDefence átti fund með AGS um gjaldeyrishöftin

AGS telur langt í haftalosun

2 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 3: 08 04 2016

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isUmboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Mitsubishi Outlander PHEV hefur fengið ótrúlega góðar viðtökur og tvíorkutækninheldur betur sannað sig. Fjórhjóladri�nn gæðingur sem gengur bæði fyrir rafmagni ogbensíni svo að þú komist allra þinna leiða með góðri samvisku. Komdu og prófaðu!

RAFMAGN EÐA BENSÍN? ÞÚ VELUR

NÝR MITSUBISHI OUTLANDER PHEV

FYRIR HUGSANDI FÓLK

RAFMAGN EÐA BENSÍN? ÞÚ VELUR

NÝR MITSUBISHI OUTLANDER PHEV

· Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is

Mitsubishi Outlander PHEV Sjálfskiptur, fjórhjóladri�nn frá:

6.590.000 kr.

Page 4: 08 04 2016

Forstjóri Trygginga-stofnunar segir ekki alla örorkuþega þurfa að gangast undir endurmat

Þorgeir Ingólfsson missti vinstri fótinn í slysi árið 2011 og hefur ver-ið á örorkubótum síðan, en vinnur hálfan daginn. Í síðustu viku fékk hann bréf þess efnis að örorkumat hans félli sjálfkrafa úr gildi í sum-ar, hann þyrfti því að sækja aftur um örorku og senda staðfestingu frá lækni á áverka sínum.

„Ég hafði heyrt um slík bréf en hélt að þau væru þjóðsaga. Ég er með óafturkræfan áverka og datt ekki í hug að ég yrði beðinn að sanna það á þriggja ára fresti, að enn vantaði á mig fót.“

Þorgeir segist skilja vel að ör-orkuþegar á endurhæfingarlífeyri þurfi að láta vita hvernig batinn gengur. Hjá honum, og fleirum með óafturkræfa áverka, séu þó engar líkur á bata og niðurlægj-andi fyrir þá að þurfa að sanna það.

„Það hljómar eins og þeir vilji staðfestingu á því að ekki hafi vaxið á mig fótur fyrir kraftaverk. Mér finnst þessi meðferð ómann-eskjuleg.“

Þorgeir segist vita um dæmi þess að jafnvel einstaklingar með Downs-heilkenni þurfi að staðfesta örorku sína á þennan hátt, en engin dæmi eru þess að Downs-litningur hverfi óvænt. „Það hlýtur að vera hægt að breyta kerfinu fyrir fólk með óafturkræfa áverka.“ sgþ

TryggingastofnunHuld Magnúsdóttir, forstjóri Trygginga-stofnunar ríkisins, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál, en segir ljóst að þeir sem eru með óafturkræfa örorku ættu ekki að þurfa að gangast undir endurmat á henni. Hún segir jafnframt ekki alla örorkuþega þurfa að gangast undir endurmat, heldur sé hvert tilfelli skoðað og afar fáir séu með varanlega örorku.

„Vilja sönnun þess að ekki hafi vaxið á mig fótur fyrir kraftaverk“Á aðeins tveimur dögum höfðu 19 af 34 íbúðanna selst.

Verðið er frá 40 milljónum króna í tæpar 200 milljónir.

Slegist um nýjar íbúðir

Sigmundur Davíð boðaði komu sína í Hvíta húsið Sigurður Ingi fer í hans stað

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáði þann 18. mars síðastliðinn boð Barack Obama Bandaríkja-forseta á leiðtogafund Norður-landanna sem haldinn verður í Hvíta húsinu 13. maí næstkom-andi. Um er að ræða opinbera heimsókn leiðtoga Norður-landanna og verður sérstakur viðhafnarkvöldverður þeim til heiðurs.

Líkt og frægt er orðið mætti Sigmundur Davíð á síðasta leið-togafund með Obama í ósam-stæðum skóm. Vegna meiðsla mætti Sigmundur í íþróttaskó á vinstri fæti en spariskó á hægri.

Fær ekki að mæta í báðum spariskónum

Það má áætla að Sigmundur hafi misst tækifærið til að hitta Obama í báðum spariskónum.

Búist er við því að nýskipaður forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, fari í hans stað. | sgk

Það hlýtur að vera hægt

að breyta kerfinu fyrir

fólk með óafturkræfa

áverka.

Niðurlæging Varanlegir öryrkjar þurfa að sanna örorkuna á 1−5 ára fresti

Huld Magnús-dóttir, forstjóri

Trygginga-stofnunar

ríkisins.

„Þessi blokk hefur slegið í gegn. Það stefnir allt í að húsið verði upp-selt áður en helginni lýkur,“ segir Ólafur Finnbogason fasteignasali en síðastliðinn miðvikudag fór ný fasteign á Seltjarnarnesi í sölu sem hefur verið í byggingu í rúmt ár. Um er að ræða fjölbýlishúsið Hrólfsskálamel 1-5 sem stendur við horn Suðurstrandar og Kirkju-brautar. Það er fasteignafélagið Upphaf sem er í eigu fjárfestinga-sjóðsins GAMMA sem á húsið. Í húsinu eru 34 íbúðir en á aðeins

tveimur dögum hafa 19 þeirra selst. Íbúðirnar eru frá 74 fermetrum og upp í 220 fermetra og kosta, sam-kvæmt heimildum Fréttatímans, frá 40 milljónum króna upp í tæpar 200 milljónir.

„Það skemmtilega við þetta er að kaupendur eru upp til hópa eldri Seltirningar sem eru að minnka við sig eða ungt fólk að kaupa sína fyrstu íbúð. Þessi mikla eftirspurn sýnir klárlega að það er mikil eftir-spurn eftir húsnæði á Seltjarnar-nesi.“ | hh

Enginn forsætisráðherra á Fílnum í herberginuÁrsfundur Samtaka Atvinnulífsins fór fram í gær, fimmtudag, og var yfirskrift fundarins Fíllinn í her-berginu. Hefð hefur verið fyrir því að forsætisráðherra ávarpi fund-inn en í ljósi atburða vikunnar var ekki svo í ár. Þorsteinn Víglunds-son, framkvæmdastjóri SA, segir atburði liðinnar viku undirstrika hversu mikilvægt það er að búa við pólitískan stöðugleika, ekki síður en efnahagslegan. Hann segir pen-ingastefnuna vera fílinn í herberg-inu. „Ríkisfjármálin hafa oftar en ekki magnað sveiflur fremur en að jafna þær út, og þar af leiðandi auk-ið á verðbólgu á tímum efnahags-uppsveiflu. Vinnumarkaðurinn

hefur verið með launahækkanir langt umfram það sem samræmist verðlagsstöðugleika og niðurstaðan hefur verið eftir því,“ segir Þor-steinn sem er ánægður með for-gangsröðun nýrrar ríkisstjórnar.

„Ný stjórn hyggst ljúka þessum málum áður en boðað verður til kosninga í haust og það er mikið fagnaðarefni af okkar hálfu.“| hh

Seltjarnarnes hefur ekki brugðist við máli Alexander Jóhannessonar, föður einhvers manns sem neyðist til að flytja son sinn af Nesinu. Sambýlið sem hann bjó á verður lokað eftir ítrekaðar ábendingar um vanefndir í viðhaldsmálum og engin önnur úrræði standa til boða.

„Staða mála stendur óbreytt þrátt fyrir yfirlýsingar hjá bæjarstjórn Seltjarnar-ness,“ segir Alexander Jóhannesson, faðir einhverfs manns sem býr á sam-

býli á Seltjarnarnesi en Reykjavíkurborg hyggst loka um mánaðamótin. Flytja á sambýlið í Breiðholt vegna ítrekaðra vanefnda bæjaryfirvalda á Seltjarnar-nesi. Alexander segir það ekki koma til greina að sonur sinn flytji frá heima-slóðum, umhverfi sem hann þekkir í nálægð við fjölskyldu og vini. Sambýlið í Breiðholti henti einfaldlega ekki hans þörfum.

Ásgerðar Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, brást við grein Frétta-tímans fyrir nokkrum vikum og kallaði eftir fundi með stjórnendum velferðar-sviðs og sagði það yrði að standa vörð

um réttindi heimilisfólksins: „Það á ekki að flytja fólk nauðugt milli sveitarfélaga. Ég mun aldrei samþykkja það.“

Alexander segir að ekkert hafi spurst til bæjarstjórnar og að sonur hans sé nú á biðlista í sambýli í Reykjavík. „Þau vísuðu mér einungis áfram á velferðar-ráð Reykjavíkur. Við bíðum þess að hann fái pláss á viðeigandi sambýli sem hentar hans þörfum, en það er langur biðlisti. Þá vita þeir sem eignast fatlað barn á Seltjarnarnesi að þeir þurfa að flytja annað. Þetta er Ísland í dag, það eru ekki settir peningar í málefni á borð við þessi.“ sgk

Seltjarnarnes Sambýli lokað um mánaðamótin

„Ekki settir peningar í þessi málefni“

Feðgarnir Alexander Jóhannesson og Valur Alexanders-son fyrir framan sambýlið á Sæbraut á Seltjarnarnesi sem

verður lokað um mánaðamótin. Alexander hefur barist fyrir því að sonur sinn fái að búa áfram á Seltjarnarnesi,

nálægt fjölskyldu og vinum.

4 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is

UP! MEÐÖRYGGIÐ

VW Up! frá aðeins:

1.790.000 kr.

Page 5: 08 04 2016

Fylgstu með á Facebook #LindexIceland

Kjóll,

11 515,-

Page 6: 08 04 2016

Nolan L. Williams, framkvæmdastjóri ráð-gjafafyrirtækisins The

Risk Consultancy.

Fullyrt er að lögmannsstofan Mossac Fonseca á Panama hafi séð um nær öll félög sem stofnuð voru fyrir til-stilli Landsbankans í skattaskjólum. Margt er á huldu um hvenær íslenskir bankar stofnuðu til viðskipta við lög-mannsstofuna. Þó er ljóst að afskipti íslenskra banka af aflandsstarfsemi var hafin vel fyrir einkavæðingu gömlu bankanna, þótt síðar yrði sprenging í skráningu slíkra félaga.Ingimar Karl [email protected]

Panamalekinn leiðir í ljós að um 800 huldu-félög í eigu um 600 aðila hafi verið stofnuð í skattaskjólum fyrir tilstilli Landsbankans, í gegnum lögmannsstofuna Mossac Fonseca. Þegar gagnalekinn er tekinn saman þá vekur það eðlilega athygli hversu umfangsmikill Landsbankinn hefur verið í þessum efnum, samanborið við stóra erlenda banka. Kemst raunar á topp tíu yfir þá banka á heimsvísu sem fólu þessari lögmannsstofu að stofna huldufélög.

Í samtölum blaðamanns við ýmsa aðila sem tengjast föllnu bönkunum, einkum gamla Landsbankanum, hefur verið bent á að Panamalekinn sem slíkur gæti gefið bjagaða mynd af umfangi aflands starfsemi íslensku bankanna.

Í fyrsta lagi ber mönnum saman um að Landsbankinn hafi nær einvörðungu skipt við Mossac Fonseca. „Þeir voru ódýrastir,“ sagði einn heimildarmanna. „Þetta var ódýrt en gerði sama gagn,“ sagði annar. Jafnframt er bent á að Kaupþing banki hafi einnig verið umsvifamikill í þessum efnum einnig, en skipt við aðra aðila og sennilega fleiri. Mönnum ber saman um að Glitnir hafi verið minnstur stóru bankanna þriggja á þessu sviði.

Í öðru lagi benda menn á að þrátt fyrir mikinn fjölda félaga, þá hafi í lekanum frá Panama ekki birst upplýs-ingar um fjárhag, eignir eða veltu. Sum félög gætu hafa við notuð í einum viðskiptum, sum aldrei.

Því sé erfitt að draga ályktanir um raunverulegt um-fang aflandsstarfsemi bankanna. Það þýði um leið ekki að hún hafi verið smá í sniðum og hefur verið vísað til lánabókar Kaupþings sem Wikileaks birti sem dæmi um upphæðir og umfang hjá einstökum viðskiptavin-um. Stórar fjárhæðir sem gætu hafa runnið í gegnum slík félög,

Talið er að yfir 30 milljarða króna sé nú að finna á Bresku Jómfrúreyjum, 20 milljarða á Kýpur auk þess sem hátt í 100 milljarðar króna tengist ýmsum svæðum í heiminum, sem í skrám Seðlabanka Íslands heita „óflokkað“.

Sjá má af myndinni hér til hliðar, af heimasíðu Al-þjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, að þessari starfsemi byrjar að vaxa fiskur um hrygg hjá lög-mannsstofunni í Panama á tíunda áratug síðustu aldar. Síðan vex ört fjöldi huldufélaga í umsjón Mossac Fonseca áratuginn á eftir. Sú þróun er ekki bundin við Landsbankann.

Íslenskir bankar hófu einmitt að bjóða efnafólki þessa þjónustu á fyrra tímabilinu. Bæði Kaupþing, sem upphaflega var stofnað árið 1982, og síðar Bún-aðarbanki Íslands, stofnuðu banka í Lúxemborg. Eftir einkavæðingu Búnaðarbankans, og samruna hins einkavædda ríkisbanka við Kaupþing, átti hinn sam-einaði banki tvo banka í Lúx. Búnaðarbankinn í Lúx

var svo seldur til Landsbankans árið 2003. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær viðskiptasambandið við lögmannsstofuna í Panama komst á, en hún mun hafa verið með útibú í Lúxemborg. Hitt er vitað að Landsbankinn sá um sjóði á aflandseyjunni Gurnsay í Ermarsundi svo snemma sem 1999. „Þar vaxa pen-ingar í góðu skjóli“ sagði í auglýsingu sem birt var í blöðum seint það ár. Þetta segja viðmælendur blaða-manns að beri tíðarandanum vitni. Þetta hafi þótt í góðu lagi, og ekki aðeins hafi bönkum þótt sjálfsagt að bjóða auðmönnum aflandsþjónustu, heldur hafi fólki sem eitthvað átti undir sér fjárhagslega, beinlínis þótt það vera stöðutákn að vera í slíkri þjónustu bankanna. „Þetta var bara eins og fótanuddtækin. Það urðu allir að vera með þetta.“ En þetta var meira en stöðutákn, ef marka má annan viðmælanda: „Maður þarf ekki að vera neinn vitringur til að vita að menn eru bara að fela peninga.“

Sérfræðingar í skattaskjólum koma til landsinsPanama-skjölinNolan L. Williams, sér-fræðingur í viðskiptasiðferði, tekur þátt í ráðstefnu um peningaþvætti, skattaskjól og hvítflibbaglæpi á Grand Hotel í næstu viku.

„Stjórnvöld hafa markvisst látið það í ljós að þau eru ekki hlynnt notkun aflandsfélaga eða félaga sem starfa í skattaskjólum. Slík skilaboð eru skýr og því ættu allir aðilar sem hafa hagsmuni af slíkum félögum að gefa upp fyrirfram öll þau tengsl og forðast þannig ásakanir um hags-munaárekstra. Slíkt ber vott um gott

siðferði,“ segir Nolan L. Williams, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtæk-isins The Risk Consultancy en hann mun taka þátt í ráðstefnu um við-skiptasiðferði, skattaskjól og aðgerðir gegn þeim á Grand Hotel þann 14. apríl næstkomandi.

Nolan starfaði sem sérfræðingur hjá Goldman Sachs í 16 ár en er nýfluttur til Íslands. Hann segir hafa verið áhugavert að fylgjast með fréttum síðustu daga, sérstaklega í ljósi þess að mikill munur virðist vera á skilningi almennings og stjórnmálamanna á því hvað sé ólöglegt eða óleyfilegt. „Um-ræðan bendir eindregið til þess að það þurfi að útskýra mun betur fyrir öllum

hvað séu löglegar gjörðir og hvað ekki. Þetta þarf að vera algjörlega á hreinu fyrir þjóðina og atvinnulífið í heild sinni, þar með talið hið opinbera. Út frá staðreyndum málsins er ekki sýnt að lög hafi verið brotin, það sem raun-verulega er verið að bera saman er hvort hér sé um að ræða siðferðisbrest eða slæma ákvörðunartöku.“

Nolan segir það mjög raunsæja kröfu af hálfu almennings að stjórn-málamenn gefi upp alla sína viðskipta-legu hagsmuni, ekki bara til skattayfir-valda heldur líka til þeirra er málið gæti varðað, hvort sem það er á opin-berum vettvangi eða í einkageira.

„Ef ekkert er að gert og þjóðfélagið,

fyrirtæki og hið opinbera bregðast ekki við á markvissan hátt þá halda svona hneykslismál áfram að koma upp á yfirborðið. Allir í samfélaginu bera ábyrgð á breytingum og við verðum að læra að skilja á milli þess sem telst slæm ákvörðun eða dóm-greindarleysi og þess sem er ólöglegt eða hreint og klárt siðferðisbrot. Breytingar á hugarfari gerast almennt hægt en ég held að það sé mikill með-byr með slíku á Íslandi um þessar mundir. Umræðan verður samt að vera laus við ásakanir og einstaka ærumeiðingar. Hún þarf að vera fagleg og hnitmiðuð og umfram allt byggð á staðreyndum.“ | hh

Panamaskjölin Landsbankinn var stórtækastur

Þar vaxa peningar í góðu skjóliFullyrt er að lögmannsstofan Mossac

Margt er á huldu um hvenær íslenskir -

Þegar gagnalekinn er tekinn saman þá vekur

Auglýsing í Morgunblaðinu í nóvember 1999.

1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015

80.000

60.000

40.000

20.000

0

Fjöldi fyrirtækja sem nýtti sér aflandsþjónustu Mossack Fonseca náði hámarki árið 2009 en þá voru þau 82.000.

6 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Þú finnur nýja Taxfree sófabæklinginn á www.husgagnahollin.is

www.husgagnahollin.is 558 1100

Allir sófar á taxfree tilboði*

* Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar.

PASO DOBLETungusófi. Hægri eða vinstri tunga.Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði.Stærð: 300 × 100/150 × 95 cm

298.379 kr. 369.990 kr.

SÓFARTAXFREE

Reykjavík Bíldshöfði 20

AkureyriDalsbraut 1

Ísafirði Skeiði 1 www.husgagnahollin.is

* Taxfree tilboðið gildir bara á sóf­um og jafngildir 19,35% afslætti.

Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðis­aukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahall­arinnar og gildir til 29. apríl 2016

Allir sófar á taxfree tilboði*

SÓFARTAXFREE

PASO DOBLETungusófi. Hægri eða vinstri tunga.Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði.Stærð: 300 × 100/150 × 95 cm

298.379 kr. 369.990 kr.

CLEVELANDHornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Dökk­ eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 308 × 140/203 × 81 cm

153.218 kr. 189.990 kr.

DEVONNettur og litríkur svefnsófi. Margir litir. Stærð: 151 x 86 x 82 cm

112.895 kr. 139.990 kr.

DEVONNettur og litríkur svefnsófi. Margir litir. 151 x 86 x 82 cm

112.895 kr. 139.990 kr.

Page 7: 08 04 2016

ford.isBrimborg ReykjavíkBíldshöfða 6Sími 515 7000

Brimborg AkureyriTryggvabraut 5Sími 515 7050

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16.Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16.

NÝR FORD FOCUSFord Focus er Íslendingum kunnur fyrir framúrskarandi gæði, frábæra aksturseiginleika og hagkvæmni í rekstri.

Nú er kominn nýr Ford Focus sem hefur verið endurhannaður bæði að innan og utan. Fjöðrunin er jafnframt ný, staðalbúnaðurinn mikill og hann er fáanlegur með margverðlaunuðu EcoBoost vélinni sem hefur verið valin vél ársins (e. International Engine of the Year), þrjú ár í röð.

„Frábærir aksturseiginleikar, gott verð og ríkulega búinn“- niðurstaða bíladóms Auto Express um Ford Focus

Ný kynslóð Ford Focus státar af fjölmörgum tækninýjungum. Þar má nefna Torque Vectoring Control sem tryggir akstursánægju þína. Eins má nefna endurbætta Bílastæðaaðstoð (aukabúnaður) sem nú leggur bæði í stæði sem eru samhliða og þvert á akstursstefnu. Að auki er nú fáanlegt GPS leiðsögukerfi með Íslandskorti. Ford Focus er jafnframt eini bíllinn sem hefur hlotið fjögur öryggisverðlaun frá Euro NCAP. Nýi Ford Focus hlaut einnig titilinn „Besti bíllinn“ í flokki meðalstórra fjölskyldubíla eftir að hafa fengið fullt hús stiga í öryggis- og árekstraprófunum Euro NCAP. Ford Focus, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur/sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,7/5,5 l/100 km. CO2 losun 108/125 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

Upplifðu frábæra aksturseiginleika Ford Focus - komdu og prófaðu

FORD FOCUS

FRÁ 3.190.000 KR.

BEINSKIPTUR

FRÁ 3.390.000 KR.

SJÁLFSKIPTUR

FORD FOCUS ER EINNIG FÁANLEGUR STATION FRÁ 3.350.000 KR.

Allir sem reynsluaka nýjum Ford hjá Brimborg í apríl fara í pott og geta haft heppnina með sér. Heppinn þátttakandi verður svo dreginn út 2. maí.

Einnig verða tveir aukavinningar frá WOW air að verðmæti 100.000 kr. dregnir út.

Ferðafjör Ford Reynsluaktu nýjum Ford og þú gætir unnið 300.000 kr. gjafabréf frá WOW air.

Ford_Focus_wow_5x38_20160322_END.indd 1 22.3.2016 16:24:51

Page 8: 08 04 2016

– hvorki meira né minna –

Farsími Internet Sjónvarp Heimasími

Það sem passar illa, virkar illaÞess vegna gerum við meira til að þú fáirfarsíma-, internet- og sjónvarpsþjónustu sem smellpassar fyrir þitt heimili.

Komdu í Vodafone ONE og njóttuávinnings í hverju skrefi

VodafoneVið tengjum þig

vodafone.is

isle

nska

/sia

.is V

OD

792

47 0

4/16

Panama-skjölinSven Bergman, sem tók hið margumtalaða viðtal við Sigmund Davíð í Kast-ljósi, er einn virtasti rann-sóknarblaðamaður í Svíþjóð. Hann segir að aðferðin sem beitt var til að ná Sigmundi Davíð í viðtal, hafi verið ill-nauðsynleg. Ákvörðunin var tekin af teymi fagfólks. Þóra Tómasdó[email protected]

Sænski fréttamaðurinn Sven Berg-man og Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavík Media eru vinir og báðir félagar í alþjóðlegum sam-tökum rannsóknarblaðamanna, ICJI, sem unnið hefur í marga mán-uði upp úr Panama skjölunum.

Sven hefur starfað við frétta-skýringaþáttinn Uppdrag granskn-ing hjá sænska ríkissjónvarpinu í mörg ár og átt náið samstarf við fréttamennina Fredrik Laurin og Joachim Dyfvermark. Þríeykið hefur hlotið mörg verðlaun fyrir störf sín. Þeir hafa unnið upplýs-andi þætti um ólöglegar fiskveiðar í Eystrasalti. Þeir flettu ofan af hneyksli fjarskiptarisans Teliaso-nera sem hefur átt í samvinnu við einræðisherra og stundað njósnir á óbreyttum borgurum í Úsbekist-

an og nálægum löndum. Frétta-mennirnir hafa einnig afhjúpað hvernig bandaríska leyniþjónust-an stundaði að fljúga grunuðum hryðjuverkamönnum til Sýrlands, Egyptalands og fleiri landa, þar sem þeir voru pyntaðir. Fanga-flugið svokallaða komst í hámæli árið 2005 og vakti afhjúpunin heimsathygli.

Á miðvikudag sýndi Uppdrag granskning sérstakan þátt um Panamaskjölin og tengsl Sigmund-ar Davíðs Gunnlaugssonar við skattaskjól. Fjallað var sérstaklega um Jóhannes Kr. Kristjánsson og samvinnu þeirra Sven við að ná viðtalinu margumtalaða, þann 11. mars, í ráðherrabústaðnum.

Ólíklegt að fá viðtal öðruvísi„Ákvörðunin um hvernig við bárum okkur að var tekin að mjög ígrunduðu máli. Við vinnum með alþjóðlegu samtökum rannsóknar-blaðamanna sem hafa sett sér mjög strangar siðareglur. Undir venjulegum kringumstæðum væri eðlilegt að forsætisráðherra yrði kynnt umfjöllunarefni sjónvarps-viðtals við erlendan miðil með góðum fyrirvara svo hann gæti búið sig undir að svara spurn-ingunum. Í þessu máli hinsvegar, mátum við þetta öll sem svo að

mjög litlar líkur væru á að for-sætisráðherrann gæfi sig í viðtal ef hann vissi hvaða gögn við hefðum undir höndum og hvaða spurning-ar yrðu bornar upp.“

Sven segir þá hafa velt upp öllum möguleikum í stöðunni og rætt málið fram og aftur. „Við gát-um við ekki útilokað að ef forsætis-ráðherra gæti í krafti stöðu sinnar, eða einhver honum tengdur, beitt sér gegn umfjölluninni. Til dæmis með því að eiga við gögn í málinu.“

Með í ráðum við ákvarðana-tökuna var meðal annars ritstjóri Uppdrag granskning og forsvars-menn ICJI, alþjóðlegu blaða-mannasamtakanna. „Þetta voru einfaldlega aðstæður sem kölluðu á óhefðbundar starfsaðferðir. Um það vorum við öll sammála. Planið okkar varð því að ég óskaði eftir viðtali við Sigmund Davíð á þeim forsendum að við værum að vinna umfjöllun meðal annars um aðstæður eftir hrun á Íslandi. Við ákváðum að segja að Jóhannes Kr. Kristjánsson væri samstarfsaðili okkar og að hann yrði á staðnum, okkur innan handar.“

Skilur reiði Sigmundar DavíðsSven segist ekki hafa getað ímynd-að sér hvernig forsætisráðherr-ann myndi bregðast við en segir

Sænski blaðamaðurinn Vildi koma í veg fyrir að átt yrði við sönnunargögn í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Þetta voru einfaldlega aðstæður sem kölluðu á óhefðbundar starfsaðferðir.

Um það vorum við öll sammála.

Aðferðin í viðtalinu var óhjákvæmileg

Sven Bergman er margverðlaunaður fréttamaður hjá sænska sjónvarpinu.

8 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 9: 08 04 2016

– hvorki meira né minna –

Farsími Internet Sjónvarp Heimasími

Það sem passar illa, virkar illaÞess vegna gerum við meira til að þú fáirfarsíma-, internet- og sjónvarpsþjónustu sem smellpassar fyrir þitt heimili.

Komdu í Vodafone ONE og njóttuávinnings í hverju skrefi

VodafoneVið tengjum þig

vodafone.is

isle

nska

/sia

.is V

OD

792

47 0

4/16

Sven Bergman ásamt samstarfsmönnum sínum Fredrik Laurin og Joachim Dyfvermark í Uppdrag granskning.

að þeir hafi reynt að sjá fyrir hvað hann myndi gera. „Við ákváðum að fara fyrst í almennar opnar spurningar um hvert viðhorf hans væri til aflandsfélaga í skattaskjól-um. Því næst að nálgast hann með upplýsingarnar um Wintris. Eins og allir vita nú, brást hann illa við og ráðgjafar hans voru afar ósátt-ir.“ Sven segir að Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætis-ráðherra, hafi orðið mjög reiður og að samtal þeirra, sem átti sér stað strax eftir viðtalið, hafi verið

klippt út úr þættinum. Jóhannes Þór hafi óskað eftir því

að sá hluti viðtalsins þar sem Sig-mundur Davíð gekk út, yrði ekki sýndur. Hann hafi einnig rætt við ritstjóra Uppdrag granskning um birtingu viðtalsins.

Mörgu enn ósvarað„Ég skil og virði reiði þeirra. En við getum samt sagt að við vorum sátt og örugg með ákvarðanir okkar. Við buðum forsætisráð-herra í þrígang að koma í nýtt

viðtal en hann þáði það ekki. Og við vorum í raun ekki hissa á því. Hann vildi heldur ekki svara ítar-legum spurningalista sem við sendum honum um staðreyndir málsins. Ekki eru öll kurl komin til grafar og við höfum ekki enn fengið svör við öllu. Við höfum ekki séð skattframtal Sigmundar Davíðs eða eiginkonu hans. Hún hefur hinsvegar birt bréf frá KPMG um sín mál en það sannar nákvæmlega ekki neitt. Nú snýst stóra málið um traust.“

Þingforseti Kýpur, Yiannakis L. Omirou, ásamt forseta Al-þingis, Einari K. Guðfinnssyni. Omirou fékk góðar móttökur

í opinberri heimsókn og sýndi aðstæðum mikinn skilning.

Æsileg heimsókn þingforseta KýpurForseti þjóðþings Kýpur, Yian-nakis L. Omirou, fékk heldur betur hressilega innsýn í störf Alþingis í opinberri heimsókn sinni þangað í vikunni. Omirou, sem var hér í boði forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, mætti til landsins á sunnudag, sama dag og Panama-skjölin voru gerð opinber í Kast-ljósi. Daginn eftir mætti hann í Alþingi þar sem hann átti að hitta forsætisráðherra og fjármálaráð-herra, sem auðvitað ekkert varð af. Einnig þurfti að færa til fundi með

forseta Alþingis og formönnum flokkanna en aftur á móti fékk Omirou að hitta forsetann, þar sem hann flaug óvænt heim til að sker-ast í æsispennandi atburðarás vik-unnar. Ólafur Ragnar gaf sér tíma til að hitta Omirou og spjalla við hann um samstarf smærri þjóða í Evrópu og málefni flóttafólks.

Samkvæmt heimildum var for-seta Kýpurþings hvergi brugðið í öllum æsingnum og sýndi breyt-ingum á dagskrá mikinn skilning, í ljósi óvæntra kringumstæðna. | hh

|9FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 10: 08 04 2016

Íslensku bankarnir voru án sögu og hefða og starfsfólkið var án reynslu. Enginn þeirra sem stýrðu íslensku bönkunum hafði nokkra reynslu af alþjóðlegri bankastarf-semi. Starfsfólkið hafði fæst lært bankaviðskipti í skóla og kom gjarn-an inn í bankana af bíla- eða fast-eignasölum eða einhverjum gerólík-um bransa. Íslensku bankarnir hafa því án efa verið lakari í að velja sam-starfsaðila. Þeir völdu Mossack Fon-seca af því sú stofa var ódýrust allra. Kannski sáu reyndari bankamenn í Evrópu að skynsamlegra væri að kaupa þjónustuna aðeins dýrara en tryggja þá gögnin betur.

Það er því ekki hægt að draga þá ályktun af Panama-skjölunum að ef öll aflandsviðaskipti í heiminum væru tekin saman og deilt á milli landa að samanburðurinn yrði eins sláandi og bent var á hér að ofan.

Eftir sem áður er augljóst af Pa-

nama-skjölunum að íslenskt við-skipta- og stjórnmálalíf er spilltara en annars staðar í Vestur-Evrópu.

Vanþróað stjórnmálasiðferðiSkýrasta merki þess er staða ráð-herranna þriggja, viðbrögð þeirra og flokksmanna þeirra við uppljóstrun-um Panama-skjalanna.

Það sem af er þessi öld hafa stjór-nvöld á Vesturlöndum háð baráttu gegn skattaundanskotum og skattasn-iðgöngu fyrirtækja og einstaklinga í gegnum aflandsfélög. Undanskot eru svik undan skatti en sniðganga er aðferð til að draga úr eða forðast skattgreiðslur með því að skrá félög í skattaskjól. Þessi undanskot og snið-ganga grófu undan þeim samfélögum sem byggst hafa upp á Vesturlöndum frá stríði. Stærri og smærri fyrirtæki og efnameiri einstaklingar borguðu minna til samfélagsins en áður og þar með átti það erfiðara með að upp-

Í skjölunum eru nöfn um eitt þúsund Frakka. Sam-kvæmt því er 120 sinnum

líklegra að íslenskur bisnessmaður eigi eða hafi átt svona félag en

franskur bisnessmaður.

Panama-skjölin Íslandssagan í ljósi nýrra uppljóstrana

Aldagömul pólitísk og viðskiptaleg spilling

10 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

NÝTTINNIHALDSEFNI: L-tryptófan Sítrónumelissa Lindarblóm Hafrar B-vítamín Magnesíum

Melatónín er myndað úr tryptófani

LUNAMINO

SÖLUSTAÐIR: Flest apótek og heilsubúðir

Áttu erfitt með svefn?

Portúgal 18Ítalía 18 Malta 15Lúxemborg 15Liechtenst. 5 Holland 16

Frakkland 16 Grikkland 16 Írland 15Þýskaland 16 Ísland 10Finnland 15

Noregur 18 Belgía 18 Danmörk 17Kýpur 13Austurríki 21

Spánn 16 Sviss 7Svíþjóð 25 Bretland 22

Annað hvort er eitthvað að okkur eða öllum hinum Af 332 ráðherrum í Vestur-Evrópu eiga aðeins 4 félög á aflands eyjum. Af þessum 4 eigum við Íslendingar 3. Þetta bendir til að við sem þjóð horfum öðruvísi bæði á skattaskjól og siðferði stjórnmálamanna.

Aflandsfélögin féllu eins og flís við rassinn á íslensku viðskiptalífi þar sem falsaðar faktúrur og undanskot frá gjaldeyrislögum voru jafn gömul íslensku krónunni. Panama-skjölin afhjúpa íslenskt viðskiptalíf sem það spilltasta í Vestur-Evrópu og íslenska stjórnmálastétt sem þá spilltustu vestan megin járntjalds og norðan Mið-jarðarhafs.Gunnar Smári [email protected]

Það eru 332 ráðherrar í ríkjum Vest-ur-Evrópu. Þar af eiga fjórir félög í skattaskjólum sem koma við sögu í Panama-skjölnum svokölluðu. Af þessum fjórum eru þrír þessara ráð-herrar í ríkisstjórn Sigmundar Dav-íðs Gunnlaugssonar. Þessir þrír eru báðir formennirnir stjórnarflokkana og annar varaformaðurinn.

Almennt eru líkurnar á að ráðherra í vestrænni ríkisstjórn, utan Íslands, eigi aflandsfélag 1 á móti 322. Líkurn-ar á ráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs eigi eða hafi átt aflandsfélag eru 1 á móti 3.

Evrópumet í aflandsfélögumÍ gögnum lögmannsstofu Mossack Fonseca á Panama er að finna 800 fé-lög sem rætur eiga á Íslandi. Um 600 Íslendingar tengjast þessum félögum.

Til samanburðar eru 200 Norð-menn í þessum skjölum. Það má orða þannig að það sé 48 sinnum líklega að Íslendingur eigi í aflandsfélagi sem Mossack Fonseca stofnaði en Norð-maður.

Í Panama-skjölunum koma við sögu 400 félög í eigu Svía. Sam-kvæmt því er 60 sinnum líklegra að Íslendingur eigi aflandsfélag en Svíi. Í skjölunum eru nöfn um eitt þúsund

Frakka. Samkvæmt því er 120 sinnum líklegra að íslenskur bisnessmaður eigi eða hafi átt svona félag en fransk-ur bisnessmaður.

Hvernig stendur á þessum mun? Stunda Íslendingar öðrum þjóðum frekar viðskipti í gegnum aflandsfé-lög? Eru Íslendingar kannski spillt-ari en aðrar þjóðir? Hafa Íslendingar meira að fela, hærri skatta að flýja eða brýnni þörf fyrir að halda fjármunum sínum utan eigin hagkerfis?

Vanþróaðir bankarEn auðvitað gefur þetta úrtak ekki rétta mynd af umfangi aflandsvið-skipta eftir löndum. Upplýsingarnar koma af netþjóni einnar lögmanns-stofu í Panama. Svo vill reyndar til að þessi stofa var mjög umsvifamikil í aflandsviðskiptum. Í tengslum við þennan leka hefur verið áætlað að í gegnum hana hafi farið nærri því helmingur allra slíkra viðskipta sem á annað borð fóru í gegnum Panama.

Og Panamamenn hafa löngum verið stórtækir í þessum viðskiptum. Vöxtur skattaskjóla á bresku Jóm-frúaeyjum er þannig beintengdur ástandi innanríkismála á Panama. Þegar landsmenn hrökktu spillingar-stjórn Manuel Noriega herforingja frá völdum undir lok níunda áratugarins byggðist upp á bresku Jómfrúaeyjum samskonar kerfi og þá var þrengt að í Panama. Þetta var kerfi til að halda eignum leyndum og skjóta fé undan eða framhjá skattskilum.

En þótt Mossack Fonseca hafi verið mikilvirkt fyrirtæki í miðjum þessa iðnaðar þá skekkir það eftir sem áður myndina að Landsbankinn í Lúxem-borg skipti svo til einvörðungu við hana. Stór hluti af aflandsviðskiptum Kaupþings fór einnig í gegnum þessa lögmannsstofu, sem talin er vera sú fjórða stærsta í heiminum og sú lang stærsta í Panama.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráð-herra Íslands. Fyrsti stjórn-málamaðurinn sem segir af sér vegna Panama-skjalanna. Hann tilkynnti þingflokki Framsóknar afsögn sína 44 klukkustundum eftir að sýningu á Kastljósþættinum lauk.

Bjarni Benediktsson fjár-málaráðherra. Þrátt fyrir að hafa haldið aflandsfélagi sínu leyndu við hagsmuna-skráningu þingmanna neitar Bjarni að víkja. Hann segir aflandsviðskipti eðlilega við-skiptahætti.

Ólöf Nordal innanríkisráð-herra stofnaði aflandsfélag utan um kaupréttarsaminga eiginmanns síns en segir að það félag hafi aldrei verið notað. Ólöf var í veikindafríi vegna krabbameinsmeð-ferðar en dróst aftur inn í stjórnmálin vegna málsins.

Konrad Mizzi, orkumála-ráðherra Möltu. Konrad er af mikill auð- og valdaætt, sem hefur sterk ítök í við-skiptum, stjórnmálum og stjórnsýslu Möltu. Frændur hans og forfeður hafa verið ráðherrar og einn frænda hans er ræðismaður Íslands á eyjunni. Mizzi-arnir eru Engeyingar þeirra Maltverja. Mizzi stendur svo tæpt að töluverðar líkur er á að hann missi starfið á meðan þetta blað fer í gegnum prentvélina.

Aflands-ráðherrar EvrópuAflands-ráðherrar EvrópuAflands-ráðherrar EvrópuAflands-ráðherrar Evrópu

Page 11: 08 04 2016

Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is

fErSk SeNdiNg af kRydDjUrtUm og síGrænUm PlönTum

20% afsláttur aF ölLum aFskOrNum rósuMog bóndArósuM

20 %Garðrósir og vorlaukar

fYrIrlEsTur Með vIlMunDI hAnSen gArðyRkjUFræðiNgi kL 12:00 á LauGaRdaG - á SpírUnnI AðgAngUR ókEypIS

Lærðu alLt um rækTunrósA

gLæsIleGT úrVal gArðrósAyFiR 90 TegUnDir

frábær rósaTILBOÐ7 rósAbúnT980kRÁðuR 1.680kR

10 rósAbúnT1.990kRÁðuR 3.280kR

hElGarTilBoð á sPírUnnItErTusNEið Og KaFfi750kR

ertu að FarA að GifTA þIg?fRuMsýnUm BrúðaRvönd gArðhEimA 2016

Page 12: 08 04 2016

kallaðar CFC-reglur til að girða fyrir löglegar hagsbætur af því að skrá fé-lög í skattaskjólum sá Geir H. Haarde fjármálaráðherra ekki ástæðu til að leggja fram frumvarp þar um. Arf-taki hans, Árni M. Mathiesen, gerði það ekki heldur. Það var ekki fyrr en fimm árum síðar að Steingrímur J. Sigfússonar fjármálaráðherra lagði fram slíkt frumvarp í tíð minnihluta-stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur strax eftir Hrun.

Það mun án efa koma í ljós að stærsti hluti þeirra íslensku félaga sem koma fram í Panama-skjölunum voru stofnuð á þessum fimm árum sem liðu frá því að fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru eindreg-ið hvattir til að fara að dæmi siðara landa og loka fyrir þessi aflandsvið-skipti og þar til vinstri stjórnin lét verða að því eftir Hrun.

Þegar í ljós hefur komið að tveir af ráðherrum sjálfstæðismanna áttu slík aflandsfyrirtæki og tveir borgar-fulltrúar að auki, auk þess sem gera má ráð fyrir að margir áhrifamenn í flokknum eigi eftir að bætast við listann á næstum vikum er ekki hægt að draga aðra ályktun af áhugaleysi sjálfstæðisráðherranna í fjármála-ráðuneytinu en að þeir hafi einfald-lega metið einkahagsmuni meira en almannahagsmuni. Í það minnsta unnu þeir á skjön við yfirvöld í öðr-um löndum Vesturlanda, drógu lapp-irnar á meðan kollegar þeirra í öðrum löndum lagfærðu lög til að ná utan um vandann.

Ríkur þáttur í menningunniEn hvernig stendur á því að ráðherrar stærsta flokks á Íslandi horfa vísvit-andi framhjá skattaundanskotum?

Hluti svarsins við þeirri spurningu liggur í íslenskri viðskiptasögu.

Umboðslaunin voru talin helsta skýringin á háu innkaupsverði

en einnig voru nefndir fjórir aðrir

þættir: milliliðir, óhag-kvæmni, fjármagns-

kostnaður og sérstaða landsins. Þessir

áhrifaþættir voru taldir nema 14–19% af

innkaupsverði.“

Guðmundur Jónsson sagnfræðingur

12 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

fylla væntingar íbúanna um jafnt aðgengi að menntun og heilbrigði.

Stjórnvöld brugðust víðast við með því að lækka skatta á efnafólk og fyr-irtæki til að draga úr hag af því að nota skattaskjól. Þetta leiddi til sam-keppni milli landa þar sem hvert land reyndi að laða til efnafólk og stór-fyrirtæki með lægri skattgreiðslum. Óréttlætið sem skattskjólin höfðu ýtt undir var þannig flutt inn til Evrópu. Þetta fór út í mikla öfga á Íslandi. Hér hafa stóru iðnfyrirtækin borgað litla sem enga skatta og um tíma fór fjár-magnstekjuskattur niður í 10 prósent á meðan tekjuskattur var nærri 40 prósentunum auk þess sem margs-kyns skattfríðindi fylgdu hlutabréfa-viðskipum og annarri fjármálastarf-semi.

Samhliða þessu reyndu stjórn-völd í Evrópu síðan að brjóta niður skattaskjól í öðrum heimshlutum. Þegar dregið hafði verið úr þeim hag sem fólk og fyrirtæki höfðu af því að stunda viðskipti í gegnum aflandsfé-lög sátu þeir eftir sem vildu fela eða þvo peningana eða svíkja undan skatti.

Það varð samfélagslega óásættan-legt fyrir venjulegt fólk að tengjast þessum félögum. Það átti ekki við um stórfyrirtæki og harðsvíraða bisness-menn, enda láta þessi fyrirbrigði al-mennt viðurkennd samfélagsleg við-mið ekki hemja sig.

En þetta átti klárlega við um stjórn-málamenn og aðra sem boðið hafa sig fram til að vinna að almennahags-munum. Í flestum löndum Vestur-Evrópu hefur almenningur og fjöl-miðlar litla þolinmæði til að hlusta á skýringar þeirra stjórnmálamanna eða opinberu starfsmanna sem reyna að réttlæta tengsl sín við aflandsfé-lög. Þegar viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sýnt í sjónvarpsstöðvum um alla Evr-ópu undraði fólk sig á að hann skyldi ekki segja upp í viðtalinu sjálfu og enn meira að hann skyldi ekki segja af sér um leið og viðtalið var sýnt. Það vakti furðu að hann skyldi þó endast þessa 44 tíma sem hann reyndi að hanga á völdunum með útskýringar á að viðskipti í gegnum aflandsfélög gætu verið eðlileg og ásættanleg fyrir stjórnmálamann.

Stjórnvöld styðja svikinÞessi staða íslensku ráðherranna sýn-ir vel að við Íslendingar höfum misst af nokkrum blaðsíðum í sögu Vestur-landa. Þetta er lýsandi fyrir vanþrosk-aða stjórnmálamenningu en bend-ir einnig til djúpstæðrar spillingar í samfélaginu.

Viðskipti með aflandsfélög eru svo algeng á Íslandi að þrír ráðherrar tengjast slíku á meðan það finnst að-eins einn annar ráðherra í Vestur-Evr-ópu í sömu stöðu, 1 af 322. Viðskipti með aflandsfélög þykja svo sjálfsögð á Íslandi að báðir formenn stjórnar-flokkanna og annar varaformaður eiga slík félög. Viðskipti með afla-ndsfélög þykja þannig ekki bara sjálf-sögð heldur er samfélagið líklega að lyfta þeim sem eiga slík félög í áhrifa-stöðu en þeim sem ekki tengjast afla-ndsfélögum.

Ein ástæðan er náttúrlega sú að ís-lensk stjórnvöld hafa ekki lagt sömu áherslu á að berjast gegn aflandsfé-lögum og stjórnvöld í næstu lönd-um. Þegar skattsvikanefnd Snorra Olsen, Indriða H. Þorlákssonar og Skúla Eggerts Þórðarsonar lagði það til árið 2004 að teknar yrðu upp svo-

Hverjir nota skattaskjólin?Hvað munum við sjá þegar fleiri Panamaskjöl verða opinberuð?

Gamlir peningarÞað er ein af afleiðingum íslensku krónunnar að gamlir peningar eru nánast ekki til á Íslandi. Krónan étur upp allan auð sem ekki er bundinn fasteignum eða fyrirtækjum í rekstri. Þó má vera að í Panama-skjölunum finnist sjóðir einhverrar gamallar ættar.

HeildsalapeningarÞar sem undanskot undan gjaldeyrislögum hafa viðgengist á Ís-landi svo lengi sem gjaldeyrishöft hafa verið við lýði þá hafa ís-lenskir inn- og útflytjendur ávallt átt digra sjóði utan Íslands. Sumt í frásögn af aflandsfélagi Júlíusar Vífils Ingvarssonar bendir til að uppruni hans sjóða megi rekja til viðskipta fjölskyldufyrirtækisins Ingvars Helgasonar hf.

BólupeningarÁ árunum fyrir Hrun voru mörg rótgróin fjölskyldufyrirtæki keypt upp með lánsfé á svimandi háu verði. Þetta fólk vann í happdrætti bóluáranna, fékk margfalt verð fyrir fyrirtækin. Söluverðið var síðan afskrifað í bönkunum þar sem kaupendurnir voru sjaldnast borgunarmenn fyrir því. Seljendur fluttu hins vegar söluverðið eða hluta þess gjarnan úr landi. Bankinn sem lánaði kaupanda var oft jafnframt þjónustubanki seljenda og ráðstafaði fénu stundum aftur inn í bankann með kaupum á hluta- eða skuldabréfum hans sjálfs. Frásögn Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fellur að þessum söguþræði.

Hrun-peningarÞegar ljóst var í hvert stefndi reyndu útrásarvíkingar og fleiri að koma einhverju fé undan fyrirsjáanlegum skiptum á fyrirtækjum sem voru augljóslega á leið á hausinn. Sum þessara mála hafa orðið að sakamálum en önnur eru óþekkt.

KvótapeningarÞað má vel vera að kvótafyrirtæki noti aflandsfyrirtæki í útflutn-ingi á fiskafurðum á svipaðan hátt og síldarspekúlantar og salt-fiskútflytjendur gerðu á síðustu öld. Þá má einnig búast við að ein-hverjir af þeim sem selt hafa kvóta á undanförnum áratugum séu á meðal þeirra sem eiga félög í Panama-skjölunum.

KaupréttarpeningarKaupréttarfélög bankanna voru vistuð á aflandseyjum og munu án efa koma upp í skjölunum. Frásögn Ólafar Nordal vísar til þeirra mála þótt eiginmaður hennar hafi ekki unnið í banka heldur í álveri.

Flókin viðskiptiFyrir Hrun hafði fólk óendanlegt þol fyrir flóknum viðskiptum, jafnvel í kringum jafn einföld viðskipti og kaup á íbúð eins og sjá má af frásögn Bjarna Benediktssonar. Slík félög eru ábyggilega mýmörg í Panama-skjölunum en einnig félög sem stofnuð voru kringum stærri og flóknar viðskipti.

Þegar Landsbankinn kynnti aflandsfélög fyrir viðskiptamönnum sínum þurftu sölumennirnir ekki að halda langar ræður. Aflandsfélögin voru eins og klæðskerasaumuð að íslenska viðskiptamódelinu.

Page 13: 08 04 2016

Fullkomin snyrting

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800

ORMSSON KEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI

SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK -EGILSSTÖÐUM

SÍMI 4712038

ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ

SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM

SÍMI 481 3333

TÆKNIBORGBORGARNESI SÍMI 422 2211

BLóMSTuRvELLIRHELLISSANDISÍMI 436 6655

OMNISAKRANESI

SÍMI 433 0300

GreiðslukjörVaxtalaust

í allt að 12 mánuði

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum

kl. 11-15.

Braun rakvél Sport197-1

Kr. 12.900,-

Braun bartskeri bt7050

Kr. 14.900,-

Braun rakvél 320-4

Kr. 19.900,-

Braun hárskerihc3050

Kr. 7.990,-

Braun rakvél380

Kr. 26.900,-

Braun skeggsnyrtircruz-6

Kr. 13.900,-

RaKvélaR fyRiR KaRla

vatnsheld

Braun hárblásarihd710

Kr. 9.990,-

Braun hárblásarihd550

Kr. 7.990,-

BRaUN HáreyðingartækiSilk-épil5 Legs&Body

Kr. 16.900,-

HáRSNyRtiNg fyRiR KoNUR

vatnsheld

Braun sléttujárnSatinHair-st510

Kr. 7.990,-

Braun krullujárnSatinHair7-ec1

Kr. 9.990,-

Braun krullujárnBraun krullujárnSatinHair7-ec1SatinHair7-ec1

Braun - oralBDisney rafmagnstannbursti

db4.510Kr. 2.290,-

Braun - oralBrafmagnstannbursti

db4.010Kr. 1.990,-

Braun - oralBrafmagnstannbursti

d16.513Kr. 5.790,-

Braun - oralBtannburstahausar

4 stk í pakkaverð frá 1.990,-

Braun - oralB d10.513Disney rafmagnstannbursti

sem spilar á meðan burstað er.verð frá 7.990,-

RafMagNStaNNBURStaR fyRiR alla

Braun - Braun - ooralB ralB d10.513d10.513Disney rafmagnstannbursti Disney rafmagnstannbursti

Page 14: 08 04 2016

Og sögu íslenskra stjórnvalda einnig. Og sorgarsögu íslensku krón-unnar.

Íslenska krónan er afleit mynt og veldur margvíslegum skaða. Að meðaltali má ætla að hún rýrni að meðaltali um 7 prósent á ári gagn-vart öðrum myntum. Við slíkar aðstæður er nánast ómögulegt að geyma og ávaxta auð. Af þeim sök-um hafa Íslendingar sóst eftir að geyma peninga sína erlendis í meira en heilda öld. Síldarspekúlantar og saltfiskútflytjendur fluttu eins lítið af fé til Íslands og mögulegt var en geymdu hluta söluverðsins í erlend-um bönkum. Til að sporna við þessu voru sett lög um gjaldeyrisskil, sem skylduðu útflytjendur til að skipta öllu söluverðinu í íslenskar krónur. Þótt þessi lög hafi verið í gildi lung-ann úr síðustu öld héldu þau illa. Útflytjendur beittu öllum brögðum til að skilja fé eftir erlendis. Og fóru í sjálfu sér ekki leynt með það.

Bankainnistæður íslenskra út-flytjenda tengjast menningarsög-unni. Muggur, sonur Péturs Thor-steinsen á Bíldudal, lifði þannig bóhemlífi í saltfiskbeltinu í Suður-Evrópu og fékk annars konar sýn á lífið og tilveruna en aðrir Íslend-ingar. Þeir sjóðir sem útflutnings-fyrirtækin söfnuðu í útlöndum voru í sumum tilfellum gríðarmikl-ir. Þannig mun Richard Thors, elsti sonur Thors Jensen, hafa lifað vel-megtarlífi á Spáni af slíkum sjóðum frá því að Kveldúlfur fór á hausinn stuttu eftir seinna stríð og fram að andláti sínu 1970.

Kæra Seðlabankans til saksókn-ara vegna óeðlilegra gjaldeyrisvið-skipta Samherja byggir líka á grun um félagið hafi stundað útflutning með því að selja eigin erlendu fé-lagi fisk á lægra verði en hann var endanlega seldur á til að halda hluta söluverðsins utan gjaldeyris-

skila samkvæmt þá nýendursettum gjaldeyrishöftum. Því miður komu efnisatriði þess máls ekki öll fram því málið var fellt niður þar sem fjármálaráðherra hafði ekki stað-fest refsiábyrgð laganna sem kæran byggði á. Þá var Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.

Stríðsgróðanum skotið undanJafn lengi og það var almennt vitað og viðurkennt að útflytjendur sjávaraf-urða héldu hluta söluverðsins utan krónu og frá íslenskum skattyfirvöld-um var það vitað og að hálfu viður-kennt að heildsalar gerðu það sama með öfugum formerkjum.

Atómstöð Halldórs Laxness er skrifuð beint inn í samtímann eftir stríð og þar leika falskar faktúrur stórt hlutverk. Heildsalar keyptu vörur á hundrað kall en létu seljand-ann gefa út reikninga fyrir 120 krón-

ur. Þeir greiddu því 120 krónur út, 100 kall fór til seljandans en 20 krón-ur á reikning heildsalans í útlöndum.

Þetta var svo viðtekin venja í við-skiptum að ekki er hægt að skrifa verslunarsögu án þess að fjalla um þessi svik. Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor vinnur að ritun þeirrar sögu.

„Margt misjafnt þreifst í innflutn-ingsversluninni á stríðsárunum, m.a. smygl og svartamarkaður með gjaldeyri og vörur í skjóli hafta og vöruskorts,“ segir Guðmundur. „Eitt stærsta hneykslið voru heildsala-málin svokölluðu þar sem mörg fyr-irtæki voru fundin sek um ólöglega álagningu og vanskil á gjaldeyri. Við-skiptaóregla stríðsáranna dró slóða á eftir sér. Hagfræðinganefndin svo-kallaða sem skipuð var af Alþingi 1946 fór ófögrum orðum um innflutn-ingsverslunina og endurspeglaði álit

hennar útbreidd viðhorf um að fjár-flótti, skattsvik og verðlagsbrot væru alsiða meðal heildsala. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að dreifing inn-fluttrar vöru væri óeðlilega dýr, milli-liðir of margir og of mikið fjármagn bundið í versluninni. Nefndin benti á þrjú ráð til úrbóta: að hlutdeild neyt-endahreyfingarinnar (samvinnu-félaga) í innflutningi yrði efld, að fyr-irtækjum í innflutningi yrði stórlega fækkað og að hið opinbera „tæki sjálft innflutninginn allan eða verulegan hluta hans í sínar hendur.“ Auk þess lagði hagfræðinganefndin til að fram færi „allsherjar eignakönnun“ til að leiða í ljós raunverulega eign skatt-greiðenda og umfang skattsvika.“

Hagfræðinganefndin var skipuð fulltrúum frá öllum flokkum. Hún skilaði niðurstöðum sínum til sam-steypustjórnar Alþýðuflokks, Sjálf-stæðisflokks og Framsóknar. Hún

Eitt stærsta hneykslið voru heildsalamálin svokölluðu þar sem

mörg fyrirtæki voru fundin sek um ólöglega

álagningu og vanskil á gjaldeyri. Viðskipta-

óregla stríðsáranna dró slóða á eftir sér.

Guðmundur Jónsson sagnfræðingur

Hin íslenska útflutningsleiðTil að komast hjá gjaldeyrisskilum og sköttum var viðtekin viðskiptamáti íslenskra fiskútflytjenda að selja fiskinn á lægra verði út en hann var á endanum seldur á mörkuðum. Mismunurinn safnaðist upp á reikningum fiskútflytjandans í útlöndum.

Hin íslenska innflutningsleiðTil að komast hjá gjaldeyrisskilum og sköttum var viðtekin viðskiptamáti íslenskra heildsala að kaupa vörur á hærra verði markaðsverði og setja mismuninn á bankareikninga í útlöndum.

100

100

20

20

120

120

Sjöundi dagur í paradísGuðmundur Thorsteinsson, Muggur (1891–1924).

14 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

ÁRSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2016Hilton Reykjavík Nordica Fimmtudaginn 14. apríl kl. 14

• Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Ávarp

• Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landsvirkjunar Ávarp

• Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Auðlind fylgir ábyrgð

• Edda Hermannsdóttir stjórnar umræðum að fundi loknum

Auðlind fylgir ábyrgðÁrsfundur Landsvirkjunar verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 14. apríl kl. 14-16. Þar kynnum við fjárhag og framtíðaráætlanir fyrirtækisins og hvetjum til opinnar umræðu um þau tækifæri og áskoranir sem framundan eru. Bein útsending verður frá fundinum á landsvirkjun.is.

Allir velkomnir Skráning á www.landsvirkjun.is

Page 15: 08 04 2016

Frá Þýskalandi

Garðhúsgögn í Frá Þýskalandi

Frá Svíþjóð

15”

Nr. 13215Nr. 13625 Nr. 16102

VORIÐ NÁLGAST

Er frá Þýskalandi

• Orka 10,5 KW = 36.000 BTU• 3 brennarar úr ryðfríu stáli• Ryðfrítt lok með mæli• Postulínsemalerað eldhólf• Postulínsemaleraðar grillgrindur • Kveiking í öllum rofum• Postulínsemaleruð efri grind • Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu sem auðveldar mjög þrif

Nr. 12721

Landmann gasgrillGrill Chef 3 brennara10,5

KW

Opið 11-18 virka daga og 11-16 Laugardaga

Smiðjuvegi 2, Kópavogi Sími 554 0400 Við hliðina á Bónus www.grillbudin.is | | |

Niðurfellanleg hliðarborð

• Orka 8 KW = 27.300 BTU• 2 brennarar úr ryðfríu stáli• Postulínsemalerað eldhólf• Grillgrindur úr pottjárni• PTS hitajöfnunarkerfi sem skapar einstaklega jafnan hita• Kveiking í öllum tökkum• Niðurfellanleg hliðarborð• Tvöfalt einangrað lok m. mæli• Postulínsemaleruð efri grind• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu• 4 hjól með bremsu

Nr. 12903 Er frá Þýskalandi

8,0KW

Landmann gasgrillTriton 2ja brennara

Nr. 12962

Landmann gasgrillTriton 4ra brennara

• Gashella í hliðarborði

Er frá Þýskalandi

14,8KW

• Orka 14,8 KW = 50.500 BTU• 4 brennarar úr ryðfríu stáli• Postulínsemalerað eldhólf• Grillgrindur úr pottjárni• PTS hitajöfnunarkerfi sem skapar einstaklega jafnan hita• Kveiking í öllum tökkum• Tvöfalt einangrað lok m. mæli• Postulínsemaleruð efri grind• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu - 4 hjól

Nr. 12792

Landmann gasgrill Avalon 4ra brennara

18,7KW

• Orka 18,7 KW = 64.000 BTU• 4 brennarar úr ryðfríu stáli• Postulínsemalerað eldhólf• Grillgrindur úr pottjárni• Tvöfalt einangrað lok m. mæli• Postulínsemaleruð efri grind• Rafkveikja• Gashella• Auðveld þrif

Landmann gasgrill Avalon 5 brennara

• Orka 22,8 KW = 78.000 BTU• 4 brennarar úr ryðfríu stáli• Innrauður ofurbrennari fyrir hina fullkomu steik• Grillgrindur úr pottjárni• Tvöfalt einangrað lok m. mæli• Grillteinn og bakbrennari• Gashella

22,8KW

Nr. 12798 Er frá Þýskalandi

Er frá Þýskalandi

Nr. 12050

Kraftmikið, létt og þægilegt ferðagasgrill.Grillið leggst vel saman og er því fyrirferðalítið og meðfærilegt

Grillflötur: 46 x 27 cmOrka: 2,7KW = 8.600 BTU

Landmann ferðagrill2,7KW

www.grillbudin.is

Komdu og fáðu ráðleggingar

124.900

79.900

159.900

269.900

Er frá Þýskalandi

19.900 57.900

Nr. 12799

• Orka 18,7 KW = 64.000 BTU• 4 brennarar úr ryðfríu stáli• PTS hitajöfnunarkerfi• Postulínsemalerað eldhólf• Grillgrindur úr pottjárni• Tvöfalt einangrað lok m. mæli• Postulínsemaleruð efri grind• Ljós í tökkum• Rafkveikja - Gashella• Auðveld þrif

Landmann gasgrill Avalon 4ra brennara

www.grillbudin.is

18,7KW

Er frá Þýskalandi

189.900

Nr. 12931 Er frá Þýskalandi

Niðurfellanleg hliðarborð

Landmann gasgrillTriton 3ja brennaraTriton 3ja brennaraTriton 3ja brennara

10,5KW

• Orka 10,5 KW = 36.000 BTU• 3 brennarar úr ryðfríu stáli• Postulínsemalerað eldhólf• Grillgrindur úr pottjárni• PTS hitajöfnunarkerfi sem skapar einstaklega jafnan hita• Kveiking í öllum tökkum• Niðurfellanleg hliðarborð• Tvöfalt einangrað lok m. mæli• Postulínsemaleruð efri grind• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu - 4 hjól

Einnig til hvítt grátt og svart

98.900

Einnig til rautt

GASGRILL Í 50 ÁR

www.grillbudin.is

Page 16: 08 04 2016

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, er fyrsta fórnarlamb Panama-skjalanna. Hann tilkynnti afsögn sína 44 klukku-

tímum eftir að sýningu Kastljóssins lauk.

16 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Nýr

bíll!

Rio II EXNýskráður 9/2005, ekinn 59 þús.km.,

bensín, sjálfskiptur 4 gírar.

Verð kr. 740.000

307SWBreakNýskráður 11/2009, ekinn 92 þús.km.,

bensín, sjálfskiptur 4 gírar.

Verð kr. 1.390.000

CR-V ExecuitveNýskráður 2/2013, ekinn 38 þús.km.,

bensín, sjálfskiptur.

Verð kr. 5.590.000

Corsa-CNýskráður 8/2005, ekinn 160 þús.km.,

bensín, 5 gírar.

Verð kr. 599.000

Getz GLS sjálfskipturNýskráður 9/2003, ekinn 157 þús.km.,

bensín, sjálfskiptur 4 gírar.

Verð kr. 470.000

CR-V ExecutiveNýskráður 4/2007, ekinn 184 þús.km.,

bensín, sjálfskiptur.

Verð kr. 1.900.000

CR-V EleganceNýskráður 10/2012, ekinn 83 þús.km.,

bensín, sjálfskiptur.

Verð kr. 3.890.000

C240 StationNýskráður 12/2003, ekinn 134 þús.km.,

bensín, sjálfskiptur.

Verð kr. 1.290.000

KIA

PEUGEOT

HONDA

OPEL

HYUNDAI

HONDA

HONDA

MERCEDES-BENZ

Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is

OpnunartímiMánudaga - föstudaga

milli kl. 10:00 og 18:00 Laugardaga milli

kl. 12:00 og 16:00

BÍLL DAGSINS Tilboð kr.

490.000Mitsubishi Montero LimitedNýskráður 5/2002, ekinn 218 þús.km., bensín.

Verð kr. 850.000

brást ekki við tillögum um eigna-könnun. Þegar sú stjórn fór frá tók við minnihlutastjórn sjálfstæðismanna og síðan tveggja flokka stjórn Sjálf-stæðisflokks og Framsóknar.

Þegar eignakönnun var loks gerð var hún máttlaus, bæði vegna þess að langur tími var um liðinn og allir sem vildu höfðu komið fé sínu í öruggt skjól og framkvæmd könnunarinn-ar var deig og bitlaus. Það var helst Þjóðviljinn sem hélt uppi gagnrýni á undanskot heildsalanna.

Kerfisbundin undanskotFalsaðar faktúrur voru áfram hálf viðurkenndur viðskiptamáti á Ís-landi. Heildsalar réttlættu meðal annars þetta fyrirkomulag með því að vegna verðlagsákvæða væri þeim skömmtuð of lág álagning til að lifa af. Óðaverðbólgu og léleg króna ýtti líka undir þetta fyrirkomulag auk skattávinnings. Þegar ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar tók við 1978, þar sem Svavar Gestsson, fyrrum Þjóðviljaritstjóri, var viðskiptaráð-herra, komu þessi mál fyrir í mál-efnasamningi:

„Óánægja með verðlagningu inn-flutnings varð til þess að ríkisstjórn-in samþykkti í samstarfsyfirlýsingu sinni 1978 að fram færi rækileg rann-sókn á verðlagsmálum innflutnings-verslunarinnar,“ segir Guðmundur. „Árið eftir var birt skýrsla verðlags-stjóra um innflutningsverslunina sem leiddi í ljós að erlend umboðs-laun árið 1977 hefðu numið 4–5% af innflutningsverðmæti á því ári og var hlutfallið enn hærra árið eftir. Gróf-lega áætlað var talið að um þriðjung-ur gjaldeyris vegna umboðslauna skilaði sér ekki til banka hér á landi. Í skýrslu verðlagsstjóra kemur einnig fram að innkaupsverð á vörum var allt að 21–27% hærra á Íslandi en ann-ars staðar á Norðurlöndum. Umboðs-launin voru talin helsta skýringin á

háu innkaupsverði en einnig voru nefndir fjórir aðrir þættir: milliliðir, óhagkvæmni, fjármagnskostnaður og sérstaða landsins. Þessir áhrifa-þættir voru taldir nema 14–19% af innkaupsverði.“

Til að flytja þessar upphæðir til dagsins í dag má segja að verðmæti undanskotanna sé nálægt 2,5 millj-örðum króna sé miðað við verðlag en um 6 milljarðar króna sé miðað við vöxt hagkerfisins. Til að gera langa sögu stutta varð ekkert úr að-gerðum til að stemma stigu við þeim skatta- og gjaldeyrisundanskotum sem bent var á í verðlagsskýrslunni. Ríkisstjórnin sprakk stuttu síðar og við tók hin veika ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen.

KlæðskerasaumaðÞegar Landsbankinn kynnti fyrst aflandsþjónustu sína um aldamót-in hafa sölumenn bankans því ekki þurft að halda langar ræður til að útskýra fyrir íslenskum viðskipta-mönnum tilganginn með þessum félögum. Þau féllu sem flís við rass við viðtekna íslenska viðskiptahætti, hina séríslensku spillingu sem hafði grasserað áratugum saman í litlu hagkerfi með ónýtan gjaldmiðil.

Og að er án efa ein af ástæðum þess að Íslendingar virðast vera heimsmeistarar í aflandsfélögum samkvæmt Panama-skjölunum. Til viðbótar við leyndina og skattaund-anskotin eða skattasniðgönguna sem fólk af öðrum þjóðum sóttist eftir sáu Íslendingar þarna tækifæri til að halda utan flótta sinn frá krónunni auk þess sem þetta kerfi féll fullkom-lega að almennt viðurkenndum við-skiptaháttum á mörkum hins löglega. Mörkin voru óljós vegna þess að þótt þessir viðskiptahættir hefðu alla tíð vera ólöglegir vernduðu stjórnvöld þá með vanrækslu. Þau litu einfald-lega framhjá þeim.

Að hluta til hafa ráðamenn lit-ið svo á að það væri ekki hægt að skamma fólk lengi fyrir að flýja krón-una og að mörgu leyti fráleit lög til að láta íslenskt hagkerfi ganga þrátt fyrir ónýta krónu, óhagkvæmni smæðarinnar, takmarkað aðgengi að lánsfé og öðrum einkennum van-þroska hagkerfis. Kerfið var í eðli sínu óréttlátt og vitlaust. Og þegar slíkt gerist eru undanskotin mörg og veigamikil.

En ástæðan liggur líka í því að tengsl viðskipta og stjórnmála á Ís-landi var vanhelgara en víðast ann-ars staðar í Evrópu. Segja má að al-menningur hafi aldrei náð völdum í ríkiskerfinu. Það hafi fyrst og fremst þjónað hinum ríku og voldugu.

Þetta sést í deigum viðbrögðum stjórnvalda við tillögum hagfræð-inganefndarinnar, verðlagsskýrsl-unnar og skattsvikanefndarinnar. Og deigum viðbrögðum ráðherranna og stjórnarflokkanna við uppljóstr-unum Panama-skjalanna.

600 milljarðar króna utanlandsMiðað við alþjóðlegt mat á umfangi aflandsfélaga má ætla að Íslendingar eigi allt að 600 milljörðum króna í skattaskjólum. Hluti þessa fjár hefur verið særður fram á síðustu árum með upptöku CFC-reglnanna. Dæmi um það eru sjóðir forsætisráðherra-hjónanna. Panama-skjölin varpa ljósi á hluta af þessum sjóðum en stórar upphæðir liggja utan þeirra félaga sem þar koma fram.

Í ljósi þess hversu hlutfallslega miklum mun fleiri félög í skjölun-um tengjast Íslandi en öðrum lönd-um Vestur-Evrópu má ætla að þetta alþjóðlega mat á hlutdeild þjóðar-eigna í skattaskjólum sé varlegt gagnvart Íslandi. Margt bendir til að eignir Íslendinga séu hærri en nemur þessu mati, jafnvel miklum mun hærri.

Page 17: 08 04 2016

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er 8. apríl, til og með 10. apríl, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11Laugavegi 77Hallarmúla 4

Álfabakka 16, MjóddKringlunni norðurKringlunni suðurSmáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31Keflavík - Sólvallagötu 2Akureyri - Hafnarstræti 91-93Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

ALLAR LITABÆKUR

RÓUM OKKUR

Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)VILDARVERÐ: 482.- / 1.343.- / 1.938.-Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-

Aðeins brot af úrvalinu

Fínir tússpennar (15/36 stk.)VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-Verð: 4.999.- / 7.999.-

Trélitir 24 stk.VILDARVERÐ: 1.749.-Verð: 2.499.-

Fínn tússlitur (stakur)VILDARVERÐ: 244.-Verð: 349.-

Fínir tússlitir í pennaveski 20 stk.VILDARVERÐ: 4.472.-Verð: 6.389.-

Trélitir (24/36 stk.)VILDARVERÐ: 1.644.- / 2.099.-Verð: 2.349.- / 2.999.-

Trélitir með strokleðri 12 stk.VILDARVERÐ: 1.329.-Verð: 1.899.-

Trélitir 24 stk.Trélitir 24 stk.Trélitir 24 stk.Trélitir 24 stk.Trélitir 24 stk.Trélitir 24 stk.Trélitir 24 stk.Trélitir 24 stk. Fínn tússlitur (stakur)Fínn tússlitur (stakur)Fínn tússlitur (stakur)Fínn tússlitur (stakur)Fínn tússlitur (stakur)Fínn tússlitur (stakur)Fínn tússlitur (stakur)Fínn tússlitur (stakur)Fínn tússlitur (stakur)Fínn tússlitur (stakur)Fínn tússlitur (stakur)Fínn tússlitur (stakur)

Verð: 1.899.-Verð: 1.899.-Verð: 1.899.-Verð: 1.899.-Verð: 1.899.-

Trélitir með strokleðriTrélitir með strokleðriTrélitir með strokleðriTrélitir með strokleðriTrélitir með strokleðriTrélitir með strokleðriTrélitir með strokleðriTrélitir með strokleðriTrélitir með strokleðriTrélitir með strokleðriTrélitir með strokleðriTrélitirTrélitirTrélitirÞríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)

LITABÆKURLITABÆKURLITABÆKURLITABÆKURAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinu LITABÆKURLITABÆKURLITABÆKURLITABÆKURLITABÆKURAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinuAðeins brot af úrvalinu

LITIR Á 30% VILDARAFSLÆTTI!

VILDARAFSLÁTTUR

30%

Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-

Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)VILDARVERÐ: 482.- / 1.343.- / 1.938.-VILDARVERÐ: 482.- / 1.343.- / 1.938.-VILDARVERÐ: 482.- / 1.343.- / 1.938.-VILDARVERÐ: 482.- / 1.343.- / 1.938.-VILDARVERÐ: 482.- / 1.343.- / 1.938.-Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-

Fínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennar(15/36 stk.)(15/36 stk.)(15/36 stk.)(15/36 stk.)(15/36 stk.)(15/36 stk.)(15/36 stk.)Fínir tússpennar(15/36 stk.)Fínir tússpennarFínir tússpennar(15/36 stk.)Fínir tússpennarFínir tússpennar(15/36 stk.)Fínir tússpennarFínir tússpennar(15/36 stk.)Fínir tússpennarFínir tússpennar(15/36 stk.)Fínir tússpennarFínir tússpennar(15/36 stk.)Fínir tússpennar

VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-

Fínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennarFínir tússpennarÞríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)Þríhyrndir trélitir (6/12/24 stk.)

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11

Álfabakka 16, Mjódd

pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.VILDARVERÐ: 4.472.-VILDARVERÐ: 4.472.-VILDARVERÐ: 4.472.-VILDARVERÐ: 4.472.-VILDARVERÐ: 4.472.-VILDARVERÐ: 4.472.-VILDARVERÐ: 4.472.-VILDARVERÐ: 4.472.-Verð: 6.389.-Verð: 6.389.-Verð: 6.389.-Verð: 6.389.-Verð: 6.389.-

Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.-Verð: 689.- / 1.919.- / 2.769.- VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-VILDARVERÐ: 3.499.- / 5.599.-Verð: 4.999.- / 7.999.-Verð: 4.999.- / 7.999.-Verð: 4.999.- / 7.999.-Verð: 4.999.- / 7.999.-Verð: 4.999.- / 7.999.-Verð: 4.999.- / 7.999.-Verð: 4.999.- / 7.999.-Verð: 4.999.- / 7.999.-

Fínir tússlitir íFínir tússlitir íFínir tússlitir íFínir tússlitir íFínir tússlitir íFínir tússlitir íFínir tússlitir íFínir tússlitir ípennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.pennaveski 20 stk.

Page 18: 08 04 2016

Forsætisráðherrann, millj-ónamæringurinn og fyrr-verandi sjónvarpsmaðurinn Sigmundur Davíð Gunn-laugsson komst í heimsfrétt-irnar í vikunni þegar hann hrökklaðist úr embætti eftir að hafa orðið að athlægi í sjónvarpi þegar hann var spurður út aflandsfélag eigin-konunnar á Tortóla. Þar lauk litríkum forsætisráðherra-ferli Sigmundar Davíðs sem þjóðin leiddi á skömmum tíma til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum. Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

„Guðirnir slá menn blindu,“ segir Jón Sigurðsson, fyrrverandi for-maður Framsóknarflokksins um brotthvarf Sigmundar Davíðs úr stjórnmálunum. „Mér verður bara hugsað til Forn-Grikkja. Þetta er harmleikur og manni hættir til að hrífast til samúðar með hinni óhamingjusömu hetju þótt maður hafi ekki verið sammála henni.

Sigmundur Davíð kom fram á Íslandi eins og frelsarinn sjálfur, maðurinn sem ætlaði að bjarga litla Íslandi undan vondu kröfuhöf-unum, ástmögur þjóðarinnar, ungi hugsjónamaðurinn sem bjargaði okkur úr klóm Icesave.

Hann gekk í Framsóknarflokk-inn mánuði áður en hann var kjörinn formaður á sögulegum fundi í Valsheimilinu 18. janúar 2009, þá hafði hann ekki skipt sér af stjórnmálum. „Hann kom inn í stjórnmálin sem ungur, glæsilegur maður með mikinn áhuga,” segir Jón Sigurðsson. „Ekki spillti fyrir að hann var þjóðkunnur úr sjón-varpi og tókst að hrífa flokksþingið með sér enda bjartur yfirlitum og ferskur. Almennir flokksmenn vildu gjarnan losna við þá sem höfðu

stjórnað í aðdraganda hrunsins og báru ábyrgð á ósigri og vandræðum flokksins. Það réði mestu um að hann hlaut svona skjótan frama. Þess þá heldur eru þetta hræðileg vonbrigði fyrir hinn almenna fram-sóknarmann. Ég kaus ekki Fram-sóknarflokkinn núna síðast enda var ég ekki sáttur við þá stefnu sem hann hefur tekið. En ég finn rosa-lega til með þeim.“

Vegna mistaka við talningu á flokksþinginu var því lýst yfir að Höskuldur Þórhallsson væri orðinn formaður en þegar hann ætlaði að fara að ávarpa flokksþingið og þakka stuðninginn, var hnippt í hann og réttkjörinn formaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, leiddur að ræðupúltinu.

Eftir sat Höskuldur Þórhallsson með sárt ennið og mátti sætta sig við að lúta í lægra haldi fyrir manni sem var tiltölulega nýgenginn í flokkinn.

Verndari alþýðunnarSigmundur var kjörinn á Alþingi fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður í maí 2009, sama ár og hann varð formaður flokksins. Hann vakti athygli sem þingmaður fyrir vask-lega framgöngu í baráttu sinni gegn Icesave-samningunum og í skulda-málum heimila. Hann lofaði nýrri stjórnarskrá og þjóðaratkvæða-greiðslu um aðild að ESB. Hann kom fram sem verndari alþýðunnar gegn spilltri auðstétt, sem kom spánskt fyrir sjónir, vegna þess hver hann var og hvaðan hann kom.

Til að snúa hnífnum í sári Hösk-uldar, gamla keppinautarins, flutti formaðurinn sig úr Reykjavíkur-kjördæmi norður í Norðausturkjör-dæmi, þar sem Höskuldur var odd-viti. Skoðanakannanir voru ekki hagstæðar og ekki útlit fyrir að for-maðurinn kæmist á þing í Reykjavík

Bless, Sigmundurnorður. Hann skráði lögheimili sitt að eyðibýlinu Hrafnabjörgum 3.

Niðurstaðan í Icesave, hjá EFTA dómstólnum, færði honum risa-stóra inneign sem stjórnmálamanni og þjóðarbúinu var hætt að blæða, landið var að rísa. Jón tekur undir að EFTA-dómurinn hafi lyft mikið undir Sigmund Davíð sem stjórn-málamann, en niðurstaða hans hafi þó að mörgu leyti verið óvænt. “Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi aldrei ætlað sér í stjórnmál en það er svolítið erfitt að trúa því, hann virtist hafa stúderað sjón-varpsframkomu stjórnmálamanna mjög rækilega. Hann reyndist skarpur og brattur bardagamaður en hann skorti tilfinnanlega reynslu og yfirsýn.”

„Hann barðist vel í Icesave-mál-inu. Hann má þó eiga það alveg skuldlaust,” segðu Ólafur Elíasson í samtökunum Indefence.

Jón segir að sér hafi fundist Sig-mundur ganga allt of langt í sínum málflutningi, til dæmis ávítum og skömmum gegn Icesave og ESB og í loforðum um peninga til skuldara. „Mín afstaða í þessum málum er nær því að vera gamalgróin fram-sóknarmennska. Hann tók ein-faldlega allt og stórt upp í sig. Og sumt gat hann alls ekki staðið við. Skuldalækkunin var aðeins fjórðungur af því sem hann hafði lofað og mér liggur við að segja sem betur fer.“

Silfurskeiðadrengirnir ná samanStjórnarmyndun núverandi ríkis-stjórnar bar keim af því að báðir formenn stjórnarflokkanna voru til-tölulega ungir, ríkir og myndarlegir. Silfurskeiðadrengir voru þeir kall-aðir sem héldu hönd í hönd inn í stjórnarráðið, annar var erfðaprins Engeyjarættarinnar og hinn ríkur og vel tengdur inn í auðmannaklíku Framsóknarflokksins. Hafi nýir

Jón Sigurðsson segist vona að Sigmundur Davíð eigi framtíðina fyrir sér. Hún verði þó varla í stjórn-málum, þá verði hann að stíga niður til okkar hinna og fá sjónina aftur.

Mynd | Hari

Mynd | Hari

Mynd | Hari

Fyrrverandi formanni Framsóknarflokksins verður hugsað til grískra harmleikja þegar Sigmund Davíð ber á góma.

Sigmundur gerði mikið til að vera maður fólksins. Stilla sér upp í liði með alþýðunni gegn elítunni. En fólkið snerist

að lokum gegn honum og fjölmennustu mótmæli Íslands-sögunnar voru haldin til að fá hann til að segja af sér.

18 | fréttatíminn | Helgin 8. apríl–10. apríl 2016

Page 19: 08 04 2016

11. marsSigmundur Davíð fer í viðtal við Sven Bergman hjá Uppdrag granskning hjá sænska sjónvarpinu í ráðherrabú-staðnum. Jóhannes Kr. Kristjánsson blandar sér í viðtalið þegar aflandsfé-lag eiginkonu Sigmundar kemur til umræðu. Sigmundur gengur út.

15. marsAnna Sigurlaug Pálsdóttir, eigin-kona Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-sonar forsætisráðherra, greinir frá því, í ítarlegri færslu um fjármál sín á Facebook, að hún eigi erlent félag, Wintris, sem heldur utan um fjölskylduarf hennar.

27. marsSigmundur Davíð og Anna Sigurlaug senda frá sér sameiginlega yfir-lýsingu um Wintrismálið á páskadag.

3. aprílSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra birtir veffærslu undir yfirskriftinni Stóra myndin.

4. aprílRÚV sýnir Kastljósþátt þar sem fram kom tengsl íslenskra stjórnmála-manna við aflandsfélög í skatta-skjólum og lögfræðistofuna Mossack Fonsecka sem staðsett er í Panama. Þátturinn var unninn í samstarfi við Reykjavik Media, Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna og þýska blaðið Süddeutsche Zeitung. Þá var sýnt viðtalið við Sigmund Davíð, þar sem hann gengur út, og greint frá því að forsætisráðherrann var eigandi Wintris þegar félagið lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna þriggja.

Þá var fjallað um tengsl Bjarna Benediktssonar við aflandsfélagið Falson sem afskráð var 2012 og Ólöfu Nordal sem var prókúruhafi skúffufyrirtækis á Tortóla á sama tíma og hún tók þátt í prófkjöri flokksins árið 2008.

5. apríl08.00 Sigmundur Davíð mætir í

viðtal við Bítið á Bylgjunni og sagði ríkisstjórnarsamstarfið ekki hanga á bláþræði.

11.00 Sigmundur fer á fund með Bjarna Benediktssyni og birtir að honum loknum færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem hann sagðist mundu rjúfa þing og boða til kosninga ef sjálfstæðismenn treysti sér ekki til að styðja ríkisstjórnina.

11.30 Sigmundur fer á fund forseta Íslands og biður um heimild til að rjúfa þing og boða til kosninga. Hann yfirgaf fundinn án þess að ræða við fréttamenn. Ólafur Ragnar Grímsson rauf hinsvegar hefð um trúnað yfir slíkum fundum og ræddi við fréttamenn um efni fundarins, hann hefði hafnað beiðni forsætisráð-herra þar sem hann hefði ekki rætt við Sjálfstæðisflokkinn fyrst. Hann sagðist ekki vilja verða leiksoppur í aflraunum stjórnmálamanna.

15.00 Sigmundur Davíð ákveður á þingflokksfundi Framsóknar-manna að hætta sem for-sætisráðherra og leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. Þá voru liðnar 44 klukkustundir frá því að þáttur Kastljóss var á dagskrá.

15.30 Afsögn forsætisráðherra verður frétt um allan heim.

16.30 Forseti Íslands sakaður um að hafa farið með fleipur um fund sinn með forsætisráð-herra í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Þar sagði að formleg tillaga um þingrof hafi hvorki verið borin upp á fundinum né kynnt for-seta að fundi loknum.

20.30 Sig mund ur Davíð Gunn laugs-son hef ur ekki sagt af sér og bað Sig urð Inga Jó hanns son um að taka að sér embætti for sæt is ráðherra í „ótiltek inn tíma“, sam kvæmt til kynn ingu sem upp lýs inga full trúi rík is-stjórn ar inn ar sendi er lend um blaðamönn um.

6. apríl21.00 Samþykkt í þingflokkum

stjórnarflokkanna að mynda nýja ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhanns-sonar. Lilja Alfreðsdóttir kölluð inn sem nýr ráðherra. Sigmundur Davíð Gunn-laugsson ætlar að sitja áfram sem óbreyttur þingmaður og halda formennskunni í Framsóknarflokknum.

7. apríl14.00 Ríkisráðsfundur á Bessastöð-

um. Ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lætur af störfum.

15.00 Ríkisráðsfundur á Bessa-stöðum. Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tekur við.

Lífeyrissjóðurinn fyrir þigSöfnunarsjóður lífeyrisréttinda

Góður kostur fyrir þá sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð

Ársfundur 2016Ársfundur sjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl kl. 17:00.

Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · www.sl.is

Nánar um uppgjör ársins 2015 á www.sl.is

Eignir í árslok 2015 námu 140 milljörðum króna.

Langtímaávöxtun sjóðsins er ein sú besta.

Sjóðurinn greiddi 12.806 sjóðfélögum lífeyri sl. ár.

Sjóðurinn hefur aldrei skert áunnin réttindi.

Sjóðurinn veitir mjög hagstæð lán til sjóðfélaga með veðhlutfalli allt að 75%.

Ekkert uppgreiðslugjald, hægt er að greiða upp lán hvenær sem er.

135 þúsund manns eiga réttindi hjá sjóðnum.

vendir átt að sópa stjórnarráðið, þá var engra breytinga að vænta. Flokksformennirnir voru helminga-skiptareglan holdi klædd.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ríkasti þingmaður og ráðherra þjóð-arinnar þar til núna í vikunni, er sonur Gunnlaugs Sigmundssonar, þingmanns Framsóknarflokksins á árunum 1995 til 1999, sem efnaðist á fjarskiptafyrirtækinu Kögun sem áður var í ríkiseigu. Gunnlaugur kemur einnig við sögu í Panama-skjölunum vegna aflandsfélaga. Sigmundur er eiginmaður Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur sem geymir milljarð á Tortola í félaginu Wintris sem hún fékk í fyrirframgreiddan arf frá föður sínum, Páli Samúels-syni, fyrrverandi eiganda Toyota.

Jón Sigurðsson segist ekki telja

að voldugir auðmenn hafi staðið að baki Sigmundar í upphafi, nema pabbi hans. Það hafi þó átt eftir að breytast. „Sigmundur Davíð tekur þá afstöðu að láta ekki opna og markaðsvæða fiskveiðistjórnunar-kerfið, hann lækkar veiðigjöldin, framlengir ekki auðlegðarskattinn og slítur aðildarviðræðum við ESB. Þetta færði honum volduga stuðn-ingsmenn, svo sem Þórólf Gíslason í Skagafirði og Davíð Oddsson, rit-stjóra Morgunblaðsins, og fleiri.

Skuldamálin urðu helsta kosn-ingamálið fyrir kosningarnar 2013 og leiðréttingin sem kröfuhafarnir áttu að fjármagna var tromp Fram-sóknarflokksins sem keypti sér þannig stóran kosningasigur, sem færði Sigmundi Davíð embætti for-sætisráðherra á silfurfati.

„Þegar menn velta fyrir sér, hvaða fyrirbæri þessi ríkisstjórn var og Sigmundi Davíð, verður að hafa í huga að eftirköst krísunnar voru stór áhrifavaldur í stjórnmálaum-ræðunni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. „Sigmundi Davíð tókst að ná þjóðernisorðræð-unni, sem er stærsta málið í þannig ástandi. Sjálfstæðisflokkurinn er hinsvegar rótgróinn valdaflokkur og honum fylgir aldrei minna en rétt um fjórðungur að málum.“

Leiðin hefði að óbreyttu átt að liggja upp á við. En hún lá í hina áttina.

Passaði ekki í fötinForsætisráðherrann ungi var aldrei fyllilega öruggur eða sannfærandi í hlutverki sínu. Hann var feiminn

og breiddi yfir það með hroka, sem gerði hann drýldinn og heimóttar-legan. Það er persónugerð sem get-ur verið hressileg í réttunum fyrir norðan en er álíka sjarmerandi og súrir hrútspungar innan um rjóma-tertur, annars staðar,

Það virtist sem hann réði ekki að fullu við hlutverkið, hann var ekki í karakter, fremur eins og stór strák-ur að leika forsætisráðherra en for-sætisráðherra. Hann var óheppinn og stundum kauðskur eins og þegar hann þurfti að vera í íþróttaskó á öðrum fæti í hópi þjóðarleiðtoga á fundi með Bandaríkjaforseta.

Hann tók sér líka hvíldarfrí á undarlegum tímum og var gagn-rýndur fyrir af pólitískum andstæð-ingum fyrstu tvö árin í embætti. Þetta gerði Kári Stefánsson, for-

Síðustu dagar

Sigmundar Davíðs

|19fréttatíminn | HeLGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 20: 08 04 2016

upp með fólkinu en býr til elítu úr andstæðingunum. Það kemst hann upp með þótt hann sé ríkari en þeir til samans.“

Sigmundur Davíð hefur um margt tileiknað sér einræðistilburði sem forsætisráðherra, til að mynda hefur hann ruggað bátnum hvað eftir annað varðandi staðsetningu nýs Landspítala og sett bæði heil-brigðisráðherra og ríkisstjórnina alla í sérkennilegt ljós. Þá beitti hann sér gegn skipulagi á nýju Hafnartorgi og setti framkvæmdir þar í uppnám með skyndifriðun á gömlum hafnargarði, á miðju bygg-ingarsvæðinu. Til að bjarga heiðri ráðherrans og verkefninu var farin sú leið að ráða verkamenn til að taka niður Hafnargarðinn, stein fyrir stein, og merkja til að hægt verði að reisa hann að nýju. Til-tækið kostar um hálfan milljarð og margt bendir til að reikningurinn verði á endanum sendur skattgreið-endum.

Jón Sigurðsson segir að margt einkennilegt virðist hafa farið að gerast í stjórnarráðinu, til að mynda stöðug afskipti af bygg-ingu nýs spítala og hugmyndir um stjórnarráð á dýrustu lóðinni í höfuðborginni og þá með túrista-sjoppur á neðri hæðinni.

Stríðið við fjölmiðlaFramsóknarflokkurinn hafði tapað nær helmingi fylgisins sem hann hreppti í kosningunum 2013 meðan Sjálfstæðisflokkurinn hafði staðið í stað, fyrir skattaskjólsmálið og afsögn Sigmundar. Þrátt fyrir að hvert hneykslismálið elti annað í samstarfsflokknum, stóð fylgið í stað. Hanna Birna og lekamálið, Bjarni og Vafningsmálið, Borgunar-málið, Sjóvármálið og tengslin við fjölskyldu fjármálaráðherrans, Ill-ugi og Orka Energy, engin ríkis-stjórn í sögunni hefur birst okkur í öðru eins spillingarljósi, eftir alla „siðbótina“ sem eftirmál hrunsins höfðu átt að færa okkur.

Það mál sem setti þó persónu for-sætisráðherrans í einkar undarlegt ljós var fjárkúgunartilraun systr-anna Hlínar Einarsdóttur og Malín-ar Brand, þar sem skrifað var til eig-inkonu forsætisráðherrans og hótað að birta viðkvæmar upplýsingar um ráðherrann ef ekki yrði greidd til-tekin fjárhæð. Hlín Einarsdóttir var fyrrverandi sambýliskona Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamógúls, náins vinar forsætisráðherrans og óstaðfestar heimildir hermdu að upplýsingarnar tengdust því hvern-ig forsætisráðherra hefði komið að viðskiptum sem tengdust fjöl-miðlum Björns Inga og peningum forsætisráðherra.

Stríð fjölmiðlamannsins fyrr-verandi við fjölmiðla hefur ein-kennt feril hans sem og stöðug klögumál vegna vinstri slagsíðu, eineltis og hlutdrægni, ofsókna á hendur Framsóknarflokknum og persónulegrar óvildar. Það er ekki nýtt að flokkurinn telji sig fórnar-lamb og málstað sinn fyrir borð

borinn í fjölmiðlum en það náði þó nýjum hæðum þegar sjónvarps-maðurinn og Rúvarinn fyrrverandi, Sigmundur Davíð, náði þar æðstu metorðum.

Absúrdleikhús á flokksþingiSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði á flokks-þingi Framsóknarmanna í fyrravor að ráðist yrði í að afnema gjaldeyr-ishöft áður en þingið lyki störfum, sama vor, en einungis átján dagar voru þá eftir af yfirstandandi þingi.

Lagður yrði á útgönguskattur eða stöðugleikaskattur sem skilaði hundruðum milljarða í þjóðarbúið. Hann var ómyrkur í máli þegar hann ræddi kröfuhafa bankanna og ráða mátti af orðum hans að þeir hefðu greitt átján milljarða í áróður fyrir hagsmunum sínum, stundað skipulagðar njósnir til að verja gríð-arlegar eignir sínar hér á landi.

„Við vitum að fulltrúar kröfu-hafanna hafa tekið saman persónu-legar upplýsingar um stjórnmála-menn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um þessi mál eða teljast líklegir til að geta haft áhrif á gang mála,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni á flokksþinginu, „í sumum til-vikum hafi verið gerðar sálgreining-ar á fólki til að átta sig á því hvernig best sé að eiga við það.“

Sagði hann niðurstöðu einnar leyniskýrslu kröfuhafanna hafa verið rakta á forsíðu fréttabréfsins og þar hefði staðið: „The Progres-sive Party stands firms on Icelandic interests“ – eða á íslensku: „Fram-sóknarflokkurinn gefur ekki eftir íslenska hagsmuni.“

Þetta var hins vegar ekki niður-staða skýrslunnar, heldur ensk þýðing á tilvitnun í grein eftir Ás-mund Einar Daðason, einn harð-asta stuðningsmann formannsins, eins og bent var á í fréttum Stöðvar 2 sama kvöld. Ásmundur Einar, sem skartaði grænum jakkafötum á þinginu eins og sá harði framsókn-armaður sem hann er, klappaði ákaflega fyrir formanninum. Í ljósi þess að eiginkona ráðherrans var einn þessara kröfuhafa, eins og nú er komið fram, er ræðan enn eitt furðufyrirbærið í því absúrdleik-húsi sem ferill Sigmundar Davíðs er orðinn í ljósi síðustu atburða.

„Honum er hefur tekist að stilla

málinu upp eins og hann hafi snúið kröfuhafa niður í viðræðunum,“ segir Eiríkur Bergmann og bendir á að Sigmundur sé snillingur í snúa málum sér í hag. „Hann er gríðar-legur málafylgjumaður og lætur samninga við kröfuhafa hljóma nánast eins og kraftaverk,“ segir hann. „Sannleikurinn er hinsvegar sá að það fékkst mun minna úr þessum samningum við kröfu-hafa heldur en hefði fengist úr búunum venjulegri gjaldþrotameð-ferð, hvað þá ef fullir skattar hefðu verið greiddir. Stöðugleikafram-lögin eru um 300 milljarðar en ekki 850 milljarðar eins og rætt var um þegar mest var.“

Indefence-hópurinn hefur gert al-varlegar athugasemdir við samn-inga við kröfuhafa. þar hafi verið gerð gríðarleg mistök á kostnað almennings. Ólafur Elíasson í Inde-fence-hópnum segir að það hafi orð-ið alger trúnaðarbrestur milli hans og Sigmundar í fyrrahaust um sama leyti, og ljóst var ríkistjórnin myndi hleypa kröfuhöfum út úr höftum með miklum afslætti, allt að 600 milljörðum króna, á kostnað al-mennings. “Í dag þegar ljóst er að hann átti sjálfur mikla hagsmuni undir renna auðvitað á mann tvær grímur. Það var þó tilfinning mín og allra annarra sem að málinu komu að linkindin við kröfuhafa væri miklu frekar að hálfu Bjarna Bene-diktssonar fjármálaráðherra, þrátt fyrir augljósa skapgerðarbresti og vanhæfni forsætisráðherrans.”

Athlægi í heimsfréttunumPanama-skjölin og þáttur Sigmund-ar Davíðs og eiginkonu hans eru kornið sem fyllti mælinn. Smám saman er að renna upp fyrir Ís-lendingum, líkt og heimsbyggðinni allri, að það gengur ekki upp að gera sáttmála um að reka samfélag, en horfa um leið fram hjá því að þeir sem hafa mest milli handanna greiði ekki sinn skerf. Þegar leið-togar þjóðarinnar fara þar fremstir í flokki, sem þiggja laun sín og for-réttindi af skattpíndum almenn-ingi, er önnur og verri staða uppi. Samt var það ekki fyrr en heimur-inn lyfti brúnum sem umræðan á Íslandi tók við sér.

Alls koma þrír íslenskir ráðherrar við sögu í Panama-skjölunum þótt með ólíkum hætti sé.

Bjarni Benediktsson, Ólöf Nor-dal og aflandsfélag eiginkonu Sig-mundar Davíðs og atburðarásin í kringum það ber með sér að reynt hafi verið að hylja slóðina og staða forsætisráðherrans í viðræðum við kröfuhafa bankanna, þar sem afla-ndsfélag eiginkonunnar var stór kröfuhafi, setur allt í fremur vand-ræðalegt ljós. Enda beinast augu heimsins hingað.

Framan á fjölmiðlum heimsins brosir ásjóna Sigmundar Davíðs við okkur í félagi við spilltustu stjórn-málamenn heimsins. „Þetta er auð-vitað rosalegt og ömurlegt, hræði-legur dómgreindarskortur,“ segir Jón Sigurðsson. „Hann hlýtur að

Sigmundur Davíð er að sumu leyti dæmi-gerður þjóðernispo-

púlisti eins og þeir hafa birst í Evrópu í

áratug eða svo.

Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði

stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að umtalsefni í opnu bréfi til Sig-mundar Davíðs og segir þar: „Á fyrstu tveimur árum þínum í for-sætisráðherrastóli kvartaði stjórn-arandstaðan oft undan fjarveru þinni úr þingsal og því að þú væri gjarnan í fríi og það næðist ekki í þig. Sannist hér hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nú þjáist nefnilega ekki bara stjórnarandstaðan og stjórnin heldur þjóðin öll af skorti á fjarveru þinni.“

Populismi og einræðistilburðirÞað blés ekki byrlega fyrir Fram-sóknarflokknum fyrir borgarstjórn-arkosningarnar 2014 og flokkurinn virtist ekki ætla að ná inn manni. Framboðið Framsókn og flugvallar-vinir, náði sér hinsvegar á strik

með því óvænta útspili að leggjast gegn byggingu mosku í Reykja-vík og spila inn á ótta við innflytj-endur og múslima. Til voru þeir sem héldu að formaður flokksins myndi taka af skarið og grípa inn í. Ekki gæti verið að þessi rótgróni flokkur ætlaði að fara að tileinka sér málflutning og aðferðir hægri po-púlista? En þögnin úr forsætisráðu-neytinu var ærandi og flokkurinn stórjók fylgi sitt og náði manni inn í borgarstjórn, allt út á ótta og andúð á múslimum.

„Sigmundur Davíð er að sumu leyti dæmigerður þjóðernispopúl-isti eins og þeir hafa birst í Evrópu í áratug eða svo,“ segir Eiríkur Berg-mann. „Það nær þó ekki alveg að lýsa honum sem stjórnmálamanni en fer langt með það. Hann vísar mikið til tilfinninga og stillir sér

Sigmundur skaust mjög hratt upp á stjörnuhimin í Framsóknarflokknum enda þráðu flokksmenn breytingar eftir langvarandi fylgistap.

Flokksformennirnir voru helminga-skiptareglan holdi klædd.

Mynd | HariMynd | Hari

20 | fréttatíminn | Helgin 8. apríl–10. apríl 2016

Page 21: 08 04 2016

Gildir til 12 september.

HAGKAUP HOLTAGÖRÐUM, SMÁRALIND OG KRINGLUNNI

DAGANA 8.-11. APRÍL.

*Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað Hagkaups.

ALLAR OUTLET

VÖRUR ÁN

VIRÐISAUKASKATTS* ALLARVÖRURVIRÐISAUKASKATTS

YFIR 4.000 VÖRUR ENN LÆGRA VERÐ

V

Page 22: 08 04 2016

unni, að ríkisstjórnarsamstarfið héngi ekki á bláþræði vegna um-ræðunnar núna. Skömmu síðar skundaði hann inn um dyrnar á Bessastöðum til að biðja forsetann að undirrita heimild til að rjúfa þing og boða til kosninga. Henni ætlaði hann að veifa framan í Sjálfstæðis-flokkinn. Forsetinn neitaði og ræddi við fréttamenn í beinni á Bessa-stöðum um efni fundarins, meðan Sigmundur ók sneyptur í burtu.

Um miðjan sama dag ákvað Sig-mundur, í samráði við þingflokk sinn, að gera Sigurð Inga Jóhanns-son sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðherra að forsætisráðherra og framsóknarmenn virtust ekki sjá neina meinbugi á því að ríkisstjórn-in sæti til loka kjörtímabilsins, eftir að Sigmundi hafi verið varpað fyrir borð.

Forsætisráðherra mætti þó ekki fréttamönnum eftir þingflokks-fundinn heldur læddist burt eins og þjófur að nóttu. Arftakanum, sem hann hafði sjálfur útnefnt, var falið að skýra stöðuna.

Stórkostlegt pólitísk fléttaOg allir myrða yndið sitt. Sigmund-ur Davíð var búinn til og borinn til valda af fólkinu og drepinn af því líka. Krossfestur, dáinn og grafinn á Austurvelli.

Fjölmiðlar heimsins slógu því upp sem stórfrétt á þriðjudag að fyrsti þjóðarleiðtoginn hefði sagt af sér í kjölfar uppljóstrana í Panama-skjöl-unum. Undir kvöld þann sama dag kom síðan illa skrifuð fréttatilkynn-ing úr forsætisráðuneytinu, þar sem kemur fram, efnislega, að forsætis-ráðherrann hafi falið varaformanni flokksins að leysa sig af í forsætis-ráðuneytinu um ótilgreindan tíma. Forsætisráðherra þjóðarinnar sé því ekki búinn að segja af sér.

En upprisan var skammvinnÞjóðin var agndofa og skoðana-kannanir voru birtar sem sýndu að fylgi hrundi af Framsóknar-flokknum og kallað er eftir nýjum alþingiskosningum. Erlendir fjöl-miðlamenn klóruðu sér í kollinum og sögðust ekki skilja hvað væri eiginlega um að vera á Íslandi.

Faðir Sigmundar Davíðs, Gunn-laugur Sigmundsson, lýsti fram-göngu sonarins í Vísi sem flottri pólitískri fléttu.

„Þetta var rosa skemmtilegur dagur og flott flétta,“ segir Gunn-laugur um aðgerðir sonar síns að kvöldi þriðjudags. „Ég heyrði í honum fyrir kvöldmat og þá var hann mjög keikur og hress. Ég veit að hann er bara með sinni konu í kvöld að tjilla, eins og unga fólkið segir það. Hann var mjög hress. Það er búið að girða niður um Árna Pál og Óttar Proppé – pjatt-rófuna þarna með aflitaða hárið. Helgi Pírati stendur eins og álfur út úr hól og veit ekkert hvað er að gerast.“

Þessi endir á ráðherra-ferli Sigmundar Davíðs er auðvitað harmleikur og það eru tragískir þræðir í hans persónu, það er alveg ljóst, segir Ólafur Elíasson

fyrrum félagi Sigmundar Davíðs í Indefence hópnum. Hann segir að enginn sé ósnortinn af því sem hafi komið fyrir. Það sé þó ekki hægt að horfa fram hjá því að Sigmundur Davíð hafi verið sinnar gæfu smiður í málinu.

„Já, orðspor okkar fór til fjand-ans á alþjóðavettvangi, við urðum hlægileg enn eina ferðina, en ég veit ekki á þessari stundu, hversu mikil áhrif það kemur til með að hafa,“ segir Eiríkur Bergmann. „Það er þó allavega erfitt, ef ekki ómögulegt, að reyna að halda því fram framvegis, að Ísland sé venju-legt norrænt lýðræðisríki.“

Hann bendir á að atburðir síð-ustu daga minni fremur á Rússland. Forsætisráðherrann hafi hrökklast frá sitji áfram sem formaður. Það gæti komið mönnum fyrir sjónir eins og hann ætli að stjórna eftir-manni sínum úr aftursætinu, líkt og Pútín, Medevev.

Sigmundur Davíð vildi ekki mæta fréttamönnum í gær þegar tilkynnt var um eftirmann hans og dramatískir þingflokksfundir stjórnarflokkana voru að baki. Það er til marks um upplausnina að hahnn treysti sér ekki til að ávarpa þjóðina við þessar aðstæður. Það kom óvænt upp í hendurnar á keppinaut hans, í upphafi ferilsins, Höskuldi Þórhallssyni að tilkynna niðurstöðu þingflokksins, að því að virtist fyrir mistök.

„Ég fyrirgef honum allt sem hann hefur sagt og gert síðustu daga því þetta er með þvílíkum ólíkindum og svo óbærileg pressa að hann hefur varla verið með sjálfum sér,“ segir Jón Sigurðsson.

„Þessi grátlegu og barnalegu mistök að fara á fund forsetans til að ræða þingrof og kosningar án þess að hafa nefnt það við sam-starfsflokkinn en rætt um það á Fa-cebook. Hann veit ekki að breyting á stjórnarskránni 1991 útilokar

þingrof við slíkar aðstæður. Hann hefði ekki getað fært forsetanum betri gjöf. Hann varð svo glaður að maður komst hreinlega við. Hann bara elskaði hann Sigmund þegar þetta gerðist. Þarna fékk hann það vald sem hann átti eftir að fá á ferli sín-um, valdið yfir þinginu.

Ég vona að með tím-anum læri hann að lifa með þessu og eignist

framtíð. En hún verður ekki í stjórn-málum nema hann

stigi niður til okkar hinna og fái sjónina aftur.“

www.hi.is

Á slóðum kræklingsins í Hvalfirði Laugardaginn 9. apríl kl. 11

Kræklingur er herramannsmatur en það þarf að kunna á hann, vita hvenær má tína hann og borða og hvernig á að elda hann. Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, leiðir ferð upp í Hvalfjörð, fræðir þátttakendur og töfrar fram veislu í fjörunni. Þátttakendur mæti í stígvélum, með ílát fyrir kræklinginn og gjarnan með hlýja vettlinga og góða gúmmíhanska.

Brottför er frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, á einkabílum. Áætlað er að ferðin taki um 3 klukkustundir. Áður en ekið er af stað í halarófu verður hálftíma fræðsla í Öskju.

Ferðin er liður í samstarfi Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands um göngu- og hjóla- ferðir undir yfirskriftinni „Með fróðleik í fararnesti“. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í áhugaverðum ferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess.

Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.

Með fróðleik í fararnesti

Valitorer stuðningsaðili

Ferðafélags Íslands

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

6186

2

Allar nánariupplýsingar

á hi.is

Með fróðleik í fararnestiMeð fróðleik í fararnestiMeð fróðleik í fararnestiMeð fróðleik í fararnestiMeð fróðleik í fararnestiMeð fróðleik í fararnestiMeð fróðleik í fararnesti

Á slóðum kræklingsins

Með fróðleik í fararnesti

hafa átt von á því að vera spurð-ur út í þetta félag, beinlínis legið andvaka um nætur, en hann kaus að gera ekki neitt og skýra engum frá því í hvaða stöðu hann var búinn að koma sér í. Eitt er þetta aflandsfélag á Tortóla en hitt er að vera kröfuhafi í Landsbankanum. Mér finnst það óskiljanlegt. Og allur þessi tími sem líður frá þessu við-tali, hann gerir ekki neitt.“

Það virðast þó ekki hafa verið upplýsingarnar í Panama-skjölun-um sem riðu baggamuninn, heldur að Sigmundur Davíð skyldi gera sig að athlægi í sjónvarpi frammi fyrir allri heimsbyggðinni. Forsætisráð-herrann mátti upp að vissu marki verða sér til skammar á heima-velli. En vörn ráðherrans, að það þetta væri smámál sem væri runnið undan rótum óvildarmanna hans, Tortóla væri í raun og veru ekki skattaskjól, Svíþjóð væri það hins-vegar, hún kom ekki sérstaklega vel út sem landkynning. Fólk vissi ekki hvort það ætti að veltast um af hlátri eða gráta yfir þjóð sem veldi slíkan leiðtoga í lýðræðislegum kosningum, ekki svo löngu eftir al-gert efnahagshrun landsins.

Hann veitti Stöð 2 viðtal í há-deginu á mánudag, daginn eftir Kastljósið. Á sama tíma var hann á hlaupum undan fréttamönnum annarra miðla. Einum var boðið inn í hlýjuna, einn fékk að heyra viðbrögð ráðherra þjóðarinnar, sem var á vandræðalegan hátt, allt í senn, kotroskinn, kjánalegur, brjóstumkennanlegur, hrokafullur

og sagði eins og gamall skólakenn-ari við fréttakonuna, „góð spurning hjá þér,“ eins og hún hefði verið tekinn upp að töflu og í huga ráð-herrans átti þetta eflaust að virka eins og föðurlegt klapp á kollinn. Svo sagði hann eitthvað um virta erlenda fjölmiðla sem sæju í gegn-um vitleysuna.

Leiðtoginn og forsætisráðherrann Að sama skapi vörðu samflokks-menn Sigmundar Davíðs hann opinberlega. „Hann er leiðtoginn okkar,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra og í Indlandi tók Gunnar Bragi Sveinsson til varna fyrir Sigmund Davíð þegar erlendir blaðamenn spurðu hann út í málið. „Það er mjög undarlegt að klína andliti hans á veggspjald ásamt einhverjum glæpamönnum úti í heimi,“ sagði utanríkisráðherra Íslands. „Það er ósanngjarnt, dóna-legt og ætti ekki að sjást. Forsætis-ráðherra minn hefur ekkert rangt gert.“

Í meðvirkninni kristallast vand-inn, sem er langt í frá einangraður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Viðbrögðin minna meira á sértrúar-söfnuð eða stjórnmálamenn í ein-ræðisríki. Sigmundur Davíð hefur safnað um sig nýjum þingmönnum, stuðningsmönnum og ráðgjöfum sem elta hann í blindni fram af brúninni, ef því er að skipta.

„Hann lærði ýmislegt af Davíð Oddssyni, til að mynda var hann harðhentur við þá sem fylgdu honum ekki að málum inni í flokkn-

um,“ segir Jón Sigurðsson en það kann að eiga sinn þátt í því að þagga niður óþægilega gagnrýni sem hefði getað breytt stöðunni.

Eiríkur Bergmann Einarsson bendir á að það hafi þó kvarnast talsvert úr stuðningsmannaliði Sigmundar Davíðs. Hann var um-kringdur stórum hópi jafningja, núna er þetta þröngur hópur við-hlæjenda. Þeir allra hörðustu hafa í raun sokkið dýpra og dýpra í bön-kerinn, það kannist fáir aðrir við útsýnið þaðan.“

Almannatenglar og ímyndar-fræðingar ræða sín á milli um hversu heimskulegir menn geti komist upp með að vera í opin-beru embætti. Það er eins og hitt umræðuefnið sé enn óviðeigandi, hversu heimskur maður geti verið, en verið samt kosinn í embætti.

Áfram er unnið með sjúkdóms-einkennin en sjúkdómurinn látinn óáreittur.

Fyrstu viðbrögð Sigmundar Dav-íðs eftir Kastljósþáttinn voru eftir því. Hann baðst afsökunar á því að hafa komið illa út úr viðtalinu. Hann baðst ekki afsökunar á því sem fjallað var um í þættinum, þaðan af síður ætlaði hann að fara frá.

Síðar sama dag flykktist fólk í miðborgina á stærstu mótmæli Ís-landssögunnar og lýsti vantrausti á ríkisstjórnina og krafðist þess að for-sætisráðherrann segði af sér.

Sneypuför til BessastaðaAð morgni þriðjudags sagði Sig-mundur í þættinum Bítið á Bylgj-

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra brást við myndum af for-sætisráðherranum í vafasömum félagsskap á fundi með blaðamönnum

á Indlandi. „My president has done nothing wrong.“

Í meðvirkninni krist-allast vandinn, sem er

langt í frá einangraður við Sigmund Davíð

Gunnlaugsson. Við-brögðin minna meira á sértrúarsöfnuð eða

stjórnmálamenn í ein-ræðisríki.

22 | fréttatíminn | Helgin 8. apríl–10. apríl 2016

Page 23: 08 04 2016

Kjóll4.890-3.423-

Peysa2.640-1.848-

Peysa3.190-2.233-

Peysa3.190-2.233-

Pils2.590-1.813-

Pils2.690-1.883-

Nærföt2.290-1.603- Nærföt

2.290-1.603-

Buxur3.280-2.296-

Á undanförnum 3 árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum flíkum. Þegar barnið þitt er vaxið upp úr sinni stærð hefur þú kost á að koma með flíkina og fá aðra með 20% afslætti.

Barnadagar í Lín DesignDúnúlpur · Dúnsængur · Rúmföt · Barnapúðar · Rimlahlífar · Himnasængur

Buxur2.490-1.743-

Kynnum nýja barnafatalínu30%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

BARNAVÖRUM

LAUGAVEGI GLERÁRTORGI KRINGLAN LINDESIGN.IS

Page 24: 08 04 2016

lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir

Íslenskan þjóðin gerði byltingu í byrjun vikunnar. Eftir að Sig-mundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra afhjúpaði sig

í viðtali við sænskan blaðamann á sunnudagskvöldið reis fólk upp og krafðist þess að hann tæki saman föggur sínar í stjórnarráðinu og færi heim. Þjóðin sagði honum upp.

Auðvitað var það ekki svo að hver einn og einasti borgari hafi risið upp og mótmælt. Það gerist aldrei. En það voru nógu margir sem létu í sér heyra til að öllum varð strax ljóst að Sigmundi Davíð væri ekki sætt í embætti. Nema Sigmundi sjálfum. En öðrum var ljóst strax á sunnudagskvöldið að þjóðin myndi aldrei láta það yfir sig ganga að ráðherra sæti áfram eftir að hafa orðið uppvís að ósannindum og undanbrögðum. Aðeins 44 klukkustundum eftir að sýningu Kastljósþáttarins lauk tilkynnti Sigmundur Davíð þing-flokki Framsóknarmanna að hann vildi hætta.

Þetta er mikið afrek hjá þjóð-inni. Forsætisráðherra hafði aldrei áður sagt af sér vegna hneykslis-mála á Íslandi. Það hefur sára-sjaldan gerst að ráðherrar hafi sagt af sér á Íslandi. Þrátt fyrir augljós

brot tók það Hönnu Birnu Krist-jánsdóttur meira en ár að segja af sér sem innanríkisráðherra þrátt fyrir að lekamálið hefði þá verið til rannsóknar hjá opinberum aðilum mánuðum saman. Illugi Gunnars-son situr enn í menntamálaráðu-neytinu þótt öllum sé ljóst hvernig einkahagsmunir hans blönduðust inn í embættisfærslu hans.

Í ljósi þess ber að fagna hversu fljótt og vel þjóðinni tókst að losa sig við Sigmund. Það bendir til að tímarnir séu að breytast. Og batna.

En er þetta bylting? Og ef svo er; hvar erum við stödd í byltingunni?

Þau okkar sem ólust upp á síðustu öld eru ágætlega meðvituð um hversu ólíkt íslenskt samfélag er ríkjunum í kringum okkur. Gamla Ísland var um margt líkara samfélögum austan járntjalds en ríkjum Vestur-Evrópu. Á Íslandi ríkti vanhelgt samband viðskipta, stjórnmála og ríkisvalds. Þótt hér hafi ekki verið eins flokks kerfi þá var eðli fjórflokkakerfisins ekki svo frábrugðið. Pólitískir hags-munir og viðskiptalegir hagsmunir runnu saman og urðu það sem kallað var íslenskir hagsmunir þótt þeir hafi alls ekki verið hagsmunir

meginþorra fólks. Þvert á móti gat þetta kerfi af sér samfélag þar sem launafólk bjó við lakari kjör en í nágrannalöndunum, veikari rétt og minni völd. Ríkisvaldinu var beitt fyrir hagsmuni fyrirtækja en ekki almennings.

Stjórnmálaflokkarnir réðu fjöl-miðlunum og því var öll umræða um samfélagsmál veikburða, af-vegaleidd og skökk. Saga frjálsrar fjölmiðlunar er miklu styttri á Ís-landi en í öðrum löndum. Það má vart sjá meira en vísi af henni fyrr en á áttunda áratugnum. Kerfi flokksblaða lagðist ekki af fyrr en undir lok síðustu aldar. Stjórn-málaflokkar gamla tímans reyna enn að hafa áhrif á fréttastefnu Ríkisútvarpsins.

Það er sérstakt fagnaðarefni að fulltrúi Gamla Íslands skuli hafa fallið fyrir frjálsri fjölmiðlun á vegum Ríkisútvarpsins. Það er táknmynd þess að hið gamla mun ekki geta staðist hið nýja. Það er óhjákvæmilegt að Ísland muni færast í háttum og siðum að nágrannalöndunum. Þeir sem hafa viljað halda í Gamla Ísland eru dæmdir til að tapa.

Það er byltingin sem við lifum á Ís-landi. Við höfum séð Kolkrabbann deyja og Sambandið, viðskipta-arma helmingaskiptaflokkanna tveggja. Og þótt þessum skepnum vaxi nýir armar þá eru þeir veikari og skammlífari en forverar þeirra. Við höfum séð skoðanakúgun stjórnmálastýrðrar fjölmiðlunar deyja og frjálsa fjölmiðlun rísa upp. Við fylgjumst með almenn-ingi gera háværari kröfur um að íslenskt samfélag verði líkara því sem fólk í nágrannalöndum býr við og hvernig stjórnmálaflokk-arnir beygðu sig undir þær kröfur í vikunni.

Þetta er hin gleðilega bylting. Ís-land er að færast úr Austur-Evrópu til vesturs. Velkomnir til Vestur-Evrópu, Íslendingar.

Gunnar Smári

VELKOMIN TIL VESTUR-

EVRÓPU

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.

Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI

Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

BÚDAPEST Í UNGVERJALANDIEin af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka.Flogið er tvisvar í viku allt árið.

GDANSK Í PÓLLANDIHansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands.Flogið er tvisvar í viku allt árið.

RIGA Í LETTLANDIGamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

VERÐ FRÁ 89.000.-

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

24 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 25: 08 04 2016

Frístandandi Hnattlíkan.Þú stillir því upp og það

snýst og snýst.3.390 kr.

Waaw lampi39.000 kr.

Skólavörðustíg 12 sími 578 6090 www. minja.is fb: minja

Íslandsklukkan. Stærð: 23 x 33 cm.3.200 kr.

Gamla góða ÍslandskortiðStærð: 50x70 cm. Aðeins 750 kr.

Rope skál.13.400 kr.

Ittala Kastehelmi kertastjakar2.390 kr.

Ostabretti með hnífum. 5.990 kr.

Distortion kertastjakar4.800 kr.

Kisupúði6.200 kr.

Handskorin Maríuerla. 3.900 kr.

Músikeggspilar tónlist og tryggir að þú fáir eggið þitt

soðið eins og þú vilt hafa það. 5.500 kr.

Heico gæsalampi17.900 kr.

Magnet Vasar 5.900 kr.

Hnöttur. 16.900 kr.

Lasso flöskustandur3.900 kr.

WC HILLAN kemur röð og reglu á lesefni setustofunnar. Stærð: 25x26x50 cm. (4 litir.) 4.400 kr.

Pennabox með límbandi ogskúffu fyrir bréfklemmur. 4.490 kr.

Hauskúpuljós. 6.900 kr.

Moomin krús. 3.490 kr.

Page 26: 08 04 2016

Krókhálsi 4

110 Reykjavík

Sími 567 1010 Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18

og lau kl. 11–15www.parket.is

EIK RUSTIK VIÐARPARKET

Lakkað með 7 umferðum af lakki. 14mm heildarþykkt með

4mm spón.

20,9 cm breið borð. Boen X-press endalæsing.

Skandinavísk hönnun sérsniðin að íslenskum

heimilum.

KYNNINGARVERÐÁ BOEN

VIÐARPARKETI

10 – 40% AFSLÁTTUR

Page 27: 08 04 2016

Krókhálsi 4

110 Reykjavík

Sími 567 1010 Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18

og lau kl. 11–15www.parket.is

EIK RUSTIK VIÐARPARKET

Lakkað með 7 umferðum af lakki. 14mm heildarþykkt með

4mm spón.

20,9 cm breið borð. Boen X-press endalæsing.

Skandinavísk hönnun sérsniðin að íslenskum

heimilum.

KYNNINGARVERÐÁ BOEN

VIÐARPARKETI

10 – 40% AFSLÁTTUR

Page 28: 08 04 2016

Í tíu mánuði var Jóhannes Kr. Kristjánsson með stillt á niðurteljara að sunnudeg-inum 3. apríl, þegar hann vissi að framtíð forsætis-ráðherra myndi ráðast. Að burðast einn með þetta leyndarmál reyndist mikil þolraun fyrir tilfinn-ingaveruna. Hann átti bágt með að trúa sínum eigin augum.Þóra Tómasdó[email protected]

Við Jóhannes hittumst klukkan ell-efu um kvöld, tveimur sólarhring-um eftir að afrakstur þrotlausrar vinnu var gerður opinber í Kastljósi RÚV á sunnudag. Aðeins klukku-tímum eftir að Sigmundur Davíð hrökklaðist úr starfi. Tímasetn-ingin er lýsandi fyrir vinnudaga Jóhannesar um þessar mundir. Hann býður mér á skrifstofu sína í austurborginni og tekur á móti mér með opinn faðminn, þreytu-legur og skeggjaður með sígarettu í munnvikum.

Á ómerktri vinnustofunni er dregið fyrir alla glugga, matarum-búðir og kókflöskur eru á borðum og staflar af gögnum um allt. Hann vill ekki að fólk viti hvar hann vinnur. „Hér höfum við haldið til dag og nótt undanfarnar vikur,“ segir Jóhannes og hellir upp á kaffi. Dagurinn er ekki allur enn. Teymið sem hefur unnið með honum á lokametrunum hefur barið saman handrit úr flóknum skjölum og reynt að setja upplýsingarnar sem fundust í eitthvert samhengi. Þeir Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Ragnar Ingason, Þóra Arnórsdóttir og Sævar Jóhannes-son hjá RÚV hafa öll lagst á eitt við verkið.

Í spennufalliÁ meðan Jóhannes les fréttir af til-kynningu upplýsingafulltrúa Sig-mundar Davíðs til erlendra frétta-miðla, gægist ég til að skoða töfluna

á veggnum, þar sem hann hefur púslað brotunum saman.

„Þetta er gjörsamlega óskiljan-leg yfirlýsing,“ segir Jóhannes og hristir höfuðið. „Er maðurinn hættur eða ekki?“ Síminn hans hringir stanslaust.

Óumdeildur maður vikunnar er úrvinda eftir spennufallið og áreitið sem hefur verið linnulaust síðan á sunnudaginn. Eftir Kastljós-þáttinn hefur Jóhannes verið meira og minna í símanum og svarað fyrirspurnum frá erlendum blaða-mönnum. „Nú vildi ég helst vera staddur á báti í Önundarfirði, fjarri öllum símum og fréttum. Þetta hefur verið svakalegur rússíbani.“

Trúði ekki sínum eigin eyrumUpphafið að þessu öllu var í fyrra-sumar þegar Jóhannes hafði unnið með ICJI samtökunum í á annað ár.„Ég var beðinn um að koma á símafund með þeim en vissi ekki hvert tilefnið var. Ég var eitthvað seinn fyrir svo ég sat í bíl þegar fundurinn átti sér stað. Í stuttu máli var mér sagt að samtökin væru að vinna að stærsta leka sögunnar frá stærstu lögfræðistofu Panama í heimi aflandsviðskipta. Þar kæmi nafn forsætisráðherra Íslands við sögu. Ég var spurður hvort ég vildi taka þátt í að skoða þetta. Á þessari stundu fraus allt í kringum mig. Ég bara trúði þessu ekki. Í þessu samtali heyrði ég fyrst af félaginu Wintris og nafn eigin-konu forsætisráðherra. Ég hafði ekki hugmynd um hver hún var. Í kjölfarið var ég beðinn um að koma til Washington til að kanna málið nánar. Ég játti því strax.“

Þá tók við ferli þar sem Jóhann-esi var kynnt hvernig unnið yrði úr skjölunum. Fjölmargir blaðamenn voru beðnir um að taka þátt í verk-efninu og í upphafi var Jóhannes al-gjörlega einn síns liðs. Atvinnulaus og án nokkurs baklands í fjölmiðli.

„Það komu alveg tímabil á meðan ég vann að þessu þar sem ég leiddi hugann að því hvort þetta

Maður vikunnar Jóhannes Kr. Kristjánsson var eini blaðamaðurinn sem vann launalaust við Panama-skjölin

Ég trúði þessu ekki

sjálfur

myndi hafa einhverjar afleiðingar fyrir mig persónulega eða fjölskyldu mína. Hver myndi ekki hugsa það, vinnandi að umfjöllun af þessu tagi um valda-mesta fólkið í landinu? Þess vegna gat ég engum sagt hvað ég var að gera. Vinir og ættingjar höfðu áhyggjur af því að ég væri ekki gera neitt og spurðu konuna mína hvort ég ætlaði ekkert að fara að vinna.“

Undrandi á viðbrögðunumJóhannes segist strax hafa áttað sig á því að um stóra frétt væri að ræða. „En ég gat ekki ímyndað mér að viðbrögðin yrðu svona sterk. Upplýsingarnar eru allar í miðlægum gagnagrunni og þó ég hafi leitarheimild þá er hægt að grafa sig endalaust ofan í gögnin. Skjölin

komu í nokkrum hollum og smátt og smátt teiknaðist upp mynd af tengslum íslenskra áhrifamanna við skattaskjól. Jafnvel þó Ísland sé mjög fyrirferðamik-ið í skjölunum er snúið að skilja flétt-urnar milli aflandsfélaga og banka og hvernig tengslin eru falin.“

Á miðvikudag birtist umfjöllun í þættinum Uppdrag granskning í sænska sjónvarpinu, um aðdrag-andann og eftirmál af viðtali þeirra Jóhannesar og Sven Bergman við Sigmund Davíð. Þátturinn var sýndur á RÚV í gær, fimmtudag. Sven er hluti af rannsóknarteymi þáttarins og lýsir sinni upplifun af viðtalinu í þessum Fréttatíma. Viðtalinu sem þeir vissu að myndi ráða framtíð forsætisráðherrans og mögulega ríkisstjórnarinnar allrar.

„Það komu alveg tímabil á meðan ég vann að þessu þar sem ég leiddi hugann að því hvort þetta myndi hafa einhverjar afleiðingar fyrir mig persónulega eða fjölskyldu mína.“

Myndir | Hari

Ég taldi ekki ráðlagt að íslenskur blaðamaður

„konfrontaði“ ráðherrann með upplýsingunum sem við höfðum undir höndum.

Það væri ekki nægileg vigt í

því.“

28 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 29: 08 04 2016

NESBÆR

REYKJAVÍK

REYKJA

ÁSBRÚ

Fasteignir til sölu á Ásbrú

Spennandi �árfestingartækifæriÁ innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þróttmikið og litríkt samfélag með öfluga menntastofnun, �ölda spennandi fyrirtækja, gróskumikla nýsköpun og blómstrandi mannlíf. Hröð uppbygging í gagnaveraiðnaði og örþörungarækt, ásamt nálægð við Keflavíkurflugvöll gera Ásbrú að sönnu vaxtarsvæði til framtíðar.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.is

Íslenska ríkið er eigandi �ölda fasteigna af öllum stærðum og gerðum á Ásbrú, Reykjanesbæ.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, sem fer með umsjón og þróun svæðisins, óskar eftir tilboðum í allar fasteignir ríkisins eða stóran hluta þeirra.

Margar fasteignanna eru nú þegar í útleigu en allar eru þær til sölu. Eignirnar eru í aðskildum félögum og því er einnig mögulegt að kaupa einstök félög.

Tilboðum í allar fasteignirnar, eða hluta þeirra, þarf að fylgja lýsing á því hvernig tilboðsgjafar hyggjast nýta þær

og þróa svæðið í þágu atvinnulífs og samfélags. Farið verður yfir öll tilboð mánudaginn 11. apríl nk.

Allar fasteignir ríkisins í umsýslu Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar eru til sölu, þær eru eftirfarandi:

Aðaltröð • 2 • 4 Bogatröð • 1 • 10 • 10a • 17 • 31 • 33 Borgarbraut • 953 • 960-963 • 962 Breiðbraut • 643-647 • 643R • 668-669 • 668R • 670 • 671-679 • 671R • 672 • 674 • 675 Ferjutröð • 9 Flugvallarbraut • 710 • 732 • 749 • 740 • 752 • 770 • 771 • 773 • 778 • 790 • 937 • 941 Grænásbraut • 501 • 506 • 614 • 602R • 603-607 • 619 • 700 • 920 • 999 Heiðartröð • 517 Keilisbraut • 745 • 747-748 • 747R • 749 • 762 • 770-778 • 770R • 771 • 773 Lindarbraut • 636 • 639 Skógarbraut • 914 • 915 • 916R • 916-918 • 917 • 919 • 921 • 922 • 923 • 924 • 925 • 932 • 946 Suðurbraut • 758 Valhallarbraut • 738 • 743 • 744 • 763-764 • 763R

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

6000

1

Við mat á tilboðum verður einkum horft til kaupverðs. Þó er áskilinn réttur til að meta hugmyndir bjóðenda um nýtingu og ráðstöfun eignanna,

s.s. áhrif á eftirspurn eftir öðrum eignum á svæðinu og almennt á nærsamfélagið. Ekki er um útboð á eignunum að ræða heldur sölu. Þróunarfélag

Keflavíkurflugvallar áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem það telur hagstæðast, m.a. út frá ofangreindum þáttum, eða hafna þeim öllum.

Þú getur skoðað eignirnar nánar á kadeco.is.

„Ég taldi ekki ráðlagt að ís-lenskur blaðamaður „konfrontaði“ ráðherrann með upplýsingunum sem við höfðum undir höndum. Það væri ekki nægileg vigt í því. Ég viðraði þetta við blaðamanna-samtökin ICIJ og þeir skildu mín sjónarmið. Við ákváðum því að þróa málið áfram. Samtökin héldu utan um það hvernig birtingar á upplýsingum úr Panama-skjöl-unum færu fram. Þeir höfðu sett öllum blaðamönnunum sem unnu að þessu frest um að vera búnir að afla allra viðtala og athugasemda í byrjun mars. Ég fullvissaði þá um að um leið og Sigmundur yrði spurður út í félagið Wintris, springi málið og færi út um allt. Allir gerðu sér grein fyrir alvarleika málsins með Sigmund Davíð og okkur var veitt undanþága til að taka við-talið þann 11. mars. Síðan þá hafa Sigmundi gefist mjög mörg tækifæri til að skýra sín mál betur.“

Æfðu viðtalið áðurÍ þættinum voru sýndar upptökur af mínútunum fyrir og eftir við-talið. „Við vorum búnir að ræða

það, að við mættum búast við hverju sem er og reyndum að sjá fyrir okkur aðstæður sem gætu komið upp. Við vissum líka að það væri alveg sama hvernig við undir-byggjum okkur, aðstæðurnar yrðu einhvernveginn allt öðruvísi. Við vorum hinsvegar öruggir með allt saman og vissum að við værum að gera það eina rétta í stöðunni. Það var fyrirsjáanlegt að við myndum fá gagnrýni fyrir það á hvaða for-sendum við fengjum Sigmund Dav-íð í viðtal. Okkur fannst almanna-hagsmunir vega þyngra en rökin fyrir því að fá viðtal með formlegri leiðum.“

Í þættinum sést hvernig Sven og Jóhannes undirbúa sig undir það versta, það sem síðar átti eftir að koma á daginn, að Sigmundur Davíð gengi út úr viðtalinu. „Ef hann labbar í burtu vil ég geta fylgt honum eftir,“ segir Jóhannes.

Þeir ræða nákvæmlega hvenær hann á að stilla sér við hlið Sven og bera upp spurningu á íslensku.

Í sænska þættinum er einnig vik-ið að persónulegri sögu Jóhannes-ar. Af blaðamanninum sem hefur

Ég hitti Jóhannes Kr. Kristjánsson klukkan 23 um kvöld, tveimur sólarhringum eftir að Kastljós-þátturinn var sýndur. Aðeins klukkutímum eftir að Sigmundur Davíð hrökklaðist úr starfi.

|29FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 30: 08 04 2016

VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS

Einn sá vinsælasti...á BESTA verðinu.

2.995.000

ADRIA AVIVA 390 PS - Eigin þyngd aðeins 800 kg. Passar aftan í nánast hvaða bíl sem er.Fullkomin vagn fyrir 2 - 4 á besta verðinu:

GRILLTÍMINN ER KOMIN!Af því tilefni fylgir vinsælasta O-GRILLIÐ með öllum nýjum og notuðum vögnum.

Tilboðið gildir bara um helgina.

fengið sinn skerf af mótlæti í lífinu og flestir landsmenn þekkja fyrir að gefa óvart svolítið af sjálf-um sér um leið og hann fjallar um mannleg málefni í fjölmiðlum. Ekki síst þegar hann varpaði kastljósinu að umfangsmikilli neyslu rítalíns á götum borgarinnar, eftir að dóttir hans, Sigrún Mjöll, lést af völdum fíkniefna árið 2010. Jóhannes fór í gegnum sorgina eftir dótturmis-sinn með því að sökkva sér í vinnu. „Ég hugsa til Sissu á hverjum ein-asta degi. Hún var alltaf svo stolt af mér. Hin börnin mín halda mér gangandi og eru mér endalausir gleðigjafar,“ segir Jóhannes.

Hann fékk mikið lof fyrir umfjöll-unina en skömmu síðar varð hann niðurskurði RÚV að bráð og missti vinnuna. Hann hefur oft verið án atvinnu og var sennilega eini blaða-maðurinn sem vann við að greina Panama-skjölin, án þess að vera á launum hjá fjölmiðli á meðan.

„Ég var algjörlega einangraður í þessu Panama-verkefni til að byrja með og sagði örfáum frá því sem ég var að gera. Bara fólki í mínum innsta hring sem ég treysti. Konan mín var minn klettur í gegnum þetta en ég gat ekki gert kollegum mínum að segja þeim frá þessu. Við áttum engan pening á meðan ég var í þessu svo ég tók að mér að ritstýra tímariti Samhjálpar. Það reddaði jólunum fyrir okkur.“

Jóhannes segist hafa kynnst Aðal-steini Kjartanssyni blaðamanni á blaðamannaráðstefnu í Lilleham-mer í Noregi fyrir nokkru og litist vel á hann. Hann hafi því fengið hann til liðs við sig við úrvinnslu gagnanna og Aðalsteinn hafi hellt sér í málið af fullum þunga. „Hann er rosalega flottur gagnablaða-maður með tölvureynslu og kann ýmislegt fyrir sér.“ Þeir Jóhannes og Aðalsteinn hafa stofnað fyrir-tækið Reykjavík Media sem hlotið

hefur rúmlega ellefu milljónir króna í fjárframlög frá almenningi í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund eftir að Kastljósþátt-urinn var sýndur.

„Ég leitaði til þeirra sem ég treysti best, þeirra Kristins Hrafns-sonar, sem er mér einskonar lærifaðir í blaðamennsku og hefur kennt mér svo margt. Inga R. og Helga Seljan sem ég hef unnið með svo oft áður og þekki svo vel. Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra í Kastljósi. Þetta er svo gríðarlega öflugt lið með mikla reynslu að baki og þau lögðu svo mikið til málanna. Án þeirra hefði þessi umfjöllun aldrei orðið það sem hún varð.“

Jóhannes segir það líka hafa ver-ið ómetanlegt að geta speglað frétt-irnar, sem komu upp úr krafsinu, í þeim alþjóðlegu blaðamönnum sem tóku þátt í að greina skjölin. „Til dæmis varðandi stjórnmála-mennina. Erlendu kollegarnir voru gallharðir á því að mál Sigmundar Davíðs snerist ekki um lagatækni-leg atriði heldur siðferði valda-mesta fólks landsins. Hér heima hefur umræðan hinsvegar aðeins snúist um lögfræði, það er eins og siðferðið skipti ekki máli.“

Í sænska sjónvarpsþættinum er atriði sem tekið var upp á Íslandi í janúar þar sem sést til Jóhannesar og Sven fyrir utan stjórnarráðið, þar sem þeir virða fyrir sér ráð-herrana sem ganga á ríkisstjórnar-fund. „Þegar glæsivagnarnir birtast veistu að það er ríkisstjórnar-fundur þarna inni,“ segir Jóhannes. „Þegar ég sé þá núna, þá hugsa ég hversu falskir þeir eru.“

Eins og sagt hefur verið frá er frekari tíðinda að vænta úr Pa-nama-skjölunum sem enn á eftir að opinbera. Upplýst hefur verið um að nöfn 600 Íslendinga komi fyrir í þeim og frétta af þessu sé að vænta í maí.

„Menn eru stanslaust að hringja í mig og biðja mig um nafnalist-ann. Það er ekkert svoleiðis til. Ég hef leitarheimild í gagnagrunni þar sem fundist hafa íslensk nöfn en ég hef ekkert leyfi til að gefa út lista. Aðeins ICJI hefur slíkt leyfi. Í maí munu samtökin opna fyrir sjónrænan gagnagrunn þar sem hægt verður að leita eftir nöfnum tengdum aflandsfélögum. Ég veit að þó nokkrir einstaklingar hafa þegar leitað sér lögfræðiaðstoðar vegna fyrirhugaðra umfjallana og það er titringur vegna þess sem á eftir að koma.“

Jóhannes segir að það sé hafið yfir allan vafa að það sé almanna-hagur að fólk fái upplýsingar um hverjir reyni að fela peninga sína í skattaskjólum.

„Ef siðferðið er ekki lagi hjá þeim allra valdamestu, sem leggja lín-urnar fyrir allt samfélagið, þá erum við á vondum stað,“ segir Jóhannes að lokum áður en hann fer heim að leggja sig og heldur til Svíþjóðar á ráðstefnu í blaðamennsku.

„Nú vildi ég helst vera staddur á báti í Ön-undarfirði, fjarri öllum símum og fréttum.

Þetta hefur verið svakalegur rússíbani,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Erlendu kollegarnir voru gallharðir á því

að mál Sigmundar Davíðs snerist ekki

um lagatæknileg atriði heldur siðferði

valdamesta fólks landsins. Hér heima

hefur umræðan hins-vegar aðeins snúist

um lögfræði, það er eins og siðferðið

skipti ekki máli.“

30 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 31: 08 04 2016

Kringlan 4–12 103 Reykjavík www.reitir.is 575 9000

TIL LEIGUTIL LEIGU

Fiskislóð 10625 m² á 2. hæð

Hátún 2b365 m² á 2. hæðVandaðar skrifstofur með parketi og gólfsíðum glugg-um. Rúmgóð rými í kjallara bjóða upp á ýmsa nýtingar-möguleika.

Höfðabakki 9416 m² á 5. hæðSkrifstofuhúsnæði á 5. hæð í þessari glæsilegu byggingu.Möguleiki á að innrétta og endurnýja eftir þörfum leigutaka.

Skrifstofuhúsnæði á vinsælu svæði nálægt höfninni. Nýr sérinngangur á austurhlið væntanlegur. Möguleiki á að innrétta eftir þörfum leigutaka.

Dalshraun 3400 m² á jarðhæð, sérinngangurBjart og rúmgott skrifstofu- eða þjónustuhúsnæði.Reitir innrétta húsnæðið í samræmi við þarfir leigutaka.

Allar nánari upplýsingar, myndir og teikningar, má nálgast á www.reitir.is og hjá Halldóri Jenssyni sölustjóra í 840 2100 eða [email protected].

FBL

Page 32: 08 04 2016

Heil og sæl, kæra áhugasama amma og bestu þakkir fyrir afar áhugaverðar hugleiðingar. Við afar og ömmur erum mikilvægt uppeldisafl rétt eins og allir í fjöl­skyldu barna – og svo leyfi ég mér ætíð að segja að fjölskyldan fær það albesta og alversta sem barn getur gefið. Það besta og mesta af kærleika og nánd og líka það versta í hegðun og dálítilli stjórn­semi þessarar elskuðu mannveru sem kann að ýta á rétta takka til að stjórna okkur, fólkinu sem það elskar og treystir best af öllum í heiminum.

Opinbert líf eða einkalífFyrst vil ég nefna að mörg okkar eigum til ólíka hegðun heima og heiman. Að einhverju leyti er það skiljanlegt en best mun öllum farnast ef við erum ekki að „leika leikrit“ í hegðun okkar heldur náum þeirri sjálfsþekkingu að vita hver við erum og höfum kjarkinn til að treysta öðrum fyrir því. Skoðaðu endilega svonefndan joh­ari­window á netinu – sú kenning útskýrir þetta á skemmtilegan hátt fyrir bæði börn og fullorðna.

Börn „lesa“ okkurAð einhverju leyti er hegðun okkar aðstæðubundin og ræðst af fólkinu í kringum okkur. Börn frá fyrstu vikum eru byrjuð að lesa í öll smátáknin sem við gefum frá okkur til að sýna velþóknun eða vanþóknun gagnvart þeim og hegðun þeirra. Svipbrigði, raddblær, líkamstjáning – þau skilja hvað klukkan slær og orðin eru oft aukaatriði. Þarna skiptir sköpum að við sköpum kærleiks­ríkt og hvetjandi uppeldisum­hverfi fyrir börn alls staðar og öll erum við ábyrg; öll stórfjöl­skyldan er ábyrg, við sem vinnum við uppeldi erum á launum við að standa okkur, hreinlega allir sem mæta börnum og ungmennum í samfélaginu. Verum sjálfum okkur samkvæm í umhyggju og hlýju svo við öðlumst trúnað barna og ungmenna.

En hún er bara svo feiminSvo eru börn afskaplega ólík – rétt eins og við, full­orðna fólkið. Sum eru fljót að segja öllum allt um sig, njóta sín vel í hópi enda mjög félagslynd og „opin“. Önnur fara sér hægt, njóta

sín hreinlega ekki vel í fjölmenni opinbera lífsins og líður best með einum eða tveimur nánum að­ilum. Þau þurfa stundum einveru og vilja kynnast fólki og aðstæð­um vel áður en þau treysta fólki fyrir sér. Persónuleikar þeirra eru einfaldlega mjög sterkir strax á unga aldri og svo glíma þau við alls kyns sérkenni eða frávik frá norminu rétt eins og við hin. Hins vegar eru hugtök eins og feimni bara lýsing á því að barnið treystir ekki umhverfinu fyrir sjálfu sér og það er óöryggi – miklu skiljanlegra hugtak sem má vinna með í þeim aðstæðum sem óöryggið birtist ef það hefur neikvæð áhrif á barnið.

Hörkum líka af okkurEnn ein hliðin er síðan að stund­um viljum við, sem erum tilfinn­ingatengdust barni, vernda það nánast um of því að margt mót­drægt á eftir að mæta því á lífsleið­inni. Því er seigla eða resilience hið nýja lausnarorð í uppeldisum­ræðu Vesturlanda þegar rætt er um framtíðina í viðsjárverðum heimi. Seigla sem eiginleiki snýst annars vegar um viðhorf okkar til mótlætis og sársauka og hins vegar um hæfilega reynslu af hinu sama. Það er öllum hollt að gráta góða skvettu við sársauka en óþarfi að verja deginum í sorg og eftirsjá. Því er gott að harka af sér, slá striki yfir það sem var og halda bara áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Magga Pála

UppeldisáhöldinSendið Möggu Pálu spurningar á

[email protected] og hún mun svara í næstu blöðum.

Það besta og verstaKæra Margrét Pála ... ég nýt þess að lesa pistlana þína. Hef svo mikinn áhuga á uppeldismálum þótt ég sé ekki lengur uppalandi, nema óbeint í gegnum tengsl við barnabörnin.

Hefur þú kynnst því að börn á leikskólaaldri bæli tilfinning-ar sínar í skólanum – t.d. þegar þau meiða sig eða eru leið?

Þ.e. að þau harki meira af sér í skóla en heima? Mér þætti mjög áhugavert að heyra vangaveltur þínar um þetta.

Hlýjar kveðjur, áhugasöm amma.

EPSON EXPRESSION HOME XP-332Einfaldur og góður prentari og skanni fyrir skólafólk.

Þráðlaus �ölnotaprentari (skanni, ljósritun og prentun). Hentar vel til að prenta allt frá texta y�r í góða ljósmynd. Beinn stuðningur við iPhone/iPad og Android. Hægt er að fá APP til að prenta og skanna með iOS og Android tækjum. Allar helstu skipanir á skjá. Hagkvæmur í rekstri.

13.000 EPSON Expression

Home XP-332

,-

www.thor.isTÖLVUVERSLUN

ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581 ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR

er að fá APP til að prenta og skanna með iOS og Android tækjum. Allar helstu

Einnig fáanlegur í hvítu.

32 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 33: 08 04 2016

Ný vara frá Örnu Mjólkurvinnslu

arna.is

Óhrært pokaskyr -laktósafrítt

Nýja óhrærða skyrið frá Örnu er framleitt með gömlu

aðferðinni, þ.e. mysan er síuð frá í léreftspokum eins og

gert hefur verið á Íslandi frá fyrstu tíð. Skyrið er sýrt með

ekta íslenskum skyrgerlum, inniheldur hátt hlutfall af

hágæða próteinum, lítið af kolvetnum, enga fitu og er án

allra aukaefna.

Skyrið er í 500 g dósum og ber hið noræna hollustumerki

skráargatið. Skráargatið er norræn merking fyrir þær

matvörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki og er

ætlað að auðvelda neytendum að velja sér holla matvöru.

ÓhrærtÓhrærtÓhrærtÓhrærtÓhrært pokaskyrpokaskyrpokaskyrpokaskyrpokaskyrpokaskyrpokaskyrpokaskyr-laktósafrítt -laktósafrítt -laktósafrítt -laktósafrítt -laktósafrítt

Page 34: 08 04 2016

Skráðu þig í Ljósleiðara hjá Nova á nova.is í þjónustuveri Nova eða í næstu Nova verslun.

Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter

100GB

Netið hjá Nova 3.990 kr.

Gagnaveitan, aðgangsgjald 2.580 kr.

Leiga á beini 690 kr.

Samtals: 7.260 kr.

Hver 100GB umfram: 990 kr.

1.000GB

Netið hjá Nova 5.990 kr.

Gagnaveitan, aðgangsgjald 2.580 kr.

Leiga á beini 690 kr.

Samtals: 9.260 kr.

Hver 100GB umfram: 990 kr.

Ljósleiðari hjá Nova er fyrir þá sem vilja öfluga

háhraða tengingu inn á nútímaheimilið. Einfaldaðu

þér lífið, slepptu heimasímanum og sjónvarpsboxinu

og horfðu á sjónvarpið yfir netið.

Ljósleiðaraþjónusta Nova styður 500 Mb/s kerfishraða.

Gerðu verðsamanburð og þú gætir lækkað

netreikninginn í einni svipan.

Ljósleiðari hjá Nova!

Page 35: 08 04 2016

Skráðu þig í Ljósleiðara hjá Nova á nova.is í þjónustuveri Nova eða í næstu Nova verslun.

Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter

100GB

Netið hjá Nova 3.990 kr.

Gagnaveitan, aðgangsgjald 2.580 kr.

Leiga á beini 690 kr.

Samtals: 7.260 kr.

Hver 100GB umfram: 990 kr.

1.000GB

Netið hjá Nova 5.990 kr.

Gagnaveitan, aðgangsgjald 2.580 kr.

Leiga á beini 690 kr.

Samtals: 9.260 kr.

Hver 100GB umfram: 990 kr.

Ljósleiðari hjá Nova er fyrir þá sem vilja öfluga

háhraða tengingu inn á nútímaheimilið. Einfaldaðu

þér lífið, slepptu heimasímanum og sjónvarpsboxinu

og horfðu á sjónvarpið yfir netið.

Ljósleiðaraþjónusta Nova styður 500 Mb/s kerfishraða.

Gerðu verðsamanburð og þú gætir lækkað

netreikninginn í einni svipan.

Ljósleiðari hjá Nova!

Page 36: 08 04 2016

Mynd | Hari Kristinn er 27 ára gamall og er með geðhvörf. Hann hefur þrisvar sinnum upplifað maníu, eða örlyndi, en 25 sinnum djúp þunglyndistímabil.

Lífsreynslan Kristinn Rúnar Kristinsson

Allsber á Austurvelli

„Manían fer vanalega af stað með vorinu, það er ekki hægt að fá maníu í myrkri. Þegar þú hefur verið í vanlíðan í marga mánuði en finnur svo fyrir vellíðan þá langar þig ekki til að gera neitt í málunum. Auðvitað er skynsamlegast að fara upp á geðdeild, en þú vilt ekki gera það sem er skynsamlegast,“ segir Kristinn Rúnar Krist-insson. Halla Harðardó[email protected]

Kristinn er 27 ára gamall og er með geðhvörf. Hann hefur þrisvar sinn-um upplifað maníu, eða örlyndi, en 25 sinnum djúpt þunglyndi. Kristinn hefur á undanförnum mánuðum heimsótt gagnfræða-skóla til að segja frá sinni upplifun af veikindum sínum. Hann hefur hitt 170 krakka á sex vikum, flestir þeirra vita hvað þunglyndi er en afar fáir vita hvað manía er.

„Síðasta manía kom í byrjun júní í fyrra og hófst með því að ég fór að stunda ræktina af miklu kappi. Ég fór að mæta svona þrisvar á dag og skóf sjö kíló af fitu í burtu á níu dögum. Orkan varð svo svakaleg að ég þurfti ekki að sofa nema þrjá tíma á nóttu en í þunglyndinu þá sef ég þrettán tíma. Pabbi, sem er minn besti vinur, reyndi að ræða

við mig en það er ekki hægt að rökræða við mann í maníu. Ég var svona 120 kíló en tók öfga-fulla spretti í ræktinni, hljóp þar á brettinu og bara naut þess að fólk horfði á mig því mér fannst ég svo flottur,“ segir Kristinn og hlær. „Það er mikilvægt að geta litið á þessi veikindi í kómísku ljósi og ég hef aldrei skammast mín fyrir það hvernig ég hegða mér þegar ég er veikur.“

„Þann þrettánda júní fór ég svo beint úr ræktinni og niður á English Pub í miðbænum. Þar leið mér eins og algjörum kóngi, stóð í dyrunum og fann að allir sem komu inn á barinn voru þar vegna mín. Það var mikið líf í bænum og ég heyrði útundan mér að það væri „Free the nipple“ samkoma í gangi. En þegar Ameríkani sem ég hafði verið að ræða við spurði mig hvað væri í gangi sagði ég honum að það væri að safnast saman fólk í bænum vegna mín, það ætti að krýna mig sem forseta og að það ætti að færa þjóðhátíðardaginn frá 17. júní yfir á 13. júní, því það væri happatalan hans pabba og hefði líka alltaf verið happatalan mín. Ég man þetta allt í smáatriðum en ég held að mjög aftarlega í hausnum hafi ég vitað að ég væri að bulla.“

„Svo geng ég út af barnum og yfir á Kaffi París, með því að smeygja mér á milli allra borðanna

sem voru þétt setin fyrir utan og tek nokkrar íþróttaæfingar á leið-inni. Það hafa örugglega verið um 2000 manns á Austurvelli og mér fannst ég þurfa að komast að svið-inu. Það var allt fullt þarna af ber-brjósta stelpum og mér fannst ég geta gert þeim mikinn greiða með því að strípalingast þarna með þeim. Svo ég fór úr öllum fötunum og stillti mér vandlega upp framan við styttuna af Jóni Sigurðssyni með lokuð augu í algjöru „zoni“. Mér fannst þetta svo rétt.“

„Næst var ferðinni heitið á Ingólfstorg þar sem ég sá nokkra hjólabrettastráka, vini Guðna heitins bróður míns. En á leiðinni þangað vatt kona sér upp að mér

fyrir að hafa berað mig en ég sagði henni að vera ekkert að skipta sér af, svo hún hringdi á lögregl-una. Á torginu byrjaði ég að þjálfa hjólabrettstrákana því við vorum að fara að halda þarna risahjóla-brettasýningu. Þó ég hafi aldrei kunnað neitt á hjólabretti vissi ég að þetta væri köllun mín. Mamma eins stráksins byrjaði að taka myndband af stráknum sínum en ég sagði henni að fara norður og niður þar sem hún væri að skipta sér af “showinu”. Sem varð til þess að hún hringdi í lögregluna. Á endanum kom löggan og keyrði mig heim þar sem ég fékk mér köku og mjólk og fór svo í heita pottinn.“

„Eftir að hafa safnað smá orku fékk ég þá flugu í hausinn að fara að stjórna umferðinni á Digranesvegi þar sem við búum. Þar stóð ég og öskraði á fólk eða klappaði fyrir því eftir því hver frammistaðan í akstrinum var. Þegar ég sá lögguna nálgast fór ég aftur í heita pottinn og reyndi að sýnast alveg rólegur þegar hún svo mætti á svæðið. Það þýddi ekkert fyrir þá að ná mér upp úr fyrr en Biggi lögga mætti, þá fannst mér vera kominn gamall vinur sem ég gæti treyst, fór upp úr og lagðist á magann í grasið svo þeir gætu handjárnað mig. Því þá vissi ég að ég væri kominn á endastöð.“

36 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR:

Optical Studio SmáralindOptical Studio Keflavík

OPTICAL STUDIOFRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ

E RT U Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A ?

KAUPAUKIMeð öllum marg skiptum glerjum** fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Tilvalið sem sól - gleraugu eða varagleraugu.

** Lindberg umgjörð m/ Hoya Progressive glerjum, 1.6 Index.** Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler.

Módel: Hrönn Johannsen Gleraugu: Lindberg

KAUPAUKIMeð öllum margfylgir annað par styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu.

** Lindberg umgjörð m/ Hoya Progressive glerjum, 1.6 Index.** Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler.

Verslaðu á hagstæðara verði. Allt að 50% ódýrari en sam bærileg vara á meginlandi Evrópu.*

Page 37: 08 04 2016

Fim. 19. maí » 20:00Fös. 20. maí » 20:00

Tryggið ykkur miða

Emilíana Torrini og Sinfó

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050 » Opið 9-18 virka daga og 10-18 um helgar

Emilíana Torrini Hugh Brunt hljómsveitarstjóri

Emilíana Torrini hefur vakið heimsathygli fyrir söng sinn og lagasmíðar og m.a. verið tilnefnd til Grammy-verðlauna. Á tónleikun-um syngur hún mörg sín bestu lög, við óraf-magnaðan leik Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Á dagskránni verða vinsæl lög á borð við Jungle Drum, Nothing Brings Me Down, Hold Heart og Lifesaver og Gollum’s Song úr kvikmyndinni Hringadróttinssögu.

#sinfó@icelandsymphony

Page 38: 08 04 2016

Mynd | Hari

„Ég var að brenna út í Þýskalandi þegar ég ákvað að það væri kominn tími á breytingar,“ segir Anne Steinbrenner, lands-lagsarkitekt frá Þýskalandi, sem flutti til Íslands fyrir átta árum. „Upphaflega hugmyndin var ekki að flytja hingað heldur langaði mig í góða hvíld langt frá Þýskalandi og helst í sveit,“ segir Anne sem fékk vinnu á bóndabæ í nágrenni Víkur í Mýrdal. Halla Harðardó[email protected]

„Það var rosalega gott að vera í sveitinni þar sem ég vann við einfalda hluti og gat látið hugann reika. Eftir hvíldina leið mér svo vel hérna að ég fór að svipast um eftir vinnu við mitt hæfi.“

Anne fékk vinnu sem lands-

lagsarkitekt vorið 2008 en arki-tektastofan fór á hausinn þegar kreppan skall á um haustið. „Ég kynntist manninum mínum í kreppunni og daginn eftir að við byrjuðum að búa missti ég vinnuna. Ég hugsaði sem svo að nú væri ferillinn ónýtur svo það væri góður tími til að stofna fjöl-skyldu,“ segir Anne sem í dag á tvær dætur. „Og sem betur fer byrjaði uppsveiflan í ferðabrans-anum stuttu síðar svo ég fékk nýja vinnu fljótlega.“

„Það sem mér líkar hérna er hversu frjálslegt og afslappað samfélagið er. Ef þú vilt taka þátt í atvinnulífinu í Þýskalandi og ganga vel þá getur þú ekki valið að gera neitt annað. Það er ekki hægt að ná langt í atvinnulífi og eiga fjölskyldu því kröfurnar eru miklu meiri. Ég var að vinna við umhverfisskipulag í Kiel og þar var rosalega mikið álag því stanslaust

var krafist yfirvinnu án þess að ég fengi borgað fyrir það.“

„Minn draumur hefur alltaf ver-ið að prófa marga hluti. Mér finnst leiðinlegt að vinna bara og líka leiðinlegt að vera bara heima en hér hef ég getað gert hvort tveggja. Mér finnst ég hafa fundið jafn-vægið hérna. Í Þýskalandi þurfti ég að flytja mikið vegna vinnunnar en hér finnst mér svo frábært hvað allt er lítið í sniðum. Þar var svo lítill stöðugleiki í lífinu sem mér finnst ég hafa náð hér.“

„Ég sakna vorsins í Þýskalandi og að synda í vötnum. Ég sakna auðvitað líka vinanna og þeirra sem ég deili minningum með. Að hlæja yfir einhverju sem gerðist fyrir löngu síðan getur þú bara gert með gömlum vinum og ég sakna þess. Sumar minningar gleymast hraðar því maður talar ekki lengur um þær og það getur verið erfitt.“

Þegar fuglarnir tala grísku

Eitt sinn var kona sem taldi sig vissa um að fuglarnir í garðinum hennar töluðu grísku við hana og að látin móðir hennar talaði til hennar. Þetta var árið 1941. Það var að nálgast vor á Bretlandseyjum. Konan gekk um í garðinum við hús sitt og eiginmannsins, Monk’s í austurhluta Sussex.

Það virtist sem „opnast“ hefði um of á „milliheima-gáttir“ í höfði hennar og það aukna flæði milli lítt tengdra „heima“ hafði sterk áhrif á vitund hennar og breytni þennan dag í lok marsmánaðar. Konan gekk í kápu sinni með vasana fulla af grjóti í átt að ánni Ouse sem rann skammt frá húsi „munksins“. Hún hafði skilið eftir skilaboð til eiginmanns-ins á eldhúsborðinu sem ráðskonan kom auga á er hún hófst handa við að undirbúa máltíð handa þeim hjónum.

Konan var í félagskap/hóp sem nefndi sig Bloomsbury-hópinn. Í þeim hópi voru, auk konunnar, manneskjur á borð við John Maynard Keynes, E.M. Foster, Lytton Strachey, Roger Fry, Clive Bell og fleira andans fólk. Hópurinn hafði mikil áhrif á þróun hugsunar í heimspeki, listum, stjórnmálum og lífsviðhorf-um á upphafsárum síðustu aldar.

Nánustu ættingjar og vinir konunnar, sem nú gekk að ánni í þungu kápunni albúin að hverfa, hafa lýst henni sem skynsamri manneskju. „Milliheimaflæðið“ virðist hafa sveiflað

henni títt frá hinni þröngu en nauðsynlegu skynsem-isnálgun yfir í stjórnleysi.

Þar á milli bjó hins vegar jarðvegur gríðarlegrar sköpunar sem konan hafði fram að þessum degi, 28. mars 1941, geta umfaðmað og beint í farveg sköpunar til áhrifa á heiminn.

Er eiginmaður konunnar, Leonard, gengur hægt niður stigann í húsi þeirra heyrir hann rödd ráðs-konunnar berast til sín. Hún er í uppnámi. Bréf merkt honum liggur ásamt öðru bréfi á borðinu.

Virginia Woolf, eiginkona hans, er þá þegar komin undir yfirborð ánnar Ouse. „Milliheimaflökt“ hugar hennar hljóðnað. Ljósið upprisið úr líflausum líkama hennar.

Það er umhugsunarefni hvernig við upplifum veruleikann. Það að geta haldið „gáttinni“ opinni og geta stýrt flæðinu er vandmeðfarið. Það er þó skoðun þeirra sem ég hef rætt við og upplifað hafa „flökt“ að hægt sé að gera tilraun til að stýra slíku með ákveðnum hætti. Huga að svefni, hreyfingu, mataræði og heilsusamleg-

um lífsháttum. Forðast öll hugvíkkandi efni. Vinna að sjálfsþekkingu og hugleiða.

Þetta eru engin geimvísindi. Þeir sem hafa næma huga og telja skynsvið sín rúm hafa það oft á orði að mikilvægast sé þó að lágmarka utanaðkomandi áreiti, velja sér við-bragð og hvíla vel í kjarna sínum, punktinum.

Við erum öll „opin“. Við, þau „venjulegu“, gætum skynjað snefil af „milliheimum“ rétt fyrir svefn og í svefnrofum að morgni. Þá gætu fuglarnir talað grísku.

Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson

Innflytjandinn Anne Steinbrenner

Anne Steinbrenner, landslagsarkitekt frá Þýskalandi, flutti til Íslands fyrir átta árum og kann vel að meta frjálslegt og afslappað samfélagið.

Fann jafnvægið á Íslandi

www.austurindia.is

Hverfisgata 56 Opið: sun.-fim. 17:30 - 22:00 og fös.-lau. 17:30 - 23:00

Um þessar mundir halda Indverjar hina litríku HOLI-hátíð. Austur-Indíafjelagið

færir þér angan af gleðinni og litadýrðinni frá Indlandi fram í apríl með ríkulegum

fimm rétta HOLI hátíðarmatseðli á frábæru verði: 5.990 kr. mán.-mið.

og 6.990 kr. fim.-sun.

Komdu og njóttu þess besta í indverskri matargerð.

Tryggðu þér sæti núna í s. 552 1630.

100% DÚNSÆNG FYRIR FERMINGARBARNIÐ

FERMINGARLEIKURLÍN DESIGN

MIÐAR Á JUSTIN BIEBER

SKRÁÐU FERMINGARBARNIÐ

Lambagras Verð nú 9.990 krVerð áður 14.990 kr

Blómahaf Verð nú 7.990 krVerð áður 15.490 kr

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS

15 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Á TILBOÐISJÁÐU ÚRVALIÐ Á LINDESIGN.IS

100% DÚNN / 790G DÚNN 140x200 Verð nú 23.994 kr Verð áður 39.990 kr

29.695kr.49620201

GÖTUHJÓL 26” 6 gíra með körfu

skoðaðu úrvalið á www.byko.is38 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 39: 08 04 2016

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is

nótanUppskeruhátíð tónlistarskóla

LOKAHÁTÍÐ NÓTUNNAR 2016Eldborg í Hörpu, sunnudaginn 10. apríl

Kl. 11:30 Tónleikar I grunnnám, miðnám og opinn �okkurKl. 14:00 Tónleikar II miðnám, framhaldsnám og opinn �okkur

Kl. 16:30 Lokaathöfn - afhending viðurkenninga / tíu handhafar Nótunnar �ytja sín verk

Allir velkomnir – aðgangur ókeypisTónlistarnemendur bjóða upp á lifandi tónlist í opnu rými Hörpu á milli viðburða

Page 40: 08 04 2016

Mynd | Hari

Unnið í samstarfi við NAM

NAM stendur fyrir nútíma asísk matargerð. Veit-ingastaðirnir eru orðnir þrír, við opnuðum núna

síðast á Laugavegi en vorum nú þegar Nýbýlavegi og Bíldshöfða,“ segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir markaðsstjóri. „Við erum að bjóða upp á öðruvísi asískan mat sem er virkilega skemmtilegur. Þetta eru til dæmis dumplings sem eru mjög vinsælir og skálarnar okkar líka. Svo erum við með Bahn Mi sem er víetnömsk götusamloka, nautasam-lokan er alveg sturluð!“

Í matnum á NAM er mikill kraftur en hann helgast aðallega af góðu og hreinu hráefni sem er ávallt sem ferskast. Grænmetisætur og þau sem eru vegan fá aldeilis eitthvað fyrir sinn snúð á NAM. „Strákarnir í

Nútíma Asísk MatargerðHreint hráefni og kraftmikið bragð

Kynningar | Matartíminn

NAM á Bíldshöfða er mjög huggulegur staður sem býður af sér góðan þokka.

Bahn Mi nautasamlokan hefur slegið í gegn.

Hægt er að velja um ótal samsetningar þegar pöntuð er skál á NAM.

Bruggarar frá hinu kunna brugghúsi Arizona Wilderness heimsóttu Ísland í september í fyrra.

Þá hófst bruggun Fjólubláu handarinnar en við tók þriggja mánaða vinnsluferli.

Dýrasti bjór ÍslandssögunnarFjólubláa höndin verður kynnt í næstu viku

„Aðalbláberin ein og sér kostuðu tvær milljónir,“ segir Óli Rúnar Jónsson hjá Borg brugghúsi um nýjan bjór brugghússins sem kynntur verður í næstu viku. Um er að ræða bjór sem kallast Fjólubláa höndin og er samstarfsverkefni Borgar og bandaríska brugghússins Arizona Wilderness.

Fjólubláa höndin er dýrasti bjór sem framleiddur hefur verið hér á landi. Hráefniskostnaður og vinnan sem lögð var í framleiðsluna eru af áður óþekktri stærðargráðu hér. Bláberin voru keypt að norðan og austan og það tók viku að gera þau klár fyrir brugg. „Bjórinn var þrjá mánuði á tanki og þetta skilar okkur um það bil 2.800 lítrum. Flaskan mun kosta 1.290 krónur en hefði sennilega þurft að kosta svona 2.700 krónur,“ segir Óli Rúnar í léttum tón. Íslenskir bjórar hafa áður verið seldir á hærra verði en 1.290 krónur en þeir hafa allir verið með háa áfengisprósentu. Fjólubláa höndin er ekki nema 5,6 prósent og skýrist verðið af þessum háa framleiðslukostnaði.

Fjólubláa höndin verður kynnt á Skúla Craft Bar á fimmtudaginn næsta, klukkan 17. Ekki ligg-ur fyrir hvort sala hefst í Vínbúðunum í næstu eða þarnæstu viku, að sögn Óla. | hdm

15

-18

62

-HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

Kolve

tnaskert

Skyr með sítrónusælu er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Kolvetnaskert,fitulítið, próteinríkt og dásamlegt á bragðið.

Sjál�oðaliðar óskast til starfa í fatabúðir Rauða krossins

Áhugasamir sendi umsókn á Söndru á netfangið [email protected]. Nánari upplýsingar í síma 898 7179 og 570 4064.

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA –

16–

1133

Fjölbrey� og skemmtilegt starf í góðum félagsskap. Vertu hluti af heild og ný�u tímann til góðra verka.

Rauðakrossbúðirnar eru fimm á höfuðborgar-svæðinu og eru mikilvæg fjáröflun fyrir innan- og utanlandsstarf félagsins.

eldhúsinu gera tófúbollurnar okkar frá grunni og þær eru ótrúlega bragðgóðar og stökkar.“ Sósurnar á NAM eru einnig gerðar frá grunni úr fersku hráefni.

40 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 41: 08 04 2016

SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is

ELDHÚSIÐER OPIÐ

11.30–23.30

GASTROPUB

PERLURFYRIR SVÍNVILT ÞÚ HJÁLPA OKKUR AÐ GERASÆTA SVÍNIÐ ENN SÆTARA?Við leitum að flottum hlutum til að prýða staðinn og óskum eftir þinni aðstoð. Svín eða önnur húsdýr af öllum stærðum og gerðum eru sérstaklega velkomin sem og gamlar myndir, hljóðfæri, listaverkog kassettur.

Ef þú átt svínslega fallegan grip sem þér finnst eiga heima á sætum gastropub, sendu okkur þá mynd á [email protected] eða kíktu við og við gerum þér tilboð.

Sæta svínið er 20 daga gamall gastropub sem býður upp á mat úr íslenskum fyrsta flokks hráefnum, mjög gott úrval af íslenskum bjór og spennandi kokteilum til að njóta með matnum. Takk fyrir frábærar viðtökur!

PERLURFYRIR SVÍNFYRIR SVÍNPERLURFYRIR SVÍNPERLUR

Page 42: 08 04 2016

Heilsutíminn

Börpí, eða Burpee æfingin, heitir í höf-uðið á Royal H. Burpee sem skóp æf-inguna árið 1930 þegar hann bjó til hið svokallaða Burpee próf þegar hann var í doktorsnámi í heilsufræði við Columbia háskólann. Æfingin var hugsuð sem fljót-leg og áhrifarík leið til að komast í gott líkamlegt form. Æfingin náði vinsældum þegar bandaríski herinn notaði hana fyrir hermenn sína í seinni heimsstyrj-öldinni en Crossfit á stóran þátt í því að æfingin náði hylli meðal almennings.

Börpí æfingin er framkvæmd svona:Staðið upprétt í upphafi, næst eru hnén beygð og lófarnir settir á gólfið fyrir framan sig og fótunum spyrnt aftur þannig að líkaminn er í plankastöðu. Þarnæst er líkamanum spyrnt frá gólfinu upp á við og stokkið frá gólfinu og höndunum klappað fyrir ofan höfuð samtímis. Allt er þetta gert í einni hreyf-ingu, þ.e.a.s. á sem minnstum tíma. Æfingin er svo endurtekin nokkrum sinnum.

Minnkaðu sykurátiðUndanfarið hefur verið hávær umræða um skaðsemi mikillar sykurneyslu og margir alveg hættir að innbyrða þennan sæta skaðvald. Í hófi er allt gott en til þess að reyna að halda sykrinum í lágmarki er gott að hafa eftirfarandi í huga.

■ Sykurinn hefur mörg and-lit, marga tugi raunar. Lestu innihaldslýsingar á því sem þú kaupir og mundu að agave er til dæmis bara sykur. Ef það er orð sem endar á -ose eða -ósi í inni-haldslýsingunni er það nánast alveg pottþétt sykur. Flettu upp öllum mögulegum orðum á sykri og leggðu þau á minnið.

■ Alls ekki drekka sykraða drykki og þar með talið hvers konar orkudrykki. Þeir taka meira af þér en þeir gefa.

■ Kauptu ósykraðar vörur eftir fremsta megni. Ósætt súkkul-aði, hnetusmjör, ávaxtasafa og svo framvegis.

■ Mörg krydd hafa náttúrulega sætu. Grísk jógúrt með hnet-um, ávöxtum og kanil er til að mynda ótrúlega góð. Vanillu-extract eða fræ úr vanillustöng geta líka uppfyllt sykurþörfina.

■ Í mjög mörgum pasta- og pítsu-sósum er sykur. Það tekur enga stund að gera eigin sósu með því að saxa 2 hvítlauksgeira og hálfan lauk og mýkja í olíu við meðalhita. Bæta svo einni dós af niðursoðnum tómötum við og krydda með pipar, salti, oregani, basílíku og tímían. Leyfa þessu að malla í dálitla stund og mauka með töfra-sprota ef þið viljið enga stóra bita. Þetta er hægt að nota sem bæði pítsu- og pastasósu.

■ Ef þú ert vegan, eða ert af öðr-um ástæðum að sleppa mjólk-urvörum, eru til margir aðrir valmöguleikar eins og möndl-umjólk, hrísmjólk og sojamjólk. Stundum eru þessar vörur með viðbættum sykri, mundu að lesa vel aftan á umbúðir.

Hvað er börpí?Æfingin

ht.is

AFSLÁTTUR25-30%VIFTUR Í ÚRVALI

VERÐ FRÁ

2.495

100% DÚNSÆNG FYRIR FERMINGARBARNIÐ

FERMINGARLEIKURLÍN DESIGN

MIÐAR Á JUSTIN BIEBER

SKRÁÐU FERMINGARBARNIÐ

Lambagras Verð nú 9.990 krVerð áður 14.990 kr

Blómahaf Verð nú 7.990 krVerð áður 15.490 kr

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS

15 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Á TILBOÐISJÁÐU ÚRVALIÐ Á LINDESIGN.IS

100% DÚNN / 790G DÚNN 140x200 Verð nú 23.994 kr Verð áður 39.990 kr

42 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 43: 08 04 2016

Virkni sem kom á óvartDiljá Ólafsdóttir hefur stundað

reglulega líkamsrækt alla tíð. „Ég hef hreyft mig mikið en þó skynsamlega. Í byrjun sumars fór ég að finna fyrir miklum óþægindum í fótunum sem gerði það að verkum að ég gat ekki stundað mína líkamsrækt að fullu og það sem meira var þá fann ég til í fótunum í hvíld og jafnvel í svefni.“ Diljá bauðst að prófa Active Legs og fann fljótt mun á sér. „Áður en ég vissi af var ég hætt að finna fyrir óþægindum í

fótunum. Ég get því sagt í fullri einlægni að ég mæli heils-hugar með Active Legs.“

Active Legs eru framleitt af New Nordic í Svíþjóð og selt um allan heim. Á Íslandi er Active Legs fáanlegt í öllum helstu apótekum og heilsuhillum stórvörumarkaða.

Ég hef átt mjög erfitt með að létta mig, alveg sama hvað ég hef reynt,“ segir Guðrún Lilja Hermannsdóttir

sem hefur ákaflega góða reynslu af Amino Létt. „Amino Létt hefur hjálpað mér mikið, ég er södd lengur og þar af leiðandi borða ég minna. Sykurlöngunin hefur líka minnkað mikið,“ segir Guðrún og bætir við að líðanin hafi batnað það mikið að hún geti ekki hugsað sér að hætta inn-töku Amino Létt á næst-unni. „Ég var alltaf með mjög uppþembdan maga og það hefur lagast mikið og svo hafa nokkur kíló farið,“ segir Guðrún. „En aðallega finn á mun á því ég er ekki að borða í tíma

og ótíma, ég borða reglulega og fær mér ekkert nart á kvöldin nema ávexti eða grænmeti. Meltingin hefur lagast mikið, ég get sannarlega mælt með þessu og er farin að mæla með þessu við aðra.“

|43FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Innihaldsefni í Amino LéttIceprotein fiskprótein, Króm og Glucomannan.

Amínó® Létt er seðjandi og mettandi blanda sem auðveldar þyngdarstjórnun sé það tekið inn sem hluti af orkusnauðu mataræði

Virkni Active legsAvtive Legs er nýtt fæðurbóta-efni frá New Nordic sem eykur blóðflæði í fótleggjum og vinnur

gegn fótapirringi.

að létta mig, alveg sama hvað ég hef reynt,“ segir Guðrún Lilja Hermannsdóttir

sem hefur ákaflega góða reynslu af Amino Létt. „Amino Létt hefur hjálpað mér mikið, ég er södd lengur og þar af leiðandi borða ég minna. Sykurlöngunin hefur líka minnkað mikið,“ segir Guðrún og bætir við að líðanin hafi batnað það mikið að hún geti ekki hugsað sér að hætta inn-töku Amino Létt á næst-unni. „Ég var alltaf með mjög uppþembdan maga og það hefur lagast mikið og svo hafa nokkur kíló farið,“ segir Guðrún. „En aðallega finn á mun á því ég er ekki að borða í tíma

og ótíma, ég borða reglulega og fær mér ekkert nart á kvöldin nema ávexti eða grænmeti. Meltingin hefur lagast mikið, ég get sannarlega mælt með þessu og er farin að mæla með þessu við aðra.“

Innihaldsefni í Amino LéttIceprotein fiskprótein, Króm og Glucomannan.

Amínó® Létt er seðjandi og mettandi blanda sem auðveldar þyngdarstjórnun sé það tekið inn sem hluti af orkusnauðu mataræði

Unnið í samstarfi við Icecare

Íris Ásmundardóttir er á fullu í framhaldskólanámi og æfir ballett í rúmlega tuttugu klukku-stundir á viku ásamt því að vinna

sem aðstoðarkennari í ballett fyrir þau sem eru að taka fyrstu sporin. „Þegar ég lærði að stærsti hluti ónæmiskerfisins væri í meltingar-færunum ákvað ég að gera eins vel og ég gæti til að styðja við og halda þeim í sem bestu standi. Ég ætla mér langt í ballettinum og mér hefur undanfarin tvö ár hlotnast

sá heiður að fá að stunda nám við sumarskóla Boston Ballet ásamt því að hafa tekið tíma bæði í Steps on Broadway og í London. Til þess að geta stundað þetta allt saman af fullum krafti tek ég Bio-Kult á hverjum degi til að styrkja ónæmis-kerfið og koma í veg fyrir að ég fái allskonar umgangspestir sem ég má ekkert vera að því að eyða tímanum í,“ segir Íris.

Henni finnst Bio-Kult gera sér gott samhliða heilsusamlegu mataræði. „Ég er allavega mjög hraust, sjaldan þreytt, með góða

einbeitingu og hlakka nær undan-tekningarlaust að takast á við verk-efni dagsins.“

Bio-Kult fyrir allaInnihald Bio-Kult Candéa-hylkjanna er öflug blanda af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og grape seed ext-ract. Bio-Kult Candéa hylkin virka sem vörn gegn candida-sveppasýk-ingu í meltingarvegi kvenna og karla og sem vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum. Candida-sveppasýking getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki

Styrkir ónæmiskerfið og meltingunaHreysti og betri einbeiting fyrir tilstuðlan Bio-Kult.

Íris Ásmundardóttir ballerína er mjög hraust, sjaldan þreytt og með góða einbeitingu.

svo sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál.

Bio-Kult Original er einnig öflug blanda af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna. Bio-Kult Can-déa og Bio-Kult Original henta vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður og börn. Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota vörurnar. Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natasha Campbell-McBride.

Active Legs er nýtt fæðu-bótarefni frá New Nordic. Innihaldsefnin eru eingöngu unnin úr jurtum sem stuðla

að auknu blóðflæði í fótleggjum og vinna gegn fótapirringi. Diljá Ólafs-dóttir prófaði að taka hylkin þegar hún gat ekki stundað líkamsrækt vegna óþæginda í fótum. Einkennin hurfu og mælir Diljá heilshugar með Active Legs.

Hver pakkning inniheldur 30 hylki sem veita góða lausn við fótapir-ringi. Active Legs inniheldur margs konar jurtir, svo sem franskan furubörk, vínblaðsextract og svartan pipar. Innihaldsefnin stuðla að því að bæta blóðflæði í fótleggjum og fyrirbyggja þreytu í fótleggjum þegar fólk stendur eða situr lengi í kyrrstöðu.

Kynningar | Heilsutíminn AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Laus við fótapirring Reynslusaga Diljáar af Active legs

Amino Létt virkar vel fyrir migReynslusaga Guðrúnar Lilju af Amino Létt

Diljá Ólafsdóttir fann fyrir óþægindum í fótum sem komu í veg fyrir að hún gat stundað líkamsrækt og hvílst almennilega. Með því að taka inn Active Legs losnaði hún við verkina.

„Ég get því sagt í fullri einlægni að ég mæli heilshugar með Active Legs.“

Guðrún Lilja Hermannsdóttir sem hefur ákaflega góða reynslu af Amino Létt.

Page 44: 08 04 2016

Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

NÝ SENDING AF SUNDFÖTUMSTÆRÐIR 14-28 EÐA 42-56

VERTU VELKOMIN Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 EÐA PANTAÐU Á CURVY.IS

OPNUNARTÍMAR Í VERSLUN CURVY AÐ FÁKAFENI 9ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 11-18LAUGARDAGA FRÁ KL. 11-16

SundbolurVerð: 8.990 kr

Óttar Proppé Formaður Bjartrar framtíðar vekur athygli hvert sem hann fer. Skraut-legur klæðaburður hans er ávallt litríkur og skemmtilegur. Hann

er óhræddur við að blanda saman litum og jafnvel klæðast

einum lit í mis-munandi tóni, til þess þarf kjark.

■ Gulur rúllu-kragabolur Zara karladeild■ Sinnepsgul, flauelsjakkaföt Þessi jakkaföt

finnast ekki á hverju strái en fást í svipuðum stíl á asos.com.

Helgi Hrafn GunnarssonPíratinn fer ótroðnar slóðir í tísku stjórnmálanna og lætur ekki ramma sig inn sem klassískan „wall street“ gæja. Hann er að vinna með hakkara- og „lan“ útlit með smá „normcore“ ívafi.

■ Dökkblár jakki River Island■ Stutterma bolur með teiknuðu

bindi Dogma

Sigurður Ingi JóhannssonNýr forsætisráðherra hefur vakið athygli fyrir fylgihlutina sína. Ann-arsvegar hringinn sem hann ber á þumalfingri og flagaraklútinn um hálsinn. Þess fyrir utan er Sigurður Ingi ekki að taka mikla áhættu og heldur sig við jakkaföt og skyrtu.

■ Hringur Jón og Óskar■ Silkiklútur Verslun

Guðsteins Eyjólfs-sonar

■ Jakkaföt Herra-garður-inn

■ Skyrta Herra-garð-urinn

Karlatíska

Steldu stjórnmálastílnum

Tíska

Litunarsett fyrir augabrúnirog augnhár.Litunarferli tekur aðeins 3 mínútur.

280cm

98cm

Við bjóðum góð verð alla daga

Tunika kr.4900.

Stærðir st.0-46.franskar st.

Bláu húsin Faxafeni | S. 588 4499 | Opið mán.-fös. | 11-18 | lau. 11-16

Tökum upp nýjar vörur daglega

44 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 45: 08 04 2016

Þér líður betur í Sloggi

Sloggi Maxi 3 í pakkaTilboð á næsta

útsölustað Sloggi

Page 46: 08 04 2016

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

NÝR STAÐUR:SKÓGARLIND 2,

KÓPAVOGI

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLIND

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

GULUM VÖRUM

HANNAÐU ÞINN EIGIN

SÓFA

20% AFSLÁTTUR

AF EININGASÓFUM

NEST BASTLAMPI

34.500,-

DROPLET VASI GULUR/BLÁR

950,-

HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ

1450,-

TREPIED GÓLFLAMPI

19.900,-TILBOÐ 14.900,-BLYTH

YELLOW 24.500,-

HAL PÚÐI 5.900,-

HELENA TEPPI 9.800,-

SHADI HANDKLÆÐI

2400,-

AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-

CITRONADE 9800,-

COULEUR DISKUR

950,-

TRIPOD BORÐLAMPI

12.500,-

AFRICA STÓLL 11.250,-

DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR

145.000,-

GRETA SKRIFBORÐ

48.000,-

OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART

24.500,-

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT

11.900,-

PÁSKATILBOÐ

NÝJAR VÖRUR

FRÁ HABITAT

HANNAÐU ÞINN EIGIN

SÓFADISC KOLLUR

23.500.-

GABBIA STÓLL65.000.-

BJÖRSING55.000.-

LADDER TRÖPPUR28.500.-

ORB SÓFABORÐ85.000.-

NÝTT FRÁ ETHNICRAFT

OG UNIVERSO POSITIVO

Page 47: 08 04 2016

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

NÝR STAÐUR:SKÓGARLIND 2,

KÓPAVOGI

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLIND

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

GULUM VÖRUM

HANNAÐU ÞINN EIGIN

SÓFA

20% AFSLÁTTUR

AF EININGASÓFUM

NEST BASTLAMPI

34.500,-

DROPLET VASI GULUR/BLÁR

950,-

HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ

1450,-

TREPIED GÓLFLAMPI

19.900,-TILBOÐ 14.900,-BLYTH

YELLOW 24.500,-

HAL PÚÐI 5.900,-

HELENA TEPPI 9.800,-

SHADI HANDKLÆÐI

2400,-

AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-

CITRONADE 9800,-

COULEUR DISKUR

950,-

TRIPOD BORÐLAMPI

12.500,-

AFRICA STÓLL 11.250,-

DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR

145.000,-

GRETA SKRIFBORÐ

48.000,-

OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART

24.500,-

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT

11.900,-

PÁSKATILBOÐ

NÝJAR VÖRUR

FRÁ HABITAT

HANNAÐU ÞINN EIGIN

SÓFADISC KOLLUR

23.500.-

GABBIA STÓLL65.000.-

BJÖRSING55.000.-

LADDER TRÖPPUR28.500.-

ORB SÓFABORÐ85.000.-

NÝTT FRÁ ETHNICRAFT

OG UNIVERSO POSITIVO

Page 48: 08 04 2016

48 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

HNETA RÁÐAGERÐBERJAST

GEGNAKOSTUR VONSKA ÞYRPING

AÐSTÆÐUR

ÚTDEILDI

SLYNGUR

FATAEFNI

NYTSEMISÁLDRA

SKORA

RÁKIRVÖRU-MERKI

SMÁORÐ

LOGA

VÖKVA

ÆSTUR

TVEIR EINS

DEIGJA

NAGA

ÞEI

TOGA

UNDIR-EINS

SKYNFÆRITRUFLA

BRESTA

MÆLI-EININGSMÁNA

MATJURT

ÓKYRRVIÐSKIPTI HANKI

KORN

SKJÓLA

SEFUN

TÓNLEIKARSKISSA

ÖSKRA

SKORDÝR

STOÐ-VIRKI

Í RÖÐ

VILLTUR

TEMJA

DRAUP

BRAGAR-HÁTTUR

SEYTLAR

UPPHAF

ÍÞRÓTTA-FÉLAG

HNOÐ

ENDUR-BÆTA

DRYKKUR

RÍKI Í AMERÍKU

GAGNSÆR

GANGÞÓFI

STÆKKA

BOTNFALL

GRANNUR

BEITA

NÆGILEGA

SKYNJA

GAURFUGL KRYDDA

UPP-SPRETTA

VELTINGUR

BLÓM

ÁN

SJÚK-DÓMUR

FRIÐUR

FLAGG

TÆRA

KVK NAFN

DEIGUR

FLOKKA

SÆGUR

HJÁ

ÆXLUNAR-KORN

STEFNA

FÆÐA

REGLAFRÁ

ÁMÆLA

KLAKI

KRAÐAK

BELTI

FUGL

ELDUR

SMÁTT GLÁPA

HLUTDEILDRUGLAST

STEFNA

288

TILTRÚTIL-

FINNINGA-SEMI Á TALA

DYGGUR Þ SIGAÐ LINAST HNAPPUR

SUNDRAST

NÁR T V Í S T R A S TH R Æ TIPLA

TÁLBEITA T R Í T L AANGRA A M SÝNI

SUNDFÆRI Ú R T A KU N G U R GEÐ

TVEIR EINS

FRÁ K KSAMTALS

UNDIR-FERLI A ÍSHÚÐ

TVÍHLJÓÐI Í S I N G KARLFUGL

ILMUR H A N I

HYLLI

NÝR

ÍSHROÐI

A

E F L A S T SÁLDADUNDA

SKORTIR G A U F A ÞRÆLA-SALASTYRKJAST

I L L U R SVEIFLA

HRÓP S V I N G ETJA SPOTTI MVONDUR

HVÆS

N Æ S ÓSVIKINN

SÍLL E K T A GARGA G U S S AFK R ÁVÖXTUR

ÚTSKOT A K A R N ELDSTÆÐI

ÚTBÍA A R I N NÍÞRÓTTA-FÉLAG

A Ð A L MESSING

ÚTDEILDI L Á T Ú N FUGL

MAGN G Æ SB

SPJÁTRUNG-UR

EYÐA F U G L SRÍÐNI

HJARA A T ÓVÆTTUR

NÚNA M A R AÍ S K R A OTA

HRÓSS T R A N A Á FÆTI

STELL I LURGA

LJÓMI

L Ó I SKORDÝR

ÆTTGÖFGI F L ÓBLEK

TRÖLL-KONA T Ú S S RÓTA ÓSKORÐAÐG

S A M T GRENJA O R G A DÚKUR

SKÍTUR S E G LÞÓ

BERIST TIL

T TVEIR

SPÍRUN I I SKIP

BRÝNA F A R SKJÁLFA

FARANDI T I T R ABJ Á HÁÐ

SÁR G Y S ERTA

FUGL Ý F A EFNI

LYKT T A USAMÞYKKI

Ó L U N D VÍNÓRAR

UTAN Ö L Æ Ð ISJÚK-

DÓMUR

UPPHRÓPUN M SGEÐ-

VONSKA

ÍÞRÓTT

R U N ANDAÐAR D Á N A R ÁFALL L O S TBI N D L A N D ÞJÁLFA T E M J ARÍKI Í

SUÐUR-ASÍU

EINKENNI

287

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

Krossgátan

Allar gáturnar á netinuAllar krossgátur Fréttatímans frá upp-hafi er hægt að nálgast á vefnum http://krossgatur.gatur.net.

Lausn

Ég skal alveg viðurkenna það, ég varð fyrir smá vonbrigðum þegar ég heyrði að Leonel Messi hefði falið peningana sína í skattaskjóli. Svo bregðast krosstré sem önnur tré, kom upp í huga minn. Nú er víst best að upplýsa lesendur um að ég þekki hann Lionel ekki persónulega, ég hef aldrei hitt hann og við höfum aldrei sest niður í eldhúsinu hjá mér og rætt málin í neinni alvöru en ég hef svo oft heyrt um hann að mér finnst ég þekkja hann aðeins. Ég til dæmis veit hvernig hann lítur út á myndum sem er nú alveg ágætis byrjun á góðum vinskap.

Lionel er Argentínumaður að uppruna. Hann fæddist í Rosario sem er þriðja stærsta borg Argentínu, inni í miðju landi, ef landafræðin bregst mér ekki þeim mun meir. Afskaplega falleg borg (ég þekki hana af myndum) og er þekkt fyrir útflutning á korni, hveiti, grænmet-isolíu og ull. Já, ég sagði ull. Hann Lionel Messi er ekki svo ólíkur okkur Íslending-um, hver veit nema tilviljun ein hafi orðið til þess að hann varð ekki sauðfjárbóndi eða kannski stór-tækur útflytjandi á lopapeysum og öðrum ullarafurðum.

Og íbúar Rosario eru engin aukvisar þegar kemur að menn-ingu og listum. Þar er nú verið að byggja stóra tónlistarhöll sem fengið hefur nafnið Puerto de la Música og verður stærsta tónlistarhöll Argentínu þegar hún klárast. Kannski hefði okkar maður lent þar ef örlögin hefðu farið á annan veg, þá sæti

hann kannski núna með fiðlu eða klarínett heima hjá sér fullur tilhlökk-unar að fá að spila í nýju tónlistarhöllinni.

En það átti ekki fyrir honum að liggja. Hann þótti knár í knatt-spyrnu og þrátt fyrir efnaskiptasjúkdóm vakti hann athygli forráðamanna knatt-spyrnufélagsins Barcelona á Spáni sem fengu hann yfir hafið þegar hann var aðeins 13 ára gamall, kenndu honum knattspyrnu og sprautuðu í hann horm-ónalyfjum svo hann stækkaði upp í eðli-lega líkamshæð. (Oft hef ég hugsað hvort ég sé ekki með svona hormónaójafnvægi, það er eins og ég megi ekki svo mikið sem líta á pönnuköku að ég þyngist ekki um 16 kíló).

Messi óx og dafnaði og stækkaði vel af sprautumeðferðinni. Hann lærði fótbolta betur en nokkur annar og stendur nú keikur uppi sem einn albesti knatt-spyrnumaður sögunnar og er kannski bara alls ekkert leiður yfir því að hafa ekki orðið fiðluleikari eða hafa lært að

prjóna lopapeysur með vaff-háls-máli. Hann er klár og keikur og

afskaplega vinsæll og sögur segja að hann sé launahæsti knattspyrnumaður heims sem er ekki svo lítið, þessir frægu knattspyrnukappar eru ekki á neinum klarínettuleikarakaupi.

En enginn er fullkominn. Nú berast fréttir af

því að hann hafi reynt að fela kaupið sitt í skattaskjóli á Tortolla með öllum hinum Íslendingun-um. Æ, en

sorglegt hugsa margir, þessi fallegi og hæfileikaríki drengur. Vantar eitthvað í topp-stykkið á honum, spyrja aðrir. Hvað með að sýna smá þakklæti fyrir uppeldið og horm-ónaspraut-urnar og skila fjármunum til baka til samfélagsins á Spáni sem stendur bara alls ekkert svo vel. Er hann vondur maður eða kjáni, spyrja aðrir sem eru kannski harðari í horn að taka og víla ekki fyrir sér að dæma menn sem þeir þekkja bara af myndum.

Og svo eru þeir sem hrista bara haus-inn og segja: Þetta kemur nú bara ekki á óvart, vegna þess að svona er heimurinn. Fólk lítur á lífið eins og fótboltaleik sem gengur út á að vinna og tapa, meðspil-ara og andstæðinga og boðorð dagsins er samkeppni þrátt fyrir að allt bendi til þess að annað fyrirbæri sé bæði hollara og betra fyrir okkur öll, nefnilega sam-starf.

Að gera Messí í buxurnar

8 3 4 6

3 4 6 1

7

3 5

9 6 3

8 4 1

7

4 6

2 8 9 5

3 5

4 5 3

8 9 4

4 7 3

6 2 7

5

1 3

3 8 1

5 7 2

Sudoku fyrir lengra komna

Steini skoðar heiminnÞorsteinn Guðmundasson

Hvað með að sýna smá þakk­

læti fyrir upp­eldið og hormóna­

sprauturnar og skila fjármunum

til baka til sam­félagsins á Spáni

sem stendur bara alls ekkert svo vel.

Sudoku

Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðar-erindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir...

www.versdagsins.is

KOMDU MEÐ Í SPENNANDI FERÐ TIL VERÓNA Á ÍTALÍU

VERONA Verona er ein elsta og fegursta borg Italiu og er hún á minjaskrá UNESCO. Verona er borg Shakespeare s Rómeó og Júlíu. Borgin er heimsfræg fyrir sínar stórkostlegu sögulegu byggingar, torg, stræti og brýr yfir Adige ánna.

24–27. september Í BEINU FLUGI FRÁ AKUREYRI OG KEFLAVÍK

VERÐ 117.000.- (per mann í dbl)

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

Page 49: 08 04 2016

SKRUDDAEyjarslóð 9 - 101 Reykjavík

s. 552 8866 - [email protected]

Hrottalegt morð er framið á hlaupastíg. Fórnarlambið er ung kona, í vasa hennar finnst hálsmen með mynd af Astekaguði, morðvopnið er haglabyssa. Skömmu síðar er framið annað morð: sama umhverfi, sams konar skartgripur. Hvernig velur morðinginn fórnarlömb sín? Tengjast morðin leynilegum trúarsöfnuði? Hver verður næsta fórnarlamb?

Bækur Kati Hiekkapelto um lögreglukonuna Önnu Fekete fara nú sigurför um heiminn enda vel skrifaðar, hörkuspennandi og taka á því vandamáli sem nú herjar hvað mest á Evrópu, flóttamannavandanum og stöðu innflytjenda.

Bókin var tilnefnd til Petrona verðlaunanna í Bretlandi 2015 fyrir bestu norrænu glæpasögu ársins.

Sigurður Karlsson þýddi bókina.

Löður daganna er ástarsaga þar sem dansað er kankvíslega á mörkum draums og veruleika, hversdags og óskhyggju, en sagan er um leið óður til lífsins, ástarinnar og tónlistarinnar, einkum djasstónlistarinnar.

Sagan kom fyrst út árið 1947 er nú talin með merkustu skáldsögum Frakka á 20. öld. Sagan hefur alla tíð notið gríðarlegra vinsælda, tvisvar verið kvikmynduð, gerð eftir henni ópera, teiknimynd og margoft verið sett á svið. Hún hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál, þar á meðal þrisvar á ensku.

Boris Vian (1920–1959) var franskur verkfræðingur, uppfinningamaður, rithöfundur, lagasmiður og djassmaður.

Friðrik Rafnsson íslenskaði og skrifar eftirmála.

Þór Saari sat á Alþingi 2009–2013 og kynntist vel þinginu og starfsháttum þess. Í þessari bók gerir hann grein fyrir þessari reynslu sinni og greinirþann fjölþætta vanda sem lögjafarsamkoma Íslendinga á við að stríða. Í bókinni er að finna harða gagnrýni á starfshætti þingsins og sýnt er hvernig þessir starfshættir stuðla m.a. að þeirri skömm sem stór hluti þjóðarinnar hefur á stjórnmálum og stjórnmálamönnum.

„Fjögurra ára þingmennska Þórs Saari breytist hér í vettvangsrannsókn – með henni tekst honum að sýna margar helstu ástæður þess að Alþingi virðist ýmist máttlaust eða marklaust.“

Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði við HÍ

„Með þessari bók um hegðunarvandamál Alþingis og persónulega reynslu sína af þingstörfum hefur Þór Saari unnið þarft verk ... Þessa stuttu en snörpu bók þurfa sem flestir að lesa.“

Þráinn Bertelsson, kvikmyndagerðarmaður

Glæpir, ástir og Alþingisvandamálið

5Eymundsson6. apríl 2016

7Eymundsson6. apríl 2016

Page 50: 08 04 2016

GOTT

UM

HELGINA

Ungir sem aldnir vísindaáhuga-menn ættu að leggja leið sína í Háskólabíó á laugardaginn, þar sem haldin verður stærri vísinda-sýning en nokkurntímann hefur sést á Íslandi. Tuttugu hópar vísindamanna úr öllum heims-hornum leggja leið sína til Íslands til að taka þátt í sýningunni, sem er ætluð öllum aldurshópum. Sér-staklega getur verið skemmtilegt fyrir krakka að kynnast vísindum á sýningunni. Meðal þess sem að vænta er verður sýning á hvernig glæpir eru leystir með aðferðum réttarmeinafræði. Sprengjugengið svokallaða verður á sínum stað með læti í þágu vísinda. Ævar vísindamaður verður kynnir á við-burðinum.Hvar? Háskólabíó.

Hvenær? Laugardaginn 9. apríl

klukkan 12-17.

Hvað kostar? Ókeypis inn fyrir

alla fjölskylduna.

Sprengjur sprengdar

og glæpir leystir

í Háskólabíói

Hlemmi verður breytt í sölutorg listamanna í dag á Reykjavík Zine and Print Fair. Þar verða til sölu teikningar, plaköt, bækur lista-manna, teiknimyndasögur, tímarit og „zines“. Hvar? Hlemmur.

Hvenær? Föstudaginn 8. apríl frá

klukkan 16-20.

Fjölbreytt dagskrá verður á há-tíðinni AK Extreme á Akureyri um helgina. Hún fer fram í Hlíðar-fjalli, miðbænum og Sjallanum. Aðal viðburður hátíðarinnar er heljarinnar skíðastökk þar sem fimm stórum gámum hefur verið staflað saman og myndaður stökk-pallur í bænum. Brettafólk sýnir kúnstir sínar í allskyns stökkum og brellum. Einnig verður keppt í bruni og á snjósleðum.

Í Sjallanum kvöldin 7. og 8. apríl koma fram Gísli Pálmi, Úlfur Úlf-ur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti, GKR, Sturla Atlas, AUÐUR, dj Flugvél og Geimskip, Kött Grá Pjé, Aron Can.Hvenær? 7. - 10. apríl.

Hvar? Akureyri í Hlíðarfjalli og

Sjallanum.

Hvað er betra eftir viku af trommuleik á Austurvelli en að dilla sér fram á nótt í afrískri sveiflu? Afríka 20:20 stendur fyrir Afríkuballi í Iðnó þar sem trommuleikarinn Bangoura og félagar tromma fyrir dansi og spiluð verða afrísk dægurlög. Afríka 20:20 er félag með það að markmiði að stuðla að auknum menningarlegum samskiptum milli Íslendinga og þjóða Afríku. Dillaðu þér fram á nótt í afrískri sveiflu.Hvar? Iðnó.

Hvenær? Föstudaginn 8. apríl klukkan 21.

Hvað kostar? 1500 krónur.

Á listahátíðinni Vinnslan sýna 30 listamenn verk í vinnslu í öll-um sýningarrýmum Tjarnarbíós. Húsið verður undirlagt listum allt frá sviðinu sjálfu til salerna. Boðið verður upp á myndlist, lifandi tónlist, gjörninga, dans, leikhúsverk og myndbandalist. Listahátíðin er árleg og veitir gestum dýpri skilning á starfi og listsköpun listamanna úr ólíkum listgreinum. Hvar? Tjarnarbíó.

Hvenær? Laugardaginn 9. apríl,

klukkan 19.30-23.

Tjarnarbíó verður verk

í vinnslu

Afrísk sveiflaHlemmur selur list

Snjóbretti og rapp

á Akureyri

50 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 51: 08 04 2016

ÚR DEMANTARGULL SILFUR

GIFTINGARHRINGIR

Page 52: 08 04 2016

Nam Laugavegi 18 og Nýbýlavegi 6Staðurinn býður upp á nútíma asíska matargerð með fersku hrá-efni. Dumplings, núðluskálar, eða tofu-bollur með steiktu grænmeti og edamame baunum. Úrvalið er gott og frelsi til þess að búa til sína eigin samsetningu af bragðgóðum grænmetisréttum.

Taquería Ármúla 21Allir réttir á matseðli; burrito, flau-tas, tacos, fást vegan. Kokkarnir eru þeir sömu og ráku mexíkóska matarvagninn sem þótti sá besti í bænum. Bragðgott, hollt og eldað úr ferskum hráefnum.

Block Burger Skólavörðustíg 8Grænmetisborgarinn á Block Bur-ger er sveittur og bragðgóður, einn sá besti á landinu. Frönskurnar eru tvídjúpsteiktar og gefa borgaranum ekkert eftir.

Kaffi Vínyl Hverfisgötu 76Vegan súpur, samlokur og kökur á kaffihúsinu. Fallegur staður með antík stemningu án þess að vera til-gerðarlegur. Réttur dagsins er alltaf vegan: vefjur, pad thai og girnilegir baunaréttir.

Bergsson mathús Templarasundi 3Það er tveir fyrir einn á öllum réttum, alla virka daga frá klukkan 16-18 á Bergsson. Spínatlasagnað er vel útilátið, djúsí með heima-gerðu pestói.

Það eru greinilega ekki allir búnir að gefa geisladiskinn upp á bátinn því HH hljómplötur gefa út nýja safnplötu með KK og Magga Eiríks á sumardaginn fyrsta. Um er að ræða safnplötu með 30 lögum af ferðalaga-plötunum sem Zonet gaf út á árunum 2003 til 2007 en þær seldust gríðarlega vel á sínum tíma, í um 30.000 eintökum. Nýja safnplatan heitir 30 vin-sælustu ferðalögin.

Platan mun verða í forsölu á tónleikum KK í Hörpu um helgina og fer síðan í almenna sölu á sumardaginn fyrsta.

Tónleikar til styrktar Lindu Mo-gensen sprottnir úr fjölskyldu-tengslum tónlistarmanna

Feðgar, frænkur, systur og stjúp-synir mynda tengsl á nýjan hátt á fyrstu tónleikum tónleikaraðar-innar Tengsl á Húrra í kvöld, föstu-dag. Pan Thorarensen er meðal aðstandenda Tengsla, en tón-leikarnir á morgun verða haldnir til styrktar móður hans, Lindu Mogensen, sem berst við krabba-mein. Linda kom í viðtal við Fréttatímann á síðasta ári og talaði um ákvörðun sína að hafna lyfja-meðferð og nota hassolíu til þess að reyna að lækna krabbameinið.

Á tónleikunum munu hljóm-sveitin Mammút, Stereo Hyp-nosis, Xheart og Brilliantinus koma fram, en allir tengjast tónlistarmennirnir innbyrðis. „Kata í Mammút er frænka mín, Guðmundur Mogensen í XHeart frændi okkar og svo er Brilliant-inus sonur konunnar minnar,“ segir Pan. „Svona er Ísland, eitt stórt tengslanet. Mig langaði að nýta þau skemmtilegu tengsl í tón-leikaröðina.“

Tónleikarnir byrja klukkan 21 í kvöld – og kostar 2500 krónur inn.

Ný safnplata KK og Magga

Skyndibiti

grænmetisætunnar

Allir tengjast á Íslandi

Hljómsveitin Mammút kemur fram á tónleikunum.

Lagalistinn1. Ég er kominn heim2. Fram í heiðanna ró3. Þórsmerkurljóð4. Einu sinni á ágústkvöldi5. Viltu með mér vaka6. Litla sæta ljúfa góða7. Undir bláhimni8. Nú liggur vel á mér9. Ó, María mig langar heim10. Brúnaljósin brúnu11. Sestu hérna hjá mér ástin mín12. Ég veit þú kemur13. Senn fer vorið14. Ó, nema ég15. Komdu inn í kofann minn16. Kveikjum eld17. Kötukvæði18. Komdu og skoðaðu í kistuna mína19. Einbúinn20. Minning um mann21. Ennþá man ég hvar22. Ó, Jósep, Jósep23. Sigling (Blítt og létt)24. Hreðavatnsvalsinn25. Litla flugan26. Maístjarnan27. Dalakofinn28. Ljúfa Anna29. Kvöldið er fagurt30. Dagný

VEGBÚAR – HHHH – S.J. Fbl.

MAMMA MIA! (Stóra sviðið)Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Þri 31/5 kl. 20:00Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Sun 8/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Mið 11/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fim 12/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Lau 14/5 kl. 14:00 Þri 7/6 kl. 20:00Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Þri 17/5 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Mið 18/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 14:00 Sun 12/6 kl. 20:00Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Þri 24/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00Þri 3/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00Mið 4/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Lau 28/5 kl. 20:00Lau 7/5 kl. 14:00 Sun 29/5 kl. 20:00Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar

Auglýsing ársins (Nýja sviðið)Fim 14/4 kl. 20:00 Fors. Fim 21/4 kl. 20:00 3.sýn Mið 27/4 kl. 20:00 6.sýn

Fös 15/4 kl. 20:00 Fors. Fös 22/4 kl. 20:00 4.sýn Fim 28/4 kl. 20:00 7.sýn

Lau 16/4 kl. 20:00 Frums. Lau 23/4 kl. 20:00 5.sýn Lau 30/4 kl. 20:00 8.sýn

Mið 20/4 kl. 20:00 2.sýn Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 9.sýn

Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson

Njála (Stóra sviðið)Sun 10/4 kl. 20:00 30..sýn Sun 17/4 kl. 20:00 síð. sýn.

Síðustu sýningar

Vegbúar (Litla sviðið)Fös 8/4 kl. 20:00 36.sýn Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn Fös 22/4 kl. 20:00 38.sýn

Síðustu sýningar

Kenneth Máni (Litla sviðið)Fös 29/4 kl. 20:00 106.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn

Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn

Kenneth Máni stelur senunni

Illska (Litla sviðið)Lau 9/4 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 20:00Fim 14/4 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

Made in Children (Litla sviðið)Sun 10/4 kl. 20:00 4.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn Fim 21/4 kl. 20:00 6.sýn

Hvernig gera börnin heiminn betri?

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

65 20151950

DAVID FARR

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn Lau 7/5 kl. 19:30 72.sýn

Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn Fim 12/5 kl. 19:30 73.sýn

Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn

Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Lau 7/5 kl. 15:00 71.sýn

Sýningum lýkur í vor!

Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)Sun 10/4 kl. 19:30 Lokasýn

Allra síðasta sýning.

Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið)Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 23/4 kl. 19:30 13.sýn Fös 6/5 kl. 19:30 15.sýn

Lau 16/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 30/4 kl. 19:30 14.sýn

Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu.

Um það bil (Kassinn)Mið 13/4 kl. 19:30 Lokasýn

Síðustu sýningar!

Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)Sun 10/4 kl. 13:00 11.sýn Sun 17/4 kl. 13:00 12.sýn Lau 23/4 kl. 13:00 13.sýn

Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!

Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)Mið 13/4 kl. 19:30 27.sýn

Síðustu sýningar!

Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)Fös 8/4 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 22:30Lau 9/4 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!

Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)Mið 13/4 kl. 19:30 11.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 12.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 13.sýn

Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!

Sunnudagur 17. apríl kl 13

GAFLARALEIKHÚSIÐTryggið ykkur miða á þessar frábæru sýningar

Miðasala - 565 5900 - midi.is - gaflaraleikhusid.is

„Komið til Reykjavíkur í Þjóðleikhúsið Jakob Kvennablaðið

Heimsfrægt verðlaunaleikrit fyrir 2-6 ára börn

Gráthlægilegur gamanharmleikur eftir Karl Ágúst Úlfsson

Sunnudagur 10. apríl kl 20 Frumsýning

Föstudagur 15. apríl kl 20

Sunnudagur 17. apríl kl 20

sýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu

Góði Dátinn Svejk og Hasek vinur hans

nánari upplýsingar á www.borgarsogusafn.is

LjósmyndasafnReykjavíkurGrófarhúsi Tryggvagötu 15, 6. hæð

Opið alla dagaFrítt inn!

LandnámssýninginAðalstræti 16, ReykjavíkOpið alla daga 9-20

10. apríl kl. 14:00HandritaspjallGísla Sigurðssonar

s: 411-6300

Sjóminjasafniðí Reykjavík Grandagarði 8, Reykjavík

Opið 10 -17 alla daga Leiðsagnir í Óðin daglega kl. 13, 14 og 15

Viðey

Ferja frá Skarfabakka

9. og 10. apríl Kl. 13:15, 14:15 & 15:15

52 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Page 53: 08 04 2016

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39

Freyja og Fróði eru Tumi og Emma 21. aldarinnar!

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39

Fjörugar og fræðandi bækur fyrir

leikskólakrakkaleikskólakrakkaleikskólakrakkaleikskólakrakkaleikskólakrakkaleikskólakrakkaleikskólakrakkaleikskólakrakka

Page 54: 08 04 2016

54 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Föstudagur 8. apr. Laugardagur 9. apr. Sunnudagur 10 . apr.

rúv17.55 KrakkaRÚV (67:365)17.56 Sara og önd (8:33)18.03 Pósturinn Páll (4:13)18.18 Lundaklettur (10:32)18.26 Gulljakkinn (4:26)18.28 Drekar (2:20)18.50 Öldin hennar (16:52)19.00 Fréttir, íþróttir og veður19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónv.20.00 Útsvar Árborg - Ölfus b21.15 Vikan með Gísla Marteini b22.00 Barnaby ræður gátuna23.30 Konan í búrinu e.01.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (48)

skjár 115:05 The Voice (10:26)15:50 Three Rivers (2:13)16:35 The Tonight Show - Jimmy Fallon17:15 The Late Late Show - James Corden17:55 Dr. Phil18:35 Everybody Loves Raymond (23:26)19:00 King of Queens (22:25)19:25 How I Met Your Mother (22:22)19:50 America's Funniest Home Videos20:15 The Voice (11:26)21:45 Blue Bloods (16:22)22:30 The Tonight Show - Jimmy Fallon23:10 Satisfaction (8:10)23:55 State Of Affairs (13:13)00:40 The Affair (12:12)01:25 House of Lies (9:12)01:50 The Walking Dead (9:16)02:35 Penny Dreadful (1:8)03:20 Hannibal (13:13)04:05 The Tonight Show - Jimmy Fallon04:45 The Late Late Show - James Corden

Stöð 218:30 Fréttir18:47 Íþróttir

Hringbraut20:00 Olísdeildin20:30 Skúrinn21:00 Lífsstíll21:30 Kvikan22:00 Lóa og lífið (e)22:30 Atvinnulífið (e)23:00 Ritstjórarnir (e)23:30 Bankað upp á (e)

N420:00 Föstudagsþátturinn

rúv07.00 KrakkaRÚV13.10 Leiðin til Frakklands (2:12) e.13.40 Kiljan e.14.20 Astrópía e.15.55 Kókó: Górillan sem talar við fólk e.16.50 Orðbragð II e.17.15 Skíðamót Íslands17.45 Táknmálsfréttir17.55 KrakkaRÚV (97:300)17.56 Háværa ljónið Urri (1:26)18.05 Krakkafréttir vikunnar18.25 Íþróttaafrek Íslendinga (2:6) e.18.54 Lottó (33:52)19.00 Fréttir, íþróttir og veður19.45 Alla leið (1:5)20.50 Söngkeppni framhaldsskólanna b22.35 The Duchess00.25 The Debt e.

skjár 116:55 Rules of Engagement (4:26)17:20 The McCarthys (15:15)17:45 Black-ish (12:24)18:10 Saga Evrópumótsins (4:13)19:05 Baskets (10:10)19:30 Life Unexpected (1:13)20:15 Darling Companion22:00 Limitless23:45 Rapture-Palooza01:15 Next02:55 CSI (7:18)03:40 The Late Late Show - James Corden

Stöð 218:30 Fréttir18:55 Sportpakkinn

Hringbraut20:00 Fólk með Sirrý20:45 Allt er nú til21:00 Mannamál21:30 Ég bara spyr22:00 Okkar fólk (e)22:30 Ólafarnir (e)23:00 Karlar og krabbi (e)23:30 Afsal (e)

N420:30 Hundaráð21:00 Ungt fólk og lýðræði21:30 Hvítir mávar22:00 Að norðan22:30 Að sunnan23:00 Að austan

rúv07.00 KrakkaRÚV14.00 Meistaramót Íslands í badminton b17.00 Sýklalyf - blikur á lofti e.17.30 Á sömu torfu e.17.45 Táknmálsfréttir17.55 KrakkaRÚV (98:300)17.56 Ævintýri Berta og Árna (7:37)18.00 Stundin okkar (2:22) e.18.25 Basl er búskapur (4:11)19.00 Fréttir, íþróttir og veður19.45 Landinn (24:29)20.15 Popp- og rokksaga Íslands (10:12)21.20 Ligeglad (3:6)21.50 Svikamylla (5:10)22.50 The Angel's Share. e.

skjár 118:10 Biggest Loser Ísland - upphitun18:40 The Biggest Loser - Ísland (11:11)20:15 Scorpion (17:25)21:00 Law & Order: Special Victims Unit21:45 The People v. O.J. Simpson22:30 The People v. O.J. Simpson23:15 The Walking Dead (10:16)00:00 Hawaii Five-0 (17:24)00:45 CSI: Cyber (18:22)01:30 Law & Order: Special Victims Unit02:15 The People v. O.J. Simpson03:45 The Walking Dead (10:16)04:30 The Late Late Show - James Corden

Stöð 218:30 Fréttir18:55 Sportpakkinn

Hringbraut20:00 Lóa og lífið20:30 Bankað upp á21:00 Mannamál21:30 Fólk með Sirrý22:15 Allt er nú til (e)22:30 Ritstjórarnir (e)23:00 Ég bara spyr (e)23:30 Kvikan (e)

N418:30 Að sunnan19:00 Milli himins og jarðar19:30 Að austan20:00 Skeifnasprettur20:30 Að Norðan21:00 Skeifnasprettur21:30 Hundaráð22:00 Skeifnasprettur

Hljómar betur

Lágmúla 8Sími 530 2800Fyrir heimilin í landinu

Hljómar beturHljómar beturX-CM32BT

Stór hljómur í litlum græjum. Til í rauðu, svörtu og hvítu. Verð kr. 44.900,-

Tilboð 37.900,-

Hljómar beturHljómar beturHljómar beturHljómar beturX-SMC01BT

Vegghengjanleg bluetooth stæða sem fer einnig vel í hillu.

Til í svörtu og hvítu.kr. 35.900,-

Tilboð 27.900,-

X-SMC01BTX-SMC01BT

Framhaldsskólar

keppa í söng

RÚV Laugardaginn 9. apríl, klukkan 20.50 Bein útsending frá úrslitum í Söngkeppni framhaldsskólanna. Tólf hæfileika-rík framlög framhalds-skóla, víðsvegar af landinu, keppa til úrslita. Dómnefnd skipa þau Guðrún Gunnarsdóttir, Logi Pedro og Þórunn Antonía Magnúsdóttir.

Gerir allt sem þarf

Netflix. Spennu- og sakamálaþætt-irnir Luther fjalla um rannsóknar-

lögreglumann sem er leikinn af Idris Elba. Hann hefur

tileinkað líf sitt starf-inu og gerir allt sem þarf til að góma morðingja, þó það sé ekki alltaf löglegt. Fyrstu þrjár seríurnar eru aðgengilegar á Netflix en þættirnir fá 8,6 á IMDb.

Ást og

togstreita

á 18. öld

RÚV Laugardaginn 9. apríl, klukkan 22.35. Kvikmyndin The Duchess gerist seint á 18. öld þar sem hertogynjan Geor-giana, leikin af Keira Knightley, er þekkt fyrir fegurð sína og klæðaval. Hún veldur miklum usla og lifir skrautlegu lífi sem er uppfullt af dramatík, ást, og togstreitu.

Í LETTLANDIRIGA

Riga er meira en 800 ára gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútimaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin – söfn eða fallegar byggingar, listviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði – þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna eitt mesta samansafn af Art Nouveau eða Jugend byggingarlist. Þá er næturlíf Riga orðið þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að.

VERÐ FRÁ 94.800.-

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

Elskar þú að grilla? O-GRILL

VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720

Page 55: 08 04 2016

|55FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Ég | er mjög ánægður með það að það séu komnir nýir þættir af Ru Paul’s Drag Race. Sem performer og tónlistar-maður dáist ég að keppend-unum í þáttunum og hvernig þeir syngja, dansa og eru óaðfinnanlega í karakter.

Svo er ég að horfa á How to get away with murder, því ég er sjálfur að plana morð svo ég fæ góð ráð úr þeim þáttum,“ segir Seth í

gríni. „Nei, ég horfi á þá því þættirnir eru vel skrifaðir og dramað stoppar aldrei. Ég horfi svo á The People vs OJ Simpson og finnst þeim takast vel að segja sögu þessa hræðilega máls. Þeim tekst í ofanálag að sýna vel ástandið í Bandaríkjunum. Svo lékum við Keesha Sharp, sem leikur konu Johnnie Coc-hran í þáttunum, einu sinni par sjálf svo það er gaman að sjá hana þar. Er reyndar brjálaður að hún sé að halda framhjá mér!“ segir Seth hlæjandi.

SófakartaflanSeth Sharp, tónlistar-maður og leikari

Brjálaður að sjá framhjáhaldið á skjánum

Mynd | Rut

Morð í bresku þorpi

RÚV Föstudaginn 8. apríl, klukkan 22. Breski sakamálaþátturinn Midsomer Murder, eða Barnaby ræður gátuna, verður sýndur á föstudagskvöldið. Lögreglufulltrúinn Barnaby glímir við morðgátur í ensku þorpi en þættirnir eru byggðir á bókaseríu Caroline Graham.

„Yass Queen!“

Comedy Central. Þær stöllur Ilana og Abby eru mættar aftur á skjáinn með þriðju seríu Broad City. Fyrir þá sem enn hafa ekki séð þættina eru þeir einir ferskustu grínþætt-irnir í dag. Ímyndaðu þér blöndu af Girls og bíómyndinni Dude Where’s My Car. Broad City eru sú blanda og gott betur.

Lokaþáttur trúðsins

misheppnaða

SkjárEinn Laugardaginn 9. apríl klukkan 19.05. Chip Baskets snýr aftur í heimabæ sinn eftir að hafa klúðrað trúðanámi í Frakklandi. Nú þarf hann að sætta sig við að vinna sem ródeó-trúður samfara því að díla við fjölskylduvandamál. Zach Galifinakis leikur aðalhlutverkið í þáttunum, en oft er óljóst hvort þeir séu grín- eða dramaþættir.

Ein dragdrottning

sem ríkir yfir þeim

öllum

Netflix. Ru Paul’s Drag Race eru raunveruleikaþættir í anda America’s Next Top Model, en nú keppa dragdrottningar til sigurs í stað fyrirsæta. Þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda og um allan heim eru haldin dragpartí á skemmtistöðum þegar nýr þáttur af Ru Paul fer í loftið. Hér á landi hefur Gaukurinn haldið slíka viðburði fyrir íslenska aðdáendur þáttarins. Þættirnir eru nýorðnir aðgengilegir íslenskum notendum Netflix.

Náttúrulegur sætugjafi

Sá græniBragðgóður og ferskur skyrdrykkur án

hvíts sykurs með agave og steviu.

Fylltur af grænum orkugjöfum.

KEA skyrdrykkurfyrir heilbrigðan lífsstíl

Page 56: 08 04 2016

56 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

ÆVINTÝRI KUGGS

Furðuleg frönsk ævintýri og rómverskir riddarar!

KUGGS

www.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39

Íslenska heimildamyndin Keep Frozen hefur verið valin til sýninga á Vision de Reel kvikmyndahátíðinni í Nyon í Sviss. Hátíðin er í A-flokki heimildar-mynda og verður myndin heimsfrumsýnd þar þann 17. apríl næstkomandi.

Keep Frozen fjallar um löndunarstarfið í allri sinni vídd og fagurfræði en leikstjórinn og myndlistarkonan Hulda Rós Guðnadóttir fylgdist með hópi löndunarmanna við störf síðastliðinn vetur. Helga Rakel Rafnsdóttir fram-leiðir myndina en saman gerðu þær Hulda heimildarmyndina Kjötborg sem vann til fjölda verðlauna og var sýnd á hátíðum víða um heim. Keep Frozen var styrkt af Kvikmyndasjóði og hefur RÚV keypt sýningarréttinn.

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Pétursson er staddur í lyftunni hans Spessa, ljósmyndara í gömlu Kassa-

gerðinni á Laugarnesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæð-ir hússins segir Guðmundur frá sorg bernskuáranna og hæðum þess að verða faðir.

„Minn botn, eða lægð, átti sér stað þegar ég var 14 ára. Ég var bara unglingur og missti móður mína fyrirvaralaust, það var mikið áfall og sorg,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt móðurmiss-inn hafa breytt lífi sínu til frambúðar. „Missirinn og sorgarferlið breytti mér og gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Sorgarferli getur verið

mannbætandi um leið, sérstaklega ef þú átt góða fjölskyldu.“ Guðmundur segir hápunkt ævinnar þegar drengurinn hans fæddist fyrir fjórum árum. „Það er há-punktur sem fer langt um hærra en mig hefði órað fyrir. Ég hef verið á upphækkandi hápunkti síðan.“

Þegar Guðmundur lýsir tilfinningunni að verða faðir er hann sannfærður um heilinn taki að framleiða ný efni. „Það er eitthvað sem fer í gang, losnar um einhver efni sem heilinn hefur ekki gert áður. Samtalið í hausn-um á manni þurrkast út og myndin af heiminum verður skýrari. Mannlífið og manns eigin barnæska fer öll í rétt ljós. Það verður einhverskonar úrvinnsla í huganum sem kemur manni á hápunkt.“ | sgk

Föðurhlutverkið er upphækkandi hápunktur

Guðmundur Pétursson segir heimsmyndina skýrari eftir að sonur hans fæddist.

Lyftan #13

Spessi

Sigrún Magnúsdóttir,

umhverfisráðherra

og þingkona

Framsóknarflokksins.

Keep Frozen til Sviss

Snemma á mánudagsmorgni í ágúst síðastliðnum stauluðust svefndrukknir túristar út úr tjöldum sínum á tjaldsvæðinu í Laugardal og mættu óvenjulegri sjón; kópi sem sloppið hafði úr selalaug Húsdýragarðsinum og mjakað sér alla leið á tjaldsvæðið. Þó lögreglan kæmi skömmu síðar á vettvang og handsamaði kópinn varð hann samstundis að fjölmiðlahetju og tákn-

mynd lífsviljans í gúrkutíð ágúst-mánaðar.

Skömmu síðar var tilkynnt að kópnum yrði slátrað, en 1500 manns kröfðust

þess á Facebook að lífi sprettharða kópsins yrði þyrmt. Líklega fannst ráðamönnum Húsdýragarðsins fjöldinn ekki vera alþýða landsins, og tveimur dögum eftir að kópur-inn flúði var honum slátrað. Þetta er talið ein versta ákvörðun í sögu Íslands og jók ekki vinsældir Hús-dýragarðsins.

Þó selurinn sé nú kominn á vit feðra sinna var hann einstakur afreksselur og vert að minnast hans fyrir það. Hvíl í friði.

Líf mitt sem strokuselurMunið þið eftir sprettharða kópnum?

Leynigestur

Fréttatímans

Page 57: 08 04 2016

STÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM NÝJUSTU GRÆJUNUMSTÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM NÝJUSTU GRÆJUNUMSTÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM NÝJUSTU GRÆJUNUMSTÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM NÝJUSTU GRÆJUNUMSTÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM NÝJUSTU GRÆJUNUMSTÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM NÝJUSTU GRÆJUNUMSTÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM NÝJUSTU GRÆJUNUMSTÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM NÝJUSTU GRÆJUNUMSTÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM NÝJUSTU GRÆJUNUM

NÝJUSTUGRÆJURNAR

8. Apríl 2016 • Birt með fyrirvara um

breytingar, innsláttarvillur og myndabreng

240GB SSD DISKUR

9.990S55

19.990

• Hágæða 2.1 hljóðkerfi frá Trust• 60W RMS skila öflugum hljóm• Djúpur bassi með viðarbassaboxi• Nákvæmur og vandaður tweeter• Hægt að tengja þráðlaust með Bluetooth• AUX og heyrnartóla tengi í styrkstilli• Falleg hönnun og ótrúleg hljómgæði

TYTAN BT

BLUETOOTH ÞRÁÐLAUST!

FRÁBÆRFJARSTÝRING

FYLGIR MEÐ!

TYTANBT2.1 HLJÓÐKERFI

49.99027” 99.990 | 27” QHD 129.990

• Sérhannaður 144Hz 3D LED leikjaskjár• 24’’ LED FULL HD 1080p 16:9 skjár• 12 milljón:1 DCR og Senseye3 tækni• 1ms viðbragðstími og FPS mode f/leiki• HDMI 1.4, DVI-DL og VGA tengi• Forstillingar fyrir helstu leiki, CS:GO ofl.• Black eQualizer skilar hárbeittri sýn!

144Hz24” 144Hz 3D SKJÁR

ALGJÖRLEGA NÝ

UPPLIFUN!

24”3DLED144Hz LEIKJASKJÁR

XL2411Z

EIN SÚ FLOTTASTA Í DAGEIN SÚ FLOTTASTA Í DAG

34.990ÞÚ SEKKUR Í ÞENNANN;)

• Hágæða slitsterkt PU-Leðuráklæði• Þykkir og mjúkir púðar á örmum• Hannaður fyrir langtímanotkun ;)• Class-4 gaslifta og 360° snúningur• Fjöldi stillinga fyrir bæði hæð og bak• Tvöföld nælonhjól sem rúlla auðveldlega• Arozzi er val atvinnuspilara um allan heim

3LITIR

ENZOHÁGÆÐA LEIKJASTÓLAR

179.990VINSÆLASTI LEIKJATURNINN OKKAR

• Thermaltake H25 Window leikjaturn• Intel Core i5-6400 Quad 3.3GHz Turbo• GIGABYTE Skylake B150 móðurborð• 8GB DUAL DDR4 2400MHz minni• 256GB SSD M.2 PCIe SP900 diskur• 2GB GTX960 OC öflugt leikjaskjákort• USB 3.1 Type-C & Type-A og M.2 tengi• Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum!

GAMING TÖLVUTILBOÐ 2

Sérhönnuð og fislétt Modular leikjaheyrnartól með tveim settum af eyrnarskálum, opnum fyrir æfingar og lokuðum fyrir leikjamótin;)

• e-Sports leikjaheyrnartól frá Plantronics• Tvö sett af eyrnarskálum, opin og lokuð• Dúnmjúkir memory foam púðar• Kraftmikil bassi með 40mm driver• Hljóðeinangrandi Flip-to-mute MIC• Bæði USB og Stereo Jack 4p snúrur• Spöng sem lagar sig að höfuðlagi þínu• Ótrúlega létt og þægileg, aðeins 200 gr• Hægt að skipta um allar einingar!

RIG500E7.1 GAMING HEYRNARTÓL

29.990RIG500 PC, PS4, XBOX FRÁ 14.990

••

HÆGT AÐ SKIPTA ÚT

ÖLLUM EININGUM!

MODULAR

HEYRNARTÓL

2xEYRNASKÁLARBÆÐI OPIN OG LOKUÐ!

FARTÖLVUBAKPOKI

CRUZ 16”

7.990CRUZ BAKPOKIFartölvubakpoki með plássi fyrir allt aukadótið :)

3LITIR

S55S55

100

STK

AÐEINS 120GB6.990

ÞRÁÐLAUS HÁTALARI

9.9009.9009.9009.9009.9009.900DIXXO

LED LÝSINGEINSTAKLEGA FLOTT

SÉRSTILLANLEG 360

GRÁÐU LED LÝSING. 15

5ÞÚSUND AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR 14.900

PLAYSTATION 4

RIG500 PC, PS4, XBOX FRÁ

PLAYSTATION 4PLAYSTATION 4PLAYSTATION 4PLAYSTATION 4PLAYSTATION 4

500GB

59.990PS4

STÝRIPINNI

FYLGIR

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 430 6900

500KRHRAÐSENDUM

ALLAR VÖRUR HEIM

SAMDÆGURS*

500KR500KRALLAR VÖRUR HEIM

SAMDÆGURS*

500KR500KR500KRALLAR VÖRUR HEIM

Virka daga10:00 - 18:30Laugardaga

11:00 - 16:00

OPNUNARTÍMAR

* GILDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ALLT AÐ 10KG • EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 15:00;)

149.900

80HE00GS

Sú allra flottasta frá Lenovo, örþunn og fislétt með QHD+ IPS fjölsnertiskjá sem hægt er að snúa 360° ásamt mögnuðu JBL hljóðkerfi!

• Intel Core M-5Y71 2.9GHz Turbo 4xHT• 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni• 256GB SATA3 SSD ofur hraður diskur• 13.3’’ QHD+ IPS fjölsnertiskjár 3200x1800• 1GB Intel HD 5300 DX12 skjákjarni• AccuType lyklaborð með baklýsingu• 867Mbps WiFi AC, Bluetooth 4.0, USB 3.0• Örþunn 12.7mm og aðeins 1,19kg• Windows 8.1 & Windows 10 Update!

YOGA3 PROLENOVO MEÐ QHD+ SNERTISKJÁ

7

FÆST Í 3 LITUM

QHD+IPSFJÖLSNERTISKJÁR MEÐ178° SJÓNARHORNI

8. Apríl 2016 • Birt með fyrirvara um

breytingar, innsláttarvillur og myndabreng

360°SNÚNINGUR

50ÞÚSUND AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR199.900

Page 58: 08 04 2016

Leikstýran Lilly Wachowski tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hún kom út úr skápnum sem transkona þegar hún tók við GLA-AD-verðlaunum fyrir þætti sína Sense8 á laugardag.

Wachowski-systurnar Lilly og Lana, sem þekktar eru fyrir bíó-myndir á borð við Matrix-trílóg-íuna og Cloud Atlas, hafa nú báðar komið út sem transkonur.

Lana tilkynnti að hún væri trans árið 2012, en Lilly kom ekki opin-berlega fram af eigin vilja, heldur hafði slúðurblaðið Daily Mail kom-ist á snoðir um að hún lifði sem kona og hótaði að birta fregnirnar í blaðinu fyrr á þessu ári.

Lilly sá sér því þann kost vænstan að opinbera það sjálf, þó þær systur séu þekktar fyrir að vera þvert um geð að koma fram í fjölmiðlum. Lilly notaði tækifærið í þakkarræðu sinni til að skjóta á Daily Mail og þakkaði þeim kald-hæðnislega fyrir „einstakt um-burðarlyndi og kurteisi“ í sinn garð.

„Nú skoðar fólk verk okkar systur minnar með það í huga að við séum trans, sem mér finnst frábært,“ sagði Lilly meðal annars í ræðu sinni við verðlaunaafhend-inguna, „því það minnir okkur á að list er síbreytileg. Þó sjálfsmynd og breytingar séu ómissandi þætt-ir í verkum okkar systra, er horn-steinn þeirra miklu frekar ást.“

58 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Það minnir okkur á

að list er síbreytileg.

Þó sjálfsmynd og

breytingar séu

ómissandi þættir í

verkum okkar systra.

Við kíktum við

þar upp á djókið

en þar var ekkert

um að vera nema

einn paparazzi-

ljósmyndari að

taka mynd

af húsinu.

„Djamm er ekki bara djamm, djamm snýst líka um

fólk og tilfinningar og að drekka og gleyma.“

Hér liggur samhengið í augum uppi. Notast skal fyrir, á meðan eða eftir djamm. Þá allra helst á sunnudegi þegar maður er lítill í sér.

„Það eru ekki allir dagar laugardagar.“

Sannari orð hafa aldrei verið sögð og furða að þessi frasi hafi ekki fæðst fyrr. Hann má kveða alla daga nema á laugardögum, en sérstaklega á mánudögum.

„Ég er Helgi fokking Björnsson.“

Smá skrítið að segja þetta ef þú ert ekki Helgi Björns, en leyfist einu sinni á lífsleiðinni.

„Það er bara pláss fyrir eina fræga konu

á Íslandi.“

Þennan frasa má segja oft og mörgum sinnum, í öllum aðstæðum, þar til hann hættir að vera sannur.

„Ert þú bara að cock-

slappa börn hérna?“

Farið varlega með þennan.

„Það voru nokkur

börn á leikskólanum

sem rottuðu sig saman,

þetta var bara mann-

orðsmorð.“

Gott að notast við þennan þegar aðili er ósáttur með hlutskipti sitt í lífinu, þá er best að kenna börnum um það.

Frasar fæðast í Ligeglad

Gamanþættirnir Ligeglad hafa

slegið í gegn. Það má segja að ný

Næturvakt sé að líta dagsins ljós.

Hin ólíku lönd Panama og Ísland hafa þessa vik-una verið oftar nefnd í sömu andrá en nokkurn-tíma áður. Leki Panama-skjalanna svokölluðu er stærsti gagnaleki sögunnar og átti stóran þátt í því að stjórnsýsla Íslands lék á reiðiskjálfi.

Hann var þó ekki ástæða þess að þeir félagar Kolbeinn Hamíðsson, Hannes Rannversson og Sturla Njarðarson ákváðu að leggja leið sína til Panama fyrir viku síðan sem hluta af ferðalagi sínu um Mið- og Suður-Ameríku.

Félagarnir segjast þó ekkert hafa orðið varir við að skattaskjól íslenskra ráðamanna veki hneykslan innfæddra í Panama, enda kannist fæstir Panamabúar yfirleitt við eyjuna Ísland í Atlantshafi.

„Flestir sem við hittum hér eru líka brim-brettagaurar sem eru lítið að spá í heims-málin, svo það er kannski ekki alveg að marka þá,“ segir Kolbeinn.

Félagarnir gista í fjármálahverfi í Panama og eru höfuðstöðvar Mossack Fenseca stutt frá gististað þeirra.

„Við kíktum við þar upp á djókið en þar var ekkert um að vera nema einn paparazzi-ljós-myndari að taka mynd af húsinu.“

Hannes lét þó gott tækifæri ekki fram hjá sér fara og tók sjálfu við lógó lögfræðiskrifstof-unnar sem svo mikil áhrif hefur haft á Ísland og heiminn allan síðustu viku. | sgþ

Enn meiri tengsl Íslendinga við PanamaTóku sjálfu við höfuðstöðvar Mossack Fenseca

Hannes Rannversson tók sjálfu fyrir framan höfuðstöðvar Mossack Fenseca.

„Horfið á Matrix með það í huga að

við séum trans“Leikstjórasysturnar Lilly og Lana Wachowski

hafa nú báðar komið opinberlega fram sem transkonur

Önnur leikstýra Matrix-þríleiksins kom fram í fyrsta sinn opinberlega sem kona á GLAAD-verðlaununum.

Page 59: 08 04 2016

MYNDGÆÐINFULLKOMNA

UPPLIFUNINA

ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR AF SONY SJÓNVÖRPUM

BLU-RAY SPILARI FYLGIR ÖLLUM SJÓNVARPSTÆKJUM

5 ÁRA ÁBYRGÐ

NÝHERJI | BORGARTÚNI 37 - 105 REYKJAVÍK - 569 7700 | KAUPANGI AKUREYRI - 569 7645 | netverslun.is

Page 60: 08 04 2016

AB-gagnvarin 22x95 mm. Vnr. 0058254 185kr./lm*

Gagnvarin Eco-grade 27x95 mm. Vnr. 0058274 185kr./lm

AB-gagnvarin 27x95 mm. Vnr. 0058324 215kr./lm*

AB-gagnvarin 45x95 mm. Vnr. 0058504 295kr./lm*

AB-gagnvarin 45x145 mm. Vnr. 0058506 485kr./lm*

A-gagnvarin 95x95 mm. Vnr. 0059954 715kr./lm*

*4,5

m o

g st

yttra

.

Þú færð pallaefnið í byko

Plastefni dökkgrátt/ljósgrátt 23x146mm - 3,6m. Vnr. 0039510/14 3.895kr./stk

Lerki, rásað, 27x117 mm. Vnr. 0053275 675kr./lm

Reiknaðu út efnismagn í girðinguna og pallinn á BYKO.is

Lágt verð alla daga

síðan 1962

byko.is reynslumikið starfsfólkúrvals þjónusta

Háþrýstidæla AQT 33 100b.

13.855kr.74810233Almennt verð: 19.795kr.

Helgar- tilboðgildir til 11. apríl

-30%

69.995kr.TRAVELQ 2 ferða-gasgrill, 4,1 kW.

506600012

84.995kr.SIESTA 310 3B gasgrill, 14,9 kW.

50689231

39.995kr.Q1200 gasgrill, 2,64 kW.

50650007

54.995kr.SPRING 300 3B gasgrill, 11,4 kW.

50686930

29.995kr.MAJOR kolagrill með loki, svart, 50 cm.

50685010

36.995kr.EDSON grilltunna, fyrir kol, svört/rauð.

50686010/80

299.995kr.PRESTIGE 500gasgrill, 22,5 kW.

506600060

399.995kr.PRESTIGE PRO 500 gasgrill, 23,4 kW.

506600066

Öll v

erð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/ e

ða m

ynda

bren

gl. T

ilboð

gild

a til

11.

apr

íl eð

a á

með

an b

irgði

r end

ast.

99.995kr.Almennt verð: 109.995 kr.

TRIUMPH 410 3B gasgrill, 14,4 kW.

506600032

49.995kr.GEM SUPERgasgrill, 11,5 kW.

50657518

89.995kr.Almennt verð: 99.995 kr.

SIGNET 20 gasgrill, 11,7 kW.

50657504

Prima þrýstikútur, 3 l.

3.995kr.55530208 Almennt verð: 5.495kr

995kr.

68583100

LUX strákústurmeð skafti, 40 cm breiður.

1.995kr.

55530028

Hekkklippur 56 cm.

965kr.

53521026

Sorppokar750x1150 mm, 25 stk.

16.995kr.

15332898 Almennt verð: 19.995kr.

Essence Slim handlaugatæki með lyftitappa.

19.995kr.

15334561

Grohtherm 800 sturtutæki.

29.995kr.

15334152

Grohtherm 1000 hitastýrt tæki með CoolTouch® brunavörn. Sturtustöng, handúðari og barki.

24.995kr.

15334568 Almennt verð: 29.995kr.

Grohtherm 800 baðtæki.

19.995kr.

74830037 Almennt verð: 23.995 kr.

Keðjusög GH-PC 1535 TC, 1,5 kW.

15.995kr.

74830033 Almennt verð: 19.995 kr.

Keðjusög GH-EC 1835. 1800W.

Helgartilboð

Helgartilboð

Helgartilboð

Helgartilboð

19.995kr.

49620059

STREET RACER reiðhjól 12"

2.295kr.

92420204

Reiðhjólahjálmurá börn, nokkrir litir.

1.195kr.

41118140

Talnalás, svartur

295kr.

41120968

Bjalla

395kr.

41120968

Bjalla fyrir barnahjól

755kr.

41118105

Pumpa hjóla/boltapumpa.

19.995kr.49620061

TWINKLE 12” reiðhjól

21.995kr.49620062

PRO 16” reiðhjól

25.995kr.49620064

FULL TILT 20” reiðhjól

39.995kr.49620076/77

TRAIL BLASTER 24” reiðhjól græant/fjólublátt

29.695kr.49620201

GÖTUHJÓL 26” 6 gíra með körfu

59.990kr.Q2200 gasgrill á fótum, 3,51kW.

50650003

hvað á að grilla?

16.995kr.

15333202

Eurosmart eldhústæki með hárri sveiflu.

Helgartilboð

AuðvelT að versla á byko.issendum út um allt land

Helgartilboð

Helgartilboð

Page 61: 08 04 2016

AB-gagnvarin 22x95 mm. Vnr. 0058254 185kr./lm*

Gagnvarin Eco-grade 27x95 mm. Vnr. 0058274 185kr./lm

AB-gagnvarin 27x95 mm. Vnr. 0058324 215kr./lm*

AB-gagnvarin 45x95 mm. Vnr. 0058504 295kr./lm*

AB-gagnvarin 45x145 mm. Vnr. 0058506 485kr./lm*

A-gagnvarin 95x95 mm. Vnr. 0059954 715kr./lm*

*4,5

m o

g st

yttra

.

Þú færð pallaefnið í byko

Plastefni dökkgrátt/ljósgrátt 23x146mm - 3,6m. Vnr. 0039510/14 3.895kr./stk

Lerki, rásað, 27x117 mm. Vnr. 0053275 675kr./lm

Reiknaðu út efnismagn í girðinguna og pallinn á BYKO.is

Lágt verð alla daga

síðan 1962

byko.is reynslumikið starfsfólkúrvals þjónusta

Háþrýstidæla AQT 33 100b.

13.855kr.74810233Almennt verð: 19.795kr.

Helgar- tilboðgildir til 11. apríl

-30%

69.995kr.TRAVELQ 2 ferða-gasgrill, 4,1 kW.

506600012

84.995kr.SIESTA 310 3B gasgrill, 14,9 kW.

50689231

39.995kr.Q1200 gasgrill, 2,64 kW.

50650007

54.995kr.SPRING 300 3B gasgrill, 11,4 kW.

50686930

29.995kr.MAJOR kolagrill með loki, svart, 50 cm.

50685010

36.995kr.EDSON grilltunna, fyrir kol, svört/rauð.

50686010/80

299.995kr.PRESTIGE 500gasgrill, 22,5 kW.

506600060

399.995kr.PRESTIGE PRO 500 gasgrill, 23,4 kW.

506600066

Öll v

erð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/ e

ða m

ynda

bren

gl. T

ilboð

gild

a til

11.

apr

íl eð

a á

með

an b

irgði

r end

ast.

99.995kr.Almennt verð: 109.995 kr.

TRIUMPH 410 3B gasgrill, 14,4 kW.

506600032

49.995kr.GEM SUPERgasgrill, 11,5 kW.

50657518

89.995kr.Almennt verð: 99.995 kr.

SIGNET 20 gasgrill, 11,7 kW.

50657504

Prima þrýstikútur, 3 l.

3.995kr.55530208 Almennt verð: 5.495kr

995kr.

68583100

LUX strákústurmeð skafti, 40 cm breiður.

1.995kr.

55530028

Hekkklippur 56 cm.

965kr.

53521026

Sorppokar750x1150 mm, 25 stk.

16.995kr.

15332898 Almennt verð: 19.995kr.

Essence Slim handlaugatæki með lyftitappa.

19.995kr.

15334561

Grohtherm 800 sturtutæki.

29.995kr.

15334152

Grohtherm 1000 hitastýrt tæki með CoolTouch® brunavörn. Sturtustöng, handúðari og barki.

24.995kr.

15334568 Almennt verð: 29.995kr.

Grohtherm 800 baðtæki.

19.995kr.

74830037 Almennt verð: 23.995 kr.

Keðjusög GH-PC 1535 TC, 1,5 kW.

15.995kr.

74830033 Almennt verð: 19.995 kr.

Keðjusög GH-EC 1835. 1800W.

Helgartilboð

Helgartilboð

Helgartilboð

Helgartilboð

19.995kr.

49620059

STREET RACER reiðhjól 12"

2.295kr.

92420204

Reiðhjólahjálmurá börn, nokkrir litir.

1.195kr.

41118140

Talnalás, svartur

295kr.

41120968

Bjalla

395kr.

41120968

Bjalla fyrir barnahjól

755kr.

41118105

Pumpa hjóla/boltapumpa.

19.995kr.49620061

TWINKLE 12” reiðhjól

21.995kr.49620062

PRO 16” reiðhjól

25.995kr.49620064

FULL TILT 20” reiðhjól

39.995kr.49620076/77

TRAIL BLASTER 24” reiðhjól græant/fjólublátt

29.695kr.49620201

GÖTUHJÓL 26” 6 gíra með körfu

59.990kr.Q2200 gasgrill á fótum, 3,51kW.

50650003

hvað á að grilla?

16.995kr.

15333202

Eurosmart eldhústæki með hárri sveiflu.

Helgartilboð

AuðvelT að versla á byko.issendum út um allt land

Helgartilboð

Helgartilboð

Page 62: 08 04 2016

62 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

Pörin og sambýlingarnir Aron, Hildur, Styrmir og Vera eru nemar á ólíkum sviðum, allt frá jarðeðlisfræði til leiklistar. Þau vakna því öll

snemma á morgnana í skólann. Þennan morguninn gáfu þau sér þó tíma til að fara í bakarí og fá sér morgunverð saman, en segja það algjört einsdæmi. Venjulega séu unaðsstundir sambýlinganna alls ekki á morgnana, heldur á kvöldin þegar fjórmenningarnir kíkja út í ísbúð og horfa á vídeó saman heima.

„Það er svo mikil snilld að búa með skemmtilegu fólki því maður er aldrei einn,“ segir Aron og hin taka undir það: „Þetta er eins og lítil nútímafjölskylda.“

Morgunstundin „Þetta er eins og lítil fjölskylda“

Mynd | Rut

Hvað þýða þessi orð?Benni, Þorri, Þóra og Hanna Guðrún settust niður og veltu fyrir sér ýmsum orðum

Afruglari: Hmm, að vera alveg rugl-aður?Vídeóleiga: Leigja mynd í sjón-varpinu. Loftnet: Til að horfa á sjónvarpið, stundum upp á þaki, eða svona yfirleitt.Selfie: Ég veit ekki hvað það þýðir.Fössari: Föstudagur!Hipster: Að vera heimsmeistari.Bankahrun: Ég held það þýði að steinar séu að hrynja.

Þorri Ingólfsson

6 ára

Afruglari: Það er dós.Vídeóleiga: Það er í sjónvarpinu, til að horfa á mynd.Loftnet: Það er svona dót í loftinu.Fössari: Það er byssa.Selfie: Að taka mynd af sér.Hipster: Það er svona tónlist. Bankahrun: Ég held það séu peningar.

Þóra

Marín

Sigmundsdóttir

4 ára

Afruglari: Að vera rugludallur.Vídeóleiga: Svona vídeó eins og bróðir minn leigir í tölvunni. Loftnet: Ég veit ekki.Selfie: Ég veit ekki alveg en það er svolítið eins og selur. Fössari: Það er held ég föstudagur.Hipster: Ég veit ekki alveg.Bankahrun: Banki?

Hanna Guðrún

Ingólfsdóttir

4 ára

Afruglari: Ég hef aldrei heyrt þetta áður. Kannski að maður sé alltaf ruglaður en gleymir því aldrei að maður sé ruglaður? Vídeóleiga: Þá fer maður svona inn á sjónvarpið og þar getur maður leigt allskonar myndir. Ég hef oft gert það. Loftnet: Það er gervihnöttur út í geim sem sendir á stöð lengst í burtu og það er stór hnöttur sem dreifir þessu yfir öll „system“ og í sjónvarpið. Selfie: Þegar maður tekur mynd af sjálfum sér.Fössari: Ég hef aldrei heyrt þetta, hef ekki hugmynd.Hipster: Hypjaðu þig burt?Bankahrun: Það er þegar peningar hrynja inn í bankann.

Benjamín

Gunnar

Valdimarsson

7 ára

Salvör Gullbrá Þórarinsdó[email protected]

Ég er frekar rólegur gaur en núna er ég brjálaður,“ segir Hemúllinn þegar hann stígur af sviði á mótmælafundi mánu-dagsins 4. apríl.

Arnar Snæberg Jónsson er verk-efnastjóri hjá Reykjavíkurborg og þriggja barna fjölskyldufaðir en á sér hliðarsjálf, tónlistarmanninn Hem-úlinn sem þekktur er fyrir slagara á borð við „Þvílík firra, þvílík fórn! Þett'er vanhæf ríkisstjórn!“ og „Sig-mundur Davíð hvar er peningurinn minn?“, sem flutt að sjálfsögðu var flutt á mótmælunum, þó í útgáfu sem hét: „Sigmundur Davíð hvar er peningurinn ÞINN?“.

Orkan og reiðin streymdi frá Hemúlnum, en Arnar segist sjálfur ólíkur Hemúlnum að flestu leyti. „Mér dettur til dæmis aldrei í hug að láta fólk heyra það eða neitt, en Hemúllinn sér um það.“ Hemúll-inn sé þó óhræddur við það, enda hatar hann fávita, að sögn Arnars: „Hvort sem það eru fávitar í pólitík, þeir sem leggja í fatlaðrastæði eða rasistar.“

Arnar heldur á trépriki og á enda þess er tálguð hönd sem vel að merkja heldur miðjufingrinum uppi. Höndina fundu börnin hans uppi undir súð á heimili þeirra í Hafnar-firði. Prikið á vel við hér á Austur-velli og skekur Hemúllinn tréputt-ann í átt að Alþingi milli þess sem hann hrópar „Vanhæf ríkisstjórn!“ með fjöldanum.

Hemúllinn á langan feril að baki, en hann leit fyrst dagsins ljós árið 2001. „Hemúllinn varð til þegar ég barðist við þunglyndiseinkenni,“ segir hinn 38 ára gamli Arnar. Hemúllinn gerir alla sína tónlist í Guitar Pro, forrit sem hann stal á netinu og er að hans sögn alls ekki ætlað til tónlistarsköpunar. „Ég kann bara ekki á nein tónlistarforrit, þess vegna er svolítið fyndið að ég búi til raftónlist.“

Tónlistin hefur þó breyst mikið á 15 ára ferli. „Til að byrja með voru lögin poppaðri tónlist og textar, en með aldrinum varð ég reiðari og textarnir breyttust í samræmi við það.“

Arnar segir áætlan Hemúlsins einfaldlega að vera alltaf á móti og segir Hemúlnum slétt sama um hvort fólk fíli sig eða ekki. „Ef Sjálf-stæðisflokkurinn vill ekki ráða þig

ertu ekki að gera neitt rangt. Það er mikilvægara að vera trúr sjálfum sér en að fá gigg.“

Nú er Hemúllinn í fyrsta sinn á leið í stúdíó, þvert á upprunalega stefnu sína um að gefa aldrei út eitt einasta lag. „Ég klúðraði eigin stefnu og lofaði á Facebook að ef ég fengi 1000 læk gæfi ég út efni. Sem er vandamál því Hemúllinn svínvirkar á sviði en drepst alveg í stúdíói.“

Næst mun Hemúllinn koma fram á Norðanpaunks-hátíðinni í sumar auk annarra gigga, sjái hann sig ekki knúinn til að ausa úr skálum reiði sinnar á frekari mótmælafundum í millitíðinni.

„Hemúllinn er ómengaður og tær pirringur og ég held að það sé það sem fólki fíli við þetta. Stundum er betra að öskra um hlutina í stað þess að röfla um þá, og það er það sem fólk langar í raun til að gera.“

„Sigmundur Davíð, hvar er peningurinn þinn?“

Pönktónlistarmaðurinn Hemúllinn er hliðarsjálf fjölskylduföður í Breiðholtinu

Hemúllinn fann þetta eftirtektarverða prik uppi á lofti hjá sér, og nýtti það vel á mótmælafundi mánudagsins.

Arnar er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg í Mjóddinni þegar hann sinnir ekki hliðarsjálfi sínu, hinum reiða Hemúl.

Mynd | Rut

Page 63: 08 04 2016

Fimm stjörnuGleðisprengja!

Pantaðu þér MAMMA MIA máltíð til að njóta fyrir sýningu eða í hléi.

Borgarleikhúsið opnar klukkan 18 fyrir allar sýningar

TónlistarstjóriJón Ólafsson

Uppselt á yfir 60 sýningar Ósóttar pantanir seldar daglega - Tryggðu þér miða!

LeikstjórnUnnur Ösp Stefánsdóttir

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Page 64: 08 04 2016

Spurt er… Hvernig líður þér eftir vikuna?

HELGIN

Í ÆÐ

SÚRREALÍSKTHrafnkell Örn GuðjónssonMér líður í raun ömurlega og veit ekki hvort ég á að gráta eða hlæja. Á mánudag var maður reiður en nú er ástandið svo súrrealískt að það er eins og Fóstbræðraskets.

BUGUÐ OG ÞREYTTAlma Mjöll ÓlafsdóttirÉg er bara frekar buguð á því. Það er ótrúlegt hvað ástandið hefur mikil áhrif á mann andlega. Ég kom heim eftir gærdaginn alveg búin á því og steinrotaðist. Síðan er maður líka súr yfir þessum raunveruleika.

KVÍÐI OG ÓVISSAAldís Mjöll GeirsdóttirÁstandið í þjóðfélaginu leggst ofan á allt annað sem er í gangi í lífi manns. Það styttist í prófin hjá mér og mikil óvissa og kvíði fylgdu þessari viku. Það kraumar í manni mikil reiði.

MÆLIRINN FULLURKristján Sævald PéturssonEftir Kastljós sunnudagsins var ég í sjokki. Mælirinn er fullur. Ég er bjartsýnn svo lengi sem ríkisstjórnin fer frá og við fáum að kjósa strax.

Gott að hlusta: DJ sett af hljómsveitunum Sykur, Vök, Sísí Ey og Good Moon Dear spila á Paloma á föstudagskvöldið. Það heitir ekki Rafnæs af ástæðulausu en þarna eru sameinaðir ólíkir hljóðheimar undir hatti raftónlist-ar. Gott og næs til að hlusta!

Gott að tína kræklinga: Skelltu þér í kræklingaleit í Hvalfirði. Ferðafélag barnanna stendur fyrir leitinni sem hefst í náttúrufræðahúsi HÍ klukkan 11 á laugardag með fræðslu um kræk-linga. Þaðan verður haldið af stað upp í Hvalfjörð. Þátttaka ókeypis.

Gott að ralla: Hefur þig alltaf langað að prófa að drifta? Fyrsta æfing sumarsins hjá driftdeild AÍH verður í dag, föstudag, á Rallycross-braut-inni við Ásbraut í Hafnarfirði. Allar tegundir bíla velkomnar! Þú þarft bíl, ökuskírteini, tryggingaviðauka og síð-ast en ekki síst – löglegan hjálm.