05 06 2015

68
5.-7. júní 2015 22. tölublað 6. árgangur DÆGURMÁL 66 Kleinuhringir úr steypu SÍÐA 22 Ljósmynd/Hari Ég þótti skrítinn sálfræðingur Einn vinsælasti þáttur íslenskrar sjónvarps- sögu, Sjálfstætt fólk, lauk göngu sinni á sunnu- dagskvöldið eftir fjórtán ár í loftinu. Skip- stjórasonurinn Jón Ársæll Þórðarson byrjaði á sjónum tólf ára og stundaði síðar sálfræðirann- sóknir á galdramönnum í Afríku. Fjölmiðlun varð þó ævistarfið en hann saknar sálfræðinn- ar stundum. Hann þótti skrítinn sálfræðingur, fór oft á dag í bað og tók á móti fólki í viðtöl í handklæðinu einu. Jón Ársæll hefur frá mörgu að segja þótt hann segi ævisögu sína of viðsjár- verða til að eiga erindi fyrir almenningssjónir, alls ekki prenthæfa. VIÐTAL 16 Lára Rúnars- dóttir í leit að sjálfri sér VIÐTAL 18 Tónlistin í Hrúta samin á slóðum forfeðranna FRÉTTAVIÐTAL 10 Guerrilla Girls eru samviska listheimsins Sjóðheitar Apple vörur í iStore Kringlunni 194.990 istore.is á aðeins 14.990 kr. Apple TV Ennþá hraðari MacBook Pro Retina! 2015 módelin eru komin í 13” og 15” Verð frá 264.990 kr. Hraðari MacBook Air 13” Verð frá 199.990 kr. istore.is Sérverslun með Apple vörur Ómetanlegt mikilvægi hálendisins FRÉTTAVIÐTAL 8 VIÐTAL 26 Jórunn mundar byssuna

description

News, newspaper, Iceland, Fréttatíminn, Lifestyle, magazine

Transcript of 05 06 2015

Page 1: 05 06 2015

5.-7. júní 201522. tölublað 6. árgangur

dægurmál 66

Kleinuhringir úr steypu

síða 22Ljósmynd/Hari

Ég þótti skrítinn sálfræðingurEinn vinsælasti þáttur íslenskrar sjónvarps-sögu, Sjálfstætt fólk, lauk göngu sinni á sunnu-dagskvöldið eftir fjórtán ár í loftinu. Skip-stjórasonurinn Jón ársæll Þórðarson byrjaði á sjónum tólf ára og stundaði síðar sálfræðirann-sóknir á galdramönnum í Afríku. Fjölmiðlun varð þó ævistarfið en hann saknar sálfræðinn-ar stundum. Hann þótti skrítinn sálfræðingur, fór oft á dag í bað og tók á móti fólki í viðtöl í handklæðinu einu. Jón ársæll hefur frá mörgu að segja þótt hann segi ævisögu sína of viðsjár-verða til að eiga erindi fyrir almenningssjónir, alls ekki prenthæfa.

viðtAl 16

lára rúnars-dóttir í leit að sjálfri sér

viðtAl 18

tónlistin í Hrúta samin á slóðum forfeðranna

FréttAviðtAl 10

guerrilla girls eru samviska listheimsins

Sjóðheitar Apple vörur í iStore Kringlunni

194.990 istore.is

á aðeins

14.990 kr.

Apple TV

Ennþá hraðari MacBook Pro Retina!2015 módelin eru komin í 13” og 15”Verð frá 264.990 kr.

Hraðari MacBook Air 13”Verð frá 199.990 kr.

istore.is

Sérverslun með Apple vörur

Ómetanlegt mikilvægi hálendisinsFréttAviðtAl 8

viðtAl 26

Jórunn mundar byssuna

Page 2: 05 06 2015

VW Up! frá aðeins:

1.790.000 kr.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is

Rjúpu fjölgar um 8 prósent

Vinnumarkaður kynferðisleg áreitni í þjónustustörfum algeng

Önnur hver kona í þjónustu-störfum áreitt kynferðislegaTæplega helmingur kvenna sem hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað segir áreitnina hafa mikil áhrif á öryggistilfinningu sína í vinnunni. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rann-sóknar sem Starfsgreinasambandið lét gera á kynferðislegri áreitni fólks í þjónustustörfum. Um 41% fólks í þessum störfum hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni, þar af önnur hver kona og fjórði hver karlmaður.

r annsóknin sýnir, svo ekki verður um villst að, vandinn er mikill hér á landi eins og annars staðar og hefur

áhrif á líðan og öryggi fólks á vinnustöð-um,“ segir Drífa Snædal, framkvæmda-stjóri Starfsgreinasambandins, um niður-stöður nýrrar rannsóknar sem sýna að um 41% fólks í þjónustustörfum hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni.

Konur verða hlutfallslega oftar fyrir kyn-ferðislegri áreitni en karlar, en um það bil önnur hver kona og fjórði hver karlmaður í þjónustustörfum hefur orðið fyrir áreitni samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræð-um við Háskóla Íslands vann að beiðni Starfsgreinasambandsins á kynferðislegri áreitni gagnvart starfsfólki sem hefur unnið innan hótel-, veitinga- og ferðaþjón-ustunnar síðastliðin 10 ár. Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi og verða niðurstöðurnar birtar í heild sinni í skýrslu sem kemur út á mánudag. Þá fer jafnframt fram samnorræn ráðstefna á Hótel Nordica sem Starfsgreinasambandið stendur fyrir gegn staðalmyndum og kyn-ferðislegri áreitni í þjónustustörfum.

Umræðan um kynferðislega áreitni fólks í þjónustustörfum varð mjög hávær innan verkalýðsfélga víða um heim eftir að Dominic Strauss-Kahn, þáverandi for-stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, áreitti herbergisþernu á hóteli árið 2011. Rann-sókn Starfsgreinasambandsins er innlegg í þessa umræðu en sambærilegar rann-

sóknir hafa verið gerðar nýverið á hinum Norðurlöndunum.

Þegar svör þátttakenda í rannsókninni eru greind eftir aldri kemur í ljós að 67,8% þeirra sem höfðu orðið fyrir kynferðis-legri áreitni voru yngri en 25 ára þegar alvarlegasta tilvikið átti sér stað. Þannig voru 55,8% þolenda á aldrinum 18-24 ára en 11,6% yngri en 18 ára. „Þessi ungi aldur þolenda er áhugaverður í ljósi fræðilegrar umræðu um að kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi snúist um vald. Ungt fólk hefur oft minna vald en það sem eldra er, vegna reynslu- og áhrifaleysis sem helst í hendur við ungan aldur þeirra,“ segir í skýrslunni sem er unnin af Steinunni Rögnvaldsdóttur, félags- og kynjafræðingi.

Þátttakendur voru einnig spurðir um áhrif áreitninnar á öryggistilfinningu sína á vinnustað og sögðu 43,4% kvenna að áreitnin hefði mjög mikil eða frekar mikil áhrif á öryggistilfinninguna en enginn karlmaður svaraði því til að áreitnin hefði mikil áhrif á hann.

„Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnu-grein og okkur ber skylda til að huga að öryggi starfsfólks þar alveg eins og öryggi starfsfólks í byggingarvinnu eða sjó-mennsku. Rannsóknin er bara upphafið að norrænni samvinnu á þessu sviði og við munum halda verkefninu áfram,“ segir Drífa.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

KynfERðislEg áREitni EftiR staRfsstað – Hlutfall svarenda í rannsókn Starfsgreinasambandsins

HótEl KaffiHús sKyndibitastaðuR VEitingaHús fERðaþjónusta annað

39,5% 56,8% 42,2% 60,0% 28,2% 53,3%

Þegar svör þátttakenda í rannsókninni eru greind eftir aldri kemur í ljós að 67,8% þeirra sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni voru yngri en 25 ára þegar alvarlegasta tilvikið átti sér stað. Mynd úr safni/Hari

199. gr. almennra hegning-arlagaHver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðis-leg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.

Náttúrustofnun Íslands hefur lokið við að telja rjúpu þetta vorið og samandregið fyrir öll talningasvæði var meðalfjölgun rjúpna 8% á milli áranna 2014 og 2015. Talningar gengu treglega þetta árið vegna tíðarfars en rjúpur voru taldar á 36 svæðum í öllum landshlutum. Alls sáust 1284 karrar sem er um 1% af áætluðum fjölda í landinu. Greinileg fækkun á stofninum var á 16 talningasvæðum, kyrrstaða var á 8 svæðum og aukning var á 12 svæðum. Rjúpum fækkaði á Suðvesturlandi, Vesturlandi, Vest-

Fréttatíminn hefur flutt aðsetur sitt frá Sætúni 8 í Skeifuna 17 í Reykjavík. Blaðið er nú á þriðju hæð þar sem Sena er einnig til húsa og Suzuki-bílaumboðið er á

jarðhæð. Vel fer um ritstjórn og auglýsingadeild Frétta-tímans á hinum nýja stað,

miðsvæðis í borginni, þar sem auðvelt að fá bílastæði fyrir þá sem eiga erindi til blaðsins.

Fréttatíminn fluttur í Skeifuna

fjörðum og Austurlandi, kyrrstaða var á Suðausturlandi en áberandi aukning var á Norðausturlandi og Suðurlandi. Í sögulega samhengi er stofninn ekki stór og aðeins á Norðausturlandi og Austurlandi er hann yfir meðallagi í stærð.

Lítil trú á AlþingiEinungis 15% aðspurðra telja að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings, að því er fram kemur í könnun MMR. Þá sögðust 65,4% frekar eða mjög sammála því að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. Þeir sem tilheyrðu tekjuhæsta hópnum, með milljón á mánuði í heimilistekjur eða meira, voru líklegri en þeir sem hafa lægri tekjur til að telja að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings. Þeir sem tilheyrðu yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára, voru líklegri til að vera sammála því en hinir eldri að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin.

Hátíð hafsins um helginaHafnarsvæðið mun iða af lífi um helgina þegar Hátíð hafsins verður haldin með pompi og prakt. Að hátíðinni standa Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð en hún er í raun sameining tveggja hátíða, á Hafnardeginum sem er á laugardag og Sjómannadeginum sem er á sunnudag. Þetta er fjölskylduhátíð þar sem áhersla er lögð á fróðleik um hafið og dagskráin í ár er fjölbreytt eins og endranær. Sjóræningjaföndur, bryggjusprell, leiksýningar og tónleikar munu gleðja gesti og gangandi en auk þess munu þeir fjölmörgu veitinga-staðir sem eru nú við hafnarsvæðið bjóða upp á spennandi veitingar. Hægt er að skoða dagskrána á vefsíðunni hatidhafsins.is

lögreglumál tVö fjárkúgunarmál tengd systrunum malín Brand og Hlín einarsdóttur

Segir Hlín hafa tekið við miskabótum gegn því að kæra ekki nauðgun„Mér þykir óskaplega leitt að hafa valdið þessu fólki skaða,“ segir í yfir-lýsingu sem Malín Brand, blaðakona á Morgunblaðinu, sendi frá sér í gær.

Malín og systir hennar, Hlín Einars-dóttir fjölmiðlakona, hafa verið til umfjöllunar í vikunni eftir að upplýst var að Hlín reyndi að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjölskyldu hans. Bæði Hlín og Malín hafa játað þátt sinn í því máli.

Síðar í vikunni kærði Helgi Jean

Claessen, ritstjóri Menn.is, þær fyrir fjárkúgun en hann mun hafa greitt þeim 700 þúsund krónur gegn því að hann yrði ekki kærður fyrir nauðgun. Í yfirlýsingu Malínar segir: „Á þriðju-deginum bað Hlín mig að keyra sig á bráðamóttöku fyrir þolendur kyn-ferðisofbeldis þar sem hún fékk að-hlynningu og skoðun. Ástand hennar að mati starfsfólks þar benti til að hún hefði orðið fyrir nauðgun. Maðurinn lagði áherslu á að mannorðs síns vegna

myndi nauðgunarkæra, hvort sem hún leiddi til ákæru og sakfellingar eða ekki, valda sér miklum hnekki. Systir mín féllst á þessi sjónarmið og úr varð sátt með greiðslu miskabóta.“

Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Hlín hyggist kæra téðan Helga fyrir nauðgun.

Systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð

Gunnlaugssyni forsætisráðherra.

Ljó

smyn

d/H

ari

2 fréttir Helgin 5.-7. júní 2015

Page 3: 05 06 2015

Lykill er hluti af Lýsingu hf. I Ármúla 1 I 108 Reykjavík I S. 540 1700 I lykill.is I [email protected]

Stærsti bílasýningarsalur landsins

Hvort sem þú ert að hugsa um að kaupa eða leigja þá finnurðu bílinn á Lykill.is

Það hefur aldrei verið einfaldara að endurnýja bílinn!

Gerðu samanburð á nýjum bílum frá öllum helstu

umboðum landsins á Lykill.is

Page 4: 05 06 2015

Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur.

Hei

msf

erð

ir ás

kilja

sér

rétt

til

leið

rétt

ing

a á

slík

u. A

th. a

ð v

erð

get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

.

KrítFrá kr. 119.900

m/morgunmat

Netverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2-3 í stúdíó m/morgunmat.Netverð á mann frá kr. 149.900 m.v. 2-3 í stúdíó m/allt innifalið.Netverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2-3 í stúdíó m/morgunmat.Porto Platanias Village – v/forfalla

11. júní í 11 nætur

47.450Flugsæti frá kr.

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Hægur A- og NA-viNdur og víðAst þurrt. svAlt N- og A-lANds.

HöfuðborgArsvæðið: Sólríkt og milt yfir daginn.

strekkiNgur Af N. rigNiNg eystrA og jAfNvel sNjór til fjAllA.

HöfuðborgArsvæðið: fremur bjart, en ákveðin gola.

N-áttiN geNgur Niður og víðAst verður þurrt. Hægt HlýNANdi.

HöfuðborgArsvæðið: Skýjað með köflum, en úrkomulauSt.

spáir hlýnandi eftir helgiloft úr suðri og suðvestri er spáð eftir helgi, en fram að því helst fremur svalt miðað við árstíma rétt eins og verið hefur. Sæmilega hlýtt yfir daginn sunnan- og suðvestanlands, en frystir

sums staðar um lágnættið norðan- og austantil. á laugardag má sjá lægð

fyrir suðaustan og úrkomusvæði hennar rétt svo nær inn á A-vert landið um tíma. Um leið snýst vindur til n-áttar.

10

6 78

108

5 43

9

8

7 86

12

einar sveinbjörnsson

[email protected]

17 ára stúlka léstSautján ára stúlka, Ingi björg Mel korka Ásgeirs dótt ir, lést á gjör gæsludeild aðfaranótt mánu dags. Hún veikt ist hast-ar lega á akra nesi eft ir að hafa tekið inn e-töflu, að því er talið er.

Íslenskur flugdólgurKalla þurfti til lög reglu vegna ís lensks flugdólgs í vél Air Berl in sem lenti í Kefla vík á þriðjudag. Vél in var á leið frá

München. Hafði maðurinn uppi ógnandi tilburði við flugfreyjur eftir að honum var neitað um afgreiðslu á áfengi.

Mikil aukning í bílasöluAlls voru seldir 6.698 fólks- og sendi-bílar á fyrstu fimm mánuðum ársins. Það er 41% aukning frá sömu mánuðum 2014. Um helmingur seldra bíla í ár eru bílaleigubílar.

Bílstjóri ávítturBílstjóri hjá forsetaembættinu hefur verið ávíttur fyrir að leggja bifreið for-seta ólöglega við Mávahlíð í Reykjavík í vikunni. Bílstjórinn var í sendiferð á vegum embættisins að því er RÚV greinir frá.

vikan sem var

bæ bæ, blatterSepp blatter, for seti Alþjóða knatt spyrnu-sam bands ins, FIFA, tilkynnti um afsögn sína í vikunni. Hann mun að óbreyttu sitja áfram þar til kosið verður um eftirmann hans. Það verður að líkindum ekki fyrr en í desember. Talið er að fbi rannsaki blatter vegna spillingar.

verkFöll ljósmæður Flýja léleg kjör og álag

Hrædd um að missa fleiri ljósmæður í burtu

t uttugu og tvær ljósmæður sóttu sér pappíra til land-læknis í síðustu viku til að

sækja sér vinnu erlendis og fjöldi þeirra er að aukast, þetta er að ger-ast,“ segir Áslaug Valsdóttir, for-maður Ljósmæðrafélags Íslands, aðspurð um þau ummæli Páls Hall-dórssonar, formanns samninga-nefndar BHM, þess efnis að mann-skapur Landspítala væri á förum. Verkfall Bandalags háskólamennt-aðra hefur nú staðið í níu vikur og Áslaug segir starfsfólk vera að bug-ast undan álagi.

700-800 þúsund króna í dag-vinnulaun ytra„Þetta er að gerast mun hraðar en ég átti von á. Tvær ljósmæður eru nú þegar komnar með vinnu og það sýnir fordæmi. Þær sóttu um á Kar-

olinska sjúkahúsinu í Stokkhólmi og fengu strax mjög góða díla og

voru komnar með vinnu 12 tímum síð-ar. Þar að auki eru mjög margar að fara í styttri víking, ráða sig tímabundið til að kanna hvort þær fíli að vinna úti.“

Ljósmæðranámið tekur sex ár í Há-skóla Íslands og grunnlaun í starfi eru 390.000 krónur.

„Sumum finnst það vera há grunn-laun en við höfum ekki mikla hækk-unarmöguleika. Algengast er að ljós-mæður séu með um 430.000 krónur í laun og við komumst ekkert mikið hærra en það, höfum enga mögu-leika á hækkunum eins og t.d læknar

hafa. Konurnar sem eru á leið út hækka upp í 7-800.000 krónur fyrir dagvinnu. Ég er voða hrædd um að þessir góðu dílar smiti út frá sér,“ segir Áslaug.

álagið er hrikalegt„Fólk hefur fengið fjandans nóg því við hljótum enga náð fyrir eyrum ráðamanna. Við erum komnar á ní-undu vikuna og það er ekkert í sjón-máli. Við erum á lágmarksmönnun og álagið er hrikalegt því fólk hættir ekkert að eiga börn. Ég verð samt að segja að ég dáist að þeim fyrir langlundargeðið, hvað þær mæta kátar í vinnuna þrátt fyrir allt og veita góða þjónustu þrátt fyrir að fá kannski ekkert greitt fyrir það. Ég er mest hrædd um að við missum fleiri í burtu núna því það er ekkert víst að við fáum þær aftur. Og það er ekki bara vegna kjaranna held-ur eru þær bara orðnar bugaðar af þessu neikvæða umhverfi og að vera ekki metnar að verðleikum.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir fólk vera komið með fjandans nóg. Ekkert miði áfram í samningum eftir níu vikna verkfall og ljósmæður séu þegar farnar að fá vinnu erlendis. Það sé ekki einungis til að fá mun betri kjör heldur líka til að flýja álagið og umhverfið.

Verkfall ljósmæðra hefur nú staðið í níu vikur. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boða til þögulla mótmæla við Stjórnarráðið í dag, föstudaginn 5. júní, frá klukkan 9.15 þar til ríkisstjórnarfundi lýkur.

áslaug vals-dóttir, formaður Ljósmæðra-félags Íslands.

4 fréttir Helgin 5.-7. júní 2015

Page 5: 05 06 2015
Page 6: 05 06 2015

– fyrir lifandi heimili –

R e y k j a v í k o g A k u r e y r i

E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0

w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s

ÚTSALAÚTSALAÚTSALASumar3

60%ALLT AÐ

AFSLÁTTUR

KENYA hægindastóll

Slitsterkt áklæði, margir

litir.ÚTSALAÚTSALAÚTSALASumar3

39.990FULLT VERÐ: 49.990

KRÓNUR

GALAXY barstóll

ÚTSALAÚTSALAÚTSALASumar3

11.995FULLT VERÐ: 23.990

KRÓNUR

ÚTSALAÚTSALAÚTSALASumar3

188.990FULLT VERÐ: 269.990

KRÓNUR

ECKMAN HORNSÓFI 2H2 – TILVALINN Í BÚSTAÐINN

Svart bonded leður. Stærð: 233 x 233 H:90

ALLIR DÚKAR – 40% AFSLÁTTUR – MIKIÐ ÚRVAL

ÚTSALAÚTSALAÚTSALASumar3

40%DÚKAR

AFSLÁTTUR

Þ essi kalda tíð sem er búin að vera hér undanfarið með norðanáttum eða svölu lofti

úr vestri, með leifar af íshafsvetri og tilheyrandi snjókomu á fjallvegum, virðist ætla að taka endi núna um helgina,“ segir Einar Sveinbjörns-son veðurfræðingur en óvenju kalt hefur verið á landinu í maí og reynd-ar alveg frá áramótum. Meðalhiti síðustu fimm mánuði er 1,5 stig og maímánuður hefur ekki verið kaldari frá árinu 1982 með 4,6 stiga meðalhita. Hæsti hitinn maímán-aðar mældist 15,7 °C í Skaftafelli þann 22. en lægsti hitinn mældist -18°C á Brúarjökli þann 10. Á sama tíma hefur verið tiltölulega bjart yfir landinu, sérstaklega í Reykjavík þar sem sólskinsstundir mældust 277,9 stundir í maí, sem er 35 klukku-

stundum yfir meðallagi síðustu tíu ára.

Hlýir sunnanvindar„Það verður hret aðfararnótt sunnu-dags með næturfrosti og snjó til fjalla en svo gera tölvuspár ráð fyr-ir annari tíð,“ segir Einar. „Það eru nokkrar líkur á því að vindáttin snú-ist og verði sunnanstæð með lofti af hlýrri uppruna og þá förum við að sjá einhverja daga þar sem hitinn er eðlilegur miðað við árstíma. Suð-vestanátt þýðir að það hlýnar veru-lega. Hlýjasta loftið verður á sunnan-verðu landinu en það mun kannski ekki ná almennilega vestur á firði.“

Ennþá snjór á afréttum„Það sem gerast núna, sem er alveg nauðsynlegt eftir þessa kuldatíð, er

að gróðurinn fer loks að taka hressi-lega við sér um allt land. Það hef-ur ekki vantað sólina í maí en það er þessi mikli loftkuldi sem hefur haldið aftur af gróðrinum. Það eru varnarviðbrögð í plöntunum að fara ekkert af stað á meðan enn er svona kalt á nóttunni, þær bíða bara átekta eftir hlýju lofti. Þetta er auðvitað orðið alvarlegt mál því búfé þarf að komast á beit. Það eru einhverjir heimahagar sem grænka en úthag-arnir eru enn gulir og ég tala nú ekki um afréttarlönd þar sem snjóa hefur ekki enn leyst. Ef horft er enn lengra fram í tímann þá má búast við einhverju norðanhreti undir þarnæstu helgi en það sem skiptir mestu máli núna er það eru hlýir vindar á leiðinni sem munu leysa klaka og koma gróðrinum af stað.“

Þannig að sumarið kemur í næstu viku?

„Já, og fyrr má nú aldeilis vera.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Veður SunnanVindar í kortunum

Það eru ekki bara landsmenn heldur líka gróðurinn sem þyrstir í hlýindi en maímánuður var sá kaldasti í 33 ár með aðeins 4,6 stiga meðalhita. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hlýju sunnanvindana í kortunum eftir helgi boða komu sumars.

Sumarið kemur í næstu viku

Það eru margir sem bíða með eftirvæntingu eftir sumri og það er alvarlegt mál ef búfé kemst ekki á beit. Einhverjir heimahagar hafa grænkað en enn er snjór á afréttum.

dómSmál erla HlynSdóttir Vann íSlenSka ríkið fyrir mde

Erla vann þriðja máliðe rla Hlynsdóttir, blaðamað-

ur á Fréttatímanum, vann í vikunni sitt þriðja mál

gegn íslenska ríkinu fyrir Mann-réttindadómstóli Evrópu. Auk mála Erlu hefur Björk Eiðsdóttir blaðamaður unnið eitt mál gegn íslenska ríkinu fyrir mannrétt-indadómstólnum. Gunnar Ingi Jóhannesson, lögmaður hjá Lög-mönnum Höfðabakka, er lögmað-ur bæði Bjarkar og Erlu. „Þessir f jórir dómar skipta gríðarlegu máli fyrir starfsumhverfi f jöl-miðla á Íslandi. Íslenskir dómstól-

ar höfðu með niðurstöðum meið-yrðamála saumað mjög að rétti fjölmiðla og skyldu þeirra til að taka við og miðla áfram upplýsing-um um málefni sem sannarlega eiga erindi við almenning. Veru-lega skorti á að íslenskir dómstól-ar hefðu rökstutt að nauðsynlegt hafi verið að takmarka tjáning-arfrelsi blaðamanna með þeim hætti sem gert var. Dómar mann-réttindadómstólsins veita mikil-vægar leiðbeiningar fyrir íslenska dómstóla um það hvaða sjónarmið ber helst að leggja til grundvall-

ar þegar dæmt er í málum sem snerta starfsumhverfi fjölmiðla. Þetta snertir ekki bara hagsmuni blaðamanna persónulega, held-ur snýst þetta ekki síst um upp-lýsta umræðu í samfélaginu. Það er mikilvægt að blaðamenn þurfi ekki að veigra sér við því að fjalla um viðkvæm málefni, af ótta við að verða gerðir ábyrgir fyrir því sem fram kemur í umfjölluninni,“ segir Gunnar.

Halla Harðardóttir

[email protected]

Erla Hlynsdótt-ir var þrívegis dæmd fyrir meiðyrði vegna greina sem hún skrifaði í DV á árunum 2007-2009. Hún fór í mál við íslenska ríkið vegna þessa og komst Mann-réttindadóm-stóll Evrópu að þeirri niður-stöðu að brotið hefði verið á tjáningarfrelsi Erlu í öllum málunum. Mynd/Hari

6 fréttir Helgin 5.-7. júní 2015

Page 7: 05 06 2015

Hittumst í Kvennahlaupinu laugardaginn 13. júní.

Upplýsingar um alla hlaupastaði og tímasetningar eru á kvennahlaup.is.

Page 8: 05 06 2015

Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099

www.heimsferdir.is

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur.

Hei

msf

erð

ir ás

kilja

sér

rétt

til

leið

rétt

ing

a á

slík

u. A

th. a

ð v

erð

get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

.E

NN

EM

M /

SIA

• N

M69

40

6

BODRUM – Eken Resort

Heimsferðir bjóða Íslendingum í sólarferðir til Bodrum og Marmaris í Tyrklandi, sem eru meðal eftirsóttustu áfangastaða Tyrklands. Tyrkland er stórbrotið land þar sem austrið mætir vestrinu og heimsálfurnar Evrópa og Asía mætast, enda er hjartsláttur austursins alltaf nálægur. Hér er verðlag hagstætt, fallegar smábátahafnir með iðandi mannlífi, brosandi fólk, fjörugt næturlíf, og heillandi markaðir.

BODRUM – Bitez Garden

MARMARIS – Grand Cettia

MARMARIS – Club Aida

Frábært verðFrá kr.94.900m/allt innifalið

Netverð á mann Frá kr. 94.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.

Frá kr. 117.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Frábært verðFrá kr. 99.900m/allt innifalið

Netverð á mannFrá kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.

Frá kr. 127.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Frábært verðFrá kr. 114.400m/allt innifalið

Frá kr. 114.400 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi.

Frá kr. 134.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Frábært verðFrá kr. 69.900án fæðis

Frá kr. 69.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.

Frá kr. 86.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Bodrum & Marmaris

Bókaðu sól á

18. júní í 11 nætur18. júní í 11 nætur

47.450Flugsæti frá kr.

Óspillt náttúra hefur mögnuð áhrif á heilsu fólks og því meiri einangrun því betra. Páll Líndal, umhverfissálfræðingur og kennari við Háskóla Íslands, segir hálendi Íslands vera kjörinn stað til að hlaða batteríin og komast í jafnvægi, mikilvægi þess sé ómælanlegt. Hann telur það löngu tímabært að mannleg upplifun af umhverfi sé talin eðlilegur hluti af mati á umhverfisáhrifum.

U mhverfissálfræði er undirgrein af sálfræði,“ segir Páll Líndal, umhverfissálfræðingur og

kennari við Háskóla Íslands. Páll hélt erindi um virði hálendisins fyrir heilsu og vellíðan landsmanna á málþingi um miðhálendið sem haldið var í Laugar-dalshöll á dögunum.

„Greinin fjallar um samspil fólks og umhverfis, hvernig áhrif umhverfið hefur á fólk og áhrif fólks á umhverfi sitt. Hún er nýtt við hönnun, skipulag og innanhúsarkitektúr og hefur verið mikið nýtt á heilbrigðisstofnunum. Þetta er ung og ört vaxandi fræðigrein sem enn hefur ekki náð að festa sig í sessi á Ís-landi,“ segir Páll.

Og hvernig umhverfi líður okkur vel í?„Til að vita hvað er gott umhverfi er auðvelt að líta til þess umhverfis sem fólk sækir í, í frítíma sínum. Hvaða staði sækir fólk í þegar það vill slappa af og njóta lífs-ins. Í borgum sækir fólk mikið í staði sem eru í réttum hlutföllum en í Reykjavík er það til dæmis Austurvöllur eða neðri hluti Laugavegar. Hlemmur togar ekki og Ingólfstorg togar bara í ákveðinn hóp fólks á meðan Borgartúnið og Skuggahverfið eru ekki staðir sem fólk sækir í ef það á ekkert erindi þangað. Frá örófi alda hefur fólk talað um jákvæð áhrif náttúrunnar á heilsu okkar en lengi var þó litið á það sem rómantíska sýn eða dreifbýlishugs-unarhátt. Fyrir um 40 árum var byrjað að skoða þessi áhrif með ýmiskonar rannsóknum og þá kom í ljós að áhrifin eru raunveruleg, niðurstöður sýna mjög skýrt fram á endurheimtandi áhrif náttúrunnar.“

Hvað eru endurheimtandi áhrif?„Í okkar daglega lífi erum við alltaf að takast á við einhverskonar kröfur. Í gegnum daginn sækjum við í leiðir til að hlaða batteríin og þá erum við, oft ómeðvit-að, að endurheimta getuna sem við töpum undir álagi. Þetta gerum við t.d með því að ná okkur í kaffi eða fara í stuttan göngutúr. Tökum sem dæmi seinnipart dags þegar foreldrar koma heim með börnin eftir langan vinnudag og allir eru þreyttir og allt fer í hund og kött. Foreldrarnir byrja að rífast, börnin að gráta og allt er í pati. Þetta er klassískt dæmi um vöntun á sálfræðilegri endurheimt. Getan til að takast á við aðstæðurnar er hreinlega ekki fyrir hendi því þú ert búinn að eyða henni í annað yfir daginn. Þarna væri gott að fara í um-hverfi sem mundi styðja að endurheimt ætti sér stað.“

Eins og út í náttúruna?„Náttúran hefur ofboðslega góð endurheimtandi áhrif því hún uppfyllir öll þau skilyrði sem við þurfum á að halda til að þessi endurheimt eigi sér stað með sem áhrifaríkustum hætti. Hún býður upp á fjarveru, líkamlega og andlega, og svo býður hún líka upp á já-kvætt áreiti eða ferla sem grípa athygli okkar, eins og fjöll, fossa, læki, fugla og vind svo eitthvað sé nefnt, og fær okkur til að leiða hugann frá því sem við erum að takast á við. Við förum í nýjan heim sem hefur ofboðs-lega góð áhrif á heilsu okkar. Svo er náttúran ekki bara

einn hlutur því hún býður upp á mjög fjöl-breytta möguleika til að mæta þörfum og löngunum okkar, eins og að fara í göngu, týna ber, liggja í grasinu eða synda og svo framvegis. Þegar allt þetta er komið í einn pakka, fjarvera, jákvætt áreiti og fjölbreyttar leiðir til að mæta þörfum okkar, þá erum við komin með eitthvað stórkostlegt sem hefur góð endurheimt-andi áhrif í sálfræðilegum skilningi.“

Og svona staðir eru kannski ekki á hverju strái?„Nei, alls ekki. Og menn þurfa að gera sér grein fyrir því að náttúra á borð við hálendi Íslands hefur ómælanlega góð áhrif á heilsu okkar. Þetta er alveg ótrú-legur vettvangur fyrir fólk sem býr til dæmis í stórborgum, eins og New York, og þarf að komast í annan heim. En eftir því sem uppbyggingin á hálendinu verð-ur meiri þá fer umhverfið óhjákvæmilega að líkjast meira því umhverfi sem fólk er að flýja. Og eftir því sem aðgengi verður meira þá fer þetta að líkjast meira Times Square en óspilltu hálendi.“

Þannig að við ættum að halda í þá upplifum sem hálend-ið hefur upp á að bjóða núna?„Já, auðvitað. Auðvitað er sjálfsagt að sem flestir hafi aðgengi að hálendinu en það verður að vera jafnvægi. Hálendið er staður fyrir fólk sem vill sækja í þessa upp-lifun og við ættum að halda því þannig. Nú hafa verið að koma fram nýjar rannsóknir á upplifun ferðamanna af áfangastöðum á Íslandi og þar kemur í ljós að ferða-menn eru hættir að upplifa fjarlægð, einveru og jákvætt áreiti á áfangastöðum á borð við Landmannalaugar. Fólki finnst áreitið þar einfaldlega vera orðið of mikið. Ef það væri malbikað þangað, líkt og til dæmis var gert upp að Kárahnjúkum, þá missir staðurinn algjörlega sjarmann. Það er einfaldlega önnur upplifun að ferðast á malbiki en á malarvegi, tengingin við náttúruna er önnur ef farið er hratt yfir því þegar þú ert komin á 80 km hraða þá eru skynfæri okkar ekki fær um að taka nema brot af þeim upplýsingum sem umhverfið gefur okkur. Klassískt dæmi er Holtavörðuheiðin sem fólk keyrir yfir án þess að taka eftir þeim náttúruperlum sem þar eru, en fer svo Kjöl og upplifir náttúruna miklu sterkar.“

Þetta eru tvær ólíkar tegundir af ferðamennsku og þér finnst að það eigi að skilja eftir pláss fyrir báðar...„Já. Ferðamálarannsóknir sýna fram á að ferðamenn skiptast í þjónustusinna og náttúrusinna. Ef við ætlum bara að hugsa um þjónustusinnana þá getum við auð-vitað malbikað allt hálendið og misst þá í leiðinni þetta óspillta svæði. En það hlýtur að vera sjálfsögð krafa þegar verið er að ræða framtíðarnýtingu hálendisins, að gerðar séu vísindalegar úttektir á sálfræðilegum áhrifum þess. Það er ekki nóg að meta bara hagræn áhrif.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Hálendið bætir heilsuna

Páll Líndal, umhverfissálfræðingur og kennari við HÍ, segir það mikið meira en tímabært að mannleg upplifun af umhverfi sé talin eðlilegur hluti af mati á umhverfisáhrifum. Þessa þekkingu hafi vantað á Íslandi en til að bæta úr því hefur hann ásamt samstarfskonum sínum stofnað PRS-ráðgjöf sem er fyrsta slíka þjónustan á Íslandi. Ljósmynd/Hari

En það hlýtur að vera sjálfsögð krafa þegar verið er að ræða framtíðarnýt-ingu hálendisins, að gerðar séu vís-indalegar úttektir á sálfræðilegum áhrifum þess. Það er ekki nóg að meta bara hagræn áhrif.

8 fréttir Helgin 5.-7. júní 2015

Page 9: 05 06 2015

Sumarsýning ÖskjuAllir glæsivagnarnir frá Mercedes-Benz taka á móti þér á sumarsýningu Öskju. Glæsileg hönnun, tækni- nýjungar og einstakir aksturseiginleikar Mercedes-Benz eiga eftir að njóta sín á ferðalögum sumarsins. Við vekjum sérstaka athygli á að hægt er að forpanta GLE-Class, nýja lúxusjeppann sem tekur við af M-Class.

Komdu og reynsluaktu - hlökkum til að sjá þig

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

5-12

06

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook

á morgun laugardaginn 6. júní kl. 12–16

Page 10: 05 06 2015

Skæruhernaður gegn misréttiGuerrilla Girls hafa í 30 ár barist fyrir jafnrétti í listheiminum. Þær settu upp verk á Listahátíð í Reykjavík þar sem deilt var á opinbera styrki til kvenna í kvikmyndagerð og vilja með verkinu kenna ráðamönnum lexíu. Verk eftir Guerrilla Girls eru í eigu margra virtustu listasafna heims. Þær eru afar áhugasamar um baráttu íslenskra kvenna fyrir jafnrétti og segja byltinguna sem átti sér stað á Beauty Tips þar sem konur deildu frásögnum af kynferðisofbeldi vera „fantastic“.

T vær konur með górill-ugrímur taka á móti mér þegar ég mæti á tilsettum

tíma á Hótel Marína við Slippinn til að hitta meðlimi Guerrilla Girls sem hafa í 30 ár barist fyrir jafn-rétti í listheiminum. Þær hafa frá upphafi borið grímur til að leggja áherslu á málstaðinn frekar en þeirra eigni persónur. Guerrilla þýðir skæruliði en fljótlega fór að bera á mismælinu Gorilla Girls. Upp frá því hófu þær að bera górill-ugrímur og koma fram undir nafni látinna listakvenna. Konurnar sem ég hitti kynntu sig með nöfnunum Käthe og Frida. Báðar þessar kon-ur hafa starfað innan hreyfingar-innar frá upphafi og kenna þær sig við listakonurnar Käthe Kollwitz og Fridu Kahlo. Um leið og þær hefja upp raust sína er allt í einu ekkert svo skrýtið að tala við konur með górillugrímur.

Kenna þeim lexíu„Okkur var mjög brugðið þegar við sáum að aðeins 13% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands renni til kvenna en 87% til karla,“

segir Käthe. Að beiðni aðstandenda Listahátíðar í Reykjavík unnu þær nýtt verk sem var afhjúpað í mið-borg Reykjavíkur á opnunardegi há-tíðarinnar – veggspjald á austurhlið Tollhússins þar sem þessi tölfræði er notuð í spurningaleik. Guer-rilla Girls nota gjarnan tölfræði í verkum sínum og í þessu verki eru settar fram þrjár spurningar sem möguleg svör við spurningunni um af hverju karlar fá yfirgnæfandi meirihluta fjármagns Kvikmynda-miðstöðvar. „Konur á Íslandi eru vel staddar á ýmsum sviðum en peningarnir sem þær fá úr opin-berum sjóði til kvikmyndagerðar skera sig úr. Við vildum ögra peningavaldinu með þessu verki. Við notum húmor í svarmöguleik-unum. Fyrsti svarmöguleikinn er að karlar séu sterkir og geti borið þungar upptökuvélar. Næsti svar-möguleikinn er að konur séu betri í tónlist, búningahönnun og að stýra ríkisstjórninni. Síðast kemur hið augljósa svar: Þetta er mismunun! Við viljum kenna þeim lexíu sem sjá um þessar úthlutanir. Þetta er ekki réttlæti,“ segir Käthe.

10 viðtal Helgin 5.-7. júní 2015

Laugardagur 6. júní

12:00 – 18:00 Ljúffeng fiskisúpa Smurstöðvarinnar

á hátíðarverði. 12:30 – 14:00 Harmonikkuhádegi við Smurstöðina í Hörpu

— Reynir Jónasson leikur lög tengd hafinu. 13:30 – 17:00 Báturinn Áróra ferjar hátíðargesti til og frá Hörpu

að Víkinni sjóminjasafni. 15:30 – 16:00 Dúettinn Harmóníur syngur lög tengd hafinu

og aðra sígilda slagara við Smurstöðina.

Sunnudagur 7. júní

12:00 – 20:00 Ljúffeng fiskisúpa Smurstöðvarinnar

á hátíðarverði. 12:30 – 14:00 Harmonikkuhádegi við Smurstöðina í Hörpu

— Reynir Jónasson leikur lög tengd hafinu. 12:30 – 13:00 Skoppa og Skrítla taka á móti börnum í anddyri

Hörpu. Maxímús Músíkús heilsar börnunum

og gefur þeim hátíðarfána. 13:00 – 13:30 Skátarnir leiða skrúðgöngu frá Hörpu út að

Granda við undirleik Skólahljómsveitar Austurbæjar.

Maxímús Músíkús og Skoppa og Skrítla trítla með. 13:30 – 17:00 Báturinn Áróra ferjar hátíðargesti til og frá Hörpu

að Víkinni sjóminjasafni. 15:30 – 16:00 Dúettinn Harmóníur syngur lög tengd hafinu

og aðra sígilda slagara við Smurstöðina. 16:00 – 16:30 HIMA Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu

heldur opna tónleika í Hörpuhorni. 20:00 – 22:00 Sjómannadagsball í Flóa með útsýni yfir höfnina

— Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi.

Fullorðnir og börn velkomin. www.harpa.is

Brand

enburg

Hátíð hafsinsSettu stefnuna áHörpu um helgina

Page 11: 05 06 2015

Kæli- og frystiskáparnir frá Siemens eru vel hannaðir að innan sem utan.

Í innréttingunum eru stillanlegar hillur, einstaklega björt LED-lýsing og mikið rými.

Svo að ekki þurfi að henda mat koma „crisperBox“- og „coolBox“-skúff-urnar að góðum notum. „crisperBox“-skúffan er með rakastillingu sem tryggir lengur ferskleika grænmetis og ávaxta. Í „coolBox“-skúffunni er kuldinn meiri (-2° til 3° C) en annars staðar í kælinum og eykur þar með geymsluþol ferskra kjötvara og fisks. Í frystirými sambyggðu kæli- og frystiskápanna eru þrjár gegnsæjar frystiskúffur, þar af ein stór („bigBox“).

Með því að velja skápa með „noFrost“ sleppa menn alveg við að affrysta frystirýmið.

Kæli- og frystiskáparnir frá Siemens hafa mjög góða orkunýtni. Þeir eru nú allir í orkuflokki A+, A++ eða A+++.

Siemens er í fararbroddi í hönnun, tækni og nýjungum.

Smith & Norland er Siemens-umboðið á Íslandi.

Smith & Norland sinnir varahluta- og viðhaldsþjónustu af faglegum metnaði á eigin verkstæði.

Kæli- og frystiskápar frá Siemens

Samviska listheimsinsGuerrilla Girls fögnuðu 30 ára afmæli í vor en þær komu fyrst saman þegar þeim ofbauð skertur hlutur kvenna á yfirlitssýningu á Museum of Modern Art í New York yfir það sem þótti bera af það árið í samtímalist á heimsvísu. Þær kalla sig „samvisku listheimsins“ og eru afdráttarlausar þegar kemur að mismunun og spillingu í listum, pólitík og poppkúltúr. Verk þeirra eru í eigu margra helstu listasafna heims, á borð við Centre Pompidou í París, Museum of Modern Art í New York, Reina Sofia, Madrid og Tate Modern í London. Þær eru höfundar límmiða, auglýsinga-spjalda, götuverka og fjölda bóka. Auk þess að gera veggspjaldið fyrir Listahátíð í Reykjavík héldu Guerrilla Girls í gær fyrirlestur í Bíó Paradís þar sem þær fjölluðu um hugmyndavinnuna á bak við verk sín.

Sjálfsprottin byltingKäthe og Frida eru mjög áhugasam-ar um jafnréttisbaráttuna á Íslandi og segjast til að mynda afar hrifnar af því hversu margar konur sitja á þingi. Ég ákveð að segja þeim frá byltingunni sem hefur átt sér stað í Facebook-hópnum Beauty Tips. Hópurinn var upphaflega stofnaður fyrir stúlkur til að skiptast á „bjútí“-ráðum en fljótt þróaðist það út í að fá umræðuefni voru hópnum óvið-komandi, en hann er læstur og ekki hægt að fá aðgang nema vera boðið af meðlimi. Forsaga byltingarinnar er að vinkona stúlku sem tiltekinn maður var sagður hafa barnað þegar hún var sextán ára spurði í hópnum hvort þar væru einhverjar sem hefðu lent í honum. Barnsmóð-irin unga gaf sig þar fram og heitar umræður spunnust upp. Stúlkurnar ræddu mismunandi birtingarmynd-ir kynferðisofbeldis og áreitni en þegar umræðan virtist farin á villi-götur eyddi stjórnandi hópsins allri

umræðunni. Það var þá sem byltingin hófst og hver af annarri tóku stúlkur að birta eigin reynslusögur af kynferðisofbeldi og nauðgunum. Ég er enn að segja Guerrilla Girls frá þessu þegar önnur þeirra biður mig að endurtaka nafnið á hópnum svo hún geti skrifað það hjá sér. „Þetta er stór-merkilegt,“ segir Käthe. Frida bendir á að þetta hafi greinilega ekki verið skipulagt heldur sé þetta sjálfsprottin bylting. „Ég held að það sé mjög erfitt að þegja yfir því að hafa verið beittur kynferðisofbeldi og mikið frelsi sem því fylgir að fá allt í einu rými til að geta talað,“ segir hún. „Mér finnst frábært að þessi hópur hafi þróast á þennan hátt yfir í pólitíska hreyfingu. Þetta er „fantastic,“ segir Käthe.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Tvær Guerrilla Girls, þær Käthe Koll-witz og Frida Kahlo, komu hingað til lands vegna Listahátíðar Reykjavíkur. Þær eru mjög áhugasamar um jafnrétt-isbaráttuna á Íslandi og lýsa yfir sérstakri hrifningu með byltinguna á Beauty Tips. Mynd/Hari

Verkið sem Guerrilla Girls settu upp á Listahátíð í Reykjavík stend-ur á austurhlið Tollhússins og er ádeila á fjár-styrki til kvenna í kvikmynda-gerð. Mynd/Hari

viðtal 11 Helgin 5.-7. júní 2015

Page 12: 05 06 2015

D Dauðaslys í umferðinni á liðnu ári voru fjögur og höfðu ekki verið færri frá árinu 1966 þegar kerfisbundin skráning hófst. Árið 2015 byrjar verr og athygli vekur að í tveimur nýlegum dauðaslysum á þjóðveg-unum áttu útlendingar í hlut. Það vekur upp spurningar um fræðslu erlendra ökumanna á íslenskum vegum þegar ferðamönnum fjölgar hratt og æ fleiri kjósa að aka sjálfir

um landið.Í öðru tilvikinu varð vél-

hjólaslys í Hvítársíðu þar sem ökumaður missti stjórn á hjól-inu. Á myndum frá slysstað sést að það varð á malarvegi með þvottabretti sem skapar hættu. Í hinu missti ökumað-

ur stjórn á jeppa á vegi með bundnu slitlagi með þeim af-leiðingum að bíllinn valt. Ráða má af myndum af vettvangi að vegurinn er mjór, eins og víðast

á íslenskum þjóðvegum. Orsakir slysanna verða rannsakaðar en það þarf ekki að hafa mörg orð um það að aðstæður til aksturs í dreifbýli hérlendis eru aðrar en margir gesta okkar þekkja.

Fyrir það fyrsta eru íslenskir þjóðvegir mjóir og enn eru malarvegir hluti vegakerf-isins, einkum á Vestfjörðum, þótt átak hafi verið gert í að byggja hringveginn upp og binda slitlag hans. Einbreiðar brýr eru víða, blindhæðir og krappar beygjur. Þá mega öku-menn vænta þess, ekki síst snemmsumars, að lömb hlaupi þvert yfir veg. Þessar aðstæð-ur eru framandi þeim sem koma frá löndum með þróaðra vegakerfi en hér er og hætt við að þeir sem óvanir eru geti fipast eða vari sig ekki á þeirri hættu sem kann að leynast á vegunum. Við þetta bætist að vegaviðhaldi er víða ábótavant.

Erlendum ferðamönnum fjölgar hratt hér-lendis, ekki bara á annatíma sumarsins. Þeim fjölgar líka á öðrum árstímum og aka þá í hálku og snjó, enda hefur verið lögð áhersla á að lengja ferðamannatímabilið. Í rannsókn á öryggi erlendra ferðamanna á vinsælli ferða-mannaleið, milli Reykjavíkur og Gullfoss og

Geysis á tímabilinu 2011-2013, var kannað í hve mörgum slysatilfellum útlendingar áttu hlut að máli.

Rannsóknin sýndi að á þessu tímabili urðu 86 slys á þessari tilgreindu leið. Þar af voru skráð 35 tilvik þar sem útlending-ar komu við sögu og jókst hlutfall þeirra slysa eftir því sem leið á tímabilið, væntan-lega vegna fjölgunar erlendra ökumanna á vegunum. Sé miðað við þessa rannsókn er hætt við að hlutfall útlendinga í umferðar-slysum á þjóðvegum landsins muni aukast enn. Fram hefur komið hjá lögreglunni að hegðun erlendra ökumanna á þjóðvegunum sé oft óútreiknanleg og nefnd hafa verið dæmi þar sem þeir hafi beint eða óbeint valdið óhöppum með aksturslagi eða hegð-un. Tengjast þessi óhöpp meðal annars skyndilegum ákvörðunum um myndatöku og er þá, samkvæmt lýsingum lögreglu, „neglt niður á staðnum og jafnvel beygt í veg fyrir umferð sem á eftir kemur og er á leiðinni framúr, eða umferð sem kemur úr gagnstæðri átt,“ eins og Theodór Þórðar-son, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi, lýsti ástandinu í fréttaviðtali. Hann sagði jafn-framt að verkefni lögreglu og björgunar-sveita hefðu aukist með fjölgun erlendra ferðamanna. Þeir ækju út af á holóttum malarvegum og misstu stjórn á ökutækjum í lausamöl á bundnu slitlagi. Ökumennirnir væru langflestir óvanir íslensku vegakerfi og jafnvel þeim ökutækum sem þeir tækju á leigu.

Það er því mikið í húfi fyrir alla að til fyr-irbyggjandi aðgerða verði gripið. Það er á ábyrgð samgönguyfirvalda, lögreglu, ferða-þjónustaðila eins og bílaleiga og fleiri, auk ábendinga til þeirra sem koma á eigin bíl með ferjunni Norrænu. Ýmislegt hefur ver-ið gert og er það vel, t.d. stýrisspjöld í bíla-leigubílum með leiðbeiningum um akstur á malarvegum, hraðareglum, ljósanotkun, notkun bílbelta, ábendingum um bann við utanvegaakstri, auk þess sem bent er á merki sem tákna óbrúaðar ár, blindhæðir, einbreið-ar brýr og sauðfé á vegi.

En betur má ef duga skal.

Nauðsyn upplýsinga til erlendra ökumanna á íslenskum þjóðvegum

Aukið hlutfall útlendinga í umferðarslysum

Jónas [email protected]

LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsDóTTiR

Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Fréttastjóri: Hösk-uldur Daði Magnússon [email protected]. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS

O-Grill 3500 kr. 32.950O-Grill 1000 kr. 27.950Borðstandur kr. 9.595Taska kr. 2.995

O-GRILL

12 viðhorf Helgin 5.-7. júní 2015

Bókaðu núna á baendaferdir.isSími 570 [email protected]íðumúla 2, 108 Reykjavík

Í ferðinni verður farið um eitt undursamlegasta svæði Frakklands, Loire dalinn. Við heimsækjum bæinn Blois, stoppum í Amboise þar sem Leonardo da Vinci dvaldi sín síðustu ár og stöldrum við í Versölum á leið okkar til Parísar. Þar njótum við lystisemda lífsins og skoðum helstu merkisstaði borgarinnar.

Verð: 199.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

lystisemda lífsins og skoðum helstu merkisstaði borgarinnar.

Spör

ehf

.

Fararstjóri: Laufey Helgadóttir

13. - 20. september

Loire dalurinn & ParísSumar 26

Page 13: 05 06 2015

LágmúLa 8 · sími 530 2800 · ormsson.is

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

ORMSSON KEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI

SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK -EGILSSTÖÐUM

SÍMI 4712038

ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ

SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM

SÍMI 481 3333

TÆKNIBORGBORGARNESI SÍMI 422 2211

OMNISAKRANESI

SÍMI 433 0300

20% afsláttur af öllum vörum í nokkra daga

GreiðslukjörVaxtalaust

í allt að 12 mánuði

TILBOÐSDAGARTILBOÐSDAGAR

OfnarHáfar

OfnarHáfar

KæliskáparHelluborð

Frystikistur

RyksugurUppþvottavélar

Þvottavélar

Þurrkarar

Page 14: 05 06 2015

Black&Decker háþrýsti-dæla max 110 bar

14.9901400W 360/lit/klstÞolir 50C heitt vatn5 metra barki Sápubox

Frábært verð á stál- og plast- þakrennum.Sjá verðlista á www.murbudin.is

N e y t e n d u r a t h u g i ð ! M ú r b ú ð i n s e l u r a l l a r v ö r u r s í n a r á l á g m a r k s v e r ð i f y r i r a l l a , a l l t a f . G e r i ð v e r ð - o g g æ ð a s a m a n b u r ð !

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Slípirokkur HDD432 800W 125mm DIY

4.890

Demantskurðarblað 125mm Turbo f/steypu 990

Steypugljái á stéttina– þessi sem endist

Látum fagmenn vinna verkin!– þessi sem endist

Weber Milligróf múrblanda 25 kg

1.890

MAR16266

395Weber Rep 980 5kg

1.650

Mako penslasett

595

Deka Metalguard grunnur 1 líter

1.390

Þakmálning 10 lítrar

12.695

Oden þekjandi viðarvörn 1 líter, A stofn

2.095

Oden Grunnolía 1 líter

1.295Oden útigrunnur á tré, 1 líter

1.595

Mako Viðarvarnar ­pensill, 50mm

295

Truper vírbursti m/sköfu

435

Truper skafa 2”

395

Mako gluggaskafa

795Elite þakbursti 22cm

4.595

Mako 12 lítra fata

490

Proflex Nitril vinnuhanskar

375

PRETUL úðadæla5 l. Trup 24685

2.990

Mako málaramotta 10m2

2.490

RLA­05Áltrappa 5 þrep, tvöföld

6.5904 þrepa 5.690,-6 þrepa 7.790,-7 þrepa 8.990,-

LLA­308 PRO álstigi 3x8 þrep2,27­5,05 m

17.990SAN­SM­CLE206 Fjölnota pallur/trappa

19.990 pallur fylgir

Scala SteypugrunnurBetoprime glær. 1 líter

895

Tia Framlengingar­skaft 2­4 mtr.

2.495

DEKAPRO útimálning, 10 lítrar

7.490

Deka Hrað 5 kg

1.770

DEKA SÍLAN vatnsfæla5 lítrar

6.590 1 líter kr. 1.790

Það þarf að sinna viðhaldinu!Viðhald eigna með gæðaefnum frá Múrbúðinni.

ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 2,7 l.

4.390

Landora tréolía Col­51903 3 l.

2.690

Kína Olía 1 líter

1.595 3 lítrar kr. 3.690

Maston Hammer Spray 400ml

1.195

Maston Hammer 250ml

1.095

Maston Hammer 750ml

2.395

Dicht­Fix þéttiefni. 750ml

1.995 Bostik 2720 þéttikýtti 290ml

1.295

Mako málaramotta 10m2

1.790

Malartvatt Paint Wash

1.195

Protool veltisög 250mm, 1800W, borð 47x51 cm

48.990

Protool kúttari GW8012, 1900W 254mm blað

28.990

Drive160 L steypu rhrærivél

39.510

Járnbúkkar sett = 2 stykki

4.690

DOMAX byggingarvinklar. Mikið úrval

Pretul öryggis-glerauguTrup-14304

595

Öflugar hjólbörur, 90 lítra

8.590

Bio Kleen pallahreinsir

8955 lítrar kr. 3.295

Page 15: 05 06 2015

Black&Decker háþrýsti-dæla max 110 bar

14.9901400W 360/lit/klstÞolir 50C heitt vatn5 metra barki Sápubox

Frábært verð á stál- og plast- þakrennum.Sjá verðlista á www.murbudin.is

N e y t e n d u r a t h u g i ð ! M ú r b ú ð i n s e l u r a l l a r v ö r u r s í n a r á l á g m a r k s v e r ð i f y r i r a l l a , a l l t a f . G e r i ð v e r ð - o g g æ ð a s a m a n b u r ð !

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Slípirokkur HDD432 800W 125mm DIY

4.890

Demantskurðarblað 125mm Turbo f/steypu 990

Steypugljái á stéttina– þessi sem endist

Látum fagmenn vinna verkin!

Weber Milligróf múrblanda 25 kg

1.890

MAR16266

395Weber Rep 980 5kg

1.650

Mako penslasett

595

Deka Metalguard grunnur 1 líter

1.390

Þakmálning 10 lítrar

12.695

Oden þekjandi viðarvörn 1 líter, A stofn

2.095

Oden Grunnolía 1 líter

1.295Oden útigrunnur á tré, 1 líter

1.595

Mako Viðarvarnar ­pensill, 50mm

295

Truper vírbursti m/sköfu

435

Truper skafa 2”

395

Mako gluggaskafa

795Elite þakbursti 22cm

4.595

Mako 12 lítra fata

490

Proflex Nitril vinnuhanskar

375

PRETUL úðadæla5 l. Trup 24685

2.990

Mako málaramotta 10m2

2.490

Proflex Nitril vinnuhanskar

RLA­05Áltrappa 5 þrep, tvöföld

6.5904 þrepa 5.690,-6 þrepa 7.790,-7 þrepa 8.990,-

LLA­308 PRO álstigi 3x8 þrep2,27­5,05 m

17.990SAN­SM­CLE206 Fjölnota pallur/trappa

19.990 pallur fylgir

Scala SteypugrunnurBetoprime glær. 1 líter

895

Tia Framlengingar­skaft 2­4 mtr.

2.495

DEKAPRO útimálning, 10 lítrar

7.490

Deka Hrað 5 kg

1.770

DEKA SÍLAN vatnsfæla5 lítrar

6.590 1 líter kr. 1.790

Það þarf að sinna viðhaldinu!Viðhald eigna með gæðaefnum frá Múrbúðinni.

ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 2,7 l.

4.390

Landora tréolía Col­51903 3 l.

2.690

Kína Olía 1 líter

1.595 3 lítrar kr. 3.690

Maston Hammer Spray 400ml

1.195

Maston Hammer 250ml

1.095

Maston Hammer 750ml

2.395

Dicht­Fix þéttiefni. 750ml

1.995 Bostik 2720 þéttikýtti 290ml

1.295

Malartvatt Paint Wash

1.195

Protool veltisög 250mm, 1800W, borð 47x51 cm

48.990

Protool kúttari GW8012, 1900W 254mm blað

28.990

Drive160 L steypu rhrærivél

N e y t e n d u r a t h u g i ð ! M ú r b ú ð i n s e l u r a l l a r v ö r u r s í n a r á l á g m a r k s v e r ð i f y r i r a l l a , a l l t a f . G e r i ð v e r ð - o g g æ ð a s a m a n b u r ð !

39.510

Járnbúkkar sett = 2 stykki

4.690

DOMAX byggingarvinklar. Mikið úrval

Pretul öryggis-glerauguTrup-14304

595

Öflugar hjólbörur, 90 lítra

8.590

Bio Kleen pallahreinsir

8955 lítrar kr. 3.295

Page 16: 05 06 2015

Þel er fimmta plata Láru Rúnarsdóttur. Nýbreytni er að öll lögin eru sungin á íslensku. Ljósmynd/Hari

Áframhald á endalausri

sjálfsleit

L ára Rúnarsdóttir hefur gefið út plötu á þriggja ára fresti frá árinu 2003 og er nýjasta

plata hennar, Þel, sú fimmta í röð-inni. Hún segir ferlið vera í kring-um þrjú ár við plöturnar og kann því vel. „Nú er ég bara á rúntinum með plötuna eins og ég geri á þriggja ára fresti,“ segir Lára þegar blaða-maður heyrir í henni. „Þrjú ár virð-ist vera minn sköpunartími, en það er samt alger tilviljun,“ segir hún. „Ég byrjaði að semja á þessa plötu árið 2012, og byrjaði svo í mars í fyrra að taka upp, svo já þetta er svona þriggja ára sköpunarferli. Á þessum tíma er maður líka að safna lögum og svo að vinsa úr þeim fjölda og slíkt, svo þetta er kannski ekki stöðug vinna í þrjú ár. Bara ákveð-ið ferli.“

Íslensk plata í fyrsta sinnPlötur Láru hafa yfirleitt verið á ensku fyrir utan plötuna Þögn, sem kom út árið 2006, en hún var bæði á ensku og íslensku. Á Þel eru öll lögin á íslensku, sem er nýtt fyr-ir hana. „Ég ákvað bara að stíga skrefið,“ segir Lára. „Ég fann það þegar ég fór hringinn í kringum landið með áhöfninni á Húna fyrir tveimur árum, að við náðum betur

til fólksins þegar við sungum lögin á íslensku,“ segir hún. „Mér fannst ég tengjast betur og eiga greiðari leið að hjörtum fólks á móðurmál-inu. Svo er ég orðinn mun rólegri í þessari útrás sem ég hef verið í undanfarin ár,“ segir hún. „Ég er orðin smá leið á þessu harki og að eltast við útlönd eins og maður hef-ur gert eitthvað af alveg frá árinu 2009,“ segir hún. „Á ferðalögum vorum við með eldra barnið með okkur,“ segir Lára en hún er gift trommaranum Arnari Gíslasyni og saman eiga þau tvö börn. „Svo kemur bara að þeim tímapunkti í lífinu að löngunin í meiri ró verð-ur sterkari, og minna hark,“ segir Lára. „Ég held líka, burtséð frá börnum, þá hafi fólk bara ákveðna þolinmæði gagnvart svona harki sem þessi bransi er. Það er stund-um mikilvægara að vera bara sam-an við eldhúsborðið að borða kvöld-mat,“ segir Lára.

Allar plöturnar sjálfsleitYrkisefni Láru hefur alltaf verið á persónulegum nótum. Hún er mikil áhugamanneskja um tilfinningar og segir plöturnar hafa verið ákveðna sjálfsleit. „Þetta er nú alltaf bara mitt hugarþel,“ segir Lára. „Ein-

Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir gaf út sína fimmtu sólóplötu á dögunum. Á plötunni, sem nefnist Þel, eru öll

lögin á íslensku sem er nýbreytni hjá Láru. Hún segir að hún hafi fundið fyrir því á undanförnum árum hafi hún

náð meiri tengingu við hlustendur sína á tónleikum þegar hún syngi á íslensku, ásamt því að hún sé farin að taka því mun rólegar þegar tal um heimsfrægð bankar upp á. Lára segir plötuna vera sjálfsleit eins og allar hinar, og hún er á

góðri leið með að finna sjálfa sig, þó það sé eilífðarleit.

hverjar tilfinningaólgur og vanga-veltur. Stefið í gegnum plöturnar hefur alltaf einkennst af ákveðinni sjálfsleit,“ segir hún. „Finna hvar maður á heima og hvar maður á að vera í þessu lífi og hvað maður á að vera að gera. Svo er þetta líka um samskipti við fólk og hvernig mað-ur viðheldur þeim, hvernig maður viðheldur tengingum og ástinni og segir skilið við fólk sem tekur meira en það gefur.“

Hvernig gengur sjálsfleitin eftir fimm plötur?

„Ég finn hana stundum,“ segir Lára.

„Ég finn stundum leiðina heim, en svo villist maður af leið og þá leitar maður. Annars er þetta ei-lífðarverkefni,“ segir hún. „Þetta heldur líklega áfram á næstu fimm plötum.“

Vínylmorgnar á heimilinuLára og Arnar eru bæði tónlistar-fólk og lifa og hrærast í þeim heimi. Arnar spilar á nýjustu plötu Láru eins og að undanförnu og segir hún að tónlist sé oft rædd við eldhús-borðið, þrátt fyrir að þau séu með ólíkan tónlistarsmekk. „Það sem sameinar okkur, fyrir utan allt ann-að, er þessi ástríða á tónlist,“ segir Lára. „Við tölum þó meira um hvað við erum að hugsa í tónlist frekar en tónlist almennt,“ segir hún. „Við erum með ólíkan smekk en við erum byrjuð að taka vínylmorgna eins og við köllum það. Þá hlustum

við á vínylplötur áður en dagurinn hefst, og veljum til skiptis hvað við hlustum á.“

Tilfinningar eru áhugamáliðUm leið og Lára er í óðaönn að fylgja eftir plötunni sinni er hún að útskrifast með meistaragráðu í kynjafræði frá Háskóla Íslands nú í júní. Hún hefur brennandi áhuga á mannskepnunni og hugarástandi hennar. Hún óttast ekki krufningu tilfinninga eins og hún orðar það sjálf. „Ég hef brennandi áhuga á til-finningum, bæði mínum eigin sem og annarra,“ segir Lára. „Það er eitt af áhugamálum mínum, hvað fólk er að hugsa. Svo hef ég mikinn áhuga á femínisma og jafnréttismálum,“ segir hún. „Það er kannski það sem mig langar mest að vinna að fyrir utan tónlistina, og eða með henni. Ég hef síðustu ár barist fyrir auknu jafnrétti innan tónlistariðnaðarins,“ segir Lára sem fyrir þremur árum stofnaði félag kvenna í tónlist, eða KÍTÓN ásamt starfssystrum sínum.

„Við ákváðum að stofna félagið aðallega til þess að efla tengslanet milli kvenna í tónlist, og til að skoða iðnaðinn í þaula,“ segir Lára. „Á þessum tíma sem við höfum starf-að þá hefur félagið vaxið mjög og í dag er leitað mikið til okkar eftir áliti og ábendingum hvað margt varðar innan þessa bransa,“ segir hún. „Menningin innan tónlistar-iðnaðarins er það sem þarf helst að breytast svo hún henti öllum,“ segir

Lára en meistararitgerð hennar inn-an kynjafræðinnar var einmitt um þetta ákveðna málefni, umhverfi og upplifun tónlistarmanna á Íslandi. „Draumurinn er að geta starfað við þetta og núna er ég bara að líta í kringum mig eftir nám og athuga hvort einhverjir vilji ekki ráða frá-bæran kynjafræðing til vinnu. Ann-að hvort það eða halda út í doktors-nám,“ segir hún.

Tónleikahald fram undan í sumarFram undan hjá Láru er að kynna plötuna af miklum móð í sumar eins og vaninn er, þegar ný plata kemur út. „Við vorum með útgáfutónleika í gær (fimmtudag) í Fríkirkjunni og í kvöld verðum við með tónleika á Græna hattinum á Akureyri. Á morgun, laugardag, munum við svo halda tónleika í gömlu hlöðunni við Hótel Reynihlíð á Mývatni,“ segir Lára. „Svo verðum við á Gærunni á Sauðárkróki og Bræðslunni að Borgarfirði eystri í lok júlí. Við erum einnig að undirbúa smá tón-leikaferð um landið í júlí, svo það er margt í pípunum. Ég er með sama fólk í kringum mig og ég hef verið með undanfarin ár sem mér þykir mjög vænt um og það er svo gaman að vera saman, svo við ætlum að reyna að spila sem mest,“ segir tón-listarkonan Lára Rúnarsdóttir.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

16 viðtal Helgin 5.-7. júní 2015

Page 17: 05 06 2015

MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM HÚSGÖGNUM

KINGSTON tungusófiStærð: 285X193cmTILBOÐSVERÐ: 205.200,-

OSCAR leðurhornsófiStærð: 267X220cmEingöngu í svörtu leðriTILBOÐSVERÐ: 346.500,-

Opið mán - fös: 10.00 - 18.00Opið um helgina: Lau 10.00 - 16.00 Sun Lokað

Ego Dekor - Bæjarlind 12www.egodekor.is

CITY -stór tungusófiStærð: 328x190cmTILBOÐSVERÐ: 224.200,-

MYNDIR- olía á strigaStærð: 80X80 Verð: 8.900,-

CODY stóllTILBOÐSVERÐ: 13.425,-

DEVON stóllTILBOÐSVERÐ: 14.850,-

MYNDIR- olía á striga CODY stóll DEVON stóll

STÆKKANLEGT BORÐ – 2 stærðir160(248)X100cm Verð: 188.000,-200(288)X110cm Verð: 207.000,-

SIDNEY SKENKUREik/hvítt háglansBreidd: 190cmVerð: 155.000,-

Page 18: 05 06 2015

Það er fátt einlægara en að semja í sveit forfeðranna og með nikkuna hans pabba.

niðurhal

einfaltótakmarkað

6.990ljósleiðari ljósnet

vortex.is 525 2400

Það var magnað að sitja í stóra fallega salnum í Cannes á frumsýning-unni og horfa á fyrsta skotið í myndinni sem

er eins og mynd úr æsku minni. Þarna fór ég á sumrin með ömmu og afa, á Mýri og Bólstað. Þetta var áhrifarík upplifun og ekki skemmdi svo fyrir hversu góðar viðtökur myndin fékk,“ segir Atli Örvarsson tónskáld.

Atli samdi tónlistina í kvik-myndinni Hrútum sem frumsýnd var hér á landi í síðustu viku eftir mikla velgengni á kvikmyndahá-tíðinni í Cannes. Þar hlaut myndin aðalverðlaunin í Un Certain Reg-ard flokknum og er það í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur aðalverðlaun í Cannes.

Á slóðum forfeðranna í BárðardalAtli hefur skapað sér nafn sem tón-skáld í stórum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum vestanhafs. Þar hefur hann meðal annars samið tónlist í Pirates of the Caribbean-myndirnar, Babylon A.D. og nú nýlega sjónvarpsþáttaraðirnar Chicago P.D. og Chicago Fire. Þá hefur hann til að mynda mikið unnið með hinu kunna tónskáldi Hans Zimmer.

Það er því ekki annað að gera en að spyrja Atla hvernig á því standi að hann hafi samið tónlistina í

Get gert meira en bara poppkornsmyndirAtli Örvarsson hefur um árabil samið tónlist í bíómyndir og sjónvarpsþætti í Hollywood. Hann ákvað að víkka sjón-deildarhringinn og taka að sér listrænni verkefni og það fyrsta var kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson sem var verðlaunuð í Cannes á dögunum. Atli er ættaður úr Bárðardal þar sem myndin var tekin upp og hljóðritaði tónlistina meðal annars á harmonikku föður síns heitins, Örvars Kristjánssonar.

Atli Örvarsson tók tónlistina í Hrútum meðal annars upp í kirkjunni í Lundarbrekku í Bárðardal. Hann á ættir sínar að rekja í dalinn og dvaldist þar sem barn með ömmu sinni og afa. Ljósmynd/Grímar Jónsson

Hrútum, sem á pappírunum voru mun minna verkefni en hann á að venjast.

„Ég var staddur á kvikmyndahá-tíðinni Les Arcs í Frakklandi fyrir einu og hálfu ári síðan þegar ég hitti Grímar framleiðanda. Ég var reyndar í og með að fiska eftir evrópskum verkefnum og skellti mér á þessa hátíð í samráði við um-boðsmanninn minn í París. Grímar segir mér að hann sé að vinna að þessari mynd um tvo bræður sem talast ekki við. Ég þekkti þessa sögu úr Reykjadal sem er næsti dalur við hliðina og segi strax við Grímar að ég eigi nú hluta úr jörð í Bárðardal, Lundarbrekku, ef hann vanti tökustað. Þá segir hann mér að frágengið sé að tekið verði upp á Bólstað og Mýri í Bárðardalnum en svo vill til að afi minn var bóndi á Mýri og móðir mín ólst þar upp. Ég gríp þetta á lofti og segi að ég verði að fá að vera með í þessari mynd,“ segir Atli.

Það var þó ekki svo að Atli væri ráðinn á staðnum því hann þurfti að sannfæra Grím Hákonarson leikstjóra að hann gæti gert öðru-vísi tónlist en þá sem hann hafði verið að gera í Hollywoodmynd-um. „Við ræddum saman og ég skrifaði honum til dæmis langan tölvupóst þar sem ég benti honum á tengsl mín við sveitina. Hann sá svo að ég væri rétti maðurinn í þetta.“

Tók upp á harmonikkuna hans pabba heitinsAtli tók tónlistina að hluta til upp í Lundarbrekkukirkju í Bárðardaln-um. „Ég fór í einhvers konar tón-listarveiðiferð. Til að sjá hvort for-feðurnir myndu nenna að standa í þessu með mér. Ég var með harmonikkuna hans pabba heitins sem dó í apríl í fyrra og þetta var ansi mögnuð ferð. Fékk ég hjálp að handan? Ég veit það ekki en þarna varð til stef sem ég tók upp á

harmonikkuna hans pabba og org-elið í kirkjunni og það endaði sem meginstef myndarinnar.“

Stefið er áhrifaríkt og nýtur sín vel í dramatískum senum í myndinni. Það var reyndar svo, að sögn Atla, að aðalleikararnir, Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson, hlustuðu á stefið til að koma sér í rétta gírinn meðan á tökum stóð.

„Þetta er heildsteyptara tónverk innan kvikmyndar en ég hef gert áður, það er mjög „organic“ hluti af myndinni. Og þetta er auðvitað mjög persónulegt verk fyrir mig út af fjölskylduböndum. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að vera með í þessari mynd – þetta er skref í áttina að því að gera einlægari verk í kvikmyndum. Það er fátt einlægara en að semja í sveit forfeðranna og með nikkuna hans pabba.“

Ég veitti því athygli að þú ert titl-aður meðframleiðandi á Hrútum. Er það ekki nýtt hlutverk fyrir þig?

„Jú, það er alveg nýtt. Það kom nú eiginlega til af því ég á ættir að rekja í Bárðardalinn og náði kannski að nýta mitt tengslanet þar við gerð myndarinnar. Grímar og Grímur ákváðu að titla mig meðframleiðanda, ég veit ekki alveg hvort ég á það skilið.“

Þetta hefur semsagt ekki snúist um að koma með fjármagn frá Hollywood?

„Nei, ég var meira í því að redda húsnæði og til dæmis lyklum að kirkjunni í Lundarbrekku.“

Fúll að þurfa að vera í ParísAtli var á kvikmyndahátíðinni í Cannes eins og áður var nefnt. Hann ákvað að vera allan tímann á hátíðinni, bæði til að sóla sig og njóta lífsins en líka að fylgja myndinni eftir. „Af þeim myndum sem ég hef gert finnst mér ég eiga langmest í þessari. Ég hef öðruvísi metnað fyrir Hrútum en öðrum

kvikmyndum. Sérstaklega eftir að ég gerðist meðframleiðandi,“ segir Atli sem segir það hafa verið frábært að vera viðstaddur þegar myndin var verðlaunuð í Cannes. Hann kveðst því miður hafa misst af frumsýningu Hrúta fyrir norðan því hann var á leiðinni á tónskál-dahátíð í Póllandi. „Ég var akkúrat í París meðan frumsýningin var. Það var sennilega í eina skiptið sem ég hef verið fúll yfir því að vera í París. Þá hefði ég frekar viljað vera í Reykjadal.“

Vil vinna við myndir sem ég horfi sjálfur áÞegar ég ræddi við Atla var hann staddur í heimabænum Akureyri í fríi. Eftir helgi er hann á leið heim til Bandaríkjanna þar sem hann er að fara að vinna að nýju verkefni. Það er tónlist fyrir teiknimyndina Bilal sem er fyrsta myndin í fullri lengd sem kvikmyndaver í Dúbaí gerir. Hann segir að þetta sé fínt verkefni en ekkert í líkingu við það að vinna í lottóinu, eins og maður kynni að halda miðað við peningana sem eru í boði í Dúbaí. „Þetta stúdíó er bara að byrja og þetta er fyrsta myndin,“ segir hann.

Reyndar leitar hugur Atla meira að evrópskum kvikmyndum og óháðum kvikmyndum vestanhafs um þessar mundir. Velgengni Hrúta hjálpar þar til.

„Nú er ég kominn með eitthvað konkret til að sýna og sanna að ég geti gert listrænni verkefni, ekki bara poppkornsmyndir. Sannast sagna langaði mig bara að gera meira af myndum sem ég myndi sjálfur nenna að horfa á. Það er ágætis stefna, held ég, og nú hef ég tekið fyrsta skrefið í þá átt. Maður verður að fylgja hjartanu og sann-færingu sinni.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Hver er

Atli Örvarsson

Starf: Kvikmynda-tónskáld.

Aldur: 44 ára.

Maki: Anna Örvarsson.

Börn: Þrjú. Hildur Svava, Óðinn

Thomas og Sóley.

Búseta: Los Angeles.

Uppáhalds kvikmynd: Það er erfitt að segja hver er besta kvikmynd

allra tíma en ætli uppáhalds

myndin mín sé ekki Cinema Paradiso því það var hún

sem virkilega vakti löngun hjá mér til að tileinka minn feril kvikmyndum

og kvikmynda-tónlist.

?

18 viðtal Helgin 5.-7. júní 2015

Page 19: 05 06 2015

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/G

RA

725

48 0

5/15

FISKISLÓÐ

FISKISLÓÐ

BÍLASTÆÐI

BÍLASTÆÐI

YKKUR ER BOÐIÐ Á FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ

HB GRANDA Á SJÓMANNADAGINN

7. JÚNÍ

SKEMMTIDAGSKRÁ

Til að fagna Sjómannadeginum bjóðum við til fjölskylduskemmtunar hjá HB Granda við Norðurgarð.

Við opnum svæðið kl. 13.00. Boðið verður upp á humarsúpu, þorskbita, kökur, snúða, kleinur og popp. Einar Einstaki verður með spilagaldra og HB Grandi gefur spilastokka. Á svæðinu verður stultufólk frá Sirkus Íslands og boðið verður upp á andlitsmálningu. Leiktæki fyrir börn á öllum aldri og fjörug dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

– Atli Þór heldur uppi fjörinu– Latibær kemur hreyfingu á mannskapinn– Einar Einstaki sýnir spilagaldra– Lína Langsokkur– Flökunarkeppni Fræga Fólksins– Skoppa og Skrítla syngja og leika

Dagskrá lýkur kl. 16.00

Komdu og njóttu Sjómannadagsins með fjölskyldunni.

HÁTÍÐARSVÆÐIHB GRANDA

#HBGRANDI

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/G

RA

725

48 0

5/15

SKEMMTIDAGSKRÁ– Atli Þór heldur uppi fjörinu– Latibær kemur hreyfingu á mannskapinn– Einar Einstaki sýnir spilagaldra– Lína Langsokkur– Flökunarkeppni Fræga Fólksins– Skoppa og Skrítla syngja og leika

Dagskrá lýkur kl. 16.00

Komdu og njóttu Sjómannadagsins með fjölskyldunni.

Page 20: 05 06 2015
Page 21: 05 06 2015
Page 22: 05 06 2015

E ftir að við erum sest með rjúkandi espresso í bollum við sófaborð í einbýlishúsi á

Bráðræðisholtinu liggur auðvitað beinast við að spyrja Jón Ársæl hvað taki nú við hjá honum. Svörin liggja þó ekki alveg á lausu.

„Þetta er orðinn langur tími með sama þáttinn og ég er alveg tilbú-inn að takast á við nýja hluti,“ segir hann véfréttarlegur. „Þetta var mín eigin ákvörðun en svo er auðvitað alls kyns pólitík í svona fyrirtækjum eins og Stöð 2 sem spilar inn í og

Ævisagan er ekki

prenthæfEinn vinsælasti sjónvarpsþáttur íslenskrar sjónvarpssögu lauk

göngu sinni á sunnudagskvöldið eftir fjórtán ár í loftinu. Það var því við hæfi að taka hús á stjórnandanum, Jóni Ársæli

Þórðarsyni, og spyrja hann sömu spurninga og hann hefur spurt tæplega fimm hundruð Íslendinga í þáttunum. Skip-

stjórasonurinn sem byrjaði á sjónum tólf ára og stundaði síðar sálfræðirannsóknir á galdramönnum í Afríku hefur enda frá

mörgu að segja þótt hann segi ævisögu sína of viðsjárverða til að eiga erindi fyrir almenningssjónir.

ákvörðunin því í raun sameiginleg. Ég er mjög sáttur við hana enda ein-settum við okkur það strax í upp-hafi að við ætluðum ekki að halda þessum þætti úti það lengi að hann væri farinn að dala, vildum hætta á toppnum og gerðum það. Við vorum efins um hversu margir einstakling-ar þyldu hálftíma heimildarþátt um sjálfa sig en á þeim reyndist eng-inn hörgull og nú sitjum við uppi með tæplega fimm hundruð þætti um sjálfstætt fólk á Íslandi, sem eru auðvitað hluti af sögu okkar og merkileg heimild. Hver einstakling-ur hefur sína sögu að segja, málið er bara að setjast niður og hlusta.“

Þótt Sjálfstætt fólk hafi lokið göngu sinni á sunnudagskvöldið segist Jón Ársæll geta lofað sjónvarpsáhorfend-um því að hann sé ekki horfinn af skjánum. „Stöð 2 vill áframhaldandi samstarf og við erum að skoða það,“ segir hann en vill ekki gefa meira upp að svo stöddu. Hvað komi út úr því verði bara að koma í ljós.

Keyptur yfir á BylgjunaJón Ársæll er sálfræðingur að mennt. Hvernig stóð á því að hann lenti inn í fjölmiðlabransann?

„Ég var í klínísku námi í sálar-fræði, fyrst hérna heima og svo úti í Lundi í Svíþjóð, og vann sem slíkur fyrst eftir að ég kom heim frá námi. Fékk mig svo lausan úr sálfræði-starfinu og fór að kenna um tíma en mér fannst það ekki eiga við mig. Ég var að kenna í unglingadeildum og þegar ég stóð mig að því að vera farinn að öskra í tímum þá sá ég að þetta var ekki starf sem ég mundi

kjósa mér sem ævistarf. Um það leyti sá ég auglýst eftir starfsfólki á Tímann sem þá var verið að breyta í Nútímann og þar sem mig hafði alltaf dreymt um að vinna við fjöl-miðla greip ég tækifærið. Eftir mjög skemmtilegt tímabil á Nútímanum fór ég í tímaritabransann á Mann-lífi og Fjölni og svo þaðan í útvarp, fyrst á Stjörnunni og síðan í morg-unútvarpi Rásar 2. Þetta var á þeim tíma þegar enn tíðkaðist að kaupa fjölmiðlafólk frá öðrum fyrirtækjum og ég var keyptur yfir á Bylgjuna í Reykjavík síðdegis. Það var auðvi-tað blóðskömm að breyta því fallega nafni en ég vildi fríska upp á þátt-inn og hann fékk því nafnið Ísland í dag. Þar var ég í eitt og hálft ár en fór þá upp á fréttastofu Stöðvar 2. Ég þótti hins vegar aldrei neinn svakalegur rannsóknarfréttamað-ur og var oftast með mjúkar fréttir úr mannlífinu sem mér fannst vera miklu meira virði heldur en ein-hverjar staðreyndaflækjur. Það var því ákveðið að hluti af fréttatíman-um héti einfaldlega Ísland í dag. Síð-an eru að nálgast þúsaldamót og þá fékk ég þá hugmynd að freista þess að segja sögu Íslands á 20. öldinni og fékk að kalla saman lítinn hóp af sérfræðingum til að gera þættina 20. öldin – brot úr sögu þjóðar. Við gerðum tíu þætti á þremur árum og þeir fengu mikið áhorf. Að því loknu var krafan sú að koma með helst einhverja ennþá betri hugmynd sem væri bæði góð og ódýr og þannig varð Sjálfstætt fólk til. Sú þáttagerð hefur verið mikið ævintýri í fjórtán ár sem lýkur núna á sunnudaginn.“

Sálfræðin sjónum yfirsterkariFaðir Jóns Ársæls var togaraskip-stjóri og hann ólst upp á Seyðisfirði og Eskifirði áður en fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Datt honum aldrei í hug að gera sjómennskuna að ævi-starfi? „Jú, jú, ég var kominn á togara tólf ára gamall og var öll sumur á sjó sem unglingur. Löngu fyrr var ég kominn í fiskverkun og þar sem ég var stór og sterkur strákur var ég ell-efu ára gamall settur á kvennakaup við hliðina á konum sem höfðu unnið alla sína hunds og kattartíð í fiski. Þannig var nú réttlætið þá.”

En hvað heillaði þig við sálfræðina? „Ég var í Kennaraskólanum þar

sem voru frábærir kennarar í sál-arfræði, meðal annars Broddi Jó-hannesson rektor sem var sálfræði-menntaður. Ég var líka veikur fyrir dulsálarfræði og þegar ég fór í sálar-fræðina í háskólanum var þar verið að kenna hana eins og víða á Vestur-löndum, þótt nú sé búið að leggja þá fræðigrein alveg af. Dulsálarfræðin snýst um yfirskilvitleg fyrirbæri og við stunduðum meðal annars rann-sóknir á Hafsteini miðli sem þá var okkar frægasti og besti miðill. Þessi áhugi fylgdi mér og þegar ég var að ljúka mastersnámi úti í Lundi og átti að velja rannsóknarefni fyrir loka-ritgerðina stakk ég upp á því að ég fengi að fara til Afríku, leita þar uppi galdramenn og skrifa um þá og þeirra hugmyndaheim.“

Á puttanum heim frá AfríkuJón Ársæll lét ekki sitja við hug-myndina eina, fór til Afríku og

Ég hef alltaf verið grallari og haft gaman af því að brjóta reglurnar. Ljósmyndir/Hari

Framhald á næstu opnu

22 viðtal Helgin 5.-7. júní 2015

Page 23: 05 06 2015

SKE12.5.indd 1 26.5.2015 16:51:25

Page 24: 05 06 2015

dvaldi þar, aðallega í Gambíu, við rannsóknir sínar. „Það var mikið ævintýri út af fyrir sig að búa þar innan um þetta fólk og hvað þá að stunda rannsóknirnar sem fóru í stórum dráttum þannig fram að ég leigði mér túlk og fór á milli staða undir merkjum aðferðarfræði sem heitir einfaldlega „to see what is there“. Þegar ég fór svo að skoða viðtölin sem ég hafði tekið upp á segulband kom í ljós að það er ýmislegt sameiginlegt með þeim öndum sem galdramennirnir þarna telja sig vera í nánum samskiptum við og álfunum og huldufólkinu sem amma og afi höfðu sagt mér frá þótt langt sé á milli. Maðurinn, hvar sem hann er á jörðinni, nálgast nefnilega heiminn með svipuðum hætti þótt

enginn samskipti eða skyldleiki sé á milli.“

Ferðirnar til Afríku urðu tvær með nokkurra mánaða dvöl í hvort skipti en fjármagnið var ekki mikið og nefnir Jón Ársæll sem dæmi að hann hafi farið á puttanum aftur heim til Íslands í bæði skiptin. „Þá var ég í Senegal og fór niður á höfn á hverjum degi til að athuga hvort þar lægju einhver skip sem væru á leið-inni til Evrópu. Þegar ég fann þau svo fékk ég far gegn því að vinna um borð á leiðinni fyrir fæði.“

Féll fyrir meintri fyrirsætuÞegar Jón Ársæll kom heim frá Afr-íku eftir seinni ferðina lá leið hans sem oftar á bar í Reykjavík þar sem hann hitti undurfagra stúlku,

Steinunni Þórarinsdóttur mynd-listarkonu, sem reyndist nýkomin heim frá Ítalíu og þar réðust örlög hans. „Ég hreifst af þessari konu, spurði hvort hún hefði verið fyrir-sæta á Ítalíu og hún féll fyrir því. Hún flutti fljótlega inn til mín og síð-an höfum við búið saman og eigum tvo syni, Þórð Inga sem er 22 ára gamall heimspekinemi, tónskáld og rappari, og Þórarin Inga 32 ára sem er myndlistarmaður. Steinunn er gimsteinn lífs míns og kom inn í það alveg á réttum tíma. Ég hef líka orðið þeirrar gleði aðnjótandi að fá að aðstoða hana í myndlistinni þegar hún hefur þurft á að halda. Var meira að segja módel hjá henni stundum í gamla daga en eftir að ég fór að fitna lauk þeim ferli og eldri

sonurinn tók við módelhlutverkinu. Við erum nú búin að vera saman í þrjátíu og fimm ár en höfðum aldrei gift okkur, einhverra hluta vegna, en drifum í því núna í vetur, fannst vera kominn tími til. Við höfum ekkert verið að flagga þessu en auðvitað er það ekkert leyndarmál. Það má segja að eftir þrjátíu og fimm ára sambúð séum við nokkuð viss um það að hjónabandið muni endast.”

Gróa hefur oft rétt fyrir sérGróa á Leiti hefur haldið því fram undanfarna mán-uði að Jón Ársæll sé alvarlega veikur og því liggur beint við að spyrja hvort eitthvað sé hæft í því og hvort þar liggi hluti af ástæðunni fyrir endalok-um Sjálfstæðs fólks. „Gróa hefur nú oft á réttu að standa og ég hef átt við veikindi að stríða. Er mikill gigtarsjúklingur, sem uppgötvaðist fyrir fimmtán árum síðan en það eru kominn svo öflug lyf við gigtinni að ég er svona í stórum dráttum einkenna-laus. Hins vegar hafa fylgt þessu hliðarverkanir og ég hef verið í miklum rannsóknum undanfarna mánuði. Það kom í ljós að ég er með hjartatif og eitt og annað sem verið er að vinna í að laga. Meðal ein-kennanna var að það leið yfir mig hist og her sem endaði með yfirliði í stiganum hérna heima þannig að ég datt illa og axlarbrotnaði og á í því núna. En þetta horfir nú allt til betri vegar.“

Hér tekur samtalið netta u-beygju um órannsak-anlega vegi lífsins og í ljós kemur að Jón Ársæll hefur verið „að þrælast í gegnum“ Biblíuna eins og hann orðar það, og er Jobsbók í sérstöku uppáhaldi. Finnur hann til samsömunar við Job? „Það er Job í okkur öllum,“ segir hann og glottir. „Ég hef meira að segja setið á jörðinni á slóðum Jobs og ausið yfir mig sandi. Þá var ég að gera þátt um Halldór Ásgrímsson sem leiddi okkur á þessar slóðir. Þar

Ég var um tíma í hópi sem hafði afskaplega gaman af því að hjóla naktinn um bæinn að næturlagi og við lentum í alls kyns ævintýrum í þeim ferðum

24 viðtal Helgin 5.-7. júní 2015

Prófaðu þetta heyrnartæki í 7 daga

Bókaðu tíma í fría heyrnar mælingu

Sími 568 6880www.heyrnartaekni.is

Heyrnarskerðing er þreytandi!

Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra

Alta2 heyrnartækin frá Oticon búa yfir

einstakri tækni sem kallast BrainHearing™.

Þessi tækni hjálpar heilanum að vinna

betur úr hljóði þannig að þú upplifir það

eins eðlilega og hægt er. Með Alta2

heyrnartækjunum verður auðveldara fyrir

þig að heyra og skilja, hvort heldur sem

um lágvært samtal er að ræða eða

samræður í krefjandi aðstæðum.

Page 25: 05 06 2015

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

var bjöllufarandsali að störfum og ég vissi að menn væru harðir sölu-menn í Austurlöndum nær þannig að ég brá á það ráð að leggjast í jörð-ina og ausa yfir mig sandi. Kallinn varð svo hissa og ekki meiri sölu-maður en það að hann gaf mér bjöll-una. En talandi um bókmenntir þá er Borgarbókasafnið ekki langt undan og ég sæki mikið þangað. Ég er dálítið upptekinn af gömlum ævisögum og les eiginlega lítið annað. Steinunn skammar mig fyrir að vera að bera þessar bækur hér heim, segir að þetta séu neftóbaks-bókmenntir, og tilfellið er að það eru raunverulega neftóbaksblettir í sumum þessara bóka.“

Nakinn á hjóli að næturþeliÞýðir þetta að starfslokin nú séu fyrirboði þess að þú setjist niður og skrifir eigin ævisögu?

„Nei, ég hef reyndar hugsað um það, en ég held að ævisaga mín sé ekki prenthæf, það eru svo mörg strákapör í henni sem eiga ekki er-indi fyrir almenningssjónir. Ég hef alltaf verið grallari og haft gaman af því að brjóta reglurnar. Sem dæmi get ég nefnt að ég var um tíma í hópi sem hafði afskaplega gaman af því að hjóla naktinn um bæinn að næt-urlagi og við lentum í alls kyns æv-

intýrum í þeim ferðum. Það ber þó að hafa í huga að við vorum hippar og það var verið að stríka um allar jarðir á þessum tíma. Reyndar var ég aldrei almennilegur hippi, en hugsjónirnar voru flottar og höfðu auðvitað áhrif á alla lífssýn manns. Við vildum byggja upp betra samfé-lag og það tókst að hluta til, þótt enn sé auðvitað margt sem betur mætti fara. Ég kyngi nú stundum þegar ég lít yfir farinn veg og sé hversu margt ég hefði getað gert betur, ég er ófullkominn eins og Job, en hef sem betur fer sloppið við stóráföll.“

Jón Ársæll verður 65 ára 16. sept-ember í haust, er fæddur sama dag og Jesús Kristur og Ómar Ragnars-son segir hann, er hann ekkert að hugsa um að setjast í helgan stein?

„Nei, en auðvitað hefur maður líka velt því fyrir sér. Ég gæti farið á lífeyri í haust og þegar þau tímamót nálgast fer maður að velta því fyrir sér hversu illa þetta samfélag fer með ellilífeyris-þega. Fólkið sem reisti þetta samfé-lag. Það er svartur blettur á íslensku samfélagi finnst mér.“

Lax sem sækir í strauminnFerill Jóns Ársæls í fjölmiðlum spannar þrjá áratugi sem hann seg-ir hafa verið endalaust ævintýri og hann hafi aldrei séð eftir því að hafa gefið sálarfræðina upp á bátinn. „Ég sé ekki eftir neinu, þótt ég sakni sál-arfræðinnar stundum, og hef líka bent á það að þótt menn mennti sig í einhverju fagi þýðir það ekki að þeir þurfi að stunda það alla sína ævi.

Ég þótti reyndar líka dálítið skrít-inn sálfræðingur. Á þeim tíma fór ég þrisvar til fjórum sinnum á dag í sjóðheitt bað í vinnunni. Fólki brá óneitanlega stundum í brún þegar ég mætti með handklæðið utan um mig til að taka á móti því í viðtöl. Það þótti ekki alveg við hæfi.“

Það er ekki hægt að taka viðtal við manninn sem óspart skellir spurn-ingunni: Hver ertu? á viðmælendur sína án þess að spyrja hann hins sama: Hver er Jón Ársæll? „Æ, ég veit það ekki. Ég er búinn að vera svo margt um ævina og er bara það sem ég er hverju sinni. Innst inni er ég viðkvæmur maður, ég er duglegur maður og ef það segir eitthvað um mig þá var fyrsta tímaritið sem ég var áskrifandi að Dýraverndarinn.

Ég var farinn að gefa út eigin blöð tólf ára gamall og fékkst líka töluvert við alls kyns vísindatilraunir, safnaði dýrabeinum og fornminjum og hef alltaf verið dálítið veikur fyrir öllu sem er ryðgað. En í alvöru þá veit ég ekki hver ég er, við erum öllum svo margt. Hvaða stefnu líf okkar tekur markast oft af tilviljunum en svo er auðvitað flest sem fyrir okkur kemur alls engin tilviljun. Við erum lax sem sækir í strauminn og sköpum eigin stefnu. Nú stend ég á tímamótum, einu sinni enn, er mjög spenntur fyr-ir því sem tekur við og opinn fyrir öllu. Ég er ekkert horfinn af sjónar-sviðinu. Ég get lofað því.“

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

Ég er ekkert horfinn af sjónarsviðinu.

viðtal 25 Helgin 5.-7. júní 2015

Page 26: 05 06 2015

Afslappandi að skjótaJórunn Harðardóttir, formaður Skotfélags Reykjavíkur og framkvæmdastjóri Veðurstofu Íslands, keppir fyrir hönd Ís-lands í skotfimi á Smáþjóðaleikunum. Hún segir skotíþróttina veita sér kærkomið næði frá amstri dagsins. Íþróttin snúist um að vera með hugann á réttum stað frekar en líkamlegan styrk.

É g giftist inn í íþróttina fyrir 25 árum en allir karlarnir í tengdafjölskyldunni eru

miklar skyttur og afi mannsins míns var einn af þeim mönnum sem endurvöktu Skotfélag Reykja-víkur á sínum tíma,“ segir Jórunn Harðardóttir, formaður Skotfélags Reykjavíkur, en hún keppir fyrir hönd Íslands í skotfimi á Smáþjóða-leikunum. „Það var svo eftir að ég kom heim úr doktorsnámi í jarð-fræði í Bandaríkjunum sem ég gekk til liðs við félagið og fór að æfa. Og nú erum við hjónin bæði á fullu í þessu.“

Gott að loka sig af með eyrnatappaJórunn segir skotíþróttina fyrst og fremst vera skemmtilega en þar að auki hjálpi hún sér að slaka á og hverfa frá amstri dagsins.

„Það er ekki hávaðinn sem heillar mig heldur er það að keppa við sjálfa mig sem mér finnst skemmtilegt. Maður er alltaf að gera sitt besta og maður er alltaf gráðugur í að gera betur en síðast. Í minni vinnu er mikið álag og áreiti og að geta horfið inn í þennan heim, lokað mig af með eyrnatappa og ekki hugsað um neitt nema að skjóta er voða-lega gott,“ segir Jórunn en hún er framkvæmdastóri Veðurstofu Ís-lands. „Þetta er ákveðin afslöppun og svo fylgir ánægjan af því að hitta í kjölfarið. Þetta er svolítið eins og að fara í tívolí og vera alltaf að bíða eftir því að hitta bangsann, það er sami fílingurinn.“

Elsta íþróttafélag landsinsSkotfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1867 við Skothúsveg í Reykja-vík og er því elsta íþróttafélag lands-ins. Sportið er stærra en margir gera sér grein fyrir, Skotfélagið er með stærstu íþróttafélögum lands-ins með um 4000 félagsmenn.

„Það eru ótrúlega margar byssur í landinu. Það fylgdi auðvitað öllum

búskap bændasamfélagsins að eiga allavega einn riffil og eina hagla-byssu og það voru flestir með þetta undir rúminu hjá sér. Sem íþrótt er þetta kannski minna þekkt en þetta hefur samt sem áður verið stundað sem íþrótt alveg frá upphafi félags-ins og samtökin voru stofnuð sem íþróttafélag en ekki veiðsamtök,“ segir Jórunn sem veiðir ekki mik-ið sjálf heldur lítur miklu frekar á skytteríið sem hugarleikfimi. „Ég er ekki mikill veiðimaður en skýt þó hreindýr á svona fimm ára fresti. Mér finnst útiveran sem fylgir því skemmtileg.“

Hugurinn skiptir mestu máli„Það er ótrúlega breiður hópur sem stundar þetta sport og sem keppir. Á Smáþjóðaleikunum núna erum við með þátttakendur frá 16 ára og upp í 60 ára. Það þarf að hafa ákveð-inn styrkleika en samt ekkert mikla krafta. Ef þú lítur yfir keppendahóp-inn á leikunum núna þá er þetta ekki fólk sem lítur út fyrir að vera afreks-fólk í íþróttum, ekki af vaxtarlaginu að dæma. Það sem skiptir mestu máli er að halda heilanum á réttum stað og hafa hann rétt skrúfaðan á. Það er hugurinn sem skiptir mestu máli í þessari íþrótt. Þú þarft að vera einbeitt og í jafnvægi og þú þarft að hafa taugarnar í lagi því ef það kem-ur upp stress þá fer allt til fjandans.“

Vilja fleiri konur í sportiðJórunn keppir fyrir hönd Íslands á Smáþjóðaleikunum í tveimur flokk-um, loftriffli og loftskammbyssu. Hún segir loftskammbyssauna vera sína uppáhaldsgrein þó 50 mm liggjandi riffill sé hennar uppáhalds vopn. „Það er mikill vöxtur í íþrótt-inni en því miður er meirihlutinn enn karlar, við viljum endilega fá fleiri konur í félagið. Okkur vant-ar nýliðun í hópinn en það hamlar starfinu verulega hversu seint er hægt að byrja að æfa, segir Jórunn en samkvæmt íslenskum lögum má

ekki byrja að æfa fyrr en um 15 ára aldurinn. „15 ára er aldurinn sem krakkar byrja oftast að detta út úr íþróttum og það væri því gott að ná þeim áður. Það væri mjög gaman að geta boðið upp á unglingaæfingar með leiðsögn, eins og er gert í öll-um löndum í kringum okkur. Þetta eru vopn en með réttri meðferð þá getur ekkert gerst. Þú fótbrýtur þig allavega ekki í þessari íþrótt.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Það er hugurinn sem skiptir mestu máli í þessari íþrótt. Þú þarft að vera einbeitt og í jafnvægi og þú þarft að hafa taugarnar í lagi því ef það kemur upp stress þá fer allt til fjandans.

Jórunn Harðardóttir, formaður Skot-félags Reykjavíkur og framkvæmda-stjóri Veðurstofu Íslands, segir skotí-þróttina veita sér kærkomið næði frá amstri dagsins. Ljósmynd/Hari

Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag landsins en það var stofnað árið 1867 við Skothúsveg í Reykjavík og upphaflega fóru æfingar fram við Tjörnina í Reykjavík. Skot-húsvegur dregur nafn sitt af húsi félagsins sem var reist af dönskum og íslenskum skot-félagsmönnum. Starfsemi félagsins lá að mestu niðri styrjaldarárin og milli stríða en formleg starfsemi þess var endurreist árið 1950.

Mest seldu ofnar á Norðurlöndum

áreiðanlegur hitagjafi

10 ára ábyrgð

LÁGHITA MIÐSTÖÐVAROFNAR

Gæði fara aldrei úr tísku

26 viðtal Helgin 5.-7. júní 2015

Page 27: 05 06 2015
Page 28: 05 06 2015

Gild

ir t

il 7.

júní

á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

TILBOÐ Á EKTA ÍTÖLSKUM GELATO

GUY FIERI SÓSURSósurnar frá Guy Fieri draga fram rokkað bragð á grillinu þínu.

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

LAMBATVÍRIFJURGRÍSKAR

2.699 kr/kg

verð áður 3.599

KJÚKLINGA- BRINGUR1.959 kr/kg

verð áður 2.799

KALKÚNASNEIÐARM/ LEMONGRAS

1.524 kr/kgverð áður 2.177

GRILL LAMBALÆRIM/ FERSKUM KRYDDJURTUM

1.887 kr/kgverð áður 2.695

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

LAMBAPRIMEM/ MANGÓ3.299 kr/kg

verð áður 4.399

LAMBAFRAM-PARTSSNEIÐAR

1.119 kr/kgverð áður 1.599

New York marineraðar

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

1.279 kr/pk 797 kr/pk

Tostitos snakk og sósurHrikalega gott.

Turmeric - kókos drykkurinnBólgueyðandi, hreinsandi og andoxandi drykkur.

SnúðarMeð glassúr, súkkulaði og karamellu.

Kirsuber400 gr.

Bláber500 gr.

QuinolaTilbúið út í salatið og extra gott með matnum.

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

399 kr/stkverð áður 605

699 kr/stkverð áður 972

399 kr/stkverð áður 589

Egils Límonaði 500 ml.

Egils Límonaði

169 kr/stkverð áður 279

Tostitos snakk og sósur Turmeric - kókos drykkurinn

MERKIÐTRYGGIRGÆÐIN

MERKIÐTRYGGIRGÆÐIN

HAGKAUPS GRILL LAMBALÆRI

Ný bragðtegund

BLACK ANGUS DRY AGED STEIKUR

NY SHELL STEAK

NY SHELL STEAK

DRYAGEDDRYAGEDU.S.A.

DRYAGEDBLACK ANGUS

porterhouseporterhouse

DRYAGEDDRYAGEDU.S.A.

DRYAGEDBLACK ANGUS

RIBEYERIBEYE

DRYAGEDDRYAGEDU.S.A.

DRYAGEDBLACK ANGUS

STRIPLOINSTRIPLOIN

DRYAGEDDRYAGEDU.S.A.

DRYAGEDBLACK ANGUS

T-BONE STEAKT-BONE STEAK

DRYAGEDDRYAGEDU.S.A.

DRYAGEDBLACK ANGUS

130 DAGA KORN ALIÐ NAUTAKJÖT.

100% BLACK ANGUS NAUTAKJÖT.

ENGIN HORMÓNA - OG SÝKLALYF NOTUÐ.

NÁTTÚRULEGUR, DÝRAVÆNN OG HEILBRIGÐUR BÚSKAPUR.

Nýtt í Hagkaup

Page 29: 05 06 2015

Gild

ir t

il 7.

júní

á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

TILBOÐ Á EKTA ÍTÖLSKUM GELATO

GUY FIERI SÓSURSósurnar frá Guy Fieri draga fram rokkað bragð á grillinu þínu.

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

LAMBATVÍRIFJURGRÍSKAR

2.699 kr/kg

verð áður 3.599

KJÚKLINGA- BRINGUR1.959 kr/kg

verð áður 2.799

KALKÚNASNEIÐARM/ LEMONGRAS

1.524 kr/kgverð áður 2.177

GRILL LAMBALÆRIM/ FERSKUM KRYDDJURTUM

1.887 kr/kgverð áður 2.695

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

LAMBAPRIMEM/ MANGÓ3.299 kr/kg

verð áður 4.399

LAMBAFRAM-PARTSSNEIÐAR

1.119 kr/kgverð áður 1.599

New York marineraðar

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

1.279 kr/pk 797 kr/pk

Tostitos snakk og sósurHrikalega gott.

Turmeric - kókos drykkurinnBólgueyðandi, hreinsandi og andoxandi drykkur.

SnúðarMeð glassúr, súkkulaði og karamellu.

Kirsuber400 gr.

Bláber500 gr.

QuinolaTilbúið út í salatið og extra gott með matnum.

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

399 kr/stkverð áður 605

699 kr/stkverð áður 972

399 kr/stkverð áður 589

Egils Límonaði 500 ml.

169 kr/stkverð áður 279

MERKIÐTRYGGIRGÆÐIN

MERKIÐTRYGGIRGÆÐIN

HAGKAUPS GRILL LAMBALÆRI

Ný bragðtegund

BLACK ANGUS DRY AGED STEIKUR

NY SHELL STEAK

NY SHELL STEAK

DRYAGEDDRYAGEDU.S.A.

DRYAGEDBLACK ANGUS

porterhouseporterhouse

DRYAGEDDRYAGEDU.S.A.

DRYAGEDBLACK ANGUS

RIBEYERIBEYE

DRYAGEDDRYAGEDU.S.A.

DRYAGEDBLACK ANGUS

STRIPLOINSTRIPLOIN

DRYAGEDDRYAGEDU.S.A.

DRYAGEDBLACK ANGUS

T-BONE STEAKT-BONE STEAK

DRYAGEDDRYAGEDU.S.A.

DRYAGEDBLACK ANGUS

130 DAGA KORN ALIÐ NAUTAKJÖT.

100% BLACK ANGUS NAUTAKJÖT.

ENGIN HORMÓNA - OG SÝKLALYF NOTUÐ.

NÁTTÚRULEGUR, DÝRAVÆNN OG HEILBRIGÐUR BÚSKAPUR.

Nýtt í Hagkaup

Page 30: 05 06 2015

Þegar ég sótti við-burð hjá samtökum um al-þjóðlegt tengslanet kvenna fyrst fyrir nokkrum árum var ég eina íslenska konan en nú erum við fjórar að fara á viðburð hjá þeim í júlí.

Framtíðin er í skýjunum Hulda Guðmundsdóttir starfar hjá IceDistribution sem er nýstofnað fyrirtæki í hugbúnaðargeiranum og byggir á nýrri hugmyndafræði varðandi nálgun á markaði. Hulda er viðskipta-fræðimenntuð en hefur verið hluti af tækniheiminum í mörg ár þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Hún segir að ennþá halli á konur í sínu vinnuumhverfi og því þurfi að breyta, skref fyrir skref.

H ulda Guðmundsdóttir hefur starfað í tæknigeiranum í 8 ár, lengst af sem sölustjóri

millistórra og smærri fyrirtækja hjá Microsoft. Í upphafi árs tók hún við starfi viðskiptaþróunarstjóra hjá IceDistribution, sem er nýstofnað fyrirtæki í hugbúnaðargeiranum á Íslandi, og segir hún það vera afar spennandi verkefni. Hulda er auk þess meðlimur í Partner Area Lead, sem er alþjóðleg nefnd og rýnihópur á vegum Microsoft. „Ég var valin af Microsoft Corporation í Seattle fyrir hönd Skandinavíu og er að sjálfsögðu mjög ánægð með að vera hluti af nefndinni enda alls-konar tækifæri sem fylgja tilnefn-ingu sem þessari.“

Nefndarsetan nýtist í starfi henn-ar hjá IceDistribution en Hulda tek-ur þátt í alþjóðlegu kynning-arstarfi sem hjálpar til við að kynna IceD-istribution erlend-is. „Þessu fylgir líka ákveðin samfélags-þjónusta þar sem ég styð við sam-starfs-aðila á

Norðurlöndunum sem er vísað til mín. Þessi nefnd er einnig rýni-hópur þar sem Microsoft Corp í Seattle prufukeyrir efni á okkur sem er ekki búið að opinbera. Ég fæ því tækifæri til að fá upplýsing-ar á undan öðrum í geiranum og er eins konar rödd samstarfsaðilanna á þessu svæði sem er mjög mikil-vægt fyrir okkur hjá IceDistribu-tion.“

Kona í karlaheimiHulda er eina konan í nefndinni og segir það geta verið afar sérstakt, en hún sé hins vegar vön því að vera hluti af þessum karlaheimi. „Ég hef farið á margar stórar ráðstefnur í tengslum við störf mín og þar eru til dæmis einu staðirnir þar sem ég hef gengið beint inn á kvennaklósettið

á meðan það var löng röð á karlaklósettið,“ segir

hún og hlær. Hulda segist þó finna

mun á kynja-hlutfallinu eftir umfjöll-unarefni ráðstefn-anna. „Ef efnið er meira við-

skiptatengt en tæknitengt þá er mun jafnara kynjahlutfall. Ég er viðskiptafræðimenntuð en þrífst vel í þessum tækniheimi. Konum er vissulega að fjölga í þessum heimi en það hallar ennþá á okkur í þessu vinnuumhverfi og því þarf að breyta og tel ég að við stefnum í áttina að því.“ Hún nefnir í því samhengi samtök um alþjóðlegt tengslanet kvenna: IAMPC. „Þegar ég sótti alþjóðlegan viðburð hjá þeim fyrst fyrir nokkrum árum var ég eina ís-lenska konan en nú erum við fjórar að fara á viðburð hjá þeim í júlí.“

Nýstárleg framsetning á þjónustuIceDistribution er aðeins hálfs árs gamalt fyrirtæki en hefur náð mik-illi útbreiðslu á evrópskum mark-aði. „Starfsemi okkar byggir á nýrri hugmyndafræði í dreifingu á hug-búnaði. IceDistribution er í eigu Crayon Holding í Noregi og er ann-

að fyrirtækið sem þeir stofna hér á landi. Hjá Crayon starfa yfir 700 manns og er fyrirtækið hluti af framsæknustu fyrir-tækjum í heiminum hvað varðar hugbúnaðarráðgjöf og bestun.“

IceDistribution kemur nýtt og ferskt inn á ís-

lenska markaðinn en býr á sama tíma yfir áratuga mikilli reynslu og sérþekkingu starfsmanna sem eru 5 talsins. Fyrirtækið þjónustar nú fjöldann allan af viðskiptavinum um alla Evrópu og þar af eru flestir á Ís-landi, Noregi, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. „Höfuðstöðvarnar eru á Íslandi og það skilar viðskipta-vinum á heimamarkaði aukinni færni og okkur sem fyrirtæki lip-urð og hraða sem er nauðsynlegt í síbreytilegu umhverfi okkar.“ segir Hulda.

Óáþreifanleg vara er spenn-andiAðspurð um hvað sé eftirsótt við það að vera dreifingaraðili fyrir hugbúnað segir Hulda að það sé spennandi að byggja upp nýtt fyrir-tæki, vera í miðpunkti framþróunar og eiga við vöru sem er ekki áþreif-anleg. „Lausnin liggur í skýjunum og við byggjum á víðtæku hugbún-aðar- og þekkingarstarfi. Þau fyrir-tæki sem velja að nota skýjalausnir tryggja sér ákveðna hagkvæmni, þar sem aðeins er greitt fyrir það sem þú þarft og nýjasta útgáfan er alltaf í notkun, svo fátt eitt sé nefnt.

Ákveðinn sparnaður fylgir einn-ig skýjalausnum og samkeppnis-forskot, þar sem ekki er þörf á fjár-festingu í dýrum búnaði, svo ekki sé minnst á sveigjanleikann, það skiptir ekki máli hvers konar tæki þú ert með eða hvar þú ert, ef þú kemst í netsamband, þá getur þú alltaf nálgast gögnin,“ segir Hulda. Öryggi spilar einnig stóran þátt í skýjalausnunum, en öll geymsla og afritun gagna er tryggð í takt við ströngustu öryggiskröfur.

Samstarf í skýjunumIceDistribution er með viðskiptavini um alla Evrópu og gekk nýlega frá samningi um spennandi samstarf við Icelandair. Samningurinn felur

í sér að nú geta viðskiptavinir IceD-istribution safnað Vildarpunktum með sölu á Microsoft skýjalausnum í Icelandair Saga Club. „Þetta er ein-stakt hvatakerfi fyrir viðskiptavini IceDistribution. Við erum staðsett á öllum helstu áfangastöðum Ice-landair og viðskiptavinir okkar í upplýsingatækni um alla Evrópu nýta sér okkar lausnir. Í því sam-hengi vaknaði hugmynd um að búa til sérstakt samband sem báðir aðilar myndu njóta góðs af,“ segir Hulda. Vildarpunktarnir geta ver-ið nýttir á margvíslegan hátt. Sem dæmi má nefna með því að bóka flug, kaupa mat eða vörur um borð, kaupa gjafakort hjá Icelandair eða samstarfsaðilum, bóka hótel og bíla-leigubíl eða með því að styrkja gott málefni. Um er að ræða algjöra nýj-ung á markaði sem þessum.

„Fljúgum vel af stað“Aðspurð um framtíðarsýn segir Hulda að stefnan sé sett hátt. „Við erum bara nýfædd og eigum fram-tíðina fyrir okkur, við erum fædd í skýjunum og fögnum sérstaklega samstarfinu við Icelandair sem flýgur vel af stað,“ segir Hulda, sem mun halda áfram að vera mikið á ferðinni. „Það er hins vegar alltaf gott að koma heim og hitta mann-inn minn og börnin, en sem betur fer notast ég sjálf við skýið og get stýrt mínum vinnutíma að hluta til sjálf og get því unnið heima ef svo ber undir, sem er mikill kostur. Fjöl-skyldan mín er frábær og við hjálp-umst að og styðjum hvert annað, sem er ómetanlegt.“

Hulda er á leiðinni á alþjóðlega ráðstefnu í Bandaríkjunum í júlí þar sem hún mun kynna starfsemi IceDistribution. Ævintýrið er því bara rétt að hefjast.

Unnið í samstarfi við

IceDistribution

Hulda og Árni Haukur Árnason ásamt börnum sínum hafa þann sið að senda skemmtilega mynd með jólakortinu. „Okkur fannst fjölskyldumyndatökurnar í grínþáttunum Raising Hope sniðugar og ákváðum að gera eitthvað í þeim dúr. Eftir skemmtilegan fjölskyldufund varð „twenties“ þema fyrir valinu. Það er aldrei að vita hverju við tökum upp á næst,“ segir Hulda.

Hulda Guðmundsdóttir starfar sem við-

skiptaþróunarstjóri hjá IceDistribu-

tion, nýju ís-lensku fyrirtæki í hugbúnaðar-geiranum sem stefnir hátt.

30 tækni Helgin 5.-7. júní 2015

Page 31: 05 06 2015

www.hi.is

„Ég valdi Háskóla Íslands því hann er framúrskarandi. Kennararnir eru einstakir og

aðstaðan í háskólanum er til fyrirmyndar.“

Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræði

VELKOMIN Í HÁSKÓLA ÍSLANDS

YFIR 400 SPENNANDI NÁMSLEIÐIR Í BOÐI Í HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐ

Fjölbreytt félagslíf, sveigjanlegt nám og góð þjónusta.

Fyrsta flokks kennsla í alþjóðlegum háskóla og einstakir möguleikar í skiptinámi.

Öflug tengsl við atvinnulíf og víðtæk áhersla á þátttöku nemenda í rannsóknum.

PIPA

R\TB

WA

• SÍ

A •

1517

89

UMSÓKNARFRESTUR UM GRUNNNÁM RENNUR ÚT Í DAG, 5. JÚNÍ

Page 32: 05 06 2015

Blautur koss á Helluvaði

ÞÞað verður að segjast eins og er, kýr eru ekki gerðar til fimleikaæfinga. Þær eru stirðbusalegar og þungar á sér – og júgr-in þvælast fyrir þeim, vafalaust orðin allt of stór af kynbótum miðað við það sem upphaflega var þegar mjólkurframleiðsl-an miðaðist við einn kálf en ekki mjólkur-samlag. Samt eiga kýrnar sér einn dag á ári þegar þær sletta úr klaufunum, í bók-staflegri merkingu, þegar þeim er sleppt út á vorin. Þá fara þær með þvílíkum rassaköstum, í léttleika frelsisins, að þær gleyma risajúgrunum um stund.

Þetta þekki ég frá því ég var sumardreng-ur í sveit fyrir margt löngu. Kýrnar í Skálm-ardal, þar sem ég dvaldi hjá góðu fólki, voru tvær, auk nauts og kálfa – en ánægja þeirra, þegar þær losnuðu af básum sínum eftir vetrarvisina, var óblandin og gaman að fylgjast með. Þessa njóta fá borgarbörn í dag og því er framtak bænda á Helluvaði á Rangárvöllum virðingarvert en heimafólk þar býður öllum sem vilja njóta að fylgjast með því á hverju vori er kúnum er hleypt út. Jafnframt er boðið upp á kræsingar, ábrysti, nautatungu og fleira gott.

Greinilegt var síðastliðinn sunnudag að margir vildu samgleðjast kúnum á Helluvaði því þar voru vafalaust um þús-und manns, foreldrar, afar og ömmur – en einkum börn. Minn betri helmingur heldur vel utan um barnabörnin okkar og fylgdist því með degi frelsiskúnna á Hellu-vaði. Við héldum tímanlega í austurveg á sunnudaginn með þrjá yngissveina í aftur-sætinu, einn á fjórða ári, annan sem verður fimm ára síðar í sumar og þann þriðja sem náði þeim merka áfanga fyrr í vikunni að verða sex ára – og er þar með væntanlegur skóladrengur í haust.

Sveinarnir voru fullir tilhlökkunar að fá að sjá dýrin í sveitinni þótt þeir gerðu sér kannski ekki alveg grein fyrir því hvað í vændum væri. Á austurleiðinni fylgdumst við með öllum hestum sem við sáum við veginn en einkum folöldum sem eru fal-legar skepnur. Þá voru lömbin ekki síður yndisefni, auk fugla og annars sem gaman var að skoða. Sem betur fer þvældust engir fuglar fyrir okkur á leiðinni en litlu munaði helgina fyrr, í annarri sveitarbunu, að svan-ur kæmi styttri leiðina inn í bílinn. Sá hafði valið sér Biskupstungnabraut sem flug-braut og hóf flug beint á móti akstursstefnu minni. Svanir eru þungir í flugtaki og þurfa talsverða braut, líkt og júmbóþotur. Þótt ég snarhemlaði virtist svo um örskotsstund sem svanurinn flygi beint á framrúðuna hjá okkur – ég beinlínis horfðist í augu við hann – en hann slapp yfir bílinn á síðustu stundu. Ég reikna með því að svanurinn hafi þakkað sínum sæla og hið sama átti við um ökumanninn.

Á Helluvaði tylltum við okkur á barð, af-

inn og amman, með sveinana þrjá og bið-um þess að kýrnar yrðu leystar af básum sínum. Það var fullt af fólki í kringum okk-ur og spenna í loftinu. Loks opnuðust fjós-dyrnar og sú fyrsta skaut út snoppu sinni og hnusaði að vorinu. Hún fékk hins veg-ar lítinn tíma til íhugunar því stallsystur hennar ruddust meðfram henni og út. Þær voru búnar að fá nóg af inniverunni. Halar fóru á loft og júgur sveifluðust í þessum sérstaka dansi. Kýrnar léku við hvurn sinn fingur, hlupu með sínu lagi fram og til baka uns þær róuðust því kýr eru hvorki gerðar fyrir spretthlaup né maraþonhlaup.

En það var fleira að sjá á Helluvaði en kýrnar. Nautin fengu ekki að hlaupa þennan sunnudaginn. Þau voru föst á básum sínum en það var opið inn til þeirra og fremsta nautið gat stungið hausnum út svo hægt var að klappa því. Afinn var nógu kjarkaður til að klappa nautinu, vitandi af því bundnu á bás sínum. Ungsveinarnir treystu sér hins vegar ekki í svo náið samneyti við tudda en það kætti þá svo í þeim skríkti er nautið rak óumbeðið út úr sér langa tunguna og gaf afanum blautan koss. „Við viljum tungu-kossa,“ söng amman við það tækifæri og vitnaði í smell hljómsveitarinnar Amaba Dama frá síðasta sumri. Það var ekki að sjá að henni leiddust þessi samskipti bónda síns og nautsins á Helluvaði.

Kálfarnir stóðu fyrir sínu, laglegri en foreldrarnir, en best voru samt lömbin. Við fórum í fjárhúsin þar sem heimamenn tóku vel á móti borgarbörnunum. Miðdrengur-inn brá að vísu buffi svokölluðu, sem hann var með á höfðinu, fyrir vitin og sagðist hafa ofnæmi fyrir sveitalykt. Afinn, gamli smalinn úr Skálmardal, tók ekkert mark á slíkum tiktúrum og leiddi sveininn áfram og amman hina tvo. Lyktin gleymdist um leið og drengirnir fengu lömb í fangið sem klappa mátti að vild. Engin ógn stóð af þeim eins og nautinu, lítil og dásamleg sem þau eru nýborin. Ærnar voru kannski ekki alveg jafn hrifnar af tilstandinu, jörmuðu eftir afkvæmum sínum og stöppuðu jafnvel niður fótum. Þær jöfnuðu sig samt um leið og þær fengu lömb sína aftur og drengirnir sáu lömbin grípa spena móður sinnar um leið og færi gafst. Óvíst er að lömbin átti sig á því hve krúttleg þau í augum manna-barna og gaman að halda á og strjúka.

Að lokinni heimsókninni í fjárhúsin fór amman í röð og fékk kókómjólk og ábrysti handa drengjunum, sem hún kynnti að vísu sem búðing enda ekki tilbúin fyrr en síðar að ræða broddmjólkina við borgarbörnin en afinn skaut sér í aðra röð þar sem beið gómsætt grillmeti – og nautatungur. Það verða væntanlega örlög tungunnar löngu, sem náði óvænt að sleikja þann sama afa, að enda á slíku gnægtaborði – en það er önnur saga og ekki beinlínis barnvæn!

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

LAKKVÖRN+GLJÁISterk og

endingargóð gljávörn!

Made in GerManySince 1950

Hefur hlotið frábæra dóma!Hefur hlotið frábæra dóma!Hefur hlotið frábæra dóma!

32 viðhorf Helgin 5.-7. júní 2015

Page 33: 05 06 2015

ERT ÞÚ SÁ ÖFLUGI LEIÐTOGI SEM VIÐ LEITUM AÐ TIL AÐ STÝRA HJARTANU Í STARFSEMI BLÁA LÓNSINS?

Hæfniskröfur:• Háskólamenntun sem nýtist í starfi• Reynsla af stjórnunarstörfum nauðsynleg, alþjóðleg reynsla æskileg• Fáguð framkoma og framúrskarandi samskiptafærni• Góð tungumála- og tölvukunnátta• Svigrúm og vilji til að vinna óreglulegan vinnutíma

Starfið heyrir beint undir framkvæmdarstjóra félagsins. Viðkomandi verður einn af lykilstjórnendum Bláa Lónsins og stýrir um 100 manna teymi. Umsóknarfrestur er til 23. júní n.k. Nánari upplýsingar á www.bluelagoon.is/leidtogi

Við leitum að framúrskarandi stjórnanda og góðri fyrirmynd sem hugsar í lausnum. Viðkomandi þarf að eiga það sameiginlegt með okkur hinum að hafa óbilandi þörf og metnað til að gleðja gesti okkar og skapa ævilangar minningar.

Bláa Lónið hefur um árabil verið í hópi bestu heilsulinda heims og hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir framúrskarandi aðstöðu og einstaka upplifun.Bláa Lónið er eitt af 25 undrum veraldar að mati National Geographic.

Page 34: 05 06 2015

Nýr nefúði við ofnæmiNýr nefúði við ofnæmiGlinor er nýr nefúði frá ratiopharm við ofnæmisbólgu í nefi. Úðinn fæst á góðu verði án lyfseðils í næsta apóteki.

G linor nefúði inniheldur virka efnið natriumcromoglicat, efni sem hindrar losun bólguvald-

andi boðefna eins og histamíns,“ segir Hákon Steinsson, lyfjafræðingur hjá LYFIS. „Vegna verkunarmátans er meðferðin fyrirbyggjandi í eðli sínu og því hægt að hefja notkun áður en ofnæmistímabilið byrjar.“ Þetta er í fyrsta skipti sem nefúði með þessu innihaldsefni fæst án lyfseð-ils á Íslandi en LYFIS hefur unn-ið markvisst að því að auðvelda aðgengi landsmanna að lyfjum sem áður hafa einungis fengist gegn lyfseðli. Glinor er notað við ofnæmisbólgu í nefi en al-geng einkenni hennar eru hnerri, nefrennsli, kláði og nefstífla. Lyfið er ætlað fyrir fullorðna og börn, allt niður í 4 ára aldur. Skammtur fyrir full-orðna og börn er einn úðaskammtur í hvora nös tvisvar til fjórum sinnum á dag. Glinor nefúðinn veldur ekki syfju. Mikilvægt er að lesa fylgiseðil lyfsins fyrir notkun og kynna sér helstu varúðarreglur. Glinor nef-úði fæst án lyfseðils í apótekum.

Unnið í samstarfi við

LYFIS

Notkunarsvið: Glinor nefúði inniheldur natríumcromogliat og er ætlaður við ofnæmisbólgu í nefi. Frábendingar: Ofnæmi fyrir natríumcromoglicati, benzalkonklóríði eða einhverju hjálparefnanna. Varúð: Innihaldsefnið benzalkonklóríð getur valdið ertingu í húð. Meðganga og brjóstagjöf: Engin skaðleg áhrif á fóstur hafa komið fram við notkun natríumcromogliats. Engu að síður skal forðast notkun á fyrsta þriðjungi meðgöngu og einungis skal nota lyfið á seinni stigum meðgöngu ef þörf er á. Natríumcromoglicat skilst í litlu magni út í brjóstamjólk. Þessi útskilnaður er sennilega skaðlaus en einungis skal nota lyfið hjá mæðrum með barn á brjósti ef þörf er á. Skömmtun: Fullorðnir og börn, 4 ára og eldri: Einn úðaskammtur í hvora nös tvisvar til fjórum sinnum á dag. Algengustu aukaverkanir: Erting í nefslímhúð getur komið fram í upphafi meðferðar en þessi áhrif eru skaðlaus og tímabundin. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Júlí 2014.

Glinor nefúða skal nota gegn ofnæmisbólgu í nefi, algeng einkenni hennar eru:

n Hnerrin Nefrennsli

n Kláðin Nefstífla

Glinor nefúði við ofnæmi er ætlaður fyrir fullorðna og börn allt niður í 4 ára aldur.

Helgin 5.-7. júní 2015

Skóbúnaður Það skiptir öllu máli að ganga skó til áður en lagt er í lengri göngur. Með því að nota annað hvort íþróttateip (sports-tape) eða silkiplástur á hæla og tær fyrir göngur er hægt að minnka enn frekar líkur á alvar-legum særindum undan skóm.

Hlífðarfatnaður Á Íslandi er allra veðra von allt árið um kring. Því er um að gera að vera við öllu búinn og ágætt er að miða við þrjú lög af klæðnaði. Innst er nærfatnaður úr ull eða vönduðu gerviefni. Millilagið getur verið flí-speysa og göngubuxur. Ysta lagið er skelin sem er vind- og vatnsheldur fatnaður úr öndunarefni.

Vökvi Í göngum verður líkaminn fyrir miklu vökvatapi, sérstaklega i fjallgöngum þar sem mikil orka fer í að ganga upp í móti og við það tapast vökvi með svita. Algengt

að fólk drekki lítið sökum þess að það vill ekki þurfa að kasta af sér vatni á göngunni en það er mjög rangur hugsunarháttur og getur verið stórhættulegur, því við þurfum á vökvanum að halda í þessum aðstæðum.

Nesti Í lengri gönguferðum er gott að hafa nasl í vasanum þar sem gott getur verið að þurfa ekki að taka af sér bakpokann til að matast. Þó maður hafi oft ekki mikla lyst á göngunni sjálfri er mikilvægt að nærast reglulega allan tímann og halda blóðsykr-inum eðlilegum við langvarandi áreynslu.

Félagsskapur Góður félagsskapur getur gert gönguna mun ánægjulegri. Hjá Ferðafélagi Ís-lands er að finna gönguhópa bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Á Facebook er einnig að finna stórskemmtilegan gönguhóp sem nefnist Vesen og vergangur sem hittist og gengur saman reglulega á suðvesturhorni landsins.

5 góð ráð fyrir gönguferðinaÆtlar þú að ganga í sumar? Fjöldann allan af gönguleiðum er að finna víðs vegar í íslenskri náttúru. Hvort sem þú ætlar í stutta dagsferð eða lengri gönguferð er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga.

Ferðalög

Page 35: 05 06 2015

LÉTTASTA FERÐATASKA Í HEIMI!

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11Laugavegi 77Hallarmúla 4

Álfabakka 14b, MjóddKringlunni norðurKringlunni suðurSmáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31Keflavík - Sólvallagötu 2Akureyri - Hafnarstræti 91-93Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2Vestmannaeyjum - Bárustíg 2Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

5% afsláttur af ÖLLUM VÖRUM einnig tilboðum

Fáanlegir litir:DökkblárSvartur

Page 36: 05 06 2015

36 ferðalög Helgin 5.-7. júní 2015

Frá Jónsmessugleði í Básum. Ljósmynd/Fanney Gunnarsdóttir

NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI

4BLSAF SPENNANDI AF SPENNANDI AF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐITÖLVUBÚNAÐITÖLVUBÚNAÐITÖLVUBÚNAÐITÖLVUBÚNAÐITÖLVUBÚNAÐI

Mögnuð HQ1600 heyrnartól frá Creative snillingunum. Tilvalin í að skila sumarsmellunum í kristaltærum hljóm með þéttum bassa :)6.990

HEYRNARTÓLHEYRNARTÓLHEYRNARTÓLHEYRNARTÓLHEYRNARTÓLHEYRNARTÓLHEYRNARTÓLHEYRNARTÓLHEYRNARTÓLHEYRNARTÓLHEYRNARTÓLHEYRNARTÓLHEYRNARTÓLHEYRNARTÓLHEYRNARTÓL

4LITIR

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

Fjölbreytt Útivist í 40 ár

Ú tivist býður upp á dags-ferðir, helgarferðir, sumar-leyfisferðir og kvöldferðir

með Útivistarræktinni. „Í tilefni afmælisins verðum við með ýms-ar ferðir því tengdu í sumar,“ segir Skúli H. Skúlason, framkvæmda-stjóri Útivistar.

„Hæst ber að nefna afmælisfagn-

Ferðafélagið Útivist fagnar 40 ára afmæli sínu í ár. Útivist hefur í gegnum tíðina boðið félagsmönnum sínum og öðrum upp á fjölbreyttar ferðir í skemmtilegum félagsskap.

Ástralía 12. til 29. október

Ferðaskrifstofa

Ley �sha� Ferðamannastofu

Verð á mann í tvíbýli kr 687.000

Upplýsingar í símum 845-1425 / 899-1295eða á tölvupósti [email protected] Travel

Nánari ferðalýsing á www.iceline.is

Sydney, Brisbane, Fraser Island, þjóðgarðar o.�.er meðal þess sem boðið verður upp á í þessari ferð.

að við Strútsskála að Fjallabaki sem verður síðustu helgina í júlí. Þangað kemur Útivistarfólk úr ýmsum átt-um, ýmist gangandi, hjólandi eða á jeppum. Kvennahópur Útivistar mun halda til við Strútsskála dag-ana á undan og fer í skemmtilegar göngur út frá skálanum. Þannig sameinast fjöldi Útivistarfólks við Strútsskála þessa helgi og að sjálf-sögðu eru allir velkomnir í þessar skemmtilegu ferðir.“

Sumarið hjá Útivist hefst þó alltaf með Jónsmessuferðinni yfir Fimm-vörðuháls. „Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátt-takendur. Lagt verður af stað frá Reykjavík í tvennu lagi á föstudags-

kvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni verður stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið verður slegið upp grillveislu og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir,“ segir Skúli.

Fjöldinn allur af ferðum verður í boði i sumar, til dæmis gönguleiðir um Skælinga og Strútsstíg. Nánari upplýsingar fyrir einstakar ferðir er hægt að fá á heimasíðu- eða á skrif-stofu Útivistar á Laugavegi 178, í síma 562-1000.

Unnið í samstarfi við

Útivist

Page 37: 05 06 2015

ferðalög 37Helgin 5.-7. júní 2015

Veiðisumarið hefst um helgina Veiðimessa Veiðiflugna fer fram um helgina, 6. og 7. júní. Verslunin stendur fyrir fjöl-breyttri dagskrá ásamt því að góð tilboð verða á veiðivörum.

V eiðimessa Veiðiflugna er árlegur viðburður þar sem veiðimenn sem vilja fræðast um allt það nýjasta í veiðivörum og fagna komandi

veiðisumri saman,“ segir Oddný Magnadóttir, en hún rekur verslunina Veiðiflugur ásamt eiginmanni sínum Hilmari Hanssyni. „Þetta er okkar leið til að koma veiðisumrinu af stað og fer veiðimessan nú fram í fimmta skipti.“

Fjölbreytt dagskrá fer fram bæði á laugardag og sunnudag. „Klaus Frimor, einn frægasti flugukast-ari heims mun kynna Loop veiðivörur og vera með kastsýningu. Þar sýnir hann allar útfærslur af köstum og nokkur kast trikk sem engin má missa af,“ segir Oddný. „Fjölbreyttar vörukynningar eru einnig á dag-skránni. Veiðimaðurinn Hákan Norling, sölustjóri Guideline, mun kynna nýju Lxi stöngina og Fario Crs stöngina en þær stangir eru að sópa til sín viðurkenn-ingum. Auk þess verður nýja veiðifatalínan frá Patag-onia kynnt. Um er að ræða vöðlur og jakka fyrir konur sem eru hannaðar af einni fremstu veiðikonu heims, April Vokey. Það má því engin veiðikona láta þessa línu framhjá sér fara,“ segir Oddný.

Húllumhæ alla helgina„Við höfum verið fremst í flugum frá því að við byrj-uðum og í sumar kynnum við fjölmargar nýjar flugur og leynivopn. Allar flugurnar okkar koma frá hinum ís-lenska Jóni Inga Ágústssyni sem er einn besti flugu-hnýtari í heimi. Við leggjum mikinn metnað í flugurnar okkar enda eru fluguborðin okkar orðin heimsþekkt,“ segir Oddný.

Í tilefni veiðimessunnar verða mörg góð tilboð á veiðivörum um helgina. „Við verðum með línudaga og bjóðum 20% afslátt af öllum línum svo nú gefst tæki-færi til að skipta út gömlu línunni. Bubbi Morthens hefur undanfarin ár mætt með gítarinn og glatt gesti og ég reikna með að hann komi ferskur úr Norðurá með góðar veiðisögur.“

Kaldur í bala og grillað Ribeye Oddný býst við því að verslunin verði full af fólki um helgina. „Undanfarin ár hefur Veiðimessan verið frábært upphaf á veiðitímabilinu og við tökum á móti hundruðum gesta og á ég ekki von á breytingu í ár. Veiðimessan er fyrst og fremst hugsuð sem tækifæri til að hitta aðra veiðimenn, leggja línurnar og fagna

veiðisumrinu. Ingvar á American Bar ætlar að hægelda Ribeye í tæpa 20 tíma og skella því svo á grillið. Við bjóðum upp á gos og súkkulaði með og svo verða kaldir drykkir í bala fyrir þá sem ekki eru á bíl.“

Veiðiflugur eru til húsa á Langholts-vegi 11 í Reykjavík og vonast Oddný og Hilmar til að sjá sem flesta, unga sem

aldna, byrjendur sem lengra komna. Gleðin hefst klukkan 10 á laugardags-morgun og stendur til klukkan 17 á laugardegi og svo aftur á sunnudegi frá klukkan 12-17.

Unnið í samstarfi við

Veiðiflugur

Oddný Magnadóttir, annar eigandi veiðiverslunarinnar Veiðiflugna, en þar verður nóg um að vera um helgina á árlegri veiðimessu. Tilboð verða á völdum vörum ásamt skemmtilegum vörukynningum. Auk þess mun Bubbi Morthens taka lagið.

Page 38: 05 06 2015

38 grill og garðar Helgin 5.-7. júní 2015

Siminn.is/spotify

HEFUR ALDREI

HLJÓMAÐ EINS VEL!

Ertu að leita að réttu tónlistinni til að grilla við? Þú finnur lagalistann Listinn að grilla á blog.siminn.is

GRILLIÐ

Siminn.is/spotify

G rill, sérstaklega gasgrill, er furðu gott alhliða eldunar­tól. Auðvelt að stjórna hit­

anum þegar litið er á allt grillið, að lokinu meðtöldu, sem heild. Lokið er nefnilega höfuðatriði í því að elda mat á grilli í staðinn fyrir að grilla mat í hefðbundna skilningn­um, þar sem sjóðheit kol eða eldur eru undir grind sem maturinn fer síðan beint ofan á. Því þarf matur­inn annað hvort að vera pylsa eða hamborgari, nú eða notast við snúningstein eins og Steinríkur og hinir Gaulverjarnir. Sé enginn til snúningsteinninn og stykkið í stærri kantinum vefja flestir, í örvæntingu, steikinni sinni í álpappír. Kjöt vafið í álpappír er þó tæknilega séð ekki grillað heldur soðið. Alveg bragðgott en þó ekki mikið öðru vísi en að elda það bara í ofninum.

Þar kemur hins vegar lokið inn. Það er nefnilega ekki bara til skrauts. Fangar nefnilega hit­ann inni í grillinu og býður upp á möguleikann á óbeinni elda­mennsku. Þannig er eldurinn færður til hliðar. Ýmist með því að slökkva á einum eða fleiri brenn­urum eða færa til kolin. Maturinn situr síðan á „kalda“ endanum og drekkur í sig hitann sem fer hvergi sé lokið niðri. Grillið er bókstaf­lega orðið að ofni. Munurinn á þessum nýja útiofni og venjulega inniofninum er þó möguleikinn á reyk. Reykurinn kemur með grill­bragðið og trikkið er að passa að nægur reykur fylgi hitanum.

Það kemur vissulega reykur af kolum og það kemur reykur þegar kjötsafi og fita leka á kolin og ofan í gasgrillin. En mikill vill meira því meiri reykur þýðir jú meira bragð. Til að auka reykinn er harðviðar­spæni eða kubbum boðið í partí­

ið. Annað hvort í þar til gerðum boxum, í álpappír með nokkrum götum á eða beint á heit kolin. Best er að leggja viðinn í bleyti nokkru fyrir matargerðina svo ekki blossi upp eldur. Því eldi fylgir sót og það er ekki gott á bragðið né er það holt fyrir kroppinn.

Reykurinn er hins vegar, eins og fyrr segir, ávísun á gott bragð

og því lengur sem reykurinn umlykur kjötið því meira reyk­bragð finnst af matnum – eðlilega. Þetta er gott að hafa í huga þegar viðartegundin er valin. Það kemur nefnilega mismunandi keimur af matnum milli trjátegunda. En – og þetta er stórt en. Keimurinn sem kemur af mismunandi viði verður ekki augljós fyrr en kjötið

er búið að malla í reyknum í sirka þrjá tíma. Þangað til er reykur bara reykur en viðurinn sem not­aður er til að mynda hann verður að vera harðviður. Ekki nota grenitré. Þau sóta og eru auk þess full af harpixi og hvorugt er hollt og gott við matseldina. Þurrk­aður harðviður er málið. Beyki og lerki eru dæmi um íslenskan við

sem hægt er að nota. Eik, eplatré, hlynur, cedar og svo mætti lengi telja eru líka grillviðartegundir. Einfaldast að kaupa bara reyking­arvið í grillbúðunum sjálfum. Þær eru allir með þetta núorðið.

Trjátegundin, sé hún harðviður, skiptir sem sé ekki öllu máli fyrr en ætlunin er að reykja í meira en þrjá tíma. Til dæmis svínaöxl í ekta Suðurríkja „pulled pork“ eða reykta nautabringu „brisked“ sem hægt að reykja allt frá téðum þremur tímum upp í heilan sólar­hring, ef því er að skipta. Gott er að byrja hægt og rólega og bæta smá reyk þegar verið er að grilla hamborgara og pylsur. Finna muninn. Sé ætlunin að fara út í harðari heitreykingar (líka til kaldreykingar en það er önnur saga) er um að gera að æfa hita­stjórnun vel. Því grillið á ekki að fara mikið yfir hundrað og tutt­ugu gráður þegar verið er að gera barbeque. Helst aðeins minna, allt niður í sjötíu­áttatíu ef planið er að reykja í meira en 12 tíma.

Flest kjöt þolir smá reyk, Svínakjöt sérstaklega. Lamba­lærið breytist ekkert í hangilæri við að fá í sig má reyk en svín, naut og kjúklingur henta sérstak­lega vel fyrir reykinn. Feitt kjöt þolir langan eldunartíma betur en magurt. Rif og axlir eru dæmi um þetta. Fiskur líka. Heitreyktur silungur – farðu úr bænum hvað hann er málið

Sé ætlunin að grilla í sumar, nú þegar það er vonandi að koma, plís sumar komdu – plís, þá er málið að nýta tólið út í ystu æsar með lokið niðri, hitann á og reyk­inn á fullu.

Haraldur Jónasson

[email protected]

Reykurinn er ávísun á gott grillbragð

Reykurinn ávísun á gott bragð og því lengur sem reykurinn umlykur kjötið því meira reykbragð finnst af matnum.

Page 39: 05 06 2015

Nokkrar gerðirgrilla með miklum

afslætti

Frá Þýskalandi

Garðhúsgögn í

Frá Þýskalandi Kynnið ykkur muninn á Tekki og öðrum harðvið

Viðhaldsfrí garðhúsgögn úr Tekki

Frá Þýskalandi

Smi ðjuvegi 2, Kópavogi | S. 554 0400 | Vi ð hli ðina á BÓNUS | grillbudin.is

www.grillbudin.iswww.grillbudin.is

Komdu og fá ðu rá ðleggingar

Eina sérverslun landsins með grill og garðhúsgögn

Smiðjuvegi 2, Kópavogi | S. 554 0400 | Við hliðina á BÓNUS | grillbudin.is

Frá ý

Smiðjuðjuð i 2, Kóp i | S. 554 0400 | Við hliðina á BÓNUS |

Komdu og fáðu ráðleggingar

wwww.grillbudin.is

VELDU

GRILL

SEM ENDIST OG ÞÚSPARAR

Opið virka daga kl. 11-18Opið laugardaga kl. 11-16

VELDU

GARÐ-

HÚSGÖGN ÚR

GEGNHEILU

TEKKI

Þekktustumerkiná einum

stað

Page 40: 05 06 2015

40 grill og garðar Helgin 5.-7. júní 2015

Dreymir um íslenskan grænmetisdalHafsteinn Helgi Halldórsson man ekki hvernig hann lærði að smíða en smíðin hefur alltaf fylgt honum. Í dag vinnur hann sem smiður auk þess að kokka lífrænan mat og búa til tón-list. Hann segir vera kjöraðstæður til matræktar á Íslandi og dreymir um grænmetisskóga í íslenskum dölum þar sem allir geti sótt sér í matinn. Hafsteinn selur heimagerða matjurta-kassa og moltukassa á netinu en allur ágóðinn af sölu þeirra fer í ferðasjóð fyrir einhverfa.

S ystir mín er einhverf og ég hef unnið á sambýlum fyrir einhverfa í níu ár,“ segir Haf-

steinn Helgi Halldórsson sem safn-ar í ferðasjóð fyrir einhverfa með því að smíða og selja matjurtakassa og moltukassa á netinu. „Í fyrravor smíðaði ég þrjá matjurtakassa út gömlum vörubrettum sem ég fann við ruslagáma og setti þá niður á sambýlinu þar sem ég var að vinna. Kassarnir komu það vel út að ég ákvað að taka mynd af þeim og setja á facebook til að kanna áhuga fólks út í samfélaginu. Áhuginn reyndist vera nokkuð mikill og þá fóru hjól-in að snúast og ég er enn að. Allur ágóði fer í ferðasjóð fyrir einhverfa snillinga sem þurfa alltaf einn ef ekki tvo aðstoðarmenn á ferðalög-um. Ég er nú þegar búinn að safna fyrir flugi, hóteli og uppihaldi fyrir meistara Steinar Rafn og er langt komin með kostnað í ferð fyrir ein-hverfa drottningu úr Breiðholti sem þarf tvo aðstoðarmenn með sér.“

Smíðar flest sín húsgögn sjálfur„Ég vinn mestmegnis sem smiður en hef líka unnið sem kokkur og hef brennandi áhuga á matargerð, sérstaklega á lífrænni og vegan matargerð,“ segir Hafsteinn Helgi sem þar að auki semur tónlist og stefnir á að gefa út sína fyrstu plötu á næstunni. „Ég man ekki alveg hvar ég lærði að smíða en ég hef bara alltaf haft áhuga á smíði og smíða flest mín húsgögn sjálfur. Ég lék mér mikið einn á yngri árum og ég á sterkar minningar frá átta til tíu ára aldri þar sem smiður var að gera upp húsið okkar í Vesturbæn-um, smíða pall og fleira. Ég fekk að vera með honum alla daga og ekki leið á löngu þar til ég var búinn að smíða tvö tréhús með brú á milli. Einhvern veginn dúkka svo upp alls-konar verkefni varðandi smíðar, allt frá húsgögnum að grindverkum.“

Ísland fullkomið land fyrir ræktun á matHafsteinn segist hafa fengið áhug-ann á garðrækt frá móður sinni, sem sé með ótrúlega græna fingur. „Það er ótrúlega gefandi að hugsa

um plöntur. Það jarðtengir mann og minnir á töfra lífsins. Ég hef al-veg ótrúlega gaman af því að keyra þessa kassa út, sérstaklega þegar ég sé spenninginn hjá fólki og þá einkum hjá börnunum sem finnst svo spennandi að rækta sinn eigin mat. Að rækta sinn eiginn garð er auðveld og holl iðja fyrir hvern sem er. Svo er mun auðveldara að rækta mat á Íslandi en flestir halda. Það er hægt að sá langt fram á sumar, það er sjaldan mjög þurrt, sólin er sterk hér og hitastig fullkomið fyrir flest grænmeti. Ísland er fullkomið land fyrir ræktun á mat. Í fyrra var ég til að mynda að notað síðasta kálblaðið ur garðinum heima í lok nóvember.“

Dreymir um grænmetisskóg í íslenskum dal„Minn draumur er að safna sam-an hópi garðyrkjufræðinga, og fá stjórnvöld í lið með okkur, til að rækta gríðarmagn grænmetis í ein-hverjum af okkar fallegu dölum og bjóða svo ungum sem öldnum að koma í grænmetisskóg og grípa með sér eitthvað heim í matinn. Þetta væri ekki bara nytsamlegt heldur líka skemmtilegt og ég trúi því að hugmyndin sé raunhæf. En þangað til mun ég koma heim til fólks með hinn fullkomna mat-jurtakassa, fræ og mold og leiðbeini fólki með að gera þetta auðveldlega heima hjá sér.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Með smíðum og sölu á matjurtakössunum sameinar Hafsteinn Helgi sínar helstu ástríður; smíðar, matrækt og málefni einhverfra.

Hægt er að panta kassana á facebook undir „Matjurtakassar til sölu“ eða senda póst [email protected]. Allur ágóði umfram framleiðslukostnað við kassana fer í ferðsjóð einhverfra.

Lífið er best undir berum himniÁ sumrin er svo ljúft að vera úti. IKEA býður upp á fjöl-breytt úrval af fallegum og endingargóðum sumarhús-gögnum fyrir hvers kyns útisvæði. Sessur af ýmsu tagi og hengirúm er meðal þess sem í boði er, auk húsgagna sem auðvelt er að taka með í ferðalagið.

Ú rvalið af sumarhúsgögnum er sérstaklega glæsilegt hjá okkur í ár,“ segir Birna

Magnea Bogadóttir, sölustjóri hjá IKEA. „ÄPPLARÖ húsgögnin eru traust og endingargóð, enda úr gegnheilum við. Þau fást úr dökk-brúnum akasíuvið eða úr gegnheilli hvítlakkaðri furu. Línan býður upp á úrval af stólum og borðum fyrir allt frá litlum svölum til stórra úti-palla, og með henni er hægt að skapa fullkomið útisvæði, hvort sem á að njóta máltíðar eða bara góða veðursins.“

Viðhaldsfrí húsgögn vinsælAð sögn Birnu njóta útihúsgögn sem ekki þarfnast mikils viðhalds einnig mikilla vinsælda. „FALST= ER línan okkar er til dæmis úr sterku plastefni sem lítur út eins og viður, en þarf aðeins lágmarks viðhald og hentar því íslenskum að-stæðum mjög vel.“ Birna segir það fara eftir þörfum og smekk hvers og eins hvaða lína henti best, það er að minnsta kosti eitthvað fyrir alla í breiðu úrvalinu. „LÄCKÖ línan, sem er úr áli og plasti, gefur úti-svæðinu til dæmis svolítið róman-tískan blæ og KUNGSHOLMEN línan samanstendur af einingum sem fólk getur raðað saman eins og hentar. Hún er úr traustum og end-ingargóðum plastreyr og ryðfríu áli og þarfnast því ekki viðhalds.“

Skemmtilegir aukahlutir í garðinn eða á pallinnÞegar búið er að velja húsgögnin er komið að aukahlutunum. „Við bjóð-um upp á fjölbreytt úrval af sessum í stíl við húsgögnin okkar, þannig að þar geta viðskiptavinir leyft pers-ónuleika sínum að skína í gegn. Svo eru sólhlífarnar okkar frábærar til að vernda gegn skaðlegum áhrif-um sólargeislanna, því þær eru all-ar úr pólýesterefni með UV vörn,“ segir Birna. Það er endalaust hægt að nostra við og gera útisvæðið sem þægilegast. „Ef mann langar að gera eitthvað alveg sérstakt er hengirúm ef til vill málið. Það er fest í handhægan stand þannig að það er ekkert til fyrirstöðu, fæstir búa jú svo vel að hafa tvö voldug tré hlið við hlið í garðinum,“ segir Birna og hlær.

Húsgögnin með í ferðalagiðÞað er frábært að eiga góða sumar-daga í garðinum eða á svölunum heima en flest bregðum við okkur líka af bæ í fríinu og þá er gott að eiga handhæg húsgögn sem auð-velt er að grípa með í ferðina, hvort sem lagt er í lautarferð eða reisu um landið þvert og endilangt. „Við bjóð-um líka upp á legubekki, hæginda-stóla og strandstóla fyrir þá sem eru á ferðinni, auk borðbúnaðar, leik-fanga og annars sem gerir sumarið þitt þægilegra og skemmtilegra,“ segir Birna.

Unnið í samstarfi við

IKEA

1. Með Äpplarö er hægt að skapa fullkomið úti-svæði.

2. Falster húsgögnin eru viðhaldsfrí.

3. Läckö línan gefur útisvæðinu svolítið róman-tískan blæ.

4. Hægt er að raða saman Kungsholmen einingum til að útbúa sófa sem hentar.

1

3

2

4

Page 41: 05 06 2015

grill og garðar 41Helgin 5.-7. júní 2015

Grillin frá Jamie Oliver auðvelda eldamennskunaMeistarakokkurinn Jamie Oliver hefur ásamt grill-teymi sínu hannað grill sem gerir eldamennskuna auðvelda, fljótlega og gómsæta.

J amie Oliver gasgrillin eru gerð úr steypujárni og ryðfríu stáli og eru því

nægilega sterk fyrir íslenska veðráttu og mikla notkun.

Grillin búa yfir mörgum góð-um eiginleikum. Gráðuhita-mælir er í lokinu sem er stórt og íburðarmikið og grillgrindurn-ar eru úr pottjárni. Rafstýrður kveikjari er hluti af grillinu auk hjóla sem gera það að verkum að auðvelt er að færa grillið til.

Þessi grill hafa allt sem þarf fyrir fullkomna matargerð og henta fyrir öll tilefni. Grillin eru fáanleg með tveimur, þremur og fjórum brennurum.

Jamie Oliver gasgrillin eru fáanleg hjá Byggt og búið í Kringlunni.

Unnið í samstarfi við

Byggt og búið

Jamie Oliver G1040XX

2 brennarar úr ryðfríu stáli 24500 BTU - 7.2Kw

Grillgrindur úr pottjárniGrillflötur 52 x 44,5 cmÞrýstijafnari fylgir ekki

Jamie Oliver G1540XX

4 brennarar úr ryðfríu stáli 57700 BTU - 16.9Kw

Grillgrindur úr pottjárniGrillflötur 84,8 x 44,5 cm

Þrýstijafnari fylgir ekki

Jamie Oliver G1340XX4 brennarar úr ryðfríu stáli 57700 BTU - 16.9KwGrillgrindur úr pottjárniGrillflötur 84,8 x 44,5 cm Þrýstijafnari fylgir ekki

Jamie Oliver G1140XX3 brennarar úr ryðfríu stáli 36900 BTU - 10.8KwGrillgrindur úr pottjárniGrillflötur 63,6 x 44,5 cm Þrýstijafnari fylgir ekkiEinnig til í grænum lit

S teak Champ er hágæða kjöt-hitamælir sem hjálpar þér að elda steikina þína nákvæm-

lega eins og þú vilt hafa hana. Á mælinum er ljós sem blikkar þeg-

ar steikin hefur náð ákveðnu hitastigi. Mælirinn er hugvit Þjóðverja og er búinn til úr hágæða ryðfríu stáli með innbyggðum hitamæli sem nær um allan mælinn sem gerir það að verk-um að hann mælir rétt stig steikarinn-

ar á nákvæmari hátt en aðrir kjöthita-mælar. Á enda mælisins er innbyggt LED ljós með þremur mismunandi litum sem blikka þegar steikin hefur náð nákvæmlega því hitastigi sem óskað er eftir. Grænt ljós táknar medi-um rare, gult táknar medium og rautt táknar medium well.

Mælirinn fer inn í hliðina á hráu kjötinu, sem þarf að vera að minnsta kosti 4 cm þykkt. Kjötið er svo eld-að þar til að ljósið á endanum fer að blikka. Þá tekur þú steikina af hitan-um en lætur mælinn vera áfram þar sem hann heldur áfram að vinna.

Hvíldarstig kjötsins er mikilvægt og kjötið heldur áfram að eldast eftir að það er tekið af hitanum. Steak Champ tryggir að réttu hvíldarstigi sé náð. Þegar ljósið hættir að blikka er hvíld lokið og steikin tilbúin ná-kvæmlega eins og þú vilt hafa hana.

Steak Champ hitamælirinn fór nýlega í sölu hér á landi og er fáan-legur í verslunum Heimilistækja, Byggt og búið, Skagfirðingabúð og Fjarðarkaupum.

Unnið í samstarfi við

Heimilistæki

Besti grillfélaginn í sumarSteak Champ kjöthitamælirinn tryggir fullkomna steik í hvert einasta skipti.

Steak Champ kjöthitamælirn Mjög auðveldur í notkun.

n Frábær árangur - fullkomin steik í hvert skipti.

n Einnig hægt að nota á steikarpönnum og í bökunarofnum - ekki bara á grillinu.

n Hægt að nota fyrir allskonar kjöt, til dæmis nautakjöt, fisk og önd.

n Einstaklega hitaþolinn, allt upp í 500°C.

n Fullkomin hitamæling er meðfram allri nálinni, en ekki bara oddinum.

n Ákvarðar réttan hvíldartíma.

Tvöfalt blikk: Fjarlægðu steikina af hitanum og láttu hana hvílast. Þegar blikkið hættir er hvíldartíminn búinn og steikin orðin fullkomin.

Batterí dugar í 10-20 ár. Miðað er við eina steik á viku. Mjög lítil orkunotkun vegna nútíma LED tækni.

Page 42: 05 06 2015

Raðaðu upp á nýtt á ísskápinn: Taktu burt gamla og löngu óþarfa minnismiða, skiptu út ljósmyndum og settu upp nýja segla.

Endurraðaðu í fata-skápnum: Það er alltaf léttir þegar óþarfa föt, rúmföt eða handklæði hverfa. Það ætti enginn óþarfi að vera í neinum skúffum né skápum.

Hreinir gluggar: Mikilvægasta verk vorsins hlýtur að vera gluggaþvotturinn. Tandurhreinar rúður gera gæfumuninn þegar sumrasólin fer að skína. Ekki er nú verra að hengja svo upp hvítar gardínur sem fylla hvert rými af mjúkri birtu þegar sólin skín.

Uppröðun á sætum: Hægindastóllinn getur vel verið í svefnherberg-inu og borðstofustólarnir geta sómt sér vel inni á baði eða í anddyrinu. Lítil breyting getur gert stóra hluti.

Einfaldar lausnir fyrir heimiliðNú þegar sólin er farin að skína langt fram á kvöld grípur sig oft þörf til að dusta rykið úr öllum hornum og breyta til. Það þarf ekki að kosta mikla peninga að lappa upp á heimilið, miklu frekar góðar hugmyndir og það er ótrúlegt hvernig ein-faldar lausnir geta umturnað ásjónu heimilisins.

Það ekki endilega rándýrar og róttækar breytingar til að gefa heimilinu andlitslyftingu. Það getur verið nóg að mála eina hillu, glugga eða skáp í sterkum lit .

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Rekstrarvörur- vinna með þér

Rekstrarvörur– fyrir þig og þinn vinnustað

Hágæða postulín- með innblæstri frá náttúrunni

Verið velkomin í verslun RV og sjáið úrvalið af glæsilegum borðbúnaði frá REVOL. Starfsfólk RV aðstoðar verðandi brúðhjón við að velja postulínsborðbúnaðinn á gjafalistann.

Lampaskermar, gardínur og púðar:

Það ættu allir að eiga sumar og vetrarútgáfu

af skermum, púðum og gluggatjöldum. Nýir

litir og ný mynstur boða nýtt upphaf.

Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is

Okkar þekking nýtist þér

• Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er

• Hnoðar deig

• Býr til heita súpu og ís

• Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með

Alvöru græja fyrir nýgift hjónakornin!Tilboðsverð kr. 109.990Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.489

Brúðkaupsgjöfin í ár

42 heimili og hönnun Helgin 5.-7. júní 2015

Page 43: 05 06 2015

W illamia býður upp á hönnunarhúsgögn frá ítalska framleiðandan-

um Metalmobil. Gerðar eru miklar kröfur um gæði og endingu á þess-um húsgögnum en þau eru fram-leidd á Ítalíu undir ströngu gæðaeft-irliti. „Okkar áherslur eru að bjóða upp á skemmtilegar nýjungar í flór-una hérna á Íslandi, á góðu verði,“ segir Stefán Gíslason, eigandi Wil-lamia á Íslandi.

Vöruúrval í takt við tísku-strauma„Metalmobil hefur aðgang að fjöl-breyttum hönnunarteymum og einstaklingum og eru nýjar vörur kynntar ár hvert, sem gerir það að verkum að vöruúrvalið eykst með hverju ári og þannig eru þeir alltaf með puttann á púlsinum og fylgja bæði tískustraumum og halda í klassísku gildin,“ segir Stefán. Flaggskip Metalmobil er án nokk-urs vafa Uni og Uni-Ka stólarnir en þetta eru mest seldu stólar fram-leiðandans og njóta þeir sífellt meiri vinsælda um allan heim. „Þessi hús-gögn hafa verið seld inn á margar af stærstu hótelkeðjum heims á borð við Radisson, Merriot og Ibis auk skemmtiferðaskipa, flugvalla og fjölda veitingastaða um allan heim síðustu 50 ár. Því erum við hjá Wil-lamia mjög stolt af því að geta boðið upp á þessa glæsilegu og vönduðu vöru inn á heimili, fyrirtæki og stofnanir hér á landi,“ segir Stefán.

Komdu skipulagi á bækur: Það er ótrúlegt hvað endurröðun í bóka-skápnum getur gert mikið. Það getur verið gaman að raða eftir litum, stærð eða inni-haldi, lóðrétt eða lárétt.

Stofuskápur: Pússaðu skápinn eins og aldrei fyrr og rað-aðu öllu upp á nýtt. Ef mikið er í skápunum getur verið sniðugt að setja einhverja hluti í geymslu í nokkurn tíma og leyfa nokkrum uppáhaldshlutum að njóta sín betur.

Uppröðun á sætum: Hægindastóllinn getur vel verið í svefnher-berginu og borðstofustólarnir geta sómt sér vel inni á baði eða í anddyrinu. Lítil breyting getur gert stóra hluti.

Gefðu plöntunum nýtt rými: Plöntur þurfa ekki alltaf að vera á sama stað, gefðu þeim nýtt horn að anda í eða nýjan glugga að sóla sig í.

iRobot Verslun - Helluhrauni 22 220 Hafnarfjörður - S:555-2585

Veldu þessa sem hentar þér best Líttu við hjá okkur og gerðuverð- og gæðasamanburð.

Nánari upplýsingar færðu hjá okkur.

Láttu mig um að ryksugaog notaðu tímann í annað.

Nýjasta hönnunin mun prýða stærsta hótel landsinsTo-Kyo stóllinn er ein af nýjustu hönnun framleiðandans. „Viður-inn er hitaður, pressaður og þann-ig beygður til að fá þessar fallegu línur. Flókið og tímafrekt fram-leiðsluferli liggur á baki þessa stóls en útkoman er glæsileg. Við hjá Wil-lamia erum stolt að geta sagt frá því

að þessi stóll mun prýða eitt stærsta og flottasta hótel landsins, Foss-hótel á Höfðatorgi,“ segir Stefán. Viðskiptavinir Willamia geta sér-sniðið húsgögn eftir sínum þörfum með mismunandi efnis- og litavali. „Auk húsgagnanna bjóðum við upp á mjög vandaða vöru frá hollenska framleiðandanum Knit Factory, en það er vörulína sem inniheldur allt

frá púðum og teppum fyrir stofuna til fallegra vara fyrir eldhúsið, bað-ið, auk barnavöru.“

Willamia er í Ármúla 44. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Willamia og á Facebook síðu Wil-lamia.

Unnið í samstarfi við

Willamia

Stefán Gíslason, eigandi Willamia á Ís-landi. Mynd/Hari.

Uni-Ka stóllinn er annar söluhæsti stóll-inn þrátt fyrir að hafa verið einungis tæp tvö ár í framleiðslu.

Uni er mest seldi stóll Willamia.

Ítölsk gæðahúsgögn á góðu verði

To-Kyo er nýjasta afurð Willamia.

heimili og hönnun 43 Helgin 5.-7. júní 2015

Page 44: 05 06 2015

L SA International er breskt fyrirtæki og undir hand-leiðslu sköpunarstjórans

Moniku Lubkowska-Jonas koma yfir 250 nýjar vörutegundir á mark-að árlega. Öll framleiðsla fer fram í Evrópu. Meðal vöruúrvals eru glös, könnur, skálar og karöflur af ýmsu tagi, auk glæsilegra vasa og kerta-stjaka sem nýta má á ýmsa vegu. Matar- og kaffistellið frá LSA er einnig afar glæsilegt. Stellið er, líkt og aðrar vörur frá LSA, hannað af Moniku Lubkowska-Jonas og er úr postulíni. Mikið úrval af fylgihlut-um svo sem fötum og skálum eru fáanleg í stíl við stellið.

Flestar glervörurnar frá LSA eru handgerðar og munnblásnar af

hæfileikaríkum handverksmönn-um. Hönnunarmöguleikarnir eru því nánast óteljandi og nýta Monika og aðrir hönnuðir innan LSA sér það til hins ítrasta og sést það á fjöl-breyttu vöruúrvali. Vörur LSA hafa náð útbreiðslu um heim allan og eru til dæmis notaðar á mörgum glæsi-legustu veitingastöðum og hótelum heims, til dæmis af hótelkeðjunni Four Seasons. Hér á landi eru vör-urnar fáanlegar í Heimahúsinu, fal-legri húsgagna- og gjafavöruverslun í Ármúla 8 í Reykjavík. Nánari upp-lýsingar má nálgast á Facebook síðu Heimahússins og í síma 568-4242.

Unnið í samstarfi við

Heimahúsið

Glæsilegar glervörur í HeimahúsinuGler- og postulínsvörurnar frá LSA International einkennast af fallegri og stílhreinni hönnun í nútímalegum stíl. LSA vörurnar eru fáanlegar í Heimahúsinu, Ármúla 8.

LSA International býður upp á einstak-lega fallegar handunnar gler- og postu-línsvörur af ýmsu tagi.

44 heimili og hönnun Helgin 5.-7. júní 2015

Mikið úrval brúðargjafa

Z-brautir & gluggatjöldFaxafeni 14 / 108 Reykjavík / 525 8200

Opið virka daga 10-18 lokað á laugardögum.

ÞÉR ER BOÐIÐ Í FISKISÚPU Á MORGUN

6. JÚNÍ Í

LAUGAVEGI 32

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM POTTUM

FÖS-SUN

20%

LAUGAVEGI 32S: 553-2002

www.hrim.is

Page 45: 05 06 2015

FRITZ HANSEN, ROSENDAHL, STELTON, ERIK JORGENSEN, MARIMEKKO, KNOLL, ARTIFORT, OG ALLIR HINIRLokahelgin!

Opnunartímar:fim-fös:laugardag:

10.00 - 18.0011.00 - 16.00

Harpa / Skeifan 6 / Kringlan/ 5687733 / www.epal.is

SJÖURMAURAR

GRAND PRIXTILBOÐSVERÐ

KR.40.000.-{SÉRVALDIR LITIR)

Page 46: 05 06 2015

Helgin 5.-7. júní 201546 tíska

S. 551-2070 & 551-3366 • www.misty.is

Laugavegi 178 • OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

teg 38156 - áður kr. 15.885,-nú á kr. 7.943,-

teg 1948 - áður kr. 16.650,-nú á kr. 8.325,-

Póstsendum hvert á land sem er

teg 1948 - áður kr. 16.650,-nú á kr. 8.325,-

VIÐ BREYTUM, VIÐ RÝMUM - �ott úrval af LEÐUR dömuskóm á 50% afslætti !!

teg 38156 - áður kr. 15.885,-nú á kr. 7.943,-

teg 1949 - áður kr. 16.650,-nú á kr. 8.325,-

teg 37799 - áður kr 13.685,-nú á kr. 6.843,-

teg 2039 - áður kr. 16.650,nú á kr. 8.325,-

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bjartar og litríkar neglur í sumarNaglatískan í sumar mun einkennast af björtum og fallegum litum. Það er fátt sumarlegra en fallegar pastellitaðar neglur og verða þær áberandi í sumar, auk sterkra lita sem njóta sín við einfaldan klæðnað. Nú er einnig runninn upp árstíminn þar sem það er eiginlega regla að vera með eins lakkaðar neglur á fingrum og tám, svo „heildarlúkkið“ sé sem ákjósanlegast.

Alessandro Skartaðu fal-legum nöglum með björtum og fögrum sumarlitum frá Aless-andro. Úrvalið er endalaust!

Essie – Cute As A ButtonHinn fullkomni kóralbleiki litur sem allar konur þurfa að eiga. Liturinn gefur nöglunum sumar-lega og bjarta áferð.

Essie – Muchi MuchiTilvalinn í sólarlanda-ferðina og fullkomnar hvaða sumarkjól sem er. Hann er líka kjör-inn fyrir brúðir sum-arsins til að skarta þegar stóri dagurinn rennur upp.

Essie – Play DateBjartur og dásam-legur litur fyrir þær sem vilja láta taka eftir nöglunum sínum og láta þær vera fylgihlutinn sem grípur athygli.

Essie – Bikini So TeenySá allra vinsælasti hjá Essie um heim allan er fallega blái liturinn sem minnir á hafið á fallegum sumardegi. Í form-úlunni eru örfínar glimmeragnir sem endurkasta ljósi frá sér og minnir áferðin óneitanlega á það hvernig sólin speglast í sjónum á björtum degi.

OPI – Put it in neutralLéttur bleikur litur frá Soft Shade línunni frá OPI. Hið fullkomna „nude“ naglalakk með vott af beige litatón.

OPI – Petal softLjóst glimmer lakk með hvítum „con-fetti“ blómum. Til-valið sem yfirlakk. Hluti af Soft Shade línunni frá OPI.

Michael Kors Naglalökkin frá Michael Kors eru nýlega komin til landsins og fást í mörgum skemmti-legum litatónum. Þessi þrjú lökk: Charmed, Fantasy og Sweet eru öll hluti af Sexy nagla-lakkalínunni.

YSL – Rose Splash, Rouge Wet, Fuchsia Rain og Orange DropSterkir litir frá Yves Sa-int Laurent sem setja punktinn yfir i-ið.

Page 47: 05 06 2015

Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Sími 533 2220 lindesign.is

Brúðkaupsgjö�nmýkist ár eftir árRúmföt frá 7.990 - 9.990 kr

Page 48: 05 06 2015

Helgin 5.-7. júní 201548 tíska

Lítið mál að tolla í tískunni á hjólinu Alexander Schepsky fer flestallar sínar ferðir á reiðhjóli. Hann er hrifinn af reiðhjólamenningunni á Íslandi sem er alltaf að aukast en segir að það sé algjör óþarfi að klæða sig í spandex-gallann fyrir styttri hjólaferðir innanbæjar. Fatahönnuðir séu vel með á nótunum og nú er hægt að finna fallegan fatnað sem hentar vel fyrir hjólreiðar.

A lexander Schepsky ólst upp í Þýskalandi þar sem hjól eru álitin fyrst og fremst

farartæki. „Þú átt ekki að þurfa að hjóla í spandexgalla þegar þú ert að koma þér milli staða, en það er vissulega þægilegra að hjóla í reið-hjólavænum fatnaði,“ segir Alex-ander. „Fatahönnuðir eru vel með á nótunum og taka þátt í reiðhjóla-menningunni með því að hanna sérstakan fatnað sem hentar vel fyrir hjólreiðar innanbæjar.“ Fyrir þremur árum ákvað Alexander því að opna verslun sem sameinar þetta tvennt, hjólreiðar og tísku. Í reið-hjólaverzluninni Berlín er því hægt að fá falleg borgarhjól og fatnað sem er smart og þægilegt að hjóla í.

Regnslá fyrir dömur og herraReiðhjólaverzlunin Berlín tók þátt í tískusýningu sem fór fram á KEX hostel á dögunum þar sem módel gengu tískupallinn í klassískum reiðhjólafatnaði. Þar var meðal annars að finna regnslá frá merk-inu Otto. „Regnsláin einkennist af fallegri suður-amerískri hönnun og er auk þess regnheld og með endurskini. Sláin hefur slegið í gegn í tískuheiminum í London og er nú fáanleg á Íslandi. Hægt er að tylla slánni á stýrið á hjólinu og þá myndast eins konar tjald svo vatnið rennur frá þér og á jörðina og hlífir þannig buxunum um leið,“ segir Alexander. Sláin kemur í einni stærð og er ætluð konum jafnt sem körlum. „Íslenskir karlmenn eru kannski ekki alveg tilbúnir fyrir slá

af þessu tagi, en það kemur að því,“ segir Alexander, en sjálfur notar hann slána oft þegar hann bregður sér á hjólið. Sláin er fáanleg í mis-munandi litum og einnig úr galla-efni sem er jafnframt regnhelt. Það er því fátt sem stendur í vegi fyrir því að tolla í tískunni á hjólinu í sum-ar, hvort sem það mun einkennast af sól eða rigningu.

Gói var meðal þeirra sem gekk tískupallinn á sér-stakri hjólreiða-tískusýningu sem fram fór á Kex hostel á dögunum.

Konur jafnt sem karlar taka sig vel út í regnslánni sem kemur í mörgum litum og tvenns konar efni, bómull og galla-efni. Efnið er svo klætt með vatnsheldu nylonefni.

Regnsláin frá Otto var meðal fatnaðar sem sýndur var á tískusýningu á KEX hostel á dögunum þar sem eingöngu var sýndur klassískur reiðhjólafatnaður.

Hjólreiðafatnaður þarf alls ekki að einkennast af eintómu spandexi eins og hér má sjá.

Gabor sérverslunFákafeni 9 S: 553-7060

www.gabor . i s - f a cebook . com/gaborse r ve r s lun

Opið mán-fös 11-18 , lau 11-16

Vorum að taka upp nýjar vörur!

Page 49: 05 06 2015
Page 50: 05 06 2015

50 heilsa Helgin 5.-7. júní 2015

3x15

Kolvetnaskert,próteinríkt og fitulaust

Hentar fyrir LKL mataræði

HVÍ

TA H

ÚSI

Ð /

SÍA

Njótum matarins samanE mbætti landlæknis, Hjarta-

vernd og Krabbameinsfélagið gáfu í vikunni út nýtt vegg-

spjald sem byggir á endurskoðuðum ráðleggingum landlæknisembætt-isins um rétt mataræði. Þar er lögð áhersla á mataræðið í heild sinni frekar en einstök næringarefni, og að fólk borði fjölbreyttan mat í hæfi-legu magni, hafi reglu á máltíðum og njóti þess að borða. Æskilegt er að velja fyrst og fremst matvæli sem eru

rík að næringarefnum frá náttúrunn-ar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir og linsur, feitan og magran fisk, olíur, fituminni mjólkuvörur og kjöt og vatn til drykkjar. Takmarka ber hins vegar neyslu á unnum mat-vörum sem innihalda oft mikið af mettaðri fitu, sykri eða salti. Og síð-ast en ekki síst þá er mikilvægt að við veitum matnum athygli og að við gefum okkur tíma til að njóta hans.

n Heilkorn minnst tvisvar á dag. Mælt er með neyslu á rúg, heilhveiti, gróf-möluðu spelti eða höfrum og að notað sé bygg, hýðishrís-grjón og heil-kornapasta í stað fínunninna vara.

n Fiskur tvisvar til þrisvar í viku, þar af einu sinni feitur fiskur á borð við lax, bleikju, lúðu eða makríl.

n Kjöt í hófi, sérstaklega rautt kjöt. Mikil neysla á rauðu kjöti, sér í lagi unnum kjötvörum, tengist auknum líkum á krabbameini í ristli og þyngdar-aukningu. Feitar kjötvörur innihalda einnig mikið af mettaðri fitu. Baunir eru prótein-ríkar og geta komið í stað kjöts.

n Tveir skammtar af fitulitlum og hreinum mjólkur-vörum á dag.

Page 51: 05 06 2015

heilsa 51Helgin 5.-7. júní 2015

Leiðarvísir Frutin®Fæða sem getur valdið brjóstsviða

Sítrusávextir Appelsínur, greipaldin og ávaxta­safar eru mjög súrir, sérstaklega þegar neytt er á tóman maga.

TómatarEins saklausir og þeir líta út fyrir að vera með sínum meinhollu næringar efnum, eins og lýkópen, þá eru tómatar afar súrir og fara misvel í maga.

SúkkulaðiAuðvitað, það getur verið hlaðið koffeini og fitu, en súkkulaði getur líka valdið brjóstsviða. Súkkulaði slakar nefnilega á hringvöðva vélindans þannig að það eykur líkur á brjóstsviða. Spurning um að pakka bara saman öllu súkkulaðinu sem þú átt og gefa það.

Kaffi Kaffi, gos, te, íste, annar vökvi eða matur sem inniheldur koffein ætti að varast því það getur valdið brjóstsviða. Hér skiptir máli að passa skammtastærðirnar og huga að koffeinmagninu sem innbyrt er.

Sterkur maturChili, pipar, mexikóskur matur, eða annar sterkur og kryddaður matur getur valdið brjóstsviða.

Þessi leið er því bæði náttúruleg og snjöll til að berjast við hækkandi sýru stig í maganum án þess að nota lyfseðils skyld lyf.

Frutin fæst í næsta apóteki, heilsuverslunum og einnig í heilsuhillum stórmarkaðanna.

Frutin eru náttúrulegar tyggitöflur sem eru framleiddar af einkavarinni að ferð við að nýta trefjar sem gera það að verkum að þegar þær eru tyggðar myndast róandi, froðu kennt lag í efri hluta magans.

Kolsýrðir drykkir Gos og aðrir kolsýrðir drykkir geta valdið uppþembu sem orsakast af auknum þrýstingi á hringvöðva vélindans og það getur leitt til brjóstsviða. Er ekki bara best að sýna skynsemi og forðast gosdrykkina.

Hnetur, ostur, lárpera og djúsí steikEiga það sameiginlegt að vera feitur matur. Fita hægir á tæmingu magans sem getur aukið þrýsting á hringvöðva vélindans og valdið brjóstsviða.

AlkóhólVín, bjór eða eftir lætis kokteillinn þinn geta valdið brjóst­sviða, sérstaklega þegar neytt er með stórri máltíð. Alkóhól slakar á hringvöðva vél indans og því ná maga sýrurnar að flæða upp í vélindað.

Hvítlaukur og laukur Sumt fólk sem fær gjarnan uppþembu eða brjóstsviða þarf oft að varast lauk og hvítlauk.

Frutin® getur í alvörunni hjálpað þér að neyta þess arar dásamlegu fæðu án þess að eiga á hættu að fá óþægindi eftir máltíðina.

IceCare ehf • Ármúli 8 • Sími 581 1090 • [email protected] • www.icecare.is

KexReið í þriðja sinn á laugardagK exReið, hjólreiðakeppni Kex Hostel og Kría

Cycles, verður haldin í þriðja sinn á laugar-daginn.

KexReið fer fram í Skuggahverfinu um braut sem liggur um Skúlagötu og Hverfisgötu og er um 1.5 kíló-metrar. Samtals verða hjólaðir þrjátíu kílómetrar og verða keppendur ræstir út klukkan 16 við almennings-garð Kex Hostel sem flestir þekkja nú sem Vitagarð.

Skráning í keppnina fer fram á Hjólamót.is og kost-ar 3.500 krónur að taka þátt. Aðeins komast hundrað að og skráning er opin til hádegis í dag, föstudag. Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í kvenna- og karlaflokki.

Á meðan keppninni stendur verður skífum þeytt við Hverfisgötu 12 veitingastað og Mikkeller & Fri-ends Reykjavík bjóða gestum og gangandi Mikkeller Running Club Pale Ale.

n Mjúk og holl fita á borð við jurta-olíu og avókadó.

n Minna salt. Stærstur hluti salts í fæðu, eða um þrír fjórðu, kemur úr tilbúnum matvælum, svo sem unnum kjötvörum, brauði, ostum, pakkasúpum og -sósum, tilbúnum réttum og skyndibitum.

n Minni sykur. Neysla á sykur-ríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum. Mikil neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum getur auk þess aukið líkur á sykur-sýki af tegund 2.

n D-vítamín.Til þess að stuðla að góðum D-vítamínhag yfir vetrar-mánuðina er nauðsynlegt að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöflur.

Page 52: 05 06 2015

52 matur & vín Helgin 5.-7. júní 2015

DrainLine niðurfallsrennur

Tilboð

66.900

Hitastýrð sturtu blöndunar-tæki með höfuð- og handúðara með nuddi.

Háþrýstidælur, ryk- og vatnssugur- á sumartilboði

C130.1-6 X-tra háþrýstidæla

Fyrir þá sem vilja aðeins öflugri háþrýstidælu.

Vnr. 128470251

C120.6-6 háþrýstidælaHandhæg og nett

háþrýstidæla, fyrir öll minni verk.

Vnr. 128470359

E140.3-9 X-tra háþrýstidælaÖflug dæla fyrir þá

kröfuhörðu. Á húsið, bílinn og stéttina.

Vnr. 128470505

P150.2-10 X-tra háþrýstidæla Þessi er kraftmikil og

hentar fyrir minni fyrirtæki, bændur, stóra

bíla, vinnuvélar o.fl.

Vnr. 128470132

Buddy II 12Lítil og nett

ryk- og vatnssuga

Vnr. 18451119

Buddy II 18Öflug ryk- og

vatnssuga. 18 lítra tankur.

Vnr. 18451134

Buddy II 12

Tilboð frá 10.875kr.

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Rekstrarvörur- vinna með þér

Rekstrarvörur– fyrir þig og þinn vinnustað

„Við ætlum að prufukeyra um helgina og opna staðinn í næstu viku,“ segir Loftur H. Loftsson, rekstrarstjóri Bjórgarðsins, sem opnaður verður í næstu viku á Fosshótel við Höfðatorg.

Í Bjórgarðinum verður mesta úrval bjórs á krana á landinu, alls 22 tegundir. Þar af eru tveir nítró-kranar. Auk þess verður afar fjölbreytt úrval af bjór í flöskum.

Úrvalið verður síbreytilegt en meðal áhugaverðra bjóra á krana í Bjórgarðinum fyrsta kastið verður Blushing Monk frá Fo-unders, Jack Hammer frá Brew-dog og By Udder Means frá To

Öl. Mesta athygli vekja þó tveir bjórar frá sænska brugghúsinu Omnipollo, annars vegar Leon en ekki síður hinn kunni Ne-buchadnezzar sem er IPA-bjór. Bjórar frá Omnipollo hafa ekki áður fengist á krana á Íslandi.

Hægt er að kynna sér úrvalið á staðnum á heimasíðunni bjorg-ardurinn.is og þar verður líka til-kynnt hvenær staðurinn verður opnaður.

Bjórgarðurinn opnar í næstu viku

Loftur H. Loftsson er hæstánægð-ur með stærstu bjórdælu landsins,

22 krana, sem tekin verður í gagnið á Bjórgarðinum í næstu

viku. Ljósmynd/Hari

Bjór Freki nr. 33 er Fyrsti íslenski villigerjaði Bjórinn

Svara kröfum um fjölbreyttari bjóra og sérstakari stílaValgeir Valgeirsson og Árni Long í Borg brugghúsi hafa bruggað fyrsta íslenska bjórinn sem er að öllu leyti gerjaður með villigeri. Hann kallast Freki og er kominn í Vínbúðirnar. Valgeir segir að bjórmenningin hér litist af því sem er að gerast í Bandaríkjunum.

v ið erum ánægðir með útkomuna og þetta lofar góðu upp á fram-

haldið,“ segir Valgeir Valgeirs-son, bruggmeistari í Borg brugghúsi.

Valgeir og félagar voru að senda frá sér annan sumarbjór ársins og kallast hann Freki nr. 33. Um er

að ræða einstakan bjór í ís-lenskri bjórsögu því Freki er að öllu leyti gerjaður með villi-geri - nánar tiltekið gernum brettanomyces, eða brett. Gerinn er eftirsóttur meðal bjóráhugamanna um þessar mundir en hann gefur frá sér afgerandi karakter sem kannski má best lýsa sem „fönkí“. Fyrr á árinu

kynnti Borg fyrsta villi-gerjaða bjórinn til leiks, páskabjórinn Þorlák nr. 31, en hann var aðeins að hluta til gerjaður með brett, en að öðru leiti með saison-ölgeri. Að öðru leyti er Freki í bandarískum IPA stíl, þurrhuml-aður, ferskur og ríkur af ávaxtatónum.

Valgeir segir að villiger sé alla jafna óhefðbundið ger til að nota við ölgerð en njóti nú mikilla vinsælda úti í heimi. „Við fylgjum ákveðnum trendum utan

úr heimi. Bjórmenningin hér litast auðvitað af því sem er að gerast þar, og fyrst og fremst í Bandaríkjunum. Við reynum að svara kröf-um um meiri fjölbreytni og sérstakari stíla sem nú eru uppi.“

Eins og með aðra IPA-bjóra Borgar vísar nafnið í úlf. Freki var annar af úlfum Óðins og er um hann ritað í Snorra-Eddu. Úlf-arnir Freki og Geri fara um

heim allan og safna upplýsingum fyrir Óðinn og éta svo allan mat hans. Það gerir hinsvegar lítið til þar sem Óðinn lifði á miði.

Valgeir og Árni Long, bruggmeist-arar Borgar, segja að Freka sé best notið í sumar og sól. Þá eiga ostarnir að vera harðir; þroskaður gouda og parmigiano reggiano svo dæmi séu tekin. „Sjávarréttirnir mega gjarnan koma í skel; til dæmis humar, hörpu-skel og krabbi. Og salötin eiga að vera með ríkri edik dressingu,“ segja þeir félagar.

Valgeir Valgeirsson og Árni Long í Borg brugghúsi eru ánægðir með Freka nr. 33 sem kominn er í Vínbúðirnar. Ljósmynd/Hari

Page 53: 05 06 2015

Skemmtileg viðbót sem gerir grillsumarið bragðbetra.

Fullkomnaðu grillmáltíðinameð grillbrauðinu frá Wewalka

www.facebook.com/godgaeti

Hafa selt yfir milljón flöskur af ÓpalskotumUm þessar mundir eru 10 ár síðan Opal og Tópas vodkaskot komu fyrst á markað. Íslendingar tóku þessari nýjung í áfengisflórunni strax fagnandi og óhætt er að

segja að skotin hafi slegið í gegn. Bæði á skemmtistöðum en ekki síður á útihátíðum. Sam-kvæmt upplýsing-um frá Ölgerðinni hafa yfir 1,1 milljónir flaskna selst af Opal- og Tópasskotum á þessum áratug. Í tilefni af 10 ára

afmælinu hefur verið sett á

markað sérstök sumar útgáfa af Opalskot-unum. Það er Opal-skot með súr-epla-bragði. Varan sögð talsvert ferskari og sumarlegri en hin hefð-bundna lakkrísút-gáfa.

Page 54: 05 06 2015

Vigdís skorar á Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur hjá RÚV. ?

? 9 stig

10 stig

Vigdís Sigurðardóttir lögfræðingur.

1. FH.

2. Enrique Iglesias. 3. Eyjafjörð. 4. Bayern München.

5. Kenía.

6. Dunkin’ Donuts. 7. Bryndís Hlöðversdóttir. 8. Pass.

9. North West. 10. Pass.

11. Erla Hlynsdóttir. 12. Guðjón Valur Sigurðsson. 13. Fugl. 14. 1993.

15. 75 ára.

1. Völsungur.

2. Enrique Iglesias. 3. Eyjafjörð. 4. Wolfsburg. 5. Eþíópíu. 6. Dunkin’ Donuts. 7. Bryndís Hlöðversdóttir. 8. Eden Hazard.

9. Guðni.

10. Rafa Benitez. 11. Erla Hlynsdóttir. 12. Guðjón Valur Sigurðsson.

13. Maður.

14. 1988.

15. 130 ára.

Magnús Halldórsson blaðamaður á Kjarnanum.

54 heilabrot Helgin 5.-7. júní 2015

sudoku

sudoku fyrir lengra komna

GÆTNI HVÍLD BAKKIÖRK

HLJÓMAEIÐI HAMINGJA

SJÚK-DÓMUR

ÆTT

NÁÐHÚS

NÁLÆGT

KJAFTURFLOKKAÐ

GÓNA

TILBIÐJAÓNEFNDUR

TIL

SKORTUR

FRÁLAG

PIRRA

TVÍHLJÓÐI

LISTA-STEFNA

RÓTA

ÞRÁ

GNÓTT

NÆST-FYRSTUR

SKURÐURFEGURÐ

AÐFERÐSNÁFAPIPARFUGL

STÓLPI

VÖKVIRÖÐ ÞÍÐA

ÁFORM

ÓSVIKINN

AUSTUR-ÁLFA

KANNAGLINGUR

EITURLYF

FORMÓÐIR

BLAÐA

KATTAR-DÝR

ÁTT

DRYKKJAR-ÍLÁT

RJÁLA VIÐ

LÉLEGUR

TALA

BEISKUR

KLETTA-HYRNA

MÁLEINING

Í RÖÐ

SKILABOÐ

TÁGAR

FUGL

MENTA-STOFNUN

ÓSKA

SAMTÖK

MEGINLANGLOKA

MAK

NEITUN

TÓNN

TREGUR NEMANDI

MISSIR HELBERHEIÐUR

KAMBUR

FOLD

EFLA

BLAÐUR

TVEIR EINS

MERGÐ

ÞRÁÐUR

KK NAFN

MUNNI

HLUTI HANDAR

SVALL

ÞEKKJA LEIÐ

RÍKI

STÆLA

REGLUR

BORG

GALDRA-KVENDI

ÖRLÁTUR

TÍMA-EINING

DRYKKUR

SKÓLI

ÁLÍTA

SPÍRA

TRÚAR-LEIÐTOGI AUÐUR

ÁSAMTREIÐ-MAÐUR

244

2 9

7 9 4

4 7

6 8 1 9

3 2

9 8

8 5 3 6 4

1 5 6

4 3

3 2 4

9 2 5

7

5 8

5 4 1

7 6 3 2 4

8 7

9 5 6

6 4 7

Jesús sagði: „Einhver snart mig því ég fann að kraftur fór út frá mér.“ En er konan sá að hún fékk eigi dulist kom hún skjálf-andi...og skýrði frá því...hvers vegna hún snart hann og hvernig hún hefði jafn-skjótt læknast...

www.versdagsins.is

19. júní Föstudaginn 19. júní næstkomandi verða liðin 100 ár frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt hér á landi og kjörgengi til Alþingis.

Við viljum fagna þessum tímamó-tum og gefum út blað með Fréttatímanum og gera þessum gleðidegi og merka áfanga góð skil. Kastljósinu verður beint að þessum merkisatburði og stöðu kvenna í dag.

Ha�ð samband við auglýsingadeild Fréttatímans í

síma 531 3300 eða á [email protected]

ÆÐIS-LEGUR

META OF MIKILS O EINS

ÚRKOMA S NAGDÝR FUGL NUDDAST

FRAMI

AMBOÐ F O R F R Ö M U NO R F HÁLFAPI

KK NAFN L E M Ú R ÚKERALD Á M NÆÐA

ÓKYRR G U S T AB A R Ó N GRIPUR

KRAÐAK

ÖFUG RÖÐ Ö SSALLI

ÞRÁ-STAGAST D LAGAR

Í RÖÐ B Æ T I R GORT

GANGA M O N T

SKST.

AÐALS-MAÐUR

KAMBUR

A

S K U T U R HREINSI-EFNI

GEÐ-VONSKA

VÖNDULL Ó L U N D LEIKURAFTUR-STAFN

Ý L F U R RUSL

BRAK S K R A N LÍFFÆRI GNÆGÐ HGÓL

TALA

N I T SKÖMM

SKAÐA S M Á N GÚLPUR B U N G AHI Ð HÖFÐI

SAFNA S T A P I ÁRÍÐANDI

ÞRÁÐUR B R Ý N NHREYFING

N A S A RÆNA

ÍSKUR R U P L A STILLA

HINDRA R Ó AG TÚN

TEGUND A K U RBÓK-

STAFUR

VÍSILJÓS P Í ÓBEIT

RITLINGUR H A T AA G N A R

VELJA

UNG-DÓMUR V I N S A TVEIR EINS

ÞURRKA ÚT T TÖRÐU

AFL

R E K TÖFFARI

ÞJAPPAÐI G Æ IFORMÓÐIR

REIÐ-MAÐUR A M M A YFIRRÁÐA SKISSAÞ

H R A T STYKKI

ÁKÆRA S T K HULDU-MAÐUR Á L F U RBOTNFALL

ALMÆTTI

U Ð RISPAN

ÞÖGGUN R Á K I N UMGERÐ

HYSKI R A M M IGN JAFNINGUR

FLÝTIR S Ó S A SPENDÝR

BEKKUR A P I TÍMABILS

MISSIR Á R SD A U Ð A

HESTA-SJÚKDÓMUR

Í RÖÐ S P A T T SPIL

TVEIR EINS Á SBANA

SVEI

U S S RÓL K R E I K NABBI A R Ð AFR I S P A S T HRUKKA K I P R ASKRAPAST

HNUSA

my

nd

: P

ha

ra

oh

ho

un

d (

CC

By

-Sa

3.0

)

243

lausnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

krossgátan

1. Skotfélag Reykjavíkur, stofnað árið 1867 2. Enrique

Iglesias. 3. Eyjafjörð. 4. Wolfsburg. 5. Eþíópíu. 6. Dunkin’ Donuts. 7. Bryndís Hlöðversdóttir. 8. Eden

Hazard. 9. North West. 10. Rafa Benitez. 11. Erla

Hlynsdóttir. 12. Guðjón Valur Sigurðsson (Barcelona). 13. Fugl. 14. 1982. 15. 75 ára afmæli.

1. Hvert er elsta íþróttafélag landsins?2. Hvaða spænski tónlistarmaður slasaðist

í vikunni við að reyna að grípa dróna á flugi?

3. Við hvaða fjörð liggur Vaðlaheiði?4. Hvaða lið sigraði í þýsku bikarkeppninni

um síðustu helgi?5. Lagið Hjálpum þeim var gefið út árið

1985 til styrktar bágstöddum í Afríku vegna hungursneyðar. Alls söfnuðust 5 milljónir króna sem gefnar voru til reksturs barnaheimilis. Í hvaða landi var barnaheimilið?

6. Hvaða veitingastaður verður opnaður innan tíðar að Laugavegi 3?

7. Hvað heitir nýskipaður ríkissáttasemjari?8. Hver var kjörinn besti leikmaður ensku

úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á nýaf-staðinni leiktíð?

9. Kim Kardashian á nú von á sínu öðru barni. En hvað heitir frumburður hennar og Kanye West?

10. Hver mun stýra liði Real Madrid á næstu leiktíð?

11. Hvaða blaðamaður vann í vikunni sitt þriðja mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu?

12. Hvaða íslenski landsliðsmaður í hand-bolta varð Evrópumeistari með félags-liði sínu um helgina?

13. Hvernig dýr er lævirki?14. Hvaða ár var kvikmyndin Rokk í Reykja-

vík frumsýnd?15. Hvaða afmæli mun Tom Jones fagna á

Íslandi?

Spurningakeppni kynjanna

svör

Page 55: 05 06 2015

frá Lyon í Frakklandi þróuðu þessa gleraugnalínu sem þjónar þörfum trend- og tískumeðvitaðra,beggja vegna Atlantsála. Gleraugun hafa slegið í gegn í hönnunarbúðum austan hafs ogvestan, ekki síst í hinni trendsetjandi Colette í París sem og Selfridges og Conran í London.Sama er upp á teningnum hjá MoMA, verslun nýlistasafns New York borgar, þar segjastmenn ekki hafa undan að fylla hillurnar af þessari skemmtilegu vöru. Gleraugun fást ístyrkleikum +1 +1,5 +2 +2,5 og +3. Þau koma í klassískum og retró formtýpum og fást ífjölda glaðra lita, með silkimjúkri áferð. Þeim er pakkað í verklegt filthulstur sem síðan er ísnotri öskju og sanngjarnt verð þessara trendý gleraugna kemur skemmtilega á óvart.

SólglerauguÁ sólríkum sumardögum er notalegt að sitja utan dyra með kaffibolla eða annan góðan drykk,líta í blöðin, lesa bók eða sýsla við annað það sem krefst óskertrar sjónar. Því eru See Conceptlesgleraugun jafnframt til sem sólgleraugu í öllum sömu styrkleikum. Að sjálfsögðu fást líkavenjuleg sólgleraugu frá þessum ágætu drengjum.

UppfinningarverðlaunSem fyrr segir hófu 3 franskir námsmenn, þeir Xavier Aguera, Charles Brun og QuentinCouturier, að hanna eins konar loníettur fyrir foreldra sína til að nota þegar þeir fundu ekkigleraugun sín. Að námi loknu snéru þeir sér aftur að þessari hugmynd, svona með hálfum

huga og í einhverju bríaríi skröpuðu þeir saman fyrir 50 prótótýpum, sem þeir komu fyrir íbönkum og pósthúsum til að sjá hvernig þeim yrði tekið. Loníetturnar hreint út sagt slóu ígegn og færðu ungu mönnunum uppfinningarverðlaunin: Innover Entreprendre d‘ESCP-Europe sem hjálpaði þeim að fjármagna næsta þrep, fjöldaframleiðslu vörunnar. Eitt leiddiaf öðru og þessir athafnasömu menn byggðu á undraskömmum tíma upp fyrirtækið SeeConcept. Með flottri hönnun og skemmtilegu tvisti hafa þeir stýrt framleiðslu sinni beint inní vinsælustu hönnunarbúðir heims, jafnframt því sem þeir hafa unnið til frekari verðlauna.See Concept gleraugun fást í ÉgC í Hamraborg og Minju á Skólavörðustíg.

Skólavörðustíg 12

Sími 578 6090

www.minja.is

facebook: minja

V Ö N D U Ð N Ý J U N G Í L E S G L E R A U G U M

KR

AFTA

VER

K

Page 56: 05 06 2015

Föstudagur 5. júní Laugardagur 6. júní Sunnudagur

56 sjónvarp Helgin 5.-7. júní 2015

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

20.55 Apríl í molum Katie Holmes leikur April Burns, unga konu sem hefur ekki verið í nánum sam-skiptum við ættingja sína í langan tíma.

RÚV16.25 Ljósmóðirin (4:8) e.17.20 Vinabær Danna tígurs (18:40) 17.32 Litli prinsinn (17:18)17.54 Jessie (13:26) 18.15 Táknmálsfréttir18.25 Bækur og staðir e.18.30 Maðurinn og umhverfið (2:5) e.19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.30 Veðurfréttir19.35 Drekasvæðið (5:6) 20.05 Séra Brown (7:10) 20.55 Apríl í molum Katie Holmes leikur April Burns, unga konu sem hefur ekki verið í nánum samskiptum við ættingja sína í langan tíma. Þegar hún fréttir að móðir hennar er komin með krabbamein býður hún fjöl-skyldunni að snæða með sér Þakkargjörðarmáltíð. Meðal annarra leikara eru Oliver Platt og Patricia Clarkson. Leikstjórn: Peter Hedges.22.15 Smáþjóðaleikarnir - samantekt 22.30 Einkaspæjarinn (2:3) 00.00 Agora (Agora) e.02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Everybody Loves Raymond08:20 Dr. Phil09:00 The Talk09:45 Pepsi MAX tónlist13:35 Cheers (13:26)14:00 Dr. Phil14:40 Emily Owens M.D (1:13)15:30 Royal Pains (8:13)16:15 Once Upon a Time (12:22)17:00 Eureka (5:14)17:50 Dr. Phil18:30 The Talk19:10 Secret Street Crew (6:6)19:55 Parks & Recreation (19:22)20:15 Bachelor Pad (2:8)21:45 XIII (2:13)22:30 Sex & the City (17:18)22:55 Law & Order: SVU (9:24)23:40 The Affair (8:10)00:30 Law & Order (4:22)01:20 The Borgias (6:10)02:10 Lost Girl (5:13)03:00 XIII (2:13)03:45 Sex & the City (17:18)04:10 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:05 Edward Scissorhands12:50 Police Academy14:30 Ocean’s Thirteen 16:30 Edward Scissorhands18:15 Police Academy19:55 Ocean’s Thirteen22:00 Dom Hemingway23:35 Elephant White 01:10 Fire With Fire03:00 Dom Hemingway

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:05 The Middle (16/24) 08:30 Glee 5 (12/20) 09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors (22/175) 10:20 Last Man Standing (14/22) 10:45 Life’s Too Short (3/7) 11:20 Heimsókn 11:45 Save With Jamie (3/6) 12:35 Nágrannar 13:00 My Cousin Vinny 14:55 The Amazing Race (9/12) 15:40 Kalli kanína og félagar16:05 Batman16:30 Tommi og Jenni 16:50 Super Fun Night (14/17) 17:12 Bold and the Beautiful17:36 Nágrannar 18:01 Simpson-fjölskyldan18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:55 Ísland í dag.19:25 Impractical Jokers (10/15) 19:50 Poppsvar (2/7) 20:30 NCIS: New Orleans (22/23) 21:20 Hercules23:00 Drew Peterson: Untouchable00:20 Prosecuting Casey Anthony01:50 White House Down04:00 The Thing05:40 Fréttir og Ísland í dag

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:20 Bayern Munchen - Barcelona11:00 Real Madrid - Juventus12:45 Meistaradeild Evrópu - 13:10 Keflavík - KR15:10 Borgunarmörkin 201516:10 Breiðablik - Stjarnan17:55 Kiel - Lemgo Beint19:30 Ensku bikarmörkin 2015 20:00 Borgunarmörkin 201521:00 Goðsagnir - Gummi Ben21:50 Evrópudeildarmörkin22:40 Golden State - Cleveland: 00:30 UFC Now 201501:20 Kiel - Lemgo

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

15:35 Chelsea - Swansea17:20 Season Highlights 2014/201518:15 Man. City - Tottenham20:00 Borgunarmörkin 201521:00 Steingrímur Ólafsson21:25 Liverpool - AC Milan - 25.05.0522:00 Manstu22:45 Leicester - QPR00:25 Aston Villa - Burnley

SkjárSport 15:30 Bundesliga Highlights Show16:20 Wolfsburg - Bayern München18:10 Bayern München - Schalke20:00 Bundesliga Highlights Show20:50 Stuttgart - Bayern München22:40 Bundesliga Highlights Show

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 2 12:00 Bold and the Beautiful13:45 Britain’s Got Talent (7/18)14:50 Mr Selfridge (3/10) 15:40 Hið blómlega bú 3 (7/8) 16:15 Heimsókn (6/8) 16:45 ET Weekend (38/53) 17:30 Íslenski listinn18:00 Sjáðu (394/400) 18:30 Fréttir & Sportpakkinn 19:05 Lottó 19:10 Stelpurnar (12/12) 19:35 Get Low21:20 Kill Your Darlings Sagan gerist árið 1944 og fjallar um upphafs-ár Beat kynslóðarinnar í Banda-ríkjunum. Tvö ungskáld, leikin af Daniel Radcliffe og Ben Foster, flækjast í alræmt morðmál þegar æskuvinur annars er myrtur af manninum sem hann elskaði.23:05 The To Do List00:50 Seeking a Friend for the end of02:30 Killer Elite04:25 ET Weekend (38/53) 05:05 Stelpurnar (12/12) 05:30 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:10 Barcelona - Veszprém08:45 Demantamótaröðin - Róm10:45 Borgunarmörkin 201511:45 Goðsagnir - Gummi Ben 12:35 Kiel - Lemgo13:55 Formúla 1: Kanada - Æfing 315:00 Íslendingarnir í Nordsjællan15:20 Golden State - Cleveland: Leikur17:10 Evrópudeildarmörkin18:00 Juventus - Barcelona Bein20:50 Meistaradeildin - Meistaramörk21:30 Formúla 1 - Tímataka - Kanada22:50 Juventus - Barcelona00:50 Meistaradeildin - Meistaramörk01:30 Box - Cotto vs. Geale Beint

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:30 Preston - Swindon - Úrslit B-d.12:15 Premier League World 2014/ 12:45 QPR - Liverpool14:30 Hermann Hreiðarsson15:10 Man. Utd. - Arsenal 28.08.1115:45 Magnús Gylfason16:15 Man. Utd. - Barcelona - 25.11.9816:45 Manstu17:30 Keflavík - KR19:20 Borgunarmörkin 201520:20 Messan21:20 Arsenal - WBA23:05 Man. Utd. - Hull

SkjárSport 15:30 Bundesliga Highlights Show16:20 Stuttgart - Borussia Dortmund18:10 Borussia Dortmund - Schalke20:00/22:40 Bundesliga Highlights20:50 Hannover - Bayern München

RÚV07.00 Morgunstundin okkar (20:500)10.20 Enginn má við mörgum (2:5) e.10.50 Besta mataræði heims (1:2) e.11.35 Glastonbury 2013 e.12.35 Matador (10:24) (Matador) e.14.00 Á sömu torfu14.15 Sjómannslíf (Málmey SK-1) e.14.40 Sjómannslíf (Klakki SK-5) e.15.05 Sjómannslíf (Ingunn AK-150) e.15.30 Súðbyrðingur - saga báts e.16.30 Þeir allra sterkustu 17.15 Táknmálsfréttir17.27 Sebbi (26:40) (Zou)17.39 Ævintýri Berta og Árna (29:52) 17.44 Tillý og vinir (18:52) 17.55 Bækur og staðir e.18.00 Fréttir18.20 Veðurfréttir18.30 Svartfjallaland-Ísland Beint20.15 Öldin hennar (23:52) 20.20 Ferðastiklur (6:8) (Austfirðir II) 21.05 Ljósmóðirin (5:8) 22.00 Baráttan um þungavatnið (5:6) 22.45 Svört kol, þunnur ís 00.35 Návist (1:5) (Lightfields) e.01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist10:40 The Talk12:00 Dr. Phil14:00 Cheers (15:26)14:25 Hotel Hell (1:8)15:15 Læknirinn í eldhúsinu (1:8)15:40 The Biggest Loser17:20 My Kitchen Rules (8:10)18:05 Parks & Recreation (19:22)18:30 The Office (11:27)18:55 Top Gear (2:6)19:45 Gordon Ramsay Ultimate Home Cooking (12:20)20:15 Scorpion (21:22)21:00 Law & Order (18:23)21:45 American Odyssey (3:13)22:30 Penny Dreadful (6:8)23:15 The Walking Dead (6:16)00:05 Hawaii Five-0 (25:25)00:50 CSI: Cyber (11:13)01:35 Law & Order (18:23)02:20 American Odyssey (3:13)03:05 Penny Dreadful (6:8)03:50 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

12:15 The Oranges13:45 Free Willy: Escape From Pirate’s 15:25 Clear History17:05 The Oranges18:35 Free Willy: Escape From Pirate’s 20:20 Clear History22:00 Pacific Rim00:10 Giv’em Hell Malone01:45 The Awakening03:30 Pacific Rim

21.50 Völundarhús hjartans Bandarísk verðlaunamynd frá árinu 2010 með Nicole Kidman og Aron Eckhart.

19:50 Poppsvar (2/7) Nýr og stórskemmtilegur þáttur með Birni Jörundi. Þekkt tónlistarfólk frá völdum bæjarfélögum keppir sín á milli.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar (19:500)10.15 Heilabrot (5:8) e.10.45 Ferðastiklur (Austfirðir I) e.11.30 Útsvar e.12.25 Silkileiðin á 30 dögum e.13.15 Návígi (Páll Skúlason) e.13.55 Svellkaldar konur14.20 Ísland-Lúxemborg karfa kvk16.10 Drekasvæðið (5:6) e.16.40 Táknmálsfréttir16.50 Ísland-Svartfjallaland karfa kk18.30 Vinur í raun (4:6) e.18.54 Lottó (41)19.00 Fréttir19.20 Íþróttir19.35 Veðurfréttir19.40 Enginn má við mörgum (2:6) 20.15 Eyjan hennar Nim e.21.50 Völundarhús hjartans Banda-rísk verðlaunamynd frá árinu 2010. Nicole Kidman og Aron Eckhart leika hjón sem syrgja ungan son sem lést af slysförum. Þau leita sér hjálpar en takast á við sorgina á mismunandi hátt. Leikstjórn: John Cameron Mitchell. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.23.20 Hliðarspor (Sideways) e.01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist11:05 The Talk12:25 Dr. Phil13:45 Cheers (14:26)14:10 30 Rock (1:13)14:35 Parks & Recreation (1:22)15:00 The Voice 18:00 Psych (8:16)18:45 Scorpion (20:22)19:30 Red Band Society (13:13)20:15 Eureka (6:14)21:00 Lost Girl (6:13)21:50 Inside Man00:00 Fargo (3:10)00:50 Unforgettable (6:13)01:35 CSI (9:22)02:20 Eureka (6:14)03:10 Lost Girl (6:13)04:00 Crank05:30 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:25 One Direction Reaching for ...10:35 The Clique12:05 My Girl13:45 When the Game Stands Tall15:40 One Direction Reaching for ...16:50 The Clique 18:20 My Girl20:05 When the Game Stands Tall22:00 X-Men Origins: Wolverine23:50 36001:40 Red Dawn03:15 X-Men Origins: Wolverine

21:00 Law & Order (18:23) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksókn-ara í New York borg.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Gæðavörur sem gleðja og gagnastGæðavörur sem gleðja og gagnast

Ofnfat úr steyptu áli með umhverfisvænni keramik húðun úr náttúruefnum. Sterk húð, sem rispast ekki. Þolir háan hita. Góð handföng. Auðvelt að

þrífa að utan og innan. Líka í uppþvottavél.

Verð frá: 5.990,-

Ofnfat

Saltið og piparinn saman í einum stauk. Það fer bara eftir því í hvora áttina þú snýrð. Húsmæður með áratugareynslu hafa látið hafa eftir sér að

þetta sé hin fulkomna salt og piparkvörn.Til í ýmsum litum.

Verð: 4.490,-

Salt- og piparkvörn

Verð frá: 8.990,-

Emile Henry Tagine gefur eldamennskunni nýjar víddir, hvort sem er í kjöti, fiski, súpum eða

pottréttum. Emile Henry leirvörurnar hafa fyrir löngu síðan sannað sig á heimilum og veitingastöðum.

Hitaþolnar og hægt að setja í uppþvottavél.

Tagine

Þessi tappatogari er til í mörgum litum og er sannkölluð

partýprýði.

Brabantia vörulínan er fjölbreytt og er markmiðið alltaf til

hagræðingar fyrir heimilin.

Verð: 1.250,-

Þessi tappatogari er til í Þessi tappatogari er til í mörgum litum og er sannkölluð mörgum litum og er sannkölluð

Brabantia vörulínan er fjölbreytt Brabantia vörulínan er fjölbreytt og er markmiðið alltaf til og er markmiðið alltaf til

hagræðingar fyrir heimilin. hagræðingar fyrir heimilin.

Tappatogari

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800Umboðsmenn Um allt land

21:45 XIII (2:13) Hörku-spennandi þættir byggðir á samnefndum mynda-sögum

19:05 Hið blómlega bú 3 (8/8) Árni Ólafur kokkur og örbóndi í Árdal í Borgarfirðinum er mættur á ný í vandaðri og fróðlegri þáttaröð.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Page 57: 05 06 2015

Það eru allir með myndavél í vasanum í dag, eða svona næstum því. Krakki að gera eitthvað sætt. Beint á Facebook, Instagram, Snapchat, Vine og hvað þetta nú allt heitir og matarmynd-irnar eru sérkafli út af fyrir sig. Ef það er eitt-hvað gott, ja eða vont, í matinn er myndin kom-in á Facebook á núll einni. Allt gott og vel en passa bara að það nennir enginn að sjá of mikið af annarra manna börnum. Ekki vandalausir í það minnsta.

Youtube byrjaði líka svona. Fólk að hlaða myndum af sjálfu sér upp á intervefinn. Fyrsta vídeóið þangað er alveg stjarnfræðilega glatað myndband af meðstofnanda síðunnar fyrir framan fíla í dýragarði. Árið 2005 – já, pælið í því, Youtube er ekki eldra en það, ekki einu

sinni búið að ferma. Það þróaðist svo smám saman í þann allsnægta suðupott sem það er í dag. Ef það er ekki á Youtube er það ekki til. Þannig er það nú bara. Við sem samfélag erum orðin svo háð þessari veitu að ef í það minnsta klippa finnst ekki þar er voðinn vís. Þannig er það í það minnsta kosti með mig. Ég fæ beinlínis kvíðahnút í magann ef eitthvað sem ég leita að, hvort sem það er tónlistarmyndband eða sjónvarpsgrín, finnst ekki. Eins og einhver nákominn sé hreinlega að bregðast mér. Ef það svo birtist svartur skjár sem segir mér að ég sé ekki á réttu markaðssvæði til að sjá innihaldið á einhverju, sem þó er þarna inni, þá gubba ég smá upp í mig af vanlíðan. Gjaldeyrishöft, verð-bólga, fjárkúganir gagnvart forsætisráðherra

og annar tittlingaskítur. Mér er slétt sama en ef Youtube bregst mér. Er tími til kominn að arka niður á Alþingi og krefjast réttlætis?

Haraldur Jónasson4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 212:00 Nágrannar13:40 Weird Loners (1/6) 14:05 Poppsvar (2/7) 14:40 Matargleði Evu (12/12) 15:05 Sælkeraheimsreisa um Reykjavík15:30 Lífsstíll (3/5) 15:55 Neyðarlínan (4/7) 16:25 60 mínútur (35/53) 18:30 Fréttir og Sportpakkinn 19:05 Hið blómlega bú 3 (8/8) 20:50 Britain’s Got Talent (8/9/18) Skemmtiþáttur fyrir alla fjöl-skylduna. Dómarar í keppninni eru Simon Cowell, David Walliams (Little Britain), Amanda Holden og Alesha Dixon.21:15 Mr Selfridge (4/10) 22:05 Shameless (2/12) 23:00 60 mínútur (36/53) 23:45 The Jinx: The Life And Deaths Of00:30 Daily Show: Global Edition01:00 Game Of Thrones (9/10) 01:55 Backstrom (12/13) 02:40 Rob Roy04:55 Mr Selfridge (4/10)

05:40 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 Keflavík - KR08:45 Borgunarmörkin 201509:45 Golden State - Cleveland: Leikur 111:30 Juventus - Barcelona13:30 Meistaradeildin - Meistaramörk14:00 Demantam. - Birmingham Bein16:05 Goðsagnir - Gummi Ben17:00 Shaqtin’ a Fool: Midseason17:30 Formúla 1 2015 - Kanada Beint19:30 Víkingur - FH Beint22:00 Pepsímörkin 201523:15 Open Court: New York Basketball00:00 Golden State - Cleveland: Leik. 2

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:25 Breiðablik - Stjarnan 11:10 Pepsímörkin 201512:35 Man. Utd. - Liverpool14:20 David James14:55 Man. Utd. - Liverpool - 14.03.0915:25 Steingrímur Ólafsson 15:50 Season Highlights 2014/201516:45 Liverpool - AC Milan - 25.05.0517:20 Manstu18:05 Premier League World 2014/ 18:35 Goals of the Season 2014/201519:30 Víkingur - FH Beint22:00 Pepsímörkin 201523:15 Liverpool - Swansea

SkjárSport 15:30 Bundesliga Highlights Show16:20 Werder Bremen - B.München18:10 B. München - B. Mönchengladbach20:00 Bundesliga Highlights Show20:50 B. Dortmund - Bayern München22:40 Bundesliga Highlights Show

7. júní

sjónvarp 57Helgin 5.-7. júní 2015

Youtube Ómissandi og má ekki bregðast

Á þúskjánum

Blár = c90/m59/y0/k0Gulur = c0/m20/y100/k0

Blár = c90/m59/y0/k0Gulur = c0/m20/y100/k0

Lifandi Laugardagur 6. júní ∙ flóamarkaður

∙ Skottsala

∙ frí andlitsmálun og litli róló

fjörður er á facebook!

Sumarvörurnar eru komnar – verlsanir fullar af nýjum sumarvörum – vertu smart í sumar

Sjáumst í firði

Firði

59 KR.

99 KR.

119 KR.

99 KR.

299 KR.

2 FYRIR 1

149 KR.

199 KR.

FEBRÚARTILBOÐ

249 KR.

Sími: 555 6210

Page 58: 05 06 2015

H ljómsveitin Ensími var stofnuð árið 1996 til að svala þorsta liðsmanna í tónlistarsköpun. Í upphafi var ekki

stefnan að gera eiginlega hljómsveit en eftir eðlilegan meðgöngutíma hljóðrituðu liðs-menn prufuupptökur af nokkrum lögum sem rötuðu í hendurnar á útgefendum sem vildu ólmir gefa efniviðinn út. Nú eru liðin tæp tuttugu ár síðan og fimmta plata sveitar-innar á leiðinni til landsins.

Franz Gunnarsson, gítarleikari sveitar-innar, segir tónlistina í ætt við fyrri plötur, en þó hafi einfaldleikinn fengið að ráða ferð-inni í þetta sinn. „Við erum búnir að dunda við þessa plötu í tvö ár, en þó með miklum hléum inn á milli,“ segir Franz. „Upphaflega átti ekkert að pæla í plötu en svo fóru lögin að hlaðast upp og á endanum var komið efni á nýja plötu,“ segir hann. „Grunnurinn er í ætt við það sem við höfum verið að gera undanfarin ár, en í þetta sinn leyfðum við einfaldleikanum að ráða ferðinni og leyfðum

TónlisT ný plaTa og úTgáfuTónleikar Hjá HljómsveiTinni ensími

Hættum aldrei en tökum stundum pásuRokksveitin Ensími gefur út sína fimmtu breiðskífu á næstu dögum. Platan sem nefnist Herðubreið var unnin í nokkrum lotum af liðs-mönnum sveitarinnar undir dyggri stjórn Hrafns Thoroddsen, forsprakka sveitarinnar. Franz Gunnarsson, gítar-leikari Ensími, sagði að vinnan hafi átt sér stað á undanförnum tveimur árum, en þó ekki í neinni atrennu. Í tilefni útgáfunnar ætlar Ensími að blása til útgáfutónleika 13. júní í Gamla bíói. Ekkert verður til sparað við framkvæmd tónleikanna og verða þetta sitjandi tónleikar.

lögunum að njóta sín aðeins meira,“ segir Franz. „Við vorum vanir því að hlaða aðeins í hljóð-heiminn á fyrri plötum svo það má segja að við höfum aðeins farið út fyrir þægindarammann í þetta sinn,“ segir hann.

Frumburður sveitarinnar,

Kafbátamúsík, leit dagsins ljós árið 1998 og hlaut einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda þrátt fyrir að sveitin hefði aldrei komið fram opinberlega og því ekkert þekkt. Síðan hafa komið út þrjár plötur og sú síðasta, Gælu-dýr, kom út árið 2010. „Ensími

er að verða tuttugu ára gömul og ætli þetta sé ekki bara eins og gott vín, eldist vel,“ segir Franz. „Útgáfutónleikarnir verða í Gamla bíói 13. júní og við hlökkum til að spila þetta stöff í bland við eldri lög,“ segir hann, en Ensími hefur alltaf verið spör á tónleikahald

og því sjaldséð á sviði. „Ensími hættir aldrei en við höfum tekið löng frí,“ segir Franz.

Miðasala á útgáfutónleika Ens-ími er á www.tix.is

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Ensími sendir frá sér sína fimmtu plötu á næstu dögum. Ljósmynd/Birta Rán Björgvins-dóttir

58 menning Helgin 5.-7. júní 2015

18. – 21. JÚNÍ ¬ 2015 Í HÖRPU

IMITATION

Reykjavík Midsummer

Music

LISTRÆNN STJÓRNANDI

Víkingur Heiðar Ólafsson

www.reykjavikmidsummermusic.com

„Absolutely unmissable“REYKJAVÍK GRAPEVINE

„Glæsileg kammertónlistarveisla“

FRÉTTABLAÐIÐ

VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON SAYAKA SHOJI

„Kammermúsík á heimsmælikvarða“VÍÐSJÁ

„Einn af hápunktum tónlistarársins“FRÉTTATÍMINN

HG

M@

A3.

IS

Page 59: 05 06 2015

SKUGGADRENGUR EFTIR CARL-JOHAN VALLGREN

„Leggið nafnið á minnið. Danny Katz. Hann er stórkostleg spennu- sagnahetja ... Vallgren leggur rækt við minnstu smáatriði og spennan eykst með hverri blaðsíðu.“ – EKSTRA BLADET

Sumarið 1970 hverfur lítill drengur á lestarstöð í Stokkhólmi. Ókunn kona leiðir hann í burtu og hann sést ekki framar. Áratugum síðar hverfur bróðir drengsins, Jóel Klingberg, á fullorðinsaldri. Eiginkona Jóels leitar aðstoðar hjá gömlum skólabróður hans, Danny Katz, sem er tungumálasnillingur með vafasama fortíð.

Fljótlega kemur í ljós að hin valdamikla Klingberg-fjölskylda á sér mörg leyndarmál. Og þegar reynt er að bendla Danny Katz við morð breytist rannsókn hans í baráttu fyrir eigin lífi.

Skuggadrengurinn er saga um myrka kima mannssálarinnar, veröld þar sem dauðinn táknar ekki endilega endalokin.

„Leggisagna

eyks

Sumarhann íJóel Kliskólab

★★★★★– EKSTRA BLADET

„… óvenju vel skrifuð,

tungumálið brýtur

markvisst upp staðlaða

bókmenntategund.“

SVENSKA DAGBLADET endilega eSKA DAGB

„Þú leggur þessaekki frá þér!“AFTONBLADET

Carl-Johan Vallgren er þekktur sænskur verðlauna- höfundur og tónlistarmaður. Árið 2002 hlaut hann Augustpriset, ein virtustu bókmenntaverðlaun Svía, fyrir bestu skáldsögu ársins, Den vidunderliga kärlekens historia. Bækur hans hafa komið út í 25 löndum.

Page 60: 05 06 2015

MEXICO, GUATEMALA & BELIZE

Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA

4. - 19. OKTÓBER

Verð kr. 568.320.-

Innifalið í verði: Flug, hótel, allar ferðir, skattar og íslenskur fararstjóri

Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída, gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo álúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið.

14. maí - 20. júní / 14 May-20 June 2015

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885

[email protected] www.tveirhrafnar.is

Opið/OpenFim-fös;12-17/Thu-Fri; 12pm-5pm

Lau;13-16/Sat; 1pm-4pmog eftir samkomulagi/and by appointment

Hulda Hákon„björg, sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar”“cliffs, sunshine, heroes, sky, sea and birds”

Sýningin er hluti af dagskrá 29. Listahátíðar í Reykjavík 2015.

Aðrir tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir miðvikudaginn 10. júní klukkan 20 í Norræna húsinu. Finnsku tónlistarmennirnir Marko Ylönen sellóleikari og Martti Rautio píanóleikara koma fram á tónleikunum, en þeir eru í fremstu röð finnskra hljóðfæraleikara í dag.

Tónverkin sem þeir flytja eru samin rétt fyrir og um fyrri heim-styrjöld, eða frá árunum 1912-1915, og eru eftir tónskáldin Sibelius, Prokofief, Kodaly, Jana-cek, Webern og Debussy. Marko Ylönen, sem starfar sem prófessor við Síbelíus Akademíuna, verður staddur hér á landi dagana 9.-18. júní þar sem hann verður einn af gestakennurum Alþjóðlegu tón-listarakademíunnar í Hörpu og eru tónleikarnir haldnir í samstarfi við hana. Martti Rautio, sem starfar einnig við Síbelíusar Akademíuna sem fyrirlesari í kammertónlist, heldur yfir 50 tónleika á hverju ári um allan heim. Þeir hafa starfað

mikið saman undanfarin ár og gefið út hljómdiska með fjölbreytri tónlist fyrir selló og píanó.

Aðgangseyrir á tónleikana er 2000 krónur en 1000 krónur fyrir eldri borgara, öryrkja og félags-menn FÍT – klassískrar deildar FÍH. -hf

Ungu leikararnir Arnór Björns-son og Óli Gunnar Gunnarsson,

sem getið hafa sér gott orð fyrir leikritið Unglinginn í Gafl-

araleikhúsinu, eru á leið til Kína í sumar. Þeir kynntu verk

sitt í kínverska sendiráðinu í vikunni. Ljósmynd/Hari

Listir ÍsLendingar á ListahátÍð Í tianjin Í fyrsta sinn

Íslensk ungmenni til Kína í sumarÍ slensk ungmenni munu

taka þátt í alþjóðlegri listahátíð æskufólks

í Tianjin borg í Kína í júlí. Alls fara sex ungmenni á há-tíðina og er ferðin skipulögð af Kínversk-íslenska menn-ingarfélaginu í samstarfi við Kínversku vináttusamtökin. Hátíðin er haldin á nokkurra ára fresti en þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar eiga fulltrúa á henni.

Tveir hópar ungmenna fara fyrir Íslands hönd. Annars vegar er það Trío Borealis sem er skipað Lilju Cardew, Laufey Lin og Júníu Lin Jóns-dætrum. Þær hafa starfað saman sem tríó í tæp tvö ár. Hins vegar eru það ungir leik-arar úr Gaflaraleikhúsinu sem flytja verkið Unglinginn. Flytj-endur verksins eru þeir Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunn-arsson og Ásgrímur Gunnars-son sem er tæknimaður.

Í vikunni bauð Zhang Wei-dong, sendiherra Kína á Ís-landi, til móttöku í kínverska sendiráðinu þar sem ung-mennin kynntu framlag sitt á hátíðinni við góðar undir-tektir.

Martti Rautio kemur fram í Norræna húsinu í næstu viku.

tónLeikar kLassÍk Í Vatsmýrinni

Finnskir snill-ingar í heimsókn

Efstiás 22 í SvínadalHVALFJARÐARSVEIT

Fallegt sumarhús við Eyrarvatn Hvalfjarðarsveit, 45 mín akstur frá Höfuðborgarsvæðinu. 7,300 fm endaleigulóð í suðurhlíð. Steypt plata, hitaveita, sólskáli og heitur pottur. Öryggishlið. Fjölskylduvænn staður.

STÆRÐ: 85 fmSUMARHÚS HERB: 5

23.900.000

Heyrumst

Jóhanna Gústavsdóttir Sölufulltrúi

698 9470 [email protected]

Heyrumst

Þórunn Gísladóttir Löggiltur fasteignasali

510 7900 [email protected]

60 menning Helgin 5.-7. júní 2015

Page 61: 05 06 2015

* Fr

í upp

setn

ing

mið

ast v

ið u

ppse

tnin

gu á

höf

uðbo

rgar

svæ

ðinu

- M

eð fy

rirva

ra u

m p

rent

villu

r og

upps

elda

r vör

ur.

Opnunartími: mánudaga - föstudaga 900 til 1800 laugardaga 1100 til 1600

555 3888Bæjarhrauni 26 220 Hafnarfirði

GraníthöllinLegsteinar

Gerðu leiðið fallegt í sumar

G i l d i r a f ö l l u m l e g s t e i n u m

Aðeins í takmarkaðan tíma

Allt innifalið!

Hér hvílir

Rósa Margrét Jónsdóttirf. 10. 2. 1924 d. 21. 3. 2013

Minning þín er ljós í lífi okkar

Minning þín er ljós í lífi okkar

f. 10. 2. 1924 d. 21. 3. 2013Rósa Margrét Jónsdóttir

f. 17. 4. 1922 d. 29. 9. 2013Jón Magnús Jónsson

Hér hvílir

Minning þín er ljós í lífi okkar

f. 10. 2. 1924 d. 21. 3. 2012

Rósa Margrét JónsdóttirHér hvílir

Page 62: 05 06 2015

Billy Elliot (Stóra sviðið)Fös 5/6 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00Lau 6/6 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00Sun 7/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega

Kenneth Máni (Litla sviðið)Lau 6/6 kl. 20:00Síðasta sýning

Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl.

Laugardagurinn 6.júní kl.17Alþjóðlegi tangóhópurinn leikur verk eftir Piazzolla, Sutar, Ravel og fleiri.Guido Bäumer saxófónn, Aladár Rácz píanó, Hávarður Tryggvason kontrabassi og Krzysztof Olczak harmónikka og útsetningar.Almennt miðaverð 2000 krónur, 1000 krónur fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. Miðasala á midi.is

Veitingastofurnar opnar alla daga frá kl. 11 – 17.Aðstaða fyrir fundi og móttökur af ýmsum stærðum.Nánari upplýsingar í síma 511 1904 eða á [email protected]

H inn heimsfrægi hugsjóna-maður og mannvinur Patch Adams kemur nú í annað

sinn til landsins á vegum Hugarafls. Adams er heimsfrægur heimilis-læknir sem hefur farið mjög óhefð-bundar leiðir í starfi sínu. Árið 1998 var gerð kvikmynd byggð á ævi hans og fór Robin Williams á kostum í hlutverki heimilislæknisins. Adams veiktist sjálfur af alvarlegu þunglyndi sem ungur maður og lagðist inn á geðsjúkrahús. Hann hafði ákveðið að enda sitt líf en fékk einhverskonar vitrun og ákvað að nota krafta sína í að stuðla að jákvæðni og leggja sitt á vogarskálarnar til að minnka ofbeldi í heiminum. Adams notar persónu-lega nálgun, umhyggju og samtal í meðferðum sínum.

Að loknu námi stofnaði Adams „Gezundheit“ þar sem allir geta komið og leitað ókeypis læknisþjón-ustu. Adams er iðinn við að breiða út boðskap sinn um allan heim og byggir hann á svokölluðum „trúða-

leiðöngrum“ sem draga það besta fram í manneskjunni, kalla fram gleðina og hamingjuna ásamt því að lina þjáningu og stöðva ofbeldi. Þann 14. júní verður fyrirlestur með Patch Adams í Háskólabíói klukkan 19.30 undir yfirskriftinni „Medecine, joy and humor“. Íslenskir listamenn taka á móti gestum með glensi og gleði og Patch Adams bandið leikur ljúfa djasstónlist.

Hugarafl á í samstarfi við Eddu Björgvins og Sólheima um kom-andi ævintýri með Patch Adams og konu hans Susan Parenti. Susan er gjörningalistamaður og haldnar verða tvær listrænar uppákomur með henni og tveimur leikurum frá Bandaríkjunum, í Listaháskóla Ís-lands þann 10. júní klukkan 20 og á Sólheimum í Grímsnesi. Nánari upplýsingar má nálgast á midi.is og á heimasíðu Hugarafls.

Unnið í samstarfi við

Hugarafl

Patch Adams vænt-anlegur til landsins

K arlakór Akureyrar–Geysir, Bogomil Font og hljóm-sveit, sameinast á tónleik-

um í Hamraborg í Hofi, föstudag-inn 5. júní, klukkan 20. Sérstakur gestur er Óskar Pétursson. Yfir-skriftin er öðruvísi, enda tónleik-arnir ólíkir öllu því sem kórinn hefur hingað til gert.

Tónleikarnir eru tileinkaðir sjómönnum og sjómennsku og því haldnir helgina sem ber upp á sjálfan sjómannadaginn. Þarna

feta félagar í Geysi alveg nýjar slóðir. Kórinn flytur karlakórslög í nýjum búningi og popp og rokk í karlakórsbúningi. Lög með Bogo-mil Font, Bubba Morthens, Rod Stewart, Hauki Morthens, Ólafi Þórarinssyni. Svo koma við sögu Davíð Stefánsson, Páll Ísólfsson, Áskell Jónsson, Sigfús Halldórs-son og fleiri.

Hjörleifur Örn Jónsson er stjórnandi kórsins. Hann hefur útsett flest laganna fyrir kórinn

á þessum tónleikum. Bogomil Font mætir í Hof í sínu besta formi og hljómsveitin hans er skipuð tónlistarmönnunum, Ómari Guðjónssyni, Kjartani Valdimarssyni, Helga Svavari Helgasyni, og Valdimar Kol-beini Sigurjónssyni. Ekki er vit-að hvort Óskar Pétursson hefur verið til sjós, en hann syngur eins og engill.

Miðasala er á www.menningar-hus.is -hf

Bogomil og karlakór í Hofi

Havartí er einn þekktasti ostur Dana en hér á landi hófst framleiðsla á honum á Höfn í Hornarfirði árið 1987. Ostinum var upphaflega gefið nafnið Jöklaostur en því var breytt. Havartí varð til um miðja 19. öld hjá hinni frægu dönsku ostagerðarkonu, Hanne Nielsen. Havartí er mildur, ljúfur og eilítið smjörkenndur ostur sem verður skarpari með aldrinum og er með vott af heslihnetubragði. Frábær ostur með fordrykknum eða á desertbakka með mjúkum döðlum og eplum.

HAVARTÍFJÖLHÆFUR

www.odalsostar.is

62 menning Helgin 5.-7. júní 2015

Page 63: 05 06 2015

Gerðu kjarakaup á húsgögnumfrá Tekk Company og Habitat

40-80% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM VÖRUM

LAGERSALANKAUPTÚNI 3 - GARÐABÆ – VIÐ HLIÐINA Á TEKK COMPANY OG HABITATSÍMI 861 7541

OPIÐ FÖSTUDAG KL. 13-18

LAUGARDAG KL. 11-18SUNNUDAG KL. 13-18

Page 64: 05 06 2015

Í takt við tÍmann HrafnHildur agnarsdóttir

Býður stórfjölskyldunni í mat einu sinni í vikuHrafnhildur Agnarsdóttir er 22 ára Vesturbæingur sem ver mark kvennaliðs KR í fótbolta. Hún er auk þess að læra líffræði í Háskóla Ís-lands og var nýlega í námi á fótboltastyrk á Long Island í New York. Hún er alltaf í Converse-skóm og með sólgleraugu.

StaðalbúnaðurÉg hef ekki neinn einn ákveðinn fata-smekk, ég get verið sjö mismunandi týpur yfir eina viku. Ég fer þó oftast ekki út án þess að vera í leðurjakka og Converse-skóm. Svo er ég alltaf með sólgleraugu, alveg sama hvort það er sól eða snjókoma úti. Annars pæli ég ekki mjög mikið í tísku, ég mætti kannski gera meira af því. Mér finnst líka bæði erfitt og dýrt að versla á Ís-landi.

HugbúnaðurÉg kíki stundum í bjór á Kaffi Vest og mér finnst ekkert leiðinlegt að kíkja í bæinn um helgar. Þá fer ég til dæmis á American Bar. Í bænum er klassískt að fá sér G&T. Þegar ég á lausan tíma kíki ég stundum á bókasöfn og les og svo horfi ég á Seinfeld. Ég held að ég sé að horfa á þá í 17. skipti og þeir koma mér alltaf í gott skap.

VélbúnaðurÉg er algjör símafíkill. Ég er með iPhone 5 og hann er fastur við höndina

á mér allan daginn. Twitter (@hreffie) og Snapchat eru undantekningalaust opin og ég kíki líka af og til á Instagram og Facebook. Ég er bæði mjög dugleg að tjá mig á samfélagsmiðlunum, oft mjög heimskulega, og fylgist vel með öðru fólki líka.

AukabúnaðurÉg fer eiginlega aldrei út að borða, ég kýs miklu frekar að elda sjálf. Ég elda allt milli himins og jarðar, til dæmis lasagna, en ég reyni að hafa þetta fjöl-breytt og frá öllum heimshornum enda finnst mér gaman að elda. Ég býð alltaf stórfjölskyldunni í mat einu sinni í viku, það er mikilvægt að halda fjölskyldunni og fá alla í heimsókn. Ég tók bílpróf í vikunni, svolítið seint – ég veit – þannig að ég verð væntanlega á bíl hér eftir. En annars finnst mér mjög fínt að rölta þegar veðrið er gott. Uppáhaldsstaður-inn minn er New York, ég er alveg ást-fangin af þeirri borg eftir að hafa verið í námi þar í eitt og hálft ár.

Ljós

myn

d/H

ari

Út er komin fyrsti titillinn í endurútáfum sem Sena stendur fyrir á sígildum íslenskum plötum á vínyl. Það er fyrsta plata Stuð-manna, Sumar á Sýrlandi sem er fyrst í röðinni og er það í tilefni af því að í ár eru 40 ár frá útgáfu þessarar sígildu plötu. Einnig er útgáfan vel tímasett í ljósi þess að hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, fagnar afmælinu með þrennum tónleikum í Hörpu um helgina. Fleiri titlar eru fyrir-hugaðir í þessari vínyl útgáfu Senu og næst í röðinni verður það fyrsta plata Megasar sem kemur á glænýjan vínyl. Hugmyndin er sú að endurútgefa fleiri sígilda titla á næstunni, eins og Lifun Trúbrots og Á bleikum náttkjólum Megasar og Spilverks þjóðanna og munu plöturnar verða gefnar út í upp-haflegum umslögum með tilheyr-andi textablöðum. Mikil aukning

er á sölu á vínylplötum um allan heim og allir nýir titlar koma út á vínyl um þessar mundir. Margar af þessum gömlu plötum er erfitt að nálgast og ættu því tónlistar-áhugamenn um allt land að fagna þessari útgáfu Senu og fróðlegt verður að sjá hvaða titlar munu koma í verslanir á næstu miss-erum. -hf

Gamlir titlar á nýju plasti

2015 POSTER/DURATRAN IMAGE CHOICESImagery expires December 31, 2015

UNITED STATES OR INTERNATIONAL

VW IMAGE 5Styles featured: Nolita

*Vera Wang Salon- Available atselect locatons.

VW IMAGE 5Styles featured: Inanna

VW IMAGE 5Styles featured: V367

VW IMAGE 1Styles featured: Inanna

VW IMAGE 2 Styles featured: V430

V43

0 ST

YLE

SHO

WN

. VER

AW

AN

G.C

OM

VW IMAGE 3Styles featured: V368

OLY

A S

TYLE

SH

OW

N. V

ERA

WA

NG

.CO

M

V36

7 ST

YLE

SHO

WN

. VER

AW

AN

G.C

OM

INA

NN

A S

TYLE

SH

OW

N. V

ERA

WA

NG

.CO

M

NO

LITA

STY

LE S

HO

WN

. VER

AW

AN

G.C

OM

Gleraugnaverslunin þín

MJÓDDIN Sími 587 2123

FJÖRÐUR Sími 555 4789

SELFOSS Sími 482 3949

Sólgler með styrkleikafylgja kaupum á gleraugumí Augastað

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA

64 dægurmál Helgin 5.-7. júní 2015

Page 65: 05 06 2015

laugardag og sunnudagStórsýning fluguveiðimannsins

Nýjar áskoranir, ný markmið...

Veiðiflugna

Nano PuffJakkar sem hafa

einfaldlega slegiðí gegn!

Korkers Vöðluskór fyrir allar aðstæðurReimalausir með útskiptanlegum botnum.

Töskur sniðnar að þörfum veiðimanna

Bullet línan...og þú lengir köstin!Gerir gæfu muninn í veiðinni.

6. - 7. júní 2015

Klaus Frimor kynnir LOOPog sýnir hvernig kasta á flugu.

NYTTSUMAR2015

NYTTSUMAR2015

Grillað

nauta ribeye og kaldur í bala.

Gos og súkkulaðifyrir káta krakka,

veiðikonurog karla.

LAXA vöðlurNý hönnun – 4 laga

Hilmar ráðleggur við val á stöngum, línum, hljólum og flugum fyrir laxveiðina.

FRÁ

BÆR TILBOÐ

FRÁ

BÆR TILBOÐ

ALLAHELGINA

O

G A F S L Æ

TT

IR

Håkan Norling frá Guidelinekynnir nýju LXI og Fario stangirnar

Enn betri Fario frá hönnunarteymiGuideline

NÝ LÍNAFYRIR

KONUR!

60 gPRIMALOFT

hin fullkomnaeinangrun!

vöðlur og jakkiHannað af konum,fyrir konur!Sérlega vandaður veiðifatnaður og nú eru sniðin eins og konur vilja hafa þau.

Loop Opti RunnerÞú hefur ekki prófað alvörufluguhjól fyrr enþú prófar þetta!

R E Y K J A V Í K

20%afsláttur álínum alla

helgina!

Langholtsvegi 111www.veiðiflugur.isSími: 527 [email protected]

Page 66: 05 06 2015

Veitingar Friðrik Dór bíður eFtir Vottun á Franskar kartöFlur

Verkföll fresta opnun kartöflustaðar Frikka DórsVeit ingastaðurinn Reykjav ík Chips í miðbæ Reykjavíkur bíður nú þess að verkföllum ljúki svo hægt verði að framreiða ljúffengar kartöflur ofan í viðskiptavini. Einn aðstandenda staðarins, söngvar-inn Friðrik Dór, segir að þeir hafi fyrirhugað að opna í vikunni sem er að líða, en verði að bíða í ein-hvern tíma vegna verkfalla.

„Það eru einhverjir í verkfalli sem þurfa að votta kartöflurnar

sem við notum, og allar kartöflur sem eru innfluttar,“ segir Frið-rik en staðurinn mun notast við kartöflur frá Írlandi. „Þetta eru kartöflur sem fást út um allt, og við erum ekki að standa sjálfir í innf lutningi,“ segir hann. „Við smökkuðum margar tegundir af kartöflum sem fást hér á landi, innlendar sem og erlendar og þessar smökkuðust best fyrir það sem við erum að gera. Annars er

allt klárt. Tíu tegundir af sósum, pottarnir heitir og við ætlum að opna um leið og verkfallið leysist,“ segir Friðrik. „Við erum búnir að vera að þróa sósurnar og munum bjóða upp á sósur fyrir alla, meira að segja þá sem eru vegan,“ segir Friðrik Dór, söngvari og veitinga-húsaeigandi. -hf

Friðrik Dór ásamt félögum sínum sem standa að Reykjavík Chips.

HönnunarVeFur tinna royal selur á kisinn.is

Listakonan Tinna Royal hefur að undanförnu búið til listaverk sem eru kleinu-hringir sem ætlaðir eru til skrauts. Hún er nemi í Mynd-listarskóla Akureyrar og hug-myndin kviknaði þegar hún var beðin um að vera með muni til sölu á nýopnuðum hönnunarvef sem heitir kisinn.is. Tinna er hrifin af litunum sem hægt er að hafa í hringjunum og fékk ráð-leggingar hjá BM Vallá um hvaða steypu væri best að nota í kleinuhringina.

Þ að voru nú bara margar til-viljanir sem ollu því að mér datt í hug að búa til kleinu-

hringi,“ segir listakonan Tinna Royal.

„Þegar hún Júlía, sem er með kisinn.is, lét mig vita fyrir nokkr-um mánuðum að þetta væri að fara í gang þá langaði mig að gera eitt-hvað nýtt sem gæti verið til sölu á vefnum,“ segir hún. „Mig lang-aði að hafa eitthvað skemmtilegt í boði en hvorki of stórt né dýrt. Ég var í einum áfanga á þessum vetri þar sem við vorum að nota steypu, og mig langaði að gera eitthvað krúttlegt,“ segir Tinna. „Ég fór og rabbaði við þá hjá BM Vallá og fékk upplýsingar um alls-konar steypu sem ég gæti notað. Ég hefði alveg getað notað gifs en mér fannst það hljóma eitthvað svo brothætt, svo steypan var betri.

Þeir eru u.þ.b. 70 grömm stykk-ið og ég missti einn á tána á mér. Hringurinn þoldi það alveg þó táin hafi verið smá sár,“ segir Tinna. „Svo þeir eru innan marka. Þeir eru sterkari fyrir vikið.“

Tinna er á fyrsta ári í Mynd-listarskóla Akureyrar og klárar því þriggja ára nám árið 2017. Á Facebook-síðu Tinnu Royal má sjá myndir af öðrum verkum hennar, og eru þau flest í Pop-Art stíl, þar sem sterkir og bjartir litir fá að njóta sín. Þar á meðal eru perlaðar myndir af umbúðunum frægu af Royal búðingnum, og þaðan tekur hún nafn sitt.

„Mig langaði bara að hafa eitt-hvað annað en bara nafnið mitt og „Gallerí“ fyrir aftan,“ segir Tinna. „Ég setti Royal bara til þess að byrja með, líka vegna þess að ég er búin að gera allt sem ég get við þessar blessuðu umbúðir. Mála, perla og sauma, meðal annars,“ segir hún. „Ég er samt enginn sér-stakur aðdáandi búðingsins. Ég er heilluð af umbúðunum. Annars

reyni ég að vera ekki of alvarleg í þessari sköpun minni.“

Vefurinn kisinn.is er ætlaður listafólki þar sem það getur haft vettvang fyrir list sína og selt hana í gegnum netið. Tinna segir þetta mjög hentugan vettvang fyrir sína list. „Ég er mjög spennt fyrir þessu formi, þar sem ég mikil mannafæla og finnst betra að geta boðið upp á mín verk þarna inni,“ segir Tinna. „Ég á erfitt með að troða mér inn á verslanir og gallerí til þess að selja mínar vörur. Svo þetta er alveg frá-bært,“ segir listakonan Tinna Ro-yal.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Kleinuhringir úr steypu

Tinna með hálsmen úr sinni eigin hönnun.

Kleinuhringir Tinnu Royal.

Hrútar án vegabréfsLeikstjóri kvikmyndarinnar Hrúta lenti í því óhappi í vikunni að vera meinaður aðgangur inn í Rúmeníu þar sem hann átti að vera viðstaddur frumsýningu Hrúta þar í landi. Grímur, sem var á ferðalaginu ásamt framleiðanda mynd-arinnar Grímari Jónssyni, var ekki með vegabréfið sitt með í för því hann stóð í þeirri trú að Rúmenía væri í Schengen, sem var svo misskilningur. Þetta tafði þá félaga um einhverja klukkutíma en konsúll Íslendinga í Rúmeníu kom þeim til bjargar og gátu þeir félagar verið viðstaddir frumsýninguna.

Tattútyggjó frá Dj flugvél og geimskipTónlistarkonan DJ flugvél og geimskip fagnar um þessar mundir útgáfu nýjustu plötu sinnar sem nefnist Nótt á hafsbotni. Með hverju eintaki fylgir tyggjó og tattú sem hægt er að setja auðveldlega hvar sem er á húðina, og taka jafn auðveldlega af. Margir muna eftir þessum tyggjóum frá því fyrir einhverjum árum síðan. Tattúin sem fylgja tyggjóunum eru hönnuð af Steinunni eldflaug og eru því einstök hönnun með plötunni. Dj flugvél og geim-skip kemur fram í Reykjavík record shop á laugardaginn klukkan 16, þar sem hægt verður að kaupa plötuna og fá sér tyggjó.

Sælgætisgerðin að opna?Þeir sem stunduðu hinn fornfræga stað Glaumbar upp úr miðjum tíunda áratugn-um muna eflaust eftir Acid-Jazz sveitinni Sælgætisgerðinni sem spilaði þar viku-lega um árabil. Sveitin sem var einhvers-konar bræðingur úr sveitunum Sóldögg, Landi og sonum og Casino-hljómsveit

Páls Óskars spilaði Acid-Jazz sem var ansi vinsæll um allan heim á þessum áratug. Sveitin kom saman í vikunni til fundar-halds og má búast við því að hún stigi á stokk á næstu vikum, enda tónlistin mjög vel við hæfi þegar hlýna tekur í veðri. For-sprakkinn, Samúel Jón Samúelsson, birti gamla mynd af sveitinni á facebook-síðu sinni í vikunni.

Hátíð á DrangsnesiTónlistarhátíðin Sumarmölin fer fram í þriðja sinn í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi þann 13. júní næstkomandi. Hátíðin er rómuð fyrir einstaka stemningu þar sem fólk á öllum aldri kemur saman og nýtur frábærrar tónlistar í einstöku um-hverfi. Fyrir Sumarmölina í ár var rjóminn fleyttur ofan af íslensku tónlistarlífi og sett saman ómótstæðileg dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á hátíðinni koma fram Retro Stefson, Sóley, Tilbury, Berndsen, Kveld-Úlfur, Ylja og Borko sem jafnframt er skipuleggjandi tónleikanna.16 ára aldurstakmark er á tónleikana en yngri gestir eru velkomnir í fylgd með fullorðnum.

66 dægurmál Helgin 5.-7. júní 2015

Page 67: 05 06 2015

byko.is

ALLT FYRIR PALLASMÍÐINA

LAGERHREINSUNBRÚNT PALLA- OG GIRÐINGAREFNI

595kr./lm.0053265

785kr./lm.0053266

675kr./lm.0053275

795kr./lm.0053276

Rásað 27x117 mm.

Rásað 27x143 mm.

Alheflað 27x117 mm.

Alheflað 27x143 mm.

LERKI

FURA

185kr./lm.*0058254

185kr./lm.0058274

215kr./lm.*0058324

325kr./lm.*0058326

295kr./lm.*0058504

485kr./lm.*0058506

715kr./lm.*0059954

AB-gagnvarin, 27x95 mm.

AB-gagnvarin, 27x145 mm.

AB-gagnvarin, 45x95 mm.

AB-gagnvarin, 45x145 mm.

A-gagnvarin, 95x95 mm.

*4,5 m og styttra

AB-gagnvarin, 22x95 mm.

Gagnvarin Eco-grade, 27x95 mm.

Græn, alhefluð og gagnvarin

25%afsláttur

0% Reiknaðu út efnismagní girðinguna og pallinn á BYKO.is

PALLURINN Á SKILIÐ ÞAÐ BESTA

Plastpallaefni, 23x146 mm, 3,6 m, ljósgrátt eða dökkgrátt.

3.895kr.0039510/14

Hitameðhöndlað timbur27x140 mm.

845kr./lm.0053296

HitameðhöndlaðTimbur

895kr.0251653

Plasthólkur, 220 mm, 0,7 m.

1.695kr.0251658

Blikkhólkur, 315 mm, 0,75 m.

9.395kr.0251670

Dvergur, Purkur 60 cm, 50 kg.

1.175kr.0225333

SAKRET staurasteypa BE, 25 kg.

Endurunnið

plast

Náttúruvæn leið til að lengja líftíma timburs, tilvalið sem klæðning á sólpallinn.

viðhalds lítiðplastpallaefni

HARRIS pensill fyrir skaft, 100 mm.

1.545kr.83037540

2.395kr.80602503

GJØCO pallaolía, ljósbrún, 3 l.

4.795kr.86363040-540

Kjörvari 12 pallaolía, margir litir eða glær, 4 l.

Viðarskoli, 2,5 l.

3.965kr.86333025

SPEKTER pallaskrúbbur.

2.995kr.84105030

6.495kr.0251669

Dvergur, Álfur30 cm, 30 kg.

Page 68: 05 06 2015

HELGARBLAÐ

Skeifan 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Davíð Lúther SigurðarSon

Bakhliðin

Gaurinn sem reddar ölluNafn: Davíð Lúther SigurðarsonAldur: 32 ára.Maki: Linda Björk Hilmarsdóttir.Börn: Hilmar Lúther 10 ára og Ragn-hildur Birta 2 ára. Menntun: Grunnskólapróf.Starf: Framkvæmdarstjóri Silent og The Color Run Iceland.Fyrri störf: Borgun.Áhugamál: Fótbolti og markaðsmál.Stjörnumerki: Tvíburi.Stjörnuspá: Þér verða fengin ný verk-efni og þótt þér lítist hreint ekki á þau við fyrstu sýn, skaltu hefjast handa ótrauð/ur. Reyndu að halda ró þinni

hvað sem á dynur.

Davíð er einn af þeim sem getur ekki sofnað á kvöldin því hann er alltaf

að fá nýjar hugmyndir sem hann verður að framkvæma,“ segir Linda Björk Hilmarsdóttir, eigin-kona hans. „Hann er gríðarlega metnaðarfullur og kemur hlutun-um alltaf mjög hratt og örugglega í framkvæmd. Hann er í rauninni gaurinn sem reddar öllu,“ segir Linda Björk.

Um helgina fer fram The Colour Run í fyrsta sinn á Íslandi. The Color Run er ekkert venjulegt hlaup heldur óviðjafn-anleg upplifun og fullkomin fjölskyldu-skemmtun. Hlaupið er það litríkasta og skemmtilegasta sem hægt er að komast í og hentar öllum. Það hefur farið sigurför um heiminn og styður við réttindi og vel-ferð barna. Skipuleggjandi viðburðarins er Davíð Lúther Sigurðarson. Þessi við-burður hefur fengið gríðarlega móttökur. Uppselt er fyrsta árið en verður hlaupið endurtekið að ári.

Hrósið......fær Bíó Paradís fyrir að standa að söfnun á Kar-olina Fund til að bæta að-gengi fólks í hjólastólum.

Rokkum inn í helgina með

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is

MARSHALL