Leikur að lifa 1. 2 3. Tilfinningar Lykilspurningar: –Hvað eru tilfinningar? –Til hvers eru...

Post on 22-Dec-2015

253 views 9 download

Transcript of Leikur að lifa 1. 2 3. Tilfinningar Lykilspurningar: –Hvað eru tilfinningar? –Til hvers eru...

Leikur að lifa 1

Leikur að lifa 2

3. Tilfinningar

• Lykilspurningar:– Hvað eru tilfinningar?– Til hvers eru tilfinningar?– Hvernig birtast tilfinningar?– Hvers vegna er mikilvægt að vinna úr og

tjá tilfinningar?– Í hverju felst það að þekkja tilfinningar sínar?– Hvað er tilfinningalegt heilbrigði?

Leikur að lifa 3

HugarflóðNefnið eins margar þægilegar og óþægilegar tilfinningar og þið getið

• Þægilegar • Óþægilegar

Eru allir sammála?

Leikur að lifa 4

TilfinningarLeiðarkort um eigin líkama og í samskiptum við aðra

• Líffræðileg og lífeðlisfræðileg viðbrögð við áreiti.– Líkaminn verður fyrir áreiti. – Áreitið hrindir af stað taugaboðum. – Taugaboðin berast til heilans.– Heilinn skynjar boðin og túlkar.– Heilinn sendir upplýsingar áfram um líkamann um

það hvernig hann eigi að bregðast við. – Sum þessara viðbragða upplifum við svo sem

tilfinningar.

Leikur að lifa 5

Hvað kveikir tilfinningar

• Tilfinningar kvikna eftir aðstæðum og atvikum sem við– lendum í– sjáum– hugsum um– heyrum– lesum um

Tilfinningar eru eðlilegar og allir hafa þær.

Leikur að lifa 6

Birting tilfinninga

• Við finnum þessar tilfinningar í líkamanum– Vanlíðan– Vellíðan

• ... og birting þeirra er ólík á milli einstaklinga

Leikur að lifa 7

Til hvers eru tilfinningar?

• Gefa til kynna líðan.• Gefa atburðum og hugsunum merkingu.• Leiðarvísir um lífið.• Tengja fólk böndum.

– Leiðarvísir annarra um umgengni þeirra við okkur.

– Leiðarvísir okkar í samskiptum við aðra– Því er:

• Mikilvægt að kunna að senda rétt skilaboð um tilfinningar okkar og þekkja skilaboð annarra.

Leikur að lifa 8

Tilfinningalegar þarfir

• Við höfum tilfinningalegar þarfir

• Erum við meðvituð um þær?

• Þekkjum við þær?

Leikur að lifa 9

Hugarflóð – Hvers þörfnumst við?

Líkamlegar þarfir Tilfinningalegar þarfir/kenndir

Leikur að lifa 10

Tilfinningalega heilbrigð manneskja

• Meðvituð um tilfinningar sínar og hlustar á þær.

• Kann að sýna tilfinningarnar á þann hátt sem hæfir hverju sinni.

• Leyfir sér að hafa alls konar tilfinningar án þess að hafa áhyggjur eða afneita þeim.

Leikur að lifa 11

Tilfinningalega heilbrigð manneskja

• Er ekki sífellt að rannsaka tilfinningar sínar.

• Reynir ekki stöðugt að sannfæra sig um að þær séu annaðhvort ástæðulausar eða réttlætanlegar.

En hún reynir ekki að láta eins og tilfinningar séu ekki til.

Hún þekkir þær og tekur mark á þeim.

Leikur að lifa 12

Útrás tilfinninganna

• Nauðsynlegt er að finna þeim rétta útrás – skrifa þær niður– tala við aðra– hugleiða í rólegheitum– syngja og dansa – o.s.frv.

• Allt eftir því hver tilfinningin er og aðstæðurnar

Leikur að lifa 13

Innibyrgðar tilfinningarHvað gerist ef við viðurkennum

þær ekki, vinnum ekki úr þeim og veitum þeim ekki útrás?

Leikur að lifa 14

Afleiðingarnar –Neikvæðar tilfinningar:

• Vanlíðan• Þunglyndi • Höfuðverkur• Magaverkur

• Bakverkur• Vöðvabólga• Hár blóðþrýstingur• O.fl.

Leikur að lifa 15

Afleiðingar – Jákvæðar tilfinningar:

• Sá sem ekki kann að láta í ljós ást, hlýju og gleði glímir við tilfinningaleg vandamál sem geta orðið líkamleg.

• Jákvæðar tilfinningar þurfa líka útrás.

Leikur að lifa 16

Bældar tilfinningar

• Það að bæla tilfinningar er ekki það sama og að hafa stjórn á þeim.

• Bæling er leiðin til að láta tilfinningarnar taka völdin í lífinu!

• Okkur má t.d. líða illa, við megum vera sár, reið og leið og stundum er það ósköp eðlilegt.

Kúnstin er að kunna að líða illa og vinna sig í gegnum þá tilfinningu!

Leikur að lifa 17

Hvernig lærum við á tilfinningarnar?

• Með reynslu.

• Með sjálfsþekkingu.

• Með því að vera tilfinningalega meðvituð.

• Með því að þykja vænt um okkur sjálf hvað sem á dynur.

Leikur að lifa 18

Sorg og áföll

Guðdómlegasta reynsla sem nokkrum getur hlotnast er að heyra rödd vináttunnar þegar neyðin sverfur að.

Charlotte c. Schiller

Sorg vegna missis eða áfalls er sterk tilfinning sem allir finna fyrir á lífsleiðinni.

Leikur að lifa 19

Sorg og áföll

• Að falla á prófi

• Slys og veikindi

• Skilnaður

• Svik

• Dauðsfall

• O.fl.

Leikur að lifa 20

Sorg

• Flókið ferli sem tekur mislangan tíma að vinna sig í gegnum og getur hamlað eðlilegri lífsgöngu manna um tíma. – Ótal ólíkar tilfinningar sem háðar eru þeim

einstaklingi sem á í hlut.– Ólíkt á milli syrgjenda.

Leikur að lifa 21

Sorgarviðbrögð

• Breytt hegðun

• Líkamleg viðbrögð

• Hugræn viðbrögð

• Tilfinningaleg viðbrögð

Leikur að lifa 22

Sorgarviðbrögð – breytt hegðun

– dæmi• Samskipti

• Einangrun

• Eirðarleysi

• Tíð grátköst

• Breyttar neysluvenjur í sambandi við mat og vímugjafa

Leikur að lifa 23

Sorgarviðbrögð – líkamleg viðbrögð

– dæmi• Þreyta• Svefntruflanir• Svimi• Höfuðverkur• Ógleði• Andþyngsli• Hár blóðþrýstingur• Skjálfti• Sjóntruflanir

Leikur að lifa 24

Sorgarviðbrögð – hugræn viðbrögð

– dæmi

• Einbeitingar- eða minnisleysi

• Erfiðleikar með rökhugsun og ákvarðanatöku

• Martraðir

• Óreiðukenndar hugsanir

• Skeytingarleysi gagnvart umhverfinu

• Ásakanir

Leikur að lifa 25

Sorgarviðbrögð – tilfinningaleg viðbrögð – dæmi

• Dofi

• Reiði

• Ótti

• Hatur

• Afneitun

• Þrá

• Sektarkennd

Leikur að lifa 26

Hvað skiptir þá máli?

• Stuðningur og skilningur ættingja

og vina.

• Leyfa sér að syrgja, sorgin græðir.

• Gefa sorginni tíma.

• Svo heldur lífið áfram ...

Leikur að lifa 27

Sorgarferlið

Leikur að lifa 28

Nokkur ráð þegar sorgin er við völd:

• Tjáðu tilfinningar þínar.• Taktu við stuðningi frá öðrum.• Leitaðu stuðnings hjá fagfólki ef þú telur þess þörf. • Mundu að alls konar tilfinningar og viðbrögð eru

eðlileg.• Reyndu að sofa vel, hreyfa þig og borða hollan mat.• Forðastu vímugjafa.• Geymdu stórar ákvarðanir.

Leikur að lifa 29

Hvernig umgöngumst við syrgjendur?

• Gefðu þig að þeim.

• Veittu umhyggju og samúð og sýndu væntumþykju þína.

• Gefðu syrgjendum tækifæri til að tala um tilfinningar sínar og gráta.

Leikur að lifa 30

Hvernig umgöngumst við syrgjendur?

• Mundu að endurtekning hjálpar syrgjanda að vinna sig gegnum sorgina.– Ekki segja:

• „Já, þú varst búinn að segja það!“

• Ekki forðast að tala um þann látna eða þann atburð sem veldur sorg.

• Vertu til taks fyrir syrgjendur á erfiðum dögum.

Leikur að lifa 31

Mundu

Tilfinningar eru eðlilegar og allir hafa þær en þær eru ólíkar á milli einstaklinga.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar!